fréttabréf ft - 81. tbl., febrúar 2010

4
Febrúar 2010 · tölublað 81 Fréttabréf Félags tónlistarskólakennara NÓTAN - uppskeruhátíð tónlistarskóla Á fundi 8. maí 2009, sem formaður og varaformaður Félags tónlistarskólakennara, FT, áttu með Hjálmari H. Ragnars- syni, rektor Listaháskóla Íslands, LHÍ, og Mist B. Þorkels- dóttur, deildarforseta tónlistardeildar LHÍ, fögnuðu for- menn félagsins áformum LHÍ um að setja á laggirnar meistaranám í hljóðfæra- og söngkennslu. Enda um brýnt hagsmunamál fyrir tónlistarkennara og -fræðslu að ræða. Fulltrúar FT lýstu yfir áhuga á því að myndaður yrði starfs- hópur með fulltrúum hagsmunaðila sem fengi aðkomu að um- ræðu um inntak fyrirhugaðrar menntunar tónlistarskólakennara. Þá þegar hafði rektor LHÍ ákveðið að skipa slíkan hóp. Slíkt samráð er liður í að skapa sem mesta sátt um kennaranámið og stuðla að því að námið sé sem best í takt við samfélagsþróun og þarfir tónlistarskólanna. Jafnframt líta fulltrúar FT á það sem hagsmuni tónlistarfræðslu í víðum skilningi að efla tengsl tón- listarskólakerfisins og Listaháskóla Íslands. Uppbygging meistaranáms í hljóðfæra- og söngkennslu í Listaháskóla Íslands Samþykkt FT um menntun tónlistarskólakennara kynnt Á fundinum var kynnt samþykkt ársfundar Félags tónlistar- skólakennara sem haldinn var 14. febrúar 2009 þess efnis að stjórn félagsins „beiti sér fyrir því að menntun tónlistarskóla- kennara hér á landi verði aðlöguð alþjóðlegu umhverfi og sam- ræmdum viðmiðum. Í því samhengi verði stuðlað að því að fimm ára háskólamenntun tónlistarskólakennara með full- gildum lokaprófum verði komið á og námslok miði við meistaraprófsgráðu eða sambærilega menntun.“ Vinnuhópur hefur skilað af sér tillögum Hjálmar H. Ragnarsson greindi frá því á svæðisþingi tónlistar- skóla á Akranesi síðast liðið haust að skipaður hefði verið starfshópur til að teikna upp og gera tillögur um meistaranám í hljóðfæra- og söngkennslu. Framhald á baksíðu Framhald í opnu Fréttir frá yfirstjórn uppskeruhátíðar tónlistarskóla. Yfirstjórn uppskeruhátíðar tónlistarskóla hefur rætt heiti á upp- skeruhátíðinni og eru fulltrúar í stjórninni samhljóða um heitið „NÓTAN – uppskeruhátíð tónlistarskóla“. Verðlaunagripir fyrir uppskeruhátíðina munu endurspegla heiti hátíðarinnar en Svafa Björg Einarsdóttir mun hanna gripina. Svafa rekur gler- og keramikverkstæði í Hafnarfirði. Lokatónleikar uppskeruhátíðar tónlistarskóla Eins og fram hefur komið í kynningu á fyrirkomulagi uppskeru- hátíðar tónlistarskóla, bæði á svæðisþingum tónlistarskóla sl. haust og í útsendingu yfirstjórnar í nóvember sl., sér yfirstjórn um að skipuleggja þriðja hluta uppskeruhátíðarinnar, sem felst í tónleikum á landsvísu. Undirbúningur gengur vel og hér á eftir fylgja upplýsingar um fyrirkomulag lokatónleika uppskeru- hátíðarinnar þar sem valdir nemendur af svæðisbundnu tónleik- unum koma saman. Lokatónleikar uppskeruhátíðarinnar fara fram í Langholtskirkju laugardaginn 27. mars. Að hámarki getur fjöldi atriða á tónleik- unum orðið tuttugu og sjö og fer flutningur þeirra fram á milli kl. 10.00-14.00. Útfærsla tónleikanna skýrist þegar svæðis- bundnu tónleikarnir hafa farið fram út um land og ljóst er hvaða atriði mynda dagskrá lokatónleikanna (lengd og fjöldi). Lokaathöfn fer fram kl. 16.00 þann 27. mars þar sem veittir verða verðlaunagripir fyrir framúrskarandi tónlistaratriði og þeir nemendur sem fá slíkar viðurkenningar flytja sín verk. Kynnir á lokatónleikunum verður Pétur Grétarsson og valnefnd fyrir loka- tónleikana skipa: Arndís B. Ásgeirsdóttir, Gunnar Þórðarson og Guðni Franzson. Yfirstjórn uppskeruhátíðar skipa: Sigrún Grendal, FT, formaður, Árni Sigurbjarnarson, FT, Snorri Örn Snorrason, FÍH, Sigurður Flosason, FÍH, Theodóra Þorsteinsdóttir, STS, Sigurður Sævars- son, STS.

