hrafnkell Óskarsson lokaverkefni til b.s. gráðu háskóli ...¾yrlan.pdf · 3 sjúkraflug þyrlu...

31
Sjúkraflug þyrlu Landhelgisgæslu Íslands árin 2008-2012 Hrafnkell Óskarsson Lokaverkefni til B.S. gráðu Háskóli Íslands Læknadeild Heilbrigðisvísindasvið

Upload: nguyendieu

Post on 07-Apr-2019

222 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Hrafnkell Óskarsson Lokaverkefni til B.S. gráðu Háskóli ...¾yrlan.pdf · 3 Sjúkraflug þyrlu Landhelgisgæslu Íslands árin 2008-2012 Hrafnkell Óskarsson1, Auður Elva Vignisdóttir1,2,

Sjúkraflug þyrlu Landhelgisgæslu Íslands árin 2008-2012

Hrafnkell Óskarsson

Lokaverkefni til B.S. gráðu

Háskóli Íslands

Læknadeild

Heilbrigðisvísindasvið

Page 2: Hrafnkell Óskarsson Lokaverkefni til B.S. gráðu Háskóli ...¾yrlan.pdf · 3 Sjúkraflug þyrlu Landhelgisgæslu Íslands árin 2008-2012 Hrafnkell Óskarsson1, Auður Elva Vignisdóttir1,2,

Sjúkraflug þyrlu Landhelgisgæslu Íslands árin 2008-2012

Hrafnkell Óskarsson

Lokaverkefni til B.S. gráðu í læknisfræði

Leiðbeinandi: Brynjólfur Mogensen

Meðleiðbeinendur: Auður Elva Vignisdóttir, Viðar Magnússon og Auðunn Kristinsson

Læknadeild

Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands

Maí 2014

Page 3: Hrafnkell Óskarsson Lokaverkefni til B.S. gráðu Háskóli ...¾yrlan.pdf · 3 Sjúkraflug þyrlu Landhelgisgæslu Íslands árin 2008-2012 Hrafnkell Óskarsson1, Auður Elva Vignisdóttir1,2,
Page 4: Hrafnkell Óskarsson Lokaverkefni til B.S. gráðu Háskóli ...¾yrlan.pdf · 3 Sjúkraflug þyrlu Landhelgisgæslu Íslands árin 2008-2012 Hrafnkell Óskarsson1, Auður Elva Vignisdóttir1,2,

Ritgerð þessi er lokaverkefni til B.S. gráðu í læknisfræði og er óheimilt að afrita ritgerðina á nokkurn hátt nema

með leyfi rétthafa

© Hrafnkell Óskarsson, 2014

Prentun: Pixel prentþjónusta ehf

Reykjavík, Ísland 2014

Page 5: Hrafnkell Óskarsson Lokaverkefni til B.S. gráðu Háskóli ...¾yrlan.pdf · 3 Sjúkraflug þyrlu Landhelgisgæslu Íslands árin 2008-2012 Hrafnkell Óskarsson1, Auður Elva Vignisdóttir1,2,

1

Efnisyfirlit

Ágrip ........................................................................................................................................... 3

Listi yfir skammstafanir ............................................................................................................. 4

1 Inngangur ............................................................................................................................ 5

1.1 Saga sjúkraþyrlna ........................................................................................................ 5

1.2 Kostir sjúkraþyrlu fram yfir sjúkrabíl .......................................................................... 5

1.2.1 Vitjun slasaðra .................................................................................................. 6

1.2.2 Vitjun veikra ..................................................................................................... 7

1.3 Þörfin á lækni um borð ................................................................................................ 8

1.4 Öryggi .......................................................................................................................... 9

1.5 Markmið ...................................................................................................................... 9

2 Efniviður og aðferðir......................................................................................................... 10

2.1 Þýði og skráðar breytur.............................................................................................. 10

2.1.1 NACA ............................................................................................................. 10

2.1.2 AIS .................................................................................................................. 11

2.1.3 ISS, RTS & TRISS ......................................................................................... 11

2.1.4 Modified Early Warning Score....................................................................... 12

2.2 Úrvinnsla ................................................................................................................... 13

2.3 Leyfi........................................................................................................................... 13

3 Niðurstöður ....................................................................................................................... 14

3.1 Aldur og kyn .............................................................................................................. 14

3.2 Tímadreifing vitjana .................................................................................................. 15

3.3 Áverkar ...................................................................................................................... 16

3.4 Veikindi ..................................................................................................................... 17

3.5 Bráðleiki flugs ........................................................................................................... 18

3.6 Inngrip ....................................................................................................................... 18

4 Umræða ............................................................................................................................. 20

4.1 Samantekt á niðurstöðum .......................................................................................... 20

4.1.1 Aldur og kyn ................................................................................................... 20

4.1.2 Tímadreifing vitjana ....................................................................................... 20

4.1.3 Áverkar ........................................................................................................... 21

4.1.4 Veikindi .......................................................................................................... 21

4.1.5 Bráðleiki flugs ................................................................................................ 22

4.1.6 Inngrip ............................................................................................................ 22

4.2 Styrkleikar og takmarkanir ........................................................................................ 22

4.3 Ályktun og framhald .................................................................................................. 23

5 Þakkir ................................................................................................................................ 24

Heimildaskrá ............................................................................................................................ 25

Page 6: Hrafnkell Óskarsson Lokaverkefni til B.S. gráðu Háskóli ...¾yrlan.pdf · 3 Sjúkraflug þyrlu Landhelgisgæslu Íslands árin 2008-2012 Hrafnkell Óskarsson1, Auður Elva Vignisdóttir1,2,

2

Page 7: Hrafnkell Óskarsson Lokaverkefni til B.S. gráðu Háskóli ...¾yrlan.pdf · 3 Sjúkraflug þyrlu Landhelgisgæslu Íslands árin 2008-2012 Hrafnkell Óskarsson1, Auður Elva Vignisdóttir1,2,

3

Sjúkraflug þyrlu Landhelgisgæslu Íslands árin 2008-2012

Hrafnkell Óskarsson1, Auður Elva Vignisdóttir

1,2, Viðar Magnússon

3, Auðunn Kristinsson

4,

Brynjólfur Mogensen1,2

1Læknadeild Háskóla Íslands,

2Rannsóknarstofu LSH og HÍ í bráðafræðum

3Bráðasviði

Landspítala, 4Landhelgisgæslu Íslands

Inngangur: Æskilegt er að alvarlega slasað og veikt fólk komist sem fyrst á sérhæft sjúkrahús

til greiningar og meðferðar. Þyrla Landhelgisgæslu Íslands (LHG), með lækni um borð, er

talin mikilvægur þáttur í heilbrigðisþjónustu Íslendinga því hún getur vitjað slasaðra og veikra

á skömmum tíma við erfiðustu aðstæður til sjós og lands.

Efniviður og aðferðir: Úrtak rannsóknarinnar voru þeir sjúklingar sem fluttir voru á

Landspítala (LSH) með þyrlu LHG árin 2008-2012. Upplýsinga var aflað úr þyrlu- og

sjúkraskrám LSH. Bráðleiki flugs var metinn með NACA (National Advisory Committee for

Aeronautics) kvarða. Áverkar slasaðra sjúklinga voru stigaðir með The Abbrevated Injury

Scale (AIS), Injury Severity Score (ISS), Revised Trauma Score (RTS) og Trauma and Injury

Severity Score (TRISS). Veikir sjúklingar voru stigaðir með Modified Early Warning Score

(MEWS) og flokkaðir m.t.t. 10. útgáfu um alþjóðlega flokkun sjúkdóma (ICD-10).

Niðurstöður: Alls voru 275 sjúklingar fluttir með þyrlu LHG á LSH vegna áverka eða

veikinda. Karlar voru 70,5%. Meðalaldur slasaðra var 38,4 ár samanborið við 51,4 ár hjá

veikum (p < 0,001). Útköll vegna slasaðra voru 65,5%. Bráðleiki flugs var mikill (NACA 4-7)

hjá 51,6% sjúklinga. Algengast var að slasaðir væru með áverka á neðri útlim og

mjaðmagrind (25,6 %). Að meðaltali var RTS 7,5, ISS 10,0 og TRISS 93,6%. Mikið eða

meira slasaðir (ISS ≥ 9) voru 36,7%. Veikir fengu að meðaltali 1,3 á MEWS skala og

algengasta orsök útkalls voru hjarta- og æðasjúkdómar (48,4%).

