jól án bókafibut.is/attachments/article/122/bokatid2019_final... · 2019. 11. 29. · nú eru...

84

Upload: others

Post on 03-Feb-2021

6 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

  • Jól án bókaJól án bóka

    Jól án bóka Bók án jóla

  • B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 9 A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I Endurútgáfa

    Kæri bókaunnandi,

    J ólin eru tími hefða og samveru með þeim sem okkur þykir vænst um. Þrátt fyrir að jólahefðirnar geti verið mismunandi þá er jólahaldið oft fastmótað og íhaldssamt. Þannig eigum við ýmsar ómissandi matarhefðir eins og malt og appelsín, hamborgarhrygg, heimagert rauðkál, mandarínur og laufabrauð. Tískusveiflur virðast litlu breyta um hversu fast við höldum í hefðirnar sem margar eiga djúpar rætur; jafnvel aftur í barnæsku. Ein af þeim sterku hefðum sem hefur fylgt þjóðinni í gegnum áratugina, er að gefa nýjar íslenskar bækur í jólagjöf. Því gæti svarið við spurningunni á forsíðu Bókatíðindanna í ár ,,Getur þú hugsað þér jól án bóka?“ verið hið sama í ár og fyrir fjöldamörgum árum: Nei, þjóðin getur ekki hugsað sér jól án bóka. Hvorki um jólin 2019, né um mörg umliðin jól þegar spurningin var borin upp á forsíðu þessara ágætu árvissu tíðinda, sem hafa nú sem endranær borist í þínar hendur. Staða bókarinnar á jólamarkaði hefur því lítið sem ekkert breyst í áranna rás og mældist til að mynda áberandi efst á óskalista landsmanna samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup fyrir síðustu jól. Við bókaútgefendur höfum enga ástæðu til að ætla annað en að svo verði einnig í ár. Enda er framboðið af nýjum verkum sannarlega glæsilegt og telur 842 skráningar nýrra bóka. Útgefendur halda áfram þróun á útgáfuformi verkanna þannig að samtímis má nálgast hluta nýrra bóka bæði sem kilju og innbundna bók og í einhverjum tilfellum jafnframt sem rafbók og hljóðbók. Þetta eru gleðifréttir fyrir alla bókaunnendur. Mikil gróska er í útgáfu barnabóka og ber að fagna sérstaklega að íslenskir höfundar færa okkur nærri helming útgáfunnar eða 46%. Unnendur íslenskra skáldsagna eiga sömuleiðis von á góðu, því íslenskir höfundar fylla nú síður Bókatíðinda sem aldrei fyrr. Nú geta jólin komið og við öll haldið í hefðirnar og notið þess að kúra með bók yfir hátíðarnar.

    Gleðileg íslensk bókajól!

    Heiðar Ingi Svansson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda

    Undir kápumyndum allra bóka má nú finna tákn sem vísa til útgáfuforms. Táknskýringar má finna neðst á öllum kynningarblaðsíðum.

    A Gormabók

    B Harðspjalda bók – allar blaðsíður úr hörðum pappír

    C Hljóðbók

    D Innbundin bók – kápuspjöld úr hörðum pappír

    E Kilja

    F Rafbók

    G Sveigjanleg kápa – líkt og kilja en í annarri stærð

    I Endurútgefin bók

    Merking tákna í Bókatíðindum

    BÓKATÍÐINDI 2019Útgef andi: Félag íslenskra bóka út gef enda Bar óns stíg 5 101 Reykja vík Sími: 511 8020 Netf.: [email protected] Vef ur: www.fibut.is

    Hönn un kápu: Halldór Baldursson og Ámundi Sigurðsson

    Ábm.: Benedikt Kristjánsson

    Upp lag: 125.000

    Umbrot, prent un Oddi,

    og bók band: umhverfisvottað fyrirtæki

    Dreifing: Íslandspóstur hf.

    ISSN 10286748

    23. OG 24.

    Efnisyfirlit

    Barna- og ungmennabækur

    Myndskreyttar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 3

    Skáldverk . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 9

    Fræði og bækur almenns efnis . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 18

    Ungmennabækur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 21

    Skáld verk

    Íslensk . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 24

    Þýdd . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 34

    Ljóð og leikrit . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 42

    Listir og ljósmyndir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 48

    Saga, ættfræði og héraðslýsingar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 50

    Ævi sög ur og end ur minn ing ar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 51

    Matur og drykkur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 55

    Fræði og bækur almenns efnis . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 56

    Útivist, tómstundir og íþróttir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 72

    Höf unda skrá . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 73

    Titl askrá . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 77

    Skrá yfir raf- og hljóðbækur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 80

    Útgef end askrá . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 81

    2

  • A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I Endurútgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 9

    BarnabækurMyndskreyttar

    D

    Blesa og leitin að grænna grasiLára GarðarsdóttirMyndskr.: Lára GarðarsdóttirBlesa er íslenskur hestur í venjulegum íslenskum haga. Hún er komin með nóg af því að borða sama heyið alla daga og henni leiðist afskaplega mikið. Blesa er sann-færð um að grænna gras sé að finna annars staðar. Týri, vinur hennar, tekur til sinna ráða og rekur hana af stað í ferðalag. Á ferð sinni um landið kynnist Blesa alls konar dýrum og heimsækir spennandi staði. En eftir því sem líður á ferðalagið fer hún að velta fyrir sér hvort hún sé mögulega að leita langt yfir skammt.

    Bókin er einnig fáanleg á ensku.48 bls.Salka / Útgáfuhúsið Verðandi

    G

    Blíða og BlærÝmsirTexti á pólsku og íslensku! Tveir titlar: Fyrsta óskin og Glitrandi jól. Styttir biðina eftir jólunum, gaman að lesa, líma og lita. 38 bls.Töfraland – Bókabeitan

    D

    Draumaland11 hugljúfar sögurÞýð.: Baldur Snær ÓlafssonKúrðu þig með ellefu frábærar sögur í þessu fallega safni af sögum fyrir svefninn.

    Bæði foreldrar og börn eiga eftir að lesa sögurnar aftur og aftur.96 bls.Setberg bókaútgáfa

    G

    DýrabörnBaðbókÞýð.: Baldur Snær ÓlafssonBörnin elska að skoða bók í baði, sundi eða sturtu. Með þessari skemmtilegu bók verður ennþá meira fjör! Litríkar myndir á mjúkum, vatnsheldum síðum.

    Baðbók fyrir yngstu börnin.6 bls.Setberg bókaútgáfa

    D

    RisaeðlugengiðEggiðLars MæhleÞýð.: Æsa G. Bjarnadóttir og Sverrir JakobssonMyndir: Lars RudebjerVinirnir Gauti grameðla og Sölvi sagtanni stytta sér leið í gegnum Mýrarskóg sem er þó alveg harðbannað því þar er eitthvert RISAVAXIÐ ILLFYGLI á sveimi. Þeir eru bara svo spenntir að sjá hvað kemur úr eggi mömmu Sölva: Systir eða bróðir? Krúttleg, fræðandi og fyndin saga fyrir yngsta áhugafólkið um risaeðlur og önnur forsöguleg dýr. 48 bls.Forlagið – Mál og menning

    D

    Elmar á afmæliDavid McKeeÞýð.: Jakob F. ÁsgeirssonLitskrúðugi f íllinn Elmar hefur unnið hug og hjörtu barna um allan heim. Hann á nú þrjátíu ára afmæli. Í tilefni af því kemur út ný bók í flokknum um Elmar – Elmar á afmæli. Hugljúf, skemmtileg og einstaklega fallega myndskreytt bók um f ílinn fjölskrúðuga og vini hans.26 bls.Ugla

    D

    Etna og Enok hitta jólasveinanaSigríður Etna MarinósdóttirMyndir: Freydís KristjánsdóttirEtna og Enok eru uppátækjasöm systkini sem dreymir um að hitta jólasveinana. Þau beita ýmsum brögðum til að grípa sveinana glóðvolga og lenda í sannkölluðu jólaævintýri.

    Skemmtileg jólasaga sem gott er að njóta á aðvent-unni.38 bls.Óðinsauga útgáfa

    D

    Ég elska þig Mamma grísNeville Asley og Mark BakerÞýð.: Klara HelgadóttirGurra grís og Georg vilja gera Mömmu grís einstaklega góðan dag til að sýna henni hve mikið þau elska hana. En ekki fer allt á þann veg sem þau höfðu skipulagt … Hlý og falleg bók um Gurru grís sem glatt hefur börn um allan heim. 28 bls.Unga ástin mín

    Barna- og ungmennabækur Myndskreyttar

    3

  • A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I EndurútgáfaB Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 9

    D

    Hvar er Depill?FlipabókEric HillÞýð.: Jakob F. ÁsgeirssonHundurinn Depill er ómissandi hluti bernskunnar og nýtur mikilla vinsælda víða um lönd. Í þessari bók, sem er fyrsta sagan um Depil, geta börnin tekið þátt í leit-inni að hinum fjöruga og skemmtilega hvolpi með því að lyfta flipunum á hverri síðu og athuga hvað leynist undir þeim.22 bls.Ugla

    D

    Hver vill hugga krílið?Tove JanssonÞýð.: Þórarinn EldjárnFeimið kríli býr í kofa í skóginum og er bæði einmana og hrætt. En ekkert laðar hugrekkið jafn örugglega fram og að hitta einhvern sem er enn hræddari en maður sjálfur. Þessi hugljúfa og fagurlega myndskreytta saga eftir höfund Múmínálfanna er löngu orðin sígild en kemur nú í fyrsta sinn út á íslensku. 28 bls.Forlagið – Mál og menning

    B

    Hvolpar og kettlingarPúslubók með textaÞýð.: Baldur Snær ÓlafssonBörnum finnst fátt skemmtilegra en að læra um hvolpa og kettlinga og raða saman púslumyndum af þeim. Í bókinni eru þrjár 6-púslu myndir.

    Púslubók fyrir yngstu börnin.6 bls.Setberg bókaútgáfa

    B G

    HvolpasveitinÝmsir Risalitabók á pólsku og íslensku. Púslbók og leitið og finnið. Eitthvað fyrir alla litla stubba sem bíða eftir jól-unum og/eða til að stinga undir jólatréð.Töfraland – Bókabeitan

    G

    HvuttasveinarÁsrún MagnúsdóttirMyndskr.: Iðunn Arna Það varð aldeilis kátt í hellinum hjá Grýlu og Lepplúða þegar jólasveinarnir fengu sér hunda. Líkt og sveink-arnir sjálfir koma hvuttarnir einn og einn til byggða og telja niður til jóla. Þessi litríka og ljúfa ljóðabók sækir innblástur í Jólasveinakvæði Jóhannesar úr Kötlum. 20 bls.Bókabeitan

    D

    Frozen sögusafnWalt DisneyTöfrandi ævintýri! Hér eru sögur þar sem vinirnir úr Arendell leita að snjóskrímslum, halda partí, fara í lautarferð og keppa í ísskurði!160 bls.Edda útgáfa

    D I

    Gagn og gaman2. heftiHelgi Elíasson og Ísak JónssonMyndskr.: Tryggvi Magnússon og Þórdís TryggvadóttirAnnað hefti lestrarkennslubókarinnar sem var nær einráð við lestrarkennslu yngstu barna í hálfa öld og innleiddi hljóðaðferð við lestrarkennslu í íslenskum skólum. Bækurnar voru ófáanlegar um áratuga skeið, en fyrra heftið kom aftur út haustið 2017. Annað heftið er framhaldslesbók þar sem áhersla er lögð á að æfa stafa-sambönd.96 bls.Bókaútgáfan Sæmundur

    D

    Gurra grís og gullstígvélinNeville Asley og Mark BakerÞýð.: Klara HelgadóttirÞað er dagur Stóru pollahopps-keppninnar, en þegar alvöru plastgullstígvélunum hennar Gurru grís er stolið virðist hún líka vera að missa af tækifærinu til að taka þátt.

    Nú eru tvær bækur um Gurri grís komnar út á íslensku, aðdáendum hennar til mikillar gleði.28 bls.Unga ástin mín

    D

    Hófí er fæddMonika Dagný KarlsdóttirMyndskr.: Martine VersluijsHófí litla nýtur lífsins á bóndabænum. Hún vex og dafnar og kynnist heiminum í kringum sig. Fylgið henni í þessu ævintýri um fjölskyldu hennar, arfleið og sögu Íslands.

    Ævintýrin um Hófí eru innblásin af íslenska fjár-hundinum Hólmfríði frá Kolsholti (1988–2003)40 bls.Hófí

    D

    Hófí fer heimMonika Dagný KarlsdóttirMyndskr.: Martine VersluijsHófí fer í fyrsta ferðalag lífsins með nýju fjölskyldunni sinni. Þetta viðburðaríka og skemmtilega ferðalag leiðir hana svo heim.

