jafnaðarmaðurinn januar 2014

6
JAFNAÐAR MAÐURINN S tundum er því haldið fram innanúr hægrinu, að með því að lækka skatta á ríkt fólk, skapist sjálfkrafa mikið af störfum. Íslenska hægrið tók þessa hugmynd og stílfærði að íslenskum veruleika. Íslenska hægrið sér rautt þegar minnst er á háa skatta á háar tekjur enda er það skoðun margra í Framsóknar og Sjálfstæðisflokki að skattar séu almennt miklir bölvaldar. Þessi mantra var örugglega kyrjuð af kappi á fyrstu klukku- stundum nýju hægri stjórnarinnar því fyrsta verk hægri- stjórnarinnar, að afnema hátekjuskatta á ríkt fólk. Staðreyndin er, að þegar hin ríku fá meiri pening til ráðstöfunar þarf ekkert endilega að vera beint samband milli fjölgun nýrra starfa. Ríka fólkið getur allt eins lagt peninginn inn á banka og geymt hann þar og gleymt honum þar. Fólk sem er með 20 faldar meðaltekjur, eyðir ekki 20 sinnum meira í mat. Eyðir ekki 20 sinnum meira í föt og keyrir ekki á 20 bílum í vinnuna. það er líka staðreynd að kjör venjulegs launafólks er mikil- vægasta breytan fyrir hagvexti og nýjum störfum. Ný störf eru afurð sem skapast í samspili milli fyrirækja og viðskiptavina. Það eru því kjör almennings sem hafa mest að segja um hvernig til tekst í hagkerfinu frekar en kjör hinna ríku sem alltaf er horft til. á áttunda áratug síðustu aldar gerðust þau ósköp að lægst launuðustu starfsmenn heilbrigðiskerfisins tóku sig saman og kröfðust hærri launa. Þetta voru “gangastúlkur” sem kallaðar voru svo. Þarna voru líka starfsmenn í þvottahúsi ríkis- spítalanna og þau sem gengdu störfum sem kröfðust ekki menntunar. Þær kröfðust 25% hækkunar. Viðbrögðin voru á einn veg og mörgum er í fersku minni svipurinn á forkólfum atvinnu- lífsins og stjórnmálanna þegar þau sögðu, lengst neðan úr þindinni, að ef gengið yrði að þessum kröfum myndi verða kollsteypa. Það yrði KOLL- STEYPA !! Þögninni sem myndaðist eftir orðið var svo fylgt eftir með ásakandi augnaráði sem boraðist inn i hræðslustöðvar heilans. Síðan var tögnlast á þessu orði aftur og aftur uns fólk byrjaði að trúa því. Gangastúlkurnar litu á hverjar aðrar og síðan í gaupnir sér og skömmuðust sín fyrir þá framhleypni að biðja um launahækkun. það myndi sem sagt allt steypast um koll ef lægt launuðustu fengu sómasamleg laun. Svona er þetta. Við erum kerfisbundið hrædd með sögum af kollsteypum ef launin hjá þeim lægst launuðustu hækka. En hvernig væri að snúa andlaginu við í þessu samhengi? Hvernig væri að hækka skatta á hina ríku og lækka á þau sem eru með lægst launin? Hefur einhverjum dotti í hug að reikna það út? Hvað gerðist ef að fólk í láglaunastöðum fengi skyndilega auka viku útborgaða í hverjum mánuði? Hefur einhver vogað sér að reikna út þau hagrænu innspýtingu sem það myndi valda? Ljóst er að peningarnir myndu fara beinustu leið út í hagkerfið aftur. Fólk myndi nota peningana í alvöru hlut sem myndu gagnast samfélaginu öllu. En ekki inn í einhverja viðbjóðslega veðbanka sem grafa undan peningakerfinu okkar. Við jafnaðarmenn stöndum frammi fyrir tveimur megin áskorunum. Eyðileggingu andrúmsloftsins og efnahagslegu misrétti þar sem 1% ríkustu Íslendingarnir eiga 40% allra verðmæta í efnahagskerfinu. Þessu verður að snúa við með öllum ráðum tiltækum. Kjara- jöfnun milli þeirra ríku og þeirra sem minna hafa er allt í senn, hagkvæm og réttlát. Teitur Atlason - Ritstjóri Leiðari Mánaðarlegt félagsrit Samfylkingarfélagsins í Reykjavík - Janúar 2014 Jafnaðarmaðurinn er félagsrit Samfylkingarfélagsins í Reykjavík gefið út á vefnum. Ritstjóri: Teitur Atlason Ábyrgðarmenn: Stjórn SffR Umbrot og hönnun: Stefán Rafn Sigurbjörnsson S em ungur maður er ég sérlega hreykinn af Sam- fylkingunni í Reykjavík fyrir að viðurkenna þá nauðsyn að hlýða á r aödd ungs fólks. Í nóvember seinastliðnum var ákveðið á fundi Samfylkingar- félagsins í Reykjavík að eitt af fyrstu fimm sætum frambjóðendalistans yrði að fara til einhvers frambjóðenda undir 35 ára aldri. Einnig var sett 200.000 króna hámark á kostnað hvers framboðs og ekki var sett neitt þátttökugjald fyrir flokksvalið. Þessar jákvæðu breytingar auðvelda ungum fram- bjóðendum þátttöku enda eru framboð kostnaðarsöm og í takti við Jafnaðarstefnuna eiga málefni og stefnur ekki að víkja fyrir fjárhagsstöðu! Ungt fólk er ómetanleg upp- spretta nýrra hugmynda fyrir hina ört stækkandi borg og möguleikar þess til að hafa jákvæð áhrif á stefnu- og skipulagsmál í Reykja- vík eru óteljandi. Samfélagið allt hagnast af virkri þátttöku yngri kynslóða í stjórnmálum og ekki þurfum við að eyða mikilli orku í að finna dæmi um djúpstæð áhrif ungs fólks á samfélagið. Margir borgarfulltrúar og þingmenn hafa komið úr röðum Ungra jafnaðar- manna og sem dæmi má nefna hugsanlegt oddvitaefni Sam- fylkingarinnar í Kópavogi Pétur Ólafsson, oddvita Sam- fylkingarinnar í Hafnarfirði Margréti Gauju Magnús- dóttur, Oddnýju Sturludóttur borgarfulltrúa Reykjavíkur og sjálfann varaformann og fyrrum ráðherra Katrínu Júlíusdóttur. Námsmenn og ungar fjölskyldur glíma við ýmisleg vandamál um þessar mundir sem leysast ekki nema það fái rödd sína heyrða. Leiguverð í Reykjavík er orðið óviðráðanlegt vegna íbúðaskorts, verðhækkanir og lág námslán standa í vegi fyrir námi, stofnun fjölskyldu og heimilis og svo mætti lengi telja. Reykjavíkur- borg ætti að leggja ungum barna- fjölskyldum og námsmönnum meiri lið og koma þeim áfram í gegnum erfiðu, kostnaðarsömu fyrstu ár sín sem fullorðið fólk. Hjálp elur ekki leti heldur skapar hvata. Við jafnaðar-menn stöndum frammi fyrir því lúx- usvandamáli að þurfa að kjósa á milli margra efnilegra, ungra frambjóðenda og ég hvet ykkur til þess að styðja við bakið á þeim í flokksvalinu og halda borg okkar nútímalegri og blóm- strandi. Viktor Stefánsson, varaformaður Hallveigar- Ungra jafnaðarman- na í Reykjavík. Samfylkingin – flokkur ungra frambjóðenda! Eftir Viktor Stefánsson

