fimm ára og fær í flestan sjó - wordpress.comverkefni og kennslugögn eru sum afar einföld en...

107
Fimm ára og fær í flestan sjó Lestrar-, ritunar- og stærðfræðinám í gegnum leik Kennarahefti http://idavollur.akureyri.is/fimmaraogfaer/ Leikskólinn Iðavöllur, Akureyri Anna Elísa Hreiðarsdóttir 2008

Upload: others

Post on 29-Jan-2021

3 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

  • Fimm ára

    og fær í flestan sjó

    Lestrar-, ritunar- og stærðfræðinám

    í gegnum leik

    Kennarahefti

    http://idavollur.akureyri.is/fimmaraogfaer/

    Leikskólinn Iðavöllur, Akureyri

    Anna Elísa Hreiðarsdóttir

    2008

    http://idavollur.akureyri.is/fimmaraogfaer/

  • 2

    Þróunarverkefni unnið í leikskólanum Iðavelli Akureyri,

    með styrk frá Menntamálaráðuneytinu veturinn 2007–2008.

    Anna Elísa Hreiðarsdóttir

    Sérfræðingur á Skólaþróunarsviði Háskólans á Akureyri

  • 3

    Þetta verkefni varð til á Jötunheimi, leikskólanum Iðavelli Akureyri.

    Það hafa ótal margir haft áhrif á það hvernig starfið þróaðist á þann veg sem varð.

    Kennarar á Jötunheimi og aðrir kennarar í skólanum hafa lagt sitt af mörkum

    að ógleymdum skólastjórnendum og deildarstjóra sérkennslu.

    Verkefnin sem kennarar bjuggu til eða nýttu sér eru fengin að láni héðan og þaðan og

    löngu gleymt nákvæmlega hvar upphafið lá. Það er gamall sannleikur að ekkert er nýtt

    undir sólinni og telji einhver sig bera kennsl á eigin fingraför einhvers staðar þá er honum

    þakkað fyrir lánið.

    Krakkarnir á Jötunheimi í gegnum tíðina eiga heiðurinn af sumum af allra bestu

    hugmyndunum og þetta verkefni er tileinkað þeim og foreldrum þeirra sem

    undantekningarlaust hafa staðið dyggilega við bakið á kennurum.

    Takk öll

  • 4

    Efnisyfirlit Fyrri hluti .................................................................................................................................... 6

    1. kafli Inngangur ....................................................................................................................... 7

    2. kafli Að leggja grunninn....................................................................................................... 10

    3. kafli Hvetjandi umhverfi ...................................................................................................... 12

    4. kafli Myndræn framsetning .................................................................................................. 15

    5. kafli Verkefni – Hópastarf .................................................................................................... 18

    5.1 Rím ................................................................................................................................. 18

    5.1.1 Rímbækur ................................................................................................................ 18

    5.1.2 Rímspjöld ................................................................................................................ 19

    5.1.3 Tölurím .................................................................................................................... 19

    5.1.4 Minnisrím ................................................................................................................ 20

    5.1.5 Rímveggur ............................................................................................................... 20

    5.2 Flokkun ........................................................................................................................... 21

    5.3 Lestur .............................................................................................................................. 24

    5.3.1 Stafaveggur .............................................................................................................. 26

    5.3.2 Stafrófsverkefni ....................................................................................................... 26

    5.3.3 Stafapokar ................................................................................................................ 27

    5.3.4 Býflugustafróf ......................................................................................................... 28

    5.3.5 Stafabúð ................................................................................................................... 29

    5.3.6 Útileikir ................................................................................................................... 29

    5.3.7 Nafnið mitt .............................................................................................................. 31

    5.3.8 Fleiri hugmyndir ...................................................................................................... 34

    5.3.9 Ljóð og vísur ........................................................................................................... 36

    5.3.10 Skrifstofa ............................................................................................................... 37

    5.4 Ritun ............................................................................................................................... 38

    5.4.1 Sjóræningjaverkefni ................................................................................................ 39

    5.4.2 Sögu- og bókagerð................................................................................................... 40

    5.4.3 Ritun í tölvu ............................................................................................................. 41

    5.5 Stærðfræði ...................................................................................................................... 42

    5.5.1 Hamaperlur .............................................................................................................. 42

    5.5.2 Magn ........................................................................................................................ 43

    5.5.3 Einföld línurit og gröf.............................................................................................. 44

    5.5.4 Dagatöl – tímalína ................................................................................................... 46

    6. kafli Lokaorð ........................................................................................................................ 48

    Seinni hluti ............................................................................................................................... 49

    7. kafli Stafrófsverkefni ............................................................................................................ 50

    7.1 Kennslugögn ................................................................................................................... 52

    7.1.1 Stafrófsbækur .......................................................................................................... 52

    7.1.2 Ljóðabækur .............................................................................................................. 52

    7.1.3 Bækur um tölur ........................................................................................................ 53

    7.1.4 Tölvuleikir og forrit ................................................................................................. 53

    7.1.5 Spil........................................................................................................................... 54

    7.2 Stafrófið – Hugmyndabanki ........................................................................................... 55

    8. kafli Foræfingar .................................................................................................................... 83

    8.1 Undirbúningur kennara................................................................................................... 83

    8.2 Verkefni .......................................................................................................................... 85

    Verkefni 1 Sjálfsmynd.......................................................................................................... 85

    Verkefni 2 Sporun ................................................................................................................ 86

  • 5

    Verkefni 2a Sporun .......................................................................................................... 86

    Verkefni 2b Sporun .......................................................................................................... 86

    Verkefni 3 Form (hringur, þríhyrningur, ferhyrningur) ....................................................... 87

    Verkefni 3a Form (hringur) .............................................................................................. 87

    Verkefni 3b Form (hringur) .............................................................................................. 87

    Verkefni 3c Form (hringur) .............................................................................................. 88

    Verkefni 3d Form (hringur – spírall) ................................................................................ 88

    Verkefni 3e Form (hringur – spírall) ................................................................................ 89

    Verkefni 3f Form (þríhyrningur) ...................................................................................... 89

    Verkefni 3g Form (þríhyrningur) ..................................................................................... 90

    Verkefni 3h Form – magn (ferhyrningur, 1,2,3) .............................................................. 90

    Verkefni 4 Algengustu formin þrjú, ýmsar útfærslur ........................................................... 91

    Verkefni 4a Form (ferhyrningur, hringur, þríhyrningur) ................................................. 91

    Verkefni 4b Form (þríhyrningur, hringur, ferhyrningur, 1–3 og grunnlitir) .................... 91

    Verkefni 4c Form – annað hvert, þriðja hvert, tölur 1–7, litir ......................................... 92

    Verkefni 4d Form – hugtök (hringur, ferhyrningur) ........................................................ 92

    Verkefni 4e Form – magn (1, 2, 3) ................................................................................... 93

    Verkefni 4f Form – magn (þríhyrningur, 1, 2, 3) ............................................................. 93

    Verkefni 4g Form – magn (hringur 1,2,3) ........................................................................ 94

    Verkefni 4h Form – magn (þríhyrningur, stjarna) ........................................................... 94

    Verkefni 4i Form – magn (ferhyrningur, þríhyrningur) .................................................. 95

    Verkefni 5 Bókstafir – tölur ................................................................................................. 96

    Verkefni 5a Bókstafurinn minn ........................................................................................ 96

    Verkefni 5b Bókstafurinn minn ........................................................................................ 96

    Verkefni 5c Tölur (magn 1 og 2)...................................................................................... 97

    Verkefni 5d Tölur (magn 1–5) ......................................................................................... 97

    Verkefni 5e Tölur og sporun (6–10)................................................................................. 98

    Verkefni 5f Tölur (framhaldsverkefni)............................................................................. 99

    Verkefni 5g Tölur, magn, hugtök, efst, neðst, í miðjunni ................................................ 99

    Verkefni 5h Tölur – klukka (1–12) ................................................................................ 100

    Verkefni 5i Tölur – reglustika (1–9) .............................................................................. 100

    Verkefni 5j Tölur – reiknivél (1–9, plús, mínus, sama sem) .......................................... 101

    Verkefni 5k Tölur – farsími (1–9) .................................................................................. 101

    Verkefni 5l Tölustafir og bókstafir – fartölva ................................................................ 101

    Verkefni 6 Rím ................................................................................................................... 102

    Verkefni 6a Rím (hús, mús) ........................................................................................... 102

    Verkefni 6b Rím (hús) .................................................................................................... 102

    Verkefni 6c Rím (fíll) ..................................................................................................... 103

    Verkefni 6d Rím (sól)..................................................................................................... 103

    Verkefni 6e Rím (ís) ....................................................................................................... 104

    Verkefni 6f Rím (köttur) ................................................................................................ 104

    Verkefni 6g Rím (hundur) .............................................................................................. 105

    Verkefni 6h Rím (ormur) ............................................................................................... 105

    Verkefni 7 Klukkan (tölustafir frá 1–12) ........................................................................... 106

  • 6

    Fyrri hluti

  • 7

    1. kafli Inngangur

    Leikskólinn Iðavöllur er fjögurra deilda leikskóli, staðsettur á Eyrinni á Akureyri. Skólinn á

    sér langa sögu en fyrst var byggt yfir starfsemina árið 1959. Árið 2001 flutti skólinn í

    núverandi húsnæði og er að jafnaði einn árgangur á hverri deild. Á deildunum er húsbúnaður

    og leikföng sem henta aldri hópsins og hægt er að hafa aðgengi að hlutum og vinnuumhverfi

    sérhæfðara en ella. Jafnframt hafa kennarar þann möguleika að sérhæfa sig í kennslu fyrir

    afmarkaðan aldur. Verkefnið Fimm ára og fær í flestan sjó var unnið á Jötunheimi sem er

    deild fimm ára barna. Nánar er hægt að fræðast um starfið á Iðavelli á slóðinni:

    http://www.idavollur.akureyri.is/.

    Í sumarlok ár hvert fá kennarar allra deilda nýjan barnahóp að vinna með. Þegar

    flutningum er lokið hefst vinna við að kortleggja þarfir hópsins og einstaklinganna, aðlaga

    umhverfið og leggja línur fyrir viðfangsefni vetrarins. Einn þáttur í starfi Jötunheims er að

    leggja grunn að lestrar-, ritunar- og stærðfræðinámi barnanna. Í gegnum árin hafa kennarar

    verið að útbúa kennslugögn og safna saman hugmyndum og leikjum sem efla tilfinningu fyrir

    málinu, bæði rituðu og mæltu. Ein leiðin að þessu markmiði er að börnin hafi óheftan aðgang

    að margskonar efnivið í örvandi umhverfi, bæði úti og inni, og geti lært á eigin forsendum.

    Leitast er við að nota fjölbreyttar aðferðir í stórum og litlum hópum, skipuleggja hluta af

    starfinu en skilja nóg eftir fyrir frumkvæði barnanna.

    Mörg verkefnanna eru heimatilbúin og eldri verkefni hafa verið löguð að aðferðafræðinni.

