jólin eru kom- in í neðsta! · á efnisvali utanhússklæðningar, en stefnt er að því að...

16
Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 20. nóvember 2014 · 46. tbl. · 31. árg. ·Ókeypis eintak Sigga og pöddurnar Lirfur svörtu hermannaflugunnar eru pró- teinríkar. Þær éta lífrænan úrgang með ógnarhraða. Í viðtali vikunnar segir Sigríður Gísladóttir, dýralæknir frá Víum ehf., og tilraunastarfinu í Bolungarvík. Ætlunin er að láta lifrurnar nærast á afgöngum frá fisk- vinnslu og fiskeldi og verða síðan að próteinmjöli og ýmsu fleiru. – sjá bls. 8-11. Jólin eru kom- in í Neðsta!

Upload: others

Post on 04-Aug-2020

0 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Jólin eru kom- in í Neðsta! · á efnisvali utanhússklæðningar, en stefnt er að því að vinna það upp í næstu verkþáttum. Gísli Halldór segir að staða sveitarfélaga

Stofnað 14. nóvember 1984 · Fimmtudagur 20. nóvember 2014 · 46. tbl. · 31. árg. ·Ókeypis eintak

Sigga og pöddurnarLirfur svörtu hermannaflugunnar eru pró-teinríkar. Þær éta lífrænan úrgang með

ógnarhraða. Í viðtali vikunnar segirSigríður Gísladóttir, dýralæknir frá Víum ehf.,

og tilraunastarfinu í Bolungarvík. Ætlunin erað láta lifrurnar nærast á afgöngum frá fisk-

vinnslu og fiskeldi og verða síðan að próteinmjöli og ýmsu fleiru.– sjá bls. 8-11.

Jólin eru kom-in í Neðsta!

Page 2: Jólin eru kom- in í Neðsta! · á efnisvali utanhússklæðningar, en stefnt er að því að vinna það upp í næstu verkþáttum. Gísli Halldór segir að staða sveitarfélaga

22222 FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2014

Auglýsing um skipulagSuðurtangi – Hafnar- og iðnaðarsvæði, Ísafjarðarbæ

Í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 hefur bæjarstjórnÍsafjarðarbæjar samþykkt ofangreinda breytingu deiliskipulagi á fundisínum þann 6. nóvember 2014.

Skipulagssvæðið liggur á austanverðum Suðurtanga, sem erneðsti hluti Eyrarinnar. Svæðið afmarkast af Ásgeirsgötu og Sunda-bakka að Sundahöfn í norðri og af íbúðar- og þjónustusvæði í vestri ogsuðri. Skipulagssvæðið er tæpir 12,5 ha að stærð, að fyrirhugaðri land-fyllingu meðtalinni, sem áætlað er að verði rúmir 3 ha. Aðeins ein bygg-ing er á svæðinu, þ.e. steypustöð á lóðinni Sindragata 27

Skipulagssvæðið er ætlað fyrir hafnsækinn iðnað næst höfninniog almennan iðnað fjær henni. Gert er ráð fyrir að lengja hafnarkantinntil suðurs og auka landrými um 3 ha með landfyllingu. Alls er gert ráðfyrir 34 lóðum á svæðinu.

Gert er ráð fyrir að lengja hafnarkant Sundabakka úr 200 m í 490m. Gert ráð fyrir að dýpka legusvæðið við kantinn í 10 m.

Gert er ráð fyrir tæplega 2 ha hafnarsvæði. Á hafnarsvæðinu ergert ráð fyrir sex byggingarreitum fyrir veituhús, s.s. fyrir rafmagn, vatns-veitu, fjarskipti eða sambærilega þjónustu sem tengist starfsemi hafn-arinnar. Við hönnun þessara mannvirkja skal taka mið af nálægð viðsjó og hugsanleg sjávarflóð.

Samhliða staðfestingu þessa deiliskipulags er mörkum gildandiskipulags breytt þannig að það nær að mörkum tveggja nýrra skipulaga,þ.e. þessa skipulags, Suðurtangi – Hafnar- og iðnaðarsvæði og deili-skipulagsins Suðurtangi – Íbúðar- og þjónustusvæði.

Deiliskipulagstillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofum í Stjórn-sýsluhúsinu, Hafnarstræti 1, Ísafirði, bókasafni Ísafjarðar og á heimasíðuÍsafjarðarbæjar www.isafjordur.is frá og með 20. nóvember 2014 til ogmeð 1. janúar 2015. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hérmeð gefinn kostur á að gera athugasemdir við deiliskipulagstillöguna.Skila skal inn athugasemdum á bæjarskrifstofu Ísafjarðarbæjar, Stjórn-sýsluhúsinu, Hafnarstræti 1, Ísafirði. Þeir sem ekki gera athugasemdirvið skipulagstillöguna fyrir tilskilinn frest teljast samþykkir henni.

Ísafirði 12. nóvember 2014.Jóhann Birkir Helgason,

sviðstjóri umhverfis- og eignasviðs.

AtvinnaStarfsmann vantar í hlutastarf í verslun Betra

baks á Ísafirði.Upplýsingar gefur Grétar í síma 456 4566

eða á staðnum.

Kirkjan fjárvana og leitar til bæjarinsÍsafjarðarsókn stendur illa fjár-

hagslega og hefur sóknarnefndfarið þess á leit við Ísafjarðarbæað bærinn leggi sókninni lið viðumhirðu kirkjugarða sóknarinn-ar. Í bréfi Björns Baldurssonar,formanns sóknarnefndar, semtekið var fyrir á fundi bæjarráðs,segir að sökum fjárskorts hafiekki verið hægt að ráða kirkju-vörð í fullt starf eftir að síðastikirkjuvörður lét af störfum fyriraldurs sakir fyrir tveimur árum.Ástæða fjárhagsvanda kirkjunnar

segir Björn vera að sóknargjöldsem ríkið innheimtir af öllumÍslendingum hafi ekki skilað sértil kirkjunnar nema til hálfs.

„Þessi vanskil af hálfu ríkisinser ein aðalorsökin fyrir slæmristöðu kirkjunnar. Illa gengur aðfá ríkið til að standa við gerðasamninga þrátt fyrir að kirkjurlandsins hafi sent ályktanir þarum,“ segir í bréfi Björns. Bæjar-ráð hefur falið bæjarstjóra að sendainnanríkisráðuneytinu áskorunvegna málsins.

Í Ísafjarðarsókn eru þrír kirkju-garðar. Hnífsdalskirkjugarður,Eyrarkirkjugarður og Réttar-holtskirkjugarður. Undanfarin árhefur Sundfélagið Vestri séð umhirðingu á Hnífsdalskirkjugarðisamkvæmt samkomulagi semBjörn segir hafa gefist vel. Í sum-ar var fenginn verktaki til að hirðaEyrargarð og Réttarholtsgarð enkostnaður við það var mun hærrien reiknað var með og segir íbréfi Björns að næsta sumar munikirkjan ekki geta staðið undir því

að hirða garðana eins vel og hún vildi. – [email protected]

Eyrarkirkjugarður.

Page 3: Jólin eru kom- in í Neðsta! · á efnisvali utanhússklæðningar, en stefnt er að því að vinna það upp í næstu verkþáttum. Gísli Halldór segir að staða sveitarfélaga

FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2014 33333

Page 4: Jólin eru kom- in í Neðsta! · á efnisvali utanhússklæðningar, en stefnt er að því að vinna það upp í næstu verkþáttum. Gísli Halldór segir að staða sveitarfélaga

44444 FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2014

Útgefandi: Gúttó ehf., kt. 680501-2620Afgreiðsla og ritstjórn: Silfurgötu 1, Ísafirði, sími 456 4560

Ritstjóri BB og bb.is: Sigurjón J. Sigurðsson, 892 5362, [email protected]Ábyrgðarmaður: Sigurjón J. Sigurðsson.

Blaðamenn: Sæbjörg Freyja Gísladóttir, 843 0077, [email protected]ári Karlsson, 866-7604, [email protected]

Auglýsingar: Gústaf Gústafsson Sími 456 4560, [email protected]: Litróf ehf.

Upplag: 2.200 eintökDreifing: Íslandspóstur. Dreift án endurgjalds inn á öll heimili

á norðanverðum VestfjörðumStafræn útgáfa: www.bb.is / facebook.com/pages/bbis

Önnur útgáfa: Á ferð um VestfirðiISSN 1670-021X

Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið [email protected]ýsingar þurfa að berast fyrir kl. 17 á mánudögum

fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum.

Ritstjórnargrein

Með lögum skal land byggja

Spurning vikunnarErtu hlynnt(ur) eða mótfallin(n) samein-

ingu Súðavíkurhrepps og Ísafjarðarbæjar?

Netspurningin er birt vikulega á bb.is og þar geta lesendurlátið skoðun sína í ljós. Niðurstöðurnar eru síðan birtar hér.

Einarsson veiðihjólin frá Ísa-firði hafa notið mikilla vinsællaum allan heim. Það er frumkvöð-ullinn, Steingrímur Einarsson,sem framleiðir hljólin en sérstaðaþeirra er fólgin í efninu sem notaðer í smíðina sem og hönnunin ogþá sérstaklega hönnunin á brems-unni sem er einstæð. Í hjólin ernotað sérblandað ál sem keypt erfrá Alcoa í Bandaríkjunum. „Árið2014 er í raun fyrsta árið sem viðerum að ná sölumarkmiðum okk-ar. 10% sölunnar er hér innan-

lands og 90% erlendis. Við erumað selja hjólin til fimmtán landa,“segir Steingrímur í samtali viðblaðið.

