kanada – klettafjöllin og edmonton°askrifstofan Íslandsvinir – sumarferðir 2018 4 dagur 8 -...

5
1 Ferðaskrifstofan Íslandsvinir Sumarferðir 2018 Kanada – Klettafjöllin og Edmonton Hjólaferð 9 dagar/ 8 nætur Fararstjóri: Brandur Jón Guðjónsson Dagsetning: 31. júlí - 8. ágúst 2018 Að hjóla leiðina milli Jasper (1.050 m.y.s.) og Banff (1.400 m.y.s.) í Klettafjöllunum í Kanada (Rocky Mountain) er andleg og líkamleg áskorun! Þjóðgarðarnir tveir samnefndir og leiðin þar á milli eru gott dæmi um þennan nærri 4.800 km stórbrotna fjallgarð sem liggur norður – suður vestarlega í gegnum Norður-Ameríku. Ferðin hefst með skoðunarferðum á hjólunum í nágrenni við Edmonton og síðan farið yfir að fjallabænum Jasper. Þaðan hefst síðan hin eiginlega hjólaferð sem að verður nokkuð krefjandi, bæði langar dagleiðir og mishæðótt landslag, eftir hinni frægu Icefields Parkway leið sem að liggur um og á milli Jasper og Banff þjóðgarðanna, en í lok ferðar komið til bæjanna Banff og Canmore. Frá Canmore verður farið til Edmonton aftur og síðan stigið á hjólin í River Valley (Árdalnum), en borgin er í þeim dal, og einnig farið í skoðunarferð um borgina sjálfa á hjólunum, en ferðinni líkur síðan á frjálsum tíma í Edmonton áður en flogið verður heim aftur. Það er sama hvert litið er á allri þessari leið, þetta er allt meira og minna eins og fallega teknar póstkortamyndir! Þó svo hjólaleiðin sé krefjandi verður samt tími til þess að stoppa og líta í kringum sig, njóta fegurðarinnar, taka myndir – upplifa! Og í lok hvers dags verður líka tími til þess að fá sér hressandi bað og góðan mat á gistihúsunum, rölta um nágrennið, eða til setu á veröndinni með drykk og fylgjast með sólarlaginu í fögrum fjallasalnum. Bíll með kerru fylgir hópnum, hann flytur farangurinn á milli gististaða og verður allan tímann í grennd við hópinn; til aðstoðar ef eitthvað kemur uppá, en þó fyrst og fremst sem bækistöð og „veitingastaður“ á hjólaleiðinni. Yfirleitt er hjólað á mjög breiðum vegöxlum og umferð vöruflutningabifreiða er bönnuð á Icefields Parkway. Villt dýralíf Klettafjallanna er fjölbreytt og eitthvað af því gæti borið fyrir augu á leiðinni. Heildar vegalengd Jasper-Banff-Canmore leiðarinnar eru uþb. 320 km, við bætast hjólatúrar í og við Edmonton. Lágmarks fjöldi 8 manns, hámark 10.

Upload: lekhanh

Post on 23-May-2018

216 views

Category:

Documents


1 download

TRANSCRIPT

1 Ferðaskrifstofan Íslandsvinir – Sumarferðir 2018

Kanada – Klettafjöllin og Edmonton Hjó laferð 9 dagar/ 8 nætur

Fararstjóri: Brandur Jón Guðjónsson Dagsetning: 31. júlí - 8. ágúst 2018

Að hjóla leiðina milli Jasper (1.050 m.y.s.) og Banff (1.400 m.y.s.) í Klettafjöllunum í Kanada (Rocky Mountain) er andleg og líkamleg áskorun! Þjóðgarðarnir tveir samnefndir og leiðin þar á milli eru gott dæmi um þennan nærri 4.800 km stórbrotna fjallgarð sem liggur norður – suður vestarlega í gegnum Norður-Ameríku. Ferðin hefst með skoðunarferðum á hjólunum í nágrenni við Edmonton og síðan farið yfir að fjallabænum Jasper. Þaðan hefst síðan hin eiginlega hjólaferð sem að verður nokkuð krefjandi, bæði langar dagleiðir og mishæðótt landslag, eftir hinni frægu Icefields Parkway leið sem að liggur um og á milli Jasper og Banff þjóðgarðanna, en í lok ferðar komið til bæjanna Banff og Canmore. Frá Canmore verður farið til Edmonton aftur og síðan stigið á hjólin í River Valley (Árdalnum), en borgin er í þeim dal, og einnig farið í skoðunarferð um borgina sjálfa á hjólunum, en ferðinni líkur síðan á frjálsum tíma í Edmonton áður en flogið verður heim aftur. Það er sama hvert litið er á allri þessari leið, þetta er allt meira og minna eins og fallega teknar póstkortamyndir! Þó svo að hjólaleiðin sé krefjandi verður samt tími til þess að stoppa og líta í kringum sig, njóta fegurðarinnar, taka myndir – upplifa! Og í lok hvers dags verður líka tími til þess að fá sér hressandi bað og góðan mat á gistihúsunum, rölta um nágrennið, eða til setu á veröndinni með drykk og fylgjast með sólarlaginu í fögrum fjallasalnum. Bíll með kerru fylgir hópnum, hann flytur farangurinn á milli gististaða og verður allan tímann í grennd við hópinn; til aðstoðar ef eitthvað kemur uppá, en þó fyrst og fremst sem bækistöð og „veitingastaður“ á hjólaleiðinni. Yfirleitt er hjólað á mjög breiðum vegöxlum og umferð vöruflutningabifreiða er bönnuð á Icefields Parkway. Villt dýralíf Klettafjallanna er fjölbreytt og eitthvað af því gæti borið fyrir augu á leiðinni. Heildar vegalengd Jasper-Banff-Canmore leiðarinnar eru uþb. 320 km, við bætast hjólatúrar í og við Edmonton. Lágmarks fjöldi 8 manns, hámark 10.

2 Ferðaskrifstofan Íslandsvinir – Sumarferðir 2018

Ferðaáætlun:

Dagur 1 - þriðjudagur, 31. júlí:

Flogið til Edmonton í Kanada Flogið frá Keflavík kl 16:45, áætluð lending í Edmonton kl 17:25 og farið beint inn á hótel. Eftir innskráningu farið í kvöldmat og síðan verður dagskrá ferðarinnar kynnt.

Dagur 2 - miðvikudagur , 1. ágúst: River valley Eftir morgunverðinn verður byrjað á að máta hjólin og síðan farið í létta hjólaferð um „Árdalinn“ sem að heitir fullu nafni North Saskatchewan River valley, en borgin stendur í dalnum, sitthvoru megin árinnar. Dalurinn er frábært útivistarsvæði og þar mynda margir útivistargarðar keðju göngu- og hjólastíga og aðstöðu til annarar afþreyingar og útiveru allt árið um kring. Seinnipartinn verður síðan frjáls tími til þess að rölta um miðborgina.

Dagur 3 - fimmtudagur, 2. ágúst: Jasper og nágrenni Nú verður lagt af stað í áttina til Jasper, stoppað á leiðinni til að skoða fallega staði og hádegishressing tekin við Miette svæðið þar sem eru náttúrulegar uppsprettur heits vatns. Komið til Jasper eftir hádegið og seinniparturinn notaður til þess að skoða sig um í bænum. Gist á Beckers Chalets sem að stendur á bökkum Athabasca árinnar og kvöldverðurinn á veitingahúsi þar við hliðina.

Dagur 4 - föstudagur, 3. ágúst: Frá Jasper til Sunwapta fossanna Um morguninn verður hver og einn á sínum vegum til þess að skoða Jasper og nágrenni betur, og þar er af ýmsu áhugaverðu að taka, en um hádegið verður komið saman til þess að fara yfir áætlun dagsins. Í beinu framhaldi af því hefst hjólaferðin eftir Icefields Parkway veginum og fyrsta stoppistöðin er við Athabasca fossana, en síðan haldið áfram til gististaðarins við Sunwapta fossana. Hjólaleið dagsins áætluð uþb. 50 km / Jasper uþb. 1.050 m.y.s. – Sunwapta fossarnir uþb. 1.400 m.y.s.

