háaleitisskóli sjálfsmatsskýrsla skólaárið...

37
Háaleitisskóli Sjálfsmatsskýrsla Skólaárið 2013-2014

Upload: others

Post on 23-Mar-2021

0 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Háaleitisskóli Sjálfsmatsskýrsla Skólaárið 2013-2014haaleitisskoli.reykjanesbaer.is/files/pdf-skjol/sjalfsmatsskyrsla-2013... · áhersla á fjölbreytta kennsluhætti og komið

Háaleitisskóli

Sjálfsmatsskýrsla

Skólaárið 2013-2014

Page 2: Háaleitisskóli Sjálfsmatsskýrsla Skólaárið 2013-2014haaleitisskoli.reykjanesbaer.is/files/pdf-skjol/sjalfsmatsskyrsla-2013... · áhersla á fjölbreytta kennsluhætti og komið

Sjálfsmatsskýrsla Háaleitisskóla skólaárið 2013 -2014

2

Efnisyfirlit:

1 Inngangur

2 Um skólann

2.1 Stjórnun

2.2 Stefna Háaleitisskóla; gildi, uppeldis- og kennslufræðileg stefna

og kennsluhættir

2.2.1 Gildi

2.2.2 Uppeldis- og kennslufræðileg stefna

2.2.3 Markmið náms og kennsluhættir

2.3 Nám og kennsla

2.4 Námsmat

2.5 Heildstæður stuðningur við jákvæða hegðun (PBS)

2.6 Foreldrasamstarf

2.7 Skólanámsskrá

3 Sjálfsmat

3.1 Tilgangur sjálfsmatsins

3.2 Viðmið við matið

3.3 Sjálfsmatsaðferðir

3.4 Matstæki

4 Niðurstöður

4.1 Stefnumörkun og stjórnun

( starfsmannakönnun og foreldrakönnun)

4.2 Starfsandi og líðan starfsmanna

( starfsmannakönnun)

4.3 Árangur líðan og hegðun nemenda

( nemendakönnun og foreldrakönnun)

4.4 Upplýsingastreymi

( starfsmannakönnun og foreldrakönnun)

4.4.1 Samræmd könnunarpróf

4.4.2 Samantekt á styrkleikum og veikleikum

Page 3: Háaleitisskóli Sjálfsmatsskýrsla Skólaárið 2013-2014haaleitisskoli.reykjanesbaer.is/files/pdf-skjol/sjalfsmatsskyrsla-2013... · áhersla á fjölbreytta kennsluhætti og komið

Sjálfsmatsskýrsla Háaleitisskóla skólaárið 2013 -2014

3

1. Inngangur

Í þessari skýrslu um sjálfsmat Háaleitisskóla verður greint frá mati á innra starfi

skólans skólaárið 2013-2014. Markmið sjálfsmatsins er að leggja grunn að

skilvirku umbótastarfi í Háaleitisskóla og að bæta skólastarfið enn frekar. Matið

er unnið af skólastjórnendum skólans á grunni upplýsinga sem liggja fyrir. Matið

tekur mið af helstu sviðum skólans þar sem upplýsingar úr því eru notaðar til

frekari ákvörðunartöku um nánari þróun skólastarfsins.

Page 4: Háaleitisskóli Sjálfsmatsskýrsla Skólaárið 2013-2014haaleitisskoli.reykjanesbaer.is/files/pdf-skjol/sjalfsmatsskyrsla-2013... · áhersla á fjölbreytta kennsluhætti og komið

Sjálfsmatsskýrsla Háaleitisskóla skólaárið 2013 -2014

4

2. Um skólann

Háaleitisskóli á Ásbrú var stofnaður skólaárið 2008-2009 og var hann rekinn

sem útibú frá Njarðvíkurskóla til haustsins 2013 en þá varð hann sjálfstæður

skóli. Ásbrú er háskólasvæði og er stór hluti íbúa nemendur í framhaldskólum

eða háskólum.

Sumarið 2008 voru gerðar breytingar á fyrrverandi skólahúsnæði grunnskóla

Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli og sett þar á stofn grunnskóladeild fyrir yngri

nemendur sem eiga heima á Ásbrúarsvæðinu. Skólinn er vel búinn af tækjum

og aðstaða fyrir nemendur og starfsfólk er góð. Í skólanum eru tvö sérstök

námsver, Álfheimar sem er ætlað nemendum með námsörðugleika og

Jötunheimar sem er ætlað nemendum með hegðunarerfiðleika. Auk þess er

rekin sérdeild við skólann, Goðheimar, sem þjónustar alla grunnskóla

Reykjanesbæjar. Goðheimar er sérstakt úrræði fyrir nemendur með alvarlegar

atferlistruflanir og/eða hegðunarvandamál sem gera það að verkum að þeir

aðlagast ekki hefðbundinni skólagöngu.

Nemendum hefur fjölgað frá stofnun skólans og eru nú um 150 í 1. - 7. bekk.

Nemendafjöldi hefur verið nokkuð breytilegur því eðli málsins samkvæmt fylgja

nemendur foreldrum/forráðamönnum sínum sem eru í námi til skemmri eða

lengri tíma og búseta þeirra á svæðinu í samræmi við það. Vegna fjölgunar á

svæðinu hefur skólinn stækkað við sig bæði hvað varðar nemendur og húsnæði

eftir þörfum. Nemendur búsettir á Ásbrú sem eru í 8.-10. bekk sækja nám í

Njarðvíkurskóla.

Page 5: Háaleitisskóli Sjálfsmatsskýrsla Skólaárið 2013-2014haaleitisskoli.reykjanesbaer.is/files/pdf-skjol/sjalfsmatsskyrsla-2013... · áhersla á fjölbreytta kennsluhætti og komið

Sjálfsmatsskýrsla Háaleitisskóla skólaárið 2013 -2014

5

2.1 Stjórnun

Skólaárið 2013-2014 eru u.þ.b. 150 nemendur í 7 árgöngum. Við skólann

starfa um 30 starfsmenn. Stjórnskipulag skólans byggir á skólastjóra og

aðstoðarskólastjóra. Ýmis teymi eru starfandi innan skólans sem halda utan um

mismunandi málaflokka svo sem lestrarteymi, PBS teymi, eineltisteymi,

innleiðingarteymi vegna nýrrar aðalnámskrár, námsmatsteymi, áfallateymi,

lausnaateymi, jafnréttisteymi, jóla- og árshátíðarnefnd og teymi sem heldur

um þemadaga o.fl. Kennarafundir eru tvisvar sinnum í mánuði, teymisfundir og

deildarfundir eru tvisvar í mánuði og starfsmannafundir einu sinni í mánuði.

Nemendaverndarráð skólans er skipað af skólastjórnendum skólans,

sérkennara, sálfræðingi skólans og hjúkrunarfræðingi. Ráðið fundar tvisvar

sinnum í mánuði og hefur það hlutverk að vinna að velferðarmálum nemenda

skólans.