    Ævintýrin um Hófí eru innblásin af íslenska fjár-hundinum Hólmfríði frá Kolsholti (1988–2003).40 bls.Hófí

    4

    Barnabækur MYNDSKREY T TAR

  • A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I Endurútgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 9

    D

    KormákurKormákur dýravinurKormákur leikur sérJóna Valborg ÁrnadóttirMyndskr.: Elsa NielsenBækurnar um hinn bráðfjöruga Kormák eru orðnar fjórar! Kormák hefur lengi dreymt um að eignast gælu-dýr en þar sem pabbi er með ofnæmi lítur ekki út fyrir að honum verði að ósk sinni. En einn dag gerast undur og stórmerki.

    Kormáki finnst gaman að leika sér. Þegar Finna frænka kemur í heimsókn með óvæntan glaðning færist fjör í leikinn og Kormákur bregður sér í alls konar gervi. 28 bls.Salka / Útgáfuhúsið Verðandi

    D

    Krókódílar stranglega bannaðirHeather PindarÞýð.: Gunnar HelgasonSebra bauð öllum í veisluna sína nema krókódílunum, auðvitað. Skoltur er með snjalla áætlun um að laumast í veisluna og éta alla upp til agna!En … kemst upp um þá?32 bls.Drápa

    D

    Kvöldsögur fyrir börn9 fallegar kvöldsögurÞýð.: Baldur Snær ÓlafssonDýrmætt safn af ógleymanlegum sögum.

    Fallegar sögur fyrir börn tveggja ára og eldri.100 bls.Setberg bókaútgáfa

    D

    LárubækurGamlárskvöld með LáruLára fer í sveitinaBirgitta HaukdalMyndir: Anahit AleqsanianLáru-bækurnar eru sjálfstæðar sögur Birgittu Haukdal um töfrana í hversdegi Láru og bangsans Ljónsa. Lára heimsækir afa og ömmu Atla vinar síns í sveitinni og fær að hjálpa til á bænum. Svo fagnar hún nýja árinu með glæsibrag, fjölskyldan fer á brennu og hittir syngj-andi álfa. Litríkar og fallegar myndabækur sem krakkar hrífast af.41 bls.Forlagið – Vaka-Helgafell

    D

    Hæ, afi gæiPaul McCartneyÞýð.: Jakob F. ÁsgeirssonÞetta er bókin um afa gæja sem þeytir barnabörnunum sínum fjórum á augabragði í ævintýraferðir út um allan heim með töfra-áttavitanum sínum. Sláumst í för með þeim – og kynnumst skínandi flugfiskum, vísundum á harða spretti og fljúgandi kúm. Ævintýralegur rússíbani fyrir alla fjölskylduna eftir goðsögnina ástsælu, Bítilinn Paul McCartney. 32 bls.Ugla

    D

    Í alvöru ekki opna þessa bókAndy LeeÞýð.: Huginn Þór GrétarssonJá! Þú last rétt! Ný bók er komin út í þessum frábæra bókaflokki! Börn elska þessar bækur! Þau elska að LESA þessar bækur. Lestur er góður! Með góðu gríni eru börnin hvött áfram við lesturinn. Fyrstu tvær bækurnar hafa slegið rækilega í gegn og þessi er jafn dásamlega sniðug. En samt, ekki opna bókina! Láttu hana í friði!30 bls.Óðinsauga útgáfa

    D

    LeikskólakrakkarJólagjafastressiðKikka SigurðardóttirMyndskr.: Johanna MeijerJólagjafastressið er stórskemmtileg myndskreytt saga eftir Kikku Sigurðardóttur, höfund Ávaxtakörfunnar.

    Sagan segir frá Lukku sem er að farast úr jólagjafa-stressi og er bæði önug og örg vegna þess. Hópurinn hennar á leikskólanum fer að hitta gamla fólkið á dvalar-heimilinu og fá hjá þeim ráð við jólagjafastressinu.

    En er til ráð við því þegar barn langar í allt í jólagjöf?Jólagjafastressið er í senn skemmtileg og innihaldsrík

    bók fyrir leikskólakrakka.32 bls.Galdrakassinn

    G

    Klárir krakkar – leikir og þrautirFjórar frábærar bækur í öskju sem kenna með léttum leikjum og þrautum mikilvæga lífsfærni. Bækurnar eru: klukkan, stafir, margföldun og samlagning. Æfingarnar þjálfa athyglisgáfu, lesskilning og skemmta börnunum um leið. Bækurnar eru húðaðar og fylgir penni með sem hægt er nota aftur og aftur. Unga ástin mín

    5

    Barnabækur MYNDSKREY T TAR

  • A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I EndurútgáfaB Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 9

    D

    Múnínsnáðinn úti í rokiFlipabókTove JanssonÞýð.: Jakob F. ÁsgeirssonHviss! Ó, nei! Vindurinn feykir öllu burt í Múmíndal. Lyftið flipunum og hjálpið Múmínsnáðanum og vinum hans að finna það sem fauk burt.10 bls.Ugla

    D

    Ofur-Kalli og dularfulla ömmuhvarfiðCamilla LäckbergÞýð.: Sigurður Þór SalvarssonCamilla Läckberg er ekki aðeins einhver allra vinsælasti glæpasagnahöfundur í heimi heldur skrifar hún líka vinsælar bráðskemmtilegar barnabækur um sterkasta smábarn í heimi sem leysir erfið glæpamál eins og að drekka pelamjólk. Nú fer fjölskyldan í tjaldútilegu og þá hverfur amma! Hefur henni verið rænt?! Ofur-Kalli þarf að grípa til nýrra ráða.32 bls.Sögur útgáfa

    G

    ORAN og GUTANOran segir neiGutan segir neiHiroe TeradaMyndskr.: Hiroe TeradaORAN og GUTAN bækurnar eru mjög skemmtilegar. Lestur bókanna ýtir undir félagslegan og tilfinninga-legan þroska barnanna. Bækurnar eru prentaðar í svarthvítu þar sem að ung börn geta betur greint hluti í svarthvítu. Fyrir 0-4 ára.16/20 bls.Oran Books

    G

    Rauði hatturinn og krummiÁsgerður BúadóttirHugljúf og einstaklega falleg íslensk barnabók um sam-skipti Tuma litla og krumma sem fær lánaðan rauða hattinn hans fyrir ungana sína. Bókin kom fyrst út 1961 og er með texta og klippimyndum Ásgerðar Búadóttur myndlistarmanns. Textinn er á íslensku, ensku, þýsku, dönsku og frönsku og því tilvalin fyrir yngstu lesend-urna, íslenska sem erlenda. 26 bls.Listasafn Íslands

    D

    Saga um þakklætiEva Einarsdóttir og Lóa Hlín HjálmtýsdóttirHver kannast ekki við að vera þreyttur og pirraður eftir langan dag? Í þessari bók skoða Saga og mamma hennar mátt þakklætis og leiða lesandann um notaleg-heit hversdagsins. Eftir höfunda bókarinnar Saga um nótt. 24 bls.Töfraland – Bókabeitan

    D

    Leikskólalögin okkar25 skemmtileg sönglögMyndskr.: Úlfur LogasonTónlist: Jón ÓlafssonTónbækurnar með undirleik snillingsins Jóns Ólafs-sonar og dásamlegum myndskreytingum Úlfs Loga-sonar hafa slegið rækilega í gegn á undanförnum árum. Hér eru komin Leikskólalögin okkar – 25 skemmtileg sönglög sem óma dátt í dagsins önn á leikskólum lands-ins. Ýttu á takkann og syngdu með.64 bls.Sögur útgáfa

    D

    Leikum okkur í snjónum7 falleg vetrarævintýriÞýð.: Baldur Snær ÓlafssonKynnstu Mola sem kvefaðist, farðu með Hoppu kanínu í sleðaævintýri, sjáðu hver býr til flottasta snjókarlinn og margt fleira.

    Kjörin bók fyrir sögustund.48 bls.Setberg bókaútgáfa

    D

    MjallhvítLyftimyndabókÞýð.: Baldur Snær ÓlafssonSígild saga um Mjallhvít.10 bls.Setberg bókaútgáfa

    D

    MóglíLyftimyndabókÞýð.: Baldur Snær ÓlafssonSígild saga um Móglí og vini hans í skóginum.10 bls.Setberg bókaútgáfa

    D

    Múmínsnáðinn og gullna laufiðTove JanssonÞýð.: Tinna ÁsgeirsdóttirÍ kvöld eru allir íbúar Múmíndals á leiðinni í ágúst-veisluna. Múmínsnáðinn og Snabbi eru önnum kafnir við undirbúning. Allt í einu finna þeir mjög óvenjulegt, gullið lauf á skógarbotninum. Það hlýtur að hafa fallið af tré með gullnu laufskrúði. Tekst þeim að finna tréð og gefa öllum í Múmíndal gjöf sem mun gleðja um aldur og ævi?26 bls.Ugla

    6

    Barnabækur MYNDSKREY T TAR

  • A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I Endurútgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 9

    D

    Sögur fyrir lítil börnÞýð.: Þorgrímur Kári SnævarrDásamleg bók með fallegum teikningum og eftirminni-legum persónum sem leiða börn inn í heim töfrandi ævintýra.

    18 sögur eru í bókinni, meðal annars Sætabrauðs-drengurinn, Grísirnir þrír, Músadóttirin, Risinn eigin-gjarni og Glaði prinsinn. Þetta er sannkölluð gersemi á hvert heimili.128 bls.Óðinsauga útgáfa

    D

    Sögur frá TulipopLeyniskógurinnSigný KolbeinsdóttirDag einn fara sveppasystkinin Búi og Gló í leiðangur inn í Leyniskóg. Þar leynast dularfullar verur – eru þær vinir eða fjendur? Við skulum komast að því! Heillandi og skemmtileg bók fyrir börn á öllum aldri byggð á ástsælu persónunum úr íslenska ævintýraheiminum Tulipop.32 bls.Tulipop

    D

    Sögusafnið5 fallegar og sígildar sögurÞýð.: Baldur Snær ÓlafssonÞyrnirós, Aladdín, Rauðhetta, Tumi Þumall, Gullbrá og birnirnir þrír.

    Góð bók fyrir tveggja ára og eldri.94 bls.Setberg bókaútgáfa

    D

    Sögustund5 fallegar og sígildar sögurÞýð.: Baldur Snær ÓlafssonPétur Pan, Úlfurinn og kiðlingarnir sjö, Hans og Gréta, Gosi og Tumi Þumall.

    Góð bók fyrir tveggja ára og eldri.94 bls.Setberg bókaútgáfa

    D

    Sjáðu HamletBarbro LindgrenÞýð.: Aðalsteinn Ásberg SigurðssonMyndir: Anna HöglundÞekktasta leikverk Shakespears er hér sett fram á ein-stakan og eftirminnilegan hátt í formi bendibókar sem hentar bæði stórum og smáum lesendum. Bókin hlaut afbragðs viðtökur í Svíþjóð, en höfundarnir eru þekktir fyrir óvenjulegar og áhugaverðar bækur. „Lítið meistaraverk!“ var sagt í fleiri en einum ritdómi. 29 bls.Dimma

    D

    Snuðra og TuðraSnuðra og Tuðra í sólarlöndumSnuðra og Tuðra taka tilIðunn SteinsdóttirMyndskr.: Lóa Hlín HjálmtýsdóttirSnuðra og Tuðra eru alltaf uppátækjasamar og sniðugar en stundum dálítið óþekkar. Í þessum tveimur bókum fara þær til sólarlanda þar sem reynir á að þær hagi sér vel og þær læra mikilvægi þess að taka til í herberginu sínu.20 bls.Salka / Útgáfuhúsið Verðandi

    D

    Stórhættulega stafrófið Ævar Þór BenediktssonMyndir: Bergrún Íris SævarsdóttirFjóla á í stökustu vandræðum með stafina og allt sem tengist lestri finnst henni hljóma stórhættulega! Dag einn ákveður hún að halda tombólu og rekst á forvitni-lega götu. Stafrófsstræti. Þar er ekki allt sem sýnist! Stórskemmtilegt stafrófskver fyrir alla sem langar að læra stafina eða þyrstir í spennandi sögu.40 bls.Forlagið – Mál og menning

    G

    SveitahljóðBaðbókÞýð.: Baldur Snær ÓlafssonBörnin elska að skoða bók í baði, sundi eða sturtu. Með þessari skemmtilegu bók verður ennþá meira fjör!

    Litríkar myndir á mjúkum, vatnsheldum síðum.Baðbók fyrir yngstu börnin.

