fh bladid 2010

28
MATTI VILL ROBBI CARTER FORMANNSSPJALL Heimir Guðjóns BIRNA BERG PLAKAT

Upload: media-group-ehf

Post on 09-Mar-2016

235 views

Category:

Documents


6 download

DESCRIPTION

FH bladid 2010

TRANSCRIPT

Page 1: FH bladid 2010

MATTI VILL

ROBBI CARTER

FORMANNSSPJALL

Heimir Guðjóns

BIRNA BERG

PLAKAT

Page 2: FH bladid 2010

ENGIN Gervi BrAGÐeFNi ENGIN Gervi LiTAreFNiENGIN Gervi SÆTUeFNIENGIN rOTvArNAreFNi

Gatorade – fyrsta val íþróttafólks um allan heim

Page 3: FH bladid 2010

3

Meðal efnis:Bls. 5 Heimir Guðjóns

Bls. 7-9 Matti Vill

Bls. 11 Birna Bergs

Bls. 13 Jón Þór Brands

Bls. 25 Róbert Carter

Plakat | 2. flokkurinn | Myndir

Útgefandi: Media Group ehf

Umsjón: Hilmar Þór Guðmundsson Snorri Sturluson

Ljósmyndir: Hilmar Þór Hafliði Breiðfjörð Björgvin Óskarsson Kristján OrriSkrif: Þorsteinn H. HarðarssonUmbrot: Media Group ehfPrentun: Prentheimar ehf

Ábyrgðarmaður:Pétur StephensenRitnefnd FH: Árni Björn ÓmarssonNúmi ArnarsonPétur Ó. StephensenSteinar Ó. Stephensen

Ágætu FH-ingarSumarið er komið, okkar ástkæri heimavöllur svo gott sem tilbúinn að utanverðu, en því miður hefur reynst erfiðara en oft áður að safna stigum. En við erum FH og við gefumst aldrei upp. Af leik liðsins og frammistöðu í síðustu leikjum má ljóst vera að FH-liðið er smám saman að komast í sitt besta form. Deildin í ár virðist ætla að verða jafnari heldur en verið hefur undanfarin sumur og það er eitthvað sem segir mér að mjótt verði á mununum allt þar til lokaflautan í lokaumferðinni gellur. Það er einmitt á svona tímum sem reynir enn meira á okkur sem stöndum að félaginu, styðjum það og elskum. Við þurfum að halda áfram að vera jákvæð í garð leikmanna, þjálfara og hvors annars. Við þurfum að sýna að við erum sterk, ekki bara í meðbyr heldur einnig í mótbyr. Leikmenn félagsins hafa oft haft orð á því hvað það getur hjálpað þegar liðið hefur lent marki undir að stuðningsmenn láti í sér heyra og sýni að þeir hafi fulla trú á sínum mönnum. Talandi um samhug og stuðning. Nú eru hin svokölluðu Bakhjarlakort orðin að veruleika og geta allir sem vilja láta gott af sér leiða gerst Bakhjarlar FH. Ég vil fyrir hönd félagsins þakka þeim sem hafa nú þegar gerst Bakhjarlar, stuðningur ykkar er ómetanlegur. Um leið vil ég hvetja alla þá sem hafa hreint FH-hjarta en hafa ekki enn gerst Bakhjarlar að kynna sér þessi kort til hlítar. Nánari upplýsingar um kortin má finna á vefnum á www.fh.is/bakhjarlfh, en einnig er hægt að hringja í síma 866-1177 eða senda póst á [email protected]. FH hefur gefið okkur svo margt gott og nú er tækifæri fyrir okkur öll að gefa tilbaka.

Einu sinni FH-ingur, alltaf FH-ingur!

Áfram FH,Jón Rúnar Halldórsson, formaður Knattspyrnudeildar FH.

ÁFRAM FH

Page 4: FH bladid 2010

www.eas.is

ISO DRIVEISO DRIVE hjálpar þér að halda orku og krafti í 90 mín, plús 30 mín. framlengingu og til að fagna eftir vítaspyrnukeppnina!Háþróaður orkugjafi byggður á nýjustu vísindum sem inniheldur einstaka blöndu af:

• Kolvetnum • Vítamínum• Steinefnum• Glútamíni• Táríni • Krómi

EAS – aukið úthald og kraftur!

Page 5: FH bladid 2010

5

„Frammistaðan í fyrstu leikjunum var ekki eins og við höfðum vonast eftir, við byrjuðum þetta mót tiltölulega illa,“ segir Heimir Guðjónsson þjálfari FH þegar hann er beðinn um að meta stöðu Íslandsmeistaranna í dag. „Við vorum ekki að spila nógu vel og það var ekki mikill hugur á bak við það sem við vorum að gera. Liðið hefur hins vegar verið að styrkjast og spila betur í þremur síðustu leikjum og það er eitthvað sem við höfum til að byggja á.“

Er ekki hægt að skýra frammistöðuna í fyrstu leikjunum með því að benda á mannabreytingar og meiðslavandræði, mikilvægir menn hafa hreinlega ekki verið í formi?„Það fóru góðir leikmenn frá okkur, en það er eins og gengur og gerist“, svarar Heimir. „Við fengum góða leikmenn í staðinn og njótum auk þess góðs af frábæru starfi í yngri flokkunum hjá félaginu. Gott og vel, það tekur tíma fyrir mannskapinn að slípast saman, en það var ekkert sem olli mér neinum áhyggjum fyrir mót. Ég hafði meiri áhyggjur af meiðslunum, við misstum menn í meiðsli í vor og meiðsli eru enn að hrjá okkur. Þjálfari vill auðvitað getað valið úr öllum leikmannahópnum sínum, en það þýðir ekkert að væla yfir því, meiðsli eru hluti af knattspyrnunni og við verðum að lifa með því. Menn eru og hafa verið að stíga upp úr meiðslum og ég held að í Blikaleiknum höfum við loksins farið að sýna eitthvað sem minnti á leik okkar á löngum köflum á síðustu leiktíð.“

„Það hefur verið unnið mjög gott starf í yngri flokkunum hjá FH og meistaraflokkurinn nýtur góðs af því,“ bætir þjálfarinn við. „Við erum með akademíur sem Guðlaugur Baldursson hefur stjórnað, höfum boðið upp á séræfingar þar sem áhersla er lögð á að gera einstaklingana betri fótboltamenn. Við höfum spilað sama kerfið í meistaraflokki, 4-3-3, í 11 á. Þetta sama kerfi er spilað í öðrum flokki, menn kynnast því fyrst í þriðja flokki og vita því hvað þeir eiga að gera og til hvers er ætlast þegar þeir koma upp í meistaraflokk. Við teljum að það þurfi að vera ákveðin blanda af reynsluboltum og ungum og efnilegum í liðinu, það þýðir lítið að raða bara efnilegum leikmönnum í liðið og ætla að vinna einhver mót þannig.“

