fh bladid 2011

24
HUNDRAÐASTA ÍSLANDSMÓTIÐ 2011 FH-blaðið

Upload: media-group-ehf

Post on 21-Mar-2016

233 views

Category:

Documents


8 download

DESCRIPTION

FH bladid 2011

TRANSCRIPT

Page 1: FH bladid 2011

HUNDRAÐASTA ÍSLANDSMÓTIÐ

2011

FH-blaðið

Page 2: FH bladid 2011

Ég er ískýjunum

með Nokia N8

Nokia N8 er með 12 MP myndavél, stærstu myndavélaflögu í farsíma, Carl Zeiss-linsu, Xenon-flassi og myndbandsupptöku í háskerpu og stereo.

Þú getur unnið 100.000 kr. fyrir það eitt að smella af. Allt um keppnina á:

N8myndavélinTaktu þátt í

ljósmyndakeppni Nokia N8

www.n8.is

Jens Þór Sigurðssonþyrluflugmaður

Þetta er stórkostlegt tæki sem nýtist mér frábærlega í áhugamálum mínum, fjallahjóla- og skíðamennsku. Ég tek fjölda ljósmynda og myndskeiða í fjallaferðum í pottþéttum gæðum og á ógrynni flottra ljósmynda og myndbanda. Ég nota N8 símann líka til að taka GPS-punkta enda er leiðsögukerfið í honum frábært.

Ég legg N8 símann aldrei frá mér.

PIPA

R\TB

WA

· SÍ

A ·

1116

76

Page 3: FH bladid 2011

3

Meðal efnis:Bls. 5 Klárum þetta með sæmd

Bls. 9 Vildi nýja áskorun

Bls. 11 Ætlum okkur langt

Bls. 13 Spila frítt fyrir Liverpool

Bls. 19 Alltaf í Krikanum

Bls. 20-22 Þetta viltu vita

Umsjón og ábyrgð:Útgefandi: Media Group ehfUmsjón: Hilmar Þór Guðmundsson Snorri SturlusonEfnisöflun: Þorsteinn Haukur Harðarsson

Ljósmyndir: Media Group ehf Snorri Sturluson

Umbrot: Media Group ehfPrentun: Ísafoldarprentsmiðja

[ Bílaleiga Akureyrar Europcar ]

PANTONE

Æskilegt er að merkið sé notað í lit þar sem mögulegt er

PANTONE 348C

PANTONE 109C

PANTONE 286C

CYAN 22% / MAGENTA 0% / YELLOW 100% / BLACK 8%

CYAN % / MAGENTA 0% / YELLOW 0% / BLACK 100%

CYAN % / MAGENTA 0% / YELLOW 0% / BLACK 100%

CMYK - �órlitur

Svarthvítt

Á svörtum grunni

Ég er ískýjunum

með Nokia N8

Nokia N8 er með 12 MP myndavél, stærstu myndavélaflögu í farsíma, Carl Zeiss-linsu, Xenon-flassi og myndbandsupptöku í háskerpu og stereo.

Þú getur unnið 100.000 kr. fyrir það eitt að smella af. Allt um keppnina á:

N8myndavélinTaktu þátt í

ljósmyndakeppni Nokia N8

www.n8.is

Jens Þór Sigurðssonþyrluflugmaður

Þetta er stórkostlegt tæki sem nýtist mér frábærlega í áhugamálum mínum, fjallahjóla- og skíðamennsku. Ég tek fjölda ljósmynda og myndskeiða í fjallaferðum í pottþéttum gæðum og á ógrynni flottra ljósmynda og myndbanda. Ég nota N8 símann líka til að taka GPS-punkta enda er leiðsögukerfið í honum frábært.

Ég legg N8 símann aldrei frá mér.

PIPA

R\TB

WA

· SÍ

A ·

1116

76

Kæru FH-ingar.

Nú þegar knattspyrnu vertíðin er hálfnuð er ekki úr vegi að líta um öxl og gera upp fyrri hluta tímabilsins. Það hefur gengið á ýmsu hjá okkur FH-ingum í ár og er lið meistaraflokks karla nú í 4. sæti eftir 12 leiki, einum 5 stigum á eftir forystusauðunum úr Vesturbænum.

Þessi árangur er langt frá því að vera í takt við þær vonir og væntingar sem við, stuðningsmenn liðsins, höfðum gert okkur fyrir tímabilið og því er eðlilegt að menn séu pirraðir. Allir hafa rétt á því að gagnrýna það sem betur má fara, en gagnrýni er eitt og niðurrif annað. Við skulum því einbeita okkur að uppbyggilegri gagnrýni og sleppa niðurrifinu. Það er á tímum sem þessum sem við þurfum að beina orkunni á réttar brautir. Í stað þess að blóta leikmönnum, skulum við öskra „FH“ aðeins hærra, berja trommurnar aðeins fastar og klappa aðeins meira.

Það sem má ekki gleymast er það að þeir sem taka gengi liðsins hvað mest nærri sér eru leikmennirnir sjálfir, sem leggja sig alla fram í hverjum leik. Þeir þurfa því klárlega á okkar stuðningi að halda.

En í Krikanum sparka fleiri í bolta en bara leikmenn meistaraflokks karla.

Í kvennaboltanum eru góðir hlutir að gerast, eftir erfitt tímabil í efstu deild í fyrra sitja FH stúlkur nú í efsta sæti A riðils 1. deildar með fullt hús stiga og stefna því rakleiðis upp aftur. Í leikjum liðsins hafa verið skoruð að meðaltali tæp sjö mörk og því um að gera að kíkja í Krikann, styðja við bakið á stelpunum og sjá nokkur mörk í leiðinni.

