Áhrif staðallíkamsmynda í fjölmiðlum á líkamsmynd karlkyns ...¶rgvin lokaÚtgÁfa.pdf ·...

38
Áhrif staðallíkamsmynda í fjölmiðlum á líkamsmynd karlkyns líkamsræktariðkenda Björgvin Helgi Jóhannsson Lokaverkefni til BS-gráðu Háskóli Íslands Sálfræðideild Heilbrigðisvísindasvið

Upload: others

Post on 25-Sep-2020

3 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Áhrif staðallíkamsmynda í fjölmiðlum á líkamsmynd karlkyns ...¶rgvin LOKAÚTGÁFA.pdf · Áhrif staðallíkamsmynda í fjölmiðlum á líkamsmynd karlkyns líkamsræktariðkenda

Áhrif staðallíkamsmynda í fjölmiðlum á líkamsmynd karlkyns líkamsræktariðkenda

Björgvin Helgi Jóhannsson

Lokaverkefni til BS-gráðu Háskóli Íslands Sálfræðideild

Heilbrigðisvísindasvið

Page 2: Áhrif staðallíkamsmynda í fjölmiðlum á líkamsmynd karlkyns ...¶rgvin LOKAÚTGÁFA.pdf · Áhrif staðallíkamsmynda í fjölmiðlum á líkamsmynd karlkyns líkamsræktariðkenda

Áhrif staðallíkamsmynda í fjölmiðlum á líkamsmynd k arlkyns líkamsræktariðkenda

Björgvin Helgi Jóhannsson

Lokaverkefni til BS-gráðu í Sálfræði

Leiðbeinandi: Ragna Benedikta Garðarsdóttir

Sálfræðideild

Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands Júní 2011

Page 3: Áhrif staðallíkamsmynda í fjölmiðlum á líkamsmynd karlkyns ...¶rgvin LOKAÚTGÁFA.pdf · Áhrif staðallíkamsmynda í fjölmiðlum á líkamsmynd karlkyns líkamsræktariðkenda

Ritgerð þessi er lokaverkefni til BS gráðu í Sálfræði og er óheimilt að afrita ritgerðina á nokkurn hátt nema með leyfi rétthafa.

© Björgvin Helgi Jóhannsson 2011

Prentun: Háskólaprent

Reykjavík, Ísland 2011

Page 4: Áhrif staðallíkamsmynda í fjölmiðlum á líkamsmynd karlkyns ...¶rgvin LOKAÚTGÁFA.pdf · Áhrif staðallíkamsmynda í fjölmiðlum á líkamsmynd karlkyns líkamsræktariðkenda

2

Efnisyfirlit

Efnisyfirlit .................................................................................................................................................. 2

Útdráttur .................................................................................................................................................... 3

Líkamsmynd í fjölmiðlum .......................................................................................................................... 5

Mælingar á líkamsmynd karla .................................................................................................................. 9

Félagslegur samanburður.......................................................................................................................10

Ýfing ........................................................................................................................................................12

Ýfing í auglýsingum ................................................................................................................................12

Varnarþættir ............................................................................................................................................13

Innfæring.................................................................................................................................................15

Líkamsþyngdarstuðull .............................................................................................................................16

Tilgátur og markmið ................................................................................................................................17

Aðferð ................................................................................................................................................ 18

Þátttakendur .................................................................................................................................. 18

Mælitæki 18

Rannsóknarsnið ............................................................................................................................. 19

Framkvæmd .................................................................................................................................. 19

Áreiti ........................................................................................................................................... 20

Niðurstöður .............................................................................................................................................20

Umræða ............................................................................................................................................. 22

Heimildaskrá .............................................................................................................................................26

Viðauki 1 ..................................................................................................................................................32

Viðauki 2 ..................................................................................................................................................33

Viðauki 3 ..................................................................................................................................................34

Viðauki 4 ..................................................................................................................................................35

Viðauki 5 ..................................................................................................................................................36

Page 5: Áhrif staðallíkamsmynda í fjölmiðlum á líkamsmynd karlkyns ...¶rgvin LOKAÚTGÁFA.pdf · Áhrif staðallíkamsmynda í fjölmiðlum á líkamsmynd karlkyns líkamsræktariðkenda

3

Útdráttur

Þessi rannsókn leitast við að skoða sambandið milli birtinga staðallíkamsmynda

karla í fjölmiðlum og líkamskvíða hjá karlmönnum sem stunda reglulega líkamsrækt.

Þátttakendum var skipt í tvo hópa, tilraunahóp (n = 134) og samanburðarhóp (n =

117). Tilraunahópurinn sá auglýsingu sem sýndi staðallíkamsmynd en

samanburðarhópurinn hlutlausa auglýsingu án líkama. Líkamskvíðinn var svo

mældur hjá báðum hópum, ásamt þjálfunarhvöt og líkamsþyngdarstuðli (LÞS).

Tilgáturnar voru: (1) Að líkamskvíði myndi mælast hærri hjá þeim sem sáu auglýsingu

með staðallíkamsmynd. (2) Að það að hafa markmið með líkamsræktinni að auka

vöðvamagn, styrk og þol og þar með að nálgast staðallíkamsmyndina hefði

verndandi áhrif gegn líkamskvíða. (3) Að holdafar (LÞS) hefði tengsl við líkamskvíða.

Eins og búist var við tjáðu þeir sem fengu auglýsingu sem innihélt staðallíkamsmynd

karla meiri líkamskvíða en þeir sem fengu hlutlausa auglýsingu (án fyrirsætu). Hvötin

til að nálgast staðallíkamsmyndina með því að stunda líkamsrækt hafði ekki tengsl

við líkamskvíða ólíkt því sem gert var ráð fyrir. Einnig kom í ljós eins og búist var við

að holdafar hafði tengsl við líkamskvíða þátttakenda þar sem þeir sem voru þyngri

tjáðu meiri líkamskvíða en þeir sem voru léttari.

Page 6: Áhrif staðallíkamsmynda í fjölmiðlum á líkamsmynd karlkyns ...¶rgvin LOKAÚTGÁFA.pdf · Áhrif staðallíkamsmynda í fjölmiðlum á líkamsmynd karlkyns líkamsræktariðkenda

4

Fjölmiðlar eru nú til dags oft nefndir sem einn helsti áhrifaþáttur á sjálfsmynd fólks

(Lorenzen, Grieve og Thomas, 2004). Þegar talað er um sjálfsmynd er átt við viðhorf

sem fólk hefur til sjálfs sín. Fólk leitar staðfestingar frá öðrum á sjálfsmyndinni, hvort

sjálfsmyndin er góð eða slæm (Sands og Wardle, 2002). Líkamsmynd er

nokkurskonar sjálfsmynd líkamans og byggir á því hvernig fólk upplifir sinn eigin

líkama. Líkamsmynd getur verið bæði jákvæð og neikvæð (Grogan, 2008). Jákvæð

líkamsmynd er þegar fólk er ánægt með líkama sinn og notar síður líkama sinn sem

mælikvarða á eigið ágæti (Grogan, 2008). Neikvæð líkamsmynd er svo andstæðan;

þegar fólk er óánægt með líkama sinn og notar líkamann sem mælikvarða á eigið

ágæti. Óánægja með eigin líkama getur leitt til þess að fólk reyni að betrumbæta

líkama sinn (Grogan, 2008), stundum með skaðlegum aðferðum. Röskun á

líkamsmynd felur í sér neikvæð viðhorf, hegðun og skynjun á eigin líkama (Daniel og

Bridges 2010). Eins og önnur röskun getur röskun á líkamsmynd verið allt frá því að

vera mild í það að vera talsverð (Daniel og Bridges 2010). Slæm líkamsmynd getur

svo leitt til brenglunar á því hvernig fólk skynjar líkama sinn og einnig hegðunar sem

miðast að því að breyta útliti (Cafri og Thompson, 2004). Þegar fólk er óánægt með

líkama sinn eða einhverja hluta hans getur það valdið þeim vanlíðan eða kvíða,

þannig ástand er kallað líkamskvíði (Dittmar o.fl., 2009).

Samkvæmt Garner (1997) ríkir almenn samstaða um að líkamsmynd samanstandi

af tveimur þáttum; skynjunarþætti, þ.e. upplifuð eða skynjuð stærð líkamans eða

hluta hans, og svo hugrænum þætti, þ.e. hvernig viðhorf fólk hefur til eigin líkama.

Röskun á líkamsmynd stafar þannig af röskun á öðrum eða báðum þessara þátta.

Margt bendir til að óánægja með líkamsmynd sé að aukast (Garner,1997).

Samkvæmt Drummond (2006) hefur samfélagslegur þrýstingur þess eðlis að fólk eigi

að líta út á ákveðinn hátt og uppfylla ákveðin samfélagsleg gildi verið troðið uppá

karlmenn síðastliðna áratugi. Líkami karla er nú orðinn söluvara líkt og líkami kvenna

hefur verið um áratugabil, þeir eru notaðir til að selja vörur eða búa til tákn fyrir

karlmennsku sem á að höfða til fjöldans (Drummond, 2006). Karlmannslíkaminn er

núna mjög sýnlegur í fjölmiðlum eins og auglýsingum, sjónvarpsþáttum og

bíómyndum og hefur þessi sýnileiki haft áhrif á það hvernig bæði karlar og konur

skynja karlmannslíkamann (Drummond, 2006). Líkamsmynd karlmanna hefur ekki

fengið mikla umfjöllun undanfarna áratugi ólíkt líkamsmynd kvenna þar sem almennt

hefur verið talið að karlmenn þurfi ekki að takast á við sama samfélagslega þrýsting

og konur um líkama sinn (Drummond, 2006).

Page 7: Áhrif staðallíkamsmynda í fjölmiðlum á líkamsmynd karlkyns ...¶rgvin LOKAÚTGÁFA.pdf · Áhrif staðallíkamsmynda í fjölmiðlum á líkamsmynd karlkyns líkamsræktariðkenda

5

Staðallíkamsmynd (Ideal Body) karla í vestrænum ríkjum samanstendur af

vöðvamiklum en grönnum líkama (Mishkind o.fl. 1986). Samkvæmt Labre (2005)

skiptir einnig miklu máli að vera með sjáanlega kviðvöðva sem talið er vera stór hluti

af staðalíkamsmynd karlmanna en það útlit krefst talsverðar þjálfunar og einnig

talsvert lágrar líkamsfitu. Þegar lesin eru tímarit eða horft á sjónvarp sést greinileg

staðallíkamsmynd fyrir bæði kynin, þ.e. grönn fyrir konur (Brownell, 1991) og fitulítill V

laga líkami fyrir karla (Leit o.fl., 2000; Olivardia o.fl., 2004; Stanford og McCabe,

2002). Svo virðist einnig sem staðallíkamsmyndin sé samþykkt meðal flestra karla

innan vestrænna ríkja (Labre 2005). Þessi sýnileiki staðalmyndana einskorðast ekki

bara við heilsutímarit heldur birtist hún í nær öllum miðlum (Labre 2005). Ekki virðast

allir sammála um hvaðan þessar staðallíkamsmyndir koma en samkvæmt rannsókn

Adams o.fl. (2005) komu fram mismunandi skýringar meðal karla á uppruna þeirra.

Deilt var um hvort staðallíkamsmyndirnar verði til hjá einstaklingum vegna áreita sem

þeir verða fyrir, hvort þær komi vegna sameiginlegra áherslna innan hópa og fjölmiðla

eða jafnvel að staðallíkamsmyndin endurspegli eiginleika sem eru ákjósanlegir fyrir

þróun og fjölgun mannkyns. Almenn samstaða ríkir þó um að líkamskvíði hefur

neikvæða merkingu fyrir flesta bæði almennt og persónulega

Í þessi rannsókn verður skoðað hvort birting staðallíkamsmyndar karla hafi áhrif á

líkamskvíða hjá körlum sem stunda reglulega líkamsrækt. Hér verður reynt að sýna

að líkamskvíði geti fylgt í kjölfar þess að skoða mynd sem inniheldur þá

staðallíkamsmynd karla sem gjarnan sést í fjölmiðlum. Í inngangi verður fyrst fjallað

um breytingu á staðallíkamsmynd karla undanfana áratugi og aukinn sýnileika

karlmannslíkamans í fjölmiðlum. Einnig verður farið yfir hvernig fjölmiðlar geta haft

áhrif á líkamsmyndina. Loks verður svo ræddir hugsanlegir varnarþættir gegn áhrifum

staðallíkamsmynda á líkamsmynd.

