grÆnt bÓkhald 2015 · 2016-05-31 · 6 grÆnt bÓkhald 2015 starfsemi landsvirkjunar starfsemi...

42
GRÆNT BÓKHALD 2015

Upload: others

Post on 15-Apr-2020

4 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

G R Æ N T B Ó K H A L D 2 0 1 5

2

G R Æ N T B Ó K H A L D 2 0 1 5

3

G R Æ N T B Ó K H A L D 2 0 1 5

Efnisyfirlit

BLS

GRÆNT BÓKHALD 2015 4

Yfirlýsing skoðunarmanns 4

Starfsemi Landsvirkjunar 6

Raforkuvinnsla 8

Nýting jarðhitaforðans 10

Yfirborðslosun frá jarðvarmavirkjunum 12

Losun brennisteinsvetnis í andrúmsloft 14

Eldsneytisnotkun 16

Úrgangur og spilliefni 19

Landgræðsla og kolefnisbinding 23

Kolefnisspor 24

Umhverfisatvik 32

Hávaði 33

Þeistareykjavirkjun 38

Útgefnar skýrslur 2015 39

Landsvirkjun er með vottað umhverfisstjórnunarkerfi samkvæmt alþjóða-staðlinum ISO 14001. Fyrirtækið hefur markað sér stefnu í umhverfismálum og vinnur markvisst að því að draga úr umhverfisáhrifum starfseminnar.

Mikilvægum umhverfisþáttum sem snúa að rekstri Landsvirkjunar er stýrt og þeir vaktaðir. Má þar nefna nýtingu auðlinda, losun í andrúmsloft og vatnsviðtaka, magn og meðhöndlun úrgangs ásamt fleiri þáttum. Í grænu bókhaldi fyrirtækisins er gert grein fyrir tölulegum upplýsingum um um-hverfisáhrif vegna starfsemi fyrirtækisins.

Þær tölur sem birtar eru í skýrslunni eru unnar upp úr bókhaldsforritum Landsvirkjunar, DynamicsAX, DMM, mannauðskerfi, jarðvarmagrunninum ViewData sem er í umsjá Kemíu sf., gagnagrunni Landsnets um orkuvinnslu og Landnýtingargrunni og bindibókhaldi (LULUCF) hjá Landbúnaðarháskóla Íslands. Tölurnar eru ýmist rauntölur eða reiknaðar út frá mæligildum. Um-sjón með gagnaúrvinnslu og rýni eru í höndum verkfræðistofunnar EFLU. Upplýsingar eru gefnar samkvæmt bestu vitund og teljast réttar.

Grænt bókhald2015

Yfirlýsing skoðunarmannsEFLA verkfræðistofa hefur rýnt grænt bókhald Landsvirkjunar fyrir árið 2015 og staðfestir hér með að skýrslan inniheldur upplýsingar um helstu þætti í rekstri Landsvirkjunar sem áhrif hafa á umhverfið. Þessar upplýsingar eru í samræmi við niðurstöður vöktunar fyrirtækisins á lykiltölum í umhverfis-málum. Í græna bókhaldinu er gerð grein fyrir þeim mæliniðurstöðum sem starfsleyfi fyrirtækisins kveða á um.

Sviðsstjóri umhverfissviðs EFLU verkfræðistofu

5

G R Æ N T B Ó K H A L D 2 0 1 5

6

G R Æ N T B Ó K H A L D 2 0 1 5

Starfsemi Landsvirkjunar

Starfsemi Landsvirkjunar 2015 skiptist í fimm megin-starfssvið. Þau eru orkusvið, þróunarsvið, fram-kvæmdasvið, fjármálasvið og markaðs- og viðskipta-þróunarsvið auk þjónustusviða og skrifstofu forstjóra.

Í umhverfisstjórnun Landsvirkjunar er starfseminni skipt í tvo hluta. Annarsvegar í raforkuvinnslu í afl-stöðvum fyrirtækisins á fimm mismunandi starfssvæð-um; Blöndustöð og Laxárstöðvum, Fljótsdalsstöð, Mý-vatnssvæði, Sogssvæði og Þjórsársvæði. Hinsvegar er önnur starfsemi sem telur til framkvæmdasviðs og þró-unarsviðs og starfsstöðva fyrirtækisins í Reykjavík og á Akureyri (mynd 1).

Landsvirkjunar

Raforkuvinnsla

Reykjavík Akureyri

Önnur star fsemi

Mynd 1 - Starfsemin eins og hún er sett fram í umhverfisstjórnun fyrirtækisins.

Mynd 2 – Staðsetning starfsstöðva og afl einstakra aflstöðva.

7

Landsvirkjun starfrækti árið 2015 fjórtán vatnsafls-stöðvar, tvær jarðvarmastöðvar og tvær vindmyllur á fimm starfssvæðum víðs vegar um landið. Þó hefur engin

orkuvinnsla verið í vatnsaflsstöðinni Laxá I síðastliðin þrjú ár. Staðsetningu starfsstöðva og afl einstakra afl-stöðva má sjá á mynd 2.

16

6 8

19

9-11

12-14

71817

M MW

1 690

2 270

3 210

4 150

5 150

6 120

7 95

8 90

9 48

10 26

11 15

12 14

13 9

14 5

MW

15 60

16 3

18 Reykjaví k

19 Akureyri

MW

17 1,8

8

G R Æ N T B Ó K H A L D 2 0 1 5

Raforkuvinnsla

Raforkuvinnsla Landsvirkjunar árið 2015 var 13.709 GWst. Hlutfallsleg skipting orkuvinnslunnar var 96% vatnsorka, 4% jarðvarmaorka og 0,05% vindorka. Raf-orkuvinnsla Landsvirkjunar árið 2015 var um 73% allrar raforkuvinnslu á Íslandi. Orkutöp og eigin orkunotkun aflstöðva Landsvirkjunar nam samanlagt 124 GWst árið 2015. Að langstærstum hluta er um eigin notkun í afl-stöðvum að ræða.

Töflur 1 og 2 sýna yfirlit yfir raforkuvinnslu Lands-virkjunar. Í töflu 1 er yfirlit yfir uppsett afl aflstöðva Landsvirkjunar, raforkuvinnslu og orkugjafa á hverju orkuvinnslusvæði, þá eru sýnd heildarorkutöp og heildarnotkun aflstöðva árið 2015 ásamt heildarraforku-

vinnslu Landsvirkjunar án tillits til orkutapa og eigin notkunar í aflstöðvum árin 2011–2015. Þá sýnir tafla 1 einnig yfirlit yfir fjölda starfsmanna fyrirtækisins. Í töflu 2 er að finna skiptingu raforkuvinnslu Landsvirkjunar og landsins í heild eftir orkugjöfum á árunum 2011–2015. Árið 2015 var nokkur aukning í vinnslu raforku í vatns-aflsstöðvum fyrirtækisins, 7% aukning samanborið við árið á undan. Á árinu 2014 var þó nokkuð um skerðingar á raforku vegna slakrar vatnsstöðu í lónum, en vinnsla var aukin á árinu 2015 vegna aukinnar notkunar stór- notenda og aukinnar almennrar notkunar, en árið 2015 var kalt ár. Mynd 3 sýnir heildarraforkuvinnsla Lands-virkjunar og annarra framleiðenda á Íslandi árið 2015.

Tafla 1 — Samantekt yfir raforkuvinnslu Landsvirkjunar ásamt starfsmannafjölda, orkutöpum og eigin notkun árið 2015.

Starfsstöðvar í Reykjavík og á Akureyri - 145 - - -

Aflstöðvar

Blöndustöð Vatnsafl 14 150 821 6

Laxárstöðvar Vatnsafl 6 28 177 1

Fljótsdalsstöð Vatnsafl 12 690 4.984 36

Mývatnssvæði Jarðvarmi 17 63 497 4

Sogssvæði Vatnsafl 14 91 561 4

Þjórsársvæði - alls Vatnsafl og vindafl 41 937 6.669 49

- Hafið Vindafl - (1,9) (7) (<1%)

Orkutöp og eigin notkun – - - (124) (1%)

Landsvirkjun í heild - 2015 249 1.958 13.709 100

Landsvirkjun í heild - 2014 249 1.958 12.807 100

Landsvirkjun í heild - 2013 248 1.863 12.843 100

Landsvirkjun í heild - 2012 247 1.861 12.312 100

Landsvirkjun í heild - 2011 233 1.861 12.485 100

Fjöldistarfsmanna*

Afl(MW)

Raforkuvinnsla(GWst)

Hlutfall af heildar- raforkuvinnslu (%)Orkugjafi

* Miðað er við fastráðna starfsmenn í lok árs.

9

G R Æ N T B Ó K H A L D 2 0 1 5

Tafla 2 — Raforkuvinnsla Landsvirkjunar og heildarraforkuvinnsla á Íslandi 2011–2015.

Landsvirkjun Landið í heild

2011 2012 2013 2014 2015 2011 2012 2013 2014 2015

Vatnsaflsvirkjanir GWst 11.982 11.822 12.337 12.316 13.206 12.507 12.337 12.863 12.872 13.781

Jarðvarmavirkjanir GWst 503 490 501 484 497 4.701 5.210 5.245 5.238 5.003

Eldsneyti GWst 0 0 5,5 7,0 6,7 0 0 5,0 8,0 11,0

Vindafl GWst 0 0 0 0 0 2 3 3 2 4

Alls GWst 12.485 12.312 12.843 12.807 13.709 17.210 17.550 18.116 18.120 18.799

14.000

12.000

10.000

8.000

6.000

4.000

2.000

0

Mynd 3 – Heildarraforkuvinnsla Landsvirkjunar og annarra framleiðenda á Íslandi árið 2015.

Jarð-varmi

Elds- neyti

Vatnsafl Vindafl

GWst

Landsvirkjun Aðrir framleiðendur

1 0

G R Æ N T B Ó K H A L D 2 0 1 5

Nýting jarðhitaforðans

Landsvirkjun vinnur raforku í tveimur jarð-varmastöðvum á Mývatnssvæðinu, Kröflustöð og Bjarnarflagsstöð. Í töflu 3 má sjá tölulegar upplýs-ingar yfir nýtingu jarðhitaforðans við raforkuvinnslu Landsvirkjunar og nýtingu á framleidda orkueiningu á árunum 2011–2015 ásamt hlutfallslegri breytingu milli ára.