    Kennarar útbjuggu kennslugögn og söfnuðu hugmyndum og leikjum, prufukenndu og héldu

    til haga því sem vakti áhuga barnanna. Leitað var að aðferðum, kennslugögnum og

    viðfangsefnum sem vöktu áhuga og virkni barna og fengu þau nær óheftan aðgang að

    margskonar efnivið í örvandi umhverfi, bæði úti og inni. Leitast var við að nota fjölbreyttar

    aðferðir í stórum og litlum hópum, skipuleggja hluta af starfinu en skilja nóg eftir fyrir

    frumkvæði barnanna og gefa þeim möguleika á að læra á eigin forsendum.

    Vorið 2007 var sótt um styrk hjá Menntamálaráðuneytinu sem styrkti verkefnið

    rausnarlega um 500.000 kr. Þar með var komin forsenda til að taka verkefnið saman og búa

    það til útgáfu og var sú vinna í höndum höfundar sem skrifaði skýrslu, tók saman kennarahefti

    og hugmyndabanka og bar ábyrgð á framsetningu kennslugagna fyrir vef. Gerð kennslugagna

    og tilraunakennsla var, auk höfundar, í höndum Hönnu Bjargar Ólafsdóttur, Guðrúnar Gretu

    Benjamínsdóttur og Sigurbjargar Óskar Sigurðardóttur og sömu aðilar tóku einnig

    ljósmyndirnar sem hér birtast. Hugmyndir voru fengnar víða að, staðfærðar og lagaðar að

    http://www.idavollur.akureyri.is/

  • 8

    þörfum barnanna á Jötunheimi. Arnar Yngvason hannaði vefinn sem heldur utan um

    verkefnið og sá um vefumsjón.

    Unnið í stórum hóp Einn að spila með kennara

    Þróunarverkefnið Fimm ára og fær í flestan sjó er sett fram í þrennu lagi og er þetta

    kennarahefti einn hlutinn, annar er skýrsla um þróunarverkefnið og í þriðja lagi er vefur um

    verkefnið og á honum eru meðal annars verkefni sem kennarar geta prentað út og notað.

    Slóðin að vefnum er: http://idavollur.akureyri.is/fimmaraogfaer/

    Bókstafaveggur Bókstafir og orð

    Athygli er vakin á því að verkefni Fimm ára og fær í flestan sjó snýst um afmakaðan þátt í

    starfi deildarinnar og ótal margt fer þar fram sem ekki er nefnt hér þrátt fyrir að það tengist

    lestri, ritun eða stærðfræði. Kubbar eru í boði daglega, bæði einingakubbar (unit blocks) og

    aðrar gerðir sem eru góð æfing í stærðfræði og fleiru. Börnin vinna mikið við smíðar og

    skapandi starf sem eykur formskyn og margt fleira. Leikfimi er stunduð úti og inni og farið í

    hópleiki sem styrkja líkamann, æfa reglur og efla fínhreyfingarnar. Einnig er mikið um

    http://idavollur.akureyri.is/fimmaraogfaer/

  • 9

    fjölbreytta tónlistariðkun. Tæknin er hluti af daglegum efnivið og þar má vinna náttúru- og

    vísindaverkefni, æfa sig í kennsluforritum, leita á vef og margt fleira. Börnin fá mörg tækifæri

    til að efla sjálfstraust sitt, læra að koma fram og standa fyrir sínu, vera sjálfbjarga og sjálfum

    sér næg og þannig mætti lengi telja.

    Kennaraheftið er í tveimur hlutum, í fyrri hlutanum er fjallað um mikilvægi þess að leggja

    góðan grunn að áframhaldandi námi og þroska. Einnig er hugmyndafræðin um hvetjandi

    umhverfi útskýrð en hluti af henni er áhersla á myndræna framsetningu gagna. Þá eru gefnar

    hugmyndir að viðfangsefnum, leikjum, spilum og fleiru til að nota með fámennari hópum og í

    hópastarfi. Í kafla 5 eru hugmyndir að allskyns verkefnum og kennslugögnum en í 6. kafla

    eru nokkur lokaorð.

    Seinni hluti kennaraheftisins skiptist í tvo kafla. Í kafla 7 er sagt frá dæmi um verkefni

    fyrir eitt skólaár. Þar er fjallað um stafrófið og gefnar hugmyndir að lykilorðum,

    viðfangsefnum og föndri, söngvum, ljóðum og bókum. 8. kafli inniheldur verkefnahefti fyrir

    vinnustundir sem henta stærri hópum þó að sjálfsögðu megi nota þau öðruvísi. Þessi verkefni

    eru foræfingar og sett þannig fram að börn með ólíka getu hafi möguleika á að vinna þau,

    hvert með sínu lagi. Verkefni og kennslugögn eru sum afar einföld en reynslan sýnir að þau

    geta skilað miklum árangri.

  • 10

    2. kafli Að leggja grunninn

    Í leikskóla er meðal margs annars lagður grunnur að lestrar-, ritunar- og stærðfræðinámi barna

    og í verkefninu Fimm ára og fær í flestan sjó eru þessi þættir í brennidepli. Kennsla elstu

    barna leikskólans snýst um að efla þá þætti í fari barnanna sem koma þeim vel í framtíðinni

    og ekki hvað síst við frekari skólagöngu. Mikilvægt að efla sjálfsmyndina, byggja upp

    sjálfstraustið og hlúa að félagsfærni barnanna. Mikið er gert af því að þjálfa verklagni og

    vinnubrögð, bæði í hóp en einnig einstaklingslega. Sjálfsagi er einnig talinn mikilvægur sem

    og starfsgleði og almenn lífsgleði og ánægja.

    Við fæðingu hefur hver einstaklingur námsferli sem stendur alla ævina. Það er mikilvægt

    að muna að nám verður aldrei til í tómarúmi heldur í samþættingu alls þess sem fyrr hefur

    gerst í lífi einstaklingsins og gildi þessa fornáms verður seint ofmetið. Lestrar-, ritunar- og

    stærðfræðinám byggir á fjölbreyttri færni, þekkingu og þroska og hlutverk leikskólakennarans

    er meðal margs annars að leggja góðan grunn á öllum sviðum.

    Áður en lengra er haldið er vert að minna á að bóknám byggir á mörgum þáttum og

    mikilvægt að leggja vinnu í grunninn áður en reynt er að byggja ofan á. Almenn líðan hefur

    áhrif á námsframvindu og gott að muna að barn í góðu jafnvægi er barn sem er líklegra til að

    geta einbeitt sér og haldið út við verkefni. Að sama skapi þarf kennari að gæta að hvernig

    einstaklingarnir í hópnum eru staddir í félagsþroska og tilfinningaþroska. Ef þar eru augljós

    verkefni fyrir höndum er mikilvægt að sinna þeim af kostgæfni áður en lengra er haldið.

    Hreyfiþroski skiptir máli fyrir árangur í hópastarfi og vinnustundum, fínhreyfingar og

    samhæfing hafa til dæmis bein áhrif á blýantsgrip, því betri sem samhæfing augna og handa er

    því betur má vinna verkefni. Til að geta skrifað eða lesið heila línu þarf að ráða við krossun

    miðlínu og það hefur einnig áhrif á teikningar og vinnu með skæri. Ákveðin vinnubrögð og

    færni, svo sem við blýant, skæri, yddara, strokleður og reglustiku eru æfð í verkefnum en

    grunnurinn þarf að vera einhver.

    Einbeiting og úthald eru atriðið sem þjálfa þarf smám saman frá unga aldri og kennari þarf

    að byrja snemma og gefa verkefni við hæfi. Hið sama á við um hlustun og eftirtekt og áhugi

    getur hjálpað og hann má vekja með ýmsum hætti.

  • 11

    Einbeiting Hópverkefni

    Málörvun er eitt af námssviðum leikskóla og málþroski á sér margar hliðar. Framburður

    og tjáning er forsenda samskipta. Málskilningur gefur möguleikann á að skilja fyrirmæli sem

    og hugtakaskilningur en hann segir meðal annars til um þekkingu á grunnformum, færni í að

    flokka og para og að síðustu að kunna að telja og þekkja magnhugtök.

    Margt í leikskólastarfi byggir á áhuga barnanna og þeirra hugmyndum og oft geta þau

    valið sér viðfangsefni. Hugmyndafræði leikskólans beinir sjónum að einstaklingnum í

    hópnum og í hópastarfi vinna börn og kennari saman að fjölbreyttum verkefnum sem gjarnan

    byggja einmitt á þessum grunni. Með elstu börnunum (fimm ára) bætast annarskonar stundir

    við sem fengið hafa nafnið vinnustundir. Þær eru mótvægi við annað starf og sem dæmi má

    nefna að þá ræður kennarinn för. Börnin læra nauðsyn þess að gefa sjálfum sér og öðrum

    vinnufrið þar sem við á. Þau æfa rétta setstöðu og góðar vinnustellingar, notkun á verkfærum

    eins og blýanti, yddara, strokleðri, reglustiku og möppu. Þau æfa sig í að taka við skilaboðum

    yfir hópinn og vinna sjálfstætt í hópnum.

  • 12

    3. kafli Hvetjandi umhverfi

    Eins og áður hefur komið fram á leikskólinn sér einkunnarorðin Þar er leikur að læra og

    áhersla er lögð á börnin hafi samfelldan tíma til að leika sér, bæði úti og inni. Þetta

    endurspeglast í verkefninu Fimm ára og fær í flestan sjó en fjölbreytt og örvandi umhverfi

    skiptir einnig miklu máli, umhverfi sem hvetur til sjálfsnáms, náms með jafningjum og náms

    með kennara. Viðfangsefni og verkefni eru tengd sem flestum þáttum daglegs starfs.

    Lífsleikni skipar stóran sess í framkvæmdinni og áhersla er lögð á samhjálp, félagastuðning,

    virðingu og gott námsumhverfi þar sem allir bera ábyrgð á líðan og vinnufriði. Sterk

    sjálfsmynd og traust á eigin verðleika og getu eru lykilatriði sem og gera börnin sjálfbjarga í

    eigin námi og leitað er leiða til að gera umhverfið þannig að það ýti undir sjálfsnám, sjálfstæð

    vinnubrögð og höfði til mismunandi námshraða og námsaðferða barnanna í hópnum.

    Áhersla er lögð á hvatningu, hrós og uppörvun, bæði í hópnum og frá kennurum.

    Reynslan hefur sýnt kennurum að fimm ára börn hafa töluverða hæfileika til

    hugarreiknings og þessi aðferð er mikið notuð áður en þau fara að setja tölur á blað. Hið sama

    á við um lesturinn, börnin vinna í huganum, fá tilfinningu fyrir hljóðum, takti og hlutverki

    stafanna í málinu. Þegar þessi tilfinning er komin á veg er stutt í að hægt sé að skrifa orð og

    setningar.

    Við val á verkefnum er leitast við að virkja og nota hugmyndir barnanna og gera þær að

    verkefnum, nota efni tengt börnunum, svo sem bækur og geisladiska að heiman, en annars

    efni tengt þeim persónulega eða úr reynsluheimi þeirra. Þar með er námssviðið menning og

    samfélag partur af verkefninu.

    Barn kom með síld sem pabbi, sjómaðurinn veiddi Að flokka og para háralit, líkt og ólíkt

  • 13

    Stór hluti verkefna tengist málörvun, máltilfinningu, orðaforða, hugtakaskilningi og

    máltjáningu. Tónlist, er einnig hluti af verkefnum svo sem taktur, söngvar/ljóð og rím.

