flokksval samfylkingarinnar í norðvesturkjördæmi

8
Flokksval um sæti á frambo›slista í Norðvesturkjördæmi 12.-19. nóvember 2012 Benedikt Guðbjartur Hlédís Hörður Ólína

Upload: siggi-kaiser

Post on 28-Mar-2016

223 views

Category:

Documents


6 download

DESCRIPTION

Flokksval Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi

TRANSCRIPT

Page 1: Flokksval Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi

Flokksvalum sæti á frambo›slista

í Norðvesturkjördæmi12.-19. nóvember 2012

BenediktGuðbjartur

HlédísHörður

Ólína

Page 2: Flokksval Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi

Næsta vor gefst kjósendum kostur á að fella dóm sinn að loknu fyrsta heila kjörtímabilinu í sögu lýðveldisins þar sem jafnaðar- og félagshyggjumenn hafa leitt ríkisstjórn.Engum blöðum er um það að fletta að okkar Íslendinga beið afar vandasamt verkefni eftir að á okkur skall eitt mesta fjármálaáfall efnahagssögunnar. Nú, nærri fjórum árum síðar, geta ríkisstjórnin og landsmenn allir borið höfuðið hátt. Skuldir heimila og fyrirtækja minnka, kaup-máttur eykst, hagvöxtur er stöðugur og atvinnuleysi fer minnkandi. Viðhorfskannanir sýna auk þess að almennt líður fólki nú betur og er bjartsýnna en það hefur verið frá því fyrir hrun.

Ég vil einnig halda því til haga að ríkisstjórn undir forystu Samfylkingarinnar tók afdráttarlausa stefnu á velferð að norrænni fyrirmynd og hefur náð miklum árangri við að draga úr þeim ójöfnuði sem grafið hafði um sig árum saman fyrir fall bankakerfisins. Þessi stefnumörkun hef-ur hlotið verðskuldaða athygli og horfa kreppuhrjáð lönd til þeirrar blönduðu leiðar sem hér var farin. Hún fólst einkum í því að færa skattbyrði af þeim sem lakar stóðu yfir á breiðari bökin og stórfyrirtækin sem nýta sam-eiginlegar auðlindir þjóðarinnar en verja um leið vel-ferðarkerfið gegn vægðarlausum niðurskurði. Almennt er nú viðurkennt að þessi stefna stuðlar að meiri hagvexti en ella hefði verið eins og framvindan hér á landi ber glöggt vitni um.

Við þessar aðstæður höfum við reynt að halda sjó og jafn-vel sækja fram á ýmsum sviðum í velferðarþjónustunni. Nefna má samninga og framkvæmdir við hjúkrunar-

heimili aldraðra í Bolungarvík, Ísafirði, Borgarbyggð, Stykkishólmi og á Akranesi.Með sanngjörnu afgjaldi af nýtingu auðlinda sjávar og væntanlegum tekjum af eign ríkisins í bönkunum, hefur okkur einnig auðnast að hrinda í framkvæmd fjárfest-ingaáætlun til þriggja ára. Hún er undirstaða þess að við getum nú lagt aukið fé í samgöngubætur, meðal ann-ars á norðvestanverðu landinu. Í krafti hennar getum við stutt framfaramál sem heimamenn í héraði forgangs-raða sjálfir. Þar hef ég einkum í huga sóknaráætlanir landshlutanna sem í gildi eru.Það er mikilvægt að tryggja að landsmenn allir njóti ávaxta erfiðis undanfarinna ára. Við hétum lýðræðisum-bótum og bættu stjórnarfari og nú þegar sjást áþrei-fanleg merki umbóta sem ráðist hefur verið í á kjörtíma bilinu. Með afgerandi stuðningi þjóðarinnar í nýafstaðinni þjóðaratkvæðagreiðslu, við tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá, hillir einnig undir að á þessu kjörtíma-bili takist þjóðinni að ljúka því verki að semja landinu nýja stjórnarskrá, eithvað sem þingheim alls lýðveldistímans hefur mistekist fram að þessu. Með þessum mikilvægu umbótum, ígrundaðri uppbygg-ingu atvinnulífsins, varðstöðu um velferðina og mark-vissum aðgerðum gegn hömlulausum ójöfnuði teljum við jafnaðarmenn að koma megi í veg fyrir að íslenskt sam-félag verði aftur öfgafrjálshyggju að bráð. Samfylkingin er brjóstvörn þeirra sem vilja halda áfram þeirri sjálfbæru lífskjarasókn sem nú er hafin og stefna vilja að auknu samfélagslegu réttlæti á Íslandi.