Árið 2015 voru 5.099 þúsund tonn af gufu notuð til að vinna 497 GWst af raforku á Mývatnssvæðinu og hefur magn gufu til raforkuvinnslu dregist nokkuð saman á árunum 2011 – 2015 (mynd 4). Afkastarýrn-un í holunum er almennt helsta ástæða samdráttarins en vermi borhola hefur áhrif á hlutfall vatns og gufu í jarðhitavökvanum. Með lækkandi vermi minnkar orkuinnihald vökvans og meira vatn fellur til. Gufu-

notkun á hverja framleidda orkueiningu hefur einnig dregist saman á síðastliðnum árum og nam sam-drátturinn 10% á milli áranna 2014 og 2015. Ástæður þessar bættu nýtingar má m.a. rekja til þess að á árinu var tekinn í notkun nýr búnaður, þ.a. minni gufu þarf til að framleiða hverja orkueiningu.

Þá féllu til 5.471 þúsund tonn af þétti- og skiljuvatni á árinu og um 4.300 þúsund tonnum af skiljuvatni var veitt aftur niður í jarðhitageyminn. Djúplosun á skiljuvatni getur stuðlað að betri nýtingu jarðhita-kerfisins. Með djúplosun má einnig minnka um-hverfisáhrif jarðvarmavinnslu á yfirborði og draga úr magni mengandi efna eins og þungmálma, sem fara út í yfirborðsvatn.

Tafla 3 — Nýting jarðhitaforðans við raforkuvinnslu Landsvirkjunar 2011-2015.

2011 2012 2013 2014 2015Breyting miðað

við árið 2014

Nýting í þúsundum tonna:

Gufa þús. tonn 6.123 5.857 5.634 5.498 5.099 -7%

Vatn þús. tonn 5.170 5.230 5.190 5.667 5.471 -3%

Djúplosun* Þús. tonn 2.549 2.515 3.145 4.324 4.300 -1%

Nýting á framleidda orkueiningu:

Gufa þús. tonn/GWst 12,2 12,0 11,3 11,4 10,3 -10%

Vatn þús. tonn/GWst 10,3 10,7 10,4 11,7 11,0 -6%

Djúplosun þús. tonn/GWst 5,1 5,1 6,3 8,9 8,6 -3%

Í töflu 4 má sjá magn gufu og vatns sem tekið er úr jarð-hitageymum vegna jarðhitarannsókna á árunum 2011–2015 ásamt hlutfallslegri breytingu milli ára. Um er að

ræða rannsóknir á Norðausturlandi, en umfang rann-sókna er mjög breytilegt á milli ára (mynd 5).

Tafla 4 — Nýting jarðhitaforðans við rannsóknir Landsvirkjunar 2011-2015.

2011 2012 2013 2014 2015Breyting miðað

við árið 2014

Nýting í þúsundum tonna:

Gufa þús. tonn 2.252 1.014 711 979 1.889 93%

Fráveituvatn þús. tonn 1.596 233 13 1.345 1.031 -23%

* Magn skiljuvatns sem var djúpfargað á árunum 2011-2014 hefur verið uppfært í samræmi við nákvæmari mælingar.

1 1

G R Æ N T B Ó K H A L D 2 0 1 5

Mynd 4 – Magn gufu og vatns sem nýtt var til raforkuvinnslu á árunum 2011–2015 og magn skiljuvatns sem var djúplosað á sama tímabili.

7.000

6.000

5.000

4.000

3.000

2.000

1.000

Gufa Þétti- ogskiljuvatn

Djúplosun

þúsund tonn

2011 2012 2013 2014 2015

2011 2012 2013 2014 2015

Mynd 5 – Magn gufu og vatns sem kom upp vegna rannsókna á árunum 2011–2015.

2.500

2.000

1.500

1.000

500

0

þúsund tonn

Gufa Fráveituvatn

1 2

G R Æ N T B Ó K H A L D 2 0 1 5

Yfirborðslosun frá jarðvarmavirkjunum

Samkvæmt starfsleyfum Kröflu- og Bjarnarflagsstöðv-ar er heimild fyrir losun á þétti- og skiljuvatni frá afl-stöðvunum svo framarlega sem styrkur mengandi efna í grunnvatnsstraumnum, þegar vatnið nær niður í Mý-vatn, sé undir umhverfismörkum I. Mörkin eru skil-greind í reglugerð um varnir gegn mengun vatns nr. 796/1999 með síðari breytingum.

Frá árinu 1997 hefur farið fram árleg vöktun á upp-leystum efnum í grunnvatni í lindum við Mývatn og í grunnvatni vestan Námafjalls í þeim tilgangi að meta áhrif vegna losunar frárennslisvatns frá Kröflu- og Bjarnarflagsstöð. Aðferðin sem notuð er við vöktunina byggir á því að fylgst er með náttúrulegum ferilefnum á borð við arsen sem eru í margfalt hærri styrk í frá-rennslisvatni aflstöðvanna en í grunnvatni. Mælingar í lindum við Mývatn sýna að styrkur arsens hefur ekki hækkað, svo draga má þá ályktun að vatnið hafi ekki orðið fyrir áhrifum af frárennslisvatni virkjananna. Á mynd 6 má sjá að styrkur arsens í grunnvatnssýnum

sem tekin hafa verið árlega við Vogaflóa og Langavog hefur alltaf mælst undir umhverfismörkum I.

Í töflu 5 má sjá losun þétti- og skiljuvatns frá Kröflu- og Bjarnarflagsstöð ásamt losun þungmálma, næringar-efna, brennisteinsvetnis og koltvísýrings í grunn- og yfirborðsvatn á árunum 2011-2015. Á tímabilinu hef-ur verið dregið úr losun skiljuvatns í yfirborðsvatn á sama tíma og djúplosun hefur verið aukin, en við það minnkar álag vegna orkuvinnslunnar á Dallæk (mynd 7). Brennisteinsvetni og koltvísýringur sem losaður er í yfirborðsvatn eða er dælt niður við djúplosun dregur úr losun þessara gasa í andrúmsloftið. Í starfsleyfi eru engin skilgreind viðmið um losun þessara efna önnur en þau að styrkur sé undir umhverfismörkum í flokki I samkvæmt reglugerð um varnir gegn mengun vatns. Tafla 5 sýnir enn fremur magn þungmálma og næring-arefna sem losuð eru í yfirborðsvatn vegna rannsókna á Mývatnssvæðinu á sama tímabili. Engin niðurdæling er vegna rannsóknaboranna.

Mynd 6 – Mældur styrkur arsens í grunnvatnssýnum við Vogaflóa og Langavog 1997–2015

Langivogur Vogaflói

0,006

0,005

0,004

0,003

0,002

0,001

0,000

Arsen [mg/l]

Mynd 7 –Losun í yfirborðsvatn og djúplosun skiljuvatns vegna raforkuvinnslu á árunum 2011-2015.

Losun í yfirborðsvatn vegna orkuvinnslu Djúplosoun vegna orkuvinnslu

Þúsund tonn

5.000

4.500

4.000

3.500

3.000

2.500

2.000

2011 2012 2013 2014 2015

1997

1998

1999

2000

2001

2002

2003

2004

2005

2006

2007

2008

2009

2010

2011

2012

2013

2014

2015

Umhverfismörk I (0,4 µg/l) Umhverfismörk II (0,4-5 µg/l)

1 3

G R Æ N T B Ó K H A L D 2 0 1 5

Tafla 5 — Magn efna í þétti- og skiljuvatni (þungmálmar, næringarefni og gas) frá orkuvinnslu í Kröflustöð og Bjarnarflagsstöð og vegna rannsóknaboranna og sem losuð eru í yfirborðsvatn eða djúplosað á árunum 2011-2015.

Orku

vinn

sla

Rann

sókn

ir

Losu

n í y

firbo

rðsv

atn

Djúp

losu

nLo

sun

í yfir

borð

svat

n

2011

2012

2013

2014

2015

2011

2012

2013

2014

2015

2011

2012

2013

2014

2015

Vatn

- Va

tn ú

r jar

ðvar

ma-

virk

junu

mþú

s.

tonn

4.69

34.

640

4.04

73.

262

2.94

52.

549

2.51

53.

145

4.32

44.

300

1.59

623

313

1.34

11.

031

Þung

mál

mar

- Ar

sen

kg19

017

314

417

483

710

514

4927

50

156

- Ko

par

kg3

52

21

10

00

00

00

00

- Kr

ómkg

44

31

40

00

00

00

00

0

- Ni

kkel

kg3

12

21

00

00

00

00

00

- Si

nkkg

126

423

42

11

21

20

00

0

Nærin

gare

fni

- Fo

sfór

kg9

910

325

33

34

41

00

50

Anna

ð

- Br

enni

stei

nsve

tni

kg12

8.00

010

8.21

517

8.37

418

2.00

095

.000

119.

000

120.

363

144.

040

202.

000

201.

900

--

--

-

- Ko

ltvís

ýrin

gur

kg26

3.00

030

6.26

035

0.21

627

9.00

016

6.90

014

9.00

016

3.51

112

7.22

419

9.00

020

2.10

0-

--

--

1 4

G R Æ N T B Ó K H A L D 2 0 1 5

Losun brennisteinsvetnis í andrúmsloft

Brennisteinsvetni (H2S) getur haft neikvæð áhrif á bæði fólk og lífríki. Losun brennisteinsvetnis hefur hingað til verið óhjákvæmilegur þáttur í nýtingu jarðhita á Íslandi. Náttúrulegt útstreymi

frá jarðhitasvæðum hefur einnig áhrif á styrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti. Á mynd 8 má sjá útstreymi brennisteinsvetnis vegna raforkuvinnslu og rannsókna hjá Landsvirkjun á árunum 2011-2015.

Landsvirkjun fylgist með styrk brennisteinsvetn-is í andrúmslofti vegna jarðhitanýtingar á Norð-austurlandi. Rauntímaniðurstöður þessara mæl-inga ásamt aðgengi að árlegum skýrslum eru birtar á vef Landsvirkjunar (http://www.landsvirkjun.is/rannsoknirogthroun/voktun).

