karólína - forlagið bókabúð · biðina og gluggann, sem lýst er hér að framan, gætu sem...

15

Upload: others

Post on 27-May-2020

1 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Karólína - Forlagið bókabúð · Biðina og Gluggann, sem lýst er hér að framan, gætu sem best verið byggðar á minningum listakonunnar frá Hótel Borg, sama má segja
Page 2: Karólína - Forlagið bókabúð · Biðina og Gluggann, sem lýst er hér að framan, gætu sem best verið byggðar á minningum listakonunnar frá Hótel Borg, sama má segja

a ð a l s t e i n n i n g ó l f s s o n

K a r ó l í n al á r u s d ó t t i r

Page 3: Karólína - Forlagið bókabúð · Biðina og Gluggann, sem lýst er hér að framan, gætu sem best verið byggðar á minningum listakonunnar frá Hótel Borg, sama má segja

K a ról í n a l á rus d ó t t i r

© aðalsteinn ingólfsson 2013

ensk þýðing © salka guðmundsdóttir 2013

JPV útgáfa · reykjavík · 2013

Öll réttindi áskilin.

Myndvinnsla: Jón sandholt

Hönnun og umbrot: alexandra Buhl / forlagið

letur í meginmáli: utopia 10/18 pt.

Prentun: oddi, umhverfisvottuð prentsmiðja

Bókin er gefin út í reykjavík, bókmenntaborg unesCo

Bók þessa má ekki afrita með neinum hætti,

svo sem ljósmyndun, prentun, hljóðritun eða

á annan sambærilegan hátt, að hluta eða í heild,

án skriflegs leyfis höfundar og útgefanda.

isBn 978-9935-11-403-7

JPV útgáfa er hluti af forlaginu ehf.

www.forlagid.is

Ég tileinka þessa bók börnum mínum og barnabörnum /

Dedicated to my children and grandchildren

Karólína Lárusdóttir

Page 4: Karólína - Forlagið bókabúð · Biðina og Gluggann, sem lýst er hér að framan, gætu sem best verið byggðar á minningum listakonunnar frá Hótel Borg, sama má segja

sPáKona án fÖðurlands? 9

allir VilJa Vera á sViðinu 17

ÆVintÝraHÖllin HrYnur 37

áfangar og BaKslag 53

VatnasKil 61

lYKlarnir að fraMtíðinni 71

JarðBundið fólK 87

allt uPPi á Borðinu 109

Hótel Borg 133

undur og stórMerKi 169

litVÆðing ÞrYKKiMYnda 191

„HÉr eru KnÚin HuldusKiP“

203

uPPgJÖr Við feðraVeldið 215

Kona á MJÖg góðuM stað 235

tilV ísanir / endnotes 245 / 319listnáM / studies 322einK asÝ ningar / one-Man sHoWs 322Helstu saMsÝ ningar / seleCted grouP sHoWs 323MY ndir í sÖfnuM / WorKs in PuBliC ColleCtions 325Helstu V iðurKenningar / aWards 325uMfJÖllun uM listaKonuna (úrval) / seleCted Writings on tHe artist 326ÞaKK arorð / aCKnoWledgeMents 327 / 328

a ProPHetess WitHout a CountrY ? 249

eV erY BodY Wants to Be on stage 253

tHe Castle Coll aPses 257

Milestones and rel aPses 262

WatersHed 266

tHe KeYs to tHe future 270

doWn to eartH 275

all Cards on tHe taBle 281

tHe Hótel Borg 288

Wondrous HaPPenings 298

Printing in Colour 302

life on tHe oCean WaV es 305

sHoWdoWn WitH PatriarCHY 309

a WoMan in a V erY good Pl aCe 315

Page 5: Karólína - Forlagið bókabúð · Biðina og Gluggann, sem lýst er hér að framan, gætu sem best verið byggðar á minningum listakonunnar frá Hótel Borg, sama má segja

