handbók dómara

16
HANDBÓK DÓMARA Ábendingar og tilmæli til dómara

Upload: golfsamband-islands

Post on 31-Mar-2016

250 views

Category:

Documents


5 download

DESCRIPTION

Ábendingar og tilmæli til dómara.

TRANSCRIPT

Page 1: Handbók dómara

HANDBÓK DÓMARAÁbendingar og tilmæli til dómara

Page 2: Handbók dómara
Page 3: Handbók dómara

Efnisyfirlit

Reglubundin undirbúningur dómara.............................................................................

Móti úthlutað til dómara................................................................................................

Undirbúningur móts......................................................................................................

Störf á mótsdag............................................................................................................

Störf eftir að móti er lokið..............................................................................................

Dæmi um dómaraskýrslu..............................................................................................

Reglugerð dómaranefndar............................................................................................

Síða

5

5

5

9

12

13

14

Page 4: Handbók dómara
Page 5: Handbók dómara

Handbók þessari er ætlað að vera golfdómurum tilaðstoðar við störf þeirra. Skal handbókin myndagrunn að gæðastaðli fyrir dómara og störf þeirra.Er æskilegt að dómarar temji sér vinnubrögð ísamræmi við það sem fram kemur í þessarihandbók og ættu staðlar þeir sem hún setur aðvera viðmið fyrir öll stærri og mikilvægari mót.

Reglubundin undirbúningur dómaraDómari verður að vera vel að sér í golfreglumþannig að reglulegur lestur þeirra ásamt því aðkynna sér úrskurði úr bókinni Decisions on theRules of Golf er nauðsynlegur.

Dómari þarf að fylgjast með breytingum semgerðar eru á reglugerðum Golfsambands Íslandsog snerta bæði keppnisskilmála og keppendur.

Móti úthlutað til dómaraUm leið og dómara er falið ákveðið mót skal hannskrá mótið hjá sér þannig að hann muni að mætavið undirbúning mótsins og á mótið sjálft.

Dómari skal verða sér úti um keppnisskilmálamótsins og fara yfir þá til að vera kunnugur þeimog viss um að hann geti dæmt eftir þeim. Séeitthvert það atriði í keppnisskilmálum sem dómaritelur að ekki sé hægt að dæma eftir skal hannsnúa sér til mótanefndar vegna breytinga á þeimatriðum.

Dómari skal kynna sér skipulag vallarins semmótið á að fara fram á. Skal dómari sérstaklegahafa í huga hvar vandamál geta komið upp ávellinum í mótinu.

Æskilegt er að dómari leiki viðkomandi völl séhann ekki kunnugur honum fyrir, til þess að átta sigbetur á þeim stöðum, sem vandræðum getavaldið, svo og hvernig hann geti haft besta yfirsýnyfir völlinn á meðan mót fer fram.

Undirbúningur mótsEigi síðar en viku til hálfum mánuði áður en mót ferfram skal dómari hafa samband við klúbb þannsem mótið heldur og /eða GSÍ til að fá staðfestinguá því að mótið fari fram.

Um leið og haft er samband við viðkomandi klúbbskal dómari mæla sér mót við vallarstjóraklúbbsins eða annan starfsmann hans til úttektar ávellinum. Úttektin skal helst fara fram eigi síðar enviku fyrir mót sé þess nokkur kostur. Ef aðstæður

eru þannig að dómari þarf t.d. að fara um langanveg til að framkvæma úttektina skal dómari komasjónarmiðum sínum varðandi ástand vallarins tilskila til vallarstjóra og þeir vera í sambandivarðandi undirbúning vallarins. Úttekt vallarins afdómarans hálfu skal síðan helst ekki fara framsíðar en tveimur dögum fyrir mót (eða í síðastalagi daginn áður en völlurinn verður opnaður tilæfinga fyrir keppendur), þannig að heillæfingardagur gefist fyrir keppendur (eða fleiri efkeppnisskilmálar gera ráð fyrir því) eftir úttekt áðuren sjálft mótið fer fram.

Dómari skal einnig fara fram á að keppnisskilmálarásamt fyrirhuguðum staðarreglum fyrirvæntanlegan mótsdag séu hafðar tilbúnar viðúttektina. Hafa skal sýnishorn golfreglnanna semfyrirmynd að uppbyggingu staðarreglnanna.

Úttekt er framkvæmd á vellinum til þess að dómarigangi úr skugga um að merkingar vallarins séu ílagi, að völlurinn sé eins og best verður á kosið ogað staðarreglur séu í samræmi við ástandvallarins. Við úttektina skal dómari fara yfir allanvöllinn með vallarstjóra eða starfsmanni klúbbsinsog skrá hjá sér athugasemdir um leið og úttekt ásér stað. Við úttektina skal dómari hafa eftirfarandií huga:

Hvort völlurinn sé í leikhæfu ástandi. Í þvísambandi er rétt að hafa í huga að golf er leikið ávelli utanhúss sem á, sem slíkur, að endurspeglaþað umhverfi sem hann er í. Þannig er ekkinauðsynlegt að völlurinn sé rennisléttur oggallalaus. Algeng atriði sem kvartað er undan ogdómari þarf að taka afstöðu til eru:

Graslausir blettir á snöggslegnu svæði. Slík svæðiorsakast oftast af kali. Oft eru slík svæði látin eigasig til þess að grasið sái sér sjálft inn á svæðin oggrói af sjálfu sér. Í þeim tilfellum eru svæðin ekki

Handbók dómara - Síða 5

Handbók dómara

Page 6: Handbók dómara

grund í aðgerð og leikmenn eiga ekki kröfu á lausnfrá þeim svæðum með því að þau verði skilgreindsem grund í aðgerð eða merkt sem slík. Hafi hinsvegar verið sáð í þessi svæði er rétt að huga aðþví hvort verja skuli svæðin með því að skilgreinaþau sem grund í aðgerð og jafnvel sem grund íaðgerð, leikur bannaður.

Graslaus svæði utan snöggslegins svæðis. Slíksvæði eru almennt ekki grund í aðgerð nema veriðsé að vinna í viðkomandi svæði eða þau liggi réttvið eðlilega leiklínu. Að öllu jöfnu skal dómarimeta hvort ástæða sé til að merkja svæðið semgrund í aðgerð en við það skal sú almenna reglagilda að eftir því sem minni möguleiki er á að boltileikmanna lendi þar þeim mun minni ástæða er tilað merkja svæðið sem grund í aðgerð. Ef svæðiðer nálægt eðlilegri leiklínu skal dómari, eins ogalltaf, byggja mat sitt á því hvort það myndi flýtaleik að merkja svæðið sem grund í aðgerð, ef svoer ekki er lítil ástæða til að merkja svæðið og hafaskal það í huga að gróðurlaus svæði eru hluti afnáttúrunni.