Mælingar hafa verið gerðar í Kelduhverfi frá árinu 2011. Árið 2013 bætti Landsvirkjun við mælum við grunnskólann í Reykjahlíð, Reykjahlíðarskóla, og í Vogum við Mývatn. Mælir sem lánaður var til Um-hverfisstofnunar árið 2014 vegna loftgæðamælinga í kjölfar eldgoss í Holuhrauni var settur upp á Húsavík, þann 5. mars 2015. Mælistöð við Reykjahlíðarskóla er sú mælistöð sem liggur næst raforkuvinnslusvæði Kröflu og Bjarnarflags.

Samkvæmt reglugerð nr. 514/2010 um styrk brenni-steinsvetnis í andrúmslofti skal daglegt hámark 24 klukkustunda hlaupandi meðaltal brennisteins-vetnis vera undir 50 µg/m³. Þá skal ársmeðatal styrks brennisteinsvetnis vera undir 5 µg/m³ (±3 µg/m³).

Niðurstöður mælinga ársins 2015 leiða í ljós að dag-legt hámark 24 klukkustunda hlaupandi meðaltals af styrk brennisteinsvetnis fór aldrei yfir skilgreind heilsuverndarmörk á mælistöðum Landsvirkjunar. Þá var ársmeðaltal fyrir styrk brennisteinsvetnis innan heilsuverndarmarka árið 2015 á öllum mælistöðum. Á mynd 9 má sjá niðurstöður mælinga við Reykja-hlíðarskóla en þar reiknaðist ársmeðaltal 2015 fyrir styrk brennisteinsvetnis 3,4 µg/m3.

8.000

6.000

4.000

2.000

0

Tonn H2S

Raforkuvinnsla Rannsóknir

2011 2012 2013 2014 2015

Mynd 8 – Útstreymi brennisteinsvetnis vegna raforkuvinnslu og rannsókna árin 2011-2015.

1 5

G R Æ N T B Ó K H A L D 2 0 1 5

9

8

7

6

5

4

3

2

1

0

µg/m³

Mynd 9 – Mælingar á brennisteinsvetni (H2S) við Reykjahlíðarskóla. Meðaltal hvers mánaðar og árs meðaltal árið 2015.

Jan-15 Feb-15 Mar-15 Apr-15 Maí-15 Jún-15 Júl-15 Ág-15 Sep-15 Okt-15 Nóv-15 Des-15

H2S meðaltal mánaðar (µg/m³) H2S meðaltal frá byrjun árs (µg/m³) Heilsuverndarmörk Ár Neðri skekkjumörk (µg/m³) Efri skekkjumörk (µg/m³)

1 6

G R Æ N T B Ó K H A L D 2 0 1 5

Eldsneytisnotkun

Í starfsemi Landsvirkjunar er jarðefnaeldsneyti notað á bifreiðar, vélar og ýmis tæki og er magn eldsneyt-is sem er notað skráð. Í töflu 6 má sjá heildarnotkun eldsneytis í starfsemi Landsvirkjunar árið 2015 sem og notkun á hverri starfsstöð. Þá sýnir tafla 7 notk-un eldsneytis í starfsemi Landsvirkjunar á árunum 2011–2015 og samanburð milli ára.

Heildarnotkun Landsvirkjunar á jarðefnaeldsneyti (dísilolíu og bensíni) á árinu 2015 var 265 þúsund lítr-ar. Stærsti hluti þess jarðefnaeldsneytis sem notað er hjá Landsvirkjun er dísilolía og var hlutur hennar í heildarnotkun ársins 95%, en hlutur bensíns 5%. Auk þess voru rúmlega 13 þúsund lítrar af lífdísil notuð til að knýja bifreiðar á Þjórsársvæðinu og 115 kg af met-ani á starfsstöð Landsvirkjunar í Reykjavík. Á árinu var í fyrsta skipti notast við lífdísil í rekstri Lands-virkjunar og var hann ýmist notaður hreinn á sama hátt og jarðefnaeldsneyti eða sem íblöndunarefni í jarðefnaeldsneyti. Ávinningur þess að notast við líf-dísil er m.a. sá að við brennslu hans losnar aðeins um 40% af því magni gróðurhúsalofttegunda sem losnar við brennslu hefðbundinnar dísilolíu.1)

Á síðastliðnum árum hefur verið dregið úr notk-un bensíns í starfsemi fyrirtækisins og notkun síð-ustu þriggja ára er undir meðalnotkun síðustu fimm ára (mynd 10). Ekki hafa orðið miklar breytingar á heildarnotkun dísilolíu hjá fyrirtækinu á síðustu árum en í samanburði við árið 2014 jókst heildar-notkun dísilolíu um 4%. Notkunin liggur þó undir meðalnotkun síðustu 5 ára á flestum starfsstöðvum (mynd 11). Heildarnotkun dísilolíu á farartæki dróst saman um 11% frá fyrra ári meðan veruleg aukningu er í notkun dísilolíu á varaaflsvélar fyrirtækisins. En óvenju mikið var keypt af dísilolíu á tanka varaafls-véla vegna uppsetninga á fjórum nýjum varaaflsvél-um, einni í starfsstöð Landsvirkjunar í Reykjavík og þá voru settar þrjár nýjar varaaflsvélar á Þjórsár-svæðinu vegna reksturs flóðavarna við mögulegt eld-gos í Bárðarbungu. Á Þjórsársvæðinu er notað mest af dísilolíu á farartæki innan fyrirtækisins enda eru þar reknar sex aflstöðvar á víðáttumiklu svæði. Á árinu 2015 náðist þó að draga úr notkun dísilolíu á farartæki á svæðinu, aðallega vegna notkunar lífdísils í stað hefðbundinnar dísilolíu.

Tafla 6 — Notkun eldsneytis í starfsemi Landsvirkjunar árið 2015.

LV alls 2015Blöndu-

stöðLaxár-stöðvar

Fljótsdals-stöð

Mývatns-svæði Sogssvæði

Þjórsár- svæði

Framkv.- og þróunarsvið

Starfsstöðvar RVK og AKU

Bensín Lítrar 11.988 2.619 - 280 1.187 394 477 4.186 2.845

Dísilolía Lítrar 253.308 15.542 7.098 18.235 28.125 16.203 88.570 45.439 34.096

– á farartæki Lítrar 193.207 15.235 7.098 17.842 27.799 16.203 42.244 45.439 21.419

– á varaafl Lítrar 60.101 307 - 393 326 - 46.326 - 12.677

Lífdísill Lítrar 13.141 - - - - - 13.141 - -

Metan kg 115 - - - - - - - 115

1) Upplýsingar um lífdísil sem notaður er í starfsemi Landsvirkjunar er að finna á heimasíðu framleiðanda: https://www.perstorp.com/en/products/verdis_polaris_aura

1 7

G R Æ N T B Ó K H A L D 2 0 1 5

Tafla 7 — Eldsneytisnotkun í starfsemi Landsvirkjunar árin 2011–2015 og samanburður á milli ára.

LV alls 2011 LV alls 2012 LV alls 2013 LV alls 2014 LV alls 2015Breyting miðað

við árið 2014

Bensín Lítrar 21.891 22.943 12.572 11.398 11.988 5%

Dísilolía Lítrar 257.642 243.077 271.603 244.369 253.308 4%

– á farartæki Lítrar 223.438 225.298 251.717 216.130 193.207 -11%

– á varaafl Lítrar 34.204 17.779 19.886 28.240 60.101 113%

Lífdísill Lítrar - - - - 13.141 100%

Metan kg 339 504 270 251 115 -54%

Vetni kg 122 - - - - 0%

300.000

250.000

200.000

150.000

100.000

50.000

Bensín Dísilolía á farartæki Dísilolía á varaafl

Lítrar

Mynd 10 – Notkun jarðefnaeldsneytis, þ.e. dísilolíu og bensíns í starfsemi Landsvirkjunar árin 2011–2015 ásamt meðal-notkun á sama tímabili.

2011 2012 2013 2014 2015 Meðalnotkun 2011 - 2015

1 8

G R Æ N T B Ó K H A L D 2 0 1 5

Mývatns-svæði

Framkv.svið og

þróunarsvið

Fljóts-dalsstöð

Þjórsár-svæði

Sogs- svæði

Starfs- stöðvar í RVK og

AKU

Laxár- stöðvar

Blöndu- stöð

20112012201320142015

20112012201320142015

20112012201320142015

20112012201320142015

20112012201320142015

20112012201320142015

20112012201320142015

20112012201320142015

0 10.000 20.000 30.000 40.000 50.000 60.000 70.000 80.000 90.000 100.000Lítrar

Dísilolía á farartæki Dísilolía á varaafl Meðaltal 2011 - 2015

Mynd 11– Notkun dísilolíu á annars vegar farartæki og hins vegar á varaafl í starfsemi Landsvirkjunar árin 2011-2015 skipt eftir starfssvæðum. Auk þess er sýnd meðalnotkun á hverjum stað á sama tímabili.

1 9

G R Æ N T B Ó K H A L D 2 0 1 5

Úrgangur og spilliefni

Úrgangur Allur úrgangur sem fellur til vegna starfsemi Landsvirkjunar eru flokkaður og magn skráð. Úr-gangur á hverri starfsstöð er flokkaður í samræmi við þá flokkunarmöguleika sem boðið er upp á í viðkomandi landshluta. Úrgangi frá starfseminni má skipta í þrjá flokka: Úrgang sem fer til endur-vinnslu eða endurnýtingar, úrgang til förgunar og óvirkan úrgang. Magn úrgangs í hverjum úrgangs-flokki getur verið talsvert breytilegt milli ára sem skýrist að verulegu leyti af umfangi viðhaldsverk-efna hvers árs.

Magn úrgangs eftir flokkum sem féll til vegna starfsemi Landsvirkjunar á árunum 2011–2015 má sjá í töflu 8. Heildarmagn úrgangs árið 2015 var

rúmlega 163 tonn. Þar af voru 120 tonn sem fóru til endurvinnslu eða endurnýtingar, tæplega 43 tonn fóru til urðunar og tæpt 1 tonn var óvirkur úrgangur (mynd 12). Í töflu 9 er magni úrgangs sem til féll á árinu 2015 á mismunandi starfsstöðvum Landsvirkjunar gert skil.

