greining alvarlegra meðfæddra hjartagalla á Íslandi 2000-2014 ritgerð... · 2018. 10. 15. ·...

45
Greining alvarlegra meðfæddra hjartagalla á Íslandi 2000-2014 Hallfríður Kristinsdóttir 1 Gylfi Óskarsson 1,2 , Þórður Þórkelsson 1,2 1 Læknadeild Háskóla Íslands, 2 Barnaspítali Hringsins Ritgerð til B.S. gráðu Háskóli Íslands Læknadeild Maí 2015

Upload: others

Post on 17-Dec-2020

3 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Greining alvarlegra meðfæddra hjartagalla á Íslandi 2000-2014 ritgerð... · 2018. 10. 15. · Ágrip Greining alvarlegra meðfæddra hjartagalla á Íslandi 2000-2014 Hallfríður

Greining alvarlegra meðfæddra hjartagalla á Íslandi

2000-2014

Hallfríður Kristinsdóttir1

Gylfi Óskarsson1,2, Þórður Þórkelsson1,2

1Læknadeild Háskóla Íslands,

2Barnaspítali Hringsins

Ritgerð til B.S. gráðu Háskóli Íslands

Læknadeild Maí 2015

Page 2: Greining alvarlegra meðfæddra hjartagalla á Íslandi 2000-2014 ritgerð... · 2018. 10. 15. · Ágrip Greining alvarlegra meðfæddra hjartagalla á Íslandi 2000-2014 Hallfríður

Ritgerð þessi er til B.S. gráðu í læknisfræði og er óheimilt að afrita ritgerðina á

nokkurn hátt nema með leyfi rétthafa.

© Hallfríður Kristinsdóttir 2015

Prentun: Háskólaprent

Page 3: Greining alvarlegra meðfæddra hjartagalla á Íslandi 2000-2014 ritgerð... · 2018. 10. 15. · Ágrip Greining alvarlegra meðfæddra hjartagalla á Íslandi 2000-2014 Hallfríður

Ágrip

Greining alvarlegra meðfæddra hjartagalla á Íslandi 2000-2014

Hallfríður Kristinsdóttir1, Gylfi Óskarsson

1,2, Þórður Þórkelsson

1,2

1Læknadeild Háskóla Íslands,

2Barnaspítali Hringsins

Inngangur: Nýlegar rannsóknir frá nágrannalöndunum hafa sýnt að vaxandi hlutfall (13-30%)

alvarlegra meðfæddra hjartagalla greinist seint, það er eftir útskrift heim af fæðingardeild. Börnin eru

þá oft alvarlega veik við greiningu, en sein greining hefur verið tengd verri afdrifum. Til að bregðast við

þessum vanda hafa sum lönd tekið upp nýjar greiningaraðferðir. Nýburaeftirlit á Íslandi hefur þá

sérstöðu að allir nýburar eru skoðaðir af lækni við 5 daga aldur. Markmið rannsóknarinnar er að meta

hvenær alvarlegir meðfæddir hjartagallar greinast á Íslandi og hvort sein greining þeirra sé vandamál.

Niðurstöðurnar gætu haft áhrif á skipulag nýburaskoðunar og afstöðu til nýrra greiningaraðferða.

Efniviður og aðferðir: Gerð var afturskyggn rannsókn sem náði til allra lifandi fæddra barna á

Íslandi á tímabilinu 2000-2014. Alvarlegur meðfæddur hjartagalli var skilgreindur sem galli sem

þarfnast inngrips eða veldur dauðsfalli á fyrsta ári lífs. Börn með þá greiningu voru fundin í

Vökudeildarskrá og sjúkdómsgreiningargrunni Landspítala. Upplýsingum var safnað úr sjúkraskrám

barna og mæðra um fæðingu, greiningu, ástand og afdrif barns. Notast var við lýsandi tölfræði.

Niðurstöður: Alls fundust 155 börn sem greindust með alvarlegan meðfæddan hjartagalla á

tímabilinu, 93 drengir og 62 stúlkur (1,5:1). Nýgengið var 2,33 á hverjar 1000 lifandi fæðingar. Nýgengi

lækkaði marktækt á tímabilinu, úr 3,12 á fyrstu 5 árunum (2000-2004) í 1,99 og 1,95 á seinni tveimur 5

ára tímabilunum (2005-2009 og 2010-2014) (p<0,05). Algengustu hjartagallarnir voru ósæðarþrenging

eða -rof með eða án ops á milli slegla 29/155 (18,7%), op á milli slegla 24/155 (15,5%) og víxlun

meginslagæða með eða án ops á milli slegla 15/155 (9,7%). 36 börn (23,2%) greindust á meðgöngu.

100 börn (64,5%) greindust skömmu eftir fæðingu og fyrir útskrift frá fæðingarstofnun. 19 börn (12,3%)

greindust seint, það er eftir útskrift frá fæðingarstofnun. 25 börn af 100 sem greindust eftir fæðingu fyrir

útskrift frá fæðingarstofnun fengu alvarleg einkenni skömmu eftir fæðingu. Hjá þeim var víxlun

meginslagæða (með eða án ops á milli slegla) algengasti gallinn (10/25), en engin börn höfðu greinst

með slíkan galla á meðgöngu. Af þeim 19 sem greindust seint voru 13 alvarlega veik við greiningu, þar

af 3 í lostástandi. Sá galli sem oftast greindist seint var ósæðarþrenging eða -rof, 6/19 (31,6%). 141

barn (91%) er á lífi í dag, við 4 mánaða til 15 ára aldur. 14 börn létust, þar af 8 fyrir eins árs aldur.

Hjartagalli var dánarorsök hjá 8 börnum. Fimm börn létust án inngrips vegna hjartagalla. Af hinum 150

undirgekkst 101 barn fyrsta inngrip yngra en tveggja mánaða gamalt, og þar af 87 yngri en eins

mánaðar gömul.

Ályktanir: Meðgöngugreining og skoðun nýbura fyrir útskrift frá fæðingarstofnun skilar ágætum

árangri í greiningu barna með alvarlega hjartagalla. Þó greinist umtalsverður fjöldi þeirra seint og eru

þau þá oft alvarlega veik við greiningu. Þau börn sem greinast á fyrstu dögum ævinnar fyrir útskrift frá

fæðingarstofnun veikjast oft með lífshótandi einkennum sem krefjast gjörgæslumeðferðar. Æskilegt

væri að fækka þeim börnum sem veikjast lífhættulega vegna alvarlegs hjartagalla með bættri greiningu

á meðgöngu og í nýburaskoðun.

Page 4: Greining alvarlegra meðfæddra hjartagalla á Íslandi 2000-2014 ritgerð... · 2018. 10. 15. · Ágrip Greining alvarlegra meðfæddra hjartagalla á Íslandi 2000-2014 Hallfríður

Þakkir

Ég þakka leiðbeinendum mínum, Gylfa Óskarssyni og Þórði Þórkelssyni, ómetanlega aðstoð við

vinnslu rannsóknarinnar og þá sérstaklega Gylfa fyrir einstaka þolinmæði, hjálpsemi og yfirlestur. Ég

þakka föstudagshópnum á Barnaspítalanum, undir handleiðslu Ásgeirs Haraldssonar, kærlega fyrir

frábæran stuðning, góða ráð og skemmtilegar stundir. Þakkir fyrir mikla aðstoð við gagnasöfnun fá

Elísabet Árnadóttir læknaritari 21D, starfsfólk sjúkraskrársafns í Vesturhlíð og Ingibjörg Richter.

Page 5: Greining alvarlegra meðfæddra hjartagalla á Íslandi 2000-2014 ritgerð... · 2018. 10. 15. · Ágrip Greining alvarlegra meðfæddra hjartagalla á Íslandi 2000-2014 Hallfríður

Efnisyfirlit

Myndaskrá ................................................................................................................................................1

Töfluskrá ...................................................................................................................................................1

Listi yfir skammstafanir .............................................................................................................................2

1 Inngangur ..........................................................................................................................................3

1.1 Almennt .................................................................................................................................... 3

1.2 Fósturblóðrás ........................................................................................................................... 3

1.3 Alvarlegir meðfæddir hjartagallar ............................................................................................. 5

1.3.1 Hjartagallar sem valda hjartabilun ............................................................................... 5

1.3.2 Hjartagallar sem valda bláma ...................................................................................... 6

1.3.3 Hjartagallar sem einkennast af truflun á útflæði frá vinstri hlið hjartans ...................... 7

1.4 Litningagallar og aðrir gallar sem tengjast hjartagöllum .......................................................... 8

1.5 Greining hjartagalla ................................................................................................................. 9

1.5.1 Greiningaraðferðir ...................................................................................................... 10

1.5.2 Greining á meðgöngu ................................................................................................ 10

1.5.3 Nýburaskoðun ............................................................................................................ 11

1.5.4 Sein greining hjartagalla ............................................................................................ 12

1.5.5 Nýjar greiningaraðferðir ............................................................................................. 12

1.6 Meðferðir við hjartagöllum og afdrif ....................................................................................... 13

2 Markmið ......................................................................................................................................... 14

3 Efni og aðferðir .............................................................................................................................. 15

3.1 Skipulag rannsóknar .............................................................................................................. 15

3.1.1 Skilyrði fyrir þátttöku í rannsókn ................................................................................ 15

3.1.2 Gagnasöfnun ............................................................................................................. 15

3.1.3 Úrvinnsla gagna og tölfræðiaðferðir .......................................................................... 15

3.2 Leyfi ....................................................................................................................................... 16

4 Niðurstöður .................................................................................................................................... 17

4.1 Nýgengi .................................................................................................................................. 17

4.2 Tímasetning greiningar .......................................................................................................... 19

4.3 Ástæður skoðunar, einkenni og teikn .................................................................................... 22

4.4 Ástand barnanna ................................................................................................................... 24

4.5 Inngrip vegna hjartagalla ....................................................................................................... 25

4.6 Lifun ....................................................................................................................................... 26

Page 6: Greining alvarlegra meðfæddra hjartagalla á Íslandi 2000-2014 ritgerð... · 2018. 10. 15. · Ágrip Greining alvarlegra meðfæddra hjartagalla á Íslandi 2000-2014 Hallfríður

5 Umræða ......................................................................................................................................... 27

5.1 Helstu niðurstöður.................................................................................................................. 27

5.2 Sein greining .......................................................................................................................... 27

5.3 Greining á meðgöngu ............................................................................................................ 28

5.4 Hvar mætti bæta greiningu? .................................................................................................. 29

5.5 Nýgengi .................................................................................................................................. 30

5.6 Lifun ....................................................................................................................................... 30

5.7 Kostir og takmarkanir rannsóknar .......................................................................................... 30

5.8 Samantekt .............................................................................................................................. 31

Heimildaskrá .......................................................................................................................................... 32

Viðauki 1 ................................................................................................................................................ 35

Viðauki 2 ................................................................................................................................................ 36

Viðauki 3 ................................................................................................................................................ 38

Page 7: Greining alvarlegra meðfæddra hjartagalla á Íslandi 2000-2014 ritgerð... · 2018. 10. 15. · Ágrip Greining alvarlegra meðfæddra hjartagalla á Íslandi 2000-2014 Hallfríður

1

Myndaskrá

Mynd 1. Fósturblóðrás. ............................................................................................................................ 4

Mynd 2. Lokuvísagalli. ............................................................................................................................. 5

Mynd 3. Víxlun meginslagæða. ............................................................................................................... 7

Mynd 4. Ósæðarþrenging. ....................................................................................................................... 8

Mynd 5. Fjöldi lifandi fæddra barna með alvarlegan meðfæddan hjartagalla eftir fæðingarárum, n=155.

............................................................................................................................................................... 17

Mynd 6. Nýgengi alvarlegra meðfæddra hjartagalla á hver 1000 lifandi fædd börn eftir fæðingarárum.

............................................................................................................................................................... 17

Mynd 7. Nýgengi alvarlegra meðfæddra hjartagalla á hver 1000 lifandi fædd börn eftir 5 ára tímabilum.

............................................................................................................................................................... 18

Mynd 8. Fjöldi lifandi fæddra barna sem höfðu greinst með alvarlegan meðfæddan hjartagalla á

meðgöngu eftir fæðingarári, n=36. ........................................................................................................ 20

Mynd 9. Greiningaraldur þeirra barna sem greindust með alvarlegan meðfæddan hjartagalla eftir

fæðingu, n=119...................................................................................................................................... 20

Mynd 10. Aldur barna við fyrsta inngrip vegna alvarlegs meðfædds hjartagalla, n=150. ..................... 25

Mynd 11. Aldur við leiðréttandi inngrip vegna alvarlegs meðfædds hjartagalla, n=136. ....................... 25

Mynd 12. Dánaraldur barna með alvarlegan meðfæddan hjartagalla, n=14. ........................................ 26

Töfluskrá

Tafla 1. Fjöldi barna með hverja gerð af alvarlegum meðfæddum hjartagalla. ..................................... 18

Tafla 2. Aðrir meðfæddir gallar og heilkenni hjá börnum með alvarlega meðfædda hjartagalla. .......... 19

Tafla 3. Hvar (í ferlinu) greinast alvarlegir meðfæddir hjartagallar? ...................................................... 21

Tafla 4. Alvarlegir meðfæddir hjartagallar greindir á meðgöngu. .......................................................... 21

Tafla 5. Alvarlegir meðfæddir hjartagallar sem greindust seint. ............................................................ 21

Tafla 6. Ástæða fósturhjartaómskoðunar þeirra sem greindust á meðgöngu. ...................................... 22

Tafla 7. Ástæða skoðunar hjartalæknis barna sem greindust eftir fæðingu með alvarlegan meðfæddan

hjartagalla. ............................................................................................................................................. 23

Tafla 8. Einkenni og teikn barna með alvarlegan meðfæddan hjartagalla. ........................................... 23

Tafla 9. Ástand barna með alvarlegan meðfæddan hjartagalla skömmu eftir fæðingu. ....................... 24

Tafla 10. Fjöldi barna sem fékk prostaglandínmeðferð eftir greiningu, skipt upp eftir greiningartíma

þeirra. ..................................................................................................................................................... 24

Page 8: Greining alvarlegra meðfæddra hjartagalla á Íslandi 2000-2014 ritgerð... · 2018. 10. 15. · Ágrip Greining alvarlegra meðfæddra hjartagalla á Íslandi 2000-2014 Hallfríður

2

Listi yfir skammstafanir

Skammstöfun Enskt/alþjóðlegt heiti Íslensk þýðing

ALCAPA Anomalous left coronary artery Óeðlileg upptök vinstri kransæðar

from the pulmonary artery frá lungnaslagæð

AS Aortic valve stenosis Ósæðarlokuþrenging

ASD Atrial septal defect Op á milli gátta

AVSD Atrioventricular septal defect Lokuvísagalli

CoA Coarctation of the aorta Ósæðarþrenging

DORV Double outlet right ventricle Tvöfalt útflæði hægri slegils

HLHS Hypoplastic left heart syndrome Vanþroska vinstra hjarta

IAA Interrupted aortic arch Rof á ósæðarboga

MS Mitral stenosis Míturlokuþrenging

PA Pulmonary atresia Opleysi lungnaslagæðar

PA/IVS Pulmonary atresia Opleysi lungnaslagæðar

with intact ventricular septum með heil sleglaskil

PA/VSD Pulmonary atresia Opleysi lungnaslagæðar

with ventricular septal defect með opi milli slegla

PbrS Pulmonary branch stenosis Þrenging í greinum lungnaslagæðar

PDA Patent ductus arteriosus Opin fósturslagrás

PFO Patent foramen ovale Fósturop

pox Pulse oximetry Súrefnismettunarmæling

PPI Peripheral perfusion index

PS Pulmonary valve stenosis Þrenging í lungnaslagæðarloku

TA Tricuspid atresia Opleysi þríblöðkuloku

TGA Transposition of the great arteries Víxlun meginslagæða

ToF Tetralogy of Fallot Ferna Fallots

VSD Ventricular septal defect Op á milli slegla

Page 9: Greining alvarlegra meðfæddra hjartagalla á Íslandi 2000-2014 ritgerð... · 2018. 10. 15. · Ágrip Greining alvarlegra meðfæddra hjartagalla á Íslandi 2000-2014 Hallfríður

