efnisyfirlit - forsíða | vinnumálastofnun

34
Efnisyfirlit Pistill forstjóra . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1 Skipurit og stjórn Vinnumálastofnunar . . . . . . . . . . . . . . . . . 2 Minning . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 3 Starfið í hnotskurn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 4 Vinnumarkaðurinn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 6 Vinnumiðlun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 9 Aðgerðir í vinnumarkaðsmálum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 13 Starfsmenntaráð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 16 Atvinnuleysistryggingar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 17 Ábyrgðasjóður launa . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 19 Atvinnuleyfi útlendinga . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 20 Alþjóðlegt samstarf . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 22 Svæðisráð og úthlutunarnefndir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 24 Ársreikningar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 25 Útgefandi: Vinnumálastofnun Ritstjóri: Karl Sigurðsson Hönnun kápu: Birgir Þ. Jóakimsson Prentvinnsla: Litróf Ársskýrsla Vinnumálastofnunar 2000

Upload: others

Post on 29-May-2022

1 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Efnisyfirlit - Forsíða | Vinnumálastofnun

Efnisyfirlit

Pistill forstjóra . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1

Skipurit og stjórn Vinnumálastofnunar . . . . . . . . . . . . . . . . . 2

Minning . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 3

Starfið í hnotskurn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 4

Vinnumarkaðurinn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 6

Vinnumiðlun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 9

Aðgerðir í vinnumarkaðsmálum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 13

Starfsmenntaráð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 16

Atvinnuleysistryggingar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 17

Ábyrgðasjóður launa . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 19

Atvinnuleyfi útlendinga . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 20

Alþjóðlegt samstarf . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 22

Svæðisráð og úthlutunarnefndir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 24

Ársreikningar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 25

Útgefandi: Vinnumálastofnun

Ritstjóri: Karl Sigurðsson

Hönnun kápu: Birgir Þ. Jóakimsson

Prentvinnsla: Litróf

Ársskýrsla Vinnumálastofnunar 2000

Page 2: Efnisyfirlit - Forsíða | Vinnumálastofnun

Eins og fram kemur hér í skýrslunni í kaflanum umatvinnuleyfi þá hefur útgáfa þeirra haldið áfram aðaukast frá síðasta ári. Erlent vinnuafl hefur veriðkærkomið til að svara aukinni eftirspurn eftir vinnu-afli og hlutfall þess orðið umtalsvert af vinnumark-aðinum. Í fyrirlestri sem haldinn var á síðasta árs-fundi Vinnumálastofnunar var þetta orðað svo að viðflyttum inn erlent vinnuafl en fengjum fólk. Það leið-ir hugann að því hvernig við tökum á móti þessufólki og hversu vel því gengur að aðlaga sig að ís-lensku samfélagi.

Nýverið kom út í Danmörku mjög ítarleg skýrslasérfræðinganefndar sem skipuð var af innanríkis-ráðuneytinu þar sem fjallað var um aðlögun innflytj-enda að danska samfélaginu. Nefndin tilgreindi sjömarkmið sem hún setti sem viðmið um það hversu velaðlögunin hefur tekist. Aðstæður innflytjenda vorusíðan bornar saman við markmiðin.

Þau voru eftirfarandi:

• Kunnátta í dönsku og almenn menntun. Innflytj-endur hafa náð það góðu valdi á dönsku að þeir eruvel virkir á vinnumarkaði og í samfélaginu al-mennt. Jafnframt á almennt menntunarstig þeirraað vera svo gott að það samræmist vel kröfum ávinnumarkaði.

• Atvinnuþátttaka. Atvinnuþátttaka innflytjenda ersú sama og Dana. Afkomendur innflytjenda hafafengið störf sem samræmast hæfni þeirra og kunn-áttu að sama skapi og Dana.

• Fjárhagslegt sjálfstæði. Innflytjendur búa viðsama fjárhagslega sjálfstæði og Danir og sjá um sigán nokkurs fjárhagsstuðnings frá ríki eða sveitarfé-lögunum.

• Líf án fordóma. Innflytjendum er ekki mismunaðá vinnumarkaði eða í samfélaginu almennt hvortsem er vegna kynþáttar, litarháttar, uppruna, kyns,aldurs, þjóðernis eða trúar.

• Samskipti milli innflytjenda og Dana í hinu dag-lega lífi. Góð samskipti eru milli innflytjenda ogDana í hinu daglega lífi. Birtingarmynd þessarasamskipta er m.a. í hjónaböndum milli Dana oginnflytjenda, vináttusamböndum og almennum já-kvæðum samskiptum.

• Þátttaka í félagsmálum. Innflytjendur taka þátt í fé-lagsmálum með sama hætti og Danir hvort heldur ersem kjósendur, sem frambjóðendur til sveitarstjórna,eða sem þátttakendur í frjálsum félagssamtökum s.s.launþegafélögum, íþróttafélögum, kvenfélögum,Lionsklúbbum, leikfélögum, foreldrafélögum o.s.frv.

• Virðing fyrir grunngildum samfélagins.Innflytjendur hafa tileinkað sér sömugrunngildi samfélagsins og fólk í Dan-mörku lifir samkvæmt í sínu daglega lífi. Íþessu felst m.a. að bera virðingu fyrir yfir-völdum og ákvörðunum þeirra, fyrir jöfn-um réttindum borgaranna og lögumlandsins, frjálsum skoðanaskiptum og um-burðarlyndi fyrir mismunandi siðum ogvenjum.

Þegar sérfræðinganefndin hafði borið stöðuna í Dan-mörku saman við þessi markmið var niðurstaðan ístuttu máli talin sú að engin af þessum markmiðumhefðu náðst. Innflytjendur væru mjög félagslegaóvirkir í samfélaginu og sérstaklega ef litið væri tilvinnumarkaðarins og ef svo færi fram sem horfði þáþýddi það mikinn fjárhagslegan þrýsting á velferðar-kerfið. Auk þess mun vandamálið birtast í tiltakan-legum vinnuaflsskorti í Danmörku til framtíðar.

Hvernig er þessu farið hérlendis? Hvernig er ís-lenskukunnátta nýbúa sem hér starfa? Hver er þátt-taka þeirra í daglegu lífi landsmanna, félagsstarfisem almennu frístundastarfi? Hvernig eru samskipt-in? Eru þau markmið sem hér eru nefnd þau sem viðstefnum að? Umræðan um þessi málefni hefur veriðað aukast hérlendis upp á síðkastið og það er vita-skuld til bóta. Augu manna hafa fyrst beinst að þvíað auka framboð á íslenskunámi fyrir nýbúa og semdæmi lagði Starfsmenntaráð félagsmálaráðuneytis-ins 5,5. milljónir króna á þessu ári í verkefni tengdnýbúafræðslu. Stærstur hluti þess tímabundnavinnuafls er þrátt fyrir allt hingað kominn til lang-frama. Það er Íslendingum nauðsynlegt að þetta fólkaðlagist samfélaginu á allan hátt til að koma í vegfyrir fordóma og mismunun. Vinnumálastofnunmun leggja sig fram í þeim efnum. Því er á þetta mál-efni minnst hér að málefni nýbúa og aðlögun þeirraað samfélaginu verður eitt að aðalverkefnum þeirrasem starfa að vinnumarkaðsmálum á næstu árum.

Í ársskýrslu þessari er starfsemi stofnunarinnarsl. ár reifuð í stórum dráttum og greint frá niður-stöðutölum úr ársreikningum sjóðanna sem stofn-unin rekur. Eins og sjá má kennir hér margra grasaog það er von okkar að með lestri þessarar skýrsluverði menn nokkru nær um það mikilvæga viðfangs-efni sem Vinnumálastofnun sinnir.

Gissur Pétursson forstjóriseptember 2001

Aðlögun nýbúa að íslensku samfélagi

Ársskýrsla Vinnumálastofnunar 2000

1

Page 3: Efnisyfirlit - Forsíða | Vinnumálastofnun

Félagsmálaráðuneytið

SvæðisvinnumiðlunVesturlands

SvæðisvinnumiðlunVestfjarða

SvæðisvinnumiðlunNorðurlands vestra

SvæðisvinnumiðlunNorðurlands eystra

SvæðisvinnumiðlunAusturlands

SvæðisvinnumiðlunSuðurlands

Vinnumarkaðs-rannsóknir

Starfsmenntaráð/náms og starfsráðgjöf

Vinnumiðlun/vinnumarkaðsmál

Atvinnumál kvenna

Evrópsk vinnumiðlun

Vinnumálasvið

Fjármálastjórn

Gjaldkeri

Tölvumál

Afgreiðsla

Skjalavarsla

Atvinnuleysis-tryggingar

Ábyrgðarsjóður launa

Lögfræðiþjónusta

Starfsmannamál

Atvinnuleyfi

Úrskurðarmál atvl.bóta

StjórnVinnumálastofnunar

Forstjóri

StjórnsýslusviðStaðgengill forstjóra

SvæðisvinnumiðlunSuðurnesja

Vinnumiðlunhöfuðborgarsvæðið Rekstrarsvið

2

Skipurit og stjórnVinnumálastofnunar

Ársskýrsla Vinnumálastofnunar 2000

Stjórn Vinnumálastofnunar 1997 til 2001 er þannig skipuð:Hrólfur Ölvisson, formaður, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, varaformaður, Ellert Eiríksson, Hervar Gunnarsson, Jón H.Magnússon, Jón Rúnar Pálsson, Sjöfn Ingólfsdóttir og Þórður Ólafsson.

Page 4: Efnisyfirlit - Forsíða | Vinnumálastofnun

Ársskýrsla Vinnumálastofnunar 2000

3

Minning

Gunnar E. SigurðssonFORSTÖÐUMAÐUR VINNUMÁLASVIÐS

f. 19. maí 1950d. 24. ágúst 2001

Haustið er skammt undan. Maður í blóma lífsins kveður. Laufskrúð og blóm hnígatil moldar og maður einnig. Þetta undarlega samspil árstíðanna og mannlegs lífs.Stundum verða svik á þessu samspili og menn í blóma lífsins kveðja okkur löngu áð-ur en nær að hausta í lífi þeirra. Gunnar E. Sigurðsson var sannarlega ekki kominntil haustsins í lífi sínu. Starfsdagurinn enn langur og verkefnin mörg framundan þómörgum væri lokið. Óbilandi áhugi og miklir hæfileikar sem sannarlega nutu sín ílífi og starfi. Lífsþorsti sem fóls í fjölbreyttum áhugamálum og gefandi tómstundum.Þetta skilaði sér í heilsteyptum og skemmtilegum starfsmanni. Vinnustaður sem áslíka starfskrafta er fátækari þegar þeir hverfa frá.

Vinnumálastofnun sér á bak einum sinna hæfustu starfsmanna sem óx meðhverju verkefni auk þess að vera góður félagi. Gunnar hafði starfað í tengslum viðvinnumarkaðsmál frá því hann lauk prófi í hagfræði 1991. Frá 1992 starfaði hanní Félagsmálaráðuneytinu á vettvangi vinnumarkaðsmála en síðan á Vinnumála-stofnun. Hann var hafsjór af fróðleik og bjó yfir mikilli þekkingu á vettvangi starfs-ins. Þannig minnumst við Gunnars. Missirinn er mikill og söknuðurinn sár. Við biðj-um Guð að blessa minningu Gunnars E. Sigurðssonar og þökkum samfylgd er ekkibar skugga á.

F.h. Vinnumálastofnunar

Hrólfur ÖlvissonStjórnarformaður

Page 5: Efnisyfirlit - Forsíða | Vinnumálastofnun

Starfsemi Vinnumálastofnunar er marg-þætt. Meginmarkmiðið er að stuðla að jafn-vægi milli framboðs og eftirspurnar eftirvinnuafli í landinu, eins og fram kemur ílögum um vinnumarkaðsaðgerðir, nr.13/1997. Vinnumiðlun er þannig megin-þátturinn í starfseminni, þar sem unnið ermeð markvissum hætti að því annars vegarað útvega atvinnulausu fólki og öðrum semþess æskja vinnu og hins vegar að miðla fyr-irtækjum hæfu starfsfólki. Vinnumarkaðs-aðgerðir eru mikilvægur þáttur í þessu ferli.Vinnumálastofnun hefur með höndum fjöl-mörg úrræði og aðgerðir sem miða að því að

auðvelda atvinnulausu fólki að komast út ávinnumarkaðinn og gera það hæfara til aðtakast á við síbreytilegan vinnumarkaðinn.Er þar um að ræða fjölbreytta flóru náms-og starfsúrræða.

Auk vinnumiðlunar hefur Vinnumála-stofnun umsjón með skráningu atvinnu-leysis, greiðslu atvinnuleysisbóta og úr-skurði um atvinnuleysisbætur. Atvinnu-leysistryggingarsjóður og Tryggingasjóðursjálfstætt starfandi einstaklinga eru í umsjáVinnumálastofnunar.

Vinnumálastofnun hefur með hendiýmis lögfræðileg úrlausnarefni. Þar mánefna umsjón með að Svæðisvinnumiðlanirtúlki lög og reglugerðir á samræmdan háttog að úrskurða um rétt einstaklinga til at-vinnuleysisbóta. Þá hefur stofnunin meðhöndum að ákvarða um veitingu atvinnu-leyfa fyrir útlendinga og að úrskurða umrétt aðila til greiðslu úr Ábyrgðasjóði launa.

Úr innra starfi VinnumálastofnunarÁ árinu 2000 voru gerðar skipulagsbreyt-ingar á starfsemi Vinnumálastofnunar. Unn-ið var nýtt skipurit fyrir stofnunina sem tókgildi 1. september. Með skipulagsbreytingun-um var starfseminni skipt upp í 3 svið, vinnu-málasvið, rekstrarsvið og stjórnsýslusvið.

Gengið var frá ráðningu þriggja nýrraforstöðumanna á árinu. Það eru þau LíneyÁrnadóttir hjá Svæðisvinnumiðlun Norð-urlands vestra, Ólöf Magna Guðmundsdótt-ir hjá Svæðisvinnumiðlun Austurlands ogKetill Jósefsson hjá SvæðisvinnumiðlunSuðurnesja, en Vinnumálastofnun yfirtókrekstur þeirrar síðastnefndu úr höndumMarkaðs- og atvinnumálaskrifstofu Reykja-ness um áramótin 2000/2001. Þá opnaðiSvæðisvinnumiðlun Suðurlands skrifstofu íVestmannaeyjum vorið 2001.

Í byrjun ársins var opnuð í verslunar-miðstöðinni Firðinum í Hafnarfirði skrif-stofa Vinnumiðlunar höfuðborgarsvæðisinsog EES-vinnumiðlunar. Opnun skrifstof-unnar kom í framhaldi af nokkrum skipu-lagsbreytingum þar sem Vinnumiðlun höf-uðborgarsvæðisins yfirtók rekstur Vinnu-miðlunar Hafnarfjarðar. Skrifstofu Vinnu-miðlunar Hafnarfjarðar við Vesturgötu varþá lokað og EES-vinnumiðlun sem áður vartil húsa á Engjateigi var flutt til hinnar nýjuskrifstofu í Hafnarfirði. Yfirmaður skrifstof-unnar er Jón S. Karlsson, evróráðgjafi.