Á mynd 13 má sjá magn óflokkaðs úrgangs frá starfsstöðvum Landsvirkjunar árin 2011-2015. Heildarmagn óflokkaðs úrgangs jókst árið 2015 um 42% frá fyrra ári. Á fimm starfsstöðvum var magn óflokkaðs úrgangs árið 2015 undir meðal-tali síðustu 5 ára en aukning í magni frá árinu 2014 var í Fljótsdalsstöð, Sogssvæðinu og starfstöðinni í Reykjavík og er þessi aukning til komin vegna framkvæmda á þessum svæðum.

Tafla 8 — Magn úrgangs eftir flokkum og meðhöndlun árin 2011-2015.

LV alls 2011 LV alls 2012 LV alls 2013 LV alls 2014 LV alls 2015

Úrgangur til förgunar (óflokkaður): kg 52.207 46.274 35.453 30.331 42.952

– til urðunar kg 41.997 39.515 34.093 30.331 42.952

– til brennslu kg 10.210 6.759 1.360 0 0

Úrgangur til endurvinnslu og endurnýtingar: kg 466.256 79.135 282.682 119.787 119.481

– húsbúnaður kg 0 35 105 30 95

– lífrænn úrgangur kg 13.830 12.301 19.644 18.704 17.903

– málmar og ýmis búnaður kg 225.034 36.943 125.063 39.954 37.635

– pappír, pappi og umbúðir kg 16.560 12.514 14.072 14.748 13.756

– plast kg 379 451 3.302 1.411 4.083

– timbur kg 210.454 16.891 120.495 44.940 46.009

Óvirkur úrgangur:* kg 8.296 55.860 353.948 32.875 898

– jarð- og steinefni, gler og postulín kg 8.296 55.860 353.948 32.875 898

Úrgangur alls kg 526.759 181.269 672.083 182.992 163.331

* Fer til urðunar á urðunarstað fyrir óvirkan úrgang.

2 0

G R Æ N T B Ó K H A L D 2 0 1 5

Tafla 9 — Magn úrgangs frá starfsstöðvum Landsvirkjunar árið 2015 eftir flokkum og meðhöndlun.

LV alls 2015Önnur starf-

semi LV Blöndustöð Fljótsd.st. svæði Laxárstöðvar Sogssvæði Þjórsársvæði

Úrgangur til förgunar (óflokkaður):

kg 42.952 3.991 5.930 2.247 704 12.510 8.520 9.050

– til urðunar kg 42.952 3.991 5.930 2.247 704 12.510 8.520 9.050

Úrgangur til endurvinnslu og endurnýtingar:

kg 119.481 2.046 15.100 32.921 2.386 13.765 29.831 23.432

– húsbúnaður kg 95 - - - 65 - - 30

– lífrænn úrgangur

kg 17.903 915 2.480 2.830 - - 3.560 8.118

– málmar og ýmis búnaður

kg 37.635 450 210 22.873 1.486 1.100 10.091 1.425

– pappír, pappi og umbúðir

kg 13.756 315 990 846 30 1.010 3.530 7.035

– plast kg 4.083 130 - 3.668 5 - 280

– timbur kg 46.009 236 11.420 2.704 800 11.655 12.650 6.544

Óvirkur úrgangur:*

kg 898 - - 28 470 - - 400

– jarð- og steinefni, gler og postulín

kg 898 - - 28 470 - - 400

Úrgangur alls kg 163.331 6.037 21.030 35.196 3.560 26.275 38.351 32.882

Mývatns-

*Fer til urðunar á urðunarstað fyrir óvirkan úrgang.

Tonn

Mynd 12 – Magn úrgangs til endurvinnslu og förgunar, sem og magn óvirks úrgangs frá rekstri Landsvirkjunar á árunum 2011–2015 ásamt meðaltölum fyrir sama tímabil.

Úrgangur til förgunar Úrgangur til endurvinnslu og endurnýtingar

Óvirkur úrgangur

500

400

300

200

100

2011 2012 2013 2014 2015 Meðalnotkun 2011 - 2015

2 1

G R Æ N T B Ó K H A L D 2 0 1 5

Mynd 13 – Magn óflokkaðs úrgangs frá starfsstöðvum Landsvirkjunar 2011–2015 sem fer til förgunar ásamt meðaltali síðustu fimm ára.

2.000 4.000 6.000 8.000 10.000 12.000 14.000_

Blöndustöð

Kröflustöð

Þjórsár- svæði

Fljóts-dalsstöð

Sogssvæði

Laxárstöðvar

Háaleitis-braut 68

Önnur starfssemi

LV

kg

2011 2012 2013 2014 2015 Meðalnotkun 2011 - 2015

2 2

G R Æ N T B Ó K H A L D 2 0 1 5

Tafla 10 — Magn spilliefna á árunum 2011-2015.

LV alls 2011 LV alls 2012 LV alls 2013 LV alls 2014 LV alls 2015

Spilliefni til förgunar: kg 2.944 2.582 3.999 7.685 7.333– rafhlöður og raf-búnaður

kg 1.255 1.237 2.921 6.222 3.013

– önnur spilliefni kg 1.689 1.345 1.079 1.463 4.320

Olíuúrgangur: kg 8.703 2.750 1.828 14.976 6.355

Spilliefni alls kg 11.647 5.332 5.827 22.660 13.688

Tafla 11 — Magn spilliefna frá starfsstöðvum Landsvirkjunar árið 2015.

LV alls 2015Önnur starf-

semi LV Blöndustöð Fljótsd.st. svæði Laxárstöðvar Sogssvæði Þjórsársvæði

Spilliefni til förgunar:

kg 7.333 0 1.462 637 60 743 4.262 169

– rafhlöður og rafbúnaður

kg 3.013 0 1.355 167 0 373 954 164

– önnur spilliefni kg 4.320 0 107 470 60 370 3.308 5

Olíuúrgangur: kg 6.355 200 281 639 1.305 102 3.828 0

Spilliefni alls kg 13.688 200 1.743 1.276 1.365 845 8.090 169

Mývatns-

Spilliefni Öll spilliefni sem til falla vegna starfsemi Lands-virkjunar eru flokkuð og magn skráð. Þau eru meðhöndluð samkvæmt lögum og reglugerðum um meðferð þeirra og þeim skilað til viðurkennds móttökuaðila.

Magn spilliefna sem fellur til í starfsemi Lands-virkjunar ræðst að miklu leyti af umfangi við- haldsverkefna á ári hverju. Árið 2015 voru tæp 14 tonn af spillefnum send til spilliefnamóttöku og þarf af féll mest til af úrgangsolíu. Tafla 10 sýnir magn spilliefna í starfsemi Landsvirkjunar á ár-unum 2011–2015 og í töflu 11 má sjá sundurliðun á magni spilliefna eftir starfsstöðvum árið 2015.

2 3

G R Æ N T B Ó K H A L D 2 0 1 5

Landgræðsla og kolefnisbinding

Landsvirkjun hefur staðið fyrir landgræðslu og skógrækt í nágrenni aflstöðva sinna frá árinu 1968. Tilgangur landgræðslunnar er að endurheimta landgæði, að draga úr raski á gróðurlendum auk þess að stöðva jarðvegsrof og gróðureyðingu. Þá er markmiðið einnig að binda kolefni í gróðrinum.

Í töflu 12 má sjá magn tilbúins áburðar sem dreift var á vegum Landsvirkjunar ásamt fjölda plantna sem gróðursettar voru í nágrenni aflstöðva árin 2011–2015. Á árinu 2015 gróðursetti Landsvirkjun rúmlega 97 þúsund plöntur í nágrenni aflstöðva sinna.

Landsvirkjun hefur staðið fyrir samstarfsverk-efninu ‚Margar hendur vinna létt verk‘ undanfar-in ár en þar býður fyrirtækið fram vinnuframlag sumarvinnuflokka ungs fólks til ýmissa verkefna. Fjöldi gróðursettra plantna á vegum verkefnisins á árunum 2011–2015 er sýndur í töflu 13. Rúmlega 55 þúsund plöntur voru gróðursettar á árinu á vegum

verkefnisins en það er breytilegt hvaða samstarfs-verkefnum Landsvirkjun tekur þátt í hverju sinni. Kolefnisbindingin sem hlýst af samstarfsverk-efnum er ekki hluti af kolefnisbókhaldi Lands-virkjunar þar sem verkefnin eru ekki unnin fyrir Landsvirkjun.

Tafla 12 — Dreifing tilbúins áburðar og fjöldi gróðursettra plantna á vegum Landsvirkjunar árin 2011–2015.

Tafla 13 — Gróðursetning plantna á vegum samvinnuverkefnisins „Margar hendur vinna létt verk“ árin 2011–2015.

2011 2012 2013 2014 2015

Áburðardreifing, tilbúinn áburður tonn 501 484 414 447 441

Gróðursetning plantna í nágrenni aflstöðva stk. 72.150 5.480 63.050 83.634 97.370

2011 2012 2013 2014 2015

Gróðursetning plantna á vegum ,,Margar hendur vinna létt verk“

stk. 73.690 30.450 162.500 125.196 55.183

2 4

G R Æ N T B Ó K H A L D 2 0 1 5

Kolefnisspor Landsvirkjunar er skilgreint sem árleg los-un gróðurhúsalofttegunda vegna starfsemi fyrirtækis-ins að frádreginni áætlaðri kolefnisbindingu og kolefn-isjöfnun.

Heildarlosun gróðurhúsalofttegunda frá starfsemi Landsvirkjunar árið 2015 var 52 þúsund tonn CO2-ígildi.

Í töflu 14 má sjá losun í andrúmsloftið og gróðurhúsa-áhrif frá starfsemi Landsvirkjunar árið 2015 eftir upp-sprettum losunar. Losun gróðurhúsalofttegunda vegna starfsemi fyrirtækisins má að stærstum hluta rekja til orkuvinnslu með jarðvarma (68%) sem og losunar frá uppistöðulónum vatnsaflsvirkjana (29%) en önnur los-un er vegna brennslu eldsneytis, urðunar úrgangs og losunar á SF6 gasi frá rafbúnaði (<3%) (mynd 14).