3

1 Inngangur

1.1 Almennt

Hjartagallar eru einna algengastir meðfæddra galla og eru jafnframt þeir meðfæddu gallar sem valda

flestum dauðsföllum nýbura, en um þriðjungur til helmingur nýburadauða vegna meðfæddra galla

verður vegna hjartagalla1-3

og meðfæddir hjartagallar valda um 10-20% af heildardauðsföllum

nýbura.3-5

Nýgengi meðfæddra hjartagalla hefur almennt verið talið um 1%6,7

en sumar nýlegar rannsóknir

hafa sýnt hærra nýgengi, þar á meðal íslensk rannsókn sem sýndi nýgengi 1,7%.8 Algengi meðfæddra

hjartagalla er þó hærra hjá andvana fæddum börnum og fóstrum sem látast á meðgöngu.9 Aðeins hluti

hjartagalla eru alvarlegir, en alvarlegir meðfæddir hjartagallar hjá nýburum eru hér skilgreindir sem

byggingargallar í hjarta eða stóru æðunum sem krefjast inngrips, í skurðaðgerð eða þræðingu, eða

valda dauðsfalli barns á fyrsta ári ævinnar. Fyrri rannsóknir á alvarlegum meðfæddum hjartagöllum

hafa notast við mismunandi skilgreiningar, þá oftast hvað varðar tímasetningu fyrsta inngrips, ýmist

innan árs frá fæðingu, innan eins mánaðar eða innan tveggja mánaða. Nýgengi alvarlegra meðfæddra

hjartagalla er um 1-2 á hver 1000 lifandi fædd börn.10-15

Ef miðað er við inngrip innan fyrsta mánaðar

er nýgengið 0,97-1,36/1000,13,14

en 1,9-2,6/1000 ef miðað er við fyrsta árið.10-12

Mikilvægt er að greina alvarlega meðfædda hjartagalla snemma, á meðgöngu eða á fyrstu dögum

ævinnar. Ógreindir hjartagallar geta valdið dauðsföllum eða öðrum skaða3,13,16

og rannsóknir hafa sýnt

tengsl milli greiningar snemma, þá helst á meðgöngu, og betri útkomu hvað varðar lifun og almennar

horfur.17-20

Undanfarin ár hafa rannsóknir frá nágrannalöndunum sýnt að hátt, og jafnvel vaxandi, hlutfall

alvarlegra meðfæddra hjartagalla greinist seint, það er eftir útskrift heim frá fæðingarstofnun, eða um

13-30%.11-15,21

Það gæti mögulega tengst því að bæði hér og á nágrannalöndunum útskrifast nýburar

nú fyrr frá fæðingarstofnun og eru því skemur undir eftirliti,15,22

en margir hjartagallar eru þess eðlis að

einkennin koma ekki fram fyrr en nokkrum dögum eftir fæðingu. Ekki eru til tölur um hvenær alvarlegir

meðfæddir hjartagallar greinast á Íslandi en það væru mikilvægar upplýsingar til að sjá hvar

fósturgreining og nýburaeftirlit hér á landi standa og hvort það sé ástæða til að taka upp nýjar

greiningaraðferðir eða breyta verklagi.

1.2 Fósturblóðrás

Hjartagallar valda yfirleitt ekki vandamálum hjá fóstri vegna þess hvernig fósturblóðrásinni er fyrir

komið. Í fósturblóðrás eru til staðar 3 op eða tengingar, bláæðarás (e. ductus venosus), fósturop (e.

foramen ovale) og fósturslagrás (e. ductus arteriosus), sem öll lokast fljótlega eftir fæðingu (Mynd 1).

Þessi op og tengingar valda því að flestir hjartagallar valda ekki einkennum fyrr en eftir fæðingu.

Page 10: Greining alvarlegra meðfæddra hjartagalla á Íslandi 2000-2014 ritgerð... · 2018. 10. 15. · Ágrip Greining alvarlegra meðfæddra hjartagalla á Íslandi 2000-2014 Hallfríður

4

Súrefnismettað blóð berst frá fylgju til

fósturs um naflastrengsbláæð, þaðan

gegnum bláæðarásina, sem liggur í

gegnum lifrina, inn í neðri holæð, þar sem

það blandast súrefnissnauðu blóði frá neðri

útlimum, og berst síðan inn í hægri gátt.

Meginhluta blóðsins er beint í gegnum

fósturop á gáttaskilum inn í vinstri gátt,

þaðan til vinstri slegils, út í rishluta ósæðar

og áfram til efri hluta líkamans.

Súrefnissnautt blóð frá bláæðunum, sem

verður eftir í hægri gátt, fer til hægri slegils

og þaðan í lungnahringrásina. Viðnámið í

lungnahringrás er mjög hátt á fósturskeiði

og því er mest af blóðinu veitt fram hjá

henni um fósturslagrásina yfir í fallhluta

ósæðar, þar sem það sameinast

súrefnisríkara blóði.23

Súrefnisríkasta

blóðið fer því til kransæða, höfuðs og efri

útlima. Súrefnissnauðara blóð fer síðan til

neðri hluta líkamans og um

naflastrengsslagæð aftur til fylgju.23,24

Við fæðingu verða ákveðnar breytingar

á blóðrásarkerfinu. Þegar barnið byrjar að

anda og blóðflæði frá fylgju stöðvast

stóreykst blóðflæði til lungna.

Fósturslagrásin lokast yfirleitt 2-5 dögum

eftir fæðingu og er lokunin hvötuð af

hækkaðri súrefnismettun eftir fæðingu.24

Lokun fósturslagrásar eykur enn frekar

blóðflæði til lungna, og aukið blóðflæði um

lungnabláæðar hækkar þrýsting í vinstri

gátt. Á sama tíma lækkar þrýstingurinn í hægri gátt vegna stöðvunar á blóðflæði frá fylgju og þessar

þrýstingsbreytingar í gáttum valda því að fósturopið lokast (septum primum leggst upp að septum

secundum), en það tekur þó um ár að vaxa alveg saman.23

Ástæður lokunar bláæðarásar eru ekki að

fullu ljósar, en hún lokast 1-3 vikum eftir fæðingu fullbura.24

Mikilvægasta blóðrásarbreytingin með tilliti til hjartagalla er lokun fósturslagrásarinnar. Í sumum

hjartagöllum er blóðrásin til neðri hluta líkamans eða til lungna háð opinni fósturslagrás. Við lokun

hennar geta því mjög alvarleg einkenni komið fram og lífshættulegt ástand skapast.

Mynd 1. Fósturblóðrás.

Mikilvægustu þættir fósturblóðrásarinnar sem tengjast

alvarlegum meðfæddum hjartagöllum eru fósturslagrásin (e.

ductus arteriosus) og fósturopið (e. oval foramen). Aðrir

þættir fósturblóðrásarinnar eru naflastrengsbláæð (e.

umbilical vein), bláæðarás (e. ductus venosus), portæð (e.

portal vein) neðri holæð (e. inferior vena cava), efri holæð (e.

superior vena cava), lungnabláæð (e. pulmonary vein),

lungnaslagæð (e. pulmonary artery), fallhluti ósæðar (e.

descending aorta), naflastrengsslagæðar (e. umbilical

arteries). Mynd fengin frá: http://wiley-vch.ebookshelf.de/

products/reading-epub/productid/752566/title/Essential%2B

Neonatal%2BMedicine.html?autr=%22Luke+Jardine%22

(sótt 8. maí 2015).

Page 11: Greining alvarlegra meðfæddra hjartagalla á Íslandi 2000-2014 ritgerð... · 2018. 10. 15. · Ágrip Greining alvarlegra meðfæddra hjartagalla á Íslandi 2000-2014 Hallfríður

5

1.3 Alvarlegir meðfæddir hjartagallar

Meðfæddir hjartagallar eru fjölbreyttur hópur, en fela oftast í sér óæskileg op, þrengingar eða

afbrigðilegar tengingar í hjarta eða stóru æðunum. Einstaklingur getur haft einn eingangraðan galla

eða flókinn, þá tvo eða fleiri galla í einu. Það er hægt að skipta alvarlegum hjartagöllum í flokka á

nokkra vegu en hér verður notast við skiptinguna: 1) Hjartagallar sem valda hjartabilun (e. heartfailure,

left-to-right shunt), 2) Hjartagallar sem valda bláma (e. cyanotic, right-to-left shunt), 3) Hjartagallar sem

einkennast af truflun á útflæði frá vinstri hluta hjartans (e. left heart obstruction).

1.3.1 Hjartagallar sem valda hjartabilun

Ef op eru til staðar milli vinstri hluta hjartans og þess hægri

veldur það auknu blóðflæði um lungnablóðrás og þar með

auknum þrýstingi og rúmmáli. Við það getur æðaviðnám í

lungum aukist til að verja háræðabeð lungna, sem aftur leiðir

til stækkunar á hægri slegli og að lokum til hægri

hjartabilunar. Með tímanum getur mótstaða í lungnablóðrás

aukist að því marki að þrýstingur verður hærri í hægri hlið

hjartans en þeim vinstri og þá komið fram síðbúinn blámi.25

Op á milli slegla (e. ventricular septal defect; VSD):

VSD er einn algengasti meðfæddi hjartagallinn (næst á eftir

tvíblöðku ósæðarloku)8 og er oft hluti af flóknari samsettum

hjartagalla. Opin geta komið fyrir á mismunandi stöðum í

sleglaskilum, í vöðvahluta og himnuhluta,23

en þau geta líka

komið fyrir á skilunum við mítur- eða þríblöðkuloku, eða á

skilunum við lungnaslagæðar- og ósæðarloku. Flest opin eru

lítil og lokast af sjálfu sér en þau sem eru stór geta valdið

hjartabilun sem oft kemur fram á 2. til 4. mánuði ævinnar.26

Op í himnuhluta sleglaskila lokast síður sjálfkrafa en op í

vöðvahluta (27% á móti 76%) og auk þess koma aðrir

meðfæddir gallar oftar fyrir með opum í himnuhluta, 31% á

móti 9% í vöðahluta.27

Lokuvísagalli (e. atrioventricular septal defect; AVSD):

Í AVSD, sem einnig kallast AV-canal, er í raun um að ræða eina sameiginlega loku á milli beggja

gáttanna og slegla. Auk þess fylgir op í gáttaskilum og í sleglaskilum (Mynd 2). AVSD er einn

algengasti hjartagallinn sem fylgir Downs heilkenni.26

Mynd 2. Lokuvísagalli.

Hér sést sameiginleg loka (common

valve) beggja slegla sem einkennir

þennan galla. Mynd fengin frá:

http://utcardiothoracicsurgery.com/sites/

utcardiothoracicsurgery/files/atrioventricul

ar-septal-defect.jpg (sótt 15. maí 2015).

Page 12: Greining alvarlegra meðfæddra hjartagalla á Íslandi 2000-2014 ritgerð... · 2018. 10. 15. · Ágrip Greining alvarlegra meðfæddra hjartagalla á Íslandi 2000-2014 Hallfríður

6

Op á milli gátta (e. atrial septal defect; ASD): ASD er op á gáttaskilum, annað en fósturopið. Það

er í sjálfu sér ekki alvarlegur galli, en getur komið fyrir samfara öðrum alvarlegum hjartagöllum.

Opin fósturslagrás (patent ductus arteriosus; PDA): Það kemur fyrir að fósturslagrásin lokast

ekki fljótlega eftir fæðingu, eins og hún ætti að gera, heldur helst opin. Oftast er flæðið yfir

fósturslagrásina lítið og lokast síðar af sjálfu sér, en í sumum tilvikum er flæðið það mikið að það

veldur alvarlegri hjartabilun og nauðsynlegt er að loka æðinni í skurðaðgerð eða þræðingu.

1.3.2 Hjartagallar sem valda bláma

Helsta einkenni þessara galla er blámi, sem kemur fram vegna blöndunar blóðs með lága

súrefnismettun í kerfishringrásina.25

Þrenging í lungnaslagæð/lungnaslagæðarloku (e. pulmonary (valve) stenosis; PS): Alvarleiki

PS fer eftir því hversu mikil þrengingin er. Ef hún er mjög mikil þá er eina útleið blóðs frá hægri hlið

hjarta í gegnum fósturop á gáttaskilum og þaðan gegnum fósturslagrás til lungnahringrásar.23

Blóðflæði til lungna er því háð því að báðar þessar tengingar séu opnar, en vaxandi blámi kemur oft

fram þegar fósturslagrás fer að dragast saman.

Ferna Fallots (tetralogy of Fallot; ToF): ToF hefur fjögur sérkenni: op á milli slegla (VSD),

þrengingu á lungnaslagæðarloku, ósæð sem rís upp beint fyrir ofan opið á sleglaskilunum og stækkun

hægri slegils.23,25,28

Skekkja á sleglaskilvegg ýtir undir þrengingu á útflæði frá hægri slegli til

lungnaslagæðar. Stækkun hægri slegils er síðan afleiðing þess.28

Opleysi lungnaslagæðar (pulmonary atresia; PA): í þessum galla er engin tenging milli hægri

slegils og lungnaslagæða. Lokaða svæðið getur verið mislangt, einungis í lokunni, við stofn

lungnaslagæðarinnar eða náð einnig yfir greiningu lungnaslagæðar til hægra og vinstra lunga.28

Til eru

tvær ólíkar undirgerðir þessa galla. Ef sleglaskilin eru heil er talað um opleysi lungnaslagæðar með

heilum sleglaskilum (e. pulmonary atresia with intact ventricular septum; PA/IVS) þar sem eina leið

blóðs til lungnahringrásarinnar er í gegnum fósturslagrásina og oft er þá hægri slegill mjög lítill og ekki

nothæfur til framtíðar.28

Ef op er til staðar á sleglaskilum er talað um opleysi lungnaslagæðar með opi

á milli slegla (e. pulmonary atresia with ventricular septal defect; PA/VSD). Sá galli er oft talinn standa

fyrir alvarlegasta endann á rófi fernu Fallots,28

en vegna VSD eru báðir sleglar oftast vel þroskaðir.29

Lokun þríblöðkuloku (e. tricuspid atresia; TA): TA veldur því að engin bein tenging er á milli

hægri gáttar og slegils. Því fylgir alltaf ASD, en stundum einnig vanþroski hægri slegils og VSD.26

Ef

op á milli slegla er lítið eða ekkert verður lungnablóðrásin háð opinni fósturslagrás.29

Víxlun meginslagæða (e. transposition of the great arteries; TGA): Í þessum galla eru ósæð og

lungnaslagæð upprunnar frá röngum slegli, algjörlega eða að stórum hluta (Mynd 3). Þá fær ósæðin

súrefnissnautt blóð frá hægri slegli og lungnaslagæðin súrefnisríkt blóð frá vinstri slegli. Blóðrásirnar

tvær eru aðskildar nema tenging á milli sé til staðar, með opinni fósturslagrás og opnu fósturopi, en op

á milli slegla eru líka algeng. Lokun fósturslagrásar og fósturops valda vaxandi bláma og því mikilvægt

að gera ráðstafanir til að stækka fósturop með gáttaskilagötun (e. atrial septostomy) og tryggja að

fósturslagrás lokist ekki.23,25,28

Page 13: Greining alvarlegra meðfæddra hjartagalla á Íslandi 2000-2014 ritgerð... · 2018. 10. 15. · Ágrip Greining alvarlegra meðfæddra hjartagalla á Íslandi 2000-2014 Hallfríður

7

Tvöfalt útflæði hægri slegils (e. double outlet right ventricle, DORV): Í þessum galla eru báðar

stóru slagæðarnar upprunnar frá hægri slegli. Oftast er VSD með.28

Sameiginlegur slagæðastofn (e. truncus arteriosus): Þessi galli einkennist af einni

sameiginlegri slagæð frá báðum sleglum með einni sameiginlegri loku. Sameiginlega slagæðin (e.

truncus) skiptist síðan í ósæð, lungnaslagæðar og kransæðar. Stór VSD er alltaf til staðar.28

Mynd 3. Víxlun meginslagæða.