Upload: kennarasamband-islands

Post on 23-Mar-2016

228 views

Category:

Documents


6 download

DESCRIPTION

 

TRANSCRIPT

Page 1: Fréttabréf FT - 81. tbl., febrúar 2010

Febrúar 2010 · tölublað 81

Fréttabréf

Félags tónlistarskólakennara

NÓTAN - uppskeruhátíð tónlistarskóla

Á fundi 8. maí 2009, sem formaður og varaformaður Félags

tónlistarskólakennara, FT, áttu með Hjálmari H. Ragnars-

syni, rektor Listaháskóla Íslands, LHÍ, og Mist B. Þorkels-

dóttur, deildarforseta tónlistardeildar LHÍ, fögnuðu for-

menn félagsins áformum LHÍ um að setja á laggirnar

meistaranám í hljóðfæra- og söngkennslu. Enda um brýnt

hagsmunamál fyrir tónlistarkennara og -fræðslu að ræða.

Fulltrúar FT lýstu yfir áhuga á því að myndaður yrði starfs-

hópur með fulltrúum hagsmunaðila sem fengi aðkomu að um-

ræðu um inntak fyrirhugaðrar menntunar tónlistarskólakennara.

Þá þegar hafði rektor LHÍ ákveðið að skipa slíkan hóp. Slíkt

samráð er liður í að skapa sem mesta sátt um kennaranámið og

stuðla að því að námið sé sem best í takt við samfélagsþróun og

þarfir tónlistarskólanna. Jafnframt líta fulltrúar FT á það sem

hagsmuni tónlistarfræðslu í víðum skilningi að efla tengsl tón-

listarskólakerfisins og Listaháskóla Íslands.

Uppbygging meistaranáms í hljóðfæra- og

söngkennslu í Listaháskóla Íslands

Samþykkt FT um menntun tónlistarskólakennara kynnt

Á fundinum var kynnt samþykkt ársfundar Félags tónlistar-

skólakennara sem haldinn var 14. febrúar 2009 þess efnis að

stjórn félagsins „beiti sér fyrir því að menntun tónlistarskóla-

kennara hér á landi verði aðlöguð alþjóðlegu umhverfi og sam-

ræmdum viðmiðum. Í því samhengi verði stuðlað að því að

fimm ára háskólamenntun tónlistarskólakennara með full-

gildum lokaprófum verði komið á og námslok miði við

meistaraprófsgráðu eða sambærilega menntun.“

Vinnuhópur hefur skilað af sér tillögum

Hjálmar H. Ragnarsson greindi frá því á svæðisþingi tónlistar-

skóla á Akranesi síðast liðið haust að skipaður hefði verið

starfshópur til að teikna upp og gera tillögur um meistaranám í

hljóðfæra- og söngkennslu.