Líkamsmynd í fjölmiðlum

Frá byrjun 9. áratugarins hefur orðið mikil aukning í notkun á líkama karlmanna í

auglýsingum (Pope o.fl 2001). Það almennt talið að fjölmiðlar séu mótandi afl í því að

mynda líkamsmynd einstaklinga og það að verða fyrir áreiti frá óraunhæfum

staðallíkamsmyndum í fjölmiðlum getur haft slæm áhrif á líkamsmynd og valdið

líkamskvíða (Dittmar, 2007; Levine og Harrison, 2004; Thompson, Heinberg, Aglita,

og Tantleff-Dunn, 2004).

Page 8: Áhrif staðallíkamsmynda í fjölmiðlum á líkamsmynd karlkyns ...¶rgvin LOKAÚTGÁFA.pdf · Áhrif staðallíkamsmynda í fjölmiðlum á líkamsmynd karlkyns líkamsræktariðkenda

6

Staðallíkamsmyndir dynja á fólki frá sjónvarpi, tímaritum, í kvikmyndum og á

auglýsingaskiltum ásamt öðrum net og prent miðlum (Turner o.fl., 1997). Það hefur

verið talað um að aukin óánægja karlmanna með líkama sinn tengist fjölgun á

sýnilegum staðallíkamsmyndum karlmanna í fjölmiðlum (Morrison og Morrison, 2003)

Staðallíkamsmynd karla hefur tekið talsverðum breytingum á undanförnum

áratugum, en það kemur fram í rannsókn þar sem skoðaðar voru breytingar á

birtingamynd staðallíkamsmyndar karlmanna yfir 30 ára tímabil (Law og Labre,

2002). Law og Labre skoðuðu karlablöðin GQ, Rolling Stone og Sports Illustrated til

að meta breytingar á líkamsmynd, í ljós kom talsverð fjölgun á fyrirsætum sem höfðu

mikið vöðvamagn en lágt fituhlutfall (Law og Labre, 2002). Staðalmyndir birtast fólki

ekki bara þegar þau verða fullorðin eða jafnvel unglingar. Þær staðalmyndir sem

birtast börnum geta hugsanlega haft áhrif á hvernig sjálfsmat þeirra verður.

Fyrirmyndirnar geta verið margvíslegar og haft mismunandi birtingamyndir, t.d í formi

leikfanga. Auglýsingar beinast að börnum í auknu mæli og ætti sú staðalmynd sem

þar birtist að geta haft áhrif á börnin (Kunkell o.fl. 2004). Samkvæmt Hatoum og Belle

(2004) hefur Barbie dúkkan með sinn ofurstóra barm, mjóa mitti og löngu fótleggi

lengi þótt líkamlegt viðmið fyrir ungar stúlkur en er í algerlega óraunhæfum

hlutföllum. Sú breyting sem Law og Labre greindu á fyrirsætum kemur einnig fram í

leikföngum fyrir drengi, en þau hafa orðið talsvert vöðvameiri á síðustu áratugum

(Pope, Olivardia, Gruber, Borowiecki, 1999). Samkvæmt Norton o.fl. (1996) er lítið

þekkt hvernig börn skynja þessi leikföng með stórlega ýktar líkamsmyndir. Einnig eru

langtíma áhrif þess að nota þessi leikföng lítið þekkt. Það er hugsanlegt að leikföngin

móti börnin til þess að sækjast eftir nánast óraunhæfum líkamsmyndum í þeirri trú að

það sé heilbrigt, ákjósanlegt og aðlaðandi þar sem börnin fara að nota leikföngin sem

viðmið við eigin líkama og útlit. Til dæmis sýndi rannsókn Dittmar, Halliwell og Ive

(2006) að stúlkur sem voru látnar lesa myndabók um Barbie dúkkur voru óánægðari

með líkama sinn heldur en stúlkur sem lásu myndabók um dúkku í raunhæfum

hlutföllum (Dittmar, Halliwell, Ive,. 2006).

Telja má líklegt að fjölgun á birtingum staðallíkamsmynda í fjölmiðlum og svo

breytingin á staðallíkamsmyndinni geti skilað sér í neikvæðum áhrifum á líkamsmynd.

Nokkrar vísbendingar eru um að líkamskvíði meðal karla sé að aukast (Furnham og

Calman, 1998; Raudenbush og Zellner, 1997).

Page 9: Áhrif staðallíkamsmynda í fjölmiðlum á líkamsmynd karlkyns ...¶rgvin LOKAÚTGÁFA.pdf · Áhrif staðallíkamsmynda í fjölmiðlum á líkamsmynd karlkyns líkamsræktariðkenda

7

Röskun á líkamsmynd og líkamskvíði getur orðið sjúklegt ástand, þannig hefur

orðið talsverð aukning á tíðni átröskunar og líkamslýtisröskunar (body dysmorphic

disorder) meðal karla á síðustu árum (Cororve og Gleaves, 2001; Phillips, 2005).

Líkamslýtisröskun er geðsjúkdómur sem lýsir sér í því að sjúklingar verða sjúklega

uppteknir af ímynduðum galla í útliti sínu, það getur verið að eitthvað minniháttar lýti

sé til staðar en sjúklingurinn upplifir óhóflegar áhyggjur yfir því (Phillips, 1991).

Sérstök tegund líkamslýtisröskunar sem kallast vöðvalýtisröskun (muscle

dysmorphia) veldur því að sjúklingnum finnst hann aldrei nægjanlega vöðvamikill.

Aukning hefur orðið á tíðni þeirrar röskunar (Pope, Gruber, Choi, Olivardia, og

Phillips, 1997). Vöðvalýtisröskun getur leitt til þess að sjúklingur stundi óæskilega

hegðun til að reyna að bæta upp fyrir ímyndaða galla sína, eins og óhóflegra

líkamsæfinga, óhóflegrar inntöku fæðubótaefna og jafnvel steraneyslu (Pope,

Gruber, Choi, Olivardia, og Phillips, 1997).

Þar sem áreiti frá auglýsingum og öðrum miðlum varir oftast stutt þá væri eðlilegt

að ætla að áhrif þeirra væru lítil en svo virðist ekki vera. Rannsóknir hafa t.d. sýnt að

áreiti sem varir í stuttan tíma, ýmist í formi mynda í tímaritum eða

sjónvarpsauglýsinga með mjög gönnum fyrirsætum geta aukið á óánægju kvenna

með líkama sinn (Groesz, Levine, og Murnen, 2002), valda áhyggjum kvenna af eigin

þyngd (Ogden og Mundray, 1996) og einnig að konur upplifa sig minna aðlaðandi

eftir að hafa séð áreitið (Cash, Cash, og Butters, 1983). Þegar farið er að skoða

hvaða áhrif birtingar í fjölmiðlum á staðallíkamsmynd karla hefur á líkamsmynd

þeirra kemur í ljós mjög svipað mynstur og hjá konum. Karlar sem sáu vöðvastælta

karlkyns staðallíkamsmynd í stuttan tíma í tímaritsauglýsingu tjáðu meiri óánægju

með vöðvamagn sitt heldur en samanburðarhópur sem sá fullklædda karla í

fataauglýsingum. Þó að um stutt áreiti væri að ræða þá má tengja það við

líkamsánægju karla á sama hátt og stutt áreiti frá mjóum fyrirsætum hafa á

líkamsmynd kvenna (Lorenzen, Grieve, og Thomas, 2004). Það að sjá

staðallíkamsmyndir í auglýsingum getur leitt til depurðar og þunglyndis hjá körlum og

einnig óánægju með eigin vöðvamagn á meðan hlutlausar auglýsingar með engum

fyrirsætum hafa engin áhrif á líðan (Adliata og Tantleff-Dunn 2004). Við þetta má svo

bæta að þó fólk verði fyrir áreitum af þessu tagi aðeins skamma stund í einu, eru

áreitin það útbreidd, í öllum miðlum, að yfirleitt líður aðeins stuttur tími þar til næsta

Page 10: Áhrif staðallíkamsmynda í fjölmiðlum á líkamsmynd karlkyns ...¶rgvin LOKAÚTGÁFA.pdf · Áhrif staðallíkamsmynda í fjölmiðlum á líkamsmynd karlkyns líkamsræktariðkenda

8

áreiti birtist. Þannig geta áhrif staðallíkamsmyndanna náð að viðhaldast yfir lengri

tíma.

Í ljósi þessarar vitneskju þá er vert að spyrja hvernig áreiti það er sem vekur þessa

líkamsóánægju. Í fljótu bragði væri hægt að ætla að áreitið verði að innihalda mjög

ýkta staðalmynd en svo virðist hinsvegar ekki vera. Hvort sem fyrirsætan er

vöðvamikil eða hefur aðeins íþróttamannslegt útlit þá koma þessi áhrif fram. Áreitið

þarf því ekki endilega að koma frá fyrirsætu sem er vöðvamikil til að kalla fram

neikvæða líkamsmynd (Barlett o.fl. 2008). Það virðist því ekki skipta máli hvernig

áreitið er sett fram. Undantekning er þó ef fyrirsætan er óvenjulega vöðvamikil, með

vöxt líkt og sjá má í þungavigtarflokki vaxtarræktarkeppenda koma ekki fram áhrif á

líkamskvíða (Tiggemann og Slater, 2004), en um það er betur rætt hér að neðan.

Það ætti þannig ekki að koma á óvart að aukinn lestur karla á tímaritum sem sýna

staðallíkamsmynd karla, eins og tísku og heilsutímarit hefur jákvæða fylgni við löngun

þeirra til að bæta líkama sinn, þá sérstaklega að auka vöðvamassa. Þeir sem lesa

fleiri slík blöð lýsa auknum áhyggjum af vöðvamagni og almennri hreysti (Hatoum og

Belle, 2004). En fylgni þarf ekki endilega að merkja að það sé orsakasamband þarna

á milli, einnig gæti hugsast að þeir sem hafi slæma líkamsmynd eða þjást af

líkamskvíða sæki einnig í lestur slíkra miðla. Þannig er óljóst hvort lestur blaðana

valdi líkamskvíða eða hvort þeir sem eru haldnir líkamskvíða lesi fleiri tísku- og

heilsutímarit.

Niðurstöður fyrri rannsókna um áhrif staðallíkamsmynda í fjölmiðlum á líkamsmynd

karla hafa gefið misvísandi niðurstöður. Þannig sýndi rannsókn Barletts o.fl. (2008)

framá að þrýstingur sem karlar upplifa frá fjölmiðlum tengist því beint að karlmönnum

líður illa með líkama sinn og að skynjaður þrýstingur frá miðlum tengist þannig beint

slæmri líkamsmynd. Samkvæmt Barlett getur þessi þrýstingur einnig leitt til

þunglyndis og óheilbrigðrar hegðunar eins og ofþjálfunar (Barlett o.fl., 2008).

Samkvæmt Stice (2002) eru hinsvegar engin bein tengsl milli fjölmiðla og slæmrar

líkamsmyndar, frekar að það séu áhættuþættir sem geta leitt til neikvæðra áhrifa

fjölmiðla á líkamsmynd (Stice, 2002). Með því að rannsaka þetta samband enn frekar

ætti að vera hægt að finna þessa þætti og þannig þannig reyna að koma í veg fyrir að

fjölmiðlar hafi slæm áhrif á líkamsmynd.

Page 11: Áhrif staðallíkamsmynda í fjölmiðlum á líkamsmynd karlkyns ...¶rgvin LOKAÚTGÁFA.pdf · Áhrif staðallíkamsmynda í fjölmiðlum á líkamsmynd karlkyns líkamsræktariðkenda

9

Mælingar á líkamsmynd karla

Rannsóknir hafa leitt í ljós að stór hluti karla og kvenna segjast óánægð með

líkama sinn (McCabe og Ricciardelli, 2004). Talsvert af þessari líkamsóánægju meðal

kvenna virðist vera sá þrýstingur sem þær upplifa frá samfélaginu um að þær verði

að uppfylla staðalmyndir fyrir líkama kvenna (O’Dea,1995; Thompson og Heinberg,

1999). Það er ljóst að þessi þrýstingur er einnig til staðar hjá körlum eins og fram kom

hér að ofan.