Ósæðin (AO, aorta) kemur frá hægri slegli (RV, right ventricle) og lungnaslagæðin (PA, pulmonary

artery) kemur frá vinstri slegli (LV, left ventricle). Hér er blöndun milli hægri gáttar (RA, right atrium) og

vinstri gáttar (LA, left atrium) gegnum fósturop (patent foramen ovale) og einnig blöndun á milli stóru

slagæðanna um fósturslagrás (patent ductus arteriosus). Mynd fengin frá

http://pediatricheartspecialists.com/images/uploads/content/TGA_2-web.jpg (sótt 1. maí 2015).

1.3.3 Hjartagallar sem einkennast af truflun á útflæði frá vinstri hlið hjartans

Útflæði frá vinstri hlið hjartans getur truflast vegna þrengingar hólfa, loka eða stóru æðanna.25

Ef

þrenging eða truflun á útflæði er mikil verður blóðrás til neðri hluta líkamans, eða jafnvel öll

kerfishringrásin, háð opinni fósturslagrás. Börnin geta því verið einkennalaus fyrstu dagana á meðan

fósturslagrásin er opin en þegar hún lokast geta þau veikst mjög alvarlega og skyndilega, hjartabilast

og endað í lostástandi.28

Page 14: Greining alvarlegra meðfæddra hjartagalla á Íslandi 2000-2014 ritgerð... · 2018. 10. 15. · Ágrip Greining alvarlegra meðfæddra hjartagalla á Íslandi 2000-2014 Hallfríður

8

Ósæðarþrenging (e. coarctation of the aorta; CoA):

CoA einkennist af þrengingu í nærhluta ósæðar, oftast

beint á móti tengingunni við fósturslagrásina, það er fyrir

neðan uppruna vinstri neðanviðbeinsslagæðarinnar (Mynd

4). Þrengingin er talin orsakast af galla í miðlagi

ósæðarinnar.23,28

Oft hafa þessi börn aðra hjartagalla, svo

sem VSD.28

Ósæðarrof (e. interrupted aortic arch; IAA): Um er

að ræða sjaldgæfari útgáfu af alvarlegri ósæðarþrengingu,

en í þessum galla er algert rof á ósæðinni eða ekkert flæði

yfir hana á hluta. VSD fylgir nánast undantekningalaust

með og ósæðarrof er oft hluti af flóknum hjartagalla. Rofið

getur verið á mismunandi stöðum í ósæðarboganum og er

skipt í þrjár gerðir. Þegar fósturslagrásin lokast koma fram

veikir púlsar á mismunandi stöðum eftir því hvar rofið er.29

Ósæðarlokuþrenging (e. aortic valve stenosis; AS):

Grunnmeinsemdin er mismikill samruni þykknaðra og stífra

blaðka ósæðarlokunnar.23,28

Þrengingin getur verið

misalvarleg og áhrif á ástand vinstri slegils mismunandi,

ýmist með varðveittri starfsemi eða skertri samdráttarhæfni

og víkkun slegilsins.29

Vanþroska vinstra hjarta (e. hypoplastic left heart

syndrome; HLHS): HLHS er róf meðfæddra galla sem

einkennast af mismiklum vanþroska á ósæð, ósæðarloku,

vinstri slegli, míturloku og vinstri gátt. Á móti er hægri hluti hjartans oft stækkaður 28

. Yfirleitt er

þrenging í ósæðar- og míturloku það mikil að öll kerfishringrásin fer í gegnum fósturslagrásina. En

jafnvel þótt fósturslagrás sé vel opin getur barninu hrakað mjög hratt þegar mótstaða í lungnahringrás

lækkar með auknu lungnablóðflæði á kostnað kerfishringrásarinnar.29

HLHS er sá meðfæddi hjartagalli

sem veldur hvað flestum dauðsföllum nýbura.2,4

1.4 Litningagallar og aðrir gallar sem tengjast hjartagöllum

Litningagallar og aðrir meðfæddir gallar koma oft fyrir hjá börnum með hjartagalla. Þeir geta haft áhrif

á lífslíkur og afdrif barna með alvarlega hjartagalla, en hinsvegar geta þeir flýtt greiningu hjartagallans

þar sem grunur um hjartagalla vaknar fyrr ef vitneskja um litningagalla eða aðra galla liggur fyrir.

Í nýlegri stórri rannsókn á lifandi fæddum börnum með meðfæddan hjartagalla höfðu 13,6% þeirra

aðra galla (e. extra-cardiac malformation), þar af 11,4% galla sem ekki tengdist heilkenni (e. non-

syndromic) og 2,2% genetískt heilkenni (e. genetic syndrome). Í viðmiðunarhóp barn án hjartagalla

höfðu 7% þeirra aðra galla. Algengi annarra galla tengdum meðfæddum hjartagöllum breyttist ekki á

Mynd 4. Ósæðarþrenging.

Hér sést þrenging á ósæðinni við tenginguna

við fósturslagrásina rétt neðan við vinstri

neðanviðbeinsslagæðina (SA, left

subclavian artery). Blóðrás til neðri hluta

líkamans er því háð opinni fósturslagrás.

Mynd fengin frá http://www.onlinejets.org/

articles/2011/4/1/images/JEmergTraumaSho

ck_2011_4_1_89_76842_f2.jpg (sótt 1. maí

2015).

Page 15: Greining alvarlegra meðfæddra hjartagalla á Íslandi 2000-2014 ritgerð... · 2018. 10. 15. · Ágrip Greining alvarlegra meðfæddra hjartagalla á Íslandi 2000-2014 Hallfríður

9

rannsóknartímabilinu, en algengi genetískra heilkenna og meðfæddra fjöllíffæragalla (e. multiple organ

system congenital malformations) lækkaði marktækt. Talið er að lækkunin geti tengst breytingum á

meðgöngutengdum þáttum, svo sem auknum fjölda fóstureyðinga vegna fósturgalla.30

Í minni norskri rannsókn höfðu 22% aðra galla. Þar af voru 36% með litningagalla (e. chromosomal

anomalies, exclusive microdeletions), 18% genetísk heilkenni (e. genetic syndromes/microdeletions)

og 46% aðra galla. Dánartíðni var marktækt hærri hjá þeim sem höfðu meðfæddan hjartagalla og aðra

galla (27%) en hjá þeim sem einungis höfðu hjartagalla (6%).27

Litningagallar og genetísk frávik sem oft tengjast meðfæddum hjartagöllum eru til dæmis Downs

heilkenni (þrístæða 21), þrístæða 18 (Edwards heilkenni), þrístæða 13 (Patau heilkenni), Turners

heilkenni (einstæða X), Williams heilkenni, catch22 (DiGeorge/velocardiofacial heilkenni), Noonan,

Alagille og fleiri.27,30,31

Af litningagöllum er Downs heilkenni algengast,27,30

en tæplega helmingur (42-

44%) barna með Downs heilkenni er með hjartagalla. Þar af hafa flest með AVSD (um 40%) eða VSD

(rúm 30%).32,33

Börn með AVSD og Downs heilkenni hafa almennt góðar horfur eftir leiðréttandi

hjartaaðgerð34

og eru síður líkleg til að þurfa enduraðgerð en börn með eðlilega litninga og AVSD.35

Þrístæða 18 og 13 eru mjög alvarlegir litningagallar, en minnihluti þeirra barna lifir fósturskeiðið af og

flest þeirra sem fæðast (85-90%) deyja á fyrstu 1-2 mánuðum lífs.23

Turners heilkenni hjá stúlkum sem

vantar annan X litning (XO) er tengt ýmsum hjartagöllum, einkum ósæðarþrengslum og tvíblöðku

ósæðarloku.36

Catch22 orsakast af úrfellingu á litningi 22 (22q11.2) sem veldur afbrigðilegri þroskun

taugakambs (e. neural crest). Helstu einkennin eru hjartagallar, þá oftast tengdir útflæði frá hjarta eins

og sameiginlegur slagæðastofn og ferna Fallots. Einnig koma fyrir T-frumu gallar og gallar í starfsemi

kalkkirtla.23

Börn með catch22 þurfa oft lengri gjörgæslumeðferð eftir aðgerð vegna hjartagalla og fleiri

enduraðgerðir en börn án catch22.37

Aðrir gallar sem tengdir hafa verið við meðfædda hjartagalla eru til dæmis

naflastrengshaull/meðfæddur klofi brjóstgrindar og kviðveggjar (e. omphalocele/gastroschisis),

þindarhaull (e. diaphragmatic hernia), umhverfuset líffæra (e. situs inversus/heterotaxy), klofinn gómur,

opleysi vélinda, opleysi endaþarms, vöntun nýrna og önnur nýrnavandamál svo sem skeifunýra.30,31

Ef litningagallar eða aðrir meiriháttar gallar greinast á meðgöngu eða eftir fæðingu kallar það oftast

á hjartaómun til að greina eða útiloka mögulega hjartagalla. Þannig getur vitneskja um slíka galla flýtt

fyrir greiningu hjartavandamáls.

1.5 Greining hjartagalla

Flestir alvarlegir meðfæddir hjartagallar greinast á meðgöngu eða á fyrstu dögum ævinnar, en

mikilvægt er að nýburar útskrifist ekki heim með ógreinda hjartagalla sem geta ógnað lífi þeirra. Á

Íslandi, sem og víðast hvar erlendis, fer fram eftirlit eða skimun á meðgöngu og allir nýburar eru

skoðaðir eftir fæðingu með tilliti til meðfæddra hjartagalla og annarra vandamála, þó með mismunandi

útfærslum milli landa. Greining er síðan í langflestum tilvikum framkvæmd með hjartaómun.

Page 16: Greining alvarlegra meðfæddra hjartagalla á Íslandi 2000-2014 ritgerð... · 2018. 10. 15. · Ágrip Greining alvarlegra meðfæddra hjartagalla á Íslandi 2000-2014 Hallfríður

10

1.5.1 Greiningaraðferðir

Ýmis einkenni og teikn geta vakið sterkan grun um meðfæddan hjartagalla, en nauðsynlegt er að beita

sérhæfðari aðferðum til að staðfesta greiningu. Í slíkum tilvikum eru börn nánast undantekningalaust

send í hjartaómun, en hún gefur nákvæma líffærafræðilega og starfræna greiningu í flestum tilfellum29

auk þess að vera örugg og sársaukalaus. Með hjartaómun má skoða hjartað í ýmsum plönum og meta

útlit þess og stærð og einnig hraða flæðis og þrýstingsfall yfir lokur, op eða þrengingar.26

Þegar skipuleggja á flóknar hjartaaðgerðir dugir hjartaómun ekki alltaf fyllilega til að kortleggja

nauðsynleg smáatriði, þá sérstaklega ef gallinn felur í sér óeðlilegar tengingar lungnabláæða, greinar

lungnaslagæða eða flókna VSD. Þá getur myndataka í hjartaþræðingu komið að miklu gagni, eða

tölvusneiðmyndataka (e. computed tomography, CT).26,29

Hjartalínurit hafa takmarkað gildi við greiningu meðfæddra hjartagalla þar sem þau eru í vissum

tilvikum fullkomnlega eðlileg í lífshættulegum hjartagöllum, en geta þó verið einkennandi fyrir ákveðna

hjartagalla. Það sama á við um röntgenmyndatöku af brjóstkassa, en hún er helst nytsamleg til að

útiloka mögulegan lungnasjúkdóm, þó sumir hjartagallar hafi einkennandi útlit hjartaskugga.29

1.5.2 Greining á meðgöngu

Horfur barna sem greinast með alvarlegan meðfæddan hjartagalla eru betri hjá þeim sem greinast á

meðgöngu samanborið við þau sem greinast eftir fæðingu.18-20,38,39

Meirihluti meðfæddra hjartagalla

koma fyrir án þekktra áhættuþátta hjá móður á meðgöngu eða fjölskyldusögu40

og því er mikilvægt að

skima fyrir hjartagöllum hjá öllum fóstrum. Mæðrum með þekkta áhættuþætti fyrir meðfæddum

hjartagöllum er yfirleitt boðin sérstök fósturhjartaómskoðun, en öðrum mæðrum ef frávik uppgötvast á

meðgöngu. Meðal þekktra áhættuþátta hjá móður eru hjartagalli móður, sykursýki, ýmis lyf (til dæmis

við flogaveiki) og ákveðnar sýkingar (til dæmis rauðir hundar), auk fjölskyldusögu um meðfædda

hjartagalla eða erfðasjúkdóma tengda hjartagöllum.41

Á meðgöngu er mögulegt að greina meðfædda hjartagalla þó ekki séu til staðar þekktir

áhættuþættir hjá móður. Á Íslandi er öllum mæðrum boðin fósturskimun í 11.-14. viku meðgöngu. Í

fósturskimun felst samþætt líkindamat á áhættu á litningagöllum hjá fóstri, en matið byggir á

hnakkaþykktarmælingu í ómskoðun og mælingu lífefnavísa.42,43

Í langflestum tilvikum þar sem fóstur

greinist með litningagalla í kjölfar fósturskimunar er ákveðið að binda enda á meðgönguna.44

Um miðja

meðgöngu, 19-20 vikur, fer svo fram ómskoðun þar sem bygging hjartans er skoðuð, með svokallaðri

fjögurra hólfa sýn. Frávik sem auka líkur á meðfæddum hjartagalla geta komið fram í þessum

skoðunum, svo sem óeðlileg fjögurra hólfa sýn, aðrir meðfæddir gallar, litningagallar,

hjartsláttartruflun, fósturbjúgur, aukin hnakkaþykkt, fjölburar og blóðtilfærsla milli tvíbura, og eru öll

þessi frávik viðurkenndar ábendingar fyrir sérstakri fósturhjartaómun.41

Samkvæmt íslenskri rannsókn

á fósturhjartaómskoðunum var algengasta ábendingin fyrir sérstakri fósturhjartaómun fjölskyldusaga

um hjartagalla, næst algengasta aukin hnakkaþykkt og þriðja hjartsláttartruflanir. Mikilvægust var þó

óeðlileg fjögurra hólfa sýn, því þrátt fyrir fáar ábendingar leiddu þær til greiningar 30% allra hjartagalla

sem greindust á meðgöngu og voru þeir allir meiriháttar 41

.

Page 17: Greining alvarlegra meðfæddra hjartagalla á Íslandi 2000-2014 ritgerð... · 2018. 10. 15. · Ágrip Greining alvarlegra meðfæddra hjartagalla á Íslandi 2000-2014 Hallfríður

11

Samvkæmt klínískum leiðbeiningum frá International Society of Ultrasound in Obstetrics and

Gynecology ætti ómskoðun á hjarta fósturs að fela í sér mat á fjögurra hólfa sýn og útflæði frá

sleglum. Í fjögurra hólfa sýn má meðal annars meta staðsetningu, stærð og takt hjartans, gáttirnar,

sleglana (hvort sé op á sleglaskilum) og lokurnar milli gátta og slegla. Einnig er mikilvægt að meta

útflæði frá sleglunum, stóru slagæðarnar með tilliti til þess hvort þær tengist réttum slegli, hvort

hlutfallsleg stærð og staða þeirra séu eðlileg auk þess að meta ósæðar- og lungnaslagæðarlokurnar.45

Mat á útflæði og fjögurra hólfa sýn skilar bættri greiningu meðfæddra hjartagalla samanborið við að

skoða eingöngu fjögurra hólfa sýn.40,45,46

Slík nálgun bætir sérstaklega greiningu á fernu Fallots, víxlun

meginslagæða, tvöföldu útflæði hægri slegils og sameiginlegum slagæðastofni.45,47,48

Einnig hefur

aukin þjálfun þeirra sem óma bætt hlutfall greininga á meðgöngu.46

Í Hollandi jókst þannig hlutfall TGA

sem greindust á meðgöngu úr 15,7% í 41,0% eftir að teknar voru upp nýjar skimunaraðferðir 2007,

sem fólust í að skoða fjögurra hólfa sýn og bæta við útflæði frá sleglum.20

Hlutfall alvarlegra meðfæddra hjartagalla sem greinast á meðgöngu er mjög misjafnt milli svæða, í

Svíþjóð er hlutfallið frá undir 25% upp í yfir 75%.49

Hlutfallið er einnig mjög misjafnt milli tegunda

hjartagalla, en í ástralskri rannsókn var það hæst fyrir HLHS (84,6%) og lægst fyrir TGA (17,0%).50

1.5.3 Nýburaskoðun

Samkvæmt tilmælum, frá Þórði Þórkelssyni yfirlækni Vökudeildar og Andreu Andrésdóttur yfirlækni á

Sjúkrahúsinu á Akureyri, til fæðingarstofnana á landsbyggðinni um skoðanir nýbura (sjá viðauka 1), á

að skoða alla nýbura á fyrsta sólarhring (fyrsta skoðun), til að meta almennt ástand barns, en einnig

með tilliti til meðfæddra galla. Skoðun er síðan endurtekin við 5 daga aldur (seinni skoðun) og er þeirri

skoðun meðal annars ætlað að greina meðfædda hjartagalla sem gáfu ekki einkenni á fyrsta

sólarhring, með því að hlusta eftir hjartaóhljóðum og meta nárapúlsa. Skoðanirnar eiga helst að vera

framkvæmdar af barnalækni.

