leikskólinn Örk Ársskýrsla starfsárið 2011 -2012 · 2012. 11. 27. · Ársskýrsla 2011-2012...

13
Leikskólinn Örk Ársskýrsla starfsárið 2011 -2012 Heiða Björg Scheving Leikskólastjóri Október 2012

Upload: others

Post on 14-Mar-2021

7 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Leikskólinn Örk Ársskýrsla starfsárið 2011 -2012 · 2012. 11. 27. · Ársskýrsla 2011-2012 Leikskólinn Örk 2 Rangárþing eystra á og rekur leikskólann Örk. Sveitastjóri

Leikskólinn Örk Ársskýrsla starfsárið 2011 -2012

Heiða Björg Scheving Leikskólastjóri Október 2012

Page 2: Leikskólinn Örk Ársskýrsla starfsárið 2011 -2012 · 2012. 11. 27. · Ársskýrsla 2011-2012 Leikskólinn Örk 2 Rangárþing eystra á og rekur leikskólann Örk. Sveitastjóri

Ársskýrsla 2011-2012 Leikskólinn Örk

2

Rangárþing eystra á og rekur leikskólann Örk. Sveitastjóri hefur yfirumsjón með rekstri hans fyrir hönd hreppsnefndar og er hann næsti yfirmaður leikskólastjóra. Örk er fjögurra deilda leikskóli starfræktur á Hvolsvelli í tveimur húsum með sameiginlegt útivistarrými. Deildarnar er aldursskiptar og eru yngri börnin á Draumalandi og Óskalandi en eldri börnin á Ævintýralandi og Tónalandi. Um 90 börn stunda nám við leikskólann. „Leikur einn“ er kjörorð okkar og Hugsmíðahyggjan er sú stefna sem við höfum valið að hafa að leiðarljósi í starfi okkar í leikskólanum. Hugsmíðahyggja er samsafn kenninga um nám. Þar má meðal annars nefna kenningar Jean Piaget og Lev Vygotsky um uppbyggingu þekkingar og einnig kenningu John Dewey um nám á forsendum nemandans og þeirrar reynslu sem hann verður fyrir. Hugsmíðahyggja fjallar um að börn læri með því að nota fyrri hugmyndir sínar og byggja þannig upp reynslu, þekkingu, færni og viðhorf. Þau nýta reynslu sína og mynda úr henni heildstæðan skilning. Raunverulegur skilningur felur í sér að barnið tengir nýtt nám við fyrri reynslu sína og þekkingu þannig að til verði ný þekking þar sem þetta tvennt tengist saman í órjúfanlega heild og verður barninu tamt þannig að það geti beitt því við nýjar aðstæður og notað sem undirstöðu undir frekara nám. Hugmyndafræðin felur í sér að skólastarf á ekki eingöngu að snúast um að mata barnið á upplýsingum og staðreyndum heldur að það tileinki sér þekkingu og skilning. Í skólastarfinu er lögð áhersla á ígrundun, lausnaleit, rökhugsun, skilning og beitingu þess sem lært hefur verið. Með því verða börnin leitandi og gagnrýnin, kunna að leita lausna og taka ígrundaðar ákvarðanir sem byggðar eru á gildismati. Þegar við skilgreinum hugtakið hugsmíðahyggja, gerum við það út frá því:

að nám einkennist af virkni barnanna að börnin byggi upp þekkingu á þeim reynsluheimi sem þau lifa í að börnin vinni lausnamiðaða verkefnavinnu ýmist ein eða í hópi að börnin noti gagnrýna hugsun í tengslum við upplýsingaleit, úrvinnslu og umbreytingu

þeirra í nýja þekkingu. Leikskólastjóri er Heiða Björg Scheving, hún kom til starfa í Örkina í júní 2007. Heiða Björg útskrifaðist með B.ed gráðu frá KHÍ 1999 og mannauðsstjórnun frá EHÍ 2003. Aðstoðarleikskólastjóri er Árný Jóna Sigurðardóttir. Árný Jóna útskrifaðist með B.ed gráðu frá KHÍ 2002 og hóf störf í Örkinni það ár.