Þegar farið er yfir fyrri rannsóknir á líkamsmynd karla kemur í ljós að þau

mælitæki sem hafa verið notuð hafa miðað við staðalmynd kvenna og löngun til að

léttast (McCabe og Ricciardelli, 2004), þannig að ætla má að niðurstöður hafi ekki

endurspeglað líkamsmynd karla. Þetta getur hugsanlega skýrt það sem komið hefur

fram í mörgum rannsóknum að konur eru almennt óánægðari með líkamsmynd sína

en karlar.

Þær rannsóknir sem skoðað hafa þætti sem hafa þýðingu fyrir karlmenn eða reynt

að meta líkamsóánægju meðal karla hafa hinsvegar gefið misvísandi niðurstöður

(McCabe, Ricciardelli. 2001; Vincent og McCabe 2000). Þar sem talsverður munur er

á staðallíkamsmyndum kynjanna má gera ráð fyrir að upplifuð líkamsóánægja sé

einnig ólík milli kynjanna og er því ekki hægt að yfirfæra niðurstöður sem koma úr

rannsóknum á líkamsmynd kvenna yfir á karla og segja að karlar upplifi líkamskvíða í

sama mæli og konur. Flestar rannsóknir benda til þess að karlar skiptast nokkuð jafnt

í hópa sem vilja þyngjast eða léttast (t.d Drewnowski og Yee, 1987). Karlar sem eru

mjög léttir eða jafnvel í undirþyngd tjá sumir mjög neikvæða líkamsmynd sem getur

einnig haft talsverð áhrif á félagslega aðlögun þeirra (Harmatz, Gronendyke og

Thomas, 1985). Þessar niðurstöður er best að túlka útfrá ólíkum staðalmyndum karla

og kvenna. Það að fjarlægjast staðallíkamsmyndina ætti að geta valdið auknum

líkamskvíða. Þar sem karlar í undirþyngd fjarlægjast staðallíkamsmyndina sem er

vöðvamikil ætti það ekki að koma á óvart að þeir upplifa aukinn líkamskvíða og einnig

þeir sem eru í yfirþyngd, þar sem þeir fjarlægjast staðallíkamsmyndina einnig. Þetta

kemur vel fram hjá Pingitore o.fl.(1997) en niðurstöður þeirra gefa til kynna að eftir

því sem fólk var þyngra jókst líkamsóánægja hjá báðum kynjum þó heldur meira hjá

konum. Þetta má hugsanlega skýra með löngun sumra karla til að þyngjast en það

kemur hinsvegar ekki fram hvort að þeir sem vilja þyngjast vilji bæta á sig

Page 12: Áhrif staðallíkamsmynda í fjölmiðlum á líkamsmynd karlkyns ...¶rgvin LOKAÚTGÁFA.pdf · Áhrif staðallíkamsmynda í fjölmiðlum á líkamsmynd karlkyns líkamsræktariðkenda

10

vöðvamagni eða fitumagni (Law og Labre 2002). Konur stefna samkvæmt þessari

rannsókn alltaf að því að léttast óháð líkamsþyngd.

Félagslegur samanburður

Til þess að staðallíkamsmyndir geti kallað fram neikvæð áhrif á líkamsmynd þarf

að eiga sér stað einhver samanburður. Fólk þarf að bera sig saman við

staðallíkamsmyndina. Eins og áður sagði hefur því verið haldið fram að sú aukning

sem komið hefur fram í líkamskvíða meðal karla megi að hluta skýra með auknum

sýnileika á staðallíkamsmynd karla í fjölmiðlum undanfana áratugi (Morrison og

Morrison, 2003). Þessi tengsl má helst til skýra með kenningum Festingers um

félagslegan samanburð. Samkvæmt kenningum Festingers (1954) ber fólk sig saman

við aðra til að meta sig sjálft. Fólk notar félagssamburð þegar eitthvað annað hlutlægt

mat vantar, fólk metur getu sína og skoðanir með því að bera sig saman við aðra í

sínu nánasta umhverfi. Í vestrænum samfélögum, þar sem talsverð áhersla er lögð á

útlit og nóg er um staðalmyndir, má gera ráð fyrir að fólk beri sig saman við þessar

staðalmyndir. Félagssamanburður getur átt sér stað meðvitað og einnig án þess að

hugað sé sérstaklega að því (Dunning og Hays, 1996).

Félagssamanburður getur verið tvennskonar, annarsvegar upp á við og hinsvegar

niður á við. Upp á við samanburður felst í því að fólk ber sig saman við aðra sem búa

yfir meira af þeim eiginleikum sem verið er að meta. Þannig getur uppávið

samanburður við þá sem eru nær staðallíkamsmyndinni leitt til líkamskvíða (Collins,

1996). Niður á við samanburður er þegar fólk ber sig saman við aðra sem búa yfir

minna af þeim eiginleikum sem verið er að meta og getur þar með haft jákvæð áhrif

á líkamsmynd og líðan (van den Berg og Thompson, 2007), þar sem viðkomandi

metur sjálfan sig hærra en viðmiðið. Þannig hlýtur uppávið samanburður við

staðallíkamsmyndir að leiða til þess að það myndist eitthvað misræmi milli eigin

líkamsmyndar og svo staðallíkamsmyndarinnar. Sjálfsmisræmis kenningin (self-

discrepancy theory) (Higgins, 1987) segir að það misræmi sem fólk upplifir milli þess

sem það er í raun, raunsjálfs (actual self) og svo þess sjálfs sem það vill vera (ideal

self) eða það sem viðkomandi finnst hann eiga að vera (ought self) muni valda

neikvæðum áhrifum. Sjálfsmisræmiskenningin tengist svo tilgátu Festingers um

félagssamanburð. Þannig að þegar fólk sér staðallíkamsmyndina í fjölmiðlum þá ber

það staðallíkamsmyndina við eigin líkama sem veldur sjálfsmisræmi sem svo veldur

neikvæðum hugsunum og líkamskvíða (Dittmar o.fl., 2009). Sjálfsmisræmiskenningar

Page 13: Áhrif staðallíkamsmynda í fjölmiðlum á líkamsmynd karlkyns ...¶rgvin LOKAÚTGÁFA.pdf · Áhrif staðallíkamsmynda í fjölmiðlum á líkamsmynd karlkyns líkamsræktariðkenda

11

eru bæði félagslegar og menningarlegar (Stice, 2002) sem gefur til kynna að

samfélagsleg viðmið geti verið tekin sem persónuleg viðmið. Sjálfsmisræmi stuðlar

að auki að samanburði við aðra. Sjálfsmisræmi er alltaf neikvætt en það getur verið

missterkt. Fólk getur fundið fyrir sjálfsmisræmi í stuttan tíma en finnur svo innra

jafnvægi. Aðrir eru haldnir krónískri neikvæðni gagnvart sjálfum sér og getur það

jafnvel leitt til átröskunar (Higgins, 1987). Samkvæmt Dittmar (2008) er stuðst við

actual - ideal sjálfsmisræmið vegna þess að rannsóknir hafa leitt í ljós að afleiðingar

þess geta verið kvíði, neikvæðar tilfinningar og þunglyndi. Samkvæmt Pope (2002)

tjá karlar meira misræmi milli líkama síns og staðallíkamsmyndarinnar eftir að hafa

séð fyrirsætur sem bjuggu yfir staðallíkamsmyndinni heldur en samanburðarhópur

sem ekki sá staðallíkamsmyndina. Innsýn í það hvað veldur þessum samanburði ætti

því að vera nauðsynleg til að skilja líkamsóánægju meðal karlmanna.

Félagssamanburðurinn virðist ekki alltaf eiga sér stað hjá karlmönnum, ólíkt því sem

komið hefur í ljós í rannsóknum á konum þá virðast karlmenn ekki notast við

félagssamanburð þegar um er að ræða mjög ýktar fyrirmyndir (Tiggemann og

Slater,2004). Ein ástæða þess að myndir af of vöðvamiklum mönnum hafa ekki sýnt

áhrif getur verið sú að um þær eru óraunhæfar fyrir félagssamanburð. Hugsanlega

sjá karlar mjög mikið vöðvamagn eða ofurstóra vöðva sem óraunhæft takmark með

æfingum einum saman. Karlar eru því kannski ekki að nota félagssamanburð sem

veldur óánægju þegar horft er á slíkar myndir (Tiggemann og Slater, 2004). Konur

virðast hinsvegar nota mjög ýktar og óraunhæfar myndir í félagsamanburð og tjá enn

meiri líkamsóánægju eftir að hafa séð óraunhæfar myndir af mjóum fyrirsætum

(Groesz o.fl.,2002) samanborðið við minna ýkta myndir. Karlar virðast því hafna

samanburði við líkamsmyndir sem þykja óraunhæfur möguleiki nema með notkun

lyfja. Hugsanlegt er að líkamsmynd af ofurvöðvum sé fyrir utan staðallíkamsmyndina

eins og sú sem sést hjá vaxtaræktarmönnum.

Samanburður við líkamsmyndir sem birtast í fjölmiðlum hefur ekki bara áhrif á það

hvernig fólk metur eigin líkama heldur einnig á það hvernig þau meta líkama af

gagnstæðu kyni (Frederick o.fl. 2005). Þannig ofmeta karlmenn það vöðvamagn sem

konum þykir aðlaðandi og konur ofmeta einnig hversu grannar þær þurfi að vera til

að þykja aðlaðandi. Sú mynd sem birtist af líkama karlmanna í fjölmiðlum ætluðum

konum er talsvert vöðvaminni heldur en í þeim sem beinast að körlum, þessi mynd er

Page 14: Áhrif staðallíkamsmynda í fjölmiðlum á líkamsmynd karlkyns ...¶rgvin LOKAÚTGÁFA.pdf · Áhrif staðallíkamsmynda í fjölmiðlum á líkamsmynd karlkyns líkamsræktariðkenda

12

síðan enn vöðvameiri í miðlum sem beint er að líkamsræktariðkendum (Frederick,

o.fl. 2005).

Ýfing

Í daglegu lífi verður fólk fyrir talsvert miklu sjónáareiti sem ekki nær í öllum tilvikum

athygli þess auk þess sem mismunandi áreiti nær mismikilli athygli og ógjörningur

væri að taka eftir öllu. Þegar fólk horfir yfir umhverfi sitt, vekja sjónáreitin þannig

mismikla athygli. Fólk er fyrr að bera kennsl á kunnugleg áreiti þ.e. eitthvað sem það

hefur séð áður og er aðgengilegt í minni, þetta kallast ýfing eða ýfingaráhrif (Roskos-

Ewoldsen, Roskos- Ewo ldsen, og Carpentier, 2002). Ýfing segir þannig til um aukið

næmi fyrir ákveðnum tegundum af áreiti í kjölfar fyrri reynslu eða fyrra áreiti.

Rannsóknir hafa einnig sýnt að ýfing getur haft áhrif á ákvarðanatöku (Jacoby, 1983).

Ýfing ætti því að skipta auglýsendur talsverðu máli, þar sem þeir reyna að hafa áhrif

á ákvarðanatöku fólks. Framleiðendur geta þannig aukið sölu vöru sinnar ef fólk hefur

séð og þekkir útlit vörunar innan um aðrar sambærilegar í hillum verslana.

Neysluhegðun fólks hefur verið talsvert rannsökuð og áhrif auglýsinga á neytendur

hefur einnig verið vinsælt rannsóknarefni. Meðal annars hafa ýfingaáhrif auglýsinga

verið skoðuð sérstaklega, venjulega skoða þær rannsóknir hvernig staðsetning

auglýsinga hefur áhrif á mat fólks á auglýsingunni (Yi 1990).

Ýfing í auglýsingum

Með ýfinga áhrifum auglýsinga er átt við áhrif auglýsingarinnar á hegðun og

viðhorf (Roskos-Ewoldsen, o.fl., 2002). Miðlar eru svo stór partur af okkar daglega lífi

sem gerir þá að öflugu tóli fyrir ýfingu fyrir hvernig við hugsum og hegðum okkur

(Roskos-Ewoldsen, o.fl., 2002). Ýfingaráhrifa gætir við áhorf á auglýsingar og segir

þá til um þau áhrif sem miðlar hafa á hegðun fólks og mat þess á innihaldi þeirra

(Roskos-Ewoldsen, o.fl., 2002) þannig mætti segja að markmið auglýsinga sé ýfing.