Upload: samfylkingin-i-reykjavik

Post on 27-Mar-2016

230 views

Category:

Documents


7 download

DESCRIPTION

Politic, Politics, Iceland, Social Democrat, Samfylkingin; Jafnaðarmaðurinn

TRANSCRIPT

Page 1: Jafnaðarmaðurinn januar 2014

JAFNAÐARMAÐURINN

Stundum er því haldið fram innanúr hægrinu, að með því að lækka skatta á ríkt

fólk, skapist sjálfkrafa mikið af störfum. Íslenska hægrið tók þessa hugmynd og stílfærði að íslenskum veruleika. Íslenska hægrið sér rautt þegar minnst er á háa skatta á háar tekjur enda er það skoðun margra í Framsóknar og Sjálfstæðisflokki að skattar séu almennt miklir bölvaldar.

Þessi mantra var örugglega kyrjuð af kappi á fyrstu klukku-stundum nýju hægri stjórnarinnar því fyrsta verk hægri-stjórnarinnar, að afnema hátekjuskatta á ríkt fólk.

Staðreyndin er, að þegar hin ríku fá meiri pening til ráðstöfunar þarf ekkert endilega að vera beint samband milli fjölgun nýrra starfa. Ríka fólkið getur allt eins lagt peninginn inn á banka og geymt hann þar og gleymt honum þar. Fólk sem er með 20 faldar meðaltekjur, eyðir ekki 20 sinnum meira í mat. Eyðir ekki 20 sinnum meira í föt og keyrir

ekki á 20 bílum í vinnuna.

það er líka staðreynd að kjör venjulegs launafólks er mikil-vægasta breytan fyrir hagvexti og nýjum störfum. Ný störf eru afurð sem skapast í samspili milli fyrirækja og viðskiptavina. Það eru því kjör almennings sem hafa mest að segja um hvernig til tekst í hagkerfinu frekar en kjör hinna ríku sem alltaf er horft til.

á áttunda áratug síðustu aldar gerðust þau ósköp að lægst launuðustu starfsmenn heilbrigðiskerfisins tóku sig saman og kröfðust hærri launa. Þetta voru “gangastúlkur” sem kallaðar voru svo. Þarna voru líka starfsmenn í þvottahúsi ríkis-spítalanna og þau sem gengdu störfum sem kröfðust ekki menntunar. Þær kröfðust 25% hækkunar.

Viðbrögðin voru á einn veg og mörgum er í fersku minni svipurinn á forkólfum atvinnu-lífsins og stjórnmálanna þegar þau sögðu, lengst neðan úr

þindinni, að ef gengið yrði að þessum kröfum myndi verða kollsteypa. Það yrði KOLL-STEYPA !! Þögninni sem myndaðist eftir orðið var svo fylgt eftir með ásakandi augnaráði sem boraðist inn i hræðslustöðvar heilans.

Síðan var tögnlast á þessu orði aftur og aftur uns fólk byrjaði að trúa því. Gangastúlkurnar litu á hverjar aðrar og síðan í gaupnir sér og skömmuðust sín fyrir þá framhleypni að biðja um launahækkun.

það myndi sem sagt allt steypast um koll ef lægt launuðustu fengu sómasamleg laun. Svona er þetta. Við erum kerfisbundið hrædd með sögum af kollsteypum ef launin hjá þeim lægst launuðustu hækka.

En hvernig væri að snúa andlaginu við í þessu samhengi? Hvernig væri að hækka skatta á hina ríku og lækka á þau sem eru með lægst launin? Hefur einhverjum dotti í hug að reikna

það út? Hvað gerðist ef að fólk í láglaunastöðum fengi skyndilega auka viku útborgaða í hverjum mánuði? Hefur einhver vogað sér að reikna út þau hagrænu innspýtingu sem það myndi valda? Ljóst er að peningarnir myndu fara beinustu leið út í hagkerfið aftur. Fólk myndi nota peningana í alvöru hlut sem myndu gagnast samfélaginu öllu. En ekki inn í einhverja viðbjóðslega veðbanka sem grafa undan peningakerfinu okkar.