Yngri flokkar félagsins halda áfram að standa sig vel jafnt í karla og kvennaflokki og þurfum við FH-ingar ekki að hafa áhyggjur af framtíðinni. Við eigum fjölda leikmanna í yngri landsliðum Íslands og ber þá kannski hæst að 4 uppaldir FH-ingar kepptu fyrir Íslands hönd í lokakeppni Evrópumóts í sumar. Þeir Bjarni Þór Viðarsson, Hjörtur Logi Valgarðsson og Gylfi Þór Sigurðsson kepptu fyrir U-21 árs lið Íslands í Danmörku og á lokamóti U-17 ára landsliða kvenna áttum við FH-ingar einn leikmann, Aldísi Köru Lúðvíksdóttur. Vonandi mun okkar efnilega afreksfólk halda áfram að bera hróður okkar góða félags víða um heim.

Það er því, eins og áður sagði, engin ástæða til að örvænta. Risinn er glaðvakandi og vex vel og dafnar. Eins og allir vita fylgja þó hröðum vexti oft á tíðum vaxtaverkir en þeir vara oftast stutt. Við skulum því öll sem eitt, þramma á völlinn og styðja okkar lið því þá gengur allt svo miklu betur.

Áfram FH!

Jón Rúnar HalldórssonFormaður knattspyrnudeildar FH

Litið um öxl

Page 4: FH bladid 2011

SKRÁÐU ÞIG NÚNAá worldclass.is og í síma 55 30000

Page 5: FH bladid 2011

5

Heimir Guðjónsson var ráðinn þjálfari FH síðla árs 2007, stýrði liðinu til Íslandsmeistaratitils 2008 og 2009, en mátti sjá á eftir bikarnum í Kópavoginn fyrir tæpu ári. Heimir kom í Krikann sem leikmaður fyrir ellefu árum og hefur sýnt viðlíka rólyndi og yfirvegun í starfi þjálfara og hann gerði sem leikmaður. FH hefur farnast verr framan af sumri en mörg undanfarin ár og í raun má segja að Heimir og félagar séu í fyrsta sinn í hans þjálfaratíð að lenda í ströggli.

„Við höfum náttúrulega ekki náð að spila eins vel og við vildum og ekki fengið jafn mörg stig og við ætluðum okkur,“ segir Heimir um fyrri hluta Íslandsmótsins. „Við höfum samt átt góða leiki en dottið niður þess á milli. Ég tel þó að liðið hafi styrkst eftir því sem liðið hefur á mótið.“

„Við vorum með 19 stig eftir 12 leiki í fyrra og erum með sama stigafjölda eftir jafnmarga leiki í ár. Það hefur vantað stöðugleika, en hverju er um að kenna er erfitt að svara. Mér finnst þó vera bæting á þessu.“

Ekki lakari hópur en í fyrra„Nei hópurinn er alls ekki lakari, við höfum ekkert til þess að fela okkur á bak við. Hópurinn er mjög sterkur og í knattspyrnunni eru engar afsakanir gildar.“

FH-ingar hafa gengið í gegnum nokkurs konar gullaldartímabil undanfarin ár, en eru kaflaskipti í fótboltanum, annað lið sem verður næsta stórveldi?„Það er erfitt að segja til um það. Við höfum verið á toppnum og við toppinn í einhver sjö ár. Þetta mót er náttúrulega bara hálfnað og nóg eftir af því. KR-ingarnir líta virkilega vel út og eru með flest stig, þeir eru líklegastir sem stendur en það er ekki einhver ávísun á eitthvert gullaldartímabil að lið vinni einn titill. Ég met stöðuna þannig að FH sé og komi alltaf til með að berjast um þessa titla sem í boði eru.“

Þú nefnir að FH verði áfram í toppbaráttu og hefur sjálfur sagt það oft í viðtölum að árangurs sé ávallt krafist hjá FH, telur þú að það þurfi að gera einhverjar breytingar á þessum tímapunkti til þess að laga gengið í sumar?

„Nei ég held að það þurfi ekki að gera neinar róttækar breytingar en það er ýmislegt sem við megum laga. Það hefur ekki verið farsælt fyrir lið að gera stórar breytingar á leikmannahópum og ég sé ekki að það þurfi að gerast hjá FH.“

Heldur þú að hægt sé að skýra þessar sveiflur hjá FH með því að líta á hugarfarið, þ.e.a.s að leikmenn haldi að hlutirnir gerist af sjálfu sér eftir góðan árangur undanfarin ár?„Ég neita nú að trúa því. Þegar menn sjá muninn á því að vinna titla og að vinna þá ekki ætti það að vera nóg til þess að leikmennirnir viti hvað til þarf. Ég trúi því ekki að við séum saddir.“

Sérðu fram á að strákarnir komi tvíefldir inn í síðari hluta mótsins og sýni sínar bestu hliðar?„Já, ég ætla rétt að vona það. Við verðum bara að sýna okkur og sanna í næsta leik og næstu leikjum. Við unnum góðan sigur á Val fyrir verslunarmannahelgi þar sem við sýndum mikinn og góðan karakter og vonandi hjálpar það okkur í framhaldinu, það á að gera það.“

Klárum þetta með sæmd

Page 6: FH bladid 2011

Eitt á ég alltaf til... þegar góða gesti ber að garði

PIPA

R\TB

WA

• S

ÍA •

102

269

Page 7: FH bladid 2011

7

Eitt á ég alltaf til... þegar góða gesti ber að garði

PIPA

R\TB

WA

• S

ÍA •

102

269

Á léttu nótunum: Halli og félagar í Hafnarfjarðarmafíunni hafa verið duglegir að semja stuðningslög fyrir ykkur undanfarin ár og töluðu um það þegar þeir gáfu út nýtt lag fyrir leikinn gegn Val að þeir tækju á sig slakt gengi fyrri part sumars þar sem skotur hefði verið á stuðningslögum kemur það til með að skipta sköpum að lagið sé komið?„Þetta kemur alveg pottþétt til með að hjálpa okkur enda eru þessir strákar, Halli og Heiðar, toppmenn sem hafa staðið vel við bakið á FH-liðinu í gegnum árin.“

