leikir sem kennsluaðferð leikjabókin mín...um þá helstu og kenningar þeirra. vygotsky...

50
Kennarar: Ingvar Sigurgeirsson Ása Helga Ragnarsdóttir Leikir sem kennsluaðferð Leikjabókin mín Svandís Jóna Sigurðardóttir 160475-4479 Háskóli Íslands Kennarabraut, grunnskólakennarafræði Vormisseri 2009

Upload: others

Post on 17-Oct-2020

1 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Leikir sem kennsluaðferð Leikjabókin mín...um þá helstu og kenningar þeirra. Vygotsky fæddist í Russlandi árið 1896. Hann hélt því fram að vitræn hugsun væri fyrst

Kennarar:

Ingvar Sigurgeirsson

Ása Helga Ragnarsdóttir

Leikir sem kennsluaðferð

Leikjabókin mín

Svandís Jóna Sigurðardóttir

160475-4479

Háskóli Íslands

Kennarabraut, grunnskólakennarafræði

Vormisseri 2009

Page 2: Leikir sem kennsluaðferð Leikjabókin mín...um þá helstu og kenningar þeirra. Vygotsky fæddist í Russlandi árið 1896. Hann hélt því fram að vitræn hugsun væri fyrst

2

Efnisyfirlit

Inngangur ..................................................................................................................................3

Námskeiðið ...............................................................................................................................4

Samspil leikja og þroska.............................................................................................................4

Fræðilegt sjónarhorn.................................................................................................................4

Hvernig er hugtakið leikur/leikir skilgreint................................................................................6

Flokkar og tegundir leikja ..........................................................................................................7

Nafna- og kynningaleikir .......................................................................................................8

Hugþroskaleiki ....................................................................................................................10

Námsleikir............................................................................................................................13

Stærðfræði...................................................................................................................14

Tungumál .....................................................................................................................19

Samfélagsfræði.............................................................................................................19

Hópleikir.............................................................................................................................22

Útileikir................................................................................................................................25

Námsspil..............................................................................................................................27

Gamlir íslenskir leikir...........................................................................................................29

Áhugaverðir leikir................................................................................................................31

Framlag mitt til leikjabankans .................................................................................................32

Lokaorð....................................................................................................................................34

Heimildaskrá ...........................................................................................................................35

Dagbók.....................................................................................................................................37

Page 3: Leikir sem kennsluaðferð Leikjabókin mín...um þá helstu og kenningar þeirra. Vygotsky fæddist í Russlandi árið 1896. Hann hélt því fram að vitræn hugsun væri fyrst

3

Inngangur

Námsmappa þessi var unnin á vormisseri 2009 í námskeiðinu Leikir sem kennsluaðferð undir

leiðsögn Ingvars Sigurgerissonar og Ásu Helgu Ragnarsdóttur. Námskeiðið er valnámskeið og

vakti það athygli mína og löngun til að fræðast um leiki og hvernig hægt sé að nýta þá í

kennslu barna í grunnskóla. Leikir geta vakið áhuga nemenda á námi og stuðlað að fjöl-

breytanleika í kennsluaðferðum.

Þegar ég hóf að skoða þennan gagnlega leikjavef (www.leikjavefurinn.is) sem nýst getur

kennurum til að auka fjölbreytni í kennslu í leik- og grunnskólum, vaknaði mikill áhugi hjá

mér á notkun leikja í kennslu. Leikjabankinn er samvinnu- og þróunarverkefni kennara og

kennaraefna og markmið leikjabankans er að safna góðum leikjum til að nota í skólastarfi.

„Það er leikur að læra, leikur sá er mér kær að vita meira og meira, meira í dag en í gær“. Vísubúturinn sem byrtist hér að ofna er ein af þeim mörgu vísum sem börn læra þegar þau

hefja skólagöngu hvort sem það er í leik- eða grunnskóla. Vísan er gömul en ekki er vitað um

höfund hennar. Á þessari vísu er hægt að sjá að snemma hefur verið farið að huga að

tengslum leiks og náms. Í leikjabók minni verður lögð áhersla á fjölbreytta leiki í hinum ýmsu

flokkum leikja sem nýst geta á öllum stigum grunnskólans. En þar sem ég hef brennandi

áhuga á stærðfræði koma fleiri leikir sem tengjast stærðfræði á einhvern hátt fyrir í

leikjabókinni. Ég vona að bókin eigi eftir að nýtast mér í framtíðinni og hef ég hugsað mér að

viða að mér fleiri leikjum og bæta í safnið. Það er mikilvægt að hafa leikjabók sem þessa við

höndina í kennslu því að það er erfitt að muna marga skemmtilega leiki.

Page 4: Leikir sem kennsluaðferð Leikjabókin mín...um þá helstu og kenningar þeirra. Vygotsky fæddist í Russlandi árið 1896. Hann hélt því fram að vitræn hugsun væri fyrst

4

Námskeiðið

Námskeiðið var eins og áður segir í umsjón Ingvars og Ásu Helgu og var valnámskeið við

Hálskóla Íslanda á vormisseri 2009. Námskeiðinu var skipt upp í 12 megin viðfangsefni sem

nemendur áttu að fjalla um. Tilgangur verkefnana var meðal annars að nemendur skoðuðu

og jafnvel prófuðu leiki og komu með tillögur að því hvernig nýta mætti leikina á ýmsum

stigum skólans hvort sem er í leik- eða grunnskóla.

Megin markmið námskeiðsins voru að

efla skilning á þýðingu og uppeldisgildi góðar leikja

efla þekkingu á fjölbreyttum leikjum

þjálfa þátttakendur í að undirbúa og stjórna margvíslegum leikjum

gera þátttakendur handgengna Leikjavefnum – Leikjabankanum

efla áhuga á notkun leikja í uppeldis- og skólastarfi

kynna nemendum heimildir um leiki sem nota má í uppeldi og kennslu.

Í umfjöllun Ingvars um markmið og gildi leikja þá nefnir hann að leikir hafi margþætt gildi

fyrir skólastarf hvort sem er í leik- eða grunnskólum. Jafnframt bendir hann á að leikir í skóla-

starfi virkji nemendur og stuðli að fjölbreytileika við kennslu. Leikir geta aukið samkend,

þjálfað félagsfærni, aukið hreyfifærni barna, jafnframt sem þeir geta skerpt athygglisgáfu,

aukið málnotkun svo lengi mætti telja(Ingvar Sigurgeirsson [án árs]).

Samspil leiks og þroska.

Leikurinn er álitin gegna veigamiklu hlutverki við eðlilega sálræna þróun mannsins. Hann

hefur áhrif á vitsmunaþroska, þar sem barnið lærir að þekkja umhverfið með leiknum. Hann

hefur áhrif á persónuleikaþroska, þar sem barnið getur látið í ljós tilfinningar og fengið útrás

fyrir þær í leiknum, auk þess að koma ímyndunum sínum og hugsunum á framfæri. Hann

hefur áhrif á félagsþroska, þar sem barnið lærir að umgangast aðra, taka tillit til annarra og

tileinka sér samskiptareglur.

Fræðilegt sjónarhorn

Til þess að átta sig á mikilvægi náms sem þroskaleið fyrir börn hafa á liðnum áratugum komið

fram ýmsar kenningar með skilgreiningu á hvernig nám barna fer fram. Til eru margir fræði-

Page 5: Leikir sem kennsluaðferð Leikjabókin mín...um þá helstu og kenningar þeirra. Vygotsky fæddist í Russlandi árið 1896. Hann hélt því fram að vitræn hugsun væri fyrst

5

menn sem lagt hafa fram kenningar um nám og þroska barna og hér að neða fjalla ég lítilega

um þá helstu og kenningar þeirra.

Vygotsky fæddist í Russlandi árið 1896. Hann hélt því fram að vitræn hugsun væri fyrst og

fremst menningarleg og félagsleg og að menningarlegt umhverfi mótaði fólk. Jafnframt vildi

hann meina að í gegnum leik væru börn að læra nýja þekkingu og að æfa sig í því sem þau

höfðu lært áður. Hann vildi meina að í gegn um leik þróaðist hugsun barna og þau væru

stöðugt að læra nýja hluti(Shaffer 1999:259).

Dewey talaði um mikilvægi samfellu í námi, byggðri á reynslu og forsendum og að það væri

undirstaða þess að nemandinn byggi upp reynslu, þekkingu, færni og viðhorf. Hann lagði

áherslu á að virkja athafnaþörf barnsins og vekja áhuga þess. Hin fleygu orð hans „Learning

by doing”, að læra með því að fást sjálf við viðfangsefnin, urðu einkunnarorð hans. Börn eiga

ekki bara að sitja kyrr og hlusta heldur eiga þau að vera virk og skapandi. Hann leggur áherslu

á mikilvægi hlutverkaleiks fyrir nám ungra barna því þar fengju þau tækifæri til að skapa

þekkingu sína í samskiptum við önnur börn og mælti hann með því að leikmunir barnanna

væru eins raunverulegir og kostur væri (Dewey 2000:33-56).

Piaget sagði að börn þyrftu að hafa hluti til að læra af en ekki að eina leiðin til að læra væri af

bókum sitjandi á skólabekk. Hann lagði áherslu á uppgötvunarnám og talaði um að börn

væru forvitin og lærðu mest með því að rannsaka umhverfið og byggja þannig upp nýja

þekkingu(Shaffer 1999:246).

Samtímakona okkar Ingrid Pramling er prófessor við Háskólann í Gautaborg. Hennar hug-

myndir um hvernig börn læra eru þær helstu að ekki sé hægt að skilja félags- og til-

finningalega reynslu barna út frá vitsmunalegri getu þeirra. Einnign telur hún það mikilvægt

að reynt sé að skilja hvað börn eru að reyna að segja okkur. Hún vil meina að það sé hlutverk

kennara og foreldra að skapa aðstæður svo börn geti þróað mér sér félagsleg og

tilfinningaleg tengls við aðra. Með því að heimsækja ólíka staði, segja sögur, sýna leikrit og

skapa fjölbreyttar leikaðstæður ná þau að vaxa og dafna. Með því að hlusta, gera athuganir

og spyrja opinna spurninga eykst þekking og skilningur okkar á reynsluheimi barna. Þannig

leggjum við grunninn sem við höldum síðan áfram að byggja ofan á. Ólíkt mörgum fyrri

fræðingum leggur Ingrid áherslu á að skrifmál og lesmál sé sýnilegt í umhverfi barna og að

leikið sé með stærðfræði í daglegu lífi. Með þessum hætti fá börn tækifæri til að þróa færni

og samskipti við aðra(Samuelsson, Ingrid Pramling[án ártals]).

Page 6: Leikir sem kennsluaðferð Leikjabókin mín...um þá helstu og kenningar þeirra. Vygotsky fæddist í Russlandi árið 1896. Hann hélt því fram að vitræn hugsun væri fyrst

6

Í greininni Back-to-Basics. Play in Early Childhood kemur fram að kenningar uppeldis-

frömuða um tengingu leiks við þróun hugsunar séu misjafnar og hefur það verði nefnt fyrr í

þessum kafla. Börnin læra að rannsaka heiminn í gegnum leik. Í leik nota þau það sem þau

kunna og læra nýtt sem þau upplifa í það skiptið. Þau þroskast á því að leika við leikfélaga

sína, hvort heldur sem það er frjáls leikur eða regluleikur.

Hvernig er hugtakið leikur/leikir skilgreint?

Til eru ótal skilgreiningar á því hvað leikir eða leikur er og óhætt er að segja að það sé ekki

auðvelt að skilgreina það. Fólk leggur margbreytilega túlkun á hvað sé leikur og hvort hann

komi að einhverju gagni fyrir þroska og nám barna.

Ég horfði á myndaflokkinn The Promise of Play og þar kemur fram að börn hafi mikla þörf

fyrir að leika sér og það sama má segja um afkvæmi dýra. Í þáttunum kemur m.a. fram að

leikri séu athæfi þar sem helsta markmiðið er að skemmta sér. Jafnframt er lögð áhersla á að

leikir séu ekki bara fyrir börn og ungviði dýra heldur líka fyrir fullorðið fólk og að fullorðnir

hafi ekki síður gaman af leikjum. Megintilgangur þáttanna er að varpa ljósi á að allir hafi

gaman að leika sér þrátt fyrir að við séum fullorðin, leikri eru ekki bara fyrir börn(The

Promise of Play).

Francis Wardle skrifaði grein er heitir Play as Curriculum. Í greininni talar hann um að leikur

sé frjáls athöfn sem börn búa til. Hann vil meina að börn leiki sér vegna þess að þau eru að

skemmta sér. Jafnframt bendir hann á að í gegnum leikinn læra börn og fá vitneskju um

umheiminn sem þau búa í. Wardle flokkaði leiki barna í líkamlega leiki, félagslega leiki,

uppbyggjandi leiki, hugmyndaleiki og leiki þar sem börn þurfa að fara eftir ákveðnum reglum.

Í greininni kemur einnig fram að þó flest okkar teljum okkur vita hvað leikur er þegar við

sjáum hann, þá eiga fræðimenn í erfiðleiku með að skilgreina hvað hugtakið þýðir í raun og

veru(Wardle, Francis 2002). Wardle gerir tilraun til að skilgreina leik og má sjá samhljómun á

milli skilgreiningar hans og Jill Englebright Fox. En greinin hans Back to Basics – Play erly

childhood, kemur hann inn á að aðalatriði leiks sé að hver og einn hefur valið að taka þátt,

óþvingaður, því annars sé ekki hægt að túlka athafnirnar sem leik ef einhver hefur verið

þvingaður til þátttöku. Jafnframt er lögð rík áhersla á að leikurinn sé einhvers konar líkan af

lífinu þar sem hægt er að hegða sér og framkvæma hluti án þess að hafa áhyggjur af

afleiðingunum(Fox, Jill Englebright 2002).

Page 7: Leikir sem kennsluaðferð Leikjabókin mín...um þá helstu og kenningar þeirra. Vygotsky fæddist í Russlandi árið 1896. Hann hélt því fram að vitræn hugsun væri fyrst

7

Flokkar og tegundir leikja

Flokka má leiki á margvíslegan hátt og því er í raun ekki til nein ein rétt aðferð til að flokka

leiki. Hægt er að flokka leiki eftir því hvaða þætti þeir þjálfa, eftir námsgreinum eða eftir

tilgangi og viðfangsefnum. Á leikjavefnum eru leikir flokkaði niður í tuttugu mismunandi

flokka og stæstu flokkarnir eru hreyfileikri og æfingar með um 42 leiki síðan eru það ýmsir

hópleikri með 32, orðaleikir sem eru um 30 talsins, ýmsir námsleikri (30) og fast á eftir þeim

koma rökleikri, söng- og hreyfileikir og námsspil. Ingvar bendir jafnframt á að á hliðstæðum

námskeiðum eru leikir stundum flokkaðir niður í:

venjulega námsleiki

rökleiki og heilabrjóta

orða- og málþroskaleiki

leikræna tjáningu og hlutverkaleiki

hreyfi og skynjunarleiki

ýmsia hópa- og samvinnuleiki

námsspil og hermileiki

(Ingvar Sigurgeirsson[án ártals]) .

Í greininni Play in early childhood er leikjum skipt í tvo flokka, inni og útileiki(Fox, Jill

Englebright 2002). Að mínu mati er góð hugmynd að flokka leiki í þessa flokka en ég tel það

nauðsynlegt að hafa undirflokka sem flokka innileiki og útileiki nánar niður t.m. rök og

rýmisleiki, nafnaleiki, námsleiki o.s.frv. því það auðveldar fólki að leita að ákveðnum leikjum

sem eiga að þjálfa ákveðna færni.

Höfundur greinarinnar Play as Curriculum, Francis Wardley skiptir leikjum niður í fleiri flokka

þessir flokkar eru, ímyndunarleikir, hreyfileikir, uppbyggjandi leikir, samskipta- og félagsleikir

og regluleikir(Wardle, Francis 2002).

Það er alltaf mikið matsatriði þegar kemur að því að flokka leiki. Best er náttúrulega að hafa

kerfið sem einfaldast og skilvirkast þannig að það sé auðvelt og aðgengilegt að finna leiki sem

maður er að leitast eftir. Ég ætla að skipta leikjum í möppunni upp í:

nafna- og kynningaleiki

hugþroskaleiki

námsleiki

hópleiki

Page 8: Leikir sem kennsluaðferð Leikjabókin mín...um þá helstu og kenningar þeirra. Vygotsky fæddist í Russlandi árið 1896. Hann hélt því fram að vitræn hugsun væri fyrst

8

útileiki

námsspil

gamla íslenska leiki

Nafna- og kynningaleikir

Þegar við erum að taka við nýjum hóp sem þekkist ekki mikið innbyrðis þá er gott að grípa í

leiki til að auðvelda fólki að kynnast og efla samskipti strax í upphafi. Flestir leikir hafa góð

áhrif á samskipti og bekkjaranda því tel ég mjög mikilvægt er að fólk nái fljótt nöfnum þeirra

sem eru með þeim í bekk eða vinna með þeim í hóp hverju sinni. Samskiptin verða persónu-

legri og um leið ánægjulegri. Ég skoðaði heftið sem Helgi Grímsson setti saman og sá þar einn

áhugaverðan nafnaleik sem ég ákvað að hafa í leikjabókinni minni.