Haustið 2001 hófst við félagsvísinda-deild Háskóla Íslands fjarnám í náms- ogstarfsráðgjöf, en undirbúningur þess hófst áárinu 2000. Námið er 34 einingar viðbótar-nám við B.Ed. eða B.A. gráðu í félagsvísind-um og er einkum ætlað þeim sem sinnastarfsráðgjöf á vinnumiðlunum og náms-ráðgjöf í skólum. Námið er fjármagnað afVinnumálastofnun og menntamálaráðu-neyti. Af 19 nemendum starfa 7 á svæðis-vinnumiðlunum Vinnumálastofnunar.

Árið 2000 fékk Svæðisvinnumiðlun Suð-urlands tvo styrki af Leonardo verkefni Evr-ópusambandsins. Annars vegar var styrkurætlaður til starfsmannaskipta við sambæri-legar stofnanir erlendis og hins vegar styrk-ur til að gefa 10 ungmennum, sem veriðhefðu atvinnulaus til lengri tíma, kost á að

4

Starfið í hnotskurn

Ársskýrsla Vinnumálastofnunar 2000

Ketill Jósefssonforstöðumaður

SvæðisvinnumiðlunarSuðurnesja og EllertEiríksson bæjarstjóri

Reykjanesbæjar

Page 6: Efnisyfirlit - Forsíða | Vinnumálastofnun

sækja nám eða starfsþjálfun til Svíþjóðar.Fyrra verkefnið hófst á árinu 2001 og undir-búningur er í gangi um síðara verkefnið.

Ýmis verkefniVinnumálastofnun tók þátt í nokkrumverkefnum á árinu í samstarfi við aðra aðila.Má þar nefna þátttöku í viku símenntunarsem haldin var 4.-10. september, en þar varlögð áhersla á endurmenntun fólks meðlitla menntun að baki. Svæðisvinnumiðlan-ir Vinnumálastofnunar tóku virkan þátt ístarfinu og höfðu samstarf við símenntun-armiðstöðvar og aðra aðila um uppákomurog kynningar. Sem dæmi má nefna að hald-in var ráðstefnan Símenntun í íslensku at-vinnulífi, í Eldborg, Svartsengi. Var þar umsamvinnuverkefni Miðstöðvar símenntunará Suðurnesjum og Markaðs- og atvinnu-málaskrifstofu Reykjanesbæjar, sem hýsti áþeim tíma Svæðisvinnumiðlun Suðurnesja.Menntasmiðja kvenna á Vesturlandi varopnuð í upphafi símenntunarvikunnar og íBorgarnesi var haldinn fróðlegur opinnfundur um fjarnám. Á Reyðarfirði var hald-ið málþing um gildi símenntunar, þróun ogmarkmið með þátttöku Svæðisvinnumiðl-unar Austurlands. Að auki voru Svæðis-vinnumiðlanirnar með ýmis konar kynn-ingarstarfsemi, heimsóknir í fyrirtæki, opinhús og námskeiðahald þessa viku.

Dagana 14.-16. júní 2000 var haldiðhér á landi norræna almannatrygginga-mótið. Tryggingastofnun ríkisins og félags-málaráðuneytið höfðu umsjón með mótinuog kom Vinnumálastofnun að skipulagn-ingu mótsins. Frank Friðrik Friðriksson,deildarsérfræðingur á Vinnumálastofnun,hafði yfirumsjón með skipulagningu ogframkvæmd þess í samráði við SæmundStefánsson hjá Tryggingastofnun. Mót þettaer haldið á 5 ára fresti og til skiptis á Norð-urlöndunum. Jón Sigurðsson, forstjóri Nor-ræna fjárfestingabankans, flutti inngangs-erindi um þróun almannatryggingamála áNorðurlöndunum og líklega þróun þeirranæstu árin. Á mótinu voru haldin fjölmörgfróðleg erindi um ýmis svið velferðarmála.Þátttakendur voru um 250 og lauk mótinumeð hátíðarkvöldverði í Perlunni.

Á árinu 2000 var hafinn undirbúningurað stofnun Fjölsmiðju, sem er nokkurs konarverkþjálfunarsetur ætlað fólki sem af einhverj-um ástæðum hefur ekki náð að fóta sig ávinnumarkaði eða í skólakerfinu. Vinnumála-stofnun kemur að verkefninu ásamt Reykja-víkurborg, félagsmálaráðuneytinu og Rauðakrossi Íslands, sem hefur haft forgöngu um aðhrinda verkefninu af stokkunum. Á árinu2001 hefur svo undirbúningur að stofnunFjölsmiðju verið í fullum gangi. Skipulagsskráhennar var undirrituð hinn 15. mars 2001 oghinn 21. júní var gengið frá ráðningu for-stöðumanns, Þorbjörns Jenssonar.

FjármálÁ árinu 2000 varð afgangur á rekstriVinnumálastofnunar 3,8 milljónir króna ísamanburði við 9,4 milljóna króna halla áárinu 1999. Þjónustutekjur og framlög fráöðrum en ríkissjóði námu 198,7 milljónumkróna, þar af voru þjónustutekjur vegnaþjónustu fyrir Atvinnuleysistryggingasjóðog aðra sjóði, ráð og nefndir 192,2 milljónir.Framlag ríkissjóðs var á árinu 137,9 millj-ónir. Útgjöld námu 332,8 milljónum króna.

Greiðslur út Atvinnuleysistryggingasjóðivegna atvinnuleysisbóta voru 1.304 millj-ónir kr., sem er nokkru lægri upphæð en áfyrra ári, og skýrist af lágu atvinnuleysisamfara mikilli eftirspurn eftir vinnuafliundanfarin ár. Greiðslur úr Atvinnuleysis-tryggingasjóði til starfsmenntunar voru 60milljónir, sem er svipað og síðasta ár. Í árs-lok 2000 var eignastaða Atvinnuleysis-tryggingasjóðs 6.321 milljón kr. og hefurhún hækkað um 50% á árinu.

Ársskýrsla Vinnumálastofnunar 2000

5

Frá ráðninguÞorbjörns Jenssonar ístarf forstöðumanns

Fjölsmiðjunnar

Page 7: Efnisyfirlit - Forsíða | Vinnumálastofnun

Eftirspurn eftir vinnuafli var mikil árið2000 líkt og síðustu ár þar á undan. Mikilþensla hefur verið í efnahagslífinu síðustuár og endurspeglast það í eftirspurn eftirvinnuafli. Heldur var tekið að draga úrþenslu í efnahagslífinu á árinu 2000 ogeinkum á fyrstu mánuðum ársins 2001, ánþess þó að þau samdráttareinkenni hafi aðmarki haft áhrif á vinnuaflseftirspurn ogatvinnuleysi.

Í lok árs 2000 og í byrjun árs 2001 urðuvíða á landsbyggðinni áföll í atvinnumálumsem leiddu til aukins atvinnuleysis í byrjunárs 2001. Frystihús Ísfélags Vestmannaeyjaeyðilagðist í bruna í byrjun desember ogmisstu við það tugir manna atvinnuna.Gjaldþrot rækjuvinnslu Nasco í Bolungar-vík um miðjan desembermánuð hafði alvar-legar afleiðingar í för með sér fyrir atvinnu-líf byggðarlagsins og misstu við það margirtugir manns atvinnu sína. Í byrjun árs

2001 sögðu Fiskiðju-samlag Húsavíkur ogHraðfrystihús Eskifjarð-ar upp samtals yfir 30manns og gjaldþrotHarðviðar á Húsavík jókenn á vandann í at-vinnumálum Húsvík-inga.

Áföll af þessu tagihafa alvarlegar afleið-ingar í för með sér fyriratvinnulíf þeirra staða

sem fyrir þeim verða. Hins vegar vega þauekki mjög þungt í tölum um atvinnuleysifyrir landið í heild. Ekki varð því vart um-talsverðrar aukningar atvinnuleysis fyrrihluta árs 2001 miðað við sama tíma á árinu2000. Nokkur aukning varð á atvinnuleysií maí 2001, en þar var einkum um að ræðaafleiðingar af verkfalli sjómanna sem stóðyfir í um mánaðartíma og lauk með laga-setningu hinn 16. maí 2001. Atvinnuleysi íjúní og júlí 2001 hefur svo fylgt samamynstri og undanfarin ár.

VinnuaflFjöldi fólks á vinnumarkaði hefur aukistjafnt og þétt undanfarin ár, samkvæmtvinnumarkaðskönnun Hagstofunnar, og

var fjöldi á vinnumarkaði kominn í 160þúsund manns árið 2000 en var um 156þúsund árið 1999. Í vinnumarkaðskönnunHagstofunnar í apríl 2001 er fjöldinn kom-inn í 162 þúsund. Atvinnuþátttaka eykstþó lítið, þannig að fjölgun á vinnumarkaðihelst að mestu í hendur við fólksfjölgun.

Fjölgun vinnuafls er einkum bundin viðhöfuðborgarsvæðið og er það í samræmi viðþá fólksfjölgun sem þar hefur verið undan-farin ár. Nokkur fjölgun hefur þó orðið álandsbyggðinni síðustu 3 ár. Á höfuðborgar-svæðinu töldust um 96 þúsund manns verastarfandi árið 2000 samanborið við um 94þús. árið 1999 og 90 þús. árið þar áður. Álandsbyggðinni voru um 61 þús. starfandiárið 2000 og hafði þá fjölgað úr 59 þús. ár-ið áður og 58 þús. árið 1998.

Árið 2000 fjölgaði enn starfandi fólki ífjármálaþjónustu í um 6.700 það ár sam-anborið við um 4.700 árið 1998. Þessi þró-un virðist þó vera að stöðvast ef mið er tekiðaf tölum úr vinnumarkaðskönnuninni íapríl 2001, en þá voru starfandi um 6.600manns í greininni sem er svipað og í aprílárið 2000. Starfandi fólki í fasteignaþjón-ustu, tölvuþjónustu og ýmis konar skyldristarfsemi hefur einnig fjölgað ört undanfar-in ár, voru um 13.000 árið 2000 saman-borið við um 9.600 árið 1998. Í apríl 2001voru um 14.100 manns starfandi í grein-inni þannig að töluverð fjölgun virðist ennvera í þessari atvinnugrein. Ekki er að sjámikla breytingu á fjölda starfandi innanannarra atvinnugreina, nema helst ífræðslustarfsemi þar sem nærri 10.000manns störfuðu árið 2000 og um 11.000 íapríl árið 2001.

AtvinnuleysiSkráð atvinnuleysi árið 2000 var hið minns-ta síðan 1990. Meðalatvinnuleysi ársins varaðeins 1,3% sem jafngildir því að 1.865manns hafi að jafnaði verið á atvinnuleysis-skrá árið 2000. Á fyrstu mánuðum ársins2000 var atvinnuleysið um 1,5 til 2% en fórniður í 0,9% í september og október, en áþeim tíma árs er atvinnuleysi að jafnaði meðminnsta móti. Í lok ársins jókst atvinnuleysisvo aftur og var um 1,2% í desember.

Þetta litla atvinnuleysi er framhald á

6

Vinnumarkaðurinn árið 2000

Ársskýrsla Vinnumálastofnunar 2000

Fjöldi starfandi í fjármálaþjónustu og fasteigna-/tölvuþjónustu 1997–2001

Fjármálaþjónusta Fasteigna-/tölvuþjónusta

Page 8: Efnisyfirlit - Forsíða | Vinnumálastofnun

þeirri þróun sem verið hefur undanfarin ár.Árin 1990 til 1995 jókst atvinnuleysi jafntog þétt og náði hámarki árið 1995 er það fórí 5%. Síðan hefur það minnkað jafnt og þéttog var komið í 1,9% árið 1999 og svo í 1,3%árið 2000.

Þróun atvinnuleysis það sem af er árinu2001 bendir til að meðalatvinnuleysi ársinsverði svipað og árið 2000, eða um 1,3 til1,4%. Þannig var atvinnuleysi fyrstu mán-uði ársins 2001 á bilinu 1,5 til 1,6% og fórniður í 1,1% í júlí og ágúst sem er það samaog sömu mánuði árið 2000. Ekki er hægt aðgera ráð fyrir að atvinnuleysi geti orðið mik-ið lægra en þetta. Megin spurningin er hinsvegar hvort atvinnuleysi taki að aukast á nýeða hvort það muni haldast á svipuðu stiginæstu árin eins og var raunin á árunumfyrir 1990.

Atvinnuleysi á landsbygginni jókst mikiðhaustið 2000 og hélst hátt lengra fram ávor 2001 en undanfarin ár. Það féll hinsvegar hratt þegar kom fram í júní, sem er ísamræmi við þróun síðustu ára. Á höfuð-borgarsvæðinu hefur atvinnuleysi haldistlítið breytt allt þetta ár og hefur heldurhækkað eftir því sem á árið líður. Þarna erum nokkuð breytta þróun að ræða frá síð-ustu árum, þegar atvinnuleysi hefur ævin-lega lækkað yfir sumarið, þó sveiflurnar áhöfuðborgarsvæðinu hafi ekki verið eins af-gerandi og á landsbyggðinni.

Atvinnuleysi var meira meðal kvenna enkarla á árinu 2000 og er það í samræmi viðþað sem verið hefur undanfarin ár. Á árinuvar atvinnuleysi meðal kvenna að jafnaði1,9%, en 0,9% meðal karla. Atvinnuleysi erað jafnaði mest meðal ósérhæfðs starfsfólks.Í október 2000 var skráð atvinnuleysi 2,8%meðal ósérhæfðs starfsfólks, 1,6% meðalskrifstofufólks og verslunarfólks en innanvið 1% meðal fólks í öðrum starfsstéttum.Svipaðar upplýsingar má sjá ef atvinnuleysier greint eftir atvinnugreinum, en í október2000 var 2,1% atvinnuleysi skráð meðalstarfsfólks við fiskvinnslu, 1,2 til 1,4% með-al starfsfólks í fiskveiðum, iðnaði, verslun ogá hótelum og veitingahúsum en innan við1% í flestum öðrum þjónustugreinum, auklandbúnaðar og byggingariðnaðar.

Þegar litið er á árið í heild er skráð at-

vinnuleysi að jafnaði mest meðal þeirra elstu(55 ára og eldri), því næst þeirra yngstu (15-24 ára) en minnst meðal annarra aldurs-hópa. Þá minnkaði atvinnuleysi hægar með-al þeirra elstu og þeirra yngstu heldur enmeðal annarra aldurshópa á árinu 2000.Sama virðist uppi á teningnum í byrjun árs2001. Þannig var skráð atvinnuleysi í apríl2001 2,5% meðal þeirra elstu, 2,1% meðalþeirra yngstu en aðeins 1,4% meðal fólks áaldrinum 25 til 54 ára.

