gildispósturinn febrúar 2013 - 2. tbl. 20. árg

4
Fréttabréf St. Georgsgildisins í Hafnarfirði 2. tbl. febrúar 2013 20. árg. Aðalfundarboð Hraunbyrgi 28. febrúar kl. 20 Aðalfundur St. Georgsgildisins í Hafnarfirði verður haldinn í Hraunbyrgi fimmtudaginn 28. febrúar kl. 20. Skátakvöldvaka í Hraunbyrgi Sameiginleg kvöldvaka St. Georgsgildisins og Hraunbúa í Hraunbyrgi fimmtudag 21. febrúar kl. 20 Á fimmtudagskvöldið ætla allir Hraunbúar og St.Georgs-gildismeðlimir, ungir sem aldnir að koma saman í Hraunbyrgi og halda hressandi kvöldvöku. Það er ekkert betra á köldu fimmtudagskvöldi í febrúar en að koma saman í skátaheimilinu og syngja skátasöngva í góðra vina hópi. Kvöldvakan hefst stundvíslega klukkan 20 og verður ekki mikið lengri en klukkutími, nema stemmningin fari fram úr öllu valdi og við þyrftum að rýma salinn snemma ! Af sjálfsögu eru allir velkomnir, ungir sem aldnir, skátar sem og óskátar. Dagskrá: a) Skýrsla stjórnar og nefndarformanna b) Skýrsla gjaldkera c) Lagabreytingar, sé þeirra getið í fundarboði d) Ákveðið árgjald næsta árs e) Kosning gildismeistara f) Kosning tveggja manna í stjórn g) Kosning tveggja manna í varastjón h) Kosning tveggja endurskoðenda i) Kosning formanna fastanefnda j) Önnur mál Sjá tillögur til lagabreytinga á síðu 2. • Myndasýning • Söngur • Kaffi og meðlæti Hlökkum til að sjá ykkur öll!

Upload: gudni-gislason

Post on 17-Mar-2016

229 views

Category:

Documents


5 download

DESCRIPTION

Gildispósturinn febrúar 2013 - 2. tbl. 20. árg. Málgagn eldri skáta í Hafnarfirði

TRANSCRIPT

Page 1: Gildispósturinn febrúar 2013 - 2. tbl. 20. árg

Fréttabréf St. Georgsgildisins í Hafnarfirði2. tbl. febrúar 2013 20. árg.

Aðalfundarboð Hraunbyrgi 28. febrúar kl. 20

Aðalfundur St. Georgsgildisins í Hafnarfirði verður haldinn í Hraunbyrgi fimmtudaginn 28. febrúar kl. 20.

Skátakvöldvaka í Hraunbyrgi Sameiginleg kvöldvaka St. Georgsgildisins og Hraunbúa

í Hraunbyrgi fimmtudag 21. febrúar kl. 20 Á fimmtudagskvöldið ætla allir Hraunbúar og St.Georgs-gildismeðlimir,

ungir sem aldnir að koma saman í Hraunbyrgi og halda hressandi kvöldvöku.Það er ekkert betra á köldu fimmtudagskvöldi í febrúar en að koma saman í skátaheimilinu og syngja skátasöngva í góðra vina hópi. Kvöldvakan hefst

stundvíslega klukkan 20 og verður ekki mikið lengri en klukkutími, nema stemmningin fari fram úr öllu valdi og við þyrftum að rýma salinn snemma !

Af sjálfsögu eru allir velkomnir, ungir sem aldnir, skátar sem og óskátar.

Dagskrá: a) Skýrsla stjórnar og nefndarformannab) Skýrsla gjaldkerac) Lagabreytingar, sé þeirra getið í fundarboðid) Ákveðið árgjald næsta árse) Kosning gildismeistaraf) Kosning tveggja manna í stjórng) Kosning tveggja manna í varastjónh) Kosning tveggja endurskoðendai) Kosning formanna fastanefndaj) Önnur mál

Sjá tillögur til lagabreytinga á síðu 2.• Myndasýning• Söngur• Kaffi og meðlæti

Hlökkum til að sjá ykkur öll!

Page 2: Gildispósturinn febrúar 2013 - 2. tbl. 20. árg

Munið: http://stgildi.hraunbuar.is

Útg

efan

di: S

t. G

eorg

sgild

ið í

Haf

narfi

rði •

Um

sjón

og

ábm

.: G

uðni

Gís

laso

n, g

udni

@hh

us.is

• U

mbr

ot o

g pr

entu

n: H

önnu

narh

úsið

ehf

.

Tillögur til lagabreytinga hafa borist og eru þær eftirfarandi:

2. grein: MarkmiðMarkmið St. Georgsgildisins í Hafnarfirði eru:a) að [reyna að] lifa lífinu í samræmi við hug­

sjónir skátahreyfingarinnar.Orðin „reyna að“ falli brott.[6. grein: SkátagildiHeimilt er hópi félaga, í samráði við stjórn

gildisins hverju sinni, að mynda hópa eða sveitir til lengri eða skemmri tíma um ýmis áhugamál sín eða skátatengsl. Slíkir hópar eða sveitir skulu nefnd skátagildi.]

Greinin falli út. Númer greina breytist þá í samræmi við það.

6. grein: StjórnÞar flli burt orðin „fulltrúa í“ á undan orðinu

„skálanefnd“. Brott falli orðið „skeytaútkeyrslu-nefnd“. Í stað „Nefndirna ákveði sér formann“ komi „Kjósa skal formann sérstaklega“. Greinin „Gjaldkeri skal á aðalfundi gera tillögu um ár gjald næsta árs.“ falli út.