Menn horfa stundum dálítið mikið til leikmanna, spá í framfarir þeirra og bætingar sem fylgja hækkandi aldri og auknum þroska. Þjálfara hljóta að taka framförum og/eða breytingum líka með aukinni reynslu?„Jú auðvitað. Ég hef nú reyndar ekki verið lengi í þessu, þetta er bara mitt þriðja ár sem aðalþjálfari. Maður er auðvitað alltaf að læra eitthvað nýtt og ég hef reynt að vera duglegur að fara til útlanda, sækja námskeið og heimsækja erlend félagslið til að auka

þekkinguna. Við erum eins og leikmennirnir, viljum læra og taka framförum og ég á margt eftir ólært sem þjálfari.“„Ég ákvað það í rauninni árið 2002 að verða þjálfari,“ segir Heimir þegar hann er spurður að því hvort það hafi alltaf legið fyrir honum að fara út í þjálfun. „Ég tók þjálfaranámskeiðin hjá KSÍ svona á lokasprettinum á leikmannaferlinum og varð svo aðstoðarþjálfari hjá Óla Jó 2006 og 2007. Það var mjög góður skóli. Það vill brenna við að aðstoðarþjálfarar hafi lítið vægi, þeir eru svolítið svona í því að hirða upp keilur og sækja bolta, en ég var mjög heppinn hvað þetta varðar. Óli leyfði mér að taka þátt í hlutunum, ég fékk að stjórna æfingum og hann vildi vita hvað mér fannst um liðið og skipulagið og þess háttar. Ég kann honum hinar bestu þakkir fyrir þetta. Ég lærði mikið á þessum tíma og hef reyndar notið þess líka að hafa spilað undir stjórn nokkurra mjög góðra þjálfara. Maður hefur reynt að nýta það sem maður hefur lært og svo hef ég nokkuð ákveðnar hugmyndir um það sjálfur hvernig ég vil að liðið spili og út á hvað okkar hugmyndafræði á að ganga.“

Svona í ljósi þess að þið hafið spilað sama kerfið um árabil og menn svona vita nokkurn veginn að hverju þeir ganga þegar þeir mæta ykkur, hvernig stendur þá á því að fæstum tekst að tjónka við ykkur?„Ég held að þennan árangur síðustu árin megi skrifa að miklu leyti á sterka og góða liðsheild. Menn eru tilbúnir til að vinna saman og leggja sitt af mörkum inn á vellinum. Við erum með mjög góða einstaklinga í liðinu, en það sem skiptir máli er að þeir eru að skila sínu innan liðsins, efla heildina. Það má heldur ekki gleyma því að við eigum frábæra stuðningsmenn og góða stjórn, sem stendur mjög þétt að baki

liðinu. Ég held að þetta sé lykillinn að þessum árangri.“

Það hefði getað komið upp sú staða, miðað við gang mála hjá ykkur FH-ingum í fyrstu umferðunum, að þið væruð komnir í ógurlegan

eltingaleik í deildinni, en nú eru allir að vinna alla og staðan er kannski ekki jafnslæm og sumir vilja meina, eða hvað?„Nei nei, mótið er gríðarlega jafnt og það sem að mínu mati er að breytast er að það eru hreinlega fleiri góð lið að berjast um efstu sætin. Nokkur þessara liða hafa bætt sig gríðarlega mikið frá síðustu leiktíð og við getum nefnt Breiðablik sem dæmi, þeir eru betri en í fyrra. Fram er betra en í fyrra og sömu sögu er að segja af Keflavík og Val, svona til að nefna dæmi. Þetta virðist vera þannig að allir geta unnið alla og við erum ennþá með í þessu móti, það er ekki spurning. Við þurfum hins vegar að fara að vinna leiki og safna stigum og ég met það þannig að það þurfi að gerast fyrr en seinna, annars gætum við fallið á tíma.“Hefurðu áhyggjur af því að það gerist?„Nei, ég hef engar áhyggjur af því. Ég er ánægður með síðustu leiki okkar, mér finnst liðið vera að bæta sig og taka framförum og við þurfum að byggja ofan á það,“ segir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, að lokum.

LIÐIÐ ER AÐ BÆTA SIG

„ “Fleiri góð lið eru að berjast um efstu sætin í Pepsi-deildinni

Page 6: FH bladid 2010

ÍSL

EN

SK

A/S

IA.I

S/N

AT

453

18 0

2/09

Íslandsmeistari

Page 7: FH bladid 2010

7

MATTI VILL

#10ÍS

LE

NS

KA

/SIA

.IS

/NA

T 4

5318

02/

09

Íslandsmeistari

Page 8: FH bladid 2010

Lindu suðusúkkulaði - ómótstæðilega gott!

Lindu suðusúkkulaði fullkomnar baksturinn

Súkkulaðisamleikur sælkerans

PIP

AR

• SÍA

• 91

72

4

Page 9: FH bladid 2010

Matthías Vilhjálmsson, fyrirliði FH, er Ísfirðingur, var farinn að spila með meistaraflokki fyrir vestan 15 ára og komst að þeirri niðurstöðu árið 2003, 16 ára að aldri, að hann þyrfti að taka næsta skref á fótboltaferlinum. Hann flýtti sér hægt þegar hann flutti suður á bóginn, kom til höfuðborgarinnar haustið 2003 og notaði tímann fram að áramótum til að finna sér lið. Hann vandaði valið.

„Ég byrjaði í skóla þarna um haustið og gekk til liðs við FH í janúar 2004,“ segir Matthías. „Ég kom suður til að spila fótbolta, mér fannst ekki nógu gott að spila innanhússbolta allan veturinn og æfingaleikir voru af skornum skammti fyrir vestan. Það var í rauninni ekki nema eitt lið sem við gátum spilað æfingaleiki við, við þurftum að keyra einhverja tvö- eða þrjúhundruð kílómetra til að finna annað lið til að spila við.“„Það höfðu nokkuð lið samband við mig, ég hafði verið að spila með U-17 ára landsliðinu þannig að menn vissu af mér. Ég mætti á æfingar hjá nokkrum liðum, það er t.d. ekkert leyndarmál að ég kíkti upp á Skaga, enda hélt ég með ÍA þegar ég var yngri. Þeir vildu helst að ég flytti upp á Akranes, en ég var byrjaður í Versló þannig að það gekk ekki upp. Ég þekkti auðvitað til FH, þeir urðu í öðru sæti í deildinni haustið sem ég flutti suður og voru með frábæran 2.flokk, lið sem tapaði ekki leik allt sumarið. Ég sá að framtíðin var björt þannig að þegar öllu var á botninn hvolft var þetta ekki erfitt val.“