Rannsóknir á ýfingaráhrifum í auglýsingum hafa sýnt að samhengi sem auglýsing

birtist í getur haft talsverð áhrif á það hvernig auglýsingin og þar með varan sem

verið er að auglýsa er metin (Schmitt 1994). Oftast beinast þessar rannsóknir að því

hvernig staðsetning greina og auglýsinga í tímaritum hafa áhrif á túlkun

auglýsinganna (Schmitt, 1994). Þannig geta upplýsingar sem birtast í auglýsingum

verið túlkaðar á marga mismunandi vegu, allt eftir því hvað kom á undan.

Page 15: Áhrif staðallíkamsmynda í fjölmiðlum á líkamsmynd karlkyns ...¶rgvin LOKAÚTGÁFA.pdf · Áhrif staðallíkamsmynda í fjölmiðlum á líkamsmynd karlkyns líkamsræktariðkenda

13

Í einni rannsókn á ýfingaráhrifum auglýsinga í fjölmiðlum (Yi, 1990), var

þátttakendum sýnd auglýsing fyrir stóran bíl eftir að hafa lesið grein í blaðinu áður,

greinarnar voru tvær, annarsvegar um öryggi flugsamgangna og hinsvegar um

stjórnarformann olíufélags. Þeir sem lásu öryggisgreinina höfðu jákvæðari viðhorf til

bílsins og frekar ætlun til kaupa heldur en þeir sem lásu greinina um

stjórnarformanninn. Yi skýrir þetta með ýfingu. Fólk sýndi jákvæðari viðhorf eftir

öryggisgreinina þar sem hugmyndin um öryggi hefur ýfingar áhrif og öryggi er tengt

við stóra bíla. Lakara viðhorf eftir að hafa lesið hina greinina var þá skýrt með ýfingu

við eldsneytisnotkun. Þátttakendur tengdu stóran bíl við mikla eldsneytisnotkun.

Þannig virðist sem tímaritsgreinar geti valdið ýfingaráhrifum við mat á auglýsingum.

Þannig getur það samhengi sem samanburður við staðallíkamsmyndir á sér stað í

haft talsverð áhrif á það hvaða niðurstaða kemur úr samanburðinum. Komið hefur í

ljós að þegar fólk er fengið til að meta myndir af konum sem þykja í meðallagi

aðlaðandi eru þær metnar verr þegar þær eru metnar innan um myndir af konum sem

þykja mjög aðlaðandi. Sömu myndir eru hinsvegar metnar hærra þegar þær eru

innan um myndir af minna aðlaðandi konum (Cash, Cash, og Butters, 1983). Þar

með virðist vera að fegurðarstaðallinn breytist eftir aðstæðum. Ekki er ósennilegt að

ýfingaráhrif séu að hafa þessi áhrif á mat fólks. Út frá þessu mætti álykta að áhrif

ýfinga ættu einnig að geta komið fram eftir að hafa séð auglýsingu með

staðallíkamsmyndum og gætu ýfingaráhrif þá hugsanlega að hluta til skýrt þau áhrif

sem staðallíkamsmyndir í auglýsingum hafa á líkamsmynd fólks. Í þessari rannsókn

eru ýfingaráhrif ekki mæld, en þau geta hugsanlega hjálpað til við að skilja neikvæð

áhrif staðallíkamsmynda í fjölmiðlum á líkamsmynd beggja kynja.

Varnarþættir

Það hefur löngum verið talað um að líkamsrækt sé góð fyrir almenna heilsu og

líðan fólks en það er hins vegar ekki jafn ljóst hver áhrif þess að stunda líkamsrækt

eru á áhrif staðalíkamsmynda á líkamsmynd. Williams og Cash (2001) rannsökuðu

áhrif 6 vikna styrktarþjálfunar á líkamsmynd, niðurstöður þeirra gefa til kynna að

styrktarþjálfun hafi talsverð jákvæð áhrif á líkamsmynd fólks. Þátttakendur lýstu

aukinni ánægju með líkama sinn. Líkamskvíði mældist lægri og þátttakendur mátu

útlit sitt betur heldur en samanburðarhópurinn sem ekki stundaði líkamsrækt

(Williams og Cash, 2001). Samkvæmt Ginis o.fl. upplifa karlar og konur sambærilega

aukningu á ánægu með líkamshluta og jafnframt minnkun á líkamskvíða eftir

Page 16: Áhrif staðallíkamsmynda í fjölmiðlum á líkamsmynd karlkyns ...¶rgvin LOKAÚTGÁFA.pdf · Áhrif staðallíkamsmynda í fjölmiðlum á líkamsmynd karlkyns líkamsræktariðkenda

14

líkamsþjálfun. Karlar tjá að auki meiri ánægju með vöðvamagn sitt (Ginis o.fl. 2005).

Þessar niðurstöður ættu kannski ekki að koma á óvart þar sem líkamsrækt getur

stuðlað að því að nálgast staðallíkamsmyndina.

Samkvæmt Fawkner og McMurray, (2002) ber stór hluti ungra karla sig saman við

fjölmiðla staðallíkamsmyndir en upplifa ekki allir líkamskvíða. Nokkrar rannsóknir hafa

gefið það til kynna að áhrif frá staðallíkamsmyndum í fjölmiðlum þurfi ekki alltaf að

vera neikvæð. Þessar rannsóknir gefa til kynna að sumar konur virðast, undir vissum

kringumstæðum, nota staðallíkamsmyndir sem markmið og verður samanburður við

staðallíkamsmyndina þá að hvatningu (Halliwell og Dittmar, 2005; Tiggemann, 2002).

Þegar ýfingu er beitt sérstaklega á konur, til að nota félagssamanburð sem

hvatningu til að ná árangri, þá auka staðallíkamsmyndirnar ekki á líkamskvíða

(Halliwell og Dittmar, 2005). Komið hefur í ljós að ef markmið kvenna er að léttast

getur samanburður við staðallíkamsmynd þeirra haft jákvæð áhrif á líðan (Mills o.fl.,

2002) og á líkamsmynd (Joshi o.fl., 2004). Staðallíkamsmyndirnar geta hinsvegar

verið talsvert óraunhæfar eins og áður sagði og má telja frekar ólíklegt að slík

markmið náist í mörgum tilfellum. Eðlilegt er því að ætla að staðallíkamsmyndin fari

að hafa neikvæð áhrif á líðan þegar til lengri tíma er litið. Það ætti að vera eðlilegt að

ætla að áhrif staðallíkamsmynda karla á líkamsmynd þeirra fari einnig eftir því undir

hvaða kringumstæðum þeirra samanburður er gerður þ.e. hvaða hvöt þeir hafa fyrir

samanburðinum. Einn tilgangur með þeirri rannsókn sem hér verður fjallað um var

einmitt að skoða hvaða áhrif staðallíkamsmynd karla hefur á þá ef markmiðið er að

nálgast staðalmyndina. Halliwell, Dittmar og Orsborn (2007) hafa gert svipaða

rannsókn á verndandi þætti líkamsræktar gegn neikvæðum áhrifum

staðallíkamsmynda í fjölmiðlum. Niðurstöður þeirra gáfu til kynna að þeir sem eru

með það markmið að auka þol sitt, vöðvamassa og styrk, og þar með nálgast

staðallíkamsmyndina með líkamsrækt, verða fyrir minni áhrifum af áreitum

staðallíkamsmynda (Halliwell, Dittmar, og Orsborn, 2007). Rannsókn þeirra sýndi

einnig að líkamsræktariðkendur urðu fyrir mun minni áhrifum af staðallíkamsmyndum

en þeir sem ekki stunda líkamsrækt.

Staðallíkamsmyndin sem birtist í fjölmiðlum virðist þannig ekki hafa sömu áhrif á

alla, og ýmsir verndandi þættir virðast vera til staðar. Það að vera sáttur við eigin

líkama og virðist vera einn þeirra verndandi þátta sem geta komið í veg fyrir slæm

áhrif frá áhorfi á staðallíkamsmyndir í fjölmiðlum (Humphreys og Paxton, 2004).

Þannig að góð líkamsmynd er verndandi þáttur fyrir líkamskvíða. Annar verndandi

Page 17: Áhrif staðallíkamsmynda í fjölmiðlum á líkamsmynd karlkyns ...¶rgvin LOKAÚTGÁFA.pdf · Áhrif staðallíkamsmynda í fjölmiðlum á líkamsmynd karlkyns líkamsræktariðkenda

15

þáttur getur verið að tileinka sér ekki þá staðallíkamsmynd sem birtis í fjölmiðlum.

Þannig segjast sumir segjast ekki samsama sig með gildandi staðallíkamsmynd og

ættu því ekki að verða fyrir neikvæðum áhrifum hennar (Fawkner og McMurray

2002).

Þrátt fyrir að margar rannsóknir styðji það að líkamsrækt hafi góð áhrif á

líkamsmynd virðist sambandið milli líkamsræktariðkunar og líkamsmyndar ekki vera

alveg svona einfalt. Svo virðist vera að þeir sem leggja höfuð áherslu á að auka

vöðvamassa geri oftar líkamlegan samanburð og einnig að tíðari þyngdar- og

vöðvasamanburður spái fyrir um hærri líkamskvíða. Þeir sem gera tíðari

líkamssamanburð á þyngd og vöðvamassa virðast þannig hafa tilhneigingu til að

upplifa meiri líkamsóánægju en aðrir (McCreary og Saucier 2009). Niðurstöður

rannsóknar Williams og Cash (2001) benda til þess að útlits- og þyngdartengd

markmið með líkamsrækt, þ.e. að stunda líkamsrækt til að breyta þyngd eða útliti,

skili sér í verri líkamsmynd. Samanborið við þá sem hafa t.d félagsleg markmið (hitta

nýtt fólk, vera með vinum) með því að stunda líkamsrækt. Tekið saman bendir þetta

til þess að markmið líkamsræktariðkenda, frekar en líkamsræktin sjálf, skipti

talsverðu máli sem verndandi þættir á áhrif staðallíkamsmynda á líkamsmynd. Þeir

sem segjast hafa félagsleg markmið með líkamsræktinni tjá minni líkamskvíða.

Samkvæmt Williams og Cash (2001) má hugsanlega skýra það með því að samskipti

við aðra minnka líkamlega sjálfvitund (Williams, Cash 2001).

Áhrif líkamsræktar á líkamsmynd virðast þannig ekki vera alveg ljós. Sumar

rannsóknir segja að líkamsræktariðkun hafi góð áhrif á líkamsmynd meðan aðrar

virðast benda til þess að hún geti haft slæm áhrif á líkamsmynd. Einnig kemur fram

ósamræmi milli rannsókna um áhrif mismunandi markmiða með líkamsræktinni.

Þannig benda niðurstöður rannsókna ýmist til þess að markmið sem miða að því að

nálgast staðallíkamsmyndina þ.e. auka vöðvamagn, styrk og þol, sé verndandi þáttur

fyrir slæmri líkamsmynd meðan aðrar virðast sína þetta markmið sem áhættuþátt fyrir

slæma líkamsmynd.

Innfæring

Það kallast innfæring (internalization) þegar gildi samfélagsins um hvað sé

aðlaðandi eru gerð að eigin gildum (Dittmar o .fl. 2009). Þannig verður

staðallíkamsmyndin að eigin gildi með innfæringu. Innfæring hefur verið nefnd sem

einn af áhættuþáttum átröskunar meðal kvenna (Thompson og Stice, 2001).

Page 18: Áhrif staðallíkamsmynda í fjölmiðlum á líkamsmynd karlkyns ...¶rgvin LOKAÚTGÁFA.pdf · Áhrif staðallíkamsmynda í fjölmiðlum á líkamsmynd karlkyns líkamsræktariðkenda

16

Innfæring getur þar með haft talvert slæm áhrif á líkamsmynd því eins og áður hefur

verið nefnt getur staðallíkamsmyndin verið óraunhæf fyrir stóran hluta fólks. Áhrifa

innfæringar virðist einnig gæta hjá körlum þar sem þeir innfæra einnig óraunhæfar

staðalmyndir og upplifa í kjölfarið líkamskvíða þar sem þeirra útlit uppfyllir ekki

samfélagsleg viðmið um útlit (Arbour og Martin Ginis, 2006; Lorenzen o.fl., 2004).