Page 3: Leikskólinn Örk Ársskýrsla starfsárið 2011 -2012 · 2012. 11. 27. · Ársskýrsla 2011-2012 Leikskólinn Örk 2 Rangárþing eystra á og rekur leikskólann Örk. Sveitastjóri

Ársskýrsla 2011-2012 Leikskólinn Örk

3

Markmið Arkar Markmið leikskólans eru að barnið nái þeim þroska sem því er mögulegt í leik- og gleðiríku umhverfi. Í aðalnámskrá leikskóla er yfirlýst markmið um starfsemi leikskóla að efla hina ýmsu þroskaþætti, líkams- og hreyfiþroska, tilfinningaþroska, vitsmunaþroska, málþroska, félagsþroska og félagsvitund, fagurþroska og sköpunarhæfni, siðgæðisþroska og siðgæðisvitund. Þroski barnsins á öllum þessum sviðum og velferð þess er það sem við viljum sjá dafna. Leikurinn er okkar helsta og besta kennsluaðferð. Örkin á að vera öruggur staður fyrir börn, foreldra og starfsfólk. Í starfi leikskólans munum við leggja áherslu á frumkvæði einstaklingsins og leikgleði undir kjörorðinu „Leikur einn“ Árinu er skipt í þrjár annir: haustönn, vorönn og sumarönn. Á haustönn og vorönn er unnið í hópastarfi, vali og með þemavinnu. Eðlilega fer upphaf haustannar í aðlögun barna á milli deilda og nýrra barna en flest börnin byrja í lok ágúst eða byrjun september. Þó byrja börn á öðrum tímum eins og barngildi og húsrúm leyfir. Sumarönnin er töluvert frábrugðin haust og vorönn þar sem starfsemin flyst mikið til út í góða veðrið.

Starfsárið 2011– 2012 Matsaðferðir Tilgangur með mati er að þróa og bæta leikskólastarfið í víðasta skilningi og gera starfsfólk meðvitaðra um starf sitt og leiða það til markvissari vinnubragða. Við höfum unnið að breytingum á matskerfi okkar. Við gerum foreldrakönnun og starfsmannakönnun annað hvert ár og út frá þeim gerum við okkur markmið og viðmið sem við gerum grein fyrir í starfsáætlun okkar og endurmetum á starfsdögum í janúar og júní. Starfsárið 2010 til 2011 var metið á starfsmannafundi 4. Janúar og 1.júní og einnig er það metið jafnt og þétt á starfsmanna- og deildarstjórafundum yfir árið. Barnafjöldi Alls stunduðu 93 nám við skólann á síðasta skólaári

Page 4: Leikskólinn Örk Ársskýrsla starfsárið 2011 -2012 · 2012. 11. 27. · Ársskýrsla 2011-2012 Leikskólinn Örk 2 Rangárþing eystra á og rekur leikskólann Örk. Sveitastjóri

Ársskýrsla 2011-2012 Leikskólinn Örk

4

Mat á starfsári 2011 -2012 Óformlegt mat á starfsmanna- og deildarfundum Leikur Valið gekk vel . Það gekk vel á öllum deildum að auka vægi leiksins bæði að auka tíma og meira rými fyrir leikinn. Nýttum opin efnivið meira. Starfsmenn sóttu námskeið um leik ungra barna.

Könnunaraðferðin Var lengi af stað hjá öllum nema Tónalandi. Verkefnin sem voru tekin voru, vatn, fiskar, víkingar, fuglar, reiðhjól, húsdýr, rusl, skjaldbökur, Depill, hænur, heilsa og hreyfing, Nauðsynlegt að byrja strax á haustönn að vinna að nýjum verkefnum. Á myndinni hér til hliðar má sjá verkefni um Hanann sem unnið var af börnum á Óskalandi

Könnunarleikur Gekk vel. Þurfum að fá námskeið fyrir starfsmenn sem vinna með yngstu börnin um könnunarleikinn og auka í pokana nýjum hlutum

Bright start

Page 5: Leikskólinn Örk Ársskýrsla starfsárið 2011 -2012 · 2012. 11. 27. · Ársskýrsla 2011-2012 Leikskólinn Örk 2 Rangárþing eystra á og rekur leikskólann Örk. Sveitastjóri