Þú kemur til liðs við FH einmitt þegar sigursveiflan er að fara af stað og hefur væntanlega notið góðs af því?„Já, ekki spurning. Eitt það mikilvægasta sem ég hef lært hjá FH er að vera sigurvegari. Við erum gríðarlega ósáttir ef töpum leik og vitrir menn sögðu einhvertíma að það væri mjög mikilvægt að tileinka sér þetta hugarfar sigurvegaranna snemma á ferlinum. Ég er alveg sammála því.“„Þetta hefur hjálpað okkur og fleytt okkur áfram,“ segir Matthías. „Við höfum sýnt það nokkrum sinnum, t.d. þegar við tókum titilinn á nánast óvinnanlegum endaspretti í hitteðfyrra að við gefumst aldrei upp og við erum ekkert að fara að taka upp á því neitt á næstunni. Það hafa verið mjög öflugir sigurvegarar í þessu liði undanfarin ár, sterkir karakterar, og þeir skila þessu niður til yngri leikmannanna.“

Þessi sigurvilji og þetta hugarfar sem þú nefnir er þá væntanlega líka ástæða þess að þið eruð í fremstu röð ár eftir ár, þrátt fyrir mannabreytingar og jafnvel meiðsli, eða hvað?„Já. Það hefur verið gerð sú krafa undanfarin ár að við vinnum það sem í boði er og það hefur gengið ótrúlega vel, ekki síst af því að hugarfarið er gott. Við förum í öll mót til að vinna þau, ég veit að það er klisja, en þannig er það nú bara. Það verður alltaf erfiðara og erfiðara að viðhalda þessum árangri. Við áttum t.d. að vera búnir að vinna Íslandsmótið í fyrra áður en það hófst og við náðum vissulega góðu forskoti á fyrri hluta tímabilsins. Svo geta meiðsli og ýmislegt annað sett strik í reikninginn, það koma erfiðir tíma og þá skiptir hugarfarið miklu máli.“

Er verið að gera til ykkar óeðlilega miklar kröfur í ár?„Nei, það finnst mér ekki. Við erum með góðan leikmannahóp og vitum og þekkjum hvað þarf til að ná árangri. Okkur hefur ekki gengið alveg eins vel og við höfðum vonað í upphafi mótsins, hverju sem

er um að kenna. Maður hefur orðið svolítið var við það að einhverjir stuðningsmenn eru orðnir frekar vondaufir, finnst þetta bara verið búið þótt þetta sé rétt að byrja. Deildin er mjög jöfn, jafnari en mörg undanfarin ár og ég veit hreinlega ekki hverjir ættu að teljast líklegastir til að vinna hana akkúrat núna. Ég held að við sjáum línur ekkert fara að skýrast fyrr en í fjórtándu eða fimmtándu umferð. Það er nóg eftir af þessu móti og við eigum eftir að eflast.“„Ég held að ég fari rétt með að við höfum ekki náð að stilla upp sama byrjunarliðinu tvo leiki í röð,“ segir Matthías þegar við höldum áfram að velta fyrir okkur gengi FH í upphafi leiktíðar. „Meiðsli hafa sett strik í reikninginn hjá okkur, ég og Atli Guðna höfum t.d. verið meira og minna frá og síðasti vetur er satt best að segja einn sá furðulegasti sem ég hef upplifað sem knattspyrnumaður. Ég held að ég hafi misst úr einhverjar tuttugu mínútur allt síðasta sumar, en ég er búinn að eiga í basli með hnémeiðsli síðan í mars. Það tekur auðvitað tíma að koma sér í sama formið og síðasta sumar og mér finnst það sjást á leik liðsins í síðustu leikjum að við erum að koma til. Ég er samt ekki að kenna meiðslunum og þeim tíma sem það tekur að stilla þetta saman alfarið um stigin sem við höfum tapað framan af móti, við hefðum átt að gera betur. Það var svona eitt og annað sem við þurftum að laga og ég held að við séum á réttri braut.“

Nú ertu kominn með fyrirliðabandið hjá Íslandsmeisturunum, kornungur maðurinn. Kom það þér á óvart að þú skyldir vera gerður að fyrirliða?„Nei, það kom mér kannski ekki beint á óvart. Það var búið að ýja að þessu í vetur og ég var þriðji fyrirliði í fyrra á eftir Davíð Þór og Tryggva. Ég upplifði þetta ekki sem einhverja ógurlega undrun, heldur bara heiður. Þetta er krefjandi og skemmtilegt, mikil ábyrgð, og ég er bara mjög stoltur af því að mér skuli vera treyst fyrir þessu svona ungum. Það eru nokkrar fyrirliðatýpur í þessu liði finnst mér og þeir kenna mér réttu tökin. Þetta á vonandi eftir að nýtast mér vel í framtíðinni.“

Gefur frammistaðan í síðustu leikjum ástæðu til bjartsýni?„Já það finnst mér. Mér finnst við hafa verið að spila betur og betur og í síðustu leikjum hafa líka verið sterkir menn á bekknum, menn eru að stíga upp úr meiðslum og það er jákvætt að þjálfarinn hafi úr stærri hópi að velja. Það hefur verið okkar styrkur síðustu árin að menn hafa þurft að berjast fyrir sínu á æfingum, hafa virkilega þurft að vinna fyrir sæti í liðinu og það eru engir farþegar í FH-liðinu.“

Þetta er kannski ótímabær og óviðeigandi spurning, en ertu farinn að hugsa þér eitthvað til hreyfings, farinn að leiða hugann jafnvel út fyrir landsteinana?„Nei, ég hef lært það að hugsa ekkert alltof mikið á þeim nótum. Þetta er flókið ferli og stundum eru menn ekkert að gera sjálfum

sér greiða, stökkva hreinlega alltof hratt af stað. Ég er líka orðinn fyrirliði besta liðs landsins, það er mjög krefjandi verkefni og mikill heiður. Ég neita því ekkert að ég stefni að því að komast með tíð og tíma, hreinlega til að eiga þess kost að verða betri leikmaður. Ég er nú ekki nema 23 ára þannig að mér liggur ekkert á,“ segir Matthías Vilhjálmsson, fyrirliði FH.

9

Lindu suðusúkkulaði - ómótstæðilega gott!