Við jafnaðarmenn stöndum frammi fyrir tveimur megin áskorunum. Eyðileggingu andrúmsloftsins og efnahagslegu misrétti þar sem 1% ríkustu Íslendingarnir eiga 40% allra verðmæta í efnahagskerfinu.

Þessu verður að snúa við með öllum ráðum tiltækum. Kjara-jöfnun milli þeirra ríku og þeirra sem minna hafa er allt í senn, hagkvæm og réttlát.Teitur Atlason - Ritstjóri

Leiðari

Mánaðarlegt félagsrit Samfylkingarfélagsins í Reykjavík - Janúar 2014

Jafnaðarmaðurinn er félagsrit Samfylkingarfélagsins í Reykjavík gefið út á vefnum.

Ritstjóri: Teitur AtlasonÁbyrgðarmenn: Stjórn SffRUmbrot og hönnun: Stefán Rafn Sigurbjörnsson

Sem ungur maður er ég sérlega hreykinn af Sam-fylkingunni í Reykjavík

fyrir að viðurkenna þá nauðsyn að hlýða á r aödd ungs fólks. Í nóvember seinastliðnum var ákveðið á fundi Samfylkingar-félagsins í Reykjavík að eitt af fyrstu fimm sætum frambjóðendalistans yrði að fara til einhvers frambjóðenda undir 35 ára aldri. Einnig var sett 200.000 króna hámark á kostnað hvers framboðs og ekki var sett neitt þátttökugjald fyrir flokksvalið. Þessar jákvæðu breytingar auðvelda ungum fram-bjóðendum þátttöku enda eru framboð kostnaðarsöm og í takti við Jafnaðarstefnuna eiga málefni og stefnur ekki að víkja fyrir fjárhagsstöðu!

Ungt fólk er ómetanleg upp-spretta nýrra hugmynda fyrir hina ört stækkandi borg og möguleikar þess til að hafa jákvæð áhrif á stefnu- og skipulagsmál í Reykja-vík eru óteljandi. Samfélagið allt hagnast af virkri þátttöku yngri kynslóða í stjórnmálum og ekki þurfum við að eyða mikilli orku í að finna dæmi um djúpstæð áhrif ungs fólks á samfélagið. Margir borgarfulltrúar og þingmenn hafa komið úr röðum Ungra jafnaðar-manna og sem dæmi má nefna hugsanlegt oddvitaefni Sam-fylkingarinnar í Kópavogi Pétur Ólafsson, oddvita Sam-fylkingarinnar í Hafnarfirði Margréti Gauju Magnús-dóttur, Oddnýju Sturludóttur borgarfulltrúa Reykjavíkur og sjálfann varaformann og fyrrum ráðherra Katrínu Júlíusdóttur.

Námsmenn og ungar fjölskyldur glíma við ýmisleg vandamál um þessar mundir sem leysast ekki nema það fái rödd sína heyrða. Leiguverð í Reykjavík er orðið óviðráðanlegt vegna íbúðaskorts, verðhækkanir og lág námslán standa í vegi fyrir námi, stofnun fjölskyldu og heimilis og svo mætti lengi telja. Reykjavíkur-borg ætti að leggja ungum barna-fjölskyldum og námsmönnum meiri lið og koma þeim áfram í gegnum erfiðu, kostnaðarsömu fyrstu ár sín sem fullorðið fólk. Hjálp elur ekki leti heldur skapar hvata.Við jafnaðar-menn stöndum frammi fyrir því lúx-usvandamáli að þurfa að kjósa á milli margra efnilegra, ungra frambjóðenda og ég hvet ykkur til þess að styðja við bakið á

þeim í flokksvalinu og halda borg okkar nútímalegri og blóm-strandi.

Viktor Stefánsson, varaformaður Hallveigar- Ungra jafnaðarman-na í Reykjavík.

Samfylkingin – flokkur ungra frambjóðenda!Eftir Viktor Stefánsson

Page 2: Jafnaðarmaðurinn januar 2014

“Áfram Samfylking

Eftir Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur

Eftir nokkra mánuði göng-um við til sveitastjórnar-kosninga. Öflugir félagar

eru að gefa kost á sér í flokksvali og allt stefnir í sterkan Samfylk-ingarlista. Kosningabaráttan er þegar hafin á Hallveigarstígnum og þar er vösk sveit tilbúin til að leggja sitt að mörkum til að jafnaðarmenn verði áfram í lykil-hlutverki við stjórn borgarinnar að kosningum loknum.

Árið 2013 var erfitt fyrir Sam-fylkingarfólk. Við töpuðum alþingiskosningunum eftir að hafa leitt ríkisstjórn á einu erfiðasta kjörtímabili lýðveldistímans. Við náðum undraverðum árangri í efnahagsmálum, fórum í um-fangsmiklar aðgerðir í skul-damálum, vörðum velferðar-kerfið, fórum í árangursríkar aðgerðir gegn atvinnuleysi, breyttum skattkerfinu, settum ný náttúruverndarlög, samþykktum rammaáætlun, settum á veiðigjöld, stóðum fyrir umbótum í stjórnsýslunni og mannréttindamálum. Ok-kur tókst líka að auka jöfnuð en áratuginn á undan hafði ójöfnuður vaxið gríðarlega á Íslandi.