Ársskýrsla 2011-2012 Leikskólinn Örk

5

Hefur fallið niður í starfi okkar þar sem fáir kennarar hafa fengið fræðslu um kennsluaðferðina og hefur hringekjan komið í stað Bright start í starfinu með elstu börnunum. Aðlögun Gekk mjög vel að aðlaga börn á milli deilda. Staða og ferli i vinnu með börnunum var skráð og deildastjórar fóru saman yfir það. Hafa foreldraviðtal innan 3 mánaða og huga að því að senda foreldrum allar upplýsingar um nýju deild barnsins. Ekki reyndist vel að ný börn ættu „einn kennara“. Þar sem það skapast vandamál ef þessi eini kennari verður veikur eða er í fríi stuttu eftir að barnið byrjar. Mikilvægt er að kynna alla kennara strax. Dagskipulag Hentaði ekki að vera með skipulagða hópatíma eftir hádegi. Að koma og fara Þetta er metið í foreldrakönnun annað hvert ár . Marmið okkar er að taka vel á móti öllum börnum og foreldrum. Spurningar 1,2,3 í foreldrakönnun metur þessa þætti og er markmiðið að hækka svarhlutfall þeirra sem eru „mjög sammála“ í 80 % og þeirra sem eru „ósammála“ í 0% Að klæða sig úr og í Gengur vel. Höfum minni hópa í fataklefa. Hvetjum börnin til þess að klæða sig sjálf og aukum kröfurnar eftir aldri og þroska. Nauðsynlegt að lækka hólfin á Tónalandi og Ævintýralandi þar sem börnin eru yngri þar en gert var ráð fyrir í upphafi. Borðhald Þurfum að aldursblanda meira á borðum á eldri deildum. Bæta skipulagið við að skila af sér diskunum. Sáum miklar framfarir við mataborðið við það að stilla stólana rétt fyrir hvert barn. Halda áfram að æfa sjálfhjálpina, samskiptareglur og hvetja og leiðbeina. Svefn og hvíld Gengur vel. Öll börn hvílast í samræmi við þarfir þeirra. Þau yngstu sofa en þau eldri velja sér verkefni þar sem er kyrrð og ró í 30 til 60 mínútur. Frágangur og hreinlæti Gengur vel á eldri deildum að gagna frá. Fá kústa og önnur verkfæri í barnastærð. Þarf að leggja áherslu á að gefa yngri börnunum tíma til að ganga frá og hvetja þau áfram. Góð vísa aldrei of oft kveðin. Alltaf handþvottur eftir salernisferðir, einnig þó svo að börnin þrifi sig ekki sjálf.

Námssviðin Val Tími sem fór í val var aukinn á eldri deildum. Óskaland tók valið í notkun eftir áramót. Viðfangsefnum var einnig fjölgað. Sameiginlegt val var á milli Tónalands og Ævintýralands annan hvern föstudag og tókst mjög vel.

Page 6: Leikskólinn Örk Ársskýrsla starfsárið 2011 -2012 · 2012. 11. 27. · Ársskýrsla 2011-2012 Leikskólinn Örk 2 Rangárþing eystra á og rekur leikskólann Örk. Sveitastjóri

Ársskýrsla 2011-2012 Leikskólinn Örk

6

Málörvun Í janúar sáum við að það þurfti að auka fræðslu hjá starfsmönnum til þess að ná þeim markmiðum sem við settum í málörvun. Allir starfsmenn á ör-námskeið hjá Heiðu leikskólastjóra og það skilaði sér í starfi á deildum. Hvetja starfsfólk til að nota bókina Markviss málörvun. Myndsköpun Hefur gengið vel að halda skipulögðum stundum. Vantar í starfið hjá okkur að hafa meiri möguleika fyrir barnið að ganga í efnivið og vinna úr honum að eigin frumkvæði. Huga betur að ferlinum í stað afurða Hreyfing Hreyfistundir gengu mjög vel. Við nýttum íþróttahúsið fyrir elstu börnin einu sinni í viku. Yngri börnin í stóra Dímon fóru á Loftið einu sinni í viku og elstu börnin á Óskalandi. Hin nýttu salinn i litla Dímon. Þarf að loka listaskála til þess að salurinn nýtist betur fyrir yngstu börnin. Mætti hvetja starfsmenn til að fara meira í gönguferðir Tónlist Gekk vel. Skipulagðar söngstundir á hverjum degi og tónlistarstundir einu sinni í viku. Einu sinni í mánuði stór söngstund á litla Dímon. Hver deild sá um atriði. Fækka þeim stundum sem börnin eru með atriði. Var of mikið fyrir þau yngstu. Leggja meiri áherslu á söng og nota hvert tækifæri til að bresta í söng. Náttúra og umhverfi Tölum um veðrið og finnum út hvernig við þurfum að vera klædd. Í vísinda vikunni gerðum við tilraunir með náttúruleg efni. Halda sama striki. Menning, samfélag og fjölmenning Við höfum heimsótt flest fyrirtæki og stofnanir á Hvolsvelli. Einnig hesthús og sveitabæ og skoðað umhverfið okkar. Getum aukið samvinnu við börn og foreldra af erlendum uppruna. Þurfum að taka okkur á í fjölmenningu. Kynna okkur löndin sem börnin og starfsfólk koma frá.