Tafla 15 sýnir heildarlosun gróðurhúsalofttegunda eft-ir uppsprettum á árunum 2011-2015 og samanburð milli ára. Í töflunni kemur einnig fram umfang kolefn-isbindingar á sama tímabili og kolefnisspor Landsvirkj-unar fyrir hvert starfsár.

Í rúma fjóra áratugi hefur Landsvirkjun staðið fyr-ir umfangsmikilli landgræðslu og skógrækt í nágrenni aflstöðva sinna og hefur heildarbinding kolefnis verið metin 22.000 tonn CO2-ígilda á ári. Þá hefur Landsvirkj-un frá árinu 2013 kolefnisjafnað starfsemi sína í samstarfi

við Kolvið vegna brennslu jarðefnaeldsneytis og förgun-ar úrgangs. Alls nam þessi losun 1.061 tonni CO2-ígilda árið 2015. Þegar tekið hefur verið tillit til heildarkolefn-isbindingar er kolefnisspor Landsvirkjunar árið 2015 tæp 29 þúsund tonn CO2-ígilda (mynd 15). Kolefnisspor-ið hefur farið lækkandi á síðastliðnum árum og liggur undir meðaltali síðastliðinna 5 ára á sama tíma og orku-vinnsla hefur aukist. Lækkun kolefnissporsins má m.a. rekja til bættrar nýtingu á gufu fyrir hverja framleidda orkueiningu í jarðvarmavirkjunum.

Kolefnisspor Landsvirkjunar = heildarlosun gróðurhúsalofttegunda – kolefnisbinding

Tonn CO2-ígildi

Mynd 14 – Losun gróðurhúsalofttegunda frá starfsemi Landsvirkjunar árin 2011–2015 eftir uppsprettum losunar.

60.000

50.000

40.000

30.000

20.000

10.000

0

Útstreymi frá jarðvarmav. og

rannsóknum

Losun frá uppistöðulónum vatnsaflsvirkjana

Losun vegna jarðefnaeldsneyt-

is og flugferða

Losun vegna förgunar úrgangs

Losun frá raf-búnaði

Kolefnisspor

2011 2012 2013 2014 2015

2 5

G R Æ N T B Ó K H A L D 2 0 1 5

Tafla 14 — Notkun auðlinda, magn úrgangs til urðunar og losun lofttegunda í andrúmsloftið og samsvarandi losun gróðurhúsalofttegunda vegna starfsemi Landsvirkjunar árið 2015.

Heildarmagn/stærð

Losun í andrúmsloft [tonn]

Losun gróðurhúsalofttegunda[kg CO2-ígildi]

Gufa frá jarðvarmavirkjunum 3.320.046 tonn 3.320.046

- útstreymi koltvísýrings 32.820 32.819.800

- útstreymi metans 15 375.000

- útstreymi brennisteinsvetnis 4.960 0

Gufa frá rannsóknaborholum 1.889.393 tonn 1.889.393

- útstreymi koltvísýrings 2.345 2.345.000

- útstreymi metans 1 25.000

- útstreymi brennisteinsvetnis 971 0

Uppistöðulón vatnsaflsvirkjana 264 km2

- losun koltvísýrings 7.631 7.631.025

- losun metans 306 7.652.787

Eldsneytisnotkun: Bensín: 11.988 lítrar

- losun koltvísýrings 28 27.603

- losun metans 0,010 247

- losun glaðlofts 0,004 1.072

Eldsneytisnotkun: Dísilolía á farartæki 193.207 lítrar

- losun koltvísýrings 518 517.718

- losun metans 0,003 81

- losun glaðlofts 0,032 9.673

Eldsneytisnotkun: Dísilolía á varaafl 60.101 lítrar

- losun koltvísýrings 161 161.047

- losun metans 0,001 25

- losun glaðlofts 0,010 3.009

Eldsneytisnotkun: Lífdísill 13.141 lítrar

- losun koltvísýrings 14 14.085

- losun metans 0,000 2

- losun glaðlofts 0,001 263

Flugferðir starfsmanna

- innanlandsflug, losun koltvísýrings 105,8 105.782

- millilandaflug, losun koltvísýrings 209,9 209.920

Förgun úrgangs

- urðun 43 tonn 24.912

Rafbúnaður

- losun SF6 0,001 tonn 0,001 22800

Losun gróðurhúsalofttegunda alls 51.946.851

2 6

G R Æ N T B Ó K H A L D 2 0 1 5

Tafla 15 — Losun gróðurhúsalofttegunda, kolefnisbinding og kolefnisspor frá starfsemi Landsvirkjunar 2011-2015 og samanburður milli ára.

LV alls2011

LV alls 2012

LV alls2013

LV alls2014

LV alls2015

Breyting miðað við árið 2014

Jarðvarmavirkjanir, heildarútstreymi

tonn CO2-ígildi 42.992 41.956 33.617 36.832 35.565 -3%

– orkuvinnsla tonn CO2-ígildi 40.164 37.836 32.319 34.985 33.195 -5%

– rannsóknarboranir tonn CO2-ígildi 2.828 4.120 1.298 1.847 2.370 28%

Uppistöðulón vatnsaflsvirkjana

tonn CO2-ígildi 13.780 12.680 14.504 14.460 15.284 6%

Brennsla jarðefnaeldsneytis tonn CO2-ígildi 1.083 940 1.001 924 1.050 14%

– bensín á farartæki tonn CO2-ígildi 55 57 31 28 29 4%

– dísilolía á farartæki tonn CO2-ígildi 609 613 686 589 527 -11%

– dísilolía á varaafl tonn CO2-ígildi 93 49 54 77 164 113%

– lífdísill á farartæki tonn CO2-ígildi 0 0 0 0 14 100%

– flugferðir, heildarlosun tonn CO2-ígildi 326 221 230 230 316 37%

- þar af innanlandsflug tonn CO2-ígildi 76 92 109 109 106 -3%

- þar af millilandaflug tonn CO2-ígildi 250 129 121 121 210 74%

Úrgangur tonn CO2-ígildi 43 39 30 24 25 4%

Rafbúnaður* tonn CO2-ígildi 24 24 24 72 23 -68%

Losun gróðurhúsalofttegunda

tonn CO2-ígildi 57.922 55.639 49.176 52.312 51.947 -1%

Kolefnisbinding (á vegum LV)

tonn CO2-ígildi -22.000 -22.000 -22.000 -22.000 -22.000 0%

Kolefnisbinding (Kolviður) tonn CO2-ígildi 0 0 -1.031 -948 -1.061 12%

Kolefnisspor Landsvirkjunar tonn CO2-ígildi 35.922 33.639 27.176 29.364 28.886 -2%

* Losun SF6 frá rafbúnaði á tímabilinu 2011-2014 hefur verið uppfærð frá fyrri umhverfisskýrslum vegna vanskráningar á Þjórsársvæðinu.

2 7

G R Æ N T B Ó K H A L D 2 0 1 5

Tonn CO2-ígildi

Mynd 15 – Heildarlosun gróðurhúsalofttegunda, kolefnisbinding og kolefnisspor vegna starfsemi Landsvirkjunar árin 2011–2015.

80.000

60.000

40.000

20.000

0

-20.000

-40.000

Heildarlosun gróðurhúsa-lofttegunda

Kolefnisbinding Kolefnisspor Landsvirkjunar

Tafla 16 sýnir losun gróðurhúsalofttegunda fyrir hverja unna GWst á árunum 2011-2015. Hér er ekki tekið tillit til útstreymis vegna rannsóknarborana vegna þess að þær tengjast ekki orkuvinnslu viðkomandi árs. Kolefn-isspor Landsvirkjunar fyrir hverja unna GWst árið 2015 er 1,9 tonn CO2-ígilda/GWst. Í töflunni má sjá hvaða já-kvæðu áhrif bætt nýting auðlinda hefur á kolefnisspor-ið, þar sem losun vegna vinnslu í jarðvarmavirkjunum lækkar um 11% á milli ára því notast var við minni gufu til að vinna fleiri orkueiningar.

Þó nokkur munur er á losun gróðurhúsalofttegunda frá vinnslu raforku í annars vegar jarðvarmavirkjunum og hins vegar vatnsaflsvirkjunum. Í töflu 17 er að finna samantekt á gróðurhúsaáhrifum vegna orkuvinnslu Landsvirkjunar skipt upp fyrir hvorn orkugjafa fyr-ir sig, þ.e. jarðvarma og vatnsafl árið 2015. Ekki er gert grein fyrir vindafli sérstaklega. Í töflunni er heildar-losun vegna reksturs fyrirtækisins skipt á milli orku-gjafa þannig að losun sem er bein losun frá vinnslunni fylgir viðkomandi orkugjafa. Þannig er bein losun frá jarðvarmavirkjunum útstreymi á gasi í andrúmsloft og

eldsneytisnotkun á Mývatnssvæðinu og bein losun frá vatnsaflsvirkjunum losun frá lónum og rafbúnaði (SF6) sem og notkun eldsneytis. Losun vegna annarar elds-neytisnotkunar, flugferða og úrgangs frá skrifstofum sem og kolefnisbindingu er skipt á milli orkugjafa eftir hlutfalli orkuvinnslu.

Kolefnisspor fyrir hverja unna GWst í jarðvarmavirkj-unum Landsvirkjunar árið 2015 er 65,2 tonn CO2-ígildi/GWst en kolefnisspor á hverja unna GWst í vatnsafls-virkjun er -0,445 tonn CO2-ígildi/GWst því unnið er að kolefnisbindingu umfram þá losun sem verður við orku-vinnslu með vatnsafli.

2011 2012 2013 2014 2015 Meðalnotkun 2011 - 2015

2 8

G R Æ N T B Ó K H A L D 2 0 1 5

Tafla 16 — Losun gróðurhúsalofttegunda, kolefnisbinding og kolefnisspor fyrir hverja unna GWst, og samanburður milli ára.