Lögð er áhersla á gott samstarf alls starfsfólks og að allir starfsmenn stundi

símenntun. Símenntunaráætlun er gerð fyrir hvert skólaár út frá stefnu skólans

og óskum starfsmanna sem fram koma m.a. í starfsmannasamtölum.

2.2 Stefna Háaleitisskólans; gildi, uppeldis- og kennslufræðileg stefna og

kennsluhættir

2.2.1 Gildi

Grunnforsenda skólastarfs er réttur allra til náms og þroska. Starfshættir

grunnskóla skulu mótast af gildum lýðræðislegs samstarfs. Samskiptahættir

skulu mótast af mannhelgi, réttlæti og félagsanda sem virðir fjölbreytileika

einstaklinga þar sem einkenni þeirra fá notið sín.

Einkunnarorð Háaleitisskóla eru menntun og mannrækt.

Page 6: Háaleitisskóli Sjálfsmatsskýrsla Skólaárið 2013-2014haaleitisskoli.reykjanesbaer.is/files/pdf-skjol/sjalfsmatsskyrsla-2013... · áhersla á fjölbreytta kennsluhætti og komið

Sjálfsmatsskýrsla Háaleitisskóla skólaárið 2013 -2014

6

Háaleitisskóli kappkostar við að uppfylla ákvæði Aðalnámskrár grunnskóla um

almenna menntun sem eina meginstoð lýðræðis, undirstöðu menningar og

almennrar velferðar. Í samvinnu við heimilin, viljum við búa nemendur undir líf

og starf í lýðræðislegu þjóðfélagi, dýpka skilning þeirra á samfélaginu og

hlutverki einstaklingsins í því.

2.2.2 Uppeldis- og kennslufræðileg stefna

Við viljum finna og rækta hæfileika sérhvers nemanda svo hann nái að þroskast

og mótast af gildum lýðræðislegs samstarfs sem einkennist af mannhelgi,

réttlæti og félagsanda, virðir mismunandi einstaklinga og leyfir einkennum

þeirra að njóta sín.

Markmið

Markmið okkar eru að öllum nemendum líði vel í skólanum og góð samvinna

takist milli heimila og skóla.

Markmið okkar eru ennfremur að nemendur:

Beri ábyrgð á eigin námi.

Verði sjálfstæðir í vinnubrögðum og geti valið sér verkefni eftir

áhugasviði.

Geti nýtt sér tölvu- og upplýsingatækni í vinnu sinni.

Þjálfi félagsfærni sína í samvinnu við aðra nemendur og kennara.

Fái tækifæri til að takast á við fjölbreytt verkefni og vinna með

margskonar efnivið í samvinnu við aðra nemendur og kennara.

Verði færir um að meta stöðu sína í námi.

Verði færir um að meta vinnu sína og samnemenda á gagnrýninn og

jákvæðan hátt.

Læri að taka ábyrgð á orðum sínum og gerðum og temji sér sjálfsaga.

Page 7: Háaleitisskóli Sjálfsmatsskýrsla Skólaárið 2013-2014haaleitisskoli.reykjanesbaer.is/files/pdf-skjol/sjalfsmatsskyrsla-2013... · áhersla á fjölbreytta kennsluhætti og komið

Sjálfsmatsskýrsla Háaleitisskóla skólaárið 2013 -2014

7

Læri að tjá sig um skoðanir sínar og líðan án þess að særa aðra eða að

ganga á rétt annarra.

Beri virðingu fyrir umhverfi sínu.

2.2.3 Markmið náms og kennsluhættir

Háaleitisskóli vinnur samkvæmt 2. gr. laga um grunnskóla (nr. 91/2008) sem

segir að hann skuli, í samvinnu við heimilin, stuðla að alhliða þroska allra

nemenda og þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun. Í

skólastarfi á að ríkja fjölbreytni í vinnubrögðum. Við val á kennsluháttum verður

að taka tillit til markmiða sem stefnt er að, aldurs, þroska og getu nemenda

sem í hlut eiga hverju sinni, eðlis viðfangsefnis og námsumhverfis. Kennarar

bera faglega ábyrgð á að velja leiðir til þess að ná markmiðunum. Með

einstaklingsmiðun er verið að mæta hverjum nemanda þar sem hann er

staddur án þess þó að kröfurnar minnki. Nemendur eru ekki allir að læra það

sama á sama tíma heldur geta verið að fást við ólík viðfangsefni eða nálgast

sama viðfangsefnið á ólíkan hátt. Hver er að vinna á eigin hraða,

einstaklingslega, í paravinnu eða hópvinnu. Talsverð áhersla er lögð á ábyrgð

nemenda á eigin námi, að virkja áhuga þeirra og að þeir séu virkir þátttakendur.

Með því að:

Leggja rækt við það góða í manneskjunni.

Sýna umburðalyndi.

Bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum.

Leggja áherslu á jákvæðan aga.

Leggja áherslu á einstaklingsmiðað nám m.a. með samvinnu,

þemavinnu, blöndun hópa og flæðis milli námsgreina.

Skipuleggja námið með mismunandi yfirferð námsefnis á misjöfnum

Page 8: Háaleitisskóli Sjálfsmatsskýrsla Skólaárið 2013-2014haaleitisskoli.reykjanesbaer.is/files/pdf-skjol/sjalfsmatsskyrsla-2013... · áhersla á fjölbreytta kennsluhætti og komið

Sjálfsmatsskýrsla Háaleitisskóla skólaárið 2013 -2014

8

tíma til að mæta hverjum nemenda þar sem hann er staddur.

Nemendur taki þátt í að setja sér raunhæf markmið í samvinnu við

kennara og foreldra/forráðamenn.

Nemendur taki þátt í að meta vinnu sína og verk.

Vekja áhuga og virðingu nemenda fyrir umhverfinu sínu með öflugri

umhverfismennt.

Efla kennslu í lífsleikni alla skólagönguna.

Æfa tjáningu og framsögn.

2.3 Nám og kennsla

Í Háaleitisskóla eru 7 árgangar. Í fyrsta og öðrum bekk eru tveir umsjónarbekkir

í árgangi en í 3. - 7. bekk er einn umsjónarbekkur. Í Háaleitisskóla er lögð

áhersla á fjölbreytta kennsluhætti og komið á móts við námsþarfir nemenda

þannig, að nemendur fái verkefni við hæfi og þann stuðning sem þeir þurfa í

námi.

