gæti komið sér vel að heita snæfjörð · drátt og verður því fullnustu refs-ingarinnar...

24
Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 30. júlí 2015 · 30. tbl. · 32. árg. ·Ókeypis eintak Af hverju heitir Úlfar í Hamraborg Úlfar Snæfjörð? Hjónin Úlfar og Ína hafi búið öll sín 75 æviárin á Ísafirði. Úlfar ólst upp í sárri fátækt, var með köflum umsvifamikill í atvinnurekstri, stóð tvisvar uppi eignalaus og stórskuldugur en hét að borga allt upp. Og stóð við það. Úlfar er í viðtali vikunnar. Gæti komið sér vel að heita Snæfjörð... – sjá bls. 12-18 Styttist í drulluboltann

Upload: others

Post on 13-Jun-2020

1 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Gæti komið sér vel að heita Snæfjörð · drátt og verður því fullnustu refs-ingarinnar frestað og fellur hún niður að tveimur árum liðnum haldi,“ segir í dómi

Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 30. júlí 2015 · 30. tbl. · 32. árg. ·Ókeypis eintak

Af hverju heitir Úlfar í Hamraborg ÚlfarSnæfjörð? Hjónin Úlfar og Ína hafi búið öllsín 75 æviárin á Ísafirði. Úlfar ólst upp í sárrifátækt, var með köflum umsvifamikill íatvinnurekstri, stóð tvisvar uppi eignalaus ogstórskuldugur en hét að borga allt upp. Ogstóð við það. Úlfar er í viðtali vikunnar.

Gæti komið sér velað heita Snæfjörð...

– sjá bls. 12-18

Styttist í drulluboltann

Page 2: Gæti komið sér vel að heita Snæfjörð · drátt og verður því fullnustu refs-ingarinnar frestað og fellur hún niður að tveimur árum liðnum haldi,“ segir í dómi

22222 FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2015

Norðursigling hefur siglingar í JökulfirðiNorðursigling á Húsavík ætlar

að hefja skíðaferðir í Jökulfirðinæsta vor. Ferðirnar verða í sam-starfi við Auroru Arktika á Ísa-firði. Fyrirtækin ætla að vinnasaman að markaðssetningu ogframkvæmd ferðanna. Í fréttatil-kynningu segir Heimir Harðar-son, skipstjóri og einn af eigend-

um Norðursiglingar, að samstarf-ið komi báðum fyrirtækjum tilgóða. Norðursigling muni nýtaseglskipið Donnu Wood í þessarferðir næsta vor en hún er liðlega31 metra langt tvímastra eikar-skip sem var smíðað 1918 enbreytt í farþegaskip 1990. Skipiðsem bættist í flota Norðursigl-

ingar fyrr á þessu ári er með 7fullbúnar káetur fyrir farþega ogstóran matsal. „Allur aðbúnur umborð í Donnu Wood er með bestamóti og tilkoma skipsins gerirfyrirtækjunum kleift að aukagæði og bjóða betri aðbúnað íslíkum ferðum en hingað til hefurverið hægt,“ segir Heimir Harð-

arson.Sigurður Jónsson, eigandi Aur-

ora Arktika, segir að skíðaferðirAuroru hafi gengið ákaflega velen að ákveðin eftirspurn hafialltaf verið eftir meira plássi ogauknum þægindum sem hægtverði að bjóða upp á með stærraskipi. „Aurora er 60 feta segl-

skúta sem upphaflega var notuð íkappsiglingum í kringum hnött-inn. Hún er orðin heimsþekkt sem„færanlegur fjallakofi“ og mið-stöð fyrir frábæra náttúruupplifunvíða um norður Atlantshaf. Viðmunum að sjálfsögðu haldaáfram að bjóða upp á skíðaferðirmeð henni,“ segir Sigurður.

Hafnarstjórn Ísafjarðar-bæjar ætlar ekki að taka til-boði í stál vegna fyrirhug-aðrar þybbu á Mávagarði.Ástæðan er óljós aðkomaríkisvaldsins að verkinu.Þrjú tilboð bárust en einugiseitt stóðst kröfur sem erugerðar til gæða og styrkleikastálsins. Tilboðið var frá G.Arasyni og hljóðaði upp átæpar 14 milljónir króna. Íbókun hafnarstjórnar segirað samgönguyfirvöld getiekki fríað sig frá því að kláramannvirkið með viðundandihætti þannig að hægt verðiað taka olíuskip upp að hafn-arkantinum með öruggumhætti gagnvart skipi og um-hverfi og eins og staðan er ídag vantar mikið upp á það.Mávagarðurinn eins og hanner í dag er mannvirki semstenst ekki þær kröfur semgera verði til hans. Hafnar-stjórn beinir þeirri áskoruntil samgönguyfirvalda aðtaka þetta mál sérstaklegatil skoðunar við afgreiðslufyrirliggjandi tillögu sam-gönguáætlunar 2015-2018sem liggur óafgreitt í Al-þingi.

Þybba er stuðkantur semheldur við skut stórra skipasem leggjast upp að Máva-garði. Í stífum sunnan- ogvestanáttum má lítið út afbregða svo stóru olíuskipinmissi ekki skutinn upp ígrjótið við Mávagarð.

[email protected]

Tilboði hafnaðvegna skortsá fjármagni

Á þessari mynd sést vanda-málið sem við er að etja.

Í lok annars ársfjórðung þessaárs bjuggu 330.610 manns hér álandi, 166.170 karlar og 164.440konur. Landsmönnum fjölgaðium 870 frá áramótum. Erlendirríkisborgarar voru 25.090 og áhöfuðborgarsvæðinu bjuggu212.120 manns. Íbúar á Vest-fjörðum eru 6.930 í lok ársfjórð-ungsins og breytist fjöldi þeirraekkert milli fjórðunga. Einu mann-

fjöldabreytingar hjá sveitarfélög-unum á Vestfjörðum eru fækkuníbúa í Bolungarvík um 10 ogsama fækkun í Reykhólahreppien íbúum Vesturbyggð fjölgaðium 10 og sama fjölgun var í Ár-neshreppi.

Á landinu voru brottfluttir ein-staklingar með íslenskt ríkisfang120 umfram aðflutta, en aðfluttirerlendir ríkisborgarar voru 470

fleiri en þeir sem fluttust frá land-inu. Fleiri karlar en konur fluttustfrá landinu. Noregur var helstiáfangastaður brottfluttra íslensk-ra ríkisborgara en þangað fluttust170 manns á 2. ársfjórðungi. TilDanmerkur, Noregs og Svíþjóðarfluttust 480 íslenskir ríkisborg-arar af 680 alls. Af þeim 570erlendu ríkisborgurum sem flutt-ust frá landinu fóru flestir til

Póllands, 140 manns.Flestir aðfluttir íslenskir ríkis-

borgarar komu frá Danmörku(140), Noregi (120) og Svíþjóð(100), samtals 360 manns af 550.Pólland var upprunaland flestraerlendra ríkisborgara en þaðanfluttust 340 til landsins af alls1.050 erlendum innflytjendum.Litháen kom næst, en þaðanfluttust 60 erlendir ríkisborgarar.

Íbúum fjölgar í Vesturbyggð

Héraðsdómur Vestfjarða hefurá síðustu átta mánuðum mildaðrefsingar í þremur alvarlegummálum vegna seinagangs viðrannsókn lögreglunnar á Vest-fjörðum og langrar málsmeðferð-ar ákæruvaldsins. Í nóvember ásíðasta ári var kveðinn upp í Hér-aðsdómi Vestfjarða dómur ínauðgunarmáli. Nauðgunin varkærð til lögreglu í maí 2012 ogákæra var gefin út í mars 2014,tæpum tveimur árum síðar. Ídómi Héraðsdóms segir: „Vegnaalvarleika málsins getur dómur-inn ekki metið fullnægjandi þáskýringu lögreglu að drátt á með-

ferð málsins megi rekja til mikilsálags. Vegna þess dráttar semorðið hefur á meðferð málsins,og ákærða verður ekki um kennt,þykir rétt að fresta fullnustu 21mánaðar af refsingunni og skalhún falla niður að liðnum.“ Mað-urinn var dæmdur í 24 mánaðafangelsisrefsingu.

Í maí var kveðinn upp dómurvegna vörslu á barnaklámi. Brot-ið telst stórfellt og var maðurinndæmdur í 15 mánaða fangelsi,þar af voru 12 mánuðir skilorðs-bundnir. Við ákvörðun refsingarvar tekið tillit til þess að rannsóknmálsins tók um tvö ár, hófst í

febrúar 2013 og ákæra var gefinút í janúar 2015. Í dómi segir aðgera verði þá kröfu að meðferðmála sem þessara hjá lögregluog ákæruvaldi verði lokið á munskemmri og að ákærða verði áengan hátt kennt um hversu lang-an tíma málsmeðferðin tók.

Í síðustu viku var maðurdæmdur í Héraðsdómi Vestfjarðafyrir tilraun til fjársvika með þvíað kveikja í húsi á Patreksfirði íþví skyni að svíkja út trygging-arbætur. Maðurinn var dæmdur í12 mánaða skilorðsbundið fang-elsi og þótti rétt að skilorðsbindaalla refsinguna sökum þess að

málsmeðferð tók tæp fjögur ár.Íkveikjan var í júlí 2015 og gögnmálsins bera með sér að rannsóknmálsins hafi að mestu lokið áárinu 2011. Ákæra var gefin út íapríl á þessu ári. „Ekki hafa kom-ið fram fullnægjandi skýringar áþví hvers vegna meðferð málsinshjá lögreglu og ákæruvaldi drósteins og raunin varð. Ákærðaverður ekki kennt um þennandrátt og verður því fullnustu refs-ingarinnar frestað og fellur húnniður að tveimur árum liðnumhaldi,“ segir í dómi HéraðsdómsVestfjarða.

[email protected]

Dómar ítrekað mildaðirvegna seinagangs lögreglu

Page 3: Gæti komið sér vel að heita Snæfjörð · drátt og verður því fullnustu refs-ingarinnar frestað og fellur hún niður að tveimur árum liðnum haldi,“ segir í dómi

FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2015 33333

Page 4: Gæti komið sér vel að heita Snæfjörð · drátt og verður því fullnustu refs-ingarinnar frestað og fellur hún niður að tveimur árum liðnum haldi,“ segir í dómi

44444 FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2015

Útgefandi: Gúttó ehf., kt. 680501-2620Afgreiðsla og ritstjórn: Silfurgötu 1, Ísafirði, sími 456 4560

Ritstjóri BB og bb.is: Sigurjón J. Sigurðsson, 892 5362, [email protected]Ábyrgðarmaður: Sigurjón J. Sigurðsson.

Blaðamaður: Smári Karlsson, 866-7604, [email protected]ýsingar: Sími 456 4560, [email protected]: Litróf ehf.

Upplag: 2.200 eintökDreifing: Íslandspóstur. Dreift án endurgjalds inn á öll heimili

á norðanverðum VestfjörðumStafræn útgáfa: www.bb.is / facebook.com/pages/bbis

Önnur útgáfa: Á ferð um VestfirðiISSN 1670-021X

Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið [email protected]ýsingar þurfa að berast fyrir kl. 17 á mánudögum

fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum.

Ritstjórnargrein

Tímamót

Spurning vikunnar

Finnst þér umgengni ferðafólks um landið vera ábótavant?

Netspurningin er birt vikulega á bb.is og þar geta lesendurlátið skoðun sína í ljós. Niðurstöðurnar eru síðan birtar hér.

Alls svöruðu 330.Já sögðu 236 eða 72%Nei sögðu 51 eða 15%

Veit ekki sögðu 43 eða 13%

Enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Sama gildir um við-fangsefni sérhvers einstaklings í gegnum lífshlaupið. Þau verðatil, mörg hver, fyrir tilviljun og líftími þeirrra mörgu háður,margt ræður för. Framansagt á við um útgáfu Bæjarins besta.Hver hefði spáð litla fjórblöðungnum, sem leit dagsins ljós 14.nóvember 1984, þeim vexti og viðgangi, sem raun varð á?