133

Hótel BorgVið upphaf tíunda áratugarins gengur í garð mikið blómaskeið í gjörvallri

myndlist Karólínu, grafík, vatnslitamyndum og olíumyndum. Þar lagðist

margt á eitt. Hún naut hamingju í einkalífi sínu og svigrúms til að vinna

óskipt að list sinni, börn hennar voru orðin sjálfráða og sýndu aukinheldur

af sér umtalsverða myndlistarhæfileika, bresk gallerí og listamannasamtök

buðu henni til sýninga með reglulegu millibili og verk hennar nutu vaxandi

vinsælda meðal almennings. í heimalandi hennar fóru almennar vinsældir

Karólínu ekki milli mála, einkasýningar hennar í gallerí nýhöfn 1990 og

gallerí Borg 1991 seldust nánast upp og samtök íslenskra grafíklistamanna

og vatnslitamálara völdu verk hennar inn á samsýningar sem fóru víða um

lönd á árunum 1987-93. alþjóðlegu grafíkverðlaunin sem Karólína hlaut á

ítalíu 1990 urðu einnig til þess að auka henni sjálfstraust.

Page 6: Karólína - Forlagið bókabúð · Biðina og Gluggann, sem lýst er hér að framan, gætu sem best verið byggðar á minningum listakonunnar frá Hótel Borg, sama má segja

134

árið 1990 dvaldi Karólína lengur á íslandi en hún var vön. Þar kom margt

til, áðurnefnd sýning í galleríi nýhöfn, fyrirhuguð heimsókn elísabetar eng-

landsdrottningar til landsins, en listakonan og fred, eiginmaður hennar,

höfðu fengið boð um að sækja móttöku til heiðurs drottningu, að ógleymd-

um ferðalögum og fjölskyldusamkomum. fyrir sýninguna í nýhöfn hafði

Karólína einsett sér að gera dúkristur út frá íslenskum þjóðsögum og ævin-

týrum, og eyddi töluverðum tíma í að fara í gegnum ritsafn Jóns árnasonar

í leit að myndefni. Það reyndist henni erfiðara en hún átti von á, henni þótti

þjóðsögurnar einkennast óþægilega mikið af ýmiss konar harðræði.58 Það

varð til þess að hún fór að hugsa „um þann lokaða heim og þá einangrun sem

slíkar sögur spretta úr.“ 59

í framhaldi af upphengingu þessarar sýningar í reykjavík og viðbrögðum

gesta við henni rifjuðust smám saman upp fyrir listakonunni minningar – og

sögur – úr öðrum lokuðum heimi, ekki steinsnar frá galleríinu við Hafnar-

stræti, nefnilega Hótel Borg. að vísu hafði hótelið skipt um eigendur og yfir-

bragð oftar en einu sinni frá því Karólína og systkini hennar fengu að valsa

þar um ganga forðum daga, en herbergjaskipan hafði lítið breyst. Við eftir-

grennslan komst listakonan meðal annars að því að turnherbergið, ríki Kar-

ólínu ömmu hennar, var í meginatriðum eins og hún mundi eftir því. sú upp-

götvun olli henni „óútskýranlegum fögnuði“.60

Karólínu varð ljóst að hún hafði öðlast mátulega fjarlægð frá óvenjulegri

og oft þungbærri æsku sinni, sem hverfst hafði um fjölskylduóðalið Hótel

Borg, og var nú í stakk búin að takast á við reynslu sína og umbreyta henni

í myndir. „Ég skynjaði að margar þeirra höfðu búið með mér árum saman,

en ég var ekki reiðubúin að mála þær fyrr á þessum tímapunkti.“ 61

listakonan gerði sér einnig grein fyrir því að hótelið gæti aldrei verið

einkaveröld hennar heldur væri óhjákvæmilegt að líta á það sem eins konar

spegilmynd og tákn fyrir íslenskt samfélag um það leyti sem hún var að vaxa

úr grasi. Það er í þeim anda – og af þeim ábyrgðarþunga – sem Karólína tekst

á hendur úrvinnslu minninga sinna. sér til hliðsjónar hafði hún gamlar fjöl-

skylduljósmyndir, ljósmyndir úr blöðum og tímaritum og ýmsar heimildir

Page 7: Karólína - Forlagið bókabúð · Biðina og Gluggann, sem lýst er hér að framan, gætu sem best verið byggðar á minningum listakonunnar frá Hótel Borg, sama má segja