Leikur: Með stæl

Markmið: Að fólk kinnist betur og nái nafni þeirra sem eru með þeim í hóp

Gögn: Engin

Aldur: Allur aldur

Leiklýsing: í þessum leik er æskilega hópastærð sé 6-30 manns. Þátttakendur standa í

hring og eiga að kynna sig hver á fætur öðrum með því að stíga inn í hringinn og segja nafnið

sitt með „stæl” þ.e. með því að gera raddblæ og ákveðna hreyfingu sem tákanar persónuna.

Sá sem á eftir kemur kynnir þann sem á undan var með nafni og hreyfingunni sem hann valdi

sér og síðan kynnir hann sig sjálfur. Svona gengur þetta koll af kolli þar til búið er að fara

allan hringinn( Helgi Grímsson [án árs]).

Prófun: Ég prófaði að nota þennan nafnaleik í hópastarfi þar sem verið var að blanda saman

tveim bekkjum. Það þekktu ekki allir alla og ég þekkti ekki stóran hluta barnanna. Fjöldi

barna í hópnum voru um 19 og ákvað ég að skipta hringnum upp í 4 hópa (við vorum samt

einn hringur) og svo byrjaði ég að kynna mig og gerði takn fyrir mig. Svo tóku næstu 5 við.

Síðan þegar það var komið byrjaði kynningin upp á nýtt og í lokinn spurði ég hvort einhver

treysti sér til að taka allan hringinn út frá sjálfum sér. Það voru ekki margir en þeir sem

byrjuðu voru mjög spenntir og svo þegar þeir voru búnir að spreyta sig vildu fleiri gera slíkt

hið sama.

Page 9: Leikir sem kennsluaðferð Leikjabókin mín...um þá helstu og kenningar þeirra. Vygotsky fæddist í Russlandi árið 1896. Hann hélt því fram að vitræn hugsun væri fyrst

9

Annar nafna- og kynningaleikur sem ég ætla að hafa í bókinni er leikur sem ég lærði þegar ég

var að kenna í Grunnskóla Snæfellsbæjar skólaárið 2002-2003. Í námskeiðinu Leikir sem

kennsluaðferð var farið í þennan sama leik en hann bar annað nafn. Þetta er skemmtilegur

leikur sem ég hef reynslu af og tel hann ómissandi í skólastarfi. Þetta er kjörinn

kynningarleikur þar sem þátttakendur fræðast hver um annan og kynnast oft óvæntum hlið-

um hinna í hópnum. Ég hef notað þennan leik þrátt fyrir að nemendur þekkist og hafa þeir

alltaf gaman af honum.

Leikur: Ég er sérstök/sérstakur...

Á leikjabankanum heitir leikurinn Ég er frábær eins og ég er...

Markmið: Nemendur kynnist hver öðrum í hópnum og sjá hvað sérstakt við hvern og

einn og jafnvel hvað þeir eiga sameiginlegt.

Gögn: Stólar

Aldur: 5+

Leiklýsing: Þátttakendur á stólum sem búið er að raða upp í hring. Hver og einn á að

hugsa um eitt atriði sem er einstakt við sig. Einn byrjar á því að segja til nafns og segja hvað

er sérstakt eða frábært við hann. Ef það sem hann nefnir á við fleiri standa þeir upp og

setjast á hann. Sá sem byrjaði verður nú að láta sér detta í hug eitthvert annað atriði sem er

sérstakt við hann í von um að það eigi ekki við hina. Takist honum það losnar hann við þá

sem settust á hann og sá næsti tekur við(Ingvar Sigurgerisson[án ártals]).

Leikur: Kynning með spotta

Markmið: Að kynnast á skemmtilegan hátt og þjálfa framsögn

Gögn: Mislangt garn eða annar spotti (frá 10 cm)

Aldur: 10+

Leiklýsing: Nemendur draga sér einn spotta hver, en spottarnir eru hafðir mislangir eða

kennarinn úthlutar nemendum mis langan spotta. Gott er að viðhalda forvitni nemenda með

því að segja þeim ekki strax til hvers spottinn er. Tilgangurinn með spottanum er sá að

nemendur eiga að snúa spottanum löturhægt um vísifingur sér á meðan þeir kynna sig og

þurfa að tala þangað til spottinn er búinn! Þeir sem eru með stysta spottann geta sloppið

með að segja bara nafn sitt og aldur, á meðan þeir með lengsta spottann geta þurft að þylja

upp hálfa ævisöguna!

Page 10: Leikir sem kennsluaðferð Leikjabókin mín...um þá helstu og kenningar þeirra. Vygotsky fæddist í Russlandi árið 1896. Hann hélt því fram að vitræn hugsun væri fyrst

10

Útvíkkunarmöguleikar: Hægt er að nota þennan leik í tungumálakennslu og þá halda

nemendur kynningu á sér. Þeir sem eru með styttri spotta þurfa að segja minna en hinir í

hópnum.

Í tíma á námskeiðinu Leikri sem kennsluaðferð var farið í þennan leik og stjórnaði Ása Helga

honum. Þetta var skemmtilegur leikur sem ég hef áhuga að nota í kennslu. Það var ekki að

sjá á öðru en að þeir sem tóku þátt höfðu mjög gaman af. Leikurinn er skráður af Margréti

Erlu Guðmundsdóttir árið 2006 á Leikjabankann(Ingvar Sigurgeisson[án árs])

Hugþroskaleikir

Hugþroskaleikir eða thinking games er heiti sem notað er um leiki eða öllu heldur leikjakerfi

sem á rætur að rekja til hugmynda austurríska sálfræðingsins Hans Furths. Líta má á

hugþroskaleiki sem tilraun til að setja fram og lýsa viðfangsefnum handa börnum í anda Jean

Piaget um gerð og þróun hugsunar. Meginhlutverk þessara viðfangsefna er að stuðla að

alhliða þroska nemenda og búa þá undir að takast á við viðfangsefni "hefðbundinna"

námsgreina, t.d. stærðfræði og móðurmál, raun- og samfélagsgreinar. Hugþroskaleikir eru

einkum ætlaðir ungum nemendum, t.d. nemendum á forskólaaldri sem og nemendum í

fyrstu bekkjum barnaskólans. Því má skoða þá sem eins konar foræfingar.

Markmið hugþroskaleikja eru m.a. að:

stuðla að samhæfingu hreyfingar og skynjunar

auka næmni nemenda með því að þjálfa þá til að skynja umhverfi sitt með því að

snerta, hlusta og skoða af athygli

örva hugmyndaflug nemenda og stuðla þannig að sveigjanleika í hugsun

þjálfa nemendur í samvinnu

þjálfa nemendur í að glíma við rökleg viðfangsefni, s.s. að flokka, raða hlutum og

fyrirbærum og að sjá hluti frá ólíkum sjónarhornum(Ingvar Sigurgeirsson 2005:3-4).

Leikur: Húnabjörg

Markmið: Þjálfa rökhugsun og efla hugmyndaflug

Aldur: Allur aldur

Gögn: Teningar (5), myndvarpi, blöð til að skrifa á

Page 11: Leikir sem kennsluaðferð Leikjabókin mín...um þá helstu og kenningar þeirra. Vygotsky fæddist í Russlandi árið 1896. Hann hélt því fram að vitræn hugsun væri fyrst

11

Leiklýsing: Fimm teningum er kastað og út

frá því er hægt að sjá hvað marga birni, tjarnir

og húna er að finna nálægt Húnabjörgum. Ef

tvær eða fleiri eins hliðar koma upp þá eru það

tjarnir. Birnirnir raða sér í kringum tjarnirnar til

að drekka af þeim, þannig að ef t.d. tveir þristar koma upp þá eru birnirnir fjórir. Ef tvær

fimmur koma upp, þá eru birnirnir 8. Ef tveir fjarkar kæmu upp þá eru birnirnir 6. Þeir

teningar, sem eru afgangs, þ.e. eru ekki samstæðir, sýna fjölda húna. Kennari segir

nemendum frá stað sem heitir Húnabjörg, þar er tjörn og við tjörnina eru fullorðnir birnir að

svala þorsta sínum. Litlu húnarnir eru að leik rétt hjá. Hann skýrir nemendum frá því að hver

punktur á teningi tákni annaðhvort, hún, björn eða tjörn. Kennarinn/stjórnandinn kastar

teningunum, teiknar þá á myndvarpann og segir hvað marga birni, tjarnir og húna hann sér.

Nemendur eiga að finna út frá því hver reglan er.

Kennaraspurningar: Kennari getur hjálpað nemendum af stað með ýmsum spurningum:

hvaða tölur sýna teningarnir? Er eitthvað við tölurnar sem sker sig úr? Hvað getur það sagt

þér? Getur þú nýtt þér það? Prófaðu að setja fram tilgátu og hvort þú sért búinn að finna

lausnina.

Útvíkkunarmöguleikar: Þennan leik má líka setja fram með því móti að yngri nemendum sé

sögð reglan þannig að þetta verði talnaleikur og skemmtun og þau skrái niður hvað þau sjá út

úr teningunum.

Leikur: Skjaldbökuborg

Markmið: Rökhugsun, einbeiting

Aldur: 8+

Gögn: Útfærsla 1: Blöð, litla hluti til að tákna sverð,

hluti til að tákna verði. (Skjaldbökuborg)

Aðrar útfærslur: tafla, töflutúss, glæra, myndvarpi, límband önnur hjálpargögn

(sjá nánar í leiklýsingu).

Leiklýsing: Kennari útskýrir eftirfarandi fyrir nemendum: Þessi mynd sýnir gatnakerfi

Skjaldbökuborgar sem að sjálfsögðu er neðanjarðar. Foringi Skjaldbakanna hefur dreift

sverðum á öll gatnamót borgarinnar og þið viljið eignast þau öll til að selja söfnurum uppi á

yfirborði jarðar. Vandinn er einungis sá að um leið og foringi Skjaldbakanna sér að sverð er

Page 12: Leikir sem kennsluaðferð Leikjabókin mín...um þá helstu og kenningar þeirra. Vygotsky fæddist í Russlandi árið 1896. Hann hélt því fram að vitræn hugsun væri fyrst

12

horfið af gatnamótum setur hann vörð þar og þá er ekki lengur hægt að ferðast um þau

gatnamót. Þið verðið því að finna leið til að taka sem flest sverð án þess að

þurfa að fara aftur yfir gatnamót þar sem vörður er til staðar. Nemendur

hafa myndina á blaði fyrir framan sig. Einnig má setja hana á töflu eða

glæru. Jafnframt má teikna uppdráttinn á gólf t.d. með límbandi, þannig að

hægt sé að "ganga" um borgina. Nemendur geta unnið að úrlausn einir, í

pörum eða hópum.

Kennaraspurningar: Kennari spyr nemendur hvort það skipti máli hvar þau byrja? Ná þau

fleiri sverðum eftir því hvort þau byrja innst eða yst? Er sú hætta fyrir hendi að lokast inni í

skjaldbökuborginni og komast ekki upp á yfirborðið til að selja sverðin?

Útvíkkunarmöguleikar: Hægt er að bæta inn fleiri gatnamótum. Hægt er að setja tvær eða

fleiri borgir saman þannig að mismunandi fjöldi nemenda vinna saman. Þeir geta unnið

saman sem eitt lið í söfnuninni eða sem keppni milli “hverfa”. Fyrir yngstu nemendur er

tilvalið að nota límbandið á gólfið og þá er einn foringi skjaldbakanna og notar hann

nemendur sem verði um leið og sverð hverfur. Nemendur geta unnið saman tveir og tveir

þar sem annar er foringinn og hinn er safnarinn. Foringinn sér þá um að setja sverðin og

verðina inn á blaðið. Leikinn skráði Elinborg Valsdóttir á Leikjavefinn árið 1992(Ingvar

Sigurgeirsson [án árs]).

Leikur: Staupið

Markmið: Efla rökhugsun og koma af stað umræðum um þrautina

Gögn: Myndvarpi, fjórar eldspítur og lítill hlutir

Aldur: Miðstig

Leiklýsing: Stjórnandinn segir við þátttakendur „hér sérðu staup gert úr fjórum eld-

spýtum og kirsuber við hliðina“. Síðan spyr stjórnandinn getið þið komið kirsuberinu í glasið

með því að færa aðeins tvær eldspítur? Þátttakendur geta leyst þetta í hópavinnu eða

einsaklings-vinnu(Námsgagnastofnun).

Leikur: Eiturnaðran

Markmið: Þjálfar rökhugsun

Gögn: Spilastokkur, blað og skriffæri

Aldur: 8+

Page 13: Leikir sem kennsluaðferð Leikjabókin mín...um þá helstu og kenningar þeirra. Vygotsky fæddist í Russlandi árið 1896. Hann hélt því fram að vitræn hugsun væri fyrst

13

Leiklysing: Spilunum er skipt jafnt niður á þátttakendur. Algengast er að fjórir spili þetta

spil. Hjarta er tromp og spaðadrottningin er eiturnaðran. Spilið gengur út á það að hver

þátttakandi lætur af hendi þrjú spil til þess sem situr á vinstri hönd. Markmiðið er að fá sem

fæsta slagi, sem sagt sem fæst stig. Reglurnar eru þessar:

hvert hjarta er 1 stig

spaðadrottningin er 13 stig

hver hámaður er 1 stig

Þegar einhver þátttakandi er komin með 100 stig hefur hann tapað og spilið er búið. Sá

vinnur sem hefur fæst stig.

Útvíkkunarmöguleikar: Að láta nemendur búa til eigin stigatöflu og útfæra spilið eftir eigin

höfði.

Kennaraspurningar: Eru reglurnar sanngjarnar? Breytti einhverju ef hámennirnir teldu ekki

til stiga? Væri betra ef hjarta væri ekki alltaf tromp?

Prófun: Þessi leikur vakt áhygli mína og þar sem ég komst ekki í skólann til að prófa hann

með nemendum fékk ég fjölskylduna til að taka leik með mér. Þetta var mjög gaman. Fyst

vorum við óörugg en um leið og við lærðum reglurnar og vorum búin að spila spilið tvisvar

var þetta meira spennandi ég gæti vel trúað því að börn hafi ekki síður gana af þessu og við

fullorðafólkið. Ég veit ekki um uppruna leiksins en vinkona mín frá Bolungavík kendi mér

hann.

Námsleikir

Leikirnir í þessum flokkir eiga að tengjast ákveðnum námsgreinum og eiga t.m. sumir leikir að

þjálfa málfræði, stærðfræði, samfélagsfræði og tungumál einkum á mið- og unglingstigi.

Stærðfræði og íslenska er grunnfög í grunnskólum og mikilvægi þeirra er ótvírætt. Ég tel það

því nauðsýn að glæða kennslu þessara faga fjölbreytni og því er tilvalið að grípa í leiki sem

geta aukið fjölbreytni og vakið áhuga nemenda á ákveðnum þáttum í stærðfræði og íslensku.

Ég hef mikinn áhuga á samfélagsfræði og erlendum tungumálum og ákvað því að finna

námsleiki sem ég get notað í samfálgsfræði- og tungumálakennslu.

Page 14: Leikir sem kennsluaðferð Leikjabókin mín...um þá helstu og kenningar þeirra. Vygotsky fæddist í Russlandi árið 1896. Hann hélt því fram að vitræn hugsun væri fyrst

14

Stærðfræði

Mikilvægt er að nám skili sem bestum árangri og er stærðfræðinám engin undantekning.

Gildi leikja í stærðfræðinámi er án efa mikið. Í gegnum leiki má vekja áhuga nemenda á

nýjum viðfangsefnum og gera þau spennandi að fást við. Börn eru að læra stærðfræði í gegn

um leikinn án þess þó að verða þess vör. Fjölbreytni í kennsluaðferðum er lykilatriði til að

vekja áhuga og viðhalda honum. Leikir koma sterkt inn í námið til þess að vekja áhuga

nemenda en eins og segir í „Aðalnámskrá grunnskóla“, verða nemendur að fá að kynnast

skemmtigildi stærðfræðinnar og fá að glíma við þrautir og fara í skemmtilega leiki tengda

henni (Aðalnámskrá grunnskóla, stærðfræði 1999:56-57).

Samkvæmt Bob Baratta Lorton þá hefur stærðfræði mikið gildi í daglegu lífi fólks, því

stærðfræðin er alls staðar. “Stærðfræðin er í öllum íþróttum, útilegum, leikjum og líka í

vistfræðinni, umhverfinu. Stærðfræði gefur okkur þekkingu. Hún er í öllu sem við sjáum og

gerum”(Kennt með skilning að leiðarljósi 2004).

Leikur: Tugakerfið

Marmið: Að þjálfa samlagningu, frádrátt, deilingu og margföldun og hugtökin tugur,

eining, hundrað og þúsund

Aldur: 8 til 12 ára

Gögn: Krítar, blöð, kubbar, blýantur

Leiklýsing: Bekkurinn fer út og skiptir sér í tvö lið. Hægt er að láta nemendur kjósa til sín í

lið eða kennarinn skiptir niður bekknum. Búnir eru til kassar á borð við þessa hér að neðan á

gangstétt eða í sand, ekki er nauðsynlegt að hafa einingarnar, tugina ... fyrir ofan , þá er nóg

að hafa bara 4 kassa. Kennarinn ræður hvað er notast við, þ.e E, T, H, Þ, fer eftir aldri og

fjölda nemenda.