Þeir sem verið hafa á atvinnuleysisskrá í6 mánuði eðalengur eru flokk-aðir sem lang-tímaatvinnulaus-ir. Hlutfall lang-t í m a a t v i n n u -lausra af heildar-fjölda atvinnu-lausra er nokkuðbreytilegt eftirárstíðum. Fjöldilangtímaatvinnu-lausra sveiflastminna en heildar-fjöldi atvinnulausra yfir árið. Því er hlutfalllangtímaatvinnulausra lægra yfir vetrar-mánuðina þegar hvað flestir eru á skrá, enhækkar aftur yfir sumarið þegar aftur fækk-ar á atvinnuleysisskrá. Árið 2000 (mars tildesember) voru að jafnaði 29% atvinnu-lausra flokkaðir sem langtímaatvinnulausirog fór hlutfallið hæst í 35% í maí og júní envar komið í 17% í desember. Þessi miklafækkun í hópi langtímaatvinnulausraskýrist þó ekki eingöngu af árstíðasveiflu

Ársskýrsla Vinnumálastofnunar 2000

7

1991

1992

1993

1994

1995

1996

1997

1998

1999

2000

2001

Page 9: Efnisyfirlit - Forsíða | Vinnumálastofnun

heldur má sjá á tölum ársins 2001 að lang-tímaatvinnulausum hefur fækkað hlutfalls-lega meira en skammtímaatvinnulausum.Þannig fór hlutfall langtímaatvinnulausrahæst í 25% í maí 2001 og var 23% í júní og

júlí. Ástæða er til aðætla að markvissar að-gerðir Vinnumálastofn-unar og annarra aðilahvað varðar starfsþjálf-unar- og menntunarúr-ræði sem beint er aðþeim sem verið hafahvað lengst á atvinnu-leysisskrá séu þarna aðskila sér í umtalsverðrifækkun þeirra á at-vinnuleysisskrá.

Skortur á vinnuafliSkortur á vinnuafli var orðinn verulegur íýmsum atvinnugreinum á árinu 2000 sembein afleiðing hinnar miklu þenslu í efna-hagslífinu. Þessi skortur endurspeglastmeðal annars í stöðugri fjölgun veittra at-vinnuleyfa til útlendinga utan hins evr-ópska efnahagssvæðis. Ný tímabundin at-vinnuleyfi voru 1.663 á árinu 2000 sam-anborið við 1.271 á árinu 1999 og 1.119árið 1998. Þau störf sem einkum virðistskorta starfsfólk í eru fiskvinnslustörf, ræst-inga- og eldhússtörf, ýmis iðnaðar- og verk-smiðjustörf og störf í byggingariðnaði. Ímörgum tilvikum er um að ræða erfið,óþrifalega og/eða illa launuð störf sem Ís-

lendingar reyna að sneiða hjá meðan nægi-legt framboð er af öðrum störfum.

Kannanir Þjóðhagsstofnunar á vinnu-aflsþörf fyrirtækja hafa einnig sýnt fram áverulegan vinnuaflsskort í flestum atvinnu-greinum undanfarin ár, einkum á höfuð-borgarsvæðinu. Þessi vilji fyrirtækja til aðfjölga starfsfólki hélst allt til loka árs 2000,en kannanir á árinu 2001 benda til að jafn-vægi sé að nást í eftirspurn eftir vinnuafli ogekki sé lengur almennur vilji til fjölgunarstarfsfólks líkt og undanfarin ár. Sömu nið-urstöður má lesa út úr sambærilegri könn-un Samtaka atvinnulífsins meðal sinna fé-lagsmanna í júní/júlí 2001. Þessar kann-anir, auk könnunar Vinnumálastofnunar ástöðu og horfum í byggingariðnaði vorið2001, benda þó til að áfram megi búast viðmikilli eftirspurn eftir vinnuafli innan bygg-ingariðnaðar til ársloka 2001 og í fram-haldinu megi búast við að heldur dragi úreftirspurninni án þess þó að samdrátturinnverði verulegur.

8

Ársskýrsla Vinnumálastofnunar 2000

Horfur innan byggingariðnaðarinsVinnumálastofnun gerði á vormánuðum 2001 sérstaka úttekt á horfuminnan byggingariðnaðarins. Starfsfólk svæðisvinnumiðlana um land allthöfðu samband við úrtak fyrirtækja í byggingariðnaði og lögðu spurninga-lista fyrir forsvarsmenn þeirra. Megin niðurstaða þeirrar úttektar er aðstaða byggingariðnaðarins sé sterk um þessar mundir og að mikil umsvifverði í greininni fram á haustið. Hins vegar má búast við að umsvifin verðinokkru minni næsta vetur en síðastliðinn vetur án þess þó að um veruleg-an samdrátt verði að ræða. Mörg fyrirtæki á landsbyggðinni eru þó bjart-sýn á að umsvif þar aukist í vetur miðað við síðastliðinn vetur, en óvissaner þar jafnframt meiri en á höfuðborgarsvæðinu.

Verkefni fyrirtækisins næstavetur miðað við síðasta vetur

Page 10: Efnisyfirlit - Forsíða | Vinnumálastofnun

Hlutverk og skipulagvinnumiðlunarVinnumálastofnun hefur með höndum yfir-stjórn vinnumiðlunar í landinu, samkvæmtlögum nr. 13/1997 um vinnumarkaðsað-gerðir. Markmið vinnumiðlunar er að stuðlaað jafnvægi á milli framboðs og eftirspunareftir vinnuafli í landinu. Þessu markmiðiskal náð með því að Vinnumálastofnun ísamvinnu við svæðisvinnumiðlanir ogskráningaraðila atvinnulausra fylgist meðþróun vinnumarkaðarins og geri tillögurum viðeigandi aðgerðir.

VinnumálastofnunHlutverk Vinnumálastofnunar í vinnumiðl-un og vinnumarkaðsmálum eru margvís-leg. Hún skal hafa eftirlit með svæðisvinnu-miðlunum og samræma starfsemi þeirra ogauk þess veita starfsfólki svæðisvinnumiðl-ana faglega aðstoð og fræðslu. Hún skal aflaupplýsinga frá svæðisvinnumiðlunum umatvinnuástand, atvinnuleysi og atvinnu-horfur, vinna úr þeim upplýsingum ogkoma niðurstöðum, ábendingum og tillög-um um vinnumarkaðsaðgerðir á framfærivið stjórn stofnunarinnar. Þá skal hún fylgj-ast með þróun í vinnumarkaðsmálum er-lendis, miðla upplýsingum þar um til hlut-aðeigandi aðila og miðla í samræmi viðalþjóðlegar skuldbindingar upplýsingumum vinnumarkaðinn hér á landi til erlendraaðila.

Félagsmálaráðherra skipar stjórnVinnumálastofnunar til fjögurra ára í sennað fenginni tilnefningu helstu aðila vinnu-markaðarins. Formaður og varaformaðureru skipaðir án tilnefningar af ráðherra.Forstjóri Vinnumálastofnunar situr fundistjórnarinnar með málfrelsi og tillögurétt.

Stjórn VinnumálastofnunarStjórn Vinnumálastofnunar fylgist meðþróun vinnumarkaðarins, gerir tillögur tilfélagsmálaráðherra um vinnumarkaðsað-gerðir og gefur ráðherra skýrslu um þróunvinnumarkaðarins og árangur vinnumark-aðsaðgerða. Stjórnin er umsagnaraðili umlagafrumvörp og stjórnvaldsreglur sem

snerta vinnumarkaðinn og hefur umsjón ogeftirlit með rekstri og starfsemi Vinnumála-stofnunar. Stjórnin fundar eigi sjaldnar eneinu sinni í mánuði og að auki skal húnhalda reglulega samráðsfundi með hags-munaaðilum vinnumarkaðarins ásamt að-ilum sem búa yfir sérþekkingu á honum.

SvæðisvinnumiðlanirLandinu er skipt upp í átta vinnumiðlunar-svæði sem fylgja kjördæmamörkum aðmestu, nema hvað höfuðborgarsvæðið allter eitt svæði og Suðurnes annað. Svæðis-vinnumiðlanir eru starfandi á hverju svæðiog stjórna þær vinnumiðlun og öðrumvinnumarkaðsaðgerðum á sínu svæði. Aukþess eru fjölmargir upplýsinga- og skrán-ingarstaðir á hverju svæði.

Þau verkefni svæðisvinnumiðlana semtengjast vinnumiðlun eru af ýmsu tagi.Þær vinna að því að útvega atvinnurekend-um hæft starfsfólk og aðstoða fólk við at-vinnuleit. Jafnframt veita þær upplýsingarog ráðgjöf um starfsval og starfsmenntunog sjá til þess að atvinnulausir eigi kost áráðgjöf og úrræðum, svo sem námi eðastarfsþjálfun eftir því sem við á. Þá tekursvæðisvinnumiðlun saman og miðlarupplýsingum um atvinnuástand, atvinnu-leysi og atvinnuhorfur til svæðisráðs ogVinnumálastofnunar.

Vinnumiðlun

Ársskýrsla Vinnumálastofnunar 2000

9

Page 11: Efnisyfirlit - Forsíða | Vinnumálastofnun

SvæðisráðNíu manna ráðgjafarnefnd, svæðisráð, erskipuð af félagsmálaráðherra í tengslum viðhverja svæðisvinnumiðlun. Svæðisráðið erskipað þremur fulltrúum samtaka atvinnu-rekenda á svæðinu, þremur fulltrúum sam-taka launþega, tveimur fulltrúum sveitarfé-lagsins og einum fulltrúa framhaldsskóla.Ráðherra skipar formann og varaformannúr þessum hópi. Forstöðumaður svæðis-vinnumiðlunar situr fundi svæðisráðsinsmeð málfrelsi og tillögurétt.

Svæðisráðið fylgist með stöðu atvinnu-mála á sínu svæði og kemur með tillögurum vinnumarkaðsaðgerðir sem það beinirtil stjórnar Vinnumálastofnunar, sveitarfé-laga, fyrirtækja eða annarra eftir því semvið á. Svæðisráð aðstoðar svæðisvinnu-miðlun í að hrinda í framkvæmd úrræðumfyrir atvinnulausa, til dæmis með því að fáaðila til samstarfs um úrræði. Að minnstakosti einu sinni á ári gefur svæðisráðiðstjórn Vinnumálastofnunar skýrslu umatvinnuástand og árangur vinnumarkaðs-aðgerða á sínu svæði. Svæðisráð fundar

eftir þörfum en að jafnaði einu sinni ímánuði.

Vinnumiðlun í tölumÁ skrá vinnumiðlunar komu samtals 9.407manns um land allt á árinu 2000, sem erum 14% fækkun frá árinu áður. Af þeimvoru afskráðir 7.040. Afskráðir eru því um75% af öllum sem komu á skrá, sem ersama hlutfall og árið 1999. Þetta verður aðteljast góður árangur, þó ekki sé hægt aðmeta hve miklu skipti sú starfsemi sem unn-in er við vinnumiðlun. Hæst fór hlutfall af-skráðra á höfuðborgarsvæði í 80% og áVesturlandi í 78%.

Samtals voru skráðar 4.023 verkbeiðnirfrá fyrirtækjum á árinu 2000 sem er nokk-ur fjölgun frá fyrra ári. Ráðið var í 1.022þessara starfa fyrir milligöngu opinberravinnumiðlana, eða í um 25% þessara starfa,en árið 1999 var ráðið í hlutfallslega fleiristörf, eða um 32%. Það að verkbeiðnumskuli fjölga og hlutfall ráðninga lækkaskýrist að öllum líkindum af minna fram-

10

Ársskýrsla Vinnumálastofnunar 2000

Börnin heim – Rannsókn Svæðisvinnumiðlunar VestfjarðaSvæðisvinnumiðlun Vestfjarða vann á árinu 2000 að verkefninu Börnin heim. Verkefnið var styrkt af Nýsköpunarsjóðinámsmanna og var unnið í samvinnu við Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða. Verkefnið var tvíþætt. Annars vegar könnun áþví hvað orðið hefur um ungt fólk sem hefur flutt frá Vestfjörðum á undanförnum árum, viðhorfi þess til Vestfjarða, hvort

það hafi áhuga á því að snúa aftur og ef svo er, á hvaða forsendum. Hins vegar var fólkiboðið upp á að skrá sig hjá Svæðisvinnumiðlun Vestfjarða með það fyrir augum að haftyrði samband við viðkomandi ef vinna við hæfi byðist á Vestfjörðum. Í samantekt umniðurstöður könnunarinnar segir m.a.:

Niðurstöður könnunarinnar gefa til kynna að brottfluttir Vestfirðingar eru ekki fráhverfirþeirri hugmynd að búa og starfa á Vestfjörðum - svo framarlega sem áhugaverð atvinnaer í boði. Niðurstöðurnar gefa til kynna að þeir sem geta hugsað sér að taka starfi áVestfjörðum hafi áhuga á ýmis konar störfum en þó fyrst og fremst störfum sem tengj-ast þjónustu á einhvern hátt. Tiltölulega fáir höfðu áhuga á að starfa innan sjávarútvegsog þeir sem það gerðu voru fyrst og fremst að hugsa um stjórnunarstörf. Þau störf semungir brottfluttir Vestfirðingar hafa áhuga á eru því ekki alveg í samræmi við þaðatvinnulíf sem er á Vestfjörðum í dag. Ef atvinnulíf á Vestfjörðum á að höfða til þessafólks þurfa að vera í boði áhugaverð tækifæri sem gera fólki kleift að nýta sér þámenntun sem það hefur aflað sér. Efling atvinnulífs og leit að nýjum sóknarfærum erþví grundvallaratriði.

Skýrsla með niðurstöðum könnunarinnar er á þessari slóð:http://www.vinnumalastofnun.is/Svaedisvinnumidlun/svmVF/skyrsla_BH.htm

Page 12: Efnisyfirlit - Forsíða | Vinnumálastofnun

boði af vinnuafli, sem gerir sífellt erfiðara aðútvega fyrirtækjum starfsfólk við hæfi.

EES-vinnumiðlunEURES (EURopean Employment Services),er samstarf um vinnumiðlun milli ríkja áevrópska efnahagssvæðinu. Íslenskt heitiþess er EES-vinnumiðlun. Tveir evróráðgjaf-ar starfa nú við EES-vinnumiðlunina og hef-ur hún starfsaðstöðu í verslunarmiðstöð-inni Firði í Hafnarfirði. Á öllum svæðis-vinnumiðlunum eru auk þess starfanditengiliðir sem veita nánari upplýsingar umþjónustuna.

Um 500 evróráðgjafar mynda sam-skiptanet í öllum ríkjum EES. Þetta sam-skiptanet tengir saman opinberar vinnu-miðlanir á evrópska efnahagssvæðinu.Markmiðið er að auðvelda fólki að fá störf íöðrum EES-löndum og stuðla þannig aðjafnvægi milli framboðs og eftirspurnar eftirvinnuafli á svæðinu.