    Útfærsla verkefna tengist einnig hreyfiþjálfun, bæði grófhreyfinga en meira þó fínhreyfinga

    með áherslu á færni við skriffæri og fleira. Að lokum má nefna að vinnugleði og starfsánægja

    skipta miklu máli. Vettvangsferðir í tengslum við verkefni eru einnig mikilvæg sem og

    myndsköpun þó minna fari fyrir umfjöllun um þær hliðar hér en efni standa til.

    Hvetjandi umhverfi er lykilatriði í starfinu og stöðugt eru að fæðast nýjar hugmyndir eða

    að börnin kalla á nýjar útfærslur á eldri hugmyndum. Það var til dæmis alfarið hugmynd

    barnanna að breyta afmælisdagatalinu á þá leið að auðvelt væri að lesa út úr því hvar í röðinni

    sérhvert þeirra ætti afmæli, hverjir væru búnir og hverjir eftir. Núna er mánuðunum raðað í

    rétta röð í eina línu, lesáttin er skýr, hvert barn og kennari á mynd af sér á réttum stað á

    línunni ásamt upplýsingum um fæðingardaginn. Þetta dagatal er reglulega tilefni til umræðu

    auk þess sem það hjálpar börnunum að læra afmælisdaginn sinn.

    Afmælisdagatal Bóktafir perlaðir til að merkja á pennastauka.

  • 14

    Hér má sjá þrjú mismunandi listaverk unnin út frá ljóðum

    Jóhannesar úr Kötlum um jólasveinana, Grýlu og

    jólaköttinn. Fyrsta verkefnið er risastór mósaíkmynd sem

    varð til með þeim hætti að barn teiknaði mynd sem síðan

    var ljósrituð á glæru og varpað á vegg. Þá var hægt að

    teikna hana risa stóra og fylla inn í fletina með

    afgangspappír. Næstu tvær myndir eru af Grýlu með börn í

    poka og jólakötturinn sést á þeirri fyrri.

    Ljóðin voru fest upp á vegg hjá myndunum.

  • 15

    4. kafli Myndræn framsetning

    Myndræn framsetning gagna er atriði sem kennarar lærðu í tengslum við þróunarverkefni um

    móttöku og kennslu barna frá öðrum löndum. Myndir geta sagt meira en orð og fyrir suma eru

    myndir mikilvægur þáttur í að fylgjast með og fá innsýn í starfið. Börn geta fæst lesið nema

    afar takmarkað á leikskólaaldri og kennarar lærðu fljótt að fyrstu skrefin að lestri má stíga

    með því að nota myndir, hvort heldur sem er ljósmyndir eða myndir úr smámyndasöfnum

    (ClipArt). Lögð er áhersla á myndræna framsetningu sem studd er með texta. Kennarar hengja

    verkefni upp og hafa þau sýnileg svo börnin geti notað þau ein eða þegar þau vilja. Í sumum

    tilvikum er verið að kenna ákveðna færni og sem dæmi um það þá er á salernum lítil

    myndasyrpa sem sýnir hvernig á að þvo sé um hendur (bleyta–sápa–nudda–skola–þurrka). Á

    haustin fara kennarar yfir myndirnar með börnunum og tengja mynd og athöfn. Síðan má

    benda á myndirnar ef einhver gleymir sér.

    Dagskipulag deildarinnar má setja upp myndrænt og margar ólíkar útgáfur hafa verið

    gerðar á því. Hér fyrir neðan er sýnishorn af dagskipulagi sem hefur reynst vel en þar eru

    notaðar saman myndir og texti og uppsetning er líkt og í bók, þar sem hver dagur á eina

    blaðsíðu.

    Myndrænt dagskipulag Áhugamálin notuð sem kennsluleið

    Það er ekki sjálfsagt að foreldrar viti hvað kennarar telja nauðsynlegan búnað í

    leikskólanum. Kennarar útbjuggu myndrænan búnaðarlista yfir það sem þeir vilja að börnin

    komi með í skólann. Listinn var prentaður út á spjöld sem síðan voru plöstuð og hengd á

    tösku sérhvers barns. Á vorin eru spjöldin tekin og geymd handa næsta hóp.

    Einu sinni henti það að nokkur börn hófu tilraunastarfsemi á skrifstofunni sem endaði með

    því að kennarar sáu sig tilneydda til að takmarka aðgang að lími, svörtum túss og skærum á

  • 16

    ákveðnu svæði um tíma. Þá var útbúið spjald með myndum og texta líkt og hér fyrir neðan. Í

    raun voru myndirnar töluvert stærri og rétt að benda á að þannig er um flest það sem sett er

    upp, það er haft stórt, auðskilið og einfalt.

    SKRIFSTOFAN:

    Ekkert lím engir svartir tússpennar engin skæri

    Kennarar nota sömu aðferð til að koma skilaboðum á milli sín og á það mest við úti þar

    sem fólk af mörgum deildum gengur um eða sinnir kennslu. Ef kennari hefur tekið ákvörðum

    um að leyfa eða stoppa ákveðin atriði setur hann upp viðeigandi mynd þar sem allir sjá. Á

    útidótaskúrinn er hægt að hengja mynd sem sýnir: Engin hjól í dag eða krítarnar eru komnar

    út. Á útihurðir er hægt að hengja mynd sem segir: Börnin mega sjálf ná sér í vatn inn. Þetta

    auðveldar samskipti, börnin sjá hvað má og hvað ekki án þess að það þurfi að ræða meira og

    kennarar standa saman um ákvarðanir án þess að þurfa að ræða það á öllum deildum.

    Kennarar gæta þess að velja myndir sem tengjast reynsluheimi barnanna, myndir sem

    börnin þekkja. Myndir sem tengjast orðum sem þau nota, hvorki óviðeigandi orð fyrir þennan

    aldur né orð sem þau þekkja ekki eða eru þeim fjarlæg.

    Stafaleikur í eldspýtnastokkum Saga og leikir

  • 17

    Það liggur töluverð vinna í sumum verkefnanna og um að gera að útbúa í upphafi varanleg

    eintök svo hægt sé að nota þau aftur og aftur. Það má einnig nýta sömu spjöldin við mörg

    verkefni. Ef verkefnin eru geymd þar sem börnin sjá, til dæmis upp á vegg, gefast mörg

    tækifæri til að rifja upp og þau leika sér sjálf með þau án afskipta kennara.

    Mælt er með að nota saman myndir og texta, hvenær sem við verður komið, til að hjálpa

    börnunum að tengja, vekja áhuga þeirra og eftirtekt. Notið læsilegt letur og skýrar myndir.

    Markmiðið með vinnunni er að hver og einn bæti við sig og læri á eigin hraða og

    forsendum. Leitast er við að vekja áhuga og auðvelda aðgengi barnanna að fjölbreyttum

    efnivið þar sem kennarinn er vakandi fyrir því að aðstoða börnin þegar þau sýna áhuga. Því er

    ekki um eiginlegar lestrar-, ritunar- eða stærðfræðistundir að ræða heldur eru tækifærin gripin

    og mikið liggur við að kennarar séu vakandi og sífellt með augun á tilganginum.

    Vinnustund, hringir og línur Vinnustund, hringir og línur

    Úr stílabók barns Úr stílabók barns

  • 18

    5. kafli Verkefni – Hópastarf

    Flestallar hugmyndirnar eru ætlaðar fyrir hóp barna og sumar hafa verið notaðar með 20–26

    barna hópum í einu þó margar henti betur í 6–10 barna hóp. Svo eru verkefni sem vel má

    vinna með einstaklingum en þá er gjarnan um eftirvinnu að ræða, upprifjun eða slíkt.

    Það á vel við að safna afrakstri vetrarins saman í möppu eða gám og binda inn að vori svo

    verkin verði eigulegri. Einnig hafa börnin fengið verkefnabækur að vinna í og þó kennarinn

    geymi þær og dragi fram á sérstökum stundum geta börnin beðið um þær til að vinna ákveðin

    verkefni.

    Í kaflanum hér á eftir eru dæmi um verkefni sem snúa að ákveðnum þáttum í námi

    barnanna. Ákveðið var að flokka þau með eftirfarandi hætti:

    • Stafir og hljóð

    • Rím

    • Leikir og söngur

    • Flokkun

    • Lestur

    • Ritun

    • Stærðfræði

    Þó má minna á að verkefni eru sjaldan svo einhliða að þau æfi einungis eitt svið og stundum

    eru verkefni aðlöguð að fleiri þáttum.

    5.1 Rím

    Rím er mikilvægur og stór þáttur í kennslu fimm ára barna. Verkefni sem snúast um rím æfa

    tilfinningu fyrir hljóðum og það er hægt að örva þennan þátt með margvíslegum hætti. Í fyrstu

    má rímið vera bull og ómerkingarbært en smám saman þarf að fikra sig í átt að

    merkingarbæru rími með alvöru orð. Það gefst vel að nota tækifærin á daglegu róli til að ríma,

    í forstofunni, við matarborðið, úti og inni þegar lítið annað er um að vera.

    5.1.1 Rímbækur

    Kennarar geta útbúið flettibækur með rímorðum. Þessar bækur hafa verið gerðar úr

    afgangskartoni sem er klippt niður í hæfilega stóra miða til dæmis í stærð A–5. Nokkur blöð

    eru gormuð saman og hægt að nota afgangsgorma úr öðrum verkefnum.. Þá er komin lítil bók

    eða hefti. Á hverri blaðsíðu er síðan ritað eitt orð þannig að öll orðin í bókinni rími hvert við

    annað. Þeim má svo fletta og skoða hvaða stafir hverfa og koma til að merkingin breytist.

  • 19

    • Hús, mús, krús, lús, knús, djús, fús

    • Fíll, bíll, díll

    • Eyra, meira, heyra, keyra, leira

    Þetta getur líka aukið hugtakaskilning ef orðin eru vel valin og kennari gætir þess að spjalla

    við börnin um orðin.

    5.1.2 Rímspjöld

    Hægt er að útbúa spjald með nokkrum vösum á og á hverjum vasa er mynd af einum hlut sem

    gott er að ríma við. Setjið endilega texta undir. Orð sem hægt er að nota eru til dæmis:

    Hestur – hús – hundur – stóll – sól.

    Svo eru útbúnir strimlar með nokkrum orðum sem ríma við hvert þessara orða.

    • Hestur: Mestur, prestur, gestur, bestur

    • Hús: Djús, lús, fús, krús, mús

    • Stóll: Póll, kjóll

    • Hundur: Undur, sundur, fundur, lundur

    • Sól: Gól, ól, ból, jól, hól, fól

    Að sjálfsögðu má nota hvaða orð sem er en gott að byrja á stuttum orðum og lengja þau svo

    þegar á líður. Spjöldin eru tekin úr spilinu og börnin skiptast á að koma og draga spjald. Svo

    skoða þau spjaldið og fá aðstoð við að lesa það. Þau finna svo rétta vasann fyrir orðið sitt og

    setja það þar.

    5.1.3 Tölurím

    Það er hægt að ríma við tölustafi, sérstaklega ef það er leyfilegt að bulla (og það gerum við

    alltaf fyrst í ríminu, bullum mikið og færum okkur svo í orð sem hafa merkingu).