LV alls 2011

LV alls 2012

LV alls2013

LV alls2014

LV alls2015

Breyting miðað við árið 2014

Jarðvarmavirkjanir, orkuvinnsla

tonn CO2-ígildi /GWst 3,217 3,073 2,516 2,732 2,421 -11%

Uppistöðulón vatnsaflsvirkjana

tonn CO2-ígildi /GWst 1,104 1,030 1,129 1,129 1,115 -1%

Eldsneyti: Bensín á farartæki tonn CO2-ígildi /GWst 0,004 0,005 0,002 0,002 0,002 0%

Eldsneyti: Dísilolía á farartæki tonn CO2-ígildi /GWst 0,049 0,050 0,053 0,046 0,038 -17%

Eldsneyti: Dísilolía á varaafl tonn CO2-ígildi /GWst 0,007 0,004 0,004 0,006 0,012 100%

Eldsneyti: Lífdísill á farartæki tonn CO2-ígildi /GWst 0 0 0 0 0,001 100%

Flugferðir, heildarlosun tonn CO2-ígildi /GWst 0,026 0,017 0,017 0,018 0,023 28%

- þar af innanlandsflug tonn CO2-ígildi /GWst 0,006 0,007 0,008 0,009 0,008 -11%

- þar af millilandaflug tonn CO2-ígildi /GWst 0,020 0,010 0,009 0,009 0,015 67%

Úrgangur tonn CO2-ígildi /GWst 0,003 0,003 0,002 0,002 0,002 0%

Rafbúnaður tonn CO2-ígildi /GWst 0,002 0,002 0,002 0,006 0,002 -67%

Losun GHL án tillits til rannsókna

tonn CO2-ígildi /GWst 4,413 4,184 3,728 3,940 3,616 -8%

Kolefnisbinding (á vegum Landsvirkjunar)

tonn CO2-ígildi /GWst -1,762 -1,787 -1,713 -1,718 -1,605 -7%

Kolefnisbinding (Kolviður) tonn CO2-ígildi /GWst - - -0,080 -0,074 -0,077 4%

Kolefnisspor Landsvirkjunar án tillits til rannsóknaborana en með kolefnisbindingu

tonn CO2-ígildi /GWst 2,651 2,397 1,935 2,148 1,934 -10%

2 9

G R Æ N T B Ó K H A L D 2 0 1 5

Tafla 17 — Losun gróðurhúsalofttegunda, kolefnisbinding og kolefnisspor fyrir hverja unna GWst árið 2015 í annars vegar vatnsaflsvirkjunum og hins vegar í jarðvarmavirkjunum.

Vatnsaflsvirkjun Jarðvarmavirkjun

Fjöldi unninna GWst 2015 GWst 13.206 497

Brennsla bensíns tonn CO2-ígildi/GWst 0,002 0,006

Brennsla dísilolíu á farartæki tonn CO2-ígildi/GWst 0,034 0,167

Brennsla dísilolíu á varaafl tonn CO2-ígildi/GWst 0,012 0,004

Brennsla lífdísils tonn CO2-ígildi/GWst 0,001 -

Jarðvarmavirkjanir tonn CO2-ígildi/GWst - 66,764

Lón vatnsaflsvirkjana tonn CO2-ígildi/GWst 1,157 -

Flugferðir tonn CO2-ígildi/GWst 0,023 0,022

Úrgangur tonn CO2-ígildi/GWst 0,002 0,002

SF6 frá rafbúnaði tonn CO2-ígildi/GWst 0,002 -

Gróðurhúsaáhrif án útstreymis vegna rannsókna tonn CO2-ígildi/GWst 1,233 66,965

Kolefnisbinding (á vegum Landsvirkjunar) tonn CO2-ígildi/GWst -1,606 -1,605

Kolefnisbinding (Kolviður) tonn CO2-ígildi/GWst -0,072 -0,201

Kolefnisspor Landsvirkjunar án tillits til rannsóknaborana en með kolefnisbindingu

tonn CO2-ígildi/GWst -0,445 65,159

Í töflu 18 má sjá áætlaða losun gróðurhúsalofttegunda frá lónum vatnsaflsvirkjana Landsvirkjunar fyrir árið 2015. Stærsta hluta losunar frá vinnslu í vatnsaflstöðv-um Landsvirkjunar má einmitt rekja til lónanna, þar af er rúmlega 80% hennar vegna losunar frá Blöndulóni og Gilsárlóni. Þegar lón eru ísilögð á engin losun koltví-sýrings sér stað frá lónum og er hér ekki gert ráð fyr-ir neinni losun gróðurhúsalofttegunda frá lónum þann tíma ársins sem ís er á lónum. Landsvirkjun skráir fjölda

daga sem ís er yfir nokkrum af lónum fyrirtækisins og árið 2015 var fjöldi íslausra daga 191 á Blöndulóni og 187 dagar á Gilsárlóni. Í Fljótsdalsstöð var fjöldi íslausra daga 163. Á öðrum lónum er fjöldi íslausra daga ekki skráður og er miðað við 215 íslausa daga í þeim tilvikum.

3 0

G R Æ N T B Ó K H A L D 2 0 1 5

* Þegar lón eru ísilögð er ekki gert ráð fyrir losun gróðurhúsalofttegundum frá þeim. ** Tölur í sviga sýna það flatarmál stöðuvatns sem ekki á hlutdeild í losun GHL. Þetta eru t.d. náttúruleg stöðuvötn (Mývatn og Þingvallavatn) þar sem náttúrulegt jafnvægi losunar hefur náðst (Úlfljótsvatn) og þar sem kolefnissnautt land fór undir vatn (Þórisvatn).

Stöð/Veita Lón/VatnFlatarmál lóna

[km2]

Flatarmál lóna, notað til

reikninga [km2]CO2 íslaust*[tonn CO2]

CH4 íslaust*[tonn CO2-ígildi]

Gróðurhúsa-áhrif alls

[tonn CO2-ígildi]

Blöndustöð 70 (8)** 62 6.290 6.315 12.605

Blöndustöð Blöndulón 57 57 5.084 5.090 10.174

Blöndustöð Gilsárlón 5 5 1.206 1.225 2.431

Blöndustöð (Vötn á veituleið) (8,2) 0 0 0 0

Fljótsdalsstöð 70 (4) 66 433 433 866

Fljótsdalsstöð Hálslón 61 (2,6) 58 371 371 743

Fljótsdalsstöð Kelduárlón 7,5 (1,1) 6 52 52 103

Fljótsdalsstöð Ufsárlón 1,1 (0,14) 1 10 10 20

Fljótsdalsstöð Grjótárlón 0,1 (0,02) 0 <1 <1 <1

Laxárstöðvar 38 (38,0) 0 0 0 0

Laxárstöðvar (Mývatn) (38,0) 0 0 0 0

Sogssvæði 86 (86) 0 0 0 0

Sogsstöðvar Úlfljótsvatn (3) 0 0 0 0

Sogsstöðvar Þingvallavatn (83,0) 0 0 0 0

Þjórsársvæði 206 (70) 136 908 905 1.813

Þórisvatnsmiðlun Þórisvatn 85,2 (70) 15 50 48 98

Þórisvatnsmiðlun Sauðafellslón 5 5 20 12 32

Sigöldustöð Krókslón 14 14 70 71 141

Hrauneyjafossstöð Hrauneyjalón 9 9 20 24 44

Búrfellsstöð Bjarnalón 1 1 <10 <10 <10

Hágöngumiðlun Hágöngulón 37 37 130 131 261

Kvíslaveita Kvíslavatn 22 22 270 274 544

Kvíslaveita Dratthalavatn 2 2 40 36 76

Kvíslaveita Eyvindarlón 0 0 <1 <1 <1

Kvíslaveita Hreysislón 0 0 <1 <1 <1

Kvíslaveita Þjórsárlón 4 4 10 12 22

Vatnsfellsstöð Vatnsfellslón 1 1 0 0 0

Búðarhálsstöð Sporðöldulón 7 7 258 262 520

Sultartangastöð Sultartangalón 20 20 40 36 76

Samtals 470 (206) 264 7.631 7.653 15.284

Tafla 18 — Losun gróðurhúsalofttegunda frá lónum vatnsaflsvirkjana Landsvirkjunar árið 2015.

313 13 1

Gróðurhúsalofttegundir hafa mismunandi áhrif á geisl-un í andrúmsloftinu og þar með hitastig á jörðinni. Við útreikninga á gróðurhúsaáhrifum er heildarlosun mismunandi gróðurhúsalofttegunda umreiknuð í íg-ildi koltvísýrings, táknað CO2-ígildi, með notkun svo-kallaðra hnatthlýnunarstuðla og er miðast við að nota bestu þekkingu sem er til staðar á hverjum tíma. Við útreikninga á losun gróðurhúsalofttegunda frá starf-

semi Landsvirkjunar er notast við sömu hnatthlýnunar-stuðla og Umhverfisstofnun notast við í útreikningum á losunarbókhaldi Íslands (National Inventory Report). Í bókhaldi ársins 2015 hafa stuðlar verið uppfærðir og til að gæta samræmis er það einnig gert í þessari skýrslu fyrir losunarbókhald ársins 2015. Útreikningar hafa þó ekki verið uppfærðir aftur í tímann. Uppfærða og eldri stuðla má sjá í töflunni hér að neðan.

Þá er notast við upplýsingar úr hugbúnaðinum GaBi varðandi losun vegna urðunar óflokkaðs úrgangs. GaBi hugbúnaðurinn er viðurkenndur hugbúnaður notaður við gerða vistferilsgreininga (Life Cycle Assessment). Gagnagrunnur hugbúnaðarins er uppfærður árlega og

losunarstuðull fyrir urðun óflokkaðs úrgangs hefur ver-ið uppfærður til samræmis. Útreikningar hafa þó ekki verið uppfærðir aftur í tímann. Uppfærða og eldri stuðla má sjá í töflunni hér að neðan.

Uppfærðir og eldri hnatthlýnunarstuðlar notaðir við útreikninga á gróðurhúsaáhrifum

Uppfærðir og eldri stuðlar notaðir við útreikninga á gróðurhúsaáhrifum vegna urðunar óflokkað súrgangs.

