erlend verÐbrÉf - vÍb · ungverjaland heimild: ifc; msci; tel aviv stock exchange...

22
115 ERLEND VERÐBRÉF Allur heimurinn er opinn íslenskum fjárfestum. Boeing og Benz, Disney og Ford Motor Com- pany, Philips og Exxon. Allir kannast við nöfn og framleiðslu þessara risafyrirtækja. Að eignast hlutabréf í þeim og öðrum erlendum fyrirtækjum var áður aðeins fjarlægur draumur hér á Íslandi. Nú er það hins vegar ekki aðeins mögulegt heldur verður það að teljast beinlínis skynsamlegt að fjárfesta í erlendum verðbréfum, það er hlutabréfum eða skuldabréfum. Sá sem aðeins ávaxtar sparifé sitt heima á Íslandi verður nefnilega af 99,9% fjárfest- ingarmöguleika í heiminum og mörgum gullnum tækifærum til að dreifa áhættu og til að fá eitthvað fyrir ekkert í anda kenninga Markowitz. Í þessum kafla verður m.a. fjallað um það hvernig auka má ávöxtun og minnka um leið áhættu með því að fjárfesta í erlendum verð- bréfum til viðbótar við íslensk. Rætt verður um hvernig viðskipti með erlend verðbréf fara fram og hvaða kostnaður fylgir þeim og hvernig gengi íslensku krónunnar hefur áhrif á ávöxtun erlendra verðbréfa. Afleiður verða kynntar og nokkrir stærstu verðbréfamarkaðir heims verða skoðaðir. Svörin við mörgum mikilvægum spurningum varðandi fjárfestingu í erlendum verðbréfum er að finna á næstu blaðsíðum.

Upload: others

Post on 15-Aug-2020

0 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: ERLEND VERÐBRÉF - VÍB · Ungverjaland Heimild: IFC; MSCI; Tel Aviv Stock Exchange Markaðsverðmæti hlutabréfa á ungum hlutabréfamörk-uðum var 1,7 trilljón Bandaríkjadollara

115

ERLEND VERÐBRÉF

Allur heimurinn er opinn íslenskum fjárfestum.

Boeing og Benz, Disney og Ford Motor Com-pany, Philips og Exxon. Allir kannast viðnöfn og framleiðslu þessara risafyrirtækja. Aðeignast hlutabréf í þeim og öðrum erlendumfyrirtækjum var áður aðeins fjarlægurdraumur hér á Íslandi. Nú er það hins vegarekki aðeins mögulegt heldur verður það aðteljast beinlínis skynsamlegt að fjárfesta íerlendum verðbréfum, það er hlutabréfumeða skuldabréfum.

Sá sem aðeins ávaxtar sparifé sitt heima áÍslandi verður nefnilega af 99,9% fjárfest-ingarmöguleika í heiminum og mörgumgullnum tækifærum til að dreifa áhættu og tilað fá eitthvað fyrir ekkert í anda kenningaMarkowitz.

Í þessum kafla verður m.a. fjallað um þaðhvernig auka má ávöxtun og minnka um leiðáhættu með því að fjárfesta í erlendum verð-bréfum til viðbótar við íslensk. Rætt verðurum hvernig viðskipti með erlend verðbréf farafram og hvaða kostnaður fylgir þeim oghvernig gengi íslensku krónunnar hefur áhrifá ávöxtun erlendra verðbréfa. Afleiður verðakynntar og nokkrir stærstu verðbréfamarkaðirheims verða skoðaðir.

Svörin við mörgum mikilvægum spurningumvarðandi fjárfestingu í erlendum verðbréfumer að finna á næstu blaðsíðum.

Page 2: ERLEND VERÐBRÉF - VÍB · Ungverjaland Heimild: IFC; MSCI; Tel Aviv Stock Exchange Markaðsverðmæti hlutabréfa á ungum hlutabréfamörk-uðum var 1,7 trilljón Bandaríkjadollara

116

ERLEND VERÐBRÉF

ERLEND VERÐBRÉF

10

Ávöxtun, %

0

20

30

40

50

0 10 100Áhætta, %

20 30 40 50 60 70 80 90

Öll íslensk verðbréf

Erlend verðbréf, auk íslenskra

Íslensk skuldabréf

Page 3: ERLEND VERÐBRÉF - VÍB · Ungverjaland Heimild: IFC; MSCI; Tel Aviv Stock Exchange Markaðsverðmæti hlutabréfa á ungum hlutabréfamörk-uðum var 1,7 trilljón Bandaríkjadollara

117

Í sextíu ár, allt frá fjórða ártugnum fram til ársins1991, var Íslendingum eingöngu heimilt að ávaxtasparifé sitt innanlands. Eftir að leyfilegt varð aðfjárfesta erlendis opnaðist hins vegar nýr heimur íorðsins fyllstu merkingu og eins og sést á mynd-inni hér til hliðar margborgar sig fyrir fjárfesta aðlíta út fyrir landsteinana.

Með því að kaupa og selja erlend verðbréf til við-bótar við verðbréf á innlendum markaði gefast nýirog betri möguleikar til að fá eitthvað fyrir ekkerteins og fjallað var um í 4. kafla, þ.e. að aukaávöxtun án þess að auka áhættu eða að minnkaáhættu án þess að minnka ávöxtun um leið. Þetta áekki aðeins við um lítið land eins og Ísland meðörsmáan og lítt þróaðan fjármálamarkað. Fjárfestarí stóru landi eins og t.d. Bandaríkjunum þar semfjármálamarkaðurinn er umfangsmikill og fjöl-skrúðugur geta einnig nýtt sér þessa möguleika.

Í 1. og 2. kafla þar sem fjallað var um skuldabréfog hlutabréf kom fram að heildarverðmætiskuldabréfa á markaði í þeim löndum heims þarsem hann var stærstur var um tíu þúsund milljarðardollara árið 1989 og markaðsverðmæti hlutabréfavar um tólf þúsund milljarðar dollara árið 1993.Skráð skuldabréf á markaði í Bandaríkjunum eruþví um 49,5% af heildarverðmæti skuldabréfa áheimsmarkaði og skráð hlutabréf á markaði íBandaríkjunum eru um 40% af verðmæti hluta-bréfa á heimsmarkaði.

Jafnvel Bandaríkjamenn ná því ekki að nýta nemainnan við helming allra tækifæra til ávöxtunar ogáhættudreifingar sem bjóðast þegar litið er ámarkað í öllum löndum. Íslendingur sem ávaxtarsparifé aðeins á heimamarkaði verður af 99,9%tækifæra á skuldabréfa- og hlutabréfamarkaði allraríkja.

Margt af því sem fjallaðer um í þessum kaflabyggist á því sem áundan er komið,sérstaklega 3. og 4.kafla.

Heimsmyndin stækkarsvo um munar þegarnýjum tegundumverðbréfa er bætt ísafnið. Á myndinni másjá þrjár framlínur:framlínu íslensksskuldabréfasafns,framlínu íslensksverðbréfasafns (settsaman úr skuldabréfumog hlutabréfum) ogframlínu safns sem setter saman úr íslenskumskuldabréfum oghlutabréfum ogerlendum verðbréfum.Það þarf ekki frekarvitnanna við; síðastaframlínan er súlanglengsta og býðurupp á langflestamöguleika til að vegasaman ávöxtun ogáhættu (sjá nánar á bls.124).