Nú hefur þú stjórnað FH liðinu síðan 2007 með mjög góðum árangri, sérðu fyrir þér að þú haldir um stjórnartaumana hjá FH um ókomna tíð?„Ég hef satt að segja ekkert hugsað út í það. Við einbeitum okkur að því að vinna sem flesta leiki á þessu Íslandsmóti og stefnum að því að klára þetta tímabil með sæmd. Við sjáum hverju það skilar okkur, svo hugsum við um framhaldið þegar mótið er búið,“ segir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH.

www.musikogsport.iss: 555-2887

Eigum ávalltúrval afvörum

Page 8: FH bladid 2011

HVÍTA H

ÚSIÐ

 / S

ÍA - A

cta

vis 1

17031

Íbúfen®– Bólgueyðandi og verkjastillandi

Íbúfen tæklarverkinn

Notkunarsvið: Íbúfen inniheldur íbúprófen sem er bólgueyðandi, verkjastillandi og hitalækkandi lyf. Íbúfen er notað við liðagigt, slitgigt, tíðaverkjum, tannpínu og höfuðverk. Einnig eftir minniháttar aðgerðir, t.d. tanndrátt. Varúðarreglur: Fólk sem hefur ofnæmi fyrir íbúprófeni eða öðrum skyldum ly�um (NSAID), með skerta lifrarstarfsemi eða alvarlegan hjarta- eða nýrnasjúkdóm á ekki að nota ly�ð. Fólk sem fengið hefur astma, nefslímubólgu eða ofsakláða eftir töku acetýlsalicýlsýru eða annarra bólgueyðandi ly�a á ekki að nota ly�ð. Gæta þarf varúðar við gjöf lyfsins hjá fólki með tilhneigingu til magasárs eða með sögu um slík sár, aukna blæðingartilhneigingu eða helluroða (SLE). Einnig hjá sjúklingum með veilt hjarta, nýrna- eða lifrarsjúkdóm, sérstaklega ef meðhöndlað er með þvagræsily� samtímis, þá þarf að fylgjast með mögulegri minnkaðri nýrnastarfsemi og vökvasöfnun. Ly�ð er ekki ætlað barnshafandi konum. Aukaverkanir: Íbúfen getur valdið aukaverkunum eins og t.d. meltingaróþægindum, niðurgangi, ógleði, útbrotum, þreytu og höfuðverk. Skammtastærðir: Fullorðnir: Venjulegir skammtar eru 600-2000 mg á dag í 3-4 jöfnum skömmtum. Ekki er mælt með stærri dagskammti en 2400 mg. Börn: Venjulegir skammtar eru 20 mg/kg líkamsþunga á dag í 3-4 jöfnum skömmtum. Börnum <30 kg skal eigi gefa meira en 500 mg á dag. Lesið vel leiðbeiningar sem fylgja ly�nu. Ly�ð skal geymt þar sem börn hvorki ná til né sjá. Nóvember 2010.

Page 9: FH bladid 2011

9

Hólmar Örn Rúnarsson gekk til liðs við FH frá uppeldisfélagi sínu Keflavík seint á síðasta ári og vakti það nokkra athygli að miðjumaðurinn sterki skyldi hleypa heimdraganum. Hólmar hefur leikið stórt hlutverk í liði FH í sumar, lætur æ meira að sér kveða með hverjum leiknum og kann vel við sig í Krikanum.

„Mig var eiginlega farið að vanta nýja áskorun,“ segir Hólmar þegar hann er spurður út í aðdraganda þess að hann gekk til liðs við FH. „Ég þurfti að komast í lið þar sem ég þyrfti virkilega að hafa fyrir því að fá að spila og fá að berjast um titla. Þótt staðan hjá okkur líti kannski ekkert alltof vel út í augnablikinu hvað titilbaráttuna varðar hef ég fulla trú á því að það komi, hvort sem það verður núna eða á næsta ári.“

Hvernig meturu þetta sumar hjá FH?„Við erum búnir að taka allan skalann á þetta í sumar, höfum átt góða leiki, slæma leiki og miðlungs leiki. Við höfum sýnt það að þegar við spilum eins og við eigum að okkur eru fá lið hérna heima sem standast okkur snúning. Þegar við hins vegar erum ekki á pari höfum við lent í veseni og tapað stigum.“

Hver er stóri munurinn á liðinu á milli ára?„Það er kannski svolítið erfitt fyrir mig að segja til um það, svona tiltölulega nýkominn. Það voru ekki gerðar neinar stórvægilegar breytingar á liðinu á milli ára, það er frekar að liðið hafi bætt við leikmönnum heldur en hitt. Ég og Alen (Sutej) komum frá Keflavík, Hannes kom inn, Gunni Kristjáns er svona næstum því nýr og svo má ekki gleyma Emil Pálssyni. Hópurinn ætti að vera sterkari en í fyrra. Ég veit ekki hvort þetta sé eitthvað í hugarfari leikmanna sem hefur breyst svona á milli ára. Getan er augljóslega til staðar en þó svo að þetta sé léleg klisja er eins og menn haldi að þetta komi af sjálfu sér.“

Hvert stefnir þú sjálfur með FH?„Ég stefni einfaldlega á það að vinna eins marga leiki og tita með liðinu og ég get.“

Viðveran hjá FH, sérðu hana sem stoppistöð á leið í atvinnumennsku eða sérðu fram á að vera lengi hjá FH?„Ég verð í FH á meðan mér líður vel hér og þeir vilja hafa mig. Varðandi atvinnumennsku þá held ég að það séu ekkert mörg lið út í heimi að leita sér að

þrítugum íslenskum miðjumanni, en maður á aldrei að segja aldrei.“

Værir þú sjálfur opinn fyrir því að spila erlendis, hafa lið sýnt þér áhuga?„Ég var í tvö ár hjá Silkeborg í Danmörku og eftir það hafa einhver lið sýnt áhuga án þess að gera alvöru úr því. Ef það stæði til boða væri ég þó til viðræðu um að skoða eitthvað annað heldur en Norðurlöndin.“

Aftur að sumrinu, hvernig heldurðu að síðari hluti mótsins muni þróast?„Ég held að FH-liðið sé á uppleið og að seinni hluti mótsins verði mun betri. Við stefnum alltaf að því að ná næsta liði fyrir ofan okkur og sjá hversu langt það skilar okkur og þá hvort við eigum einhvern séns í þann stóra. Eins og staðan er núna held ég að aðal markmiðið sé að tryggja Evrópusæti á næsta ári,“ segir Hólmar Örn Rúnarsson.