Gróðurhúsalofttegundir Uppfærðir stuðlar Eldri stuðlar

Koltvísýringur (CO2) kg CO2- ígildi/ kg 1 1

Glaðloft (N2O) kg CO2- ígildi/ kg 298 310

Metan (CH4) kg CO2- ígildi/ kg 25 21

Brennisteinshexaflúoríð (SF6) kg CO2- ígildi/ kg 22.800 23.900

Uppfærðir stuðlar Eldri stuðlar

Urðun óflokkaðs úrgangs kg CO2- ígildi/ kg úrgangur 0,58 0,715

Uppfærðir losunarstuðlar fyrir útreikninga á kolefnisspori

3 2

G R Æ N T B Ó K H A L D 2 0 1 5

Markmið Landsvirkjunar er starfsemi án umhverfisat-vika. Umhverfisatvik er skilgreint sem atvik sem fyr-irtækinu ber samkvæmt starfsleyfi að tilkynna til um-hverfisyfirvalda eða ef eitthvað í starfseminni fer gegn lögum, reglum eða vinnureglum fyrirtækisins. Árið 2015 urðu tvö umhverfisatvik í starfsemi Landsvirkjun-ar (tafla 19).

Við jarðboranir í Kröflu sprakk slanga á jarðbor. Við það láku á þriðja hundrað lítrar af glussa niður á snjó og jarðveg. Um 200 lítrar af snjóblönduðum glussa var hreinsaður upp og komið til förgunar hjá viðurkenndum förgunaraðila. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra var upplýst um atburðinn og verður svæðið kannað með til-liti til frekari hreinsunaraðgerða þegar snjóa leysir. Um mannleg mistök var að ræða.

Við aflprófun borholu á Þeistareykjum í nóvember fór heitt blástursvatn út fyrir skilgreindan borteig og olli gróðurskemmdum í nágrenni hans. Ástæða atburðarins var stífla í fráveitulögn auk þess sem leysingar (hláka) ollu því að meira var um vatn í fráveitukerfinu en ráð var gert fyrir. Vorið 2016 munu vera gerðar lagfæringar á skemmdum sem atvikið olli. Einnig hefur verið unnið að bættu verklagi við aflprófanir á borholum þar sem að-gerðir til að fyrirbyggja vatnsflóð eru skilgreindar.

Umhverfisatvik

Tafla 19 — Fjöldi umhverfisatvika á árunum 2011-2015

2011 2012 2013 2014 2015

Fjöldi umhverfis-atvika á ári 0 2 1 0 2

3 3

G R Æ N T B Ó K H A L D 2 0 1 5

Tafla 20 — Mælingar við Kröflu árið 2015. Öll gildi eru í dB(A) og námunduð að næsta heila tölugildi.

Hávaði

Hljóðstig við Kröflu, Bjarnarflag og á Þeistareykjum er vaktað með reglulegum mælingum á völdum stöð-um. Mörk fyrir hávaða frá atvinnustarfsemi á iðnað-arsvæðum er 70 dB(A) á lóðarmörkum samkvæmt reglugerð nr. 724/2008 um hávaða. Árið 2015 mældist hljóðstig á öllum vinnslusvæðum í öllum tilvikum undir þeim mörkum. Þá leitast Landsvirkjun við að halda hljóðstigi undir 50 desíbelum á ferðamanna-stöðum sem liggja innan iðnaðarlóða.

KröflustöðHljóðstigsmælingar við Kröflustöð fóru fram í maí, júlí, september og desember og var einum mælistað, nr. 9, bætt við á árinu. Í töflu 20 má sjá niðurstöður hljóðstigsmælinga við Kröflustöð árið 2015 auk upp-lýsinga um veðurfar og hvenær dags mælingar fóru fram. Niðurstöður mælinga sýna að hljóðstig var í öll-um tilfellum undir viðmiðunarmörkum reglugerðar fyrir iðnaðarsvæði, 70 dB(A). Þegar mælingar voru

gerðar var þó nokkuð um umferð á svæðinu, meðal annars umferð ferðamanna, sem getur haft áhrif á niðurstöður mælinga. Staðsetningu mælistaða má sjá á meðfylgjandi korti.

Á mælistað nr. 3 sem staðsettur er innan iðnaðar-svæðisins suðvestan Þríhyrninga mældist hljóðstig undir 40 dB(A) í öllum tilvikum. En 40 db(A) eru skv. reglugerð um hávaða, mörk fyrir hávaða á kyrrlátum svæðum í dreifbýli.

Víti og Leirhnjúkur eru fjölsóttir ferðamannastað-ir í mikilli nálægð við iðnaðarsvæði Kröflustöðvar. Mælistaður 7 er við gönguleið upp að Leirhnjúki. Þar mældist hljóðstig um og undir 43 dB(A) í öllum fjór-um mælingum. Við Víti (mælistaður 8) mældist há-vaði um eða undir 55 dB(A). Mælt er við sunnanverða gígbrún sem er næst borholunum, því má ætla að há-vaði sé ekki meiri annarsstaðar í kringum Víti.

Mælistaður18.5.2015

dB(A)

10.7.2015

dB(A)

17.9.2015

dB(A)

4.12.2015

dB(A)

1 46 53 49 452 40 47 45 36

3 35 22 19 25

4 45 37 40 33

5 44 46 59 45

6 41 31 27 36

7 42 43 35 39

8 55 47 51 54

9 - 49 44 38

Tími 13:05-16:30 16:35-18:45 10:10-14:00 08:10-13:00

Hitastig 5°C 7°C 6°C -8°C

Vindátt NV NV NV ASAVindhraði 3-5m/s 4-6m/s 1-4m/s 3-5m/s

Kröflu

3 4

G R Æ N T B Ó K H A L D 2 0 1 5

Mynd 16 – Staðsetning mælistaða fyrir hljóðmælingar við Kröflu. Skyggða svæðið á kortinu sýnir iðnaðarsvæði fyrir orkuvinnslu.

3 5

G R Æ N T B Ó K H A L D 2 0 1 5

BjarnarflagsstöðHljóðstigsmælingar við Bjarnarflagsstöð fóru fram í maí, júlí og september og að auki í janúar 2016. Í töflu 21 má sjá niðurstöður hljóðstigsmælinga við Bjarnarflagsstöð árið 2015 auk upplýsinga um veð-urfar og hvenær dags mælingar fóru fram. Hljóðstig mældist hæst 56 dB(A). Við Bjarnarflag getur umferð haft töluverð áhrif á mælt hljóðstig. Um er að ræða umferð bíla og rúta á þjóðvegi og við ferðamanna-staði, t.d. jarðböðin. Þegar mælingar voru gerðar á árinu 2015 var þó nokkuð um umferð á svæðinu, en þó sérstaklega þegar mælingar voru gerðar í júlí. Stað-setningu mælistaða má sjá á meðfylgjandi korti.

Mælt hljóðstig á mælistað 1, sem staðsettur er í hvarfi frá bæði virkjanasvæði Bjarnarflags og virkjanasvæði Kröflu, stafar einkum af náttúrulegum hverum, um-ferð, veðri og öðru. Þær mælingar gefa hugmynd um hvert hljóðstig á slíku svæði getur verið án áhrifa virkjunar. Munur á hæsta og lægsta hljóðstigi sem mældist þar er 19 dB(A) og skýrist að mestu af mis-mikilli umferð á svæðinu. Þegar umferð er mikil get-ur hljóðstig farið vel yfir 50 dB en þegar hún er lítil eða engin mælist hljóðstig um 40 dB og er það þá að mestu frá hverunum sjálfum.

Við Grjótagjá, Hverfjall og grunnskóla Skútustaða-hrepps í Reykjahlíð (mælistaðir 6, 7 og 8) mældist hljóðstig í flestum tilvikum um eða undir 40 dB(A).

Mælistaður Bjarnarflag27/05/2015

dB(A)

10/07/2015*

dB(A)

02/09/2015

dB(A)

11/01/2016

dB(A)

1 41 56 46 372 53 50 52 47

3 46 53 46 41

4 53 51 47 40

5 39 30 37 36

6 38 51 42 42

7 45 35 33 37

8 52 34 36 40

9 50 30 29 35

10 45 46 46 50

Tími 10:15-14:13 13:40-16:30 13:23-17:05 12:50-16:30

Hitastig 4°C 6°C 12°C -9°C

Vindátt NA NV NA ASA

Vindhraði 3-5m/s 3-4m/s 2-4m/s 0-3m/s

Tafla 21 — Mælingar við Bjarnarflag árið 2015. Öll gildi eru í dB(A) og námunduð að næsta heila tölugildi.

* Mjög mikil umferð ferðamanna á svæðinu þegar mælingar fóru fram.

3 6

G R Æ N T B Ó K H A L D 2 0 1 5

Þeistareykir Hljóðstigsmælingar við Þeistareyki fóru fram í febr-úar, maí, júlí og september, auk þess sem mælt var í janúar 2016. Í töflu 22 má sjá niðurstöður hljóðstigs-mælinga við Þeystareyki árið 2015 auk upplýsinga um veðurfar og hvenær dags mælingar fóru fram. Ein-um mælistað, nr. 7 var bætt við á árinu, við Þeista-reykjaskála. Í öllum tilvikum mældist hljóðstig undir 70 dB(A) og víðast nokkuð vel undir þeim mörkum. Staðsetningu mælistaða má sjá á meðfylgjandi korti.

Fyrrihluta ársins voru holur í blæstri og sjást þess merki á mælistöðum 1-4, en um er að ræða sambæri-

legar niðurstöður og frá seinnihluta ársins 2014, þegar holur voru einnig í blæstri. Þá er nú unnið á svæðinu að byggingu nýrrar aflstöðvar Landsvirkjunar sem einnig hefur áhrif á mælt hljóðstig. Hljóðstig mæld-ist í flestum tilvikum um eða undir 40 dB(A) sem eru mörk fyrir hávaða á kyrrlátum svæðum í dreifbýli skv. reglugerð um hávaða.

Þegar mælingar voru gerðar í september var ekki ver-ið að vinna að framkvæmdum, holur ekki í blæstri og engin önnur utanaðkomandi umferð á svæðinu. Mælt hljóðstig á svæðinu þennan dag var mjög sambærilegt því sem mældist áður en framkvæmdir hófust.

