fréttabréf hb granda...fréttabréf hb granda júní 2016 4. tbl. nanna mjÖll einarsdÓttir er...

4
Fréttabréf HB Granda Júní 2016 4. tbl. NANNA MJÖLL EINARSDÓTTIR er hress og skemmtileg 35 ára Akranesmær sem starfar sem verkstjóri hjá Norðanfiski. Hún hefur unnið hjá fyrirtækinu frá því hún var 16 ára, en þó með nokkrum hléum. „Það er rosa lengi sko“ segir hún og skellir uppúr ! Hún hefur þó lengri tengingu við fyrirtækið þar sem móðir hennar hefur starfað hjá Norðanfiski frá því áður en Nanna fæddist. „Mamma fór heim í hádegishléi og fékk hríðir og ég fæddist! Ég nánast ólst upp í þessu húsi, kom mikið hingað sem krakki í heimsókn eftir skóla að segja hæ“ segir hún og þykir greinilega vænt um húsið. Nönnu líkar starfið sitt mjög vel því annars væri hún ekki búin að vera svona lengi í starfinu. „Ég dýrka vinnuna mína af því að hún er svo rosalega ölbreytt! Það besta við starfið er ölbreytinin, vinnutíminn og starfsfólkið“ segir hún og bætir síðan við, „vinnutíminn er æði! Ég vinn frá klukkan 7 á morgnana til klukkan 15 seinnipartinn og aldrei um helgar. Starfsfólkið hjá Norðanfiski er líka mjög náið og nánast eins og ölskylda“ segir hún kát. Flestir hjá Norðanfiski hafa unnið lengi saman og sá sem hefur unnið styst hefur t.d unnið í 3 ár hjá fyrirtækinu. „Nándin getur þó líka verið erfið og þá sérstaklega ef eitthvað kemur upp á hjá einhverjum, þá finnum við það öll og höfum mikla samkennd hvort með öðru“. Þar sem Nanna Mjöll nefnir ölbreytilegt starf sem helsta kost starfsins síns þá bað Þúfa hana um nánari útskýringu á starfinu. „Ég geri bara allt. Samkvæmt heimasíðu er ég verkstjóri en Hugrún stjórnar mér, þannig að ég er kannski svona aðstoðarmaður verkstjóra í raun. Enginn dagur er eins og er frekar erfitt að útskýra hvað við gerum hjá Norðanfiski. Ég vigta t.d krydd fyrir uppskriftirnar okkar, bý til plokkfisk, grænmetisbuff, chiabuff, bý til pæklana fyrir laxinn og sé um reykofninn. Ég er svolítið út um allt og það getur í raun allt verið í gangi í einu, nema við getum ekki framleitt tvær týpur í hrærivélinni í einu. Það er í raun ekkert sem ég get ekki gert, nema að fara á frystinn, það er of erfitt og þarf stóra karlmenn í það“ segir hún glettnislega. En hvað hefur breyst hjá Norðanfiski frá því Nanna hóf störf? „Allt! Þegar ég byrjaði hér þá var fiskpate aðallega unnið hér, alla daga vikunnar. Núna er það bara fyrir jól og páska. Við unnum líka mikið „demantinn“ sem var lax með spínatfyllingu, sem er hætt í dag. Þá var heldur engin brauðun, þannig að rosalega mikið hefur breyst. Vörulega séð hefur fyrirtækið stækkað gífurlega á þessum árum. Launin hækkuðu síðan töluvert með innkomu HB Granda og er mikil gleði með það“ segir hún glöð í bragði. Nanna segist vera með kolsvartan húmor og finnst allt fyndið. Eitt helsta áhugamál hennar er Zumba og hefur hún stundað það í um 6 ár. „Zumba er ótrúlega skemmtilegt og eitthvað sem allir ættu að prófa. Það er furðu lítill hópur sem æfir Zumba á Akranesi miðað við hvað þetta er ótrúlega gaman og mikil áreynsla“ segir Nanna og tekur næstum sporið. Hún er einnig dugleg að fara í göngur upp í Hvalörð og kíkja á bílasölur í Reykjavík til að eyða tímanum. Hún er mikill aðdáandi Game of Thrones og fylgist spennt með þáttunum. Henni langar helst að skoða Ásbyrgi af þeim stöðum Íslands sem hún hefur ekki skoðað, en draumafríið er á Tenerife. „Ég myndi bara vera þar allan daginn alltaf!“ segir hún dreymin á svip. Þar sem líður undir lok viðtalsins er Nanna spurð um eitthvað sem hún vill að komi fram að lokum. Hún er snögg að svara og segir: „Við verðum að nefna Flórídaskagann! Það eru allir eru velkomnir á Flórídaskagann!“ ZUMBA DANSARI Á FLÓRÍDASKAGANUM