E T H Þ

Þegar búið er að skipta í lið nefnir kennarinn tölu sem getur verið samsett úr nokkrum

tölustöfum, komið með reiknisdæmi í samlagningu, frádrætti, margföldun og deilingu svo

Page 15: Leikir sem kennsluaðferð Leikjabókin mín...um þá helstu og kenningar þeirra. Vygotsky fæddist í Russlandi árið 1896. Hann hélt því fram að vitræn hugsun væri fyrst

15

fátt sé nefnt. Nemendur verða síðan að leysa dæmin með því að raða sér í rétt sæti og

tilgreina í hvaða sæti hver tala sendur.

Dæmi: Hvað er...

34 + 68 = 102 Nemendur eiga að raða sér upp í reitina þ.e 1 nemandi fer í hundrað sætið

og tugasætið verður autt og tveir nemendur fara í einingarsætið. Það liðið sem er fljótara að

reikna út og koma sér í rétt sæti til að lesa úr svarið vinnur stig.

Stigagjöfina ákveður kennarinn.

Kennaraspurningar: Kennari spyr nemendur um svarið og biður þá um að tilgreina í hvaða

sæti hver tala stendur. Hvernig fóruð þið að því að leysa dæmið?

Útvíkkunarmöguleikar: Það er jafnframt hægt að fara í þennan leik inni í skólastofunni og

notast við kubba og blöð með það í huga að teikna upp kassa svipaðan og hér fyrir ofan og

láta nemendur raða réttum fjölda kubba í sæti miða við þá útkomu sem fæst hverju sinni.

Jafnframt sem hægt er að biðja nemendur að raða sér upp svo að úr fáist sem hæsta talan úr

ákveðnum tölustöfum. Passa verður að láta ekki neitt sæti standa autt. Gott er að hafa

einhver ákveðin tímamörk svo að það myndist smá pressa á að ljúka við að leysa dæmi á sem

skemmstum tíma(Sigrún Ingimundardóttir 1997).

Leikur: Margföldunarleikur

Markmið: Þjálfa nemendur í margföldun

Gögn: Engin

Aldur: 8+

Leiklýsing: Hver nemandi er býfluga sem suðar um í býflugnahópnum (bekknum). Kennari

kallar einhverja tölu og eiga nemendur þá að mynda hópa með sama fjölda og talan sem

kennarinn nefndi. Ef einhver kemst ekki í hóp er hann úr leik. Ef nemendur eru t.d. 22 og

kennari kallar töluna 5 verða til 4 hópar og 2 verða útundan og eru þar með úr leik. Hlutverk

þessara tveggja er þá að ganga úr skugga um að réttur fjöldi sé í hverjum hópi, telja hópana

og margfalda saman fjölda hópa og fjölda staka í þeim. Fæst þá væntanlega tala sem passar.

Á þennan hátt skynja nemendur margföldun með því að prófa hana á eigin skinni. Leikurinn

heldur áfram þar til tveir nemendur standa eftir sem sigurvegarar. Það liggur í augum uppi að

leikurinn hentar vel þegar verið er að kenna margföldun og gerir hana vonandi áhugaverðari.

Útvíkkunarmöguleikar: Í stað býflugnasuðs mætti t.d. láta nemendur syngja og ganga í

halarófu. Einnig mætti leika tónlist.

Page 16: Leikir sem kennsluaðferð Leikjabókin mín...um þá helstu og kenningar þeirra. Vygotsky fæddist í Russlandi árið 1896. Hann hélt því fram að vitræn hugsun væri fyrst

16

Kennaraspurningar: Er betra að læra margföldun í gegnum þennan leik en að læra marg-

földunartöfluna utanað?

Leikur: Skipaorrusta

Markmið: Að þjálfa nemendur í líkindum og taka rökréttar ákvarðanir

í samræmi við líkur og þjálfa nemendur í notkun hnitakerfis

Gögn: Rúðustrikuð blöð og skriffæri

Leyklýsing: Skipaorrusta er 2ja manna spil. Hvor keppandi útbýr svona blað og teiknar inn

á það skipin eins og á myndinni hér til hægri.

Hvor þáttakandi stillir inn skipunum sínum með því að teikna þau inn

á sitt blað, athugið að þau mega ekki snertast. Einnig þurfa

þáttakendur að hafa eins blað þar sem allir reitirnir eru auðir. Þar

kemur hann til með að skrá hjá sér þá reiti sem hann hefur skotið á hjá hinum. Markmiðið er

að sökkva skipum andstæðingsins. Það gerið þið með því að nefna til skiptis reiti. Ef annar

segir t.d. "E-5" þá gáir mótspilarinn að því hvort eitthvað er í þeim reit hjá honum. Ef skip

liggur gegnum þann reit segir hann; "Þú hefur laskað (nefnir skipið sem er laskað).

Spyrjandinn setur þá X í E-5-reitinn hjá sér á tóma borðinu. Þannig finnur hann smátt og

smátt út hvernig skipið snýr og sekkur því að lokum. Sami keppandi spyr aldrei tvisvar í röð.

Setjið punkta umhverfis skip sem hefur verið sökkt svo að þið nefnið ekki þá reiti. (Munið-

skip mega aldrei snertast).

Útvíkkunarmöguleikar: Hægt er að hafa stærra spilaborð og öðruvísi skip. Sniðugt er að láta

nemendur útfæra á ýmsa vegu.

Kennaraspurningar: Er betra að byrja? Til hvaða annars þáttar í stærðfræði nær þessi

leikur?(Krakkasíða [án ártals]).

Leikur: Spýtu lottó

Markmið: Að þjálfa líkindareikning og setja upp gröf.

Gögn: Fjórar ísspýtur eða tunguspýtur, merkipennar, blað og blýantur

Leiklýsing: Teknar eru fjórar spýtur og þær skreyttar með einhverju munstri á aðra

hliðina. Síðan er ákveðið hve margar umferðir skal spila. Spýtunum er hent upp í loftið og

síðan fást stig eftir því hve margar mynstraðar hliðar snúa upp við lendingu. Skrifa þarf upp

reglurnar sem eru svona:

Page 17: Leikir sem kennsluaðferð Leikjabókin mín...um þá helstu og kenningar þeirra. Vygotsky fæddist í Russlandi árið 1896. Hann hélt því fram að vitræn hugsun væri fyrst

17

Allar fjórar munstur hliðar upp 5 stig

Þrjár upp og ein niður 4 stig

Tvær upp og tvær niður 3 stig

Ein upp og þrjár niður 2 stig

Síðan þarf að skrá hjá sér stigin sem fást í hverju kasti. Sá sigrar sem hefur flest stig eftir að

umferðum lýkur.

Útvíkkunarmöguleikar: Hægt er að gera nýja stigatöflu, hafa fleiri spýtur.

Kennaraspurningar: Er stigataflan sanngjörn? Hvernig væri betra að hafa hana? Það eru

sextán möguleikar á hvernig spýturnar geta fallið, hvaða? Hægt er að gera aðgerðatöflu til að

finna út möguleikana(Zaslavsky 1998:51).

Leikur: Að átta sig á reglunni

Markmið: Minni, athyglisgáfa, hugmyndaflug, rökhugsun, þjálfun í margföldun og

deilingu

Gögn: Stólar sem búið er að raða upp í hring(einum færri en fjöldi þátttakenda)

Aldur: 10+

Leiklýsing: Þátttakendur sitja í hring. Einn er valinn til að “ver’ann” og er sendur fram

meðan hinum eru settar leikreglur. Sem dæmi má nefna að leikreglan er sú að ákveða eina

tölu og svörin sem spyrjandanum eru gefin mega bara vera tölur sem ganga upp í þessa

ákveðnu tölu. Sá sem fer fram er spyrjandi í leiknum, hinir svara spurningum hans. Leikurinn

felst í því að þegar spyrjandinn kemur inn segir hann “hver er talan” og gengur á röðina, og

er tilgangurinn sá að spyrjandinn átti sig á reglunni í svörunum sem hann fær.

Leikurinn er hafður þannig að aðeins má nota hverja leikreglu einu sinni. Leikurinn krefst

athygli allra þátttakenda þar sem hver og einn þarf að vera minnugur á þá tölu sem þeir sem

á undan er í röðinni nefna því aðeins má nefna sömu töluna einu sinni.

Útvíkkunarmöguleikar: Ýmis tilbrigði af leikreglum.

Kennaraspurningar: Er auðveldara að nota hærri eða lægri tölur? Skiptir máli að það má

bara nefna sömu töluna einu sinni?(Brynhildur Ásgeirsdóttir 1993).

Page 18: Leikir sem kennsluaðferð Leikjabókin mín...um þá helstu og kenningar þeirra. Vygotsky fæddist í Russlandi árið 1896. Hann hélt því fram að vitræn hugsun væri fyrst

18

Leikur: Teningasipp. Hér tvinnast saman stærðfræði og hreyfing, mjög skemmtileg

tilbreyting frá því að sitja og reikna.

Markmið: Auka samhæfingu, færni í beytingu ólíkar reikniaðgerða og fjölbreyttum

aðferðum við stærðfræði iðkun Þjáfar notkun mismunandi hjálpargagna við

lausn verkefna

Aldur: 1. - 4. bekkur

Gögn: Sippuband og a.m.k. tveir stórir teningar (ekki nauðsynlegt að þeir séu stórir).

Leiklýsing: Samlagning: Börnin kasta teningunum tveimur og tveimur í einu og leggja

saman teningana tvo. Síðan sippa þeir eins oft og teningarnir segja til um.

Frádráttur: Eins og í samlagningunni nema nú eiga börnin að draga lægri töluna frá þeirri

hærri og eins og áður sippa eins oft og útkoman verður.

Margföldun: Margfalda saman teningana tvo og sippa eins oft og útkoman segir til um.

Deiling: Eins og fyrr nema nú skipta börnin á milli og deila þeirri lægri í þá hærri og sippa

eins oft og útkoman segir til um.

Kennaraspurningar: Kennari getur spurt nemendur hvaða reikinaðgerð gefi þeim möguleika

á að hoppa sem oftast.

Verkefnið er skemmtilegt og góð tilbreyting frá hefðbundinni stærðfræðikennslu. Hér fá

nemendur tækifæri til að auka færni sína í stærðfræði en um leið útrás fyrir hreyfiþörf sína.

Útvíkkunarmöguleikar: Leikurinn gefur tækifæri til að færa kennsluna út fyrir skólastofuna,

t.a.m. út á skólalóðina, þar sem mörg börn þurfa mikið rými þegar þau sippa. Auk þess er

leikurinn tilvalinn sem ein stöð í stöðvarvinnu í stærðfræði.

Vinna má með eina reikniaðgerð í senn eða láta nemendur velja á milli tveggja eða fleiri í því

markmiði að finna þá reikniaðgerð hverju sinni sem gefur þeim hæstu töluna. Þar sem

leikurinn krefst mikils fjölda teninga og sippubanda ef heill bekkur á að framkvæma hann þá

er tilvalið að bekkurinn fari í snú-snú þar sem nemendur skiptast á um að snúa einu snú-snú

bandi (eða tveimur). Áður en þau hoppa verða þau að kasta teningunum til að finna út

hversu oft þau eiga að hoppa inn í bandinu. Með því móti fylgjast nemendur með hjá hvort

öðru og eru ósjálfrátt virkari í reikniaðgerðunum þar sem þau munu að öllum líkindum reikna

sjálf með hinum nemendunum(Hildur Karen Aðalsteinsdóttir [án árs]).

Page 19: Leikir sem kennsluaðferð Leikjabókin mín...um þá helstu og kenningar þeirra. Vygotsky fæddist í Russlandi árið 1896. Hann hélt því fram að vitræn hugsun væri fyrst

19

Tungumál

Leikur: Who is the person?

Markmið: Þjálfa og auka orðaforða sem tengist fatnaði og lýsingarorðum, efla félagsleg

samskipti og þjálfa samvinnu

Gögn: Myndir af fólki í mismunandi klæðnaði, blað og skriffæri

Aldur: Miðstig + (það er hægt að fara með þennan leik niður í 1 bekk þá er hægt að

notast við lýsingar á íslensku)

leiklýsing: Nemendum skipt í 4-5 manna hópa. Á borðinu fyrir framan sig hafa nemendur

u.þ.b. 10 myndir af fólki. Markmið leiksins er að að finna með spurningum ákveðna persónu

sem einn nemandi velur sér. Fyrsti nemandinn velur sér eina mynd af borðinu(hann má ekki

segja hver myndin er). Síðan spyrja hinir hver á eftir öðrum spurningar. Dæmi: "Is the person,

that you are thinking of with yellow gloves?" Ef svarið er "nei, no" missir nemandinn eitt stig

(-1). Ef svarið er "já, yes" fær viðkomandi eitt stig (+1). Ef viðkomandi giskar á rétta mynd fær

hann tvö sig (+2) en ef hann velur vitlausa mynd missir hann tvö stig (-2). Hver nemandi má

bara spyrja einu sinni. Sá vinnur sem fær flest stig.

Útvíkkunarmöguleikar: Það er hægt að nota þennan leik í hvaða tungumálakennslu sem er.

Til að gera hann erfiðarir er hægt að láta hverja persónu hafa t.d. stöðuheiti, áhugamál og

svo verða nemendur að reyna að komast að því með spurningum hver þau eru á sama hátt

og áður(Ingvar Sigurgeirsson [án árs]).

Samfélagsfræði

Leikur: Eygi skal höggva

Markmið: Að nemendur standi saman í að verja þann sem hefur lífið. Sá sem er hann á

að reyna að ná lífi Snorra Sturlusonar

Gögn: Trefill eða klútur

Leiklýsing: Það þarf gott pláss fyrir þennan leik. Klutur eða trefill er settur niður í hálsmál

á bol eða peysu hjá einum nemanda. Fyrir framan nemandann raða sér upp aðrir nemendur

og halda utan um mittið á hvor öðrum. Sá sem er með klútinn er aftastur og heldur um

mittið á þeim sem er á undan honum . Andspænis röðinni nemandinn sem er hann. Hann á

Page 20: Leikir sem kennsluaðferð Leikjabókin mín...um þá helstu og kenningar þeirra. Vygotsky fæddist í Russlandi árið 1896. Hann hélt því fram að vitræn hugsun væri fyrst

20

að reyna að komast framhjá þeim sem eru fyrir framn þann sem er með klútinn eða trefilinn.

Ef hann kemst að honum kippir hann í klútinn/trefilinn og þá er hann dáinn. Gaman er að

fara í þennan leik í tenglum við Snorra sögu. Á meðan nemendur sem standa fyrir frama

Snorra sem er aftastur segja þeir allan tíman „Eygi skal höggva“.

Útvíkkunarmöguleikar: Sniðugt er að nota þennan leik sem kveikju fyrir umræðu um víkinga-

tíman og þá bardaga sem áttu sér stað á þeim tíma.

Prófun: Ég prófaði að fara í þennan leik með nememdnu í 6. bekk þegar þeir höfðu lokð við

vinnu í Snorra sögu. Hópurinn var frekar stór (25 nemaendur) og skipti ég þeim upp í lið og

lagði þetta upp sem keppni. Það lið sem var fyrr til að ná lífi Snorra bar sigur úr bítum.

Nemendur höfðu mjög gaman af þessu. Þegar ég kynnti leikinn fyrir nemendurm voru fjórir

sem vildu ekki vera með en þegar leikurinn var byrjaðu vaknaði mikill áhugi hjá þeim og vildu

ólmir vera með. Þarna sá ég hversu mikilvægt er að gefa nemendum tima til að ákveða sig

hvort þeir ætli að taka þátt. Stundum eru þeir feimnir eða hafa ekki áhuga á leikjum. Í þessu

tilviki var það meira að það að þeim þótti þetta barnalegt og vildu þar með ekki taka þátt. En

þegar þeir sáu hvað þetta var gaman breyttist það hjá þeim. Það myndaðist mikil spenna og

hávaði en það var þess virði, þau voru svo áhugasöm og einbeytt. Ég hafði ekki síður gaman

af þessu.

Leikur: Kóngulóavefurinn

Markmið: Að rifja upp námsefnið sem búið er að fara í

Gögn: Hnikill sem er frekar stór(fer eftir fjölda nemenda)

Leiklýsing: Þetta er góð aðferð til að fara yfir aðalatrið námsefnisins og sjá hvað nem-

endur kunna. Gaman er að fara yfir námsefnið á þenna hátt. Þessi leikur krefst þess að allir

leggji eitthvað til málanna. Nemendur eru látnir mynda hring á gólfinu, það skiptir ekki máli

hvort það er setið eða staðið. Síðan hefst upprifjunin. Kennarinn getur byrjað og komið

nemendum af stað með því að segja eina setningu, fræga línu eða nefna atburð eða upphaf

sögunnar.