2.4 Námsmat

Tilgangur námsmats er að afla upplýsinga sem eiga að hjálpa nemendum við

námið. Nauðsynlegt er að námsmat hafi hagnýtan tilgang sem kennarar og

nemendur eru meðvitaðir um því allar kennslufræðilegar ákvarðanir kennara

um námsframvindu nemenda eru byggðar á mati. Námsmat þarf að vera

fjölbreytt svo hægt sé að koma til móts við alla nemendur, námsmat er

undirstaða aðgreiningar í kennslu og hugsa þarf um það sem leiðarvísi í gegnum

allt nám. Megintilgangur námsmats er að örva nemendur, aðstoða þá við námið

og hvetja þá til sjálfsmats. Námsmat á að veita nemendum og

foreldrum/forráðamönnum þeirra upplýsingar um námsgengi nemenda og

Page 9: Háaleitisskóli Sjálfsmatsskýrsla Skólaárið 2013-2014haaleitisskoli.reykjanesbaer.is/files/pdf-skjol/sjalfsmatsskyrsla-2013... · áhersla á fjölbreytta kennsluhætti og komið

Sjálfsmatsskýrsla Háaleitisskóla skólaárið 2013 -2014

9

hjálpa þeim við að setja sér áframhaldandi markmið í náminu. Námsmat fer ekki

einungis fram í lok námstímans heldur er það einn af föstum þáttum

skólastarfsins, órjúfanlegt frá námi og kennslu. Fjölbreyttar námsmatsleiðir

verða viðhafðar eins og sýnismöppur, mat á frammistöðu nemenda, sjálfsmat,

vettvangsathuganir, sýningar, sjálfstæð verkefni og próf en eiginlegt lokapróf

má aldrei vega meira en 60% af heildarmatinu. Til þess að nemendur sjái tilgang

með námi sínu verða þeir að vera meðvitaðir um gildi þeirrar menntunar sem

þeir verða aðnjótandi. Með fjölbreyttu alhliða mati læra nemendur að bera

ábyrgð á eigin námi. Námsmat og endurgjöf er mjög stór þáttur í námi og

sjálfsmynd nemenda og vanda verður framkvæmd þess. Einn þáttur námsmats

er lykilhæfni og stefnir Háaleitisskóli að því að meta lykilhæfni nemenda að vori

2015. Undirbúningur innleiðingar á lykilhæfni stendur yfir.

Nemendum sem eru með greiningu um náms- og/eða hegðunarraskanir er

boðið upp á ýmisskonar stuðning við próftöku eins og að taka próf í fámennari

hópum, lengri próftíma eða lestrar- og/eða skriftarstuðning. Tekið er tillit til

mismunandi þroska, getu og bakgrunns nemenda við námsmat.

Skólaárið er tvær annir og er formlegur vitnisburður í janúar og júní. Á

foreldradegi á hvorri önn er farið yfir námsmat þar sem foreldrar/forráðamenn

og umsjónarkennari ræða námslega - og félagslega stöðu nemandans.

Eftirlit með námsárangri er í höndum umsjónarkennara og skólastjórnenda.

Miklu máli skiptir að nemendur viti fyrirfram hvaða þættir verða metnir og til

hvers skólinn ætlast af þeim. Einkunnir nemenda í 1.–7. bekk eru gefnar á

vitnisburðarblöðum í lok hvorrar annar. Matskvarðar eru tölur (gefið í heilum

og hálfum) eða umsagnir. Í 1.-7. bekk er leshraðaeinkunn gefin í fjölda lesinna

atkvæða á mínútu. Þeir nemendur sem ekki ná 20 atkvæðum á mínútu fá

umsögn. Nauðsynlegt er að hafa í huga að við lok grunnskóla þurfa nemendur

Page 10: Háaleitisskóli Sjálfsmatsskýrsla Skólaárið 2013-2014haaleitisskoli.reykjanesbaer.is/files/pdf-skjol/sjalfsmatsskyrsla-2013... · áhersla á fjölbreytta kennsluhætti og komið

Sjálfsmatsskýrsla Háaleitisskóla skólaárið 2013 -2014

10

að geta lesið a.m.k. 300 atkvæði á mínútu. Nánari upplýsingar um námsmat í

einstökum námsgreinum er að finna í bekkjarnámskrám.

2.5 Heildstæður stuðningur við jákvæða hegðun (PBS)

Háaleitisskóli er á þriðja framkvæmdaári í innleiðingu á Heildstæðum stuðningi

við jákvæða hegðun (PBS-Positive Behavior Support). Heildstæður stuðningur

við jákvæða hegðun, er aðferð til að skapa gott andrúmsloft í skólum og tryggja

öryggi og velferð nemenda og starfsfólks. Lögð er áhersla á að koma í veg fyrir

og draga úr óæskilegri hegðun nemenda með því að kenna og þjálfa

félagsfærni, gefa jákvæðri hegðun gaum með markvissum hætti og samræma

viðbrögð starfsfólks gagnvart nemendum sem sýna óæskilega hegðun. Skólinn

hóf innleiðingu á PBS haustið 2011, mun innleiðingarferlið taka fimm ár.

Nemendur fá einnig kennslu í ART sem byggir á jákvæðri þjálfun í samskiptum.

Þjálfunin er þríþætt þar sem fyrst er farið í að þjálfa félagsfærniþætti, síðan er

reiðistjórnun bætt inn í og að lokum bætist við efling siðgæðisþroska. Við

skólann starfa fjórir ART kennarar og kenna þeir reglulega völdum hópum

nemenda ART færni.

2.6 Foreldrasamstarf

Háaleitisskóli leggur áherslu á að góð samvinna sé á milli heimila og skóla. Við

leggjum ríka áherslu á sameiginlegt hlutverk okkar við menntun og mannrækt

nemenda. Gott foreldrasamstarf hefur áhrif á líðan nemenda í skólanum og

áhuga þeirra. Samstarfið þarf að byggjast á gagnkvæmri virðingu, trausti og

samábyrgð. Unnið er í nánu samstarfi við foreldrafélag og foreldraráð skólans

að því að efla samstarf milli heimila og skólans. Stöðugt er verið að leita nýrra

Page 11: Háaleitisskóli Sjálfsmatsskýrsla Skólaárið 2013-2014haaleitisskoli.reykjanesbaer.is/files/pdf-skjol/sjalfsmatsskyrsla-2013... · áhersla á fjölbreytta kennsluhætti og komið

Sjálfsmatsskýrsla Háaleitisskóla skólaárið 2013 -2014

11

leiða til að styrkja samstarfið. Gott samstarf var við foreldrafélag skólans í

vetur.

Mikilvægt er að foreldrar/forráðamenn séu sáttir við starf skólans og styðji það.

Einnig er mikilvægt að foreldrar/forráðamenn temji sér að tala jákvætt um

skólann þar sem börn tileinka sér gjarnan viðhorf foreldra/forráðamanna sinna

og taka þá sér til fyrirmyndar. Foreldrar/forráðamenn eru hvattir til þess að

hafa samband við þá sem í skólanum starfa ef þá skortir upplýsingar eða vilja

koma á framfæri ábendingum um skólastarfið.