Flatir ójafnar eða skemmdar, þannig að boltarhalda ekki stefnu. Í þessu tilfelli er spurning umþað hversu mikið viðkomandi flöt sé skemmd oghvort um sé að ræða holukeppni eða höggleik. Efum er að ræða eina flöt sem er mikið skemmd erspurning um að finna lausn þannig að mótið getifarið fram á vellinum. Getur þessi lausn veriðfólgin í því að slegin sé ný flöt í nágrenni flatarinnart.d. á snöggslegnu svæði og hún notuð í mótinu.Ef flatir eru ekki mikið skemmdar eða einungis umað ræða að þær séu ósléttar t.d. vegnakalskemmda frá vetrinum eða að gras vex ekki svoviðunandi sé er spurning um að leyfa hreyfingu áflötum. Í því sambandi er rétt að dómari hafi í hugaað gera keppendum jafnt undir höfði og miðafærslu við skorkortslengd eða -breidd í staðpúttershauss. Séu hins vegar flatir almennt mjögilla farnar á vellinum er spurning um það að máliðsé sett í hendur mótsstjórnar til að ákveða hvortviðkomandi völlur sé leikhæfur fyrir viðkomandimót eða ekki eða hvort leikur á vellinum skal teljatil forgjafar eða ekki.

Snöggslegið svæði er óslétt. Snöggslegið svæðiverður oft óslétt og líkt því að það sé að byrja aðverða þýft og gerist þetta oftast í byrjun sumars.Slík svæði lagast oftast þegar líður á sumarið ogjarðvegurinn þornar eftir frostlyftingar vetrarins. Efsnöggslegna svæðið er ekki ójafnara en svo að

hægt er að slá bolta með eðlilegri sveiflu flokkastsvæðið ekki undir grund í aðgerð. Einungis í þeimtilfellum sem ójöfnur eru það miklar að bolti liggurí djúpum bollum, sprungum eða jarðvegsfellingumþannig að ekki er hægt að nota eðlilega sveiflu tilað slá boltann og auðséð er að laga þarfviðkomandi svæði, er réttlætanlegt að merkjasvæðið sem grund í aðgerð, eða leyfa þar bættalegu (vetrarreglur, þ.e. að lyfta bolta og láta falla),þrátt fyrir að engar framkvæmdir séu hafnar.

Snöggslegið svæði er óslétt þannig að sláttuvélarná ekki að slá svæðið jafnt, þannig að misstórsvæði með þykkari grasi er inn á milli ásnöggslegna svæðinu. Í þessum tilfellum á ekki aðmerkja svæðin með þykkara grasinu sem grund íaðgerð eða skilgreina þau sem slík í staðarreglum.Snöggslegið svæði þarf ekki að vera allt eins oggetur gras auðveldlega verið missnöggslegið. Viðskulum hafa í huga að á ensku (sem erupphafsmál golfreglnanna) er þetta svæði kallaðfairway, en það þýðir í beinni þýðingu sú leið semer sanngjörn (fair) en ekki snöggslegin eins og viðköllum það, hvað þá fullkomin.

Mikið er af kylfuförum á afmörkuðum svæðum ávellinum. Dómari skal í þeim tilfellum hafa í hugaað kylfufar er ekki grund í aðgerð. Hins vegar efum viðamiklar skemmdir er að ræða skal skoðaðmeð starfmönnum vallarins hvort hægt sé að lagaskemmdirnar áður en mótið fer fram en að öðrumkosti skal skoða með að skilgreina verstu svæðinsem grund í aðgerð eða leyfa þar bætta legu(vetrarreglur, þ.e. að lyfta bolta og láta falla), en þáþarf svæðið að vera mjög illa farið.

Að allar merkingar sem marka ytri mörk vallarinsséu vel skilgreind og til staðar. Í því sambandi þarfdómari að athuga ef völlurinn er markaður meðhvítum hælum að sjónlína sé á milli hælannaþannig að menn sjái ætíð hvernig völlurinn liggurfrá þeim stað sem þeir eru staðsettir á viðvallarmörkin. Sérstaklega skal dómari huga aðvallarmörkum, sem sett eru innan vallarins sjálfsog gilda t.d. einungis við leik einnar brautar en ekkiannarrar. Þarf í því sambandi að ganga úr skuggaum að merkingarnar séu settar þannig aðleikmenn séu ekki í vafa um hvernig túlka skulimerkinguna. Gæta skal þess að vallarmerkihælarsem þannig eru settir inn á völlinn séu skilgreindirsem óhreyfanlegar hindranir í staðarreglumgagnvart leik á öðrum brautum en þeirri semhælarnir ná til sem vallarmörk þannig að ekki sé

Síða 6 - Handbók dómara

Undirbúningur móts

Page 7: Handbók dómara

hætta á að menn fjarlægi þá og þeir týnist eðastaðsetning þeirra aflagist.

Að skemmdir á vellinum séu lagfærðar fyrir mótiðeða merktar, sé talin ástæða til þess. Ef umvíðtækar skemmdir er að ræða þannig að umviðamiklar merkingar verður að ræða á vellinumskal dómari athuga að skilgreina skemmdirþessar vel í staðarreglum og setja staðarreglur umþær í stað þess að merkja þær sé þess kostur tilað forðast fjöldann allan af merkingum sem valdiðgeta misskilningi.

Við ákvörðun um það hvort merkja eigi skemmdirá vellinum skal dómari hafa í huga hvortviðkomandi skemmdir eru í leiklínu eða innaneðlilegrar fjarlægðar frá leiklínu. Einnig hvortskemmdirnar eru á snöggslegnu svæði eða ekki.Skemmdir á snöggslegnu svæði er rétt að merkjasem grund í aðgerð en séu skemmdir utansnöggslegins svæðis skal dómari meta hvortástæða er til að merkja skemmdina eða hvort húnsé þannig staðsett að rétt sé að láta leikmennglíma við skemmdina leiki þeir bolta sínum þannigað hann lendi í skemmdinni.

Að flatir séu tiltölulega sléttar og að bolti renni áþeim án þess að hoppa mikið til. Ef flatirnar eruósléttar skal dómari meta hvort mikill möguleiki séá því að bolti stöðvist á flöt í litlum dældum þannigað þegar þeim er púttað þaðan byrji boltinn aðhoppa. Getur slíkt eyðilagt pútt viðkomandikylfings og í þeim tilfellum er rétt að leyfa hreyfinguá flötum. Gæta skal þó þess að hreyfingar þessarmá ekki takmarka í fjölda en hægt er að takmarkaþær við ákveðnar flatir svo og að þegar menn hafitekið hreyfingu einu sinni megi þeir ekki hreyfaaftur fyrr en eftir að þeir eru búnir að leikaboltanum frá þeim stað sem þeir lögðu hann eftirhreyfingu.