Framhald á baksíðu

Framhald í opnu

Fréttir frá yfirstjórn uppskeruhátíðar tónlistarskóla. Yfirstjórn uppskeruhátíðar tónlistarskóla hefur rætt heiti á upp-

skeruhátíðinni og eru fulltrúar í stjórninni samhljóða um heitið

„NÓTAN – uppskeruhátíð tónlistarskóla“. Verðlaunagripir fyrir

uppskeruhátíðina munu endurspegla heiti hátíðarinnar en Svafa

Björg Einarsdóttir mun hanna gripina. Svafa rekur gler- og

keramikverkstæði í Hafnarfirði.

Lokatónleikar uppskeruhátíðar tónlistarskóla

Eins og fram hefur komið í kynningu á fyrirkomulagi uppskeru-

hátíðar tónlistarskóla, bæði á svæðisþingum tónlistarskóla sl.

haust og í útsendingu yfirstjórnar í nóvember sl., sér yfirstjórn

um að skipuleggja þriðja hluta uppskeruhátíðarinnar, sem felst í

tónleikum á landsvísu. Undirbúningur gengur vel og hér á eftir

fylgja upplýsingar um fyrirkomulag lokatónleika uppskeru-

hátíðarinnar þar sem valdir nemendur af svæðisbundnu tónleik-

unum koma saman.

Lokatónleikar uppskeruhátíðarinnar fara fram í Langholtskirkju

laugardaginn 27. mars. Að hámarki getur fjöldi atriða á tónleik-

unum orðið tuttugu og sjö og fer flutningur þeirra fram á milli

kl. 10.00-14.00. Útfærsla tónleikanna skýrist þegar svæðis-

bundnu tónleikarnir hafa farið fram út um land og ljóst er hvaða

atriði mynda dagskrá lokatónleikanna (lengd og fjöldi).

Lokaathöfn fer fram kl. 16.00 þann 27. mars þar sem veittir

verða verðlaunagripir fyrir framúrskarandi tónlistaratriði og þeir

nemendur sem fá slíkar viðurkenningar flytja sín verk. Kynnir á

lokatónleikunum verður Pétur Grétarsson og valnefnd fyrir loka-

tónleikana skipa: Arndís B. Ásgeirsdóttir, Gunnar Þórðarson og

Guðni Franzson.

Yfirstjórn uppskeruhátíðar skipa: Sigrún Grendal, FT, formaður,

Árni Sigurbjarnarson, FT, Snorri Örn Snorrason, FÍH, Sigurður

Flosason, FÍH, Theodóra Þorsteinsdóttir, STS, Sigurður Sævars-

son, STS.

Page 2: Fréttabréf FT - 81. tbl., febrúar 2010

Í vinnuhópnum voru: Nína Margrét Grímsdóttir, píanóleikari og

formaður hópsins, Kjartan Óskarsson, klarínettuleikari og skóla-

stjóri Tónlistarskólans í Reykjavík og Sigrún Grendal Jóhannes-

dóttir, píanóleikari og formaður Félags tónlistarskólakennara.

Hópurinn skilaði af sér tillögum og greinargerð 15. janúar sl. og

mun Listaháskólinn nú vinna úr tillögunum. FT hefur rætt við

rektor LHÍ um að standa sameiginlega fyrir málþingi um fyrir-

hugað meistaranám þegar nær dregur vori.

Á fundi FT með fulltrúum Listaháskólans 8. maí 2009 var auk

kennaramenntunar rætt um Opna Listaháskólann og tengsl lista-

háskólans við grasrótarstarfsemi á sviði tónlistarfræðslu. Þá

spurðu fulltrúar FT út í „Könnun á afdrifum útskrifaðra nemenda

Listaháskólans og viðhorfum þeirra til námsins og stofnunar-

innar.“ Þá var þess farið á leit við Hjálmar H. Ragnarsson að

Listaháskólinn hefði aðkomu að svæðisþingum tónlistarskóla

haustið 2009 og skiptu þau Hjálmar og Mist með sér að mæta á

öll sex þingin. Á þingunum gerðu þau framangreindum atriðum

skil ásamt því að fara yfir skipulag og starfsemi tónlistardeildar

LHÍ. Hér á eftir fylgir samantekt úr erindum þeirra á þingunum.