Með þessu tölublaði BB lýkur endanlega aðkomu stofnendablaðsins að útgáfu þess. Frá og með næsta blaði hefur nýr eig-andi tekið við kyndlinum. Þar með lýkur leiðaraskrifum s.h. íblaðinu; leiðaraskrifum sem í upphafi voru ekki tekin hátíðlegrien svo að ef þannig ,,stóð á“ féllu þau niður. Frá og með 1992hafa þau verið fastur liður. Þessi er nr. 1.412.

,,Menn mun ávallt greina á um efnistök blaðsins í einstökummálum, hjá því verður ekki komist, en ég tel að BB hafi sannaðí gegnum tíðina að hér fer sjálfstætt blað sem tekur hverju sinniafstöðu eftir málefnum en ekki eftir því hverjir eiga hlut aðmáli. Það er mikilsvert fyrir hnignandi byggð á Vestfjörðumað það skuli takast að halda úti góðum fjölmiðli, sem heldur álofti merki byggðarinnar og flytur landsmönnum og heims-byggðinni allri fréttir héðan að vestan.“ (Ummæli í 20 ára af-mælisblaði)

Hvernig tekist hefur að feta sig þessa vandförnu línu í leið-araskrifum blaðsins er hverjum og einum eftir látið um aðdæma. Hvað þetta varðar skal vitnað í leiðara í 20 ára afmælis-blaðinu, þar sem undirstrikað var að blaðið myndi, hér eftirsem hingað til, bregðast hart við þegar það teldi vegið að hags-munum Vestfirðinga. Þessari grundvallar afstöðu hefur blaðiðreynt að vera trútt.

Um leið og ég þakka stofnendum BB fyrir það mikla traustsem þeir sýndu mér með þessari aðkomu minni að blaðinu, vilég tjá þakklæti fyrir tækifærið sem mér gafst með þessu til aðleggja lóð á vogarskálina til endurgjalds fyrir öll mín ógleym-anlegu Vestfjarðaár.

Þótt náttbólið sé nú í 201 liggur heimleiðin alltaf vestur.Nýjum eiganda BB árna ég allra heilla.

s.h. (Siggi Hanni) Sigurður Jóhann Jóhannsson.

597 sumarhús á VestfjörðumMeirihluti sumarhúsa lands-

manna er á Suðurlandi og eruþau langflest í Grímsnes- ogGrafningshreppi. Þetta kemurfram í samantekt á heimasíðuSamtaka sunnlenskra sveitarfé-laga. Í árslok 2013 voru skráðalls 12.574 sumarhús á landinu,samkvæmt Fasteignamati ríkis-ins. Af þeim voru 6.446 á Suður-landi eða 51% allra sumarhúsa.Á Vesturlandi voru 2.605 sumar-hús og á höfuðborgarsvæðinuvoru þau 1.123. Á Vestfjörðumeru samkvæmt úttektinni 597sumarhús, eða 4,7 prósent af

heildarfjöldanum.Skráðum sumarhúsum fjölgaði

um 5.057 frá árinu 1997 til árs-loka 2013 eða um 67%. Sam-kvæmt línuriti varð mest fjölgunsumarhúsa árið 2000 þegar þeimfjölgaði um 6,9% á einu ári. Sum-arhúsum fjölgaði einnig mikið áárunum frá 2005 til 2008. Á þvítímabili var fjölgunin stöðugustá tímabilinu og fjölgaði sumar-húsum um 411 til 519 á ári, eða4,1% til 4,8%. Eftir hrunið drómjög úr fjölgun sumarhúsa ogbættust fæst við árið 2011 á tíma-bilinu þegar þeim fjölgaði ekki

nema um 1,2%. Í Grímsnes- ogGrafningshreppi voru skráð2.642 sumarhús í árslok 2013eða 21% allra sumarhúsa á land-inu. Næst flest voru sumarhúsiní Bláskógabyggð eða 1.881 tals-ins sem samsvaraði 15% allrasumarhúsa í landinu. Samtalsvoru þessi tvö sveitarfélög með70% allra sumarhúsa á Suður-landi og 36% sumarhúsa á lands-vísu. Í þriðja sæti yfir landið varBorgarbyggð með 1.303 sumar-hús (10%). Þar á eftir komu Kjós-arhreppur, með 544 sumarhús,og Skorradalshreppur, með 527.

Skipstjórar eru ósáttir við stað-setningu á sjókvíum í Önundar-firði og sem eru í innsiglingar-leiðinni að höfninni á Flateyri.Rune Andreassen, skipstjóri áskemmtiferðaskipinu Fram, sendibréf til Ísafjarðarhafna þar semfram kemur að þegar skipið komtil Flateyrar í maí, hafi sjókvíarþrengt verulega að innsigling-unni. Í bréfinu segir Rune að íóhagstæðum vindáttum getiFram ekki lagst upp að á Flateyri

og hann muni hætta við komurtil Flateyrar við þær aðstæður.Rune segir einnig að kvíarnarkomi ekki fram á sjókortum og ífyrra hafi kvíarnar verið fjær inn-siglingunni en í ár.

Páll Halldórsson, skipstjóri áPáli Pálssyni ÍS segir staðsetn-ingu kvíanna algjörlega út úrkorti. „Þetta er stórhættulegt ogmjög ámælisvert. Það er hægt aðkomast inn í höfnina í sumarblíðuen það þarf að gæta ítrustu

varúðar. Það er útilokað að komastærri skipum þarna að ef eitthvaðer að veðri og skyggni lítið. Skipþurfa að geta leitað hafna í öllumveðrum,“ segir Páll sem þekkirhöfnina á Flateyri vel en hannvar skipstjóri og stýrimaður áGylli ÍS um árabil.

„Mér er spurn hverjum datt íhug að staðsetja þessar kvíarþarna. Ég átti ekki eitt einastaorð þegar ég sá þetta.“

[email protected]

Segja staðsetningu kvíaí Önundarfirði hættulega

Ísfell ehf. í Hafnarfirði og Fisk-eldisþjónustuna ehf. hafa sótt umlóð fyrir þvotta- og þjónustustöðfyrir fiskeldispoka á Þingeyri. Fyrirtækin eru búin að fjárfesta íþvottavél frá Noregi sem geturþvegið 160m fiskeldispoka enþað eru stærstu pokarnir sem eruí notkun hér við landi. Ísfell eröflugt fyrirtæki á sviði veiðar-færaþjónustu og sölu á útgerðar-vörum og með starfstöðvar víðaum land en Fiskeldisþjónustaner rekin af ísfirska kafaranum

Kjartani Haukssyni.„Ef leyfismálin ganga hratt og

vel fyrir sig ásamt öðrum undir-búningi þá er stefnt að því aðhefja starfsemi á Þingeyri íhaust,“ segir Magnús Eyjólfsson,markaðsstjóri Ísfells. Þingeyri ervalin þar sem þorpið er miðsvæð-is og hentar til að þjónusta fisk-eldi á suður- og norðursvæðiVestfjarða.

Aðspurður hvort að starfseminkrefjist húsnæðis segir Magnússvo vera. „Þvottavélin sjálf getur

staðið úti, þetta er í raun risa-tromla. En annað sem fylgirþessu, eins og yfirferð og við-gerðir á möskvum er betra aðgera innivið. Hvað við gerum íhúsnæðismálum á eftir að komaí ljós.“ Fiskeldisþjónustan hefurupp á síðkastið þrifið sjókvíarmeð búnaði sem þrífur þær ánþess að þurfi að taka þær á land.Magnús segir að samkvæmtreglugerð verði að taka alla pokaá land á 18 mánaða fresti til yfir-ferðar og vottana. – [email protected]

Setja á fót nótaþvottastöðÞingeyri er miðsvæðis og hentar því best fyrir nótaþvottastöð.

Page 5: Gæti komið sér vel að heita Snæfjörð · drátt og verður því fullnustu refs-ingarinnar frestað og fellur hún niður að tveimur árum liðnum haldi,“ segir í dómi

FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2015 55555

Page 6: Gæti komið sér vel að heita Snæfjörð · drátt og verður því fullnustu refs-ingarinnar frestað og fellur hún niður að tveimur árum liðnum haldi,“ segir í dómi

66666 FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2015

Ferðamönn-um fjölgarErlendum ferðamönnum

sem lögðu leið sína til Íslandsfjölgaði um 31% fyrstu fimmmánuði þessa árs samanboriðvið sama tímabil í fyrra.Metfjöldi skemmtiferðaskipakemur til Ísafjarðar á þessusumri og fara Vestfirðir þvíekki varhluta af aukningunni.Flestir ferðaþjónar sem blað-ið hefur rætt við telja að aukn-ing hafi orðið á Vestfjörðumfrá fyrra ári. Að sögn sérfræð-inga innan ferðageirans erútlit fyrir að haustið verðimun betur bókað af erlenduferðafólki en verið hefur.

Að öllu samanlögðu fjölg-ar ferðamönnum um 25% áþessu ári samanborið við síð-asta ár. Fjölgunin þýðir aðein milljón og 250 þúsundferðamenn sæki Ísland heimá þessu ári. Ferðaþjónustaner orðin mannaflafrekasti at-vinnuvegurinn sem stundað-ur er hér á landi.

Tæplega 72% af þeim fjármun-um sem varið var til lækkunar áhöfuðstól þeirra sem voru meðverðtryggð lán á árunum 2008og 2009, hin svokallaða leiðrétt-ing, fór til heimila í Reykjavíkog á Suðvesturlandi. Alls erulandsmenn 329 þúsund talsinsog af þeim búa rúmlega 211 þús-und á þessum tveimur landsvæð-um eða 64 prósent. Þetta kemurfram í úttekt Kjarnans á skýrslu

Bjarna Benediktssonar fjármála-ráðherra um lækkun á höfuðstólverðtryggðra húsnæðislána. Þvírann um 72 prósent leiðrétting-arinnar til svæða þar sem 64 prós-ent íbúa landsins búa eða 28 prós-ent hennar til landsbyggðarinnar,þar sem 36 prósent hennar búa.

Til Vestfjarða rann 1,1% fjár-munanna, en þar búa rúm 2%landsmanna, það þýðir helmingiminna á hvern íbúa, en hefði verið

ef fjármununum hefði verið jafntskipt. Í skýrslunni eru einnig birt-ar upplýsingar um hvernig leið-réttingin skiptist milli tekjuhópa.Samkvæmt því fær tekjuhærrihelmingur þeirra sem fá leiðrétt-ingu 62 prósent heildarupphæð-arinnar en þeir tekjuminni 38prósent hennar. Þeir sem þénameira skulda þó einnig meira enhinir tekjulægri. Alls er meðaltaleftirstöðvar húsnæðisskulda um

15 milljónir króna hjá tekjulægrihelmingi leiðréttra Íslendinga enum 19,6 milljónir króna hjá tekju-hærri helmingnum.

Tveir tekjuhæstu hóparnir, þarsem árstekjur heimila eru frá 14til 21,2 milljónir króna annarsvegar og yfir 21,2 milljónir krónahins vegar, fá samtals 29 prósentheildarupphæðarinnar, en sá hóp-ur er 22 prósent þeirra sem fáleiðréttingu. – [email protected]

Eitt prósent til Vestfjarða

Ísbjarnarfeldur úr Hornvík kominn á safnÁrið 1963 voru nokkrir menn staddir í

Hornvík til að huga að eggjum í björgunumfyrir norðan þegar þeir urðu varir við ís-björn. Þeir felldu dýrið sem reyndist birnaí ansi góðum holdum. Feldur dýrsins ásamtvopninu sem notað var til að fella þaðhefur verið afhentur Byggðasafni Vest-fjarða til varðveislu. Í bjargferðinni fyrirrúmri hálfri öld voru þeir Stígur Stígsson,Kjartan Sigmundsson,Trausti Sigmunds-son og Ole N. Olsen

Feldurinn var fyrst í eigu Ole N. Olsenog hafði hann feldinn lengi í rækjuverk-smiðjunni O.N. Olsen og síðar heima hjásér. Eftir lát hans fékk Selma dóttir hansfeldinn og hafði á heimili sínu um árabil.