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherraog formaður Samfylkingarinnar

Árangur og samfélagslegt réttlæti

Page 3: Flokksval Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi

1. S

ÆT

I

GuðbjarturHannesson

Ég er fæddur á Akranesi 1950 og búsettur þar, kvænt-ur Sigrúnu Ásmundsdóttur iðjuþjálfa og eigum við tvær dætur.

Menntun: Kennarapróf frá Kennaraskóla Íslands, tóm-stundakennarapróf frá Danmörku og meistarapróf, ”Fjár-mál og menntun”, frá Lundúnarháskóla.Starfsreynsla: Skólastjóri Grundaskóla í 25 ár, kennari 5 ár, erindreki bandalags ísl. skáta, bæjarfulltrúi á Akra-nesi í 12 ár, sat í bankaráði Landsbanka Íslands fyrir einkavæðingu auk stjórnarsetu í fjölda nefnda- og ráða. Alþingismaður frá 2007, formaður félags- og trygginga-nefndar og fjárlaganefndar, fulltrúi í mennamálanefnd, forseti Alþingis og nú síðast ráðherra velferðarmála frá september 2010.

Almannahagur – samábyrgð – jöfnuðurÉg býð mig fram til að leiða áfram lista Samfylkingar-innar í Norðvesturkjördæmi. Ég hef brennandi áhuga á að berjast áfram fyrir grunngildum jafnaðarstefnunnar við endurreisn íslensks samfélags. Eftir slæma stjórn liðinna áratuga tapaði ríkissjóður fimmtu hverri krónu við hrun íslenska bankakerfisins og vaxtakostnaður ríkisins jókst um tugi milljarða. Í framhaldinu þurfti að auka tekjur og draga úr útgjöldum og hefur jöfnuði að mestu verið náð. Ísland hefur vakið at-hygli fyrir hve vel hefur tekist til. Tekist hefur að stöðva ört vaxandi ójöfnuð fyrir hrun og auka jöfnuð um leið og velferðarkerfið hefur verið varið eins og hægt hefur verið.Nú er meiri þörf en nokkru sinni að stjórn landsins verði áfram undir stjórn Samfylkingarinnar, sem hefur jöfnuð og lýðræði að leiðarljósi. Styrkja þarf velferðarkerfið, bæta hag barnafólks, tryggja öfluga menntun og gott

heilbrigðiskerfi, þar sem aðgengi er jafnt óháð efnahag. Sú vinna er hafin, en meira þarf til.

Atvinna og velferðStyrkja þarf atvinnulíf landsins og minnka enn frekar at-vinnuleysi. Jafna þarf eins og hægt er stöðu íbúa lands-byggðar og höfuðborgarinnar með bættum samgöngum, jöfnun húshitunarkostnaðar, öryggi í orkuafhendingu og öflugum nettengingum ásamt góðri grunnþjónustu. Styrkja þarf sveitarfélögin m.a. með færslu á málefnum aldraðra til sveitarfélaga. Fylgja þarf eftir uppbyggingu á nýjum og endurbættum hjúkrunarrýmum með aukinni heimaþjónustu. Auka þarf enn frekar tækifæri til fram-haldsmenntunar í héraði, tryggja áfram háskólanámið og efla sí- og endurmenntun á svæðinu.Nú stefnir loks í að þjóðareign náttúruauðlinda verði tryggð í nýrri stjórnarskrá. Öll lagasetning þarf að taka mið af þessu nýja ákvæði og um leið tryggja að auðlind-ir verði ekki framseljanlegar, úthlutun þeirra verði til hóflegs tíma gegn gjaldi og að jafnræðis verði gætt við úthlutun þeirra. Tryggja þarf fjölskyldum, einstaklingum og fyrirtækjum efnahagslegan stöðugleika, afnema verðtryggingu í áföngum og lækka vexti. Láta þarf reyna á hvort góðir samningar náist við Evrópusambandið, ekki hvað síst um sjávarútveg og landbúnað. Það hefur ávallt verið skýr vilji Samfylkingarinnar að í þjóðaratkvæðagreiðslu hafi þjóðin úrslitavald um hvort við göngum í Evrópusambandið.Ég sækist eftir því að vera áfram í forystuhlutverki í stjórnmálum, þar sem Samfylkingin leiðir endurreisnina áfram með almannahagsmuni og réttlæti að leiðarljósi.