Vildi nýja áskorun

HVÍTA H

ÚSIÐ

 / S

ÍA - A

cta

vis 1

17031

Íbúfen®– Bólgueyðandi og verkjastillandi

Íbúfen tæklarverkinn

Notkunarsvið: Íbúfen inniheldur íbúprófen sem er bólgueyðandi, verkjastillandi og hitalækkandi lyf. Íbúfen er notað við liðagigt, slitgigt, tíðaverkjum, tannpínu og höfuðverk. Einnig eftir minniháttar aðgerðir, t.d. tanndrátt. Varúðarreglur: Fólk sem hefur ofnæmi fyrir íbúprófeni eða öðrum skyldum ly�um (NSAID), með skerta lifrarstarfsemi eða alvarlegan hjarta- eða nýrnasjúkdóm á ekki að nota ly�ð. Fólk sem fengið hefur astma, nefslímubólgu eða ofsakláða eftir töku acetýlsalicýlsýru eða annarra bólgueyðandi ly�a á ekki að nota ly�ð. Gæta þarf varúðar við gjöf lyfsins hjá fólki með tilhneigingu til magasárs eða með sögu um slík sár, aukna blæðingartilhneigingu eða helluroða (SLE). Einnig hjá sjúklingum með veilt hjarta, nýrna- eða lifrarsjúkdóm, sérstaklega ef meðhöndlað er með þvagræsily� samtímis, þá þarf að fylgjast með mögulegri minnkaðri nýrnastarfsemi og vökvasöfnun. Ly�ð er ekki ætlað barnshafandi konum. Aukaverkanir: Íbúfen getur valdið aukaverkunum eins og t.d. meltingaróþægindum, niðurgangi, ógleði, útbrotum, þreytu og höfuðverk. Skammtastærðir: Fullorðnir: Venjulegir skammtar eru 600-2000 mg á dag í 3-4 jöfnum skömmtum. Ekki er mælt með stærri dagskammti en 2400 mg. Börn: Venjulegir skammtar eru 20 mg/kg líkamsþunga á dag í 3-4 jöfnum skömmtum. Börnum <30 kg skal eigi gefa meira en 500 mg á dag. Lesið vel leiðbeiningar sem fylgja ly�nu. Ly�ð skal geymt þar sem börn hvorki ná til né sjá. Nóvember 2010.

Page 10: FH bladid 2011
Page 11: FH bladid 2011

11

Helena Ólafsdóttir er ein fremsta og kunnasta knattspyrnukona landsins og hefur unnið til afreka bæði sem leikmaður og þjálfari. Helena lék nánast allan sinn feril með KR, sópaði þar að sér titlum og það vakti nokkra athygli þegar hún tók að sér þjálfun erkifjendanna í Val árið 2002. Hún stýrði íslenska kvennalandsliðinu áður en hún snéri heim á ný og tók að sér þjálfun KR, sem náði frábærum árangri undir hennar stjórn. Eftir að hafa tekið sér ársfrí frá þjálfun tók Helena við þjálfun Selfoss-stúlkna og færði sig svo yfir í Kaplakrikann fyrir yfirstandandi leiktíð.

Helena segir það ekki hafa vafist fyrir sér að taka boðinu um að þjálfa FH.„Þetta er flottur klúbbur og ég vissi það áður en ég tók við að efniviðurinn hérna er gríðarlega mikill. Ég var náttúrulega að þjálfa á Selfossi í fyrra og það var svo mikill tími sem fór í að keyra alltaf á milli að það var ákveðinn plús að taka við liði í bænum. Ég hafði alltaf áhuga á því að taka við FH-liðinu.“

Nú ertu aftur að taka við liði í næstefstu deild sem er meira og minna skipað á ungum leikmönnum, hefur þú gaman af svona uppbyggingarstarfi?„Já, mér finnst það mjög skemmtilegt. Það er rosalega gaman að vinna með ungum og efnilegum stelpum sem eru móttækilegar fyrir því sem maður er að kenna þeim og vilja hlusta á mann. Ég kann alveg svakalega vel við það, þetta gefur manni mikið.“„Þetta er svolítið öðruvísi í næstefstu deild en þeirri efstu,“ bætir Helena við, „því við spilum í riðli allt sumarið, svo koma umspilsleikir og þá skiptir það sem þú ert búinn að vera að gera í riðlinum allt í einu engu máli.“

„Frá sjónarhóli þjálfarans er þó ekki mikill munur þarna á, þjálfunarferlið og undirbúningurinn eru með svipuðu sniði. Munurinn felst aðallega í því að umgjörðin er önnur í fyrstu deildinni heldur en Pepsi-deildinni, við erum heppnar ef við fáum að sjá úrslit leikja og annað í fjölmiðlum. Það hefur reyndar breyst mikið til batnaðar undanfarið, sérstaklega á netmiðlunum.“

FH-ingar eru með fullt hús stiga eftir átta leiki, þjálfarinn getur væntanlega leyft sér að brosa út í annað yfir þeim árangri eða hvað?„Já en ég geri það samt ekki vegna þess að það er nóg eftir af tímabilinu og við eigum eftir að mæta fjölmörgum erfiðum andstæðingum sem láta okkur hafa fyrir hlutunum. Ég anda þess vegna alveg rólega þangað til sæti í umspili er tryggt og þá hefst ný keppni.“