Evróráðgjafarnir hafa sérfræðiþekkinguí atvinnumálum á evrópska efnahagssvæð-inu og veita auk þess upplýsingar um ýmisönnur málefni eða vísa til viðeigandi sér-fræðinga, m.a. um almannatryggingar ogheilsugæslu, skattamál, menntamál, starfs-þjálfunartækifæri, samanburð á starfsrétt-indum, framfærslu og húsnæðiskostnað ogýmis hagnýt heimilisföng.

Á árinu 2000 voru skráð samskipti viðatvinnuleitendur 3.269, við atvinnurek-endur 1.061 og 863 við ýmsa aðra aðila.Umsóknir frá EES-borgurum sem fóru umhendur evróráðgjafa voru 1.240. Fjöldisamskipta við atvinnuleitendur fækkaði um7% og fjöldi samskipta við atvinnurekendurjókst um liðlega 50%. Fyrirspurnum frá Ís-lendingum um störf í öðrum EES-löndumfækkaði talsvert, en fyrirspurnum atvinnu-leitenda frá öðrum EES-löndum fjölgaðimikið.

Vinnuaflsþörf íslenskra fyrirtækja fóráfram vaxandi. Á öllu árinu voru 323auglýsingar vegna liðlega 960 starfa færðarí sameiginlegan gagnagrunn EURES-kerfis-ins í Brussel, meira en tvöfalt fleiri en árið1999. Störfin voru í öllum greinum, fjöl-breyttari en áður. Þar á meðal voru

auglýsingar eftir smiðum, forriturum,hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum, aukstarfa í landbúnaði og fiskvinnslu.

Auglýst störf á Íslandi í sameiginlegumgagnagrunni EES-vinnumiðlunar skiptastsvo eftir atvinnugreinum:

Landbúnaður 10%

Kjötvinnsla 22%

Fiskvinnsla 10%

Framleiðsluiðnaður 7%

Byggingariðnaður 18%

Veitinga- og gistihús 12%

Heilbrigðisstofnanir 9%

Upplýsingatækni 8%

Annað 4%

Það var misjafnt eftir greinum hversu veltókst að fylla störfin. Þegar á heildina er lit-ið tókst að manna um 35% af störfunum.Hæsta hlutfall 95% var í landbúnaðar- oggarðyrkjustörfum, en einna lægst íupplýsingatækni eða tæp 10%. Vaxandi erf-iðleikar voru á að fá húsnæði á höfuðborg-

arsvæðinu, en það leiddi oft til þess EES-borgarar treystu sér ekki til að þiggja at-vinnutilboð.

Á árinu 2000 fór í gang verkefni til þessað efla samvinnu um árstíðabundin störf ísláturhúsum, en í því verkefni tóku þátt Ás-mundur Sverrir Pálsson á Svæðisvinnu-miðlun Suðurlands, Frank Friðrik Friðriks-son frá Vinnumálastofnun og Jón Sigurður

Ársskýrsla Vinnumálastofnunar 2000

11

Page 13: Efnisyfirlit - Forsíða | Vinnumálastofnun

Karlsson EES-vinnumiðlun. Ráðningar tilsláturhúsanna voru um 60 haustið 2000og var það stærsta einstaka verkefnið á veg-um EES-vinnumiðlunar. Almennt var vellátið af starfsmönnunum sem langflestirkomu frá hinum Norðurlöndunum. Sam-starfið við svæðisvinnumiðlanir var eflt ennfrekar á árinu í takt við mótaða stefnu umsamþættingu EES-vinnumiðlunar við inn-lenda vinnumiðlun.

Alls voru 336 EES-borgarar ráðnirgegnum EES-vinnumiðlun til íslenskra at-vinnurekenda á árinu 2000, sem er liðlega20% aukning frá árinu 1999. Fyrirspurn-ir bárust frá flestum EES-landanna, enmilli 70-80% fyrirspurna voru frá hinumNorðurlöndunum og á það líka við umráðningar.

Fjöldi ráðninga á Íslandi eftir uppruna-landi:

Svíþjóð 174 52%

Danmörk 37 11%

Finnland 34 10%

Bretland 23 7%

Belgía 20 6%

Holland 16 5%

Ítalía 12 4%

Þýskaland 9 3%

Noregur 5 2%

Frakkland 4 1%

Spánn 2 1%

Samtals 336 100%

Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar

má ætla að um 1.000 EES-borgarar ávinnualdri hafi flutt til Íslands á árinu2000. Það má ætla að allmargir hafi komiðvegna persónulegra tengsla og hafi getaðkomist í vinnu án aðstoðar vinnumiðlunar-kerfisins.

Vitað var um 41 Íslendinga sem fóru tilvinnu í öðrum EES-löndum árið 2000, semer 20% fækkun frá fyrra ári. Flest ber því aðsama brunni með að atvinnutækifæri hafiárið 2000 verið betri á Íslandi en víða ann-ars staðar.

Einnig er veitt ráðgjöf þeim sem koma íatvinnuleit eða fara utan með vottorð E-303, sem veitir rétt til að flytja atvinnuleys-isbætur í þrjá mánuði milli EES-landa. Allsfóru 43 í slíka leit frá Íslandi (28% fækkunfrá 1999). Í atvinnuleit til Íslands komu 48með atvinnuleysisbætur sem baktryggingu(17% færri en 1999).

EES-borgarar sem hafa verið í vinnu á Ís-landi geta fengið vottorð 301 sem staðfestirað iðgjald atvinnuleysistryggingar hefurverið greitt vegna starfa þeirra hér á landiog flytja þeir réttinn með sér Alls nýttu sér499 EES-borgarar þennan rétt. Á sama háttfluttu 10 slíkan rétt til Íslands.

Af öðrum verkefnum má nefna að EES-vinnumiðlun tók þátt í sameiginlegri kynn-ingu Evrópusambandstengdra skrifstofa áÍslandi í Morgunblaðinu og fundir voruhaldnir með skráningaraðilum og starfsfólkisvæðisvinnumiðlana á Austurlandi, Vest-fjörðum og Vesturlandi. Þá sinnir skrifstof-an almennri vinnumiðlun í Hafnarfirði ognæsta nágrenni.

12

Ársskýrsla Vinnumálastofnunar 2000

Page 14: Efnisyfirlit - Forsíða | Vinnumálastofnun

Vinnumálastofnun hefur með höndumýmsar aðgerðir sem eiga að stuðla að því aðauðvelda fólki að komast út á vinnumark-aðinn. Auk starfsleitaráætlunar eru úrræðiaf ýmsum toga, bæði starfstengd úrræði ogúrræði sem tengjast þjálfun og menntun.

StarfsleitaráætlunSamkvæmt lögum um vinnumarkaðsað-gerðir nr. 13/1997 skal svæðisvinnumiðl-un með samkomulagi við hvern einstakanatvinnuleitanda gera starfsleitaráætluninnan 10 vikna frá skráningu. Áætlunin erfyrst og fremst aðferð til að aðstoða hinn at-vinnulausa við að leita kerfisbundið aðvinnu og miðast við persónulegar forsendurhans. Starfsleitaráætlun er jafnframt tengdsérstökum aðgerðum til að bæta stöðu ein-staklingsins á vinnumarkaði.

Um er að ræða þrjár megingerðir starfs-leitaráætlana. Starfsleit 1 er samningur ámilli svæðisvinnumiðlunar og atvinnuleit-anda til 2-4 mánaða um hvernig atvinnu-leit hans skuli háttað næstu mánuði oghvort og þá hvaða úrræðum hann ætlar aðtaka þátt í. Starfsleit 2, sem venjulega ergerð að loknum gildistíma starfsleitar 1 eðaeftir 4-6 mánaða atvinnuleysi, er áætlunum hvað atvinnuleitandinn ætlar að gera íatvinnuleit sinni og þátttöku hans í úrræð-um á gildistíma áætlunarinnar. Fleirimöguleg úrræði eru í boði heldur en ítengslum við starfsleit 1. Starfsleit 3, sem aðjafnaði er gerð eftir 10-12 mánaða atvinnu-leysi, snýst um sérstaka greiningu og sér-stök úrræði til að leysa vanda atvinnuleit-andans. Atvinnuleitendur skila reglulegayfirliti yfir framgang starfsleitaráætlunar.

Eðlilega er mest um áætlanir sem fallaundir starfsleit 1, en þær voru samtals2.797 á landinu öllu á árinu 2000. Áætlan-ir sem falla undir starfsleit 2 voru 466 og ríf-lega 384 undir starfsleit 3. Hafa ber í hugaþegar litið er á fjölda starfsleitaráætlana aðsumir atvinnuleitendur hafa gert fleiri eneina starfsleitaráætlun.

Nokkur munur er á útfærslu og fram-kvæmd starfsleitaráætlana milli svæðis-vinnumiðlana. Á höfuðborgarsvæðinu og áNorðurlandi eystra er í meira mæli notuð

hópráðgjöf við gerð starfsleitaráætlana enannars staðar þar sem nær eingöngu erugerðar áætlanir með einstaklingsráðgjöf.

ÚrræðiEitt verkefna svæðisvinnumiðlunar er að sjátil þess að hver og einn atvinnuleitandi eigikost á úrræðum sem hafa það að markmiðiað auka starfsgetu hans og starfsmöguleika.Úrræðin miðast við þarfir og aðstæðurhvers og eins atvinnuleitanda og bjóðasteingöngu í tengslum við starfsleitaráætlan-ir. Framboð og fjölbreytni þeirra úrræðasem atvinnuleitanda gefst kostur á að takaþátt í eykst í samræmi við það hve lengihann hefur verið skráður atvinnulaus hjásvæðisvinnumiðlun. Þannig er gert ráð fyr-ir að í tengslum við starfsleit 1 séu færri úr-ræði en í tengslum við starfsleit 2 og 3.

Námsúrræði. Í tengslum við starfsleitar-áætlun og að uppfylltum ákveðnum skilyrð-um getur atvinnuleitandi stundað nám ádagvinnutíma og fengið óskertar eða skert-ar atvinnuleysisbætur á sama tíma í sam-ræmi við reglur þar um. Almennt séð er umað ræða styttra nám og námskeið og starfs-nám sem ekki er lánshæft nám af hálfuLánasjóðs íslenskra námsmanna.

Í tengslum við námsúrræði gera svæðis-vinnumiðlun og atvinnuleitandi með sérnámssamning þar sem fram kemur m.a.hvaða nám atvinnuleitandinn mun stunda,skuldbinding um ástundun og upplýsinga-skyldu atvinnuleitanda til svæðisvinnu-miðlunar um framvindunámsins.

Um er að ræða þrjár mis-munandi gerðir námsúrræða;nám í eina önn með starfi, námí allt að þrjá mánuði og starfs-nám í 1-2 annir.

Á árinu nýttu 8 manns sérnámsúrræði af einhverju tagi.

Starfsúrræði. Svæðisvinnu-miðlanir hafa heimild til aðbjóða atvinnuleitanda semuppfyllir ákveðin skilyrði upp ástarfsúrræði sem hefur það að markmiði aðauka starfsgetu og starfsmöguleika hans.Svæðisvinnumiðlun og atvinnuleitandi

Aðgerðir í vinnumarkaðsmálum

Ársskýrsla Vinnumálastofnunar 2000

13

Starfsleit 1 Starfsleit 2 Starfsleit 3

1999

2000

4.000

3.000

2.000

1.000

0

384466

2.797

Fjöldi starfsleitaráætlana

Page 15: Efnisyfirlit - Forsíða | Vinnumálastofnun

gera með sér samning þar sem fram kemurm.a. um hvaða starf er að ræða, skyldur ogréttindi atvinnuleitanda og ákvæði um matog eftirlit svæðisvinnumiðlunar á starfsúr-ræðinu. Um þrenns konar form starfsúr-ræða er að ræða; starfskynningu, starfs-þjálfun og reynsluráðningu.

Í starfskynningu heldur atvinnuleitand-inn atvinnuleysisbótum sínum en í starfs-þjálfun og reynsluráðningu fer hann af at-vinnuleysisskrá og vinnuveitandinn fær

greitt sem nemur bóta-hlutfalli atvinnuleitand-ans.

Á árinu 2000 fóru 67manns í starfsþjálfun, 3 íreynsluráðningu og 2 ístarfskynningu.

Ýmis úrræði. Önnurúrræði sem nýtt voru áárinu 2000 voru afýmsum toga en samtalsvoru þau nýtt af 929einstaklingum. Mestnýttu úrræðin eru ýmis

konar tölvunámskeið og sjálfstyrkingar-námskeið. Margir nýttur sér einnig starfs-

leitarnámskeið, vinnuklúbba, mennta-smiðju kvenna, námskeið fyrir eldri borgaraeða starfslokanámskeið og MFA-skólann.Fjölmörg önnur úrræði má nefna s.s. skrif-stofu- og bókhaldsnámskeið, meirapróf eðavinnuvélanámskeið og tungumálanám-skeið.

Sérstök verkefni á vegumsvæðisvinnumiðlanaStjórn Atvinnuleysistryggingasjóðs erheimilt að styrkja sérstök verkefni undir eft-irliti svæðisvinnumiðlana. Verkefni þurfa aðvera skýrt afmörkuð og tímabundin og megaekki vera í samkeppni við aðila í hliðstæðumatvinnurekstri á landsvísu. Þá skulu þauunnin innan umdæmis viðkomandi svæðis-vinnumiðlunar og nota skal vinnuafl af at-vinnuleysisskrá þess umdæmis.

Styrkhæf verkefni geta verið af ýmsumtoga, t.d. tímabundin verkefni fyrir atvinnu-lausa á vegum opinberra aðila, stuðningur viðatvinnulausa einstaklinga sem hyggjast stofnafyrirtæki og stuðningur við fyrirtæki við aðskapa ný störf vegna nýrrar framleiðslu.

Stjórn Atvinnuleysistryggingasjóðs tek-

14

Ársskýrsla Vinnumálastofnunar 2000

Greining á þátttakendum í úrræðum svæðisvinnumiðlana árið 2000Á árinu 2001 var unnin ítarleg greining á þátttakendum í úrræðum svæðisvinnumiðlana árið 2000. Reynt var að leggja mat á ár-angur þeirra úrræða sem standa atvinnuleitendum til boða. Niðurstöðurnar voru gefnar út í skýrslu, en hana má nálgast á heima-síðu Vinnumálastofnunar, www.vinnumalastofnun.is undir liðnum Útgáfa og talnaefni - aðrar skýrslur. Hér að neðan er gerð greinfyrir nokkrum af helstu niðurstöðum þessarar greiningar.