2.7 Skólanámskrá

Skólanámskrá Háaleitisskóla er unnin af skólastjórnendum ásamt starfsfólki

skólans og tekur til allra þátta skólastarfsins. Hún er nánari útfærsla á

Aðalnámskrá grunnskóla þar sem dregin er fram sérstaða skólans,

verklagsreglur, markmið, inntak náms og námsmat, starfshættir og mat á

árangri og gæðum skólastarfsins. Innleiðing nýrrar aðalnámskrár stendur yfir

og er verið að innleiða hæfniviðmið í öllum námsgreinum ásamt því að taka upp

námsmat sem byggir á lykilhæfni nemenda. Í skólanámskrá er birt stefna

skólans og áætlun um skólastarfið á næsta skólaári sem byggir á

grunnskólalögum, Aðalnámskrá grunnskóla og framtíðarsýn sveitarfélagsins.

Skólanámskráin er endurskoðuð árlega og birt á heimasíðu skólans.

Page 12: Háaleitisskóli Sjálfsmatsskýrsla Skólaárið 2013-2014haaleitisskoli.reykjanesbaer.is/files/pdf-skjol/sjalfsmatsskyrsla-2013... · áhersla á fjölbreytta kennsluhætti og komið

Sjálfsmatsskýrsla Háaleitisskóla skólaárið 2013 -2014

12

3. Sjálfsmat

Í lög um grunnskóla 91/2008 36 gr. eru ákvæði um innra mat skóla. Innra matið

tekur til alls skólastarfs. Með því fer fram víðtæk gagnaöflun sem veitir

upplýsingar um árangur skólastarfsins og er jafnframt leið til að vinna að

umbótum. Samkvæmt lögum ákveður skólinn sjálfur aðferðir við matið.

Sjálfsmat gefur skólastjórnendum og starfsfólki skólans leið til að sjá sterkar og

veikar hliðar skólastarfsins og um leið tækifæri til að skapa faglegan grundvöll

fyrir umbætur í skólastarfinu. Sjálfsmatið er ekki unnið nú í eitt skipti fyrir öll

heldur mun það vera órjúfanlegur hluti af skólastarfinu í framtíðinni.

Meginmarkmið skýrslunnar er að taka saman það sem þegar hefur verið gert til

að meta starfsemi skólans og gera aðgerðaráætlun um hvernig best sé hægt að

ná fram þeim úrbótum og markmiðum sem skólinn stefnir að.

3.1 Tilgangur sjálfsmatsins

Tilgangur matsins er að skoða alla þætti skólastarfsins með það að leiðarljósi að

bæta það sem betur má fara, efla þá þætti sem ganga vel í skólastarfinu.

Sjálfsmatið auðveldar starfsfólki að vinna að framgangi markmiða skólans, meta

hvort árangur hafi náðst, endurskoða markmiðin og stuðla að faglegum

grundvelli fyrir úrbætur í skólastarfinu. Matið þarf að vera altækt þar sem það

nær til allra þátta skólastarfsins og vera árangursmiðað, þar sem upplýsingarnar

eru nýttar sem grundvöllur fyrir ákvörðunartöku um frekari þróun

skólastarfsins. Matið er samstarfsmiðað, þar sem það er unnið af

starfsmönnum skólans á grundvelli margvíslegra upplýsinga sem safnað hefur

verið saman.

Page 13: Háaleitisskóli Sjálfsmatsskýrsla Skólaárið 2013-2014haaleitisskoli.reykjanesbaer.is/files/pdf-skjol/sjalfsmatsskyrsla-2013... · áhersla á fjölbreytta kennsluhætti og komið

Sjálfsmatsskýrsla Háaleitisskóla skólaárið 2013 -2014

13

Tilgangur og markmið sjálfsmats í skólastarfi er að:

hjálpa skólanum að leita leiða til að bæta námsárangur nemenda

efla þekkingu alls starfsfólks á stofnunni sem heild

styrkja meðvitund starfsmanna um markmið skólans

auka samstarf og samheldni

skapa frjóa umræðu og skoðanaskipti

veita stuðning við erfiðar aðstæður

bæta starfsaðstæður og stuðla að betri líðan þeirra sem í skólanum starfa

kynna hagsmunaaðilum starfsemi skólans

3.2 Viðmið við matið

Eftirtaldar matsspurningar eru settar fram í sjálfsmatsáætlun Háaleitisskóla.

1. Hefur skólinn skýra sýn og sterka stjórn?

2. Ríkir góður starfsandi innan skólans að mati starfsmanna og nemenda,

þ.m.t. samskipti, líðan og umhverfi?

3. Eru kennsluaðferðir, námsefni og mat á námi líkleg til að mæta ólíkum

einstaklingum og bæta stöðugt framfarir?

4. Fá foreldrar stöðugar upplýsingar um stöðu nemenda og skólastarfið

almennt og finna þeir sig velkomna í skólann.

3.3 Sjálfsmatsaðferðir

Sjálfsmat skólans felst í því að afla með skipulögðum hætti upplýsingar um

ákveðna þætti skólastarfsins, gjarnan á grundvelli matsspurninga. Gæði

starfsins eru síðan metin með því að bera saman niðurstöður við markmið og

Page 14: Háaleitisskóli Sjálfsmatsskýrsla Skólaárið 2013-2014haaleitisskoli.reykjanesbaer.is/files/pdf-skjol/sjalfsmatsskyrsla-2013... · áhersla á fjölbreytta kennsluhætti og komið

Sjálfsmatsskýrsla Háaleitisskóla skólaárið 2013 -2014

14

viðmið. Á grundvelli matsins eru teknar ákvarðanir um breytingar til að bæta

árangur, sett markmið og gerð umbótaráætlun þar um.

Hér er lýst aðferðum Háaleitisskóla við mat á árangri skólastafsins. Aðferðirnar

eru greinandi og byggja á sjálfsmatsáætlun, skólanámskrá, könnunum sem

lagðar hafa verið fyrir foreldra, starfsmenn og nemendur, niðurstöður prófa,

viðhorfskönnun, ýmsum athugunum og tölfræðilegum upplýsingum um

starfsemi skólans. Notuð er sú aðferð að innra mat skólans, unnið eftir

forsendum skólans, styðst við ytra mat yfirvalda og utankomandi aðila. Þetta

tvíhliða mat á að auka trúverðugleika og stuðla að umbótum á því sem metið

er.

3.4 Matstæki

1. PBS, kynning og mat. Samanburðarmælingar á hegðun nemenda og

viðbrögð við óæskilegri hegðun. Niðurstöður nýttar til að greina hegðun

á mismunandi svæðum í skólanum og styrkja stuðning við jákvæða

hegðun þar sem þess þarf.

2. Þarfagreining PBS. Lögð fyrir starfsfólk að vori til að kanna stöðu

verkefnisins í skólanum. Könnun lögð fyrir af PBS teyminu.