Upload: others

Post on 24-Mar-2021

0 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Fréttabréf HB Granda...Fréttabréf HB Granda Júní 2016 4. tbl. NANNA MJÖLL EINARSDÓTTIR er hress og skemmtileg 35 ára Akranesmær sem starfar sem verkstjóri hjá Norðanfiski

Fréttabréf HB Granda Júní 20164. tbl.

NANNA MJÖLL EINARSDÓTTIR er hress og skemmtileg 35 ára Akranesmær sem starfar sem verkstjóri hjá Norðanfiski. Hún hefur unnið hjá fyrirtækinu frá því hún var 16 ára, en þó með nokkrum hléum. „Það er rosa lengi sko“ segir hún og skellir uppúr ! Hún hefur þó lengri tengingu við fyrirtækið þar sem móðir hennar hefur starfað hjá Norðanfiski frá því áður en Nanna fæddist. „Mamma fór heim í hádegishléi og fékk hríðir og ég fæddist! Ég nánast ólst upp í þessu húsi, kom mikið hingað sem krakki í heimsókn eftir skóla að segja hæ“ segir hún og þykir greinilega vænt um húsið.Nönnu líkar starfið sitt mjög vel því annars væri hún ekki búin að vera svona lengi í starfinu. „Ég dýrka vinnuna mína af því að hún er svo rosalega fjölbreytt! Það besta við starfið er fjölbreytinin, vinnutíminn og starfsfólkið“ segir hún og bætir síðan við, „vinnutíminn er æði! Ég vinn frá klukkan 7 á morgnana til klukkan 15 seinnipartinn og aldrei um helgar. Starfsfólkið hjá Norðanfiski er líka mjög náið og nánast eins og fjölskylda“ segir hún kát. Flestir hjá Norðanfiski hafa unnið lengi saman og sá sem hefur unnið styst hefur t.d unnið í 3 ár hjá fyrirtækinu. „Nándin getur þó líka verið erfið og þá sérstaklega ef eitthvað kemur upp á hjá einhverjum, þá finnum við það öll og höfum mikla samkennd hvort með öðru“.Þar sem Nanna Mjöll nefnir fjölbreytilegt starf sem helsta kost starfsins síns þá bað Þúfa hana um nánari útskýringu á starfinu. „Ég geri bara allt. Samkvæmt heimasíðu

er ég verkstjóri en Hugrún stjórnar mér, þannig að ég er kannski svona aðstoðarmaður verkstjóra í raun. Enginn dagur er eins og er frekar erfitt að útskýra hvað við gerum hjá Norðanfiski. Ég vigta t.d krydd fyrir uppskriftirnar okkar, bý til plokkfisk, grænmetisbuff, chiabuff, bý til pæklana fyrir laxinn og sé um reykofninn. Ég er svolítið út um allt og það getur í raun allt verið í gangi í einu, nema við getum ekki framleitt tvær týpur í hrærivélinni í einu. Það er í raun ekkert sem ég get ekki gert, nema að fara á frystinn, það er of erfitt og þarf stóra karlmenn í það“ segir hún glettnislega.En hvað hefur breyst hjá Norðanfiski frá því Nanna hóf störf? „Allt! Þegar ég byrjaði hér þá var fiskpate aðallega unnið hér, alla daga vikunnar. Núna er það bara fyrir jól og páska. Við unnum líka mikið „demantinn“ sem var lax með spínatfyllingu, sem er hætt í dag. Þá var heldur engin brauðun, þannig að rosalega mikið hefur breyst. Vörulega séð hefur fyrirtækið stækkað gífurlega á þessum árum. Launin hækkuðu síðan töluvert með innkomu HB Granda og er mikil gleði með það“ segir hún glöð í bragði.Nanna segist vera með kolsvartan húmor og finnst allt fyndið. Eitt helsta áhugamál hennar er Zumba og hefur hún stundað það í um 6 ár. „Zumba er ótrúlega skemmtilegt og eitthvað sem allir ættu að prófa. Það er furðu lítill hópur sem æfir Zumba á Akranesi miðað við hvað þetta er ótrúlega gaman og mikil áreynsla“ segir Nanna og tekur næstum sporið. Hún er einnig dugleg að fara í göngur upp í Hvalfjörð og kíkja á bílasölur í Reykjavík til að eyða tímanum. Hún er mikill aðdáandi Game of Thrones og fylgist spennt með þáttunum. Henni langar helst að skoða Ásbyrgi af þeim stöðum Íslands sem hún hefur ekki skoðað, en draumafríið er á Tenerife. „Ég myndi bara vera þar allan daginn alltaf!“ segir hún dreymin á svip.Þar sem líður undir lok viðtalsins er Nanna spurð um eitthvað sem hún vill að komi fram að lokum. Hún er snögg að svara og segir: „Við verðum að nefna Flórídaskagann! Það eru allir eru velkomnir á Flórídaskagann!“