Ályktanir: Stór hópur þeirra sem fluttur var með þyrlunni var mikið eða meira slasaður.

Tæplega helmingur veikra var með hjarta- og æðasjúkdóm. NACA stigun á vettvangi virðist

gefa góða mynd af bráðleika slasaðra og veikra. Sjúkraflug þyrlu LHG virðist skipta miklu

máli í heilbrigðisþjónustu Íslendinga.

Page 8: Hrafnkell Óskarsson Lokaverkefni til B.S. gráðu Háskóli ...¾yrlan.pdf · 3 Sjúkraflug þyrlu Landhelgisgæslu Íslands árin 2008-2012 Hrafnkell Óskarsson1, Auður Elva Vignisdóttir1,2,

4

Listi yfir skammstafanir

AIS – The Abbrevated Injury Scale

ICD-10 – 10. útgáfa um alþjóðlega flokkun sjúkdóma

ISS – Injury Severity Score

LHG – Landhelgisgæsla Íslands

LSH – Landspítali

MEWS – Modified Early Warning Score

NACA - National Advisory Committee for Aeronautics

RTS – Revised Trauma Score

TRISS – Trauma and Injury Severity Score

Page 9: Hrafnkell Óskarsson Lokaverkefni til B.S. gráðu Háskóli ...¾yrlan.pdf · 3 Sjúkraflug þyrlu Landhelgisgæslu Íslands árin 2008-2012 Hrafnkell Óskarsson1, Auður Elva Vignisdóttir1,2,

5

1 Inngangur

Þyrla Landhelgisgæslu Íslands (LHG) hefur þótt mikilvægur þáttur í heilbrigðisþjónustu

Íslendinga, en hún getur vitjað slasaðra og veikra við erfiðustu aðstæður til sjós og lands á

skömmum tíma. Læknir er um borð í þyrlunni ásamt ýmsum búnaði sem gerir honum kleyft

að veita sjúklingi sérhæfða meðferð bæði á vitjunarstað og í flugi. Orsakir útkalla þyrlu LHG

og afdrif sjúklinga hafa ekki verið skoðuð nema að litlu leyti síðastliðinn áratug.

1.1 Saga sjúkraþyrlna

Rekja má upphaflega notkun þyrlna í sjúkraflugi til hernaðar en skráð gögn benda til þess að

slasaðra hermanna hafi verið vitjað með þessum hætti í Seinni heimsstyrjöldinni (1). Útbreidd

notkun á þyrlu til sjúkravitjunar hófst hjá bandaríska hernum í Kóreustríðinu. Mikil þróun

varð á sjúkraflugi í kjölfar þess og í Víetnamstríðinu beittu Bandaríkjamenn sérútbúnum

þyrlum til sjúkravitjunar. Árangurinn kom fljótlega í ljós og mældust lífslíkur særðra

hermanna mun meiri í Víetnamstríðinu en í fyrri stríðum. Lagði þetta grunninn að innreið

sjúkraþyrlna í almennu samfélagi á 8. áratug síðustu aldar en þær þykja sjálfsagður möguleiki

til vitjunar slasaðra og veikra í flestum þróuðum löndum í dag (2).

Fyrsta þyrla LHG var Eir og kom hún til lands árið 1965 (3). LHG starfrækir þrjár þyrlur í

dag, þ.e. Líf, Syn og Gná, en þær eru allar af gerðinni Aerospatiale Super Puma. Þær geta

flogið við fjölbreyttar aðstæður og eru auk þess búnar sigbúnaði. Fimm menn eru í áhöfn að

jafnaði, þ.e. tveir flugmenn, sigmaður, spilmaður og læknir (4).

1.2 Kostir sjúkraþyrlu fram yfir sjúkrabíl

Þrátt fyrir að sjúkraþyrlur þyki sjálfsagður möguleiki til sjúkravitjunar slasaðra og veikra víða

um heim hefur reynst erfitt að sýna fram á heildarkosti þeirra fram yfir sjúkrabíla. Vissulega

geta þær vitjað sjúklinga á mun skemmri tíma en sjúkrabílar eftir því sem vegalengdin eykst

(2). Aftur á móti hefur reynst mönnum erfitt að álykta hvaða sjúklingahópum þessi fararskjóti

gagnist best. Mikilvægt er að framkvæma rannsóknir á þessu viðfangsefni enda

rekstrarkostnaður sjúkraþyrlna mikill miðað við sjúkrabíla og einnig þarf að huga að öryggi

sjúklings og áhafnar (2, 5).

Page 10: Hrafnkell Óskarsson Lokaverkefni til B.S. gráðu Háskóli ...¾yrlan.pdf · 3 Sjúkraflug þyrlu Landhelgisgæslu Íslands árin 2008-2012 Hrafnkell Óskarsson1, Auður Elva Vignisdóttir1,2,

6

1.2.1 Vitjun slasaðra

Áverkar eru ein meginorsök dauða og örorku fólks í heiminum og valda samfélaginu miklu

félagslegu og fjárhagslegu tjóni (6). Með því að koma alvarlega slösuðum sjúklingum undir

læknishendur eins fljótt og kostur er má draga verulega úr hættu á varanlegri örorku og

jafnvel bjarga mannslífum. Víða er slasaðra sjúklinga vitjað með annaðhvort sjúkrabíl eða

sjúkraþyrlu. Reynst hefur erfitt að gera heildarsamanburð á þessum tveimur möguleikum

vegna misleitni rannsókna auk skorts á umfangsmiklum slembistýrðum rannsóknum en

siðfræðileg og rökfræðileg sjónarmið hafa staðið í vegi fyrir því (2, 7). Samkvæmt

yfirlitsgrein Butler og félaga þykja kostir sjúkraþyrlna fjórþættir (7). Í fyrsta lagi geta þær

vitjað sjúklinga fjarri sjúkrahúsum, í öðru lagi gera þær kleyft að flytja sjúklinga beint á

sérhæfða slysamóttöku, í þriðja lagi stuðla þær að flutningi sérhæfðs starfsfólks á vettvang til

að veita sjúklingi meðferð og í fjórða lagi flýta þær fyrir flutningi sjúklings milli stofnana.

Galvagno og félagar gerðu afturskyggna ferilrannsókn nýlega og báru saman lifun

sjúklinga sem vitjað var með sjúkraþyrlu miðað við sjúkrabíl (8). Niðurstöðurnar sýndu fram

á að hún væri marktækt betri hjá sjúklingum með mikla áverka í þyrluhópnum. Í yfirlitsgrein

Ringburg og félaga var dregin sú ályktun að eftir að strangri tölfræðilegri aðferðafræði var

beitt til að útiloka ómarktækar rannsóknir sýndu þær sem eftir voru fram á skýran ávinning af

sjúkraþyrluþjónustu á lifun sjúklinga (9). Hins vegar eru ýmsar rannsóknir sem sýna ekki

fram á skilvirkni sjúkraþyrlna fram yfir sjúkrabíla m.t.t. lifunar (7, 8, 10-12).

Sýnt hefur verið fram á að innleiðing á skipulögðu kerfi í meðhöndlun sjúklinga með

alvarlega áverka virðist skila árangri en gjarnan er sjúkraþyrla hluti af slíku kerfi (2). Í því

felst að sjúklingur fær aðstoð óháð því hvar hann slasast og er fluttur eins fljótt og kostur er á

viðeigandi sjúkrastofnun sem býður upp á nauðsynlega læknisþjónustu, svo sem

gjörgæslulækningar, heila- og taugaskurðlækningar og bæklunarskurðlækningar (13). Með

því að flytja alvarlega slasaðan sjúkling með þetta að leiðarljósi verða lífslíkur hans meiri en

ella (14). McQueen og félagar skoðuðu áhrifin af innleiðingu slíks kerfis á skilvirkni

sjúkraþyrluþjónustu í Bretlandi (13). Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar voru

afleiðingarnar jafn mörg útköll og áður. Hins vegar var hætt við færri flug og oftar voru gerð

inngrip en áður. Afdrif sjúklinga voru þó ekki skoðuð.