Markmið með úrræðum er að hjálpa fólki að fá vinnu eða komast í nám. Úrræði eru mörg og misjöfn og erfitt er að meta árang-ur þeirra en þó fæst ákveðin vísbending um árangur með því að skoða hvort þátttakendur eru á atvinnuleysisskrá þremur mán-uðum eftir að úrræði lauk. Sé þessi mælikvarði notaður er hægt að segja að úrræði svæðisvinnumiðlana um land allt skili 47%árangri. Erfitt er að bera þessar tölur saman við tölur erlendis frá vegna ólíkra gagna og aðferða við greiningu. Á heildina litið virð-ist þó árangur úrræða hérlendis ekki lakari en í nágrannalöndum okkar.

Það kemur skýrt fram að ungir atvinnuleitendur sem taka þátt í úrræðum skila sér betur út á vinnumarkaðinn eða í nám helduren þeir eldri. Um 82% 16-19 ára atvinnuleitenda sem ljúka úrræði eru ekki á skrá eftir þrjá mánuði og 78% í aldurshópnum 20-

24 ára. Hins vegar eru 42% í aldurshópunum 50-59 ára ekki á skrá eft-ir þrjá mánuði og aðeins 20% í elsta aldurshópnum, þ.e. 60-69 ára.

Hversu lengi þátttakendur hafa verið á atvinnuleysisskrá sl. 12 mánuðifyrir úrræði hefur einnig mikið að segja um árangur úrræða þannig aðþví lengur sem þátttakendur hafa verið á skrá, því hærra hlutfall er enná skrá 3 mánuðum eftir að úrræði lýkur.

Þessir þættir, aldur og lengd á atvinnuleysisskrá, hafa því bein áhrif á ár-angur af einstökum úrræðum. Þannig voru einungis 28% þátttakenda ístarfsleit 3 á höfuðbogarsvæðinu ekki á atvinnuleysisskrá þremur mán-uðum eftir lok úrræðis, en starfsleit 3 er einkum ætluð þeim sem hafaverið atvinnulausir um lengri tíma. Hins vegar voru um 83% þeirra semgerðu starfsþjálfunarsamninga á Norðurlandi eystra ekki á atvinnuleys-isskrá þremur mánuðum eftir lok úrræðis, en þar er einkum um að ræðafólk sem verið hefur skamman tíma á atvinnuleysisskrá.

Page 16: Efnisyfirlit - Forsíða | Vinnumálastofnun

ur endanlega ákvörðun um veitingu styrkjaað fenginni umsögn framkvæmdaráðssjóðsins.

Framlög til þessara verkefna voru um 21milljón á árinu 2000. Alls var veittur styrk-ur til um 120 starfa á vegum um 45 aðila,en margir sóttu um til fleiri en eins starfs.Samtals gerðu þetta um 24 ársverk. Sveitar-félög eru stærsti umsækjandi styrkja tilverkefna af þessu tagi og runnu um 39%styrkjanna til þeirra ef miðað er við ársverkog yfir 50% ef miðað er við fjölda þeirra ein-staklinga sem fengu vinnu út á þessi verk-efni. Um fjölbreytt verkefni var að ræða s.s.uppgræðsla, fegrun og gróðursetning, verk-efni tengd söfnum, vinnu við íþróttasvæði,viðhaldsverkefni og námskeið. Um 27%þeirra ársverka sem sköpuðust voru á veg-um fyrirtækja, um 17% á vegum félagasam-taka og önnur 17% á vegum einstaklinga.

Atvinnumál kvennaSérstök áhersla er lögð á atvinnumál kvennahjá Vinnumálastofnun. Ástæðan er sú aðkonur hafa víða haft færri tækifæri til at-vinnu, einkum á landsbyggðinni og einnig eraðgangur kvenna að fjármagni til uppbygg-ingar atvinnustarfsemi oft lítill. Því hefur ver-ið starfræktur sérstakur sjóður frá árinu1991 sem annast styrkveitingar til kvenna.

Markmiðið með styrkveitingum hefureinkum verið að auka fjölbreytni í atvinnu-lífi, að viðhalda byggð um landið og efla at-vinnutækifæri á landsbyggðinni, auka að-gang kvenna að fjármagni, ekki síst fyrirkonur sem stunda starfsemi sem nýtur síðurfyrirgreiðslu í hefðbundnum lánastofnun-

um. Markmiðið er einnig að draga úr at-vinnuleysi meðal kvenna.

Árið 2000 bárust samtals 109 umsókn-ir og var 60 styrkjum úthlutað. Til úthlut-unar voru kr. 20 milljónir og var úthlutaðeinu sinni á árinu. Veittir voru styrkir tilverkefna einstaklinga og fyrirtækja,kvennasmiðja og félagasamtaka.

Höfnun á styrkumsóknum var einkumvegna samkeppnissjónarmiða, sótt var umrekstrarstyrki sem aldrei hafa verið veittir,eða að verkefnin voru ekki hefðbundinkvennaverkefni en það eru verkefni semannaðhvort eru í eigu kvenna eða er stjórn-að af konum.

Lánatryggingasjóður kvennaLánatryggingasjóður kvenna var stofnaðurí byrjun árs 1998 sem tilraunaverkefni í 3ár. Stofnendur sjóðsins eru félagsmálaráðu-neyti, Reykjavíkurborg og iðnaðarráðu-neyti. Sjóðnum er ætlað að styðja konur tilnýsköpunar í atvinnulífinu með veitingutrygginga fyrir lánum. Vinnumálastofnunsér um umsýslu sjóðsins.

Gerð var úttekt á starfsemi sjóðsins í loktilraunatímabilsins. Þar kemur m.a. fram aðstarfsemi sjóðsins hefur skipt sköpum fyrirþau verkefni sem hlotið hafa tryggingu hjáhonum og fæst þeirra hefðu farið af stað ánhans. Þá var ákveðið að framhald yrði ástarfsemi Lánatryggingasjóðins í a.m.k. 3 ártil viðbótar.

Samið var við Landsbanka Íslands um aðannast lánveitingar til umsækjenda og veit-ir bankinn lánatryggingar til helminga ámóti sjóðnum.

Ársskýrsla Vinnumálastofnunar 2000

15

Úttekt á Lánatryggingasjóði kvennaÁ árinu 2000 var gerð úttekt á Lánatryggingasjóði kvenna, þar sem þá varað ljúka þriggja ára reynslutímabili sjóðsins. Úttektinni lauk með gerðskýrslu í byrjun árs 2001. Helstu niðurstöður úttektarinnar eru þær að um-fang Lánatryggingasjóðsins sé ekki mikið í ljósi heildarumsvifa kvenna í at-vinnurekstri, enda komi reglur sjóðsins í veg fyrir slíkt þar sem skilyrt er aðum kvennaverkefni skuli vera að ræða, nýsköpun þarf að felast í verkefn-inu og verkefnið má ekki vera í samkeppni við sambærilega starfsemi ásama svæði. Hins vegar skiptir starfsemi sjóðsins sköpum fyrir þau verkefnisem hlotið hafa tryggingu hjá honum, fæst þessara verkefna hefðu farið afstað án stuðnings sjóðsins og lánin sem tryggingin var fyrir voru yfirleittstærstur hluti fjármögnunar verkefnisins. Þá er fjárhagsstaða sjóðsins traustog stærstur hluti afborgana af þessum lánum í skilum.

Page 17: Efnisyfirlit - Forsíða | Vinnumálastofnun

Starfsmenntaráð félagsmálaráðuneytisinsstarfar samkvæmt lögum um starfsmennt-un í atvinnulífinu nr. 19/1992. Það heyrirundir félagsmálaráðuneytið og fær fjár-framlög úr Atvinnuleysistryggingasjóði.Vinnumálastofnun annast daglega umsýsluráðsins.

Hraðar breytingar í íslensku atvinnulífiog umhverfi þess gera kröfu til þess að þeirsem þjóna atvinnulífinu, þ.m.t. starfs-menntaráð, endurmati stefnu sína og allastarfshætti. Að sönnu hefur starfsemi ráðs-ins tekið ýmsum breytingum og hún þróastá undanförnum árum. Það var engu að síð-ur mat starfsmenntaráðs haustið 1999 aðeðlilegt væri að taka alla stefnu og starfs-hætti ráðsins til gagngerrar endurskoðunarmeð það að markmiði að laga starfseminasem best að breyttum þörfum atvinnulífs-ins; fyrirtækja og stofnana og þeirra semþar starfa og þróuninni í næstu framtíð.Mikilvægur þáttur í þessari endurskoðunvar að gera starfshætti ráðsins markvissariog stjórnsýslu gagnsærri gagnvart við-skiptavinum starfsmenntaráðs.

Á opnum fundi í upphafi ársins 2000kynnti starfsmenntaráð afrakstur stefnu-mótunarvinnu sinnar; annars vegar„STARFSMENNT 2000“ og hins vegar„Hlutverk og stefna“.

STARFSMENNT 2000 er grunnur undirstarf og stefnumótun á vettvangi starfs-menntaráðs. Ekki er um að ræða endanlegaeða tæmandi úttekt á stöðu starfsmennta-mála eða framtíðarsýn. Þvert á móti erSTARFSMENNT 2000 ætlað að vera í stöð-ugri endurskoðun og þróun, eftir því semaðstæður breytast og þekkingu á þörfum

fyrirtækja, einstaklinga og samfélagsins allsfyrir starfsmenntun vindur fram.

Á grunni STARFSMENNTAR 2000 hef-ur starfsmenntaráð sett fram megináhersl-ur sínar um „Hlutverk og stefnu“ ráðsins ánæstu missirum.

Starfsmenntaráð hvetur sem flesta til aðkynna sér STARFSMENNT 2000 og hafaskoðanir á þeim áherslum og þeirri framtíð-arsýn sem þar koma fram. Það er vilji ráðs-ins að þetta efni megi nýtast sem víðast viðskoðanaskipti og stefnumótun um starfs-menntun.

Árið 2000 lagði starfsmenntaráð áhersluá að styðja annars vegar verkefni sem ætlaðvar að efla starfsmenntun á landsbyggðinniog hins vegar starfsmenntun sem stuðlar aðnýsköpun og hagræðingu. Hvatt var tilsamstarfs ólíkra aðila og það tekið fram aðgerð náms- og kennslugagna nyti forgangsumfram rekstur námskeiða.

Umsóknir um styrki í sjóðinn bárust frá66 aðilum vegna 155 verkefna. Alls var sóttum styrki að upphæð 225 milljónir.

Til úthlutunar voru 30 milljónir ogskiptist upphæðin milli 34 styrkþega eða 55verkefna. Auk þess voru veittir styrkir aðupphæð rúmar 9 milljónir til sérstakra þró-unarverkefna á sviði starfsmenntunar og tilrannsóknar á símenntun.

Umsóknirnar einkenndust af mikilli fjöl-breytni. Sótt var um styrki vegna nýsköp-unar og hagræðingar, námsgagnagerðar ognámskeiðahalds. Aldrei hafa fleiri verkefni álandsbyggðinni hlotið styrk.

Sjá nánar um starfsmenntaráð á heima-síðu ráðsins www.starfsmenntarad.is

16

Starfsmenntaráð

Ársskýrsla Vinnumálastofnunar 2000

Frá afhendingustarfsmennta-verðlauna starfs-menntaráðsog Menntar.

Page 18: Efnisyfirlit - Forsíða | Vinnumálastofnun

Eitt megin hlutverk Vinnumálastofnunar erumsýsla atvinnuleysistrygginga lands-manna. Til að sinna því hlutverki er starf-andi net svæðisvinnumiðlana, skráningar-staða og úthlutunarnefnda um land allt.

Svæðisvinnumiðlanir annast skráninguatvinnulausra ásamt skráningarstöðum oghafa eftirlit með því að umsækjendur um at-vinnuleysisbætur fullnægi skilyrðum lagaum atvinnuleysistryggingar. Skulu þærmiðla upplýsingum til úthlutunarnefndaum atvinnulausa og jafnframt tilkynna út-hlutunarnefnd ef rökstudd ástæða er tilþess að ætla að umsækjendur um atvinnu-leysisbætur uppfylli ekki áðurnefnd laga-skilyrði.

Afgreiðsla umsókna um atvinnuleysis-dagpeninga fer einnig fram á svæðisvinnu-miðlunum utan höfuðborgarsvæðisins, enþar fer afgreiðslan fram hjá Eflingu og Versl-unarmannafélagi Reykjavíkur. Afgreiðsl-unni er stjórnað af úthlutunarnefndum áhverju svæði. Tvær úthlutunarnefndir eruþó starfandi á höfuðborgarsvæðinu. Þá ersérstök úthlutunarnefnd vegna Trygginga-sjóðs sjálfstætt starfandi einstaklinga og ferafgreiðsla umsókna fram á skrifstofu Vinnu-málastofnunar.

Vinnumálastofnun hefur umsjón meðAtvinnuleysistryggingasjóði og Trygginga-sjóði sjálfstætt starfandi einstaklinga, en sásjóður er ætlaður bændum, vörubifreiða-stjórum og smábátaeigendum.

AtvinnuleysistryggingasjóðurAtvinnuleysistryggingasjóður starfar sam-kvæmt lögum nr. 12/1997 um atvinnu-leysistryggingar og síðari breytingum áþeim. Sjóðurinn er í umsjá Vinnumálastofn-unar í umboði sjóðsstjórnar. Stjórn sjóðsinser tilnefnd af ýmsum aðilum í atvinnulífinuog skipar félagsmálaráðherra formannstjórnar án tilnefningar.

Stjórn Atvinnuleysistryggingasjóðs1997 til 2001 skipuðu Þórður Ólafsson, for-maður, Ellert Eiríksson, Erna Hauksdóttir,Guðmundur Þ Jónsson, Hervar Gunnars-son, Jón H. Magnússon, Jón Rúnar Pálsson,Páll Halldórsson og Sigríður Kristinsdóttir.

Sjóðurinn hefur einkum tekjur af trygg-

ingagjaldi. Á árinu 2000 námu þær 3.440milljónum króna, samanborið við 3.818milljónir árið 1999. Fjármunatekjur erueinnig umtalsverðar, eða 391 milljón, envoru 139 milljónir árið áður.

Atvinnuleysi minnkaði enn árið 2000miðað við fyrri ár og voru greiðslur úrsjóðnum í atvinnuleysisbætur því talsvertlægri á árinu 2000, eða 1.304 milljónir ámóti 1.706 milljónum árið 1999. Greiðsl-ur vegna úrræða fyrir atvinnuleitendurhækkuðu nokkuð, úr 33 milljónum í 41,

Atvinnuleysistryggingar

Ársskýrsla Vinnumálastofnunar 2000

17

Page 19: Efnisyfirlit - Forsíða | Vinnumálastofnun

en framlög til átaksverkefna sveitarfélagalækkuðu úr 31 milljón í 21. Aðrir gjaldalið-ir eru svipaðir og árið áður, þeirra helstir erframlag í starfsmenntasjóð, 60 milljónir ogtil kjararannsóknarnefndar, 22 milljónir.

Eignir sjóðsins voru í árslok 2000 um6.321 milljónir króna og höfðu þá aukist úrum 4.176 milljónum frá ársbyrjun.