Fyrir nokkrum árum fór Már Óskarssoná Ísafirði að spyrja um feldinn og fékkhann til varðveislu. Már hafði sambandvið Davíð Kjartansson, son Kjartans Sig-mundssonar, og spurði hvort byssan semísbjörninn var skotinn með væri enn íeigu fjölskyldunnar. Það reyndist veraen Már hafði hug á að feldurinn og byssanfæru saman á safn. Þegar systur Davíðs,þær Bergrós og Kristín, voru í heimsókn áÍsafirði þótti tilvalið að færa Byggða-safninu feldinn og byssuna. Viðstaddurvar einnig Stígur Stígsson, sá eini semeftir lifir af leiðangursmönnum í bjargiðárið 1963. Til stendur að setja upp sýningutengda þessum atburðum næsta vor.

[email protected] F.v. Bergrós, Davíð, Stígur og Kristín.

Page 7: Gæti komið sér vel að heita Snæfjörð · drátt og verður því fullnustu refs-ingarinnar frestað og fellur hún niður að tveimur árum liðnum haldi,“ segir í dómi

FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2015 77777

Page 8: Gæti komið sér vel að heita Snæfjörð · drátt og verður því fullnustu refs-ingarinnar frestað og fellur hún niður að tveimur árum liðnum haldi,“ segir í dómi

88888 FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2015

Steinshúsvígt í ágúst

Undanfarin átta ár hefurverið unnið að því að endur-byggja gamalt samkomuhúsað Nauteyri við Ísafjarðar-djúp. Það er sjálfseignar-stofnunin Steinshús ses.sem annast hefur allar fram-kvæmdir á staðnum. Húsiðstórskemmdist í eldsvoðaárið 2002 en hefur nú fengiðnafnið Steinshús og er í eigusjálfseignarstofnunar meðsama nafni. Í Steinshúsi ersafn og fræðimannasetur tilminningar um skáldið SteinSteinarr. Aðalsteinn Krist-mundsson, sem síðar tók sérskáldanafnið Steinn Stein-arr, fæddist að Laugarlandií Skjaldfannardal í þáver-andi Nauteyrarhreppi 13.október árið 1908.

Þórarinn Magnússon seg-ir að hugmyndin að safninuhafi kviknað árið 2008, þeg-ar 100 ár voru liðin frá fæð-ingu skáldsins. „Þetta hefurverið ævintýri líkast, safniðhefur verið byggt í sjálf-boðavinnu og allir eru boðn-ir og búnir. Steinn Steinarrog faðir minn, MagnúsGunnlaugsson, síðar bóndiog hreppsstjóri á Ytra Ósi íSteingrímsfirði voru bekkj-arfélagar að Núpi 1925 til1926 og kynntust þar. Steinnkom stundum í heimsóknað Ytra-Ósi og systur mínarmuna vel eftir honum“.

Stærð Steinshúss er um150 m² og skiptist þannigað íbúðarhluti er um 50 m²og safnahluti um 100 m².Íbúðin er fullgerð og búinöllum nauðsynlegum inn-réttingum og búnaði.

Á sýningu sem opnuðverður í Steinshúsi 15. ágústnæstkomandi er fjallað umhelstu æviatriði Steins Stein-arrs - uppruna skáldsins viðDjúp, hreppaflutninga íSaurbæ, fyrstu kynni afskáldskap hjá Stefáni fráHvítadal, nám þar hjá Jó-hannesi úr Kötlum, fyrstuskáldskapartilraunir, náms-dvöl að Núpi, lausamenn-sku í vinnu, útgáfur ljóða,upphaflega gerð Tímans ogvatnsins, áhrif hans á ung-skáld, síðustu ár hans ogýmislegt fleira.

Sýningin er unnin í sam-starfi við VaxtarsamningVestfjarða og Landsbóka-safn Íslands – Háskólabóka-safn sem varðveitir frum-gögn, en Steinshús fær eftir-gerðir til afnota á sýning-unni. Ólafur J. Engilberts-son tók saman sýningar-textann og Anna Yates sáum enska þýðingu hans.

„Í fámennustu sóknunum dugasóknargjöldin hvergi til þess aðhalda uppi safnaðarstarfi eðasinna nauðsynlegu viðhaldi ákirkjubyggingum. Víða byggistþetta allt á sjálfboðnu starfi ogþví að fólk sem kirkjunum tengistborgar það sem þarf úr eiginvasa,“ segir séra Kristján ValurIngólfsson, vígslubiskup í Skál-holtsstifti í samtali við Morgun-blaðið. Hann og séra Magnús Erl-ingsson, prófastur í Vestfjarða-prófastsdæmi, vísiteruðu hverjakirkju og sókn vestra á dögunum.Þetta er svæðið frá Skarðsströndí Dölum og þaðan um Vestfirði

og Strandir allt suður í Bitrufjörð.Þarna eru alls 62 kirkjur, kapellurog aðrir helgistaðir.

Almennu kirkjustarfi í landinu,utan launagreiðslur til presta, erhaldið úti með sóknargjöldumsem innheimt eru í gegnum skatt-kerfið. Ríkið hefur skert þessiframlög talsvert á undanförnumárum, en nú er kirkjunni skilað824 kr. á mánuði eða 9.888 kr. áári fyrir hvern fullveðja einstakl-ing sem í sókn er skráður. „Víðaá Vestfjörðum hefur fólki fækkaðmikið og í sumum byggðum ogsóknum er sárafátt,“ segir sr.Kristján Valur. Bendir þar á að

sóknarbörn Óspakseyrarkirkju áStröndum séu 17, við Nauteyrar-kirkju í Ísafjarðardjúpi eru þauþrjú og sjö á Melgraseyri, 13 íNúpssókn við Dýrafjörð og tíu íÖgursókn í Djúpi og Saurbæ áRauðasandi. Víðar eru tölurnar ásvipuðu róli. Í Kirkjubólssókn íValþjófsdal við Önundarfjörð eruþrjár sálir og á Ingjaldssandi, þarsem Sæbólskirkja stendur, aðeinstvær.

„Það segir sig sjálft að kannski100-150 þúsund krónur í sóknar-gjöld á ári duga ekkert,“ segirKristján Valur. „Víða bjargarmálum að framlög fást frá Húsa-

friðunarnefnd og Jöfnunarsjóðisókna en það dugar skammt –nær varla að brúa fastan kostnað.Fyrir vikið situr annað á hakan-um, svo sem messuhald, endakostar sitt að fá til dæmis organ-ista og aðra þjónustu ef messaskal. Í sumum kirkjum í fámenn-ustu sóknunum er kannski mess-að einu sinni á ári, og við sérstöktilefni. Í fjölmennari byggðarlög-um er staðan þó allt önnur ogbetri.“ Sumum kirkjum vestra,þar sem allir íbúar eru á brott, ersagt prýðilega haldið við af fólkisem þangað á tengsl.

[email protected]

Fólkið greiðir útgjöld kirkjunnar sjálft

Verkfall hefur ekki áhrif á ÍsafirðiHafnsögumenn, sem starfa ekki

hjá Faxaflóahöfnum, eru farnirað undirbúa aðgerðir til að þrýstaá betri kjör. Ekki er komin ná-kvæm dagsetning á aðgerðirnaren rætt hefur verið um að hefjaþær 1. ágúst næstkomandi. Illagengur í viðræðum hafnsögu-manna við Samband íslenskrasveitafélaga (SÍS). Myndu að-gerðirnar þýða að ekkert yrði afkomu skemmtiferðaskipa tillandsbyggðarinnar enda þurfahafnsögumenn að leiðbeina skip-stjórum til hafnar. Guðmundur

M. Kristjánsson, hafnarstjóri áÍsafirði, segir að verkfallið komiekki til með að hafa áhrif á Ísa-firði.

„Ég er hafnarstjóri og yfirhafn-sögumaður og er í FosVest ogfer ekki í verkfall. Það er einnhafnsögumaður á höfninni semer í Félagi skipstjórnarmanna, enþriðji skipstjórnarmenntaði starfs-maðurinn okkar er einnig íFosVest. Meðan ég er heima þáverður þetta í lagi,“ segir Guð-mundur.

Hann hefur fulla trú á að menn

nái að semja. „Önnur stéttarfélöghafa ekki verið í löngum verkföll-um að frátöldum háskólamönn-um þannig að ég lít björtum á aðmenn nái að semja. Ég á sumarfríí lok ágúst og ef það verður verk-fall á þeim tíma þá erum við ekkií góðum málum,“ segir Guð-mundur.

Samkvæmt könnun um áhrifskemmtiferðaskipa á Íslandi semHafnasamband Íslands lét árun-um 2013 og 2014 í skipum semkomu í höfn á Ísafirði, Akureyriog í Reykjavík. Hefjist aðgerð-

irnar í byrjun ágúst raskar þaðkomu nokkurra skipa en fá skiphafa boðað komu sína í ágúst.Gera í samstarfi við CruiseIceland kemur fram að komurskemmtiferðaskipa til Íslandsskapa 6 milljarða króna tekjur áári. Sé reiknað með beinum ogóbeinum áhrifum skapast 238heilsársstörf í hagkerfinu vegnaþeirra. Könnunin var gerð áárunum 2013 og 2014 í skipumsem komu í höfn á Ísafirði, Akur-eyri og í Reykjavík.

[email protected]

Page 9: Gæti komið sér vel að heita Snæfjörð · drátt og verður því fullnustu refs-ingarinnar frestað og fellur hún niður að tveimur árum liðnum haldi,“ segir í dómi

FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2015 99999

Page 10: Gæti komið sér vel að heita Snæfjörð · drátt og verður því fullnustu refs-ingarinnar frestað og fellur hún niður að tveimur árum liðnum haldi,“ segir í dómi

1010101010 FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2015

Nýr skipstjóri á skútuna!Eftir ríflega þrjátíu ár við stýrið

á Bæjarins besta er komin tímitil að söðla um finna sér nýtt aðstússast. Sigurjón J. Sigurðssonritstjóri og annar stofnenda blaðs-ins, hefur nú eftirlátið flateyrsk-um Hvergerðingi það merkilegaverkefni að bera Vestfirðingumfréttir af sjálfum sér og öðrum.Nýr ritstjóri og eigandi Bæjarinsbesta og bb.is er Bryndís Sigurð-ardóttir viðskiptafræðingur, fæddí Ölfusi, uppalin í Hveragerði en

búsett á Flateyri frá 2013. Húntekur við rekstrinum 1. ágúst nk.

Ekki er reiknað með miklufjölmiðlafári kringum stólaskipt-in enda engar stórkarlalegarbreytingar fyrirhugaðar, aðeinseðlileg þróun og stefnan verðurhér eftir sem hingað til að beravandaðar fréttir milli manna ífjórðungnum og ekki síður aðfæra umheiminum fréttir að vest-an. Sigurjón þakkar lesendum BBsamfylgdina í þrjá áratugi. Sigurjón býður Bryndísi velkoma til starfa.

Símaklefinn í Súðavík hef-ur fengið nýtt hlutverk enDagbjört Hjaltadóttir, kenn-ari í Súðavíkurskóla, hefurkomið upp skiptibókasafni íklefanum. „Þetta er farið aðvirka strax á öðrum degi. Égsá að bókum hafði verið býtt-að þannig að þetta er að fæð-ast,“ segir Dagbjört.