Dæmi: Snorri Sturluson fæddist árið 1197 í Hvammi í Dölum.

Kennarinn eða sá sem byrjar frásögnina heldur í enda hnikilsins og þegar hann hefur lokið við

sitt innlegg kastar hann hniklinum svo til næsta sem tekur við og heldur áfram með upp-

rifjunina. Svona má gera þetta kolla af kolli þar til allri hafa lagt eitthvað til málan í

upprifjuninni. Þegar það er komið er hægt að leggja vefinn varlega niður á gólfið og nem-

Page 21: Leikir sem kennsluaðferð Leikjabókin mín...um þá helstu og kenningar þeirra. Vygotsky fæddist í Russlandi árið 1896. Hann hélt því fram að vitræn hugsun væri fyrst

21

endur geta skrifað stuttar setningar, orð, ártöl o.s.frv og lagt á vefinn. Með þessum hætti eru

allir virkjaði í að koma saman sögunni og atburðarrásinni. Það er ekki endielga mikilvægt að

atburðarásin komi í réttri tímaröð, heldur að öllum gefist tækifæri til að koma því á framfæri

sem þeir muna.

Þegar búið er að ljúka við að spinna vefinn og vinna með atburðarásina getur verið gaman að

taka mynd af vefnum.

Útvíkkunarmöguleikar: Hægt er að notast við þennan leik í landafræði, stærðfræði og

íslensku svo dæmi séu tekin. Í íslensku er hægt að taka fyrir málfræðihugtök. Dæmi: Hvað

einkennir sagnorð, nafnorð eða lýsingarorð. Nemendur eru látnir segja hvað það er um leið

og þeir láta hnikilinn ganga á milli sín. Í landafræðinni. má byrja á því að nefna land og svo

verða nemendur að halda áfram með atriði sem tengjast landinu. Það er líka hægt að taka

fyrir formúlur í stærðfræði o.s.frv.

Leysa vandamál: Það getur líka verið gott að nota kóngulóavefinn til að leysa erfið mál sem

upp hafa komið í bekknum. Nemendur látnir spinna vefinn og síðan þurfa allri að koma með

tillögur að lausn málsins og um leið og lausn kemur er vefurinn rakinn upp og þegar allri hafa

komið með lausnir er vefurinn horfinn. Mikilvægt er að fara vel yfir lausnri og hvað þær geta

gert til að leysa vandann.

Leikur: Ættardans í Snorra sögu

Gögn: Spilastokkur, tónlist og CD-spilari

Leiklýsing: Ásarnir eru teknir úr spilastokknum og þeim komið fyrir á gólfi eða hengdir

upp á vegg með góðu millibili(hver ás getur átt sitt horni í stofunni). Hægt er að gera kassa á

gólfinu utan um ásinn með málningarteipi til að afmarka svæði sem tilheyrir hverri ætt.

Nemendur danasa svo í takt við tónlistina og þegar hún stoppar velja þeir sér ætt sem þeir

vilja tilheyra og síðan dregur stjórnandinn spil úr spilabúnkanum og ef upp kemur t.d. tígull

þá eiga þeir sem völdu sér tígulættina sem getur t.d. verið Ásbyrningar að hverfa af

dansgólfinu og svo heldur leikurinn áfram þar til það er einungis eftir einn nemandi.

Útvíkkunarmöguleikar: Hægt er að gera aðeins meir úr leiknum með því að gera hvert svæði

áhugaverðar t.d. með því að skreyta hvert horn ákveðnum ættum, skrifa nöfn helstu manna í

hverri ætt fyrir sig, gera flott skilti fyrir hverja ætt og afmarka svæðim með þeim hætti.

Nemendur geta líka skrifað upp upplýsingar um merkustu menn hverrar ættar fyrir sig og

það legið frami í hverrju horni.

Page 22: Leikir sem kennsluaðferð Leikjabókin mín...um þá helstu og kenningar þeirra. Vygotsky fæddist í Russlandi árið 1896. Hann hélt því fram að vitræn hugsun væri fyrst

22

Hægt er að fara í þennan leik tengdan landafræðikennslu. Hægt erð að taka þá jafnmörg spil

úr stokknum og löndin eru. Dæmi ef verið er að fjalla um Skandinavíu þá getur t.d. Noregur

verið kóngur, Danmörk verið drotning, Ísland tía o.s.frv. Síðan gera nemendur táknin fyrir

hvert land og sá sem sér um að draga spilin hefur þá bara þau spil í búnkanum sem tilheyra

löndunum og dregið er um þessi ákveðnu lönd. Síðan er hægt að gera löndin líka úr ef

keppendur sem völdu tiltekið land vita ekki neitt um landið eða muna ekki nægilega mikið

um landið.

Hópleikir

Hópleikir geta kennt börnum margt. Til dæmis um heiðarleika, um að lífið er stundum von-

brigði jafnt sem velgengni, að erfiðleikarnir eru til að sigrast á þeim. Hópleikri efla samkennd

og þjálfa nemendur í að vinna saman og treysta hvor öðrum. Einnig kalla þeir á þolinmæði

þátttakenda og sjálfsaga. Það er mikilvægt að börn læri það að leikir eru ekki skemmtilegir ef

svindlað sé í þeim, oft geta þeir orðið leiðinlegir og ómögulegt að fara í leiki ef fólk svindlar .

Ekki má gleyma því að börn læra að í leikjum sem og lífinu sjálfu eru reglur sem nauðsýnlegt

er að fara eftir.

Leikur: Teikna á bak

Markmið: Efla samvinnu, þjálfar einbeytningu og nákvæmni

Gögn: Skólatafla, flettitafla eða bara karton. Töflutúss eða venjulegan túss eða

blýant

Aldur: 10+

Lýsing: Þátttakendum er skipt upp í hópa( c.a 4 hópa ef þú ert með marga nemendur).

Hver hópur er látinn raða sér upp í röð fyrir framan töfluna, kartonin eða fléttitöfluna. Síðan

hefst leikurinn. Sá sem er aftastur á að skrifa fyrirfram ákveðin bókstaf, setningu eða jafnvel

teikningu á bakið á þann sem fyrir frama stendur(þátttakendur meiga ekki snúa sér við).

Síðan er orðið eða það sem valið var látið ganga áfram með þessum hætti að skrifað sé á bak

þess sem fyrir framan stendur og þegar orðið er komið á bakið á þeim sem fremstur stendur

skrifar hann það á töfluna og þá kemur í lós hvort orðið hafi skilaði sér alla leið(Ingvar

Sigurgerisson kenndi í tíma).

Page 23: Leikir sem kennsluaðferð Leikjabókin mín...um þá helstu og kenningar þeirra. Vygotsky fæddist í Russlandi árið 1896. Hann hélt því fram að vitræn hugsun væri fyrst

23

Leikur: Treflaleikurinn

Markmið: Auka snerpu og úthald

Gögn: Nokkrir mismunandi treflar, fjöldi þeirra fer eftir fjölda þátttakenda

Aldur: 5+

leiklýsing: Stólum er raðað í hring og hver og einn hefur sitt sæti. Treflum er dreift með

regluelgu millibili. Þeir sem hafa treflana verða að leggja þá um háls sér og hníta tvisvar(tvo

hnúta) og síðan losa þeir treflana og láta á næsta sem situr við hliðiná honum svona gengur

þetta þar til einhver lendir í því að fá tvo trefla á sig. Stjórnandinn getur lætt inn treflum ef

þetta gengur of hægt og fáir verða úr. Skemmtilegast er að hafa treflana fjölbeytta að stærð,

þykt og úr mismunandi efni, því það geri leikinn meira spennandi því að það er mis erfitt að

festa á sig treflan og losa þá.

Útfærsla: Hægt er að fara í þennan leik með smá breytingum. Notast er við hatt eða húfur og

þær látnar ganga í hring meðan tónlistin er spiluð og þegar hún hættir er sá/þeir úr sem hafa

höfuðfat. Þetta er mjög skemmtilegur leikur sem ég er hef oft farið í.

Leikur: Eldur og brennisteinn

Markmið: Er að sá sem er hann á að reyna að komast í sæti

Gögn: Stólar raðað í hring einum færri en þátttakendafjöldinn segir til um.

Aldur: Allur aldur

Leiklýsing: Stólum er raðað upp í hring, einum færri en þátttakendur segja til um. Siðan

koma nemendur sér fyrir á stólunum nema einn sem stendur í miðjum hringnum. Þátt-

takendum hefur verið úthlutað númeri, dýraheiti, ávaxtaheiti eða hverju sem er, svo

framalaga sem allir eru með á nótunum hvað verið sé að nota hverju sinni. Sá sem er í

miðjuni á að reyna að komast í sæti og getur hann valið um þrjár mismunadi leiðir til þess.

Nefna t.d. tvær tölur og þá þurfa þeir sem hafa tölurnar að standa upp og skipta um

sæti og sá sem er í miðjunni verður að reyna að komast í annað sætið.

Sá sem er hann getur sagt „eldur og brennisteinn“ og þá þurfa allir þátttakendur að

standa upp og skiptan um sæti(þeir meiga ekki fara í sömu sæti og þeir sátu í)

Sá sem er hann getur valið að segja „lest“ og þá færa þátttakendur sig réttsælis á

næsta stór þar til sá sem er hann nefnir eina af leiðunum eða nær að skjóta sér inn á

milli í lestinni.

Page 24: Leikir sem kennsluaðferð Leikjabókin mín...um þá helstu og kenningar þeirra. Vygotsky fæddist í Russlandi árið 1896. Hann hélt því fram að vitræn hugsun væri fyrst

24

Prófun: Ég hef að undanförnu tekið þennan leik í kennslunni í svokölluðu hópastarfi með 5.

og 6. bekk og þeim finnst þetta mjög gaman. Ég er bara búin að lenda í því tvisvar að nokkrir

nemendur vildu ekki tala þátt en svo þegar þeir sáu hvað hinir skemmtu sér vel og höfðu

gaman af þá voru þetta nemendurnir sem báðu mig um að fara í þennan leik þegar þeir

komu aftur til mín í hópavinnu. Einfaldur leikur sem flestir hafa ánægju af. Þátttakendur eru

fljótir að ná leikreglunum og um leið og farið er af stað eru allir með og áhuginn leynir sér

ekki. Mikið fjör!!

Leikur: Morðingi

Markmið: Þjálfa einbeytningu og eftirtekt

Gögn: Spil án spaða, tígul og laufa ás

Aldur: 10+

Leiklýsing: Nemendurnir setjast í hring á gólfinu. Kennarinn er með spil og þar á meðal er

hjartaás. Fjöldi spila og nemenda er sá sami. Nemendurnir eiga síðan að draga eitt spil hver

og er algerlega bannað að sýna hvað þeir drógu. Sá sem dregur hjartaásinn er morðinginn.

Nemendurnir eiga nú að fylgjast með og leita að morðingjanum. Morðinginn á að reyna að

ná augnsambandi við einhvern og blikka svo lítið beri á. Sá sem er blikkaður á þá að segja:

„Ég er dauður“. Sjái einhver annar nemandi morðingjann blikka á hann að kalla upp: „Ég

ákæri“ og segja hver morðinginn er. Hafi hann rétt fyrir sér er morðinginn handtekinn og þar

með úr leik og nemendurnir eiga að draga upp á nýtt. Hafi ákærandinn hins vegar ekki rétt

fyrir sér er hann dauður. Morðinginn á að reyna að blikka sem flesta og sá vinnur sem tekst

að blikka sem flesta.

Útfærsla: Kennari lætur alla nemendurna grúfa, gengur framhjá og hnippir létt í einhvern. Sá

sem kennari hnippti í er þá morðinginn. Nemendur eiga nú allir að labba um stofuna og

reyna að fylgjast hver með öðrum. Morðinginn á nú ekki að blikka heldur hnippa í einhvern

svo lítið beri á og er þá hinn sami dauður. Á sama hátt meiga aðrir nemendur ákæra

morðingann sé hann staðinn að verki og taka hann þannig úr umferð. Leikinn skráði Hafdís

Hilmarsdóttir árið 1994 í leikjabankann(Ingvar Sigurgeirsson [án árs]).

Leikur: Hákarlar og eyjur

Markmið: Eflir þolinmæði, sjálfsaga, þjálfar samvinnu og traust

Gögn: Dýnur, mottur eða stór spjöld til að standa á

Page 25: Leikir sem kennsluaðferð Leikjabókin mín...um þá helstu og kenningar þeirra. Vygotsky fæddist í Russlandi árið 1896. Hann hélt því fram að vitræn hugsun væri fyrst

25

Aldur: 5+

Leiklýsing: Þessi leikur hentar vel þegar fjallað er um að deila saman rými og þegar fjallað

er um öryggi og öryggisleysi. Kennarinn dreifir nokkrum dýnum á gólfið. Hann segir síðan

nemendum að hver dýna sé eyja sem er umkringd sjó á alla vegu. Þegar leikurinn hefst

svamla nemendur með látbragði í sjónum við eyjarnar. Þegar kennarinn æpir „hákarlar“

synda nemendur í öryggið upp á eyjurnar. Áður en leikurinn hefst hafa hins vegar kennarar

og nemendur í sameiningu ákveðið hve marga menn hver eyja getur tekið. Heildarfjöldi

sundmanna á eyju má ekki vera meiri en talað var um í upphafi. Er leikurinn æsist tekur

kennari í burtu eina og eina eyjur, þannig að nemendur eiga í erfiðleikum með að finna

öryggi og flýja undan hákörlunum(Anna Jeppesen og Ása Helga Ragnarsdóttir 2004:51).

Útileikir

Leikur: Ratleikur

Markmið: Að rifja upp námsefnið, skerpa minnið og auka samvinnu nemenda.

Gögn: Spjöld með spurningum og teningur

Aldur: 8+

Leiklýsing: Kennarinn býr til 30-50 spjöld með spurningum um ákveðið námsefni eða

námsþátt sem búið er að vinna með. Spurningarnar geta verið á margvíslegan hátt,

krossaspurningar, staðreindaspurningar og rétt og rángt o.fl. Þegar kennarinn hefur komið

sér upp spurningaspjöldum, Fær hann nemendur til að aðstoða sig við að finna staði á

skólalóðinni eða í nánasta umhverfi skólans. Leikurinn byrjar á því að hópurinn kastar

teningnum og sú tala sem kemur upp á teningnum segir til um númerið á þeirri spurningu

sem svara á. Síðan leggja þeir af stað til að svara spurningunni. Þegar þeir telja sig hafa

fengið svarið þurfa þeir að fara aftur á fyrirfram ákveðin upphafstað og sýna kennaranum

svarið og fá þá leyfi til að kasta teningnum aftur. Sú tala sem kemur upp á teningnum leggst

við fyrri tölu og síðan fara nemendur aftur af stað til að finna spurningu sem gefur summu

fyrstu tölunar og annarrar tölunnara Það er ágætt að miðað sé við ákveðin tíma þegar þessi

leikur byrjar. Sá hópur vinnur sem hefur svarað flestum spurningum rétt.

Page 26: Leikir sem kennsluaðferð Leikjabókin mín...um þá helstu og kenningar þeirra. Vygotsky fæddist í Russlandi árið 1896. Hann hélt því fram að vitræn hugsun væri fyrst

26

Leikur: Hlaupa í skarðið

Markmið: Eflir snerpu og úthald

Gögn: Engin

Aldur: Allur aldur

Leiklýsing: Nemendur standa í hring og leiðast og snúa bökum út. Einn er hann og á hann

að slá á rassinn á einum og síðan hlaupa þeir gagnstæðan hring og sá sem er fyrstur að

komast í skarði sem myndaðist þega slegið var á rassinn á þeim sem hljóp í gagnstæðan hring

við þann sem var hann. Sá sem nær skarðinu snýr rassinum ínn í hringinn sem þýðri að hann

getur ekki átt það á hættu að þurfa að hlaupa aftur. Leikurinn klárast þegar allir hafa náð að

snúa rassinum inn í hringinn.

Úttvíkkunarmöguleikar: Hægt er að gera leikinn erfiðari með því að nemendur þurf að

komast hringinn á annan hátt en eð hlaupa. Til dæmis með því að hoppa hringinn eins og

froskar höppa, hoppa á öðrum færit o.s.frv.

Leikur: Yfir

Markmið: Að fá sem flesta yfir í sitt lið

Gögn: Brennibolti og kofi/lítið hús

Aldur: 9+

Leiklýsing: Nemendum er skipt niður í tvo hópa og má nota margar sniðugar leiðri til

þess. Nemendur fara sítt hvoru megin við kofann/litla húsið og síðan kasta þeir

brenniboltanum yfir og segja um leið „yfir“ og þeir sem eru í hinu liðinu reyna svo að grípa

boltann. Ef einhver úr liðinu nær að grípa boltann hleypur hann réttsælis fyrir hornið og segir

gripinn og reynir að kasta boltanum í andstæðingana. Ef boltinn hittir einn úr hinu liðinu

kemur sá hinn sami yfir í lið andstæðinganna. Það liðið vinnur sem hefur fleir leikmenn í sínu

liði.

Þetta er gamall og skemmtilegur leikur sem ég fór mikið í þegar ég var barn. Ekki er vitað um

upphaf hans.