Facebook: Guðjartur Hannesson Netfang: [email protected]

Page 4: Flokksval Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi

1.-

2. S

ÆT

I

Ég er fædd 8. september 1958. Eiginmaður minn er Sig-urður Pétursson sagnfræðingur. Við erum búsett á Ísa-firði, eigum fimm uppkomin börn og fjögur barnabörn. Hugðarefni mín eru margvísleg. Ég er útivistarkona, tónlistar- og bókmenntaunnandi, og nýt mín jafnan best í hópi fjölskyldu og góðra vina. Síðustu ár hef ég verið virk sem björgunarsveitarmaður í Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu ásamt leitar- og björgunarhundinum mínum Skutli, sem ég hef þjálfað til leitar og björgunarstarfa.Frá 2009 hef ég notið þess trausts að fá að þjóna íbúumlandsins og kjördæmi mínu á Alþingi Íslendinga. Fram aðþví helgaði ég mig menntamálum, einkum háskóla-kennslu og fræðastörfum (1992-2001). Ég var sérfræðing-ur við Stofnun fræðasetra Háskóla Íslands (2006-2009), skólameistari Menntaskólans á Ísafirði (2001-2006), for-stöðumaður þjóðháttadeildar Þjóðminjasafnsins (1998-2000), frétta- og dagskrárgerðarmaður (1984-1990) ogborgarfulltrúi (1990-1994). Ég er með doktorspróf í íslenskum bókmenntum og þjóð-fræðum frá Háskóla Íslands en stundaði einnig stjórnun-arnám við viðskipta- og hagfræðideild HÍ. Ég hef skrif-að fjölda fræðigreina auk fjögurra bóka og verið virkur bloggari um þjóðfélagsmál í mörg ár. Þá er ég í daglegum samskiptum við á þriðja þúsund vina á Facebook.

Jöfnuður – sjávarauðlindin - byggðamál Staða byggðanna, jöfnun búsetuskilyrða, lýðræðisum-bætur, auðlinda- og umhverfismál hafa verið mín hugða-refni frá því ég settist á Alþingi 2009. Ég hef beitt mér fyrir samgöngu- og atvinnubótum m.a. flýtingu Dýra-fjarðarganga/Dynjandisheiðar, enda eru samgöngur lífæðar samfélaga og grunnforsenda þess að þróttmikið atvinnulíf og búseta geti fest rætur.

Eitt helsta baráttumál mitt er að breyta fiskveiðistjórnun-arkerfinu svo þjóðin endurheimti sameiginlega auðlind sína, fiskinn í sjónum, með opnari aðgangi að veiðirétt-inum á forsendum jafnræðis og atvinnufrelsis, þannig að komandi kynslóðir fái notið arðs af auðlind sinni og sjáv-arbyggðirnar endurheimti rétt sinn til þess að nýta hana.Ég hef staðið að lagabreytingum til réttarbóta fyrir al-menning, m.a. flutti ég og fékk samþykkt frumvarp um aukna upplýsingaskyldu stjórnvalda í umhverfismálum. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp mitt um breytta og bætta skipan strandveiða. Þá hef ég flutt frumvörp og þings-ályktunartillögur um sérgreiningu landshlutanna í rann-sóknar og þróunarstarfi; skilgreiningu Vestfjarða sem vettvang fyrir kennslu, rannsóknir og nýsköpun á sviði sjávarútvegs; vísindaveiðar; þjóðaratkvæðagreiðslu um fiskveiðistjórnun; flutninga og samgöngur við Austur-Grænland svo fátt eitt sé talið. Að gefa eftir getu og þiggja eftir þörfumÉg er jafnaðarmaður að hugsjón og vil leggja mitt af mörkum til þess að endurreisa íslenskt samfélag á for-sendum jafnaðarstefnunnar. Ég vil hafa heilbrigðar leik-reglur, gagnsæi og heiðarleika í öndvegi og að byrðum sé dreift á herðar þeirra sem geta borið þær en hinum hlíft sem standa höllum fæti. Ég vil samfélag þar sem við látum okkur varða velferð og hlutskipti samferðafólks; samfélag sem miðar markvisst að réttlátri skiptingu auðs, eigna og lífsgæða; samfélag þar sem hver maður fær að gefa eftir getu og þiggja eftir þörfum.