    Einn: Seinn, beinn, teinn

    Tveir: Þeir, geir, meir

    Þrír: Nýr, hýr, flýr

    Fjórir: Stórir, klórir, tórir

    Fimm: Dimm, simm, rimm

    Sex: Kex, rex, mex

    Sjö: Spjö, rjö hjö

    Átta: Sátta, hátta, mátta

    Níu, Tíu: síu, bíu, fríu, nýju, gíu, líu, ríu

  • 20

    5.1.4 Minnisrím

    Útbúið minnisspil með orðum sem ríma (eða myndum af orðum sem ríma)

    • Bíll – fíll

    • Mús – hús

    • Ás – hás

    • Ís – lýs

    • Ól – gól

    • Óli – skóli

    • Ása – pása

    • Kanna – panna

    • Eyra – heyra

    Spilið minnisspil og hafið það eins flókið og hópurinn ræður við, reyndar ögn flóknara.

    Þannig má nota eingöngu myndir eða mynd og staf eða staf á móti staf.

    Þessa hugmynd og margar fleiri má útfæra svo hægt sé að nota þær úti. Til dæmis með því

    að fá þunnt MDF efni í byggingavöruverslun, saga það í hentugar stærðir (10x10 eða 15x15

    sm.) og líma myndir og stafi á spjöldin. Það er gott að lakka yfir svo þetta þoli veður og vind.

    Til viðbótar er hægt að bora gat efst á hvert spjald og þræða skóreim í. Þá er hægt að fela

    spjöldin úti, binda þau á girðinguna og fleiri góða staði.

    • Hægt er að spila venjulegt minnisspil

    • Börnin leita að spjöldum og parast svo saman til að leiðast í gönguferð

    • Börnin leita að spjöldum og finna félaga sinn, svo má spila minnisspil í liðum.

    5.1.5 Rímveggur

    Á vefnum eða í smámyndasafni (ClipArt) er hægt að finna myndir til að útbúa verkefni, til

    dæmis orð sem ríma, samsett orð eða orð í ákveðnum flokkum. Orðin eru hengd upp á vegg í

    hæð barnanna og þar geta þau leikið sér að því að para þau rétt saman. Hér ögn aftar er

    sýnishorn af rímvegg og myndir eins og þar sjást eru aðgengilegar til útprentunar á vef

    verkefnisins http://idavollur.akureyri.is/fimmaraogfaer/ ).

    http://idavollur.akureyri.is/fimmaraogfaer/

  • 21

    Sýnishorn af rímvegg, gormur – ormur Sýnishorn af rímvegg, kokkur – sokkur

    5.2 Flokkun

    Flokkun eykur hugtakaskilningur og eflir þekkingu á máli og notkun orða. Yngri börn geta

    unnið með einfalda flokkun eins og:

    • Hvort fer húfan á höfuð eða í munninn?

    • Húfa fer á höfuð

    • Húfa er föt

    Með auknum þroska er unnið með fleiri flokka og fleiri atriði, unnið er frá hinu einfalda að

    hinu flókna.

    Hafa má sérstakan dag í tengslum við hvern staf. Þemadagar af þessu tagi gætu verið G:

    Gulur dagur, þar sem allir koma í einhverju gulu eða B: Bangsadagur og allir koma með

    bangsa. Það eru fleiri hugmyndir um þemadaga í kafla 6.

    Minnisspjöld má nota til að flokka börnin saman og para þau fyrir verkefni eða sem félaga

    í gönguferð. Einnig er hægt er að nota stafapoka (sjá kafla 5.3.3), setja í þá nöfn barnanna og

    draga þau saman. Ef börnin hafa nöfnin sín eða bókstafinn í höndunum er hægt að flokka þá

    sem eiga sama stafinn fremst, sama staf aftast, sama staf einhvers staðar í nafninu sínu.

    Bókstafir – mynd – texti : Útbúið spjöld, þrjú samstæð fyrir hvern bókstaf. Flokkarnir eru:

    • Há- og lágstafir, eitt spjald fyrir hvern bókstaf

    • Mynd af hlut sem byrjar á hverjum bókstaf

    • Heiti hlutarins skrifað með texta, ekki of smátt

    Svo má leika minnisspil með spjöldin eða skoða þau saman. Þetta er hægt að gera með valda

    flokka ávexti, grænmeti, föt, farartæki og margt fleira.

    Börnin geta teiknað í myndir í ákveðnum flokkum. Kennari hengir upp stórt blað, eitt fyrir

    hvern flokk sem unnið er með. Börnin fá það verkefni að teikna í reitina eftir ákveðnu þema.

    Einn flokkurinn gæti verið húsdýr, til dæmis kýr, hestar, svín, kindur og þessi atriði mætti þá

  • 22

    teikna á eitt blaðið. Aðrir flokkar gætu verið ávextir, grænmeti, föt, hluti sem eru úti, hlutir

    sem eru inni og þannig má lengi finna fleiri flokka. Einnig væri hægt að nota dagblöð og

    klippa út myndir og líma í flokka á stór blöð eða blað sem hefur verið skipt í hólf.

    Kennarinn getur útbúið spjöld, til dæmis með því að nota smámyndasafn (ClipArt) þar

    sem þrjár myndir passa í sama flokkinn en ein gerir það ekki. Verkefni barnanna væri þá að

    finna það sem ekki passar.Þannig má flokka stráka, stelpur, hnífapör og leirtau, drykki, veður,

    ljóshærða, leikföng og fleira.

    Hvað passar ekki í flokkinn. Kennarinn telur upp þrjá til fjóra hluti, þar sem allt nema eitt

    passar í ákveðinn flokk. Þetta gengur best ef umræddir hlutir eru í boði einmitt þann dag sem

    um þá er fjallað í fyrstu en svo verða börnin fljótt fær í þessu og geta þá sjálf fundið orð fyrir

    hin að flokka.

    • Gulrót, agúrka, rófa og vatn (allt er þetta grænmeti nema vatnið)

    • Fiskur, kartöflur, hrísgrjón, stóll (allt ætt nema stólinn)

    • Gaffall, skeið, hnífur, borð (hnífapör og borð)

    • Kanna, skál, glas, gaffall (ílát og gaffall)

    Eftir nokkra æfingu geta börnin sjálf leikið þennan leik og skipst á að stjórna leiknum. Þetta

    hentar vel við matarborðið eða á biðtíma.

    Þegar skilningur eykst er hægt að æfa börnin í að flokka texta, myndir og bókstafi í

    sundur. Gott er að nota tússtöflu, helst stóra, en einnig má nota stór blöð eða flettitöflu.

    Töflunni er skipt í þrjú hólf sem eru merkt svona:

    Bókstafir Orð Myndir

    Börnin fá smámyndir af hlutum sem byrja á þeim staf sem unnið er með, þau fá líka

    bókstafinn í ýmsum myndum (nota Word Art) og orð sem byrja á stafnum.

    Þau eiga svo að flokka þessi þrjú viðfangsefni á réttan stað á spjaldinu. Þegar lengra er komið

    geta börnin fengið bland af tveimur stöfum og svo fleiri til að flækja málin.

    Sama verkefni má vinna með tölurnar og þá fá börnin tölustafina 1-9, myndir af fjölda og

    tölur í tugum og hundruðum.

    Þetta verkefni má einnig útfæra fyrir einstaklinga og þá er verkefnið að flokka stafina í

    nafninu þeirra í tvo flokka:

    • Stafir í nafninu mínu

    • Stafir sem eru ekki í nafninu mínu

  • 23

    Hlutir sem koma í pörum eru einnig verðugt viðfangsefni. Þá má ræða um og teikna hluti

    sem eru í pörum svo sem hendur, fætur, augu, eyru, vettlinga, sokka og svo framvegis.

    Í gegnum árin hafa kennarar útbúið fjölmörg spil og leiki sem hægt er að grípa til. Hér á

    eftir er farið yfir það helsta sem vakti áhuga barnanna og kennurum fannst handhægt.

    Kennarar útbjuggu stafabingó og orðabingó þar sem 4–6 spjöld eru í hverju spili, hægt er að

    hafa spilið með stökum stöfum, tveggja stafa orðmyndum eða stuttum orðum. Síðan er búið til

    minnisspil með stöfum/stuttum orðum/ tölustöfum eða talnaspil þar sem börnin para saman

    tölustaf og fjölda til dæmis töluna 3 við 3 epli. Þetta verkefni má ná í á vef verkefnis

    (http://idavollur.akureyri.is/fimmaraogfaer/).

    Sambærileg spil má útbúa til að æfa flokkun. Kennarinn safnar saman myndum í

    ákveðnum flokkum, prentar út og plastar. Hægt er að nota ávexti, föt, húsgögn og farartæki

    sem yfirflokka en einnig margt annað. Hann útbýr líka renninga eða spjöld þar sem kemur

    fram hver yfirflokkurinn er. Börnin skiptast á að draga spjald og setja í réttan flokk.

    Hér á eftir eru fleiri hugmyndir fyrir kennara að grípa til. Flest verkefnin hér á eftir eru

    ætluð til að vekja athygli barna á texta, bókstöfum og tölustöfum og ritun. Kennarinn prentar

    út og plastar alla bókstafi í stafrófinu, bæði hástafi og lágstafi. Stafina má nota sem minnisspil

    þar sem öllum spjöldunum er hvolft á borðið og börnin skiptast á að draga tvö spjöld og reyna

    að finna samstætt par. Það er gott að nota fáa stafi í upphafi og byrjað á stöfum barna í

    hópnum en síðan er fleirum bætt við. Það er líka hægt að vera með fjóra eins stafi og spila

    veiðimann.

    Barn leitar að ákveðnum bókstöfum í ljóði Niðurstaða leitar skráð

    Ef börnin eru frá mörgum löndum má skrifa nafn hvers lands á spjald, skoða þau og tengja

    við landakort, myndir, tónlist og fleira frá landinu. Einnig er hægt að vinna með nöfn foreldra

    eða systkina, skrifa þau niður og bera saman lengd, stafi í orði og fleira.

    http://idavollur.akureyri.is/fimmaraogfaer/

  • 24

    Þegar bók hefur verið lesin má skoða síðurnar og finna ákveðna stafi, tölur eða orð, skrifa

    þau upp á blað eða í ritvinnslu og prenta út. Svo má vinna áfram með lykilorð úr sögunni með

    ýmsum hætti.

    Venjuleg spil eru einnig góð leið til að æfa flokkun og þegar börn spila Ólsen, Ólsen,

    Veiðimann eða Lönguvitleysu, þjálfa þau flokkun en einnig samlagningu, samvinnu og

    rökhugsun.

    5.3 Lestur

    Þegar unnið er með bókstafi hjá fjögurra og fimm ára börnum hefur reynst happadrjúgt að

    byrja að vinna með bókstafi barnanna í hópnum, það heldur athyglinni og áhuganum lengur.

    Þó er vert að muna að stafirnir geta verið börnunum miserfiðir og að sjálfsögðu best að finna

    auðvelda stafi fyrst eftir því sem tök eru á. Sérhljóðar eru að mörgu leyti auðveldir en er það

    ekki einhlítt því Ææ er erfitt í ritun og fá orð sem byrja á þeim staf. Kk kemur vel út og Ss

    líka en íslensku broddstafirnir vilja flækjast lengur fyrir krökkunum. Í fyrstu eru unnið með

    staka stafi og síðan smáorð, þannig er smám saman bætt við.