ZUMBA DANSARI Á FLÓRÍDASKAGANUM

Page 2: Fréttabréf HB Granda...Fréttabréf HB Granda Júní 2016 4. tbl. NANNA MJÖLL EINARSDÓTTIR er hress og skemmtileg 35 ára Akranesmær sem starfar sem verkstjóri hjá Norðanfiski

FÉLL FYRIR BRÚNUM AUGUM MICHAELS JACKSONSIGNÝ INGVARSDÓTTIR hóf störf hjá fyrirtækinu þegar hún kom úr fæðingarorlofi árið 1998. Þá vann hún hjá Íslenskt Franskt Eldhús og hefur því bráðum unnið í 18 ár í húsi Norðanfisks. Hún rifjar upp gamla tíma og segir ofboðslega mikið hafa breyst á þessum árum. Hún hefur farið í fleiri fæðingarorlof og var þannig heima í dálítinn tíma. Í eitt skiptið er hún kom úr orlofi var búið að breyta fyrirtækinu í Norðanfisk, fyrirtækið hafði breyst mjög mikið og hún þurfti að læra allt upp á nýtt. Signý vinnur í dag við að þyngdarmerkja reykt og grafið og að taka til pantanirnar sem fara í Bónus, en hleypur auðvitað í allt annað líka. Hún hefur tekið að sér ýmis störf innan fyrirtækisins. Hún hefur séð um að smúla, elda mat ofan í liðið og einnig séð um þrifin. „Ég hef svo til skipt um starf eftir hvert barn“ segir hún glettin. Að hennar mati fannst henni það vera jákvæð breyting þegar HB Grandi keypti Norðanfisk. „Það kom ákveðið öryggi og manni finnst maður vera hluti af einhverju stóru og miklu. Það er líka skemmtilegt að fara á árshátíðirnar og taka þátt í fleiri viðburðum“ segir hún brosandi.Signý er frá Akureyri en fluttist ásamt foreldrum sínum til Akraness 12 ára gömul. „Ég er þó fædd í Hrísey sem er dálítið merkilegt, enda ekki margir með Hrísey sem fæðingarstað í vegabréfinu sínu“ segir hún og hlær. Hún rekur stórt heimili með þremur börnum, en samspilið milli vinnu og einkalífs gengur vel. Þar sem vinnudagurinn hefst snemma þá sér maðurinn hennar og elsta dóttir um að koma yngsta syninum á leikskóla en Signý nær svo í hann snemma. Hennar helstu áhugamál eru fjölskyldan og að fylgja henni eftir“. Ég segi oft að ég sé kona mannsins míns, dóttir foreldra minna og mamma barnanna minna“ segir hún þegar innt er eftir áhugamálum hennar. „Mér finnst þó rosalega gaman að elda og er dugleg að elda. Þegar ég sá t.d um eldhúsið hér þá eldaði ég líka heima á kvöldin og fannst það ekkert leiðinlegt!“ Signý er ánægð í starfi sínu og að hennar mati er vinnutíminn það besta við starfið og henni finnst það einnig kostur að hún tekur ekki vinnuna með sér heim. Líkamlegt álag er þó frekar mikið þar sem hún stendur allan daginn og lyftir frekar þungu. „Ég þarf oft að lyfta þungum kössum upp á borð. Maður þarf að vera dálítið massaður!“ segir hún og hlær.