„Hjólin eru selt til Skandinavíu,Bretlandseyja, Austurríki, Þýska-lands, Kanada og Bandaríkjannasvo fátt eitt sé nefnt og sum þess-ara landa eru að detta inn núnas.s. vesturströnd Bandaríkjannaþar sem er mikil veiði, bæði salt-vatns- og ferskvatnsveiði.“ Áher-slur fyrirtækisins eru að breytastsegir Steingrímur. „Við erum

færast meira yfir í að vera mark-aðs- og sölufyrirtæki heldur enframleiðslufyrirtæki. Hlutur eig-in framleiðslu hefur minnkað ogvið látum aðra smíða fyrir okkur.Erum þannig farnir að bjóðasmíðarnar út til undirverktakasem eru bæði hér á Íslandi ogerlendis. En það háir okkur aðvera staddir svona langt frá mark-aðnum og óstöðugur gjaldmiðillog gjaldeyrishöft gera starfsum-hverfið ekki við búandi.“

[email protected]

Erfitt starfsumhverfi

Gísli Halldór Halldórsson,bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, óttastekki að kostnaður bæjarins viðbyggingu hjúkrunarheimilisinsEyrar verði meiri en lagt var uppmeð. Velferðarráðuneytið svar-aði fyrirspurn fréttastofu RÚVum framúrkeyrslu sveitarfélagavið byggingu hjúkrunarheimilaá þá leið að ríkið borgi ekki um-fram upphaflegt framlag. Tilefnifyrirspurnarinnar var 200 millj-óna króna framúrkeyrsla viðbyggingu hjúkrunarheimilis áEgilsstöðum. Fram hefur komiðað bygging Eyrar er komin 9%fram úr áætlunum vegna breytinga

á efnisvali utanhússklæðningar,en stefnt er að því að vinna þaðupp í næstu verkþáttum.

Gísli Halldór segir að staðasveitarfélaga sé misjöfn, Ísafjarð-arbær verði til dæmis fyrir barð-inu á því að verkefnið „Allirvinna“ falli að óbreyttu niður umnæstu áramót, auk þess sem til-legg ráðuneytisins hafi rýrnað íverðlagshækkunum. „Það munarum fyrir Ísafjarðarbæ að fá ekkivirðisaukaskatt endurgreiddan.Ráðuneytið segir að ekki hafiverið gert ráð fyrir verkefninu íupphaflegum samningi um hjúkr-unarheimilið, en sveitarfélög sem

klára byggingu hjúkrunarheimilafyrir áramót fara engu að síðurléttar út úr þessu en Ísafjarðar-bær,“ segir Gísli Halldór.

Velferðarráðuneytið hefurhaldið því fram að þær tölur semsamningurinn byggir á hafi veriðríflegar. „Upphæðirnar eru óverð-tryggðar og hafa rýrnað meðhækkandi verðlagi, en engu aðsíður óttast ég ekki að kostnaðurÍsafjarðarbæjar verði meiri enlagt var upp með og við vonumsttil að verkið endi í 960 milljónumkróna,“ segir Gísli Halldór Hall-dórsson, bæjarstjóri.

[email protected]

Óttast ekki meiri kostnað

Ríkið ætlar ekki að borga hlutí framúrkeyrslu við bygginguhjúkrunarheimila. Farið var aðbyggja hjúkrunarheimili skv.leiguleið samkvæmt ákvörðunstjórnvalda árið 2009. Samkæmthenni eru byggingarframkvæmd-ir alfarið á ábyrgð viðkomandisveitarfélags en ríkið greiðir leigufyrir húsnæðið sem er ígildi 85%stofnframlags. Hjúkrunarheimil-

ið Eyri á Ísafirði er komið 9%fram úr kostnaðaráætlun semhelgast fyrst og fremst vegnaákvörðunar um að nota aðra ogendingarbetri utanhúsklæðninguen upphaflega var gert ráð fyrir.

Í samtali við fréttastofu RÚVsegir Gísli Halldór Halldórsson,bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, aðkostnaðarviðmið séu úrelt þarsem þau hafi ekki hækkað í takt

við verðbólgu. „Við glímum viðþað að þetta er á föstu verði fráþví að farið var af stað. Það semvar býsna gott fyrir þremur árumhefur látið undan síga,” segirGísli Halldór. Hann bætir við aðauk þess stefni í að átakinu „Allirvinna“ ljúki um áramót og þámissi sveitarfélagið endurgreið-slu á hluta virðisaukaskatts afvinnu.

Ríkið borgar ekki framúrkeyrsluHjúkrunarheimilið Eyri verður tilbúið næsta sumar.

,,Ég var bæjarstjóri þegar starfsstöðinni var lokað og á þeim tímafullvissaði Sigurður Ingi mig um að Fiskistofa opnaði aftur og þvísýndum við biðlund, en nú er sú biðlund á enda og krafan er að innantveggja vikna verði þetta starf (fagsviðsstjóri fiskeldis) auglýst á Ísa-firði, auk fleiri starfa hjá Fiskistofu á Ísafirði, sagði Daníel Jakobsson,oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, í viðtali í af-mælisblaði BB, um þá stöðu sem upp er komin með rekstur útibúsFiskistofu á Ísafirði, vegna yfirgangs fiskistofustjóra, og aðgerðarleysisjávarútvegsráðherra, sem þrátt fyrir endurteknar yfirlýsingar umáframhaldandi rekstur útibús Fiskistofu á Ísafirði, m.a. á hinu háaAlþingi, í umræðu í kjölfar lokunarinnar á Ísafirði, þar sem hannkvaðst fullvissa þingheim um að ekki stæði til að leggja niður starfsem-ina fyrir vestan, sem grundvölluð var á samþykkt Alþingis og ekkihvað síst því að fiskeldi er vaxandi grein á Íslandi og hvað öflugast áVestfjörðum.

En nú má ætla að búið sé að veita fyrirhugaðri fiskeldisstöð á Vest-fjörðum náðarhöggið. Starfi fagsviðsstjóra fiskeldis, sem auglýst hefurverið, á að hola niður á Selfossi! Allt gert án vitunar ráðherrans, aðsögn. ,,Þetta sýnir hvað embættismannakerfið er sterkt. Þrátt fyrir aðráðherra hafi sagt að þessi störf yrðu á Ísafirði, þá virðast völd embætt-ismannanna vera það mikil að orð ráðherra skipta ekki máli,“ segirDaníel.

Þannig blasir þetta við. Þingmenn segjast ekki fá rönd við reist gagn-vart embættismönnum. Miðstýringarárátta embættismannakerfisinshefur verið sögð minna á ,,sovétbúrókrata.“ Þessari beittu samlíkingu,var svarað fullum hálsi: ,,Embættismenn hins opinbera geta ekki tekið( og taka ekki) ákvarðanir um mál sem ekki er pólitískur vilji fyrir.“Það var og. Slíkar misvísandi yfirlýsingar eru markleysa. Eru það hjúineða húsbændurnir sem ráða? Til hvers kjósum við alþingismenn?Sættir löggjafinn, hið háa Alþingi, sig við að embættismenn láti sigengu skipta vilja þess og samþykktir? Geri bara það sem þeim þykirhenta? Viðkomandi ráðherra ekki spurður eins eða neins! Hvers konarsamfélag er þetta eiginlega, sem við búum orðið í? Nefni menn lýðræðií þessu sambandi hlýtur þeim að svelgjast á!

Lokun útibús Fiskistofu á Ísafirði ríður ekki við einteyming. Hvernigfór ekki með prófessorsstöðuna, sem tengd var nafni Jóns Sigurðssonar,forseta? Einróma samþykkt Alþingis og yfirlýsingar þáv. forsætis-ráð-herra og einstakra þingmanna voru virtar að vettugi.

Verði ekki gripið í taumana og embættismönnum gert ljóst að þeireru þjónar almennings, ekki sjálfskipaðir einræðisherrar, mun saganendurtaka sig um ófyrirséða framtíð. s.h.

Alls svöruðu 616.Hlynnt(ur) sögðu 316 eða 51%Mótfallin(n) sögðu 208 eða 34%

Hef ekki skoðun sögðu 92 eða 15%

Page 5: Jólin eru kom- in í Neðsta! · á efnisvali utanhússklæðningar, en stefnt er að því að vinna það upp í næstu verkþáttum. Gísli Halldór segir að staða sveitarfélaga

FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2014 55555

Page 6: Jólin eru kom- in í Neðsta! · á efnisvali utanhússklæðningar, en stefnt er að því að vinna það upp í næstu verkþáttum. Gísli Halldór segir að staða sveitarfélaga

66666 FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2014

Auglýsing um breytinguá skipulagi, Ísafjarðarhöfn, Ísafjarðarbæ

Í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 hefur bæjarstjórnÍsafjarðarbæjar samþykkt ofangreinda breytingu deiliskipulagi Ísa-fjarðarhafnar á fundi sínum þann 6. nóvember 2014.

Breytingin felur í sér að hluti gildandi skipulags er felldur úr gildi.Breytingin er gerð í tengslum við gerð nýrra deiliskipulaga fyrir svæðið,Suðurtangi – Hafnar- og iðnaðarsvæði og deiliskipulagsins Suðurtangi– Íbúðar- og þjónustusvæði. Nýjar skipulagstillögur eru auglýstar sam-hliða og er meðhöndlaðar sem ný skipulög.

Deiliskipulagstillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofum í Stjórn-sýsluhúsinu, Hafnarstræti 1, Ísafirði, bókasafni Ísafjarðar og á heimasíðuÍsafjarðarbæjar www.isafjordur.is frá og með 20. nóvember 2014 til ogmeð 1. janúar 2015. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hérmeð gefinn kostur á að gera athugasemdir við deiliskipulagstillöguna.Skila skal inn athugasemdum á bæjarskrifstofu Ísafjarðarbæjar, Stjórn-sýsluhúsinu, Hafnarstræti 1, Ísafirði. Þeir sem ekki gera athugasemdirvið skipulagstillöguna fyrir tilskilinn frest teljast samþykkir henni.

Ísafirði 12. nóvember 2014.Jóhann Birkir Helgason,

sviðstjóri umhverfis- og eignasviðs.

13% mannfjöldans á Vest-fjörðum eru innflytjendurÍ byrjun þessa árs voru 27.447

innflytjendur á Íslandi eða 8,4%mannfjöldans að því er framkemur á vef Hagstofunnar. Umer að ræða 8,1% fjölgun frá fyrraári. Annarri kynslóð innflytjendafjölgaði einnig milli ára, úr 3.204í fyrra í 3.532 í ár. Samanlagt varfyrsta og önnur kynslóð innflytj-enda 9,5% af mannfjöldanum eða0,1% minna en árið 2009. Ein-staklingum með erlendan bak-grunn, öðrum en innflytjendum,fjölgaði einnig lítillega milli ára,voru 6,4% mannfjöldans í fyrraen 6,5% nú.

Eins og síðustu ár eru Pólverjarlang fjölmennasti hópur innflytj-enda hér á landi. Hinn 1. janúarsíðastliðinn var 10.141 einstakl-ingur upprunninn frá Póllandi eða36,9% allra innflytjenda. Pólskirkarlar voru 40,5% allra karlkyns

innflytjenda eða 5.321 af 13.140.Pólskar konur voru 33,7% kven-kyns innflytjenda. Þar á eftirkoma innflytjendur frá Filipps-eyjum og Litháen, en frá hvoruþessara landa koma 5,2% inn-flytjenda.

Um síðustu áramót bjuggu20.689 fyrstu og annarrar kyn-slóðar innflytjendur á höfuðborg-arsvæðinu, 66,8% allra innflytj-enda á landinu. Hlutfall innflytj-enda af mannfjölda var hæst áVestfjörðum, en þar eru 13,2%innflytjendur af fyrstu eða annarrikynslóð. Næst hæst er hlutfalliðá Suðurnesjum þar sem 13,1%mannfjöldans eru innflytjendureða börn þeirra. Lægst er hlutfall-ið á Norðurlandi vestra, en þareru um 4,5% mannfjöldans inn-flytjendur eða börn þeirra.

[email protected]

Stefnt er að því að draga veru-lega úr plastpokanotkun í Ísa-fjarðarbæ og hefur bæjarstjórnsamþykkt að fela umhverfis- ogframkvæmdanefnd sveitarfélags-ins að finna leiðir til að ná þvímarkmiði. Tillaga bæjarfulltrúaÍ-listans þess efnis var samþykkteinróma á fundi bæjarstjórnar. Ítillögunni kemur fram að sam-stillt átak íbúa, verslunareigenda,sveitarfélagsins og annarra hags-munaaðila þurfi til, eigi árangurað nást. Í greinargerð með tillög-unni kemur fram að það sé al-kunna að plastpokar og aðrarplastumbúðir utan um matvæliog efnavörur hafi skaðleg áhrif áumhverfið. Plast eykur eftirspurneftir olíu og það brotnar tregleganiður í náttúrunni.

Plastpokar brotna ekki niðurlífrænt í náttúrunni heldur molnaá hundruðum ára í smærri ein-

ingar sem að endingu verða aðplastryki, sem geta verið skaðlegnáttúrunni, til að mynda fyrir líf-ríki hafsins. Þannig hafa haf-straumar smalað plastögnum úrplastpokum og ýmsu öðru í gríð-arstóra fláka í Kyrrahafi, Atlants-hafi og Indlandshafi. Plastrusl íhafi getur einnig haft verulegankostnað í för með sér fyrir út-gerðir vegna plasts sem flækist íveiðarfærum, skrúfum o.s.frv.Nokkur sveitarfélög hér á landieru þegar komin í gang með sam-bærileg átaksverkefni til aðsporna við plastpokanotkun ogmá þar nefna Hafnarfjörð, Garða-bæ og Stykkishólm, sem hlautm.a. sérstakan styrk úr umhverf-isráðuneytinu til verkefnisins.

Fyrir Alþingi liggur þings-ályktunartillaga frá þingmönnumallra flokka um að finna leiðir tilað draga úr plastpokanotkun.

Samþykkt að draga veru-lega úr plastpokanotkun

Bæjarfulltrúar vilja draga verulega úr plastpokanotkun.

Page 7: Jólin eru kom- in í Neðsta! · á efnisvali utanhússklæðningar, en stefnt er að því að vinna það upp í næstu verkþáttum. Gísli Halldór segir að staða sveitarfélaga

FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2014 77777

Page 8: Jólin eru kom- in í Neðsta! · á efnisvali utanhússklæðningar, en stefnt er að því að vinna það upp í næstu verkþáttum. Gísli Halldór segir að staða sveitarfélaga

88888 FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2014

Talaðu við hana Siggu Gíslaum pöddurnar, var svarið þegarundirritaður spurði einhvern umvænlegt viðtalsefni. Pöddurnarsem þarna var átt við eru flugna-tegund sem á íslensku nefnistsvarta hermannaflugan, en þóeinkum lirfur hennar, einstaklegapróteinríkar eins og aðrar lirfur.Utan um ræktun þeirra til mann-eldis og í dýrafóður hafa þauSigríður Gísladóttir dýralæknirá Ísafirði og Gylfi Ólafsson hag-fræðingur frá Ísafirði stofnað fyr-irtæki með því viðeigandi nafniVíur ehf.

Bækistöð ræktunarinnar ognauðsynlegrar tilraunastarfsemií þessum efnum er í Bolungarvík.Hugmyndin er að láta lirfurnarnærast fyrst og fremst á afgöng-um og afskurði frá fiskvinnsluog fiskeldi, sem ekki nýtist í ann-að.

Sigríður Gísladóttir er þrjátíuog þriggja ára. Hún lauk á sínumtíma stúdentsprófi frá Mennta-skólanum á Ísafirði og síðan bú-fræðiprófi frá Hvanneyri áður enhún nam dýralækningar í Noregi.Þar í landi vann hún síðan í eitt árí sínu fagi áður en snúið var afturheim til Íslands í ársbyrjun 2013og loks alla leið heim á Ísafjörð ísumar.

– Þú ert Ísfirðingur að uppruna...

„Vissulega! Ég var um daginná VestFiðringi hjá ElísabetuGunnarsdóttur og Arnaldi MánaFinnssyni, og þá áttaði ég mig áþví að ég er Ísfirðingur en ekkiSúgfirðingur eða Bolvíkingureða Strandamaður eins og for-eldrar mínir! Þau eru Vestfirð-ingar langt aftur í ættir.“

Foreldrar Siggu fluttust suðurfyrir tæpum áratug og búa í Kópa-voginum. Gísli Steinar Skarp-héðinsson faðir hennar var lengstaf skipstjóri á Ísafirði en Ingi-björg Sveinsdóttir móðir hennarer sjúkraliði og vinnur núna áGrund í Reykjavík. Ingibjörgfæddist í Bolungarvík og ólst uppí Reykjavík en Gísli er fæddur áKrossnesi í Árneshreppi.

Eiginmaður Siggu er SmáriKarlsson, innfæddur Ísfirðingureins og hún, ættaður meðal ann-ars norðan úr Fljótavík.

Selskapsstúlka á BarðaströndAðspurð segir Sigríður að það

sé raunar tilviljun að hún lagðifyrir sig búfræði og síðan dýra-lækningar. En þó að hún hafiverið þéttbýlisbarn á Ísafirði varhún mikið í sveit á ungum aldri.

„Alveg frá því að ég var áttaára. Þá var ég send sem selskaps-stúlka að Neðri-Arnórsstöðum áBarðaströnd og var þar tvö eðaþrjú sumur. Eftir fermingu varég fjögur sumur í Stekkjardal íSvínavatnshreppi í Húnavatns-sýslu, var þar barnfóstra ogvinnukona.“

– Selskapsstúlka?„Ég var send til að halda yngstu

dótturinni á bænum selskap. Hún

var langyngst af sínum systkinumog engin börn á næstu bæjum. Égkom þangað án þess að þekkjanokkurn mann, fór bara með rút-unni frá Ísafirði. Þarna tók yndis-legt fólk á móti mér, Ingvi ogSibba. Við Sólrún dóttir þeirralékum okkur í fjörunni og rákumkýrnar og vorum með bú eins ogbörn gerðu fyrir sjötíu árum. Þettavar alveg meiriháttar og þarnabyrjaði mín sveitamennska,“segir Sigríður. „Það er svo fallegtá Barðaströndinni!“ bætir húnvið.