Í heildina litið hafa rannsóknir sýnt að sjúkraþyrluþjónusta gagnist e.t.v. best þeim

sjúklingum sem einkum eru alvarlega slasaðir. Enn fremur hafa vísbendingar komið fram um

að kostir sjúkraþyrlna felist í samspili mikillar þjálfunar áhafnar, inngripa í flutningi, skemmri

Page 11: Hrafnkell Óskarsson Lokaverkefni til B.S. gráðu Háskóli ...¾yrlan.pdf · 3 Sjúkraflug þyrlu Landhelgisgæslu Íslands árin 2008-2012 Hrafnkell Óskarsson1, Auður Elva Vignisdóttir1,2,

7

flutningstíma á sérhæft sjúkrahús og hlutverki þeirra í skipulögðu kerfi í meðhöndlun

sjúklinga með alvarlega áverka (2).

1.2.2 Vitjun veikra

Þrátt fyrir að sjúkraþyrlum hafi í upphafi verið beitt til vitjunar slasaðra hafa þær í auknum

mæli einnig vitjað veikra sjúklinga. Rannsóknir hafa verið gerðar á vitjun veikra með

sjúkraþyrlu og þá sér í lagi fólks með bráðan kransæðasjúkdóm, enda skipar það stóran hluta

þeirra sem nýta sér sjúkraþyrluþjónustu (15). Kjörmeðferð við bráðu hjartadrepi með ST

hækkunum er tafarlaus víkkun á lokuðu kransæðinni með belg í hjartaþræðingu. Aftur á móti

ef hjartaþræðingarstofa er ekki til staðar eða ekki gefst tími til að flytja sjúkling þangað þykir

ráðlegt að grípa til segaleysandi lyfjagjafar. Það er metið svo að sjúklingur þurfi að vera

kominn í hjartaþræðingu innan 120 mínútna frá fyrstu samskiptum við heilbrigðisstarfsmann

(16, 17).

Nýleg framsýn rannsókn var framkvæmd í Danmörku af Knudsen og félögum þar sem

kannað var hvort sjúklinga sem vitjað væri með þyrlu kæmust fyrr á hjartaþræðingarstofu en

þeirra sem vitjað var með sjúkrabíl (18). Samkvæmt niðurstöðum hennar voru vísbendingar

um hugsanlegt gagn af sjúkraþyrlu fram yfir sjúkrabíl ef vegalengd frá vitjunarstað til

hjartaþræðingarstofu væri meiri en 60 km og mögulegt væri að koma sjúklingi í

hjartaþræðingu þó þessi vegalengd væri allt að 150 km. Þyrlur eru vissulega hraðskreiðari en

sjúkrabílar og fara beinni leið en þeim fylgir meiri fyrirhöfn að koma af stað en fyrri kostinum

(19). Sýnt hefur verið fram á að með því að bjóða upp á sjúkraþyrluþjónustu er hægt að ná til

fleiri sjúklinga í hjartaþræðingu en hægt væri með sjúkrabíl eingöngu (15). Aðeins ein

hjartaþræðingarstofa er á Íslandi og er hún staðsett á LSH í Reykjavík. Því eru vísbendingar

um að kjörið sé að hafa þyrlu LHG til taks við vitjun sjúklinga með bráðan kransæðasjúkdóm

fjarri höfuðborgarsvæðinu.

Skogvoll og félagar könnuðu lifun sjúklinga vegna hjartastopps í Noregi.

Niðurstöðurnar sýndu að heildarlifun var almennt ekki góð. Þó mældist hún það mikil að ekki

var hægt að líta framhjá henni og því vísbendingar um að sjúkraþyrla bætti lifun sjúklinga í

vissum tilvikum (20). Aftur á móti var ekki samanburðarhópur í rannsókninni og ekki hægt að

draga miklar ályktanir um heildarkosti fram yfir sjúkrabíl.

Þrátt fyrir að margar rannsóknir hafi verið gerðar á sjúkraþyrlu m.t.t.

kransæðasjúkdóma hafa fáar verið gerðar á sjúklingum með brátt heilaslag. Bregðast þarf

skjótt við þegar slíkra sjúklinga er vitjað líkt og þeirra með brjóstverk (19). Nýleg rannsókn

Page 12: Hrafnkell Óskarsson Lokaverkefni til B.S. gráðu Háskóli ...¾yrlan.pdf · 3 Sjúkraflug þyrlu Landhelgisgæslu Íslands árin 2008-2012 Hrafnkell Óskarsson1, Auður Elva Vignisdóttir1,2,

8

var gerð af Olson og félögum um kosti sjúkraþyrlu í vitjun sjúklinga með heilaslag sem höfðu

þegar fengið segaleysandi lyfjameðferð (21). Samkvæmt niðurstöðunum voru ekki sterkar

vísbendingar um að munur væri milli þessara tveggja hópa. Því væri ráðlegt að flytja slíka

sjúklinga með sjúkrabíl nema ef þeir væru á leið í aðgerð til að losa segann.

1.3 Þörfin á lækni um borð

Mismunandi er hvernig rekstri sjúkraþyrluþjónustu er háttað milli landa og hvaða

menntunarkröfur gerðar eru til áhafnar. Í flestum sjúkraþyrluþjónustum Evrópulanda, þ.á.m.

Íslandi, er læknir ávallt hluti af áhöfn en víða í Bandaríkjunum eru gjarnan

gjörgæsluhjúkrunarfræðingar eða bráðatæknar í þeirra stað (2). Auk þess er mismunandi

hvaða menntunarkröfur eru gerðar til þyrlulækna. Á Íslandi verða allir að gangast undir

sérstaka þjálfun til að starfa á þyrlu LHG en þurfa ekki að hafa ákveðna sérfræðimenntun.

Aftur á móti hafa allir þyrlulæknar í Noregi sérfræðimenntun í svæfingarlækningum en í

Bretlandi eru þeir menntaðir svæfingarlæknar eða bráðalæknar (22, 23).

Reynt hefur verið að meta hvaða menntunarstig sé æskilegt að sjúkraflutningamaður í

þyrlu búi yfir. Sér í lagi er mikilvægt er að meta þörfina á lækni í sjúkraþyrlu samanborið við

hámenntaðan bráðatækni m.t.t. áhættu og kostnaðar (24). Mikill munur getur verið á

verkefnum læknis sem starfar annars vegar í sjúkraþyrlu og hins vegar þess sem starfar á

sjúkrahúsi. Sá fyrrnefndi er vissulega í áhættumeira umhverfi og getur t.d. þurft að síga niður

til sjúklings og veita meðferð við slæm skilyrði (24, 25).

Sherren og félagar rannsökuðu umfang lækna í björgunaraðgerðum með sigi úr þyrlu á

Stór-Sydney svæðinu í Ástralíu. Niðurstöðurnar sýndu að 40% inngripa væru aðeins á færi

læknis að framkvæma og einnig var hluti sjúklinga alvarlega slasaður (24). Samkvæmt þessari

rannsókn auk annarra má því færa rök fyrir því að æskilegt sé að hafa lækni um borð (24, 26).

Nielsen og félagar gerðu ögn sérhæfðari rannsókn í Noregi en þeir skoðuðu hversu

mikið reyndi á sérmenntun í svæfingarlækningum í sjúkraþyrlu m.t.t. inngripa (22).

Niðurstöðurnar vour þær að í 95% tilvika voru framkvæmd inngrip sem ekki þurfti

svæfingarlækni til. Það mætti því hugleiða að senda svæfingarlækna eingöngu í valin verkefni

þar sem þörf er á þeim en mjög erfitt er að meta þörfina fyrir fram.

Samkvæmt niðurstöðum fyrrgreindra rannsókna er æskilegt að hafa lækni til taks í

sjúkraþyrluþjónustu. Þó skal taka með í reikninginn að í þeim tilvikum sem fara þarf langa

leið að vitja sjúklings eru nærliggjandi bráðatæknar og jafnvel læknir gjarnan mættir á

vitjunarstað fyrir komu sjúkraþyrlu. Þeir sitja ekki auðum höndum meðan beðið er og hafa

Page 13: Hrafnkell Óskarsson Lokaverkefni til B.S. gráðu Háskóli ...¾yrlan.pdf · 3 Sjúkraflug þyrlu Landhelgisgæslu Íslands árin 2008-2012 Hrafnkell Óskarsson1, Auður Elva Vignisdóttir1,2,

9

þegar hafið fyrstu meðferð (22). E.t.v. mætti því einnig leggja meiri áherslu á þjálfun

heilsugæslulækna, sem starfa í dreifbýli, í bráðameðferð (27).