Facebook: Ólína ÞorvarðardóttirNetfang: [email protected]

Bloggsiða: www.blog.eyjan.pressan.is/olinath

ÓlínaÞorvarðardóttir

Page 5: Flokksval Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi

2. S

ÆT

I

Ég er 32 ára, uppalin í Staðarsveit á Snæfellsnesi en er nú búsett á Akranesi. Ég á eina dóttur og er í sambandi með Hinriki Pálssyni lögreglufulltrúa. Menntun: BA gráða í heimspeki, hagfræði og stjórnmála-fræði frá Háskólanum á Bifröst og hef jafnframt stundað meistaranám í Lýðheilsufræðum við Háskólann í Reykja-vík.Störf: Síðustu ár hefur ég verið virk í nýsköpunar- og þróunarstarfi í landbúnaði. Auk þess að sinna störfum á vettvangi landbúnaðarins og við eigin rekstur hef ég m.a. starfað við hárgreiðslu, verið háseti á netabáti (er með skipstjórnarréttindi á 30 tonna bát), sinnt ferðaþjónustu, verið aðstoðarmaður þingmanns, starfað við löndun og verið virkur þátttakandi í ýmsu félagsstarfi.

Jákvæð stjórnmál – heilbrigt samfélagÉg vil leggja mitt af mörkum til jákvæðra stjórnmála. Það má ekki verða þannig að venjulegt, heiðarlegt fólk forðist virka þátttöku, þori jafnvel ekki að taka afstöðu eða segja skoðanir sínar af hræðslu við að lenda sjálfkrafa í átökum og deilum. Við búum í óheilbrigðu stjórnmálaumhverfi, það er ástand sem er hvorki eðlilegt né skynsamlegt fyrir samfélagið. Því vil ég breyta með samvinnu og virðingu að vopni. Byggða- og atvinnumál hafa alltaf verið mér hugleikin

og ef ég fæ tækifæri þá vil ég leggja mig enn frekar fram um að vinna að framgangi nýsköpunar og þróunar á þeim sviðum. Við eigum að þakka fyrir að fá að byggja þetta land, vera vinningsmegin í lífinu. Við erum rík af svo mörgu og ættum því að geta verið þakklát og séð tækifærin í umhverfinu - og nýtt þau. Við eigum hreinar og góðar afurðir bæði til sjávar og sveita og í því liggja að mínu mati gríðarleg tækifæri til framtíðar litið.Að mínu mati byggist afstaða fólks í stjórnmálum upp á svokölluðum grunngildum og þar finnst mér „jöfn tækifæri“ vera fallegasta form samfélags sem hægt er að hugsa sér. Við fæðumst inn í misjafnar aðstæður og lífið fer misjöfnum höndum um okkur. Þess vegna er svo mikilvægt að fólk hafi jöfn tækifæri til að skapa sér lífsgæði, á sínum forsendum. Það eru víða samfélög þar sem fólk hefur hvorki tækifæri til að mennta sig né vinna. Þá er heldur ekki stuðningur ef eitthvað bregður út af til skemmri eða lengri tíma. Þannig samfélag vil ég ekki hafa hér á landi. Hvernig nærðu í mig: Heimsíminn minn er 556 0001 og farsími 892 1780. Ég er bæði með persónulega fés-bókarsíðu og með „like“ síðu, þér er velkomið að senda mér vinabeiðni eða „líka“ við stuðningssíðuna mína.

Facebook: Hlédís SveinsdóttirNetfang: [email protected]

HlédísSveinsdóttir

Kosning í flokksvali Samfylkingarinnar í NV-kjördæmi hefstmánudaginn 12. nóvember og lýkur mánudaginn 19. nóvember.

Kosningarétt hafa allir skráðir félagar í Samfylkingunni sem eru á íbúaskrá íNV-kjördæmi þann 5. nóvember. Hægt er að skrá sig í Samfylkinguna til kl. 9að morgni þann 5. nóvember á Samfylking.is eða í gegnum síma 414 2200.

Page 6: Flokksval Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi

3.-

4. S

ÆT

I

Ég er fæddur á Suðureyri þann 31. mars 1969 og er sonur hjónanna Bjarna H. Ásgrímssonar frá Suðureyri og Auðar M. Árnadóttur frá Akranesi. Ég er í sambúð með Stellu Hjaltadóttur og eigum við saman tvö börnÉg stunda nám í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands. Starfa hjá Fiskistofu, fyrri störf eru í sjávarútvegi til sjós og lands ásamt vinnu við sprotafyrirtæki og ferðamanna-þjónustu.