Skiptibókasafnið virkar áþá leið að fólk getur náð sér ílesningu í símaklefann ogskilið eftir lesnar bækur fyriraðra. „Ég hef gert þetta fráþví að ég var ung kona. Þegarég var í skóla í Skotlandi þáfann ég bók í strætó og íhenni var miði sem sagði aðþað væri velkomið að takabókina og lesa hana og aðlestri loknum ætti ég að komahenni til næsta manns. Síðanhef ég skilið eftir bækur áHlemmi, í strætóum og víð-ar,“ segir hún.

„Við íslendingar erum sí-fellt að kaupa hluti, bækursem annað, og því ekki aðdeila með náunganum þvísem þú ert búin að nota ogbækur á að lesa. Ég er alinupp við mikinn bóklestur ogá mínu heimili voru bækurlesnar upp til agna,“ segirDagbjört.

Hún bendir á að bókaskiptisem þessi víkki sjóndeildar-hringinn. „Bókin sem ég tókí strætó í Skotlandi á sínumtíma var science fiction bókeftir Isaac Asimov. Fram aðþví hafði ég aldrei lesið sci-ence fiction og hefði kannskialdrei gert nema fyrir þetta.“

[email protected]

Skiptibóka-safn í símaklefa

„Hér er búið að vera fjörugt ísumar,“ segir Stella Guðmunds-dóttir sem á og rekur ferðaþjón-ustuna í Heydal í Mjóafirði í Ísa-fjarðardjúpi ásamt syni sínumGísla Pálmasyni. Hún segir aðþrátt fyrir kuldalegt sumar hafi20% fleiri ferðamenn lagt leið

sína í Heydal í sumar samanboriðvið síðasta sumar. Ferðaþjónust-an í Heydal er opin allt árið oggetur tekið við fimmtíu mannahópum í gistingu. Hún tekur þófram að þetta séu ferðamenn semvilji gistingu en ekki tjalda. „Þaðer meira um það að fólk komi og

dvelji í nokkra daga og nýti séralla afþreyinguna sem hér er íboði svo sem að fara í hestaferðir,gönguferðir, hjólabáta veiði,kajaka og liggja í heitu lauginni.“

Stella Guðmundsdóttir er frek-ar svartsýn á berin í ár. „Sumariðer búið að vera svo kalt að berin

er komin mjög stutt á veg. Enþað er aldrei að vita, núna hefurhlýnað svo mikið að það er engulíkara en að sumarið sé komið“segir hún og hlær. „Það er fariðað örla á því í seinni tíð að fjöl-skyldur komi hingað í þeim til-gangi að tína ber á haustin.“

Fjörugt sumar í Heydal í Mjóafirði

Melrakkasetur Íslands í Súða-vík nýtur æ meiri vinsælda meðalferðamanna. Ríflega tólf þúsundgestir hafa sótt setrið síðan í maí.Melrakkasetrið var stofnað árið2007 í þeim tilgangi að safnasaman á einn stað, allri þekkingu,efni og hlutum sem tengjast mel-rakkanum í nútíð og fortíð. Setrið,sem mun vera eina refasafnið í

heiminum, er til húsa í elsta húsiSúðavíkur, Eyrardalsbænum. Aðsögn Stephen Midgley, forstöðu-manns safnsins kemur áhugafólkum refi allan ársins hring til Súða-víkur. Síðastliðinn vetur komunokkrir ferðamenn frá Reykja-vík í þeim tilgangi að kynna sérsafnið og rannsóknirnar semtengjast því.

Þegar skemmtiferðaskip komatil Ísafjarðar er það orðinn fasturrúntur að fara og skoða Melrakka-setrið og þá koma allt að þrjárrútur fullar af ferðamönnum ádag.

Stephen Midgley segir að sýn-ingarsvæðið hafi tekið nokkrumbreytingum, búið sé að stækkasvæðið og koma fyrir nýjum sýn-

ingarhlutum. Tvær nýjar íslensk-ar heimildarmyndir um refi ogrefaveiðar eru sýndar daglega.Mikið er lagt upp úr því að segjafólki frá refaveiðahefðinni oghvernig refaveiðar eru nauðsyn-legar samfélaginu. Sýnt er hvern-ig legið er á grenum. Þá geturfólk kynnt sér þær rannsóknirsem eru í tengslum við setrið.

Melrakkasetrið í Súðavíknýtur æ meiri vinsælda

Page 11: Gæti komið sér vel að heita Snæfjörð · drátt og verður því fullnustu refs-ingarinnar frestað og fellur hún niður að tveimur árum liðnum haldi,“ segir í dómi

FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2015 1111111111

Page 12: Gæti komið sér vel að heita Snæfjörð · drátt og verður því fullnustu refs-ingarinnar frestað og fellur hún niður að tveimur árum liðnum haldi,“ segir í dómi

1212121212 FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2015

Gæti komið sér velað heita Snæfjörð ...Sérhvert mannsbarn á Ísafirði

sem á annað borð er komið til vitsog ára þekkir væntanlega eðakannast við manninn sem jafnaner kallaður Úlfar í Hamraborg.Margir vita að hann heitir ÚlfarS. Ágústsson en talsvert færrivita líklega að hann heitir fullunafni Úlfar Snæfjörð Ágústsson.Að baki Snæfjörðsnafninu liggjavissar ástæður sem hann áttaðisig ekki á fyrr en hann var orðinnfullorðinn.

Móðir Úlfars hét GuðmundínaBjarnadóttir. Uppruni hans aðöðru leyti er bæði sérstæður ogflókinn og kannski viðkvæmt aðræða þau mál, segir hann. Þó aðhann sé skráður Ágústsson erhann í rauninni Guðmundsson,og í móðurættina átti hann áttihann tvo afa, ef svo má segja. Fráhvoru tveggja verður greint íþessu viðtali.

Við Úlfar ræddum saman 3.júlí, daginn þegar hann varð 75ára. Það var ekki eina stórafmæliðhjá þeim hjónum Ínu og Úlfari áþessu ári, því að hún varð líka 75ára þann 24. janúar og 55 árabrúðkaupsafmæli (smaragðs-brúðkaup, næsta stig fyrir ofangullbrúðkaup) áttu þau 13. febr-úar.

Úlfar fæddist á Ísafirði og ólstupp í sárri fátækt. Um Íslands-bersa var sagt á sínum tíma eitt-hvað á þessa leið: Fjórum sinnumféll á kné, í fimmta skipti stóðhann. Úlfar hefur staðið í marg-víslegum rekstri mestan hlutaævinnar, tvisvar tapaði hann öllusínu og stóð uppi stórskuldugur,en í bæði skiptin neitaði hann aðfara í gjaldþrot heldur hét því aðborga upp allar sínar skuldir. Ogstóð við það.

Hættur að vera leiðinlegur– Þegar þú lítur til baka yfir

farinn veg, sem er orðinn nokkuðlangur, ertu þá sáttur við tilver-una?

„Bæði já og nei. Ég er að eðlis-fari mjög glaðsinna og hamingju-samur maður. Ég er það dagsdag-lega, en ég er alls ekkert ham-ingjusamur yfir því hvernigbyggðarþróunin hefur verið hér íþessum kaupstað þar sem égfæddist fyrir 75 árum og hef búiðalla tíð.“

– Þú hefur nú talað um einmittþetta í marga áratugi, sagt álitþitt í þessum efnum tæpitungu-laust, hvort sem einhverjum hefurlíkað betur eða verr, og ekki alltafverið mjög diplómatískur ...

„Það er alveg hárrétt. Ég hefreynt að tala fólk til, en núna er

ég hættur því. Bæði er ég orðinnof gamall og kalkaður og líka hefég ekkert gaman af því lengur aðvera leiðinlegur. Mér var alvegsama þó að einhverjum þætti égleiðinlegur, bara ef ég taldi aðmálstaðurinn væri góður. Ég telmig alltaf hafa verið að berjastfyrir góðum málstað.“

Mér finnst lífið alvegstórkostlegt undur

– En þegar þú lítur yfir þinnpersónulega veg að öðru leyti...?

„Í raun og veru finnst mér alvegótrúlegt hvernig ég hef hjakkast ígegnum þetta líf. Fæddur viðóskaplega fátækt. Þegar ég fædd-ist var pabbi orðinn veikur afeinhvers konar lömunarveiki,sem enginn kunni að greina áþeim tíma. Hann var smátt ogsmátt að veslast upp í eitthvaðkringum tuttugu og fimm árþangað til hann dó,“ segir Úlfar.

„En maður er nú alltaf að veltatilverunni fyrir sér, og í rauninnifinnst mér hún dásamleg. Mérfinnst lífið alveg stórkostlegtundur. Af hverju ætti lífið eigin-lega að vera betra en það er? Erþað ekki nógu mikið sem skapar-inn hefur lagt upp í hendurnar áokkur? Eru það ekki bara undurað maður skuli yfirleitt vera til?Ættum við ekki að þakka ein-hverjum skapara, sem við vitumekkert hvernig lítur út, að hafagefið okkur þetta líf?“

Ég hef fengiðað vera ég sjálfur

– Vildirðu núna þegar þú líturtil baka að þú hefðir valið þéreinhverja allt aðra leið í lífinu?Valið einhverja aðra atvinnu,fengist við eitthvað allt annað,að þú hefðir farið suður í staðþess að búa alla ævi á sama staðn-um hér fyrir vestan? Ertu sátturþegar þú lítur til baka?

„Já, ég er óskaplega sáttur viðað ég skuli hafa komist upp meðað fara þessa leið. Eins og égsagði, þá kom ég úr mikilli fátækt,ég átti enga bakhjarla. Ég varðbara að treysta á sjálfan mig ogÍnu gegnum lífið. Eiginlega þaðeina sem ég var ósáttur við semungur maður var að mér skyldiekki vera ætlað að fara í mennta-skóla. Núna er ég aftur á mótiguði þakklátur fyrir að hannskyldi hafa það af mér að fara ímenntaskóla. Ég er alveg vissum að ég hefði aldrei orðið nemamjög lélegur viðskiptafræðinguref ég hefði farið þá leið!

Aftur á móti hefur mér yfirleitt

lánast án nokkurrar menntunarað spila þokkalega úr mínum spil-um fyrir mig og mína. Ég heffengið að vera ég sjálfur, og þaðer mér gríðarlega mikilvægt.

Ég hef þó átt nokkra mentora áyngri árum, sem ég hef numiðmargt og mikið af. Þar má nefnaJóhann Snæfeld og konu hansHöllu í Hamarsbæli, Ágúst Leóshúsbónda minn til margra ára ogeiganda Neista ásamt JúlíusiHelgasyni. Líka má nefna Guð-mund Gíslason, Gumma í Damm-inum, sem kenndi mér sjómenn-sku ásamt bræðrunum Arnóri,Hermanni og Marinó Sigurðs-sonum, sem ég var með öllumsamskipa á Má vertíðina 1958 til1959.“

Amman og Jón ogBjarni Andréssynir

– Segðu frá foreldrum þínumog uppruna.

„Það er nú kannski talsvertviðkvæmt að tala um upprunaminn og ýmis atvik í kringumhann. Þessu ber nefnilega ekkisaman við kirkjubækurnar.

Amma mín í móðurættina,Jónína Ósk Guðmundsdóttir, varúr Bjarnarfirði á Ströndum. Aðég best veit og trúi sjálfur varhún sem ung stúlka eitthvað skot-in í frænda sínum sem hét JónAndrésson og átti heima á næstabæ, og varð ófrísk eftir hann.

En þegar hún segir Jóni að húnsé þunguð af hans völdum, þáreynist hann nú ekki meiri karak-ter en svo, að hann stakk af fráhenni hingað vestur á Ísafjörð ogfór að vinna hér. Hann var hérverkstjóri og síðan atvinnurek-andi í fiskvinnslu. Bróðir hans,og þar með afabróðir minn, semhét Bjarni Andrésson, aumkaðisig hins vegar yfir ömmu og tókhana að sér.