    Það má útbúa spjöld með stuttum texta og nota ljósmynd eða mynd úr smámyndasafni og

    setja texta við hliðina sem passar við myndina. Það er gott að hafa stækka letrið í 18pt. hið

    minnsta. Í fyrstu eru orðin stutt og einföld en svo má lengja þau og flækja textann.

    Hægt er að tengja stafi við heyrnleysingjastafrófið og læra hvort tveggja.

    Örsögur úr lífi og leik Unnið í vinnustund

    Það þarf ekki að leita langt yfir skammt eftir viðfangsefnum og um að gera að nota það

    sem til er og kunnuglegt. Hægt er að syngja stafrófsvísurnar A, b, c, d. eða íslensku útfærsluna

    a, á, b, d. Einnig má syngja nafnavísur þar sem sungið er um börnin í hópnum en að auki geta

  • 25

    börnin verið með bókstafinn sinn í höndunum og sýnt hann þegar sungið er um þau eða

    táknað hann með tákni úr heyrnleysingjastafrófinu.

    Hægt er að búa til bæði bókstafi og tölur úr ýmsum efnivið. Fjölbreytt nálgun er lykilatriði

    og það hentar börnum vel að fá að handleika og gera hluti í höndunum. Á meðan er hægt að

    spjalla um hljóð eða leita að orðum sem byrja á stöfunum sem unnið er að, ríma og æfa

    hlustun.

    Leir, trölladeig og saltkeramik duga vel í stafagerð en það er hægt að búa til stafi úr mörgu

    fleiru, til dæmis rafmagnsvír, svo má klippa stafi úr sandpappír, líma garn svo þeir móti stafi,

    smíða stafi úr (afgangs-) timbri. Einnig má líma stafi úr ónýtum trélitastubbum svo má blanda

    tækninni og nota eyrnapinna, pasta, tappa, trjágreinar, skeljar og hvað eina sem hentar.

    Þegar börn eru að læra um bókstafi má fara í leik þar sem þau sitja í hring og kennarinn

    útbýtir spjöldum, einu fyrir hvern bókstaf í stafrófinu. Svo má syngja ABCD og þá þurfa

    börnin að fylgjast með og lyfta upp stafnum sínum þegar kemur að honum. Í fyrstu þarf að

    syngja hægt en síðan má auka hraðann, einfaldasta útgáfan væri þó að börnin væru með sinn

    bókstaf og þá má líka einfalda verkefnið enn meira með því að segja stafrófið í stað þess að

    syngja það.

    Segulstafir á töflu Hér má æfa sig í að skrifa tölustafi

    Margir söngvar snúast um tölur og magn eða má nota til að tengja þessu tvennu.

    • Hreyfa litla fingur

    • Þumalfingur, þumalfingur

    • Tíu indíánar

    • Fimm apar í tré

    Þegar sungið er má klappa taktinn í laginu og/eða klappa atkvæði í nöfnum barnanna og

    orðum sem verið er að vinna með.

  • 26

    Að síðustu má nefna að hægt er að prenta út eða teikna stóra bókstafi á A–4 blöð og raða á

    gólfið, svo má fara í leik þar sem börnin fá það verkefni að henda baunapoka á ákveðinn staf.

    5.3.1 Stafaveggur

    Þema veggir hafa verið vinsælir og þegar þessi aðferð er notuð og börnunum bent á fjölbreytta

    notkunarmöguleika þá hafa þau notað þá mikið. Kennari útbýr nokkra bókstafi og man að

    gera bæði há- og lágstaf. Fyrst eru bókstafir barnanna í hópnum notaðir en síðan má bæta

    öðrum við. Rætt er við börnin um hvað bókstafirnir heita og hvað þeir segja og börnin finna

    orð sem byrja á sama staf. Síðan leitar kennarinn í smámyndasafni að þessum orðum, prentar

    þau út og festir upp á vegg hjá stafnum. Svo má vinna með fleiri stafi en alltaf hægt að bæta

    við myndum þegar börnin læra meira eða finna fleiri orð.

    Bókstafir og tengd orð Að telja stafina í nöfnunum okkar

    5.3.2 Stafrófsverkefni

    Kennari getur fengið hópinn til að hjálpast að við að útbúa stafróf. Þá fær hvert barn það

    verkefni að skrifa stóran bókstaf, teikna viðeigandi mynd og skrifa viðeigandi orð fyrir neðan.

    Stafrófið er svo hengt upp á vegg þar sem allir sjá.

    Þegar unnið er með stafi barnanna í hópnum geta börnin hjálpast að við að myndskreyta

    spjöld fyrir hvert barn. Á spjaldið getur farið mynd af barninu, stutt kynning unnin af

    hópnum, bakgrunnsupplýsingar og jafnvel myndir sem hópurinn gerir af hlutum sem byrja á

    sama staf og nafn barnsins.

  • 27

    Hægt er að láta börnin teikna og klippa út stóra bókstafi og skreyta þá með einhverju sem

    hentar þessum staf. Þannig má teikna epli inn í E, gera gorma á G eða orma inn í O.

    Þegar unnið er með einn staf í einu hefur reynst best að byrja á að skoða stafinn vel, bæði

    stóra og litla stafinn. Síðan má ræða um hvað hann heitir og hvað hann segir. Þá má leita að

    orðum sem byrja á stafnum og teikna myndir af þeim. Hér er hægt að bæta inn hugmyndum

    að talnaleikjum, til dæmis að telja orðin sem börnin finna, telja stafina í orðunum og margt

    fleira. Síðan getur kennarinn prentað út stóra hola bókstafi sem börnin skreyta, klippa út og

    líma á blað eða safna inn í stílabækur en það er alltaf vinsælt að eiga sína eigin vinnubók í

    skólanum.

    Þegar kennari vill æfa börnin í að tengja bókstafi við orð sem byrja á stafnum getur hann

    beðið börnin að lita litlar myndir af orðum sem byrja á stafnum, klippa út og líma á blað.

    Einnig getur verkefnið snúist um að teikna ákveðinn fjölda hluti sem byrja á ákveðnum staf,

    til dæmis:

    • 1 Appelsínu, 2 Apa, 3 Agúrkur, 4 Asna og 5 Armbönd

    • 1 Bíl, 2 Báta, 3 Bangsa, 4 Býflugur og 5 Bolta

    Síðan lita börnin myndirnar og jafnvel klippa þær út og líma í vinnubók.

    Ef börnin eru með vinnubækur má biðja þau að skrifa 1-2 línur með stafnum, bæði stórum

    og litlum og teikna mynd með. Einnig má biðja þau að teikna og lita stóra mynd af einhverju

    sem byrjar á stafnum. Kennarinn getur líka komið undirbúinn með útprentaðar smámyndir.

    Börnum finnst flestum gaman að leika sér með nöfnin sín og kennarinn getur hjálpað þeim

    að skrifa orð og setningar þar sem stafur hvers barns er í aðalhlutverki: Anna appelsína og

    apinn voru með axlabönd. Siggi strákur sefur stundum eins og steinn. Hópurinn hjálpast að

    við að finna orð fyrir alla og síðan má skrifa útkomuna inn í tölvuna, prenta hana út og skoða

    hana aftur síðar. Þá er eins víst að bætist við orðalistann.

    Þegar unnið er með einn staf í einu er um að gera að lesa bækur sem byrja á þessum staf,

    finna þulur, ljóð, romsur sem eiga það sameiginlegt að byrja á stafnum. Í kafla 6 er dæmi um

    þetta. Hægt er að búa til stafi með því að raða börnum upp liggjandi á gólfinu, svo má taka

    ljósmyndir og skoða hvernig gekk.

    5.3.3 Stafapokar

    Útbúið léreftspoka (30x40 sm. með reim í opinu) Saumið glæran A–5 vasa framan á. Í vasana

    má svo setja hvað það sem unnið er með og þyngja eftir þörfum. Gott er að eiga einn poka á

    barn, hvort sem er fyrir hópastarf eða stærri uppákomur á deildinni.

  • 28

    Upphaflega hugmyndin snerist um að finna hluti sem byrja á ákveðnum bókstaf og fær þá

    hvert barn poka og í vasann er sett blað með þeim staf sem unnið er með. Barnið á síðan að

    finna hluti sem byrja á þessum staf, fyrst bara einn en síðar fleiri og allt að 10 ef þau geta.

    Það er hægt að senda börnin tvö og tvö saman, þrjú eða fjögur í hóp, allt umfram það

    eykur líkurnar á að einhver verði atkvæðalítill.

    Börnin tína upp úr stafapokum Innihald stafapoka

    Síðan má auðvitað einfalda þetta verkefni fyrir allt að tveggja ára börn:

    • Einfaldasta útgáfan er að nota grunnlitina (þyngja svo með því að finna fleiri liti, ljóst

    og dökkt o.fl.)

    • Síðan má æfa magn með því að ná í 1–5 hluti eða síðar 5–20

    • Hægt er að finna form í umhverfinu: Hring, þríhyrning og ferhyrning

    Pokaverkefnið má framkvæma með bréfpoka og einnig sem heimaverkefni af ýmsu tagi.

    Börnin geta þá safnað söngtextum, bókum eða öðrum nöfnum sem byrja á viðkomandi

    bókstaf, kennarinn þarf bara að nota hugmyndaflugið.

    5.3.4 Býflugustafróf

    Býflugustafrófið, búið til spjöld (t.d. 10x15 sm). Á hverju spjaldi er einn bókstafur og nokkrar

    gerðir af býflugumyndum á fáeinum. Spjöldin eru sett í bunka og hópurinn skiptist á að koma

    og draga sér spjald hjá kennaranum. Barnið sýnir stafinn og segir hvað hann heitir og hvað

    hann segir. Hægt er að spjalla um orð og hluti sem byrja á þessum staf og svona er haldið

    áfram þar til einhver dregur býflugu. Þá standa allir upp, búa til fálmara með vísifingrum og

    suða í stutta stund eins og býflugur. Svo setjast allir og næsta barn dregur spjald.

    Einnig má búa til sambærilega leiki þar sem hreyfing kemur við sögu, Stafrófið er þá á

    spjöldum en að auki myndir þar sem krakkarnir eiga að bregðast við svo sem að hlaupa á

  • 29

    staðnum, setjast eða standa upp, klappa ákveðið mörgum sinnum, gretta sig eða brosa. Þau

    gætu átt að leika eitthvað eins og tröll, eða fiðrildi, fisk eða snigil.

    Kennarar útbjuggu leik um leikfimi í þessum dúr þar sem ein tillaga að æfingu var á

    hverju spjaldi og henni lýst með mynd og orðum. Börnin koma svo eitt í einu, draga spjald,

    gera sitt í að lesa það og segja síðan hinum hvað á að gera og stjórna æfingunni. Síðan kemst

    næsta barn að. Sama leik má nota til að halda utan um söngstund, þá kæmu hugmyndir að

    lögum inn á milli, til dæmis að hreyfisöngvum. Þetta verkefni er á vef verkefnisins

    (http://idavollur.akureyri.is/fimmaraogfaer/).