1.4 Öryggi

Einn þátturinn sem menn hafa velt fyrir sér í sambandi við sjúkraflug með þyrlu er öryggi,

bæði m.t.t. áhafnar og sjúklings. Talið er að áhafnir sjúkraþyrlna vinni í einu hættulegasta

starfi í heiminum m.t.t. dánartíðni (8). Sökum þess er brýnt að meta áhættuþætti slysanna og

eingöngu kalla til sjúkraþyrlu þegar þörf er á. Baker og félagar gerðu úttekt á

sjúkraþyrluslysum í Bandaríkjunum í kjölfar gríðarlegrar aukningar sem mælst hafði (28). Sér

í lagi voru banaslysin skoðuð og hvaða þættir lægju þar að baki. Það kom í ljós að aukin hætta

var á banaslysum ef myrkur var úti, slæmt veður eða ef þyrlan brotlenti og það kom upp

bruni. Æskilegt er að takmarka flug í slæmum aðstæðum og búa eldsneytiskerfi þyrlnanna svo

að þau þoli brotlendingar. Nefna má að þyrla LHG er búin nætursjónauka og hefur það aukið

getu hennar til flugs í myrkri til muna (4). Þar að auki skiptir þjálfun áhafnar sjúkraþyrlna og

gæðaeftirlit höfuðmáli varðandi öryggi og skilvirkni í verkefnum (25, 29).

1.5 Markmið

Markmið þessarar rannsóknar er að rannsaka umfang og mikilvægi sjúkraflugs þyrlu LHG á

Íslandi árin 2008-2012. Sér í lagi verður metið hversu alvarlega slasaðir eða alvarlega veikir

sjúklingarnir voru. Skoðuð verða helstu inngrip sem framkvæmd voru af áhöfn þyrlunnar.

Auk þess verður reynt að bráðaflokka alla sjúklinga út frá ástandi á vitjunarstað. Rannsóknin

er hluti af stærra verkefni þar sem markmiðið er að meta heildarútköll þyrlunnar árin 2001-

2012 en þar verða einnig skoðaðir þeir sjúklingar sem fluttir voru annað en á LSH og tekið

verður tillit til fleiri breyta.

Page 14: Hrafnkell Óskarsson Lokaverkefni til B.S. gráðu Háskóli ...¾yrlan.pdf · 3 Sjúkraflug þyrlu Landhelgisgæslu Íslands árin 2008-2012 Hrafnkell Óskarsson1, Auður Elva Vignisdóttir1,2,

10

2 Efniviður og aðferðir

2.1 Þýði og skráðar breytur

Rannsóknin var afturskyggn og þýðið þeir sjúklingar sem fluttir voru með sjúkraflugi þyrlu

LHG. Úrtakið eru þeir sjúklingar sem fluttir voru á Landspítala (LSH) með þyrlu LHG vegna

áverka eða veikinda frá og með 1. janúar 2008 til og með 31. desember 2012. Útilokaðir voru

þeir sjúklingar sem ekki voru fluttir á LSH eða voru úrskurðaðir látnir á vettvangi. Í heildina

uppfylltu 275 sjúklingar skilyrði rannsóknarinnar. Upplýsinga um einstaka sjúklinga var aflað

úr rafrænum þyrlu- og sjúkraskrám LSH. Aflað var upplýsinga úr pappírssjúkraskrám hjá 7

sjúklingum þar sem rafræn gögn skorti.

Bráðleiki allra sjúklinga var stigaður með NACA (National Advisory Committee for

Aeronautics) kvarða og skráð voru helstu inngrip í flugi. Áverkar sjúklinga voru stigaðir með

kvörðunum Revised Trauma Score (RTS), The Abbrevated Injury Scale (AIS), Injury

Severity Score (ISS) og Trauma and Injury Severity Score (TRISS). Veikir sjúklingar voru

stigaðir með Modified Early Warning Score (MEWS) og flokkaðir m.t.t. ICD-10 kóðakerfi

sjúkdóma.

2.1.1 NACA

Kvarðanum var beitt fyrst í Víetnamstríðinu og er notaður enn í dag. Kvarðinn þykir hentugur

við að bráðaflokka sjúklinga með skjótum og einföldum hætti og er stigvaxandi (30) (tafla 1).

Tafla 1

Bráðaflokkun sjúklinga með NACA kvarða

NACA stig Skilgreining

1 Áverki eða sjúkdómur sem þarfnast ekki læknismeðferðar

2 Áverki eða sjúkdómur sem þarfnast læknismeðferðar en ekki endilega innlagnar á sjúkrahús

3 Áverki eða sjúkdómur sem krefst sjúkrahúsinnlagnar en er ekki lífshættulegur

4 Áverki eða sjúkdómur sem er mögulega lífshættulegur

5 Lífshættulegur áverki eða sjúkdómur

6 Alvarlegur áverki eða sjúkdómur með verulegri skerðingu á starfssemi helstu líffærakerfa

7 Látinn á staðnum eða í flutningi

Page 15: Hrafnkell Óskarsson Lokaverkefni til B.S. gráðu Háskóli ...¾yrlan.pdf · 3 Sjúkraflug þyrlu Landhelgisgæslu Íslands árin 2008-2012 Hrafnkell Óskarsson1, Auður Elva Vignisdóttir1,2,

11

2.1.2 AIS

Notast var við The Abbrevated Injury Scale, útgáfu frá 1990 (31). Kvarðinn telur 6 stig (tafla

2) og líkamanum er skipt upp í 9 svæði líffærafræðilega til staðsetningar áverka (tafla 3).

Skráð var niður AIS svæði og tilsvarandi AIS stig. Hjá þeim sem voru með fjöláverka var

skráð niður það AIS svæði sem hafði mestan áverka og tilsvarandi áverkastig.

Tafla 2

Alvarleiki áverka m.t.t. AIS kvarða

AIS stig Skilgreining

1 Lítið

2 Meðal

3 Mikið

4 Alvarlegt

5 Lífshættulegt

6 Leiðir til andláts

Tafla 3

Skipting líkamssvæða m.t.t. AIS kvarða

AIS svæði Skilgreining

1 Höfuð (höfuðkúpa og heili)

2 Andlit

3 Háls

4 Brjósthol

5 Kviður

6 Hryggur

7 Efri útlimir

8 Neðri útlimir

9 Sár á mörgum líkamssvæðum og bruni

2.1.3 ISS, RTS & TRISS

ISS byggir á AIS kvarðanum og stigar heildaráverka frá 0 (enginn áverki) til 75 (sjúklingur

deyr) (32). ISS þykir henta betur við mat á fjöláverka og er hæsta AIS stig í öðru veldi frá

þremur ólíkum AIS svæðum notað. RTS kvarðinn þykir henta vel til að spá fyrir um lífslíkur í

upphafi vegna áverka og byggir á þremur breytum, þ.e. efri mörkum blóðþrýstings,

öndunartíðni og Glasgow Coma Scale (33). RTS var metið út frá ástandi sjúklings á

Page 16: Hrafnkell Óskarsson Lokaverkefni til B.S. gráðu Háskóli ...¾yrlan.pdf · 3 Sjúkraflug þyrlu Landhelgisgæslu Íslands árin 2008-2012 Hrafnkell Óskarsson1, Auður Elva Vignisdóttir1,2,

12

vitjunarstað við komu þyrlunnar. TRISS kvarðinn gefur til kynna heildarlífslíkur sjúklings og

byggir á ISS, RTS, aldri og eðli áverkans (34). Notast var við reiknivél á vefsíðunni

trauma.org til að reikna út fyrrnefndar breytur (35) (mynd 1).

2.1.4 Modified Early Warning Score

Veikir sjúklingar voru stigaðir með MEWS kvarða út frá ástandi þeirra á vitjunarstað við

komu þyrlunnar samkvæmt skráningu þyrlulæknis. Sjúklingur fær stig í hverjum lið sem

kvarðinn tekur til sem að lokum eru lögð saman fyrir heildarstigun (36) (tafla 4).