Sjö námsbrautir í tónlist

Listaháskóli Íslands var stofnaður 1998 en tók til starfa 10.

september 1999. Tónlistardeildin var stofnuð 2001 og henni er

stýrt af Mist B. Þorkelsdóttur, deildarforseta. Fimm deildir eru

starfandi við skólann þar sem boðið er upp á alls 17 námsbrautir

þar af er boðið upp á sjö mismunandi námsbrautir í tónlist.

Hljóðfæraleikur/söngur

Tónsmíðar

Kirkjutónlist (mjög lítil braut, sérhæfingin fer fram í

Tónskóla Þjóðkirkjunnar)

Mennt og miðlun (tónmenntakennarasviðið)

Meistaranám í tónsmíðum

Meistaranám í sköpun, miðlun og frumkvöðlastarfi

Diplóma í hljóðfæraleik

Námið við skólann er að mestu leyti á bakkalárstigi en einnig á

meistarastigi. Í tónlistardeildinni eru veittar tvær gráður á bakk-

alárstigi, B.Mus. og B.A. gráða. B.Mus. gráðan er flytjendagráða

og er hún minna fræðileg en B.A. gráðan. Á meistarastigi eru

veittar M.A. gráður.

Einnig er í boði diplóma nám í hljóðfæraleik sem tekur tvö ár.

Það nám gerir nemendum, sem eru að ljúka framhaldsskóla,

kleift að stunda nám við skólann. Flestir kjósa að halda áfram

eftir að hafa lokið stúdentsprófi og taka þá tvö ár til viðbótar og

klára bakkalárgráðu.

Fjöldi nemenda

Nemendur við skólann eru 470 og þar af eru 81 í tónlistardeild-

inni. 73 nemendur eru á bakkalárstigi og 8 eru í meistaradeild-

inni. Alls hafa 98 nemendur útskrifast frá tónlistardeildinni frá

stofnun hennar.

Inntökuskilyrði

Stúdentspróf er meðal inntökuskilyrða í LHÍ en einstaka undan-

Frá Listaháskóla Íslands —

tekningar hafa verið gerðar þar sem um mjög góðar umsóknir

hefur verið að ræða og ef nemandi hefur lokið 100 einingum í

framhaldsskóla. Miðað er við að umsækjandi hafi lokið fram-

haldsprófi í tónlist en ekki er sjálfgefið að nemandi komist inn

þó hann hafi lokið því prófi. Um 97% nemenda sem fara inn í

LHÍ ljúka námi, sem er mjög hátt hlutfall miðað við aðra skóla.

Bakkalárstig – Framtíðarsýn

Í umfjöllun um framtíðarsýn kom fram hjá Hjálmari og Mist að

ekki væri á stefnuskránni að stofna nýjar brautir við skólann

enda væru ekki fjárframlög fyrir hendi. Undanskilið er þó

rytmískt nám en LHÍ hefur átt í viðræðum við Tónlistarskóla

FÍH um hugsanlegt samstarf þar að lútandi með samskonar

hætti og er á milli Listaháskólans og Tónskóla Þjóðkirkjunnar.

Tónskóli Þjóðkirkjunnar veitir nám í því sem viðkemur

kirkjunni en það tónlistartengda er kennt í tónlistardeildinni.

Kennarar brautarinnar fara í gegnum mat hjá tónlistardeild LHÍ.

Í máli Hjálmars og Mist kom fram að þau vilja efla samvinnu

við tónlistarskólana. Margir möguleikar eru fyrir hendi, finna

þarf fleiri samstarfsfleti milli skólanna og skoða hvernig hægt er

að efla samstarf við landsbyggðina. Forsvarsmenn LHÍ hafa

óskað eftir því að mega fjölga nemendum við tónlistardeildina

en að þeirra mati væru 120 nemendur ákjósanleg stærð.