Helstu einkenni og teikn sem geta komið fram vegna alvarlegra meðfæddra hjartagalla eru blámi,

hjartaóhljóð, óeðlilegir púlsar í útlimum, lélegt blóðflæði, öndunarörðugleikar og vanþrif.8,29

Einnig gefa

aðrir meðfæddir gallar eða heilkenni oft tilefni til uppvinnslu með tilliti til hjartagalla.30

Blámi, það er bláleitur litur á búk og/eða slímhúðum, kemur fram þegar súrefnismettun lækkar

markvert. Oftast kemur blámi fram hjá nýbura þegar súrefnismettun lækkar undir um 90%. Hjartaóhljóð

er það einkenni sem oftast er tengt meðfæddum hjartagöllum, en hafa ber í huga að alvarlegir

hjartagallar geta verið til staðar þó ekki heyrist hjartaóhljóð. Hjartaóhljóð heyrast oft í

ósæðarlokuþrengingu (AS), þrengingu í lungnaslagæðarloku (PS), sameiginlegum slagæðastofni og

fernu Fallots (ToF).51

Í tæpum helmingi tilvika (46%) eru hjartaóhljóð þó saklaus.52

Óeðlilegir púlsar í

útlimum eru eitt helsta einkenni ósæðarþrengingar, en þá minnkar blóðflæði til neðri hluta líkamans og

þar með dofna eða hverfa púlsar í nárum. Mynstrið getur þó verið annað ef þrengingin er á sjaldgæfari

stað, til dæmis í ósæðarboganum áður en meginæðarnar greinast frá. Lélegt blóðflæði getur birst með

fölum húðlit, marmoriseringu eða seinkaðri háræðafyllingu sem eru þá merki um að vefirnir fá ekki

nægjanlegt blóð. Öndunarerfiðleikar geta komið fram, svo sem hröð öndun, inndrættir, stunur og

Page 18: Greining alvarlegra meðfæddra hjartagalla á Íslandi 2000-2014 ritgerð... · 2018. 10. 15. · Ágrip Greining alvarlegra meðfæddra hjartagalla á Íslandi 2000-2014 Hallfríður

12

nasavængjablakt. Vanþrif koma ekki fram snemma en geta verið mjög einkennandi fyrir galla sem

greinast seint, og geta þá verið vegna minnkaðrar orkuinntöku og í sumum tilfellum hærri orkuþarfar.53

1.5.4 Sein greining hjartagalla

Á undanförnum árum hafa rannsóknir á nágrannalöndunum sýnt fram á að aukið hlutfall alvarlegra

hjartagalla greinist eftir útskrift heim. Börnin eru þá oft alvarlega veik við greiningu. Nágrannalöndin

hafa flest brugðist við með því að innleiða nýjar aðferðir til skimunar á hjartagöllum í nýburaeftirliti.21,49

Í sænskri rannsókn frá 2006 kom í ljós að um 20% alvarlegra hjartagalla greindust eftir útskrift heim

á tímabilinu 1993-2001. Sein greining var jafnframt vaxandi vandamál, en 26,2% greindust seint á

síðari hluta rannsóknarinnar, 1999-2001. Sá galli sem greindist hlutfallslega oftast eftir útskrift var

einangruð ósæðarþrenging.15

Sambærilegar niðurstöður hafa fengist í mörgum öðrum rannsóknum, en þar hafa alvarlegir

meðfæddir hjartagallar verið að greinast seint í um 13-30% tilvika.11-14,21

Þessar rannsóknir notuðu þó

mismunandi skilgreiningar á alvarlegum meðfæddum hjartagöllum. Sá galli sem oftast greinist seint er

CoA/IAA.13,14,21

Börn sem fæðast á minni sjúkrahúsum eru líklegri til að greinast seint með alvarlegan meðfæddan

hjartagalla en þau sem fæðast stærri sjúkrahúsum og háskólasjúkrahúsum.11

Nýburar með aðra

meðfædda galla eru ólíklegri til að greinast seint.21

Það hvenær alvarlegur meðfæddur hjartagalli

greinist hefur áhrif á afdrif barna, en sein greining er tengd verra ástandi fyrir aðgerð og þar með verri

útkomu aðgerðar.17

Rannsóknir hafa líka sýnt að af þeim börnum sem veikjast lífshættulega vegna

alvarlegs meðfædds hjartagalla hefði mögulega verið hægt að fyrirbyggja það hjá næstum helmingi

með greiningu fyrr, en 91% þeirra barna höfðu þrengingu í ósæðarboga.54

1.5.5 Nýjar greiningaraðferðir

Af niðurstöðum fyrri rannsókna þótti ljóst að það þyrfti að bæta skimunaraðferðir fyrir alvarlega

meðfædda hjartagalla.15

Í kjölfarið voru gerðar rannsóknir á nýjum greiningaraðferðum, meðal annars

mælingu á súrefnismettun (pulse oximetry; pox).

Í Svíþjóð var gerð stór framsýn rannsókn á áhrifum pox skimunar á greiningu meðfæddra

hjartagalla sem eru háðir opinni fósturslagrás. Ef súrefnismettun mældist <95% í hendi, eða munur á

súrefnismettun handar og fótar var >3% í þremur endurteknum mælingum var skimun talin jákvæð og

þar með grunur um hjartagalla. Þá var barn sent í hjartaómun samdægurs. Samanlagt greindu pox

skimun og nýburaskoðun 92% nýbura með alvarlegan meðfæddan hjartagalla áður en þeir

útskrifuðust frá fæðingarstofnun. Pox skimun og nýburaskoðun misstu af 5 börnum en þau voru öll

með ósæðarþrengingu. Í samanburðarhópnum (án pox) greindust 72% fyrir útskrift. Tíðni falskt

jákvæðra greininga fyrir pox var 0,17%, eða rúmlega 10 sinnum lægra en fyrir nýburaskoðun eingöngu

(1,91%). Af þeim 69 sem greindust falskt jákvæð með pox var tæpur helmingur (45%) með aðra

vægari hjartagalla, lungnavandamál eða sýkingar svo pox mæling gagnaðist þeim börnum líka.22

Page 19: Greining alvarlegra meðfæddra hjartagalla á Íslandi 2000-2014 ritgerð... · 2018. 10. 15. · Ágrip Greining alvarlegra meðfæddra hjartagalla á Íslandi 2000-2014 Hallfríður

13

Aðrar rannsóknir á pox, þar á meðal safngreining, hafa sömuleiðis sýnt fram á mjög mikla sértækni

í greiningu á alvarlegum meðfæddum hjartagöllum og næmni í meðallagi,10,55,56

en næmnin eykst

töluvert ef pox er notað með nýburaskoðun.56,57

Kostir pox skimunar með nýburaskoðun eru að aðferðin nýtist mjög vel til að greina galla þar sem

lungnablóðrás er háð opinni fósturslagrás.22

Auk þess er tíðni falskt jákvæðra með pox skimun mjög

lágt, en stór hluti barna með með falskt jákvæða pox skimun hefur önnur klínískt mikilvæg

vandamál.10,22,58

Aðferðin er því hagkvæm lausn með tilliti til kostnaðar.59

Helsti gallin er þó sá að

aðferðin dugar illa til að greina ósæðarþrengingar eða -rof10,22

og því eru aðrar aðferðir í þróun.

Peripheral perfusion index (PPI), sem endurspeglar breytingar í blóðflæði í rauntíma, gæti bætt

greiningu á sumum hjartagöllum sem erfitt hefur verið að greina með hefðbundinni skoðun nýbura.

Rannsókn frá 2007 sýndi að PPI lofar góðu til greiningar á truflun á útflæði frá vinstri hlið hjartans (e.

left heart obstructive disase). Öll 9 börnin í rannsókninni sem höfðu slíka hjartagalla mældust með PPI

undir neðri fjórðungsmörkum og 5 af 9 undir fimmta persentíli.60

Nýlega var gerð rannsókn til að meta

áhrif blóðþrýstingsmælinga í hendi og fæti eftir 24 klst aldur á greiningu alvarlegra meðfæddra

hjartagalla. Niðurstaðan var að þá aðferð virðist skorta áreiðanleika, sýndi mikinn fjölda falskra

jákvæðra og kæmi því ekki að miklu gagni.61

Því er ljóst að þörf er á frekari rannsóknum á

greiningaraðferðum fyrir alvarlega meðfædda hjartagalla, sérstaklega fyrir ósæðarþrengingar og aðra

svipaða galla.

1.6 Meðferðir við hjartagöllum og afdrif

Hægt er að leiðrétta flesta alvarlega meðfædda hjartagalla með skurðaðgerð eða í þræðingu og eru

þá horfur nokkuð góðar, en dánartíðni í kjölfar skurðaðgerðar vegna hjartagalla fyrir eins árs aldur er

um 7%.62

Marga alvarlega meðfædda hjartagalla er hægt að leiðrétta strax í fyrstu aðgerð eða

þræðingu en í sumum er fyrst framkvæmd stigunaraðgerð í átt að endanlegri leiðréttingu sem fer þá

fram mánuðum eða árum síðar. Ef blóðrás er háð opinni fósturslagrás er oft gefið prostaglandín til að

halda henni opinni eða beitt öðrum aðferðum, til dæmis gáttaskilagötun við slagæðavíxlun, til að auka

blöndun blóðs og þar með stöðugleika barns þar til það kemst í aðgerð/þræðingu.

Þó lifun sé almennt nokkuð góð er hún mjög misjöfn á milli tegunda hjartagalla og er til dæmis

sérstaklega lág fyrir HLHS.5 Ekki eru til margar rannsóknir um langtímalifun barna með alvarlegra

meðfæddra hjartagalla en eins árs lifun hefur batnað mikið á undanförnum árum og áratugum, var

67,4% 1979-1993 en 82,5% 1994-2005.63

Ýmsir þættir hafa verið tengdir betri horfum, til dæmis fyrri greining. Það hvenær hjartagalli greinist

hefur áhrif á ástand barns fyrir aðgerð og þar með útkomu úr aðgerð.17,64

Börn sem greinast með

víxlun meginslagæða á meðgöngu hafa betri útkomu en þau sem greinast eftir fæðingu.18-20

Nýburar

með HLHS sem fæðast langt frá sjúkrahúsum sem framkvæma hjartaaðgerðir á börnum hafa verri

horfur, en sum þeirra eru vegna lélegs ástands ekki talin skurðtæk. Bætt greining HLHS á meðgöngu

og ráðleggingar um fæðingarstað nálægt fullkomnustu þjónustu getur því bætt horfur þeirra.65

Page 20: Greining alvarlegra meðfæddra hjartagalla á Íslandi 2000-2014 ritgerð... · 2018. 10. 15. · Ágrip Greining alvarlegra meðfæddra hjartagalla á Íslandi 2000-2014 Hallfríður

14

2 Markmið

Markmið rannsóknarinnar var að svara eftirfarandi rannsóknarspurningum:

• Hvenær greinast alvarlegir meðfæddir hjartagallar?

– Hve stórt hlutfall greinist á meðgöngu?

– Hve stórt hlutfall greinist eftir fæðingu fyrir útskrift frá fæðingarstofnun

– Hve stórt hlutfall greinist seint, það er eftir útskrift frá fæðingarstofnun?

• Er sein greining alvarlegra meðfæddra hjartagalla vandamál á Íslandi?

Auk þess að kanna hvað leiðir til greiningar og meta faraldsfræðilegar upplýsingar um alvarlega

meðfædda hjartagalla (nýgengi, lifun og algengi litningagalla og annarra meðfæddra galla í þessum

hópi).

Page 21: Greining alvarlegra meðfæddra hjartagalla á Íslandi 2000-2014 ritgerð... · 2018. 10. 15. · Ágrip Greining alvarlegra meðfæddra hjartagalla á Íslandi 2000-2014 Hallfríður

15

3 Efni og aðferðir

3.1 Skipulag rannsóknar

Framkvæmd var afturskyggn rannsókn sem náði til allra barna á Íslandi með alvarlegan meðfæddan

hjartagalla sem fæddust á tímabilinu 2000-2014 að báðum árum meðtöldum. Gögnum var safnað til

og með apríl 2015. Alvarlegur meðfæddur hjartagalli var skilgreindur sem byggingargalli í hjarta eða

stóru æðunum sem þarfnast inngrips, í skurðaðgerð eða þræðingu, eða veldur dauðsfalli barns á

fyrsta ári ævinnar.

3.1.1 Skilyrði fyrir þátttöku í rannsókn

Með í rannsókninni voru lifandi fædd börn sem greindust með alvarlegan meðfæddan hjartagalla á

meðgöngu eða eftir fæðingu á Íslandi á árunum 2000-2014. Útilokaðir voru fyrirburar (meðgöngulengd

<38v) með opna fósturslagrás (PDA) eingöngu og börn erlendra ríkisborgara sem fæddust á

herstöðvarsjúkrahúsinu á Keflavíkurflugvelli.

3.1.2 Gagnasöfnun

Börnin voru fundin í gagnasafni Vökudeildarskrár og sjúkdómsgreiningagrunni Landspítala. Leitað var

eftir greiningarnúmerum fyrir meðfædda hjartagalla skv. ICD-10 staðli. Skoðaðar voru sjúkraskrár

þeirra barna sem fundust til að staðfesta hvort um alvarlegan meðfæddan hjartagalla væri að ræða.

Klínískum upplýsingum var safnað úr sjúkraskrám barns og móður, úr Sögukerfinu þegar hægt var en

annars úr pappírsskrám. Upplýsingum var safnað um fæðingu, greiningu, ástand og afdrif barns.

Ítarlegri útlistun á breytum sem safnað var má finna í viðauka 2 auk útskýringa á mati á niðurstöðum.

Upplýsingar um fjölda lifandi fæddra barna á Íslandi 2000-2013 voru fengnar frá Hagstofu Íslands.66

Samsvarandi upplýsingar fyrir árið 2014 voru fengnar frá Fæðingaskrá.

3.1.3 Úrvinnsla gagna og tölfræðiaðferðir

Notast var við Microsoft Office Excel 2007 við skráningu gagna og tölfræðiforritið R (version 3.1.2) og

Rstudio við tölfræði úrvinnslu. Tölfræði var fyrst og fremst lýsandi. Kí-kvaðrat próf var notað til að bera

saman hlutföll. Tölfræðileg marktækni miðaðist við p<0,05.

* Notast var við greiningarnúmerin Q20-Q28 að undanskildum þeim sem höfðu eingöngu: Q21.1 (ASD), Q27.1

(congenital renal artery stenosis), Q27.3 (arteriovenous malformation (peripheral)), Q22.2 (pulmonary valve

insufficiency), Q23.1 (aortic valve insufficiency), Q23.3 (mitral valve insufficiency), Q26.1 (persistent left superior

vena cava), Q24.0 (dextrocardia), Q26.6 (other congenital malformations of great veins).