„Annars hefur verið dálítilsveitamennska í fjölskyldunniminni. Pabbi er mikill dýrakall.Meðal annars átti hann skjald-böku þegar hann var lítill strákurhérna inni á Kirkjubóli í Engidal.Og hvað mig varðar, þá ákvað égað stefna að dýralækningum þeg-ar ég var komin í menntaskólannhérna.“

– En þú fórst áður í búfræði ...„Já, eftir að ég klára stúdents-

próf byrja ég að sækja um aðkomast í dýralæknisnám. Það tek-ur tíma, mjög erfitt að komast að,þetta er eftirsótt og vinsælt námog ekki í boði hér á landi.“

Ung pige i husetEftir menntaskóla fór Sigríður

til Danmerkur og var eitt ár áNorður-Sjálandi sem „ung pige ihuset“ eins og hún orðar það.

„Þetta felur í sér ýmis hlutverk,ég var eiginlega vinnukona áheimili fólks sem átti hesta oghunda og eitt barn. Konan vardýralæknir. Þarna byrja ég aðreyna að sækja um í dýralækn-ingum. Svo kem ég heim eftirþetta ár ytra og ákveð að fara áHvanneyri og læra búfræði ámeðan ég bíð eftir að komast inn.Þá hafði vinkona mín verið þareinn vetur og var þannig hálfnuðþegar ég kom. Hún er núna hús-freyja í Birkihlíð í Súgandafirði.Mér tókst að koma henni vestur,borgarbarni úr Breiðholti með bú-skapardrauma,“ segir Sigríður oghlær. „Ég er reyndar einmitt ættuðað hluta úr Botni í Súgandafirði.“

„Já, ég var á Hvanneyri í tvö árog lauk þar búfræðiprófi og inni-falið í því var þriggja mánaðaverknám í Skagafirði. Á Hvann-eyri lærði ég ýmislegt nytsamlegtog ónytsamlegt, meðal annars aðkarlkyns kanína heitir kjáni ogkerlingin kæna. Þegar ég er aðklára þetta sendi ég umsókn tilNoregs, ég var nú með til vara aðfara í líffræði, en svo kemst éginn í dýralæknisnámið nokkuðóvænt. Ég var hjá Hafsteini ogKiddý sem leiðsögumaður í Vig-urferðum þegar ég fékk staðfest-ingu á skólavist í Dýralæknahá-skólanum í Osló [Norges Veter-inærhøgskole] síðsumars 2004.“

Ormalyfjaónæmi í sauðfé íAustur-Húnavatnssýslu

– Hvað var þetta langt nám?„Námið sjálft er sex ár. Ég tók

mér þann tíma sem ég þurfti og

dýralæknis norður á Hálogalandi,við Helgeland Havbruksstasjoní bæ sem heitir Sandnessjøen, ogákvað að prófa. Það blundaði ímér smá áhugi á fiskeldi, líklegafrá því afi minn Sveinn Guðnasonstundaði laxeldi í Botni í Súg-andafirði ásamt systkinum sínumfyrir mörgum árum. Í Sandnes-sjøen var ég við almenn dýra-læknisstörf við heilbrigðisskoð-anir, sjúkdómaeftirlit og forvarnirí fiskeldi, bæði sjóeldisstöðvumog seiðastöðvum í laxeldi, aukýmissa annarra verkefna.

Við flytjum til Sandnessjøen íjanúar 2012 og erum þar í eitt ár.Þarna kynntist ég fiskeldisiðnað-inum eins og hann er í Noregi, al-gjör stóriðja með kostum og göll-

kláraði 2011. Síðustu árin varáherslan mest á búfénað. Valsviðá lokaárinu var búfjársjúkdómarog hjarðheilsa og lokaverkefniðfjallaði um ormalyfjaónæmi ísauðfé í Austur-Húnavatns-sýslu.“

– Hvað tók svo við að loknudýralæknisprófi?

„Þá var að leita sér að vinnu!Við Smári vorum þarna úti ognáttúrlega blönk eins og allirnámsmenn. Það sem stóð til boðavar annars vegar að taka lán ogfjárfesta í alls konar tækjum ogtólum og gerast sveitadýralæknirí Noregi, og hins vegar að prófaeitthvað nýtt án þess að þurfamikið annað en bíl.

Ég sá auglýst starf fiskeldis-

um,“ segir Sigga.

Fengu mikla athygli ogsamúð og samkennd

„Það var óskaplega gott ogskemmtilegt að vera í Osló, okkurþykir mjög vænt um þá borg, ogvið eigum marga góða vini þar.

Auðvitað er lærdómsríkt aðvera í erfiðu námi og langt frásínu fólki, en svo erum við líkaþarna úti þegar Hrunið dynur yfir.Það var ekkert mjög skemmtilegt.Við fengum mikla athygli ogmikla samúð og samkennd fráNorðmönnum eins og allir ís-lenskir námsmenn í Osló. Viðvorum tekin í viðtöl í fjölmiðlum,bæði sjónvarpi og blöðum, oglátin segja frá þessu öllu.

Page 9: Jólin eru kom- in í Neðsta! · á efnisvali utanhússklæðningar, en stefnt er að því að vinna það upp í næstu verkþáttum. Gísli Halldór segir að staða sveitarfélaga

FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2014 99999

Sigga og pöddurnar

Þetta var mikill óvissutími.Allt frá haustinu 2008 hrynur ís-lenska krónan. Við vorum meðnámslánin í norskum krónum engreiðslan frá bankanum var í ís-lenskum krónum, sem þýddi þaðað framfærslupeningarnir helm-inguðust. Svo næst þegar láninvoru reiknuð var framfærslan enní norskum krónum, en nú á eftir-hrunsgengi, þannig að þá þýddiþað meiri lántöku hjá LÍN. Þaðvar nú „forsendubrestur“ íslensk-ra námsmanna í útlöndum.

Við slíkar aðstæður er þó lík-lega einna best að vera í Osló.Þar er gott að vera námsmaður,þú þarft ekki bíl, þú býrð frekaródýrt og svo er hægt að kaupaódýran mat. Það var ágætt að

vera þarna, og Noregur er í heild-ina tekið gott samfélag.

En svo fór okkur að langa heim,enda áttum við okkar foreldra ogsystkini og aðra ættingja og vinihérna heima. Við vorum alltafað reyna að finna einhverja leiðtil að komast heim. Ég ákvað aðkanna málin hjá dýralækni fisk-sjúkdóma hjá Matvælastofnun ogþar reyndist vanta manneskju tilstarfa.“

Heim til Íslands„Ég segi upp í Sandnessjøen

og við flytjum heim til Íslands íársbyrjun í fyrra. Fyrst flytjumvið í Kópavoginn og búum í kjall-aranum hjá foreldrum mínum ogég er að vinna hjá Matvælastofn-

un á Selfossi. Þar er fiskeldið,eins og frægt er orðið. Þar var égbæði í ýmsu sem varðaði fiskeldien líka í hlutastarfi sem dýra-læknir loðdýrasjúkdóma.

Í sumar flutti ég svo hingaðvestur og fékk að starfa áframhjá Matvælastofnun með skrif-stofu á Ísafirði. Ég fór þess á leitvið mína yfirmenn að fá að faravestur og flytja starfið með mérað hluta til, eftir að flugnaverk-efnið kom til sögunnar. Og þaðvar ekkert mál, bæði ráðherra ogmínir yfirmenn voru mjög hlynnt-ir því að dreifa kröftum stofnun-arinnar.“

Starfsheiti Sigríðar hjá Mat-vælastofnun er sérgreinadýra-læknir loðdýrasjúkdóma og eftir-

litsdýralæknir fisksjúkdóma.„Þetta er mjög fjölbreytt, fisk-

eldið hér á landi er miklu fjöl-breyttara en í Noregi. Þar er nán-ast eingöngu laxeldi og regn-bogasilungur en hér er fjölbreytn-in miklu meiri. Á Íslandi er alinnlax, bleikja, senegalflúra, regn-bogasilungur, sæeyru og beitar-fiskur og fleiri tegundir mættitelja. Gaman að segja frá því, aðí eldinu á okkar aðaltegund,bleikjunni, eru Íslendingar mestirsérfræðingar í heimi. Hér hefursafnast fyrir mjög mikil þekkingá bleikjueldi og bleikjusjúkdóm-um.“

Ræktun skordýra tilmanneldis og sem dýrafóður

Núna er rúmt ár síðan ákveðinhugmynd fór að gerjast í kollinumá Sigríði og gömlum skólafélagahennar í Menntaskólanum á Ísa-firði, Gylfa Ólafssyni hagfræð-ingi (syni Áslaugar og Ólafs semáttu Hótel Ísafjörð og ráku afsérstökum myndarbrag í fjöldaára). Hugmyndin gengur út á aðkanna hvort ræktun skordýragangi upp á Íslandi. Eiginlegamá segja að þau Gylfi og Siggahafi fengið flugu í höfuðið (svörtuhermannafluguna).

„Gylfi er heilsuhagfræðingurog grænmetisæta og ég dýra-læknir. Ég er nú lítillát eins ogkonur eiga að vera [hlær] og tekfram að þetta var nú hans hug-mynd í upphafi. Gylfi fékk mig í

Page 10: Jólin eru kom- in í Neðsta! · á efnisvali utanhússklæðningar, en stefnt er að því að vinna það upp í næstu verkþáttum. Gísli Halldór segir að staða sveitarfélaga

1010101010 FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2014

Sælkerar vikunnar eru Þórdís Jónsdóttir og Höskuldur Bragason á Ísafirði

Cornflakes kjúklingurCornflakes kjúklingurCornflakes kjúklingurCornflakes kjúklingurCornflakes kjúklingurVið ætlum að bjóða upp á

rétti sem er mjög vinsælir áokkar heimili og flestir ættu aðráða við.