Meistarastig - Framtíðarsýn

Í undirbúningi er ný námsbraut á meistarastigi:

„Sköpun, miðlun og frumkvöðlastarf”“

„Námið er tveggja ára nám til 120 eininga og ljúka nemendur að

jafnaði 30 einingum á önn. Nemendur í sköpun, miðlun og frum-

kvöðlastarfi ljúka námi með M.A. - gráðu. Listaháskólinn stefnir

að því að hefja rekstur samevrópsku meistaranámsbrautarinnar

haustið 2010.

Nám í sköpun, miðlun og frumkvöðlastarfi er nýtt nám á

meistarastigi sem Listaháskólinn ásamt fjórum öðrum

evrópskum tónlistarháskólum hafa undirbúið í sameiningu.

Enska heitið er „Joint Music Master for New Audiences and

Innovative Practise.“ Námið er rekið í samvinnu skólanna og

ýmissa stofnana utan þeirra. Samstarfsaðilar á Íslandi eru Tón-

listarskólinn á Ísafirði og Háskólasetur Vestfjarða. Á annarri önn

stunda nemendur námið við einn af hinum fjórum erlendu

skólum.

Markmiðin eru að þróa og framkvæma skapandi verkefni við

mismunandi aðstæður og efla með þeim áræði og dug til að

gerast leiðtogar á sínu sviði. Nemendur fást við fjölbreytta tón-sköpun og flutning, og þróa í því skyni nýjar aðferðir. Þeir fá

þjálfun í listrænni stjórnun, verkefnastjórnun, frumkvöðlastarfi í

tónlist og aðgerðatengdum rannsóknum. Unnið er að samstarfs-

verkefnum milli ólíkra tónlistarstíla, listgreina og hvers konar

hópa samfélagsins og aukin með því almenn tónlistariðkun og

nýir áheyrendahópar myndaðir.

Sérhæfing er möguleg í samspili (Ensembles), samstarfsverk-

efnum (Collaborative Practice) eða starfi með margskonar sam-

félagshópum (Cross-sector Settings)“.

Með námi í Sköpun, miðlun og frumkvöðlastarfi er komið til

móts við kröfur hins alþjóðlega tónlistarsamfélags þar sem m.a.

ný tækni, ný atvinnutækifæri, vaxandi gæðakröfur og fjölþjóða-

menning eru áhrifavaldar.

Á svæðisþingum tónlistarskóla var bent á að þetta nám gæti til

að mynda hentað skólastjórum tónlistarskóla vel.

Úr erindum fulltrúa Listaháskóla Íslands á

svæðisþingum tónlistarskóla

Page 3: Fréttabréf FT - 81. tbl., febrúar 2010

Endurmenntun

Hjálmar og Mist enduðu erindi sín með

því að opna umræðu um endurmenntun

tónlistarskólakennara. Í máli þeirra kom

fram að Listaháskólinn hafi fram til þessa

ekki einbeitt sér sérstaklega að endur-

menntun en að þau telji að skólinn geti

haft miklu hlutverki að gegna í þeim

málaflokki. Þau sögðu endurmenntun vera

meðal brýnustu verkefna dagsins í dag og

lýstu yfir vilja skólans til samstarfs en um

leið sögðu þau að leiðbeiningin þyrfti að

koma frá fólkinu sjálfu.

Þau sögðu að spyrja þyrfti ýmissa spurn-

inga eins og til hvers endurmenntunin

væri, hver væri þörfin, hvers konar nám

ætti þetta að vera og fyrir hverja, hver

borgar kostnaðinn, hvaðan á frumkvæðið

að koma o.fl. Þá vörpuðu þau einnig fram

spurningum um fyrirkomulag, hvaða

leiðir væru æskilegar fyrir kennara á

landsbyggðinni með tilliti til árs- eða

sumarnámskeiða, helgarnámskeiða eða

styttri kúrsa.

