elisa fuglar

14
Fuglar Elísa Eir Hákonardóttir

Upload: oldusel3

Post on 09-Jun-2015

248 views

Category:

Business


2 download

TRANSCRIPT

Page 1: Elisa fuglar

FuglarElísa Eir Hákonardóttir

Page 2: Elisa fuglar

Fuglar

Á Íslandi eru 6 flokkar fugla, þeir eru:-Landfuglar-Máffuglar-Sjófuglar-Spörfuglar-Vaðfuglar-Vatnafuglar

Page 3: Elisa fuglar

Landfuglar

Þetta er fremur ósamstæður flokkur

Afar lítið er um landfugla eða skógarfugla hér á landi, ástæðurnar fyrir því eru skógleysi og einangrun landsins

Fuglarnir sem tilheyra þessum flokki eru:-Bjargdúfa-Brandugla-Fálki-Haförn-Rjúpa-Smyrill

Page 4: Elisa fuglar

Landfuglar

Ránfuglar og uglur hafa sterklegan og krókboginn gogg

Þeir hafa líka beittar klær

Kyn þessara fugla eru svipuð útlits, hjá ránfuglum og uglum er þó kvenfuglinn nokkru stærri og yfirleitt er auðvelt að kyngreina rjúpur

Page 5: Elisa fuglar

Máffuglar

Flestir máfar og kjóar eru með sterklegan gogg, sem er krókboginn í endann

Þeir eru líka flestir með sundfit milli tánna

Fuglarnir sem tilheyra þessum flokki eru:-Hettumáfur-Hvítmáfur-Kjói-Kría-Rita-Sílamáfur-Silfurmáfur-Skúmur-Stormmáfur-Svartbakur

Page 6: Elisa fuglar

Máffuglar

Máfar, kjóar og þernur verpa yfirleitt í byggðum, ungar þeirra eru bráðgerir

Máffuglar eru dýraætur sem lifa aðallega á sjávarfangi en einnig á skordýrum, úrgangi, fuglsungum, eggjum og fleiru

Page 7: Elisa fuglar

Sjófuglar

Fuglar í þessum flokki tilheyra þremur ættbálkum

Þeir afla fæðu sinnar úr sjó, verpa við sjó og ala allan sinn aldur á sjó nema þegar þeir koma á land til að verpa

Ungar þeirra allra eru ósjálfbjarga og dvelja oft lengi í hreiðrinu

Fuglarnir sem tilheyra þessum flokki eru:-Álka-Dílaskarfur-Fýll-Haftyrðill-Langvía-Lundi-Sjósvala-Skrofa-Stormsvala-Stuttnefja-Súla-Teista-Toppskarfur

Page 8: Elisa fuglar

SjófuglarSköpulag allra fuglanna nema pípunasa er dæmigert fyrir fiskiætur sem kafa eftir æti og eru skarfar og svartfuglar svipaðir brúsum og fiskiöndum að lögun

Goggur skarfa, sumra svartfugla, fiskianda og brúsa er og svipaður útlits

Kynjamunur sjófugla er lítill, það er helst einhver stærðarmunur sem greinir kynin að

Sjófuglar sína tryggð við maka sinn, verpa í byggðum og flestir verpa einu eggi nema skarfar og teista

Page 9: Elisa fuglar

Spörfuglar

Spörfuglar eru langstærsti ættbálkur fugla, það eru þó aðeins níu tegundir spörfugla sem verpa hér í einhverjum mæli

Einangrun landsins, skógleysi og vætusöm veðrátta eru taldar helstu ástæður fyrir þessum rýra hlut spörfugla í íslenskri fuglafánu

Fuglarnir sem tilheyra þessum flokki eru:-Auðnutittlingur-Gráspör-Gráþröstur-Hrafn-Maríuerla-Músarrindill-Skógarþröstur-Snjótittlingur-Stari-Steindepill-Svartþröstur-Þúfutittlingur

Page 10: Elisa fuglar

Spörfuglar

Spörfuglar eru mjög mismunandi að stærð, en þó flestir smávaxnir

Fótur spörfugla er svonefndur setfótur

Spörfuglar verpa í vönduð hreiður og ungarnir eru ósjálfbjarga en þeir yfirgefa hreiðrið þegar þeir eru orðnir eða að verða fleygir

Page 11: Elisa fuglar

VaðfuglarÞeir eru dýraætur og er langur goggurinn hentugur til að grafa eftir æti í leirum, tjarnarbotnum og jarðvegi

Sumir fuglarnir eru meiri þurrlendistegundir og hafa fremur stuttan gogg og fætur eins og sandlóa og heiðlóa

Fuglarnir sem tilheyra þessum flokki eru:-Heiðlóa-Hrossagaukur-Jaðrakan-Lóuþræll-Óðinshani-Rauðbrystingur-Sanderla-Sandlóa-Sendlingur-Spói-Stelkur-Tildra-Tjaldur-Þórshani

Page 12: Elisa fuglar

Vaðfuglar

Vaðfuglar helga sér óðul og verpa pörin stök

Kynjamunur er lítill hjá vaðfuglum, karlfuglinn er þó oft ívið skrautlegri og kvenfuglinn aðeins stærri

Einkenni margra vaðfugla eru langur goggur, langir fætur og langur háls

Page 13: Elisa fuglar

VatnafuglarÞeir hafa sundfit milli tánna og goggur margra er flatur með hyrnistönnum sem auðveldar þeim að sía fæðu úr vatni

Álft, gæsir og sumar buslendur eru grasbítar

Hluti af fæðu buslanda sem og fæða kafanda og fiskianda er úr dýraríkinu

Fuglarnir sem tilheyra þessum flokki eru:-Álft-Blesgæs-Duggönd-Flórgoði-Gargöng-Grafönd-Grágæs-Gulönd-Hávella -Heiðagæs-Helsingi -Himbrimi

-Hrafnsönd-Húsönd-Lómur-Margæs-Rauðhöfðaönd-Skeiðönd-Skúfönd-Stokkönd-Straumönd-Toppönd-Urtönd-Æðarfugl

Page 14: Elisa fuglar

Vatnafuglar

KarlfuglinnKvenfuglinn

Karlfuglinn er ávallt stærri hjá andfuglum Hjá öndum

er karlfuglinn yfirleitt mun skrautlegri en kvenfuglinn

Auk andfuglanna eru hér tveir vatnafuglar sem hafa lífshætti ekki ósvipaða og hjá öndum, þetta eru lómur og himbrimi

Vatnafuglar eru sérhæfðir til að lifa á vatni