Tafla 4

Sýnir MEWS stigun bráðveikra sjúklinga

Stigun bráðveikra sjúklinga (Modified Early Warning Score)

Stig 3 2 1 0 1 2 3

Öndun (mín-1) <9 14 15-20 21-29 ≥30

Púls (mín-1) <40 41-50 51-100 101-110 111-129 ≥130

Hiti (°C) <35 35,1-36 36,1-38 38,1-38,5 >38,5

Syst.BÞ (mmHg) <70 71-80 81-100 101-199 ≥200

Þvag (ml/klst) 0 <20 <35 Mikið

þvag

Meðvitund Rugl Eðlilegt Bregst við

ávarpi

Bregst við

sársauka

Bregst

ekki við

áreiti

Mynd 1. TRISS reiknivél sem notast var við.

(www.trauma.org/archive/scores/trisscalc.html, mynd sótt 24. mars 2014)

Page 17: Hrafnkell Óskarsson Lokaverkefni til B.S. gráðu Háskóli ...¾yrlan.pdf · 3 Sjúkraflug þyrlu Landhelgisgæslu Íslands árin 2008-2012 Hrafnkell Óskarsson1, Auður Elva Vignisdóttir1,2,

13

2.2 Úrvinnsla

Upplýsingar voru skráðar í forritið Microsoft Excel®, útgáfu 2007, og lýsandi tölfræði unnin í

því. Einnig var notast við forritið RStudio, útgáfu 0.98.507, þar sem unnin var lýsandi

tölfræði auk framkvæmdar á tölfræðiprófum. Hlutföll voru borin saman með kí-kvaðrat prófi

Pearson og meðaltöl með tvíhliða t-prófi. Marktækt miðaðist við p ≤ 0,05.

2.3 Leyfi

Tilskilin leyfi fengust fyrir framkvæmd rannsóknarinnar frá Vísindasiðanefnd

(VSNb2013110018/03.11), Persónuvernd, Landhelgisgæslu Íslands og framkvæmdastjóra

lækninga á Landspítala.

Page 18: Hrafnkell Óskarsson Lokaverkefni til B.S. gráðu Háskóli ...¾yrlan.pdf · 3 Sjúkraflug þyrlu Landhelgisgæslu Íslands árin 2008-2012 Hrafnkell Óskarsson1, Auður Elva Vignisdóttir1,2,

14

3 Niðurstöður

3.1 Aldur og kyn

Af 275 sjúklingum voru 180 (70,5%) slasaðir. Karlar voru í meirihluta bæði slasaðra og

veikra (mynd 2). Stærsti aldurshópur slasaðra var 21-30 ára en 51-60 og 61-70 ára hjá

veikum. Meðalaldur slasaðra var 38,4 ár samanborið við 51,4 ár hjá veikum (p < 0,001)

(mynd 3). Yngsti sjúklingurinn var 1 árs en sá elsti 86 ára. Af þeim sjúklingum sem fluttir

voru með þyrlunni á LSH þurftu 180 (70,5%) að leggjast inn.

Mynd 2. Skipting sjúklinga m.t.t. orsaka útkalls auk kynjaskiptingar

Mynd 3. Kassarit sem sýnir samanburð á meðalaldri slasaðra og veikra

Page 19: Hrafnkell Óskarsson Lokaverkefni til B.S. gráðu Háskóli ...¾yrlan.pdf · 3 Sjúkraflug þyrlu Landhelgisgæslu Íslands árin 2008-2012 Hrafnkell Óskarsson1, Auður Elva Vignisdóttir1,2,

15

3.2 Tímadreifing vitjana

Flestar vitjanir á tímabilinu voru á árinu 2012 (mynd 4). Í úrtaki rannsóknarinnar voru 58

erlendir ferðamenn en 62,1% þeirra var vitjað vegna áverka og 37,9% vegna veikinda. Ekki

reyndist marktækur munur á hlutfalli milli þeirra og fólks búsettu á Íslandi milli ára (p =

0,3829). Flestar vitjanir m.t.t. mánaðar í heildina voru í júlí bæði vegna slasaðra og veikra

(mynd 5). Ekki var marktækur munur á hlutfalli milli slasaðra og veikra m.t.t. sumarmánaða

(maí-ágúst) og vetrarmánaða (p = 0,7295). Marktækur munur var á hlutfalli milli erlendra

ferðamanna og fólks búsettu á Íslandi m.t.t. vetrar- og sumarmánaða (p < 0,001) (mynd 6).

Mynd 4. Ársdreifing vitjana

Mynd 5. Mánaðardreifing vitjana m.t.t. orsaka útkalls

Page 20: Hrafnkell Óskarsson Lokaverkefni til B.S. gráðu Háskóli ...¾yrlan.pdf · 3 Sjúkraflug þyrlu Landhelgisgæslu Íslands árin 2008-2012 Hrafnkell Óskarsson1, Auður Elva Vignisdóttir1,2,

16

3.3 Áverkar

Flestir slasaðra voru með áverka á mjaðmagrind og neðri útlimum (tafla 5). Mikið eða meira

slasaðir (ISS ≥ 9) voru 36,7% (tafla 6). Að meðaltali var ISS 10,0 og miðgildi 4,0 (bil 1-75).

RTS var oftast 7,841 (tafla 7). RTS var að meðaltali 7,5 og miðgildi 7,841 (staðalskekkja =

0,1) (bil 0,733-7,841). TRISS stigun var að meðaltali 93,6% og miðgildi 99,6% (staðalskekkja

= 1,6%) (bil 0,2% - 99,7%).

Tafla 5

Dreifing áverka m.t.t. AIS stigunar

AIS svæði með mestu áverka Fjöldi (%)

1: Höfuðkúpa og heili 33 (18,3)

2: Andlit 7 (3,9)

3: Háls 3 (1,7)

4: Brjósthol 29 (16,1)

5: Kviður 5 (2,8)

6: Hryggur 31 (17,2)

7: Efri útlimir 23 (12,8)

8: Mjaðmagrind og neðri útlimir 46 (25,6)

9: Sár á mörgum líkamssvæðum og bruni 3 (1,7)

Mynd 6. Mánaðardreifing vitjana m.t.t.erlendra ferðamanna og fólks búsett á Íslandi

Page 21: Hrafnkell Óskarsson Lokaverkefni til B.S. gráðu Háskóli ...¾yrlan.pdf · 3 Sjúkraflug þyrlu Landhelgisgæslu Íslands árin 2008-2012 Hrafnkell Óskarsson1, Auður Elva Vignisdóttir1,2,

17

Tafla 6

Alvarleiki áverka m.t.t. ISS stigunar

ISS stigun Fjöldi (%)

≤3 44 (24,4)

4-8 70 (38,9)

9-15 37 (20,6)

16-24 14 (7,8)

25-74 8 (4,4)

75 7 (3,9)

Tafla 7

RTS stigun slasaðra

RTS stigun Fjöldi (%)

7,841 157 (87,2)

7,001-7,840 3 (1,7)

6,001-7,000 5 (2,8)

5,001-6,000 7 (3,9)

4,001-5,000 0 (0,0)

≤4,000 8 (4,4)

3.4 Veikindi

Algengasta orsök útkalls vegna veikinda voru hjarta- og æðasjúkdómar (tafla 8). MEWS

stigun var að meðaltali 1,3 og miðgildi 0 (staðalskekkja = 0,2) (bil 0-10).

Page 22: Hrafnkell Óskarsson Lokaverkefni til B.S. gráðu Háskóli ...¾yrlan.pdf · 3 Sjúkraflug þyrlu Landhelgisgæslu Íslands árin 2008-2012 Hrafnkell Óskarsson1, Auður Elva Vignisdóttir1,2,

18

Tafla 8

Skipting veikinda í sjúkdómsflokka m.t.t. ICD-10

Sjúkdómsflokkur (ICD-10) Fjöldi (%)

Hjarta- og æðasjúkdómar 46 (48,4)

Sjúkdómar í meltingarfærum 12 (12,6)

Eitrun og aðrar tilteknar afleiðingar ytri orsaka 8 (8,4)

Sjúkdómar í taugakerfi 7 (7,4)

Einkenni, teikn og afbrigðilegar klínískar

rannsóknarniðurstöður, ekki flokkuð annars staðar

4 (4,2)

Tilteknir smit- og sníklasjúkdómar 4 (4,2)

Geð- og atferlisraskanir 4 (4,2)

Sjúkdómar í þvag- og kynfærum 3 (3,2)

Innkirtla-, næringar- og efnaskiptasjúkdómar 2 (2,1)

Sjúkdómar í öndunarfærum 2 (2,1)

Þungun, barnsburður og sængurlega 2 (2,1)

Sjúkdómar í eyra og stikli 1 (1,1)

3.5 Bráðleiki flugs

Bráðleiki flugs var mikill (NACA 4-7) í rúmlega helmingi tilvika (tafla 9). Hlutfall veikra var

marktækt hærra í þeim hópi miðað við slasaða (p < 0,001).