Cornflakes-kjúklingurFjórar kjúklingabringur.2 dósir 10% sýrður rjómi.Krydd til að bragðbæta sýrðarjómann, t.d. eðalkjúklinga-krydd frá Pottagöldrum ogsweet chili sósu.4-6 dl Cornflakes, mulið.Olía.

Skolið kjúklingabringurnar,þerrið og skerið í tvennt eftirendilöngu. Hrærið saman sýrð-an rjóma, krydd og chili sósu ískál og smakkið til. Veltiðkjúklingabringunum upp úrsýrða rjómanum og síðan uppúr Cornflakes þannig að flög-urnar þeki vel hvern kjúklinga-bita. Raðið kjúklingnum íeldfast mót og hellið svolítilli

olíu yfir svo bitarnir festist síðurvið. Eldið í 180C heitum offni íu.þ.b. 40-45 mín eða þar til kjúkl-ingurinn er gegnum steiktur.

Berið fram með sætum kartöfl-um, kaldri hvítlauks- eða pipar-sósu og jafnvel salati. Einnig ergott að bjóða upp á hrísgrjón ístað sætra kartaflna. Læt fylgjaeina auðvelda af sætum kartöfl-um

Tvær meðalstórar, sætar kar-töflur.1 dós Dala feti í kryddolíu.

Skerið kartöflurnar í litla bitaog setjið í eldfast form. Hellið úrfetaosts krukkunni yfir kartöfl-urnar og bakið í 180C í 40-45mín. Þetta meðlæti hentar sér-staklega vel Cornflakes –kjúkl-ingnum þar sem eldunartíminner sá sami.

Frönsk súkkulaðikaka

80 g smjör100 g suðusúkkulaði3 egg3 dl sykur1 tsk vanilludropar1 ½ dl hveiti1 tsk salt

Stillið ofninn á 175°C meðblæstri. Bræðið saman smjör ogsúkkulaði í potti við vægan hita.Þeytið egg og sykur mjög velsaman þar til blandan er létt ogljós. Bætið hveiti og salti varlegasaman við eggjablönduna. Bætiðsúkkulaðinu að lokum út í. Helliðí bökunarform (ég notaði 22 cm)og bakið í 15 mínútur í ofninum.Gerið karmellusósuna á meðan.Eftir 15 mínútur takið þá kökunaþá úr ofninum stráið pekanhnetu-m yfir og hellið síðan karmellu-sósunni yfir allt og látið aftur inní ofn í 20 mínútur. Þegar kakaner komin úr ofninum stráið þásöxuðu súkkulaði yfir hana.

Karmellusósa60 g smjör1 dl púðursykur2 msk rjómi100 g pekanhnetur, grófsaxað-ar100 g suðusúkkulaði, saxað

Bræðið púðursykri og smjörisaman í potti. Þegar þetta hefurblandast vel saman, bætið þárjómanum út í og hrærið í um

mínútu. Stundum leik ég mérmeð það á hvaða tímapunktiég læt karmelluna yfir. Stund-um eftir 15 mínútur og stund-um þegar að 5-10 mínútur erueftir að baksturtíma. Húnbreytir aðeins um áferð viðþað en er sjúklega góð hvernigsem er.

Við ætlum að skora á ElsuG. Borgarsdóttur og ÁsgeirHólm Agnarsson að veranæstu sælkera vikunnar.

lið með sér hvað líffræðina íþessu varðar en hann hafði veriðað spekúlera í hagfræðinni í þess-um efnum.

Við ákváðum að senda inn um-sókn um svolítinn styrk frá Lands-bankanum. Þar fengum við pen-ing, og þá var bara að halda áfram.

Rótin að þessu öllu er skýrslasem kom út hjá Matvæla- oglandbúnaðarstofnun Sameinuðuþjóðanna [FAO] fyrir tveimurárum eða svo, og fjallar um skor-dýr og neyslu á þeim í heiminum.Þar er fjallað um það hvaða tæki-færi felast í því að nýta skordýrbæði til manneldis og sem dýra-fóður. Þetta kemur til af því aðmenn sjá fram á að árið 2050verði mannkynið orðið níu millj-arðar. Við vitum að ekki verðurræktað öllu meira af matvælumá landi, þannig að þá verður aðhorfa bæði til sjávarins og lofts-ins.“

Éta lífrænan úrgangmeð ógnarhraða

„Einn af fýsilegum kostumsem nefndir eru í þessari skýrsluer svarta hermannaflugan [Herm-etia illucens]. Hún er hættulaustskordýr bæði mönnum og dýrum,friðsöm rólegheitafluga semfinnst víða um heim. Lirfurnaréta lífrænan úrgang, svipað oglirfur húsflugunnar, en gera þaðmeð ógnarhraða. Úr verður stórog feit lirfa sem er heppileg ífóður. Líka hefur hún ýmislegtannað notagildi, svo sem í lyfja-og efnaiðnaði, því að fitan í hennier mjög sérstök. Þriðji kosturinnvið hana er að eftir að hún hefurétið fylli sína skilur hún eftir sigefni sem hentar vel sem áburður,til dæmis í gróðurhús.

Svo tókum við þátt í Nýsköp-

unarkeppni Vestfjarða og fengumþar fyrstu verðlaun og fjárstyrk.Þetta gekk út á að nýta lífrænanúrgang á Vestfjörðum, eða líf-rænar aukaafurðir, eins og maðurá víst að kalla þetta núna. Þaðsem til fellur hér á Vestfjörðumaf slíku er auðvitað aðallega fráfiskvinnslu og fiskeldi.

Hér er líka að verða mikil fóð-urþörf með vaxandi fiskeldi,þannig að við sjáum fyrir okkurað þetta geti orðið sjálfbær fram-leiðsla. Allur sá afskurður og úr-gangur sem til fellur í fiskvinnsluog ekki er nýttur í annað er tals-vert magn. Og annað sem til fellurí talsverðu magni er auðvitað líf-rænn heimilisúrgangur, sem hef-ur verið vandamál að losa fólkvið.“

Þau Sigga og Gylfi eru búin aðfá inni með tilraunastarf sitt íBolungarvík og hafa fengið svart-ar hermannaflugur frá Þýska-landi.

„Við erum að byrja með ræktunog komin þar á annað stig. Viðhöfum verið að innrétta húsnæðiðog koma upp aðstöðu til rann-sókna. Við þurfum til dæmis aðrannsaka hvernig lirfunum líkarað éta fisk alla daga.“

– Þarf ekki mikið pláss fyrirsvona ræktun?

„Nei nei, það er þá hægt aðfara bara upp í loft. Flugan þarfákveðnar aðstæður á mismunandilífsskeiðum. Sem fluga þarf húnbirtu og raka og góðan hita, eig-inlega baðherbergisaðstæður, tilað hún geti makast og fjölgaðsér. Þegar hún er komin á lirfustigog farin að éta þarf hún barastofuhita.

Tæknin er nokkuð sem þarf aðleysa, en við gerum það ekkerttvö ein. Ef áætlanir okkar núna

varðandi rannsóknastyrki gangaupp, þá sjáum við fyrir okkur aðgeta fari að þróa betur tækninavið ræktunina, með réttu sérfræð-ingunum. Við höfum fundið mik-inn velvilja og allir eru mjögspenntir fyrir þessu.“

Megintilgangurinn að minnkaumhverfsáhrif fiskeldis

– Hvernig yrðu lirfurnar notað-ar sem fóður fyrir menn og aðrar

dýrategundir?„Það er hægt að nýta lirfurnar

heilar í fiskifóður eða gæludýra-fóður. Best er þó að kreista fitunaúr þeim og gera mjöl úr prótein-kökunni sem verður eftir, svipaðog gert er varðandi fiskimjöl.“

Sigríður segir að megintilgang-urinn með þessu öllu sé að minn-ka umhverfisáhrif fiskeldis. Þaueru mjög mikil og felast að mikluleyti í fóðrinu.

„Hérlendis er fiskimjölið semnotað er sem fóður að vísu aðmestu leyti innlent. Fiskimjöl áheimsvísu er aftur á móti að mest-um hluta úr uppsjávarfiski úrKyrrahafinu, og þeir stofnarstanda ekki vel. Það eru ekkibeint sjálfbærar veiðar eins ogvið stundum hér.

Og vegna þess að fiskimjöl erorðið dýrt, þá eru menn farnir aðblanda sojamjöli í fiskifóður.

Page 11: Jólin eru kom- in í Neðsta! · á efnisvali utanhússklæðningar, en stefnt er að því að vinna það upp í næstu verkþáttum. Gísli Halldór segir að staða sveitarfélaga

FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2014 1111111111

Auglýsing um skipulagSuðurtangi – Íbúðar- og þjónustusvæði, Ísafjarðarbæ

Í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 hefur bæjarstjórnÍsafjarðarbæjar samþykkt ofangreinda breytingu deiliskipulagi á fundisínum þann 6. nóvember 2014.

Skipulagssvæðið liggur á vestanverðum Suðurtanga, neðstahluta Eyrarinnar. Svæðið afmarkast af Ásgeirsgötu og Ásgeirsbakka ínorðri og af hafnar- og iðnaðarsvæði í austri. Skipulagssvæðið er tæpir10 ha að stærð. Á svæðinu eru tíu byggingar á sjö lóðum. Skipulags-svæðið er ætlað fyrir blandaða byggð þjónustu og íbúða.