7. grein: AðalfundurÍ fyrstu málsgrein komi „marsmánuði“ í stað

„byrjun febrúar“.Í lið i) falli út orðið „formanna“. 12. grein: Um virka skátaforingjaVirka skátaforingja má ekki velja í embætti í

gildinu nema að fengnu leyfi þeirra.Greinin falli út.13. grein: Um lagabreytingarLögum þessum verður aðeins breytt á aðalfundi

og þarf a.m.k. 2/3 fundarmanna á aðalfundi að greiða lagabreytingum atkvæði, til þess að þær teljst löglegar.

Í stað „teljist löglegar“ komi „ölist gildi“.14. grein: Um gildistöku lagannaGreinin verði: „Lög þessi voru samþykkt á

aðalfundi 28. febrúar 2013.“ Brott falli: „Lög þessi tóku gildi mánudaginn 9.

maí 1994, með breytingu á aðalfundi 15. júní 2001 og síðar á aðalfundi 10. apríl 2007, breytt á aðalfundi 4. febrúar 2009, breytt á aðalfundi 10. febrúar 2011.“

Ljós

m.:

Guð

ni G

ísla

son

Tillögur til lagabreytingaUmhverfis Skátalund er stórt landsvæði sem gefur mikla möguleika til útivistar og skátastarfa.

Page 3: Gildispósturinn febrúar 2013 - 2. tbl. 20. árg

Útg

efan

di: S

t. G

eorg

sgild

ið í

Haf

narfi

rði •

Um

sjón

og

ábm

.: G

uðni

Gís

laso

n, g

udni

@hh

us.is

• U

mbr

ot o

g pr

entu

n: H

önnu

narh

úsið

ehf

.

1963 - 2013

Kristinn Sigurðsson er farinn heim

Kristinn Jóhann Sigurðsson félagi okkar lést að kvöldi dags 8. febrúar eftir stutt veikindi. Kristinn fæddist í Keflavík 22. júlí 1928 og var því 84 ára þegar hann lést. Hann var stúdent frá menntaskólanum á Akureyri (1951) en starfaði sem flugumferðarstjóri alla tíð.Kristinn giftist árið 1955 Heddu Louise Gandil og hófu þau búsakp í Keflavík þar til þau reistu hús við Svalbarð 8 hér í bæ. Þau eignuðst þrjá syni, Hjálmar, Helga Gunnar og Jóhann Örn en fyrir átti Kristinn soninn Sigurð. Louise lést árið 1974.Árið 1982 giftist hann eftirlifandi eiginkonu sinni Edda Magndísi Halldórsdóttur, varagildismeistari okkar og fögnuðu þau því 30 ára

brúðkaupsafmæli á síðasta ári.Fyrir tæpum þremur árum fékk Kristinn áfall og hamlaði það honum m.a. tal. Hann dvaldi á hjúkrunarheimili við góðan aðbúnað og stuðning fjölskyldunnar.Kristin gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir St. Georgsgildið í Hafnarfirði og var ritari stjór-nar frá 1965 til 1976 og gildismeistari var hann árin 1976-1981. Kristinn var tryggur félagi og dagfarsprúður og það er mikil eftirsjá af honum.Þökkum við Kristni gott samstarf og drengskap og vottum Eddu og fjölskyldu hans allri samúð okkar. Megi minning hans lifa.Útför Kristinis verður frá Hafnarfjarðarkirkju á mánudaginn kl. 13.

Munið: http://stgildi.hraunbuar.is

Hressir gildisfélagar af fallegra kyninu. Myndin er tekin 26. nóvember 2002

Ljós

m.:

Guð

ni G

ísla

son

Page 4: Gildispósturinn febrúar 2013 - 2. tbl. 20. árg

Fram

unda

n • 21. febrúar kl. 20 Kvöldvaka með Hraunbúum í Hraunbyrgi• 28. febrúar kl. 20 Aðalfundur í Hraunbyrgi• 13. mars kl. 20 Fundur með Kópavogsgildinu í Skátaheimili Kópa.• 15.-17. mars Skátaþing í Víðistaðaskóla – Aðstoð vel þegin.• 4. maí Landsgildisþing á Akureyr.

Fylgist með á http://stgildi.hraunbuar.is

<<Nafn>> <<Maki>><<Heimili>> <<Postfang>>

Ertu á Facebook?

Merki og afmæli

St. Georgsgildið í HafnarfirðiStofnað 22. maí 1963

Tilbakasendist á: Hönnunarhúsið ehf., Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði

Ef þú ert á Facebook eru nokkrar síður sem þú hefðir örugglega gamana af að skoða og líka við.

„Skátagildi“ óopinber síða eldri skáta„Hraunbúar“ síða skátafélagsins Hraunbúa„Skátar“ síða Bandalags íslenskra skátaÞá er fyrir Hafnfirðinga mjög spennandi

síða (hópur) með fjölmörgum gömlum myndum úr Hafnarfirði, „Hafnarfjörður og Hafnfirðingar“. Þar má finna ótrúlega skemmtilegar gamlar myndir úr Hafnarfirði.

Á aðalfundinum verður kynnt tillaga að merki gildisins til að nota m.a. á fatnað og hluti.Stefnt er að því að gera m.a. krúsir með merkinu á í tilefni af 50 ára afmæli gildisins.