    6 bls.Setberg bókaútgáfa

    D

    Svona eru hljóðin í dýrunum á sléttum AfríkuAndrea PinningtonÞýð.: Guðni KolbeinssonSérlega falleg og fræðandi hljóðbók um dýrin á slettum Afríku. Hér getum við hlýtt á hljóð gresjunnar eins og öskur ljónsins, hlátur hýenunnar og glymjandi köll f ílsins og mörg fleiri. Vönduð og áhugaverð bók. 18 bls.Unga ástin mín

    7

    Barnabækur MYNDSKREY T TAR

  • A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I EndurútgáfaB Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 9

    D

    VandræðasögurAlexandra Gunnlaugsdóttir og Fjóla Ósk AðalsteinsdóttirMyndskr.: Ragnheiður JónsdóttirMía, Moli og Maríus eru góðir vinir sem vita fátt skemmtilegra en að leika sér saman í leikskólanum. Það er að segja, þangað til allt fer í bál og brand. Sögurnar fimm um Míu, Mola og Maríus eru hugljúfar, raun-sannar og skemmtilegar sögur sem vekja unga áheyr-endur til umhugsunar um samskipti og vináttu, hvetja til samræðna og kitla hláturtaugarnar.123 bls.Höfundar

    E

    Við lærum að lesaBekkjarafmæliSkíðaferðVorhátíðClémence MasteauVið lærum að lesa eru fallegar bækur með stuttum texta á hverri síðu. Söguhetjurnar eru vinirnir Óskar og Salóme og sögusviðið er skólinn þeirra, skólafélagar og kennarar. Átta bækur eru nú komnar út.

    Góðar lestrarbækur fyrir 5 ára + með stóru letri, góðu línubili og litmyndum á öllum síðum.32 bls.Rósakot

    D

    Viltu knúsa mig?Eoin McLaughlinÞýð.: Æsa Guðrún BjarnadóttirMyndir: Polly DunbarHvorki broddgölturinn né skjaldbakan eiga auðvelt með að finna einhvern til að knúsa. Þau leita fanga víða en hvert dýrið á fætur öðru ber fyrir sig frumlegar afsak-anir. En svo koma þau auga hvort á annað. Yndisleg bók fyrir alla sem þurfa á knúsi að halda.56 bls.Forlagið – JPV útgáfa

    D

    Yndislegustu dýrin á jörðinniLeitið og finniðÞýð.: Sigurgeir Orri SigurgeirssonÞessi bók er sannkallað ævintýri fyrir yngstu kynslóð-ina. Börnin þræða völundarhús, leita að dýrum, læra að telja og þjálfa athyglisgáfuna. Skemmtileg bók sem hægt er að lesa og skoða aftur og aftur. 14 bls.Unga ástin mín

    B

    Litlir könnuðirÞegar ég verð stórÞýð.: Baldur Snær ÓlafssonLífleg og fræðandi bók fyrir börn sem hafa áhuga á fjölbreyttum störfum. Sjáðu hvað margt er í boði þegar þú verður stór! Í sama bókaflokki eru: Sveitabærinn, Pöddur, Hafið og Á ferð og flugi.

    Bók fyrir börn frá 4 ára aldri.16 bls.Setberg bókaútgáfa

    G

    Tilfinninga BlærAron Már Ólafsson, Hildur Skúladóttir og Orri GunnlaugssonMyndskr.: Auður Ýr ElísabetardóttirTilfinninga Blær er barnabók ætluð aldurshópnum 2 – 8 ára. Hún er skrifuð í þeim tilgangi að aðstoða börn við að þekkja grunntilfinningarnar, kynnast dæmum um þær, sjá birtingarmyndir þeirra og læra hvernig hægt sé að bregðast við þeim. Bókin er sett fram á skemmti-legan og fróðlegan hátt með texta og teikningum.18 bls.Allir gráta

    D

    Toy Story sögusafnWalt DisneyLíf og fjör! Ævintýralegar sögur um Vidda, Bósa, Dísu og öll hin leikföngin.160 bls.Edda útgáfa

    D I

    Tóta og tíminnBergljót ArnaldsMyndir: Ómar Örn HaukssonSkemmtilegt ævintýri fyrir börn sem vilja læra á klukku eftir einn af okkar vinsælustu barnabókahöfundum. Í sögunni hittir Tóta sjálfan Tímann og klukkurnar lifna við. Farið er í allan klukkuhringinn og lykilhugtök eru skýrð. Bókinni fylgja léttar spurningar og leikir og skífa með hreyfanlegum vísum gerir börnunum kleift að stilla sjálf klukkuna. Einnig til á ensku.48 bls.Forlagið – JPV útgáfa

    D

    TréðBárður OskarssonÞýð.: Aðalsteinn Ásberg SigurðsosnHilbert og Boddi eru vinir. En Hilbert er svolítið furðu-legur og Boddi veit ekki alveg hvort hann á að trúa öllu sem Hilbert segir. Færeyski höfundurinn Bárður Osk-arsson hlaut barna- og unglingabókavarðlaun Norður-landaráðs árið 2018 fyrir þessa skemmtilegu bók.35 bls.Dimma

    D

    Töfraheimur jólannaTöfrandi jólasagaÞýð.: Þórir GuðbergssonLangt inni í snæviþöktum skóginum stendur hús jóla-sveinsins. Í þessum dularfulla skógi býr hann með álfunum og vinum sínum. Allt árið eru þau að smíða, sníða, sauma, bora og negla og undirbúa jólin fyrir börn um víða veröld.

    Falleg saga fyrir jólabörn.50 bls.Setberg bókaútgáfa

    8

    Barnabækur MYNDSKREY T TAR

  • A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I Endurútgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 9

    E

    Binna B BjarnaFlott klippingFríið með ömmuGlæsilegasta verkefniðSally RippinBinna er snjöll og sjálfstæð stelpa sem veit hvað hún vill. Hún og besti vinur hennar, hann Jónsi, eru uppátækja-samir krakkar. Núna eru loksins komnar þrjár nýjar bækur um Binnu B Bjarna.

    Góðar lestrarbækur fyrir 5 ára + með stóru letri og góðu línubili.46 bls.Rósakot

    D

    BíóráðgátanMartin WidmarkÞýð.: Íris BaldursdóttirMyndir: Helena WillisSplunkuný og spennandi Ráðgátubók! Þrír hundar hafa horfið sporlaust í Víkurbæ og spæjararnir Lalli og Maja velta fyrir sér hvaða samviskulausa illmenni steli gælu-dýrum annarra. Hinar sívinsælu Ráðgátubækur henta vel fyrir krakka sem þurfa að æfa lesturinn því letrið er stórt og setningarnar stuttar. 96 bls.Forlagið – Mál og menning

    D F

    Blíðfinnur – allar sögurnarÞorvaldur ÞorsteinssonMyndir: Linda ÓlafsdóttirÍ skóginum hjá Blíðfinni iðar allt af lífi, ævintýrin eru endalaus – sum skondin en önnur stórhættuleg. Í þess-ari ríkulega myndskreyttu bók eru allar sögurnar um Blíðfinn; óviðjafnanlegt sköpunarverk Þorvalds Þor-steinssonar sem löngu er orðið sígilt. 451 bls.Forlagið – Mál og menning

    D

    Bold-fjölskyldan kemur til hjálparJulian ClaryÞýð.: Magnús Jökull SigurjónssonMyndskr.: David RobertsBold-fjölskyldan býr í venjulegu húsi í ósköp venjulegu úthverfi – en hún er fjarri því að vera venjuleg. Spurst hefur að Bold-hjónin taki á móti dýrum sem eru í vanda og fljótlega fyllist húsið af óvæntum gestum. Þessu fylgir auðvitað meiriháttar fjör en líka margvíslegar hættur. – Önnur bókin í hinum bráðskemmtilega bóka-flokki um Bold-fjölskylduna.288 bls.Ugla

    Barnabækurskáldverk

    E I

    Fótboltasagan miklaAukaspyrna á AkureyriGunnar HelgasonMyndir: Rán FlygenringÖnnur sagan í Fótboltasögunni miklu – æsispennandi bókaflokki um Jón Jónsson og vini hans. Allar bæk-urnar hlutu frábærar viðtökur lesenda og gagnrýnenda og eftir þeirri fyrstu, Víti í Vestmannaeyjum, var gerð vinsæl kvikmynd og sjónvarpsþættir.298 bls.Forlagið – Mál og menning

    D I

    Á SaltkrákuAstrid LindgrenÞýð.: Silja AðalsteinsdóttirMyndir: Ilon WiklandSaltkráka er lítil eyja í sænska skerjagarðinum. Dag nokkurn í júní kemur þangað fjölskylda í fyrsta sinn – faðir og fjögur börn hans. Sumarið sem bíður þeirra reynist ólíkt öllu öðru sem þau hafa áður kynnst. Á Saltkráku sló í gegn þegar hún var lesin í útvarp seint á 8. áratug síðustu aldar og eftir sögunni hafa verið gerðar vinsælar kvikmyndir.351 bls.Forlagið – Mál og menning

    D F

    ÁlfarannsókninBenný Sif ÍsleifsdóttirMyndskr.: Elín Elísabet EinarsdóttirTæki brotna og vélar bila í sveitinni hans afa. Baldur trúir ekki á álfa en með beikoni, talstöðvum og tommu-stokk þokast rannsóknin áfram og óvænt vináttubönd myndast. Sagan er sjálfstætt framhald af Jólasveina-rannsókninni og upplögð fyrir alla sem hafa áhuga á dularfullum atburðum.172 bls.Bókabeitan

    E F C

    Fótboltasagan miklaBarist í BarcelonaGunnar HelgasonMyndir: Rán FlygenringLesari: Gunnar HelgasonVinirnir úr Þrótti – Jón, Ívar og Skúli – eru komnir í fótboltaakademíu FC Barcelona. Ekki spillir að Rósa er í Barcelona á sama tíma að keppa með U16-landsliðinu. Lífið gæti ekki verið betra – ja, ef ekki væri fyrir þennan dularfulla Katalóna og leyndarmálið sem Jón þarf að burðast með. Sjálfstætt framhald metsölubókaflokksins Fótboltasögunnar miklu.265 bls. / H 5:08 klst.Forlagið – Mál og menning

    Skáldverk

    9

  • A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I EndurútgáfaB Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 9

    D

    EyðieyjanUrr, öskur, fótur og fitHildur LoftsdóttirSysturnar Ásta og Kata hafa engan áhuga á því að halda upp á áttræðisafmæli afa síns á eyðieyju, enda hafa þær ekki hugmynd um hvaða klikkaða ævintýri bíður þeirra þar. Í Eyðieyjunni kynnumst við þessum skemmtilegu systrum og förum í æsispennandi ferðalag með þeim um ævintýraheima. 164 bls.Sögur útgáfa

    G

    Fall er fararheillHuginn Þór GrétarssonÖrn er óheppnasti maður í öllum heiminum. Hann hrapar til jarðar við eggjatínslu, týnist inni í skógi og litlu má muna að hann sé étinn af birni, drukknar næstum í ánni og svo framvegis. En skyldi hann læra af öllum þessum hrakförum? Þetta er saga í anda sígildra ævintýra. Bókin hentar vel til að æfa lestur.20 bls.Óðinsauga útgáfa

    D

    LjósaseríanFleiri KorkusögurÁsrún MagnúsdóttirMyndskr.: Sigríður MagnúsdóttirEins og venjulega ræður ímyndunaraflið og uppátektar-semin för hjá Korku. Að þessu sinni tekst hún á við stingumaura, vatnsstríð og brotinn vasa og eins og áður eru hundarnir Addi og Máni ekki langt undan. Nánar um Ljósaseríuklúbbinn á www.ljosaserian.is72 bls.Bókabeitan

    D

    Friðbergur forsetiÁrni Árnason Friðbergur forseti hefur náð völdum á Íslandi á vafa-sömum forsendum. Sóleyju og Ara er nóg boðið þegar vinum þeirra er vísað úr landi.

    Þannig hefst hetjuleg barátta þeirra við Friðberg for-seta.