Alls er gert ráð fyrir 63 lóðum á svæðinu, þar af 57 nýjum. Jafn-framt er gert ráð fyrir öflugum útivistarsvæðum fyrir íbúa svæðisins ognágrennis og gönguleiðum sem tengja svæðið við efri hluta Eyrarinnar.

Lögð er áhersla á þétta, smágerða byggð sem ber einkenni þessyfirbragðs sem er að finna innan eldri byggðarinnar á Eyrinni, s.s.hægra megin í Pólgötu, í Mjallargötu, Mánagötu, Hrannargötu og Sól-götu, Tangagötu, Þvergötu, Smiðjugötu, Silfurgötu, Grundargötu,vinstra megin í Sundstræti og hægra megin í bæði Aðalstræti og Hafn-arstræti. Með þessu móti er komið til móts við áherslur gildandi aðal-skipulags um fjölbreyttar lóðar sem nýti sérstöðu hvers hverfis.

Samhliða staðfestingu þessa deiliskipulags er mörkum gildandiskipulags breytt þannig að það nær að mörkum þessara tveggja nýjuskipulaga, þ.e. þessa skipulags, Suðurtangi – Íbúðar- og þjónustusvæðiog deiliskipulagsins Suðurtangi – Hafnar- og iðnaðarsvæði.

Deiliskipulagstillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofum í Stjórn-sýsluhúsinu, Hafnarstræti 1, Ísafirði, bókasafni Ísafjarðar og á heimasíðuÍsafjarðarbæjar www.isafjordur.is frá og með 20. nóvember 2014 til ogmeð 1. janúar 2015. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hérmeð gefinn kostur á að gera athugasemdir við deiliskipulagstillöguna.Skila skal inn athugasemdum á bæjarskrifstofu Ísafjarðarbæjar, Stjórn-sýsluhúsinu, Hafnarstræti 1, Ísafirði. Þeir sem ekki gera athugasemdirvið skipulagstillöguna fyrir tilskilinn frest teljast samþykkir henni.

Ísafirði 12. nóvember 2014.Jóhann Birkir Helgason,

sviðstjóri umhverfis- og eignasviðs.

Laxinum, sem er rándýr, er þaðóeðlilegt og fer misvel í hann.Líka er framleiðsla sojamjölsslæm fyrir umhverfið. Það er ver-ið að höggva regnskóga í Suður-Ameríku til að búa til sojaakra.

En með því að nýta þennanlífræna úrgang sem við erum hérað urða eða henda, þá erum viðvonandi að leggja okkar af mörk-um til bættrar umgengni við nátt-úruna.“

Núna í haust fór Sigríður á nám-skeið í ræktun hágæðaskordýravið Ríkisháskólann í Missisippi(Mississippi State University).

„Þar kom einmitt fram, að efokkur tækist að framleiða úr skor-dýrum þó ekki væri nema eittprósent af allri próteinframleiðsluí heiminum, þá værum við samtað hafa jákvæð áhrif.“

– Hver eru næstu skrefin hjáykkur í Víum?

„Núna höldum við áfram aðbyggja upp stofninn sem við er-um komin með. Líffræðin er auð-vitað hvikul og það getur ýmis-legt komið upp á, eins og allirvita sem hafa haldið skepnur. Envonandi tekst mér að annast nóguvel um flugurnar þannig að þærgefi af sér miklar og góðarafurðir.

Og síðan þegar við erum kominmeð ákveðinn massa af flugumgetum við farið að gera tilraunirmeð fiskislóg og annan lífrænanúrgang. Jafnframt erum við í sam-starfi við rannsóknastofnanir einsog Matís. Við erum mjög spenntað sjá hvernig lirfurnar taka viðfiskmetinu og hvernig þær dafnaaf því, í mismunandi blöndumog útfærslum, við höfum vís-

bendingar um að þetta fari mjögvel í þær og þá verður gott aðgeta sýnt fram á að þetta gangiupp.“

Hér má nefna, að Víur ehf.fengu hæsta styrk frá Vinnumála-stofnun vegna átaksverkefnis umatvinnumál kvenna.

„Það er mjög gott, það er mikiðverið að hugsa um konur þessiárin, konur á landsbyggðinni ogkonur í nýsköpun og allt það!“

Félagsmál og ferða-lög – og kórsöngur

– Hvað gerirðu helst í tóm-stundum, ef einhverjar eru?

„Eftir að ég kom aftur hingaðvestur hafa þær nú verið fremurlitlar. En við Smári ferðumst einsog við getum um landið og finnstþað mjög gaman. Svo er ég ístjórn Dýralæknafélags Íslands,og meðan ég bjó í Kópavogi varég mjög dugleg í Vinstri grænumþar í bæ, meðal annars með hon-um Ólafi Gunnarssyni lækni.

Annars sinnir maður bara sinnivinnu, það er lítið annað semkemst að. Það væri gaman aðfinna einhvern kór sem mér finnstnógu skemmtilegur. Ég var íÍslendingakórnum í Osló, Ískórn-um, og líka var ég þar í ýmsumfélagsmálum Íslendinga í Nor-egi.“

Þá er ekkert annað eftir en aðóska Siggu og Gylfa og víum svörtuhermannaflugunnar velfarnaðar.Og vona að nógu skemmtilegurkór finnist.

– Viðtal HlynurÞór Magnússon.

Breyting á aðalskipulagiSúðavíkurhrepps 1999-2018

Sveitarstjórn Súðavíkurhrepps samþykkti 23. október 2014, tillögu að breytingu áaðalskipulagi Súðavíkurhrepps 1999-2018, samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaganr. 123/2010.

Breytingin felst í því að færa inn á uppdrátt eftirfarandi breytingar á legu Djúpvegar:· Í Álftafjarðarbotni.· Þverun Reykjarfjarðar.Einnig er útfærð nánar stefnumörkun sveitarstjórnar um frístundabyggð í Reykjanesi

í samræmi við þau sjónarmið sveitarstjórnar sem fram koma í greinargerð gildandiaðalskipulags.

Breytingin hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Þeir sem óska nán-ari upplýsinga geta snúið sér til skipulagsfulltrúa Súðavíkurhrepps.

Skipulags- og byggingarfulltrúi Súðavíkurhrepps.

Page 12: Jólin eru kom- in í Neðsta! · á efnisvali utanhússklæðningar, en stefnt er að því að vinna það upp í næstu verkþáttum. Gísli Halldór segir að staða sveitarfélaga

1212121212 FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2014

Loforð, efndir og umfjöllun

StakkurStakkurStakkurStakkurStakkur hefur ritað viku-lega pistla í BæjarinsBæjarinsBæjarinsBæjarinsBæjarins

bestabestabestabestabesta í mörg ár. Skoð-anir hans á mönnum

og málefnum hafa oftverið umdeildar og vak-ið umræður. Þær þurfaalls ekki að fara samanvið skoðanir útgefendablaðsins. Þrátt fyrir það

bera ábyrgðarmennblaðsins ábyrgð á skrif-

um StakksStakksStakksStakksStakks á meðanhann notar dulnefni sitt.

Stakkur skrifar

Hættir við verksmiðju í BolungarvíkÍslenska kalkþörungafélagið

ehf. hefur fallið frá áformum sín-um um uppsetningu á kalkþör-ungaverksmiðju í Bolungarvík.Fyrirtækið á nú í viðræðum viðsveitarstjórn Súðavíkurhreppsum að reisa verksmiðju í Súðavík.„Það raknaði upp úr samninga-viðræðum okkar í Bolungarvík,“segir Einar Sveinn Ólafsson,framkvæmdastjóri Íslenska kalk-þörungafélagsins. Hann vill að-spurður ekki tjá sig frekar um

ástæður þess að upp úr slitnaði ísamningaviðræðum við Bolvík-inga. Hann segir aftur á móti aðSúðavík sé um margt hentugristaður.

„Súðavík er nær hráefnissvæð-unum í Ísafjarðardjúpi. Það varbúið að segja okkur að Súðavíkværi ekki inni í myndinni vegnaraforkumála en við ætlum að látareyna á það. Áætlanir Orkubúsinsmiða við að nýr strengur til Súða-víkur komi í gegnum jarðgöng

en ég trúi því ekki að Súðvíkingareigi að bíða eftir göngunum tilað fá nútímalegt raforkukerfi,göngin eru ekki einu sinni kominá samgönguáætlun,“ segir EinarSveinn.

Í ágúst var greint frá því að

tilboði Íslenska kalkþörungafé-lagsins í húsnæði loðnubræðsl-unnar í Bolungarvík hafði veriðtekið en verksmiðjan í Bolung-arvík átti að vera í bræðslunni.Elías Jónatansson, bæjarstjóriBolungarvíkur, sagði við það

tækifæri að „það hillir undir aðþað náist stór áfangi í atvinnu-málum í Bolungarvík.“ Eignar-hluti í Elíasar í Ufsum ehf., semá loðnubræðsluna, var tilefni gagn-rýni frá Soffíu Vagnsdóttur, þá-verandi bæjarfulltrúa.

Elías Jónatansson, bæjarstjórií Bolungarvík, segist ekki hafafengið neina tilkynningu frá Ís-lenska kalkþörungafélaginu ehf.um að það væri hætt við að setjaá fót kalkþörungavinnslu í Bol-ungarvík og væri að horfa tilbyggingar verksmiðju í Súðavík.„Þeir hafa ekki sent okkur neinerindi um slíkt enda hefur Bol-

ungarvíkurkaupstaður ekki veriðí neinum formlegum viðræðumfélagið. Bæjaryfirvöld hafa hins-vegar kynnt félaginu góðar að-stæður í sveitarfélaginu til slíkrarstarfsemi á fundum með Atvinnu-þróunarfélagi Vestfjarða ogVegagerðinni,“ segir Elías.