Hjálmar benti á að hann teldi þetta þurfa

að vera skilgreint nám sem næði yfir

lengri tíma en sem næmi einu námskeiði,

þannig að fólk hefði lokið einhverju til-

teknu að afstöðnu námi.

Þátttakendur bentu á það starfsumhverfi

sem blasir við tónlistarskólakennurum út á

landi, þeir þurfa bæði að kenna á mörg

hljóðfæri (mörg fög) og geta gert ólíkum

tegundum tónlistar skil þar sem vaxandi

eftirspurn er eftir rytmísku námi og spuna.

Rætt var um fjarnám sem óhjákvæmilegan

hluta af því að koma á og þróa endur-

menntun fyrir tónlistarskólakennara sem

búa við þann veruleika að ferðakostnaður

er hindrun fyrir stóran hóp stéttarinnar til

að sækja sér endurmenntun. Bent var á

fyrirmynd af slíku fjarnámi í Finnlandi.

Nokkrir þátttakendur nefndu að sumar-

námskeið væri leið sem tónlistarkennarar

gætu nýtt sér og voru þar nefnd sem dæmi

námskeið í útsetningum og forritavinnu.

Almennar umræður

Í umræðum var það fyrirkomulag rætt að

kennarar í Listaháskólanum bjóði upp á

mastersklassa í skólum út á landi og

einnig að duglegum nemendum út á landi

væri boðið í heimsókn í Listaháskólann.

Þá var nokkur umræða um það að

kennarar skiluðu sér ekki út á land og

kom fram hugmynd þess efnis að nem-

endur í kennaranámi færu að hluta til í

æfingakennslu út á land. Þannig fengju

þeir að kynnast starfsumhverfinu þar, sem

hugsanlega gæti haft þau áhrif að

einhverjir skiluðu sér frekar þangað.

Vorið 2009 gerði Listaháskólinn könnun á afdrifum útskrifaðra

nemenda og sendi spurningalista til 200 nemenda sem út-

skrifuðust árin 2006 og 2007.

Í könnuninni var spurt um hvernig námið við Listaháskólann

hefði almennt nýst í verkefnum og störfum eftir útskrift og

svöruðu 100% nemenda úr tónlistardeildinni því til að námið

hefði nýst mjög vel eða frekar vel. Um 93% svarenda sögðu

námið í tónlistardeildinni hafa nýst mjög vel eða frekar vel í

þeirra faglegu störfum (s.s. í listsköpun og kennslu).

Spurt var um hvernig námið hefði nýst sem grunnur til frekara

náms og sögðu um 80% svarenda úr tónlistardeild að námið

hefði nýst þeim mjög vel eða frekar vel.

Könnunin náði til allra 5 deilda skólans: Hönnunar- og

arkitektúrsdeildar, leiklistardeildar, myndlistardeildar, tónlistar-

— á svæðisþingum tónlistarskóla - frh. af forsíðu

Á svæðisþingunum var einnig kynnt

þverfaglegt nám „Deiglan“ sem er í

undirbúningi hjá Listaháskóla Íslands

en víða eru námsbrautir í svipuðum

dúr og þessi að koma fram.

„Deiglan er þverfaglegt nám sem er ætlað

að auka fjölhæfni og víðsýni nemandans

ásamt því að fjölga möguleikum hans til

starfa í fjölbreyttu listalífi samtímans.

Markmiðið er að þjálfa einstaklinga til

þess að vera frumkvöðlar á sviði lista og

koma auga á nýjar leiðir til að mynda

tengsl milli ólíkra sviða innan sam-

félagsins.