Page 22: Greining alvarlegra meðfæddra hjartagalla á Íslandi 2000-2014 ritgerð... · 2018. 10. 15. · Ágrip Greining alvarlegra meðfæddra hjartagalla á Íslandi 2000-2014 Hallfríður

16

3.2 Leyfi

Rannsóknin var gerð með samþykki siðanefndar Landspítala (leyfisnúmer 3/2015) og heimild frá

framkvæmdastjóra lækninga á Landspítala. Sjá viðauka 3.

Page 23: Greining alvarlegra meðfæddra hjartagalla á Íslandi 2000-2014 ritgerð... · 2018. 10. 15. · Ágrip Greining alvarlegra meðfæddra hjartagalla á Íslandi 2000-2014 Hallfríður

17

4 Niðurstöður

4.1 Nýgengi

Á rannsóknartímabilinu fæddust 66.554 börn á Íslandi. Í vökudeildarskrá og sjúkdómsgreiningargrunni

Landspítala fundust 155 börn sem greindust með alvarlegan meðfæddan hjartagalla á sama tímabili.

Kynjahlutfallið var 93 drengir og 62 stúlkur (1,5:1). Mynd 5 sýnir fjölda tilfella eftir fæðingarárum.

Nýgengi alvarlegra meðfæddra hjartagalla á rannsóknartímabilinu var 2,33 á hver 1000 lifandi fædd

börn. Árlegt nýgengi var hæst árið 2000, 3,48, og lægst árið 2011, 0,67 (Mynd 6). Nýgengi lækkaði

marktækt á tímabilinu, úr 3,12 á fyrstu 5 árunum í 1,99 og 1,95 á seinni tveimur 5 ára tímabilunum

(p=0,024 og p=0,019) (Mynd 7).

Mynd 5. Fjöldi lifandi fæddra barna með alvarlegan meðfæddan hjartagalla eftir fæðingarárum, n=155.

Mynd 6. Nýgengi alvarlegra meðfæddra hjartagalla á hver 1000 lifandi fædd börn eftir fæðingarárum.

15 13

10

13 14

8 8 8 8

14 12

3

10

6

13

0 2 4 6 8

10 12 14 16

2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014

Fjö

ldi

Fæðingarár

3,48 3,18

2,47

3,14 3,31

1,87 1,81 1,75 1,65

2,79 2,45

0,67

2,21

1,39

2,99

0,00

0,50

1,00

1,50

2,00

2,50

3,00

3,50

4,00

2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014

Nýg

en

gi

Fæðingarár

Page 24: Greining alvarlegra meðfæddra hjartagalla á Íslandi 2000-2014 ritgerð... · 2018. 10. 15. · Ágrip Greining alvarlegra meðfæddra hjartagalla á Íslandi 2000-2014 Hallfríður

18

Mynd 7. Nýgengi alvarlegra meðfæddra hjartagalla á hver 1000 lifandi fædd börn eftir 5 ára tímabilum.

Tafla 1. Fjöldi barna með hverja gerð af alvarlegum meðfæddum hjartagalla.

Algengustu alvarlegu meðfæddu hjartagallarnir á tímabilinu voru CoA/IAA (með/án VSD) 19%

(29/155), VSD 15% (24/155), og TGA (með/án VSD) 10% (15/155) (Tafla 1). Einnig voru flóknir

Hjartagalli Fjöldi

(n=155) Hlutfall

CoA/IAA (±VSD) a

29 19%

Flókinn samsettur galli

28 18%

VSD 24 15%

TGA (±VSD) b

15 10%

ToF 13 8%

PS 8 5%

AS 6 4%

AVSD 5 3%

PA/IVS 5 3%

PA/VSD 5 3%

Sameiginlegur slagæðastofn 4 3%

HLHS 3 2%

ALCAPA 2 1%

PDA 2 1%

Annað c

6 4%

a þar af 19 án VSD, 10 með

b þar af 12 án VSD, 3 með

c APW, kransæðafistill, ductal aneurysm, MS, PbrS,

tvöfaldur ósæðarbogi

p = 0,024

3,12

1,99 1,95

0 0,5

1 1,5

2 2,5

3 3,5

2000-2004 2005-2009 2010-2014

Nýg

en

gi

Fæðingarár

p = 0,019

Page 25: Greining alvarlegra meðfæddra hjartagalla á Íslandi 2000-2014 ritgerð... · 2018. 10. 15. · Ágrip Greining alvarlegra meðfæddra hjartagalla á Íslandi 2000-2014 Hallfríður

19

samsettir gallar algengir, 18% (28/155). Af flóknum samsettum göllum voru 6 AVSD með þrengingum

og/eða afbrigðileika í tengingu á útflæði frá sleglum, 5 TGA/DORV með VSD og CoA, 3 TGA/DORV

með VSD og PS, 3 CoA með AS eða þrengingu neðan ósæðarloku 2 DORV með VSD og fleiri

sjaldgæfari samsetningar.

23% barnanna (36/155) með alvarlegan meðfæddan hjartagalla höfðu aðra meðfædda galla eða

heilkenni, þá litningagalla, genetísk frávik eða aðra meiriháttar galla (Tafla 2). Þar af var þrístæða 21

algengust, hjá 9 börnum eða hjá 25% allra með aðra meðfædda galla eða heilkenni.

Tafla 2. Aðrir meðfæddir gallar og heilkenni hjá börnum með alvarlega meðfædda hjartagalla.

Taflan sýnir fjölda barna með aðra meðfædda galla, hvert barn aðeins talið einu sinni, og hlutfall barna með

hverja gerð galla af öllum börnum (n=155) með alvarlegan meðfæddan hjartagalla.

Gerð galla Fjöldi Hlutfall

Allir 36 23%

Litningagallar a

12 8%

Genetísk frávik b

10 6%

Aðrar meiriháttar gallar 14 9%

a þrístæða 21 (9), Turner heilkenni (2), þrístæða 18 (1)

b catch22 (2)

4.2 Tímasetning greiningar

36 börn með alvarlegan meðfæddan hjartagalla greindust á meðgöngu (23,2%). 100 börn (64,5%)

greindust eftir fæðingu og fyrir útskrift frá fæðingarstofnun. 19 börn (12,3%) greindust seint, það er eftir

útskrift frá fæðingarstofnun. Hlutfall seint greindra alvarlegra meðfæddra hjartagalla var 12,3% (8 af 65

tilfellum) á tímabilinu 2000-2004, 13,0% (6 af 46 tilfellum) á tímabilinu 2005-2009 og 11,4% (5 af 44

tilfellum) á tímabilinu 2010-2014, og reynist enginn marktækur munur vera á milli tímabila. Fjöldi barna

sem greindust árlega með alvarlegan meðfæddan hjartagalla á meðgöngu á tímabilinu er sýndur á

Mynd 8.

Ef einungis eru tekin þau börn sem sem þarfnast inngrips vegna hjartagalla á fyrsta mánuði lífs þá

er hlutfall seint greindra 7,6% (7 af 92 börnum). Ef aðeins eru tekin þau sem þarfnast inngrips á fyrstu

tveimur mánuðum lífs er hlutfall seint greindra 8,5% (9 af 106 börnum). Ef aðeins eru tekin þau 119

börn sem greindust eftir fæðingu þá greindust 19 þeirra seint, eða 16%. Af þeim sem þurftu inngrip á

fyrstu tveimur mánuðum lífs greindust 78 eftir fæðingu og 9 af þeim greindust seint, eða 11,5%.

Page 26: Greining alvarlegra meðfæddra hjartagalla á Íslandi 2000-2014 ritgerð... · 2018. 10. 15. · Ágrip Greining alvarlegra meðfæddra hjartagalla á Íslandi 2000-2014 Hallfríður

20

Mynd 8. Fjöldi lifandi fæddra barna sem höfðu greinst með alvarlegan meðfæddan hjartagalla á meðgöngu eftir fæðingarári, n=36.

Af þeim 119 börnum sem greindust eftir fæðingu greindust 90 á fyrstu viku ævinnar (75,6%), þar af

65 börn á aldrinum 0-2 daga gömul (Mynd 9). Það barn sem var elst við greiningu alvarlegs meðfædds

hjartagalla var 8 mánaða gamalt. 62 börn greindust í kjölfar nýburaskoðunar og 8 börn í 5 daga

skoðun (Tafla 3). Í 5 daga skoðun greindust 4 börn með CoA (2 með VSD og 2 án), 2 með ToF og 2

með VSD.

Mynd 9. Greiningaraldur þeirra barna sem greindust með alvarlegan meðfæddan hjartagalla eftir fæðingu, n=119.

65

25

11 6 6

2 4

0

10

20

30

40

50

60

70

0-2d 3-6d 7-13d 2-5v 6-11v 12v-5mán 6-8mán

Fjö

ldi

Aldur við greiningu

2 2

4

0

5

3

2

1

3

5

1 1 1

2

4

0

1

2

3

4

5

6

2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014

Fjö

ldi

Fæðingarár

Page 27: Greining alvarlegra meðfæddra hjartagalla á Íslandi 2000-2014 ritgerð... · 2018. 10. 15. · Ágrip Greining alvarlegra meðfæddra hjartagalla á Íslandi 2000-2014 Hallfríður

21

Tafla 3. Hvar (í ferlinu) greinast alvarlegir meðfæddir hjartagallar?

Hvar greindist hjartagalli? Fjöldi (n=155)

Á meðgöngu 36

Í nýburaskoðun 62

Inniliggjandi eftir nýburaskoðun/ í útskr.skoðun 25

Milli útskriftar af fæðingardeild og 5d skoðunar 2

Í 5d skoðun 8

Í eftirliti v/annars hjartagalla 3

Að heiman (seint) 13

Úr ungbarnaeftirliti (seint) 6

Af þeim 36 börnum sem greindust á meðgöngu höfðu 15 (42%) flókinn samsettan galla (Tafla 4).

Ekkert barn greindist með TGA (með/án VSD) á meðgöngu, en 4 greindust með CoA (með/án VSD).

Tafla 4. Alvarlegir meðfæddir hjartagallar greindir á meðgöngu.

Hjartagalli Fjöldi (n=36)

Hlutfall

Flókinn samsettur galli a

15 42%

Ósæðarþrenging (±VSD) b

4 11%

PA/IVS 4 11%

PA/VSD 3 8%

AS 2 6%

PS 2 6%

ToF 2 6%

Annað

4 11%

a AVSD (1), HLHS (1), sameiginlegur slagæðastofn (1), VSD (1)

b þar af 2 án VSD, 2 með

Af þeim 19 börnum sem greindust seint, það er eftir útskrift frá fæðingarstofnun, höfðu 6 börn

CoA/IAA (með/án VSD) og 3 börn flókinn samsettan galla (Tafla 5).

Tafla 5. Alvarlegir meðfæddir hjartagallar sem greindust seint.

Hjartagalli Fjöldi (n=19)

Hlutfall

CoA/IAA (±VSD) a

6 32%

Flókinn samsettur galli b

3 16%

ALCAPA 2 11%

PDA 2 11%

AVSD 1 5%

Page 28: Greining alvarlegra meðfæddra hjartagalla á Íslandi 2000-2014 ritgerð... · 2018. 10. 15. · Ágrip Greining alvarlegra meðfæddra hjartagalla á Íslandi 2000-2014 Hallfríður

22

Míturlokuþrenging 1 5%

Pulmonary branch stenosis 1 5%

ToF 1 5%

Tvöfaldur ósæðarbogi 1 5%

VSD 1 5%

a þar af 4 án VSD, 2 með

b single ventricle+CoA+DORV (1), DORV+TGA+VSD (1),

DORV+VSD (1)

4.3 Ástæður skoðunar, einkenni og teikn

Algengustu ástæður fósturhjartaómskoðunar hjá þeim 36 sem greindust á meðgöngu var óeðlileg

fjögurra hólfa sýn (11), aukin hnakkaþykkt (6) og fjölskyldusaga (5) (Tafla 6). Upplýsingar um ástæðu

fósturhjartaómskoðunar fundust ekki í 5 tilvikum.

Tafla 6. Ástæða fósturhjartaómskoðunar þeirra sem greindust á meðgöngu.

Ástæða fósturhjartaómskoðunar Fjöldi

a

(n=36)

Óeðlileg fjögurra hólfa sýn 11

Aukin hnakkaþykkt 6

Fjölskyldusaga 6

Aðrir gallar 2

Takttruflanir fósturs 2

Flogaveikilyf 2

Annað b 5

Upplýsingar vantaði 5

a Móðir gat haft fleiri en 1 ástæðu

b Erfðagalli móður (1), sykursýki móður (1), hydrops

(1), twin-to-twin transfusion syndrome (1), grunur um pericardial effusion (1)

Algengustu ástæður skoðunar hjartalæknis hjá þeim 119 sem greindust eftir fæðingu voru hjartaóhljóð

hjá 60 börnum og blámi hjá 24, sem stök ástæða eða með öðrum (Tafla 7). Öll 4 börnin sem höfðu

vanþrif sem ástæðu skoðunar greindust seint, það er eftir útskrift frá fæðingarstofnun. Aðrar ástæður

hjá þeim sem greindust seint voru lostástand (319), hjartaóhljóð (8/19, þar af 3 einnig með

öndunarörðugleika), óeðlilegir púlsar (1/19), blámi (1/19) og annað (2/19).

Algengustu einkenni eða teikn barnanna voru hjartaóhljóð (119/155), öndunarörðugleikar (55/155)

og blámi (49/155) (Tafla 8). Þau sem greindust eftir fæðingu höfðu hlutfallslega oftar hjartaóhljóð

(81%) og öndunarörðugleika (41%) en þau sem greindust á meðgöngu (64% og 17%). Þau sem

greindust á meðgöngu höfðu hlutfallslega oftar bláma (44%) og aðra galla (36%) en þau sem

greindust eftir fæðingu (28% og 18%).

Page 29: Greining alvarlegra meðfæddra hjartagalla á Íslandi 2000-2014 ritgerð... · 2018. 10. 15. · Ágrip Greining alvarlegra meðfæddra hjartagalla á Íslandi 2000-2014 Hallfríður

23

Tafla 7. Ástæða skoðunar hjartalæknis barna sem greindust eftir fæðingu með alvarlegan meðfæddan hjartagalla.

Tölur innan sviga tákna hve mörg af þeim höfðu einnig þessar ástæður.

Ástæða skoðunar hjartalæknis Fjöldi

(n=119)

Hjartaóhljóð 60

og öndunarörðugleikar (4)

og óeðlilegir púlsar (8)

Blámi 24

og hjartaóhljóð (3)

Aðrir gallar 11

og blámi

a (3)

og hjartaóhljóð (2)

og óeðlilegir púlsar (1)

Óeðlilegir púlsar 6

og öndunarörðugleikar (1)

Lostástand 6

Vanþrif 4

hjartaóhljóð og öndunarörðugleikar (2)

og hjartaóhljóð (1)

Eftirlit 3

Annað b 4

Upplýsingar vantar 1

a óeðlilegir púlsar (1), öndunarörðugleikar (1)

b óeðlilegur blóðþrýstingur (1), misræmi í mettun (1), rtg+CT

af vélinda v/kyngingarörðugleika (1), öndunarörðugleikar (1)

Tafla 8. Einkenni og teikn barna með alvarlegan meðfæddan hjartagalla.

Fyrir börn greind eftir fæðingu er miðað við einkenni við greiningu, en fyrir börn greind á meðgöngu er miðað við

einkenni við fæðingu.