Tafla 9

Bráðaflokkun sjúklinga m.t.t. NACA kvarða

NACA stig Slasaðir Veikir Alls (%)

1-3 123 10 133 (48,4)

4-5 49 83 132 (48,0)

6-7 8 2 10 (3,6)

3.6 Inngrip

Helstu inngrip sem gerð voru hjá sjúklingum voru vökva- og súrefnisgjöf ásamt sterkri

verkjalyfjagjöf (ópíöt og ketamín) (tafla 10). Þá voru einnig 19 sjúklingar barkaþræddir og 7

sem reynt var að endurlífga. Enn fremur voru settar upp beinmergsnálar hjá tveimur

sjúklingum og brjóstholsdren hjá sama fjölda. Gerður var barkaskurður á einum sjúklingi,

einn fékk dópamíndreypi og einn fékk tPA (Tissue plasminogen activator).

Page 23: Hrafnkell Óskarsson Lokaverkefni til B.S. gráðu Háskóli ...¾yrlan.pdf · 3 Sjúkraflug þyrlu Landhelgisgæslu Íslands árin 2008-2012 Hrafnkell Óskarsson1, Auður Elva Vignisdóttir1,2,

19

Tafla 10

Helstu inngrip sem framkvæmd voru á vitjunarstað eða í flugi af áhöfn þyrlunnar

Inngrip Fjöldi (%)

Sterk verkjalyf 98 (35,6)

Vökvi 92 (33,5)

Súrefni 109 (39,6)

Spelkun/bakbretti/hálskragi 44 (16,0)

Barkaþræðing 19 (6,9)

Blóðgjöf 4 (1,5)

Mannitol 8 (2,9)

Endurlífgun 7 (2,5)

Page 24: Hrafnkell Óskarsson Lokaverkefni til B.S. gráðu Háskóli ...¾yrlan.pdf · 3 Sjúkraflug þyrlu Landhelgisgæslu Íslands árin 2008-2012 Hrafnkell Óskarsson1, Auður Elva Vignisdóttir1,2,

20

4 Umræða

4.1 Samantekt á niðurstöðum

Vitjun slasaðra var algengasta orsök útkalls sjúkraflugs þyrlu LHG og karlar voru í miklum

meirihluta bæði slasaðra og veikra. Slasaðir voru oftast með áverka á neðri útlim og

mjaðmagrind. Stór hópur var mikið eða meira slasaður en heildarlífslíkur slasaðra voru

almennt góðar. Algengasta orsök veikinda voru hjarta- og æðasjúkdómar en veikir þóttu

yfirleitt ekki bráðveikir skv. MEWS kvarða. Bráðleiki flugs var mikill í rúmlega helmingi

tilvika. Algengustu inngrip í flugi voru súrefnis- og vökvagjöf ásamt sterkum verkjalyfjum

auk þess sem 6,9% sjúklinga voru barkaþræddir og 2,5% var reynt að endurlífga.

4.1.1 Aldur og kyn

Karlar voru í meirihluta slasaðra (68,9%) sem er í samræmi við niðurstöður annarra

rannsókna á sjúkraþyrluþjónustu (14, 37). Það að karlar voru í meirihluta veikra sjúklinga

skýrist líklega af því að tæplega helmingur veikra var með hjarta- og æðasjúkdóm. Þar á

meðal spilar bráður kransæðasjúkdómur stórt hlutverk en rannsóknir á vitjun fólks með slíkan

sjúkdóm sýna að karlar skipa meirihlutann (17, 38).

Munur á aldri slasaðra og veikra er í samræmi við það sem búast mátti við en veikir

sjúklingar virðast almennt eldri en þeir sem slasast, sérstaklega í ljósi þess hvað margir voru

með hjarta- og æðasjúkdóma (14, 15, 21).

4.1.2 Tímadreifing vitjana

Flestar vitjanir voru á árinu 2012. Árið 2010 var mikil fjölgun á vitjunum miðað við 2008 og

2009 en lækkar árið 2011. Þó skal ítreka að hér er einungis um að ræða sjúklinga sem fluttir

voru á LSH en aðrar stofnanir eru ekki skoðaðar sérstaklega ásamt sjúkraflugi með flugvél.

Ákveðið var að kanna hvort erlendir ferðamenn skiptu höfuðmáli varðandi þessa aukningu

milli ára en svo reyndist ekki vera.

Með tilliti til mánaðardreifingar voru flestar vitjanir á sumrin, bæði hjá slösuðum og

veikum. Mikilvægt er að skoða niðurstöðurnar í ljósi þess hvert þyrla LHG vitjar sjúklinga.

Árið 2012 voru 26,9% sjúkravitjana þyrlunnar á sjó og 73,1% á landi, þar af 31,6% í

óbyggðum (39). Einungis helmingur sjúkravitjana var því í byggð. Ekki reyndist vera munur á

hlutfalli milli slasaðra og veikra ef bornir voru saman annars vegar sumarmánuðir og hins

Page 25: Hrafnkell Óskarsson Lokaverkefni til B.S. gráðu Háskóli ...¾yrlan.pdf · 3 Sjúkraflug þyrlu Landhelgisgæslu Íslands árin 2008-2012 Hrafnkell Óskarsson1, Auður Elva Vignisdóttir1,2,

21

vegar vetrarmánuðir. Það kom hins vegar í ljós að erlendir ferðamenn eiga þátt í fjölgun

vitjana á sumrin en martkækur munur reyndist vera á hlutfalli milli þeirra og fólks búsettu á

Íslandi m.t.t. sumar- og vetrarmánaða. Auk þess var meirihluta þeirra vitjað vegna áverka.

Ekki er hægt að líta framhjá þessum tölum og gæti verið ráðlegt að efla forvarnir varðandi

slysahættu ferðamanna yfir sumartímann. Aðrar ástæður þess að flestar vitjanir séu yfir

sumarið gætu hugsanlega verið að fleira fólk sé fjarri byggð auk þess sem skipaumferð gæti

skipt máli.

4.1.3 Áverkar

Algengast var að slasaðir væru með áverka á neðri útlim eða mjaðmagrind en það er í

samræmi við rannsókn Pasquier og félaga (26). Meirihluti sjúklinga var með væga áverka en

þó voru 36,7% sem voru mikið eða meira slasaðir. Erfitt var að bera saman ISS stigun við

aðrar rannsóknir en þær fjalla margar eingöngu um sjúklinga með mikla áverka. Ísland er

dreifbýlt og þyrla LHG vitjar sjúklinga gjarnan fjarri byggð eins og áður hefur verið nefnt.

Sökum þess er slíkur fararskjóti gjarnan eina tiltæka úrræði til vitjunar sjúklinga á nægilega

skömmum tíma. Það kemur því kannski ekki á óvart að þyrlan vitji margra sjúklinga með

væga áverka en auk þess skal hafa í huga að áhöfn þyrlu LHG verður að ná ákveðnum

lágmarksflugtíma á hverju ári til að viðhalda þjálfun.

Flestir slasaðra (87,2%) voru með eðlilega RTS stigun (7,841) en það er í samræmi

við niðurstöður Sherren og félaga (24). Heildarlífslíkur sjúklinga voru því almennt góðar skv.

RTS og TRISS kvarða.

4.1.4 Veikindi

Algengasta orsök útkalls vegna veikinda voru hjarta- og æðasjúkdómar, en þar á meðal eru

bráðir kransæðasjúkdómar. Sjúklingar í þessum hópi eru margir hverjir með hugsanlega

lífshættulega sjúkdóma og það skýrir háa NACA stigun flugs þrátt fyrir lága MEWS stigun

yfir heildina. MEWS kvarði hentar því ekki vel við stigun veikra sjúklinga í bráðaþjónustu

utan sjúkrahúsa sökum þess að þeir sem hafa bráðan kransæðasjúkdóm eða brátt heilaslag

geta verið stöðugir í lífsmörkum þrátt fyrir að um lífshættulegan sjúkdóm sé að ræða.