ERLEND VERÐBRÉF

Page 4: ERLEND VERÐBRÉF - VÍB · Ungverjaland Heimild: IFC; MSCI; Tel Aviv Stock Exchange Markaðsverðmæti hlutabréfa á ungum hlutabréfamörk-uðum var 1,7 trilljón Bandaríkjadollara

118

HLUTABRÉFAMARKAÐURLandfræðileg skipting, mitt ár 1992

Ástralía (1,7%)

Japan (23,0%)

Bandaríkin (40,0%)

Evrópa(32,7%)

Kanada (2,6%)

Heimsmarkaður

Heimild: Morgan Stanley Capital International

Evrópumarkaður

Frakkland (3,9%)

Þýskaland (4,2%)

Ítalía (1,4%)Holland (1,9%)

Bretland (12,1%)

Sviss (2,2%)Spánn (1,4%)

Aðrir (5,6%)

SKULDABRÉFAMARKAÐURLandfræðileg skipting, mitt ár 1992

Ástralía (0,9%)Kanada (4,0%)

Bandaríkin (49,5%)

Evrópa(27%)

Japan (18,6%)

Heimsmarkaður Evrópumarkaður

Heimild: Salomon Brothers

Danmörk (1,3%)

Þýskaland (9,8%)

Sviss (0,2%)

Bretland (3,0%)

Holland (3,8%)

Frakkland (5,8%)

Aðrir (3,1%)

Heildarverðmæti skuldabréfa á heimsmarkaði var um tíu þúsund milljarðardollara árið 1989 og heildarverðmæti hlutabréfa árið 1993 var um tólf þúsundmilljarðar. Bandaríkjamarkaður var langstærsti markaðurinn bæði fyrirhlutabréf og skuldabréf en Japan vó líka þungt (sjá nánar í 1. og 2. kafla).Samtals voru skuldabréfa- og hlutabréfa-markaðir Evrópu líka stórir enmarkaðir einstakra ríkja voru mjög mismunandi. Úrvalið er þannig mjög mikiðog hægara sagt en gert að setja saman skilvirkt safn. Það er ekki nóg að veljaeitt og eitt fyrirtæki í einstaka löndum, þannig verður áhættan of mikil þar semfyrirtækjaáhættan situr eftir, auk markaðsáhættunnar (sjá 3. kafla, bls. 93).Best er að fjárfesta í erlendum verðbréfasjóðum, sérstaklega vísitölusjóðum,sem endurspegla markaði einstakra landa eða heimshluta. Með verðbréfa-sjóðum er líka hægt að fjárfesta án allt of mikillar áhættu í nýjum mörkuðum,t.d. í Asíu þar sem vöxtur er mikill og ávöxtun hefur verið góð.

ERLEND VERÐBRÉF

Page 5: ERLEND VERÐBRÉF - VÍB · Ungverjaland Heimild: IFC; MSCI; Tel Aviv Stock Exchange Markaðsverðmæti hlutabréfa á ungum hlutabréfamörk-uðum var 1,7 trilljón Bandaríkjadollara

119ERLEND VERÐBRÉF

Önnur ástæða fyrir því að skynsamlegt er að ávaxtafé í erlendum gjaldeyri er að hver Íslendingur verað jafnaði um þriðjungi af ráðstöfunartekjumsínum til kaupa á erlendri vöru og þjónustu. Meðþví að leggja sparifé inn á gjaldeyrisreikninga héreða innlánsreikninga erlendis eða kaupa erlendverðbréf má tryggja að nokkru kaupmátt þessahluta ráðstöfunarteknanna í framtíðinni.

Hærri ávöxtun en í boði er á Íslandi er þó líklegaþað sem vekur áhuga flestra íslenskra sparifjár-eigenda og fjárfesta á því að kaupa erlend verðbréf.Einhverjir renna einnig hýru auga út fyrir land-steinana vegna þess að þeir treysta ekki á íslenskukrónuna sem gjaldmiðil og telja að öryggi sparifjárþeirra sé betur borgið með því að eiga erlend verð-bréf. Þriðji hópurinn vill gjarnan kaupa verðbréf fráfleiri löndum en Íslandi til þess að dreifa áhættueins og það er kallað og loks hafa einhverjir áhugaá að eiga erlend verðbréf einfaldlega af því að þaðer spennandi.

Ekki er allt gull sem glóir ...Það er hins vegar mikilvægt að hafa í huga aðávöxtun erlendra verðbréfa getur verið mjögáhættusöm og alls ekki er ráðlegt að kaupa erlendverðbréf nema til nokkuð langs tíma. Gífurlegarverðsveiflur eru ekki óalgengar á erlendum verð-bréfamörkuðum, erfitt getur verið fyrir íslenskafjárfesta að afla nægilegra upplýsinga, breytingar ágengi hafa áhrif á ávöxtunina, skattaleg meðferðgetur verið flókin og kostnaður við kaup og sölu eroft mikill. Loks þarf yfirleitt nokkuð háa fjárhæð tilað kaupa erlend verðbréf eða einingar í verðbréfa-sjóðum.

Hagsveiflur sem hafaáhrif á verð hlutabréfaog skulda bréfa eru ekkiþær sömu hér ogerlendis og m.a. þessvegna geta erlendverðbréf gefið góðaáhættudreifingu.

MARKAÐSVERÐMÆTI

200150

10050

300250

Malasía

GrikklandPortúgal

FilipseyjarIndónesíaArgentínaTyrkland

ChileKína

ÍsraelSingapore

IndlandTælandBrasilía

Suður-KóreaTævan

Suður-AfríkaMexíkó

PóllandVenesúela

Hong Kong

Ungverjaland

Heimild: IFC; MSCI; Tel Aviv Stock Exchange

Markaðsverðmæti hlutabréfaá ungum hlutabréfamörk-uðum var 1,7 trilljónBandaríkjadollara í lok árs1993 eða um 12% afmarkaðsverðmæti hlutabréfaí öllum heiminum.Hlutabréfamarkaðurinn íHong Kong er langstærsturþessara markaða eins og sjámá á myndinni hér fyrir ofan.Hann er reyndar sá sjöttistærsti í heiminum og er ofttalinn með þroskuðumhlutabréfamörkuðum.

Page 6: ERLEND VERÐBRÉF - VÍB · Ungverjaland Heimild: IFC; MSCI; Tel Aviv Stock Exchange Markaðsverðmæti hlutabréfa á ungum hlutabréfamörk-uðum var 1,7 trilljón Bandaríkjadollara

120 ERLEND VERÐBRÉF

Stærstu verðbréfamarkaðirheims

New York, Tókýó, London og Frankfurt —þessar fjórar borgir eru miðstöðvar peninga-markaða heimsins. Á hverjum virkum degiskiptir jafnvirði milljarða Bandaríkjadollara,hundruða milljarða íslenskra króna, um eig-endur á verðbréfamörkuðum þessara borga.

Þeir eiga sér langa sögu og skipulagðir hluta-bréfmarkaðir urðu t.d. til í Bandaríkjunum ogBretlandi í lok átjándu aldar, í upphafinítjándu aldar í Þýskalandi og í lok nítjándualdar í Japan. Viðskipti með skuldabréfhófust enn fyrr.

Verðmæti á hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum, Bretlandi,Þýskalandi og Japan

er samtals um 80% af heildarverðmæti á heimsmarkaði.