Tiggemann (2002) nefnir innfæringu sem einn af þrem þáttum sem auka áhrif

auglýsinga og teljast áhættuþættir fyrir slæma sjálfsmynd, ásamt félagslegum

samanburði og að útlit sé hluti af sjálfsmati (Tiggemann og McGill, 2004).

Innfæring á þeirri líkamsmynd sem birtist í fjölmiðlum virðist hafa mestu áhrifin í að

auka þá löngun að vilja auka vöðvamagn sitt fyrir þá sem eru grannvaxnir.

Rannsóknir hafa sýnt að innfæring og lág líkamsþyngd séu stærstu áhættuþættirnir

fyrir því að vilja auka vöðvamagn meðal karla (Daniel og Bridges 2010), en eins og

fram kemur hér að ofan getur þessi löngun skilað sér í slæmri líkamsmynd.

Samkvæmt Fawkner o.fl. (2002) er innfæring og það að stunda líkamsrækt

áhættuþættir fyrir slæma líkamsmynd meðal karla. Líkamsrækt getur þá bæði verið

áhættuþáttur fyrir slæma líkamsmynd og einnig varnarþáttur eins og áður hefur komið

fram, sem gerir það að verkum að nauðsynlegt að skoða þetta samband enn frekar í

framtíðarannsóknum. Líkamsrækt getur þannig verið áhættuþáttur fyrir slæma

líkamsmynd þegar staðallíkamsmyndin er innfærð og gerður er uppávið

samanburður. Í þessari rannsókn var ekki verið að skoða innfæringu þó skiptir hún

talsverðu máli þegar verið er að skoða skaðleg áhrif staðallíkamsmynda í fjölmiðlum

á líkamsmynd beggja kynja.

Líkamsþyngdarstuðull

Líkamsþyngdarstuðull (LÞS Body Mass Index,) er stuðull sem reiknaður er út til

þess að meta holdafar fólks, þ.e. hvort einstaklingur er of þungur, léttur eða í

kjörþyngd. Stuðullin er mælikvarði á þyngd miðað við hæð og er fengin með því að

deila þyngdinni í kílóum með hæðinni í metrum í öðru veldi (kg/m²). Útkoman er svo

notuð til að bera saman við fyrirfram ákveðin viðmiðsgildi og meta þannig holdafar.

Hægt er að nota LÞS til að ákvarða heildarfitumagn líkamans og telst hann nokkuð

áreiðanlegur sem slíkur, þrátt fyrir að fitumagn sé ekki mælt beint. Samkvæmt

mælitölum alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) er eðlilegt viðmiðsgildi 18,5-

24,99, ofþyngd er skilgreind sem 25 og yfir og undirþyngd sem undir 18,5. Fólk telst

þjást af offitu ef stuðull þeirra er kominn yfir 30 (Vísindavefur.hi.is, e.d.). LÞS er þó

Page 19: Áhrif staðallíkamsmynda í fjölmiðlum á líkamsmynd karlkyns ...¶rgvin LOKAÚTGÁFA.pdf · Áhrif staðallíkamsmynda í fjölmiðlum á líkamsmynd karlkyns líkamsræktariðkenda

17

ekki alltaf jafn áreiðanleg mæling á holdafar fólks, til að mynda er íþróttafólk oft á

tíðum þyngra en annað fólk í sambærilegri hæð sökum aukins vöðvamagns

líkamasanns og mælast þeir þá talsvert hærri en raunverulegt magn líkamsfitu þeirra

gefur til kynna. Einnig er LÞS óáreiðanleg mæling fyrir eldra fólk, þar sem

vöðvamagn þeirra er aftur á móti talsvert minna en hjá þeim yngri (Vísindavefur.hi.is

e.d.). Aðrar leiðir til að meta holdafar eru mittismælingar og svo helstu áhættuþættir

sem tengjast offitu (Vísindavefur.hi.is e.d.). Samkvæmt van Den Berg o.fl. (2007) er

líkamsþyngdarstöðullinn stöðugur þáttur sem hefur jákvæða fylgni við líkamskvíða.

Þetta þýðir að óánægja með líkamsmynd eykst með aukinni líkamsþyngd.

Tilgátur og markmið

Í þessari rannsókn verða athuguð þau áhrif sem staðallíkamsmyndir hafa á

líkamskvíða karlmanna sem stunda líkamsrækt. Einnig verður er athugað hvort það

markmið að auka vöðvamagn og styrk sé verndandi þáttur gegn þeim neikvæðu

áhrifum staðallíkamsmyndir hafa, líkt og rannsókn Halliwell, Dittmar og Orsborn

(2007) gefur til kynna. Hér er lagt til að staðallíkamsmyndir geti haft góð áhrif á

líkamsmynd karla ef stefna þeirra er að nálgast staðalmyndina. Jafnframt verða

rannsökuð tengsl holdafars við líkamskvíða.

Tilgáta 1:

Það að sjá staðallíkamsmynd í auglýsingu hefur neikvæð áhrif á líkamsmynd og

eykur líkamskvíða. Þeir þátttakendur sem fá áreiti með staðallíkamsmynd greina frá

meiri kvíða en samanburðarhópurinn.

Tilgáta 2:

Það að hafa að markmiði að auka styrk, vöðvamagn og þol og þar með nálgast

staðallíkamsmyndina minnkar neikvæð áhrif frá staðallíkamsmyndinni.

Tilgáta 3:

Líkamsþyngdarstuðull (LÞS) hefur jákvæða fylgni við líkamskvíða, þ.e. líkamskvíði

mun aukast eftir því sem þátttakendur eru þyngri.

Page 20: Áhrif staðallíkamsmynda í fjölmiðlum á líkamsmynd karlkyns ...¶rgvin LOKAÚTGÁFA.pdf · Áhrif staðallíkamsmynda í fjölmiðlum á líkamsmynd karlkyns líkamsræktariðkenda

18

Aðferð

Þátttakendur

Þátttakendur voru fengnir úr póstlista líkamsræktarstöðvar World Class. Allir þeir

sem voru á listanum fengu boð um að taka þátt. Þátttakendur voru beðnir að taka

þátt í rannsókn á áhrifum auglýsinga, ekki var veitt umbun fyrir þátttöku. Þátttakendur

voru spurðir hversu oft í viku þeir stundi líkamsrækt og voru aðeins þeir notaðir sem

fóru að lágmarki 1x í viku þar sem verið var að skoða líkamsræktariðkendur. Alls

bárust því 251 nothæft svar, 134 í tilraunahóp og 117 í samanburðarhóp. Aldur

þátttakenda í samanburðahóp var frá 15 til 68 ára (M = 40 ár, sf = 11,9). Aldursbil

þátttakenda í tilraunahóp var 18 til 75 ára (M = 41,6, sf = 11,2)

Mælitæki

Líkamskvíði var mældur með Physical appearance state and trait anxiety scale

(PASTAS) eftir Reed, Thompson, Brannick og Sacco (1991). Kvarðinn metur kvíða

tengdan mismunandi líkamshlutum og líkamsþyngd. Listinn samanstendur af alls 16

atriðum. Spurt var „Hversu vel eiga eftirfarandi staðhæfingar við um þig?“ og „Ég finn

fyrir óöryggi gagnvart…“. Þátttakendur mátu svo á 5 punkta likert kvarða hve óörugg

þau voru gagnvart mismunandi líkamshlutum svo sem lærum, rassi mjöðmum, maga

fótleggjum, mitti, vöðvamótun og að hvaða marki þátttakendum fannst þeir líta út fyrir

að vera of þungir. Bætt var inn nokkrum atriðum til að reyna minnka gegnsæi og þar

með fela raunverulegan tilgang rannsóknarinnar. Þetta voru atriði eins og fjárhag,

fjölskyldu og samfélaginu (sjá viðauka 1).

Þjálfunarhvöt var mæld með nokkrum atriðum úr Exercise Motivation Inventory (EMI-

2) eftir Markland og Ingledew (1997), sem mælir þjálfunarhvöt þ.e. hver hvötin er að

baki því að stunda líkamsrækt. Upprunalegi listinn samanstendur af 51 staðhæfingu

sem mældar eru á 5 punkta kvarða (alls ekki, lítið, meðal, frekar mikið, mjög mikið). Í

þessari rannsókn var aðeins notast við fjögur atriði. EMI skiptist í nokkra undirkvarða

sem meta mismunandi hvata fyrir því að stunda líkamsrækt t.d. forðast streitu,

skemmtanagildi, þyngdarstjórnun, almenn heilsa, útlit og keppni. Sá undirkvarði sem

notaður er hér er styrkur og þol sem samanstendur af 4 staðhæfingum um styrk og

vöðvamassa. Spurt var: „Hversu vel eiga eftirfarandi staðhæfingar við um þig? Ég

stunda líkamsrækt til að/ vegna þess að… „Byggja upp styrk“, „verða sterkari“, „auka

þol mitt“ og „þjálfa vöðva“.

Page 21: Áhrif staðallíkamsmynda í fjölmiðlum á líkamsmynd karlkyns ...¶rgvin LOKAÚTGÁFA.pdf · Áhrif staðallíkamsmynda í fjölmiðlum á líkamsmynd karlkyns líkamsræktariðkenda

19

Líkamsþyngdarstuðull var reiknaður út frá hæð og þyngd þátttakenda, sem þeir voru

beðnir að gefa upp. Stuðullinn er reiknaður þannig að þyngd í kg er deilt í hæð í m².

Stuðullinn tekur ekki mið af fitumagni heldur bara hversu þungur viðkomandi er

miðað við hæð.

Rannsóknarsnið

Þessi rannsókn er hálftilraun með millihópasniði. Millihópafrumbreytan er tegund

auglýsingar og tekur hún tvö gildi; auglýsing með fyrirsætu og auglýsing án fyrirsætu.

Þátttakendabreytur eru líkamsþyngdarstuðull og þjálfunarhvöt. Fylgibreytan var

líkamskvíði.

Framkvæmd

Spurningalistar voru sendir út með netforritinu questionpro. Þátttakendur fengu

tölvupóst með boði um að taka þátt í rannsókninni með því að fara inn á tengil sem

fylgdi með í tölvupóstinum. Tilraunahópur fékk auglýsingu þar sem sást karlkyns

fyrirsæta ásamt rakvél (Viðauki 3) en samanburðarhópurinn fékk aðeins auglýsingu

með rakvél (Viðauki 4). Til að reyna að halda raunverulegum tilgangi rannsóknarinnar

leyndum var þátttakendum sagt frá því að viðhorf og skap hefðu áhrif á hve

árangursríkar auglýsingar væru og því væri spurt um skap, líðan, geðslag og viðhorf.

Einnig var tekið fram að verið væri að skoða hvort ólíkar auglýsingar höfði til

mismunandi hópa og því væri spurt um lífsstíl og viðhorf og bakgrunnsupplýsingar

eins og kyn aldur og þyngd, til að tryggja að fólk með mismunandi bakgrunn hafi tekið

þátt.

Fyrst var spurt um kyn, þar sem ekki var verið að kanna konur í þessari rannsókn

þá endaði þátttaka þeirra með þessari spurningu og fengu þær útskýringu á

raunverulegum tilgangi rannsóknarinnar. Karlar fengu áframhaldandi spurningar og

voru næst spurðir hve oft þeir stunduðu líkamsrækt. Því næst var auglýsingin birt,

ýmist með eða án fyrirsætu og þátttakendur beðnir að meta hversu vel þeim líkaði

auglýsingin. Á eftir myndinni kom EMI spurningalistinn og PASTAS til að meta

líkamskvíðann. Að lokum var spurt um hæð, þyngd (til að geta fundið LÞS) og aldur

þátttakenda. Í lokin voru þátttakendur upplýstir um raunverulegan tilgang

rannsóknarinnar. Ekki var boðin umbun fyrir þátttöku og ekki var leitað eftir samþykki

vísindasiðanefndar við framkvæmd rannsóknarinnar.