Page 26: Hrafnkell Óskarsson Lokaverkefni til B.S. gráðu Háskóli ...¾yrlan.pdf · 3 Sjúkraflug þyrlu Landhelgisgæslu Íslands árin 2008-2012 Hrafnkell Óskarsson1, Auður Elva Vignisdóttir1,2,

22

4.1.5 Bráðleiki flugs

Bráðleiki flugs var mikill (NACA 4-7) í rúmlega helmingi tilvika sem er talsvert hærra

hlutfall en í öðrum rannsóknum. Í rannsókn Pasquier og félaga voru 27% sjúklinga sem féllu í

þennan hóp og í rannsókn Nielsen og félaga voru þeir 31% (22, 26). Aftur á móti var

greinarmunur á aðferðafræðinni miðað við þessa rannsókn en hjá okkur voru sjúklingar

stigaðir í samræmi við ástand þeirra á vitjunarstað skv. skráningu þyrlulæknis. Í rannsókn

Pasquier voru sjúklingar hins vegar stigaðir af bráðalækni eftir flutning á sjúkrahús og í

rannsókn Nielsen og félaga var þegar búið að innleiða NACA stigun í sjúkraþyrluþjónustuna

og lá hún því þegar fyrir. Bráðleiki flugs var þó marktækt meiri hjá veikum heldur en

slösuðum í okkar rannsókn en það samræmist niðurstöðum Pasquier og félaga.

4.1.6 Inngrip

Algengustu inngripin sem voru framkæmd voru súrefnis- og vökvagjöf ásamt sterkri

verkjalyfjagjöf en það er í samræmi við aðrar rannsóknir (24, 26). Áhugavert var að 6,9%

sjúklinga voru barkaþræddir sem er örlítið hærra en í rannsóknum Nielsen og Pasquier (22,

26). Rannsóknir hafa sýnt að erfitt getur verið að barkaþræða sjúklinga og sér í lagi utan

sjúkrastofnana (40). Framkvæmdar voru endurlífgunartilraunir á 2,5% allra sjúklinga auk þess

sem sett voru upp brjóstholsdren hjá tveimur sjúklingum, dópamíndreypi hjá einum og

beinmergsnálar hjá tveimur. Gerður var barkaskurður á einum sjúklingi og einn fékk tPA.

Ljóst er að mörg fyrrgreindra inngripa krefjast mikillar færni og reynslu. Rennir það stoðum

undir þau rök að nauðsynlegt sé að hafa sérmenntaðan starfsmann til taks með mikla reynslu

við umönnun á þeim sjúklingum sem þyrla LHG vitjar.

4.2 Styrkleikar og takmarkanir

Styrkleikar rannsóknarinnar felast meðal annars í því að hér er verið að skoða sjúkraflug þyrlu

LHG sem rekur einu sjúkraþyrluþjónustuna á Íslandi. Með þessu móti má nálgast allt þýðið

sem nýtir sér slíka þjónustu á Íslandi. Auk þess skráir læknir hverju sinni hvað gert var í

sjúkrafluginu og því var oft hægt að fá góðar upplýsingar um ástand sjúklinga á vitjunarstað.

Einnig voru fengnar pappírssjúkraskrár fyrir þá sjúklinga sem skorti rafræn gögn um til að fá

sem nákvæmasta skráningu.

Aftur á móti er hér um afturskyggna rannsókn að ræða og ekki er tryggt að nákvæmar

upplýsingar hafi komið fram hverju sinni auk hættunnar á misskráningum. Þrátt fyrir að

lífslíkur hafi talist góðar samkvæmt RTS og TRISS skal nefna að gjarnan voru bráðatæknar

Page 27: Hrafnkell Óskarsson Lokaverkefni til B.S. gráðu Háskóli ...¾yrlan.pdf · 3 Sjúkraflug þyrlu Landhelgisgæslu Íslands árin 2008-2012 Hrafnkell Óskarsson1, Auður Elva Vignisdóttir1,2,

23

og jafnvel læknir mættir á vitjunarstað fyrir komu þyrlu LHG. Þannig var hluti sjúklinga

þegar kominn með stöðug lífsmörk og búinn að fá ýmsa meðferð sem skilar sér e.t.v. í ofmati

á heildarlífslíkum sjúklinga sem þyrlan vitjar.

4.3 Ályktun og framhald

Rannsakendum þótti NACA stigun á vettvangi gefa góða mynd af bráðleika slasaðra og

veikra. Það mætti því skoða möguleikann á að innleiða slíka bráðaflokkun í

sjúkraþyrluþjónustu LHG. Skráning á inngripum og lífsmörkum sjúklinga mætti hins vegar

vera skýrari og væri óskandi að innleiða bætta skráningu í þyrlunni. Meirihluti slasaðra var

með væga áverka og langflestir með stöðug lífsmörk. Heildarlífslíkur voru því góðar en taka

þarf með í reikninginn að stór hluti sjúklinga var með mikla eða meiri áverka og þar af lítill

hópur sem var lífshættulega slasaður. Auk þess var tæplega helmingur veikra með hjarta- og

æðasjúkdóm, sem felur í sér lífshættulega sjúkdóma á borð við bráðan kransæðasjúkdóm.

Sökum þess, ásamt því að helmingur sjúkravitjana þyrlunnar árið 2012 var fjarri byggð, meta

rannsakendur það svo að þyrla LHG skipti miklu máli í heilbrigðisþjónustu Íslendinga.

Rannsóknin er hluti af stærra verkefni þar sem áætlunin er að meta heildarútköll

þyrlunnar árin 2001-2012 og fylgja sjúklingum betur eftir. Auk þess verða skoðaðir þeir

sjúklingar sem ekki fólust í úrtaki þessarar rannsóknar, þar á meðal þeir sem fluttir voru á

aðrar stofnanir en LSH eða voru úrskurðaðir látnir á vettvangi. Nauðsynlegt er að varpa ljósi á

umfang og mikilvægi sjúkraþyrlu LHG sem lítið hefur verið skoðað síðastliðinn áratug.

Page 28: Hrafnkell Óskarsson Lokaverkefni til B.S. gráðu Háskóli ...¾yrlan.pdf · 3 Sjúkraflug þyrlu Landhelgisgæslu Íslands árin 2008-2012 Hrafnkell Óskarsson1, Auður Elva Vignisdóttir1,2,

24

5 Þakkir

Þakka ber leiðbeinendum verkefnisins og þá sérstaklega Brynjólfi Mogensen fyrir góð ráð og

að gefa sér tíma við leiðsögn og yfirlestur. Einnig vil ég þakka Arnari Guðjóni Skúlasyni,

Guðrúnu Áslaugu Óskarsdóttur og Unni Kjartansdóttur fyrir yfirlestur og aðstoð við gerð

verkefnisins.

Page 29: Hrafnkell Óskarsson Lokaverkefni til B.S. gráðu Háskóli ...¾yrlan.pdf · 3 Sjúkraflug þyrlu Landhelgisgæslu Íslands árin 2008-2012 Hrafnkell Óskarsson1, Auður Elva Vignisdóttir1,2,

25

Heimildaskrá

1. Carter G, Couch R, O'Brien DJ. The evolution of air transport systems: a pictorial

review. The Journal of emergency medicine. 1988;6(6):499-504.

2. Galvagno SM, Jr., Thomas S, Stephens C, Haut ER, Hirshon JM, Floccare D, et al.

Helicopter emergency medical services for adults with major trauma. The Cochrane database

of systematic reviews. 2013;3:Cd009228.

3. Ágrip af sögu atvinnuflugs á Íslandi Akureyri: Flugsafn Íslands; 2009. Available from:

http://www.flugsafn.is/index.php?option=com_content&view=article&id=55&Itemid=145&l

ang=en.

4. Loftför LHG: Landhelgisgæsla Íslands; 2014 [cited 2014 15. mars]. Available from:

http://www.lhg.is/starfsemi/adgerdasvid/loftfor/.