Að jarðfastir steinar séu ekki á snöggslegnusvæði. Ef um slíka steina er að ræða og dómariverður var við þá er rétt að setja í staðarreglu aðslíkir steinar á snöggslegnu svæði séuóhreyfanlegar hindranir eða grund í aðgerð. Erbetra að setja þessa staðarreglu sem þá gildir allsstaðar á vellinum á snöggslegnu svæði heldur enað reyna að hafa upp á öllum slíkum steinum ogmerkja þá.

Að vatnstorfærur og hliðarvatnstorfærur séu réttmerktar. Ef náttúruleg mörk vatnstorfæra og

hliðarvatnstorfæra eru vel afmarkaðar þannig aðekki sé vafamál um það hvort bolti er innan torfærueða utan er hægt að skilgreina þær þannig ístaðarreglum en láta síðan hæla gefa til kynna eðlitorfærunnar. Að öðrum kosti skal láta hæla markatorfæruna og skal þess þá gætt að mörkin farihvergi yfir vatnið t.d. á milli tveggja hæla.

Að grund í aðgerð sé rétt merkt. Sérstaklega skalathugað að grund í aðgerð sé ekki merkt meðeinum bláum hæl í miðju grundarinnar eins ogtíðkast á alltof mörgum völlum. Slík merking hefuryfirleitt ekkert gildi sem grund í aðgerð og heimilarekki að bolta sé lyft úr viðkomandi skemmd ísamræmi við reglur um grund í aðgerð. Skal þessgætt að ytri mörk grundarinnar sé afmörkuð afhælum allan hringinn. Einnig væri hægt efskemmda svæðið er vel afmarkað afframkvæmdunum að skilgreina það sem grund íaðgerð í staðarreglum og vísa þá til þess að þessisvæði séu merkt með einum bláum hæl nálægtmiðju þeirra og þá þarf einnig að koma fram lýsingá mörkum grundarinnar svo að leikmenn séu ekkií vafa um það hver mörkin séu.

Að nægjanlegur sandur sé í sandglompum og aðsand hafi ekki blásið mikið út fyrir mörk hennarþannig að vafi leiki á því hvar mörkin liggi og aðþær séu ekki á kafi í vatni. Ef ekki er hægt aðbæta í glompurnar eða þurrka vatnið fyrir mótiðskal glompan merkt með bláum hælum ogskilgreind sem grund í aðgerð á leið ístaðarreglum eða leyfa ákveðnar vítislausarlausnir innan glompunnar. Nauðsynlegt er aðsetja viðkomandi skilgreiningu (þ.e. að glompan ségrund í aðgerð á leið) í staðarreglur að öðrum kostier glompan ennþá í leik sem slík og ekki verður umvítislausa lausn að ræða úr glompunni, jafnvel þótthún sé að öllu leiti merkt sem grund í aðgerð. Efmikið af sandi hefur fokið úr glompu og liggur utan

Handbók dómara - Síða 7

Undirbúningur móts

Page 8: Handbók dómara

hennar skal farið fram á að vallarstarfsmenn rakisem mest af þessum sandi aftur ofan íglompurnar, en gæta skal að dýpt sandsins eftir aðþví er lokið þannig að ljóst sé að nægjanlegursandur sé í glompunni til golfleiks.

Að ekki séu lausir steinar í glompunni eða stórskeljabrot. Ef slíkir hlutir eru í sandinum íglompunni skal dómari setja staðarreglu semskilgreinir steinana sem hreyfanlegar hindranir.Einnig þarf dómari að taka afstöðu til þess hvortstór skeljabrot eigi að skilgreinast eins ogsteinarnir ef um slík skeljabrot er að ræða ísandinum. Í því sambandi skal hafa í huga aðsteinar geta hæglega skemmt kylfurnar en ólíklegter að skeljabrotin geri það. Með tímanum molnastór skeljabrot niður í smærri brot þegar verið er aðleika úr sandinum og hverfa þannig fyrir rest. Eftekin er sú afstaða að leyfa hreyfingu steinanna enekki skeljabrotanna er rétt að það sé áréttað viðleikmenn áður en þeir hefja leik til að forðastmisskilning hjá þeim við leik úr glompum.

Að ekki sé um blind svæði að ræða fyrir leikmannvið leik hans á vellinum. Sé um slík svæði aðræða skal dómari fara fram á að viðkomandigolfklúbbur útvegi framvörð til að auðveldaleikmönnum að finna bolta sinn og flýta leik.Einnig þarf að gæta þess að viðkomandiframvörðum sé leiðbeint um það hvernig þeir skulistarfa. Hafa skal þá reglu fyrir starf framvarðar aðef framvörður sér hvar bolti lendir þá lyfti hannhvítu (eða grænu) flaggi að því gefnu að boltileikmanns lendi innan vallar, hvort heldur semboltinn er á snöggslegnu svæði, í karga utansnöggslegins svæðis eða í vatnstorfæru. Lendibolti leikmanns hins vegar utan vallar eðaframvörður sér ekki hvar hann lendir skal hannlyfta rauða flagginu. Litir flagganna gefa leikmannieinungis til kynna hvort hann ætti að leikavarabolta eða ekki, hann segir leikmanni ekki hvortboltinn er leikhæfur þaðan sem hann lendir, endagilda sérstakar golfreglur og lausnir fyrir hvert tilvikséu vandræði við áframhaldandi leik boltans semhefur ekkert með varabolta að gera. Skulu litir þeirsem hér eru tilgreindir á flöggum vera aðalreglanen aðrir litir á flöggum koma til greina og þá skalgera leikmönnum rækilega grein fyrir þýðingulitanna, en það skal jafnframt gert þótt notaðir séuhvítir (eða grænir) og rauðir litir þannig aðleikmenn séu ekki í vafa um hvaða litir eru notaðirog merkingu þeirra.

Framvörður skal jafnframt vera staðsettur þar semkylfingar þurfa að leika blint. Í því tilfelli skalframvörður gæta þess að halda rauðu flaggi á loftief hætta er á að næsta holl á eftir gæti slegið aðþeim sem eru í hvarfi og skal rauða flagginu haldiðá lofti þar til viðkomandi kylfingar eru örugglegakomnir úr höggfæri. Þegar framvörður telur að svosé skal hann láta rauða flaggið falla og lyfta ístaðinn því hvíta (eða græna) til að gefa næstaholli til kynna að það megi halda áfram leik.

Dómari skal reyna að hafa uppi á öllum þeimsvæðum sem geta dregið úr leikhraða kylfingavegna einhverra aðstæðna sem þar eru. Efdómari telur að einhver svæði geti verið þannig aðkylfingar gætu lent í vandræðum skal hann gætaþess í mótinu að vera staðsettur nálægt þessumstöðum eða fá klúbbinn til að setja gæslumann(observer) eða framvörð á viðkomandi stað til aðaðstoða kylfinga eða til að kalla til dómara efástæða er til.