Heild (n=155)

Greind á meðgöngu (n=36)

Greind eftir fæðingu (n=119)

Einkenni eða teikn Fjöldi Hlutfall Fjöldi Hlutfall Fjöldi Hlutfall

Hjartaóhljóð 119 77% 23 64% 96 81%

Öndunarörðugleikar 55 35% 6 17% 49 41%

Blámi 49 32% 16 44% 33 28%

Aðrir gallar 35 23% 13 36% 22 18%

Óeðlilegir púlsar 31 20% 1 3% 30 25%

Léleg perfusion 23 15% 4 11% 19 16%

Page 30: Greining alvarlegra meðfæddra hjartagalla á Íslandi 2000-2014 ritgerð... · 2018. 10. 15. · Ágrip Greining alvarlegra meðfæddra hjartagalla á Íslandi 2000-2014 Hallfríður

24

4.4 Ástand barnanna

46 börn af 155 (29,7%) voru alvarlega veik skömmu eftir fæðingu, það er á um það bil fyrstu 12 klst

lífs. Þar af þurftu 12 öndunarvélarmeðferð, 29 prostaglandínmeðferð og 10 gáttaskilagötun. Marktækt

hærra hlutfall barna sem greindust á meðgöngu voru alvarlega veik samanborið við þau sem greindust

eftir fæðingu fyrir útskrift, eða 58% á móti 25% (p<0,001) (Tafla 9). Engin börn sem greindust eftir

útskrift frá fæðingarstofnun voru alvarlega veik skömmu eftir fæðingu.

Tafla 9. Ástand barna með alvarlegan meðfæddan hjartagalla skömmu eftir fæðingu.

Skömmu eftir fæðingu jafngildir um það bil innan 12 klst frá fæðingu. Alvarlega veik voru þau sem þurftu

öndunarvélarmeðferð, prostaglandín og gáttaskilagötun.

Alvarlega veik

Hvenær greind Fjöldi Hlutfall

Á meðgöngu (n=36) 21 58%

Eftir fæðingu fyrir útskrift (n=100) 25 25%

Af 19 börnum sem greindust seint voru 13 (68,4%) alvarlega veik við greiningu, það er þurftu að

leggjast strax inn til meðferðar með prostaglandínum, öndunarvél eða við hjartabilun. Þar af voru 3 í

lostástandi og voru þau öll með ósæðarþrengingu eða -rof (með eða án VSD). Af hinum 3 sem

greindust seint með ósæðarþrengingu eða -rof greindist eitt 4 mánaða gamalt og var þá einkennalaust

frá hjarta.

64 af 155 börnum fengu meðferð með prostaglandínum (Tafla 10). Þar af fengu 62 prostaglandín

fljótlega, um það bil innan 12 klst, frá greiningu. 19 af 36 börnum (53%) sem greindust á meðgöngu

fengu prostaglandín. 43 af 100 börnum (43%) sem greindust eftir fæðingu fyrir útskrift frá

fæðingarstofnun fengu prostaglandín eftir greiningu, þar af 41 fljótlega eftir greiningu. 2 af 19 börnum

(11%) sem greindust eftir útskrift frá fæðingarstofnun fengu prostaglandín fljótlega eftir greiningu.

Tafla 10. Fjöldi barna sem fékk prostaglandínmeðferð eftir greiningu, skipt upp eftir greiningartíma þeirra.

Prostaglandín eftir

greiningu

Hvenær greind Fjöldi Hlutfall

Á meðgöngu (n=36) 19 53%

Eftir fæðingu fyrir útskrift (n=100) 43 43%

Eftir fæðingu eftir útskrift (n=19) 2 11%

Samtals (n=155) 64 41%

Page 31: Greining alvarlegra meðfæddra hjartagalla á Íslandi 2000-2014 ritgerð... · 2018. 10. 15. · Ágrip Greining alvarlegra meðfæddra hjartagalla á Íslandi 2000-2014 Hallfríður

25

4.5 Inngrip vegna hjartagalla

5 börn létust án þess að fara í aðgerð, öll á fyrsta mánuði ævinnar. Af 150 börnum sem gengust undir

inngrip á fyrsta ári ævinnar fóru 102 beint í leiðréttandi inngrip (89 í skurðaðgerð, 13 í þræðingu) og 48

fengu fyrst tímabundna lausn (28 í skurðaðgerð, 20 í þræðingu). 101 barn gekkst undir fyrsta inngrip á

fyrstu 2 mánuðum ævinnar, þar af 87 á fyrsta mánuði (Mynd 10). Fyrsta inngrip var framkvæmt á

Landspítalanum hjá 45 börnum, í Boston hjá 74, í Lundi hjá 23 og í London hjá 8.

Mynd 10. Aldur barna við fyrsta inngrip vegna alvarlegs meðfædds hjartagalla, n=150.

120 börn höfðu fengið fulla leiðréttingu við eins árs aldur, 16 leiðréttingu þó með fleiri inngripum

framundan og 14 höfðu ekki fengið leiðréttingu en leiðréttandi inngrip fyrirhugað á næstu mánuðum

eða árum. Af þeim 136 sem gengust undir leiðréttandi inngrip á fyrsta ári voru 80 yngri en tveggja

mánaða við leiðréttingu og 67 yngri en eins mánaðar gömul (Mynd 11).

Mynd 11. Aldur við leiðréttandi inngrip vegna alvarlegs meðfædds hjartagalla, n=136.

51

25

11 14

9 11 16

13

0

10

20

30

40

50

60

0-6d 7-13d 14-30d 1mán 2mán 3mán 4-5mán 6-12mán

Fjö

ldi

Aldur við fyrsta inngrip

38

17

12 13 10 10

17 19

0

5

10

15

20

25

30

35

40

0-6d 7-13d 14-30d 1mán 2mán 3mán 4-5mán 6-12mán

Fjö

ldi

Aldur við leiðréttandi inngrip

Page 32: Greining alvarlegra meðfæddra hjartagalla á Íslandi 2000-2014 ritgerð... · 2018. 10. 15. · Ágrip Greining alvarlegra meðfæddra hjartagalla á Íslandi 2000-2014 Hallfríður

26

4.6 Lifun

Af 155 börnum greindum með alvarlegan meðfæddan hjartagalla eru 141 (91%) á lífi í dag (í apríl

2014), þá á aldrinum 4 mánaða til 15 ára. Dánaraldur þeirra sem létust má sjá á Mynd 12. Átta börn

létust fyrir eins árs aldur, þar af 7 á fyrsta mánuði ævinnar og 5 þeirra án inngrips. Hjartagalli var

algengasta dánarorsökin, eða hjá 8 af 14, en þar af spiluðu þó inn í aðrar orsakir í 3 tilvikum. Tvö börn

létust í kjölfar aðgerðar, eða 1,3% þeirra sem fóru í aðgerð (2/150). Þrjú börn létust vegna annarra

meðfæddra galla, eitt vegna litningagalla, eitt vegna genagalla og eitt vegna æðaflækju í heila.

Dánarorsök var óþekkt í einu tilviki og tvö börn létust af öðrum orsökum. Ekkert barn lést vegna

seinnar greiningar.

Af þeim sem létust án inngrips létust tvö vegna HLHS, eitt lést vegna litningagalla (var með VSD),

eitt vegna hjartagalla og miðtaugakerfisgalla (var með Ebstein anomaly og VSD) og eitt vegna

hjartagalla og heilaskemmda (var með þrengingu í og undir ósæðarloku, en var einnig mjög mikill

fyrirburi, 990g). Ef við útilokum þessi 5 börn sem ekki voru skurðtæk vegna alvarleika hjartagallans

eða annarra vandamála, þá er heildarlifun fyrir tímabilið 94% (146/155) og eins árs lifun 98%

(150/155).

Mynd 12. Dánaraldur barna með alvarlegan meðfæddan hjartagalla, n=14.

3

4

1

3

0

3

0

1

2

3

4

5

0-6d 7-30d 1-11mán 1 árs 2-4 ára 5-11 ára

Fjö

ldi

Dánaraldur

Page 33: Greining alvarlegra meðfæddra hjartagalla á Íslandi 2000-2014 ritgerð... · 2018. 10. 15. · Ágrip Greining alvarlegra meðfæddra hjartagalla á Íslandi 2000-2014 Hallfríður

27

5 Umræða

5.1 Helstu niðurstöður

Rannsóknin sýndi ágætan árangur í greiningu alvarlegra meðfæddra hjartagalla á Íslandi, en á

tímabilinu greindust um 12,3% þeirra seint, það er eftir útskrift frá fæðingarstofnun. Samsvarandi

hlutfall í erlendum rannsóknum hefur verið um 13-30%.11-15,21

Sá alvarlegi hjartagalli sem algengast var að greindist seint var ósæðarþrenging, en um þriðjungur

seint greindra barna (6 af 19) höfðu ósæðarþrengingu eða -rof (með eða án VSD). Einnig greindust

þrjú börn með alverlega flókna blámahjartagalla seint. Þessar niðurstöður eru í góðu samræmi við

niðurstöður erlandra rannsókna, en sein greining ósæðarþrengsla virðist vera alþjóðlegt

vandamál.13,14,21

Ýmsar leiðir til að bæta greiningu alvarlegra meðfæddra hjartagalla hafa verið rannsakaðar, og

hafa sýnt að pox mæling getur dregið úr líkum á seinum greininingum blámahjartagalla, en bætir ekki

greiningu ósæðaþrengsla.10,22

Þannig má leiða líkur að því að upptaka pox mælinga hér á landi hefði

skilað fyrri greiningu hjá 3 börnum með flókinn samsettan blámahjartagalla á rannsóknartímabilinu, en

ekki haft áhrif á aðrar seinar greiningar.

5.2 Sein greining

Á rannsóknartímabilinu var hlutfall barna með alvarlegan meðfæddan hjartagalla sem greindust seint,

það er eftir útskrift frá fæðingarstofnun, 12,3%, eða 19 af 155 tilfellum, og reyndist hlutfallið stöðugt á

rannsóknartímabilinu. Þrettán barnanna (68%) voru alvarlega veik við greiningu og þar af þrjú í

lostástandi. Sein greining alvarlegra meðfæddra hjartagalla er því raunverulegt vandamál á Íslandi, en

þó ekki vaxandi og hlutfall seinna greininga hér er lægra en rannsóknir frá nágrannalöndunum hafa

sýnt (13-30%).11-15,21

Erlendis hefur tekist að ná hlutfalli seint greindra enn lengra niður með bættum

greiningaraðferðum,22,57

lægst í 4,4%, þar sem meðgöngugreining hefur verið bætt og pox mælingu

var bætt við nýburaskoðun. Í þeirri rannsókn var hlutfall greindra á meðgöngu mjög hátt, 60%.56

Takmarkanir pox mælinga eru hinsvegar töluverðar, og tvær norrænar rannsóknir hafa sýnt að

nýburaskoðun með pox mælingu missir af 8-12% alvarlegra meðfæddra hjartagalla.22,57

Samanburður þessarar rannsóknar við aðrar erlendar rannsóknir er vissum takmörkunum háður.

Erlendar rannsóknir hafa notast við mismunandi skilgreiningar á alvarlegum meðfæddum hjartagöllum.

Sumar skilgreina alvarlega meðfædda hjartagalla sem galla sem þarfnast inngrips á fyrsta eða fyrstu

tveimur mánuðum ævinnar og sumar telja til dæmis bara seinar greiningar af þeim sem greinast eftir

fæðingu, og þá útiloka hjartagalla greinda á meðgöngu. Ef miðað er við hjartagalla sem þarfnast

inngrips á fyrsta mánuði lífs þá er hlutfall seint greindra í þessari rannsókn 7,6% (7/92) og ef miðað er

við á fyrstu 2 mánuðum er hlutfallið 8,5% (9/106). Ef aðeins eru tekin þau 119 börn sem greindust eftir

fæðingu þá greindust 19 þeirra seint, eða 16%.

Page 34: Greining alvarlegra meðfæddra hjartagalla á Íslandi 2000-2014 ritgerð... · 2018. 10. 15. · Ágrip Greining alvarlegra meðfæddra hjartagalla á Íslandi 2000-2014 Hallfríður

28

Sænsk rannsókn sem sýndi að vaxandi hlutfall alvarlegra meðfæddra hjartagalla greindust seint,

það er 26% á síðasta hluta tímabilsins (1999-2001), en 20% á öllu tímabilinu frá 1993, miðaði við að

börnin þyrftu inngrip innan tveggja mánaða og útilokaði þau sem greindust á meðgöngu.15

Ef sömu

skilmerki eru notuð í þessari rannsókn er hlutfall seint greindra 11,5%, eða 9 af 78 börnum.

Sá galli sem oftast greindist seint var ósæðarþrenging eða -rof (með eða án VSD), eða í 6 tilvikum

af 19 (eða 20,7% allra CoA/IAA með/án VSD á tímabilinu) og þrjú þeirra voru í lostástandi við

greiningu. Einnig greindust seint 3 börn með flókinn samsettan hjartagalla. Í heildina voru 13 af

börnunum 19 sem greindust seint alvarlega veik við greiningu, það er þurftu strax við greiningu að

leggjast inn til meðferðar með prostaglandínum, öndunarvél eða við hjartabilun. Ekkert barn lést þó í

kjölfar of seinnar greiningar. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að erfiðlega gengur að greina

ósæðarþrengingar tímanlega, og gildir þá einu hvort gerð sé hefðbundin klínísk skoðun, eða hvort

einnig sé gerð pox mæling.10,13,14,21,22

Í 5 daga skoðun greindust 8 börn með alvarlega meðfædda hjartagalla, þar af 4 með

ósæðarþrengingu eða 40% af þeim ósæðarþrengingum eða -rofum sem annars hefðu greinst seint.

Án 5 daga skoðunar hefðu þá 27 börn greinst seint og hlutfall seinna greininga verið 17,4% (27/155).

Niðurstöður staðfesta þannig gildi 5 daga skoðunar, og sýna að hún kemur i veg fyrir að enn fleiri börn

greinist seint með alvarlega hjartagalla.

Tvö börn komu veik að heiman fyrir 5 daga skoðun, þar af eitt í lostástandi við 4 daga aldur.

Nýburar útskrifast æ fyrr heim eftir fæðingu, og því skapast sá möguleiki að börnin veikist heima

vegna alvarlegs hjartagalla þrátt fyrir að hafa verið skoðuð á fyrsta sólarhring. Mögulega væri hægt að

greina einhver þessara barna í nýburaskoðun með nýjum greiningaraðferðum.

96 börn af 119 sem greindust eftir fæðingu (81%), höfðu hjartaóhljóð við greiningu, en það

undirstrikar það að hjartaóhljóð eru alls ekki til staðar í öllum alvarlegum meðfæddum hjartagöllum og

mikilvægt að leita einnig að öðrum einkennum og teiknum. Auk hjartaóhljóðs var blámi mikilvæg

ástæða skoðunar hjartalæknis. Einnig voru óeðlilegir púlsar oft til staðar.

5.3 Greining á meðgöngu

Hlutfall greininga á meðgöngu reyndist 23,2%, sem er viðunandi. Hlutfallið er þó mjög misjafnt eftir

löndum og landsvæðum, sum staðar mun hærra, 50-75%,46,50,56

en töluvert lægra í öðrum

rannsóknum, eða undir 10%.15,22

Mikilvægt er þó að hafa í huga að í þessari rannsókn voru ekki talin

með þau tilfelli þar sem greining alvarlegs meðfædds hjartagalla á meðgöngu leiddi til fóstureyðingar,

heldur eingöngu þau börn sem fæddust á lífi. Ekki eru til staðfestar tölur um fjölda fóstureyðinga vegna

hjartagalla á Íslandi, en varlega má áætla að þær hafi verið um 2 á ári og þar með samtals um 30 á

tímabilinu. Miðað við þær forsendur væri hlutfall alvarlegra meðfæddra hjartagalla sem greinast á

meðgöngu um 36% (66/185) sem myndi teljast viðunandi.