En ertu ekki nokkuð sátt við spilamennsku liðsins?„Mér finnst þetta allt vera að koma og ég var rosalega ánægð með það hvernig liðið spilaði í júlí. Ég var ekkert rosalega sátt við okkur í byrjun því ég vissi að það býr meira í liðinu. Spilamennskan hefur farið batnandi og við höfum skorað mörg mörk. Það er svolítið minn stíll að spila sóknarbolta og sóknarleikur liðsins hefur allur verið að koma til.“

Er stefnan sett á að komast upp í Pepsi-deildina?„Já engin spurning. Þessar stelpur voru í efstu deild í fyrra og þeim finnst að þær hefðu átt að vera þar lengur. Það hefur alltaf verið stefnan að koma liðinu aftur upp.“

Fari svo að liðið fari upp um deild, ertu með mannskap á milli handana sem þú telur að geti barist í Pepsi-deildinni?

„Já, miðað við það hvernig þær stóðu sig til að mynda í bikarleiknum á móti Fylki finnst mér það engin spurning. Liðið hefur samt breyst mikið síðan í fyrra, við misstum einhverja reynslubolta en fengum líka nokkra reynslubolta í staðinn. Stelpurnar eru allar árinu eldri og reynslunni ríkari, hafa margar spilað í efstu deild og liðið styrkist með aukinni reynslu.“

Og efniviðurinn hjá liðinu er mikill, ekki satt?„Jú og ég hef verið sérstaklega hrifin af starfinu hér hjá FH í öllum yngri flokkum. Það er virkilega vel að þessu staðið, góðir þjálfarar í öllum flokkum og það skiptir auðvitað miklu máli.“

Aðeins að íslenska kvennaboltanum, hvernig metur þú stöðu hans hér á landi?„Ég held að staðan sé bara góð. Mér finnst efsta deild kvenna vera betri en oft áður þó svo að gæðin séu ekkert endilega meiri. Við erum alltaf að skila upp fleiri og fleiri góðum leikmönnum úr yngri flokkum og deildin er jafnari en hún var. Við sjáum ekki lengur þessar stóru tölur í úrslitum leikja og þessi svokölluðu stóru lið geta ekki bókað neitt fyrirfram. Mér finnst það mjög skemmtilegt.“

Má segja að þátttaka íslenska kvenna-landsliðsins á EM 2009 hafi gefið tóninn?„Já algjörlega, og ég er viss um að þær eiga eftir að komast aftur á EM. Þær eiga að setja stefnuna á að koma sér inn á HM, sem er samt aðeins flóknara. Ég held að það hafi gefið kvennaboltanum rosalega mikið að kvennalandsliðið hafi komist í lokakeppni Evrópumóts,“ segir Helena Ólafsdóttir, þjálfari kvennaliðs FH.

Spilum sóknarbolta

Page 12: FH bladid 2011
Page 13: FH bladid 2011

13

Matthías Vilhjálmsson tók við fyrirliðabandinu hjá FH þegar Davíð Þór Viðarsson hélt í víking í kjölfar Íslandsmeistaratitilsins árið 2009 og er fyrir löngu orðinn einn albesti leikmaður Pepsi-deildarinnar. Matthías hefur farið fyrir sínum mönnum í einu og öllu, skorar mikilvæg mörk og er öðrum til eftirbreytni þegar kemur að baráttu og ódrepandi sigurvilja.

Matthías er ekki, frekar en aðrir FH-ingar, alls kostar sáttur við gang mála hjá Fimleikafélaginu framan af leiktíðinni.„Væntingarnar voru auðvitað miklar fyrir tímabilið, hjá okkur, stuðningsmönnunum og öllum sem að liðinu koma,“ segir Matthías. „Við höfum átt fína spretti í sumar en ekki náð þessum stöðugleika sem hefur einkennt

FH undanfarin ár. Við höfum sýnt ágæta takta í bland við meðalmennsku í sumar. Við verðum bara að taka það góða og byggja á því það sem eftir er af mótinu.“

Þú minnist á stöðugleikann sem hefur einkennt liðið undanfarin ár, hvað heldur þú að orsaki það að hann sé ekki til staðar í ár?„Það eru ýmsir þættir sem koma til greina, eins og t.d. hvernig menn mæta undirbúnir til leiks og hvernig hugarfarið er, öll sú klisja. Menn hafa líka verið þreyttir og meiddir og hafa einfaldlega ekki verið að gera það sem fyrir þá er lagt. Þrátt fyrir allt erum við þó búnir að skora flest mörk í deildinni, en erum samt bara í fjórða sæti. Það hefur verið eitthvert einbeitingarleysi í varnarleiknum, í föstum leikatriðum sérstaklega. Þá er ég ekki

bara að tala um fjóra öftustu mennina og markvörslu heldur alla okkar leikmenn.“

Þú sem fyrirliði, finnur þú fyrir aukinni pressu í ljósi þess að gengið er undir væntingum?„Nei eiginlega ekki. Ég vissi alveg að það yrði meiri pressa á mér eftir að ég tók við fyrirliðabandinu og það er bara pressa sem ég er tilbúinn að taka á mig. Ég finn kannski helst fyrir því að þegar illa gengur er frammistaða mín gagnrýnd svolítið, en þegar vel gengur er allt frábært hjá mér sem fyrirliða. Þetta er bara eins og gengur og gerist í þessu og ég hef bara gaman að því.“

Fyrir mót kepptust fjölmiðlar landsins um að spá ykkur öllum titlum sem í boði eru, heldurðu að það hafi stigið ykkur til höfuðs?„Það getur verið. Þetta er náttúrulega bara elsta brellan í bókinni, þessi samanteknu ráð hjá fjölmiðlum að láta eins og bestu liðin á landinu hverju sinni séu búin að vinna mótið fyrirfram. Við vitum alveg að það er ekki þannig og höfum brennt okkur á því áður.“