Í félagsstörfum hef ég tekið þátt í stjórnum íþrótta- félaga, stóð fyrir stofnun Samfylkingarfélagsins á Bifröst meðan ég var þar í námi, er núna formaður Samfylk-ingarfélagsins í Ísafjarðarbæ og Bolungarvíkur. Ég sit í atvinnumálanefnd og fræðslunefnd ásamt því að vera varamaður í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar fyrir Í listann.

Nýtt Ísland – fjölbreytt atvinnulíf – mannauður Nýja Ísland undir forystu Samfylkingarinnar á að hafaþað sem meginverkefni að tryggja atvinnu, velferð ogjöfnuð í anda norrænna jafnaðarmanna. Samfylkinginvill tryggja ævarandi sameign þjóðarinnar á auðlindummeð breyting-um á stjórnarskrá þar sem tekið er fyrirvaranlegt afsal. Samfylkingin hefur með stefnu sinni og aðgerðum sýnt hvað mestan skilning á því að það sem sterkt atvinnulíf þarf er góð menntun, skilvirk stjórnsýsla og almenn velferð. Þessi þrjú atriði eru kjarni jafnaðar-stefnunnar og verður ekki í sundur slitið.Ég tel að besta leiðin til að byggja upp byggðir landsins sé fjölbreytt atvinnulíf sem nýtir staðbundna styrkleika og sérstöðu og byggir á nýsköpun í öllum greinum. Nýsköpun og uppbygging þekkingar til að auka verð-mætasköpun einskorðast hvorki við sprotafyrirtæki né

nýjar atvinnugreinar. Fyrirtæki í undirstöðu atvinnugrein-um á borð við sjávarútveg, landbúnað, ferðaþjónustu og iðnað þurfa einnig stoðkerfi til nýsköpunar, mannauð og sóknarfæri byggð á sérstöðu til að eflast, auka hag-kvæmni og verðmætasköpun. Tryggja þarf heimilum og atvinnulífinu stöðugan gjaldmiðil og afnema verðtrygg-inguna. Klára þarf samninginn við ESB svo þjóðin fái tækifæri til að taka upplýsta ákvörðun um samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Menntun og velferðÉg vil styrkja sveitarfélögin til að taka að sér fleiri verkefniaf ríkinu, einnig tel ég að ríkisvaldið ætti að takaupp viðræður við sveitarfélög með það fyrir augum aðsjávarbyggðirnar fái veiðileyfagjaldið sem samþykkt vará síðasta ári til ráðstöfunar og tryggi þannig að íbúarsjávarbyggðanna njóti hagræðingarinnar sem átt hefursér stað innan sjávarútvegsins.Í menntamálum verðum við að standa fyrir öflugumframhaldsskólum með fjölbreyttu verknámi ásamt góðuháskólastarfi og styrkja þannig stöðu okkar til fjölbreyttaraatvinnulífs.Ég vil standa vörð um góða velferðarþjónustu og þannigskapa grunn fyrir réttlátu samfélagi sem skapar öryggiog efnahagslegan stöðugleika. Með því að tryggja öllumaðgang að heilsugæslu, menntun og mikilvægri félags-þjónustu, óháð efnahag, dregur úr áhrifum stéttaskipting-ar og fleiri hafa tækifæri til fullrar þátttöku í samfélaginu.

Facebook: Benedikt BjarnasonNetfang: [email protected]

BenediktBjarnason

Page 7: Flokksval Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi

3.-

4. S

ÆT

I

Ég er 49 ára og búsettur á Blönduósi, kvæntur Sigríði Bjarney Aadnegard skólastjóra og eigum við þrjár dætur.Menntun: B.A. próf í stjórnmálafræði frá H.Í. haustið 1991.Uppeldis og kennslufræði frá H.A. vorið 1996. Próf frá Lögregluskóla ríkisins, desember 2005. Fjöldi nám-skeiða á ýmsum sviðum rekstrar, fjármála og náms og kennslufræði.

Störf: 1979 til 1988 ýmis störf til sjávar og sveita. Æskulýðsfulltrúi Blönduóssbæjar 1988 til 1995. Hjá Iðn-þróunarfélagi Norðurlands vestra 1997 til 2001. Rann-sóknir í umferðaröryggismálum og almenn löggæslustörf hjá Lögreglunni á Blönduósi 2001 til 2005. Kennsla í grunnskóla, framhaldsskóla og á vegum Farskóla Norðurlands vestra með hléum í mörg ár. Þátttaka í sveitarstjórnarmálum með hléum í 20 ár.