Dómur kjósenda var kveðinn upp í alþingiskosningunum og niðurstaðan var áfall þó það hafi ekki verið ófyrirséð. Það er mikilvægt að ræða fylgistapið með gagnrýnum hætti og nota þessa erfiðu reynslu til að læra af henni og byggja upp fylgi við flokkinn aftur. Ástæðurnar eru eflaust fjölbreyttar og umdeilanlegar. Sumt var hægt að sjá fyrir en annað verður skýrara þegar frá líður. Ég vil hér nefna nokkrar ástæður fylgistaps okkar til umræðu og umhugsunar. Í fyrsta lagi ber að nefna erfið verkefni síðus-tu ríkisstjórnar í kjölfar efnahag-shrunsins vegna afleiðinga þess. Mikið atvinnu-leysi, versnandi lífskjör, skuldavandi heimila og fyrirtækja, ríkissjóður í fjárhags-vanda og laskaður gjaldmiðill. Ríkisstjórnir sem stýra löndum í

gegnum „prógramm“ Alþjóðag-jaldeyris-sjóðsins og eru upp á fyrir-greiðslu hans og annarra landa komnar hafa takmarkað svigrúm og verða sjaldnast langlífar og vinsælar.

Í öðru lagi reyndist Icesave málið ok-kur erfitt viðureignar og setti stjórnarflokkanna (og raunar líka Sjálfstæðisflokkinn undir lokin)

í þá stöðu að vera í sífellu sakaðir um að ganga erinda erlendra aðila á kostnað almennings á Íslandi. Það verður að segjast eins og er að ríkis-stjórnin hélt ekki vel á málinu á fyrsta ári sínu og það reyndist afdrifaríkt þegar upp var staðið. Icesave málið magnaði upp þjóðernishyggju í landinu, en helstu talsmenn hennar eru sigur-vegarar síðustu ára í íslenskum stjórnmálum: Ólafur Ragnar

Grímsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Í þriðja lagi var sundrung á stjórnarheimilinu viðvarandi vandi. Í raun voru þrír flokkar í ríkisstjórninni: Samfylkingin, VG Steingríms J. Sigfússonar og VG Ögmundar Jónassonar. Hluti þingmanna VG var andsnúinn efnahagsstefnu stjórnarinnar og þrír þeirra studdu ekki fjárlög ársins 2011. Ríkis-

stjórnin hafði öll einkenni min-nihlutastjórnar löngu áður en hún varð formlega minnihlutastjórn síðla árs 2012. Samfylkingin var lengst af samstíga, en síðasta árið brást samstaðan nokkuð, ekki síst vegna yfirvofandi formannskjörs en að hluta vegna almennrar þreytu með stjórnarsamstarfið. Hefðu flokkarnir átt að slíta sam-starfinu og boða til kosninga áður en kjörtímabilið var á enda? Hugsanlega. Næg voru til-

efnin í það minnsta. Sjálf taldi ég tvö skýr tilefni til að „skila umboðinu“ til Bessastaða, eftir Icesave kosningarnar fyrri og síðari.

Í fjórða lagi eru það skuldamál heimilanna. Almennar afskriftir verð-tryggðra lána voru kosninga-

loforð Framsóknarflokksins fyrir kosningarnar 2009. Flokkurinn fékk ekki hljómgrunn þá, ekki síst vegna þess að hann gat ekki útskýrt hvernig greiða ætti fyrir afskrifir af þessu tagi. Kostnaðurinn við slíkar afskriftir var og er vandinn sem við er að eiga. Lilja Mósesdóttir má eiga það að hún talaði skýrt um hver ætti að borga brúsann. Lífeyris-sjóðir landsmanna ættu að borga og taka ætti upp nýtt lífeyrisk-erfi. Á þetta gat Samfylkingin ekki fallist. Óljósar hugmyndir Framsóknarfokksins um að sækja fé til „hrægamma“, jafnvel hundruðir milljarða, hefðu aldrei fengið hljómgrunn nema vegna Icesave sigursins. Framsókn fékk við hann aukinn trúverðugleika, og vaxandi tortryggni í garð erlendra fjármagnseigenda gerði kjósendur móttækilegri en 2009. En hefði Samfylkingin þá ekki getað gert betur í skuldamálu-num? Alveg örugglega. Í fyrsta lagi hefðum við átt að skera upp hið verðtryggða lánakerfi og koma á nýju húsnæðislánakerfi. Samfylkingin kom mörgum fyrir sjónir sem varðhundur „kerfisins“ og verðtryggingar-innar, þegar við vildum í raun stokka kerfið upp, afnema verð-tryggingu og gefa upp á nýtt með upptöku Evru.

Framhald á næstu síðu

Okkur tókst líka að auka jöfnuð en áratuginn á undan hafði ójöfnuður vaxið gríðarlega á Íslandi.

Page 3: Jafnaðarmaðurinn januar 2014

Hér vorum við of varkár. Í öðru lagi var enginn ágreiningur um það innan Samfylkingarinnar að taka þyrfti á vanda þeirra sem keyptu sína fyrstu íbúð eða stækkuðu við sig af fjölsky-lduástæðum á bóluárunum með meira afgerandi hætti en með 110% leiðinni. Um þetta voru þó ekki skýrar tillögur mótaðar af okkar hálfu. Við skulum hafa í huga að fyrir kosningarnar fór Samfylkingin í gegnum formannskjör, prófkjör og landsfund. Hvers vegna voru skuldamálin ekki meira afgerandi á þeim tíma? Hér fór augljóslega margt úrskeiðis.

Í fimmta lagi naut flokkurinn ekki nægjanlegs trausts. Í kosningunum 2009 var flokknum ekki refsað fyrir þátttökuna í ríkisstjórn Geirs H. Haarde. Eftir rannsóknarskýrslu Alþingis þyngdist róðurinn að þessu leyti, eins og augljóst var í sveitarstjórnarkosningunum 2010. Samfylkingin hefði í

kjölfarið þurft á meiri endurnýjun að halda í stefnu og fram-bjóðendum fyrir alþingis-kosningarnar 2013. Í sjötta lagi var ríkisstjórnin með áform um róttækar umbætur af ýmsu tagi, en skorti nægilega markvissa áæt-lun og oft samstöðu um hvernig klára ætti slík mál. Hér má nefna sjávarútvegsmálin, stjórnarskrár-málið og umsóknina um ESB. Við ætluðum okkur of mikið á einu kjörtímabili, rétt eins og við tryðum því ekki sjálf að stjórnin gæti haldið meirihluta lengur en eitt kjörtímabil.