Page 27: Leikir sem kennsluaðferð Leikjabókin mín...um þá helstu og kenningar þeirra. Vygotsky fæddist í Russlandi árið 1896. Hann hélt því fram að vitræn hugsun væri fyrst

27

Námsspil

Leikur: Scrabble/orðaspilið

Markmið: Nemendur auki færni sína í að búa til íslensk orð á fjölbreyttan hátt með

stafakubbum úr Scrabble og auki orðaforað sinn. Orðabækur

Gögn: Spilaborð úr spilinu Scrabble og stafakubbarnir

Aldur: 11+

Leiklýsing: Nemendur spila spilið í tengslum við íslensku og hægt er að taka fyrir t.d bara

sagnorð, lýsingarorð eða nafnorð(sérnörn og samnöfn). Leikmenn byrja á því að draga sér

ákveðin fjölda af stafakubbum og reyna að mynda t.m. sagnorð með þeim stöfum sem hann

hefur fyrir. Hægt er að nota reglurnar sem eru í Scrabble hvað stigagjöf varðar. Ef nemendur

eru að vinna með lýsingarorð þá geta þeir notað orðabækur til að hjálpa sér að finna orð sem

eru lýsingarorð út frá þeim stöfum sem þeir hafa dregið sér.

Prófun: Búin að fara í þennan leik með nemendum í 7. Bekk og voru þau mjög áhugasöm. Við

tókum bara fyrir nafnorð því það er svo breiður flokkur. Það var gaman að sjá hvað þau

höfðu mikinn áhuga, þetta er góð leið til að fá nemendur til að fræðas um íslenskuna því þau

eru ekki alltaf sammála um það hvort orðið tilheyri þeim flokki sem verið er að taka fyrir

hverju sinni.

Leikur: Bingó

Markmið: Að þjálfa sjónminni, formskynjun, liti og ýmis atriði tengd náminu.

Aldur: 6+

Gögn: Spjöld eins og bingóspjöld nema með auðum hólfum þar sem tölurnar eru á

venjulegum bingóspjöldum. Einnig þarf að hafa minni spjöld til að þekja

bingóspjaldið með.

Leiklýsing: Leikurinn er spilaður eins og venjulegt bingó en í upphafi teiknar leikmenn

sjálfir formin á bingóspjöldin áður en bingóið sjálft byrjar. Þannig fá þeir að ráða hvaða form

þeir eru með og teikning verður hluti af leiknum. Það geta t.d. verið form í öllum litum og

lögun en gott er að stjórnandinn sé búin að gefa upp þau form sem eru í bíngóinu(Leikinn er

hægt að hafa sem kveikju í stærðfræði eða öðrum fögum). Stjórnandinn segir leikmönnum

ekki hvaða mynd er á spjaldinu heldur lýsir henni án þess að segja heitið. Í stað þess að segja

"rauður þríhyrningur" getur hann sagt: Þetta er hlutur með þrjú horn og er rauður að lit!

Page 28: Leikir sem kennsluaðferð Leikjabókin mín...um þá helstu og kenningar þeirra. Vygotsky fæddist í Russlandi árið 1896. Hann hélt því fram að vitræn hugsun væri fyrst

28

Utvíkkunarmöguleikar: Ef um eldri leikmenn er að ræða má setja upp dæmi í stað talna eða

að stjórnandinn les upp dæmi og leikmenn þekja réttar tölur og málshætti, vísur, orðtök og

þess háttar er hægt að nota í stað talna. Stjórnandinn les t.d. upp fyrri part vísu og ef

leikmenn hafa seinnipart vísunnar þá þekja þeir reitinn(Leikinn skráði Kolbrún Jónsdóttir

1994 á leikjavefinn).

Leikur: Stærðfræði með spilum.

Markmið: Að þjálfa nemendur í notkun samlagningar og annarra reikningsaðgerða.

Efla rökhugsun skapa áhuga fyrir stærðfræði og ná fram áhuga.

Aldur: 7-9 ára

Gögn: Spilastokkur sem búið er að fjarlægja mannspilin úr.

Leiklýsing: Þessi leikur er fyrir einn jafnframt er hægt að vera tveir í þessum leik. Notaður

er spilastokkur sem búið er að fjarlægja mannspilin úr.Spilin eru stokkuð og bunkinn settur á

hvolf. Því næst er einu spili í einu snúið við og reynt að finna samliggjandi spil sem gefa til

dæmis summuna 20 eða mismuninn 20 o.s.frv. Það geta verið allt að þrjú spil eða fleiri sem

þátttakandinn þarf að draga í einu til að ná tiltekinni summu. Þegar summan er fundin eru

þau spil tekin frá. Hægt er að hafa þetta eins og einskonar kapal þegar einn spilar og er þá

markmiðið að sem fæst spil séu eftir.

Kennaraspurningar: Kennari þarf í upphafi að fjalla um hugtökin summa og mismunur og

spyrja nemendur spurninga eins og; hvað er summa? Hvað er mismunur? Hvaða

reikniaðgerð notum við til að fá út summu? Hvaða reikniaðgerð notum við til að fá mismun?

Hver er t.d. summa spilanna hjartafjarki og tígultvistur? Hvaða spil vantar okkur til að fá

summunni 20?

Útvíkkunarmöguleikar: Í fyrsta lagi þarf kennari alltaf að laga leikinn að aldri og getu

nemenda. Tilvalið er að nota þennan leik til að þjálfa margföldun hjá nemendum í 3. -5. bekk.

Þá er hægt að setja mannspilin inn fyrir nemendur sem eru með meiri færni(Guðbjörg

Pálsdóttir 2003).

Leikur: Mylla

Markmið: Efla rökhugsun, athygli, eftirtekt og einbeitingu.

Gögn: Mylluborð sem þátttakendur gera sjálfir eða leikstjórnandi er búin að búa til.

Aldur: 6+

Page 29: Leikir sem kennsluaðferð Leikjabókin mín...um þá helstu og kenningar þeirra. Vygotsky fæddist í Russlandi árið 1896. Hann hélt því fram að vitræn hugsun væri fyrst

29

Leikýsing: Mylla er tveggja manna spil og hefur hvor leikmaður 9 töflur, svartar eða

hvítar. Leikmenn leggja til skiptist töflu á hvern þann punkt sem auður er á borðinu. Þegar

töflurnar eru komnar út skiptast leikmenn á að flytja töflu frá einum punkti til annars. Við

uppröðun á færslu er miðað af því að búa til myllu. Þ.e.a.s. stilla upp þremur töflum í röð.

Þegar leikmaður fær myllu má hann fjarlægja eina töflu andstæðings síns en ekki ef taflan

stendur í myllu.

Spilið telst unnið þegar leikmaður hefur fækkað töflum andstæðings síns niður í tvær eða

komið í veg fyrir að nokkur tafla hans verði hreyfð úr stað.

Kennaraspurning: Er hægt að spila myllu á annan hátt? T.d. búa til nýjar reglur? Skiptir máli

hver byrjar spilið?

Útvíkkunarmöguleikar: Hægt er að víkka myllu á þann hátt að gera hann að hreyfileik þar

sem gólfið verður borðið og krakkarnir verða töflurnar. Einhverjir tveir eru svo stjórnendurnir

og segja töflunum fyrir.

Gamlir íslenskir leikri

Leikur: Frúin í Hamborg

Markmið: Að hafa gama af, auka snerpu og einbeytningu

Gögn: Engin

Aldur: Allur aldur

Leiklýsing: Þetta er orðaleikur með tveimur þátttakendum. Sá sem byrjar segir: „Hvað

keyptirðu fyrir peningana sem frúin í Hamborg gaf þér í gær“? Þú mátt ekki segja „svart“ og

ekki „hvítt“, ekki „já“ og ekki „nei“.

Hinn finnur eitthvað upp sem hann þykist hafa keypt og síðan tala þátttakendurnir saman

um það og spyrjandinn reynir að fá hinn til að segja bannorðin því þá er hann búinn að vinna

leikinn.

Úttvíkkunarmöguleikar: Þegar leikurinn er orðinn of léttur má bæta við bannorðum, t.d.

"það" ----- ÞAÐ er mjög erfitt að nota aldrei ÞAÐ orð í leiknum.

Leikur: Flöskustúturinn

Gögn: Það sem þarf til er ein tóm hálfslíters gosdrykkjaflaska(glerflaska er ekki verri)

Aldur: Fyrir allan aldur

Page 30: Leikir sem kennsluaðferð Leikjabókin mín...um þá helstu og kenningar þeirra. Vygotsky fæddist í Russlandi árið 1896. Hann hélt því fram að vitræn hugsun væri fyrst

30

Leiklýsing: Allir sitja í hring á gólfinu nema einn sem er inni í hringnum. Hann snýr nú

flöskunni og segir: "Sá sem flöskustútur lendir á á að syngja „Gamli Nói“. Svo snýr hann

flöskunni og sá sem flöskustúturinn lendir á, á þá að syngja lagið. Þegar hann er búinn að því

fer hann inn í hringinn og endurtekur leikinn. Auðvitað getur sá sem er inni í hringnum

fundið upp á hverju sem er til að láta hinn gera. Athafnirnar verða að henta aldri þátttakenda

(Krakkasíða [án ártals]).

Leikur: Í grænni lautu

Gögn: Stólar, lítill hlutur eða hringur

Aldur: Allur aldur

Leiklýsing: Stólum er raðað í hring einum færri en þátttakendur segja til um. Þátttak-

endur setjast á stólana og sá sem er hann grúfir sig í miðju hringsins á meðan sungin er

laglína “ Í grænni lautu þar geymi ég hringinn sem mér var gefinn og hvar er hann nú, sem

mér var gefinn og hvar er hann nú“ Þega búið er að syngja rétta þátttakendur út hendurnar

og sá sem er hann á að reyna að finna hringinn sem falinn er í lofa eins þátttakans. Hann fær

nokkrar tilraunir til þess ef hann finnur hringin þá á sá sem var með hringinn að fara inn í

miðjuna og grúfa svo hefst söngurinn aftur( Krakkasíða.Innileikir[án ártals]).

Leikur: Ein kona fram fyrir ekkjumann

Gögn: Stólar

Aldur: Allur aldur

Leiklýsing: Best er að þátttakendur séu ekki færri en tíu og þarf fjöldi þeirra að standa á

oddatölu (9-11-13-15-o.s.frv.) Tveir eru um hvern stól annar situr á honum en hinn stendur

fyrir aftan stólinn. Staki þátttakandinn er ekkjumaðurinn (hvort sem það er strákur eða

stelpa). Hann stendur fyrir aftan stólinn. Þeir sem sitja á stólunum eru konur og eiga að horfa

á ekkjumanninn. Karlarnir standa fyrir aftan stólana og eiga að passa að konurnar sleppi ekki

frá þeim. Karlarnir mega ekki horfa upp, eiga að horfa beint niður á konuna sína. Ekkju-

maðurinn á nú að reyna að blikka einhverja konuna til sín. Konurnar eiga að reyna að komast

til ekkjumannsins. Takist „eiginmanninum“ að „klukka“ konuna sína kemst hún ekki í burtu.

En eiginmaðurinn má ekki hlaupa á eftir henni. Hann verður að standa kyrr á sínum stað.

Sleppi konan er eiginmaðurinn orðinn ekkjumaður og verður að reyna að blikka til sín aðra

konu( Krakkasíða.Innileikir [án ártals]).

Page 31: Leikir sem kennsluaðferð Leikjabókin mín...um þá helstu og kenningar þeirra. Vygotsky fæddist í Russlandi árið 1896. Hann hélt því fram að vitræn hugsun væri fyrst

31

Áhugaverðir leikir

Leikur: Blindu mennirnir

Markmið: Efla athygli og skinhrif þátttakenda, þjálfa samvinnu. þrír treflar til að bynda

fyrir augu þátttakenda.

Gögn: Mafgvíslegir hlutir úr ólíku efni t.d. riksuga, lampi o.fl.

Aldur: 10+

Lýsing: Stjórnandinn fær þrjá til að taka þátt. Það er bundið fyrir augun á þeim og þeir

látnir sitja á stólum hlið við hlið. Síðan segir stjórnandinn þeim sögu um blindu mennina þrjá

sem reyndu að segja frá því hvernig fílinn lyti út. Allir þreyfuðu þeir á mismunadi

líkamshlutum og hver og einn lýsti fílnum á mjög ólíkan hátt. Þegar búið er að segja frá því

kemur stjórnandinn með hlut sem er úr ólíku efni. Hver og einn er látin þreyfa á hlutnum á

mismunandi stöðum og svona gengur það koll af kolli. Í lokinn á hver og einn að lýsa

hlutnum eins og hann getur. Í Lokinn eiga þátttakeldur að finna út úr því í sameigingu hvaða

hlutur þetta var með því að lýsa þeim hluta hlutsins sem þeir komu við.

Prófun: Þessi leikur var prófaður í einum laugadagstímanum og var mjög skemmtilegur.

Ingvar sagði á skemmtilegan hátt söguna af blindu mönnunum og fílnum. Ég á eftir að prófa

hann í kennslu.

Leikur: Dulmáls leikur

Markmið: Að nemendur vinni með tölur og þjálfist í samlagningu.

Gögn: Blað og skriffæri

Aldur: 6-9 ára

Leiklýsing: Stafróið er skrifað upp á karton eða töfluna og hverjum staf gefið talnagildi.

Dæmi: A Á B D Ð E ..... 1 2 3 4 5 6. Síðan eru skilaboð skrifuð í tölum og nemendur finna þau

með því að finna réttu stafina í töflunni. Dæmi: 2. 8. 22. 1. 16 14. 6. 17. 17. 19 = Áfram

Kennó.

Útvíkkunarmöguleikar: Hægt er að láta stafina hlaupa á tugum, annað hvort heilum og

hálfum tugum eða bara heilum. Fyrstu stafirnir geta verið einingar og svo tekið við tugir svo

hundruðir og þannig koll af kolli. Krakkarnir geta fundið sína tölu með því að leggja saman

tölurnar í sínu nafni.

Kennaraspurningar: Væri hægt að snúa aðferðinni við og nota bókstafi í reikningsdæmum?

Er það erfiðara? (Zaslavsky 1998:63).

Page 32: Leikir sem kennsluaðferð Leikjabókin mín...um þá helstu og kenningar þeirra. Vygotsky fæddist í Russlandi árið 1896. Hann hélt því fram að vitræn hugsun væri fyrst

32

Leikur: Að ganga eftir línu

Markmið: Einbeiting, jafnvægi.

Aldur: 4+

Leiklýsing: Lína er mörkuð á gólf með krít eða límbandi. Nemendum er sagt að hún sé

örmjó brú yfir gjá. Nemendur ganga í röð yfir brúna nokkrum sinnum. Í hverri ferð er lögð ný

þraut fyrir þá, dæmi:

Nemendur ganga afturábak, með krosslagða fætur, fyrst áfram, síðan með stórum eða

smáum skrefum (áfram eða afturábak). Annað dæmi er að ganga yfir brúna með hluti (t.d.

bækur, pappadiska, plastskálar eða bolla) á höfðinu, með eldspýtnastokka eða glös á

handarbökunum. Eins má nefna að horfa um leið í gegnum pappahólka ýmist með öðru eða

báðum augum, ganga með prik eða skaft á fingri eða lófa, með bolta (kasta, grípa) eða

blöðru (slá), með augu lokuð eða ganga yfir hindranir, (t.d. flöskur, kassa, dósir).

Einnig má leggja fyrir nemendur það verkefni að búa til nýjar þrautir af þessu tagi. Leikurinn

verður enn erfiðari ef notuð er lág jafnvægisslá í stað línu á gólfi(Ingvar Sigurgeirsson 1995).

Framlag mitt til leikjabankans

Ég hef verið í kennslu síðan 1999 og byrjaði sem heimilisfræðikennari. Æstæðan fyrir því er

sú að ég er Konditor að mennt og það lá beinast við að taka heimilisfræðikennslu. Börn eru

frekar jákvæð fyrir heimilifræði og kennslustundirnar voru alltaf skkemmtilegar og þa þurfti

ekki að grípa til leikja í þeirri kennslu. En þega ég fór að kenna meira önnur fög þá fann

maður að áhuginn var mismikill og að nauðsýn þótti að gera eitthvað skemmtilegt til að

viðhadla áhuganum. Stundum var það nóg að segja að ef vinna gengi vel þá færum við í leiki.

Þá ver leikurinn meira umbun hjá mér. En núna sé ég hvað það er mikið hægt að gera með

leiki í kennslu. Leikurinn sem ég vald mér að kenna eða öllu heldur deila með ykkur lærið ég

þegar ég hóf að kenna. Ég man ekki hvaða hann kemur og get því ekki getið um heimildir.

Leikur: Hvar sit ég?

Markmið: Efla mynni, samvinnu og þolinmæði. Koma öllum í sín sæti.

Gögn: Flettitafla eða tússtafla og töflutúss/tússpenni borð og stólar.