Er eitthvert vanmat til staðar þegar þið mætið liðum sem eru lakari en FH á pappírunum?„Við höfum ekki efni á því að fara með eitthvað vanmat í einn einasta leik í þessari deild og við verðum að berjast með kjafti og klóm fyrir öllu sem við ætlum okkur. Fyrir nokkrum árum vorum við alltaf nokkuð sigurvissir eftir kannski 7 eða 8 sigurleiki í röð og sjálfstraustið var í botni. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar, bæði er deildin orðin betri og breytingar hafa verið gerðar á leikmannahópnum hjá FH eins og öðrum liðum. Það kemur bara maður í manns stað og vanmat á ekki að vera til staðar.“

Þið hafið átt ágæta kafla undanfarið og unnuð m.a. á dögunum mikilvægan sigur á Val þar sem þið snérið í raun vonlítilli stöðu í sigur. Er liðið að komast á beinu brautina?„Við vonum það, en eins og ég sagði áðan þá vantar þennan stöðugleika. Ef við töpum næsta leik eru allir búnir að gleyma þessum leik á móti Val. Það var rosalega gaman að upplifa stemmninguna í hópnum eftir þennan Valsleik og kvöldið var frábært í alla staði. Við þurfum að mæta klárir í næsta leik ef við ætlum að fjölga þessum góðu kvöldum.“

Þið þekkið það að vera í erfiðri stöðu, á sama tíma í fyrra voruð þið í svipuðum málum en tapið svo titlinum að lokum á markatölu og árið 2008 voru allir búnir að afskrifa ykkur þegar þrír leikir voru eftir og þið átta stigum á eftir Keflavík en samt urðuð þið meistarar.

Spila frítt fyrir Liverpool

Page 14: FH bladid 2011

Betri þjónustaí Vörðunni

Varðan er vildarþjónusta fyrir viðskiptavini Landsbankans.

Markmið þjónustunnar er að veita yfirsýn yfir fjármálin,

persónulega þjónustu og fríðindi fyrir heildarviðskipti.

landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn

Kynntu þér Vörðuna eða pantaðu Vörðuráðgjöf á landsbankinn.is, í næsta útibúi eða í síma 410 4000.

ns

so

n &

Le

’ma

ck

s •

jl.is •

sÍa

Page 15: FH bladid 2011

15

Segir þetta okkur ekki að það er allt hægt í boltanum?„Jú það er allt hægt í þessu. Eins leiðinlega og það hljómar þá verðum við að einbeita okkur að því að fara í hvern einasta leik til þess að vinna hann og við megum helst ekkert misstíga okkur ef við ætlum að eiga einhvern séns. Við stefnum á Evrópusæti eins og staðan er núna og vonum að hlutirnir falli með okkur.“

FH hefur gengið í gegnum ákveðið gullaldartímabil undanfarin ár, tekið sjö titla á sjö árum þegar allt er talið. Er þessu tímabili nokkuð lokið?„Nei alls ekki. Við gerum allt sem við getum til þess að klára þetta tímabil með stæl. Efniviðurinn hjá FH er gríðarlega mikill, við erum að berjast um titla í öllum yngri flokkum. Veldi FH er bara rétt að byrja og það eru bjartir tímar framundan.“ Beinum athyglinni sem snöggvast að Colchester á Englandi, hvernig var að prófa atvinnumennskuna, stóðst það væntingar?„Ég var þarna í tvo og hálfan mánuð og það tók smá tíma að komast inn í þetta allt. Þegar ég horfi tilbaka finnst mér þetta hafa verið mjög jákvætt. Það er erfitt að segja til um það hvort þetta hafi staðist væntingar. Ég fékk náttúrulega ekki að spila eins mikið og ég vildi en það var vel staðið að öllum málum þannig lagað. Aðstaðan á æfingasvæði liðsins er samt ekkert frábær, það er svo mikil rigning þarna að vellirnir voru allir í leðju og vellirnir í þessari deild eru svo sem ekkert frábærir. Þessi

reynsla var ágæt og dýrmæt, það er ágætt að hafa kynnst atvinnumennskunni.“

Telur þú að dvölin ytra hafi bætt þig sem fótboltamann?„Já mér finnst það, ég veit svo sem ekki hvað öðrum finnst en ég lærði ákveðna hluti varðandi fótboltann og nálgunina, hvernig menn undirbúa sig fyrir leiki og fleira í þeim dúr. Heilt yfir lít ég á þetta jákvæðum augum.“

Nú ertu búinn að fá smjörþefinn af því hvernig er að vera atvinnumaður í knattspyrnu, getur þú hugsað þér að fara aftur út?„Ég gerði það upp við mig fyrir þetta tímabil að hætta að hugsa um það, ég hef líklega gert of mikið af því undanfarin ár. Ef hins vegar rétta tilboðið kemur þá gæti ég alveg hugsað mér að fara út, en ég flyt ekki með fjölskylduna út fyrir hvað sem er.“

Hvert leitar hugurinn helst þegar þú pælir í atvinnumennsku?„Ég eiginlega veit það ekki. Það eru svo margar góðar deildir úti í heimi og ákveðnar deildir sem henta mínum leikstíl betur en aðrar. Ég hef alltaf verið hrifinn af Englandi, Danmörku, Hollandi og Þýskalandi.“

Nú ert þú mikill aðdáendi Liverpool á Englandi, myndir þú ekki rjúka út ef kallið kæmi þaðan?„Jú ég myndi spila frítt fyrir Liverpool, það er bókað mál,“ segir Matthías Vilhjálmsson, fyrirliði FH.