Hér erum við að skoða kálfana á bænum Akri og í heimsókn á Lögreglustöðinni

Page 7: Leikskólinn Örk Ársskýrsla starfsárið 2011 -2012 · 2012. 11. 27. · Ársskýrsla 2011-2012 Leikskólinn Örk 2 Rangárþing eystra á og rekur leikskólann Örk. Sveitastjóri

Ársskýrsla 2011-2012 Leikskólinn Örk

7

Fastir liðið í starfinu Útivera Garðurinn er mjög góður. Helsta sem þarf að gera er að geta lokað vestasta (bak við rauðakrosshúsið) þegar fáir eru úti. Einnig þarf að huga að fleiri viðfangsefnum í litla garðinum og að snjómokstri. Gengur vel að hafa yfirsýn yfir allan garðinn. Stundum helmingur úti og helmingur inni. Fara alltaf út nema það sé óveður. Meta hvernig veðrið er.. börn geta verið úti þó það sé 7 stiga frost ef það er logn og sól. Ath. hvernig við tölum um veður. Allt veður er gott veður.. bara til slæmur klæðnaður.

Samverustundir Gengur vel eru fjölbreyttar og nýtast vel í málörvun og lestur. Samstarf við Héraðsbókasafn Rangæinga Við höfum farið í heimsókn á bókasafnið einu sinni í viku með elstu börnin og með aðra árganga eftir samkomulagi. Í upphafi haustannar fáum við bókakassa í sitthvort húsið. Þar geta börn og foreldrar tekið bók, lesið hana og skilað henni aftur í kassann. Bækurnar hafa skilað sér mjög illa til baka og við hvetjum foreldra til að gera betur í þeim málum. Samstarf við Hvolsskóla Mjög gott. Skólaheimsóknir byrja í janúar og eru einu sinni í viku fyrir elsta hópinn. Fórum 1 sinni í viku og var nemendum skipt í 5 hópa með 1. bekk. Vorum með mörg námsvið. 1.bekkur kom 2 sinnum til okkar, mætti koma oftar. Í 7 skipti var borðað í matsal Hvolsskóla . Fórum með 1. bekk í skólaskóginn og borðuðum í matsal eftir það. Var boðið að vera með á þemadögum. Það þarf að gera námsskrá með kennurum í Hvolsskóla fyrir elstu börnin. Skólaskjólið kom til okkar í jólafríi og páskafríi. Starfsmaður kom með þeim og gekk þetta fyrirkomulag mjög vel. Nemar komu frá skólanum. Það þarf að endurskoða það. Nemar þurfa að hafa markmið með starfsnáminu.

Page 8: Leikskólinn Örk Ársskýrsla starfsárið 2011 -2012 · 2012. 11. 27. · Ársskýrsla 2011-2012 Leikskólinn Örk 2 Rangárþing eystra á og rekur leikskólann Örk. Sveitastjóri

Ársskýrsla 2011-2012 Leikskólinn Örk

8

Deildafundir Deildarnar leysa hvor aðra af í útiveru og þannig skapast möguleiki á að funda á vinnutíma einu sinni í viku. Þannig að hver deild fær einn 45 mín fund á mánuði til þess að efla sameiginlega sýn og samráð. Starfsmannahandbók Eineltisáætlun er tilbúin og komin á netið. Brunaáætlun er tilbúin og yfirfarin á deildafundum Rými og búnaður Búið er að laga hljóðvist í litla Dímon og er það mikill munur Búið að skipta um vaska á Ævintýralandi og Tónalandi Hillur komnar undir borð á salerni á Ævintýralandi Búið er að lækka fatahólfin í stóra Dímon Ný skiptiaðstaða i litla Dímon með stigum fyrir börnin Litli Dímon var allur málaður Eldhúsinu var breytt svo það væri hægt að matreiða fyrir bæði leik- og grunnskólann Fjöldi barna, samsetning hópsins og dvalartími Alls stunduðu 93 börn nám á vorönn. Tafla 1 sýnir fjölda barna og samsetningu barnahópsins í leikskólanum í október 2011. Barngildi reiknast út frá fyrirfram gefnum stuðlum fyrir hvern árgang. Börn í elsta árgangi hafa barngildið 0,8, næst elsti 1 og tveir næstu 1,3 og 1,6. Yngsti árgangurinn reiknast 2 barngildi. Dvalarstundir eru fjöldi útseldra tíma í leikskólanum. Tölulegar upplýsingar október 2011