Jón Andrésson, sem samkvæmtþessu var raunverulegur afi minn,eignaðist konu hér á Ísafirði ogmannvænleg börn. Skilgetnardætur Jóns og móðir mín vorunauðalíkar, en mamma var ekkieins lík yngri dóttur Bjarna, semsamkvæmt kirkjubókunum varalsystir hennar. Bjarni og Jónínaamma mín eignuðust hins vegarengin börn saman. Þess má getaað þau voru systkinabörn.“

Feðurnir tveir„Þegar móðir mín vex úr grasi,

þá kynnist hún hér á Ísafirðimanni af Ingjaldssandi, ættuðumúr Aðalvík en fæddum á Flateyri,sem hét Ágúst Jörundsson. Þaufelldu hugi saman og bjuggu sam-

an í nokkur ár og áttu saman dótt-ur sem heitir Sigríður Ágústs-dóttir.

Hér var mikil fátækt og mammafór til ættingja sinna í Steingríms-firði til að vinna, og þar kynntisthún ungum manni sem hún þekktireyndar aðeins frá Ísafirði,Guðmundi Guðna Guðmunds-syni. Hann var síðar nokkuðþekktur í verkalýðsbaráttunni íReykjavík sem fulltrúi Sjálfstæð-isflokksins, en var sem ungurmaður mjög róttækur í skoðun-um.

Þessi kynni urðu til þess aðþau eignuðust saman barn, ogþað barn er ég. Þannig var ÁgústJörundsson ekki raunverulegurfaðir minn þó að ég sé skráðursonur hans, heldur GuðmundurGuðni Guðmundsson. Þetta var

alveg augljóst, því að við Guð-mundur vorum nauðalíkir bæði íútliti og karakter.“

– Hann hefur þá væntanlegaverið nokkuð sérstæður karakterog gefinn fyrir að fara sínar eiginleiðir ...

„Já, hann hefur áreiðanlegaverið nokkuð sérstæður karakter.Það er ýmislegt merkilegt semkom frá honum. Hann var mjögdrífandi á Drangsnesi þau ár semhann var þar barnakennari. Þarstofnaði hann stúku, leikfélag ogverkalýðsfélag.“

Því má bæta við, að Guðmund-ur Guðni faðir Úlfar Ágústssonarvar einnig fræðimaður og rithöf-undur. Meðal bóka frá hans hendimá nefna sögu Fjalla-Eyvindar.

„Ég hef aftur á móti haldið migvið mína konu,“ segir Úlfar í fram-

Page 13: Gæti komið sér vel að heita Snæfjörð · drátt og verður því fullnustu refs-ingarinnar frestað og fellur hún niður að tveimur árum liðnum haldi,“ segir í dómi

FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2015 1313131313

haldi af þessari umræðu um feðurhans tvo og afa hans tvo í sömuættina.

Treysti sér ekki tilað berjast um konuna

Og aðeins meira varðandikirkjubækurnar og það sem þarstendur ekki.

„Amma mín, móðir Guðmund-ar Guðna, sem hét Anna, var ekkiskilgetin, heldur dóttir ÞórðarMagnússonar alþingismanns íHattardal. „Ég held að hann séeini maðurinn á Alþingi Íslend-inga sem hefur orðið gjaldþrotameðan hann var þingmaður,“segir Úlfar og hlær. „Hann fórsíðan til Vesturheims og þar ernokkuð stór ættbogi frá honum.“

Úlfar er fæddur á Hlíðarenda áÍsafirði, sem var hús Jóns And-

réssonar, raunverulegs afa hans.„Þegar mamma var orðin

ófrísk að mér var hún komin tilað vera hjá Ágústi pabba mínum.Þannig var, að í október 1939kemur Ágúst Jörundsson frá Ísa-firði á Strandir og sækir unnustusína, móður mína, sem þá vartrúlofuð Guðmundi Guðna áDrangsnesi. Eftir því sem Guð-mundur sagði mér, þá var hannsvo mikil gunga að hann treystisér ekki til að berjast um konunaog lét bara undan og Ágúst fórmeð hana. Móðir mín tók síðanþá ákvörðun sjálf að þetta barnskyldi vera barn Ágústar Jörunds-sonar og ekkert röfl með það, þóað hún vissi betur.“

Úlfar Snæfjörð– Væntanlega vita ekki margir

fyrir hvað essið í nafninu ÚlfarS. Ágústsson stendur. Af hverjuheitirðu Úlfar Snæfjörð?

„Einhvern tímann spurði égmömmu um þetta, en hún vildiekkert útskýra það fyrir mér. Eneftir að ég vissi um uppruna minn,þá fannst mér það sniðugt afhenni að gefa mér nafn sem éghefði getað notað í staðinn fyrirföðurnafn. Ef það yrði eitthvertvesen hvort ég væri Ágústssoneða Guðmundsson, þá gæti égbara verið Úlfar Snæfjörð. Áþessum tíma þótti fínt að heitaeftir fjörðum eða fjöllum.“

– Hefurðu nokkurn tímannnotað meira en bara essið í nafn-inu, skrifað þig eða kallað ÚlfarSnæfjörð eða Úlfar SnæfjörðÁgústsson?

„Nei, ég hef aldrei notað það,

að minnsta kosti ekki síðan égvarð fullorðinn. Og eins og ég ernú líkur Guðmundi Guðna, þá erÁgúst alltaf faðir minn. Það varhann sem ól mig upp. Guðmund-ur Guðni vildi hins vegar endilegaað ég skipti um föðurnafn ogleiðrétti kirkjubækurnar.

En ég hef alltaf haft gaman afþví að á meðan ég heiti Úlfar S.Ágústsson, þá er fangamarkiðmitt USA. Ég er alltaf einumdegi á undan USA. Ég á afmælinúna í dag, þriðja júlí, en á morg-un er þjóðhátíðardagur Banda-ríkjanna.“

FjölskyldanÍna eiginkona Úlfars síðustu

55 árin heitir fullu nafni JósefínaGuðrún Gísladóttir. Þau einuðustfjóra syni. Þann elsta, sem hét

Gautur Ágúst, misstu þau í bíl-slysi á Eyrarhlíðinni árið 1978þegar hann var nýorðinn sautjánára. Yngri synirnir eru Gísli Elís,Úlfur Þór og Axel Guðni.

Varðandi tengdadæturnar ogbarnabörnin segir Úlfar:

„Gísli og Ingibjörg SólveigGuðmundsdóttir kona hans byrj-uðu á því að eignast tvíbura, dæt-ur sem heita í höfuðið á ömmumsínum, Ína Guðrún Gísladóttirog Jóhanna Ósk Gísladóttir. Síð-an eignuðust þau strák sem heitirGautur og svo stúlku sem heitirAnna Margrét eftir langömmumsínum. Úlfur og Anna SigríðurÓlafsdóttir kona hans [Annska]eiga tvo stráka, Fróða Örn ogHuga Hrafn. Axel og Thelmakona hans eiga stelpu sem heitirIngibjörg og strák sem heitir

Page 14: Gæti komið sér vel að heita Snæfjörð · drátt og verður því fullnustu refs-ingarinnar frestað og fellur hún niður að tveimur árum liðnum haldi,“ segir í dómi

1414141414 FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2015

Úlfar Snær.“– Hvernig bar það til að þið

Ína kynntust? Hún er Ísfirðingurað uppruna rétt eins og þú.

„Við erum náttúrlega jafngöm-ul og vorum að hluta til í samabekk í skólanum. Hún hefurstundum verið spurð að þessu,og þá kemur alltaf sama saganhjá henni, að hún hafi ekki þolaðþennan strák, hann hafi verið svofrekur og leiðinlegur. En svo fórbara hjá okkur eins og Kitti lóðsorðaði það varðandi sig og Ingukonu sína: – Við töluðum nú ekk-ert saman og það jókst bara orðaf orði. Og úr því varð hjónabandhjá bæði þeim og okkur Ínu.Þegar ég fór á vertíðina í Sand-gerði átján ára gamall var ég að-eins farinn að blikka hana, og viðhöfum hangið saman síðan.Svona var nú þetta,“ segir Úlfar.

„Ég er óskaplega lukkulegurmeð strákana mína. Gísli og Úlf-ur keyptu af mér 95 prósent íHamraborg árið 1990, ég á ennþáfimm prósent í fyrirtækinu. Þeirhafa rekið hana síðan meðmiklum glæsibrag, miklu meiriglæsibrag heldur en þegar ég varmeð þetta. Axel er viðskipta-fræðingur og býr syðra og sá einisem hefur klárað langskólanám.Hann hefur starfað hjá nokkrumstórfyrirtækjum eins og AirAtlanta og Eimskipum og núnahjá Össuri. Viðfangsefni hans þarer það sem kallast á ensku beyondbudgeting. Ég veit ekki betur enhann sé þekktasti sérfræðingurokkar Íslendinga í þeim efnum.Hann hefur haldið mörg nám-skeið um þetta og núna er hannbúinn að stofna um þetta fyrirtækihér á Íslandi sem er hluti af al-þjóðlegu batteríi.“

Voru báðar miklir kommar– Segðu mér frá uppvextinum

og baslinu í æsku þinni.„Ég man eftir mér þegar ég var

kannski fjögurra-fimm ára gam-all. Þá bjuggum við úti í Lofti,eins og það var kallað þá, í falleguhúsi úti í Krók sem er ennþá tilofan við Hnífsdalsveginn utar-lega en heitir víst eitthvað annað.Þar bjuggum við pabbi og mammaog systur mínar uppi í risi.

Ég man eftir því að innar ogsjávarmegin við Hnífsdalsveginnvar lítið hús hálfgrafið inn í bakk-ann og hjólbörur lágu á hvolfifyrir norðan húsið. Ég hafði gam-an af því sem krakki að fara þang-að og skralla með hjólinu. Ein-hvern tímann þegar ég var skrallaheyrði ég þessi voðalegu óhljóð,muuuuuu. Þegar ég leit upp varkominn þarna hópur af beljumsem stóðu og störðu á mig einsog naut á nývirki. Ég varð svohræddur að ég öskraði þannig aðheyrðist um allan Ísafjörð.

Ég var sjö ára gamall þegar égkom fyrst upp á bíl, svo ég muni.Þetta var þegar við vorum aðflytja úr Loftinu í Mjógötu 7, húsí eigu Gunnlaugs Halldórssonarsýsluskrifara. Kona hans var

Guðrún Finnbogadóttir ljósmóð-ir. Mig grunar að ástæðan fyrirþví að mamma og pabbi komustinn á þau hafi verið sú, að Guðrúnog mamma voru báðar miklirkommar, mjög harðir vinstrisinn-ar. Guðrún vissi náttúrlega aðþetta var mikið basl hjá mömmu,sem var komin með tvö börn oghafði lítið fyrir sig að leggja.

Við áttum heima í Mjógötunniþangað til verkamannabústaðirn-ir við Fjarðarstræti 7 og 9 vorubyggðir. Við fengum þar íbúðmínus eitt herbergi, það var látininn á okkur gömul kona sem fékkeitt herbergi. Það þótti of mikiðfyrir fimm manna fjölskyldu einsog við vorum þá að fá þriggjaherbergja íbúð.“

Vissi ekkert um fátæktina„Eftir að við fluttum í Fjarðar-

strætið vorum við komin í ágætisheimilisaðstöðu, þarna var raf-magnseldavél og mamma gatkeypt sér litla þvottavél, allt vegnaþess að rækjuveiðarnar í Djúpinuvoru byrjaðar. Fljótlega kom líkaísskápur og við fórum að hafaþað býsna gott.

En með alla erfiðleikana í æskuminni, það var nokkuð sem égvissi ekkert um á þeim tíma. Égáttaði mig ekki á því að við hefð-um verið fátæk fyrr en ég varorðinn rígfullorðinn. Ég veit írauninni ekki hvað það er að verafátækur, ég hef aldrei fundið þátilfinningu sjálfur. Líklega er égbara svona skertur.“

Verslunarmaðurhjá Jóni Bárðarsyni

– Hvernig kom það til að þúfórst út í verslunarstörf?