    5.3.5 Stafabúð

    Stafabúðin hefur verið vinsæl um nokkurra ára skeið, sérstakalega þegar börnin eru að læra að

    tengja stafi og orð. Kennarinn útbýr nokkra skókassa, málar þá eða límir utan um þá efni til

    skrauts.Hann velur nokkra bókstafi til að byrja á og finnur fáeina hluti sem byrja á hverjum

    bókstaf. Hver skókassi virkar svo sem hilla í búð. Þeir eru merktir með viðkomandi staf og

    hlutirnir settir í hilluna, svo er gott að prenta út heiti allra hlutanna í kassanum og setja

    merkimiða við þá í hillunni. Svo þarf að útbúa peninga og þeir eru bókstafirnir sem eru í boði

    í búðinni hverju sinni. Þegar farið er í búðina er bara hægt að kaupa hluti sem byrja á stafnum

    sem maður borgar með. Það er nóg að vera með fjóra til átta kassa í einu og skipta svo út þeim

    bókstöfum sem eru í boði hverju sinni.

    Lesið fyrir vini sína Barn býr til fartölvu

    5.3.6 Útileikir

    Það er óþarfi að vanmeta það nám sem getur farið fram í útiveru og margar af hugmyndunum

    má allt eins framkvæma úti. Til viðbótar má nefna að hægt er að skrifa einfalt rím á stéttina

    (búr, lúr, súr eða seinn, beinn, einn) og vekja athygli barnanna á hve lítið þarf til að breyta

    http://idavollur.akureyri.is/fimmaraogfaer/

  • 30

    alveg orðinu. Þetta er auðvitað einnig hægt að gera inni á blöð eða strimla sem svo má hengja

    upp á vegg eða geyma í kassa á aðgengilegum stað.

    Stafir sem hljóma líkt geta vafist fyrir börnum lengi vel og til að æfa þessi hljóð má útbúa

    parís úti þar sem stafirnir eru skrifaðir með sérhljóða eins og sýnt er hér í þremur útgáfum:

    Vv Bb Kk

    Aa Óó Ææ

    Ff Pp Gg

    Börnin hoppa svo á milli, til dæmis Va og Fa og kennarinn hjálpar þeim að hljóða útkomuna

    nokkuð ýkt til að leggja áherslu á muninn. Þetta má útfæra á fleiri vegu

    • Kk og Gg á móti Áá eða Óó eða Úú eða Ææ

    • Pp og Bb á móti Óó eða Áá eða Íí eða Úú

    • Vv og Ff á móti Ææ eða Áá eða Éé eða Úú

    • Mm og Nn á móti Íí eða Áá eða Úú eða Ææ

    Svo má skrifa á stéttina sérhljóða á móti samhljóða til að sýna hve lítið þarf að breytast til að

    hafa áhrif á hljóðin og þá ekki síður merkinguna.

    Áá Ii Ææ

    Óó Ss Aa Ll Íí Rr

    Íí Ee Úú

    Ef þessi verkefni eru máluð á stéttina og eru alltaf aðgengileg er hægt að grípa til þeirra

    hvenær sem er, jafnvel með einu barni í einu þegar vel stendur á. Það er reyndar alveg hægt

    líka þó kennarinn noti krít.

  • 31

    Búinn að leira stafinn sinn D Að teikna landakort

    Börnunum þykir gaman af einföldum hreyfileik sem stundum er boðið upp á. Hann er

    þannig að kennari prentar út bókstafi, eins stóra og hægt var að koma fyrir á blað í stærð A–4.

    Það er gott að hafa fleiri en eitt eintak af algengari sérhljóðum. Blöðin eru lögð á gólfið og

    börnin hoppa svo á milli stafa.

    • Þau segja hvað stafurinn heitir

    • Þau segja hvað hann segir

    • Þegar lengra er komið geta þau búið til einföld orð eða hoppað á milli stafa til að búa

    til nafnið sitt

    Þetta verkefni má auðveldlega nota úti og þá eru bókstafirnir skrifaðir á stéttina með krít.

    5.3.7 Nafnið mitt

    Eins og áður hefur komið fram er happadrjúgt að tengja viðfangsefnin börnunum sjálfum. Því

    eru mörg verkefni sem snúast um nöfn barnanna og þau sjálf og fjölskyldur þeirra.

    Hvert barn á sitt sæti við matarborðið og þar hafa kennarar límt renning með nafni hvers

    og eins. Þegar líður á veturinn er merkingum skipt út fyrir skammstöfun barnanna. Þannig

    læra börnin alla upphafstafina sína en ekki bara fyrsta staf í nafninu sínu. Við matarborðið má

    einnig gera ótal margt annað sem tengist stöfum og rími. Börn og kennarar geta eldað saman

    stafasúpu og borðað hana í hádeginu. Það má líka baka stafakökur og borða þær í kaffinu.

  • 32

    Nöfn barnanna til að herma eftir Að púsla eigið andlit en finnur ekki rétta nefið

    Það má tengja nöfn barnanna við stærðfræði með því að útbúa spjöld með nafni hvers

    barns (helst stór) svo hægt sé að telja stafina og jafnvel raða nöfnum á rétta staði undir

    tölustöfunum 1–12 eftir því hve löng nöfnin eru. Síðan er hægt að bera saman og flokka.

    • Hver á fæsta stafi

    • Hver flesta stafi

    • Hver á flest A (eða R eða I o.fl.)

    • Hver á stysta nafnið

    • Hver á lengsta nafnið

    Hvert barn fær útprentað blað með mörgum bókstöfum á, kennari gætir þess að stafirnir

    séu nokkuð stórir og gott bil á milli þeirra. Sérhver á síðan að finna stafina í sínu nafni og

    líma á blað.

    Hvert barn fær blað og skrifar nafnið sitt á það, svo skiptast börnin á blöðum og skrifa

    nafnið sitt á blöð allra hinna barnanna. Þá eiga allir blað með nöfnum allra. Einnig er hægt að

    gera símaskrá fyrir krakkana þar sem nöfnin þeirra og símanúmer eru skráð. Svo má hvetja

    þau til að hringjast á í hlutverkaleiknum og nota til þess símaskrána þeirra.

    Börnin á deildinni eiga sér gám til einkanota og þessir gámar eru merktir með nafni barns,

    bæði á lausum renningum en einnig ljósmynd. Þannig geta allir fundið gáminn sinn, tekið

    nafnið og hermt eftir því til að merkja myndir og verkefni.

  • 33

    Myndin mín, sýnd, útskýrð og merkt Orðaveggur notaður til að skrifa sögu

    Kennari getur útbúið einfalt ritunarverkefni með því að búa til stuttan texta þar sem nafn

    hvers barns kemur fram, kannski tvisvar eða þrisvar og síðan fær barnið það verkefni að finna

    nafnið sitt og gera hring um það. Athugið að hér er átt við stuttan texta sem nota má eins fyrir

    öll börnin utan við það að rétt nafn er sett inn fyrir hvert og eitt. Önnur æfing tengd nöfnum

    gæti snúist um að búa til spjöld eða renninga með nafni hvers og eins skrifað með stóru letri.

    Blaðið er plastað og síðan geta börnin æft sig að skrifa ofan í nafnið sitt, fyrst með

    fingramálningu og fingrinum en eldri börn geta æft sig með glærupenna sem má þurrka af svo

    hægt sé að endurtaka leikinn.

    Í leikfangabúðum er hægt að kaupa bókstafi úr einhverskonar froðuplasti. Setjið stafi

    barnanna í hópnum í poka og svo fær hver eina tilraun til að fálma blindandi í pokann til að

    finna sinn staf. Í fyrstu þurfa þau bara að finna fyrsta stafinn sinn en síðan allt nafnið og þeir

    sem eiga lengri nöfn geta fengið hjálp og svo geta börnin gefið með sér ef þau draga stafi sem

    þau þurfa ekki að nota.

    Þegar börn eru að byrja að skrifa nafnið sitt getur tússtafla eða krítartafla verið góð því þar

    má skrifa og stroka út. Það er líka hægt að fá aðstoð með forskrift ef þarf.

    Það má búa til stafi á þvottaklemmur. Þá er nafn hvers barns skrifað þannig að einn stafur

    er á hverri klemmu og meðfylgjandi eru spjöld þar sem nöfnin eru skrifuð skýrum stöfum, eitt

    nafn á hvern renning. Svo raða börnin nafninu sínu á spjaldið með því að setja klemmurnar á

    rétta staði. Í fyrstu er þetta haft einfalt og börnin klemma ofan á rétta stafinn, síðar má setja

    nafnið neðar á blaðið en þá er tengingin ekki eins skýr. Þessa hugmynd má betrumbæta með

    því að hafa líka mynd af barninu á spjaldinu og þau spjöld geta nýst sem forskrift, t.d. þegar

  • 34

    börnin vilja eða þurfa að merkja myndir og verkefni. Slík spjöld geta líka nýst við fleiri

    verkefni.

    5.3.8 Fleiri hugmyndir

    Það má nota íspinnaspýtur til að búa til stafaþraut. Þá skrifar kennarinn Íí á eina spýtu og Ss á

    aðra með sama litnum, notaðu svo annan lit til að skrifa Áá, á eina spýtu og Ss á aðra. Gott er

    að hafa jafn mörg litaafbrigði og fjöldi barna í hópnum. Börnin skiptast á að draga sér spýtur

    og leita að samstæðu. Það má hjálpast að og spjalla saman um hljóðin og festa þau þannig í

    sessi. Kennarinn getur svo útbúið fleiri útgáfur, til dæmis Óó–Ss, Áá–Ss og svo bætt inn

    þriðja stafnum í orð eins og sól, Ss–Óó–Ll o.fl.

    Önnur útgáfa gæti verið þannig að kennari skrifar fleiri tveggja stafa orð, sérhvert með

    ólíkum lit þannig að einn stafur sé á hverri spýtu. Börnin leika svo minnisleik og leita að

    samstæðum spýtum og lesa orðin með hjálp ef þarf. Þennan leik má líka leika með stutt

    rímorð en þá er orðið allt á spýtunni og börnin leita að samstæðu, sjá tvær hugmyndir, aðra

    með tveggja stafa rími þar sem tvö og tvö passa saman en hinsvegar samhljóða sem ríma við

    Áá en þá þarf að útbúa jafnmörg Áá og allir hinir stafirnir eru samtals og börnin byrja öll með

    spýtu með Áá.

    • La, ta, sá, tá, te, me, fi, ti, sí, lí, po, go, ró, tó, fæ, ræ, o.fl.

    • Dá, fá, gá, há, já, lá, má, ná, rá, sá, tá, o.fl.

    Þessa hugmynd má svo gera erfiðari með því að nota þriggja stafa orð eða jafnvel fjögurra

    stafa en þá eru orðin færri og nóg að safna tveimur í einu.

    Í hópastarfi er hægt að vinna verkefni þar sem börnin fá hvert sitt blað og hjálpast að við

    að finna orð sem byrja á sama staf og nöfnin þeirra. Sérhver í hópnum teiknar síðan á blaðið

    sitt orð sem byrja á stafnum hans. Tilgangurinn er að börnin æfist í að tengja nafn sitt við

    bókstaf. Kennarinn prentar út A4 blað með mynd af hverju barni efst til hægri og stórum

    bókstafnum þeirra til vinstri.