Hvort um nýjan gróður sé að ræða innan vallarinssem ástæða sé til að vernda. Sérstaklega á þettavið um nýsáð grassvæði og ung tré.

Sé um nýsáð svæði að ræða er best að merkjasvæðið með bláum hælum sem grund í aðgerðhvar svo sem það er innan vallarins.

Sé um ung tré að ræða og talið ástæða til að verjaþau skal setja greinargóða skilgreiningu á þeimtrjám sem vernda á í staðarreglur ef þau eru ekkiá afmörkuðu svæði sem auðvelt er að merkja. Íþeim tilfellum sem ekki er hægt að merkja ákveðiðsvæði skal reynt að merkja sérstaklega á einhvernhátt þau tré sem verndunin nær til, t.d. meðborðum, eða setja upp auðvelda leið til að þekkjaviðkomandi tré, t.d. að um sé að ræða öll tré semeru minni en ákveðin kylfulengd og skal þá kylfanskilgreind í staðarreglum.

Síða 8 - Handbók dómara

Undirbúningur móts

Page 9: Handbók dómara

Hvort fuglar séu að gera sér hreiður innan vallarinsog þau þannig staðsett að ástæða sé til að verndaþau og fuglana. Ef svo er ætti svæði í kringumhreiðrin að merkjast sem grund í aðgerð ogjafnframt skal svæðið skilgreint þannig að leikur sébannaður innan þess til þess að fuglarnir njótiþess friðar sem að er stefnt. Einnig mætti geraþetta í staðarreglum með því að skilgreina hreiðriðog eitthvert tiltekið svæði í kring sem lokað svæðifyrir leik (t.d. með því að skilgreina það sem grundí aðgerð þaðan sem leikur er bannaður).Hvort eitthvert annað svæði innan vallarins séþess eðlis að ástæða sé til að vernda þaðsérstaklega. Ef svo er skal það merkt sem grund íaðgerð þaðan sem leikur er bannaður til þess aðverndunin nái tilgangi sínum.

Taka þarf afstöðu til þess hvort mannvirki innanvallar eigi að teljast hluti hans eða ekki. Í þvísambandi er rétt að benda á að golfreglur gerasérstaklega ráð fyrir að öll mannvirki, þ.e. allt semekki er náttúrulegt, séu hindranir. Rík ástæða þarfþví að vera fyrir hendi að vikið sé frá þessumskilningi golfreglna með setningu staðarreglna umað mannvirki séu hluti vallar.

Hvort mikið er af rusli á vellinum. Ef dómari verðurvar við mikið af rusli á vellinum, sem annaðhvorthefur fokið þangað eða á rætur sínar að rekja tilkylfinga skal hann benda vallarstarfsmanni á þaðog fara fram á að völlurinn verði hreinsaður fyrirmótið. Ef æfingarsvæði vallarins er þannig staðsettað mikið berst af æfingarboltum inn á völlinn þarfviðkomandi klúbbur einnig að gera ráð fyrir því aðstarfsmenn þess hreinsi völlinn afæfingarboltunum fyrir og á meðan á keppnistendur til þess að æfingarboltarnir séu ekki tilvandræða t.d. með því að draga úr leikhraða meðþví að lengja þann tíma sem leikmenn eru að finnasinn bolta.

Ef einhver vafaatriði eru með einhvern hlutavallarins, t.d. hvort hægt sé að notast við hann t.d.þar sem torf er að verða gróið, skulu þausérstaklega skoðuð með vallarstarfsmanni ogmetið hvort hægt sé að nota viðkomandi hluta eðaekki. Ef ekki á að notast við viðkomandi hlutavallarins skal tekin ákvörðun um hvernig hannskuli merktur. Í þeim tilfellum getur verið um það aðræða að svæðið sé allt merkt sem grund í aðgerðeða setja staðarreglur sem gilda fyrir þetta svæðisem leyfir færslu bolta úr skemmd inn á svæðisem hægt er að leika á, hvort heldur sem hægt erað notast við smáfærslu t.d. skorkortalengd eðataka upp sérstakan fallreit., eða skilgreina aðeinungis samskeyti torfanna séu grund í aðgerð ogaðeins fáist lausn ef boltinn liggi á slíkumsamskeytum.

Að úttekt lokinni skal fara yfir þau atriði semástæða er að laga, með starfsmönnum klúbbsinsog hvenær þau eigi að vera tilbúin.

Því næst eru staðarreglur vallarins yfirfarnar meðhliðsjón af þeim athugasemdum sem dómari hefurgert við úttekt hans og gerðar breytingar á þeim efástæða er talin til. Dómari skal í því sambandisérstaklega skoða að í staðarreglum sé ekki aðfinna ákvæði sem brjóta í bága við golfreglur.

Þegar úttekt er lokið og staðarreglur hafa veriðsettar í samræmi við það sem á að gilda á mótinuætti dómari að leika völlinn a.m.k. einu sinni eðafylgjast með leik manna á vellinum til þess aðskoða hvort merkingar og staðarreglur virki einsog að er stefnt.

Dómari skal kynna sér hver sé mótsstjóri oghverjir séu aðrir starfsmenn mótsins og gera sérfar um að kynnast viðkomandi aðilum áður en móthefst til að tryggja eins og kostur er gott samstarfþeirra á mótinu og að allir séu með á hreinu hvertverksvið hvers og eins er.

Dómari skal ræða við mótsstjórn um kostnaðvegna dómgæslu og hvernig gengið verði frágreiðslu fyrir störf dómara. Skal þessi liðurfrágenginn áður en mót hefst þannig að enginnmisskilningur verði á ferðinni síðar.

Störf á mótsdagDómari skal lesa yfir keppnisskilmála, staðarreglurog þær reglur sem sérstaklega lúta að þvíkeppnisfyrirkomulagi sem leikið verður eftir til að

Handbók dómara - Síða 9

Störf á mótsdag

Page 10: Handbók dómara

skerpa á kunnáttu sinni í því. Einnig ætti dómariað lesa yfir skilgreininguna á dómara.

Dómari skal athuga að hann sé með öll áhöld sín.Þau áhöld sem nauðsynleg eru fyrir dómara eru:

a) Golfreglubókin og bókin Decisions on the Rules of Golf.

b) Skorkort fyrir viðkomandi völl.c) Staðarreglur ef þær eru ekki skráðar á

skorkortið.d) Blýant eða annað skriffæri.e) Málband eða band til að mæla með.f) Klukku.g) Lista yfir keppendur og rástíma þeirra auk

tímataflna fyrir leik ef ákvæði eru um tímamörk í leik keppenda.

h) Blað eða annað til að skrifa á til að skrá hjásér úrskurði, dóma eða önnur atriði sem gerast í mótinu og dómari þarf að hafa í huga við gerð dómaraskýrslu sinnar.