Mynd 17 – Staðsetning mælistaða fyrir hljóðmælingar við Bjarnarflag. Skyggða svæðið á kortinu sýnir iðnaðarsvæði fyrir orkuvinnslu.

3 7

G R Æ N T B Ó K H A L D 2 0 1 5

Mælistaður Þeistareyki26.2.2015

dB(A)

13.5.2015

dB(A)

14.7.2015

dB(A)

2.9.2015

dB(A)

12.1.2016

dB(A)

1 33 40 39 27 422 53 41 48 29 33

3 47 39 33 25 40

4 65 57 49 29 35

5 41 50 52 53 29

6 33 40 39 25 47

7 – – 49 30 49

Tími 13:45-16:00 10:26-12:10 9:00-12:10 8:47-11:55 07:30-11:00

Hitastig -3°C 1°C 5°C 8°C -6°C

Vindátt A S NA V N

Vindhraði 0-8m/s 4-6m/s 5-7m/s 1-3m/s 6-8m/s

Tafla 22 — Mælingar við Þeistareyki árið 2015. Öll gildi eru í dB(A) og námunduð að næsta heila tölugildi.

Mynd 18 – Staðsetning mælistaða fyrir hljóðmælingar við Þeistareyki. Skyggða svæðið á kortinu sýnir iðnaðarsvæði fyrir orkuvinnslu.

3 8

G R Æ N T B Ó K H A L D 2 0 1 5

Tafla 23 — Magn úrgangs og spilliefna frá framkvæmdum við Þeistareyki ásamt eldsneytisnotkun og losun gróðurhúsa-lofttegunda árið 2015.

Framkvæmdir á Þeistareykjum héldu áfram á ár-inu 2015. Í töflu 23 má sjá magn úrgangs sem féll til á framkvæmdasvæðinu við Þeistareyki á árinu auk

eldsneytisnotkunar verktaka. Þar má að auki sjá áætlaða losun gróðurhúsalofttegunda vegna brennslu jarðefnaeldsneytis og urðunar óflokkaðs úrgangs.

NotkunGróðurhúsaáhrif [tonn CO2-ígildi]

Eldsneyti alls 268.571 lítrar

- Dísilolía, notkun verktaka 268.407 lítrar 733

- Bensín, notkun verktaka 164 lítrar 0,4

Óflokkaður úrgangur alls 9.080 kg

- Urðun 9.080 kg 5

Úrgangur til endurvinnslu og endurnýtingar 66.390 kg

- Pappi 3.367 kg

- Timbur 32.910 kg

- Plast 1.443 kg

- Málmar 22.060 kg

- Lífrænn úrgangur 6.610 kg

Losun gróðurhúsalofttegunda alls 738

Þeistareykjavirkjun

3 9

G R Æ N T B Ó K H A L D 2 0 1 5

Útgefnar skýrslur 2015

Nýting jarðhitaforðans

Þeistareykjavirkjun: Vinnslueiginleikar gufu og vatns úr borholum: Uppfærð skýrsla með nýjum gögnum. LV-2015-003

The Estimated Volume of the Superheated Part of the Krafla High Temperature System. LV-2015-044

Krafla: Blástursprófun holu KJ-35 eftir hreinsun. LV-2015-045

Krafla og Bjarnarflag: Afköst borhola og efnainnihald vatns og gufu í borholum og vinnslurás árið 2014. LV-2015-081

Þeistareykjavirkjun: Vinnslueiginleikar gufu og vatns úr borholum: Uppfærð skýrsla með nýjum gögnum. LV-2015-083

Tectonic control of alteration, gases, resistivity, magnetics and gravity in Þeistareykir area: implications for Northern rift zone and Tjörnes fracture zone. LV-2015-039

Revision of the conceptual model of the Krafla geothermal system. LV-2015-040

The Krafla Geothermal System: Research summary and conceptual model revision. LV-2015-098

Háhitasvæðin á Þeistareykjum, í Kröflu og Námafjalli. Vöktun á yfirborðsvirkni og grunnvatni árið 2015. LV-2015-125

Nýting vatnsforðans

Afkomu- og hraðamælingar á Langjökli jökulárið 2013-2014. LV-2015-008

Norðausturland endurskoðun rennslislíkans. LV-2015-058

Afkomu- og hraðamælingar á Langjökli: jökulárið 2012-2013. LV-2015-076

Bjarnarflag - holur BJ-13, BJ-14 og BJ-15: þunnsneiðagreining og úrvinnsla. LV-2015-094

Losun út í andrúmslofið

Styrkur brennisteinsvetnis í andrúmslofti í Reykjahlíð og Kelduhverfi: Úrvinnsla mælinga 2014. LV-2015-035

Comparison of methods to utilize CO2 from geothermal gases from Krafla and Þeistareykir. LV-2015-057

Losun út í vatn og jarðveg

Dallækur í Mývatnssveit: Efnagreiningar sýna af vatni og seti. LV-2015-079

Dallækur í Mývatnssveit: Breytingar kortlagðar eftir loftmyndum 1945 - 2014. LV-2015-095

Hávaði

Vöktun hljóðstigs við jarðvarmavirkjanir: greinargerð um hljóðmælingar árið 2014. LV-2015-050

Hljóðstigsreikningar frá fyrirhuguðum vindmyllum ofan Búrfells. LV-2015-091

Landgræðsla og skógrækt

Þeistareykjavegur nyrðri og virkjunarsvæði: uppgræðsluaðgerðir 2014 og áætlaðar aðgerðir 2015. LV-2015-029

Umhverfishópur Landsvirkjunar. Skýrsla sumarvinnu 2015. LV-2015-101

Gróðurstyrking við Hálslón og á Hraunum, Fljótsdalsheiði [rafrænt]: framkvæmdir og árangur 2015. LV-2015-106

Gróðurstyrking á Húsey 2015: framkvæmdir og árangur 2015: tillaga að áætlun 2016. LV-2015-111

Áhrif á lífríki

Burðarsvæði Snæfellshjarðar 2005-2013: mat á áhrifum virkjunar. LV-2015-130

Gróður- og fuglavöktun á háhitasvæðum í Þingeyjarsýslum árið 2014. LV-2015-011

Gróðurfar á rannsóknarsvæði vindorku vegna Búrfellslundar. LV-2015-034

Fiskirannsóknir á vatnasvæði Þjórsár árið 2014. LV-2015-060

Heiðagæsir á vatnasviði Kárahnjúkavirkjunar árið 2014. LV-2015-068

4 0

G R Æ N T B Ó K H A L D 2 0 1 5

Áhrif á lífríki

Vatna- og sundfuglar á Jökulsá á Dal og endur á Lagarfljóti og á vötnum á Fljótsdalsheiði árið 2014. LV-2015-071

Fiskirannsóknir á vatnasvæði Þjórsár árið 2014. LV-2015-060

Útbreiðsla og ástand seiða í Jökulsá á Dal og hliðarám hennar 2014. LV-2015-061

Fiskirannsóknir á vatnasviði Lagarfljóts og Gilsár 2014. LV-2015-119

Fiskirannsóknir í Skjálfandafljóti 2015 og möguleg áhrif virkjana. LV-2015-120

Fuglar og vindmyllur í Búrfellslundi. LV-2015-073

Veiði í vötnum á Auðkúluheiði og á veituleið Blöndustöðvar: Samantekt. LV-2015-109

Skilgreining á svæðum hentugum til endurheimtar votlendis í nágrannabyggðum Kröflu. LV-2015-126

Rof og setmyndun

Blöndulón: vöktun á strandrofi og áfoki: áfangaskýrsla 2014. LV-2015-055

Hálslón: sethjallar og rofsaga. LV-2015-056

Úttekt og mælingar á áfoki við strönd Hálslóns [rafrænt]: áfangaskýrsla 2015. LV-2015-104

Landbrot á bökkum Hálslóns í Kringilsárrana: úttekt 2015. LV-2015-115

Sjónræn áhrif

Þeistareykjavegur syðri: landmótunarfrágangur vegar frá virkjun við Þeistareyki að Kísilvegi. LV-2015-022

Sjónræn áhrif. Búrfellslundur: vindmyllur í Rangárþingi Ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi. LV-2015-089

Landslagsgreining: vindmyllur í Rangárþingi Ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi. LV-2015-090

Landmótunarfrágangur á námum við Kröflu: Grænagilsöxl og Sandabotnaskarð. LV-2015-124

Borsvæði við Víti KJ-40: landmótunarfrágangur og vistheimt. LV-2015-118

Samfélagið

Búrfellslundur. Vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Fornleifaskráning LV-2015-063

Samráðsfundur með ferðaþjónustuaðilum vegna framkvæmda við Þeistareyki: samantekt. LV-2015-028

Áhrif vindmylla í Búrfellslundi á ferðamenn. LV-2015-054

Búrfellslundur: vindmyllur í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi: fornleifaskráning 2015. LV-2015-063

Áhrif vindmylla í Búrfellslundi á ferðaþjónustu og íbúa. LV-2015-072

Samantekt um vettvangsskráðar fornleifar vegna Hrafnabjargavirkjunar (A, B og C) og Fljótshnjúksvirkjunar í Skjálfandafljóti. LV-2015-078

Stækkun Búrfellsvirkjunar: fornleifaskráning vegna deiliskipulags við Búrfellsstöð: Skeiða- og Gnúpverjahreppur. LV-2015-121

Annað

Þeistareykjavirkjun: áætlun um aðgerðir og vöktun umhverfisþátta. LV-2015-052

Þeistareykjavirkjun: yfirlit yfir framkvæmdir sumarið 2014. LV-2015-062

Búrfellslundur: mat á umhverfisáhrifum: frummatsskýrsla. LV-2015-087

Vistferilsgreining raforkuvinnslu með vindorku: vindmyllur á Hafinu við Búrfell LV-2015-129

Umhverfisskýrsla 2014 [rafrænt]. LV-2015-051

4 1

G R Æ N T B Ó K H A L D 2 0 1 5

4 2

G R Æ N T B Ó K H A L D 2 0 1 5