„Það er nú ástæða fyrir því.Þetta var árið 1960 í kringummiðjan ágúst, ég var rétt orðinntvítugur. Þá var ég af einhverjumástæðum staddur niðri á Uppsöl-um ásamt Grétari Steinssyniskólabróður mínum og vini.Hann var fóstursonur Jóns Ö.Bárðarsonar kaupmanns, sem áttimatvöruverslun. Ég man að Grét-ar sagði: – Núna ferðu bara aðvinna fyrir hann Jón, hann er al-veg í vandræðum kallinn, HaukurInga, sem er nú talinn besti versl-unarmaðurinn á Íslandi, hann erfluttur suður til Keflavíkur ogþað hefur enginn fengist í staðinn.Haukur var bróðir Reynis ogErnis og Búbba og þeirra.

Ég spurði Grétar hvort hannværi eitthvað bilaður, hafði aldreikomið inn fyrir búðarborð á æv-inni og hafði enga menntun ogekki neitt. – Þú ferð bara til Jónsí fyrramálið og talar við hann,segir Grétar.

Þegar ég kom heim fór ég aðtala um þetta við Ínu og hennifannst þetta rosalega flott. Húnvildi ekki eiga sjómann, en éghafði fram að því ekki unnið neittalmennilegt nema að vera sjó-maður, og henni þótti það nú fíntef ég gæti fengið vinnu í landi.“

Enskunám og gagnfræðapróf„Ég var svo í búðinni hjá Jóni

Bárðar í þrjú ár eða fram á haust1963. Þá var Ína sífellt að nuddaum það að ég yrði að læra eitt-hvað. Á þessum tíma voru hér áÍsafirði talsverð viðskipti viðbresku togarana, og okkur fannstsniðugt að ég færi til Englandsog lærði ensku, þó ekki væri núannað. Ég sagði upp hjá JóniBárðar og fór síðan til Englandseftir áramótin og ætlaði að veraþar fjórðung úr ári að læra ensku.

Þá hittist bara þannig á, aðpáskarnir voru svo snemma í ár-inu að þetta urðu ekki nema umtveir mánuðir sem ég var í skóla.Þetta er mín eina menntun um-fram gagnfræðaprófið.

Það er nú eitt sögulegt varðandigagnfræðaprófið. Þegar ég settistí fjórða bekk haustið 1957, þávar ég hundleiður. Ég nennti ekk-ert að vera í skólanum, ég áttienga peninga, en hinir strákarnirvoru farnir að vera á bílum ogdrekka brennivín og svona. Ég

ákvað að hætta, fór til skólastjór-ans sem hét Guðjón Kristinsson,mikill öðlingskall, og hann skildimig mjög vel. Ég hætti þannig ískólanum eftir mánaðarveru umhaustið og fór að vinna hjá raf-veitunni við að grafa skurði.

Upp úr áramótum réð ég migsvo á Örnina ÍS 18 hans TorfaBjörnssonar. Við fórum suður íSandgerði og ætluðum að geraþað gott á vertíð þar. Torfi hafðileigt bátinn einhverjum ævintýra-mönnum og réð sjálfan sig meðsem vélstjóra, vildi ekki veraskipstjóri, vildi ekki bera ábyrgðá útgerðinni, en vildi fylgjast meðbátnum. Þannig fór að enginnskipstjóri sem við fengum kunnineitt til sjómennsku, það fiskaðistekkert og menn gáfust upp ogvið komum heim um páska. Þáfór ég að hugsa hvers konar vit-leysa það væri að klára ekki þettagagnfræðapróf.

Ég fór aftur til Guðjóns meðskottið á milli fótanna og spurðihvort ég mætti koma og reyna að

taka prófið þó að það væri ekkinema hálfur mánuður eftir afskólanum. Guðjón féllst á það,hélt kannski að ég gæti eitthvaðlært. Og með aðstoð góðra kenn-ara tókst mér að ljúka gagnfræða-prófinu þetta vor.“

Ætlaði að skapafullt af störfum

Þegar Úlfar er beðinn að rekjakaupmannsferilinn í stuttu málisegir hann að það verði nú varlagert í mjög stuttu máli.

„Ég ætlaði alltaf að verða stórkaupmaður eða stór atvinnurek-andi. Ég ætlaði að bjarga bænummínum, skapa hér atvinnu og fulltaf störfum fyrir fólkið hér. Enþað varð nú ekki úr því, þó að égreyndi töluvert mikið! Ég er bú-inn að vera með bílaleigur, égvar umboðsmaður fyrir Morgun-blaðið í allmörg ár, tók við afMatta Bjarna og byrjaði á því aðfá krakka til að bera það út tiláskrifenda eins og alls staðar ergert núna, og var fréttaritari þess

Page 15: Gæti komið sér vel að heita Snæfjörð · drátt og verður því fullnustu refs-ingarinnar frestað og fellur hún niður að tveimur árum liðnum haldi,“ segir í dómi

FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2015 1515151515

Page 16: Gæti komið sér vel að heita Snæfjörð · drátt og verður því fullnustu refs-ingarinnar frestað og fellur hún niður að tveimur árum liðnum haldi,“ segir í dómi

1616161616 FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2015

í tuttugu og fimm ár. Ég var um-boðsmaður fyrir bæði Arnarflugog Íslandsflug. Ég setti hérna áfót ferðaskrifstofu og skipulagðimeðal annars ferðir til útlanda.Svo vorum við Gísli sonur minnumboðsmenn fyrir Coca Cola,keyptum vörubíl til að keyra þaðút um tíma.“

Og ýmsar hugmyndirnar hefurÚlfar fengið um dagana sem hafaekki orðið að veruleika. Að minn-sta kosti ekki enn. Hann barðistlengi fyrir nánum tengslum milliÍsafjarðar og Austur-Grænlandsog taldi í því mikil sóknarfæri íatvinnumálum. Hann barðist ásínum tíma fyrir beinu flugi milliÍsafjarðar og útlanda. Og ein afhugmyndum hans, sem sumumþótti heldur í stórbrotnara lagi,var að komið yrði upp kláfferjuupp á Eyrarfjall við Ísafjörð, semÚlfar vildi reyndar heldur kallakapalferju.

Verslunarstjóri íNeista og Siggi blindi

– En hvernig kom það til að þúfórst að reka verslun sjálfur?

„Eftir þessi þrjú ár hjá JóniBárðar fór ég út að læra enskuna,eins og ég nefndi, og eftir að égkom heim hitti mig á förnumvegi Júlíus Helgason, sem áttiverslunina Neista ásamt ÁgústiLeós, og spurði hvort ég vildi

koma og vera eins konar verslun-arstjóri og skrifa líka reikningafyrir verkstæðið. Hann var áþessum tíma með stórt rafmagns-verkstæði en pínulitla búð. Ogþað tókst svo vel til hjá mér ogÓla gamla Þórðar, að þegar éghætti þarna árið 1968, þá varþetta orðin mjög stór búð enverkstæðið aftur á móti pínulítið.Við byrjuðum með margar nýj-ungar hér í sölumennsku.

Á þessum árum mínum íNeista var öðru hverju að komaþar blindur maður, Sigurður Sv.Guðmundsson í Hnífsdal, jafnankallaður Siggi blindi. Við vorumorðnir ágætis kunningjar, og einndaginn segir hann við mig: – Égá strák úti í Svíþjóð sem er aðlæra þar verslunarfræði, og hannvantar vinnu þegar hann kemurheim, væri ekki vit í því að þið keypt-uð búðina af Jóni Bárðar, hannvar að auglýsa hana til sölu?“

Búðin keypt afJóni Bárðarsyni

„Fyrst fannst mér þetta nú al-veg galið, en þarna hittist svo á, íeitt af fáum skiptum, að ég áttidálítið af peningum. Við Ína vor-um búin að kaupa okkur bíl ogíbúð suður í Reykjavík, vorumeiginlega á því að fara að flytjaþangað. Við gerðum Jóni tilboðsem við töldum gott, en síðan

hringir hann og segist ekki getaselt okkur búðina, það væru aðrirsem byðu betur. Við Ína urðummjög vonsvikin yfir þessu, búinað selja bílinn og áttum fullt afpeningum sem við vissum ekkerthvað við ættum að gera við, ogákváðum bara að fara í sumarfrí.Við höfðum aldrei farið í sumar-frí, orðin 28 ára gömul. Við fórumí þriggja vikna ferð til Majorkameð Tedda Norðkvist og Ingukonu hans, feiknarlega góð ferð.

En þegar við komum heim aft-ur, þá hringir Jón Bárðar og segir:– Þið getið fengið búðina, þessirmenn sem ætluðu að kaupa gátuekki staðið við það. Þá er égbúinn að eyða öllum peningunumúti á Majorka. En þá er ég svolánsamur, að íbúðin sem við vor-um búin að kaupa í Reykjavíkhafði hækkað svo í verði, að ísamningunum við Jón Bárðarhöfðum við makaskipti við hanná íbúðinni hans í Sólgötu 8 hérnaá Ísafirði og íbúðinni okkar íblokkinni í Reykjavík og fyrirmismuninn gátum við jafnframtborgað okkar hlut í búðinni.Ásamt okkur Ínu keyptu búðinaSiggi blindi og Sigurður Heiðarsonur hans og Hörður Árnasonmágur minn og Guðjón Sig-tryggsson skipstjóri frændi minn.Þetta var 30. september 1968 semvið skrifuðum undir samningana.

Og síðan byrjuðum við aðversla. Heiðar sem er mjög snjallmaður og hörkuduglegur varverslunarstjóri en ég átti að heitaframkvæmdastjóri. Á þremurárum stofnuðum við þrjár versl-anir hér í bæ og eina kjötvinnslu.Hana vorum við með í kjallaran-um þar sem veitingastofan Húsiðer núna. Við réðum kjötiðnaðar-meistara, Herbert Jónsson, oghann tók strax nema í kjötiðn,Benedikt Kristjánsson, semseinna var löngum kenndur viðVöruval.“

– Hvernig kom heitið Hamra-borg til?

„Við vorum að velta fyrir okk-ur hvað búðin ætti að heita, og þákom Siggi blindi með þetta. Þaðvar einhver hóll úti í Hnífsdalsem heitir Hamraborg. Og þarvar nafnið komið, dálítið stórt!“

Töpuðu öllu ogmiklu meira en það

„Okkur gekk í raun mjög vel –að selja! Við byrjuðum þarna árið1968, einmitt þegar kreppan erað skella yfir, síldarleysið og alltþað. En það vissum við auðvitaðekki þá. Við keyptum einmitt ílok blómatíma í verslun, eftir aðhér hafði verið viðreisnarstjórn ítæpan áratug með frjálst verðlag.Fengum yfir okkur öll gömluverðlagshöftin aftur, illvígari og

óbærilegri en nokkru sinni fyrr,og það var í rauninni ómögulegtað reka verslun, að minnsta kostiúti á landi. Álagningin varskömmtuð, og hún var mjög lág,og ekki mátti taka neitt tillit tilkostnaðar við flutning á vörunumút á land.

Þetta þýddi einfaldlega að viðtöpuðum peningum, miklumpeningum. Við vorum ekki einirum það. Aðrar verslanir hér töp-uðu á þessum árum ekki síður envið. En sá var munurinn, að þæráttu höfuðstól sem þær gátu geng-ið á, en við áttum ekkert.