    • Fyrst má leika með hljóðið, Hvað heitir stafurinn, hvernig segir hann

    • Svo má hugsa um hvaða hlutir byrja á þessum staf

    • Svo má teikna hluti sem byrja á sama staf

    • Hægt er að leita að smámyndum á vef eða í myndasafni sem byrja á þessum staf og

    festa upp á vegg ásamt þessum staf

    Önnur útgáfa af leiknum hér að ofan er að prenta út spjöld þar sem einn bókstafur er á

    hverju spjaldi til dæmis fimm sentimetra á kant. Svo má útbúa nógu mörg spjöld til að hægt sé

    að stafa nöfn allra í hópnum og svo eru spjöldin sett á hvolf á borðið og þeim ruglað. Börnin

  • 35

    skiptast á að draga sér spjald og mega halda því ef þau draga staf í nafninu sínu. Það er orðið

    nokkuð flókið að fá stafina í rangri röð og því best að byrja á að ná fyrsta stafnum og svo fá

    þá í réttri röð en um að gera að fara svo í flóknari útgáfu með báðum nöfnunum.

    Það er hægt að búa til orð úr bókstöfunum í nafni hvers og eins,útbúa stafina fyrir fram og

    gera tilraun til að finna orð úr nafni hvers barns.

    Eldri börn hafa gaman af að fá nafnið sitt skrifað í mörgum leturgerðum, síðan geta þau

    klippt þau út og límt í bækur. Einnig má teikna sjálfsmynd og líma svo nöfnin inn á myndina

    Algeng orð höfð aðgengileg ei, au og ey haft sýnilegt

    Gott er að hafa valin, algeng orð sýnileg svo sem smáorð og samtengingar, au, ey og ei og

    svo má vinna með muninn á líkum stöfum. Þá býr kennarinn til spjöld, t.d í stærð A–5 þar

    sem annarsvegar er bókstafur og hinsvegar stafurinn sem hljómar líkt.

    • Bb og Pp

    • Gg og Kk

    • Ff og Vv

    • Dd og Tt

    Það hefur reynst vel að eiga eitt spjald á hvert barn, hvort sem er til að nota í hópastarfi eða

    stundum þar sem allir eru saman. Börnin fá hvert sitt spjald og einungis er unnið með eina

    gerð af stafapari í einu.

    Hér fylgja orðarunur til að æfa muninn á líkum stöfum. Kennarinn segir orðaparið og ýkir

    fremsta hljóðið, þá spyr hann börnin: Hvort byrjar Vara á V eða F?

  • 36

    Vv og Ff

    Vara–fara

    Vála–fála

    Vela–fela

    Véla–féla

    Vinna–finna

    Víla–fíla

    Vona–fona

    Vóta–fóta

    Vura–fura

    Vúma–fúma

    Vær–fær

    Vör–för

    Bb og Pp

    Bara–para

    Bása–pása

    Bera–pera

    Biti–piti

    Bíta–píta

    Bota–pota

    Bóta–póta

    Buku–puku

    Búra–púra

    Bæta–pæta

    Böku–pöku

    Gg og Kk

    Gata–kata

    Gáta–káta

    Geta–keta

    Gikk–kikk

    Gítar–kítar

    Gota–kota

    Góa–kóa

    Gulla–kulla

    Gúta–kúta

    Gæta–kæta

    Göt–köt

    Dd og Tt

    Dala–tala

    Dár–tár

    Detta–tetta

    Diskur–tiskur

    Dís–tís

    Dolla–tolla

    Dós–tós

    Dugga–tugga

    Dúkka–túkka

    Dæsi–tæsi

    Dökk–tökk

    Að sjálfsögðu geta kennarar útbúið sínar eigin orðarunur en mikilvægt er að hafa þær við

    hendina þegar á þarf að halda.

    5.3.9 Ljóð og vísur

    Kennarar vilja að börnin kunni margskonar vísur og söngva og að þau geti notið fjölbreyttrar

    tónlistar. Því mega þau koma með geisladiska að heiman hvenær sem þau langar til. Sungið er

    flesta daga, efnisvalið haft sem fjölbreyttast og unnið með vísur, söngva, þulur og orðaleiki,

    helst að vali barnanna. Þess vegna koma börnin með texta að heiman til að syngja og vinna

    með en það eykur fjölbreytnina og áhuga.

    Reglulega eru lesin ljóð og sömu ljóðin gjarnan endurtekið. Kennari velur sér ljóðabók

    sem börnin geta flett upp í og valið ljóð sem kennarinn les síðan fyrir hópinn. Óðhalaringla

    Þórarins Eldjárns hefur endurtekið orðið fyrir valinu enda vekja ljóðin áhuga barnanna og

    myndskreytingarnar eru góðar. Þegar ljóðabækur eru aðgengilegar aukast líkurnar á að börnin

    biðji um að lesið sé úr þeim en einnig geta kennarar flett þeim á rólegum stundum og þá má

    treysta því að barn kemur og vill fá að vera með. Þá er hægt að lesa upphátt, fletta í gegnum

    ljóðin eða spjalla um myndirnar. Þegar börn eru vön því að heyra ljóð og vinna með þau getur

    verið stutt í að þau ráði við að semja vísur, sérstaklega ef hópurinn vinnur með rím og

    úrtöluvísur samhliða. Hér eru dæmi um ljóð sem einn hópurinn gerði:

  • 37

    Myndskreytt ljóð úr hópastarfi

    Einu sinni var lítill api

    hann var latur, í vondu skapi.

    Apinn átti enga vini

    og nennti ekki að finna vini

    Höfundar: Sylvía, Lilja, Björg, Dagur og

    Sóley

    Iðavöllur

    Einu sinni var leikskóli,

    í skólann fór hann litli Óli.

    Þar lærði hann að lesa og reikna

    og hann lærði líka að teikna.

    Höfundar: Björg Elva, Lilja Katrín,

    Víkingur og Unnar Óli

    Útbúið einfalda og stutta texta eða notið vísur (t.d. Þórarins Eldjárns). Hafið textann

    stóran (16–18 pt.) og gefið börnunum það verkefni að teikna hring utan um ákveðinn staf í

    textanum, svo sem öll Aa sem þau finna.

    Þegar ávaxtatíminn, hefst hvort sem hann er að morgni eða sem eftirmatur hafa kennara

    búið til leiki með vísur sem telja úr. Margir þekkja Ugla sat á kvisti en til eru margar fleiri

    slíkar vísur og hugmyndir sem eru birtar á vefnum http://idavollur.akureyri.is/fimmaraogfaer/.

    Leikurinn er þá leikinn þannig að kennari telur úr og sá sem er hann fær að velja sér ávöxt

    fyrst. Þó er leikurinn oftar leikinn þannig að kennarinn telur ávextina úr og barnið sem talið er

    fyrir fær ávöxtinn sem það lendir á. Þetta hefur aukið fjölbreytni í mataræði því fátítt er að

    barn vilji ekki það sem leikurinn færir því. Vísur sem telja úr eru hluti af menningararfinum

    og gott að kenna þær þess vegna en þær ríma líka oftast og svo má nota þetta á öðrum

    stundum í starfinu.

    5.3.10 Skrifstofa

    Skrifstofan er leiksvæði sem hefur verið sívinsælt hjá börnunum. Það er ekki mikið mál að

    útbúa áhugavert skrifstofuhorn til dæmis með því að safna í kassa skrifstofudóti, svo sem

    símum, bæði GSM og snúrusímar, handfrjálsum búnaði eins og höfuðsett, reiknivélum,

    lyklaborði, skriffærum, skrifbókum og skrifbrettum, umslögum, frímerkjum, póstkassa o.fl.

    Kennarinn þarf að muna að hvetjið börnin til að leika skrifstofuleik, skrifast á, hringja, senda

    bréf eða jafnvel búa til bækur.

    http://idavollur.akureyri.is/fimmaraogfaer/

  • 38

    Skrifstofan er opin Bréf á skrifstofunni

    5.4 Ritun

    Þegar stafir og orð eru sýnileg í umhverfinu geta börnin notað þau til að æfa ritun án þess að

    þurfa aðstoð kennara. Börnin geta náð í orð og hermt eftir þeim, skrifað bréf, skilaboð eða

    sögur, líkt og lýst er í kafla 5.3.1, en mikilvægt er að kennarinn gefi börnunum hugmyndir

    hjálpi þeim að sjá þá möguleika sem þau geta nýtt sér.

    Saga barns Sjálfvalin skriftaræfing þar sem orðaveggur

    var notaður

    Við matarborðið gefast mörg tækifæri til náms. Það er hægt að skera út stafi úr

    appelsínuberki, bananahýði, melónuskel o.fl. Þá getur hópurinn spjallað um hvaða stafir eru

    fyrst í orði eða nafni, hvernig stafirnir hljóma og fleira. Einnig má skrifa heitin á því sem er í

  • 39

    matinn og safna orðum á spjald (disk eða fat). Þannig væri hægt að fylgjast með matseðli

    dagsins á myndrænu formi eða hafa þetta einfalt og skoða einn ákveðinn dag.

    Hægt er að útbúa eyðufyllingarverkefni þar sem börnin tengja staf við ákveðinn flokk.

    Þetta verkefni er framhaldsverkefni eða tengt umræðu um ákveðin atriði í bók eða sögu. Þá

    hafa börnin í raun fengið fyrirfram möguleikann á að geta leyst þetta af hendi.

    Ef Aa er fyrir mat þá get ég skrifað ________________. Börnin fylla inn í verkefnið.

    Ef Aa er fyrir dýr þá get ég skrifað ________________. Börnin fylla inn í verkefnið.

    Þegar von er á gestum eða farið í ferðir má nota tækifærið og útbúa nafnspjöld sem börnin

    skrifa sjálf ef þau geta, hægt er að vekja athygli barnanna á því sem gerist í kringum þau og fá

    þau til að skrá það niður eða grípa tækifærin til að skrifa stutt bréf, senda kort eða skilaboð við

    ýmis tækifæri.

    5.4.1 Sjóræningjaverkefni

    Þegar unnið er með þema má skrá niður þau orð sem börnin telja að passi við þemað. Hér eru

    sjóræningjar til umfjöllunar og börnin búin að vinna lista yfir það sem þau vita um málið.

    Orðalistann má endurskoða og rifja upp reglulega, orðin má flokka eftir því sem við á og í

    þessu tilfelli voru flokkarnir það sem sjóræningjar eiga, það sem sjóræningjar gera og

    náttúran.

    Hvað tengist sjóræningjum? Ritað og unnið áfram Fjársjóðsleit með málmleitartæki og korti

    Börnin teiknuðu sjóræningjakort, mældu út og íhuguðu vegalengdir, þau skoðuðu kort

    annarra, bjuggu sér til fána og augnleppa og smíðuðu skip. Svo var farið í fjársjóðsleit.

  • 40

    Fjársjóðskort Fjársjóðskort

    5.4.2 Sögu- og bókagerð

    Það eru margar leiðir í sögu- og bókagerð og enn má minna á að það sem snýst um börnin

    sjálf er líklegt til að halda áhuga þeirra lengur. Það er hægt að vinna eina sameiginlega bók

    um alla á deildinni þar sem hverju barni er tileinkuð ein síða. Í bókina er safnað ljósmyndum,

    listaverkum, sögum og umsögnum annarra um viðkomandi barn. Einnig má útbúa bók fyrir

    deildina þar sem ein síða er tileinkuð hverjum bók- og tölustaf eða gera slíkar bækur fyrir alla.