Signý er mikið fyrir afþreyingu og er til að mynda að hlusta á Dan Brown í vinnunni þegar Þúfa heimsækir Norðanfisk. Hún hlustar oft á morgunútvarpið á morgnana, en síðan eru þetta alltaf sömu lögin aftur og aftur að hennar sögn. „Tíminn er mikið fljótari að líða ef maður er með einhverja sögu að hlusta á. Það að geta hlustað á sögur í vinnunni opnaði nýjan heim fyrir mér, enda fær upptekin húsmóðir ekki oft tíma til að setjast niður með bók. Ég les því mikið í vinnunni“! segir Signý hress. Þúfa spyr Signýju um aðra afþreyingu eins og tónlist eða sjónvarpsefni og þá liggur ekki á svörunum. „Ég segi oft að fyrsta ástin mín hafi verið Michael Jackson og síðan kom elsku Prince. Ég sá ekkert nema brún augu og í dag á ég mann frá Nígeríu. Þetta var alveg á hreinu strax!“ segir hún. Signý er skemmtileg, segist vera dálítið kaldhæðin og það þarf ekki mikið til svo hún fari að hlægja, „ég er skapmanneskja, hlæ hátt og verð reið jafn flótt líka“ segir hún og hlær auðvitað! Að hennar mati er Suðurlandsundirlendið, Ásbyrgi og Akureyri fallegustu staðir landsins. Í draumafríinu hennar myndi hún vilja fá tíma fyrir sjálfa sig en fara líka í sólina með börnunum og manninum. Ellin verður því kannski bara eitt alsherjar draumafrí þar sem þau stefna að því að byggja sér hús í Nígeríu til að njóta elliáranna í sólinni þar.

HB Grandi keypti Norðanfisk að fullu árið 2014. Fyrirtækið er framleiðslufyrirtæki sem var stofnað á Akureyri árið 2001 en flutti starfsemi sína til Akraness árið 2013 þegar það

sameinaðist Íslenskt Franskt Eldhús. Norðanfiskur sérhæfir sig í áframvinnslu sjávarafurða í stóreldhús- og neytendapakkningar ásamt því að vera orðið mjög stór innflutnings- og heildsöluaðili á sjávarafurðum og þjónustar því jafnt stóreldhús, verslanir og veitingastaði.

Vignir G. Jónsson er fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað árið 1970. Það sameinaðist HB Granda árið 2013 og er nú rekið sem dótturfyrirtæki félagsins. Helstu framleiðsluvörur Vignis G. Jónssonar eru ýmsar afurðir unnar úr hrognum. Þau

hrogn sem notuð eru við framleiðslu í fyrirtækinu eru meðal annars hrogn úr grásleppu, loðnu, flugfiski, þorski, ýsu, löngu og ufsa. Þróunarvinna er stór þáttur í rekstri fyrirtækisins og hefur fyrirtækið yfir að ráða öflugri fullvinnsluverksmiðju. Stærsti hluti framleiðslunnar er seldur til Evrópu og Bandaríkjanna.

DÓTTURFYRIRTÆKIN Á AKRANESI

Page 3: Fréttabréf HB Granda...Fréttabréf HB Granda Júní 2016 4. tbl. NANNA MJÖLL EINARSDÓTTIR er hress og skemmtileg 35 ára Akranesmær sem starfar sem verkstjóri hjá Norðanfiski