Hann segir að honum hafi veriðkunnugt um að félagið hafi verið

að kanna fleiri möguleika til aðreisa verksmiðju við Ísafjarðar-djúp. Elías telur hinsvegar aðaðstæður í Bolungarvík henti veltil uppbyggingar á hafnsækinniatvinnustarfsemi þ.m.t. vinnslukalkþörunga og áfram verðiunnið að því að vekja athygli fjár-festa á þeirri staðreynd í samvinnuvið Atvinnuþróunarfélagið.

Ekki verið tilkynnt um að kalk-þörungafélagið væri hætt við

Elías Jónatansson, bæjarstjóri í Bolungarvík.

Nú láta margir illa vegna skuldaleiðréttingarinnar. Aðrir láta velaf. Þeir eru reyndar fleiri. Fyrri ríkisstjórn átti alla kosti til þess aðhjálpa skuldseigum almenningi vegna íbúðalána, sem hækkuðumjög við fall íslensku einkabankanna og Sparisjóðs Keflavíkur, eryfirtekið hafði Sparisjóð Vestfirðinga, Hún hugsaði líka um bank-ana og Íbúðalánasjóð, sem áttu skuldir íbúðaeigenda, þegar 110prósenta leiðin var fundin upp til þess, að því er best verður séð, aðbinda skuldara á klafa skulda um langt skeið, án þess að egnastneitt. Ekki þarf nýmóðins reiknitæki til þess að sjá að ekki lofargóðu að skulda umfram veð sem standa skal undir skuldinni. Nú-verandi stjórnarandstöðu þingmenn og fyrrverandi stjórnarþing-menn sjá svart þegar minnst er á að létta forsendubresti af þeim erekki höfðu tekið gengistryggð lán, sem dómstólar mátu ólögleg.

Einna athyglisverðast er að hlusta á formann Samfylkingarinnar,sem var ráðherra í fyrri ríkisstjórn, sem Jóhanna Sigurðardóttirstýrði að margra sögn, gagnrýna lækkun skulda og hafa allt á horn-um sér þess vegna. Vissulega er vont að þurfa að grípa til þessararáða, en ætlun ríkisstjórnar er að ná þessu fé inn með skattlagninguá gömlu föllnu bankanna. Líkt og með flest annað í lífinu er ekkiöruggt að það gangi eftir, en líkur að mati forsætisráðaherra eru all

miklar að svo takist til. Enn betra væri að eiga ríkispeningana semSteingrímur J. Sigfússon setti í Sparisjóð Keflavíkur. Sá sjóðurrændi fé margra Vestfirðinga og loks tugum milljarða sem ríkis-stjórnin færði honum. Samt fór hann á hvínandi hausinn og skattarokkar fóru fyrir lítið. Þeir hurfu í hítina. En stjórnendur hans sluppuvið Sérstakan saksóknara að því er best verður séð.

Það hlýtur að vera mörgum sárt að horfa á Framsóknarflokkstanda við kosningaloforðin, sem Árni Páll og samherjar úr Samfylk-ingu og Vinstri grænum, auk stuðningsmanna úr röðum Pírata, semsumir héldu lífinu í Jóhönnustjórninni, hafa hamast gegn. ,,Óþarfi erað hrósa Framsókn“ sagði gamli maðurinn, ,,en þeir mega eiga þaðsem þeir sannarlega eiga, blessaðir“. Þeir lofuðu og efndu. Þá verðastjórnarandstöðuþingmenn súrir, einhver gæti sagt, öfundsjúkir ogillir. Forsætisráðherra er á hinn bóginn glaður og ánægður líkt ogþeir sem njóta góðs af. Umfjöllun andstæðinga þess að létta undirmeð almenningi eru skiljanleg. Þeir hefðu getað gert betur, en eyddumilljörðum í alls konar gæluverkefni og rannsóknir sem litlu eðaengu skiluðu. Um það mætti fjalla líka. Þjóðin borgaði það, engleymska hennar bjargar Árna Páli og samstarfsmönnum hans úröllum áttum.

Page 13: Jólin eru kom- in í Neðsta! · á efnisvali utanhússklæðningar, en stefnt er að því að vinna það upp í næstu verkþáttum. Gísli Halldór segir að staða sveitarfélaga

FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2014 1313131313

Auglýsing um deiliskipulagfyrir miðbæ og hafnarsvæði á Þingeyri, ÍsafjarðarbæÍ samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 hefur bæjarstjórn

Ísafjarðarbæjar samþykkt ofangreinda deiliskipulagstillögu á fundisínum þann 6. nóvember 2014.

Deiliskipulagið tekur til miðbæjar- og hafnarsvæðis á Þingeyri, þ.e.byggðar við Fjarðargötu og Hafnarstræti milli hafnar og upp fyrir Brekku-götu. Skipulagssvæðið er um 19,2 ha að stærð.

Með samþykkt tillögu að deiliskipulagi þessu fellur deiliskipulaghafnarsvæðis frá árinu 2001 úr gildi.

Deiliskipulagið gerir ráð fyrir 7 óráðstöfuðum lóðum á athafna- ogþjónustusvæði, á miðbæjarsvæði eru tvær lóðir sem ætlaðar eru fyrirnýbyggingar, Fjarðargata 3 og 12

Sérstök áhersla er lögð á verndun elstu byggðarinnar og uppbyggingugamalla húsa.

Gert er ráð fyrir að færa Gramsverslun frá Vallargötu 1 yfir á nýja lóðvið Hafnarstræti 8.

Deiliskipulagstillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofum í Stjórnsýslu-húsinu, Hafnarstræti 1, Ísafirði, Íþróttamiðstöðinni á Þingeyri og áheimasíðu Ísafjarðarbæjar www.isafjordur.is frá og með 20. nóvember2014 til og með 1. janúar 2015. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna aðgæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við deiliskipu-lagstillöguna. Skila skal inn athugasemdum á bæjarskrifstofu Ísafjarðar-bæjar, Stjórnsýsluhúsinu, Hafnarstræti 1, Ísafirði. Þeir sem ekki geraathugasemdir við skipulagstillöguna fyrir tilskilinn frest teljast samþykkirhenni.

Ísafirði 14. nóvember 2014.Jóhann Birkir Helgason,

sviðstjóri framkvæmda- og eignasviðs.

BílstjórióskastPósturinn á Ísafirði óskar eftir að ráða bílstjóra í fram-

tíðarstarf. Óskað er eftir jákvæðum einstaklingi með ríkaþjónustulund sem á auðvelt með samskipti. Viðkomandiþarf að sjá um póstdreifingu á Þingeyri og í Dýrafirði.

Vinnutími er frá kl. 08:00-16:45 og þarf viðkomandi aðgeta hafið störf 15. desember.

Umsóknarfrestur er til 30. nóvember.Umsóknum skal skilað á netfangið [email protected]

eða á Pósthúsið á Ísafirði.

Einstakt tækifærifyrir SúðvíkingaBygging kalkþörungaverk-

smiðju í Súðavík er einstakt tæki-færi fyrir Súðavíkurhrepp aðsögn Péturs G. Markan sveitar-stjóra. Hreppnum hefur boristformlegt erindi frá Íslenska kalk-þörungafélaginu ehf. um að tekn-ar verði upp viðræður til að kannamöguleika á kalkþörungavinnsluí Súðavík. „Þetta er spennandiverkefni sem getur fært Súðavíkmikið en það þarf að stíga varlegatil jarðar og vinna þetta í sátt viðíbúa og hagsmunaaðila svo út-koman verði Súðavíkurhreppi ogSúðvíkingum í hag,“ segir Pétur.

Pétur sér nokkra möguleika ístöðunni hvað varðar staðsetn-ingu verksmiðjunnar. „Endanlegstaðsetning er á hugmyndastigi

og menn hafa nokkra valmögu-leika í huga. Við horfum til þessað Íslenska kalkþörungafélagiðhefur verið mikil lyftistöng fyrirsamfélagið á Bíldudal og eins ogþetta liggur fyrir þá er verið aðtala um fjárfestingu á skala semekki hefur sést áður í Súðavík og12-15 bein störf til að byrja með,“segir Pétur.

Raforkuþörf kalkþörungaverk-smiðju í Súðavík er um það bil 6megawött og segir Pétur dreifi-kerfið í dag ekki geta borið það.„Þetta er ekki bara tækifæri fyriríbúa Súðavíkurhrepps heldur erþetta frábært tækifæri og tilefnifyrir Orkubúið að efla dreifikerfiðtil Súðavíkur en það stenst ekkinútímakröfur.“ – [email protected]

Niðurstöður úr rannsóknum Ís-lenska kalkþörungafélagsinsehf., í Ísafjarðardjúpi, ættu aðliggja fyrir í mars á næsta ári ogþá kemur í ljós hvar í Djúpinufyrirtækið sækir um námuleyfi.Fyrirtækið rekur kalkþörunga-verksmiðju á Bíldudal og ráðgerirað opna aðra verksmiðju í Bol-ungarvík, sem verður að öllumlíkindum til húsa í gömlu loðnu-bræðslunni. Að minnsta kostiþrjú til fjögur ár tekur að komaverksmiðjunni í notkun að sögnEinars Sveins Ólafssonar, fram-kvæmdastjóra félagsins.