Í sjöunda lagi missti flokkurinn mikið kvennafylgi. Samfylkingin hefur ætíð haft sterka stöðu meðal kvenna vegna velferðarstefnu sinnar. Óum-flýjanlegur niðurskurður í almannatryggingakerfinu var okkur erfiður þó við leggðum ávallt áherslu á að verja þá sem

höfðu lægstu lífeyrisgreiðslurnar. Þá voru vonbrigðin mikil þegar ekki náðist að lögfesta endur-skoðun á almannatrygginga-kerfinu og tímasetning og kynning á nýju kostnaðarþátttökukerfi vegna lyfja var afleit. Það er einnig merkilegt að stuðningur við ESB, eitt aðal stefnumál flokksins, er minni meðal kvenna en karla. Í áttunda lagi var kosningabaráttan ekki nógu markviss. Almennir frambjóðen-dur vissu vart í hvorn fótinn þeir áttu að stíga og í raun held ég að kjósendur hafi átt erfitt með að skilja boðskap okkar. Árangur síðustu ríkisstjórnar var ekki nýttur sem skyldi og framtíðarsýn okkar of almennt orðuð. Það er augljóst að flokkurinn lagði upp í kosninga-baráttuna illa un-dirbúinn, sem er nokkur ráðgáta eftir prófkjör, formannskjör og landsfund.

Þetta eru mínar hugleiðingar,

settar fram til umræðu. Mikilvægt er að eiga hreinskilnislega og uppbyggilega samræðu sem nýtist til að byggja flokkinn upp að nýju. Það er auðvelt að vera vitur eftir á en lítils virði ef sú vitneskja og ályktanir af henni eru ekki nýttar til að gera betur. Það er mikilvægt að við fáum góða kosningu í sveitar-stjórnakosningunum í vor og náum þannig viðspyrnu. Hægri öflin sem nú hafa tekið við stjórn landsins verða ekki sigruð nema kjósendur treysti okkur jafnaðarmönnum, skilji stefnu okkar og viti að við vinnum í samræmi við hana. Samfylkingin var stofnuð af lýðræðissinnum, jafnaðar-mönnum, femínistum, umhverfisverndarsinnum og félagshyggjufólki til að skapa raunverulegan valkost við hægri öfl stjórnmálanna. Við viljum félagslegt réttlæti, virkt lýðræði, velferð og jöfnuð. Til að svo geti orðið þurfum við að standa saman og vinna flokknum traust að nýju.

Það er auðvelt að vera vitur eftir á en lítils virði ef sú vitneskja og ályktanir af henni eru ekki nýttar til að gera betur.“

Page 4: Jafnaðarmaðurinn januar 2014

Erlendur krati vikunnar að þessu sinni er Norð-maðurinn Gro Harlem

Brundtland sem fædd var árið 1939. Foreldrar hennar voru Guðmundur Harlem og hin sænska Margrét Elísabet Brynjólf. Gro átti ekki langt að sækja stjórnmálaáhugann því faðir hennar var þingmaður Jafnaðarmannaflokksins frá árinu 1955 til 1965. Eitthvað hefur pólitíkn markað fjölskyldulífið því systir Gro, Hanne Harlem (fædd 1964) var lika með stjórnmálabakterínuna og varð meir að segja dómsmálaráðherra frá árinu 2000 til 2001.

Æskuár hennar voru ofin í kringum Verkamanna-hreyfinguna. Andrúmsloftið var mjög pólitíkst og Noregur í raun og veru að jafna sig á hernáminu og eftirköstum þess. Þar fyrir utan var geysaði kalda stríðið með öllum sínum hryllingi. Gro var félagi í sósíalista-félagi námsmanna í Osló og virk í stúdentapólitíkinni. Það kom því nokkuð á óvart þegar hún og hægri maðurinn Arne Olav Brundtland féllu hugi saman og giftu sig árið 1960.

Gro lauk prófi í læknisfræði árið 1963 frá Oslóarháskóla og lauk svo sérnámi frá Harvard árið 1965 í lýðheilsufærðum.

Þegar heim var komið tóku stjórnmálin yfirhöndina og þá þegar var ljóst að Gro Harlem Brundland myndi verða ein af framtíðarleiðtogum norskra jafnaðarmanna. Gro starfaði innan lýðheilsukerfisins í Osló og úr þeim bransa eru ekki mörg spor inn í hreinræktaða póltík enda var það svo að Gro sagði viðtali árið 1974 að hún hefði menntaði sig innan lýð-heilsugeirans úr frá sósíal-pólitískum ástæðum. Þetta má vel greina sé læknisfræðilegur ferill hennar skoðaður. Hún vann sem skóla og -heilsugæslulæknir. Vann vaktir í Osló og prufaði marga fleti af því sem kalla má fyrirbyggjandi lækningar.

Þegar fóstureyðingar komust í deilguna í Noregi (og víðar) í kringum 1970 samhliða vakningu í kvennahreyfingunni, var Gro Harlem sannarlega rétt kona á réttum stað. Hún helgaði sig spurningunni um fóstureyðingar og getnarvarnir (sem var háflgert bannorð á þessum tíma) og sögur

segja að hún hafi gefið fátækum konum úr eigin vasa, peninga fyrir getnarvörnum. En spurningarnar voru fleiri. Hvernig á að hindra ólöeglegar fóstureyðingar? Er það rétt-lætanlegt það voru í lang-flestum tilfellum karllæknar sem ákváðu hvort fóstureyðing væri réttlætanleg eða ekki þegar konur báðu um hjálp vegna óvelkominnar þungunar. Gro Harlem hafði býsna skýra stefnu þegar kom að þessari spurningu. Konan sjálf á að hafa endanlegt vald þegar kemur að hennar eigin þungun.