Dómari skal vera mættur það tímalega ákeppnisstað að hann geti farið yfir völlinn áður ennokkur keppandi hefur leik, þannig að ef hann séreitthvað athugavert geti hann látið laga það. Þaðsem dómari þarf sérstaklega að hafa í huga viðslíka skyndiúttekt er:

Hvort búið sé að slá völlinn fyrir viðkomandikeppni.

Hvort búið sé að taka nýjar holur fyrir keppnina ogflaggstangir séu í öllum holum. Í því sambandiskal dómari athuga að holustaðsetning sésanngjörn. Holustaðsetning telst ekki sanngjörn efholan er í minna en fjögurra skrefa (venjuleggönguskref) fjarlægð frá flatarbrún, nemaaðstæður leyfi ekki annað. Holan skal heldur ekkistaðsett í miklum halla þannig að boltinn hafi ekkimöguleika á að stöðvast við holu undan eiginþunga. Einnig skal hafa veður og þá sérstaklegavind í huga við mat á sanngjarnriholustaðsetningu. Ef vindur er mikill getur það haftmikil áhrif t.d. á lengd brautar svo og hverniggengur að láta bolta stöðvast á flöt. Þurfa dómararað huga að því að brautir séu ekki lengdar meðholustaðsetningu þannig að áhöld séu um þaðhvort par brautarinnar geti haldist. Þannig er t.d.mjög löng par 3 braut sem kylfingur þarf að leikabeint upp í vindinn ósanngjörn ef holan er staðsettaftast á flötinni þannig að hún er eins löng og hægter í slíku veðri. Einnig skal huga að því að bolti

fjúki ekki nær undantekningarlaust af flöt efleikmenn reyna að leika beint á pinna.

Að allar sandglompur séu rakaðar og sléttar.

Að teigar séu rétt staðsettir og í því sambandi þarfdómari að hafa í huga að teigur skal vera tværkylfulengdir að dýpt, þannig að teigmerkin þurfa aðvera staðsett þannig að kylfingar hafi þessar tværkylfulengdir til að stilla bolta sínum á. Hér þarfdómari einnig að huga að vindi og áhrifa hans. Efmikill meðvindur er á mótsdegi er rétt að láta teigavera eins aftarlega og hægt er en ef mikillmótvindur er þá er réttlætanlegt að færa þá velframar og stytta þannig brautina sem vindurinnlengir allnokkuð. Sérstaklega skal hafa þetta íhuga þar sem um langar brautir er að ræða. Þaðer ósanngjarnt að teigar séu þannig staðsettir aðvenjulegur klúbbkylfingur geti ekki leikið af teig oginn á flöt m.v. par brautarinnar.

Dómari skal einnig huga að snyrtingu vallarins ogað ekki sé mikið af rusli inni á vellinum. Sem ruslí þessu sambandi flokkast líka æfingaboltar fráæfingarsvæði þar sem þannig háttar til aðæfingarsvæði klúbbsins er nægjanlega nálægtvellinum til þess að boltar geti borist afæfingarsvæðinu og inn á völlinn.

Dómari skal fara yfir þau atriði sem ræsir þarf aðfara yfir með keppendum áður en keppni hefst tilað tryggja samræmi í upplýsingagjöf til keppenda.Æskilegt er að ræsir sé með sérstakt minnisblaðmeð atriðum sem hann þarf að fara yfir meðkeppendum. Í því sambandi þarf ræsir að fara yfireftirfarandi atriði:

a) Spyrja keppendur hvort þeir hafi talið kylfurnarsínar í poka sínum og fullvissað sig um að þær séuekki fleiri en 14.

Síða 10 - Handbók dómara

Störf á mótsdag

Page 11: Handbók dómara

b) Athuga að teigtré (driver) sé samþykktur skv.reglunum og sé á lista yfir samþykkt teigtré og ekkiá lista yfir teigtré sem ekki eru samþykkt, efákvæði er um slíkt í keppnisskilmálum.

c) Athuga hvort boltarnir sem keppendur eru aðnota séu á lista yfir samþykkta golfbolta ef ákvæðier um slíka bolta í keppnisskilmálum.

d) Biðja keppendur að gefa upp tegund og númerbolta sinna og sérkenni þeirra ef þeir erusérmerktir til að auðvelda keppendum að berakennsl á bolta hvers annars. Einnig þarf hann aðbenda leikmönnum á að láta meðkeppendur sínavita hvaða bolta þeir eru að nota hverju sinni efþeir þurfa einhverra hluta vegna að skipta um boltaá meðan á leik stendur.

e) Fara yfir helstu atriði staðarreglna ogkeppnisreglna með keppendum og afhenda þeimeintak af staðarreglunum eða tryggja aðkeppendur séu með eintak þeirra í fórum sínum.

f) Ganga úr skugga um að í hverju holli sé a.m.k.ein klukka til að taka tíma við leit að bolta svo ogað leikmenn geti fylgst með því að leiktími þeirrasé ekki of mikill. Ræsir skal jafnframt bendaleikmönnum á að gæta að því ef þeir þurfa að leitaað bolta að það tefji ekki næsta holl á eftir og aðhleypa því þá framúr ef þeir sjá að það er aðtefjast.

g) Fara yfir tímatöflu með keppendum ef sett ertímatafla fyrir leik á einstökum holum og vellinumöllum.

h) Fara yfir rásröð keppenda í hverju holli eða þáreglu sem um það gildir, hafi slík regla veriðákveðin.

i) Að allir farsímar séu í samræmi við það semsiðareglur og reglur viðkomandi klúbbs gera ráðfyrir og gera keppendum grein fyrir því hvenærnotkun þeirra er leyfð í samræmi við þessar reglur.

j) Að leikmenn viti hverjir dómarar og starfsmennséu og hvernig þeir séu merktir úti á velli til aðauðvelda þeim að þekkja þá þurfi þeir á þeim aðhalda og flýta þannig leik.

Eftir að leikur er hafin skal dómari koma sér fyrirþannig á vellinum að hann sjái yfir sem mestanhluta vallarins og þannig að sem flestir keppendursjái hann. Séu fleiri en einn dómari á mótinu skuluþeir skipta með sér störfum en eftir sem áðurkoma sér þannig fyrir að sem flestir leikmanna vitiaf þeim á vellinum til að auðvelda þeim að kalla þátil ef á þarf að halda. Jafnframt skal dómari hugaað því að vera staðsettur nálægt þeim stöðum semhann hefur fyrirfram áætlað að reyna muni ágolfreglur vegna úrlausna sem leikmenn þurfti aðfá.