3. Mat á starfsáætlun. Skólaráð fer yfir og gefur umsögn.

4. Læsi. Lesskimun lögð fyrir í mars í 2. bekk.

5. Samræmd könnunarpróf í 4. og 7. bekk.

6. Námskynningarfundir, foreldraviðtöl og foreldrasamstarf. Talning á

mætingu og samantekt á athugasemdum og ábendingum sem fram koma

í viðtölum við nemendur og foreldra.

7. Foreldrakönnun í tengslum við foreldradag í janúar lögð fyrir nemendur í

3. og 6. bekk.

Page 15: Háaleitisskóli Sjálfsmatsskýrsla Skólaárið 2013-2014haaleitisskoli.reykjanesbaer.is/files/pdf-skjol/sjalfsmatsskyrsla-2013... · áhersla á fjölbreytta kennsluhætti og komið

Sjálfsmatsskýrsla Háaleitisskóla skólaárið 2013 -2014

15

8. Námsmat að vori.

9. Endur- og símenntunaráætlun.

10. Starfsmannasamtöl í mars/apríl. Greining á helstu styrkleikum og

umbótarverkefnum sem fram koma í samtölunum. Niðurstöðurnar nýttar

í gerð Endur- og símenntunaráætlun skólans.

11. Skólapúlsinn. Nemendakönnun er lögð fyrir í október og mars,

foreldrakönnun er lögð fyrir í febrúar og starfsmannakönnun í apríl.

Page 16: Háaleitisskóli Sjálfsmatsskýrsla Skólaárið 2013-2014haaleitisskoli.reykjanesbaer.is/files/pdf-skjol/sjalfsmatsskyrsla-2013... · áhersla á fjölbreytta kennsluhætti og komið

Sjálfsmatsskýrsla Háaleitisskóla skólaárið 2013 -2014

16

4. Niðurstöður

Hér verður greint frá niðurstöðum matsins. Farið er yfir hverja matsspurningu fyrir sig sem sett var fram í upphafi og styrk- og veikleikar metnir.

4.1 Stefnumörkun og stjórnun (starfsmannakönnun og foreldrakönnun)

Í apríl 2014 tóku starfsmenn skólans starfsmannakönnun Skólapúlsins og svöruðu þeir eftirfarandi spurningum um stjórnun skólans.

Page 17: Háaleitisskóli Sjálfsmatsskýrsla Skólaárið 2013-2014haaleitisskoli.reykjanesbaer.is/files/pdf-skjol/sjalfsmatsskyrsla-2013... · áhersla á fjölbreytta kennsluhætti og komið

Sjálfsmatsskýrsla Háaleitisskóla skólaárið 2013 -2014

17

Samantekt á styrkleikum og veikleikum

Út frá þessu má ætla að starfsmenn skólans séu ánægðir með stjórnun skólans, treysti yfirmönnum og séu ánægðir með samskiptin við þá.

Page 18: Háaleitisskóli Sjálfsmatsskýrsla Skólaárið 2013-2014haaleitisskoli.reykjanesbaer.is/files/pdf-skjol/sjalfsmatsskyrsla-2013... · áhersla á fjölbreytta kennsluhætti og komið

Sjálfsmatsskýrsla Háaleitisskóla skólaárið 2013 -2014

18

Á matsdegi í janúar 2014 tóku foreldrar nemenda í 3. og 6. bekk viðhorfskönnun og svöruðu spurningum um stjórnun skólans.

Svör foreldra í viðhorfskönnun í 3. bekk

Ég er ánægð (ur) með stjórnun skólans

Niðurstöður sýna að 80% foreldra nemenda í 3. bekk er mjög sammála eða frekar sammála fullyrðingunni ég er ánægð(ur) með stjórnun skólans, 13% svara hvorki né og 7% foreldra eru frekar ósammála.

Svör foreldra í viðhorfskönnun í 6. bekk

Ég er ánægð (ur) með stjórnun skólans

Niðurstöður sýna að 72% foreldra nemenda í 6. bekk er mjög sammála eða frekar sammála fullyrðingunni ég er ánægð(ur) með stjórnun skólans, 3% svara hvorki né og 7% er mjög ósammála.

Page 19: Háaleitisskóli Sjálfsmatsskýrsla Skólaárið 2013-2014haaleitisskoli.reykjanesbaer.is/files/pdf-skjol/sjalfsmatsskyrsla-2013... · áhersla á fjölbreytta kennsluhætti og komið

Sjálfsmatsskýrsla Háaleitisskóla skólaárið 2013 -2014

19

Á matsdegi í janúar 2014 svöruðu foreldrar könnun um viðhorf þeirra til PBS agakerfisins.

Ég er hlynnt(ur) agastefnu skólans, heildstæðum stuðningi við jákvæða hegðun (PBS) Svör foreldra í viðhorfskönnun í 3. bekk

Samkvæmt niðurstöðum viðhorfskönnunnar voru 100% foreldra barna í 3. bekk mjög sammála eða frekar sammála agastefnu skólans. Ég er hlynnt(ur) agastefnu skólans, heildstæðum stuðningi við jákvæða hegðun (PBS) Svör foreldra í viðhorfskönnun í 6. bekk

Samkvæmt niðurstöðum viðhorfskönnunnar voru 93% foreldra barna í 6. bekk mjög sammála eða frekar sammála agastefnu skólans. 7% foreldra svöruðu hvorki né. Samantekt á styrkleikum og veikleikum

Út frá þessum niðurstöðum má ætla að foreldrar séu mjög hlynntir stefnu

Page 20: Háaleitisskóli Sjálfsmatsskýrsla Skólaárið 2013-2014haaleitisskoli.reykjanesbaer.is/files/pdf-skjol/sjalfsmatsskyrsla-2013... · áhersla á fjölbreytta kennsluhætti og komið

Sjálfsmatsskýrsla Háaleitisskóla skólaárið 2013 -2014

20

skólans í agamálum og innleiðing agakerfisins hefur skilað sýnilegum árangri.

4.2 Starfsandi og líðan starfsmanna (starfsmannakönnun)

Í apríl 2014 tóku starfsmenn skólans starfsmannakönnun Skólapúlsins og svöruðu þeir eftirfarandi spurningum um hvernig þeim liði í vinnunni.

Allir kennarar skólans eru mjög sammála eða frekar sammála fullyrðingunni

að ofan eða 100%.

Það er góður starfsandi í skólanum

Mjög sammála 51,9%

Frekar sammála 44,4%

Frekar ósammála 3,7%

Mjög ósammála 0,0%

Page 21: Háaleitisskóli Sjálfsmatsskýrsla Skólaárið 2013-2014haaleitisskoli.reykjanesbaer.is/files/pdf-skjol/sjalfsmatsskyrsla-2013... · áhersla á fjölbreytta kennsluhætti og komið

Sjálfsmatsskýrsla Háaleitisskóla skólaárið 2013 -2014

21

Mér líður vel í vinnunni

Samantekt á styrkleikum og veikleikum

Út frá þessum niðurstöðum má ætla að starfsmönnum skólans líði vel í

vinnu, að þeir telji að starfsandinn á vinnustaðnum sé góður og að kennarar

séu ánægðir á vinnustaðnum.

