fjarðabyggð/leiknir/höttur afturelding/fram 2. deild kvenna .... leikskr kvenna 2017.pdf ·...

4
Fjarðabyggð/Leiknir/Höur - Aſturelding/Fram 2. deild kvenna Norðarðarvöllur 25. júní 2017

Upload: others

Post on 01-Oct-2020

0 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Fjarðabyggð/Leiknir/Höttur Afturelding/Fram 2. deild kvenna .... leikskr kvenna 2017.pdf · Leikmannakynning: Katrín Björg Pálsdóttir Spámaðurinn að þessu sinni er ritstjóri

Fjarðabyggð/Leiknir/Höttur -

Afturelding/Fram

2. deild kvenna

Norðfjarðarvöllur

25. júní 2017

Page 2: Fjarðabyggð/Leiknir/Höttur Afturelding/Fram 2. deild kvenna .... leikskr kvenna 2017.pdf · Leikmannakynning: Katrín Björg Pálsdóttir Spámaðurinn að þessu sinni er ritstjóri

Eftirtaldir aðilar styrkja liðið

Landsbankinn

Hótel Capitano

Sparisjóður Norðfjarðar

TM

Olís

Þvottabjörn

Flugfélag Íslands

Bílaleiga akureyrar

Orkusalan

Launafl

austfjarðaleið

Íslandsbanki

Efla, verkfræðistofa

Kaffihús Eskifjarðar

Icelandair

VÍS

Samhentir, umbúðalausnir

Saltkaup

Sjóvá

Fiskmið

Eimskip

Egersund

Arion banki

VHE

GP sónar

Samskip

Brammer

Rarik

Geskur

Page 3: Fjarðabyggð/Leiknir/Höttur Afturelding/Fram 2. deild kvenna .... leikskr kvenna 2017.pdf · Leikmannakynning: Katrín Björg Pálsdóttir Spámaðurinn að þessu sinni er ritstjóri

KFF/Leiknir/Höttur - A/Fram

Hinn iðagræni Norðfjarðarvöllur tekur á móti ykkur á þessum sólskinsdegi (ath. skrifað fyrir helgi) í leik

Fjarðabyggðar/Leiknis/Hattar gegn Aftureldingu/Fram. Gestirnir í dag eru geysi sterkar og sitja á toppi

deildarinnar með fullt hús stiga. Þessi lið mættust einmitt í síðasta leik okkar kvenna og endaði hann 3-0

fyrir A/F (ég vona að þið fyrirgefið þessar styttingar.) Öll mörk leiksins skoraði Stefanía Valdimarsdóttir og

hana þarf að stoppa hér í dag!

Okkar stelpur eru með fjögur stig eftir fimm leiki og væri sigur í dag afar vel þeginn. Sigurleikur okkar í

sumar kom gegn Hvíta riddaranum og enduðu þeir leikar 0-2. Mörk okkar liðs gerðu Carina Spengler og

Margriet Samsom.

Stuðningur skiptir alltaf höfuð máli og er vallarstæðið gjallarhorn! Við vitum líka að það heyrist ekkert í

gjallarhorni nema á því sé kveikt og kallað í það duglega! Hvetjum því okkar stelpur og ef þið eigið í

vandræðum með að segja, áfram Fjarðabyggð/Leiknir/Höttur, styðjist bara við treyjulitinn. Koma svo!

Fjarðabyggð/Leiknir/Höttur

12. Steinunn Lilja Jóhannesdóttir (M)

2. Margriet Samsom

3. María Jóngerð Gunnlaugsdóttir

7. Sara Kolodziejczyk

8. Katrín Björg Pálsdóttir

13. Natalía Gunnlaugsdóttir (F)

15. Elísabet Eir Hjálmarsdóttir

17. Halla Helgadóttir

19. Halldóra Birta Sigfúsdóttir

21. Kristín Inga Vigfúsdóttir

23. Carina Spengler

Varamenn

4. Elma V Sveinbjörnsdóttir

6. Tinna Hrönn Guðmundsdóttir

10. Sasithorn Phuangkaew

11. Heiðrún Anna Eyjólfsdóttir

16. Magnea Ásta Magnúsdóttir

20. Ársól Eva Birgisdóttir

22.Jóhanna Lind Stefánsdóttir

Þjálfari: Sara Atladóttir

Miðað er við skýrslu síðasta leiks

Afturelding/Fram

12. Þórdís María Aikman (M)