3 Ferðaskrifstofan Íslandsvinir – Sumarferðir 2018

Dagur 5 - laugardagur, 4. ágúst: Frá Sunwapta fossunum til Saskatchewan ármótanna Að loknum morgunverði og kynningu verður lagt af stað í lengstu dagleiðina. Þetta er krefjandi ferð um fagra fjallasali; fyrst upp í móti framhjá Tangle fossunum og yfir „Big bump“. Hádegishressingin verður tekin í skugga Columbia jökulsins, sem er stærsti jökull Klettafjallanna, en þaðan blasa við blasa Athabasca og Dome skriðjöklarnir. Eftir næringarríka máltíðina verður aftur stigið á bak hjólunum og framundan er Sunwapta fjallaskarðið (uþb. 2.050 m.y.s.) sem er ekki einungis hæsti punktur þessa dags; þar eru landamæri Jasper og Banff þjóðgarðanna, og einnig vatnaskil þar sem að Athabasca áin rennur í norður og síðar sem Mackenzie áin út í Norður- Íshaf, en í suður og síðan austur rennur Norður- Saskatchewan áin sem endar í Winnepegvatni og þaðan í Hudson flóa í Atlantshafi. Vel þegið brun ofan úr skarðinu niður í næsta dal, og niður eftir honum meðal annars framhjá Weeping Wall (Grátmúrnum), með árnið í eyrum og snævikrýnda fjallatoppa fyrir augum, og fyrr en varir verður komið til gististaðarins við Saskatchewan ármótin. Hjólaleið dagsins áætluð uþb. 100 km / Sunwapta fossarnir 1.400 m.y.s. - Saskatchewan ármótin uþb. 1.450 m.y.s. Dagur 6 - sunnudagur, 5. ágúst: Frá Saskatchewan ármótunum að Louise vatni Fyrstu örfáu kílómetrarnir eru niður í móti, en síðan er aflíðandi hjólun uppávið sem að nær hámarki sínu í Bow skarðinu, sem er eitt hæsta fjallaskarð í Kanada (2.088 m.y.s.) og hæsti punktur þessarar ferðar. Þaðan áfram, og nú meira niður en upp, að afleggjaranum að Louise vatni, en þar er gisthúsið sem dvalið verður á næstu nótt. Ýmislegt fallegt ber fyrir augu á leiðinni; há fjöll, stöðuvötn og skógar nær og fjær og frá Bow skarðinu er mjög víðsýnt! Nefna má Murchison fjallið (3.338 m.y.s.) og Peyto vatn sem dæmi. Matarstopp á frábærum útsýnisstað og svo auðvitað stoppað svo oft sem þarf til hvíldar og til þess að skjóta á sig næringu, fyrir myndastopp o.s.frv. Hjólaleið dagsins áætluð uþb. 85 km / Saskatchewan ármótin uþb. 1.450 m.y.s. – Louise vatn uþb. 1.500 m.y.s.

Dagur 7 - mánudagur, 6. ágúst: Frá Louise vatni til Banff/Canmore Þetta verður léttasti dagurinn því að héðan í frá liggur leiðin meira og minna örlítið niður í móti eftir „Bow Valley Parkway“ veginum, og hér, eins og á leiðinni allri, er ótalmargt fallegt að sjá í og við Banff, eins og í þjóðgarðinum öllum. Hér eru örnefni eins og Castle, Rundle og Cascade fjöll og Vermilion vötnin, allt saman tignarlegar náttusmíðir! Mögulegt verður að ljúka hjólaferðinni í Banff (uþb. 60 km) eða lengja ferðina örlítið og fara til Canmore (uþb. 85 km), hvort sem valið verður er þar komið tilefni til að fagna flottum leiðangri um þennan hluta Klettafjallanna! Í sæluvímu verður síðan ekið til Edmonton aftur og inn á sama hótel og í upphafi ferðar. Hjólaleið dagsins áætluð uþb. 60-85 km / Louise vatn uþb. 1.500 m.y.s. – Banff uþb. 1.400 m.y.s./Canmore uþb. 1.400 m.y.s.

4 Ferðaskrifstofan Íslandsvinir – Sumarferðir 2018

Dagur 8 - þriðjudagur, 7. ágúst: Hjólað og gengið um Edmonton Fyrri hluta dagins verður farið á hjólunum í skoðunarferð um Edmonton og River Valley, að sjálfsögðu um aðrar slóðir heldur en í byrjun ferðarinnar, og úr nógu er að velja, en svo verður hjólunum skilað. Seinnpartinn verður síðan frjáls tími til meira borgarrölts.

Dagur 9 - miðvikudagur, 8. ágúst: Heim á leið... Fyrri partur dagsins verður líka frjáls en síðan þarf að leggja af stað til flugvallarins uþb. 15:30 og svo verður flugið heim kl. 18:25, áætluð lending í Keflavík 06:45 að morgni fimmtudagsins 9. ágúst.