    Fyndin, hugljúf og spennandi saga um kraftmikla krakka sem þora að berjast gegn ranglæti.254 bls.Bjartur

    D

    FurðusögurKristján HreinssonMyndskr.: Arnar Þór KristjánssonÞrælsniðugar sögur um vætti er tengjast ósiðum barna. Kristján Hreinsson semur vísur og skrifar stuttan, hnit-miðaðan texta fyrir börn um furðuverur á borð við táfýlunornina, tannálfinn, nískupúkann og fleiri furðu-verur, sem leiða börnin til umhugsunar um ýmislegt í hversdagslífinu.34 bls.Óðinsauga útgáfa

    D

    Bölvun múmíunnar Fyrri hlutiÁrmann JakobssonJúlía og mamma hennar lifa ósköp venjulegu lífi þótt þær búi reyndar í fornminjasafni. Dag einn fær safnið egypska múmíu til varðveislu og fyrr en varir hafa Júlía og bestu vinir hennar, María og Charlie, dregist inn í æsilega atburðarás þar sem nasistar, særingamenn og alþjóðleg glæpasamtök koma við sögu.152 bls.Angústúra

    D

    Dagbók Kidda klaufaAllt á hvolfiJeff KinneyÞýð.: Helgi JónssonPressan er alltaf að aukast á Kidda greyið. Mamma hans segir að hann sé of mikið í tölvuleikjum sem bræði í honum heilann og vill að hann snúi sér að einhverju betra. Nú er hrekkjavaka fram undan og Kiddi sér hættur í öllum hornum. Bækurnar um Kidda klaufa eru metsölubækur um allan heim. Þær fá alla til að lesa, líka þá sem nenna því ekki.224 bls.Sögur útgáfa

    D F C

    DraumaþjófurinnGunnar HelgasonMyndir: Linda ÓlafsdóttirLesari: Gunnar HelgasonÍ Hafnarlandi er allt eins og það á að vera og rotturnar þekkja sinn sess í lífinu. Efst í virðingarstiganum er Skögultönn Foringi sem öllu ræður. En daginn sem dóttir hennar, Eyrnastór Aðalbarn Gullfalleg Rottudís, gerir uppreisn tekur sagan óvænta stefnu. Drauma-þjófurinn er æsispennandi saga um spánnýjar persónur eftir metsöluhöfundinn Gunnar Helgason. Ríkulega myndskreytt.207 bls. / H 5:00 klst.Forlagið – Mál og menning

    E

    Eddi glæsibrók og skrímslið frá KrongÞýð.: Huginn Þór GrétarssonEddi er enginn venjulegur strákur. Hann er kóngur sem situr í hásæti, á sína eigin brynju og kastala með fullt af leynigöngum og ALLT.

    Þegar fréttir berast af RISASTÓRU OG HRÆÐI-LEGU skrímsli veit Eddi kóngur að hann verður að fara og berjast við það. Hann heldur í leiðangur með besta vini sínum, Möggu hirðf ífli, Jónu ráðherra og smáhest-inum Kola. 212 bls.Óðinsauga útgáfa

    D

    Egill spámaðurLani YamamotoEgill vill helst ekki tala. Hann kann best við að hafa hlutina í föstum skorðum og fylgist með sjávarföllunum með aðstoð almanaks. Dag einn verður nýja stelpan í bekknum á vegi hans og setur skipulag tilverunnar í uppnám. Samt virðist allt svo rétt, hvernig sem á því stendur. Ný bók eftir höfund Stínu stórusængur.64 bls.Angústúra

    10

    Barnabækur SK ÁLDVERK

  • A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I Endurútgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 9

    E

    Heyrðu, Jónsi!Dót til söluNýi kennarinnSkemmtilegasta afmæliðSally RippinJónsi er hlédrægur strákur sem þarf að takast á við alls konar áskoranir, stundum með hjálp besta vinar síns, hennar Binnu B. Núna eru loksins komnar þrjár nýjar bækur um Jónsa.

    Góðar lestrarbækur fyrir 5 ára + með stóru letri og góðu línubili.46 bls.Rósakot

    D

    Goðheimar 9HólmganganPeter MadsenÞýð.: Bjarni Frímann KarlssonÞað er ekki mjög gáfulegt að skora þrumuguðinn Þór á hólm. En jötnar eru nú ekki þekktir fyrir að vera beitt-ustu hnífarnir í skúffunni. Hólmgangan er níunda bókin í myndasöguflokki um norrænu goðin og kemur nú í fyrsta sinn út á íslensku, húmoristum á öllum aldri til gagns og gamans. 48 bls.Forlagið – Iðunn

    G

    HugarperlurÉg ræð við þetta!Ég hef trú á sjálfri mér!Ég er stoltur af mér!Það verður allt í lagi með mig!Ég ræð við öðruvísi daga!Laurie WrightMyndskr.: Ana SantosTónlist: Jón Valur GuðmundssonHugarperlu bækurnar eru góð verkfæri til þess að kenna börnum að tileinka sér jákvæðan hugsunarhátt.Bókunum eru ætlað að efla sjálfstraust barna og seiglu. Íslensk tónlist fylgir. Fyrir 4-10 ára.24/32 bls.Oran Books

    E

    HulduheimarGliturströndTöfrafjalliðRosie BanksÞýð.: Arndís ÞórarinsdóttirEva, Jasmín og Sólrún snúa aftur í tveimur æsispenn-andi ævintýrum þar sem þær hjálpa vinum sínum í Hulduheimum gegn hinni illu Nöðru drottningu. Í Töfrafjallinu þurfa þær að bjarga klakakrílum frá því að frjósa í hel og í Gliturströnd eru sjálfir töfrar Huldu-heima í hættu. Skemmtilegar og ríkulega myndskreyttar léttlestrarbækur sem eiga marga aðdáendur.118/124 bls.Forlagið – JPV útgáfa

    D

    HundmannDav PilkeyÞýð.: Bjarki KarlssonBækurnar um Hundmann eru frábærlega fyndnar og henta ungum lesendum sérlega vel. Fáar eða nokkrar söguhetjur hafa náð viðlíka vinsældum og Hundmann en bækurnar um hann hafa selst í yfir 32 milljónum eintaka. Dav Pilkey, sem mörgum er kunnugur fyrir bækurnar um Kaptein Ofurbrók, er hér með enn eitt snilldarverkið. Búið ykkur undir Hundmann-veislu! 280 bls.Bókafélagið

    E F I

    Gallsteinar afa GissaKristín Helga GunnarsdóttirMyndir: Freydís KristjánsdóttirTorfi og Gríma eiga virkilega leiðinlega fjölskyldu. Mamma þeirra er skipanaglaður harðstjóri, pabbinn er viðutan vinnusjúklingur og Úlfur er ömurlegt unglinga-skrímsli. Systkinin dreymir um betra heimilislíf, gælu-dýr og gotterí. Getur afi Gissi látið draumana rætast? Yfirnáttúruleg og sprenghlægileg fjölskyldusaga.159 bls.Forlagið – Mál og menning

    D

    Handbók fyrir ofurhetjur – Fjórði hluti: Vargarnir komaElias VahlundÞýð.: Ingunn SnædalMyndskr.: Agnes VahlundÞegar það gerist sem maður óttaðist mest, þarf maður ekki lengur að vera hræddur við neitt.

    Fjórða bókin um ofurhetjuna er nú komin. Tekst Lísu að bjarga borgarstjóranum? Hvað gera Vargarnir?

    Hröð, spennandi og skemmtileg saga um stúlku sem tekur málin í sínar eigin hendur. 104 bls.Drápa

    C

    Harry PotterHarry Potter og blendingsprinsinnHarry Potter og dauðadjásninHarry Potter og eldbikarinnHarry Potter og fönixreglanJ. K. RowlingLesari: Jóhann SigurðarsonFáum bókum hafa lesendur tekið jafnmiklu ástfóstri við og bókunum um Harry Potter.

    Leggðu af stað í spennandi ævintýri þegar þú hlustar á sögurnar um drenginn sem lifði í frábærum lestri Jóhanns Sigurðarsonar! Nú eru allar sjö hljóðbækurnar komnar út hjá Storytel.H 34:59 klst.Storytel

    D

    Harry Potter og viskusteinninnJ. K. RowlingÞýð.: Helga HaraldsdóttirÁ ellefu ára afmæli Harry Potter birtist risavaxinn maður með augu eins og litlar, svartar bjöllur á heimili þeirra: Rubeus Hagrid. Hann hefur þær fréttir að færa að Harry Potter sé galdramaður og hann hafi fengið inngöngu í Hogwart – skóla galdra og seiða. Og magnað ævintýri hefst!

    Ný útgáfa.291 bls.Bjartur

    D

    Harry Potter og viskusteinninnJ. K. RowlingÞýð.: Helga HaraldsdóttirGlæsileg myndskreytt útgáfa sem gefin er út í tilefni af því að árið 2019 eru 20 ár liðin frá því að fyrsta bókin um Harry Potter kom út á íslensku. 248 bls.Bjartur

    11

    Barnabækur SK ÁLDVERK

  • A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I EndurútgáfaB Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 9

    E

    Kalli breytist í kjúkling Sam CopelandÞýð.: Guðni KolbeinssonMyndir: Sarah HorneKalli McGuffin á sér lygilegt leyndarmál. Hann getur breyst í dýr! En vandamálið er að hann hefur enga stjórn á því hvenær þetta gerist. Það er til dæmis ekk-ert frábært að breytast allt í einu í kónguló beint fyrir framan köttinn sinn. En þá er gott að eiga úrræðagóða vini. Brjálæðislega fyndin bók fyrir 7–11 ára.259 bls.Forlagið – JPV útgáfa

    D F

    Kennarinn sem hvarfBergrún Íris SævarsdóttirBarnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur 2019. Hver er gátumeistarinn – og hver á eiginlega fiskinn? Geta bekkjarfélagarnir unnið saman og bjargað kennaranum sínum áður en það er um seinan? Bókin er æsispenn-andi, dularfull, skemmtileg, fyndin, hrollvekjandi og ríkulega myndskreytt af höfundi.140 bls.Bókabeitan

    D

    Kepler 62LandnemarnirVeiranTimo Parvela og Bjørn SortlandÞýð.: Erla E. VöludóttirMyndskr.: Pasi PitkanenFjórða og fimmta bókin í þessum æsispennandi og margverðlaunaða bókaflokki. 190 bls.Bókabeitan

    E

    Kettlingurinn sem enginn vildi eigaHolly WebbÞýð.: Ívar GissurarsonKöttur Maríu er dáinn og hún saknar hans mjög mikið. Hún hafði átt hann lengi og gat ekki hugsað sér annan kött. En þá eignast læða vinkonu hennar kettlinga sem allir eignast fljótlega ný heimili, nema sá litli hvíti. Enginn virðist vilja hann. Og spurningin er: Verður sá litli nýi kötturinn hennar Maríu eða bara kettlingurinn sem enginn vildi eiga?128 bls.Nýhöfn

    D

    KopareggiðSigrún EldjárnSumarliði og Sóldís eru flutt inn til flóttastelpunnar Karítasar. Þar er fullt af bókum sem þau gleypa í sig til að finna út hvernig lífið var í gamla daga þegar fólk átti síma, tölvur og reiðhjól. Inni á milli bókanna leynast líka hátæknileg skilaboð frá fortíðinni! Kopareggið er framhald verðlaunabókarinnar Silfurlykilsins, spenn-andi saga prýdd fjölda litmynda.234 bls.Forlagið – Mál og menning

    D

    LjósaseríanHundurinn með hattinnGuðni Líndal BenediktssonMyndskr.: Anna BaqueroEnginn er betri að leysa ráðgátur en Spori en þegar dularfullur þjófnaður dregur úr honum kjarkinn þá lendir það á kettlingnum Tása að stappa í hann stálinu. Saman lenda þeir í lævísum refum, skuggalegum smá-hundum og svakalegum heilabrotum.

    Nánar um Ljósaseríuklúbbinn á www.ljosaserian.is68 bls.Bókabeitan

    E

    Húgó heimilislausiHolly WebbÞýð.: Ivar GissurarsonÁsta hefur ekki möguleika á að eignast hund en elskar að fara í gönguferðir með heimilislausu hundana í Dýrahjálpinni – Sérstaklega, Húgó, litla fallega terríer-hvolpinn. Svo eignast Húgó loks nýtt heimili en Ásta saknar hans svo mikið að hún getur ekki samglaðst honum vegna þess. Og Húgó skilur ekkert hvað varð um Ástu sem hann elskaði svo mikið.128 bls.Nýhöfn

    G

    Hvar eru Poggar í þér?Fífa Konráðsdóttir, Hlynur Þór Pétursson, Máni Pétursson og Dalía PétursdóttirHver þekkir það að verða allt í einu ótrúlega pirraður eða flissa óstöðvandi og vita ekkert af hverju? Vissir þú af ogguponsulitlum verum í líkama þínum sem við köllum Pogga?