Page 22: Áhrif staðallíkamsmynda í fjölmiðlum á líkamsmynd karlkyns ...¶rgvin LOKAÚTGÁFA.pdf · Áhrif staðallíkamsmynda í fjölmiðlum á líkamsmynd karlkyns líkamsræktariðkenda

20

Áreiti

Tvær rakvélaauglýsingar voru notaðar sem áreiti (viðaukar 3 og 4). Hvor hópur um

sig mat aðeins eina auglýsingu. Auglýsingarnar voru eins að því undanskildu að

samanburðarhópurinn fékk mynd af karlkyns fyrirsætu í sinni auglýsingu. Fyrirsætan

var valin þar sem hann þótti uppfylla þá líkamsstaðalímynd sem gildir í samfélaginu.

Myndin var þó ekki forprófuð til þess að athuga hvort hún uppfyllti þau skilyrði. Power

point var notað til að búa til auglýsinguna og bæta auglýsingaslagorði inná myndina.

Slagorðið sem var notað var „karlmenn eiga aðeins skilið það besta“.

Niðurstöður

Tafla 1 sýnir lýsandi tölfræði fyrir líkamskvíða (PASTAS), þyngdarstuðul (LÞS) og

þjálfunarhvöt (EMI) eftir því hvort fyrirsæta var birt í auglýsingunni eða ekki.

Tafla 1. Meðaltöl og staðalfrávik tilrauna- og samanburðarhóps og Cronbach‘s alfa

áreiðanleiki.

Tilraunahópur Samanburðarhópur n = 134 n = 117

α M sf M sf t p

PASTAS ,92 6,64 6,46 4,96 5,32 2,19 ,03

EMI ,77 11,83 2,46 11,91 2,45 -,26 ,80

LÞS 27,25 3,33 27,23 3,27 ,04 ,97

Til að ganga úr skugga um að hóparnir væru svipað samsettir í upphafi

rannsóknar var athugaður munur á meðaltölum hópanna á LÞS og þjálfunarhvöt.

Einfalt t-próf gefur til kynna að ekki var marktækur munur á hópunum hvað varðar

líkamsþyngdarstuðul, LÞS t(235,253) = ,044; p =,965 eða þjálfunarhvöt t(238,064) = -

,259; p = ,796.

Tafla 2. Fylgni milli breytanna í greiningu

PASTAS EMI PASTAS - - EMI -,11óm - LÞS ,36*** -,28***

óm p >,05; * p <,05; **p <,01; ***p <,001

Page 23: Áhrif staðallíkamsmynda í fjölmiðlum á líkamsmynd karlkyns ...¶rgvin LOKAÚTGÁFA.pdf · Áhrif staðallíkamsmynda í fjölmiðlum á líkamsmynd karlkyns líkamsræktariðkenda

21

Tafla 3. Niðurstöður fjölbreytuaðfallsgreiningar R2 B SE β

Hópur ,16 -1,96 ,07 -,16**

LÞS ,69 ,12 ,37***

EMI ,01 ,16 ,01 óm óm p >,05, * p < ,05; **p < ,01; ***p < ,001

Tafla 4. Niðurstöður þrepa fjölbreytuaðhvarfsgreiningar

Þrep Breytur R² ∆R² df ∆F B SE β 1 LÞS ,13 ,13 1, 225 34,40 ,67 ,11 ,36*** 2 LÞS ,16 ,03 2, 224 7,03 ,68 ,11 ,37***

Hópur -1,96 ,74 -,16** 3 LÞS ,16 ,00 3, 223 0,01 ,69 ,12 ,37***

Hópur -1,96 ,74 -,16** EMI ,01 ,16 ,01óm

óm p > ,05;* p <,05; **p < ,01; ***p < ,001

Tilgáta 1 stóðst þar sem það kom fram marktækur munur á líkamskvíða eftir því

hvort fyrirsæta var birt eða ekki. Þeir sem fengu auglýsingu sem sýndi

staðallíkamsmynd mældust með marktækt meri líkamskvíða, t(232,44)= 2,186, p =

0,03, eins og sjá má í töflu 1.

Til að skoða þetta samband betur var skoðað hvaða áhrif birting

staðallíkamsmyndar hefði á líkamskvíða þegar stjórnað var fyrir áhrifum LÞS. Gerð

var marghliða aðfallsgreining. Staðlaði hallastuðullinn fyrir módel var -,163. Þar sem

breytan módel tók gildin 1 = módel, 2 = án módels þá þýðir þetta að þegar módel var

ekki til staðar þá lækkaði heildarskor á PASTAS um ,163, óháð LÞS-stuðli. Þessi

áhrif voru marktæk, p = ,01.

Til þess að rannsaka tilgátu 2, hvort þjálfunarhvöt hefði verndandi áhrif gegn

slæmum áhrifum staðallíkamsmyndar á líkamskvíða þátttakenda, var notuð

marghliða aðhvarfsgreining í 3 þrepum.

Þegar áhrifum frá breytunum LÞS og MODEL er haldið stöðugum þá er

hallastuðullinn fyrir EMI β =,005; p = ,939 og því engin tengsl milli líkamskvíða og

þjálfunarhvatar. Þegar EMI er bætt inní líkanið í þriðja skrefi hækkar forspárhæfni

ekki, R² er = ,16 hvort sem EMI er inn í líkaninu eða ekki, eins og kemur fram í töflu

Page 24: Áhrif staðallíkamsmynda í fjölmiðlum á líkamsmynd karlkyns ...¶rgvin LOKAÚTGÁFA.pdf · Áhrif staðallíkamsmynda í fjölmiðlum á líkamsmynd karlkyns líkamsræktariðkenda

22

4. Tilgáta 2 stóðst því ekki. Tafla 2 sýnir að þjálfunarhvöt (EMI) hefur neikvæða fylgni

við líkamskvíða eins og búist var við, en fylgnin er lág, r = - 0,11, og p var = 0,058 og

nær því ekki hefðbundnum viðmiðum um tölfræðilega marktekt.

LÞS hefur jákvæða fylgni við líkamskvíða r = ,36 p < ,05 sem segir að líkamskvíði

eykst eftir því sem þátttakendur eru þyngri. Tilgáta 3 telst því studd. Þetta kom fram

hjá báðum hópum r = ,29, p < 0,05 fyrir tilrauna hópinn og r = ,48, p < 0,05 fyrir

samanburðarhópinn. Þegar tengsl allra frumbreyta á líkamskvíða eru kannaðar í

fjölbreytuaðhvarfsgreiningu er staðlaður hallastuðull fyrir LÞS β =,373. Þetta þýðir að

þegar LÞS stuðullinn hækkar um eina einingu þá hækkar heildarskor PASTAS að

jafnaði um ,373, óháð þjálfunarhvöt eða því hvort módel var til staðar eða ekki. Þessi

áhrif voru marktæk, p < ,001.

Umræða

Í þessari rannsókn var verið að skoða hvaða áhrif birting staðallíkamsmynda í

auglýsingum fjölmiðla hefur á líkamskvíða hjá karlmönnum sem stunda líkamsrækt.

Einnnig var athugað hvort þjálfunarhvöt geti varið menn fyrir neikvæðum áhrifum

slíks áreitis. Einnig var skoðað hvaða áhrif líkamsþyngd hefur á líkamskvíða.

Tilgáta 1 stóðst, þeir sem fengu að sjá auglýsingu með staðallíkamsmynd tjáðu

meiri líkamskvíða en samanburðarhópurinn sem sá auglýsingu sem ekki innihélt

staðallíkamsmynd. Þessar niðurstöður eru í samræmi við það sem komið hefur fram í

fyrri rannsóknum (Halliwell, Dittmar, og Orsborn, 2007; Dunn, S. 2004).

Tilgáta 2 stóðst ekki þar sem það að hafa það að markmiði með

líkamsræktariðkun að auka vöðvamagn, styrkjast og auka þol hafði ekki áhrif á

líkamskvíða. Þessar niðurstöður eru ekki í samræmi við það sem búist var við og

áður hefur komið fram (Halliwell, Dittmar og Orsborn, 2007). Þetta mætti hugsanlega

skýra þannig að þeir sem hafi þessi markmið innfæri einnig staðalmyndina í meira

mæli en aðrir. Eins og áður sagði þá getur líkamsrækt ásamt innfæringu verið

áhættuþáttur fyrir slæma líkamsmynd (Fawkner o.fl. 2002). Samkvæmt Dittmar,

Halliwell og Orsborn (2007) eru karlar sem leggja reglulega stund á líkamsrækt

líklegri til að notast við útlitslegan samanburð við staðallíkamsmyndir, sér í lagi ef

markmið þeirra með líkamsræktinni er að auka vöðvamagn sitt og styrk. Þannig getur

verið að verndandi þáttur þessa markmiðs þurrkist því út.

Page 25: Áhrif staðallíkamsmynda í fjölmiðlum á líkamsmynd karlkyns ...¶rgvin LOKAÚTGÁFA.pdf · Áhrif staðallíkamsmynda í fjölmiðlum á líkamsmynd karlkyns líkamsræktariðkenda

23

Tilgáta 3 stóðst þar sem skýr jákvæð fylgni kom fram milli LÞS og líkamskvíða;

þyngri karlmenn upplifa meiri líkamskvíða. Þetta er í samræmi við margar fyrri

rannsóknir, en þar kemur alltaf fram að eftir því sem LÞS hækkar þá hækkar

líkamskvíði einnig (Pingitore og fl.1996; P. van den Berg o.fl, 2007). Lágur LÞS

veldur einnig líkamskvíða hjá körlum (Paxton SJ, Phythian K. 1999), en slík tengsl

voru ekki skoðuð hér.

Nokkrir aðferðafræðilegir gallar eru á rannsókninni. Sú mynd sem valin var sem

áreiti í auglýsinguna var ekki forprófuð til að ganga úr skugga um að hún endurspegli

í raun staðallíkamsmynd samfélagsins. En þar sem tilgátan stóðst þá má gera ráð

fyrir að myndin hafi staðið fyrir raunverulega staðallíkamsmynd.

Notast var við sjálfsmat til að meta líkamskvíða en hafa þarf í huga þegar

niðurstöður eru túlkaðar að sjálfsmatskvarðar eiga það til að vera óáreiðanlegir,

sjálfsmat er mjög háð þóknunarhrifum sem getur haft áhrif á það hvort þátttakendur

svara heiðarlega og gefi rétt svör. Oft er hætta á því í rannsóknum sem þessum að

gegnsæi rannsóknar verði töluvert og að þátttakendur nái þar með að átta sig á

raunverulegum tilgangi hennar og breyti svörum sínum eftir því. Reynt var að fela

raunverulegt markmið rannsóknarinnar með því að nota uppfyllingar atriði í

spurningalistunum sem tengdist rannsókninni ekki og minnka þannig gegnsæið.

Ekki liggur ljóst fyrir að hvað miklu leiti hægt er að yfirfæra þessar niðurstöður yfir

á almenning. Rannsóknin fór fram við tilraunaaðstæður sem felur í sér að

þátttakendur sjá mynd án samhengis. Í raunveruleikanum er það hinsvegar ekki svo

þar sem áreitin koma í samhengi, t.d. heilsuáróður, fæðubóta- eða

nærfataauglýsingar. Þar með gæti ytra réttmæti hugsanlega verið lágt. Einnig geta

þátttakendur sem völdu að taka þátt hugsanlega verið á einhvern hátt ólíkir þeim sem

völdu að gera það ekki.

Varast ber að alhæfa um þessar niðurstöður yfir á aðra en líkamsræktariðkendur.

Tilgangur rannsóknarinnar var að einblína á karlmenn sem stunda líkamsrækt.

Nauðsynlegt er því að gera sambærilega rannsókn á körlum sem ekki stunda

líkamsrækt og bera svo þessar niðurstöður saman við þær til að fá betri mynd á

áhrifum staðallíkamsmynda á líkamsmynd karla. Aðeins þá væri hægt að yfirfæra

niðurstöðurnar á breiðari hóp.