HLUTABRÉFAMARKAÐURÍ BANDARÍKJUNUM

1988

900

400

800

1989 1990 1991 1992 1993

500

600

700

HLUTABRÉFAMARKAÐURÍ BRETLANDI

1988

2500

1000

2000

1989 1990 1991 1992 1993

1500

Myndirnar hér til hliðar sýna þróunhlutabréfaverðs á markaði í fjórumlöndum árunum 1988–1993. ÍBandaríkjunum, Bretlandi ogÞýskalandi hefur hlutabréfaverð fariðhækkandi þegar á heildina er litið áþessum tíma og var í lok árs 1993sögulega mjög hátt. Nokkrar sveiflurhafa þó orðið, t.d. hækkaðihlutabréfaverð mikið í Þýskalandi eftirfall Berlínarmúrsins í nóvember 1989.Hlutabréfaverð féll alls staðar sumariðog haustið 1990 vegna hárra vaxta oghækkandi olíuverðs í kjölfar innrásarÍraka í Kúveit. Þróunin í Japan varð hinsvegar önnur en í hinum löndunumþremur. Þar lauk miklu uppgangsskeiðiárið 1989 og síðan lá leiðin niður á við.Ástandið skánaði nokkuð árið 1993 enhlutabréfaverð í Japan var þó enn mjöglágt í lok þess árs.

HLUTABRÉFAMARKAÐURÍ JAPAN

1988

2500

10001989 1990 1991 1992 1993

1500

2000

HLUTABRÉFAMARKAÐURÍ ÞÝSKALANDI

1988

600

200

500

1989 1990 1991 1992 1993

300

400

Page 7: ERLEND VERÐBRÉF - VÍB · Ungverjaland Heimild: IFC; MSCI; Tel Aviv Stock Exchange Markaðsverðmæti hlutabréfa á ungum hlutabréfamörk-uðum var 1,7 trilljón Bandaríkjadollara

121ERLEND VERÐBRÉF

Myndirnir hér á síðunni sýna þróunina áskuldabréfamarkaði í Bandaríkjunum, Japan,Bretlandi og Þýskalandi frá 1988 til 1993.Segja má að vaxtaþróunin hafi verið svipuð ílöndunum fjórum. Vextir hafa farið lækkandiá þessum áratug, ef undan eru skildir vextir áskammtímaskuldabréfum í Þýskalandi. Þaðkemur ekki á óvart því að fjármagnsstreymimilli þessara landa er frjálst og stuðlar að þvíað jafna vexti á milli þeirra en vaxtalækkuninhófst fyrst í Bandaríkjunum.

Hækkandi vexti á skammtímaskuldabréfum íÞýskalandi mest allt tímabilið má rekja tilsamein ingar Þýskalands og þeirraverðbólguáhrifa sem hún hafði. Það er vertað hafa í huga að vaxtaþróunin í Þýskalandier leiðandi fyrir vexti í flestum hinnaEvrópubandalagsríkjanna. Í lok árs 1993voru vextir lágir í öllum ríkjunum fjórum,sérstaklega þó í Bandaríkjunum og Japan.

Verðmæti á skuldabréfamarkaðií ríkjunum fjórum er um 80% af

verðmæti á heimsmarkaði.

VEXTIR Í BRETLANDI

19885

1989 1990 1991 1992 1993

%

1514

7

Vextirskammtíma-skuldabréfa

Vextirlangtíma-skuldabréfa

10

1213

6

11

98

16VEXTIR Í BANDARÍKJUNUM

19882

1989 1990 1991 1992 1993

%

9

7

Vextirskammtíma-skuldabréfa

Vextirlangtíma-skuldabréfa

10

3

6

45

11

8

VEXTIR Í ÞÝSKALANDI

19885

1989 1990 1991 1992 1993

%

9

8

Vextirskammtíma-skuldabréfa

Vextirlangtíma-skuldabréfa

6

7

10VEXTIR Í JAPAN

1988

9

2

8

4

1989 1990 1991 1992 1993

Vextirskammtíma-skuldabréfa

Vextirlangtíma-skuldabréfa

%

5

6

7

3

Fjöldi skráðrafyrirtækja í

kauphöllum,desember 1993

New York 2.362London 2.125Tókýó 1.777París 677Frankfurt 655Hong Kong 477Sviss 464Singapore 331Kaupmannahöfn 260Ósló 131Stokkhólmur 112Helsinki 58

Page 8: ERLEND VERÐBRÉF - VÍB · Ungverjaland Heimild: IFC; MSCI; Tel Aviv Stock Exchange Markaðsverðmæti hlutabréfa á ungum hlutabréfamörk-uðum var 1,7 trilljón Bandaríkjadollara

122 ERLEND VERÐBRÉF

Af hverjuerlend verðbréf?

Eins og kom fram í 4. kafla geta kaup á nokkrumtegundum innlendra verðbréfa leitt til aukinnarávöxtunar en um leið minni áhættu séu þau settskynsamlega saman í safn (sjá bls. 105–106).Alveg eins og hægt er að setja margar tegundir inn-lendra verðbréfa saman í safn er hægt að setjamargar tegundir innlendra og erlendra verðbréfasaman í safn. Möguleikarnir á að finna neikvæðafylgni (sjá mynd til hægri) á milli hlutabréfa og/eðaskuldabréfaflokka eru mun meiri í slíku safni en íinnlendu safni. Ástæðan er sú að verð á mörkuðumhreyfist ekki alltaf eins, vaxtabreytingar haldastekki alltaf í hendur og hagsveiflur eru ekki þærsömu. Þannig minnkar áhætta þegar erlendumverðbréfum er bætt í safnið. Ávöxtun getur líkaaukist sé ávöxtun erlendu bréfanna hærri en þeirrainnlendu, eins og gildir oftast hér á Íslandi.

Lítum á hlutabréfakaup fjárfestis í Banda-ríkjunum. Ef allir fjármunir hans eru ávaxtaðir íbandarískum hlutabréfum er ávöxtunin 17,3% ogáhætta 17,8%. Með því að minnka vægibandarískra hlutabréfa um 10%, 20% o.s.frv. ogkaupa í staðinn hlutabréf frá Evrópulöndum,Ástralíu og Austurlöndum fjær getur hannmarkvisst hækkað ávöxtun og minnkað áhættu umleið. Ef Bandaríkjamaðurinn setur safn sitt samanþannig að í því eru bandarísk hlutabréf til helmingaog erlend hlutabréf með ofangreindri samsetningutil helminga á hann í vændum um 23% ávöxtun ogáhætta er um 15,4% eða 2,4% minni en í safni þarsem öll hlutabréfin eru innlend. Þessi niðurstaða erfengin með því að rannsaka ávöxtun á liðnumárum og er háð því að kaup á hlutabréfum í hverju

Annað er hins vegar uppi áteningnum þegar myndinhér að ofan er skoðuð. Efsafnið AC er myndað úrverðbréfaflokkum A og Csem hafa þá eiginleika aðjafnaði að ávöxtun í flokki Ahækkar þegar ávöxtun íflokki C er að lækka minnkasveiflurnar. Sagt er aðneikvæð fylgni sé á milliávöxtunar í flokkum A og C.Þegar mælt er yfir nægilegalangan tíma er ávöxtun súsama í báðum söfnum.Áhætta er hins vegar munmeiri í safni AB þar semsveiflur eru miklar en í safniAC sem sýnir stöðugriávöxtun. Það kostar ekkertmeira að velja verðbréf Aog C en verðbréf A og B.

Lykillinn að því að hækkaávöxtun og minnka áhættumeð því að setja verðbréfsaman í safn er að gengisumra verðbréfa fer aðjafnaði hækkandi þegargengi annarra flokka er aðlækka (eða hækka hægar).Þegar gengi tveggja flokkaverðbréfa hækkar á samatíma og lækkar líka á samatíma er sagt að jákvæðfylgni sé á milli ávöxtunarþessara flokka. Í safninuAB sem sett er saman úrflokkum A og B á myndinnihér fyrir ofan koma frammeiri sveiflur en í hvorumflokki um sig. Meirióstöðugleiki í ávöxtunmerkir að eigandinn situruppi með meiri áhættu.