Hlutfallslega fleiri börn sem greindust á meðgöngu voru alvarlega veik skömmu eftir fæðingu en

þau sem greindust eftir fæðingu en fyrir útskrift frá fæðingarstofnun (58% á móti 25%, p<0,001). Það

bendir til þess að þeir hjartagallar sem greinast á meðgöngu séu alvarlegri en þeir sem greinast eftir

Page 35: Greining alvarlegra meðfæddra hjartagalla á Íslandi 2000-2014 ritgerð... · 2018. 10. 15. · Ágrip Greining alvarlegra meðfæddra hjartagalla á Íslandi 2000-2014 Hallfríður

29

fæðingu. Vitneskjan um hjartagallann hefur án efa haft jákvæð áhrif á umönnun þessara barna. Líklegt

er að töf á greiningu þeirra hefði í sumum tilfellum getað haft alvarlegar afleiðingar, en eins og

rannsóknir hafa sýnt hafa börn sem greinast á meðgöngu oft betri horfur en þau sem greinast síðar.18-

20,38,39

Ekkert barn með víxlun meginslagæða (með eða án VSD) greindist á meðgöngu sem er

umhugsunarvert, einkum í ljósi þess að margar rannsóknir hafa sýnt betri horfur barna með víxlun

meginslagæða ef þau greinast á meðgöngu samanborið við þau sem greinast eftir fæðingu.18-20

Tíu af

15 börnum með víxlun meginslagæða (með eða án VSD) voru alvarlega veik skömmu eftir fæðingu,

en öll 15 fengu prostaglandín við greiningu og öll nema eitt fóru í gáttaskilagötun. Því væri

eftirsóknarvert að börn með slagæðavíxlun greindust í meira mæli á meðgöngu, í þeim tilgangi að geta

haft áhrif á fæðingarstað barnanna og réttan viðbúnað við fæðingu þeirra. Fjögur börn með

ósæðarþrengingu (með eða án VSD) greindust á meðgöngu sem verður að teljast ánægjulegt, en

greining ósæðaþrengingar á meðgöngu er oft erfið.50,67

Óeðlileg fjögurra hólfa sýn leiddi til flestra

greininga á meðgöngu, en fjögurra hólfa sýn er eðlileg í mörgum alvarlegum göllum, eins og

ósæðarþrengingu og slagæðavíxlun.

5.4 Hvar mætti bæta greiningu?

Sumir hjartagallar eru þess eðlis að það er nánast ómögulegt að greina þá snemma, vegna þess að

einkennin koma seint fram eða að hjartagallinn þróast með tímanum. Þetta á meðal annars við um

ALCAPA, PDA, míturlokuþrengingu og tvöfaldan ósæðarboga, sem svara þá til 6 af þeim 19 börnum

sem greindust seint. Ekki er raunhæft að ætla að pox mælingar nýbura hefðu aukið líkur á því að

þessir gallar greindust. Af þeim göllum sem greindust seint má ætla að aðeins 3 börn með flókna

blámahjartagalla hefðu mögulega greinst með pox mælingu.

5 daga skoðun dugar ekki til að greina nema um helming ógreindra ósæðarþrenginga- eða rofa

sem eru enn ógreind við þann aldur. Það er þó ágætis árangur miðað við það að hvergi er í notkun

greiningaraðferð sem dugir sérstaklega vel til að greina slíka galla, en þetta eru þeir hjartagallar sem

helst vantar að bæta greiningaraðferðir fyrir. PPI virðist lofa góðu60

en rannsóknir á þeirri aðferð eru

ekki langt komnar í dag.

Þekktar eru nokkrar aðferðir til að bæta greiningu á meðgöngu. Með því að innleiða skoðun á

útflæði frá sleglum í ómskoðun um miðja meðgöngu, auk fjögurra hólfa sýnar, hefur verið unnt að

bæta greiningu á meðgöngu á göllum eins og TGA,20

CoA og fleiri göllum sem annars er erfitt að

greina.68

Einnig hefur reynst árangursríkt að bæta þjálfun þeirra sem framkvæma ómskoðun.46

Í ljósi

þess að fá börn greindust á meðgöngu með TGA og CoA í þessari rannsókn virðist sem

fósturhjartaómun með skoðun á útflæði frá sleglum sé vænlegust til að bæta greiningu alvarlegra

hjartagalla hér á landi.

Page 36: Greining alvarlegra meðfæddra hjartagalla á Íslandi 2000-2014 ritgerð... · 2018. 10. 15. · Ágrip Greining alvarlegra meðfæddra hjartagalla á Íslandi 2000-2014 Hallfríður

30

5.5 Nýgengi

Nýgengi alvarlegra meðfæddra hjartagalla upp á 2,33 á hver 1.000 lifandi fædd börn á tímabilinu er í

samræmi við aðrar rannsóknir sem miðuðu líka við að alvarlegur hjartagalli væri galli sem þarfnaðist

inngrips á fyrsta ári (1,9-2,6/1000), þó sumar þeirra hafi haft þrengri inntökuskilyrði en þessi

rannsókn.10-12

Lækkun nýgengis á tímabilinu gæti mögulega skýrst af auknum fjölda fóstureyðinga

vegna hjartagalla eða litningagalla. Um eða upp úr 2003 var byrjað að bjóða öllum verðandi mæðrum,

óháð áhættuþáttum, upp á fósturskimun með samþættu líkindamati á litningagöllum.41,42

Börnum með

litningagalla hefur fækkað vegna þessa,44

en stór hluti barna með litningagalla hafa einnig hjartagalla.

23,32,33

Kynjahlutfallið 1,5:1 er hærra en í öðrum rannsóknum, en alvarlegir meðfæddir hjartagallar virðast

samkvæmt erlendum rannsóknum almennt vera algengari hjá drengjum, eða um 1,3:1.11,54,63

Hlutfall

barna með alvarlegan meðfæddan hjartagalla sem einnig höfðu aðra galla var 23% (36/155). Þar af

voru langflest með Downs heilkenni, eða 9 börn. Það er svipað hlutfall annarra galla og í öðrum

rannsóknum (22% og 13,6%),27,30

en þó nokkuð hátt. Þær rannsóknir náðu þó til allra barna með

meðfædda hjartagalla, en ekki eingöngu alvarlega.

5.6 Lifun

Heildarlifun fyrir allt tímabilið var 91% og eins árs lifun 95%. Ef við útilokum þau börn sem ekki voru

skurðtæk vegna alvarleika hjartagallans eða annarra vandamála, þá er heildarlifun fyrir tímabilið 94%

og eins árs lifun 98%. Einungis tvö börn létust í kjölfar aðgerðar, eða 1,3% þeirra sem fóru aðgerð

(2/150), og ekkert barn lést vegna seinnar greiningar. Til samanburðar hafa nýlegar erlendar

rannsóknir sýnt dánartíðni eftir aðgerð vegna alvarlegs hjartagalla á bilinu 2.3-4.5%.62

Árangur af

meðferð alvarlegra meðfæddra hjartagalla á Íslandi á rannsóknartímabilinu verður því að teljast mjög

góður.

5.7 Kostir og takmarkanir rannsóknar

Rannsóknin nær til allra lifandi fæddra barna hjá heilli þjóð. Það er mögulegt því öll börn sem eru

alvarlega veik vegna meðfædds hjartagalla leggjast inn á Barnaspítala Hringsins til greiningar og/eða

meðferðar. Þar er meðferð þeirra á fárra höndum og aðgengi að skráningu nokkuð gott.

Rannsóknin var afturskyggn og byggir því á misáreiðanlegum gögnum. Mögulegt er að rannsóknin

hafi ekki náð til einhverra barna með alvarlegan meðfæddan hjartagalla. Þannig gætu einhver börn

hafa greinst frekar seint, en ekki verið í það alvarlegu ástandi að þau þyrftu að leggjast inn á

Barnaspítalann, og farið beint í aðgerð erlendis. Þau börn hefðu þá líklega ekki verið með mjög

alvarlegan hjartagalla þó aðgerðar hafi verið þörf á fyrsta ári ævinnar.

Fjöldi tilfella fyrir árið 2014 gæti verið vanmetinn þar sem yngstu börnin sem fæddust það ár voru

ekki nema fjögurra mánaða gömul þegar rannsóknin fór fram. Þau börn ættu þó ekki að vera mörg og

ólíklega með mjög alvarlegan hjartagalla þar sem sjúkraskrár allra barna sem fengu greiningarnúmer

Page 37: Greining alvarlegra meðfæddra hjartagalla á Íslandi 2000-2014 ritgerð... · 2018. 10. 15. · Ágrip Greining alvarlegra meðfæddra hjartagalla á Íslandi 2000-2014 Hallfríður

31

sem samsvöruðu alvarlegum meðfæddum hjartagalla voru athugaðar með tilliti til þess hvort líklegt

væri að þau þyrftu á inngripi að halda á næstunni.

Þó engin dauðsföll hafi orðið vegna seinna greininga gæti verið að sumum börnum hafi, eða muni,

farnast verr en ella vegna seinnar greiningar. Þessi rannsókn náði ekki til þeirra þátta, en til þess meta

það mætti kanna betur fylgikvilla og önnur vandamál barna með alvarlega meðfædda hjartagalla yfir

lengra tímabil.

Án upplýsinga um fóstureyðingar vegna hjartagalla er erfitt að meta heildarárangur af greiningu

alvarlegra meðfæddra hjartagalla á meðgöngu. Leyfi til þess að skoða þær upplýsingar hefur ekki

fengist vegna verkfalls en er þó væntanlegt.

5.8 Samantekt

Meðgöngugreining og skoðun nýbura fyrir útskrift frá fæðingarstofnun skilar ágætum árangri í

greiningu barna með alvarlega meðfædda hjartagalla. Þó greinist umtalsverður fjöldi þeirra seint og

eru þau þá oft alvarlega veik við greiningu. Flest þeirra barna eru með ósæðarþrengingu eða -rof en

rannsóknir hafa sýnt að almennt gengur hvað verst að greina þann galla. Þau börn sem greinast á

fyrstu dögum ævinnar fyrir útskrift frá fæðingarstofnun veikjast oft með lífshótandi einkennum sem

krefjast gjörgæslumeðferðar, en mörg þeirra eru með víxlun meginslagæða. Æskilegt væri að fækka

þeim börnum sem veikjast lífhættulega vegna alvarlegs hjartagalla með bættri greiningu á meðgöngu

og í nýburaskoðun. Sérstaklega mætti íhuga að taka upp bættar greiningaraðferðir á meðgöngu og

væri áhugavert að skoða hvort það myndi fækka seinum greiningum og lífshættulegum veikindum

barna vegna hjartagalla.

Page 38: Greining alvarlegra meðfæddra hjartagalla á Íslandi 2000-2014 ritgerð... · 2018. 10. 15. · Ágrip Greining alvarlegra meðfæddra hjartagalla á Íslandi 2000-2014 Hallfríður

32

Heimildaskrá

1. Rosano A, Botto LD, Botting B, Mastroiacovo P. Infant mortality and congenital anomalies from 1950 to 1994: an international perspective. J. Epidemiol. Community Health. 2000;54(9):660-666.

2. Lee K, Khoshnood B, Chen L, Wall SN, Cromie WJ, Mittendorf RL. Infant mortality from congenital malformations in the United States, 1970-1997. Obstet. Gynecol. 2001;98(4):620-627.

3. Abuharb M, Hey E, Wren C. Death in infancy from unrecognised congenital heart disease. Arch. Dis. Child. 1994;71(1):3-7.

4. Boneva RS, Botto LD, Moore CA, Yang QH, Correa A, Erickson JD. Mortality associated with congenital heart defects in the United States - Trends and racial disparities, 1979-1997. Circulation. 2001;103(19):2376-2381.

5. Meberg A, Lindberg H, Thaulow E. Congenital heart defects: The patients who die. Acta Paediatr. 2005;94(8):1060-1065.

6. van der Linde D, Konings EEM, Slager MA, et al. Birth Prevalence of Congenital Heart Disease Worldwide: A Systematic Review and Meta-Analysis. J. Am. Coll. Cardiol. 2011;58(21):2241-2247.

7. Leirgul E, Fomina T, Brodwall K, et al. Birth prevalence of congenital heart defects in Norway 1994-2009-A nationwide study. Am. Heart J. 2014;168(6):956-964.

8. Stephensen SS, Sigfússon G, Eiríksson H, et al. Nýgengi og greining meðfæddra hjartagalla á Íslandi 1990-1999. Læknablaðið. 2002;88(4):281-287.

9. Tennstedt C, Chaoui R, Korner H, Dietel M. Spectrum of congenital heart defects and extracardiac malformations associated with chromosomal abnormalities: results of a seven year necropsy study. Heart. 1999;82(1):34-39.

10. Ewer AK, Middleton LJ, Furmston AT, et al. Pulse oximetry screening for congenital heart defects in newborn infants (PulseOx): a test accuracy study. Lancet. 2011;378(9793):785-794.

11. Dawson AL, Cassell CH, Riehle-Colarusso T, et al. Factors Associated With Late Detection of Critical Congenital Heart Disease in Newborns. Pediatrics. 2013;132(3):E604-E611.

12. Liberman RF, Getz KD, Lin AE, et al. Delayed Diagnosis of Critical Congenital Heart Defects: Trends and Associated Factors. Pediatrics. 2014;134(2):E373-E381.

13. Wren C, Reinhardt Z, Khawaja K. Twenty-year trends in diagnosis of life threatening neonatal cardiovascular malformations. Archives of Disease in Childhood-Fetal and Neonatal Edition. 2008;93(1):F33-F35.

14. Mouledoux JH, Walsh WF. Evaluating the Diagnostic Gap: Statewide Incidence of Undiagnosed Critical Congenital Heart Disease Before Newborn Screening With Pulse Oximetry. Pediatr. Cardiol. 2013;34(7):1680-1686.

15. Mellander M, Sunnegardh J. Failure to diagnose critical heart malformations in newborns before discharge--an increasing problem? Acta Paediatr. 2006;95(4):407-413.

16. Chang RKR, Gurvitz M, Rodriguez S. Missed diagnosis of critical congenital heart disease. Arch. Pediatr. Adolesc. Med. 2008;162(10):969-974.

17. Brown KL, Ridout DA, Hoskote A, Verhulst L, Ricci M, Bull C. Delayed diagnosis of congenital heart disease worsens preoperative condition and outcome of surgery in neonates. Heart. 2006;92(9):1298-1302.

18. Bonnet D, Coltri A, Butera G, et al. Detection of transposition of the great arteries in fetuses reduces neonatal morbidity and mortality. Circulation. 1999;99(7):916-918.

19. Calderon J, Angeard N, Moutier S, Plumet MH, Jambaque I, Bonnet D. Impact of Prenatal Diagnosis on Neurocognitive Outcomes in Children with Transposition of the Great Arteries. J. Pediatr. 2012;161(1):94-98.

20. van Velzen CL, Haak MC, Reijnders G, et al. Prenatal detection of transposition of the great arteries reduces mortality and morbidity. Ultrasound Obstet. Gynecol. 2015;45(3):320-325.

21. Peterson C, Ailes E, Riehle-Colarusso T, et al. Late Detection of Critical Congenital Heart Disease Among US Infants Estimation of the Potential Impact of Proposed Universal Screening Using Pulse Oximetry. Jama Pediatrics. 2014;168(4):361-370.

22. de-Wahl Granelli A, Wennergren M, Sandberg K, et al. Impact of pulse oximetry screening on the detection of duct dependent congenital heart disease: a Swedish prospective screening study in 39,821 newborns. BMJ. 2009;338:a3037.

Page 39: Greining alvarlegra meðfæddra hjartagalla á Íslandi 2000-2014 ritgerð... · 2018. 10. 15. · Ágrip Greining alvarlegra meðfæddra hjartagalla á Íslandi 2000-2014 Hallfríður

33

23. Langman's medical embryology. 12th ed. Philadelphia: Lippincott Williams & Wilkins; 2012. 24. Kiserud T. Physiology of the fetal circulation. Semin. Fetal Neonatal Med. 2005;10(6):493-503. 25. Robbins Basic Pathology. 9th ed. Philadelphia: Elsevier Saunders; 2013. 26. Moss and Adams' heart disease in infants, children, and adolescents : including fetuses and

young adult. Vol I. Fifth ed. Baltimore: Williams and Wilkens; 1995. 27. Meberg A, Hals J, Thaulow E. Congenital heart defects-chromosomal anomalies, syndromes

and extracardiac malformations. Acta Paediatr. 2007;96(8):1142-1145. 28. Moss and Adams' heart disease in infants, children, and adolescents : including fetuses and

young adult. Vol II. Fifth ed. Baltimore: Williams and Wilkens; 1995. 29. Mellander M. Diagnosis and management of life-threatening cardiac malformations in the

newborn. Semin. Fetal Neonatal Med. 2013;18(5):302-310. 30. Egbe A, Uppu S, Lee S, Ho D, Srivastava S. Prevalence of Associated Extracardiac

Malformations in the Congenital Heart Disease Population. Pediatr. Cardiol. 2014;35(7):1239-1245.