Lindu suðusúkkulaði fullkomnar baksturinn

Súkkulaðisamleikur sælkerans

PIP

AR

• SÍA

• 91

72

4

Page 10: FH bladid 2010

Allt sem þArf í fótboltAnn – fyrir áhugamenn og afreksfólk, börn og fullorðna

Uhlsport markmannssettUhlsport markmannshanskarUmbro fótboltiUmbro takkaskór

Uhlsport Infinity íþróttatreyjaUhlsport Infinity stuttbuxurUhlsport fótboltasokkarUmbro fótboltiUmbro kventakkaskór

Uhlsport Infinity íþróttatreyjaUhlsport Infinity stuttbuxurUmbro fótboltasokkarUmbro fótboltiUmbro takkaskór

Uhlsport Infinity þjálfaraúlpaUhlsport Infinity æfingagalliUhlsport íþróttataskaUmbro takkaskór

Umbro Fiego vindjakkiUmbro gervigrasbuxurUmbro fótboltasokkarUmbro fótboltiUmbro takkaskór

Page 11: FH bladid 2010

11

KOMNAR TIL AÐ VERAAllt sem þArf í fótboltAnn – fyrir áhugamenn og afreksfólk, börn og fullorðna

Uhlsport markmannssettUhlsport markmannshanskarUmbro fótboltiUmbro takkaskór

Uhlsport Infinity íþróttatreyjaUhlsport Infinity stuttbuxurUhlsport fótboltasokkarUmbro fótboltiUmbro kventakkaskór

Uhlsport Infinity íþróttatreyjaUhlsport Infinity stuttbuxurUmbro fótboltasokkarUmbro fótboltiUmbro takkaskór

Uhlsport Infinity þjálfaraúlpaUhlsport Infinity æfingagalliUhlsport íþróttataskaUmbro takkaskór

Umbro Fiego vindjakkiUmbro gervigrasbuxurUmbro fótboltasokkarUmbro fótboltiUmbro takkaskór

Birna Berg Haraldsdóttir hefur þrátt fyrir ungan aldur vakið verðskuldaða athygli fyrir framgöngu sína með FH, bæði í fótbolta og handbolta. Á veturnar er hún í lykilhlutverki sem skytta í hinu efnilega liði FH í N1-deildinni í handbolta og á sumrin stendur hún á milli stanganna hjá FH-liðinu í Pepsi-deildinni í fótbolta. Við ræddum við hana um sumarið og boltann.

„Þetta hefur ekki verið neitt sérlega gott hjá okkur, það þýðir ekkert annað en að horfast í augu við það, en með tíð og tíma kemur meiri efstudeildarreynsla í hópinn og þá fer þetta vonandi að ganga betur,“ segir Birna. „Mér finnst vera stígandi í liðinu og við tökum framförum með hverjum leik, við erum farnar að spila ágætlega. Þetta er allt á réttri leið.“

Aðspurð um muninn á því að leika í Pepsi-deild og 1.deild sagði Birna: „Þetta er allt öðruvísi. Við förum úr því að vera sóknarlið í að vera varnarlið. Í fyrra sóttum við mikið en í ár erum við búnar að verjast meira og minna í 90 mínútur í hverjum leik. Pepsi-deildin er miklu sterkari og maður þarf að hafa meira fyrir hlutunum.“

Birna hrósar uppbyggingarstarfinu hjá FH í hástert og segir mikið af efnilegum leikmönnum koma upp úr yngri flokkunum. „Uppbyggingarstarfið hjá FH hefur verið frábært og það er að skila mörgum efnilegum leikmönnum upp í meistaraflokk. Ég er einmitt í þessum töluðum orðum stödd í Vestmannaeyjum

að fylgjast með b-liði 4.flokks keppa á Pæjumótinu og yngri flokkarnir hafa verið að ná fínum árangri. Þó svo að meistaraflokkur kvenna hjá FH hafi ekki verið hátt skrifaður undanfarin ár hef ég orðið Íslandsmeistari fjórum sinnum með yngri flokkum. Það sýnir að uppbyggingarstarfið er gott.“

Eins og áður segir hefur Birna ekki aðeins vakið athygli fyrir framgöngu sína á knattspyrnuvellinum, þar sem hún ver bæði mark FH og yngri landsliða Íslands, heldur einnig fyrir frammistöðu sína í handboltanum þar sem hún er lykilmaður í efnilegu liði FH í N1-deildinni. Hún segist ekki vera tilbúin til þess að gera upp á milli greinanna. „Mér finnst báðar íþróttirnar alveg afskaplega skemmtilegar og vonandi get ég haldið áfram að stunda þær báðar sem allra lengst. Ef ég yrði að velja í dag yrði fótboltinn líklega fyrir valinu , enda sumar og fótboltinn á fullu, en ef ég yrði spurð í vetur yrði það líklega handboltinn.“

Að lokum var Birna spurð út í framhaldið á fótboltasumrinu og hvar FH-liðið yrði statt á haustmánuðum.

„Við verðum í sjöunda sæti eða ofar. Það er á hreinu. Það kemur ekki til greina að fara aftur niður í fyrstu deild. Við erum komnar í Pepsi-deildina til að vera,“ sagði FH-valkyrjan Birna Berg Haraldsdóttir.

Page 12: FH bladid 2010
Page 13: FH bladid 2010

13

Hið unga og efnilega lið FH hefur lent í basli með að fóta sig í fyrstu umferðunum í Pepsi-deild kvenna, sem í sjálfu sér kemur ekki á óvart í ljósi þess að kjarninn í liðinu er mjög ungur og lítt reyndur. FH býr vel að því að hafa innan sinna raða nokkrar af efnilegustu knattspyrnukonum landsins, en spekingarnir eru margir á því að kynslóðin sem nú er að skila sér upp í meistaraflokk kvenna sé ein sú sterkasta og áhugaverðasta í háa herrans tíð. Þar koma FH-stelpurnar sterkar inn. Þeirra er framtíðin, en það getur stundum reynst strembið að ná tökum á hinni fögru list sem knattspyrnan er, ekki síst þegar brekkan er brött.