JÁKVÆÐ FYLGNI OG ÁHRIFÁ ÁHÆTTU OG ÁVÖXTUN

10

12

4

0

2

8

6Hlu

tabr

éf

Tími

Markaðskerfi A

Markaðskerfi B

Safn samsett af A og B

NEIKVÆÐ FYLGNI OG ÁHRIFÁ ÁHÆTTU OG ÁVÖXTUN

10

12

4

0

2

8

6Hlu

tabr

éf

Tími

Markaðskerfi C

Markaðskerfi A

Safn samsett af A og C

Page 9: ERLEND VERÐBRÉF - VÍB · Ungverjaland Heimild: IFC; MSCI; Tel Aviv Stock Exchange Markaðsverðmæti hlutabréfa á ungum hlutabréfamörk-uðum var 1,7 trilljón Bandaríkjadollara

123ERLEND VERÐBRÉF

landi endurspegli samsetningu hlutabréfa áviðkomandi markaði.

Nákvæmlega hliðstæð niðurstaða gildir fyriríslenskan fjárfesti sem ávaxtar fjármuni sína íerlendum skuldabréfum. Í hreinu íslenskuskuldabréfasafni er áhætta um 10% og ávöxtunnálægt 6,5%. Ef reiknað er eftir gögnum fráárunum 1988 til 1993 hefði minnst áhætta veriðtekin þegar safnið er 70% íslensk skuldabréf en30% erlend skuldabréf en þá er ávöxtun um 7,5%og áhætta liðlega 9%. Þegar vægi erlendra skulda-bréfa hefur náð 40% er ávöxtun orðin nærri því 9%en áhætta er svipuð og þegar skuldabréfasafnið eralíslenskt eða um 10%. Þegar vægi erlendra

FRAMLÍNA FYRIR FJÁRFESTI Í BANDARÍKJUNUM

17

19

21

23

25

27

29

Staðalfrávik í % á ársgrundvelli

Ávö

xtun

í %

á á

rsgr

undv

elli

15,2 15,6 16,0 16,4 16,8 17,2 17,6

100% S&P 500

90% S&P/10% EÁA

80% S&P/20% EÁA

60% S&P/40% EÁA

50% S&P/50% EÁA (Evrópa, Ástralía, Austurlönd fjær)

20% S&P/80% EÁA

10% S&P/90% EÁA

100% EÁA

Ávöxtun, %12

6

8

8

10

5

7

9

11

9 10 11 12 13 14

100% innlent

40% innlent, 60% erlent

70% innlent, 30% erlent

100% erlent

Áhætta, %

Page 10: ERLEND VERÐBRÉF - VÍB · Ungverjaland Heimild: IFC; MSCI; Tel Aviv Stock Exchange Markaðsverðmæti hlutabréfa á ungum hlutabréfamörk-uðum var 1,7 trilljón Bandaríkjadollara

124 ERLEND VERÐBRÉF

skuldabréfa er aukið enn meira hækkar ávöxtuneitthvað en áhætta eykst til muna.

Þegar íslenskum og erlendum hlutabréfum ereinnig bætt inn í myndina, eins og í framlínunni ábls. 116, sést að fullu hversu skynsamlegt það er aðfjárfesta í erlendum verðbréfum til viðbótar viðíslensk. Möguleikarnir til að vega saman ávöxtunog áhættu margfaldast. Nú er hægt að búa tilskilvirkt verðbréfasafn með allt að 50% ávöxtunþar sem ávöxtun var áður hæst 10%, en áhættan ferað sjálfsögðu að sama skapi vaxandi. Ávöxtunskilvirks safns með 10% áhættu er nú um 20% ogávöxtun við 30% áhættu er nú um 30%. Spurninginer bara hvað hentar hverjum best.

Það er ekki lítið verk að búa til skilvirkt safn verð-bréfa sem ætlað er að nýta helstu möguleika áalþjóðamarkaði. Til þess þarf að kaupa hlutabréfog skuldabréf í átta til tíu löndum. Hér á myndinnifyrir neðan er dæmi um slíkt safn. Til að njótakosta erlendra verðbréfa er þó ekki nauðsynlegt aðsafnið sé svona stórt. Hægt er að búa til skilvirktsafn, t.d. úr skuldabréfum þriggja landa. Slíkt safnbyði þó ekki upp á sömu möguleika til að vegasaman ávöxtun og áhættu og stórt alþjóðlegtverðbréfasafn.

SAMSETNING VERÐBRÉFASAFNS(dæmi m.v. USD)

Japönsk hlbr. (11,4%)

Dönsk skbr. (2,6%)

Bresk hlbr. (3,0%)

Áströlsk hlbr. (3,0%)

Ítalskt lausafé (6,0%)Ítölsk skbr. (8,0%)

Spönsk skbr. (3,0%)Áströlsk skbr. (3,0%)

Kanadísk skbr. (7,0%)

Bandarísk skbr. (15,0%)

Bresk skbr. (8,0%)

Japönsk skbr. (3,0%)Frönsk hlbr. (7,0%)

Þýsk hlbr. (7,0%)

Spönsk hlbr. (3,0%)

Bandarísk hlbr. (10,0%)

Það myndi kosta hátt í 1milljarð íslenskrakróna að eignastverðbréfasafn eins ogmyndin er af hér tilhliðar. Venjulegirsparifjáreigendur getaþó eignast hluta af slíkusafni með því aðfjárfesta í verðbréfa-sjóðum eins og fjallaðverður um í næsta kafla.

7

9

10

11

12

13

14Ávöxtun, %

0

8

10 20 30 40 50Íslensk skuldabréf

Íslensk 69%, þýsk 19%,bandarísk 12%

Þýsk skuldabréf

Bandarísk skuldabréf

Áhætta, %

Dæmi um lítið skilvirktverðbréfasafn er safn semsamsett er úr íslenskum,þýskum og bandarískumskuldabréfum í hlutföll-unum 69% íslenskt, 19%þýskt og 12% bandarískt.Slíkt safn hefði yfirfjögurra ára tímabil gefið8,6% ávöxtun með 10%áhættu. Á sama tíma hefðialíslenskt skuldabréfasafnmeð sömu áhættu gefið7,6% ávöxtun.

Page 11: ERLEND VERÐBRÉF - VÍB · Ungverjaland Heimild: IFC; MSCI; Tel Aviv Stock Exchange Markaðsverðmæti hlutabréfa á ungum hlutabréfamörk-uðum var 1,7 trilljón Bandaríkjadollara

125ERLEND VERÐBRÉF

Í 4. kafla var fjallað um hvernig svonefnt markaðs-safn verðbréfa er að jafnaði staðsett á eða við fram-línu. Hér til hliðar sést hvernig sá sem fjárfestir ííslenskum hlutabréfum getur náð hærri ávöxtunmeð því að kaupa hlutabréfasafn sem endurspeglarfyrirtækin á markaðnum (hér sýnt sem hlutabréfa-vísitala VÍB) en með kaupum í einstökum fyrir-tækjum, án þess að auka áhættu mikið.

Það sama gildir erlendis. Rannsóknir hafa sýnt aðfjárfestir þarf að hafa undir höndum betri upp-lýsingar en aðrir til að ná hærri ávöxtun en markað-urinn í heild. Ólíklegt er að utanaðkomandi fjár-festir hafi betri upplýsingar en heimamenn og getiþví náð betri ávöxtun en þeir og því borgar sig fyrirþá sem kaupa vilja erlend verðbréf að fjárfesta ísöfnum sem endurspegla markaðinn.