Tryggingasjóður sjálfstættstarfandi einstaklingaTryggingasjóður sjálfstætt starfandi ein-staklinga starfar samkvæmt lögum nr.46/1997. Um er að ræða tryggingasjóðvegna atvinnuleysis bænda, vörubifreiða-stjóra og smábátaeigenda, og er heimild ílögum til að bæta við öðrum starfsgreinum.Sjóðurinn er í umsjá Vinnumálastofnunar íumboði sjóðsstjórnar. Stjórn sjóðsins er til-nefnd af samtökum þeirra starfsgreina semaðild eiga að sjóðnum og skipar félagsmála-ráðherra formann stjórnar án tilnefningar.

Stjórn sjóðsins árið 2000 var þannigskipuð: Árni Gunnarsson, formaður, LeifurEysteinsson, Örn Pálsson, Unnur Sverris-dóttir og María Hauksdóttir.

Tekjur sjóðsins eru einkum af atvinnu-tryggingargjaldi sjóðfélaga, eða um 33 millj-ónir, en fjármunatekjur eru einnig umtals-verðar, eða um 9 milljónir. Greiðslur atvinnu-leysisbóta námu um 9 milljónum árið 2000.

18

Ársskýrsla Vinnumálastofnunar 2000

Page 20: Efnisyfirlit - Forsíða | Vinnumálastofnun

Ábyrgðasjóður launa starfar samkvæmtlögum nr. 53/1993. Sjóðurinn ábyrgistgreiðslu vinnulaunakröfu launþega ogkröfu lífeyrissjóðs vegna lífeyrisiðgjalda áhendur vinnuveitanda við gjaldþrotaskiptieða þegar dánarbú hans er til opinberraskipta og erfingjar hans ábyrgjast ekkiskuldbindingar hans. Vinnumálastofnunannast skrifstofuhald fyrir sjóðinn á grund-velli samnings milli stjórnar sjóðsins,Félags-málaráðuneytisins og Vinnumála-stofnunar.

Stjórn sjóðsins skipa þrír menn tilnefndiraf ASÍ og VSÍ, og einn skipaður affélagsmálaráðherra. Stjórn sjóðsins varþannig skipuð árið 2000: Sesselja Árnadót-tir var formaður sjóðsins fyrri hluta árs2000, en Elín Blöndal tók við formennskun-ni síðari hluta árs. Aðrir í stjórn voru þauHalldór Grönvold og HrafnhildurStefánsdóttir. Á árinu 2001 tók GuðjónBragason við sem formaður.

Útgjöld Ábyrgðasjóðs launa voru á árinu2000 svipaðar að umfangi og undanfarinár. Heildargreiðslur Ábyrgðarsjóðsins voruum 170 milljónir árið 2000 samanborið viðum 215 milljónir árið 1999, 140 milljónir1998 og 173 milljónir 1997. Varast ber aðtúlka þessar sveiflur milli ára sem breytin-gar í efnahagsumhverfinu. Þannig geturgjaldþrot eins stórs fyrirtækis hækkaðútgjöld þess árs óeðlilega mikið miðað viðumfang gjaldþrota í heild. Þá hafa stór

gjaldþrot orðið nálægt áramótum, og er þátilviljun háð hvoru megin áramóta þauverða.

Á árinu 2001 má hins vegar merkjatöluverða aukningu greiðslna úr sjóðnum.Á fyrstu 8 mánuðum ársins voru greiðslurúr sjóðnum um 186 milljónir króna,samanborið við um 107 milljónir á fyrstu 8mánuðum ársins 2000. Þetta er um 74%aukning. Þá eru óafgreiddar kröfur talsvertfleiri en á sama tíma í fyrra.

Á árinu 2000 var unnið að heildaren-durskoðun á lögum um Ábyrgðasjóðlauna. Þeirri vinnu var fram haldið á árinu2001 og er reiknað með að frumvarp aðnýjum lögum um sjóðinn verði lagt fram ívetur.

Ábyrgðarsjóður launa

Ársskýrsla Vinnumálastofnunar 2000

19

Page 21: Efnisyfirlit - Forsíða | Vinnumálastofnun

Atvinnuleyfi útlendingaVeiting atvinnuleyfa til útlendinga utanhins evrópska efnahagssvæðis er á höndumVinnumálastofnunar, samkvæmt lögumum atvinnuréttindi útlendinga nr.133/1994. Árið 2000 einkenndist af mik-illi þenslu á vinnumarkaði sem hafði í förmeð sér umtalsverða aukningu í veitinguatvinnuleyfa. Eftirspurn eftir erlenduvinnuafli hefur aukist jafnt og þétt frá árinu1995 og hafa aldrei verið veitt jafn mörg at-vinnuleyfi og árið 2000 enda atvinnuleysi íalgjöru lágmarki og mikið um hverskynsverklegar framkvæmdir.

Útgefin atvinnuleyfi árið 2000Aukning átti sér stað í öllum flokkum at-vinnuleyfa. Á árinu 2000 voru veitt alls1.663 ný tímabundin atvinnuleyfi á móti1.271 árið 1999. Mikil aukning varð milliáranna 1999 og 2000 á fjölda veittra at-vinnuleyfa vegna útlendinga sem skipt hafaum vinnustað, úr 461 í 659. Ástæðuna máað hluta til rekja til þess að nokkur fyrirtækiþar sem stór hópur útlendinga starfaði,hættu rekstri á árinu og fengu þeir leyfi til

að flytja sig til annarra fyrirtækja. Í öðrumtilvikum er um að ræða útlendinga sem erusestir hér að og hefur útgáfa á atvinnuleyfihjá nýjum atvinnurekenda verið heimiluðbæði með vísan til vinnuaflsskorts ogtengsla útlendings við landið. Þá hefur út-gáfa á leyfum vegna vistráðningar aukist

mikið, úr 26 í 54, en fjöldi námsmannaleyfaer svipaður og árið áður, eða 91 árið 2000.

Heimilt er að veita útlendingi óbundiðatvinnuleyfi hafi hann samfellt átt lögheim-ili á Íslandi í þrjú ár og hafi áður verið veitttímabundið atvinnuleyfi. Alls voru gefin út406 óbundin atvinnuleyfi árið 2000 og hef-ur útgáfu óbundinna atvinnuleyfa fjölgaðmikið undanfarin ár, voru 275 árið 1999 og193 árið 1998. Þessa miklu aukningu í út-gáfu óbundinna leyfa má rekja aftur til ár-anna 1995 til 1997 þegar eftirspurn eftirerlendu vinnuafli fór að aukast. Þeir hóparsem þá komu til landsins og hafa ílengst héruppfylla nú orðið skilyrði til að geta öðlastóbundið atvinnuleyfi.

Atvinnuleyfi eftir þjóðernum og störfum og landsvæðumSem fyrr eru flest tímabundin leyfi veittvegna Pólverja, eða alls 1.071 og 193óbundin leyfi. Aðrar þjóðir sem skera sig úreru Filippseyingar, Tælendingar og Júgó-slavar.

Atvinnuleyfum, bæði tímabundnum ogóbundnum, hefur fjölgað mjög í Reykjavíkundanfarin ár. Árið 2000 voru veitt 1.582tímabundin og 149 óbundin atvinnuleyfiþangað. Á sama tíma hefur tímabundnumatvinnuleyfum fækkað mjög á Vestfjörðumog voru þau 192 árið 2000.

Flest tímabundin atvinnuleyfi voru veittvegna starfa fyrir ófaglært vinnuafl. Vegnastarfa við fiskvinnslu voru veitt 540 leyfi enþar er um að ræða fækkun frá árinu 1999en þá voru þau 665. Veitt atvinnuleyfi tilstarfsfólks í byggingariðnaði eru 241 og ímálmiðnaði og rafeindavirkjun 58. Þá voruveitt 295 leyfi til fólks í ýmsum verksmiðju-störfum við framleiðslu, pökkun og véla-vinnu.

LagabreytingarÁ árinu 2000 var að störfum nefnd semhafði það hlutverk að endurskoða núgild-andi lög um atvinnuréttindi útlendinga, nr.133/1994. Í nefndinni áttu sæti fulltrúarfrá félagsmálaráðuneyti, Vinnumálastofn-un, Samtökum atvinnulífsins, Alþýðusam-

20

Atvinnuleyfi útlendinga

Ársskýrsla Vinnumálastofnunar 2000

Útgáfa atvinnuleyfa á árunum 1997 til 20001997 1998 1999 2000

Ný tímabundin leyfi . . . . . . . . . . . 875 1.119 1.271 1.663 Nýr vinnustaður . . . . . . . . . . . . . . 188 461 659 Framlengd tímabundin leyfi . . . . 465 662 933 1.143 Óbundin atvinnuleyfi . . . . . . . . . 162 193 275 406 Atvinnurekstrarleyfi . . . . . . . . . . . 6 1 11 4 Námsmannaleyfi . . . . . . . . . . . . . 44 50 96 91 Vistráðningarleyfi . . . . . . . . . . . . 8 9 26 54

Samtals 1.560 2.222 3.073 4.020

Page 22: Efnisyfirlit - Forsíða | Vinnumálastofnun

bandi Íslands og dómsmálaráðuneyti.Nefndin skilaði á vormánuðum 2001 af sérfrumvarpi að lögum um atvinnuréttindi út-lendinga, sem felur í sér heildarendurskoð-un á eldri lögum. Páll Pétursson félags-málaráðherra mælti í vor fyrir lögunum áAlþingi, en frumvarpið hlaut ekki af-greiðslu. Það verður lagt fyrir að nýju eftirþinghlé og væntanlega afgreitt á haust-dögum.

Í frumvarpinu er að finna reglur um rétt

útlendinga hér á landi til atvinnu aðákveðnum skilyrðum uppfylltum og því ereinnig ætlað að auka á réttaröryggi útlend-inga sem koma til landsins í atvinnuskyni.Fjölmörg nýmæli er að finna frá eldri lög-um. Má þar nefna að atvinnurekandi skalsjúkratryggja erlendan starfsmann sinn þartil hann nýtur verndar samkvæmt ákvæð-um almannatryggingalaga og sérstaktákvæði er um íslenskukennslu og samfé-lagsfræðslu svo eitthvað sé nefnt.

Ársskýrsla Vinnumálastofnunar 2000

21

Tímabundin atvinnuleyfi 2000, skipt á starfsgreinarFjöldi Hlutfall

Stjórnendur, sérfræðingar, fólk með sérmenntun ýmiskonar, listamenn og skrifstofufólk . . . . 148 6%Fólk við barnagæslu, umönnun og heimilishjálp . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 107 5%Fólk við þrif, ræstingu, uppvask og aðstoð í eldhúsi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 337 15%Matreiðslufólk, þjónar, barþjónar, fólk í sal. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 37 2%Fólk við afgreiðslustörf og störf á lager. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 70 3%Iðnaðarmenn, sérhæft starfsfólk og verkafólk í byggingariðnaði . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 241 10%Iðnaðarmenn, sérhæft starfsfólk og verkafólk í málmiðnaði og rafeindavirkjun. . . . . . . . . . . . 58 2%Véla- og verkafólk í öðrum iðnaði, verksmiðjum og matvælaframleiðslu . . . . . . . . . . . . . . . . . 295 13%Iðnaðarmenn, sérhæft starfsfólk og verkafólk í kjötiðnaði og slátrun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 88 4%Landbúnaðarverkafólk . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 68 3%Fiskvinnslufólk. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 540 23%Sjómenn. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 19 1%Íþróttamenn og þjálfarar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 92 4%Dansarar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 176 8%Óflokkað eða vantar upplýsingar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 47 2%

Samtals 2323 100%

Page 23: Efnisyfirlit - Forsíða | Vinnumálastofnun

Norrænt samstarfNorræna vinnumálasamstarfið vann sam-kvæmt skipulagi sem tók gildi 1. janúar1997 og gilti 1997-2000. Um er að ræðaembættismannanefnd (EK-A), sem skipuðer einum fulltrúa frá hverju landi, en hlut-verk hennar er að vera stefnumarkandi ívinnumálum. Húnbogi Þorsteinsson, skrif-stofustjóri félagsmálaráðuneytisins, varfulltrúi Íslands í nefndinni. Undir embættis-mannanefndina heyra nokkrar fastanefnd-ir, verkefnahópar og samskiptahópar.Íslendingar fóru með formennsku í

nokkrum þessara nefnda á árinu 2000.Þær fastanefndir sem heyra undir emb-

ættismannanefndina eru þessar: Nefnd um atvinnu- og vinnumarkaðsmál er

vettvangur fyrir umræðu um atvinnumál,vinnumarkaðsmál og vinnumarkaðsrann-sóknir. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnu-málastofnunar er fulltrúi Íslands í nefnd-inni og gegndi þar formennsku árin 1999og 2000. Meðal verkefna á árinu 2000 voruverkefni um atvinnuleysisdagpeningakerfiná Norðurlöndum og ráðstefna um úrvinnslutölfræðilegra gagna á sviði vinnumála.Einnig var unnið að Vest-norrænu verkefnium faglega hæfni atvinnulausra með tillititil kröfu atvinnulífsins um vinnuafl á Græn-landi, Íslandi og í Færeyjum. Út komskýrsla starfshóps um vinnuframboð áNorðurlöndum og framtíðarhorfur. Skýrslavar gefin út um samstarf í norrænni vinnu-miðlun og milli ákveðinna svæða og at-vinnugreinar athugaðar í því sambandi.

Ráðstefna um jafnrétti og vinnumarkaðs-stefnu var haldin í París haustið 2000, enmarkmiðið er að auka samræmi á Norður-löndum og OECD-löndunum í þessum efn-um.

Nefnd um atvinnulíf og vinnuréttarmál erætlað að vera vettvangur fyrir kynningu,umræður og samræmingu norrænna sjón-armiða í málefnum á sviði atvinnulífs ogvinnuréttar bæði innan og utan Norður-landa. Fulltrúi Íslands í nefndinni varGunnar E. Sigurðsson heitinn á Vinnu-málastofnun. Vinnuréttarnefndin hefurlagt megináherslu á að fjalla um áhrifnýrra tillagna á sviði vinnuréttarmála semhafa verið til umfjöllunar hjá Evrópusam-bandinu og framkvæmd annarra tillagnasem þegar hafa verið samþykktar af Evr-ópusambandinu og fyrirhugað er að nái tilEvrópska efnahagssvæðisins. Þá hefur veriðlögð rík áhersla á samstarf við aðila vinnu-markaðarins ekki síst um vinnuréttartil-skipanir Evrópusambandsins.

Aðrar fastanefndir eru nefnd um vinnu-verndarmál (með þátttöku Vinnueftirlits rík-isins), nefnd um vinnuverndarrannsóknir(með þátttöku Vinnueftirlits ríkisins) ognefnd um innflytjendur.