    Fróðleg og skemmtileg barnabók sem varð til sem fjölskylduverkefni þar sem krakkar á aldrinum 5-45 ára eru rithöfundar, myndskreytar og útgefendur.74 bls.Poggar

    D

    If I were a Viking!Rögnvaldur Guðmundsson og Ari Guðmundsson Þú heldur að þú vitir allt um víkingana, ha? Jæja, það gerði Aron líka, þar til hann kynnist Leifi Eiríkssyni, afturgengnum! Óknyttadrengurinn Aron, sem hefur haft gaman af því að kvelja kennarann sinn, lærir nú af Leifi hvernig raunverulegur víkingur á að haga sér – Bók með enskum texta, alveg tilvalin gjöf fyrir unga sem aldna erlenda vini.30 bls.Nýhöfn

    D

    Jólasyrpa 2019Walt DisneyJólasyrpan er löngu orðin ómissandi hluti af jólum margra. Fjörug lesning um íbúana í Andabæ, sem kemur öllum í hátíðarskap!256 bls.Edda útgáfa

    12

    Barnabækur SK ÁLDVERK

  • A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I Endurútgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 9

    E

    Úr sagnabanka afaMunaðarlausa stúlkanMyndskr.: Sunna EinarsdóttirEndurs.: Sigurgeir JónssonMunaðarlausa stúlkan er eitt af þessum, gömlu góðu íslensku ævintýrum þar sem góðsemi og velvild er umbunað. Fallegur boðskapur sem á alltaf erindi til okkar. Sigurgeir Jónsson endursagði söguna en hann hefur tekið saman allnokkrar bækur um félagslíf, mann-líf, hætti og siðvenjur í Vestmannaeyjum.

    Sunna Einarsdóttir sá um myndskreytingu en hún er ung Eyjastúlka sem hefur getið sér gott orð fyrir myndir sínar sem hún hefur sýnt á veitingastaðnum Einsa kalda.24 bls.Bókaútgáfan Hólar

    D

    MúmínálfarnirMinningar múmínpabba, Örlaganóttin og Vetrarundur í múmíndalTove JanssonÞýð.: Þórdís Gísladóttir og Steinunn BriemTove Jansson skrifaði níu sögubækur um múmínálfana ástsælu og þær koma nú allar út í réttri röð í veglegum stórbókum. Minningar múmínpabba birtist hér í fyrsta sinn á íslensku en þar segir frá æskuárum múmínpabba og frækilegum ævintýrum hans á sjó og landi. Örlaga-nóttin og Vetrarundur í múmíndal eru einnig í bókinni en þær hafa lengi verið ófáanlegar.414 bls.Forlagið – Mál og menning

    D

    Nína óskastjarna og ævintýrið á ÁlfhóliHelga ArnardóttirMyndskr.: Ylfa Rún JörundsdóttirNína hefur alltaf verið kölluð óskastjarna því hún trúir á mátt óskarinnar. Hún er dugleg að heimsækja ömmu Grímeyju í sveitina og hjálpa henni með bústörfin. Bærinn hennar heitir Álfhóll af því að þar eiga víst álfar heima í stórum steini í garðinum. Eða svo segir amma allavega. Einn daginn breytist allt þegar ömmu er til-kynnt að það eigi að byggja stórt lúxushótel á lóðinni hennar. Amma er miður sín en Nína ákveður að taka málin í sínar hendur. En til þess þarf hún hjálp frá álf-unum. 80 bls.Salka / Útgáfuhúsið Verðandi

    D F

    NornasagaHrekkjavakanKristín Ragna GunnarsdóttirKatla opnar óvart galdragátt á hrekkjavökunni og inn um hana smýgur Gullveig, ævaforn norn í hefndarhug. Til að bjarga heiminum, og lífi besta vinar síns, þarf Katla að hafa hraðar hendur því tíminn er naumur! Lit-ríkar myndir höfundar prýða þessa æsispennandi sögu.204 bls.Bókabeitan

    D

    Nýr heimurÆvintýri Esju í borginni.Sverrir BjörnssonEsja er ung stúlka sem býr með fjallafólkinu uppi á Bláfjalli, í felum fyrir nútímanum. Það er stranglega bannað að fara niður í borgina og refsingin við því er útlegð. Esja er hjartgóð og hugrökk en dálítið öðruvísi en hin fjallabörnin. Eftir óvænta atburði lendir Esja niðri í borginni þar sem hún þarf að takast á við nýtt líf, fordóma og einelti en kynnist líka vináttu og trausti. Hún hittir borgarstrákinn Mána og saman reyna þau að leysa vanda Esju og takast á við mikla umhverfisvá sem ógnar öllu lífi á Bláfjalli.64 bls.Gjörð ehf.

    D

    Langelstur að eilífuBergrún Íris SævarsdóttirEyju finnst eins og líf sitt sé að breytast allt of hratt: heilsu Rögnvaldar besta vinar hennar hrakar og mamma og pabbi eru með óvæntar fréttir. En eftir að Eyja fær frábæra hugmynd halda vinirnir í skemmtileg, hættuleg og spennandi ævintýri! Bókin er ríkulega myndskreytt af höfundi. 111 bls.Bókabeitan

    D F

    Ferðin á heimsendaLeitin að vorinuSigrún ElíasdóttirMyndir: Sigmundur BreiðfjörðEitt árið bólar ekkert á vorinu í Norðurheimi. Klaufa-bárðurinn Húgó og hörkutólið Alex leggja í langferð til að grafast fyrir um hvernig stendur á þessu og þurfa að takast á við ísdreka, sæpúka, afturgengna risaúlfa – og verulega geðvonda einhyrninga. Þetta er æsispennandi og bráðfyndin ný fantasía ætluð 8–12 ára lesendum. 144 bls.Forlagið – JPV útgáfa

    D

    Lestarráðgátan Martin WidmarkÞýð.: Íris BaldursdóttirMyndir: Helena WillisHeill sekkur af peningaseðlum fær lögreglufylgd með lestinni milli Víkurbæjar og Akrafjarðar. En lögreglu-stjórinn vaknar af værum blundi þegar einhver togar í neyðarhemilinn og í ljós kemur að peningarnir eru horfnir! Til allrar hamingju eru spæjararnir Lalli og Maja ekki langt undan.96 bls.Forlagið – Mál og menning

    D

    Leyndarmál LinduSögur af EKKI-SVO góðri ástarsorgRachel Renée RussellÞýð.: Helgi JónssonBókaflokkurinn um Lindu hefur sannarlega slegið í gegn og í þessari sjöttu bók finnur Linda fyrir mikilli ástargleði. Hún er endalaust með fiðrildi í maganum og ástæðan er sú að Brynjar sendi henni skilaboð og bauð henni á hamborgarastað. Nú er stóra skólaballið fram undan og hvernig veit hún hvort Brynjar sæti vill fara með henni á ballið?348 bls.Sögur útgáfa

    E I

    Mamma klikkGunnar HelgasonMamma klikk er fyrsta sagan í bókaflokknum um Stellu og fjölskyldu hennar eftir metsöluhöfundinn Gunnar Helgason, og allar slógu þær í gegn: mamman, Pabbi prófessor, Amma best og Siggi sítróna. Nú kemur bókin loksins út í kilju „Barnabók ársins.“ (Árni Matthíasson / Morgunblaðið).192 bls.Forlagið – Mál og menning

    13

    Barnabækur SK ÁLDVERK

  • A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I EndurútgáfaB Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 9

    D

    Prinsessan og froskurinnHuginn Þór GrétarssonÍslensk útgáfa af sígilda ævintýrinu Froskaprinsinn. Flest öll höfum við heyrt einhverja útgáfu af sögunni um froskinn sem breyttist í prins þegar hann var kysstur af prinsessu.

    Hér er þó á ferðinni nokkuð frábrugðin útgáfa en höfundur byggir verkið á því hvernig hann man söguna, líklega frá því að hann heyrði hana sem krakki.58 bls.Óðinsauga útgáfa

    D

    Randalín, Mundi og leyndarmáliðÞórdís GísladóttirMyndskr.: Þórarinn M. BaldurssonHér segir frá spennandi og lærdómsríkum ævintýrum Randalínar og Munda. Þau eignast nýja vini, komast að leyndarmáli nágranna síns, stofna hljómsveit og átta sig á að hlutirnir eru ekki alltaf eins og fólk heldur í fyrstu.

    Þetta er bók fyrir alla sem kunna að meta fyndnar og skemmtilegar sögur.112 bls.Benedikt bókaútgáfa

    D

    Randver kjaftar fráBesti vinur Kidda klaufa skrifar eigin dagbókJeff KinneyÞýð.: Helgi JónssonNýr bókaflokkur um hinn geysivinsæla Kidda klaufa þar sem besti vinur hans, Randver sjálfur, segir frá ýmsum ævintýrum þeirra félaga. Kiddi er hins vegar ekki glaður því auðvitað kjaftar Randver frá öllu sem ekki má segja frá. Bækurnar um Kidda klaufa eru metsölubækur um allan heim. Þær fá alla til að lesa, líka þá sem nenna því ekki. 224 bls.Sögur útgáfa

    D F

    Rannsóknin á leyndardómum EyðihússinsSnæbjörn ArngrímssonÞótt forríki ógæfumaðurinn Hrólfur sé löngu dáinn segja sumir að enn sé búið í Eyðihúsinu. Vinirnir Milla og Guðjón G. Georgsson hefja rannsókn – og hún verður ekki hættulaus. Frumleg, grípandi og skemmti-lega skrifuð saga um heillandi og svolítið hræðilega ráðgátu, hugrökk og huglaus börn. Hún hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin 2019.246 bls.Forlagið – Vaka-Helgafell

    E

    Risastóri krókódíllinnRoald DahlÞýð.: Sólveig HreiðarsdóttirMyndskr.: Quentin BlakeRisastóri krókódíllinn er svangur og fer því á stúfana að leita sér að góðu barni í hádegisverð. Hann segir öllum dýrunum í skóginum hvað hann hyggst gera en þau eru þau ekki sátt við ætlunarverk hans. Bókin er snilldar-verk frá Roald Dahl, myndskreytt í litum, fyrir 4 til 7 ára.62 bls.Kver bókaútgáfa

    D F

    NærbuxnanjósnararnirArndís ÞórarinsdóttirMyndir: Sigmundur Breiðfjörð ÞorgeirssonÍ gömlu nærbuxnaverksmiðjunni er eitthvað dularfullt á seyði. Gutti og Ólína verða að brjótast þangað inn og sjá þá að ýmislegt er horfið, til dæmis innrammaða blúndubrókin sem kóngurinn átti. Vinirnir þurfa greini-lega að grípa til sinna ráða! Nærbuxnanjósnararnir er sprenghlægileg saga og sjálfstætt framhald Nærbuxna-verksmiðjunnar sem hlaut frábærar viðtökur í fyrra.112 bls.Forlagið – Mál og menning

    D

    Orri óstöðvandi: Hefnd glæponannaBjarni FritzsonÞað hefur ótrúlega margt gerst hjá okkur Möggu síðan síðast. Við framkvæmdum geggjaðan hrekk á Sigga bróður, skelltum okkur í ógleymanlega veiðiferð með Palla frænda og lentum í dómarasvindli á N1-mótinu. Ég komst líka í kynni við pólska laxerolíu og skellti mér í afmæli sem King Kong. Magga lenti í tómum vand-ræðum með bókina sína og svo komu glæponarnir á versta tíma til að hefna sín á okkur.

    Ég vil ekki segja of mikið en ef þér fannst fyrri bókin skemmtileg, þá á þér eftir að finnast þessi STURLUÐ.266 bls.Út fyrir kassann

    E

    Óliver MániÁ fleygiferðÍ tröllahöndumSue MongredienSpennandi og skemmtilegar kiljur um Óliver Mána galdrastrák. Hann er einn af duglegustu nemendunum í Galdraskólanum og í bókunum lendir hann í ýmsum ævintýrum með nýjum og gömlum vinum.