Markaðurinnveit best ...

Ávöxtun, %50

0

20

10

30

40

Áhætta, %604020 100800

EimskipGrandi

FlugleiðirSkagstrendingur

Hampiðjan

Olíufélagið

Sjóvá-Almennar

Hlutabréfa-vísitala VÍB

Á myndinni er ávöxtunbreskra verðbréfasjóða semfjárfestu í erlendum hluta-bréfum skipt niður eftir þvíhvort rekja mátti hana tilgengisbreytinga, landavalseða hlutabréfavals. Ef árið1984 er tekið sem dæmi séstað gott landaval leiddi tiljákvæðrar ávöxtunar engengisbreytingar og rangtval á einstökum hlutabréfumleiddi til mjög neikvæðrarávöxtunar. Árangurinn varheldur betri árið eftir enaftur töpuðu sjóðirnir áhlutabréfavali.

Þegar litið er á öll árin séstað sjóðirnir högnuðust umnær 28% á því að velja réttlönd til að fjárfesta í. Þeirtöpuðu smávegis á gengi enaðallega töpuðu þeir á því aðvelja vitlaus hlutafélög.Heildarávöxtunin var þvíneikvæð þegar borið er samanvið heimsvísitölu. Hefðuumsjónarmenn sjóðanna hinsvegar látið sér nægja að veljalönd til að fjárfesta í ogfjárfest í vísitölusjóðum semendurspegluðu markaðiþeirra hefði ávöxtun sjóðannaverið jákvæð um 28%.

Ávöxtun sjóðanna m.v. heimsvísitölu Morgan StanleyÁRANGUR VIÐ REKSTUR HLUTABRÉFASJÓÐA

-30

-20

-10

0

10

20

30

1982 1983 1984 1985 1986 1988 1989 1990 Samtals1987

Ávö

xtun

í %

HlutabréfMarkaðsvægiGjaldmiðill

Page 12: ERLEND VERÐBRÉF - VÍB · Ungverjaland Heimild: IFC; MSCI; Tel Aviv Stock Exchange Markaðsverðmæti hlutabréfa á ungum hlutabréfamörk-uðum var 1,7 trilljón Bandaríkjadollara

126 ERLEND VERÐBRÉF

Hvernig fara viðskiptimeð erlend verðbréf fram á Íslandi?

Íslendingar geta nú valið milli verðbréfa frá öllumheimshornum. Í ársbyrjun 1994 var síðustu fjár-hæðartakmörkunum aflétt varðandi kaup á erlend-um verðbréfum. Fram til ársins 1995 er þóeinungis heimilt að kaupa verðbréf sem eru tillengri tíma en eins árs. En hvernig á að bera sig aðvið kaup á erlendum verðbréfum?

Samkvæmt lögum verða öll viðskipti með erlendverðbréf að fara í gegnum innlend verðbréfafyrir-tæki. Fyrstu skrefin eru því að hafa samband viðverðbréfafyrirtæki og kanna hvaða þjónusta er íboði.

Íslensku verðbréfafyrirtækin leggja áherslu á söluá verðbréfum erlendra verðbréfasjóða og eru öllumboðsaðilar fyrir slíka sjóði. Hægt er að veljamilli hlutdeildarskírteina fjölmargra erlendraverðbréfasjóða og einnig milli innlendraverðbréfasjóða sem fjárfesta í erlendumverðbréfum.

Helstu upplýsingar um sjóðina liggja frammi áíslensku en einnig er hægt að fá ítarlegri gögn semeru gefin út af erlendu fyrirtækjunum. Þegar hlut-deildarskírteini eru keypt sjá verðbréfafyrirtækinum að kaupa gjaldeyri fyrir viðskiptavininn ogsíðan hlutdeildarskírteinin. Viðskiptavinurinn færkvittun fyrir kaupunum og síðar berst staðfestingfrá erlenda fyrirtækinu þar sem fram kemur m.a.fjöldi eininga sem hafa verið keyptar. Hlutdeildar-skírteinin sjálf eru geymd erlendis ef þau eru áannað borð gefin út.

Framvirk viðskipti ogviðskipti með valrétt eruheimil frá og með 1.janúar 1995.

Í íslenskumverðbréfasjóðum semfjárfesta í erlendumverðbréfum verða aðvera 11% í innlendumríkisskuldabréfum.

Page 13: ERLEND VERÐBRÉF - VÍB · Ungverjaland Heimild: IFC; MSCI; Tel Aviv Stock Exchange Markaðsverðmæti hlutabréfa á ungum hlutabréfamörk-uðum var 1,7 trilljón Bandaríkjadollara

127

Við sölu framvísar eigandinn kvittuninni hjáverðbréfafyrirtækinu sem sér um söluna. Einum tilsex dögum síðar er andvirðið greitt.

Auk fjárfestingar í verðbréfasjóðum er hægt aðkaupa einstök hlutabréf og skuldabréf sem eruskráð í helstu kauphöllum heimsins, s.s. NewYork, Hong Kong, London og Kaupmannahöfn.

Verðbréfafyrirtækin sjá um að útvega erlenduverðbréfin í gegnum erlend verðbréfafyrirtæki eðabanka en ráðgjöf um hvaða verðbréf er best aðkaupa er takmörkuð. Kostnaðurinn við útveguneinstakra verðbréfa er einnig nokkuð hár. Eftir-spurn hefur verið mun meiri eftir einingum íverðbréfasjóðum en einstökum verðbréfum, bæðivegna kostnaðarins og áhættudreifingarinnar.

Ríkissjóður og Íslandsbanki hafa gefið útskuldabréf í erlendri mynt og eru slík bréf seld einsog önnur verðbréf hjá verðbréfafyrirtækjunum.

Upplýsingar um kaup- og sölugengi allra helstuverðbréfa er að finna í erlendum dagblöðum, einsog Financial Times, Wall Street Journal og Börsen.Þessi blöð liggja víða frammi hjá verðbréfafyrir-tækjum. (Sjá nánar hvernig lesið er úr upplýs-ingum dagblaðanna í 1. og 2. kafla.) Einnig erhægt að fá upplýsingar um gengi og vísitölur ígegnum erlenda gagnabanka sem verðbréfa-fyrirtækin hafa mörg aðgang að, eins og Reutersem birtir stöðugt nýtt gengi. Loks birtist genginokkurra erlendra verðbréfasjóða í textavarpiRíkissjónvarpsins.

ERLEND VERÐBRÉF

Árið 1993 voru tekjur aferlendumhlutdeildarskírteinumskattlagðar eins oginnlend skuldabréf.Lágmarksfjárhæð við

kaup á erlendumverðbréfum er 100–200þúsund krónur.

Skattlagning geturverið mismunandi eftirþví hvort tvísköttunar-samningur er í gildi viðviðkomandi land.

Page 14: ERLEND VERÐBRÉF - VÍB · Ungverjaland Heimild: IFC; MSCI; Tel Aviv Stock Exchange Markaðsverðmæti hlutabréfa á ungum hlutabréfamörk-uðum var 1,7 trilljón Bandaríkjadollara

128 ERLEND VERÐBRÉF

Hvað eru afleiður?Afleiður eru sérstök tegund samninga semnotaðir eru til að draga úr áhættu í viðskiptum.Þeir tryggja gegn verðbreytingum með því aðfesta verðið í viðskiptum í framtíðinni. Þetta áannars vegar við um viðskipti með valrétt og

hins vegar um framvirk viðskipti. Afleiðu-viðskipti fara fram með hlutabréf, skuldabréf,gjaldeyri, fasteignir, vörur o.fl.