Nemendur koma úr ólíkum áttum og er

þeim teflt saman með það að markmiði

að nýjar hugmyndir kvikni og þróast við

það að þeir takast á við sömu viðfangs-

efni út frá mismunandi sýn.“

Mist Þorkelsdóttir,

deildarforseti tónlistardeildar

Listaháskóla Íslands

Hjálmar H. Ragnarsson,

rektor Listaháskóla Íslands

Könnun á afdrifum útskrifaðra nemenda

deildar og kennaranáms. Viðhorf nemenda var almennt jákvætt

en í öllum framangreindum spurningum skorar tónlistardeildin

hvað hæst af deildum skólans.

Í könnuninni var skoðað hvað stór hluti útskrifaðra nemenda

hefur farið í framhaldsnám og kom í ljós að um 35% nemenda

úr tónlistardeild fóru í nám sem var framhald af náminu sem

stundað var í LHÍ, 10% útskrifaðra nemenda höfðu farið í annað

listnám eða hönnunarnám. Enginn úr deildinni hafði farið í

framhald eða frekara nám sem var óskylt náminu við LHÍ.

Könnunin sýndi að námið virðist nýtast vel. Um helmingur út-

skrifaðra nemenda voru sjálfstætt starfandi, flestir tónlistarmenn

fá vinnu við grunnskóla og tónlistarskóla, konur voru líklegri til

að fara í kennslustörf, en almennt virðist námið skila nemendum

vel út á vinnumarkaðinn. Í vetur stendur til að gera sambærilega

könnun á tveimur öðrum útskriftar árgöngum við skólann.

Page 4: Fréttabréf FT - 81. tbl., febrúar 2010

Félag tónlistarskólakennara

Laufásvegi 81,

101 Reykjavík.

Heimasíða á www.ki.is.

Skrifstofa félagsins er opin milli

kl. 9.00 og 13.00 alla virka daga.

Sími: 595-1111 og fax: 595-1112.

Netfang: [email protected].

Ábyrgð og umsjón fréttabréfsins:

Sigrún Grendal, formaður FT,

og Hafdís D. Guðmundsdóttir,

starfsmaður FT.

NÓTAN - frh. af forsíðu Svæðisbundnir tónleikar uppskeru-

hátíðar tónlistarskóla Svæðisbundnir tónleikar, sem eru annar

hluti uppskeruhátíðar tónlistarskóla, fara

fram á fjórum stöðum á landinu. Hér á

eftir eru upplýsingar um hvar og hvenær

tónleikarnir fara fram auk upplýsinga um

undirbúningshópa á hverjum stað.

Norður- og Austurland Undirbúningshóp skipa:

Kolbrún Jónsdóttir, Tónlistarskólanum

á Akureyri

Gillian Haworth, Tónlistarskóla

Reyðar- og Eskifjarðar

Lísa McMaster, Tónlistarskóla Húsa-

víkur

Staðsetning: Ketilhúsið, Akureyri.

Dagsetning: Laugardagur 13. mars.

Vesturland og Vestfirðir Undirbúningshóp skipa:

Margrét Gunnarsdóttir, Listaskóla

Rögnvaldar Ólafssonar

Gunnar B. Ringsted, Tónlistarskóla

Borgarfjarðar

Sigríður Havsteen Elliðadóttir, Tón-

listarskólanum á Akranesi

Staðsetning: Félagsheimilið á Hólmavík.

Dagsetning: Laugardagur 13. mars kl.

14.00.

Suðurland og Suðurnes

Undirbúningshóp skipa:

Róbert Darling, Tónlistarskóla

Árnesinga

Karen J. Sturlaugsson, Tónlistarskóla

Reykjanesbæjar

Staðsetning: Versalir, Ráðhúsið á

Þorlákshöfn.

Dagsetning: 13. mars kl. 13.00.

Höfuðborgarsvæðið

Undirbúningshóp skipa:

Össur Geirsson, Skólahljómsveit

Kópavogs

Guðbjörg Sigurjónsdóttir, Söngskóla

Sigurðar Demetz

Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir, Tónlistar-

skóla Álftaness

Staðsetning: FÍH salur, Reykjavík

Dagsetning: Laugardagur 13. mars.