Þegar formaður norska jafnaðar-mannaflokksins, Trygve Bratteli myndaði ríkisstjórn árið 1974 bjuggust margir við að Gro Harlem myndi vera valin til að stýra heilbrigðismálum eða kvenréttindamálum. En flestum að óvörum varð hún umhverfis-ráðherra. Hún tók embættinu alvarlega og barðist hraustlega við meðráðherra sína í iðnanðar og olíumálaráðuneytinu. Nokkuð sem ávann henni traust meðal almennings. Árið 1977 gerðist mikið umhverfisslys í Norðursjó þegar olíuborpallurinn Bravo

bilaði og þúsundir tonna af hráolíu sprautaðist út í hafið og rak svo þaðan inn á alþjóðlegt hafsvæði. Brundtland mætti strax fyrir framan sjónvarps-myndavélarnar skýrði rétt frá, baðst afsökunar og af fasi hennar mátti greina fullkomna einurð til að leysa þetta mál. Þetta vakti

mikla athygli heims-pressunnar. Gro Harlem Brundtland var komin í fremstu röð stjórnmálamanna í Evrópu. Nokkru seinna varð Gro Harlem síðan kosin sem formaður norska verkamannaflokksins.

Í febrúar árið 1981 varð Gro Harlem Brundtland forsætis-ráðherra Noregs og fyrsta konan til að gegna því embætti. Þann 4. oktober var kosið og Verka-mannaflokkurinn tapaði stórt. Henni var þó ekki kennt um ófarir flokksins því hún tók við við á lokaári kjörtímabilsins. Það var svo árið 1986 að Gro Harlem verður aftur forsætisráðherra og sat úr allt kjörtímabilið. Þriðja og síðasta kjörtímabil hennar var svo frá 1990 til 1996. Þá hætti hún beinum afskiptum af norskum stjórnmálum.

Stjórmálaferlill hennar var einstakur. Hún kemur inn sem eindregin leiðtogi norska sósíaldemókrata á tímum þar sem landið er að breytast úr hefðbundu evrópsku velferðarríki yfir í ofurríkt olíuríki. Það var fyrir hennar tilstuðlan og félaga hennar á norska vinstri vængnum

að ákveðið var að halda áfram og styrkja þá aðferðarfæði, að safna arðinum af norsku olíunni í sjóð sem var í eigu allra Norðmanna. Ekki bara fárra útvalda eins og alltaf er þegar miklar auðlindir eru nýttar. Kvótakerfið Íslenska er ágætisdæmi um slíka hörmungarráðdeild.

Gro Harlem var vinsæll forsætis-ráðherra og hafði ríka og heilbriðga þjóðrækniskennd. Í áramótaávarpi árið 1992 sagði hún:

“Fótboltastelpur, handboltaselpur, skíðastrákar og sinfóníu-hljómsveit Oslóborgar. Þessi eru öll á toppnum í alþjóðlegum skilningi. Á sama máta ættum við Norðmenn að sýna að norsk fyrirtæki og norskt efnahags-líf standi sig í alþjóðlegum skiliningi. Vantar okkur kanski nýtt slagorð? Gæti það hljómað svona? “Það sem er norskt - á að vera gott”

Takið eftir hversu mikill munur er á þessari tegund þjóðrækni og þeirrar þjóðrembu sem vinsæl erum þessar mundir á Íslandi. Í henni er alltaf horft afturábak og allt miðar að því að klastra upp glansmynd upp úr grágrýti staðreyndanna.

Gro Harlem Brundtland varð aðalritari WHO árið 1998 og lauk því embætti árið 2003. Hún er búsett í Frakklandi og býr þar með manni sinum.

Jafnaðarmaður mánaðarins

Gro Harlem Brundtland

Page 5: Jafnaðarmaðurinn januar 2014

...Sem breytti lífi mínu. Nafn: Rósanna AndrésdóttirLagið: Betri tíð með Stuðmönnum, hef alltaf staðið í þeirri merkingu að þetta sé jólalag, lét mig taka allar æskuminningar mínar til endur-skoðunar þegar ég komst að öðru fyrir stuttu (Þetta er samt eiginlega jólalag, er einhver tíð betri en jólin?). Dagurinn: Dagurinn þegar dómurinn féll um myntkörfulánin. Allt í einu fór ég úr því að eiga stýrið á bílnum mínum í að eiga allt nema stýrið á honum. Elskum þessar myntkörfur...Fréttin: Fréttin sem breytti lífi mínu var þegar ég komst að því að Davíð Oddsson var ekki frændi minn eins og hafði haldið fyrstu ár ævi minnar. Vinurinn: Magnús Óskarsson borgarlögmaður sem var fyrsti vinur minn. Bjuggum bæði á Klapparstígnum og ég var svo lítil að ég gat ekki farið ein út að leika þannig ég fékk að heimsækja hann eftir leikskóla í staðinn. Leikurinn: Gyðjutestið á betra.netSíminn: Fyrsti snjallsíminn minn því upp frá þeirri stundu hefur stóri bróðir í Vestri getað fylgt mér hvert sem ég fer og ég mun aldrei týnast aftur. Tölvupósturinn: Þegar ég vann 5. milljónir Bandaríkjadollara í lottói og þurfti bara að leggja 10.000 kr. inn á Abeni Mojisola. Veðrið: Snjórinn sem hefur gefið mér fleiri löglega frídaga í skóla en ég man eftir.Kennarinn: Elena kennari minn í Garðaskóla því aldrei hefur neinn haft meiri þolinmæði fyrir mér en hún nema kannski foreldrar mínir.Slysið: Yngsti bróðir minn, en hann breytti lífi mínu samt til hins betra. Maturinn: Meðvituð ákvörðun mín að borða ekki beikon hefur gert mig óþarflega umdeilda og ég hef orðið fyrir miklum félagslegum þrýstingi og aðkasti meðal jafningja minna.Drykkurinn: Fyrsti kaffibolli dagsins, án hans væri ég ekkert.Sagan: Þegar vinkonur mínar klæddu sig upp í sitt fínasta þegar þær voru staddar í London, tóku leigubíl á fínasta bar svæðisins og lugu sig upp rúm sonar sendiherra Hollands í Bretlandi til þess eins að gera símaöt úr hjónasvítusímanum til Íslands. – Allt er hægt þegar viljinn er fyrir hendi.Bókin: Harry Potter and the goblet of fire, beið í röð með vinum mí-num eftir henni í 12 tíma, sá svo hvað hún var löng og las hana aldrei. Hef ekki lesið HP síðan. Kvikmyndin: Bowling for Columbine var ein fyrsta heimildamyndin sem ég horfði á og vakti upp andúð mína á Bandaríkjunum og bys-sumenningu þeirra.

