leikskrá: Úrslitakeppni n1 deildar kvenna leikur 2

4

Upload: bjoern-juliusson

Post on 30-Mar-2016

236 views

Category:

Documents


3 download

DESCRIPTION

Leikskráin

TRANSCRIPT

Page 1: Leikskrá: Úrslitakeppni N1 deildar kvenna Leikur 2

Velkomin í Digranesið

Laugardaginn

6. apríl 2013

8 liða úrslit N1 deildar kvenna

Leikur 2

Page 2: Leikskrá: Úrslitakeppni N1 deildar kvenna Leikur 2

Kópavogsbær

1 Kristín Ósk Sævarsdóttir

15 Ólöf Kolbrún Ragnarsdóttir

3 Emma Sardarsdóttir

4 Tinna Rögnvaldsdóttir

5 Guðrún Erla Bjarnadóttir

6 Sigríður Hauksdóttir

7 Gerður Arinbjarnar

10 Brynja Magnúsdóttir

11 Jóna Sigríður Halldórsdóttir

12 Sandra Ýr Unnarsdóttir

13 Sóley Ívarsdóttir

17 Nataly Sæunn Valencia

18 Heiðrún Björk Helgadóttir

22 Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir

24 María Lovísa Breiðdal

28 Arna Björk Almarsdóttir

Hilmar Guðlaugsson

Díana Guðjónsdóttir

Brynja Ingimarsdóttir

Haukur Már Sveinsson

HK liðið hefur leikið vel í vetur og var hársbreidd frá því

að næla í heimaleikjaréttinn í úrslitakeppninni eftir

harða baráttu við einmitt Stjörnuna en það réðst í

síðustu umferðinni hvort liðið endaði í þessu eftirsótta

4 sæti. HK vann sinn síðasta leik gegn Gróttu og þurfti

að treysta á að FH næði stigi gegn Stjörnunni á sama

tíma. En Stjarnan hafði að lokum sigur gegn FH og 4

sætið því þeirra.

Brynja Magnúsdóttir, sem var á dögunum valin aftur í A

landsliðið, var í vikunni valin í úrvalslið seinni umferðar

N1 deildarinnar og er hún virkilega vel að því komin.

Brynja hefur leikið gríðarlega vel eftir að hún kom til

baka eftir erfið meiðsli en hún gat ekkert leikið með

liðinu fyrir áramót. Brynja spilaði aðeins heiminginn af

tímabilinu, eða 10 leiki, og skoraði í þeim 76 mörk sem

er aðeins fjórum mörkum minna en markahæsti

leikmaður liðsins í vetur, Jóna Sigríður Halldórsdóttir, en

hún skoraði 80 mörk í vetur og átti gott tímabil.

Á dögunum voru svo fimm HK stúlkur valdar í svokallað

U-25 ára landslið sem kom saman fyrir páska en þetta

eru þær Ólöf Kolbrún Ragnarsdóttir, Valgerður Ýr

Þorsteinsdóttir, Gerður Arinbjarnar, Jóna Sigríður

Halldórsdóttir og Heiðrún Björk Helgadóttir, en Heiðrún

gat ekki leikið með liðinu og leikur ekki með HK í

úrslitakeppninni eftir að hafa meiðst í síðasta leik gegn

Gróttu. U-25 ára liðinu var síðan stýrt af Hilmari

Guðlaugssyni þjálfara HK en Hilmar hefur einnig

undanfarið verið í þjálfarateymi A landsliðs kvenna.

ÁFRAM HK

Page 3: Leikskrá: Úrslitakeppni N1 deildar kvenna Leikur 2

1 Sunneva Einarsdóttir

12 Hildur Guðmundasdóttir

2 Indiana Jóhannsdóttir

5 Jóna Margrét Ragnarsdóttir

6 Kristín Jóhanna Clausen

7 Esther Viktoria Ragnarsdóttir

11 Helena Örvarsdóttir

13 Sólveig Lára Kjærnested

15 Hanna Guðrún Stefánsdóttir

20 Arna Dýrfjörð

23 Sandra Sigurjónsdóttir

25 Þórhildur Gunnarsdóttir

27 Rakel Dögg Bragadóttir

77 Unndís Skúladóttir

Skúli Gunnsteinsson

Inga Fríða Tryggvadóttir

Elín Björg Harðardóttir

Ágústa Edda Björnsdóttir

Stjarnan er með góðan og þéttan leikmannahóp sem er

skipaður meðal annars landsliðskonum, „eldri“

landsliðskempum og yngri leikmönnum.

Stjarnan fékk góðan liðsstyrk fyrir tímabilið þegar Rakel

Dögg Bragadóttir, Ágústa Edda Björnsdóttir og Sunneva

Einarsdóttir landsliðskonur gengu til l iðs við Stjörnuna

en einnig eru í liðinu landsliðskonurnar Hanna Guðrún

Stefánsdóttir og Jóna Margrét Ragnarsdóttir. Þá eru

aðrir spennandi leikmenn eins og Esther Ragnarsdóttir

og Indíana Nanna Jóhannsdóttir hjá Stjörnunni ásamt því

að Skúli Gunnsteinsson var ráðinn þjálfari liðsins fyrir

tímabilið.

Innbyrðis úrslit liðanna í vetur:

HK og Stjarnan hafa mæst þrisvar sinnum í vetur, tvisvar

í deildinni og einu sinni í bikarnum.

HK stúlkur unnu allar þrjár viðureignirnar, þá fyrstu í

Digransesi 25 – 19 svo í Mýrinni 28 – 31.

Svo mættust liðin í 16 liða úrslitum bikarkeppninnar þar

sem HK stúlkur sigruðu í Mýrinni, 32 – 34.

HK og Stjarnan mættust einnig í úrslitakeppninni í fyrra

þar sem Stjörnustúlkur höfðu betur 2 – 0.

Page 4: Leikskrá: Úrslitakeppni N1 deildar kvenna Leikur 2

Ert þú búin(n) að skrá þig í HKarlaklúbbinn ?

Fyrir 1500.- kr á mánuði færðu

heimaleikjakort sem gildir fyrir alla

fjölskylduna (miðað við tvo yfir átján

ára) á alla heimaleiki HK í N1 deildum

karla og kvenna.

Skráning á www.hk.is