Meiri lækkun

félagsgjalda! Í tilefni af lækkun félagsgjalda þann

1. janúar 2010 biðjum við félags-

menn FT um að fylgjast með því á

launaseðlum sínum hvort gjöldin hafi

ekki örugglega lækkað hjá þeim.

Félagsgjöldin eru komin niður í 1%.

Námslaun Umsóknarfrestur um námslaun úr

Starfsmenntunarsjóði tónlistar-

skólakennara fyrir skólaárið 2010-

2011 er til 15. febrúar 2010.

U msó k n are yð ub lað S t a r f s -

menntunarsjóðsins er á rafrænu formi

á vefslóðinni www.viska.is/stms/.

Eftir að rafræn umsókn hefur verið

send skal senda fylgigögn í umslagi

merktu með númeri umsóknar:

Starfsmenntunarsjóður

tónlistarskólakennara

Rauðagerði 27

108 Reykjavík

Miðpróf í tónfræði Samræmt miðpróf í tónfræðagreinum

verður lagt fyrir í þriðja sinn nú í vor.

Tónlistarskólar geta valið um þrjá

prófdaga: 23. mars 2010, 25. mars

2010 eða 15. apríl 2010.

Tilkynna þarf um nöfn próftaka til

Prófanefndar tónlistarskóla eigi síðar

en 22. febrúar 2010 á þar til gerðu

eyðublaði. Allar nánari upplýsingar

má finna á vefsíðu Prófanefndar,

www.profanefnd.is.

Ráðningarsamningar Um þessar mundir eiga sér víða stað

breytingar á ráðningarsamningum og

starfshlutföllum kennara og stjórnenda

í tónlistarskólum. Ástæða er til að

hvetja alla félagsmenn til að fylgja eftir

ákvæði í kjarasamningi um gerð skrif-

legra ráðningarsamninga:

Í kjarasamningi segir í grein 9.2:

„Gera ber skriflegan ráðningarsamning

við tónlistarskólakennara og ber í þeim

samningi að virða reglur um ákveðnar

lágmarksupplýsingar, sbr. efnisákvæði

tilskipunar ESB 91/533. Í ráðningarsamn-

ingi skal tilgreina hvaða kennslugreinar

megi fela tónlistarskólakennara.“

Einnig er rétt að benda á að breytingar á

ráðningarkjörum, umfram það sem leiðir

af lögum eða kjarasamningum, skal einnig

staðfesta með skriflegum hætti. Breyt-

ingar á vinnuskýrslu er aðeins hægt að

gera með samþykki bæði kennara og

stjórnanda eða með uppsögn á ráðningu

með lögmætum uppsagnarfresti. Varðandi

tímabundnar breytingar verður að vera

sýnilegt með afdráttarlausum hætti hvað

fellur brott af vinnuskýrslu/stundatöflu og

skal gæta þess að fram komi með skýrum

hætti hvenær breytingin gengur til baka.

Félagið hefur ekki gert athugasemdir við

að smávægilegur munur sé á raun starfs-

hlutfalli og tilgreindu starfshlutfalli í

ráðningarsamningi milli ára. Ef munurinn

er viðvarandi og/eða verulegur er þó rétt

að gera um það skriflegt samkomulag/

nýjan ráðningarsamning.

Hvað stundakennara varðar skal einnig

ráða þá með ráðningarsamningi en þó

ekki lengur en til árs í senn (sjá grein 9.3).

Félag tónlistarskólakennara, FÍH og

Launanefnd sveitarfélaga hafa gefið út

staðlað form af ráðningarsamningi fyrir

tónlistarskóla og eintak af honum má

nálgast á heimasíðu FT (á www.ki.is –

smellið á FT – kjaramál – ráðningarsamn-

ingur). Einnig er hægt að fá eyðublaðið

sent (sem pdf- eða excel skjal) hjá starfs-

manni FT (s. 595-1111 og [email protected]).