INGA MARÍA er hópastjóri hjá Vigni G. Jónssyni. Hún er 28 ára, tveggja barna móðir ofan úr sveit. Hún hefur unnið í um 10 ár hjá fyrirtækinu, en þar af hefur hún verið hópastjóri í um 8 ár. Hjá Vigni eru þrjár konur hópastjórar. Hópastjórastarfinu er þannig skipt upp að þriðju hverju viku vinnur ein þeirra við skrifstofustörf sem hluta af starfi sínu og hinar stjórna sitthvorum hópnum í vinnslunni og sjá þá um að framleiðslan gangi vel fyrir sig.Venjulegum vinnudegi Ingu Maríu er erfitt að lýsa og þurfti hún smá umhugsunarfrest til að segja Þúfu frá starfi sínu. „Ég mæti hálftíma fyrr en aðrir og byrja á því að raða fólki niður í störf áður en það kemur þar sem við gerum aldrei það sama á hverjum degi. Það getur t.d verið kavíar í dag og masako á morgun. Við skiptumst alltaf á og fólkið rúllar með okkur. Ef verið er að framleiða, t.d kavíar þá er það heill dagur en ef við erum að afgreiða ákveðnar pantanir, t.d sjóða þorskhrogn niður þá er það ákveðin pöntun sem við klárum og svo förum við í eitthvað allt annað“ segir hún. Frá því að Inga hóf störf hjá Vigni fyrir 10 árum hefur margt breyst. „Þegar ég byrjaði þá vorum við bara í kringum 12 manns en erum núna um 50 talsins. Þetta er stærra batterí núna. Hópurinn var mun nánari áður þegar við vorum svona fá, við vorum eins og fjölskylda.“ Hún nefnir þó einnig að þó svo að þau séu ekki jafn náin núna vegna fjölda þá sé það ekkert verra enda sé mórallinn innan fyrirtækisins mjög góður og vinnufélagarnir meðal þess sem gerir starfið skemmtilegt. „Fjölbreytnin er það besta við starfið mitt, ég er aldrei að gera það sama á hverjum degi og mórallinn hér er líka mjög góður“ segir hún og brosir. Hlutverk hennar getur samt sem áður verið erfitt, „Það erfiðasta við starfið er þegar fólk hlustar ekki

PIOTR RYDEL mun fagna 10 ára starfsafmæli hjá Vigni í haust. Hann er 34 ára gamall vélvirki sem kemur frá Póllandi. Piotr kom til Íslands þar sem systir vinar hans, sem vinnur hjá Vigni G. Jónssyni, benti honum á fyrirtækið. „Ég mátti koma og prófa og hér er ég enn!“ Kona Piotr, Sandra, vinnur einnig hjá Vigni og hefur unnið þar í 9 ár. Hjónin eru bæði mjög ánægð í vinnunni og segja það vera mjög gott að vinna hjá Vigni. „Þetta verður alltaf bara betra og betra!“ segir hann. Hjónin búa á Akranesi ásamt 15 mánaða dóttur þeirra og finnst þeim mjög gott að búa á Akranesi, „ég held það sé bara best!“ segir Piotr brosandi þegar Þúfa forvitnast um málið.Á meðan á viðtalinu stendur getur Þúfa ekki staðist það að spyrja hvar Piotr lærði svona góða íslensku, enda fer viðtalið allt fram á íslensku. „Ég lærði hana bara hér [í vinnunni]. Ég er reyndar líka búinn að fara á íslenskunámskeið 1 og 2 en ég kunni allt. Í haust langar mig síðan að fara á námskeið 3 og 4. Íslendingar tala oft mjög hratt og þá skilur maður ekki alltaf. Ég vil læra málið alveg 100%.“ Hann er afar þakklátur Ólöfu og Eiríki og öðru starfsfólki Vignis, enda hafa þau hjálpað honum mikið. „Þegar ég kom talaði ég hvorki íslensku né ensku. Fólkið hér hefur hjálpað mér mjög mikið“. Hann nefnir að sumir séu hræddir við að tala íslenskuna og við það að segja eitthvað vitlaust. „Ég hugsa ekki þannig, ég læt bara vaða. Núna hugsa ég líka og tel orðið á íslensku en ekki á pólsku!“ segir hann áður en hann snýr sér aftur að störfum.

LEITAR HINS GULLNA MEÐALVEGAR

alveg á mann og hvorum megin línunnar ég eigi að vera. Ég vil vera vinur en er samt líka stjórnandi með bein í nefinu. Það erfiðasta við starfið er að finna hinn gullna meðalveg sem stjórnandi og vinur starfsfólks.“Inga María er mjög hress og tekur einn dag í einu og horfir ekkert of langt fram í tímann. „Ég lifi í núinu“.