Árið 1971 var svo komið, aðvið vorum eiginlega komnir í þrot.Sameignarmennirnir Hörður ogEbbi (Guðjón Sigtryggsson)vildu losna út úr þessu, ég heldnú bara að þeir hafi þá veriðfluttir úr bænum. Menn vildu þábara setja þetta í gjaldþrot, ogkannski var eðlilegast þar semum hlutafélag var að ræða meðmjög öfugan höfuðstól, að lýsaþað gjaldþrota og gera það upp.“

Úlfar og Heiðar skiptuá milli sín súpunni

„Ég átti hins vegar mjög erfittmeð að sætta mig við slíka nið-urstöðu. Mér fannst að megin-ástæða þess hvað við höfðumkomist langt í því að safna skuld-um hefði verið sú, að menn

Page 17: Gæti komið sér vel að heita Snæfjörð · drátt og verður því fullnustu refs-ingarinnar frestað og fellur hún niður að tveimur árum liðnum haldi,“ segir í dómi

FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2015 1717171717

Page 18: Gæti komið sér vel að heita Snæfjörð · drátt og verður því fullnustu refs-ingarinnar frestað og fellur hún niður að tveimur árum liðnum haldi,“ segir í dómi

1818181818 FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2015

Fjölmiðlun á tímamótum

StakkurStakkurStakkurStakkurStakkur hefur ritað viku-lega pistla í BæjarinsBæjarinsBæjarinsBæjarinsBæjarins

bestabestabestabestabesta í mörg ár. Skoð-anir hans á mönnum

og málefnum hafa oftverið umdeildar og vak-ið umræður. Þær þurfaalls ekki að fara samanvið skoðanir útgefendablaðsins. Þrátt fyrir það

bera ábyrgðarmennblaðsins ábyrgð á skrif-

um StakksStakksStakksStakksStakks á meðanhann notar dulnefni sitt.

Stakkur skrifar

Hvað eru fréttir? Einföld spurning sem kallar á flókið svar eðaöllu heldur flókin svör. Fréttir eru fregnir eða frásögn af einhverjusem hefur gerst, er að gerast eða mun hugsanlega gerast og talið erskipta máli fyrir almenning og kannski og ekki síður í sum til-vikum fyrir fjölmiðla og fjölmiðlunga. Fréttamat manna er misjafntog einum þykir fréttnæmt það sem öðrum þykir lítils virði og ekkieyðandi á prentsvertu eða tíma í útvarpi eða sjónvarpi. Hvert sækjamenn, konur eru líka menn jafnt og karlar, fréttir? Hver sér um aðkoma þeim á framfæri og er öllum þeim treystandi sem þann starfahafa með höndum, sjálfviljugir eða launað starfsfólk annarra ogfarandi þá eftir fyrirmælum í þeim mæli sem við hæfi þykir hverjusinni eða þar að lútandi starfssamningur segir til um. Það er enganveginn víst að allir sem stunda það að segja fréttir og afla þeirrahafi sömu sýn á gildi þeirra. Eigendur sumra fjölmiðla falla í þágryfju að ganga erinda sinna eða hagsmuna bæði eigin og annarra.Meðan pólitísku blöðin voru og hétu var oftast einfalt að greinaþað sem að baki bjó. Kommúnistar á Íslandi og síðar sósíalistaráttu Þjóðviljann og hann var hægt að lesa og greina kjarnann fráhisminu. Tíminn heitinn studdi Framsóknarflokkinn, Alþýðublaðiðsinn flokk og Vísir var mjög tengdur við Sjálfstæðisflokkinn ogMorgunblaðinu var eignaður sá staður einnig.

Nú eru þessi gömlu blöð ýmist gengin inn í eilífð liðinnar blaða-mennsku að Mogganum einum undnaskildum. DV er til enn þásem ,,dagblaðs bastarður“ þar sem það kemur ekki út á hverjumdegi. Það blað segist sjálft öðrum fremur leita sannleikans. Um ár-angurinn verður ekki dæmt hér. Morgunblaðið er dagblað á göml-um grunni. Fréttablaðið borgum við öll við búðarkassann því þaðer rekið á auglýsingum að sögn. Við ráðum hins vegar hvort viðviljum Moggann eða ekki og borgum ef svo ber undir. Í því blaðiber einna helst á því að mál séu brotin til mergjar. Sú breyting hef-ur orðið að vefrit ýmiss konar hafa sprottið upp á Íslandi og oflangt mál er að telja þau. En sennilega er vaxandi kynslóð og súnæsta vefneytandi fyrst og fremst, leitandi sjálf að því sem hennier kærast og forvitnilegast.

Útvarp og sjónvarp kunna að tapa fyrir netinu nema að þau snúisér að því að vera á netinu. Óskiljanlegt er að ríkið skuli reka út-varp og sjónvarp og Stöð 2 virðist einkum vera afþreying fremurað kryfja málin. Allt er að breytast. En hver er þá framtíð héraðs-blaðs eins og BB? Framtíðin ein sker úr um það, en gott er að hafafjölmiðil sem sinnir heimabyggð og því fjölbreytta mannlífi semVestfirðir bjóða og Vestfirðingar lifa. Til þess að slíkur miðill lifiþarf fólkið að standa með honum og það gerist vonandi um langa hríð.

treystu mér. Ég hafði talað menntil þess að lána okkur meira ogmeira, og ég gat hreinlega ekkihugsað mér að labba frá þessu ogskella á allt þetta fólk sem hafðitreyst mér. Ég vildi því reyna aðleita samninga við alla lánar-drottna, ekki nauðasamningaheldur frjálsra samninga, yfirtakafyrirtækið og skuldirnar og breytaþessu í minn einkarekstur.

En þegar þetta hafði verið rættog var að smella saman, þá ákvaðHeiðar að vera með mér í þessu.Við Heiðar tókum því á okkurpersónulega allar skuldir fyrir-tækisins og síðan skiptum viðþví á milli okkar, að vísu ekkijafnt, því að ég tók 75% af súp-unni og hann 25%. Við skiptumí samræmi við þá veltu sem var íþeim rekstri sem hvor fékk í sinnhlut.“

Á myndum frá þessum árumer Úlfar Ágústsson sérlega hár-prúður. Hann hafði svipaðan háttá og Haraldur hárfagri forðum:Hét því að láta ekki skerða hársitt fyrr en hann væri búinn aðborga allar síðar skuldir.

Um tíma rak Úlfar HótelHamrabæ á Ísafirði. „Það var aðmörgu leyti mjög skemmtilegurtími en feikilega erfiður. Þar tókstmér í annað sinn að eyða aleig-unni. Þegar því ævintýri lauk árið1985 var ég orðinn ámóta skuld-settur og snauður og þegar ég tókHamraborg upp á mína arma árið1971. Ég var í allmörg ár aðvinna mig út úr því.“

Og til að gera langa sögu stutta,þeir Úlfar S. Ágústsson og HeiðarSigurðsson héldu báðir verslun-arrekstri áfram, borguðu allar sín-ar skuldir og urðu smátt og smáttprýðilega bjargálna á ný, og Úlfartvisvar. Og þess má geta, að núnaí haust verða 48 ár liðin frá stofn-un verslunarinnar Hamraborgará Ísafirði.

Baráttan við þunglyndið

Mjög snemma í þessu viðtalisagðist Úlfar vera að eðlisfarimjög glaðsinna og hamingjusam-ur maður. Fólk sem kynntist hon-um náið sem verslunarmanni ogí margvíslegu félagsstarfi þekktiekki annað. Vissi ekki um þaðsem hann átti við að stríða en barekki utan á sér. Alltaf var Úlfarbrosandi og bráðhress og gaman-samur. Þess vegna mun það hafakomið flestum á óvart þegar hanngreindi fyrst opinberlega frá bar-áttunni við veikindi sín í viðtalisem undirritaður átti við hann ásínum tíma.

Það sem þarna er um að ræðaer alvarlegt skammdegisþung-

lyndi, sem hefur fylgt honummjög lengi. Það er helsta ástæðaþess, að á síðari árum hefur Úlfardvalist mikið í suðrænni löndumyfir vetrartímann.

Einn af þessum félags-lega vitfirrtu mönnum

– Þú hefur alltaf verið félags-málatröll, eins og það er kallað.

„Ég er áreiðanlega einn afþessum félagslega vitfirrtu mönn-um. Líklega er ég að því leytiekkert ólíkur einum ágætismannisem hér var búsettur mestallt sittlíf, honum Ella á Bjargi. Umhann var sagt, að hann væri íöllum félögum á Ísafirði nema

kvenfélögunum og formaður íhelmingnum.

Það er kannski ekkert langt fráþví að ég hafi náð þessu, því aðég hef verið í fjöldamörgumfélagasamtökum og haft gamanaf. Nema í kvenfélögunum.“

– Ína þín hefur séð um það ...„Jújú, og hefur bara gert það

nokkuð vel. Hún hefur starfað íKvenfélaginu Hlíf og Sjálfstæð-iskvennafélaginu og fleiri kvenna-samtökum. Hún stofnaði ásamtöðrum konum Zontaklúbb Ísa-fjarðar og gegndi þar flestumtrúnaðarstörfum.

Það fyrsta sem ég man eftirfélagsstarfi hér var þegar ég gekk

í barnadeild Slysavarnafélagsins,sem hét að mig minnir Norðurljósog var stjórnað af Kristjáni Krist-jánssyni hafnsögumanni, miklumágætismanni.

Mér er minnisstætt frá veruminni í barnadeildinni, að þarvoru haldin skemmtikvöld fyrirkrakkana. Einu sinni lék Gvendurgolli dverg, sat uppi á borði ogsagði okkur sögu, og ég var lengiað brjóta heilann um það hvernighægt væri að breyta Gvendi gollaí dverg.

Svona hef ég alltaf verið mikiðbarn í mér,“ segir Úlfar SnæfjörðÁgústsson.

– Hlynur Þór Magnússon.

Page 19: Gæti komið sér vel að heita Snæfjörð · drátt og verður því fullnustu refs-ingarinnar frestað og fellur hún niður að tveimur árum liðnum haldi,“ segir í dómi

FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2015 1919191919

Page 20: Gæti komið sér vel að heita Snæfjörð · drátt og verður því fullnustu refs-ingarinnar frestað og fellur hún niður að tveimur árum liðnum haldi,“ segir í dómi

2020202020 FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2015

Laust starfOrkubú Vestfjarða óskar eftir að ráða í starf

á veitusviði. Leitað er að laghentum einstakl-ingi í vinnuflokk sem er með starfsstöð á Ísa-firði.

Starfssvið:· Daglegur rekstur dreifikerfis hitaveitu og kyndistöðvar.· Viðhald og nýframkvæmdir í veitukerfi.· Rekstur og viðhald díselvéla.· Bakvaktir.· Önnur tilfallandi verkefni á veitusviði.Hæfniskröfur:· Vélstjórnarmenntun mikill kostur.· Sjálfstæði í vinnubrögðum.· Reynsla af sambærilegu starfi kostur.· Almenn tölvufærni.Nánari upplýsingar um starfið veitir svæðis-

stjóri á Ísafirði, [email protected]. Umsóknarfrestur ertil 10. ágúst og skal skila umsóknum til fram-kvæmdastjóra veitusviðs, [email protected].

AtvinnaFiskeldisþjónustan ehf. óskar eftir að ráða í

starf sem meðal annars felur í sér atvinnuköfun,sjómennsku og ýmis störf í landi. Gerum kröfuum áreiðanleika, stundvísi og snyrtimennsku.Um framtíðarstarf er að ræða.

Viðkomandi verður sendur í köfunarnámskeiðerlendis í upphafi starfs og þarf því að verameð gott þrek og heilsu. Búseta í Ísafjarðar-bæ, Bolungarvík eða Súðavík er skilyrði.

Fiskeldisþjónustan ehf. – sími 893 0583

Tólf mánaða skilorðfyrir að kveikja í húsi

Karlmaður hefur verið dæmd-ur í 12 mánaða skilorðsbundiðfangelsi fyrir fjársvik. Maðurinnvar ákærður fyrir að hafa í júlí2011 kveikt í húsi með það aðmarkmiði að svíkja út trygging-arbætur. Annar karlmaður vareinnig ákærður í málinu en hannvar sýknaður. Aðfaranótt mánu-dagsins 25. júlí 2011 barst lög-reglu tilkynning um eld í mann-lausu íbúðarhúsi. Fram kom aðhúsið væri alelda og nærliggjandihús í hættu. Samkvæmt upplýs-

ingum frá Orkubúi Vestfjarða varlokað fyrir rafmagn í húsinu oghafði húsið verið rafmagnslaustsíðan 21. janúar 2002. Fljótlegavaknaði grunur um að kviknaðhefði í húsinu af mannavöldumog beindist grunur að ákærðu.