Aldur: 9+

Leiklýsing: Stjórnandinn skrifar upp á töflu t.d. nöfn á ávöxtum einu færra en

þátttakendur eru ef Þeir eru hann þá skrifar hann tveimur nöfnum færra. Ef þátttakendur eru

Page 33: Leikir sem kennsluaðferð Leikjabókin mín...um þá helstu og kenningar þeirra. Vygotsky fæddist í Russlandi árið 1896. Hann hélt því fram að vitræn hugsun væri fyrst

33

23 og tveir eru hann þá er einungis skrifuð 21 ávaxtanafn á töfluna. Það er líka hægt að skrifa

upp bílategundir, fótboltalið, dýr o.s.frv. Allir þátttakendur sitja í sætum sínum þegar þeir fá

úthlutað nafni og síðan skipta þeir um sæti. Ekki má sitja í sætinu/sætunum hjá þeim sem

eru hann. Á meðan stjórnandinn er að úthluta þátttakendum nöfnunum þá fara sá/þeir sem

eru hann út úr stofunni. Þegar allir hafa fengið nöfn og skipt um sæti koma þeir sem eru

hann inn og byrja að nefna tvö nöfn í einu. Dæmi epli og pera, þá standa þeir upp sem eru

epli og pera og skipta um sæti. Svona er haldið áfram þar til búið er að koma öllum í rétt

sæti. Þátttakendur meiga ekki láta þá sem eru hann vita ef einhver er komin í rétt sæti þeir

verða að finna það út sjálfir og þega búið er að koma einhverjum í rétt sæti er sá ávöxtur

strokaður út.

Útvíkkunarmöguleikar: Það er líka hægt að setja leikinn upp sem keppni. Nemendur þurfa

að keppa við tímann. Sá sem nær að koma þátttakendum í réttu sætin á sem skemmstum

tíma vinnur.

Prófun: Ég hef marsinnis farið í þennan leik með börnum og þeim þykri þetta spennandi

leikur. Ég hef ekki farið í þennan leik með börnum yngri en 10 ára en eflaust er hægt

auðvelda hann á einhvern hátt svo hann henti börnum frá 6 ára aldri.

Page 34: Leikir sem kennsluaðferð Leikjabókin mín...um þá helstu og kenningar þeirra. Vygotsky fæddist í Russlandi árið 1896. Hann hélt því fram að vitræn hugsun væri fyrst

34

Lokaorð

Að setja fram nýtt hugtak með því að nota leik í kennslu getur skipt sköpum fyrir nemand-

ann, sú nálgun á viðfangsefni gerir það líklega að verkum að hann á auðveldara með að

tileinka sér það. Mikilvægt er að kennari kynni sér vel þá leiki, sem hann ætlar að nota í

kennslu, til að geta gert sér grein fyrir því hvaða leiki hentar að leggja fyrir nemendur í því

markmið að nálgast ákveðin hugtök og þjálfun einstakra þátta.

Ég tel að lengi vel hafi kennarar og foreldrar litið á leiki í kennslu sem uppfyllingu í

skólastarfinu eða umbun fyrir vel unnin störf. Á þessu hefur orðið nokkur breyting og þá

aðallega á yngri stigum skólans og kennarar tengja leiki markvisst við þau markmið sem sett

eru fram í Aðalnámskrá grunnskóla. Þetta námskeið opnaði augu mín frekar fyrir mikilvægi

þess að nota leiki í kennslu.

Ég vil því láta lokaorð mín vera þau að leikurinn gefur nemendum og kennurum tækifæri á að

kynnast á öðrum grundvelli en við hefðbundna kennslu þar sem bókin er lögð til grundvallar.

Sterk tengsl, traust og gagnkvæm virðing er það sem nemendur öðlast í leik á sama tíma og

þeir eru að þjálfa fyrirfram ákveðna þætti og leikni.

Page 35: Leikir sem kennsluaðferð Leikjabókin mín...um þá helstu og kenningar þeirra. Vygotsky fæddist í Russlandi árið 1896. Hann hélt því fram að vitræn hugsun væri fyrst

35

Heimildaskrá

Aðalnámskrá grunnskóla, stærðfræði. 1999. Menntamálaráðuneytið, Reykjavík.

Anna Jeppesen og Ása Helga Ragnarsdóttir. 2004. Leiklist í kennslu. Handbók fyrir kennara.

Námsgagnastofnun, Reykjavík.

Brynhildur Ásgeirsdóttir. 1993. Að átta sig á reglunni. Leikjabankin. Vefslóð:

http://blakkur.khi.is/webct/urw/lc2044122001.tp0/cobaltMainFrame.dowebct [Sótt á vef 3.

mars 2009].

Dewey, John. 2000. Reynsla og menntun. ísl. þýð. Gunnar Ragnarsson. 2000. Reykjavík,

Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands. (bókin heitir á frummálinu Experience and

Education og var gefin út 1938).

Fox, Jill Englebright. 2002. Back to basic. Play in early Chidlhood. Vefslóð:

http://www.earlychildhoodnews.com/earlychildhood/article_view.aspx?ArticleId=240 [Sótt

á vef 3. mars 2009].

Guðbjörg Pálsdóttir. 2003. Línan 3. Æfingahefti með Einingu 3. Námsgagnastofnun,

Reykjavík.

Gunnar Halldórsson. [án árs]. Myndagátur. Vefslóð:

http://laertes.webct.is/webct/urw/lc4130001.tp0/cobaltMainFrame.dowebct [Sótt á vef 19.

mars 2009].

Helgi Grímsson. [án árs]. Hópeflileikir. Sjálandsskóli, Reykjavík. [Óútgefið efni]. Vefslóð:

http://starfsfolk.khi.is/ingvar/namskeid/leikir/nafna_og_kynningarleikir.htm [Sótt á vef 22.

mars 2009].

Hildur Karen Aðalsteinsdóttir. [án ártals]. Flötur. Vefslóð:

http://flotur.ismennt.is/namsefni/yngsta_stig.htm [Sótt á vef 29. mars 2009].

Fox, Jill Englebright. 2007, 13. febrúar. "Back-to-Basics: Play in Early Childhood." Vefslóð:

http://www.earlychildhood.com/Articles/index.cfm?FuseAction=Article&A=240&PrintVersio

n=50Wardle [Sótt á vef 3. apríl 2009].

Francis. 2007, 12. febrúar. "Play as Curriculum." Vefslóð:

http://www.earlychildhood.com/Articles/index.cfm?FuseAction=Article&A=127&PrintVersio

non=8 [Sótt á vef 29. mars 2009].

Guðni Kolbeinsson. 1984. Spilabókin. Vaka Reykjavík

Ingvar Sigurgeirsson. 2005. Hugþroskaleikir. Reykjavík, Kennaraháskóli Íslands.

Ingvar Sigurgeirsson. [án árs]. Leikjavefurinn. http://www.leikjavefurinn.is/

Page 36: Leikir sem kennsluaðferð Leikjabókin mín...um þá helstu og kenningar þeirra. Vygotsky fæddist í Russlandi árið 1896. Hann hélt því fram að vitræn hugsun væri fyrst

36

Ingvar Sigurgeirsson [1]. [án árs].Heimasíða námskeiðsins Leikir sem kennsluaðferð. Vefslóð:

http://starfsfolk.khi.is/ingvar/namskeid/leikir/markmid.htm [sótt 18.04.2009].

Kennt með skilning að leiðarljósi. 2004. Vefslóð: http://www.mbl.is/greinasafn [Sótt á vef 29.

mars 2009].

Krakkasíða. [án árs]. Vefslóð: http://www.vortex.is/omo/skipaorusta.htm [Sótt á vef 29.

febrúar 2009].

Námsgagnastofnun. [án árs]. Vefslóð: http://www.nams.is/thrautir/thrautir_2.pdf [Sótt á

vef 2. apríl 2009].

Samuelsson, Ingrid Pramling. [án ártals]. Vefslóð: http://www.ped.gu.se/users/pramling/

[Sótt á vef 20. febrúar 2009].

Shaffer, D. 1999. Development Psychology-Childhood and Adolescence. Brooks/Cole

Publishing Company.

The Promise of Play. 2000. Episote 1-3. The Instituet for Play. Framleiðendur: Suart Brown og

David Kennard. Vefslóð: http://www.directcinema.com/dcl/title.php?id=208&start=P [Sótt á

vef 3. mars 2009].

Wardle, Francis. 2002. Play as Curriculum. Vefslóð:

http://www.earlychildhoodnews.com/earlychildhood/article_view.aspx?ArticleId=127 [Sótt

á vef 3. mars 2009].

Sigrún Ingimundardóttir. 1997. Vefslóð: http://www.ismennt.is/vefir/leikir/rok/birnir.html

[Sótt á vef 5. mars 2009].

Zaslavsky, Claudia. 1998. Math Games from around the World. Chicago Review Press, USA.

Birna Hugrún Bjarnardóttir o.fl. 2000. Dagur stærðfræðinnar, 27. september 2000, Rúmfræði

verkefni og hugmyndir. Flötur. Reykjavík.

Page 37: Leikir sem kennsluaðferð Leikjabókin mín...um þá helstu og kenningar þeirra. Vygotsky fæddist í Russlandi árið 1896. Hann hélt því fram að vitræn hugsun væri fyrst

37

Dagbók

Vinna við kennslubréf 1-3

Á fyrstu vikum námskeiðsins var okkur falið að skoða fræðilegt sjónarhorn leikja, flokka og

tegundir leikja og Leikjabankann, hvaða hlutverki hann á að þjóna, markmið hans og þá

leikjaflokka sem þar er að finna.

Ég las m.a. tvær greinar í tengslu við þrjú fyrstu kennslubréfin og kom þar margt fróðlegt

fram en ekkert kanski svona meitn að óvöru. Í greininni Back to basics: Play in early

childhood skilgreinir Jill Engelbright Fox leik t.d. sem hrífandi athöfn sem heilbrigð börn taka

þátt í með ákafa og af kæruleysi og talar meðal annars um að leikur geti örvað málþroska,

félagshæfni, sköpunargáfu, ímyndunarafl og hugsun barna. Í gein eftir Francis Wardle er ber

yfirskriftina Play as Curriculum kemur m.a. fram að leikur sé frjáls athöfn sem er ánægjuleg

og sjálfvalin. Þar segir jafnframt að leikur sé óraunverulegur og ekki skriflegur. Þættir í

leiknum, s.s. reglur, tími, gögn og umhverfi eru fundin upp af þeim sem leika. Hann fer fram

vegna þess að hann er skemmtilegur, en ekki til þess að fá verðlaun. Þessar fræðigreinar

renna ennfremur stoðum undir það að mikilvægt sé að nota leiki í kennslu. Nám getur ekki

átt sér stað ef áhugi og lífsgleði er ekki til staðar. Það má ná fram áhuga og gleði með því að

bregða stöku sinnum á leim og læða náminu inn í leikinn.

Ég horfði jafnframt á mynd sem bar nafnið Promis of play og þar kom margt fróðlegt fram

sem ég nefni meðal annas í verkefni mínu í fræðilega hlutanum. Það var mjög lærdómsríkt að

horfa á þetta og fá það svolítið staðfest að leikur sem kennsluaðferð hefur mikið að segja

hvað varða agastjórnun og áhuga barna á þeim viðfangsefnum sem þau þurfa að fást við í

skólanum. Með þessum myndböndum er verði að sýna fram á mikilvægi leiks hvað þroska

og samskiptahæfni varðar hjá börnum og fulorðnum.

Í leikjabók minni sem ég tók saman nýtti ég mér þessar ofangreindu greinar og myndband í

umfjöllun minni um gildi leikja, fræðilega sjónnarmið þeirra og hvaða tilgangi þeir þjóna í

kennslu. Fyrsta kennslustund sem ég sótti suður var mjög skemmtileg og það hefði ekki

verði eins gaman að fást við þá leiki sem kyntir voru fyrir okkur einn heima.

4. kennslubréf og fyrst tíminn

Fyrsti tíminn var laugardaginn 13. janúar og var mjög góð mæting. Hópnum var skipt upp í

tvo hópa og fór helmingurinn með Ingvarir og Ásu þar em þau kynntu okkur fyrir

Page 38: Leikir sem kennsluaðferð Leikjabókin mín...um þá helstu og kenningar þeirra. Vygotsky fæddist í Russlandi árið 1896. Hann hélt því fram að vitræn hugsun væri fyrst

38

áhugaverðum leikjum sem við fengum að prófa. Helgi Grímsson skólastjóri Sjálandsskóla var

með hinn hópinn og kynnti fyrir okkur áhugaverða leiki sem hægt er að nota til að skipta

stórum hóp eða bekk í smærri hópa. Hann fór jafnframt yfir kynninga- og hópeflileiki sem

voru skemmtilegir. Eftir fyrsta tímann gafst mér tækifæri á því að prófa suma af þessum

kinningaleikjum og þeir sem voru einfandastir virkuðu best. Ég valdi mér nokkra til að setja í

leikjabókin mína sem hægt er að skoða nánar þar. Það er til ótal gerðir af þessum leikjum

sem gott er að nota þegar kennari tekur við nýjum hóp af nemendum.

Ég hugsaði mikið um þá leiki sem Helgi kenndi okkur og mundi svo eftir einum sem ég vil alls

ekki gleyma svo ég set hann hér inn í dagbókina mína.

Leikur: Leitað að fólki

Markmið: Hrista saman hópinn og skapa góðan anda. Finna einhver sem á eitthvað

sameiginlegt með manni sjálfurm

Gögn: Blað með ábendingum um að leita að fólki sem uppfyllir ákveðin skilyrði

Aldur: 10+

Leiklýsing: Eftirfarandi skýringar eru uppgefnar

Finna einhvern sem

-hefur átt heima í sveit

-hefur gengið á fjall sem er hærra en 1000 metrar á hæð

-sem hefur komið til Kaupmannahafnar

-á sér stærðfræði að eftirlætisnámsgrein

-á óvenjulegt gæludýr

-elskar óperur

-er hrædd(ur) við köngurlær

Ég ákvað að láta þennan leik fylgja með hér í dagbókinni, því að ég á svo auðvelt með að

gleyma hlutum. Í hefti Helga Grímssonar „Hópeflisleikir” eru nokkrir góðir leikir sem gaman

er að prófa þegar út í kennslu er komið.

Page 39: Leikir sem kennsluaðferð Leikjabókin mín...um þá helstu og kenningar þeirra. Vygotsky fæddist í Russlandi árið 1896. Hann hélt því fram að vitræn hugsun væri fyrst

39

5.kennslubréf

Í þessum hluta námskeiðsins áttum við að skoða gamla og góða íslenska leiki. Þar var

einstaklega gaman að rifja upp gamla leiki sem maður hafði farið í sem barn. Við ræddum um

mikið mikilvægi þess að kenna börnum þessa gömlu góðu leiki svo þeir glatist ekki. Rifjaðir

voru upp leikri á borð við Flöskustuturinn, Fallin spíta, Einakróna, Hlaupa í skarið í grænni

lautu og Fuglafit svo lengi mætti telja. Flestir könnuðust við þessa leiki og sumir kunnu m.a.

aðrar útfærslu á þeim. Ég valdi mér svo leiki sem ég vildi hafa í leikjabókinni og hægt er að sjá

þessa leiki á bls 29. Ástæða fyrir vali mínu var aðalega sú að mér þótti þessir leikir mjög

skemmtilegri þegar ég var barn og mig langar að gefa væntanlegum nemendum mínum

tækifæri á að kinnast þessum gömlu góðu leikjum.

6. kennslubréf

Leikir sem kveikjur var yfirheiti á 6. kennslubréfi en þar áttum við að skoða þá möguleika sem

leikir gefa okkur sem kveikjur í kennslu. Það er mjög mikilvægt að nota kveikju í kennlsu

þegar verið er að leggja inn nýtt efni. Góð kveikja getur skipt sköpum hvað áframhaldandi

vinnu varðar. Leikir geta hjálpað okkur að vekja áhuga nemenda og því ekki að nota þá sem

kveikju þegar farið er af stað með nýtt verkefni. Í leit minni að leikjum sem nýst gætu sem

kveikja var ekki margt sem vakti áhuga minn. Það var því úr að ég ákvað að geyma þann hluta

í bókinni minni í bili þar til ég fyndi einhverja sem ég gæti hugsað mér að nota í kennslu. Það

má vel nota marga af þeim leikjum sem ég setti fram í leikjabókinni minni sem kveikjur það

má vel aðlaga þá til þess að þeir nýtist sem kveikja. Ég ákvað að geyma það að sinni.

7. kennslubréf

Í kennslubréfi 7 áttum við að skoða leiki sem þjálfa hugþroska barna. Til skoðunar var bókin

Thinking goes to school: Piaget’s theory in practice, en bókin kom út árið 1974 og er eftir

Hans Furth og Harry Wachs. Ingar Sigurgeirsson tók saman lítið hver um hugþroskaleiki sem

ég skoðaði. Ég hef haft smá ranghugmyndir af hugþroskaleikjum ég var alltaf með það að það

væri það sama og sökfræðileikir þar sem fólk á öllum aldir væri að efla rök og stærðfræði-

greind sína. En svo var aldeilis ekki hugþroskaleikir eru meira fyrir börn á forskólaaldri og er

lítið skilt við rökfræði og þrautalausnir. Þegar ég las inngang kversins hans ingvars komst ég

að sannlekanum um Hugþroskaleiki(Ingvar Sigurgeirsson 2005).