Valréttur er samningur sem veitir rétt til aðeiga ákveðin viðskipti í framtíðinni á verðisem er ákveðið þegar samningurinn er gerður.Þetta dregur úr áhættu vegna verðbreytinga.Valrétturinn er tvenns konar, söluréttur ogkauparéttur og getur gengið kaupum ogsölum.Kaupandi sem kaupir kauparétt öðlast meðþví rétt til að kaupa verðbréf, vöru eðagjaldeyri á ákveðnu gengi eða verði íframtíðinni.Kaupandi sem kaupir sölurétt öðlast þar meðrétt til að selja verðbréf, vöru eða gjaldeyri áákveðnu gengi eða verði í framtíðinni.Seljandi kauparéttar er skuldbundinn til aðselja tiltekin verðbréf, vöru eða gjaldeyri áákveðnu gengi eða verði ef kaupandi óskarþess.Seljandi söluréttar er skuldbundinn til aðkaupa verðbréf, vöru eða gjaldeyri á ákveðnugengi eða verði ef kaupandinn óskar þess.

Valréttur

Viðskipti með valrétt hófust árið 1973 þegaropnuð var sérstök kauphöll fyrir þau í Chicago(Chicago Board Options Exchange).

CHICAGO

Kaupandi þarf að greiða seljandanokkurs konar iðgjald fyrir samningaum kaup- eða sölurétt, rétt eins ogfyrir venjulega tryggingu.

Page 15: ERLEND VERÐBRÉF - VÍB · Ungverjaland Heimild: IFC; MSCI; Tel Aviv Stock Exchange Markaðsverðmæti hlutabréfa á ungum hlutabréfamörk-uðum var 1,7 trilljón Bandaríkjadollara

129ERLEND VERÐBRÉF

Framvirk viðskipti

Framvirk viðskipti fara þannig fram að gerðurer bindandi samningur um kaup eða sölu ávöru í framtíðinni á verði sem er ákveðið viðsamningsgerðina. Þetta er gert til að draga úráhættu vegna verðbreytinga. Framvirk við-skipti hafa lengi viðgengist í vöruviðskiptumen árið 1976 var fyrst farið að eiga framvirkviðskipti með verðbréf og gjaldeyri.Meginmunurinn á valrétti og framvirkumviðskiptum er að með valrétti hefur kaupand-inn eða seljandinn val og ræður hvort hannkaupir eða selur verðbréfin eða ekki. Fram-

virkur samningur er hins vegar bindandi ogþví hefur kaupandi eða seljandi ekkert val.Bæði valréttur og framvirk viðskipti dragahins vegar úr áhættu fjárfestis.

TRYGGING

ekki nýttur, heldur seljandi hans iðgjaldinueftir. Sé samningurinn hins vegar nýtturhagnast kaupandinn en seljandinn tapar.Samningur um kauparétt á hlutabréfum ert.d. nýttur ef markaðsverð er hærra enviðmiðunarverðið. Þá getur kaupandinnkeypt hlutabréf á lágu verði og selt á hærraverð. Söluréttur er hins vegar nýttur efmarkaðsverð er lægra en viðmiðunarverð.

Aðeins lítill hluti kaupa- ogsöluréttarsamninga er nýttur, enda er fyrstog fremst um tryggingu að ræða. Væri ekkisvo er líklegt að fáir fengjust til að seljakaupa- eða söluréttarsamninga því aðsamningur er því aðeins nýttur að kaupandihagnist á því sem þýðir að seljandinn hlýturað tapa. Á myndunum hér fyrir neðan sésthvað gerist. Ef kauparéttarsamningur er

Þegar gerður erframvirkur samningurer verðið fastákveðið engreiðsla er ekki innt afhendi fyrr en síðar.Kaupandi eða seljandiþarf hins vegar að setjatryggingu fyrirgreiðslunni.

SÖLURÉTTUR

Verð

Hagnaður

Sá sem kaupir

Sá sem selur

Tap

KAUPARÉTTUR

Verð

Hagnaður

Sá sem selur

Sá sem kaupir

Tap

Page 16: ERLEND VERÐBRÉF - VÍB · Ungverjaland Heimild: IFC; MSCI; Tel Aviv Stock Exchange Markaðsverðmæti hlutabréfa á ungum hlutabréfamörk-uðum var 1,7 trilljón Bandaríkjadollara

130 ERLEND VERÐBRÉF

Hvað kostar aðkaupa og selja erlend verðbréf?

Mjög mismunandi er hve mikill kostnaður fylgirþví að kaupa og selja erlend verðbréf. Almennt erþó hægt að segja að kostnaðurinn sé mun meiri en íviðskiptum með innlend verðbréf. Hann geturverið hlutfallslegur eða fastur, þ.e. óháður fjárhæð-inni. Meðal þeirra kostnaðarliða sem reiknaðir erusem hlutfall af fjárhæð eru söluþóknun, stimpil-gjöld, gjaldeyrisþóknun og upphafs- eða inn-lausnargjöld verðbréfasjóða. Fastur kostnaðurgetur t.d. verið afgreiðslugjald, þóknun fyrir ýmsaþjónustu, t.d. móttöku arðgreiðslna, og kostnaðurvið millifærslu gjaldeyris. Oft er líka um lágmarks-þóknun að ræða ef keypt er fyrir lágar fjárhæðir.

Kostnaður við kaup og sölu á einingumí erlendum verðbréfasjóðum

Helsti kostnaðurinn við kaup í erlendumverðbréfasjóðum liggur í upphafsgjaldi sem flestirsjóðir eða söluaðilar taka. Við sölu er svo tekiðinnlausnargjald. Að auki er mismunur á kaup- ogsölugengi sjóðanna yfirleitt á bilinu 3–7%.

Til eru sjóðir sem ekki taka nein upphafs- eða inn-lausnargjöld og ýmsir verðbréfasjóðir bjóðalækkun kostnaðar eftir því sem fjárhæðin hækkar.Einnig eru til sjóðir þar sem fallið er frá gengismuneða innlausnargjaldi hafi fé verið óhreyft í nokkurár.

Aðrir kostnaðarliðir við kaup og sölu í erlendumverðbréfasjóðum eru t.d. gjaldeyrisþóknun ogkostnaður við yfirfærslu gjaldeyris. Árlegt

Kostnaður við kaup ogsölu á einingum íinnlendumverðbréfasjóðum semfjárfesta nær eingöngu íerlendum verðbréfum erá bilinu 2– 4%.Mismunandi er hvortgreitt er upphafs- eðainnlausnargjald eðahvoru tveggja.

Skiptigjald milli sjóða

Skattar

Innlausnargjald

Gjaldeyrisþóknun

Árlegt umsjónargjald

Afgreiðslugjaldv/gjaldeyris

Afgreiðslugjald

Kostnaður við kaupí erlendum verðbréfa-sjóðum getur verið:

Upphafsgjald

Vörslugjald

Page 17: ERLEND VERÐBRÉF - VÍB · Ungverjaland Heimild: IFC; MSCI; Tel Aviv Stock Exchange Markaðsverðmæti hlutabréfa á ungum hlutabréfamörk-uðum var 1,7 trilljón Bandaríkjadollara

131ERLEND VERÐBRÉF

umsjónargjald eða umsýsluþóknun er yfirleitt ábilinu 0,5–2% og kemur í raun til lækkunar áauglýstri ávöxtun sjóðsins. Aðrir kostnaðarliðirkoma að sjálfsögðu til lækkunar á þeirri ávöxtunsem fjárfestirinn fær og því er mikilvægt að átta sigá þeim og gera samanburð ef hægt er. Jafnframt ermikilvægt að kanna hvort hægt er að skipta á millisjóða án kostnaðar eða gegn lægra gjaldi.