    Góðar lestrarbækur fyrir 7 ára + með stóru letri og góðu línubili.96 bls.Rósakot

    D

    Ótrúleg ævintýri Brjálínu Hansen 2Beðið eftir kraftaverkiFinn-Ole Heinrich og Rán FlygenringÞýð.: Jón St. KristjánssonPálína Klara Lind Hansen, stundum kölluð Brjálína, þarf að sætta sig við nýtt líf nú þegar mamma hennar er komin í hjólastól og pabbi hennar, Maðurinn, er byrjaður að hitta aðra konu. Það reynist henni ekki auð-velt en það er aldrei lognmolla í kringum Pálínu. Önnur bókin af þremur í bókaflokknum Ótrúleg ævintýri Brjálínu Hansen.200 bls.Angústúra

    E F C

    Bernskubrek Ævars vísindamannsÓvænt endalokÆvar Þór BenediktssonMyndir: Rán FlygenringLesari: Ævar Þór BenediktssonFimmta og síðasta bókin um bernskubrek Ævars vísindamanns. Stórhættulegi Einherjinn úr Ofurhetju-víddinni er kominn yfir í okkar heim og leitar uppi gamla kunningja Ævars: geimverufjölskyldu í felum, gervigreind í dvala og innilokaðar risaeðlur. Áður en Ævar veit hvaðan á hann stendur veðrið er hann lentur í hættulegasta ævintýri lífs síns!250 bls. / H 3:57 klst.Forlagið – Mál og menning

    14

    Barnabækur SK ÁLDVERK

  • A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I Endurútgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 9

    D

    Sagan um EkkertAðalsteinn StefánssonMyndir: Heiðdís BuzgòBók í nýjum léttlestrarflokki Óðinsauga fyrir börn á aldrinum 6-11 ára og kallast Lestrarklúbburinn. Þetta er semsagt saga um hann Ekkert. Hann er líka stundum kallaður Ekki. Það var samt alveg óvart að hann fékk þetta nafn, en það kom ekki í veg fyrir að hann eignað-ist góða vini og lenti í allskonar ævintýrum og uppá-komum. Það er nefnilega svo margt skemmtilegt hægt að gera þegar maður býr í þorpi úti á landi.94 bls.Óðinsauga útgáfa

    D

    Seiðmenn hins fornaTöfrað tvisvarCressida CowellÞýð.: Jón St. KristjánssonÓsk býr yfir mögnuðum galdri sem virkar á járn, Xar er með hættulegan nornablett í lófa sínum. Saman geta þau bjargað Villiskógunum frá nornunum en tíminn er að renna út …

    Önnur bókin í bókaflokknum Seiðmenn hins forna eftir metsöluhöfundinn Cressidu Cowell sem sló í gegn með sögunum Að temja drekann sinn.400 bls.Angústúra

    D

    Sigurfljóð í grænum hvelli Sigrún EldjárnDag einn birtist græn flugeðla í garðinum hjá Sigurfljóð og saman ráðast þær í mikilvægt verkefni – að bjarga jörðinni sem allt of margir hafa farið illa með.

    Sigurfljóð í grænum hvelli er þriðja bókin um ofur-stelpuna sem hjálpar öllum eftir verðlaunahöfundinn Sigrúnu Eldjárn.32 bls.Forlagið – Mál og menning

    D

    Sipp, Sippsippanipp og SippsippanippsippsúrumsippBlær GuðmundsdóttirSipp og systur hennar eru ungar prinsessur á frama-braut og hafa engan tíma fyrir prinsa. (Og þú sem hélst að prinsessur gerðu ekkert annað en láta bjarga sér og lifa hamingjusamar til æviloka.) Hér færðu ævintýrið í splunkunýjum búningi, ríkulega myndskreytt og upp-fullt af húmor!48 bls.Bókabeitan

    D

    Sígildar myndasögurDrakúlaHrói HötturRussel PunterMyndskr.: Valentino Forlini og Matteo PincelliInnbundnar bækur í nýjum flokki sem nefnist Sígildar myndasögur. Sú fyrsta í röðinni er Drakúla byggð á sögu Bram Stoker, önnur í röðinni er Ævintýrið um Hróa hött.

    Bækurnar eru kærkomin viðbót fyrir unga lesendur sem hafa ekki öðlast úthald til að lesa frumtextann.103 bls.Rósakot

    E

    RisasyrpurÍþróttakapparSögur úr AndabæÚtsmognir andstæðingarWalt DisneyNý ævintýri bíða vinanna í Andabæ í þessum skemmti-legu Risasyrpum.512 bls.Edda útgáfa

    D F

    RosalingarnirKristjana FriðbjörnsdóttirMyndir: Halldór BaldurssonStórskemmtileg saga um þrjá krakka sem af ólíkum ástæðum eru sendir niður í hjálparhellinn í skólanum sínum. Þar hitta þau nýjan kennara, herra Halla, sem er ólíkur öllum kennurum sem þau hafa kynnst áður. Skömmu síðar hverfur herra Halli eins og hann hafi hreinlega gufað upp! Þá þurfa rosalingarnir – eins og herra Halli kallar krakkana – að grípa til sinna ráða.105 bls.Forlagið – JPV útgáfa

    D

    Róta rótlausaÓlöf Vala IngvarsdóttirÞegar frú Rótalín moldvarpa eignast nágranna sem smjatta á gulrótum í tíma og ótíma kemur það róti á líf hennar. Þessi rótlausa frú finnur ekki hamingjuna fyrr en hún hefur flutt úr einni holunni í aðra og loks heim aftur. Á veraldarflakkinu eignast hún góða vini og lærir að láta smámuni ekki trufla sig. Höfundur mynd-skreytti.24 bls.Bókaútgáfan Sæmundur

    D

    Rummungur 3Otfried PreußlerÞýð.: Aðalsteinn Ásberg SigurðssonRummungur ræningi er enn á ferðinni! Kasper, Jobbi, amma og Fimbulfúsi lögregluvarðstjóri eru í uppnámi, þótt þrjóturinn vilji allra helst hætta störfum. En á ein-hverju verða nú ræningjar samt að lifa.

    Þriðja og síðasta bókin um Rummung ræningja sem hefur verið eftirlæti ótal lesenda í áratugi. 120 bls.Dimma

    D

    Sagan af því hvers vegna jólasveinarnir hættu að vera vondirKristín HeimisdóttirJólin nálgast í litla, íslenska þorpinu. Fólkið hlakkar auðvitað til að upplifa gleðina og gjafirnar, en kvíðir komu hinna alræmdu jólasveina sem mæta ruplandi og rænandi niður í byggð, 13 dögum fyrir jól. Þannig voru jú jólasveinarnir í gamla daga, auk þess að vera grút-skítugir og sóðalegir.

    En hvað varð þess valdandi að jólasveinarnir ákváðu að hætta að vera vondir?43 bls.Óðinsauga útgáfa

    15

    Barnabækur SK ÁLDVERK

  • A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I EndurútgáfaB Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 9

    D

    Stelpan sem sigldi kafbát niður í kjallaraGuðni Líndal Benediktsson og Ryo TakamuraNáttfatapartý geta endað með ósköpum en þetta … Raf-magnið fer af og ófreskja brýst inn í húsið. Þrúður og vinir hennar þurfa að finna hundinn Jóa, kveikja ljósin og bjarga kvöldinu. Það er samt hægara sagt en gert!40 bls.Töfraland – Bókabeitan

    D

    Stjáni og stríðnispúkarnir2 – Púkar leika lausum hala3 – Púkar koma til bjargar4 – Púkar á ferð og flugiZanna DavidsonFallegar bækur með stuttum texta á hverri síðu. Sögu-hetjurnar eru Stjáni og litlir skrítnir púkar sem búa í herberginu hans. Fjórar bækur eru komnar út.

    Bækurnar um Stjána eru spennandi valkostur fyrir krakka sem eru að ná góðum tökum á lestri.80 bls.Rósakot

    D

    LjósaseríanStúfur hættir að vera jólasveinnEva Rún ÞorgeirsdóttirMyndskr.: Blær GuðmundsdóttirStúfur er pirraður á stressinu í bræðrum sínum og strýkur að heiman ásamt hinum sísvanga og úrilla Jóla-ketti. Í borginni kynnast þeir hinni hjálpsömu Lóu og saman lenda þau í spennandi og sprenghlægilegum ævintýrum.

    Nánar um Ljósaseríuklúbbinn á www.ljosaserian.is72 bls.Bókabeitan

    E

    Svarta kisaSvarta kisa gegn Móra frændaSvarta kisa og einvígið við smábarniðNick BruelÞýð.: Bjarki KarlssonBækurnar um Svörtu kisu hafa slegið í gegn. Frábær-lega fyndnar léttlestrarbækur með svörtum húmor sem henta vel 7-10 ára lesendum. Kattavinir elska þessar bráðskemmtilegu bækur enda eru uppátæki Svörtu kisu hreint stórkostleg. Nú eru fjórar bækur komnar út um Svörtu kisu. Safnaðu þeim öllum! Bókafélagið

    E

    Tvistur og BastaRoald DahlÞýð.: Sólveig HreiðarsdóttirMyndskr.: Quentin BlakeTvistur og Basta eru kostulegt og uppátækjasamt par sem geymir apa í búri úti garði. Hér er ein fyndnasta bók frá Roald Dahl og sannkölluð skemmtun frá fyrstu síðu. Aldur 7 til 13 ára.87 bls.Kver bókaútgáfa

    E

    Skúli skelfir fer á flugFrancesca SimonÞýð.: Guðni KolbeinssonMyndir: Tony RossSkúli skelfir er ótrúlega iðinn við að koma sér í vand-ræði. Hér eru fjórar glænýjar og sprenghlægilegar sögur af skelfilegum uppátækjum hans. Skúli fer í langþráða flugferð sem verður töluvert öðruvísi en til stóð, hann slær óvænt í gegn í ritgerðasamkeppni, skólaleikritið fær að njóta krafta hans (æ, æ!) og loks smyglar hann sér í hrikalegan rússíbana. 140 bls.Forlagið – JPV útgáfa

    D

    Slæmur pabbiDavid WalliamsÞýð.: Guðni KolbeinssonPabbar eru af öllum stærðum og gerðum. Sumir eru feitir, aðrir mjóir, langir og stuttir. Sumir f íflast, og aðrir eru alvörugefnir, sumir eru háværir, aðrir eru hljóðlátir. En auvitað eru til góðir pabbar. Og slæmir pabbar …

    Enn eitt snilldarverkið eftir meistara David Wallli-ams, eins vinsælasta barnabókahöfundar heims. Sérlega ljúf, fyndin og spennandi bók!396 bls.Bókafélagið

    D

    SnjósystirinMaja LundeÞýð.: Silja AðalsteinsdóttirMyndir: Lisa AisatoÞetta er óvenjulegur desember. Fjölskylda Júlíans er þjökuð af sorg og hann heldur jafnvel að það komi engin jól. En þá kynnist hann hinni lífsglöðu Heiðveigu sem hlær smitandi hlátri og finnur upp á alls konar fjöri. En hefur Heiðveig eitthvað að fela? Hugljúf jóla-saga í 24 köflum, ævintýraleg og heillandi bók fyrir alla fjölskylduna.194 bls.Forlagið – Mál og menning

    D

    Sombína: Drepfyndin sagaBarbara CantiniÞýð.: Heiða Björk ÞórbergsdóttirSombína býr á Hrunavöllum með Hálfdánu frænku og hundinum Harmi. Hana langar svo að eignast vini en er stranglega bannað að láta aðra sjá sig – enda er hún ekki venjuleg stelpa! Á Hrekkjavökunni gefst henni tækifæri en hvað segja hin börnin þegar þau fatta að búningurinn hennar er ekki búningur?48 bls.Bókabeitan

    D

    Sólskin með vanillubragðiGuðríður BaldvinsdóttirMyndskr.: Hulda ÓlafsdóttirSaga um nútíma sveitakrakka. Tindra Sól er tæplega ellefu ára og býr hjá ömmu sinni í sveitinni. Besti vinur hennar er uppátækjasöm og svolítið hrekkjótt forystu-gimbur. Hér er fjallað um einstaka vináttu milli krakka og dýra sem fléttast saman við raunsæjar lýsingar á lífinu í sveitinni.

    Höfundur er skógfræðingur og sauðfjárbóndi í Kelduhverfi.128 bls.Bókaútgáfan Sæmundur

    16

    Barnabækur SK ÁLDVERK

  • A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I Endurútgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 9

    E

    VillinornEldraunBlóð ViridíönuHefnd KímeruLene KaaberbølÞýð.: Jón St. KristjánssonLíf Kisa hangir á bláþræði og ef Klara ætlar að bjarga honum þarf hún að fylgja slóð sem liggur til erkióvinar hennar, Kímeru.

    Hefnd Kímeru er þriðja bókin í bókaflokknum Villinorn um Klöru og baráttu hennar við öfl í villtri náttúrunni. 176 bls.Angústúra

    E

    Vondir gaurarAaron BlabeyÞýð.: Huginn Þór GrétarssonÚlfur, hákarl, snákur og pírana. Þetta eru vondir gaurar. Það vita allir.

    Þeir eru hræðilegir, hættulegir … bara hreint út sagt vondir. En þessir gaurar vilja vera HETJUR.

    Þetta er fyndnasta og svalasta bók sem þú munt nokkru sinni lesa. Tími til kominn fyrir krakka að kynnast VONDU GAURUNUM.140 bls.Óðinsauga útgáfa

    D F

    Ys og þys útaf … ÖLLU!Hjalti HalldórssonVinirnir Guðrún, Kjartan og Bolli eru á leið í skólaferða-lag að Laugum en áður en þau eru svo mikið sem mætt á staðinn fara ALLAR áætlanir út um þúfur.

