efnaöryggi á rannsóknarstofum -...

2
Efnaöryggi á rannsóknarstofum Í Háskóla Íslands gilda reglur um vinnu á rannsóknarstofum sem ekki eiga hvað síst við þar sem unnið er með efni og efnasambönd. Mikilvægt er að allir nemendur og starfsmenn viti hvaða reglur gilda um slíka vinnu og hvað beri að varast. Tígullinn Tígulmerkið fyrir utan hverja rannsóknarstofu veitir upplýsingar um efni sem eru geymd í stofunni. Tígullinn gefur upplýsingar um hvort efnin eru hættuleg heilsu, eldfim eða hvarfgjörn, einnig er gefinn möguleiki á að setja inn sérstök varnaðarorð. Stuðst er við fjóra liti og tölugildi frá 0 upp í 4 þar sem 0 þýðir að það er lítil sem engin hætta en 4 gefur til kynna að hættan sé mikil. Það er mikilvægt að þið kynnið ykkur þessar varúðarmerkingar. Hér að neðan eru nánari upplýsingar. Mikilvæg símanúmer Neyðarlínan 112 Eitrunarmiðstöðin 543 2222 Öryggisnefnd Háskólans 525 5218 Securitas, neyðarþjónusta 533 5533 Vaktsími umsjónarmanna eftir almennan vinnutíma og um helgar 525 5112 Öryggisnefnd Háskóla Íslands http://oryggi.hi.is/ Vöndum okkur!

Upload: ngohanh

Post on 12-May-2018

216 views

Category:

Documents


3 download

TRANSCRIPT

Page 1: Efnaöryggi á rannsóknarstofum - oryggi.hi.isoryggi.hi.is/sites/oryggi.hi.is/files/oryggisbaeklingur_haust_2015.pdf(MSDS). • Ekki setja hættuleg efni í ruslið, í vaska eða

Efnaöryggi á rannsóknarstofum

Í Háskóla Íslands gilda reglur um vinnu á rannsóknarstofum sem

ekki eiga hvað síst við þar sem unnið er með efni og efnasambönd.

Mikilvægt er að allir nemendur og starfsmenn viti hvaða reglur gilda

um slíka vinnu og hvað beri að varast.

TígullinnTígulmerkið fyrir utan hverja rannsóknarstofu veitir upplýsingar um efni sem eru geymd í stofunni. Tígullinn gefur upplýsingar um hvort efnin eru hættuleg heilsu, eldfim eða hvarfgjörn, einnig er gefinn möguleiki á að setja inn sérstök varnaðarorð. Stuðst er við fjóra liti og tölugildi frá 0 upp í 4 þar sem 0 þýðir að það er lítil sem engin hætta en 4 gefur til kynna að hættan sé mikil. Það er mikilvægt að þið kynnið ykkur þessar varúðarmerkingar. Hér að neðan eru nánari upplýsingar.

Mikilvæg símanúmer

• Neyðarlínan112

• Eitrunarmiðstöðin 5432222

• ÖryggisnefndHáskólans5255218

• Securitas,neyðarþjónusta 5335533

• Vaktsímiumsjónarmannaeftiralmennanvinnutímaogumhelgar5255112

Öryggisnefnd Háskóla Íslands http://oryggi.hi.is/Vöndum okkur!

Page 2: Efnaöryggi á rannsóknarstofum - oryggi.hi.isoryggi.hi.is/sites/oryggi.hi.is/files/oryggisbaeklingur_haust_2015.pdf(MSDS). • Ekki setja hættuleg efni í ruslið, í vaska eða

Grundvallarreglur á rannsóknarstofunni

• Fylgið öryggisleiðbeiningum vandlega.

• Setjið aldrei af stað tilraun án leyfis.

• Vinnið aldrei ein á rannsóknarstofunni.• Látið vita ef ekki er farið að settum

reglum.

• Haldið vinnusvæðinu hreinu og takið til eftir hverja tilraun.

• Neysla matar og drykkja er óheimil á rannsóknarstofunni.

Öryggisklæðnaður á rannsóknarstofunni

• Klæðist alltaf slopp við vinnuna.

• Notið alltaf viðeigandi öryggisgleraugu.

• Ekki nota augnlinsur á rannsóknarstofunni.

• Setjið sítt hár í tagl eða hnút og tryggið að fatnaður sé hvorki laus né flaksandi.

• Takmarkið notkun skarts; hringir takmarka t.d. gagnsemi hanska.

• Verið í lokuðum skóm. Opnir skór eða sandalar eru bannaðir.

• Klæðist fatnaði sem verndar gegn slettum og úða.

Hreinlæti

• Þvoið hendurnar með sápu og vatni þegar farið er út af rannsóknarstofunni.

• Ekki snerta „almenn“ yfirborð eins og hurðarhúna, lyftuhnappa, tölvur og síma með hönskum sem hafa verið notaðir á rannsóknarstofunni. Takið hanskana af ykkur fyrst.

• Ekki þefa af efnum.

• Ekki ganga um í slopp og með hanska utan rannsóknarstofunnar nema þegar verið er að flytja efni á milli staða.

Efnaöryggi

• Kynnið ykkur staðsetningu neyðarútganga, neyðarsturtu, augnskols, slökkvitækja og annars öryggisbúnaðar.

• Kynnið ykkur öryggisatriði og hlífðarbúnað áður en vinna hefst.

• Kynnið ykkur efnin sem á að vinna með áður en tilraun hefst.

• Tilkynnið öll efnaóhöpp strax til kennara.