Rannsóknir hafa sýnt að auglýsingar með karlkyns fyrirsætum í meðalstærð er

metin af báðum kynjum sem jafn áhrifamikil og auglýsing með vöðvastæltri fyrirsætu

Page 26: Áhrif staðallíkamsmynda í fjölmiðlum á líkamsmynd karlkyns ...¶rgvin LOKAÚTGÁFA.pdf · Áhrif staðallíkamsmynda í fjölmiðlum á líkamsmynd karlkyns líkamsræktariðkenda

24

eða engri fyrirsætu (Diedrichs og Lee, 2010). Það veltir upp spurningunni um

hversvegna vöðvamiklar ímyndir eru notaðar. Sama hefur einnig komið fram í

rannsóknum á áhrifum auglýsinga á konur, þ.e auglýsing með fyrirsætu í meðalstærð

er metin jafn áhrifamikil og auglýsing sem sýnir mjóa fyrirsætu (Dittmar og Halliwell,

2004). Hinsvegar þarf það ekki að vera að auglýsingarnar með módelum í

meðalstærð séu í raun jafn áhrifamiklar og þær sem sýna staðallíkamsmynd, hvort

sem um er að ræða konur eða karla. Þó svo að bæði kynin meti auglýsingar sem jafn

áhrifamiklar (sjálfsmat) er ekki þar með sagt að þær skili sama árangri þegar horft er

til sölu á vörum. Rannsóknir á kauphegðun hafa sýnt að ef fólki hefur slæma

sjálfsmynd þá sé það líklegra til þess að kaupa vöru til að fylla bilið sem hefur

myndast milli raunsjálfs og staðalmyndanna (Dittmar, 2000). Framtíðarrannsóknarefni

gæti verið hvort það þjóni raunverulegum tilgangi fyrir auglýsendur að nota

staðallíkamsmyndir í auglýsingum sem stuðlar að lakari líkamsmynd fólks. Þannig

væri hægt að skoða hvort að sala vörunar eykst frekar ef staðallíkamsmynd er notuð

í stað fyrirsæta í meðalstærð eða engin fyrirsæta. Þannig er hægt að skoða

raunverulega kauphegðun eftir að hafa séð auglýsingu en ekki bara styðjast við

sjálfsmatskvarða eins og fyrri rannsóknir þar sem fólk metur auglýsingar jafn

áhrifamiklar hvort sem þær innihaldi staðallíkamsmynd eða ekki. Sjálfsmatskvarðar

eru háðir því að þátttakendur segi satt og rétt frá. Það getur vel hugsast að

þátttakendur vilji gefa betri mynd af sér eða reyna að þóknast rannsakandanum og

getur það hæglega skekkt niðurstöður rannsókna. Sjálfsmatskvarðar eru því ekki

alltaf áreiðanlegir.

Mikil þörf er á því að auka skilning á líkamskvíða meðal karla svo að hægt sé að

fyrirbyggja og hafa áhrif á líkamsóánægju áður en hún veldur vandamálum sem þurfa

meðferð. Með því að auka skilning á þessum vandamálum verður hægt að fá skýrari

mynd af líkamsóánægju meðal karla og áætla áhrif líkamsóánægju á hættulega

hegðun sem gæti fylgt, eins og megrun, uppköst, æfingafíkn, óhófleg fæðubótaefna

inntaka og jafnvel steranotkun. Rannsóknir benda til beinna tengsla milli

líkamsóánægju og hættulegra matarvenja, ofþjálfunar og lyfjanotkunar meðal karla,

sem gefur til kynna að líkamsóánægja meðal karla getur skapað talsverða hættu fyrir

heilsu þeirra (Cafri og fl., 2005).

Þar sem fjölmiðlar eru sífellt að birta myndir af staðalmyndum kynjanna sem skilar

sér í auknum líkamskvíða hjá bæði konum(Groesz, Levine, og Murnen, 2002) og hjá

Page 27: Áhrif staðallíkamsmynda í fjölmiðlum á líkamsmynd karlkyns ...¶rgvin LOKAÚTGÁFA.pdf · Áhrif staðallíkamsmynda í fjölmiðlum á líkamsmynd karlkyns líkamsræktariðkenda

25

körlum, eins og fram kemur hér, þá er vert að skoða hvort það þjóni tilgangi fyrir

auglýsendur að notast við þessar staðallíkamsmyndir sem þeir gera.

Page 28: Áhrif staðallíkamsmynda í fjölmiðlum á líkamsmynd karlkyns ...¶rgvin LOKAÚTGÁFA.pdf · Áhrif staðallíkamsmynda í fjölmiðlum á líkamsmynd karlkyns líkamsræktariðkenda

26

Heimildaskrá

Adliata, D., og Tantleff-Dunn, S. (2004). The impact of media exposure on males’ body

images. Journal of Social and Clinical Psychology, 23, 7–22.

Adams, G. o.fl. (2005). The experience of body dissatisfaction in men. Body Image, 2, 271–

283.

Arbour, K. P., og Martin Ginis, K. A. (2006). Effects of exposure to muscular and

hypermuscular media images on young men’s muscularity dissatisfaction and body

dissatisfaction. Body Image, 3, 153–161.

Bardone-Cone A.M., Cass, K. M., og Ford, J. A. (2008). Examining body dissatisfaction in

young men within a biopsychosocial framework Body Image 5 (2008) 183–194

Barlett, C. P., Vowels, C. L., og Sauser D. A. (2008). Meta-Analyses of the effects of media images on men’s body –image concerns. Journal of Social and Clinical Psychology, 27(3),

279–310.

Blond. A. (2008). Impacts of exposure to images of ideal bodies on male body dissatisfaction:

A review Body Image 5, 244–250.

Brownell, K. D. (1991). Personal responsibility and control over our bodies: When

expectation exceeds reality. Health Psychology, 10, 303–310.

Cash, T. F., Cash, D. F., og Butters, J.W. (1983). Mirror, mirror, on the wall. . .?: Contrast

effects and self-evaluations of physical attractiveness. Personality and Social Psychology

Bulletin, 9, 351–358.

Cafri, G., Thompson, J. K., Ricciardelli, L., McCabe, M., Smolak, L., og Yesalis, C. (2005).

Pursuit of the muscular ideal: Physical and psychological consequences and putative risk

factors. Clinical Psychology Review, 25, 215–239.

Cafri, G., og Thompson, J. K. (2004). Measuring male body image: A review of the current

methodology. Psychology of Men and Masculinity, 5, 18–29.

Collins, R. L. (1996). For better or worse: The impact of upward social comparison on self–

evaluations. Psychological Bulletin, 119, 51–69.

Cororve, M. B. og Gleaves, D.H. (2001). Body dysmorphic disorder: A review of

conceptualizations, assessment, and treatment strategies. Clinical Psychology Review,

21, 949-970.

Daniel, S., Bridges, S.K. (2010) The drive for muscularity in men: Media influences and

objectification theory. Body Image, 7, 32–38.

Diedrichs, P.C., og Lee, C. (2010). GI Joe or Average Joe? The impact of average-size and

muscular male fashion models on men's and women's body image and advertising

effectiveness. Body Image, 7, 218-226.

Dittmar, H. (2000). The role of self-image in excessive buying. Í A. Benson (ritstjóri), I Shop

Therfore I am: Compulsive Buying and the Search for Self, 105-132. London and New

York: Jason Aronson

Page 29: Áhrif staðallíkamsmynda í fjölmiðlum á líkamsmynd karlkyns ...¶rgvin LOKAÚTGÁFA.pdf · Áhrif staðallíkamsmynda í fjölmiðlum á líkamsmynd karlkyns líkamsræktariðkenda

27

Dittmar, H. (2008). Consumer culture, identity, and well-being: The search for the ‘‘good life’’

and ‘‘body perfect’’. In R. Brown (Series Ed.), European Monographs in Social

Psychology. London: Psychology Press.

Dittmar, H. og Halliwell. (2004). Does size matter? The Impact of Model´s Body Size on

Women´s Body-Focused Anxiety and Advertising Effectiveness Journal of Social and

Clinical Psychology, 23, (1), 104-122.

Dittmar, H., Halliwell, E. og Stirling, E. (2009). Understanding the impat of thin media models

on women´s body focused affect: the role of thin-ideal internalization and weight-

related self-discrepancy activation in experimental exposure effects. Journal of Social

and Clinical Psychology, 28(1), 43 – 72.

Dittmar, H. og Howard, S. (2004). Thin-ideal internalization and social comparison tendency

as moderators of media models impact on women´s body-focused anxiety. Journal of

Social and Clinical Psychology, 23(6), 768 – 791.

Drewnowski, A., og Yee, D. K. (1987). Men and body image: Are males satisfied with their

body weight? Psychosomatic Medicine, 49, 626–634.

Drummond, M. (2006). Introduction. International Journal of Men's Health, 5(3), 225-227. Dunning, D., og Hayes, A. F. (1996). Evidence for egocentric comparison in social judgment.

Journal of Personality and Social Psychology, 71, 213-229.

Fawkner, Helen J., McMurray, Nancy E. (2002) Body Image in Men: Self-Reported Thoughts,

Feelings, and Behaviors in Response to Media Images. International Journal of Men's

Health. Harriman, 1(2), 137-162.

Festinger, L. (1954). A theory of social comparison processes. Human Relations, 7, 117-140.

Frederick, D. A., Fessler, D. M. T., og Haselton, M. G. (2005). Do representations of male

muscularity differ in men’s and women’s magazines? Body Image, 2, 81–86.

Furnham, A., og Calman, A. (1998). Eating disturbance, self-esteem, reasons for exercising

and body weight dissatisfaction in adolescent males. European Eating Disorders Review,

6, 58–72.

Garner, D. M. (1997). The 1997 body image survey results. Psychology Today, 30,30-44, 75-

80, 84.

Ginis K. A., Eng J. J., Arbour, K. P., Hartman, J. W., Philips, S. M. (2005) Mind over muscle?

Sex differences in the relationship between body image change and subjective and

objective physical changes following a 12-week strength-training program. Body Image 2

363–372.

Groesz, L. M., Levine, M. P. og Murnen, S. K. (2002). The effect of experimental presentation

of thin images on body satisfaction: A meta-analytic review. International Journal of

Eating Disorder, 31, 1 – 16.

Grogan, S. (2008). Body Image:Understanding body dissatisfaction in men, women and

children. New York: Routledge.

Page 30: Áhrif staðallíkamsmynda í fjölmiðlum á líkamsmynd karlkyns ...¶rgvin LOKAÚTGÁFA.pdf · Áhrif staðallíkamsmynda í fjölmiðlum á líkamsmynd karlkyns líkamsræktariðkenda

28

Halliwell, E., og Dittmar, H. (2005). The role of self-improvement and self-evaluation motives

in social comparisons with idealized female bodies in the media. Body Image, 2, 249–

261.

Halliwell, E., Dittmar, H., og Orsborn, A. (2007). The effects of exposure to muscular male

models among men: Exploring the moderating role of gym use and exercise motivation.

Body Image, 4, 278–287.

Harmatz MG, Gronendyke J, Thomas T. (1985) The underweight male: the unrecognized problem

group of body image research. Journal of Obesity & Weight Regulation; 4(4):258 – 67.

Hausenblas, H. A., Janelle, C. M., Gardner, R. E., og Hagan, A. L. (2003). Affective responses

of high and low body satisfied men to viewing physique slides. Eating Disorders, 11,

101–113.

Hatoum, I. J. og Belle, D. (2004) Mags and Abs: Media Consumption and Bodily Concerns in

Men. Sex Roles, 51, 7/8, 397-407

Higgins, E. T. (1987). Self-discrepancy: A theory relating self and affect. Psychological Review,

94(3), 319–340.

Humphreys, P., og Paxton, S. J. (2004). Impact of exposure to idealised male images on

adolescent boys’ body image. Body Image, 1, 253–266.

Jacoby, L.L. (1983). Perceptual Enhancement: Persistent Effects of an Experience. Journal of

Experimental Psychology: Learning, Memory, and Cognition, 9 (1), 21-38.

Joshi, R., Herman, C. P., og Polivy, J. (2004). Self-enhancing effects of exposure to thin body

images. International Journal of Eating Disorders, 35, 333–341.

Labre, M. P. (2005) The male body ideal: perspectives of readers and non-readers of fitness

magazines. The Journal of Men's Health & Gender, 2(2), 223-229.