Í umsögn sinni um FH-liðið í Fótbolta-blaðinu 2010 sagði boltaspekingurinn Þorkell Máni Pétursson meðal annars:„FH-ingar hafa staðið sig alveg ótrúlega vel í uppbyggingarstarfi. Það eru að koma ný nöfn inn í þennan bolta í sumar og ég held að það væri gáfulegast að leggja þau á minnið sem allra fyrst. Þetta eru einhverjar efnilegustu knattspyrnukonur sem við höfum átt hreinlega, stelpur sem eiga eftir að vera í fremstu röð í einhver tíu til fimmtán ár og þar koma FH-ingar sterkir inn. FH-ingar hafa styrkt sig mjög skynsamlega, en það getur verið að þær hefðu þurft einn sterkan leikmann til viðbótar til þess að vera í þeirri stöðu að þurfa kannski ekki að hafa miklar áhyggjur. FH-liðið er mjög vel spilandi lið, leikmennirnir kunna sín hlutverk og sín takmörk mjög vel. Þær liggja ekkert inni á eigin vítateig, vilja helst halda boltanum innan liðsins eins mikið og kostur er.“

„Við hefðum viljað vera komin með stig á þessum tímapunkti, það er ljóst,“ segir Jón Þór Brandsson, þjálfari kvennaliðs FH. „Ég hef þó verið að sjá framfarir í undanförnum leikjum og við verðum að halda áfram að taka bara einn leik í einu.“„Við erum að fá á okkur og nánast gefa alltof ódýr mörk,“ segir Jón Þór þegar hann er spurður út í það hvar vandi FH-liðsins liggi einna helst. „Við náum heldur ekki að halda boltanum innan liðsins eins vel og við getum og þar spila líklega bæði stress og reynsluleysi eitthvað inn í. Það gengur hreinlega ekki í efstu deild og þetta er eitthvað sem við þurfum að laga og bæta sem fyrst.“

Uppbyggingarstarfið hjá FH hefur verið til fyrirmyndar undanfarin ár, er okkur

ekki óhætt að skilgreina það sem svo að efniviðurinn sé til staðar? „Það er ekki spurning að við eigum mikið af efnilegum leikmönnum sem eiga eftir að láta mikið að sér kveða í nánustu framtíð. Félagið hefur kappkostað að bjóða þessum ungu leikmönnum upp á aðstöðu sem gerir þeim kleift að bæta sig jafnt og þétt. Við erum í miklu uppbyggingarferli með kvennaliðið hjá okkur og þessar stelpur eiga eftir að gera góða hluti. Það er þó nauðsynlegt að halda starfinu áfram, láta ekki deigan síga og hlúa vel að stelpunum. Maður þarf ekki að hugsa langt aftur í tímann til þess að sjá margra ára uppbyggingu verða að engu.“

FH-ingar völdu að fara þá leið þegar liðið féll úr úrvalsdeildinni fyrir fjórum árum að byggja liðið upp frá grunni, gefa ungum leikmönnum tækifæri og þessi stefna er og mun bera ávöxt á komandi árum, verði rétt á spilum haldið. Jón Þór þjálfari sér margt jákvætt í leik liðsins.

„Ég er mjög ánægður með stelpurnar, þær leggja sig allar fram og gefast aldrei upp þótt á móti blási,“ segir þjálfarinn. „Þær hafa verið til fyrirmyndar í alla staði.“

Hafa markmið ykkar breyst á síðustu vikum? Hver eru raunhæf markmið sumarsins? „Nei, alls ekki. Við lögðum af stað í mótið sem nýliðar og markmiðið var að halda sæti okkar í deildinni. Eftir þessa fyrstu leiki eru markmiðin ennþá þau sömu og til þess að ná þeim verðum við bara að taka einn leik í einu,“ segir Jón Þór Brandsson, þjálfari kvennaliðs FH.

MARKMIÐIN ERU SKÝR

„ “Markmiðið er að halda sæti okkar í deildinni

Page 14: FH bladid 2010

ÍSLANDSMEISTARARAr 2009

Page 15: FH bladid 2010

ÍSLANDSMEISTARARAr 2009

Page 16: FH bladid 2010
Page 17: FH bladid 2010

17

Hafþór Þrastarson hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína í miðri FH-vörninni í byrjun tímabilsins. Þessi tvítugi varnarjaxl er uppalinn FH-ingur og er gott dæmi um hið góða og árangursríka star f sem unnið er í yngri flokkum félagsins . FH-blaðið ræddi við hann um sumarið. „Þetta mót leggst bara vel í mig, við vorum svolítið hikstandi í byrjun en það er vonandi að þetta fari að smella hjá okkur,“ segir Hafþór.

Aðspurður segist hinn tvítugi Hafþór ekki hafa átt von á því að leika mikið með meistaraflokki í sumar. „Nei, ég átti það ekki, ekki í fyrstu. Eftir að ljóst varð að Sverrir Garðarsson yrði ekkert með okkur í sumar sá ég hins vegar alveg fram á að ég yrði kannski þriðji maður inn og gæti þá leyst þá Tommy Nielsen og Pétur Viðarsson af í for föllum.“Þegar vonir og væntingar fyrir sumarið eru ræddar segir Hafþór: “Þetta er jafn pakki og okkur hefur ekki

gengið sem skyldi undanfarið, en ég held að um leið og við vinnum góðan og sterkan sigur á frambærilegum mótherja fari hlutirnir að ganga betur.“

Nokkur kynslóðaskipti eru í FH-liðinu um þessar mundir og hafa margir ungir og efnilegir leikmenn látið til sín taka. Hafþór segir ungu strákana þekkjast vel enda hafi þeir spilað býsna lengi saman.„Ég, Björn Daníel Sverrisson og Hákon Hallfreðsson höfum spilað saman upp í gegnum alla yngri flokka félagsins og við þekkjumst vel. Svo höfum við líka spilað mikið með eilítið yngri strákum eins og Hirti Loga Valgarðssyni, að ógleymdum strákum sem eru í láni eins og Viktori Erni Guðmundssyni og Brynjari Benediktssyni.“Aðspurður um leikinn gegn KR segist hann afar spenntur.

„Þetta eru stærstu leikirnir, það kemur alltaf margt fólk og það myndast skemmtileg stemming. Það er ekkert

lið sem jafngaman er að vinna og KR, nema kannski helst Haukar,“ segir Hafþór léttur að lokum.

LEGGST VEL Í MIG

Gjafakort Landsbankans er greiðslukort sem býður uppá að gefandinn ákveði upphæðina og viðtakandinn velji gjöfina.

Þú færð gjafakortið í næsta útibúi Landsbankans.

Ein gjöf sem hentar öllum

GJAFAKORT | landsbankinn.is | 410 4000

NB

I hf.

(Lan

dsb

anki

nn),

kt.

471

00

8-0

28

0.