• Kynnið ykkur hvar og hvernig hægt er að nálgast öryggisblöð um efnin (MSDS).

• Ekki setja hættuleg efni í ruslið, í vaska eða niðurföll.

• Notið viðeigandi ílát þegar verið er að flytja efni milli staða.

• Skilið öllum efnum á sinn stað, þegar búið er að nota þau. Gangið úr skugga um að umbúðirnar séu vel lokaðar.

Alþjóðlegar merkingar á efnum (Globally Harmonized System, GHS)

Á Íslandi gilda alþjóðareglur um flokkun efna og öryggismerkingar þeirra. Þetta er nauðsynlegt til að tryggja að öll efni séu merkt við hæfi. GHS kerfið tryggir að hægt sé að vita hve hættulegt efni er með því að lesa á umbúðirnar. Kynnið ykkur öryggistáknin og hvað þau merkja.

Hættuleg efni eru efni sem valda tjóni á umhverfi og/eða heilsu ef ranglega er farið með þau. Hér fyrir neðan eru merkingar og lýsingar nokkurra algengra efna sem finna má á rannsóknarstofum:

Eldfim efni eru efni sem kviknar í við 38°C eða lægri hita. Blossamark (Flashpoint) táknar hitastigið þar sem efnið myndar nægar gufur til að geta valdið sjálfsíkveikju. Dæmi um slík efni eru aseton, acetylen, metanól o.fl. Forðist að vinna með eldfim efni á sama stað og unnið er með gasloga, opinn eld eða hitaplötur.

Ætandi efni eru þau sem valda sýnilegri eyðileggingu eða skaða á lifandi vef, t.d. húð. Í þessum flokki eru sterkar sýrur (t.d. brennisteinssýra, flúorsýra, saltsýra, saltpéturssýra) og sterkir basar (t.d. natríumhýdroxíð (vítissódi), ammóníumhýdroxíð, kalíumhýdroxíð). Ef efni í þessum flokki fer á húð eru einkennin bruni, blæðingar og blöðrumyndun að ógleymdum sársauka. Ef þeim er andað að sér verður viðkomandi andstuttur, kastar upp, finnur til ógleði og sviða eða finnur brunatilfinningu, viðkomandi hóstar og öndunin verður astmakennd. Ef efnin fara í augu eru einkennin óskýr sjón, mikil táramyndum, blóðhlaupin augu og sársauki.

Eldnærandi efni losa súrefni við efnahvörf og magna þannig upp eld. Dæmi um efni í þessum flokki eru vetnisperoxíð, flúor og joð.

Ertandi efni valda bólgum á slímhimnum (t.d. augum, húð, öndunarfærum og meltingarfærum). Dæmi um slík efni eru brennisteinssýra, saltsýra og vetnissúlfíð.

Ofnæmisvaldandi efni geta haft þau áhrif á ónæmiskerfið að fram komi ofnæmisviðbrögð (t.d. útbrot á húð, táramyndun, hnerri, hósti). Dæmi um slík efni eru ísósýaníð, formaldehýð, nikkel og króm.

Krabbameinsvaldandi efni geta valdið krabbameini ef persónuvarnir og viðeigandi öryggis­útbúnaður er ekki notaður. Stöðug og endurtekin notkun er sérstaklega varasöm þar sem áhrifin af þessum efnum koma ekki strax fram. Dæmi um krabbameinsvaldandi efni eru bensen, asbest, vinýlklóríð, acrýlonítríl og etýlendíbrómíð.

Fósturskemmandi efni eru þau sem hafa áhrif á kynfrumur og geta skaðað fóstur og þroska fósturs. Þessi efni geta haft áhrif á möguleika barneigna, bæði hjá konum og körlum ef persónuvarnir og öryggisbúnaður er ekki notaður. Dæmi um fósturskemmandi efni eru etýlendíbrómíð, kvikasilfur, kadmíum og bensen.

Sogskápar

Sogskápar eru ætlaðir til að fjarlægja allar gufur, lofttegundir og ryk sem geta komið frá eitruðum, eldfimum, ætandi og öðrum hættulegum efnum og eru einn mikilvægasti öryggisbúnaður á rannsóknarstofunni. Sé skápurinn notaður rétt verndar hann notandann fyrir efnum sem annars færu út í andrúmsloftið. Þannig myndar skápurinn verndað vinnusvæði fyrir þann sem þarf að vinna með hættuleg efni. Þegar átt er við rétta notkun er átt við eftirtalin atriði:

• Draga skal hlífina alveg niður þegar verið er að sjóða efni eða vinna með hvarfgjörn efni; þannig myndar hún skjöld og verndar notandann.

• Takmarka skal geymslu efna í sogskápnum því allt sem er sett í skápinn breytir loftflæðinu.

• Þrífa skal skápinn strax ef efni fer niður.

• Allt sem notað er inni í sogskápnum ætti að vera minnst 10­15 cm frá hliðum og hlíf skápsins.

• Þegar vinnu er lokið skal þrífa skápinn og draga hlífina niður.

Öryggisblöð (MSDS)

Hægt er að nálgast öll öryggisblöð á netinu. Kynnið ykkur efnin sem þið munið vinna með. Öryggisblöðin veita mikilvægar upplýsingar um efnið:

• Hvers konar efni er um að ræða og hve hættulegt er það?

• Hvernig á að bregðast við ef vandamál koma upp við notkun efnisins?

• Hvaða persónuvarnir eru nauðsynlegar þegar unnið er með efnið?

• Er eitthvað fleira sem þarf að vita um efnið?