135

um Jóhannes afa sinn. í framhaldinu var engu líkara en stífla hefði brostið,

svo mikið gekk undan listakonunni. á vordögum árið 1991 hafði hún málað

mestan hluta þeirra verka um mannlífið á hótelinu sem hún sýndi í gallerí

Borg þá um haustið, þar á meðal nokkrar olíumyndir sem lengi munu halda

nafni hennar á lofti (Tvær amerískar konur á Hótel Borg, Þjónninn í turn-

herberginu, Kaffistofan, Boðið í dans, Bakstiginn á Hótel Borg, Góði risinn á

Hótel Borg).

Meðfram þeim tókst henni að mála fjölmörg önnur verk sem ekki tengd-

ust hótelinu beint heldur miklu frekar minningum hennar um ýmsar aðrar

samverustundir og áhugamál fjölskyldunnar á sjötta áratugnum. Þar má

nefna garðveislur, dagsferðir á Þingvöll og laugarvatn, verslunarrekstur lár-

usar föður listakonunnar (Kápusalinn, Ítalskar efnaprufur í garði hárgreiðslu-

konunnar), að ógleymdum nokkrum myndum sem vísa langt út fyrir þann

veruleika sem þær virðast byggðar á. á þessu tímabili gerði Karólína einnig

fjölmargar grafíkmyndir og vatnslitamyndir sem tengjast hótelmyndunum

með ýmsum hætti. Hótelmyndabálkur hennar er því orðinn mikill að vöxt-

um, tekur til hartnær eitt hundrað verka í þremur miðlum – raunar fjórum að

teknu tilliti til blýantsteikninga listakonunnar.

ekki er alltaf auðvelt að gera greinarmun á þeim myndum Karólínu sem

tengjast Hótel Borg beint eða óbeint og ýmsum öðrum myndum hennar sem

snúast um samskipti fólks á þjónustugrundvelli. grafíkmyndir á borð við

Biðina og Gluggann, sem lýst er hér að framan, gætu sem best verið byggðar

á minningum listakonunnar frá Hótel Borg, sama má segja um nýleg mál-

verk eins og Fínt fólk (2008) og Sunnudag (2008). en vísast skiptir staðsetning

atburða í þessum myndum minna máli en þau viðhorf sem þær opinbera.

í stórum dráttum má skipta myndunum frá Hótel Borg í þrennt. fyrst

má nefna myndir sem snúast um starfsfólkið á bak við tjöldin: kokkana við

matseld, þjóna að pússa borðbúnaðinn, þernur á ferð og flugi um ganga til

að skipta um rúmföt og hreinsa herbergi, annars hugar afgreiðslufólk í mót-

tökunni eða stafffíruga burðarstráka, pikkólóana, sem valkóka um anddyrið

í litríkum múnderingum sínum. Þetta var sú veröld sem Karólína þekkti best:

Page 8: Karólína - Forlagið bókabúð · Biðina og Gluggann, sem lýst er hér að framan, gætu sem best verið byggðar á minningum listakonunnar frá Hótel Borg, sama má segja

136

í myndum hennar samsamast starfsfólkið hlutverkum sínum; hver og einn

er fulltrúi sinnar starfsstéttar fremur en einstaklingur með eigin þarfir og

viðhorf (sjá Þerna, kokkur, þjónn, 2006). samskipti þess eru fyrst og fremst á

faglegum nótum, ekki persónulegum, um það vottar klæðnaður þeirra og fas.

Jafnvel þar sem kokkur og herbergisþerna stinga saman nefjum í stigagangi

(Samtal í stiganum, 1993), má ganga að því sem vísu að þau séu að skrafa

um einhverja uppákomu á hótelinu, kannski nýjustu útistöður Jóhannesar á

Borg við samtök veitingamanna, fremur en sín hjartans mál.