EN

NE

MM

/ S

ÍA

Page 18: FH bladid 2010

18

MARKIÐ SETT HÁTTMarkahrókurinn Atli Viðar Björnsson spilaði sitt fyrsta tímabil með FH sumarið 2001 og hafði þá þegar vakið athygli fyrir vasklega framgöngu með Dalvíkingum í 1.deildinni. Margir muna enn mörkin hans tvö í 3-1 sigri Dalvíkinga í Kaplakrika sumarið 2000, en það sumar rúlluðu FH-ingar nokkuð auðveldlega í gegnum fyrstu deildina og tryggðu sér sæti á meðal þeirra bestu. Vangaveltur um að Atli Viðar væri á leið í Fjörðinn létu á sér kræla og reyndust á nokkrum reistar.„Ég veit ekki hvort þessi leikur hefur beinlínis haft úrslitaáhrif á að ég færði mig yfir til FH. Ég held að það hafi nú ráðið meiru að við þekktum Loga ágætlega, bæði ég pabbi, og FH-ingar höfðu mikinn áhuga á að fá mig“, segir Atli Viðar. Þess má geta að pabbi Atla, Björn Friðþjófsson, eða Bjössi í Tréverk, hefur verið ötull sporgöngumaður knattspyrnunnar á Íslandi og hefur setið í stjórn KSÍ til fjölda ára „Ég var svona nokkurn veginn búinn að gera það upp við mig að færa mig um set,“ heldur Atli Viðar áfram. „Ég er fæddur og uppalinn á Dalvík, byrjaði að sprikla í boltanum þar og var búinn að spila þrjú tímabil í meistaraflokki. Þetta var mjög skemmtilegur tími í fótboltanum á Dalvík,

við vorum með ágætt lið og sumarið ´99 áttum við ágæta möguleika á að fara upp í efstu deild alveg fram í síðustu umferðirnar. Mér fannst hins vegar orðið tímabært að taka næsta skref. Það voru nokkrir möguleikar í boði þegar ég fór að skoða mig um hérna fyrir sunnan, en einhvern veginn komu ekkert annað en FH og Logi til greina. Það er ekkert leyndarmál að ég valdi FH fyrst og fremst með tilliti til þjálfarans.“

Þú kemur inn í FH-liðið á uppgangstíma, liðið er komið í efstu deild og það hefur væntanlega verið skemmtilegt að taka þátt í gleðinni og uppbyggingunni?„Já, þetta var mjög skemmtilegur tími. Það komu hingað menn eins og Siggi Jóns og Hilmar Björns og fleiri, Heimir var nýkominn og maður fann að það var góður meðbyr. Menn voru bjartsýnir í Krikanum og stefndu á að gera stóra hluti. Þetta var upp að vissu marki svolítil breyting fyrir mig, umgjörðin er skiljanlega stærri og maður var í kringum fleiri góða og jafnvel betri leikmenn, en FH er hins vegar mjög heimilislegur klúbbur og það er mjög auðvelt að koma utan af landi og aðlagast hlutunum hér.“

Þið vinnið svo titilinn árið 2004 og má eiginlega segja að þá hafi þetta ágæta fótboltalið sprungið út, eða hvað?„Já það má segja það. Mér fannst uppsveiflan byrja síðari hluta tímabilsins 2003, þá spiluðum við virkilega vel, urðum í öðru sæti í deildinni og fórum í bikarúrslit. Sumarið 2004 erum við svo orðnir stöðugir, erum með virkilega flott lið og vinnum deildina nokkuð sannfærandi.“

Hafðirðu á einhverjum tímapunkti áhyggjur af því að FH tæki einn titil og léti það bara gott heita, að þetta væri bara stutt en skemmtilegt ævintýri?„Nei ég hafði það ekki. Maður fann það eiginlega á öllu og öllum sem að félaginu komu, leikmönnum, þjálfurum, stjórn og stuðningsmönnunum að allir vildu meira og stefndu hærra. Fyrir tímabilið 2004 komu Auðun Helga og Tryggvi Guðmunds til FH og bara sú viðbót sýndi það og sannaði að það ætti ekkert að láta það duga að vinna titilinn einu sinni.“„Ég hef svo sem aldrei fundið fyrir mikilli pressu, ekki nema þá þeirri pressu sem maður setur á sig sjálfur,“ segir Atli Viðar þegar talið berst að því að velgengnin sé stundum dýru verði keypt,

Page 19: FH bladid 2010

19

að pressan og væntingarnar geti lagt heilu fótboltaliðin á hliðina. „Það er enginn úti í bæ sem hringir í mann og segir manni að maður verði að skora eitt eða tvö mörk í næsta leik, fólk hefur miklu frekar tekið þátt í gleðinni og stutt okkur. Það er mjög skemmtilegt og heimilislegt þegar fólk stoppar mann útí búð eða úti á bensínstöð og ræðir málin. Það er alltaf gaman að spjalla um fótbolta.“

Menn hafa dásamað FH-liðið mjög fyrir að spila og hafa spilað kerfi sem hreinlega virkar og fyrir það að fá til liðs við sig menn passa inn í kerfið, frekar en að fylla það af leikmönnum sem síðan þarf að laga kerfið að. Getum við sagt að þetta sé lykillinn að velgengninni undanfarin ár?„Ég held að það sé ekki spurning. FH hefur spilað 4-3-3 í mörg ár og það kunna allir sín hlutverk. Maður heyrir það annað slagið að þjálfarar annarra liða segjast vera búnir að finna leiðina til að stoppa þetta, hamla leik FH-liðsins, en það hefur bara komið í ljós að FH hefur það góða leikmenn innan sinna raða að við höfum getað brugðist við flestu því sem að okkur er kastað. FH hefur líka haldist vel á mannskap, það hafa ekki verið drastískar breytingar á liðinu á milli ára og það er kostur. Svo má ekki gleyma þeim sem koma að liðinu með öðrum hætti, meistaraflokksráðið er t.d. tiltölulega fámennt en ótrúlega öflugt. Þar er unnið mjög ötult og öflugt starf.“

Við verðum að snerta aðeins á meiðslasögunni þinni, tvisvar hefurðu slitið krossband og margir héldu nú að ferillin væri hreinlega á enda eða að minnsta kosti á hraðri niðurleið.„Já ég heyrði það svolítið út undan mér þegar ég sleit krossbandið í síðara skiptið að menn efuðustu sumir hverjir um að ég myndi spila fótbolta aftur, allavega yrði ég aldrei jafn góður. Það varð bara hvatning, spark í afturendann. Ég efaðist aldrei um að ég myndi spila fótbolta aftur og myndi spjara mig, en ég þræti ekkert fyrir það að fyrsta eftir að þetta gerist er maður langt niðri. Þá er bara að setja sig í gír og vera duglegur í endurhæfingunni. Sumir halda kannski að það dugi manni að sitja bara heima og bíða eftir því að þetta grói allt saman, en þetta er algjörlega biluð vinna, miklar og strangar æfingar sem manni fannst stundum skila frekar litlu en gera það að verkum þegar upp er staðið að maður getur staðið í þessu ennþá. Ég hef aldrei æft eins rosalega mikið og þegar ég var í endurhæfingu, þetta voru stundum tvær og þrjár æfingar á dag og það þýðir ekkert væl.“