31. Greenwood RD. Cardiovascular Malformations Associated with Extracardiac Anomalies and Malformation Syndromes: Patterns for Diagnosis. Clin. Pediatr. (Phila.). 1984;23(3):145-151.

32. Freeman SB, Taft LF, Dooley KJ, et al. Population-based study of congenital heart defects in Down syndrome. Am. J. Med. Genet. 1998;80(3):213-217.

33. Irving CA, Chaudhari MP. Cardiovascular abnormalities in Down's syndrome: spectrum, management and survival over 22 years. Arch. Dis. Child. 2012;97(4):326-330.

34. Masuda M, Kado H, Tanoue Y, et al. Does Down syndrome affect the long-term results of complete atrioventricular septal defect when the defect is repaired during the first year of life? Eur. J. Cardiothorac. Surg. 2005;27(3):405-409.

35. Al-Hay AA, MacNeill SJ, Yacoub M, Shore DF, Shinebourne EA. Complete atrioventricular septal defect, Down syndrome, and surgical outcome: Risk factors. Ann. Thorac. Surg. 2003;75(2):412-421.

36. Sybert VP. Cardiovascular malformations and complications in Turner syndrome. Pediatrics. 1998;101(1):E11.

37. O'Byrne ML, Yang W, Mercer-Rosa L, et al. 22q11.2 Deletion syndrome is associated with increased perioperative events and more complicated postoperative course in infants undergoing infant operative correction of truncus arteriosus communis or interrupted aortic arch. J. Thorac. Cardiovasc. Surg. 2014;148(4):1597-1605.

38. Eapen RS, Rowland DG, Franklin WH. Effect of prenatal diagnosis of critical left heart obstruction on perinatal morbidity and mortality. Am. J. Perinatol. 1998;15(4):237-242.

39. Mahle WT, Clancy RR, McGaurn SP, Goin JE, Clark BJ. Impact of prenatal diagnosis on survival and early neurologic morbidity in neonates with the hypoplastic left heart syndrome. Pediatrics. 2001;107(6):1277-1282.

40. Stumpflen I, Stumpflen A, Wimmer M, Bernaschek G. Effect of detailed fetal echocardiography as part of routine prenatal ultrasonographic screening on detection of congenital heart disease. Lancet. 1996;348(9031):854-857.

41. Þórisdóttir S, Harðardóttir H, Hjartardóttir H, Óskarsson G, Helgason H, Sigfússon G. Fósturhjartaómskoðanir á Íslandi 2003-2007; ábendingar og útkoma. Læknablaðið. 2010;96(2):93-98.

42. Harðardóttir H. Ómskoðun fósturs við 11-13 vikur, hnakkaþykktarmæling og líkindamat með tilliti til litningagalla og hjartagalla. Læknablaðið. 2001;87(5):415-421.

43. Aradóttir AB, Hauksson A, Torfadóttir G, et al. Fósturskimun og fósturgreining á meðgöngu. 2010; http://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item2810/4546.pdf. Accessed May 14th, 2015.

44. Þingskjal 430/2014. Svar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Steinunni Þóru Árnadóttur um fósturgreiningar.

45. Carvalho JS, Allan LD, Chaoui R, et al. ISUOG Practice Guidelines (updated): sonographic screening examination of the fetal heart. Ultrasound Obstet. Gynecol. 2013;41(3):348-359.

46. Carvalho JS, Mavrides E, Shinebourne EA, Campbell S, Thilaganathan B. Improving the effectiveness of routine prenatal screening for major congenital heart defects. Heart. 2002;88(4):387-391.

47. Del Bianco A, Russo S, Lacerenza N, et al. Four chamber view plus three-vessel and trachea view for a complete evaluation of the fetal heart during the second trimester. J. Perinat. Med. 2006;34(4):309-312.

Page 40: Greining alvarlegra meðfæddra hjartagalla á Íslandi 2000-2014 ritgerð... · 2018. 10. 15. · Ágrip Greining alvarlegra meðfæddra hjartagalla á Íslandi 2000-2014 Hallfríður

34

48. Tongsong T, Tongprasert F, Srisupundit K, Luewan S. The complete three-vessel view in prenatal detection of congenital heart defects. Prenat. Diagn. 2010;30(1):23-29.

49. de-Wahl Granelli A, Meberg A, Ojala T, Steensberg J, Oskarsson G, Mellander M. Nordic pulse oximetry screening - implementation status and proposal for uniform guidelines. Acta Paediatr. 2014;103(11):1136-1142.

50. Chew C, Halliday JL, Riley MM, Penny DJ. Population-based study of antenatal detection of congenital heart disease by ultrasound examination. Ultrasound Obstet. Gynecol. 2007;29(6):619-624.

51. Wren C, Richmond S, Donaldson L. Presentation of congenital heart disease in infancy: implications for routine examination. Arch. Dis. Child. 1999;80(1):F49-F53.

52. Ainsworth SB, Wyllie JP, Wren C. Prevalence and clinical significance of cardiac murmurs in neonates. Arch. Dis. Child. 1999;80(1):F43-F45.

53. Menon G, Poskitt EME. Why does congenital heart disease cause failure to thrive? Arch. Dis. Child. 1985;60(12):1134-1139.

54. Schultz AH, Localio AR, Clark BJ, Ravishankar C, Videon N, Kimmel SE. Epidemiologic features of the presentation of critical congenital heart disease: Implications for screening. Pediatrics. 2008;121(4):751-757.

55. Thangaratinam S, Brown K, Zamora J, Khan KS, Ewer AK. Pulse oximetry screening for critical congenital heart defects in asymptomatic newborn babies: a systematic review and meta-analysis. Lancet. 2012;379(9835):2459-2464.

56. Riede FT, Worner C, Dahnert I, Mockel A, Kostelka M, Schneider P. Effectiveness of neonatal pulse oximetry screening for detection of critical congenital heart disease in daily clinical routine-results from a prospective multicenter study. Eur. J. Pediatr. 2010;169(8):975-981.

57. Meberg A, Andreassen A, Brunvand L, et al. Pulse oximetry screening as a complementary strategy to detect critical congenital heart defects. Acta Paediatr. 2009;98(4):682-686.

58. Garg LF, Braun KV, Knapp MM, et al. Results From the New Jersey Statewide Critical Congenital Heart Defects Screening Program. Pediatrics. 2013;132(2):E314-E323.

59. Peterson C, Grosse SD, Oster ME, Olney RS, Cassell CH. Cost-Effectiveness of Routine Screening for Critical Congenital Heart Disease in US Newborns. Pediatrics. 2013;132(3):E595-E603.

60. de-Wahl Granelli A, Ostman-Smith I. Noninvasive peripheral perfusion index as a possible tool for screening for critical left heart obstruction. Acta Paediatr. 2007;96(10):1455-1459.

61. Boelke KL, Hokanson JS. Blood Pressure Screening for Critical Congenital Heart Disease in Neonates. Pediatr. Cardiol. 2014;35(8):1349-1355.

62. Hoashi T, Miyata H, Murakami A, et al. The current trends of mortality following congenital heart surgery: the Japan Congenital Cardiovascular Surgery Database. Interact. Cardiovasc. Thorac. Surg. 2015.

63. Oster ME, Lee KA, Honein MA, Riehle-Colarusso T, Shin M, Correa A. Temporal Trends in Survival Among Infants With Critical Congenital Heart Defects. Pediatrics. 2013;131(5):E1502-E1508.

64. Tzifa A, Barker C, Tibby SM, Simpson JM. Prenatal diagnosis of pulmonary atresia: impact on clinical presentation and early outcome. Archives of Disease in Childhood-Fetal and Neonatal Edition. 2007;92(3):F199-F203.

65. Morris SA, Ethen MK, Penny DJ, et al. Prenatal Diagnosis, Birth Location, Surgical Center, and Neonatal Mortality in Infants With Hypoplastic Left Heart Syndrome. Circulation. 2014;129(3):285-292.

66. Hagstofa Íslands. 2015; http://www.hagstofa.is/Hagtolur/Mannfjoldi/Faeddir-og-danir. Accessed April 26th, 2015.

67. Khoshnood B, De Vigan C, Vodovar V, et al. Trends in prenatal diagnosis, pregnancy termination, and perinatal mortality of newborns with congenital heart disease in France, 1983-2000: A population-based evaluation. Pediatrics. 2005;115(1):95-101.

68. Yoo SJ, Lee YH, Kim ES, et al. Three-vessel view of the fetal upper mediastinum: An easy means of detecting abnormalities of the ventricular outflow tracts and great arteries during obstetric screening. Ultrasound Obstet. Gynecol. 1997;9(3):173-182.

Page 41: Greining alvarlegra meðfæddra hjartagalla á Íslandi 2000-2014 ritgerð... · 2018. 10. 15. · Ágrip Greining alvarlegra meðfæddra hjartagalla á Íslandi 2000-2014 Hallfríður

35

Viðauki 1

Drög að greinargerð um skoðanir nýbura.

Fyrsta skoðun nýbura.

Alla nýbuar þarf að skoða vel á fyrsta sólarhring. Tilgangur fyrstu skoðunar er einkum að

greina meðfædda galla og meta almennt ástand barnsins.

Seinni skoðun nýbura.

Seinni skoðun nýbura fer fram við um það bil 5 daga aldur barnsins. Tilgangur seinni

skoðunar er einkum að:

- greina meðfædda hjartasjúkdóma sem ekki gefa einkenni á fyrsta sólarhring með því að

hlusta eftir nýtilkomnu hjartaóhljóði og meta nárapúlsa.

- greina gulu sem þarf að meðhöndla, en það hefur viljað brenna við að börn sem koma í

seinni skoðun eru með alvarlega gulu sem þurfa á ljósameðferð og jafnvel blóðskiptum að

halda.

- greina óeðlilega mikið þyngdartap. Öðru hvoru fáum við í seinni skoðun börn sem hafa lést

óeðlilega mikið (> 10%) frá fæðingu, eru með hypernatremiu og þurfa að leggjast inn á

sjúkrahús vegna þess.

- greina önnur vandamál sem komið geta fyrir á fyrstu dögunum eftir fæðingu, svo sem

sýkingu í húð, augum eða nafla.

- þegar börn koma í seinni skoðun á Barnaspítala Hringsins undirgangast þau einnig

heyrnarmælingu.

Æskilegt er að bæði fyrri og seinni nýburakoðun sé gerð af barnalækni. Ef barnalæknir er ekki

til staðar skoðar heimilislæknir eða annar læknir sem kann til verka á þessu sviði barnið. Það

er álit okkar nýburalækna að æskilegt sé að allir nýburar fái ofangreindar skoðanir, hvort sem

þeir fæðast á Landspítalanum eða úti lá landsbyggðinni.

Virðingarfyllst,

Þórður Þórkelsson

Yfirlæknir Vökudeildar Barnaspítala Hringsins

Page 42: Greining alvarlegra meðfæddra hjartagalla á Íslandi 2000-2014 ritgerð... · 2018. 10. 15. · Ágrip Greining alvarlegra meðfæddra hjartagalla á Íslandi 2000-2014 Hallfríður

36

Viðauki 2

Breytulisti:

Fæðingardagur

Kyn

Sjúkdómsgreining (hjarta)

Aðrar sjúkdómsgreiningar

Tími sjúkdómsgreiningar

Meðgöngulengd

Ástæða skoðunar hjartalæknis

Einkenni við greiningu

Súrefnismettun við greiningu

Fyrstu blóðgös eftir greiningu

Tegund fyrstu aðgerðar vegna hjarta

Tímasetning fyrstu aðgerðar

Aðgerðarstaður

Afdrif eftir fyrstu aðgerð

Útskýringar á mati á niðurstöðum:

Meðgöngulengd var miðuð út frá ómun þegar það var hægt, annars voru teknar nákvæmustu

upplýsingar sem komu fram í sjúkraskrá móður/barns. Full meðganga var túlkuð sem 40 vikur.

Barn var flokkað alvarlega veikt við fæðingu ef það þurfti öndunarvélarmeðferð,

prostaglandínmeðferð eða gáttaskilagötun á um það bil fyrstu 12 klst ævinnar.

Barn sem greindist seint var flokkað alvarlega veikt við greiningu ef það var í lostástandi þurfti

öndunarvélarmeðferð, prostaglandínmeðferð eða að leggjast inn og fá meðferð við hjartabilun.

Flokkun hjartagalla: Ef barn hafði fleiri en einn hjartagalla var gallinn skilgreindur sem flókinn

samsettur galli. ASD og PDA voru ekki talin með þar og heldur ekki ef tekið var fram að um mjög

vægan galla væri að ræða. Undantekning: CoA/IAA með VSD og TGA með VSD flokkuð sérstaklega

(það er ekki talin með flóknum samsettum göllum). Ekki var gerður greinarmunur á þrengingu í

lungnaslagæðarloku eða lungnaslagæð. Börn sem fengu greininguna ferna Fallots (ToF) með PA voru

flokkuð sem PA með VSD.

Litningagallar, genetísk frávik og aðrir meðfæddir gallar voru skráð ef þær upplýsingar komu fram í

skrám sem skoðaðar voru vegna greiningar eða meðferðar hjartagalla. Ekki var leitað sérstaklega fyrir

öll börn hvort aðrir gallar eða heilkenni hafi komið í ljós síðar.

Tímasetning greiningar miðaðist við þann tíma þegar hjartagalli var staðfestur með hjartaómun,

eða þá þegar sterkur grunur um viðeigandi hjartagalla vaknaði í ómun sem síðan leiddi til endanlegrar

greiningar. Greining á fyrstu 24 klst eftir fæðingu var skilgrind sem við 0d aldur, annars miðaðist aldur í

dögum út frá dagsetningum. Ef engin nákvæm tímasetning fannst þá var "greindist skömmu eftir

Page 43: Greining alvarlegra meðfæddra hjartagalla á Íslandi 2000-2014 ritgerð... · 2018. 10. 15. · Ágrip Greining alvarlegra meðfæddra hjartagalla á Íslandi 2000-2014 Hallfríður

37

fæðingu/nýfædd(ur)" flokkað sem á aldrinum 0-2d en "greindist í sængurlegu" flokkað sem á aldrinum

3-6d.

Tímasetning inngrips: Ef vantaði upplýsingar um nákvæma tímasetningu inngrips, til dæmis ef

vantaði upplýsingar frá aðgerðarstað, þá var miðað við að inngrip færi fram 1-2 dögum eftir flutning

barns út til aðgerðarstaðar. Aldur við fyrsta inngrip var skráður í dögum fyrir fyrstu 2 mánuði en í

mánuðum fyrir börn 2 mánaða og eldri. Miðað var við að 0-30d aldur væri fyrsti mánuður lífs, 31-60d

aldur væri eins mánaðar aldur, 61-90d aldur væri tveggja mánaða aldur o.s.frv.

Inngripi sem ætlað var að leiðrétta hjartagalla að fullu var skilgreint sem leiðréttandi aðgerð.

Leiðréttandi inngrip þar sem notast var við tengiæð (e. homograft), gerviloku eða annað sem ljóst var

að þyrfti að gera við aftur eða skipta út síðar var skilgreint sem leiðréttandi aðgerð þó með fleiri

aðgerðum framundan.

Page 44: Greining alvarlegra meðfæddra hjartagalla á Íslandi 2000-2014 ritgerð... · 2018. 10. 15. · Ágrip Greining alvarlegra meðfæddra hjartagalla á Íslandi 2000-2014 Hallfríður

38

Viðauki 3

Page 45: Greining alvarlegra meðfæddra hjartagalla á Íslandi 2000-2014 ritgerð... · 2018. 10. 15. · Ágrip Greining alvarlegra meðfæddra hjartagalla á Íslandi 2000-2014 Hallfríður

39