...Sem breytti lífi mínu. Nafn: Birgir Dýrfjörð. Lagið: Jólasveinar einn og átta. Þá lærði ég að skemmta sjálfum mér með söng.Dagurinn: Þegar ég missti sveindóminn. Fréttin: Þegar amma mín dó. Vinurinn: Bolli Sigurhansson. Hann lánaði mér og gaf öndvegisbækur, sem við krufðum og höfðum sem mælikvarða á margt í lífinu. Leikurinn: Slábolti. Þar hætti ég að vera súkkulaði og varð fullgildur félagi í strákahópnum til að slá og hlaupa.Síminn: Ericson sími nr.5217. Fyrsti sími og númer á mínu nafni. Númerið 5217 er enn í símanúmeri mínu. Tölvupósturinn: Engin tölvupóstur hefur breytt lífi mínu.Veðrið: Hlýtt haustmyrkur á Austfjörðum. Kennarinn: Séra Erlendur Sigmundsson. Honum tókst að kenna mér jöfnur og þríliðu. Slysið: Þegar stálplata skóf hold af leggnum á mér og stelpan sem ég var skotin í vorkenndi mér svo mikið að hún sat yfir mér í stað þess að skemmta sér - og situr enn -, eftir rúma hálfa öld. Maturinn: Söltuð keila frá Ólafsfirði. Þá lærði ég að stappa sjálfur fisk, kartöflur og hangiflot.Drykkurinn: Afréttari í þorrabyrjun. Þá breyttist þorrinn fyrsta sinn í drykklanga stund.Sagan: Síðasti Móíkaninn. Hún kenndi mér að lestur gat verið mjög skemmtilegur. Bókin: Bækurnar Framtíð manns og heims og Raddir vorsins þagna.Kvikmyndin: Lassy. Þá trúði ég fyrst að dýr gætu hugsað. Það breytti hegðan minni.

Flestir Þjóðverjar kannast við Sophie Scholl. Hún og bróðir hennar Hans Scholl voru í Hvítu rósinni, andspyrnuhreyfingu gegn Nasistum í seinni heims-styrjöldinni. Hvíta rósin stóð fyrir útgáfu á andnasískum bæklingum sem dreift var í Munchen og fleiri borgum í Þýskalandi. Tiltækið Hvítu rósarinnar var stórhættulegt því dauðarefsing var við hverskyns áróðursstarfssemi gegn nasistum. Þetta stoppaði þó ekki systkinin Sophie og Hans og félögum þeirra í andspyrnunni. Þann 18, febrúar 1943 var Sophie

og Hans handtekin í háskólanum í Munchen þegar upp komst um að þau höfðu skilið eftir nokkra bunka af áróðursbæklingum vítt og breitt um skólann. Réttarkerfi nasista var hraðvirkt því þremur dögum síðar var réttað yfir systkinunum réttarskjölum kemur glögglega í ljós skarpur hugur Sofie og aðdáunarvert hugrekki undir þrúgandi álagi. Systkinin voru dæmd til dauða daginn eftir. Í Lokaorðum Sophie beindi hún orðum sínum til dómarans sem hafi dæmt hana til dauða. “þú verður í mínum sporum áður en langt um líður”. Hans Sholl og Sophie Sholl voru tekin af

lífi þann 22. febrúar 1943. Sophie Sholl var 22 ára þegar böðlar nasista tóku hana af lífi. Þjóðverjar hafa sýnt Sophie Sholl mikinn heiður eftir fall nasismans og margir bar-naskólar, torg og kennileiti bera nafn systkinana. Árið 2003 var brjóstmynd af henni afhjúpuð í heiðurs-minningareit Þýskalands (en það er sambærilegur heiður og að vera grafin í þjóðar-grafreiti okkar Íslendinga á Þingvöllum). Systkinanna var einnig minnst með þeim hætti að Stjórn-málafræðideild Ludvig-Maxmillians háskólans í Munchen er nefnd eftir þeim.

Geschwister-Scholl-Institut. Árið 2005 var gerð kvikmynd um síðustu daga Sofie Scholl eftir leikstjórann Mark Rothemund. Óhætt er að mæla með þeirri kvikmynd.

Það...

Sophie Sholl – Hin hvíta rós Þýskalands.

Page 6: Jafnaðarmaðurinn januar 2014

Sjáfsagt hefur hinum belgíska Peyo ekki dottið í hug að þegar hann teiknaði fram fyrsta strumpinn að hann væri að brjóta blað í sögu teiknimyndanna. Þessir litlu og bláu kallar slógu í gegn um leið og þeir komu fyrst fram í bókinni Johan et Pirlouit sem kom út árið 1958. Síðan þá hafa verið gefnar út 16 bækur um strumpana sem sumar hverjar hafa birtst í íslenskri þýðingu.