Tafla 1

Fæðingarár Kyn Viðverutími í klukkustundum Barngildi Dvalarstundir Barnfjöldi

4 5 6 7 8 9

2006 Drengir 1 7 3 8,8 90 11

2006 Stúlkur 1 7 5 1 11,2 103 14

2007 Drengir 2 3 3 8 65 8

2007 Stúlkur 1 2 5 1 9 69 9

2008 Drengir 2 8 13 76 10

2008 Stúlkur 2 7 2 14,3 88 11

2009 Drengir 1 3 1 8 39 5

2009 Stúlkur 1 1 4 9,6 45 6

2010 Drengir 1 3 8 30 4

2010 Stúlkur 1 1 2 8 29 4

Samtals 97,9 634 82

2 stúlkur fæddar 2006 í 4 daga vistun 1 drengur fæddur 2007 í 3 daga vistun 1 stúlka fædd 2007 í 3 daga vistun

1 drengur fæddur 2009 í 2 daga vistun 1 stúlka fædd 2009 í 3 daga vistun

Page 9: Leikskólinn Örk Ársskýrsla starfsárið 2011 -2012 · 2012. 11. 27. · Ársskýrsla 2011-2012 Leikskólinn Örk 2 Rangárþing eystra á og rekur leikskólann Örk. Sveitastjóri

Ársskýrsla 2011-2012 Leikskólinn Örk

9

Starfsmannahald Stöðugildi í október 2011 voru 20,50 sem voru unnin af 25 starfsmönnum. Auk þess voru tveir starfsmenn við ræstingu. Tveir starfsmenn og einn kennari voru í fæðingarorlofi. Fagmenntaðir leikskólakennarar voru 9 , auk þess sem 1 grunnskólakennari og 1 leikskóla-sérkennari, störfuðu við skólann sem og 1 iðjuþjálfi sem gegndi stöðu sérkennslustjóra. Tafla 2 sýnir stöðugildi, starfsheiti og fjölda starfsmanna Tafla 2

Staða Stöðugildi Fjöldi starfsmanna

Leikskólastjóri 1 1

Aðstoðarleikskólastjóri /afleysing 0,6 1

Deildastjóri /leikskólakennari 4 4

Leikskólakennari 1,3 2

Önnur kennaramenntun 1 1

Sérkennslustjóri /iðjuþjálfi 1 1

Sérkennsla /leikskólakennari 0,5 1

Kennaranemi 1 1

Sérkennsla /leiðbeinandi 0,8 1

Leiðbeinandi 7,5 10

Eldhús 1,8 2

Samtals 20,5 25

Ræsting 2 2

Skipulagsdagar og starfsþróun Eins og fram kemur í verklagsreglum leikskólans (sjá heimasíðu, „um leikskólann“ „upplýsingar“ ) er leikskólinn lokaður 4 daga á ári vegna skipulagsdaga, 4 daga eftir hádegi vegna starfsmanna- og samráðsfunda og 1 námskeiðsdags á hverju skólaári. Þeir eru ákveðnir að hausti og skráðir á skóladagatal leikskólans.

Dagana 18.-22.apríl 2012 fóru 22

starfsmenn leikskólans Örk á Hvolsvelli í

námsferð til Englands. Við flugum til

London og vorum sóttar á flugvöllinn og við

keyrðar til Reading. Þar gistum við á Ibis

hotel í 4 nætur. Skoðaðir voru 11 leikskólar

þar sem hver starfsmaður skoðaði 3-4

leikskóla á 2 dögum. Leikskólarnir sem við

skoðuðum voru í Reading, Oxford og Didcot.

Til Oxford og Didcot fórum við með lest. Við

vorum í hverjum leikskóla í 2-3 tíma og má

sjá afrakstur ferðarinnar í skýrslunum sem

við gerðum um hvern og einn skóla.