Kostnaður við kaup og sölu einstakraverðbréfa

Kostnaður við kaup og sölu einstakra verðbréfa ermjög mismunandi en þó yfirleitt hærri en við kaupog sölu í verðbréfasjóðum. Kostnaður er mis-munandi eftir því hvort um er að ræða skuldabréfeða hlutabréf og jafnframt er þóknun og annarkostnaður mjög mismunandi eftir því hvaðaverðbréfafyrirtæki eða verðbréfamiðlari á í hlut.Hægt er að velja mismunandi verðbréfamiðlaraeftir því hvort leitað er eftir ráðgjöf eða einungiseftir afgreiðslu við kaup eða sölu. Oft er hægt aðspara 20–70% þóknunar með því að skipta viðmiðlara sem sérhæfa sig eingöngu í afgreiðslu ogveita enga ráðgjöf.

Mikilvægt er að athuga fyrir fram hvaða gjöld við-komandi miðlari tekur og verður verðbréfasalinnað gefa upp fyrir fram hver þóknun hans er oghvort tekin er lágmarksþóknun. Mismunandi erhvort greiða þarf aukagjald fyrir vörslu, móttökuarðgreiðslna og yfirlit.

Skattar

Opinber gjöld

Gjöld fyrir ýmsa sér-þjónustu, s.s. auka-yfirlit, skýrslur, matá markaðnum o.s.frv.

Gjaldeyrisþóknun

Gjald fyrir innheimtuarðs

Afgreiðslugjaldv/gjaldeyris

Afgreiðslugjald

Kostnaður við kaupá einstökum

verðbréfum getur verið:

Vörslugjald

Þóknun við kaup

Þóknun við sölu

Lágmarksþóknun viðkaup á einstakaerlendum verðbréfum eroft á bilinu 5000–7000krónur. Algengurkostnaður við kaup ogsölu evrópskraskuldabréfa er 0,5–1%.

Page 18: ERLEND VERÐBRÉF - VÍB · Ungverjaland Heimild: IFC; MSCI; Tel Aviv Stock Exchange Markaðsverðmæti hlutabréfa á ungum hlutabréfamörk-uðum var 1,7 trilljón Bandaríkjadollara

132 ERLEND VERÐBRÉF

Gengiíslensku krónunnarÞegar til lengdar lætur ræðst gengi gjaldmiðils afmismuninum milli verðbólgu í heimalandinu ogverðbólgu í viðskiptalöndunum. Frá þessu sam-bandi verða þó umtalsverð frávik frá einummánuði til annars, einu ári til annars og jafnvel áenn lengri tímabilum. Kenningin umkaupmáttarjafnvægi segir að gengi gjaldmiðlabreytist þegar til lengdar lætur til að jafnamismunandi verðbólgu milli landa (ogmismunandi framleiðni) þannig að ekki verðiódýrara að kaupa vöru eða þjónustu í einu landi ení því næsta. Afbrigði þessarar kenningar,kenningin um vaxtajöfnuð, segir að gengi gjald-miðla breytist til að jafna mun á vöxtum milli landaþannig að ávöxtun skuldabréfa verði ekki tillengdar hærri eða lægri í einu landi en í því næsta.

Ef kenningin um kaupmáttarjafnvægi héldi jafnanán frávika væri raungengi krónunnar jafnanstöðugt. Raungengi íslensku krónunnar er vísitalasem sýnir meðalverð á íslensku krónunni gagnvartöðrum gjaldmiðlum eftir að tekið hefur verið tillittil þess að verðbólga er mismunandi milli landa.Eins og myndin á næstu síðu sýnir er fjarri því aðraungengi krónunnar hafi haldist stöðugt á síðustuárum. Þar vegur þungt að verðbólga hefur veriðmikil og óstöðug á Íslandi en aðlögun gengiskrónunnar að meiri verðbólgu en í viðskiptalönd-unum hefur verið háð pólitískri ákvörðun hverjusinni.

Hátt raungengi þýðir aðverð á erlendumgjaldeyri erhlutfallslega lágt og þarmeð er verð á erlendrivöru og þjónustu líkalágt í krónum talið. Lágtraungengi þýðir aftur ámóti að verð á erlendumgjaldeyri er hátt og þarmeð er verð á erlendrivöru og þjónustu hátt íkrónum talið.

Þegar raungengi er lágtfást margar krónurþegar erlendri mynt erskipt yfir í íslenska. Þvíer lágt raungengihagstætt fyrirsjávarútveginn semselur framleiðslu sínaerlendis og fær greitt íerlendri mynt. Það erlíka hagstætt fyrirerlenda ferðamenn semkoma hingað og fá mikiðfyrir peningana þegarþeir skipta þeim yfir ííslenskar krónur.

Page 19: ERLEND VERÐBRÉF - VÍB · Ungverjaland Heimild: IFC; MSCI; Tel Aviv Stock Exchange Markaðsverðmæti hlutabréfa á ungum hlutabréfamörk-uðum var 1,7 trilljón Bandaríkjadollara

133ERLEND VERÐBRÉF

Fast gengi krónunnarSú stefna hefur margoft verið mörkuð frá árinu1980 að gengi krónunnar skuli haldið föstu. Meðþví er átt við að meðaltalsverð á gjaldmiðlumviðskiptalanda okkar skuli ekki breytast. Myndinhér fyrir neðan sýnir vísitölu meðalgengis krón-unnar frá árinu 1980 til janúar 1994. Víkja hefurþurft frá mótaðri stefnu um fast gengi vegna þessað ekki hefur tekist að halda sama stöðugleika ífjármálum á Íslandi og í helstu viðskiptalöndumokkar.

Þrír þættir ráða þar mestu. Stundum hefur orðiðmeiri hækkun kaupmáttar en sem nam aukningu áframleiðsluverðmæti þjóðarbúsins að jafnaði.Afleiðingin hefur orðið meiri verðbólga hér enmeðal nálægra þjóða. Þá hefur árviss lánsfjárþörfhins opinbera leitt til þenslu í peningakerfinuvegna þess að innlendur sparnaður hefur sjaldnastnægt til að fullnægja þeirri þörf og hefur misvægiðágerst á síðari árum. Þriðji þátturinn sem valdiðhefur ójafnvægi á fjármálamarkaði og síðar leitt tilörari verðhækkana hér en í nálægum löndum eróvænt og mikil auking útflutningstekna sem leitthefur til þenslu innanlands. Þessi áhrif hafa ekkiverið fyrir hendi að marki síðan árið 1987.

80 9381 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 94

RAUNGENGI KRÓNUNNAR, 1980–1993115

110

105

100

95

85

90

Eins og sjá má ámyndinni hafatöluverðar sveiflur orðiðá raungengi krónunnarfrá 1980. Það varlækkandi eða lágt áárunum 1981–1985 entók stökk upp á við árið1986 og náði hámarkiárið 1988. Síðan hefurraungengið fariðlækkandi á ný.

Íslenska myntkarfan ernotuð við útreikning ámeðalgengi erlendragjald miðla gagnvartíslensku krónunni. Vægieinstakra gjaldmiðla ersamkvæmt landavog,þ.e. hlutdeild einstakralanda í inn- ogútflutningi vöru.Raungengi er reiknað útfrá meðalgengi með þvíað taka tillit tilmismunandi verðbólgumilli landa.