Page 16: FH bladid 2011

16

ÁFRAM FH

Avery 732

Avery 741

Flúrlampar ehfKaplahraun 20Sími: 555 4060

Stálnaust ehfSuðurhellu 7Sími: 544 8333

FjarðargrótFuruhlíð 4Sími: 863 3310

DOS - málaraHoltsgötu 14Sími: 897 7881

Eiríkur og Yngvi | ByggingafélagVið byggjum upp framtíðina með FH

Page 17: FH bladid 2011

17

Page 18: FH bladid 2011
Page 19: FH bladid 2011

19

Friðrik Dór Jónsson, einn vinsælasti tónlistarmaður landsins, er þekktur fyrir taktfasta og auðmelta tóna sem eiga sér fáa líka og fyrir aðdáun sína á Fimleikafélagi Hafnarfjarðar. Friðrik Dór á sterkari tengsl inn í FH en gengur og gerist, fjölskyldan hefur nánast öll látið að sér kveða í Kaplakrika og næsta nágrenni. Tónlistarmaðurinn á sjálfur að baki glæstan feril með yngri flokkum FH og þjálfar í dag nokkra framtíðarstjörnur félagsins. Tónspekin gerir það að verkum að leitað var í smiðju Friðriks Dór þegar lagst var í það þrekvirki að semja FH-ingum nýjan óð fyrir skemmstu.

„Halli, Heiðar og Viddi í Mafíunni hafa samið stuðningsmannalög í einhver níu ár minnir

mig og það er komin hefð fyrir því að það sé gefið út nýtt lag á hverju ári. Þeir hringdu í mig og vildu fá mig til þess að vera með í þessu nýja lagi og ég sagði að sjálfsögðu já,“ segir Friðrik Dór þegar hann er spurður út í tilurð þess að hann kom að nýja stuðningsmannalaginu. Lagið heitir „Eitt lið í Hafnarfirði“ og Friðrik Dór neitar því ekki að titilinn og nálgunin séu svolítið skot á Hauka. „Já ætli það ekki. Þetta er bara sannleikurinn,“ segir hann sposkur á svip.

Aðeins að þínum tengslum við FH. Þú átt bróður í liðinu, pabbi þinn er formaður knattspyrnudeildar og föðurbróðir þinn formaður félagsins, er ekki óhætt að segja að Kaplakriki sé eins og annað heimili fyrir þig?

„Jú ég held að það megi alveg segja það. Þótt ég sé búsettur í Reykjavík kem ég hingað nánast á hverjum degi til að skoða hvað er í gangi og til að ganga úr skugga um að öllum líði vel.“

Svo ertu að þjálfa hérna líka, ekki satt?„ Já ég hef verið að þjálfa hérna í einhver fjögur ár, var alltaf með 7. og 8.flokk en nú er ég bara með 7.flokk. Ég geri þetta í og með til að halda tengslum við félagið, ég kem hérna nánast á hverjum einasta degi eins og ég sagði áðan og það er fínt að hafa stundum einhverja betri ástæðu heldur en bara þá að skoða húsakynnin. Ég hef mjög gaman af þjálfarastarfinu, ég er búinn að þjálfa suma þessara stráka síðan þeir voru fjögurra ára og

Alltaf í Krikanum

Page 20: FH bladid 2011

vodafone.is

Hjá Vodafone getur þú notað snjallsímann þinn áhyggjulaus hvar í heiminum sem er.Ef þú þarft meira gagnamagn geturðu stillt notkunina eftir þörfum á Mínum síðum á vodafone.is eða með einu símtali í 1414

Vertu áhyggjulaus í útlöndumVið tryggjum að netnotkun fari ekki yfir 50 evrur

Page 21: FH bladid 2011

21

vodafone.is

Hjá Vodafone getur þú notað snjallsímann þinn áhyggjulaus hvar í heiminum sem er.Ef þú þarft meira gagnamagn geturðu stillt notkunina eftir þörfum á Mínum síðum á vodafone.is eða með einu símtali í 1414

Vertu áhyggjulaus í útlöndumVið tryggjum að netnotkun fari ekki yfir 50 evrur

í dag eru þeir átta ára. Þetta hefur verið mjög skemmtilegt.“

Það þarf því væntanlega ekki að leita langt til þess að finna þjálfara þegar Heimir hættir einhverntímann í framtíðinni, þú tekur bara við þessu, er það ekki?„Já, það er einmitt búið að semja um það að þegar Heimir hættir þá tek ég við,“ segir Friðrik Dór og hlær við.

Hvernig var annars þinn knattspyrnuferill, varstu góður í fótbolta?„Ég var ágætur. Ég var alltaf hægri bakvörður og við unnum einhverja titla í öðrum flokki og einu sinni unnum við tvöfalt. Ég vissi samt alltaf að ég væri ekki að fara í neina atvinnumennsku eða neitt svoleiðis og þegar vonin um knattspyrnuframa fór dvínandi ákvað ég að hætta.“

Því var einhverntíma haldið fram að það hefði farið rosalega í taugarnar á þér að ná ekki lengra í boltanum en raun ber vitni, er eitthvað til í því?„Já mamma sagði í einhverju viðtali að það væru mín stærstu vonbrigði að ég hafi ekki verið betri í fótbolta og það er alveg rétt, ég ætlaði aldrei að verða tónlistarmaður heldur ætlaði ég að verða knattspyrnumaður. Ég hefði alveg getað haldið áfram að rembast í þessu en nennti því ekki.“

Fyrst við erum nú farin að draga fjölskylduna inn í þetta þá er ekki hægt að líta framhjá því að þú og Jón Ragnar bróðir þinn hafið fetað svipaðar slóðir, lékuð báðir stór hlutverk í leikritum Verslunarskólans, hafið báðir gert það gott í tónlist og verið viðriðnir fótbolta. Eruð þið líkir?„Við erum náttúrulega mjög ólíkir í útliti, það fer ekki framhjá nokkrum manni, en við erum líkir á mörgum sviðum. Við erum svipaðir persónuleikar og náum mjög vel saman en ég get samt ekki sagt að við séum sérstaklega líkir þegar allt er talið. Það er góð samvinna okkar á milli frekar en einhver metingur. Það er svo sem ekki að miklu að keppa. Við sjáum svo til hvernig nýi diskurinn hans selst, ætli ég verði ekki að veita honum einhver verðlaun ef hann selur fleiri plötur en ég.“

Er enginn undirliggjandi gremja að hann hafi komist í meistaraflokk FH en ekki þú?„Nei mér þótti aldrei spennandi að sitja á bekknum þannig að það fer lítið fyrir gremju hjá mér. Það er spurning hvort gremjan sé hjá honum, það getur tekið á að sitja alltaf á bekknum,“ segir Friðrik og hlær dátt.