    Bráðfjörug saga um vináttu, svik, hrekki, hefnd … og svolítið um ástina. Þriðja bók höfundar en fyrri tvær hafa notið mikilla vinsælda.125 bls.Bókabeitan

    G

    Þegar afi hætti við að deyjaÁsgeir HvítaskáldMyndskr.: Nína IvanovaSagan af Tóta litla er skrifuð til að vekja fólk til umhugs-unar um líf okkar á jörðinni sem er ekki lengur sjálf-gefið. Hún er fyrir alla, unga sem gamla!

    Ásgeir Hvítaskáld er rithöfundur, kvikmyndaleik-stjóri og leikskáld. Hann hefur gefið út ljóðabækur, smásögur og þrjár skáldsögur. Ásgeir bjó í tuttugu ár erlendis en fékk heimþrá. Saknaði móðurmálsins. 52 bls.Vestfirska forlagið

    G

    Töfra-TapparnirValdís Ingibjörg JónsdóttirÞessi bráðskemmtilega léttlestrarbók er um tvo litla töfratappa sem velta því fyrir sér hvaðan röddin kemur og hvernig hægt er að breyta henni á ýmsan hátt. Þeir klifra því upp í munninn á fólki, en hann er auð-vitað stórhættulegur fyrir litla tappa og því lenda þeir í miklum svaðilförum, en læra jafnframt mörg ný orð yfir talfærin og einnig hvernig þau virka. Tilgangur bókarinnar er að fræða börn um raddheilsu og hvernig megi forðast að valda skaða á henni.104 bls.Bókaútgáfan Hólar

    D

    Valur eignast systkiniHelga SigfúsdóttirMyndskr.: Jóhanna ÞorleifsdóttirValur er fimm ára strákur sem eignast lítinn bróður og tekur eftir því að hann er með dálítið öðruvísi vör. En afhverju er vörin svona? Helga Sigfúsdóttir er móðir fimm ára drengs með skarð í vör og góm. Þessi bók er skrifuð fyrir alla forvitna krakka og svarar spurningum sem vakna um skarð í vör.24 bls.Bókaútgáfan Sæmundur

    D

    Verstu börn í heimi 3David WalliamsÞýð.: Guðni KolbeinssonGrettur Geirbjargar, æðisköst Arnkötlu, Valentínus hégómlegi og skelfilegu þríburarnir eru á meða þeirra þeirra hryllilegu barna sem segir frá í þessari bók. Enn eitt meistaraverkið úr smiðju David Walliams. Hverju taka þessi hryllilegu börn upp á næst? Það er lesandans að finna út úr því. Þessi börn eru þau verstu hingað til, er er þá mikið sagt!284 bls.Bókafélagið

    C

    VetrargestirTómas ZoëgaLesari: Salka Sól EyfeldVeturinn nálgast og það er eitthvað skrítið á seiði í dalnum. Mamma segir að allt sé eins og það eigi að vera en Anna veit betur. Þess vegna ákveður hún að taka málin í sínar eigin hendur og laumast út eitt kvöldið eftir að foreldrar hennar eru sofnaðir. Jafnvel þó að hún viti að alls kyns óvættir geta leynst í myrkrinu hún þurfi að takast á við þær alein. Þegar út er komið rekst Anna á svolítið óvænt og hún kemst að því að hún er ekki sú eina sem laumast um dalinn á nóttinni. Skuggar læðast á milli trjánna og vetrargestirnir eru á leiðinni.H 7:09 klst.Storytel

    D

    VigdísBókin um fyrsta konuforsetannRán FlygenringUpprennandi rithöfundur bankar upp á hjá frú Vigdísi Finnbogadóttur og býður sér í kaffi því hún ætlar að skrifa bók um fyrstu konuna í heiminum sem kosin var forseti. Í heimsókninni verður stúlkan margs vísari um frumkvöðulinn Vigdísi og forsetahlutverkið. Rán Flygenring kynnir Vigdísi Finnbogadóttur fyrir nýjum kynslóðum í máli og myndum. 40 bls.Angústúra

    17

    Barnabækur SK ÁLDVERK

  • A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I EndurútgáfaB Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 9

    BarnabækurFræði og bækur alMenns eFnis

    G

    Áfram konur!150 ára barátta fyrir frelsi, jafnrétti og systralagiMarta Breen og Jenny JordahlÞýð.: Silja AðalsteinsdóttirSaga kvennabaráttu um allan heim er rakin í máli og myndum og sagt frá frumkvöðlum og fyrirmyndum sem lögðu allt í sölurnar til að berjast fyrir réttindum kvenna, kvenfrelsi og systralagi.121 bls.Forlagið – Mál og menning

    D

    Bók um býWojciech GrajkowskiÞýð.: Sigurður Þór Salvarsson og Tómas HermannssonMyndskr.: Piotr SochaÞessi fallega bók um býflugur er margverðlaunuð um allan heim. Hunangið drýpur af síðum hennar. Höf-undurinn, sem er einhver fremsti myndskreytir Evrópu nú um mundir, ólst upp í pólskri sveit þar sem faðir hans var býflugnabóndi. Hann fræðir okkur um fjöl-breytt hlutverk býflugnanna, sögu þeirra og hvað gerir þær að mikilvægustu lífverum jarðar.80 bls.Sögur útgáfa

    D

    Bók um tréWojciech GrajkowskiÞýð.: Illugi JökulssonMyndskr.: Piotr SochaÞessi undurfagra bók hefur farið sigurför um heiminn á örskömmum tíma. Hér eru tré heimsins skoðuð út frá ótal skemmtilegum sjónarhornum. Saga trjánna er rakin frá örófi fram á þennan dag. Skoðað er hlutverk þeirra í sögunni, menningu, listum og náttúrunni sjálfri. „Maður fyllist lotningu við að lesa þessa bók!“ Sunna Dís Másdóttir í Kiljunni. 72 bls.Sögur útgáfa

    G

    FimmaurabrandararFimmaurabrandarafjelagið Orðaleikjabók í heimsklassa – samsafn af frábærum bröndurum sem safnast hafa inn á síðu hins vinsæla Fimmaurabrandarafjelags og fær alla til að hlæja. Eru streptókokkar ekki bestir í að búa til spítalamat? Ef fjórir af hverjum fimm þjást af niðurgangi hlýtur sá fimmti að njóta hans. Þetta og maaaaaargt fleira bráð-skemmtilegt!80 bls.Bókaútgáfan Hólar

    D F

    Þinn eigin tölvuleikurÆvar Þór BenediktssonÍ þessari æsispennandi bók sogast lesandinn inn í stór-hættulegan tölvuleik og þarf að leysa ótal þrautir til að komast aftur heim. Til dæmis að vinna landsleik í fótbolta, temja dreka og sleppa frá mannætublómum … Sjötta bókin í geysivinsælum og margverðlaunuðum bókaflokki Ævars Þórs, þar sem lesandinn sjálfur ræður ferðinni. Ævintýralega góð skemmtun!592 bls.Forlagið – Mál og menning

    G

    Þín eigin sagaDraugagangurPiparkökuhúsiðÆvar Þór BenediktssonMyndir: Evana KisaÞessar litríku bækur fjalla um draugalegt hús og skraut-lega íbúa þess, glaðlegan piparkökukarl, grimma norn – og ÞIG. Því þú ræður hvað gerist! Bækur Ævars þar sem lesandinn ræður ferðinni hafa notið mikilla vinsælda. Hér spinnur hann þræði úr Þinni eigin hrollvekju og Þínu eigin ævintýri í stuttum köflum og aðgengilegum texta sem hentar byrjendum í lestri.80/56 blsForlagið – Mál og menning

    D

    Þrjár bækur eftir Tomi UngererMániRæningjarnir þrírTröllið hennar SigríðarTomi UngererÞýð.: Sverrir NorlandÞrjár ógleymanlegar sögur fyrir börn á aldrinum 3-103 ára með glæsilegum myndskreytingum höfundarins. Tomi Ungerer var einn dáðasti barnabókahöfundur 20. aldar og er nú loksins fáanlegur á íslensku. Bækurn-ar eru ýmist seldar stakar eða þrjár saman í fallegu bókaknippi.40/40/36 bls.AM forlag

    D

    Ævintýri LottuKanínur úti um alltAlice PantermullerÞýð.: Herdís M HúbnerBækurnar um Lottu eru í hópi allra vinsælustu barna-bóka Þýskalands. Þær hafa nú þegar verið þýddar á 33 tungumál og selst í milljónum eintaka. Lesendur kunna vel að meta húmorinn og ævintýrin í kringum Lottu en bækurnar henta 8-11 ára lesendum mjög vel.184 bls.Bókafélagið

    D

    Ævintýri Munda lundaÁsrún MagnúsdóttirMyndskr.: Iðunn Arna Hvað gerist þegar mamma og pabbi, sem eiga tvo káta hunda og einn lúmskan kött, taka blindan lunda í fóstur? Jú, það verða uppi loppur og sundfit!

    Bráðskemmtileg saga eftir höfund bókanna um ærslabelginn Korku – og hér eru það dýrin sem segja frá. Ríkulega myndskreytt og einnig fáanleg á ensku.104 bls.Bókabeitan

    Fræði og bækur almenns efnis

    18

    Barnabækur SK ÁLDVERK

  • A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I Endurútgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 9

    D

    KrakkajógaLorena PajalungaJóga veitir börnum bæði líkamlega og andlega vellíðan. Það bætir jafnvægi, styrk og þol og er einnig talið efla einbeitingu, sjálfstraust og námsárangur.

    Krakkajóga kennir börnum á öllum aldri tuttugu mismunandi jógastöður skref fyrir skref og gerir þann forna lærdóm sem finna má í jógafræðunum skemmti-legan og auðveldan.

    Allir geta prófað sig áfram með bókinni og munum að æfingin skapar meistarann.48 bls.Salka / Útgáfuhúsið Verðandi

    B

    Könnum hafið Timothy KnapmanÞýð.: Eyrún Edda HjörleifsdóttirMyndir: Wesley RobinsHvernig fælir kúlufiskurinn óvini sína burt? Og hvaðan dregur blóðsugusmokkfiskurinn nafn sitt? Stórskemmtileg fræðibók fyrir krakka sem eru áhugasamir um undirdjúpin. Í bókinni er kafað niður á hafsbotn og á leiðinni leysa lesendur þrautir og kynnast fjölskrúðugu dýraríki hafsins. 24 bls.Forlagið – Vaka-Helgafell

    D

    Mannslíkaminn og Heimur dýrannaHeimur dýrannaMannslíkaminnÞýð.: Þorgrímur Kári Snævarr, Dagný Baldvinsdóttir og Kristian GuttesenSkemmtilegur fróðleikur um mannslíkamann og dýrin. Krakkar geta notað smáforrit til að horfa á myndbönd í síma eða með spjaldtölvu til að dýpka skilning sinn á efninu.64 bls.Óðinsauga útgáfa

    E

    Brandarar og gátur 4Huginn Þór GrétarssonHahahaha. Fyndnasta bók ársins! Troðfull bók af frá-bærum bröndurum og gátum. Þessar brandarabækur hafa ratað beint inn á metsölulista þrjú ár í röð og nú er fjórða bókin komin. Börnin bíða eftir bókinni! Ekki láta þau bíða – láttu þau hlæja!88 bls.Óðinsauga útgáfa

    G

    Föndurbiblía barnannaMyndir: Gill GuileFöndurbiblía barnanna er ekki dæmigerð barnabiblía. Sögur Gamla- og Nýja testamentisins vakna til lífs í höndum barnsins sem litar fallegar myndir og leysir skemmtilegar þrautir í þessari einstöku bók. Skemmti-legt myndefni og auðskilinn texti miðla börnum og full-orðnum kærleiksboðskap Biblíunnar með áhugaverðum hætti144 bls.Salt ehf. útgáfufélag

    D

    Hinn ógnvekjandi heimur: RISAEÐLURÞýð.: Ingunn SnædalHér gefur að líta nokkrar af þeim stórfenglegustu skepnum sem nokkurn tíma hafa lifað á jörðinni! Allt frá háfættum jurtaætum til skriðdýra sem ríktu á himnum; frá grimmum drápsvélum til skepna sem gátu leikið tónlist með höfuðskrauti sínu.