Dómari verður að gæta þess hvers konar leikformer verið að leika upp á það hversu mikið hann skuligrípa inn í ef hann sér leikmann fremja brot áreglum.

Ef um holukeppni er að ræða á dómari að skiptasér sem minnst af leik leikmanna jafnvel þótt hannsjái leikmann brjóta reglurnar, nema ef hann telurað andstæðingurinn sé þannig staðsettur að hannhafi ekki haft tækifæri á að sjá brotið. Í þeimtilfellum skal dómari grípa inn í og skýra leikmanniog andstæðingi frá brotinu og hvaða regla brotinvar. Dómari skal þó ætíð koma á vettvang ef hanner kallaður til af einhverjum leikmanni.

Ef dómari sér leikmann brjóta reglurnar íholukeppni án þess að mótherji hans geriathugasemd þá er það góð regla að dómari hafi talaf báðum leikmönnunum eftir að mótherjinn geturekki lengur gert kröfu, til að gera þeim grein fyrirbrotinu og hvaða þýðingu það hefur skv.golfreglum. Er þetta liður í því hlutverki dómara aðveita leikmönnum almennan fræðslu umgolfreglur.

Í höggleik skal dómari láta sig varða öll brotleikmanna sem hann verður vitni að. Skal hanntilkynna leikmanni um brotið og ritara hans þannigað viðeigandi víti verði skráð með skori leikmanns.Dómari skal líka reyna eins og hægt er að forða

Handbók dómara - Síða 11

Störf á mótsdag

Page 12: Handbók dómara

leikmanni frá því að brjóta reglurnar með því aðbenda honum á ef hann er um það bil að brjótaþær. Dómari verður þó að hafa í huga að hannhefur ekki vald til að koma í veg fyrir eða bannaleikmanni að brjóta reglurnar viljandi, en vald hansnær hins vegar til þess að leikmaður hljóti það vítisem hann hefur unnið til.

Dómari ætti ekki að gæta flaggstangar eðahandleika bolta leikmanna á meðan á leik stendur.Hann getur hins vegar aðstoðað leikmenn í leit aðbolta sínum eða sýnt þeim leiklínu þegarleikmaður þarf að leika blint. Dómari skal gætaþess á sama hátt og leikmenn að hann sé ekki aðgefa leikmönnum óheimil ráð í skilningi reglu 8.Dómara er þó heimilt eins og leikmönnum aðsvara spurningum almenns eðlis um völlinn oglegu hluta þegar um er að ræða atriði sem eiga aðvera þekkt öllum, svo sem um legu brautar, hvarfjarlægðarvísar séu og hvað þeir tákna, umstaðsetningu torfæra o.s.frv.

Ef dómari er kallaður til af leikmönnum skal hanngefa sér tíma til að kanna aðstæður og hvað komfyrir þannig að hann hafi sem nákvæmastar ogfyllstar upplýsingar um atburðinn til að byggjaúrskurðinn á. Eftir að dómari er kominn á staðinnog búinn að bjóða fram aðstoð sína skal hann:

Fá sem nákvæmastar upplýsingar um staðreyndirmálsins.

Fá upplýsingar frá kylfingnum og öðrumleikmönnum um það hvað viðkomandi leikmaðurætlaði sér að gera þegar atburðurinn átti sér stað.Ef ágreiningur er milli kylfings og annarraleikmanna skal leitað upplýsinga frá hverjum þeimsem var nálægur og varð vitni að atburðinum. Efengir aðrir voru viðstaddir verður dómari að metatrúverðugleika frásagnar viðkomandi aðila, enaðalreglan er að leikmaður njóti vafans séu baratveir til frásagnar.

Þegar dómari hefur komist að niðurstöðu umúrskurð ætti hann að gefa leikmönnumupplýsingar um hvaða regla var brotin og gefaþeim færi á að lesa viðkomandi reglu semúrskurðurinn byggir á.

Dómari skal hafa í huga að úrskurður hans erendanlegur og verður uppkvaðning úrskurðar ekkivísað til nefndarinnar nema með samþykkidómara. Af þeim sökum skulu dómarar ætíð vanda

eins vel og kostur er úrskurði sína, rökstyðja þá velog gera viðkomandi aðilum rækilega grein fyrirþeim og á hverju þeir byggja. Dómarar skulujafnframt hafa í huga að þeir geta sjálfir breytt fyrridómi sínum telji þeir eftir nánari skoðun að hannhafi verið rangur, enda sé það gert áður enviðkomandi móti er lokið og niðurstaða hefur veriðkynnt.

Sé brot viðkomandi leikmanns þess eðlis að umfrávísunarvíti er að ræða skal dómari hafa í hugaað hann hefur ekki vald til að breyta frávísunarvíti.Hins vegar er ekkert sem kemur í veg fyrir aðdómari bendi mótsstjórn á mildandi aðstæður séuþær fyrir hendi þannig að mótsstjórn geti ákveðiðað breyta frávísunarvítinu. Rétt er að benda á aðslíkri breytingu er einungis hægt að beita íeinstaka undantekningartilfellum.

Störf eftir að móti er lokiðEftir að leik er lokið á mótinu skal dómari vera tilstaðar til að aðstoða við að úrskurða um hvert þaðvafaatriði sem upp kemur í meðförðummótsstjórnar eða til að fjalla um kærur sem berasteftir að leik er lokið og áður en úrslit leiks hafaverið opinberuð.

Dómari skal ljúka við dómaraskýrslu sína þegarmóti er lokið og skila henni til mótsstjórnar semskilar henni til GSÍ. Dómaraskýrslunni skal skilaðtil GSÍ eigi síðar en innan viku frá því að mótinulauk. Hafi brot verið framið í mótinu sem varðarsiðareglur golfsins skal dómari gera sérstaklegagrein fyrir því í dómaraskýrslu og skila henni tilmótsstjórnar og auka eintaki til aganefndarviðkomandi klúbbs ef mótið er ekki á vegum GSÍen annars til aganefndar GSÍ og skal henni skilaðinnan viku frá því að mótinu lauk. Munu aganefndirsíðan taka málið til framhaldandi skoðunar til aðmeta hvort ástæða er til agaviðbragða af hennarhálfu vegna viðkomandi brots.

Síða 12 - Handbók dómara

Störf eftir að móti er lokið

Page 13: Handbók dómara

Eftirfarandi eru þau atriði sem ættu að koma framá dómaraskýrslu auk sýnishorn af útfyllinguhennar og skal dómari skila henni til mótsnefndarog golfsambandsins.

Mót: Evrópumót karla, 70 ára og eldri.