4.3 Árangur, líðan og hegðun nemenda

Í október 2013 voru nemendur spurðir um líðan sína í skólanum, á mismunandi svæðum í skólanum og á leiðinni í og úr skóla.

Mjög sammála 52,0%

Frekar sammála 44,0%

Frekar ósammála 0,0%

Mjög ósammála 4,0%

Page 22: Háaleitisskóli Sjálfsmatsskýrsla Skólaárið 2013-2014haaleitisskoli.reykjanesbaer.is/files/pdf-skjol/sjalfsmatsskyrsla-2013... · áhersla á fjölbreytta kennsluhætti og komið

Sjálfsmatsskýrsla Háaleitisskóla skólaárið 2013 -2014

22

Hvernig líður þér?

101 nemandi af u.þ.b. 150 nemendum skólans svaraði. Hér má sjá að meirihluta nemenda skólans líður alltaf eða oft vel í skólanum.

Á matsdegi í janúar 2014 tóku foreldrar nemenda í 3. og 6. bekk viðhorfskönnun og svöruðu ýmsum spurningum um skólastarfið, m.a. um líðan barna þeirra í skólanum.

Svör foreldra í viðhorfskönnun í 6. bekk

Barninu mínu líður vel í skólanum

Page 23: Háaleitisskóli Sjálfsmatsskýrsla Skólaárið 2013-2014haaleitisskoli.reykjanesbaer.is/files/pdf-skjol/sjalfsmatsskyrsla-2013... · áhersla á fjölbreytta kennsluhætti og komið

Sjálfsmatsskýrsla Háaleitisskóla skólaárið 2013 -2014

23

Samkvæmt niðurstöðum viðhorfskönnunnar foreldra nemenda í 6. bekk voru 79 % foreldra barna mjög sammála eða frekar sammála því að barninu þeirra liði vel í skólanum. 14 % foreldra svöruðu hvorki né og 7% voru frekar ósammála.

Svör foreldra í viðhorfskönnun í 3. bekk

Barninu mínu líður vel í skólanum

Samkvæmt niðurstöðum viðhorfskönnunnar foreldra nemenda í 3. bekk voru 94 % foreldra barna mjög sammála eða frekar sammála því að barninu þeirra liði vel í skólanum. 6 % foreldra svöruðu hvorki né.

Page 24: Háaleitisskóli Sjálfsmatsskýrsla Skólaárið 2013-2014haaleitisskoli.reykjanesbaer.is/files/pdf-skjol/sjalfsmatsskyrsla-2013... · áhersla á fjölbreytta kennsluhætti og komið

Sjálfsmatsskýrsla Háaleitisskóla skólaárið 2013 -2014

24

Á matsdegi í janúar 2014 svöruðu foreldrar nemenda í 3. og 6. bekk spurningu um hvort skólinn tæki tillit til óska og athugasemda foreldra.

Svör foreldra í viðhorfskönnun í 3. bekk.

Samkvæmt niðurstöðum viðhorfskönnunnar foreldra nemenda í 3. bekk voru 94 % foreldra barna mjög sammála eða frekar sammála. 6 % foreldra svöruðu hvorki né. Svör foreldra í viðhorfskönnun í 6. bekk

Samkvæmt niðurstöðum viðhorfskönnunnar voru 79% foreldra barna í 6. bekk mjög sammála eða frekar sammála, 14% foreldra svöruðu hvorki né og 7% voru frekar ósammála. Samantekt á styrkleikum og veikleikum

Út frá þessum niðurstöðum má ætla að foreldrar séu ánægðir með viðbrögð skólans við óskum og athugasemdum þeirra.

Page 25: Háaleitisskóli Sjálfsmatsskýrsla Skólaárið 2013-2014haaleitisskoli.reykjanesbaer.is/files/pdf-skjol/sjalfsmatsskyrsla-2013... · áhersla á fjölbreytta kennsluhætti og komið

Sjálfsmatsskýrsla Háaleitisskóla skólaárið 2013 -2014

25

Á matsdegi í janúar 2014 svöruðu foreldrar könnun um hvort þeir treystu starfsfólki skólans.

Svör foreldra í viðhorfskönnun í 3. bekk.

Samkvæmt niðurstöðum viðhorfskönnunarinnar voru 94% foreldra barna í 3. bekk mjög sammála eða frekar sammála og 6% foreldra svöruðu hvorki né. Svör foreldra í viðhorfskönnun í 6. bekk

Samkvæmt niðurstöðum viðhorfskönnunnar voru 64% foreldra barna í 6. bekk mjög sammála eða frekar sammála. 29% svöruðu hvorki né og 7% voru frekar ósammála. Samantekt á styrkleikum og veikleikum

Út frá þessum niðurstöðum má ætla að foreldrar treysti starfsmönnum skólans

fyrir börnum sínum og menntun þeirra ágætlega.

Page 26: Háaleitisskóli Sjálfsmatsskýrsla Skólaárið 2013-2014haaleitisskoli.reykjanesbaer.is/files/pdf-skjol/sjalfsmatsskyrsla-2013... · áhersla á fjölbreytta kennsluhætti og komið

Sjálfsmatsskýrsla Háaleitisskóla skólaárið 2013 -2014

26

Á matsdegi í janúar 2014 svöruðu foreldrar könnun um hvort þeim finnist þeir

vera velkomnir í skólann.

Svör foreldra í viðhorfskönnun í 3. bekk

Samkvæmt niðurstöðum viðhorfskönnunnar voru 100% foreldra barna í 3. bekk mjög sammála eða frekar sammála um að þeir væru velkomnir í skólann. Svör foreldra í viðhorfskönnun í 6. bekk

Samkvæmt niðurstöðum viðhorfskönnunnar voru 93% foreldra barna í 6. bekk mjög sammála eða frekar sammála um að þeir væri velkomnir í skólann. 7% svöruðu hvorki né.

Samantekt á styrkleikum og veikleikum

Út frá þessum niðurstöðum má ætla að meirihluti foreldra sé sammála því að

þeir séu velkomnir í skólann.

Page 27: Háaleitisskóli Sjálfsmatsskýrsla Skólaárið 2013-2014haaleitisskoli.reykjanesbaer.is/files/pdf-skjol/sjalfsmatsskyrsla-2013... · áhersla á fjölbreytta kennsluhætti og komið

Sjálfsmatsskýrsla Háaleitisskóla skólaárið 2013 -2014

27

Á matsdegi í janúar 2014 tóku foreldrar viðhorfskönnun og svöruðu spurningum um hvort þeir fylgdust vel með námi barna sinna.