Page 40: Leikir sem kennsluaðferð Leikjabókin mín...um þá helstu og kenningar þeirra. Vygotsky fæddist í Russlandi árið 1896. Hann hélt því fram að vitræn hugsun væri fyrst

40

Í einum laugardagstímanum fór Ingvar með okkur í einn leik úr hverinu sem var mjög

skemmtilegur og einfaldur. Þrátt fyrir að hugþroskaleikri séu meira fyrir börn sem eru að

þroska huga sinn hafa nemdendur á mið- og unglingastigi mjög gaman af þessu eins og við

fullorðnafólkið, ég get að vísu bara svarað fyrir mig sjálfa. Hreyfileikur númer 6.6 er þessi

umræddi leikur og er svohljóðandi. Nokkrir nemendur mynda röð, þannig að hver nemandi

horfir í hnakkann á næsta nemanda fyrir framan. Kennarinn sýnir aftasta nemanda miða með

orði og nemandinn setur upp viðeigandi svip. Hann gefur nemandanum fyrir framan merki

um að snúa sér við. Sá nemandi reynir síðan að líkja eftir svipbrigðinu og gefur næsta

nemanda merki. Þannig á svipbrigðið að ganga andlit af andliti til fremsta nemanda. Þessu

fylgir gjarnan mikill hlátur. Umræður á eftir geta fjallað um hvaða svipbrigði nemendunum

fannst nemandinn fyrir aftan vera að túlka og hvers vegna? Svipaðan leik valdi ég mér til að

setja í bókina. Upphaflega er ég viss um að annar hvor leikurinn er sprottin upp frá hinum,

verið aðlagaður.

8. kennslubréf

Þegar komið var að þessum þætti að skoða var ég svolítið „lost“ sem er að vísu ekki gott orð

til að nota en þetta var eina orði sem mér datt í hug þega ég hugsaði um spil og hvernig nota

mætti þau í kennslu. Fljótt á litið sá ég ekki neina sérstaka tengingu á milli þeirra spila sé ég

hef spilað og kennslu. Stundum er hugsun okkar svo þröng að við sjáum ekki notkunar-

möguleika þeirra. Svo hófst skoðunin með stækkunargleraugunum og viti menn ég sá fult af

möguleikum. Ef við tökum nú bara öll þau spurningarspil sem til eru og vinnum með þau og

notum þau svo til að kenna nemendum okkar að búa til góðar og fjölbreyttar spurningar um

t.d. líffræði, íslensku o.fl. Tafl er eitt elsta spil sem til er og reynir mikið á rökhugsun og

þolinmæði. Scrabble er jafnframt spil sem má nota í kennslu í íslensku.

Fyrir all nokkru var gefið út fuglaspil og með því fylgir um 30 fuglahljóð á geisladiski ásamt

myndum af fuglum og bingóspjöld. Hægt er að spila spilið á þrjá vegu: hljóðabingó,

minnisspil og myndabingó. Það má útfæra þetta spil t.m. með því að breyta því yfir í

veiðimann og markmiðið er að ná réttum myndum saman og mynda slag. Svona er hægt að

nýta mörg áhugaverð spil í kennslu en við verðum að passa okkur á því að skoða hvern leik

fyrir sig og sjá hvað hentar hverjum og einum.

Page 41: Leikir sem kennsluaðferð Leikjabókin mín...um þá helstu og kenningar þeirra. Vygotsky fæddist í Russlandi árið 1896. Hann hélt því fram að vitræn hugsun væri fyrst

41

9. kennslubréf

Hvað liggur fyrir í 9. kennslubréfi? Ég er búin að vera að mæta í skólann alla laugardaga nema

laugardaginn 21. mars en þá voru teknir fyir tölvuleikir, námsspil og töfl. Það er hægt að

finna fullt af skemmtilegum leikjum sem fara má í tölvum en ég tel það afar mikilvægt að

vandað sé til valsins. Hafa þarf í huga að þeir þjóni einhverjum tilgangi og að þeir tengist

námi barna á einhvern hátt. Nauðsýnlegt er að kennarar séu búnir að skoða vel þá leiki sem

eru í borð og séu búnir að gera það upp við sig hvað þeir telja við hæfi hverju sinni. Vinna við

kennslubréf 9 fól í sér að skoða þá leiki sem námsgangastofnun hefur upp á að bjóða og

leggja mat sitt á þá.

Námgagnastofnun sér leikskólum og grunnskólum fyrir ókeypis námsefni og hefur stofnunin

gefið út mikið af rafrænu efni á undanförnum árum. Á vef Námsgagnastofnunar er hægt að

finna fjöldann allan af tölvuleikjum. Leikina er að finna undir tenglinu Krakkasíðum. Hér að

neðan fer ég yfir nokkra leiki sem þar er að finna og skoða hvort þeir hafa eitthvert

námsgildi. Ætla mætti að svo sé því Námsgagnastofnun er ríkisstofnun sem vinnur að því að

gefa út námsefni sem nýtis í kennslu barna.

Fyrsti leikurinn sem ég skoðaði heitir Orðakistur Krillu. Umbrot leiksins og

litir eru góðri og er vel útskýrður fyrir nemendum. Leikurinn er ætlaður í

íslenskukennslu og getur hentað börnum í 2. – 4. bekk og getur einnig nýst nýbúum sem eru

að læra íslensku. Ég tel leikinn hafa raunverulegt námsgildi, það er ekki annað að sjá en að

hann sé búin til með hliðsjón af þeim markmiðum sem byrtast í Aðalnámskrá grunnskóla

1999. Hann hefur því að mínu mati raunverulegt námsgildi því að nemendur geta æft sig í

alls konar orðaleikjum, sem eru skemmtilegir og fróðlegir um leið. Leikurinn eykur fjölbreytni

í íslenskukennslu og getur virkað vel fyrir þá nemendur sem ekki hafa eins gaman af því að

vinna í námsbókunum. Leikmönnum er hrósað með orðum fyrir vel unna vinnu sem ég tel að

virki kvetjandi og fái nemendur til að halda áfram að vinna vel. Ekki er um nein tímamörk að

ræða svo að nemendum geft tækifæri á því að vinna á sínum hraða.

Stafaleikur Bínu er eins og leikurinn Orðakista krillu, ætlaður yngri kynslóðinni til að auka

fjölbreytnina í íslenskukennslu. Stafaleikur Bínu getur nýst í leikskólanum fyrir elstu börnin

og fyrir fyrsta bekk til að undirbúa lestrarkennsluna. Hægt er velja um stafaleiki, þá finnur

maður stafinn í töflu sem um ræðir, annað hvort lítinn eða stórann staf og æfist þ.a.l. í litlum

og stórum stöfum. Einnig er hægt að fara í orðaleiki, þá finnur maður þau orð sem gefin eru

upp, hægt er að fara í tengileik, þá finnur maður út frá hljóðinu hvaða staf maður á að velja.

Page 42: Leikir sem kennsluaðferð Leikjabókin mín...um þá helstu og kenningar þeirra. Vygotsky fæddist í Russlandi árið 1896. Hann hélt því fram að vitræn hugsun væri fyrst

42

Hægt er að velja lestur líka og þar finnur maður sömu orð og gefin eru upp. Hann hefur

námsgildi þar sem börn læra þessa þætti í leiknum Jafnframt getur leikurinn verið fyrir þá

sem eru komnir með ágætis færni í að lesa stuttar setningar.

Hinir leikirnir sem ég átti að skoða inni á Skólavernum eru Minnisleikur, Þrír í röð,

Ferhyrningar, Þríhyrningar, Talnaferningurinn og Lukkuhjólið allt eru þetta leikir sem þjálfa

færni barna í stærðfræði. Leikirnir taka á þeim þáttum stærðfræðinar sem nemendur eiga að

vara að fást við á hinum ýmsu stigum grunnskólans.

Þríhyrningar er fínn stærðfræðileikur. Hann snýst um að raða tölum í þríhyrning og fá út

sömu summu á öllum hliðum. Leikurinn bíður ekki upp á fjölbreytanleika en hann hefur

námsgildi því að hann þjálfar reikniaðgerðina samlagninu og rökhugsun.

Hann getur auðveldlega vakið áhuga nemenda á stærðfræðinni.

Ferhyrningar er samskonar leikur og þríhyrningar. Markmið leiksins eru þau sömu þjálfa

færni nemenda í reikniaðgerðinni samlagningu og efla rökhugsun.

Minnisleikurinn sem ég átti að skoða er jafnframt námsgildi því að hann tekur á

grunnformunum. Það mætti að vís betrumbæta leikinn á þann hátt að heiti formanna séu

með á spjöldunum þanig að nemendur læri hvarnig ferningur, ferhyrningur o.fl lítur út. Ég

tel hann að vísu ekki hafa eins mikið námsgildi og hinir leikirnir þarna inni.

Leikurinn þrí í röð er leikur hefur það markmið að þjálfa færni barna í

margföldun. Það vantar betri leiðbeiningar með þessum leik. Þegar ég

prófaði þennan leik fyrst var ég lengi að ná honum. Það var ekki fyrr en ég áttaði mig á því að

ég þyrfti að vinna með margföldun til þess að leikurinn gæti farið fram. Hægt er að velja um

þrjú þyngdarstig þar sem nemendur geta gert kröfur til sjálfssins. Leikurinn vakti ekki mikla

athygli hjá mér en ég hef ekki farið með börnum í þennan leik og get því ekki sagt neitt um

upplifun bana á honum.

Talnaleikurinn er leikur sem reynir á samlagningu. Summa allra lína, dálka og hornalína

verður að vera sú sama. Í byrjun eru nokkrar tölur gefnar upp og svo á að fylla inn í þær tölur

sem vantar. Þessi hefur námsgildi þar sem hann þjálfar samlagningu og eins og hinir

stærðfræðileikirnir þarfnast hann rökhugsunar. Lukkuleikurinn er leikur sem ég tel vera

svona meira almennur leikur til skemmtunar heldur til náms. Leikurinn gengur út á það að

reyna að fá hærri tölu en andstæðingurinn. Það geta tveir spila leikinn.

Síðasta forritið sem ég átti að skoða heitir Álfur og er það líkt og hin forritin ætlað yngsta

Page 43: Leikir sem kennsluaðferð Leikjabókin mín...um þá helstu og kenningar þeirra. Vygotsky fæddist í Russlandi árið 1896. Hann hélt því fram að vitræn hugsun væri fyrst

43

stigi. Mér fanst forritið um Álf vera vel unnið og skemmtilegt. En ég tel það vera meira til

skemmtunar en til náms. Það er ýmislegt hægt að gera í leiknum,

hlusta á sögu, svara spurningum úr sögunni, búa til andlit,

mismunandi eftir líðan. Það er hægt að nýta það til að auka fjölbreytni og hægt er að skapa

skemmtilegar og fróðlegar umræður út frá leiknum eftir að börn hafa kinnst honum.

Leikurinn er tilvalinn sem viðbót við lífsleiknin.

Þegar ég skoðaði aðrar síður í leit minni að leikjum í tölvu sem nota má í kennlsu rakst ég á

síðu sem heitir Mega.is, vefslóðin er http://mega.is/wg/ . Inni á þessari leikjasíðu má finna

leiki sem flokkaðir eru niður í hasarleiki, heilabrot og púsl, íþróttaleiki, klassíska leiki,

orðaleiki og spil og kapla.

Ég skoðaði nokkra leiki þarna inni á Mega.is og festist í leiknum Penguin push sem er í

flokknum heilabrot og púsl. Ég hef ekki verið mikið fyrir leiki í tölvunni en þessi var mjög

skemmtilegur, einfaldur og reynir á snerpu og rök- og rýmisgrein. Ég komst ekki mörg borð í

þessu því ég verð alltaf svo stressuð þegar ég þarf að keppa við tíma. Markmið leiksins var að

mörgæsin á sem er leikmaðurinn á að koma ákveðnum ísklumpum á sérstakan stað á

borðinu. Ég eyddi klukkustund í þessum leik, börnin min voru farin að örvænt „hvenar byrjar

maturinn mamma“ fékk ég að heyra nokkrum sinnum. Það voru fleir leikir þarn inni sem

gaman var að skoða og það ættu allir, sem hafa áhuga á að fara í leiki í tölvum að finna

eitthvað við hæfi. Vefurinn hefur einfaldar leiðbeiningar en þetta eru allt fríir enskir leikir

með útskíringum á íslensku. Orðaleikirnir þarna inni geta stutt við enskukennslu á

unglingastigi ég tel að kennarinn þurfi að skoða leikina vel og setja jafnvel upp leiklýsinguna

nákvæmari í orðaleikjunum svo að þeir komi betur að gangi í námi.

Á rölti mínu um veraldravefinn undir íslenskum síðum rakst ég á vef sem heitir gaflarinn.net-

Saga til næsta bæjar. Inni á vefnum er ágæta vef er að finna tengla í margar vefsíður sem

innihalda tölvuleiki sem ætlaðir eru fólkir á öllum aldri en þó sérstaklega börnum(vefslóð:

http://www.gaflarinn.net/index.php?pid=134er). Þar inni er einnig að finna umfjöllun um

örugga netnotkun og geta foreldrar sent inn fyrir spurningar er varða netnotkun barna. Með

þessari skoðun minni sá ég hvað netið hefu að geyma marga skemmtilega leiki sem hægt er

að fara í. Þarna eru líka heilmikið af leikjum sem ekki eru við hæfi ungra barna og það er eins

gott að við fylgjust vel með netvarfri barna okkar.

Page 44: Leikir sem kennsluaðferð Leikjabókin mín...um þá helstu og kenningar þeirra. Vygotsky fæddist í Russlandi árið 1896. Hann hélt því fram að vitræn hugsun væri fyrst

44

10. kennslubréf

Sönghreifileikir var viðfangsefni 10. Kennslubréfs. Ég horfði á myndbandið inni á Blakki þar

sem Kristín er að fara í sögn og klappleiki með nemendum sem sóttu námskeiðið á vor-

misseri 2008. Fyrr á námskeiðinu var ég búin að fara í þennan leik sem hún er að taka fyrir í

myndbandinu. Ég tók að vísu leikinn ekki svona lángt. Það er mjög sniðugt að sjá hvernig hún

heldur áfram leið leikinn og útfæri á ýms vegu. Leikurinn þar sem Krístin fór í „Nú skulum við

segja hvað við heitum“ er leikur sem ég kynntist þegar ég var að vinna á leikskóla árið 2003.

Ég var að kenna á elstu deild leikskólans og fórum við stundum í þennan leik. Mér hefur að

vísu ekki dottið í hug að að nota hann í grunnskólanum. Auðvitað á hann fullt erindi inn í

grunnskólann og ég er viss um að flestir hafi ánægju af leiknum. Þegar kennarar eru að fara í

forfallakennslu getur verið gaman að grípa í kinningaleiki og ekki spillir ef það er söngur og

gleði. Það var annar leikur sem ég fór mikið í hann heitir „Hver stal kökunni úr krúsinni“.

Þetta er gamall og skemmtilegur leikur sem hefur með söng og kinningu að gera. Hægt er að

búa til hring með því að láta nemendur standa eða sitja. Það er hægt að gefa öllum

þátttakendum númer eða þeir hafa bara sitt eigið nafn. Sýðan er byrjað að syngja „hver

kökunni úr krúsinni í gær“ og síðan segir sá sem á að byrja td. „númer tvö stal kökunni úr

krúsinni í gær“ þá svarar sá sem er sá sem er númer tvö og segir „ha ég“ þá segja allir í kór

„já þú“ þá segir sá sem er númer tvö „ekki satt“ hinir svara á mót „ hver þá“. Þá segir númer

tvo t.d. „númer 12 stal kökunni úr krúsinni í gær“ svona gengur þetta koll af kolli. Það er líka

hægt að notra nöfn hvers og eins í staðin fyrir númer. Svo má fara í það að nota dýr í staðin

fyrir nöfn eða númer, allt eftir því hvaða aldur er verið að vinna með hverju sinni. Eflaust

þekkja flestir þennan leik. Mér finnst hann mjög skemmtilegur.

Önnur krækjan sem ég skoðaði inni á Blakki var mjög skemmtileg. Ég sé alltaf betur og betur

hvað það er gott að búa sér til svona leikjabók eða möppu með leikjum sem maður hefur

áhuga á að nota í kennslu. Það er ekki það að maður vilji ekki nota leiki heldur er svo erfitt að

muna alla skemmtilegu leikina, þá kemur þessi góða mappa/bók að miklum notum. Ég er

mjög ánægð að hafa valið þennan áfanga. Í þessari krækju fór Kristin í þrautakóng þar sem

hreyfingarnar sem nemarnir bjuggu til voru notaðar og tónlist með. Það er löngum

rannsakað að tónlist hefur jákvæð áhrif á fólk, því ættum við sem verðandi kennarar að hafa

það í huga þegar við erum með börnin í verkefna vinnu. Þegar við erum að hluta á tónlist

Page 45: Leikir sem kennsluaðferð Leikjabókin mín...um þá helstu og kenningar þeirra. Vygotsky fæddist í Russlandi árið 1896. Hann hélt því fram að vitræn hugsun væri fyrst

45

gelimum við okkur oft í vinnu. Sama á við um börnin. Ég hef oft farið í þrautakóng en aldrei

dottið í hug að hafa tónistina með. Myndbandið hennar Krístína opnaði augu mín fyrir því.