Hvernig hefur þér annars litist á tímabilið það sem af er?„Gengi liðsins til þessa veldur klárlega vonbrigðum. Liðið á alveg helling inni og ef þeir fara að vinna fleiri leiki og klára þetta eins og menn í seinni umferðinni þá getum við klárað þetta nokkuð sómasamlega. Maður vonar það besta.“

Hvernig er framtíðin hjá FH, er þessum gullaldarárum lokið?„Nei þeim er ekki lokið, það er mjög bjart framundan hjá FH. Við eigum fullt af ungum og efnilegum leikmönnum. Nokkrir þeirra eru til dæmis farnir að spila reglulega með meistaraflokki, menn eins og Pétur Viðars, Hákon Hallfreðs, Björn Daníel og Viktor Örn. Það má heldur ekki gleyma því að strákar eins og Atli Guðna og Matti Vill eru ennþá ungir og frískir og eiga nóg eftir. Svo bíða ungir leikmenn í röðum eftir að fá tækifæri til að láta ljós sitt skína og við þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur af framtíðinni.“

Að lokum; Halli í Hafnarfjarðarmafíunni sagði þegar nýja lagið var gefið út að hann og félagar hans tækju á sig slakt gengi liðsins það sem af er sumri þar sem skortur hefur verið á nýju lagi, kemur þetta til með að skipta sköpum með framhaldið?„Já, ég held að það sé nokkuð klárt mál að þetta muni breyta öllu. Halli segir að öll lög sem hann semur séu Íslandsmeistaralög þannig að það er spurning hvort þetta lag bjargi ekki bara sumrinu fyrir FH-inga og þeim takist hið ómögulega, að vinna deildina,“ segir léttur og kátur Friðrik Dór.

Flatahraun 5a • www.utfararstofa.isVaktsími: 565 5892 & 896 8242 • Sólarhringsvakt

Komum heim til aðstandenda ef óskað er

ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR

Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • PresturKirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar

Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson

Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför

Hermann Jónasson Jón G. Bjarnason

Page 22: FH bladid 2011

22

2. maí Valur 1-0 FH7. maí FH 4-1 Breiðablik

11. maí Keflavík 1-1 FH15. maí FH 1-1 Víkingur22. maí Þór 2-2 FH29. maí FH 3-0 Stjarnan7. júní KR 2-0 FH

27. júní Fram 1-2 FH6. júlí FH 7-2 Grindavík

10. júlí ÍBV 3-1 FH17. júlí FH 2-2 Fylkir25. júlí FH 3-2 Valur

3. ágúst Breiðablik 0-1 FH7. ágúst FH - Keflavík

15. ágúst Víkingur - FH21. ágúst FH - Þór29. ágúst Stjarnan - FH11. sept. FH - KR15. sept. FH - Fram18. sept. Grindavík - FH24. sept. FH - ÍBV

1.okt. Fylkir - FH

Leikir 20111. Gunnleifur Gunnleifsson3. Gunnar Kristjánsson4. Tommy Nielsen5. Freyr Bjarnason6. Ásgeir Gunnar Ásgeirsson7. Pétur Viðarsson9. Björn Daníel Sverrisson10. Matthías Vilhjálmsson11. Atli Guðnason13. Bjarki Gunnlaugsson14. Guðmundur Sævarsson16. Jón Ragnar Jónsson17. Atli Viðar Björnsson18. Einar Karl Ingvarsson19. Hákon Atli Hallfreðsson20. Sverrir Garðarsson22. Ólafur Páll Snorrason26. Viktor Örn Guðmundsson28. Emil Pálsson29. Kristján Pétur Þórarinsson30. Hannes Þorsteinn Sigurðsson

Þjálfari: Heimir GuðjónssonAðst. þj: Jörundur Áki Sveinsson

LeikmennKARLAR

Page 23: FH bladid 2011

23

21. maí Höttur 0-3 FH27. maí Álftanes 0-4 FH9. júní HK /Vík. 2-6 FH

13. júní Sindri 1-10 FH22. júní FH 3-2 Keflavík10. júlí Fjarðarb/Lei. 0-7 FH16. júlí FH 6-1 Höttur20. júlí FH 7-2 Álftanes6. ág. FH - Sindri8. júlí FH - Fram

18. júlí Valur - FH25. júlí Haukar - FH

6. ágúst FH - Sindri11. ágúst Keflavík - HK/Vík.14. ágúst FH - FH20. ágúst FH - Fjarðarb/Lei.

Leikir 2011Aldís Kara Lúðvíksdóttir Aníta Lísa Svansdóttir Ástrós Lea Guðlaugsdóttir Berglind Arnardóttir Bryndís Jóhannesdóttir Elín Lind Jónsdóttir Elísabet Guðmundsdóttir Guðný Guðleif Einarsdóttir Guðrún Björg Eggertsdóttir Halla Marinósdóttir Harpa Þrastardóttir Hildur Egilsdóttir Iona Sjöfn Huntingdon-Williams Jóhanna Steinþóra Gústavsdóttir Margrét Sif Magnúsdóttir Nanna Rut Jónsdóttir Rakel Birna Þorsteinsdóttir Sigmundína Sara Þorgrímsdóttir Sigrún Ella Einarsdóttir Sveinbjörg Andrea Auðunsdóttir

Þjálfari: Helena ÓlafsdóttirAðst. þj: Guðrún Jóna Kristjánsdóttir

LeikmennKONUR

Page 24: FH bladid 2011