BEST AÐ BÚA Á AKRANESI

Page 4: Fréttabréf HB Granda...Fréttabréf HB Granda Júní 2016 4. tbl. NANNA MJÖLL EINARSDÓTTIR er hress og skemmtileg 35 ára Akranesmær sem starfar sem verkstjóri hjá Norðanfiski

ÞÚFA FRÉTTABRÉF HB GRANDA Ábyrgðarm.: Vilhjálmur Vilhjálmsson Umsjón: Kristín Helga Waage Knútsd. Hönnun/umbrot: Fanney Þórðardóttir Netfang: [email protected]ósmyndir: Kristján Maack

nema annað sé tekið fram

PÉTUR ÞORLEIFSSON hefur starfað hjá Norðanfiski sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins síðan árið 2005. Pétur útskrifaðist úr Fisktækniskólanum árið 1991 og þar á undan lauk hann námi við Fiskvinnsluskólann. Hann vann áður hjá Sjávarréttum í Þorlákshöfn og í Keflavík. Vann síðar sem framleiðslusjtóri hjá Árnesi í Þorlákshöfn og sem sölumaður flatfisks í Hollandi. Pétur stofnaði einnig sína eigin fiskvinnslu í Reykjavík, en seldi hana árið 2005 og hóf störf hjá Norðanfiski.Pétur rekur félagið og stýrir því þannig að framleiðslan gangi smurt fyrir sig og það sé alltaf til nægt hráefni og nóg af vörum til að selja. Norðanfiskur er í dag með yfir 300 vörunúmer sem heildverslun og framleiðslufyrirtæki. Fyrirtækið selur aðallega á innanlandsmarkað á stóreldhúsmarkaðinn og í verslanir. Vinsælustu vörur Norðanfisks eru brauðaðir þorskbitar, lax og venjulegir náttúrlegir þorskbitar og sjófryst ýsa frá skipum HB Granda. Reynt er að nota eins mikið hráefni og hægt er af eigin skipum og hefur samvinnan aukist stöðugt eftir að HB Grandi eignaðist félagið árið 2014. Aðalsala Norðanfisks er til mötuneyta, stofnana, hótela, veitingastaða og skóla. Félagið selur einnig til stórmarkaða og fer þá mest til Bónuss af þeim. Pétur er mjög ánægður í starfi sínu, telur það vera fjölbreytt, lifandi og skemmtilegt og líkar vel nálægðin við viðskiptavini og nándin við starfsfólkið. Vöruþróun er mikil í samstarfi við hótel og veitingastaði ásamt heilbrigðisstofnunum þar sem mikið er unnið með næringarfræðingum og kokkum hvað varðar næringargildi og staðla. Pétur býr á höfuðborgarsvæðinu en keyrir daglega til vinnu á

FRAMKVÆMDASTJÓRI Í MÓTOKROSSIAkranes, „það er rosa gott, ég tala í símann á leiðinni í vinnuna, hlusta á útvarpið og á hljóðbækur. Það er líka gott að klára daginn á símtölum sem þarf að taka í einrúmi á leiðinni heim“ segir hann. Pétur leynir á sér og kemur Þúfu á óvart þegar hann nefnir að hann keppi og hjóli í mótokrossi, „ég er búinn að vera í þessu í 15-17 ár og þetta er alltaf jafn gaman“! Honum finnst útivera æðisleg og hefur ferðast mikið innanlands. Í sumar ætlar hann til að mynda að skoða Langasjó ásamt því að fara á hreindýraveiðar svo eitthvað sé nefnt. Þegar Pétur horfir til framtíðar er eitt ákveðið framtíðarstarf ofarlega í huga hans. „Ég stefni á það að verða afi. Ekki að það sé pressa á dæturnar, en ég held að það sé virkilega skemmtilegt hlutskipti í lífinu að verða afi“ segir hann og ljómar. Pétur laumar síðan að Þúfu lífsmottói sínu sem er „Simple is beautiful“, enda sé það lang best!

HEPPNIR ÞÁTTTAKENDUR VIÐHORFS-KÖNNUNARINNAR DREGNIR ÚTÞrír þátttakendur viðhorfskönnunarinnar voru dregnir út um daginn. Kolbrún Valgeirsdóttir í fiskiðjuverinu á Akranesi, Maria Szynaka hjá Norðanfiski og Gunnar Steinarsson á Höfrungi III voru þau heppnu og fékk hvert þeirra gjafabréf að andvirði 50.000 kr.Við óskum þeim innilega til hamingju og þökkum öllum þátttakendum kærlega fyrir þátttökuna.

Kolbrún Valgeirsdóttir og Elva Jóna. Maria Szynaka og Elva Jóna. Gunnar Steinarsson. mynd: Kristín Helga