    Á hverri síðu birtast ótrúleg undradýr. Hægt er að fjarlægja hluta af síðunum og skapa ykkar eigin forsögu-legu skrúðgöngu!64 bls.Drápa

    D

    Kjarval – málarinn sem fór sínar eigin leiðirMargrét TryggvadóttirFlestir þekkja nafn Kjarvals en hvernig var líf hans? Hvenær byrjaði hann að teikna og mála og af hverju er stundum sagt að hann hafi sýnt Íslendingum landið sitt á nýjan hátt? Hér er varpað ljósi á bæði sérlundaðan mann og einstakan listamann. Bókin er skrifuð fyrir börn og unglinga en hún hentar ekki síður eldri les-endum sem vilja vita meira um Jóhannes S. Kjarval og íslenska myndlist.96 bls.Forlagið – Iðunn

    D

    BarnaóperanKonan og selshamurinnRagnheiður Erla BjörnsdóttirMyndskr.: Freydís KristjánsdóttirTónlist: Hróðmar I. SigurbjörnssonÓperuútfærsla á þekktri íslenskri þjóðsögu. Flytjendur eru Björk Níelsdóttir, Pétur O. Heimisson, Skólakór Kársness sem syngur hlutverk kópa og barna undir stjórn Álfheiðar Björgvinsdóttur og Caput hópurinn. Útgáfa sem höfðar til allra þeirra sem vilja kynnast ís-lenskum þjóðsögum í nýjum og spennandi búningi.52 bls. / H 48 mín.Töfrahurð

    19

    Barnabækur FR ÆÐI OG BÆKUR ALMENNS EFNIS

  • A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I EndurútgáfaB Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 9

    E

    Spurningabókin 2019Geta flóðhestar og nashyrningar eignast afkvæmi saman?Guðjón Ingi EiríkssonHvert er listamannsnafn rapparans Árna Páls Árna-sonar? Hvaða nafn hefur sögupersónan Wimpy Kid hlotið á íslensku? Hvaða orð táknar bæði þögn og hávaða? Sofa skordýr með lokuð augu? Hvar lenti Insight snemma kvölds að íslenskum tíma þann 26. nóvember 2018? Þessar spurningar og margar fleiri í þessari stórskemmtilegu bók.80 bls.Bókaútgáfan Hólar

    G

    Skafa og skapaTöfragarðurinn12 Skafmyndir með stórkostlegum litbrigðum – Skafpinni fylgirÞýð.: Baldur Snær ÓlafssonMeð trépinnanum geturðu skafið burt svörtu kápuna. Undir henni leynast litskrúðugir fuglar og suðrænt blómahaf. Litfagrar útlínur myndanna leiða þig áfram.

    Í sama flokki: Mandala og Töfraheimur.Góð afþreying fyrir allan aldur.

    15 bls.Setberg bókaútgáfa

    D

    Töfrandi jólastundirJana María GuðmundsdóttirJólin eru dásamlegur tími því þá er alltaf ástæða til að skreyta, föndra og skapa eitthvað fallegt. Þessi bók færir ykkur töfrandi og skapandi jólastundir í desember. Hugmyndirnar eru 24 talsins og því má sannarlega nota bókina sem jóladagatal og gera eitt verkefni á dag. 72 bls.Salka / Útgáfuhúsið Verðandi

    D

    ÚtiveraSabína Steinunn HalldórsdóttirMyndskr.: Auður Ýr ElísabetardóttirÚtivera hefur að geyma 52 spennandi hugmyndir til að fjölga gæðastundum fjölskyldunnar úti í náttúrunni á öllum árstímum. Ævintýrin gerast nefnilega hvenær og hvar sem er.

    Útivist með börnum snýst um samveru og að skapa minningar. Að auki hefur leikur og lærdómur í nátt-úrunni jákvæð áhrif á allan þroska barna og forspárgildi um lífsgæði og heilsu á efri árum.

    Útivera er allskonar og náttúran er allskonar, iðandi af lífi og næringu.128 bls.Salka / Útgáfuhúsið Verðandi

    G

    Þrautabók OfurhetjunnarElias og Agnes VahlundÞýð.: Ingunn SnædalNýtt og spennandi ævintýri þar sem þú ræður hvað gerist næst! Æfðu ofurkraftana með hetjunni okkar, henni Lísu, og leystu erfiðar og skemmtilegar þrautir.84 bls.Drápa

    D

    RóEva Rún Þorgeirsdóttir og Bergrún Íris SævarsdóttirFjölskyldubók um frið og ró. Einfaldar æfingar sem kalla fram slökun og innri ró. Bókin byggir á margra ára reynslu Evu Rúnar af því að kenna börnum jóga, slökun og hugleiðslu. Ævintýralega fallegar vatnslitamyndir Bergrúnar Írisar setja svo punktinn yfir i-ið.48 bls.Bókabeitan

    D

    Siddarta prinsSagan af BúddaJonathan LandawÞýð.: Sigurður SkúlasonMyndir: Janet BrookeEitt mesta ævintýri allra tíma – sagan af því hvernig Siddarta prins varð Búdda, sá sem er vaknaður. Áhrifa-rík og falleg saga með litríkum og sérlega vel gerðum teikningum.

    Bókin kom áður út hjá Fjölva 1999, þar sem þýðingu Sigurðar var mikið breytt án samráðs við hann. Nú birtist bókin í útgáfu þýðandans og hans réttu þýðingu.144 bls.SiSk

    D

    Skaflist Einhyrningar12 Skafmyndir með miklum litbrigðum ásamt skemmtilegri sögu sem þarf að lita – Skafpinni fylgirÞýð.: Baldur Snær ÓlafssonSkafðu listaverk úr töfraheimi einhyrninga og afhjúpaðu dulið regnbogamynstur þeirra. Taktu svo fram skærustu litina þína og hleyptu lífi í hrífandi sögu þeirra!

    Bók fyrir börn á öllum aldri sem finnst gaman að skapa.46 bls.Setberg bókaútgáfa

    D

    Skuggahliðin jólannaMyndskr.: Óskar JónassonRitstj.: Eva María Jónsdóttir og Rósa ÞorsteinsdóttirÁ jólum fóru á stjá alls kyns verur; tröll, huldufólk, draugar og jólasveinar sem höfðu ekki alltaf gott í hyggju.

    Safn kvæða og sagna sem til eru hljóðrituð í Árna-stofnun eftir nafngreindu fólki á liðinni öld. Bókin er ætluð foreldrum og börnum að lesa saman sér til skemmtunar og fróðleiks.56 bls.Bjartur

    20

    Barnabækur FR ÆÐI OG BÆKUR ALMENNS EFNIS

  • A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I Endurútgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 9

    D F

    Fjallaverksmiðja ÍslandsKristín Helga GunnarsdóttirSjö nýstúdentar stefna hver í sína áttina áður en vindur-inn blæs þeim öllum inn í sama braggann skammt frá Jökulsárlóni. Þar stofna þau Fjallaverksmiðju Íslands – draumasamfélag til dýrðar náttúrunni. Boðskapnum er streymt beint á netið þar sem sífellt fleiri fylgjast með. En daginn sem Emma finnst á lóninu breytist allt. Hörkuspennandi saga sem vekur lesendur til umhugs-unar um mikilvægustu mál samtímans.278 bls.Forlagið – Mál og menning

    E

    Fótboltaspurningar 2019Bjarni Þór Guðjónsson og Guðjón Ingi EiríkssonHvert var fyrsta liðið sem Óskar Örn Hauksson lék með? Hvert er gælunafn Sergio Agüero? Hvaða íþrótta-félag spilar heimaleiki sína á Hásteinsvelli? Frá hvaða landi er Udinese? Hann er fæddur 1986 og hefur spilað með Iker Casillas,Éver Banega og James Milner – hver er maðurinn? Hjá hvaða liði hóf Hallbera Guðný Gísla-dóttir knattspyrnuferil sinn? Þetta og margt fleira í þessari geggjuðu fótboltaspurningabók!80 bls.Bókaútgáfan Hólar

    D

    Hin ódauðuJohan EgerkransÞýð.: Ingunn SnædalÞau rísa upp úr gröfunum og hungrar í blóð og lífskraft. Allt frá ómunatíð hafa hin ódauðu skotið hinum lif-andi skelk í bringu. Gullfalleg, hræðileg, skemmtileg og fræðandi bók frá Johani Egerkrans, höfundi Norrænu goðanna, sem kom út 2018. 128 bls.Drápa

    D F CHljóðbók frá Storytel

    HrauneyHuldufólkiðKarólína PétursdóttirHrafntinna er í sveitinni hjá ömmu sinni, þegar hún fær á 17 ára afmæli sínu gjöf sem varpar henni inn í aðra vídd þar sem álfar ráða ríkjum. Með hjálp álfa sem hún kynnist í Álfheimum, ferðast hún um landið í leit að hlutum sem eiga að koma henni aftur heim. Hættur steðja að úr ólíkum áttum og allskyns álfar verða á hennar leið. Verður allt eins og það á að sér að vera þegar hún kemur heim eða hefur ferðalag hennar haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar?

    Kristín Pétursdóttir les. 296 bls.Sensus Novus ehf

    Ungmennabækur

    E F

    40 vikurRagnheiður Gestsdóttir40 vikur kemur nú út í endurbættri útgáfu. Kvöldið sem krakkarnir fagna próflokum í tíunda bekk hittir Sunna Bigga, sætasta strákinn í bekknum. Þegar líður á haustið uppgötvar hún að nóttin sem þau vörðu saman hefur haft afleiðingar. 231 bls.Björt bókaútgáfa – Bókabeitan

    G

    DaðiSigga Dögg Sagan um Daða fjallar um ungan gaur sem glímir við ástina, ástarsorg, sjálfsmyndina og gredduna. Daði spilar sig svalan fyrir félögunum og stelpunni sem hann er skotinn í en undir yfirborðinu krauma mót-sagnakenndar tilfinningar sem Daði reynir að átta sig á og vinna úr. Bókin byggir á algengum spurningum og umræðum drengja úr kynfræðslu Siggu Daggar kyn-fræðings um land allt undanfarin tíu ár. Daði er sjálf-stætt framhald bókarinnar kynVeru, sem kom út árið 2018.228 bls.Kúrbítur

    D

    DulmálsmeistarinnBobbie PeersÞýð.: Ingunn SnædalÞegar William Wenton var barn hvarf afi hans af yfir-borði jarðar en lét William eftir stórkostlegar gáfur og undraverða hæfileika.

    Fyrsta bókin um William Wenton.„Æsispennandi saga sem er full af laumuspili, leyni-

    makki og dálitlu af fantasíu.“ Guardian234 bls.Bjartur

    D F

    Ég er svikariSif SigmarsdóttirÞýð.: Halla SverrisdóttirDularfullar verur utan úr geimnum ráðast á jörðina og hrifsa til sín unglinga. Amy býr í London með fjölskyldu sinni og þarf að sýna mikinn styrk þegar hún fær óvænt lykilhlutverk mitt í allri óreiðunni. Svöl og öðruvísi vísindaskáldsaga þar sem hraði, ógn og átök koma fyrir á hverri síðu en líka vinátta, ástir og mikilvægi þess að trúa á sjálfan sig. Spennandi bók eftir íslenskan höfund sem er að gera það gott erlendis.397 bls.Forlagið – Mál og menning

    Ungmennabækur

    21

  • A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I EndurútgáfaB Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 9

    G

    Marvel bækur á íslensku!HulkSpider-ManX-MenStan Lee, Fred Van Lente, Kurt Busiek, Steve Ditko, Chris Claremont og Neal AdamsÍ bókunum er fjallað um uppruna ofurhetjanna.

    Hvernig breyttist Bruce Banner í Hulk? Af hverju var X-Men hópurinn til? Hvaðan fékk Peter Parker krafta köngulóar?

    Bækurnar eru kærkomin lesning fyrir gamla Marvel aðdáendur og spennandi sögur fyrir þá sem hefja nú kynni við Marvel hetjurnar160 bls.DP-IN

    D F

    Nornin Hildur KnútsdóttirAlma Khan veit ekki af hverju henni er boðið starf í einkagróðurhúsi Olgu Ducaróvu en heldur að það tengist kannski Kríu ömmu, sem þekkir Olgu eftir alræmdan leiðangur þeirra til Mars. Árið er 2096 og náttúran óútreiknanleg. Gamli miðbærinn er afgirtur og þar standa fúin hús í flæðarmálinu. Eitt þeirra á amma Ölmu. Nornin er æsispennandi framhald verð-launabókarinnar Ljónsins sem verið hefur á metsölu-lista ungmennabóka nær óslitið frá útkomu.330 bls.Forlagið – JPV útgáfa

    E

    Ógnin úr hafdjúpunumGuðbjörg Ásta StefánsdóttirÁlfar þurfa nú að berjast við ægilega ófreskju úr undir-djúpunum sem herjar á sæferendur og ön