ftl 103 greining á einhverfurófi

12
FTL 103 Greining á einhverfurófi Inga Sigurðardóttir Borgarholtsskóla

Upload: inga-sigurdardottir

Post on 30-Nov-2014

13.752 views

Category:

Documents


0 download

DESCRIPTION

 

TRANSCRIPT

Page 1: Ftl 103 greining á einhverfurófi

FTL 103Greining á einhverfurófi

Inga Sigurðardóttir Borgarholtsskóla

Page 2: Ftl 103 greining á einhverfurófi

Í greiningu eru skoðuð þrjú svið

• Félagslegt samskipti• Mál og tjáning• Áráttukennd hegðun

Leitað er eftir samspili og samsetningu þessara þriggja þátta.

Page 3: Ftl 103 greining á einhverfurófi

Félagsleg samskipti 

• Augntengsl, svipbrigði, líkamsstaða eða hreyfingar eru ekki notuð á venjulegan hátt í samskiptum við aðra

• Tengsl við jafnaldra þróast ekki á venjulegan hátt

• Skortur á félags- og tilfinningalegri gagnkvæmni

• Leita ekki huggunar þegar þeim líður illa eða leita eftir henni á óvenjulegan hátt

• Skert geta til að herma eftir• Lítil eða engin viðleitni til að deila gleði,

áhugamálum eða eigin afrekum með öðrum

Page 4: Ftl 103 greining á einhverfurófi

Mál og tjáskipti• Málþroski er seinkaður og stundum er ekkert tal.

Engin eða lítil viðleitni til að bæta upp skerta getu á málsviðinu með því að tjá sig með látbragði eða svipbrigðum

• Skert geta til að hefja og halda gangandi samræðum sem byggjast á gagnkvæmni og fela í sér svörun við því sem viðmælandi segir

• Sérkennileg málnotkun• Sérkennilegt hjómfall eða hrynjandi í tali • Eiga erfitt með að tileinka sér og nota viðeigandi

svipbrigði í samtölum

Page 5: Ftl 103 greining á einhverfurófi

Áráttukennd hegðun• Óvenjuleg og einhæf áhugamál og hugðarefni• Áráttukennd þörf fyrir að fylgja ákveðnum föstum

venjum eða ritúölum• Stelgdar hreyfingar• Óvenjulegur áhugi á ákveðnum eiginleikum hluta

Page 6: Ftl 103 greining á einhverfurófi

Greiningartæki• ADI-R stendur fyrir Autism Diagnostic Interview -

Revised. • ADI-R er kerfisbundið og staðlað viðtal við foreldra

eða aðra umsjónaraðila sem sérfræðingar nota til að greina einhverfu. Viðtalið sem tekur til 93 atriða á þeim þremur sviðum sem einkenna einhverfu. Atriðin eru kóðuð eftir sérstökum reglum og út úr því fást svo tölulegar niðurstöður sem hægt er nota til greiningar út frá ICD-10 og DMS-IV.'

• ADOS stendur fyrir Autism Diagnostic Observation Schedule (ADOS) sem mundi útfærast á íslensku sem Áhorfsgreiningarmat fyrir einhverfu

Page 7: Ftl 103 greining á einhverfurófi

Greiningartæki

ADOs er mæling/greining á hegðun og einkennum. Matið er í fjórum einingum en aðeins ein eining er lögð fyrir hvert barn út frá aldri og málfærni. Þetta er að hluta kerfisbundið mat sem býður upp á staðlaða stigagjöf. Matið samanstendur af ýmsum athöfnum þar sem prófandi fylgist með samskiptum og félagslegri hegðun. Prófandi skráir niður athugasemdir út frá því sem hann sér (áhorfsathuganir) og þær eru svo táknsettar og byggir greining á niðurstöðum út frá því.

Page 8: Ftl 103 greining á einhverfurófi

Inga Sigurðardóttir 8

Dæmigerð einhverfa:•

Til þess að barn fái greininguna dæmigerð einhverfa þurfa niðurstöður af öllum þremur sviðunum að fara yfir viðmiðunarmörk í ADI-R og ADOS, einnig stutt af þroskasögu barnsins. Sem sagt, barnið á í einhverjum erfiðleikum með félagslega tjáningu, mál og tjáningu og sýnir áráttukennda hegðun sem fara yfir greiningarmörk. Þessir erfiðleikar geta þó verið miserfiðir á milli sviða. 

FTL 103

Page 9: Ftl 103 greining á einhverfurófi

Inga Sigurðardóttir 9

Ódæmigerð einhverfa

Barn sem fær greininguna ódæmigerð einhverfa fer yfir viðmiðunarmörk á tveimur af þremur sviðum ADI-R, einnig stuttu af þroskasögu barnsins. Mismunandi er á milli barna hvaða svið það eru. Börn með ódæmigerða einhverfu fá lægri stig á ADOS en börn með dæmigerða einhverfu

FTL 103

Page 10: Ftl 103 greining á einhverfurófi

Inga Sigurðardóttir 10

Aspgergergreining

Aspergergreining er gefin börnum sem eiga ekki í erfiðleikum með mál og eru ekki með vitsmunaskerðingu. ADI-R fer yfir greiningarmörkin í félagslegum samskiptum og áráttukenndri hegðun. 

FTL 103

Page 11: Ftl 103 greining á einhverfurófi

Inga Sigurðardóttir 11

Röskun á einhverfurófinu

Röskun á einhverfurófi á við um þau börn sem eru með einkenni á einhverjum sviðum sem eru hamalandi en ná þó ekki greiningarviðmiðum.  

FTL 103

Page 12: Ftl 103 greining á einhverfurófi

Skimunartæki• Skimunartæki eru notuð til þess að skima fyrir einhverfu og athuga hvort þörf sé

á nánari greiningu. Þau eru meðal annars: • CARS er 15 atriða atferlismat sem hjálpar til við að finna börn með einhverfu og

greina þau frá börnum með aðrar fatlanir eða þroskaraskanir en greinast ekki með einhverfu. Þar að auki greinir CARS milli mildra og alvarlegra einkenna einhverfu

• SRS (Social responsiveness scale) Spurningalisti um félagslega svörunarhæfni.Þetta er spurningalist með 65 atriðum sem er notaður til að skima fyrir einhverfu hjá 4 - 18. Listinn er fylltur út af foreldrum eða kennurum. Listinn er einnig til fyrir fullorðna. Svörin eru á fjögurra punkta kvarða og eru gefin stig frá 0 upp í 3 fyrir hvert svar. Tölurnar eru síðan lagðar saman og geta niðurstöðurnar verið frá 0 upp í 195 stig. Skor upp á 60 stig og yfir benda til marktækrar hömlunar og skor yfir 80 stigum bendir til að um mikinn skort á félagslegri svörun sé að ræða.

• SCQ (Social Communication Questionnaire) Spurningalisti um félagsleg tjáskiptiÞetta er stuttur spurningalisti sem er fylltur út af foreldrum eða umsjónaraðilum. Á listanum eru 40 spurningar sem svarað er með já eða nei. Listinn er notaður til að skima fyrir einkennum einhverfu til að ákveða hvort ástæða sé fyrir nánari greiningu.