Einar Sveinn segir mikilvægtað styrka raforkukerfið í Ísafjarð-ardjúpi fyrir verksmiðjuframleið-slu. „Hérna á Bíldudal má t.a.m.ekki fugl fljúga á raforkulínu ánþess að við missum orkuna. Fyrirstuttu datt t.d. rafmagnið út í áttaklukkutíma, þannig að raforku-

kerfið er viðkvæmt hérna. Þaðþarf að hringtengja raforkukerfiðtil að tryggja afhendingaröryggiog fá inn meiri orkuframleiðslu ásvæðið, t.d. Hvalárvirkjun,“ segirEinar Sveinn.

Kalkþörungafélagið er einnigmeð áform um verksmiðju íStykkishólmi, en þar er verið aðskoða aðra framleiðslu en kalk-þörunga. „Við viljum nýta þærauðlindir sem eru til staðar íBreiðafirði og búa til verðmætiúr þeim. Núna er verið að semjavið bæjaryfirvöld um aðstöðu,svo sem byggingarland, og orkufyrir framleiðsluna. Við erummeð stórt sölu- og dreifingarkerfium allan heim og við sjáum ýmistækifæri þarna sem passa inn írekstur okkar. Þá erum við tildæmis að skoða próteinframleið-slu og að vinna vörur úr þangi,“segir Einar Sveinn.

Niðurstöðurliggja fyrir í mars

Kalkþörungaverksmiðjan á Bíldudal.

Page 14: Jólin eru kom- in í Neðsta! · á efnisvali utanhússklæðningar, en stefnt er að því að vinna það upp í næstu verkþáttum. Gísli Halldór segir að staða sveitarfélaga

1414141414 FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2014

KrossgátanSportið í beinni...Sportið í beinni...Sportið í beinni...Sportið í beinni...Sportið í beinni...

Laugardagur 22. nóvemberLaugardagur 22. nóvemberLaugardagur 22. nóvemberLaugardagur 22. nóvemberLaugardagur 22. nóvemberkl. 15:00 Chelsea - WBA

kl. 15:00 Leicester - Sunderlandkl. 15:00 Man. City - Swanseakl. 15:00 Everton - West Ham

kl. 15:00 Stoke - Burnleykl. 15:00 Newcastle - QPR

kl. 17:00 Eibar - Real Madridkl. 17:30 Arsenal - Man. Utd.kl. 19:00 Barcelona - Sevillakl. 21:00 Deportivo - Real S.

Sunnudagur 23. nóvemberSunnudagur 23. nóvemberSunnudagur 23. nóvemberSunnudagur 23. nóvemberSunnudagur 23. nóvemberkl. 13:30 Cystal P - Liverpool

kl. 16:00 Hull - TottenhamMánudagur 24. nóvemberMánudagur 24. nóvemberMánudagur 24. nóvemberMánudagur 24. nóvemberMánudagur 24. nóvember

kl. 20:00 Aston V. - South.ptonÞriðjudagur 25. nóvemberÞriðjudagur 25. nóvemberÞriðjudagur 25. nóvemberÞriðjudagur 25. nóvemberÞriðjudagur 25. nóvember

kl. 17:00 CSKA Moscow - Romakl. 19:45 PSG - Ajax

kl. 19:45 Schalke - Chelseakl. 19:45 Man. City - Bayern MMiðvikudagur 26. nóvemberMiðvikudagur 26. nóvemberMiðvikudagur 26. nóvemberMiðvikudagur 26. nóvemberMiðvikudagur 26. nóvemberkl. 17:00 Zenit St. P - Benfica

kl. 19:45 L Razgrad - Liverpoolkl. 19:45 Basel - Real Madridkl. 19:45 Arsenal - Dortmun

Dagar ÍslandsDagar ÍslandsDagar ÍslandsDagar ÍslandsDagar Íslands20. nóvember 1772: 20. nóvember 1772: 20. nóvember 1772: 20. nóvember 1772: 20. nóvember 1772: Snjóflóðféll á tvo bæi á Látraströnd

við Eyjafjörð. Fjórir fórust.Manni var bjargað úr flóðinutíu dögum eftir að það féll.21. nóvember 1993:21. nóvember 1993:21. nóvember 1993:21. nóvember 1993:21. nóvember 1993: Endur-varp hófst frá nokkrum er-

lendum sjónvarpsstöðvum, ísamvinnu við Stöð 2, undir

heitinu Fjölvarp.22. nóvember 1907:22. nóvember 1907:22. nóvember 1907:22. nóvember 1907:22. nóvember 1907: Giftar

konur í Reykjavík fengu kosn-ingarétt og kjörgengi til sveit-arstjórna og nýttu sér hannnokkrum mánuðum seinna.Alþingi féllst ekki á að allar

konur fengju þennan rétt fyrren tveimur árum síðar.

23. nóvember 1939:23. nóvember 1939:23. nóvember 1939:23. nóvember 1939:23. nóvember 1939: Fyrstaorrusta herskipa í seinni

heimsstyrjöldinni var háðundan suðausturströnd

Íslands. Þýsku skipin Scharn-horst og Gneisenau sökktubreska skipinu Rawalpindi.

Um 270 hermenn fórusten 23 var bjargað.

24. nóvember 1951:24. nóvember 1951:24. nóvember 1951:24. nóvember 1951:24. nóvember 1951: Þáttur-inn Óskalög sjúklinga hóf

göngu sína í Ríkisútvarpinu.Stjórnandi var Björn R. Einars-son. Þessi þáttur var á dag-skrá vikulega til okt. 1987.

25. nóvember 1961: 25. nóvember 1961: 25. nóvember 1961: 25. nóvember 1961: 25. nóvember 1961: Sund-laug Vesturbæjar var vígð.

Horfur á föstudag:Horfur á föstudag:Horfur á föstudag:Horfur á föstudag:Horfur á föstudag:SA 10-15 m/s og súld eða

dálítil rigning. Hiti breytist lítið.

Horfur á laugardag:Horfur á laugardag:Horfur á laugardag:Horfur á laugardag:Horfur á laugardag:Austlæg eða breytileg átt ogvíða rigning eða slydda. Hiti

0-8 stig, hlýjast syðra.

Horfur á sunnudag:Horfur á sunnudag:Horfur á sunnudag:Horfur á sunnudag:Horfur á sunnudag:Hæg breytileg átt og skúrir

eða slydduél, en fremur milt.

HelgarveðriðHelgarveðriðHelgarveðriðHelgarveðriðHelgarveðrið

Page 15: Jólin eru kom- in í Neðsta! · á efnisvali utanhússklæðningar, en stefnt er að því að vinna það upp í næstu verkþáttum. Gísli Halldór segir að staða sveitarfélaga

FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2014 1515151515

Lausn á síðustu krossgátu

Sudoku þrautir

ÞjónustuauglýsingarSamið við Inn-tré og Kubb

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefursamþykkt að ganga til samningavið Inntré ehf. á Ísafirði um smíðiog uppsetningu innréttinga í hjúkr-unarheimilinu Eyri á Ísafirði.Tilboð Inntrés hljóðaði upp á 54,4milljónir króna.

Einnig verður gengið til samn-inga við Kubb ehf. á Ísafirði umfrágang á lóð Eyrar en tilboðfyrirtækisins var upp á 60,7 millj-ónir króna.

Yfirmanna-stöður auglýstar

Þrjár yfirmannastöður á sam-einaðri Heilbrigðisstofnun Vest-fjarða hafa verið auglýstar lausartil umsóknar. Um er að ræða stöð-ur framkvæmdastjóra lækninga,yfirlæknis heilsugæslu og fram-kvæmdastjóra hjúkrunar. Heil-brigðisstofnun Vestfjarða varð til1. október með sameiningu Heil-brigðisstofnunar Vestfjarða ogHeilbrigðisstofnunarinnar á Patr-eksfirði. Skipað verður í stöðurn-ar til fimm ára frá 1. janúar 2015.

Orkubúið veitirsamfélagsstyrki

Stjórn Orkubús Vestfjarða hef-ur ákveðið að veita styrki til sam-félagsverkefna á Vestfjörðum.Þetta er í þriðja sinn sem fyrir-tækið veitir styrki sem þessa og íár eru til ráðstöfunar 3,5 milljónirkróna. Umsóknir um styrkinaþurfa að berast Orkubúi Vest-fjarða fyrir 25. nóvember n.k. oger stefnt að því að þeim verðiúthlutað í desember.

Umsókn um styrk má senda ípósti til Orkubús Vestfjarða,Stakkanesi 1, 400 Ísafirði, merkt„Styrkur” eða með tölvupósti tilorkubússtjóra á netf. [email protected].

Aldarfjórðungurfrá komu Júlíusar

Aldarfjórðungur var liðinn ísíðustu viku frá því frystitogarinnJúlíus Geirmundsson ÍS 270 komnýsmíðaður til heimahafnar á Ísa-firði í fyrsta. Togarinn var smíð-aður fyrir útgerðarfyrirtækiðGunnvöru hf. sem sameinaðistHraðfrystihúsinu hf. í Hnífsdalárið 1999 og er Júlíus gerður útaf Hraðfrystihúsinu - Gunnvöruhf. í dag.

Júlíus var smíðaður í Stettin íPóllandi og var kaupverðið þegarhann kom 470 milljónir króna.

Page 16: Jólin eru kom- in í Neðsta! · á efnisvali utanhússklæðningar, en stefnt er að því að vinna það upp í næstu verkþáttum. Gísli Halldór segir að staða sveitarfélaga

1616161616 FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2014