    Verkefnið má þá taka allan veturinn og börnin finna orð sem byrja á viðkomandi bókstaf,

    teikna myndir, finna vísur eða bækur sem byrja á stafnum og svo mætti lengi telja.

    Hljóðfærasaga

    Allir bæjarbúar á Akureyri voru leiðir því það var óveður og eldingar og rok og

    allt blautt. Bófarnir Óli, Bóli og Ari voru að skjóta á hús og þá vissi fólkið ekki

    hvar það átti heima lengur. Þá kom lestin sem var á leið til útlanda og svo til

    Reykjavíkur. Fólkið fór í lestina, sumir fóru til útlanda og aðrir til Reykjavíkur.

    Svo kom sól og gott veður og allir voru glaðir á ný og fóru í sólbað og sund.

    Bófarnir fóru í fangelsi og dóu þar.

    Höfundar: Karólína, Diljá, Birgitta, Leónóra, Anna Elísabet, Berglind og María.

  • 41

    Eitt bókagerðarverkefni snerist um að endurgera söguna Dimma, dimma höllin. Sú bók hefur

    stuttan texta sem er sífelld endurtekning og skýr tengsl á milli blaðsíðna. Hún hentar því vel

    til bókagerðar. Kennari getur flutt textann af einni síðu í einu inn í ritvinnslu þannig að textinn

    komi efst eða neðst á síðunni. Börnin fá hvert sína síðu, fjalla um textann og myndskreyta

    síðuna. Þegar allir hafa lokið við allar síðurnar má binda verkefnin inn, gera forsíðu og

    baksíðu.

    Börnin unnu auglýsingu fyrir risadansleik Barn að skrifa sér til ánægju

    sem þau héldu

    5.4.3 Ritun í tölvu

    Skrifið niður ferðasögur, brandara, sögur sem börnin segja, vísur sem þau kunna o. fl. Prentið

    út í læsilegu letri og 16 eða 18pt. stærð. Hengið upp þar sem börnin sjá og lesið fyrir þau

    reglulega til að rifja upp. Þá er hægt að láta fingurinn fylgja línunni og æfa lesáttina og tengja

    saman texta og orð. Markviss vinna með þessari aðferð getur líka lagt áherslu á upphaf, miðju

    og endi (kynningu, aðalefni og samantekt eða inngang, meginmál og lokaorð).

    Emil a´ttrei´ttrei´ttrei´ttrei´ttrei´ttrei´ttrei´ttrei´ttrei´ttrei´ttrei´ttrei´ttrei´ttrei´ttrei´ttrei´ttrei´ttrei´ttrei´

    ttrei´ttrei´ttrei´ttrareeeefvnnhhbbblllll08ðlkiuujhgffffdd55gfffffffeeeseddd

    sewyyhghghgghghgjgjggjghjghhkhgjkhkhkihihkhjhkgjhkghkjhgjhgjkggpæfjkgtkvlyfkhgklhlb

    khjighjkhjhghhjjhghghjjhhghhjjjhjjfdsdreuiutlkjbgccvbngffvgfvgggbggbbvbvgghifythiio

    9iuyiuhouj khuojukhuuuuhyi8yhhh8uihiiiiiiiiiggggggggggghhujjjjjjjjgho88888tgvbvhjjb hb

    nvhydrvvvgffggjgjggjkk 5 ára stelpa skrifar á tölvu (upphaflega með 18pt. og leturgerinni Arial

  • 42

    Ef haldnar eru sýningar í skólanum má gjarnan gera kynningabækling eða sýningaskrár.

    Einnig er gaman að búa til falleg spjöld með mynd af listamanninum og stuttri kynningu á

    honum eins og má sjá hér fyrir neðan. Ef börnin fá að hjálpa til, skrifa hvert um annað og sjálf

    sig er þetta enn meira spennandi.

    Listamaðurinn að störfum

    Anna er 5 ára og byrjaði

    á Iðavelli 2004.

    Hún kom á Jötunheim sumarið 2006

    og er ásamt fleirum í hóp hjá Önnu

    Hún er mikill teiknari og er alltaf að

    gera betur og betur.

    Anna er áhugamanneskja um málun

    af öllu tagi

    og vill gjarnan vatnslita

    og mála með þekjulitum

    Kynning á listamanni gert fyrir sýningu í leikskólanum.

    5.5 Stærðfræði

    Þegar unnið er með tölustafina er gott að byrja á því sem tengist börnunum og ef þau eru

    fimm ára ættu þau almennt að hafa magnhugmyndina á bak við töluna á hreinu og svo bætist

    við að bráðum verða þau sex ára (1+5=?) Svo eiga þau systkini sem eru yngri og eldri og

    aldur kennara og foreldra gefur tilefni til að skoða margar tölur. Ekki má gleyma að nota

    núllið eftir því sem hægt er.

    5.5.1 Hamaperlur

    Hamaperlur eru sívinsælt viðfangsefni í skólanum, yngstu börnin fá stærstu gerðina af perlum

    til að æfa fínhreyfingar og samhæfingu en kennarar nota einnig tækifærið til að kenna þeim

    litina. Við þriggja ára aldur er skipt yfir í miðlungsstórar perlur og börnin perla á litla

    perlubotna og þó að flest geri óregluleg munstur má sjá fyrstu merkingarbæru tilburðina.

    Fjögurra ára börnin hafa mörg áhuga á perlum og perla mikið og þá fara að sjást línur,

    rammar og hringir í verkum þeirra.

    Þegar börnin koma á Jötunheim fara kennarar fram á að allir geri munstur og síðan er til

    mikið safn af fyrirmyndum til að herma eftir. Í október eru allir farnir að gera merkingarbærar

    myndir og flest geta talið út eftir einföldu mynstri og þegar líður á veturinn verða verkefnin

    flóknari og myndirnar stærri. Þegar börnin telja út mynstur eru þau að æfa stærðfræði, þau

    telja og flokka, skipuleggja sig og þurfa að vera útsjónarsöm, stundum gera þau vitleysur og

  • 43

    þá verður að bakka eða byrja upp á nýtt sem er góð þjálfun og mikill hjalli fyrir suma. Vinnan

    með perlurnar er oft heilmikil samlagning og frádráttur og í nóvember heyrðu kennarar barn

    segja: Ég þarf að gera átta, nú er ég búin með sex og þá eru tvær eftir.

    Að telja stafi í nafninu sínu og flokka jafnlöng nöfn Að skrifa og lita nafnið sitt, klippa það í sundur og

    setja aftur saman

    5.5.2 Magn

    Það er hægt að æfa magn með því að telja stafina í nöfnum allra í hópnum. Þá þarf að búa til

    spjöld með tölum (1 til 12 dugar oftast) og setjið upp á vegg. Síðan þarf að hafa við hendina

    spjöld með nafni hvers og eins, tvö spjöld ef nöfnin eru tvö. Síðan má telja stafina og festa

    nöfnin á rétta staði, undir tölustafnum sem við á. Að lokum má telja hve mörg nöfn eru í

    hverjum dálki.

    Útbúið spjöld með nafni hvers og eins. Sérhvert barn kemur með sitt spjald og festir á

    vegginn.

    • Teljið nöfnin

    • Flokkið stráka sér og stelpur sér og leggið saman

    • Flokkið þá sem eru ljóshærðir, dökkhærðir og rauðhærðir, leggið saman

    • Flokkið þá sem eru í bláu eða rauðu og grænu

    • Flokkið þá sem eru í þessum hóp eða hinum og svona má endalaust flokka og leggja

    saman

    Úti má setja upp einföld reikningsdæmi þar sem tölur og punktar líkt og á teningi standa

    saman, plús og mínus merki sett á milli og sama sem merkið í endann. Notum hugtökin, plús,

    mínus og sama sem eða jafnt og.

  • 44

    Það er hægt að fjalla um hluti sem koma í pörum, svo sem augu, eyru, hendur, fætur,

    sokka, skór og vettlinga. Einnig má teikna umrædda hluti, klippa út úr blöðum og líma á blað,

    tengja vettlinga við hendur o.s.frv.

    Við matarborðið gefast ótal tækifæri til að leggja saman og draga frá. Þegar lagt er á borð

    þarf að telja hvað þarf mikið fyrir ákveðinn fjölda, stundum breytist talan af því einhver er

    fjarverandi og þá þarf að draga frá og kennari getur sagt: Venjulega erum við tíu en nú vantar

    tvo, hvað þarf þá marga diska? Kennarinn þarf að muna að setja orð á athafnirnar og

    endurtaka: Já, tveir mínus tíu eru jafnt og ___. Heilt epli má skera í tvennt eða fernt,

    brauðsneiðar í helminga eða ¼. Agúrkan þarf að fara í 20 bita svo allir fái tvo. Möguleikarnir

    eru óteljandi.

    Húsin okkar og hvar þau eru á Akureyri

    Í hópastarfi er hægt að skrifa heimilisföng barnanna á spjöld eða renninga og skoða

    mislöng orð og svo má tengja göturnar við kort, ganga um þær og mynda húsin.

    5.5.3 Einföld línurit og gröf

    Börn á leikskólaaldri geta tileinkað sér grunnhugsun línurita og grafa ef efnið er framsett

    þannig að hæfi aldri þeirra og þroska. Verkefni geta tengst veðri og veðurathugunum en

    skráningar á veðurfari, hitastigi og skyggni eru auðveldar í sjónrænum skráningum sem gröf

    eru. Einnig er hægt að skrá vísindalega niðurstöður úr eðlis- eða efnafræðitilraunum af ýmsu

    tagi svo sem árangur af mótstöðutilraunum, vaxtarhraða plantna, tímann sem tekur að bræða

    ólíkar stærðir af ísmolum og ótal margt fleira. Fjöldi tanna sem dettur á einum vetri úr börnum

    á fimm ára deild er þó nokkur og efni í skráningar af þessu tagi. Svo má skrá hæð barna, bera

    saman hæð barna á ólíkum aldri, skrefalengd eða árangur í íþróttum.

  • 45

    Kennari getur útbúið blað með hólfum þar sem tölurnar 1-12 eru á lóðrétta ásnum en nöfn

    barnanna á þeim lárétta, hver stafur í einu hólfi, eitt blað fyrir hvert barn. Hér vinnur hvert

    barn blað með sínu nafni og telur stafina í nafninu sínu og merkir inn á línuritið með X. Þegar

    allir hafa talið stafina sína má færa allar upplýsingarnar inn á eitt blað og flokka saman hve

    margir eru með fimm stafi í nafninu sínu, hve margir hafa 10 og svo framvegis. Síðan má

    finna út hver á fæsta stafi, hver flesta og fleira.

    Önnur útgáfa er að setja nafn barns á lágrétta ásinn en bókstafi á þann lóðrétta og síðan

    telur barnið stafina og merkir tölur á grafið.

    Útbúið blað með öllum bókstöfunum í dálkum þar sem uppsetningin er:

    Nafn barns___________________

    Aa=___ Áá=___ Bb=___

    Dd=___ Ee=___ Ff=___