Law C, Labre, M. P. (2002) Cultural standards of attractiveness: A 30-year look at changes in

male images in magazines. Journalism and Mass Communication Quarterly, 79(3). 697–

711.

Leit, R. A., Pope, H. G., Jr., og Gray, J. J. (2000). Cultural expectations of muscularity in men:

The evolution of playgirl centerfolds. International Journal of Eating Disorders, 29, 90–

93.

Levine, M. P., og Harrison, K. (2004). The role of mass media in the perpetuation and

prevention of negative body image and disordered eating. In J. K. Thompson (Ed.),

Handbook of eatingdisorders and obesity (695–717). New York: Wiley.

Lorenzen, L. A., Grieve, F. G., Thomas, A. (2004). Exposure to muscular male models

decreases men‘s body satisfaction. Sex Roles, 51(11-12),743-748.

Markland, D., og Ingledew, D. K. (1997). The measurement of exercise motives: Factorial

validity and invariance across gender of a revised Exercise Motivations Inventory. British

Journal of Health Psychology, 2, 361–376.

Page 31: Áhrif staðallíkamsmynda í fjölmiðlum á líkamsmynd karlkyns ...¶rgvin LOKAÚTGÁFA.pdf · Áhrif staðallíkamsmynda í fjölmiðlum á líkamsmynd karlkyns líkamsræktariðkenda

29

Martin Ginis, K. A o.fl. (2005) Mind over muscle? Sex differences in the relationship between

body image change and subjective phisical changes following a 12 week strength

training program. Body Image 2, 363–372.

McCabe, M. P. og Ricciardelli, L. A. (2001). Body image and body change techniques among

young adolescent males. European Eating Disorders Review, 9(5), 335–347.

McCabe, M. P. og Ricciardelli, L. A. (2004). Body image dissatisfaction among males across

the lifespan A review of past literature. Journal of Psychosomatic Research 56, 675–685.

McCreary, D.R., og Saucier, D.M. (2009). Drive for muscularity, social comparison, and social

physique anxiety in men and women. Body Image, 6, 24-30.

Mills, J. S., Polivy, J., Herman, P., og Tiggemann, M. (2002). Effects of exposure to thin media

images: Evidence of self-enhancement among restrained eaters. Personality and Social

Psychology Bulletin, 28, 1687–1699.

Mishkind, M. E., Rodin, J., Silberstein, L. R., og Striegel-Moore, R. H. (1986). The embodiment

of masculinity: Cultural, psychological, and behavioral dimensions. American Behavioral

Scientist, 29, 545–562.

Morrison, T. G., og Morrison, M. A. (2003). Striving for bodily perfection? An exploration of

the drive for muscularity in Canadian men. Psychology of Men and Masculinity, 4, 111-

120.

Myers, P. N., og Biocca, F. A. (1992). The elastic body image: The effect of television

advertising and programming on body image distortions in young women. Journal of

Communication, 42, 108–133.

Norton, K. I., Olds, T. S., Olive, S., og Dank, S. (1996). Ken and Barbie at life size. Sex Roles, 34,

287–294.

O’Dea JA. (1995) Body image in Australian adolescents. In: Kenny DDT, Job DRFS, editors.

Australia’s adolescents. A health psychology perspective. Armidale (NSW): University of

New England Press,. 24– 28.

Ogden, J., og Mundray, K. (1996). The effect of the media on body satisfaction: The role of

gender and size. European Eating Disorders Review, 4, 171–182.

Paxton SJ, og Phythian K. (1999) Body image, self-esteem, and health status in middle and

later adulthood. Australian Psychologist 34, 116–21.

Phillips, K.A. (2005). The broken mirror: Understanding and treating body dysmorphic

disorder. Oxford: University Press.

Phillips, K.A. (1991). Body dysmorphic disorder: the distress of imagined ugliness. The

American Journal of Psychiatry, 148, 1138-1149.

Pingitore R, Spring B, og Garfield D. (1997) Gender differences in body satisfaction. Obesity

research, 5, 402–409.

Pope, H.G., Gruber, A.J., Choi, P., Olivardia, R. og Phillips, K.A. (1997). Muscle dysmorphia: An

underrecognized form of body dysmorphic disorder. Psychosomatics, 38, 548-557.

Page 32: Áhrif staðallíkamsmynda í fjölmiðlum á líkamsmynd karlkyns ...¶rgvin LOKAÚTGÁFA.pdf · Áhrif staðallíkamsmynda í fjölmiðlum á líkamsmynd karlkyns líkamsræktariðkenda

30

Pope H. G., Olivardia R., Borowiecki J.J. og Cohane G. H. (2001) The growing commercial

value of the male body: a longitudinal survey of advertising in women’s magazines.

Psychother Psychosom, 70(4), 189–92.

Pope, H. G., Olivardia, R., Gruber, A., og Borowiecki, J. (1999). Evolving ideals of male body

image as seen through action toys. International Journal of Eating Disorders, 26, 65–72.

Raudenbush, B., og Zellner, D. A. (1997). Nobody’s satisfied: Effects of abnormal eating

behaviors and actual perceived weight status on body image satisfaction in males and

females. Journal of Social and Clinical Psychology, 16, 95–110.

Reed, D. L., Thompson, J. K., Brannick, M. T. og Sacco, W. P. (1991). Development and

validation of the Physical Appearance State and Trait Anxiety Scale (PASTAS). Journal of

Anxiety Disorders, 5(4), 323–332.

Roskos-Ewoldsen, D. R., Roskos-Ewoldsen, B., & Dillman Carpentier, F. R. (2002). Media

priming: A synthesis. Í J. B. Bryant og D. Zillmann (ritstjórar), Media effects in theory and

research, (97-120) Mahwah, NJ: Lawrence Erlbaum Associates.

Schmitt, B. H. (1994). Contextual Priming of Visual Information in Advertisements.

Psychology & Marketing, 11(1), 1-14.

Stanford J. N. og McCabe M. P. (2002) Body Image Ideal among Males and Females:

Sociocultural Influences and Focus on Different Body Parts. Journal of Health

Psychology, 7(6), 675–684.

Stice, E. (2002). Sociocultural influences on body image and eating disturbance. Í C. G.

Fairburn, og K. D. Brownell (ritstjórar), Eating disorders and obesity: a comprehensive

handbook. (103-107). New York: Guilford Press.

Thompson, J. K., Heinberg, L. J. (1999) The media’s influence on body image disturbance and

eating disorders: we’ve reviled them, now can we rehabilitate them? Joumal of Social

Issues, 55(2), 339–353.

Thompson, J. K., Heinberg, L. J., Altabe, M., og Tantleff-Dunn, S. (1999). Exacting beauty:

Theory, assessment, and treatment of body image disturbance. Washington, DC:

American Psychological Association.

Thompson, J. K. og Stice, E. (2001). Thin-Ideal Internalization: Mounting evidence for a new

risk factor for body-image disturbance and eating pathology. Current direction in

psychological science, 10(5), 181–183.

Tiggemann, M. (2002). Media influences on body image development. Í T. F. Cash, og T.

Pruzinsky (ritsjórar), Body image: A handbook of theory, research, and clinical practice

(pp. 91 98). New York: Guilford Press.

Tiggemann, M. og McGill, B. (2004). The role of social comparison in the effect of magazine

advertisements on women´s mood and body dissatisfaction. Journal of Social and

Clinical Psychology, 23(1), 23 – 44.

Page 33: Áhrif staðallíkamsmynda í fjölmiðlum á líkamsmynd karlkyns ...¶rgvin LOKAÚTGÁFA.pdf · Áhrif staðallíkamsmynda í fjölmiðlum á líkamsmynd karlkyns líkamsræktariðkenda

31

Tiggemann, M. og Slater, A. (2004). Thin ideals in music television: A source of social

comparison and body dissatisfaction. International Journal of Eating Disorders, 35, 48–

58.

Turner, S. L., Hamilton, H., Jacobs, M., Angood, L. M., og Dwyer, D. H. (1997). The influence

of fashion magazines on the body image satisfaction of college women: An exploratory

analysis. Adolescence, 32, 603–614.

van den Berg, P., Paxton, S. J., Keery, H., Wall, M., Guo, J. og Neumark-Sztainer, D. (2007).

Body dissatisfaction and body comparison with media images in males and females.

Body Image, 4, 257–268.

van den Berg, P., og Thompson, J. K. (2007). Self-schema and social comparison explanations

of body dissatisfaction: A laboratory investigation. Body Image, 4, 29-38.

Veale, D. (2004a). Body dysmorphic disorder. Postgraduate Medicine, 80, 67-71.

Vincent MA, og McCabe MP. (2000). Gender differences among adolescents in family and

peer influences on body dissatisfaction, weight loss and binge eating behaviors. Journal

of Youth and Adolescence, 29, 205–11.

Vísindavefurinn (e.d.). Sótt 1 maí 2011 kl 20.00 af http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=3452.

Williams, P. A., Cash T. F. (2001). Effects of Circuit Weight training Program on Body Image of

College Students. International Journal of Eating Disorders. 30(1). 75-82.

Yi, Y. (1990). The effects of contextual priming in print advertisements. Journal of Consumer

Research, 17, 215-222.

Page 34: Áhrif staðallíkamsmynda í fjölmiðlum á líkamsmynd karlkyns ...¶rgvin LOKAÚTGÁFA.pdf · Áhrif staðallíkamsmynda í fjölmiðlum á líkamsmynd karlkyns líkamsræktariðkenda

32

Viðauki 1

PASTAS listinn með uppfyllingaratriðum.

Hversu vel eiga eftirfarandi staðhæfingar við um þig?

Ég finn fyrir óöryggi gagnvart: Alls ekki Lítið Meðal Frekar mikið Mjög mikið

1. Persónuleika mínum

2. því að líta út fyrir að vera of þungur.

3. lærunum.

4. rassinum.

5. samfélaginu

6. mjöðmunum.

7. fjölskyldunni

8. kviðnum/maganum

9. fótleggjunum.

10. mittinu.

11. ástarlífinu

12. vöðvamótun.

13. réttlæti

14. eyrunum.

15. gáfnafari

16. vörunum.

17. starfsframanum

18. úlnliðnum.

19. handleggjunum.

20. enninu.

21. tekjunum

22. hálsinum.

23. hökunni.

24. fótunum.

25. peningum

Page 35: Áhrif staðallíkamsmynda í fjölmiðlum á líkamsmynd karlkyns ...¶rgvin LOKAÚTGÁFA.pdf · Áhrif staðallíkamsmynda í fjölmiðlum á líkamsmynd karlkyns líkamsræktariðkenda

33

Viðauki 2

EMI listinn

Ég stunda líkamsrækt til að/ vegna þess að

Alls ekki Lítið Meðal Frekar mikið Mjög mikið

1. Byggja upp styrk

2. Auka þol mitt

3. Verða sterkari

4. Þjálfa vöðva

Page 36: Áhrif staðallíkamsmynda í fjölmiðlum á líkamsmynd karlkyns ...¶rgvin LOKAÚTGÁFA.pdf · Áhrif staðallíkamsmynda í fjölmiðlum á líkamsmynd karlkyns líkamsræktariðkenda

34

Viðauki 3

Page 37: Áhrif staðallíkamsmynda í fjölmiðlum á líkamsmynd karlkyns ...¶rgvin LOKAÚTGÁFA.pdf · Áhrif staðallíkamsmynda í fjölmiðlum á líkamsmynd karlkyns líkamsræktariðkenda

35

Viðauki 4

Page 38: Áhrif staðallíkamsmynda í fjölmiðlum á líkamsmynd karlkyns ...¶rgvin LOKAÚTGÁFA.pdf · Áhrif staðallíkamsmynda í fjölmiðlum á líkamsmynd karlkyns líkamsræktariðkenda

36

Viðauki 5

Hér koma spurningar um bakgrunnsupplýsingar sem notaðar verða til að vinna úr gögnum

1) Kyn

( ) Kk

( ) Kvk

2) Hversu oft í vikur stundar þú líkamsrækt

i. 1-2 x í viku

ii. 3-4 x í viku

iii. 5x eða oftar

iv. Éf stunda ekki líkamsrækt

3) Hæð í cm _______ Þyngd í kg _________