Hefur velgengni síðustu ára haft þau áhrif að fólk er farið að ætlast til þess að þið vinnið allt sem í boði er?„Kröfurnar eru í sjálfu sér alltaf þær sömu og við setjum ekkert minni kröfur á okkur sjálfir heldur en stuðningsmennirnir og aðrir aðstandendur. Ég held að velgengnin hafi ekkert spillt okkur, við viljum alltaf meira og meira. Við erum með það öflugan mannskap að við teljum okkur eiga fullt erindi í toppbaráttuna.“

Er eðlilegt, miðað við mannabreytingar og meiðslavandræði, að setja á ykkur skýlausa kröfu um árangur svona í upphafi móts?„Við gerum það allavega sjálfir. Við setjum markið hátt og breytum ekkert okkar markmiðum, við viljum vinna allt sem í boði er. Ég viðurkenni það að alveg að þrátt fyrir breytingar og meiðsli finnst mér við hafa átt að gera betur í fyrstu umferðunum og ég hefði viljað sjá fleiri stig í húsi. Ég held að í ljósi þess að kjarninn í liðinu hjá okkur hefur verið lengi saman og þekkir lítið annað en sigra og velgengni getum við leyft okkur að setja markið hátt.“

Hvað sérðu fyrir þér að sprikla lengi í boltanum?„Ég held þessu áfram svo lengi sem ég hef gaman að þessu og líkaminn er í lagi. Ég veit að þetta getur allt saman verið búið á morgun, meiðslavandræðin kenndu mér það, þannig að ég nýt þess að æfa og spila.“„Ég er ekkert að farinn að huga að því“, svarar Atli Viðar þegar hann er spurður hvort hann geti hugsað sér að spila aftur heima á Dalvík. „Við erum búin að búa hérna í Hafnarfirði í tíu ár og erum orðnir miklir Hafnfirðingar, ég reyndar samningslaus í haust, en ég er ekkert farinn að hugsa út í þetta.“

„ “Ég efaðist ekki um að ég myndir spila fótbolta aftur!

Page 20: FH bladid 2010

20

ÁFRAM FHTJ innréttingar | Sími 565 3950 | [email protected]

Jón Georg RagnarssonHúsasmíðameistariGsm: 692 1233

Avery 732

Avery 741

Vörubretti ehfÓseyrarbraut 6Sími 821 4273

Árni pípariSími: 893 0938

Flúrlampar ehfKaplahraun 20Sími: 555 4060

FjöreggiðSöluturnFlatahraun 5C

Bílamálun AlbertsStapahraun 1Sími: 555 4895

Stálnaust ehfSuðurhellu 7Sími: 544 8333

FjarðargrótFuruhlíð 4Sími: 863 3310

Eiríkur og Yngvi | ByggingafélagVið byggjum upp framtíðina með FH

Page 21: FH bladid 2010

Flatahraun 5a • www.utfararstofa.isVaktsími: 565 5892 & 896 8242 • Sólarhringsvakt

Komum heim til aðstandenda ef óskað er

ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR

Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • PresturKirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar

Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson

Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför

Hermann Jónasson Jón G. Bjarnason

21

10. maí Valur 2-2 FH16. maí Haukar 0-1 FH20. maí FH 2-3 ÍBV24. maí Breiðablik 2-0 FH31. maí FH 2-1 Grindavík7. júní Fylkir 2-2 FH

14. júní FH - KR21. júní Selfoss - FH4. júlí Keflavík - FH8. júlí FH - Fram

18. júlí Valur - FH25. júlí Haukar - FH

5. ágúst ÍBV - FH8. ágúst FH - Breiðablik

16. ágúst Grindavík - FH22. ágúst FH - Fylkir30. ágúst KR - FH12. sept. FH - Selfoss16. sept. Stjarnan - FH19. sept. FH - Keflavík25. sept. Fram - FH

Leikir 20101.Gunnleifur Gunnleifsson2.Gunnar Már Guðmundsson3.Tommy Nielsen5. Freyr Bjarnason6. Ásgeir Gunnar Ásgeirsson7. Pétur Viðarsson8. Torger Motland9. Björn Daníel Sverrisson10. Matthías Vilhjálmsson11. Atli Guðnason12. Gunnar Sigurðsson14. Guðmundur Sævarsson16. Jón Ragnar Jónsson17. Atli Viðar Björnsson19. Hákon Atli Hallfreðsson20. Sverrir Garðarsson21. Hafþór Þrastarson22. Ólafur Páll Snorrason26. Viktor Örn Guðmundsson27. Hjörtur Logi Valgarðsson

Þjálfari: Heimir GuðjónssonAðst. þj: Jörundur Áki Sveinsson

Leikmenn

Page 22: FH bladid 2010
Page 23: FH bladid 2010

23

Unglinga- og uppbyggingarstarf FH hefur verið til fyrirmyndar undanfarin ár og knattspyrnuhúsið Risinn hefur reynst mikil lyftistöng. Með tilkomu hans gefst yngri flokkum liðsins kostur á að æfa við góðar aðstæður allt árið um kring. Árangurinn hefur svo sannarlega ekki látið á sér standa, FH teflir fram sterkum liðum í öllum aldursflokkum og þessi lið berjast nánast undantekningalaust um titla. 2. flokkur karla hefur t.a.m. farið gríðarlega vel af stað í sumar og hefur þegar þetta er skrifað unnið alla leiki sína og hefur ekki fengið á sig mark.

3. flokkur kvenna hjá FH varð Íslandsmeistari á síðasta ári og komu langflesir leikmanna liðsins upp úr yngri flokkum og eru af svokallaðari „knattspyrnuhúsakynslóð“. Fjölmargir leikmanna meistaraflokks karla hafa skilað sér upp í gegnum yngri flokka félagsins og má þar nefna Hafþór Þrastarson, Hjört Loga Valgarðsson, Björn Daníel Sverrisson, Atla Guðnason, Hallfreðssynina Emil og Hákon og svo mætti lengi telja.

Fjölmargir uppaldir FH-ingar hafa gert það gott í atvinnumennsku. Emil Hallfreðsson, Davíð Þór Viðarsson og Gylfi Sigurðsson bera uppbyggingarstarfinu fagurt vitni, svo fáeinir séu nefndir. Nýjasta dæmi um efnilegan FH-ing sem gerir það gott í útlöndum er Kristján Gauti Emilsson sem nýverið skrifaði undir samning við enska stórliðið Liverpool.