Húsið hafði verið mannlaustog ókynt í 10 ár og höfðu ákærðuætlað að gera það upp. Eldurinnkviknaði út frá hitablásara aukþess sem bensíni hafði veriðdreift í kringum hann. Rafmagn íhitablásarann hafði verið leitt frá

nærliggjandi húsi.Fyrir dómnum lá fyrir hand-

skrifað skjal þar sem því er lýstað kveikt skuli í húsinu og skuldirgreiddar. „Við tökum 7 millz ílán. Við fáum 3 millz í styrk.Þessar 3 millz fara í að borgauppi þessar 7 millz þannig þáskuldum við 4 millz. Svo kviknarí húsinu og þá borgum við tessar4 sem eru eftir og þá eigum viðhúsið skuldlaust og 4 millz auka“,stendur í skjalinu.

[email protected]

9.600 manns komu hingað tillands með skemmtiferðaskipum30. júní. Á þeim degi má geraráð fyrir að fyrirtæki í ferðaþjón-ustu hafi samanlagt þurft 130-140 rútur ef miðað er við að um60-70% farþega nýti sér hópferð-ir á ferðamannastaði. Kristín SifSigurðardóttir, framkvæmda-stjóri ferðaskrifstofunnar Atlan-tik, segir í samtali við Morgun-blaðið, að hlutfall farþega semnýtir slíkar ferðir á því bili. Áþessum tiltekna degi komu 5.100manns til Reykjavíkur, 1.800manns til Ísafjarðar og 2.700manns til Seyðisfjarðar. „Á

stærstu dögum sumarsins komafleiri þúsund manns. Það eru alltað 80 farartæki sem þurfa að veratiltæk, eingöngu í Reykjavík,“segir Kristín Sif.

Um 2.400 manns komu til Ísa-fjarðar á mánudag í síðustu vikumeð AIDA Luna og Ocean Dia-mond. Búið var að gera ráð fyrirkomu Queen Elizabeth með2.500 farþega en skipið sneri fráþar sem óhagstæð skilyrði vorutil að ferja farþega í land frá akk-erislæginu. Engu að síður varbúið að panta rútur þangað til aðferja um 4.700 manns. „Innviðireiga til að bresta þegar svo margir

koma í einu. Erfitt er til að myndaað koma fólki á veitingastaði.Rútur eru keyrðar þangað fráReykjavík og Akureyri og kostn-aður er gífurlegur við það aðkeyra tóma leggi aðra leið. Svovar ekkert skip á Ísafirði á þriðju-daginn en á miðvikudag komu4.300 farþegar. Á milli þessaradaga voru mjög margir í Reykja-vík eða 5.500 og 5.000 á Akureyriog það hefur ábyggilega veriðskortur á rútum einhvers staðar,“segir Kristín Sif. Hún segir þaðgerast að farþegar komist ekki íferðir sökum þess að ekki er nægtframboð af rútum.

Á annað hundraðrútur á álagsdögum

Eignarhaldsfélagið Fiskihóll ehf. sem gerir út bátinn HrólfEinarsson ÍS hefur verið selt. Í blaðinu Vestfirðir er greint fráað kvóti útgerðarinnar sé liðlega 100 tonn og verður hann flutt-ur á bát á Hornafirði en Hrólfur verður seldur til Noregs. Gunn-ar Torfason, annar af eigendum Fiskihóls, segir í samtali viðblaðið að málalyktir hafi valdið vonbrigðum en fyrirtækið sóttisteftir Byggðastofnunarkvóta á Flateyri, þaðan sem Hrólfur hefurverið gerður út. Hann segist hafa mætt velvilja hjá heima-mönnum og sérstaklega hjá bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar enByggðastofnun hefði haft aðrar hugmyndir. Gunnar er ekkihættur afskiptum af útgerð á Vestfjörðum og gerir enn útrækjubátinn Halldór Sigurðsson ÍS.

[email protected]

Hrólfur Einars-son ÍS seldur

Hrólfur Einarsson ÍS.

Page 21: Gæti komið sér vel að heita Snæfjörð · drátt og verður því fullnustu refs-ingarinnar frestað og fellur hún niður að tveimur árum liðnum haldi,“ segir í dómi

FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2015 2121212121

Page 22: Gæti komið sér vel að heita Snæfjörð · drátt og verður því fullnustu refs-ingarinnar frestað og fellur hún niður að tveimur árum liðnum haldi,“ segir í dómi

2222222222 FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2015

Krossgátan

Dagar ÍslandsDagar ÍslandsDagar ÍslandsDagar ÍslandsDagar Íslandseftir Jónas Ragnarssoneftir Jónas Ragnarssoneftir Jónas Ragnarssoneftir Jónas Ragnarssoneftir Jónas Ragnarsson

30. júlí 1946: 30. júlí 1946: 30. júlí 1946: 30. júlí 1946: 30. júlí 1946: Bifreið var ekið ífyrsta sinn yfir Lágheiði. Ferð-in frá Haganesvík í Fljótum til

Ólafsfjarðar tók sex klst.31. júlí 1991:31. júlí 1991:31. júlí 1991:31. júlí 1991:31. júlí 1991: Kvikmynd Frið-riks Þórs Friðrikssonar, Börnnáttúrunnar, var frumsýnd í

Stjörnubíói. Í aðalhlutverkumvoru Gísli Halldórsson og Sig-

ríður Hagalín. Myndin varsýnd daglega í meira en eittár og tilnefnd til Óskarsins.1. ágúst 1964:1. ágúst 1964:1. ágúst 1964:1. ágúst 1964:1. ágúst 1964: Franskir vís-

indamenn skutu eldflaug afDragon-gerð upp í háloftinfrá Mýrdalssandi og annarritæpri viku síðar. Flaugarnarkomust í 400 km hæð. Til-

gangurinn var að mæla raf-eindir í gufuhvolfinu.

2. ágúst 1924:2. ágúst 1924:2. ágúst 1924:2. ágúst 1924:2. ágúst 1924: Flogið var ífyrsta sinn yfir Atlantshaf tilÍslands. Flugmaðurinn varsænskur, Eirik H. Nelson.

Hann flaug frá Orkneyjum tilHornafjarðar. Vélin kom til

Reykjavíkur 5. ágúst, ásamtannarri vél sem kom degi

síðar til Hornafjarðar. Báðarfóru til Grænlands 21. ágúst.Minnismerki um flugið var af-

hjúpað á Hornafirði 1954.3. ágúst 1980:3. ágúst 1980:3. ágúst 1980:3. ágúst 1980:3. ágúst 1980: Hrafnseyrar-

hátíð var haldin til að minnastþess að 100 ár voru liðin fráandláti Jóns Sigurðssonar.

Kapella var vígð á Hrafnseyriog minjasafn opnar en þetta

var fyrsta embættisverkVigdísar Finnbogadóttur sem

forseta Íslands.4. ágúst 1928:4. ágúst 1928:4. ágúst 1928:4. ágúst 1928:4. ágúst 1928: Ásta Jóhann-esdóttir synti fyrst kvenna fráViðey til Reykjavíkur, fjögurra

kílómetra leið, á tæpumtveimur klukkustundum.

5. ágúst 1992:5. ágúst 1992:5. ágúst 1992:5. ágúst 1992:5. ágúst 1992: Eiríkur Kristó-fersson fyrrverandi skipherra

varð 100 ára. Fjöldi fólksheimsótti þessa hetju úr fyrsta

þorskastríðinu við Breta.

Horfur á föstudag:Horfur á föstudag:Horfur á föstudag:Horfur á föstudag:Horfur á föstudag:Norðlæg átt, 3-10 m/s.

Skýjað fyrir norðan og súldvið ströndina. Hiti 5-14 stig.

Horfur á laugardag:Horfur á laugardag:Horfur á laugardag:Horfur á laugardag:Horfur á laugardag:Norðaustlæg átt. Skýjað umlandið norðanvert en bjart

með köflum sunnantil.Hiti 7-16 stig.

Horfur á sunnudag:Horfur á sunnudag:Horfur á sunnudag:Horfur á sunnudag:Horfur á sunnudag:Norðaustlæg átt. Skýjað umlandið norðanvert en bjart

með köflum sunnantil.Hiti 7-16 stig.

HelgarveðriðHelgarveðriðHelgarveðriðHelgarveðriðHelgarveðrið

Page 23: Gæti komið sér vel að heita Snæfjörð · drátt og verður því fullnustu refs-ingarinnar frestað og fellur hún niður að tveimur árum liðnum haldi,“ segir í dómi

FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2015 2323232323

Lausn á síðustu krossgátu

Sudoku þrautir

Þjónustuauglýsingar

Útboð vegna byggingafram-kvæmda í Mjólkárvirkjun

Orkubú Vestfjarða ohf. óskar eftir tilboðum í verkið „Mjólká IA“. Umer að ræða byggingaframkvæmdir vegna endurnýjunar á vélbúnaði ístöðvarhúsi Mjólkárvirkjunar í Arnarfirði. Verkið mun hefjast í haust ogljúka haustið 2016. Verkið felst meðal annars í jarðvinnu og uppsteypuutandyra og múrbroti, uppsteypu og niðurrekstri stálþilja innandyra.Verktími er áætlaður um 12-13 mánuðir.

Helstu magntölur eru áætlaðar eftirfarandi:Gröftur (opin gryfja) 120 rúmmetrarMótaflötur 150 fermetrarJárnabending 5.500 kg.Steinsteypa 85 rúmmetrarMúrbrot (gólf og veggir) 90 fermetrarMúrbrot (gamlar vélaundirstöður) 30 rúmmetrarNiðurrekstur stálþilja 5 stk. Lengd: 5,1 m.Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Orkubús Vestfjarða, Stakkanesi

1, Ísafirði frá og með 11. ágúst nk. Hægt er að panta gögnin á [email protected] eða [email protected]. Tilboðum skal skila á sama stað þann 1.september 2015 kl. 14:00, þar sem þau verða opnuð og lesin upp.

Búið er að bjóða út vegagerðum Bjarnarfjarðarháls, alls um7,35 km leið frá vegamótum utanvið Hálsgötugil við Steingríms-fjörð að Svanshóli í Bjarnarfirði.Þar á að endurleggja Strandaveg(643). Verkinu skal að fullu lokiðeigi síðar en 1. september 2017.

Útboðsgögn verða seld hjáVegagerðinni Borgarbraut 66Borgarnesi og Borgartúni 7 íReykjavík. Skila skal tilboðumá sömu stöðum fyrir kl. 14:00þriðjudaginn 11. ágúst og verðaþau opnuð sama dag. Vegurinnverður 7 metra breiður meðbundnu slitlagi og jafnframtstendur til að byggja nýja tví-breiða brú á Bjarnarfjarðará.

Verkið er það stærsta semverður boðið út í vegagerð áVestfjörðum á þessu ári. Í sam-gönguáætlun Alþingis 2015-2018 er gert ráð fyrir samtals650 milljónum króna til verks-ins, 200 milljónum í ár og 450milljónum á næsta ári.

Vegagerð umBjarnarfjarðar-

háls boðin út

smáarNýr trillubátur til sölu. Tilboðóskast. Uppl. í síma 456 3842eða 899 3842.

Page 24: Gæti komið sér vel að heita Snæfjörð · drátt og verður því fullnustu refs-ingarinnar frestað og fellur hún niður að tveimur árum liðnum haldi,“ segir í dómi

2424242424 FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2015