3. Inga Laufey Ágústsdóttir

6. Matthildur Þórðardóttir

7. Valdís Ósk Sigurðardóttir (F)

11. Amanda Mist Pálsdóttir

16. Eva Rut Ásþórsdóttir

18. Stefanía Valdimarsdóttir

20. Eydís Embla Lúðvíksdóttir

21. Sigrún Gunndís Harðardóttir

24. Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir

30. Lilja Vigdís Davíðsdóttir

Varamenn

2. Svandís Ösp Long

5. Valdís Harpa Porca

8. Gunnhildur Ómarsdóttir

10. Rakel Lind Ragnarsdóttir

17. Birna Sif Kristinsdóttir

19. Ester Lilja Harðardóttir

23. Snjólaug Heimisdóttir

Þjálfari: Júlíus Ármann Júlíusson

Miðað er við skýrslu síðasta leiks

Page 4: Fjarðabyggð/Leiknir/Höttur Afturelding/Fram 2. deild kvenna .... leikskr kvenna 2017.pdf · Leikmannakynning: Katrín Björg Pálsdóttir Spámaðurinn að þessu sinni er ritstjóri

Leikmannakynning: Katrín Björg Pálsdóttir

Spámaðurinn að þessu sinni er ritstjóri leikskrár, Daníel Geir Moritz. Daníel

Geir byrjaði fyrst að rita leikskrár árið 2004 og hefur gert það á hverju tímabili

núna í nokkur ár. En hvernig fer leikurinn?

„Við erum að fá toppliðið í heimsókn sem hefur ekki misst af stigi í sumar,

þannig að þetta verður erfiður leikur. Stelpurnar okkar eru þó að finna sig

betur og betur í þessu samstarfi og gera 1-1 jafntefli í dag.“

Spámaðurinn

Í dag fáum við að kynnast bæjastjóradótturinni Katrínu Björgu.

Hvaða ár ertu fædd? 1999.

Staða á velli? Hægri bakvörður eða hægri kantur.

Uppáhalds fótboltakona? Sara Björk Gunnarsdottir.

Hvaða þýðingu hefur gengi íslenska kvennalandsliðsins fyrir stelpur á Íslandi? Kvennalandsliðið er að gera geðveika hluti og ættum við að vera stoltari af þeim! Ég ætla allavega að mæta á Austurvöll þegar þær koma heim frá EM.

Með hverjum heldurðu í enska? Auðvitað Man Utd.

Hver er bestur í fótbolta í þinni fjölskyldu? Pabbi er bestur þegar hann hittir boltann en það gerist mjög sjaldan.

Hvaða lag kemur þér í gírinn? Allt of mörg en ef ég ætti að velja eitt lag sem ég hlusta á alltaf fyrir leik þá væri það Now you're gone með Basshunter.

Hver í liðinu er með versta tónlistarsmekkinn? Klárlega Sunna Valsdóttir.

Uppáhalds matur? Humar og ritzkex kjúlli.

Ef essin eru þrjú, þá eru þau sól, sumar og? Sykur.

Hvað gerirðu annað en að spila fótbolta? Fer mikið eftir hvernig skapi ég er í en mér finnst skemmtilegast að hafa nóg að gera.

Hvernig líst þér á sumarið hjá ykkur? Ég hef mjög góða tilfinningu fyrir þessu sumri. Heppnin er ekki alveg með okkur þegar það kemur að því að nýta færin en við ætlum að komast upp í 1. deild.

Eitthvað að lokum? Áfram KFF/Höttur/Leiknir og látiði sjá ykkur í stúkunni í sumar!