5 Ferðaskrifstofan Íslandsvinir – Sumarferðir 2018

Þjónusta & verð

Innifalið í verði ferðar:

Flug 31.07.2018: Flug FI 693 Keflavík – Edmonton, brottför 16:45 lending 17:25 08.08.2018: Flug FI 692 Edmonton – Keflavík, brottför 18:25 lending 06:40 að morgni 9. ágúst Vinsaml. athugið að flugtímar geta breyst.

Gisting 4 nætur á hótel Coast Edmonton Plaza í Edmonton og 4 nætur á gistihúsum við hjólaleiðina Jasper - Banff.

Matur Morgunverður: Innifaldir átta morgunverðir Hádegisverður: Innifaldir sex hádegisverðir, og hressingar og millimál fjóra

dagana á hjólaleiðinni Jasper-Banff Kvöldverður: Innifaldir 7 kvöldverðir

Ferðir / flutningar

Allur akstur sem þarf til að fylla inn í áætlun ferðar.

Þjónusta á

hjólaleiðinni Bíll með kerru fylgir hópnum allan tímann á leiðinni Jasper-Banff; til aðstoðar ef þarf, með hressingar og millimáltíðir reglulega, flytur farangur á milli gististaða o.fl.

Reiðhjól Verið verður á hjólum með „hrúta-stýri“ – ef þátttakandi vill hjól þar sem setið er uppréttar („hybrid“ hjól) kostar það CAD 200 aukalega (uþb. kr. 16.500)

Fararstjórn Brandur Jón Guðjónsson / Fundur með fararstjóra fyrir ferðina.

Ekki innifalið:

Drykkir með kvöldmat Aðgangseyrir á söfn o.þ.h. Annað það sem ekki er talið upp í „innifalið” Leiga á hybrid hjóli (hærra stýri, uppréttari seta) CAD 200,-

Verð: Verð á mann í tveggja manna herbergi 419.900,- staðgreitt

Verð á mann í eins manns herbergi 489.900,- staðgreitt

Greiðslur og gjalddagar:

Staðfestingargjald:

Staðfestingargjald ISK 100.000 þarf að greiða innan 7 daga frá pöntun. Athugið að staðfestingargjald fæst ekki endurgreitt ef til afbókunar af hálfu viðskiptavinar kemur.

Lokagreiðsla:

Til að staðgreiðsluverð gildi þarf að greiða ferð að fullu í síðasta lagi 8 vikum fyrir brottför, annars hækkar verð um 5%.

Ábendingar: Lágmarks þátttaka er 8 manns. Ferðaskrifstofan Íslandsvinir áskilur sér rétt til að hætta við ferð átta vikum fyrir brottför ef þátttaka er ekki næg og mun þá endurgreiða að fullu.

Ferðaskrifstofan Íslandsvinir og fararstjórar hennar áskilja sér allan rétt til að breyta áætlunum ferða ef veður, umferð og/eða ástand vega, eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.

Forfallatrygging er ekki í boði í sérferðum ferðaskrifstofunnar. Í mörgum tilfellum er forfallatrygging innifalin í skilmálum greiðslukorta og/eða heimilis- og fjölskyldutrygginga fólks og er viðskiptavinum bent á að hafa samband við banka sinn eða tryggingarfélag til að kanna stöðu mála. Verð ferðar er háð almennum gengisbreytingum, en breytist ekki eftir að hún er að fullu greidd.

Ferðaskrifstofan Íslandsvinir er aðili að SAF (Samtök ferðaþjónustunnar, sjá www.saf.is) og því gilda almennir skilmálar samtakanna um allar ferðir ferðaskrifstofunnar, auk þess sem viðkomandi flugfélag getur verið með sína skilmála til viðbótar.

*Ath. Allar tölur um hækkun/lækkun í þessu skjali eru landfræðilegar tölur, ekki „samanlögð hækkun/lækkun“ mæld með GPS tæki, slíkar tölur eru mun hærri eins og gera má ráð fyrir...

Frekari upplýsingar og skráning í síma 510 9500 eða sendið fyrirspurn á [email protected] Farþegar í ferðum Íslandsvina fá sérkjör í útivistarvöruverslunum „Fjallakofans“ í Hafnarfirði og Reykjavík.