Svör foreldra í viðhorfskönnun í 3. bekk

Samkvæmt niðurstöðum viðhorfskönnunnar voru 100% foreldra barna í 3. bekk mjög sammála eða frekar sammála um að þeir fylgdust vel með námi barna sinna.

Page 28: Háaleitisskóli Sjálfsmatsskýrsla Skólaárið 2013-2014haaleitisskoli.reykjanesbaer.is/files/pdf-skjol/sjalfsmatsskyrsla-2013... · áhersla á fjölbreytta kennsluhætti og komið

Sjálfsmatsskýrsla Háaleitisskóla skólaárið 2013 -2014

28

Svör foreldra í viðhorfskönnun í 6. bekk

Samkvæmt niðurstöðum viðhorfskönnunnar voru 93% foreldra barna í 6. bekk mjög sammála eða frekar sammála um að þeir fylgdust vel með námi barna sinna og 7% foreldra svöruðu hvorki né.

Samantekt á styrkleikum og veikleikum

Út frá þessum niðurstöðum má ætla að foreldrar barna í 3. bekk leggi mikla

áherslu á að fylgjast vel með námi barna sinna hins vegar virðist eftirfylgni

foreldra í 6. bekk með námi barna þeirra minnka aðeins.

Á foreldradögum í október, janúar og mars mættu foreldrar með börnum

sínum til viðtals við umsjónarkennara og í öllum árgöngum var góð mæting,

þeir foreldrar sem komast ekki á settum degi er boðið viðtal á öðrum degi sem

hentar. Kennarar meta foreldraviðtölin og koma upplýsingum til stjórnenda

skólans.

Mjög gott og öflugt samstarf er á milli formanns foreldrafélags Háaleitisskóla og

skólaráðs. Skólaráð fer yfir skólanámskrána og starfsáætlun skólans á hverju

hausti og gefur umsögn um hana. Tekið er tillit til umsagnar ráðsins.

4.4. Kennsluaðferðir og mat

Í Háaleitisskóla er lögð áhersla á fjölbreytta og einstaklingsmiðaða

kennsluhætti.

Page 29: Háaleitisskóli Sjálfsmatsskýrsla Skólaárið 2013-2014haaleitisskoli.reykjanesbaer.is/files/pdf-skjol/sjalfsmatsskyrsla-2013... · áhersla á fjölbreytta kennsluhætti og komið

Sjálfsmatsskýrsla Háaleitisskóla skólaárið 2013 -2014

29

Á matsdegi í janúar 2014 tóku foreldrar viðhorfskönnun og svöruðu spurningu um það hvort þeir telji að skólinn hvetji barn þeirra til þess að skila góðum námsárangri.

Samkvæmt niðurstöðum viðhorfskönnunnar voru 100% foreldra barna í 3. bekk mjög sammála eða frekar sammála um að skólinn hvetji nemendur til þess að skila góðum námsárangri.

Samkvæmt niðurstöðum viðhorfskönnunnar voru 93% foreldra barna í 6. bekk mjög sammála eða frekar sammála um að skólinn hvetji nemendur til þess að að skila góðum námsárangri. 7% svöruðu hvorki né.

Page 30: Háaleitisskóli Sjálfsmatsskýrsla Skólaárið 2013-2014haaleitisskoli.reykjanesbaer.is/files/pdf-skjol/sjalfsmatsskyrsla-2013... · áhersla á fjölbreytta kennsluhætti og komið

Sjálfsmatsskýrsla Háaleitisskóla skólaárið 2013 -2014

30

Í starfsmannakönnun skólapúlsins sem gerð var í apríl 2014 svöruðu

kennarar eftirfarandi spurningu um kennsluhætti.

Page 31: Háaleitisskóli Sjálfsmatsskýrsla Skólaárið 2013-2014haaleitisskoli.reykjanesbaer.is/files/pdf-skjol/sjalfsmatsskyrsla-2013... · áhersla á fjölbreytta kennsluhætti og komið

Sjálfsmatsskýrsla Háaleitisskóla skólaárið 2013 -2014

31

Í foreldrakönnun skólapúlsins í febrúar 2014 svöruðu foreldrar spurningu um námsefni.

Samantekt á styrkleikum og veikleikum

Út frá þessum niðurstöðum má ætla að kennarar noti fjölbreyttar

kennsluaðferðir í kennslu til að koma á móts við þarfir nemenda að námsefni sé

við hæfi nemenda og að skólinn hvetji þá til þess að skila góðum námsárangri.

Page 32: Háaleitisskóli Sjálfsmatsskýrsla Skólaárið 2013-2014haaleitisskoli.reykjanesbaer.is/files/pdf-skjol/sjalfsmatsskyrsla-2013... · áhersla á fjölbreytta kennsluhætti og komið

Sjálfsmatsskýrsla Háaleitisskóla skólaárið 2013 -2014

32

4.4 Upplýsingastreymi

Á matsdegi í janúar 2014 svöruðu foreldrar spurningum um hvort

upplýsingamiðlun eða upplýsingaflæði frá skólanum væri gott.

Svör foreldra í viðhorfskönnun í 3. bekk

Samkvæmt niðurstöðum viðhorfskönnunnar voru 86% foreldra barna í 3. bekk

mjög sammála eða frekar sammála. 7% svöruðu hvorki né og 7% voru mjög

ósammála.

Page 33: Háaleitisskóli Sjálfsmatsskýrsla Skólaárið 2013-2014haaleitisskoli.reykjanesbaer.is/files/pdf-skjol/sjalfsmatsskyrsla-2013... · áhersla á fjölbreytta kennsluhætti og komið

Sjálfsmatsskýrsla Háaleitisskóla skólaárið 2013 -2014

33

Svör foreldra í viðhorfskönnun í 6. bekk

Samkvæmt niðurstöðum viðhorfskönnunnar voru 72% foreldra barna í 6. bekk

mjög sammála eða frekar sammála, 14% svöruðu hvorki né og 14% voru frekar

ósammála.

Í starfsmannakönnun Skólapúlsins sem starfsmenn tóku í apríl 2014 svöruðu

þeir eftirfarandi spurningu um hvort upplýsingastreymi innan skólans væri

gott.

Page 34: Háaleitisskóli Sjálfsmatsskýrsla Skólaárið 2013-2014haaleitisskoli.reykjanesbaer.is/files/pdf-skjol/sjalfsmatsskyrsla-2013... · áhersla á fjölbreytta kennsluhætti og komið

Sjálfsmatsskýrsla Háaleitisskóla skólaárið 2013 -2014

34

Kennarar svöruðu í könnun Skólapúlsins í apríl 2014 spurningu um það hvort og hve oft þeir sendi foreldrum heim upplýsingar um hegðun og /eða líðan nemenda.