Page 10: Leikskólinn Örk Ársskýrsla starfsárið 2011 -2012 · 2012. 11. 27. · Ársskýrsla 2011-2012 Leikskólinn Örk 2 Rangárþing eystra á og rekur leikskólann Örk. Sveitastjóri

Við skipulagningu ferðarinnar var skipuð ferðanefnd sem 4 starfsmenn leikskólans voru í auk

þess sem Kristín Wallis, Accredited Numicon Consultant, íslensk kona sem býr í Oxford bókaði

leikskólana sem við heimsóttum og skipulagði rútu-, lestar- og leigubílaferðir. Skýrslu um

námsferiðna má finna á heimasíðu leikskólans undir „skólastarfið – starfsskýrslur“

2. september , skipulagsdagur Starfsmannafundur, dagskipulag , ferðaundirbúningur, deildafundir. 17. nóvember , starfsmannafundur Eineltisáætlun, ferðin okkar, skemmtinefnd Tilfallandi verkefni, Jólin og fl. Deildafundir 19. desember, starfsmannafundur Deildafundir

2. janúar, skipulagsdagur Fræðsluerindi um ADHD, Endurmat á starfi 10. febrúar, starfsmannafundur Deildafundir 18. og 20. apríl, stafsdagar Námsferð starfsmanna til Reading í Englandi 1. júní, skipulagsdagur Kosið um öryggistrúnaðarmann, myndasýning og kynning frá Englandsferðinni. Deildafundir, endurmat á starfi vetrarins.

Einn námskeiðsdagur er á hverju ári en hann er í lok september þar sem allir leikskólar Suðurlands halda haustþing þar sem boðið er upp á fjölbreytt námskeið og fyrirlestra. Að þessu sinni var haustþingið 7. október. Þar gátu starfsmenn valið á milli 10 fyrirlestra og umræðuhópa sem voru allir áhugaverðir og gott innlegg í starfið okkar. Efni fyrirlestranna var síðan miðlað á milli starfsmanna á næsta starfsmannafundum. Námskeið sem starfsmenn sóttu: Leikskóli framtíðarinnar Aðalnámskrá leikskóla: Umræður samkvæmt hugmyndafræði þjóðfundar Komdu og fáðu slag-verk Lubbi finnur málbein, kynning í námskeiðsformi Skiptir málið máli? nýtt skimunarefni TRAS Hvað get ég gert? Hvernig er í pottinn búið? umræður fyrir matráða

Breytt og fjölbreytt tónlistarstarf Sjálfsvarnarlist hugans – að læra bjartsýni Upplýsingatækni með ungum börnum. Þetta er allt spurning um viðhorf, Einhverfa í leikskólastarfi ADHD Tölur og stærðir í leik og starfi TEACCH – Greiningastöð Norræn ráðstefna um málþroska barna

Sérkennsla Skólaskrifstofa Suðurlands hefur það hlutverk að sjá um ráðgjöf til leikskóla samkvæmt samningi við aðildarsveitafélög stofnunarinnar. Skrifstofan sinnir einnig frumgreiningu fyrir leikskólann og sendir einstaka mál til frekari greiningar hjá viðeigandi aðilum (Greiningarstöð, BUGL o.þ.h.). Hjá skólaskrifstofunni starfa talmeinafræðingar, sálfræðingar og leikskólaráðgjafar sem sinna þessari greiningu og skila niðurstöðum sínum til foreldra og leikskóla að lokinni greiningu. Sérfræðingar hjá Svæðisskrifsstofu fatlaðra og fagaðilar hjá skólaskrifstofunni vinna í samráði við sérkennslustjóra leikskólans. Hrafnhildur Karlsdóttir leikskólaráðgjafi hjá Skólaskrifstofunni hefur veitt ráðgjöf í sambandi við starfið, og einstök börn.

Page 11: Leikskólinn Örk Ársskýrsla starfsárið 2011 -2012 · 2012. 11. 27. · Ársskýrsla 2011-2012 Leikskólinn Örk 2 Rangárþing eystra á og rekur leikskólann Örk. Sveitastjóri