Dagsetning: 5. - 7. ágúst 2009

Völlur: Heimavöllur

Umsjónarklúbbur: Golfklúbbur Furðuvíkur

Leikfyrirkomulag: Keppnin var blendingurhöggleiks, einstaklinga og 6 manna sveita, með ogán forgjafar, fjórleikur fyrsta daginn, afbrigðifjórmennings annan daginn (Greensome/ScotchFoursome) og almennur höggleikur þriðja daginn.Til verðlauna var bæði reiknað í Stablefordpunktum og höggafjölda.

Keppendur (fjöldi og kyn): Keppendur voru 96auk fararstjóra og varamanna. Einn keppendaþurfti að hætta leik vegna meiðsla/veikinda áðuren áður en umferð lauk á þriðja degi.

Úttekt á velli: Fór fram í nokkra daga fyrir mótið.Völlurinn var merktur og settur upp í góðrisamvinnu við umsjónarmenn hans. Þar sem umvar að ræða keppendur 70 ára og eldri miðað viðnæstu áramót var reynt að hafa hann tiltölulegaléttan og greiðfæran. Óslægja var því takmörkuðog í mótinu voru teigar og holustaðsetningarþægilegar.

Athugasemdir varðandi keppendur ogmætingu þeirra: Keppendur voru yfirleitt tilfyrirmyndar enda almennt leikvanir eftir áratugagolfleik, en þeim gekk illa að fullnægja ákvæðumum hámark leiktíma, þótt liðsstjórar hefðu á fundihafnað því að hann yrði lengdur með tilliti til aldurskeppenda.

Veður keppnisdagana þrjá (stutt lýsing):Keppnin fór að mínu mati vel fram þrátt fyrirslagveður annan dag mótsins og hvassviðrilokadaginn.

Leikhraði: Við þurftum þó ekki að beitaviðurlögum öðrum en áminningum um leikhraðaen það sem helst tafði leik var þegar stífurhliðarvindur feykti boltum keppenda fyrir leiklínu áannarri holu eða holum.

Vegna þessa og að keppendur voru mismunandifótfráir var ákveðið að taka vægt átímatakmörkunum.

Dómar (stutt lýsing og reglur sem brotnarvoru, aðrar almennar ábendingar um það semalmennt hefur miður farið hjá keppendum):Vandamál voru fá og léttvæg en það vakti athyglihve mönnum virðist erfitt að lyfta armi í axlarhæðeigi að láta bolta falla og nokkrum sinnum þurfti aðláta menn endurtaka (vítalaust).Þá er það einnig furðulegt þegar menn láta boltafalla handan vatnstorfæru hve þeir reyna gjarnanað vera sem næst bakkanum í stað þess að veljaheppilegra svæði lengra frá vegna viðunandi leguog fjarlægðar fyrir kylfuval.

Skrifari leikmanns skráði óvart annan en honumvar ætlað og því þurfti á kortasvæði að reiða sig áminni skrifarans og síðan keppandans, sem ífyrstu virtist lítt samvinnufús.

Líkt og til að afsanna regluna um hið ánægjulegaviðmót kependanna var einn þeirra svo önugur aðkylfuberi hans gafst upp að loknum öðrum degi.Mótsstjórn ræddi við keppandann sem virtist sjáað sér.

Þá taldi keppandi sig hafa sætt úrskurði dómaraþegar hann túlkaði orð nærstadds áhorfanda,annars þjóðernis og tungumáls, sem slíkan og aðum "official" hefði verið að ræða. Það leystist þómeð sanngirni.

Atvik sem varða agamál og siðareglur golfsins(greinargóð lýsing á atviki og úrskurði):

Dómari: Jón Jónsson

Handbók dómara - Síða 13

Dæmi um dómaraskýrslu

Page 14: Handbók dómara

I. Kafli. Dómaranefnd.

1. gr. Skipun nefndarinnar:Dómaranefnd GSÍ skal skipuð 3 mönnum og 3til vara og skulu þeir kosnir til 2ja ára í senn afgolfþingi. Skulu a.m.k. tveir aðalmanna hafalokið alþjóðlegu dómaraprófi frá the Royal &Ancient Golf Club of St. Andrews og aðrirnefndarmenn og varamenn skulu vera meðlandsdómararéttindi hið minnsta. Skal nefndinskipta með sér störfum og skal formaður hennarhafa lokið alþjóðlegu dómaraprófi frá the Royal& Ancient Golf Club of St. Andrews.

2. gr. Hlutverk:Hlutverk nefndarinnar er:1. að vera æðsti innlendi aðili um túlkungolfreglna2. að hafa umsjón með málefnum golfdómara ílandinu3. að vera sérfræðilegur ráðunautur stjórnar GSÍí öllum málum er varða golfdómara og golfreglurog sjá um erlend samskipti á sviði golfreglna ogdómaramála, skv. beiðni hennar hverju sinni4. að annast sérhvert það verkefni varðandigolfreglur og dómara, sem stjórn GSÍ kann aðfela henni5. að hafa umsjón með menntun golfdómara,bæði frummenntun og endurmenntun6. að funda reglulega með golfdómurum þarsem farið er m.a. í gegnum nýjungar ígolfreglum, nýja úrskurði varðandi golfreglur ogvafaatriði sem upp hafa komið,7. að setja reglur og viðhalda þeim um störfdómara,8. að miðla fræðslu til hins almenna kylfings umgolfreglur í samráði við golfklúbba innan GSÍ9. að vera aðildarklúbbum GSÍ innan handar viðaðstoð á merkingum golfvalla, gerðstaðarreglna, undirbúning fyrir mótahald eðahvað eina annað sem golfklúbbarnir leita eftir ognefndin getur veitt aðstoð með10. að sjá um niðurröðun á dómurum á mót ávegum GSÍ í samráði við stjórn GSÍ.Aðildarklúbbar GSÍ eru ábyrgir fyrir dómgæslu ámótum á vegum þeirra sjálfra.

3. gr. Skipun dómara á mót:Dómaranefnd skal senda tillögur til stjórnar GSÍað niðurröðun dómara á mót á vegumsambandsins eigi síðar en 2 mánuðum áður en

fyrsta mót hvers leikárs hefst. Nefndin skalleitast við að dómari í hverju móti skuli verafélagsmaður í þeim golfklúbbi sem mótið heldur.Skal umsjónarklúbbum hvers móts fyrir sig sendniðurröðun dómaranefndar og stjórnar GSÍþegar hún liggur fyrir.Geti viðkomandi dómari ekki af einhverjumsökum verið við dómgæslu sem hann hefurverið skipaður til skal hann tilkynna það tildómaranefndar GSÍ sem þá skipar nýjandómara að höfðu samráði við stjórn GSÍ ogviðkomandi umsjónarklúbb.