FH-ingar hafa einnig verið duglegir við að lána unga leikmenn sína til liða í 1.deildinni til þess að öðlast reynslu og hefur það oftar en ekki skilað góðum árangri. Til að mynda var Atli Guðnason, sem í fyrra var valinn besti leikmaður Pepsi-deildarinnar, tvívegis lánaður til annarra liða áður en hann festi sig í sessi hjá FH. Annað gott dæmi er Viktor Örn Guðmundsson, sem var lánaður til Víkings fyrir þetta tímabil og hefur heldur látið til sín taka, en hann hefur skorað 6 mörk í þremur leikjum.

FH-ingar hafa fagnað fjölmörgum titlum og sigrum á síðustu árum og grunnurinn að þessum árangri er lagður með frábæru

unglinga- og uppbyggingarstarfi þar sem margar hendur leggja hönd á plóg. „Á bjargi byggði hygginn maður hús“ segir í barnagælunni góðu og í þessum orðum felst heilmikil speki sem er í hávegum höfð hjá sigursælum FH-ingum á öllum aldri.

LENGI BÝR AÐ FYRSTU GERÐ

Page 24: FH bladid 2010
Page 25: FH bladid 2010

25

Róbert Magnússon, sem Hafnfirðingar og nærsveitamenn þekkja líklega betur sem Robba Carter, er eldheitur FH-ingur og tíður gestur á leikjum Fimleikafélagsins, bæði í handbolta og fótbolta. Hann lét til sín taka í fóboltanum á sínum yngri árum, hefur stutt FH með ráðum og dáð svo lengi sem elstu menn muna og ber aukinheldur ábyrgð á föngulegu útliti ansi margra FH-inga.

„Ég er fæddur og uppalinn Hafnfirðingur, Gaflari í húð og hár og líklega hafa búsetan og félagarnir ráðið því að ég varð FH-ingur,“ segir Robbi. „Ég er alinn upp á Breiðvangi þaðan sem liggur bein lína upp í Kaplakrika og svo voru félagarnir meira og minna allir FH-ingar. Annars er ég úr mjög blönduðu umhverfi, það eru bæði FH-ingar og Haukar í fjölskyldunni. Fjölskylduboðin eru stundum ansi athyglisverð,“ segir hann og hlær við.

Af íþróttaafrekum Robba fara allnokkrar sögur, en hann æfði og spilaði fótbolta með FH upp í þriðja flokk. „Það má eiginlega segja að ég hafi endað ferilinn með Leifi Garðars, Herði Arnars og fleiri snillingum. Þeir voru mjög erfiðir liðsfélagar. Leifur var t.d. mjög hávær leikmaður, öskraði mikið og gargaði á mig á kantinum ef ég hætti mér inn á hans yfirráðasvæði, sem var vítateigur andstæðinganna. Hann átti teiginn skuldlaust. Ég spilaði svolítið með Víkingum í Ólafsvík á sumrin, þar naut ég mín betur sem „hinn frjálsi leikmaður“ og naut góðs af hæfileikum manna eins og Steinars Adolfssonar.“Þú ert duglegur að mæta á leiki, bæði í fótboltanum og handboltanum. Er þetta lífsstíll, hluti af því að vera FH-ingur?

„Já, að sumu leyti er þetta lífsstíll, það er lífsstíll að vera FH-ingur, en ég er líka að styðja krakkana mína sem báðir hafa æft og spilað með FH. Svo finnst mér líka bara gaman að styðja alla þessa FH-inga sem koma í klippingu til mín.“ Robbi á og rekur hárgreiðslustofuna Carter í Firði, þaðan sem viðurnefnið hans kemur og fær til sín FH-inga í löngum röðum. „Ég er með meirihlutann af bæði handbolta- og fótboltaliðunum hjá mér og aðstandendur liðanna líka. Það eru ákveðin fríðindi sem fylgja því, ég fæ alls kyns fréttir og tíðindi og get spjallað um FH út í eitt, spyr mikið en passa mig að ganga ekki of langt. Líklega gæti ég opnað FH-fréttasíðu á netinu ef út í það er farið, það er nokkrir fréttahaukar í klippingu hjá mér líka þannig að það er ýmislegt hægt!“

En hvernig líst Robba á FH-liðið í dag, hollningu á liðinu og gang mála?„Mér finnst við svolítið brothættir varnarlega,“ svarar hann af miklu innsæi. „Þegar menn eru orðnir góðir af þessum meiðslum er miðjan sterk. Mér finnst vanta einn sterkan sóknarmann til að fríska aðeins upp á fremstu línuna, en það sem mestu skiptir er að stoppa aðeins í vörnina og það kemur kannski með aukni sjálfstrausti. Það eru batamerki á leik

liðsins, flæðið er orðið betra og nú er að detta inn þessi frægi einnar snertingar bolti hans Heimis. Okkur FH-ingum líkar þessi bolti ljómandi vel, Óli Dan kenndi mér það í gamla daga að það borgar sig ekki að klappa boltanum of mikið, maður á að klappa einhverju öðru en boltanum.“

Verða FH-ingar Íslandsmeistarar?„Já við verðum meistarar. Mér sýnist sex lið gera sig líkleg eins og staðan er í dag, en við búum að sigurhefðinni og því að þessir strákar vita hvað til þarf. Þegar við náum að vinna tvo eða þrjá leiki í röð hleðst sjálfstraustið á liðið.“„Hvenær og hvernig við tryggjum okkur titilinn er óljóst, en við verðum meistarar. Það er klárt,“ segir FH-ingurinn Robbi Carter.

VIÐ VERÐUM MEISTARAR!

Page 26: FH bladid 2010
Page 27: FH bladid 2010

27

FH FYRIR ALLALítum yfir þvögunaog rennum yfir sögunasögu meistaragetum treyst á það Margan merkismannfélag sem ég annhefur alið uppog við bakið stutt

„F“ er fyrir fótboltannog „H“-ið gerir mig stoltanFH fyrir Helga Raggog FH fyrir Hödda Magg FH hér og FH þarJá FH-ingar allsstaðarsameinist og syngið meðog kyrjið þetta FH stef

Framtíðin er björtef hjörtu hvít og svörtsaman slá í taktsamstillt getum allt Láttu nú heyr’ í þérmeð margtóna raddaherallir saman núFH er mín trú

„F“ er fyrir fótboltannog „H-ið“ gerir mig stoltanFH fyrir Helga Raggog FH fyrir Hödda Magg FH hér og FH þarJá FHingar allsstaðarsameinist og syngið meðog kyrjið þetta FH stef

„F“ er fyrir fimleikaog „H-ið“ HafnfirðingannaFH fyrir Óla Danog hugsjón Árna Ágústar FH hér og FH þarJá FH-ingar allsstaðarsameinist og syngið meðog kyrjið þetta FH stef

Lag og texti Haraldur F. Gíslason

Page 28: FH bladid 2010