76%

18%

6%

ÍSLENSKA MYNTKARFAN

Evrópumyntir

Bandaríkadollari

Japanskt jen

Page 20: ERLEND VERÐBRÉF - VÍB · Ungverjaland Heimild: IFC; MSCI; Tel Aviv Stock Exchange Markaðsverðmæti hlutabréfa á ungum hlutabréfamörk-uðum var 1,7 trilljón Bandaríkjadollara

134 ERLEND VERÐBRÉF

Reynslan hér á Íslandi hefur sýnt að raungengi ferhækkandi í góðæri en raungengi lækkar þegar sam-dráttur hefur orðið vegna minnkandi útflutnings-tekna í kjölfar minni sjávarafla eða verðfalls áerlendum mörkuðum, enda er þá oft gripið til þessráðs að lækka gengið til að tryggja afkomu sjávar-útvegsins. Í ársbyrjun 1994 var raungengi íslenskukrónunnar lægra en verið hefur um þrjátíu áraskeið. Verð á erlendum gjaldeyri í krónum var þvíhærra en nokkru sinni í þrjátíu ár að árinu 1969undanskildu. Þar með voru erlendar vörur ogþjónusta einnig með dýrasta móti.

VÍSITALA GENGIS ÍSLENSKUKRÓNUNNAR GAGNVART ÞÝSKU MARKI

200

100

110

190

180

170

160

150

140

130

120

1988 1989 1990 1991 1992 1993

240

100

120

220

200

180

160

140

1988 1989 1990 1991 1992 1993

VÍSITALA GENGIS ÍSLENSKU KRÓNUNNARGAGNVART JAPÖNSKU JENI

VÍSITALA GENGIS ÍSLENSKUKRÓNUNNAR GAGNVART BANDARÍKJADOLLARA

200

100

110

190

180

170

160

150

140

130

120

1988 1989 1990 1991 1992 1993

Gengi krónunnar hefurfarið lækkandi (þ.e. greiðahefur þurf t fleiri íslenskarkrónur fyrir hverja erlendamynteiningu) þegar litið erá allt tímabilið í heild endavar verðbólga hærri áÍslandi en í hinumlöndunum meirihlutatímabilsins. Í lok þess vargengið fellt tvisvar sinnum(í nóvember 1992 og júní1993).

Á myndunum má sjávísitölu gengis íslenskukrónunnar gagnvartþremur gjaldmiðlum fráársbyrjun 1988 til síðarihluta árs 1993. Eins ogsjá má hafa nokkrarsveiflur orðið, einkummiðað við dollara, endahefur gengi hans sveiflastmikið á erlendummörkuðum.

Page 21: ERLEND VERÐBRÉF - VÍB · Ungverjaland Heimild: IFC; MSCI; Tel Aviv Stock Exchange Markaðsverðmæti hlutabréfa á ungum hlutabréfamörk-uðum var 1,7 trilljón Bandaríkjadollara

135ERLEND VERÐBRÉF

Hvaða áhrif hefur gengi krónunnar áerlend verðbréf?

Erlend verðbréf eru dýr þegar gengi er lágt, rétteins og allar aðrar innfluttar vörur eru dýrar. Til aðkaupa erlend verðbréf þarf fyrst að kaupa erlendangjaldeyri. Þegar gengið er lágt þarf að láta fleiriíslenskar krónur fyrir hann en gera þyrfti ef gengiðværi hærra.

Breytingar á gengi íslensku krónunnar hafa þvíáhrif á verð og ávöxtun erlendra verðbréfa. Þau eruódýrari þegar gengið er hátt. Að sama skapi erhagstæðara fyrir eigendur erlendra verðbréfa aðselja bréf sín þegar gengið er lágt vegna þess aðþeir fá fleiri íslenskar krónur fyrir þau en fengjustef gengi væri hátt.

Gengi er þannig einn þeirra þátta sem hafa þarf íhuga þegar erlend verðbréf eru keypt. Þótt ávöxtunbréfanna sé góð í erlendri mynt geta gengisbreyt-ingar hér heima étið hana upp. Að sama skapi getabreytingar á gengi íslensku krónunnar aukiðávöxtun erlendra verðbréfa svo um munar. Gengis-sveiflur bætast þannig við hefðbundnarverðsveiflur erlendra verðbréfa og auka enn ááhættu af þeim. Hugsanlegar gengisbreytingar eruþannig meðal þess sem gerir erlend verðbréfáhættusamari en innlend.

Erlendis geta þeir sem fjárfesta í verðbréfum íöðrum löndum í stórum stíl tryggt sig gegn gengis-sveiflum með afleiðum. Hægt er að gera samningum rétt til að kaupa eða selja erlendan gjaldeyri áákveðnu gengi eða gera framvirka samninga.Almenningur getur þó ekki notað sér þennanmöguleika þar sem jafnan er um gífurlega háarupphæðir að ræða í slíkum samningum.

Hvort gengi er hátt eðalágt á ákveðnum tímagetur verið svolítiðafstætt. Eru t.d. 73krónur fyrir 1 Banda-ríkjadollara mikið eðalítið? Til að átta sig áþví þarf að líta áraungengið. Sé það lágter erlendur gjaldeyrirhlutfallslega dýr en séþað hátt er gjaldeyrirhlutfallslega ódýr.

Afleiðuviðskipti verðaheimil hér á landi frá ogmeð áramótum 1995.Þar með er hugsanlegtað stærri fjárfestar notisér þennan möguleika tilað draga úr áhættu aferlendum verðbréfum.

Page 22: ERLEND VERÐBRÉF - VÍB · Ungverjaland Heimild: IFC; MSCI; Tel Aviv Stock Exchange Markaðsverðmæti hlutabréfa á ungum hlutabréfamörk-uðum var 1,7 trilljón Bandaríkjadollara

136 ERLEND VERÐBRÉF

SamantektMeð því að leita út fyrir landsteinana og fjárfesta íerlendum verðbréfum er hægt að auka ávöxtun ogjafnvel draga úr áhættu um leið. Framlínan svo-kallaða lengist og möguleikar fjárfesta margfaldastvegna þess að neikvæð fylgni er iðulega milli verð-breytinga erlendra og innlendra skuldabréfa. Þettaer helsta ástæða þess að skynsamlegt er fyrirÍslendinga að fjárfesta í erlendum verðbréfum tilviðbótar við íslensk.

Fjárfesting í erlendum verðbréfum er áhættusamarien fjárfesting í innlendum verðbréfum vegna þessað oft eru miklar sveiflur á gengi verðbréfa í kaup-höllum erlendis, upplýsingar geta verið af skornumskammti og breytingar á gengi íslensku krónunnarhafa áhrif á ávöxtunina.

Þegar fjárfest er erlendis er því ráðlegast að kaupahlutdeildarskírteini erlendra verðbréfasjóða semfylgja vísitölu viðkomandi markaðar. Ástæðan ersú að mjög erfitt er fyrir utanaðkomandi fjárfestaað afla sér betri upplýsinga en heimamenn hafa yfirað ráða, en forsenda þess að ná hærri ávöxtun enmarkaðurinn í heild er einmitt að hafa betriupplýsingar en aðrir. Verðbréfasjóðir bjóða einnigupp á mikla áhættudreifingu auk þess sem minnikostnaður fylgir kaupum á einingum í þeim enkaupum á einstökum verðbréfum.

Viðskipti með valrétt og framvirk viðskipti erumikið stunduð erlendis enda gera þau fjárfestumog fyrirtækjum kleift að draga úr áhættu. Afleiðu-viðskipti eru leyfð hér á landi frá og meðáramótum 1995.