5. Taylor CB, Stevenson M, Jan S, Middleton PM, Fitzharris M, Myburgh JA. A

systematic review of the costs and benefits of helicopter emergency medical services. Injury.

2010;41(1):10-20.

6. Sasser S VM, Kellermann A, Lormand JD. Prehospital trauma care systems. Geneva:

World Health Organization, 2005.

7. Butler DP, Anwar I, Willett K. Is it the H or the EMS in HEMS that has an impact on

trauma patient mortality? A systematic review of the evidence. Emergency medicine journal :

EMJ. 2010;27(9):692-701.

8. Galvagno SM, Jr., Haut ER, Zafar SN, Millin MG, Efron DT, Koenig GJ, Jr., et al.

Association between helicopter vs ground emergency medical services and survival for adults

with major trauma. JAMA : the journal of the American Medical Association.

2012;307(15):1602-10.

9. Ringburg AN, Thomas SH, Steyerberg EW, van Lieshout EM, Patka P, Schipper IB.

Lives saved by helicopter emergency medical services: an overview of literature. Air medical

journal. 2009;28(6):298-302.

10. Bulger EM, Guffey D, Guyette FX, MacDonald RD, Brasel K, Kerby JD, et al. Impact

of prehospital mode of transport after severe injury: a multicenter evaluation from the

Resuscitation Outcomes Consortium. The journal of trauma and acute care surgery.

2012;72(3):567-73; discussion 73-5; quiz 803.

11. de Jongh MA, van Stel HF, Schrijvers AJ, Leenen LP, Verhofstad MH. The effect of

Helicopter Emergency Medical Services on trauma patient mortality in the Netherlands.

Injury. 2012;43(9):1362-7.

12. Nicholl JP, Brazier JE, Snooks HA. Effects of London helicopter emergency medical

service on survival after trauma. BMJ. 1995;311(6999):217-22.

Page 30: Hrafnkell Óskarsson Lokaverkefni til B.S. gráðu Háskóli ...¾yrlan.pdf · 3 Sjúkraflug þyrlu Landhelgisgæslu Íslands árin 2008-2012 Hrafnkell Óskarsson1, Auður Elva Vignisdóttir1,2,

26

13. McQueen C, Crombie N, Perkins GD, Wheaton S. Impact of introducing a major

trauma network on a regional helicopter emergency medicine service in the UK. Emergency

medicine journal : EMJ. 2013.

14. Hesselfeldt R, Steinmetz J, Jans H, Jacobsson ML, Andersen DL, Buggeskov K, et al.

Impact of a physician-staffed helicopter on a regional trauma system: a prospective,

controlled, observational study. Acta anaesthesiologica Scandinavica. 2013;57(5):660-8.

15. Phillips M, Arthur AO, Chandwaney R, Hatfield J, Brown B, Pogue K, et al.

Helicopter transport effectiveness of patients for primary percutaneous coronary intervention.

Air medical journal. 2013;32(3):144-52.

16. O'Gara PT, Kushner FG, Ascheim DD, Casey DE, Jr., Chung MK, de Lemos JA, et al.

2013 ACCF/AHA guideline for the management of ST-elevation myocardial infarction: a

report of the American College of Cardiology Foundation/American Heart Association Task

Force on Practice Guidelines. Journal of the American College of Cardiology.

2013;61(4):e78-140.

17. Pinto DS, Frederick PD, Chakrabarti AK, Kirtane AJ, Ullman E, Dejam A, et al.

Benefit of transferring ST-segment-elevation myocardial infarction patients for percutaneous

coronary intervention compared with administration of onsite fibrinolytic declines as delays

increase. Circulation. 2011;124(23):2512-21.

18. Knudsen L, Stengaard C, Hansen TM, Lassen JF, Terkelsen CJ. Earlier reperfusion in

patients with ST-elevation myocardial infarction by use of helicopter. Scandinavian journal of

trauma, resuscitation and emergency medicine. 2012;20:70.

19. Svenson JE, O'Connor JE, Lindsay MB. Is air transport faster? A comparison of air

versus ground transport times for interfacility transfers in a regional referral system. Air

medical journal. 2006;25(4):170-2.

20. Skogvoll E, Bjelland E, Thorarinsson B. Helicopter emergency medical service in out-

of-hospital cardiac arrest--a 10-year population-based study. Acta anaesthesiologica

Scandinavica. 2000;44(8):972-9.

21. Olson MD, Rabinstein AA. Does helicopter emergency medical service transfer offer

benefit to patients with stroke? Stroke; a journal of cerebral circulation. 2012;43(3):878-80.

22. Nielsen EW, Ulvik A, Carlsen AW, Rannestad B. When is an anesthesiologist needed

in a helicopter emergency medical service in northern Norway? Acta anaesthesiologica

Scandinavica. 2002;46(7):785-8.

23. Emergency Medical Retrieval Service FAQ 2014 [cited 2014 20. mars]. Available

from: http://www.emrs.scot.nhs.uk/index.php/tt/questions.

24. Sherren PB, Hayes-Bradley C, Reid C, Burns B, Habig K. Are physicians required

during winch rescue missions in an Australian helicopter emergency medical service?

Emergency medicine journal : EMJ. 2013;31(3):229-32.

Page 31: Hrafnkell Óskarsson Lokaverkefni til B.S. gráðu Háskóli ...¾yrlan.pdf · 3 Sjúkraflug þyrlu Landhelgisgæslu Íslands árin 2008-2012 Hrafnkell Óskarsson1, Auður Elva Vignisdóttir1,2,

27

25. Kupper T, Hillebrandt D, Steffgen J, Schoffl V. Safety in alpine helicopter rescue

operations--minimal requirements of alpine skills for rescue personnel. The Annals of

occupational hygiene. 2013;57(9):1180-8.

26. Pasquier M, Geiser V, De Riedmatten M, Carron PN. Helicopter rescue operations

involving winching of an emergency physician. Injury. 2012;43(9):1377-80.

27. Langhelle A, Lossius HM, Silfvast T, Bjornsson HM, Lippert FK, Ersson A, et al.

International EMS Systems: the Nordic countries. Resuscitation. 2004;61(1):9-21.

28. Baker SP, Grabowski JG, Dodd RS, Shanahan DF, Lamb MW, Li GH. EMS

helicopter crashes: what influences fatal outcome? Annals of emergency medicine.

2006;47(4):351-6.

29. Flabouris A. A description of events associated with scene response by helicopter

based medical retrieval teams. Injury. 2003;34(11):847-52.

30. Veldman A, Fischer D, Brand J, Racky S, Klug P, Diefenbach M. Proposal for a new

scoring system in international interhospital air transport. Journal of travel medicine.

2001;8(3):154-7.

31. The Abbrevated Injury Scale. 1990 revision, update 1998 ed. Des Plaines: American

Associaton for the Advancement of Automotive Medicine; 1998.

32. Baker SP et al. The Injury Severity Score: a method for describing patients with

multiple injuries and evaluating emergency care. J Trauma. 1974;14:187-96.

33. Champion HR et al. A Revision of the Trauma Score. J Trauma. 1989;29:623-529.

34. Boyd CR TM, Copes WS. Evaluating Trauma Care: The TRISS Method. J Trauma.

1987;27:370-8.

35. TRISS calculator: trauma.org; 2014 [cited 2014 24 March 2014]. Available from:

http://www.trauma.org/archive/scores/trisscalc.html.

36. Kandídatabókin: Menntadeild, vísinda- og þróunarsviði Landspítala; 2013.

37. Sullivent EE, Faul M, Wald MM. Reduced mortality in injured adults transported by

helicopter emergency medical services. Prehospital emergency care : official journal of the

National Association of EMS Physicians and the National Association of State EMS

Directors. 2011;15(3):295-302.

38. Norum J. Cardiovascular disease (CVD) in the Norwegian Arctic. Air ambulance

operations 1999-2009 and future challenges in the region. International maritime health.

2010;62(3):117-22.

39. Vignisdóttir AE, Mogensen B, Magnússon V, Kristinsson A. Útköll þyrlu

Landhelgisgæslu Íslands árið 2012. Læknablaðið. 2014;100(Fylgirit 77).

40. Jacobs P, Grabinsky A. Advances in prehospital airway management. International

journal of critical illness and injury science. 2014;4(1):57-64.