Þrátt fyrir að öll áferð strumpanna sé hin krútt-legasta eru til kenningar um að strumparnir séu í raun og veru varhugaverðir og ógn við hið kapítaliska ástand. Frægasta kenningin í þessa veru er sú að strumparnir séu sósíalistar. Jafnvel kommúnistar.

Þeir búa jú allri saman í sátt og samlyndi, eru allir eins og er stjórnað af einum leiðtoga sem

minnir töluvert á Karl Marx. Kenningasmiðir hafa einnig bent á að orði SMURF (en það er nafn strumpanna á ensku) sé náttúru-lega skammstöfun fyrir Socialist Men Under Red Father. Kjar-tan galdrakarl er sagður tákna kapítalismann því að hann er fégráðugur og vill nota strupana í uppskrift í þeim tilgangi að fram-leiða gull.

Fyrir skömmu beindu þessir trúarhópar baráttu sinni gegn stumpunum. “Yfirstrumpur hefur

birst í a.m.k tveimur teikni-myndum með galdrahatt á höfði” segir Don Rimmer meðlimur í

kristnum trúarhóp sem stendur fyrir heilbrigð fjölskyldugildi. David Bay stórnandi Old Paths Ministries hefur sagt að struparnir séu “á móti Guði og með Satan”.

Hvað sem öðru líður er það skoðun flestra jafnaðarmanna að stumparnir séu (blá)saklausir af þessum áburði.

STRUMPARNIR ERUKOMMÚNÍSTAR

Staðan í framboðsmálum Samfylkingarinnar í Reykjavík er allt í senn, hrein og bein og nokkuð snúin. Teitur Atlason og Viktor Stefánsson settust niður og veltu fyrir sér komandi flokksvali. Hér að neðan er smávegis hugleiðing um stöðuna í Reykjavík en hún einfölduð nokkuð lesendum til hægðarauka. Grófu drættirnir ættu vonandi að koma fram en auðvitað ber þess að geta að óvænt úrslit eru alltaf breyta sem ekki er hægt að horfa framhjá.

Á listanum hér að neðan má sjá frambjóðendurnar okkar, raðaða eftir því í hvaða sæti þau sækist eftir. Dagur í fyrsta sæti, enda sækist eftir því sæti. Björk í öðru og sækist eftir öðru. Reynir Sigurbjörnsson sækist eftir 1 til 4 sæti. Hann er því nefndur númer 3 í röðinni því hann sækir san-narlega eftir hærra sæti en þeir sem sækjast bara eftir sæti númer 3. Þvínæst koma 4 frambjóðen-dur sem sigta á þriðja sætið og þar á eftir 6 frambjóðendur sem sigta á sæti 3 eða 4. Tveir

sækjast eftir 4 sæti.

Þetta er nokkuð merkilegt því af 16 þáttakendum,sækjast 11 eftir sæti númer 3. Það sæti er að öllum líkindum “eyrnamerkt” karli og því mun kona skipa 4. sætið. Það gæti verið sú kona sem fær flest atkvæðií 3.sætið. Eða ekki. Ómögulegt er að segja fyrir hvernig spilast úr stöðunni.

Þetta er spennandi. Því er ekki hægt að neita.

Þau gefa kost á sér í flokksvali

Samfylkingarinnar í Reykjavík:

Dagur B. Eggertsson borgarfull-trúi og læknir, gefur kost á sér í 1. sæti

Björk Vilhelmsdóttir borgarfull-trúi, gefur kost á sér í 2. sæti

Reynir Sigurbjörnsson rafvirki, gefur kost á sér í 1. til 4. sæti

Hjálmar Sveinsson varaborgar-fulltrúi, gefur kost á sér í 3. sæti

Kristín Soffía Jónsdóttir varabor-garfulltrúi, gefur kost á sér í 3. sæti

Skúli Helgasson stjórn-málafræðingur, gefur kost á sér í 3. sæti

Sverrir Bollason skipulagsverk-fræðingurgefur kost á sér í 3. sæti

Anna María Jónsdóttir kennari, gefur kost á sér í 3. til 4. sæti

Guðni Rúnar Jónasson fram-kvæmdastjóri, gefur kost á sér í 3. til 4. sæti

Heiða Björg Hilmisdóttir deil-darstjóri LSH, gefur kost á sér í 3. til 4. sæti

Kristín Erna Arnardóttir háskól-anemi og kvikmyndagerðarmaður, gefur kost á sér í 3. til 4. sæti

Natan Kolbeinsson, formaður Hallveigar, félags UJ í Reykjavík, gefur kost á sér í 3. til 4. sæti

Þorgerður L. Diðriksdóttir ken-nari, gefur kost á sér í 3. til 4. sæti

Dóra Magnúsdóttir stjórnsýslu-fræðingur, gefur kost á sér í 4. sæti

Magnús Már Guðmundsson framhaldsskólakennari, gefur kost á sér í 4. sæti

Spennan er um 3ja og 4ða sæti.

Fjör, palestínskur kvöldverður og fjáröflun fyrir borgarstjórnarkosningarnar

Skemmtiatriði, tónlist og gleði í frábærum félagsskap föstudagskvöldið 31. janúar kl. 19:30 í safnaðarheimili Neskirkju. Veislustjóri verður Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi. Meðal

skemmtiatriða verð Jóhannes Kristjánsson eftirherma og Halldór Gunnarsson mun sjá um tónlist og leiða fjöldasöng ásamt Oddnýju Sturludóttur.

Tilkynnið þátttöku og gangið frá greiðslu hjá Jódísi Bjarnadóttur í síma 699-5537 (jodisbjarnadottirmail.com) eða Margréti S. Björnsdóttur í síma 8677817 ([email protected])

Samfylkingarfélagið í Reykjavík og Félag frjálslyndra jafnaðarmanna