áhrifamest eru þau verk sem segja frá hljóðum stundum milli stríða, við

upphaf eða lok dags eða í kaffihléum, þegar eldabuskur eða smurbrauðs-

dömur sitja annars hugar í afdrepi sínu hið „neðra“, horfa í gaupnir sér eða út

um glugga. í skáldsögunni Eldvagninn, sem út kom 1949, dregur sigurður B.

gröndal, fyrrverandi yfirþjónn á Hótel Borg á fjórða og fimmta áratugnum,

upp svipmynd af starfsfólkinu þar að kvöldi dags: „dagsverkinu er lokið,

ung-þjónarnir hafa fataskipti og skrækja, stúlkurnar hafa sokkaskipti, fyrir

framan þær liggur taskan, spegilbrotið reist upp við hana, varaliturinn og

sígarettan eru í umferð. stúlkurnar toga sokkana – þeir eru uppháir – strák-

arnir glenna augun.“63

í annan stað fjallar Karólína um hótelgestina, eina og sér eða í samfloti

með öðrum slíkum. Þar verður hótelið að sviðsmynd utan um „opinbert“

viðmót fólksins sem sækir slíka staði. Hér er samanburðurinn við mannlífs-

„Mér fannst gaman að þvælast í eldhúsinu á Hótel Borg. Ég var þar

daglega, byrjaði þá á því að koma við þar sem maturinn var fram-

reiddur, fór svo inn í geymsluna þar sem allir pottarnir og pönn-

urnar voru, en síðan inn í kompuna við hliðina sem var aldrei

kölluð annað en „smørrebrødsværelse“. Þar gáfu stúlkurnar mér

alltaf smurbrauð. Það var alltaf matarlykt í stóra stiganum í Hótel

Borg, en mér var alveg sama.“ 62

Page 9: Karólína - Forlagið bókabúð · Biðina og Gluggann, sem lýst er hér að framan, gætu sem best verið byggðar á minningum listakonunnar frá Hótel Borg, sama má segja

144

Beðið eftir þjónustu / Waiting for Service, 1991

vatnslitir / watercolours, 20 x 25 cm

Þrjár þernur / Three Waitresses, 1982

vatnslitir / watercolours, 18 x 24 cm

Page 10: Karólína - Forlagið bókabúð · Biðina og Gluggann, sem lýst er hér að framan, gætu sem best verið byggðar á minningum listakonunnar frá Hótel Borg, sama má segja

145

Blómvöndur til afhendingar /

Delivering a Bouquet, 1992,

vatnslitir / watercolours, 20 x 25 cm

Þvottur / Washing, 1991

vatnslitir / watercolours, 25 x 35 cm

Page 11: Karólína - Forlagið bókabúð · Biðina og Gluggann, sem lýst er hér að framan, gætu sem best verið byggðar á minningum listakonunnar frá Hótel Borg, sama má segja

146

Þjónninn í turnherberginu /

Servant in the Tower Room, 1991

olía á striga / oil on canvas, 70 x 50 cm

Page 12: Karólína - Forlagið bókabúð · Biðina og Gluggann, sem lýst er hér að framan, gætu sem best verið byggðar á minningum listakonunnar frá Hótel Borg, sama má segja

147

Kaffistofan / The Coffee Room, 1991

olía á striga / oil on canvas, 41 x 51 cm

Page 13: Karólína - Forlagið bókabúð · Biðina og Gluggann, sem lýst er hér að framan, gætu sem best verið byggðar á minningum listakonunnar frá Hótel Borg, sama má segja

148

Eftirréttur / Dessert, 1991

vatnslitir / watercolours, 30 x 40 cm

Page 14: Karólína - Forlagið bókabúð · Biðina og Gluggann, sem lýst er hér að framan, gætu sem best verið byggðar á minningum listakonunnar frá Hótel Borg, sama má segja
Page 15: Karólína - Forlagið bókabúð · Biðina og Gluggann, sem lýst er hér að framan, gætu sem best verið byggðar á minningum listakonunnar frá Hótel Borg, sama má segja

Ljósmyndir úr safni Karólínu og fjölskyldu hennar /

Family Collection of Photographs

Myndin af kokkunum er frá Ljósmyndasafni Reykjavíkur /

The picture of the cooks comes from Reykjavik Museum of Photography