Þeir verkefna- og samskiptahópar semtengjast vinnumálasamstarfinu eru þessir:

Samstarfshópur um vinnumarkaðsþjónustuannast samstarf um vinnumiðlun, at-vinnuleysistryggingar og starfsmenntun íatvinnulífinu. Frank Friðrik Friðriksson hjáVinnumálastofnun er fulltrúi Íslands í þess-um samstarfshópi og gegndi þar for-mennsku árin 1999 og 2000. Samstarfs-hópurinn hefur einkum verið með til skoð-unar þjónustu vinnumiðlunar á Norður-löndum við innflytjendur, símaþjónustu-kerfi í norrænum vinnumiðlunum, nor-ræna heimasíðu á sviði atvinnuráðgjafar ogvinnumiðlunar og gæðastjórnunarkerfi ínorrænum vinnumiðlunum, samstarf ein-stakra vinnumiðlana á ákveðnum svæðumí ákveðnum atvinnugreinum. Auk þess varákveðið að ráðast í könnun á aðlögunvinnumarkaðsstefnu á jaðarsvæðum Norð-urlanda þar sem atvinnulíf er einhæft.

Starfandi eru tveir samstarfshópar umafmörkuð verkefni á sviði atvinnuleysis-

22

Alþjóðlegt samstarf

Ársskýrsla Vinnumálastofnunar 2000

Nefndarmenn í norrænum

samskiptahópi umvinnumarkaðs-

þjónustu á fundi í Illulissat í

ágúst 2000

Page 24: Efnisyfirlit - Forsíða | Vinnumálastofnun

trygginga. Um er að ræða samstarfshópvegna flutnings atvinnuleysisbóta milli Norð-urlanda og nefnd vegna ráðstefna um atvinnu-leysistryggingar sem haldnar eru á tveggjaára fresti. Jóngeir H. Hlinason er fulltrúi Ís-lands í þessum hópum.

Ennfremur eru starfandi starfshóparum afmarkaðri verkefni. Einn slíkur er NI-AL sem sér um fjölbreytta útgáfustarfsemium vinnumál. Á vegum þess starfshópseru tímaritin ARBETSLIV I NORDEN ogNORDIC LABOUR JOURNAL. Þá undirbýrhópurinn þátttöku Norðurlanda í Emp-loyment Week í Brussel á hverju ári. ÓlafurFinnbogason er fulltrúi Íslands í starfs-hópnum.

Loks má nefna að sérstök samskipta-nefnd undirbýr fundi embættismanna-nefndarinnar í samráði við skrifstofu Norð-urlandaráðs auk þess annast hún vinnu-málasamskipti við grannsvæði Norður-landa. Gunnar E. Sigurðsson heitinn hjáVinnumálastofnun var fulltrúi Íslands íþessari nefnd.

Nokkur ungmennaskiptaverkefni eru ásviði embættismannanefndarinnar og erþeim stýrt af Norræna félaginu. Nordjobbbyggir á ungmennaskiptum ungs fólks milliNorðurlandanna. Á árinu 2000 héldu 156íslensk ungmenni til starfa á Norðurlönd-unum og 140 ungmenni komu til vinnu áÍslandi frá hinum Norðurlöndunum. AUST-jobb er verkefni, sem hófst 1998, þar sem ís-lenskum ungmennum er boðið upp á nokk-urra vikna sumardvöl í Pétursborg í Rúss-landi og í Eystrasaltslöndunum. Sumarið2000 dvöldu 6 íslensk ungmenni 6 vikur íausturvegi. Verkefnið Nordpraktik hefur þaðmarkmið að byggja brú milli fyrirtækja ogeinstaklinga á Norðurlöndum og í NV-hér-uðum Rússlands og í Eystrasaltslöndunum.Árið 2000 sóttu 16 ungmenni frá Eistlandi,Lettlandi og Litháen Ísland heim og lögðustund á starfsþjálfun í fyrirtækjum og stofn-unum hér á landi.

Annað alþjóðlegt samstarfEvrópusambandið stofnaði árið 1982 sam-eiginlegt upplýsingakerfi um vinnumála-stefnu (Mutual Information System onEmployment Policies – skammstafað MISEP)og eiga Íslendingar nú aðild að þessu neti.Gissur Pétursson er fulltrúi Íslands í þessusamstarfi. MISEP gefur út skýrslur umstöðu þessara mála í einstökum aðildar-ríkum Evrópusambandsins.

Forstjórar Norrænna vinnumiðlanahafa með sér samstarf um framkvæmdvinnumiðlunar á Norðurlöndunum og þaðsem efst er á baugi hjá norrænum vinnu-miðlunum.

Íslendingar tóku þátt í starfi nefndar ávegum Evrópusambandsins, um grein-ingu, rannsóknir og samvinnu á sviðivinnumarkaðs- og atvinnumála (Comm-ittee on Analysis, Researches and Cooper-ation in the Field of Employment and theLabour Market), en starfi nefndarinnarlauk í árslok 2000. Starf nefndarinnarfólst í að ákvarða rannsóknarverkefni ásviði vinnumarkaðs- og atvinnumála, aflaumsókna um framkvæmd þeirra og út-hluta fé til verkefnanna. Nefndinni bar aðfylgja eftir framkvæmd verkefna og sjá tilþess að rannsóknarniðurstöður væri gefn-ar út.

Ársskýrsla Vinnumálastofnunar 2000

23

Siglt um Diskóflóavið Illulissat í ágúst 2000

Page 25: Efnisyfirlit - Forsíða | Vinnumálastofnun

SvæðisráðVesturland Tilnefndur afÞórir Ólafsson frh.skólumGunnólfur Lárusson sv.fél.Gunnar Guðmundsson sv.fél.Guðmundur P. Jónsson SASigríður Finnsen SAPétur Geirsson SAEinar Karlsson ASÍElín Hanna Kjartansdóttir ASÍAnna Ólafsdóttir BSRB

VestfirðirGuðný Halldórsdóttir frh.skólumIngimar Halldórsson sv.fél.Friðgerður Baldvinsdóttir sv.fél.Áslaug Alfreðsdóttir SAÓðinn Gestsson SAHalldór Jónsson SAGunnar Héðinsson ASÍHelgi Ólafsson ASÍSverrir Hestnes BSRB

Norðurland vestraÁsbjörn Karlsson frh.skólumSnorri Björn Sigurðsson sv.fél.Gunnar Sveinsson sv.fél.Einar Einarsson SALárus Ægir Guðmundsson SARagnar Ingi Tómasson SAJón Karlsson ASÍValdimar Guðmannsson ASÍRagna Jóhannsdóttir BSRB

Norðurland eystraBrynjar Ingi Skaptason frh.skólumÞorsteinn Arnórsson sv.fél.Kristján Ágústsson sv.fél.Ásgeir Magnússon SAHelgi Pálsson SABjörn Snæbjörnsson ASÍAðalsteinn Baldursson ASÍEinar Emilsson BSRB

Austurland Tilnefndur afHelga Steinsson frh.skólumÞorvaldur Jóhannsson sv.fél.Ásbjörn Guðjónsson sv.fél.Adolf Guðmundsson SAAuður Ingólfsdóttir SASigurður Ragnarsson SAJón I Kristjánsson ASÍÞorkell Kolbeins ASÍMár Sveinsson BSRB

SuðurlandEyvindur Bjarnason frh.skólumKristján Einarsson sv.fél.Jóna Sigurbjartsdóttir sv.fél.Bjarni Stefánsson SAÖrn Grétarsson SAGuðmundur Búason SAEiríkur Runólfsson ASÍJón Kjartansson ASÍÞorgerður Jóhannesdóttir BSRB

SuðurnesÓlafur Jón Arnbjörnsson frh.skólumKristbjörn Albertsson sv.fél.Gunnar Olsen SASigurjón Jónsson SAJón Bjarni Baldursson SAGróa Hávarðardóttir ASÍKristján G. Gunnarsson ASÍHólmar Magnússon BSRB

HöfuðborgarsvæðiðSölvi Sveinsson frh.skólumGuðrún Erla Geirsdóttir sv.fél.Sigurrós Þorgrímsdóttir sv.fél.Rebekka Ingvarsdóttir SAHannes G. Sigurðsson SABjarki Júlíusson SASigurður Bessason ASÍSigurður T. Sigurðsson ASÍSigríður Kristinsdóttir BSRB

24

Svæðisráð og úthlutunarnefndir

Ársskýrsla Vinnumálastofnunar 2000

ÚthlutunarnefndirVesturland Tilnefndur afBára K. Guðmundsdóttir, form. Atv.l.tr.sj.Sigríður H. Skúladóttir ASÍHörður Jóhannesson BSRBBergþór Guðmundsson SAÓlafur J. Þórðarson SA

VestfirðirKarvel Pálmason, form. Atv.l.tr.sj.Pétur Sigurðsson ASÍFriðgerður Þorsteinsdóttir BSRBBjörn Jóhannesson SAEggert Jónsson SA

Norðurland vestraValdimar Guðmannsson, form. Atv.l.tr.sj.Ásdís Guðmundsdóttir ASÍÓlína Rögnvaldsdóttir BSRBKári Snorrason SAGísli Garðarsson SA

Norðurland eystraKonráð Alfreðsson, form. Atv.l.tr.sj.Guðm. Ómar Guðmundsson ASÍÁgúst Óskarsson BSRBÁsgeir Magnússon SASigurður Jóhannesson SA

AusturlandHrafnkell A. Jónsson, form. Atv.l.tr.sj.Jón Ingi Kristjánsson ASÍJóhann Sveinbjörnsson BSRBAdolf Guðmundsson SASigurður Ragnarsson SA

SuðurlandJóna Sigríður Gestsdóttir, form. Atv.l.tr.sj.Ragna Gissurardóttir ASÍStefanía Geirsdóttir BSRBÖrn Grétarsson SAGunnar Kristmundsson SA

SuðurnesBjarni Andrésson, form. Atv.l.tr.sj.Ingibjörg Magnúsdóttir ASÍÓskar Guðjónsson BSRBEyþór Jónsson SAJón Bjarni Baldursson SA

HöfuðborgarsvæðiðÚthlutunarnefnd 1Guðm. Gylfi Guðmundsson, form. Atv.l.tr.sj.Garðar Vilhjálmsson ASÍÞuríður Einarsdóttir BSRBRagnar Árnason SA

Úthlutunarnefnd 2Árilía Eydís Guðmundsd., form. Atv.l.tr.sj.Árni Leósson ASÍEinar Andrésson BSRBKristín Jónsdóttir SAJakobína Jónsdóttir SA

Page 26: Efnisyfirlit - Forsíða | Vinnumálastofnun

VinnumálastofnunÁrsreikningur 2000

Skýrsla og áritun stjórnar og forstjóra

Lög um vinnumarkaðsaðgerðir nr. 13/1997 tóku gildi 1. júlí 1997 og samkvæmt þeim hefurVinnumálastofnun yfirstjórn vinnumiðlunar í landinu. Vinnumálastofnun annast fjárvörslu,umsýslu og afgreiðslu fyrir Atvinnuleysistryggingasjóð, Ábyrgðasjóð launa og Tryggingasjóðsjálfstætt starfandi einstaklinga á sameiginlegri skrifstofu vinnumála. Sérstök stjórn er yfirVinnumálastofnun svo og hinum einstöku sjóðum.

Á árinu 2000 varð tekjuafgangur kr. 3.841 þús. króna í samanburði við halla kr. 9.384 þús. áárinu 1999. Tekjur námu kr. 198.723 þús. en voru kr. 194.628 þús. á árinu 1999. Framlagríkissjóðs var kr. 137.900 þús. á móti kr. 134.200 þús. króna árið 1999. Stjórnin staðfestir hér með ársreikning þennan með undirritun sinni.

Reykjavík, 18. júní 2001

Ársreikningar Vinnumálastofnunar 2000

25

Page 27: Efnisyfirlit - Forsíða | Vinnumálastofnun

Áritun EndurskoðendaTil stjórnar Vinnumálastofnunar

Við höfum endurskoðað ársreikning Vinnumálastofnunar fyrir árið 2000. Ársreikningurinnhefur að geyma skýrslu stjórnar, rekstrarreikning, efnahagsreikning, sjóðstreymi og skýringarnr. 1-4. Ársreikningurinn er lagður fram af stjórnendum stofnunarinnar og á ábyrgð þeirra ísamræmi við lög og reglur. Ábyrgð okkar felst í því áliti sem við látum í ljós á grundvelliendurskoðunarinnar.

Endurskoðað var í samræmi við góða endurskoðunarvenju. Samkvæmt henni ber okkur aðskipuleggja og haga endurskoðuninni þannig að nægjanleg vissa fáist um að ársreikningurinnsé í öllum meginatriðum án annmarka. Endurskoðunin felur meðal annars í sér úrtakskann-anir og athuganir á gögnum til að sannreyna fjárhæðir og aðrar upplýsingar sem fram koma íársreikningnum. Endurskoðunin felur einnig í sér athugun á þeim reikningsskilaaðferðum ogmatsreglum sem notaðar eru við gerð ársreikningsins og mat á framsetningu hans í heild. Viðteljum að endurskoðunin sé nægjanlega traustur grunnur til að byggja álit okkar á.

Það er álit okkar að ársreikningurinn gefi glögga mynd af afkomu Vinnumálastofnunar áárinu 2000, efnahag 31. desember 2000 og breytingu á handbæru fé á árinu í samræmi viðlög og góða reikningsskilavenju.