4. gr. Kostnaður við dómgæslu:Stjórn GSÍ gefur árlega út gjaldskrá vegnadómgæslu í golfmótum og skal farið eftir henniþegar dómurum eru greidd laun eða annarkostnaður vegna dómgæslu.GSÍ skal leitast við að sjá lands- og/ eðaalþjóðadómurum á GSÍ mótum fyrirnauðsynlegum áhöldum til dómgæslu svo sem:a. Golfreglubókumb. Decisions on the Rules of Golfc. Aðrar útgáfur the R&A er varða golfreglur ogmótahald, sem dómarar gætu þurft á að halda.d. Tæki til fjarlægðarmælingae. Hlífðarföt sem einkenna viðkomandi semdómara til nota við störf hans.

II. Kafli. Dómarar.

5. gr. Flokkun dómara:Golfdómarar skipast í þrjá flokka eftir menntunog reynslu:a) Héraðsdómararb) Landsdómararc) Dómarar með alþjóðleg réttindi

6. gr. Héraðsdómarar:Til þess að fá réttindi sem héraðsdómari þarfviðkomandi að vera meðlimur í golfklúbbi innanGSÍ og verða 18 ára á árinu og hafa sóttsérstakt námskeið fyrir héraðsdómara á vegumdómaranefndar GSÍ og staðist þar próf.Námskeið fyrir héraðsdómara skal halda a.m.k.einu sinni á ári.Héraðsdómari hefur rétt til að dæma íinnanfélagsmótum í golfklúbbi sínum, opnummótum á vegum hans og mótum á vegum GSÍnema annað sé tekið fram í reglugerðum GSÍ.

Síða 14 - Handbók dómara

Reglugerð fyrir dómaranefnd GSÍ og golfdómara

Page 15: Handbók dómara

Héraðsdómari hefur einnig rétt til að starfa semaðstoðarmaður landsdómara eðaalþjóðadómara. Héraðsdómararéttindi eru veitttil enda gildistíma viðkomandi golfreglna, eða aðhámarki til fjögurra ára. Til þess að endurnýjahéraðsdómararéttindin að þeim tíma liðnum skalviðkomandi sækja endurmenntunarnámskeiðhjá dómaranefnd GSÍ og endurnýjast þáhéraðsdómararéttindi hans til loka gildistímaþeirra golfreglna sem þá eru í gildi. Séendurmenntunarnámskeið ekki sótt fallaréttindin niður og þarf viðkomandi þá að sækjahéraðsdómaranámskeið að nýju og standastþar próf.

7. gr. Landsdómarar:Landsdómari getur hver sá héraðsdómari orðiðsem hefur sótt sérstakt námskeið fyrirlandsdómara á vegum dómaranefndar GSÍ ogstaðist þar próf. Til að mega sækja slíktnámskeið þarf héraðsdómari að hafa:a) haft héraðsdómararéttindin í a.m.k. þrjú ár, og b) starfað sem golfdómari á golfmótum semhafa staðið yfir í samtals 10 daga á þriggja áratímabili.Landsdómari hefur réttindi til að dæma í ölluminnlendum mótum á vegum golfklúbba og GSÍnema annað sé tekið fram í reglugerðum GSÍ.Landsdómari getur einnig verið aðstoðarmaðurá alþjóðlegum mótum sem haldin eru hér álandi.Landsdómararéttindi eru veitt til enda gildistímaviðkomandi golfreglna, eða að hámarki tilfjögurra ára. Til þess að haldalandsdómararéttindum við þarf viðkomandi aðdæma a.m.k. 5 daga á hverju ári. Starflandsdómara sem aðstoðarmaðuralþjóðadómara, seta á fundum meðdómaranefnd og þátttaka í kennslu golfreglna ávegum dómaranefndar GSÍ, hvort heldur um erað ræða fræðslu til almennra kylfinga eðahéraðsdómaranámskeið, teljast jafngildadómgæslu þegar til endurnýjunar á réttindumkemur. Dómaranefnd GSÍ skal meta hvortlandsdómarar fái endurnýjuð réttindi sín.

8. gr. Dómarar með alþjóðleg réttindi:Dómarar með alþjóðleg réttindi (R&A refereeeða alþjóðadómarar) eru allir þeir landsdómararsem lokið hafa dómaraprófi frá R&A í samræmivið kröfur þeirra.

Dómaranefnd skal gera tillögu til stjórnar GSÍum þá landsdómara sem teljast hafanægjanlega kunnáttu og reynslu til að þreytapróf á vegum R&A og ákveður stjórn GSÍ hvortþá skuli senda utan til þess að þreyta prófið.Alþjóðadómari hefur réttindi til að dæma í ölluminnlendum mótum á vegum golfklúbba og GSÍauk alþjóðlegra móta sem kunna að vera haldinhér á landi.Til þess að halda alþjóðlegum dómara-réttindunum við þarf viðkomandi að dæmaa.m.k. 5 daga á hverju ári. Seta í dómaranefnd,seta á fundum dómaranefndar GSÍ meðlandsdómurum eða störf við kennslu ágolfreglum, hvort heldur um er að ræða fræðslutil almennra kylfinga, héraðsdómaranámskeiðeða landsdómaranámskeið getur komið í staðdómgæslu þegar metið er hvort alþjóðadómariuppfylli kröfur til að halda dómararéttindumsínum og skal dómaranefnd GSÍ meta það.Dómaranefnd GSÍ getur einnig ákveðið að aðrirhlutir teljist jafngildir og dómgæsla við mat áendurnýjun dómararéttinda, t.d. gerðkennsluefnis o.s.frv.

9. gr. Svipting dómararéttinda.Mæti dómari ekki til dómarastarfa á mót semhann hefur verið skipaður til án þess að tilkynnadómaranefnd um forföll skal dómaranefnd leitaskýringa viðkomandi dómara og getur síðanveitt honum formlega áminningu telji húnástæðu til. Verði endurtekning á þessu af hálfudómarans án frambærilegra skýringa erdómaranefnd heimilt að svipta viðkomandidómara réttindum sínum. Svipting á grundvelliþessarar málsgreinar er endanleg. Aðili semsviptur hefur verið dómararéttindum einu sinnigetur fengið þau aftur eftir að hafa sótt námskeiðog þreytt próf líkt og hann hefði ekki haftdómararéttindi áður. Verði viðkomandi aðilisviptur dómararéttindum í annað sinn er þaðendanleg svipting og getur hann ekki fengið þauendurnýjuð aftur.Dómaranefnd er heimilt að svipta manndómararéttindum, tímabundið eða til frambúðar,hafi hann hlotið áminningu eða veriðúrskurðaður í leikbann af hálfu aganefndar GSÍ.

Handbók dómara - Síða 15

Reglugerð fyrir dómaranefnd GSÍ og golfdómara

Page 16: Handbók dómara

Golfsamband ÍslandsStofnað 1942

Engjavegi 6104 Reykjavík

Sími: 514-4050Fax: 514-4051

[email protected]