Þriðja krækja inni á Blakki var mjög áhugaverð. Leikurinn er með þeim hætti að nemendur

sitja á stólum sem búið er að raða upp í hring. Síðan er ákveði hvar á að byrja. Skemmtilegast

er að hafa myrkur inni eða láta alla loka augunum. Leikurinn gengur út á það að sá sem

byrjar á að gefa frá sér taktfast hljóð, getur verði brot úr lagi eða bara margskonar hljóð. Sá

sem byrjar segir það í smá tíma og hallar sér svo að þeim sem situr t.d. við hægri hönd hans.

Þegar það gerist byrjar hinn á því að segja eða syngja það sama og sá sem byrjaði svona

gengur þetta koll af kolli þar til allir eru farnir að segja það sama. Svo kemur að því að breytt

verður um hljóð eða söng. En það má ekki hætta að segja/syngja fyrra fyrr en að búið sé að

halla sé að manni og þá breytir maður um. Á meðan eru hinir að syngja/segja fyrri rulluna.

Það var mjög gaman að fara í þennan leik. Ég bauð fjölskyldunni í mat og prófaði þennan leik.

Í fyrstu voru allir frekar ruglaði en svo þegar við vorum komin með tökin á þessu var það bara

gaman. Það var mjög breyður aldurshópur frá 6 ára til 55 ára, þrátt fyrir þennan breiða

aldurshóp tókst þetta mjög vel.

Fjórða krækja sem ég skoðaði var um leikinn Úllen dúllen doff . Það er merkilegt hvað allir

þessi leikir vekja mikinn áhuga hjá manni. Þeir eru mjög einfaldir og oft er einfaldleikinn

bestur. Ástæðan fyrir vali mínu á leikjum sem ég hafði mestan áhuga var einfaldlega

einfaldleika þeirra. Úllen dúllen doff er leikur sem reynir á samvinnu og samhæfni. Góð

hugmynd hjá Krístínu að láta nemana fara hringinn og skipta um félaga og láta þá búa til sín

eigin tákn. Þessir einföldu leikir erum mjög skemmtilegir og auðveldir í framkvæmd og er

meigin ástæða þess að ég valdi þá til að gera grein fyrir í þessari möppu/bók og svo þeir

væru aðgengilegri fyrir mér. Ég hef unnið þetta verkeni á tvíþættan hátt. Þeir leikir sem eru

undir flokkunum hér að ofan og svo þeir sem ég skoðaði í tengslum við kennslubéfin.

Ég skoðaði líka í tengslum við 10. kennslubréf vefinn Vikipedia undir flokknum Music and

movemen, vefslóð: http://en.wikipedia.org/wiki/Music_and_movement inni á vefnum var

margt sem fallaði um tónistasögu og dansinn. Síðan vakt svo sem ekki mikla athygli hjá mér.

Hún var helst til og fræðileg fyri inn smekk. Eftir alla vinnun í vetur er ég farin að leita að

meiri einfaldleika.

Page 46: Leikir sem kennsluaðferð Leikjabókin mín...um þá helstu og kenningar þeirra. Vygotsky fæddist í Russlandi árið 1896. Hann hélt því fram að vitræn hugsun væri fyrst

46

Ég komst ekki í kennslustund suður því varð ég að leggja eitthvað til málanna inni á Blakki.

að Við höfum að vísu farið í söng og hreyfileiki í bland við aðrar leiki í tímum í vetur. Eins og

fram hefur komið þá er til mikið af hreyfileikjum sem maður kannast við frá því maður var

barn. Fallin spíta var í miklum vinsældum hjá mínum jafnöldrum og leikurinn Hlaupa í

skarðið. Leikurinn Einn tveir... fimm dimma limm er hægt að nota fyrir allan aldur. Ég hef

verið að kenna 6. bekk að undanförnu og um daginn vorum við orðin þreytt, það var að

koma hádegi og órói kominn í mannskapinn. Ég sagði þeim að ganga frá og sitja kyrr í sætum

sínum svo fór ég að stað og söng "einn fíll lagði af stað í leiðangur..." og þegar ég var búin að

syngja nam ég staðar fyrir aftan einn nemanda og síðan þega hann var búinn að standa upp

og komin fyrir aftan mig fórum við af stað og sungum um leið "tveir fílar löggðu af stað í

leiðangur..." svona gekk þetta þar til allir voru komnir í röð og við fórum niður í mat. Það var

ótrúlegt að þeim fannst þetta gaman, þrátt fyrir að þetta er frekar barnalegt lag. Núna man

ég einn sem afi minn heitinn fór oft í þegar ég kom í heimsókn til hans. Það er fagur fiskur í

sjó. Þetta er ótrúlega skemmilegur leikur. Það er hreyfing í honum og smá keppni sem geri

það að verkum að hann er spennandi. Það er hægt að nota leikinn til að skipta bekk í tvent.

t.d þeir sem tapa verða saman í liði.

11. kennslubréf

Vinna við 11. kennslubréf tengist gátum, þrautum og heilabrjótum og gildi þess að nota slíki

viðfangsefni í námi. Eins og Ingvar nefnir þá er netið hafsjór af efni fyrir þá sem hafa áhuga á

að viða að sér efni af þessum tagi. Markmið þess að nota þrautir og gátur er margþætt, en

fyrst og fremst á það að vekja nemendur til umhugsunar og fá þau til að hugsa. Mikilvægt er

að nota þrautir til að leiðbeina nemendum um það hvernig unnt er að nálgast ólík

viðfangsefni og leysa úr vandamálum. Með því að fá nemendur til að fást við gátur og þrautir

getum við þjálfað um leið nemendur í að færa rök fyrir máli sínu og vinna saman að því að

komast að niðurstöðu. Það getur verið gott viðfangsefni fyrir börn að leggja gátur og þrautir

fyrir félaga sína. Með þeim hætti má fela einum nemanda, eða hópi að undirbúa kynningu á

gátu eða þraut fyrir bekkinn. Þetta þjálfar nemendur í að koma fram og leiðbeina öðrum.

Þrautir efla svo margt á börnum en við sem kennara verðum að sjá til þess að nemendur fái

tækifæri til að fást við þrautir af ýmsum toga. Það getur verið góð hugmynd að leggja fyrir

bókinn eina þraut á dag, þá í ákveðinn tíma eða láta nemendur skiptast á að finna þrautir til

að leggja fyrir bekkinn/hópinn í tiltekinn tíma og láta nemendur skiptast á að leggja

Page 47: Leikir sem kennsluaðferð Leikjabókin mín...um þá helstu og kenningar þeirra. Vygotsky fæddist í Russlandi árið 1896. Hann hélt því fram að vitræn hugsun væri fyrst

47

þrautirnar fyrir. Hægt er að nota gátur og þrautir sem heimaverkefni. Það má tengja þrautir

og gátur fjölmörgum námsgeinun.

Til eru ótal flokkar af gátum og þrautum. En einfaldast er að flokka gátur í tvo flokkar; annars

vegar þær sem eiga sér bara eitt ákveðið svar – eina rétta lausn – og svo aftur þær sem eiga

sér mörg ólík svör(Ingvar Sigurgeirsson [1] [án árs]).

Myndagátur sem þrautir

Gunnar Halldórsson hefur búið til myndagátur sem hægt er að leggja fyrir nemendur. Ég

skoðaði nokkrar þeirra og velti fyrri mér mögulegum lausnum. Gáturnar gefa ekki endilega

eina rétta lausn og að mínu mati er það einmitt það sem gerir þær svo skemmtilegar. Gátan

Dularfull spor og Hengibrúin var skemmtilegust. Ég kom með nokkrar tillögur að svörum. Í

gátunni Dularfull spor var spurt „hvernig getur staðið á því að sporinn í snjónum liggja bara

frá staðnum en enginn spor að staðnum“? Mér datt mér í hug að snjóað hefði eftir að

maðurinn kom á staðinn. Eða þá að hann hafi labbað aftur á bak að staðnum og síðan til

baka í sömu sporum. En svarið sem gefið var, hljóðaði á þá leið að hann hefði mögulega lent

þarna í fallhlíf, þetta var ekki möguleiki sem mér datt í hug en ég geri mér grein fyrir því að til

eru margar mögulegar lausnir við þessa og flestar aðrar gátur í þessum flokki(Gunnar

Halldórsson[án árs]).

Rúmfræði og þrautir

Á netinu er að finna fjöldann allan af rúmfræðiþrautum. Stærðfræðin hefur alltaf verið í

miklu uppáhaldi hjá mér og engu skiptir hvernig fengiðst er við hana. Sumir þættir hennar

vekja meiri áhuga en aðrir. Stærðfræðin krefsts þolinmæði og einbeytningu en hún eflir

jafnframt rökhugsun sem er mjög mikilvægt.

Sagnagátur

Er einn flokkur kennsluaðferða þar sem sagnalist og þrautalausnir eru notaðar til að nálgast

viðfangsefnið. Hér er einnleikur sem ég kynnist á námskeiði hjá Guðbjörgu og Guðný árið

2003. Það ver einn neminn sem kom með þennan leik en ég veit ekki um heimildir. Með

þessum leik er ég aðeins að sýna dæmi ég ákvað að hafa hann bara í dagbókinni en ekki

leikjabókinni.

Page 48: Leikir sem kennsluaðferð Leikjabókin mín...um þá helstu og kenningar þeirra. Vygotsky fæddist í Russlandi árið 1896. Hann hélt því fram að vitræn hugsun væri fyrst

48

Leikur: Að segja sögu sem gátu

Markmið: Er að auka rökhugsun, ímyndunarafl og frjóa hugsun hjá nemendum, einnig

athygli, eftirtekt og einbeitingu.

Gögn: Gátur

Aldur: 9+

Lýsing: Kennari eða annar stjórnandi segir sögu eins og þessa:

„Það er maður að synda í miðju Atlantshafinu. Hann er allsnakinn og það eina sem hann

hefur meðferðis er hálf eldspýta. Hvað er aumingja maðurinn að gera þarna“?

Með hliðsjón af þessu eiga nemendur að finna skynsamlega skýringu. Þeir mega spyrja

stjórnandann spurninga sem hægt er að svara játandi eða neitandi. Nemendur eiga að velta

velta upplýsingum fyrir sér og fá síðan að spyrja spurninga sem er annað hvort svarað með

jái eða neii. Þeir vinna úr þessum upplýsingum og tengja þær saman í leit að heildarlausninni.

Kennaraspurning: Í gátum af þessu tagi þurfa nemendur að velta fyrir sér röklegu samhengi

og leita skynsamlegra lausna. Rökleitargátur skerpa athygli, eftirtekt og þjálfa einbeitingu.

Lausnaleitin krefst þess að nemendur noti ímyndunarafl sitt og séu frjóir í hugsun. Síðast en

ekki síst er skemmtilegt að glíma við gáturnar, þær eru spennandi og erfitt að hætta fyrr en

lausnin er fundin.

Útvíkkunarmöguleikar: Fleiri gátur:

1. Maður finnst látinn í miðri Saharaeyðimörkinni og við hlið hans liggur ferkantaður

kassi. Hvernig stendur á þessu?

2. Á sviðinu liggja Rómeó og Júlía í andarslitrunum. Allt er á floti í vatni og glerbrot út

um allt. Hvað hefur gerst?

1. lausn:

Maðurinn var ásamt vinum sínum í loftbelg. Loftbelgurinn var að hrapa og reyndu þeir því að

létta hann með því að kasta af sér klæðum. Þegar það dugði ekki til drógu þeir um það hver

ætti að stökkva útbyrðis. Sá sem dró hálfa eldspýtu varð að stökkva í sjóinn.

2. lausn:

a. Maðurinn hafði verið á ferð í flugvél. Flugvélin bilaði á miðri leið, þannig a ð maðurinn

neyddist til að stökkva út í fallhlíf. Það vildi ekki betur til en svo að fallhlífin opnaðist ekki.

Page 49: Leikir sem kennsluaðferð Leikjabókin mín...um þá helstu og kenningar þeirra. Vygotsky fæddist í Russlandi árið 1896. Hann hélt því fram að vitræn hugsun væri fyrst

49

b. Rómeó og Júlía voru gullfiskar. Búrið þeirra brotnaði.

Ég læt þetta nægja í dagbókinni en í leikjabókinni minni er hægt að finna þrautir og leiki sem

efla rökhugsun. Ég á eflaust eftir að skoða betur kaflann í framtíðinni og bæta þar inn

þrautum sem vekja áhuga minn.

Vinna við 12. Kennslubréf

Þegar ég hóf vinnuna við 12. Kennslubréf var ég mjög hugsin um hversu mikið gildi orðaleikir

hafa fyrir kennsluna. Ég get verið sammála Ingvari með það að þeir geta átt fullt erindi inn í

tungumálakennsluna og lestrarkennslu ungra barna. Orðaleikir geta elft orðaforða og færni í

að þekkja merkingu orða svo fátt eitt sé nefnt. Það var þá bara eitt, sökkva sér niður í það að

skoða orðaleiki og var veraldarvefurinn fyrir valinu. Ég byrjaði á því að slá inn leitarorðið

„orðaleikir“ og fékk upp nokkrar síður en endaði á því að skoða þetta góða safn sem er að

finna inni á leikjabankanum/leikjavefnum og valdi þar leikinn „Stafsetningaleikur í dönsku „.

Leikurinn vakti áhuga minn því að ég held að það mætti glæða tungumála-kennsluna meira

með leikjum til að vekja áhuga nemenda á henni, þá sér í lagi dönsku. Það hefur lengi vel

verið mjög neikvætt viðhorf til dönsku og er ég viss um að það sé hægt að glæða

dönskukennsluna með þessum leik. Það er vel hægt að aðlaga hann að enskukennslu á mjög

auðveldan hátt, þar eru bara notuð ensk orð í stað þeirra dösnku(sjá hér að neðan leik).

Ég vissi það að væri frekar einhæft að skoða bara það sem leikjabankinn/leikjavefurinn hefur

upp á að bjóða svo ég skoðaði einnig erlendar síður og það var margt skemmtilegt sem ég

rakst á. Vefurinn Between Lions er mjög einfaldur vefur með leikjum af ýmsum toga og þar á

meðal orðaleikum sem má nota í enskukennslu á byrjendastigi. Vefslóðin er hér að neðan og

mæli ég með því að skoða þessa síðu. Vefslóð: http://pbskids.org/lions/games/.

Leikur: Stafsetningarleikur í dönsku

Markmið: Þjálfa og auka orðaforða nemenda, réttritun, efla félagsleg samskipti. Fá sem

flest stig með því að skrifa rétt stafsett orð á töflu.

Aldur: 11+

Gögn: Tafla og krít.

Leiklýsing: Kennari skiptir bekknum niður í ca. 4-5 hópa (m.v. 20-25 manns í bekk). Síðan

skrifar hann eitthvert orð á töflu, t.d. danska orðið økonomi. Fyrsti hópurinn ræðir þá sín á

Page 50: Leikir sem kennsluaðferð Leikjabókin mín...um þá helstu og kenningar þeirra. Vygotsky fæddist í Russlandi árið 1896. Hann hélt því fram að vitræn hugsun væri fyrst

50

milli um eitthvert orð sem byrjar á þeim staf sem orðið endar á þ.e. (i), og skrifar það í

lóðréttu framhaldi af økonomi (sjá hér að neðan). Hópurinn fær síðan jafnmörg stig og

stafirnir eru margir í orðinu sem hann valdi. Af þeim sökum reyna nemendur að finna eins

langt orð og þeir mögulega geta. Ef nemendur stafsetja orðið rangt fá þeir engin stig. Þegar

fyrsti hópurinn er búinn heldur annar hópurinn áfram á sama hátt og þannig koll af kolli.

Orðin á að skrifa lárétt og lóðrétt til skiptis. Kennari ræður hversu margar umferðir eru farnar

og ráðast úrslitin af stigafjölda. Gott er að leyfa nemendum að notast við hjálpargögn á borð

við orðabækur og námsbækur.

Tillögur: Ef leikurinn er notaðu í tenslum við ákveðin viðfangsefnið í dönsku eða ensku t.d

húsbúnað, mata, er hægt að gera leikinn erfiðari með því að gera það skylirði að orðin sem

fundin eru eigi að tengjast viðfangefninu Leikinn skráði Lilja Karlsdóttir árið 1994 á vef

Leikjabankans.

Ég hlakka mikið til þegar mér gefst tækifæri að prófa orðaleiki í kennslu. Ég er samfærð um

að orðaleikir geti hjálpað mikið í tungumálakennslu og íslenskukennslu nýbúa og

byrjendalæsi þar sem mikil áhersla er lögð á stafi og orða. Þetta getur vakið áhuga og öryggi

hvað varðar lestraráhuga og færni ungra barna. Það má vel aðlaga leiki yngri stigum.