Jöfnuður – atvinna – mannvit Jafnaðarstefnan hefur alltaf höfðað sterkast til mín sem grundvallarsjónarmið í allri samfélagsvinnu. Ef við leggj-um til grundvallar mannréttindi og lýðræði, almanna-hagsmuni og jöfnuð, við alla vinnu að samfélagslegum málefnum þá verður útkoman alla jafna góð. Ef sérhags-munir, fyrirgreiðsla, ójöfnuður og valdbeiting er ofan á verður útkoman lakari. Byggðaþróun og atvinnuþróun á landsbyggðinni hefur alltaf verið mér hugleikin. Í at-vinnumálunum er mikilvægt að frumkvæði og nýsköpun einstaklinga og fyrirtækja fái notið sín og nýjar hugmynd-ir og verkefni njóti velvildar, ráðgjafar og umhyggju af hálfu stjórnvalda, hvort heldur sem er ríkis eða sveitar-félaga. Mikilvægt er að nýgreinar og vaxtasprotar byggi sem mest á því mannviti og hefðum sem fyrir eru þannig

að um nýsköpun á gömlum merg sé að ræða. Atvinnulífið byggist þannig upp af því fólki sem fyrir er og styðjist við fjárfestingar, þjónustu, menningu og félagsgerð hvers svæðis. Meira er hægt að gera í því að hagnýta náttúru og umhverfi okkar svæðis t.d. fyrir ferðaþjónustu, í ljósi þess að erlendir ferðamenn setja náttúruupplifun í önd-vegi, aðspurðir um sérstöðu Íslands.

Orkumál – byggðaþróun Frá gangsetningu Blönduvirkjunar hefur vantað stóranorkukaupanda í nágrenni hennar. Löngu tímabært er aðstjórnvöld taki skrefið með heimamönnum til að leysaúr þeirri vöntun. Vinnumarkaður, iðnaðarlóðir og allaralmennar grunnforsendur hafa lengi verið til staðará Norðvesturlandi til nýtingar á þessari orku. Þeir semvinna að málefnum svæðisins þurfa að halda áfram aðstilla saman strengi sína á þessu sviði og stefna meðákveðnum hætti að árangri.Byggðaþróun ræðst af flóknu samspili allra þátta semmarka búsetuumhverfi fólks. Möguleikar til atvinnu,menntunar, almenn þjónusta og átthagarætur móta afstöðufólks til búsetu. Mikilvægt er að stjórnvöld og íbúarhafi þor til að horfa á staðreyndir í þeim efnum og takakostnaðarsamar ákvarðanir ti þess að styrkja svæðisem vænleg eru til sóknar og geta þá haft jákvæð áhrifá jaðarsvæðum. Samgöngur á Vestfjörðum er dæmi ummál sem Vestfirðingar eiga skilið að sé sinnt af meirialvöru og er stórt byggðaþróunarmál.

Facebook: Hörður RíkharðssonNetfang: [email protected]

HörðurRíkharðsson

Page 8: Flokksval Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi

Hvammstangi Félagsheimilið mánudagur 5. nóv. kl. 20.00

Búðardalur Leifsbúð þriðjudagur 6. nóv. kl. 16.30

Patreksfjörður Félagsheimilið, fundarsal þriðjud. 6. nóv. kl. 20.30

Skagaströnd Kántrýbær miðvikudagur 7. nóv. kl. 17.00

Sauðárkrókur Kaffi Krókur miðvikudagur 7. nóv. kl. 20.00

Reykholt Fosshótel fimmtudagur 8. nóv. kl. 17.00

Borgarnes Alþýðuhúsið fimmtudagur 8. nóv. kl. 20.00

Akranes Garðakaffi föstudagur 9. nóv. kl. 20.00

Hellissandur Hótel Hellissandur laugardagur 10. nóv. kl. 11.00

Grundarfjörður Kaffi 59 laugardagur 10. nóv. kl. 13.30

Stykkishólmur Sjávarpakkhúsið laugardagur 10. nóv. kl. 17.00

Ísafjörður Edinborgarhúsið sunnudagur 11. nóv. kl. 12.00

Hólmavík Café Riis sunnudagur 11. nóv. kl. 17.00

Fundarstaðir í flokksvalií Norðvesturkjördæmi