Ríkisendurskoðun, 18. júní 2001

26

Ársreikningar Vinnumálastofnunar 2000

Page 28: Efnisyfirlit - Forsíða | Vinnumálastofnun

Ársreikningar Vinnumálastofnunar 2000

27

Rekstrarreikningur árið 2000Tekjur Skýr. 2000 1999

Þjónustutekjur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1 192.200.000 185.600.000Framlög frá ýmsum aðilum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 6.522.528 9.028.048

Tekjur alls 198.722.528 194.628.048

GjöldRekstur aðalskrifstofu . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 2 115.337.604 123.924.343Svæðisvinnumiðlanir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 3 178.619.150 90.198.683Atvinnuleysisskráning, þjónustusamningar . . . . . . 4 25.206.823 112.895.635Starfsleit ungs fólks, framlög . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 2.375.000 300.000

. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .Rekstrargjöld samtals 321.538.577 327.318.661Eignakaup . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 11.242.748 10.893.816

. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .Gjöld alls 332.781.325 338.212.477

Tekjuafgangur (halli) í reglulegum rekstri (134.058.797) (143.584.429)

Framlag úr ríkissjóði . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 137.900.000 134.200.000

Tekjuafgangur (halli) 3.841.203 (9.384.4290)

Efnahagsreikningur 31. desember 2000Eignir Skýr. 2000 1999

VeltufjármunirViðskiptakröfur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 4.608.188 5.675.154Ábyrgðasjóður launa . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 0 5.807.975Sjóður og bankainnstæður . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 85.011.079 77.082.482

Veltufjármunir samtals 89.619.267 88.565.611

Ríkissjóður . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 96.566.668 44.315.367

Eignir alls 186.185.935 132.880.978

Skuldir og eigið fé

Eigið féStaða í ársbyrjun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 28.308.259 3.213.836Leiðrétt upphafsstaða . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 0 34.478.852Tekjuafgangur (halli) . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 3.841.203 (9.384.429)

Eigið fé samtals 32.149.462 28.308.259

SkammtímaskuldirAtvinnuleysistryggingasjóður . . . . . . . . . . . . . . . . . 74.632.486 4.750.766Tryggingasjóður sjálfstætt starfandi einstakl. . . . . . 71.722.386 69.712.038Ábyrgðarsjóður launa . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1.229.394 0Lánadrottnar aðrir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 6.452.207 30.109.915

Skammtímaskuldir samtals 154.036.473 104.572.719

Skuldir samtals 154.036.473 104.572.719

Eigið fé og skuldir alls 186.185.935 132.880.978

Page 29: Efnisyfirlit - Forsíða | Vinnumálastofnun

28

Ársreikningar Vinnumálastofnunar 2000

Sjóðstreymi árið 2000Handbært fé frá rekstri Skýr. 2000 1999

Veltufé frá rekstriTekjuafgangur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 3.841.203 (9.384.429)

Veltufé frá rekstri samtals 3.841.203 (9.384.429)

Breyting á rekstrartengdum eignum og skuldumSkammtímakröfur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 6.874.941 (6.082.863)Skammtímaskuldir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 49.463.754 (147.901.199)

Breytingar samtals 56.338.695 (153.984.062)

Handbært fé frá rekstri samtals 60.179.898 (163.368.491)

FjármögnunarhreyfingarFramlag ríkissjóðs . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . (137.900.000) (134.200.000)Greitt úr ríkissjóði . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 85.648.699 124.363.485

Fjármögnunarhreyfingar (52.251.301) (9.836.515)

Hækkun á handbæru fé 7.928.597 (173.205.006)

Handbært fé í ársbyrjun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 77.082.482 250.287.488

Handbært fé í árslok 85.011.079 77.082.482

Skýringar með ársreikningiReikningsskilaaðferðirÁrsreikningurinn er gerður eftir sömu reikningsskilaaðferðum og árið áður og er með sama hætti ogalmennt tíðkast hjá A-hlutastofnunum ríkissjóðs. Þannig eru áhrif almennra verðlagsbreytinga á rek-stur ekki færð í ársreikninginn. Eignir eru gjaldfærðar þegar þær eru keyptar og því ekki færðar upp íefnahagsreikningi.

Samkvæmt lögum um fjárreiður ríkisins, nr. 88/1997, er framsetning ársreikningsins í samræmi viðákvæði laga nr. 144/1994 og reglugerðar um framsetningu og innihald ársreikninga nr. 696/1996.Eftirlaunaskuldbinding núverandi og fyrrverandi starfsmanna er ekki færð í ársreikninginn, heldur erhún færð í einu lagi hjá ríkissjóði. Þetta er í samræmi við reikningsskilareglur fyrir A-hluta stofnanirríkissjóðs.

Samanburður við fjárheimildir, þús. króna Rekstur Fjárheimildir

Framlag ríkissjóðs samkvæmt fjárlögum . . . . . . . . . 137.900 127.600Tekjur af þjónustu og önnur framlög . . . . . . . . . . . 198.723 174.800Almennur rekstrarkostnaður . . . . . . . . . . . . . . . . . . (321.539) (301.400)Stofnkostnaður . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . (11.243) (1.000)

Niðurstaða rekstrar, færist til næsta árs . . . . . . . . . 3.841 0

Niðurstaða rekstrar eru tekjur umfram gjöld kr. 3.841 þúsund eins og fram kemur hér að ofan.Stofnunin á vannýttar fjárheimildir frá fyrra ári kr. 28.308 þúsund. Til næsta árs flytjast því kr.32.149. Vinnumálastofnun á inni ógreitt af framlagi ársins kr. 96.567 þúsund krónur. Sú fjárhæðstendur á viðskiptareikningi ríkissjóðs.

Page 30: Efnisyfirlit - Forsíða | Vinnumálastofnun

Ársreikningar Vinnumálastofnunar 2000

29

1. ÞjónustutekjurVinnumálastofnun annast þjónustu fyrir Atvinnuleysistryggingasjóð, Tryggingasjóð sjálfstætt starfandieinstaklinga og Ábyrgðasjóð launa, auk Starfsmenntunarsjóðs og úthlutunarnefnda. Með breyttufyrirkomulagi á vinnumiðlun og greiðslu atvinnuleysisbóta hafa verkefni færst frá sveitarfélögum ogsýslumönnum til Atvinnuleysistryggingasjóðs. Umsvif hafa því aukist og stofnaðar hafa verið svæðis-skrifstofur víða um land sem annast verkefnin. Tekjur frá sjóðunum greinast með þessum hætti á árinu:

Atvinnuleysistryggingasjóður . . . . . . . . . . . . . . . . . 159.000.000Tryggingasjóður sjálfstætt starfandi einst. . . . . . . . 1.600.000Starfsmenntunarsjóður . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 3.000.000Úthlutunarnefndir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 14.000.000Ábyrgðasjóður launa . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 14.600.000

192.200.000

2. Rekstur aðalskrifstofu 2000 1999

Laun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 62.654.408 58.949.684Launatengd gjöld . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 11.243.997 10.674.274

Laun samtals 73.898.405 69.623.958Almennur rekstrarkostnaður . . . . . . . . . . . . . . . . . 41.439.199 54.300.385

Rekstur aðalskrifstofu samtals 115.337.604 123.924.343

3. Svæðisvinnumiðlanir 2000 1999

Laun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 110.026.461 50.459.604Launatengd gjöld . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 20.187.543 9.434.776

Laun samtals 130.214.004 59.894.380Almennur rekstrarkostnaður . . . . . . . . . . . . . . . . . . 48.405.146 30.304.303

Svæðisvinnumiðlanir 178.619.150 90.198.683

4. Atvinnuleysisskráning, þjónustusamningarVinnumálastofnun hefur gert samninga við sveitarfélög og verkalýðsfélög um skráningu á atvinnu-lausu fólki í atvinnuleit. Greiðslufyrirkomulag er með þeim hætti að föst greiðsla er 10 krónur á hverníbúa á mánuði, en að auki 70 krónur fyrir hvern heilan atvinnuleysisdag. Séu íbúar skráningarsvæðisfærri en 500 er fasta greiðslan 20 krónur í stað 10.

Vinnumálastofnun gerði þjónustusamning við Markaðs- og atvinnumálaskrifstofu Suðurnesja umatvinnuleysisskráningu og vinnumiðlun á suðurnesjum og rann sá samningur út 31. desember 2000

Page 31: Efnisyfirlit - Forsíða | Vinnumálastofnun

30

Ársreikningar Vinnumálastofnunar 2000

Nokkrar lykiltölur úr ársreikningi Atvinnuleysistryggingasjóðs

Rekstrarreikningur árið 2000

Tekjur 2000 1999

Tryggingagjald atvinnurekenda . . . . . . . . . . . . . . . . 3.440.171.774 3.818.315.667Húsaleigutekjur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 3.141.163 2.733.460Aðrar tekjur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 5.132.471 4.637.328

Tekjur samtals 3.448.445.408 3.825.686.455

GjöldAtvinnuleysisbætur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1.303.661.068 1.705.966.673Kjararannsóknarnefnd . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 21.815.965 24.661.899Úrræði fyrir atvinnuleitendur . . . . . . . . . . . . . . . . . . 40.802.797 33.060.864Starfsmenntasjóður . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 60.092.681 58.521.691Framlög til sveitarfélaga, átaksverkefni . . . . . . . . . . 21.343.818 30.730.695Framlög og styrkir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 18.597.136 18.105.232

1.466.313.465 1.871.047.054Annar kostnaður . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 216.174.252 205.396.897Sérstök afskrift tryggingargjalds . . . . . . . . . . . . . . . . 36.751.121 16.240.572

Gjöld samtals 1.719.238.838 2.092.684.523

Tekjuafgangur án fjármagnsliða 1.729.206.570 1.733.001.932

Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld)Fjármunatekjur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 390.789.555 138.803.124

Tekjuafgangur 2.119.996.125 1.871.805.056

Page 32: Efnisyfirlit - Forsíða | Vinnumálastofnun

Ársreikningar Vinnumálastofnunar 2000

31

Efnahagsreikningur 31. desember 2000

Eignir 2000 1999

FastafjármunirÁhættufjármunir og langtímakröfurVerðbréf . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 310.500.239 443.391.492

Langtímakröfur samtals 310.500.239 443.391.492

Fastafjármunir samtals 310.500.239 443.391.492

VeltufjármunirKjararannsóknarnefnd . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 3.789.036 5.001Aðrir viðskiptamenn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 639.799 1.444.083Ógreiddir vextir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 3.691.886 5.504.944Álagt óinnheimt tryggingargjald . . . . . . . . . . . . . . . 464.648.337 515.269.175Ríkissjóður . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 5.462.704.817 3.205.880.958Sjóður og banki . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 74.632.486 4.750.766

Veltufjármunir samtals 6.010.106.361 3.732.854.927

Eignir alls 6.320.606.600 4.176.246.419

Utan efnahags:Varanlegir rekstrarfjármunir

Skuldir og eigið fé 2000 1999

Eigið féÓráðstafað eigið fé 1/1 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 4.113.440.006 2.222.226.668Verðbætur á skuldabréfaeign . . . . . . . . . . . . . . . . . . 12.617.273 19.408.282Tekjuafgangur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 2.119.996.125 1.871.805.056

Eigið fé samtals 6.246.053.404 4.113.440.006

SkammtímaskuldirInnheimtumenn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 62.383 62.383Viðskiptamenn, erlendir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 44.225.550 40.678.634Viðskiptamenn, aðrir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 12.658.616 21.010.668Starfsmenntasjóður o.fl. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 17.606.647 1.054.728

Skammtímaskuldir samtals 74.553.196 62.806.413

Skuldir og eigið fé alls 6.320.606.600 4.176.246.419

Page 33: Efnisyfirlit - Forsíða | Vinnumálastofnun

32

Ársreikningar Vinnumálastofnunar 2000

Rekstrarreikningur árið 2000

Rekstrartekjur 2000 1999

Hlutdeild í atvinnutryggingagjaldi . . . . . . . . . . . . . . 33.129.618 18.202.288

Rekstrartekjur samtals 33.129.618 18.202.288

RekstrargjöldAtvinnuleysisbætur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 9.189.060 12.728.906Iðgjöld til lífeyrissjóða . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 463.975 734.233Nefndarlaun og akstur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1.015.522 1.700.629Þátttaka í sameiginlegum kostnaði . . . . . . . . . . . . . 1.600.000 1.400.000

Rekstrargjöld samtals 12.268.557 16.563.768

Afskrifað atvinnutryggingagjald . . . . . . . . . . . . . . . 0 8.414

12.268.557 16.572.182

Hagnaður án fjármagnshreyfinga 20.861.061 1.630.106

Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld)Fjármunatekjur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 8.533.279 14.296.181

Fjármagnsliðir samtals 8.533.279 14.296.181

Tekjuafgangur 29.394.340 15.926.287

Efnahagsreikningur 31. desember 2000

Eignir 2000 1999

VeltufjármunirÁlagt óinnheimt atvinnutryggingagjald . . . . . . . . . 5.418.066 727.105Ríkissjóður . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 49.812.134 27.406.745Aðrir viðskiptareikningar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 37.981 0Viðskiptareikningur hjá Vinnumálastofnun . . . . . . 71.722.386 69.712.038

Veltufjármunir samtals 126.990.567 97.845.888

Eignir alls 126.990.567 97.845.888

Skuldir og eigið féEigið fé

Höfuðstóll 1. janúar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 84.856.835 80.894.719Tekjuafgangur ársins . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 29.394.340 15.926.287Lagt í varasjóð á árinu . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . (2.544.332) (11.964.171)

111.706.843 84.856.835

Varasjóður . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 14.508.503 11.964.171

Eigið fé samtals 126.215.346 96.821.006

SkammtímaskuldirÓgreidd staðgreiðsla skatta . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 206.917 104.349Ógreidd iðgjöld lífeyrissjóða . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 238.644 335.640Annað ógreitt . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 85.174 85.174Ógreiddar bætur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 244.486 499.719

Skammtímaskuldir samtals 775.221 1.024.882

Skuldir og eigið fé alls 126.990.567 97.845.888

Nokkrar lykiltölur úr ársreikningi Tryggingasjóðs sjálfstætt starfandi einstaklinga

Page 34: Efnisyfirlit - Forsíða | Vinnumálastofnun

Ársreikningar Vinnumálastofnunar 2000

Nokkrar lykiltölur úr Ábyrgðasjóðs launa

Rekstrarreikningur árið 2000

Rekstrartekjur 2000 1999

Ábyrgðagjald skv. lögum 53/1993 . . . . . . . . . . . . . 146.583.516 133.206.182Úthlutað úr þrotabúum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 43.582.119 40.595.640

Rekstrartekjur samtals 190.165.635 173.801.822

RekstrargjöldLaun í gjaldþroti . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 99.636.132 133.961.178Orlofslaun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 4.085.982 3.882.890Iðgjöld til lífeyrissjóða . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 38.063.244 49.666.687Lögfræði- og innheimtukostnaður . . . . . . . . . . . . . . 11.656.295 9.844.883Vaxtaálag á laun og bætur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 17.857.029 17.206.365Stjórnarlaun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1.284.127 0Skrifstofukostnaður . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 14.600.000 15.200.000

Rekstrargjöld samtals 187.182.809 229.762.003

Afskrifað ábyrgðargjald . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 2.532.988 1.196.880

189.715.797 230.958.883

Tekjuafgangur (halli) án fjármagnshreyfinga 449.838 (57.157.061 )

Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld)Fjármunatekjur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 83.048.109 63.531.160

Tekjuafgangur 83.497.947 6.374.099

Efnahagsreikningur 31. desember 2000

Eignir 2000 1999

VeltufjármunirRíkissjóður viðskiptareikningur . . . . . . . . . . . . . . . . 952.524.898 878.029.465Óinnheimt ábyrgðagjald . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 20.700.056 20.658.396Aðrar kröfur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 2.834.994 759.854Sjóður . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1.229.394 0

Veltufjármunir samtals 977.289.342 899.447.715

Eignir alls 977.289.342 899.447.715

Skuldir og eigið féEigið fé

Óráðstafað eigið fé 1. janúar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 882.085.712 875.711.613Tekjuafgangur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 83.497.947 6.374.099

Eigið fé samtals 965.583.659 882.085.712

SkammtímaskuldirStaðgreiðsla skatta . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 4.330.805 6.214.239Iðgjöld lífeyrissjóða . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 7.374.878 5.339.790Skuld við vörsluaðila . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 0 5.807.974

Skammtímaskuldir samtals 11.705.683 17.362.003

Skuldir og eigið fé alls 977.289.342 899.447.715