Samantekt á styrkleikum og veikleikum

Út frá þessum niðurstöðum má ætla að foreldrar og starfsmenn séu ánægðir með upplýsingarmiðlun / upplýsingaflæði bæði innan skólans og frá honum. Foreldrar og starfsmenn telji sig vera vel upplýsta um þau málefni sem skólinn þarf að koma á framfæri.

Page 35: Háaleitisskóli Sjálfsmatsskýrsla Skólaárið 2013-2014haaleitisskoli.reykjanesbaer.is/files/pdf-skjol/sjalfsmatsskyrsla-2013... · áhersla á fjölbreytta kennsluhætti og komið

Sjálfsmatsskýrsla Háaleitisskóla skólaárið 2013 -2014

35

4.4.2 Læsi

Nemendur í 2. bekk taka lesskimunarpróf (Læsi) á sama tíma árlega (vorönn).

Kennsluráðgjafi frá Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar fer yfir niðurstöðurnar og

fundar með kennurum og stjórnendum út frá þeim niðurstöðum. Þessi próf

gefa vísbendingu um þá nemendur sem þurfa frekari stuðning í lestri.

Eftirfarandi tafla sýnir niðurstöður Háaleitisskóla á hlutfalli við læsi nemenda

samanborið við Suðurnes, Reykjanesbæ og Reykjavík.

2009 2010 2011 2012 2013 2014

Háaleitisskóli 61,80% 71,34% 86,65% 84,02% 64,75% 66,50%

Reykjanes 63,98% 65,97% 69,35% 73,23% 70,89%

Reykjanbær 66,43% 68,88% 73,58% 75,26% 72,23%

Reykjavík 72,30% 71,70% 73,40% 72,40% 70,40%

0

0,1

0,2

0,3

0,4

0,5

0,6

0,7

0,8

0,9

1

2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014

Háaleitisskóli - meðalárangur

RVK 2013 70,40%

Page 36: Háaleitisskóli Sjálfsmatsskýrsla Skólaárið 2013-2014haaleitisskoli.reykjanesbaer.is/files/pdf-skjol/sjalfsmatsskyrsla-2013... · áhersla á fjölbreytta kennsluhætti og komið

Sjálfsmatsskýrsla Háaleitisskóla skólaárið 2013 -2014

36

4.4.1 Samræmd könnunarpróf

Nemendur í 4. og 7. bekk taka samræmd könnunarpróf í íslensku og

stærðfræði. Prófin eru tekin í september á ári hverju og eru niðurstöðurnar

sendar til Námsmatsstofnunar sem vinnur úr þeim og sendir skólanum þær

ásamt yfirliti um stöðu skólans í samanburði við aðra skóla á landinu.

Árið 2013 var meðaleinkunn nemenda í 4. bekk í íslensku 5,3 en

landsmeðaleinkunn var 5,9, okkar nemendur eru 0,6 undir

landsmeðaleinkunn. Norðmaldreifð einkunn á kvarðanum 0 -60 í íslensku var

26,4 hjá okkar nemendum og landsmeðaltalið er 30.

Árið 2013 var meðaleinkunn nemenda í 4. bekk í stærðfræði 6,0 en

landsmeðaleinkunn 6,8, einkunn okkar nemenda er dálítið undir

meðaleinkunn eða 0,8 undir landsmeðaleinkunn. Í normaldreifðri einkunn erum

við með 26,1 og landsmeðaltalið er 30.

4. bekkur

2013 Landið Háaleitisskóli Mismunur

Íslenska 5,9 5,3 0,6

Stærðfræði 6,8 6,0 0,8

Árið 2013 var meðaleinkunn nemenda í 7. bekk í íslensku 5,3 en

landsmeðaleinkunn 6,4, einkunn okkar nemenda er 1,1 lægri en

landsmeðaleinkunn í íslensku. Í normaldreifðri einkunn erum við með 25,3 og

landsmeðaltal er 30.

Árið 2013 var meðaleinkunn nemenda í 7. bekk í stærðfræði 5,8 en

landsmeðaleinkunn 6,8, einkunn okkar nemenda er 1,1 lægri en

landsmeðaleinkunn í stærðfræði. Í normaldreifðri einkunn erum við með 27,4

og landsmeðaltal er 30,1.

Page 37: Háaleitisskóli Sjálfsmatsskýrsla Skólaárið 2013-2014haaleitisskoli.reykjanesbaer.is/files/pdf-skjol/sjalfsmatsskyrsla-2013... · áhersla á fjölbreytta kennsluhætti og komið

Sjálfsmatsskýrsla Háaleitisskóla skólaárið 2013 -2014

37

7. bekkur

2013 Landið Háaleitisskóli Mismunur

Íslenska 6,4 5, 3 1,1

Stærðfræði 6,8 5,8 1,0

Samantekt á styrkleikum og veikleikum

Árangur á samræmdu könnunarpróf í 4. bekk í íslensku er nokkuð viðunandi

þar sem hann er 0,6 undir meðaltali, hann er hins vegar ekki viðunandi í

stærðfræði þar sem hann er 0,8 undir landsmeðaltali. Árangur í 7. bekk er

óviðunandi þar sem skólinn er 1,1 undir meðaltali í íslensku og 1,0 undir

meðaltali í stærðfræði.

Umbætur skólaárið 2014 – 2015

Skoða þarf ítarlega nám og kennslu á miðstigi hjá okkur.

Kennarar hafa farið nákvæmlega yfir samræmdu prófin og athugað

veikleika og styrkleika í íslensku og stærðfræði á miðstigi.Fagstjórar hafa

greint hvert einasta dæmi í stærðfræði og yfirfarið alla þætti í íslensku og

krufið ítarlega hvar við þurfum að laga kennsluhætti okkar. Niðurstöður

og greiningarvinna hefur verið kynnt öðrum kennurum á miðstigi þannig

að þeir geti byrjað að huga að þeim þáttum sem koma illa út. Þetta

verður gert áfram og enn frekari áhersla verður lögð á greingarvinnuna

með það markmið í öndvegi að finna veikleika og bæta árangur.

Einnig var farið í mikla greiningarvinnu í 4. bekk og farið ítarlega yfir

hvar veikleikar og styrkleikar okkar liggja. Niðurstöður af

greiningarvinnunni hafa verið kynntar kennurum á yngra stigi þannig að

þeir geti byrjað að huga að þeim þáttum sem koma ekki nægilega vel út

hjá okkur. Þetta verður gert áfram og enn frekari áhersla verður lögð á

greingarvinnuna með það markmið að finna veikleika og bæta árangur.

Næsta vetur verður lögð sérstök áhersla á að vinna eftir gátlistum sem

gerðir hafa verið í íslensku og stærðfræði í öllum bekkjum, með viðmið

aðalnámskrár til hliðsjónar. Með því að vinna markvisst eftir þeim getum

við tryggt samfellu og að allir þættir verði kenndir.