Ársskýrsla 2011-2012 Leikskólinn Örk

11

Á árinu 2011-2012 sinnti sérkennsla alls 45 börnum. Af þessum 45 einstaklingum voru 28 einstaklingar með frávik sem falla undir greiningarviðmið frá viðurkenndum greiningaraðilum eða voru/eru í greiningarferli . 16 börn voru tvítyngd eða áttu við tímabundna erfiðleika að stríða af einhverju tagi. Hefðir og hátíðir Foreldrum var boðið í kaffi í desember. Boðið var uppá rúnstykki og kakó með rjóma. Þetta heppnaðist mjög vel og saddir og sælir foreldrar héldu til vinnu eftir skemmtilega samverustund með börnunum sínum. Kirkjuheimsókn í Stórólfshvolskirkju var 12. desember. Þar tóku á móti okkur sóknarpresturinn og organistinn og fræddu okkur um jólin og jólahald og sungnir voru jólasöngvar. Jólaball var haldið 16. desember í leikskólanum í sal leikskólans í litla Dímon. Dansað var í kringum lifandi jólatré við frábæran undirleik Einars Viðars pabba Védísar Aspar og Ísólfs Gylfa. Jólasveinar voru á vegum björgunarsveitarinnar og komu með gjafir í poka sem foreldrafélagið aðstoðuðu þá með. Þorri var blótaður og börnin smökkuðu þorramat með víkingakórónur á höfði. Ekki voru allir sammála um gæði matarins en flatkökurnar, harðfiskurinn og hangikjötið var vinsælast. Börnin bjuggu til bolluvendi í tilefni Bolludagsins sem þau fóru með heim til að flengja fjölskyldumeðlimi. Í leikskólanum borðuðum við bollur í hádegismat og rjómabollur í síðdegishressingu.

Ömmu og afa boðið í kaffi Saltkjöt og baunir voru á boðstólum á Sprengidaginn. Á Öskudaginn er hefð fyrir því að allir mæta í náttfötum, komi með leikföng að heiman, kötturinn sleginn úr tunnunni, horft á video / DVD og boðið upp á grænmeti og ídýfu. Einu sinni í mánuði var litavika en þá var unnið með einhvern ákveðinn lit í skapandi starfi og svo í lok vikunnar þá komu börn og starfsmenn í einhverri flík eða með fylgihlut í þeim lit sem búið var að vinna með. Einnig voru nokkrir viðburðardagar t.d. ömmu og afa kaffi Ljósadagur var hjá okkur í janúar. Börnin komu með vasaljós í leikskólann og fóru snemma út í myrkrið að leika sér. Einnig var settur upp kastari þar sem börnin gátu leikið sér með skugga. Inni hélt leikurinn svo áfram fram eftir degi og myndvarpar komu að góðum notum við áframhaldandi leik með ljós og skugga.

Page 12: Leikskólinn Örk Ársskýrsla starfsárið 2011 -2012 · 2012. 11. 27. · Ársskýrsla 2011-2012 Leikskólinn Örk 2 Rangárþing eystra á og rekur leikskólann Örk. Sveitastjóri

Ársskýrsla 2011-2012 Leikskólinn Örk

12

Dagur leikskólans Dagur leikskólans var 6. febrúar. Eldri deildir gerðu veggspjöld þar sem kom fram hvað sé skemmtilegast og leiðinlegast í leikskólanum og starfsmenn voru með innanhússkemmtun og settu upp leikrit fyrir börnin.

Á degi leikskólans 6. Febrúar fóru starfsmenn í búninga og settu upp leikrit fyrir börnin við mikla kátínu hjá börnum og fullorðnum . Íþróttadagurinn Var haldinn 7. september. Fórum í víðavangshlaup með lögregluna í fararbroddi. Settum upp stöðvar í garðinum og Vís gaf okkur drykkjarbrúsa. Útskriftarferð og útskrift elstu barna. Við Þurfum að hafa í huga næsta ár að útskriftaferð og útskrift voru of snemma. Einnig að salurinn of lítill fyrir allan þennan fjölda. En það voru útskrifuð 26 börn sem er frekar fjölmennur árgangur. Útskriftarferðin tókst með ágætum. Veður var nokkuð gott og börnin skemmtu sér vel. Fyrst var haldi að Seljalandsfoss og fossinn skoðaður og farið í leiki. Þaðan var farið í að skoðað dýrin að Kirkjulæk Hádegismaturinn var að Smáratúni og eftir var haldið að Þorsteinslund. Mörg voru ansi snögg að klæða sig úr og fara að vaða og létu kalda vatnið ekkert á sig fá. Virkilega gaman að sjá hvað börnin nutu sín. Þegar allir voru að klæða sig aftur og við ætluðum að setjast niður, hafa það notalegt og borða nesti snerist veðrið hinsvegar algerlega okkur í mót og það fór að kyngja niður snjó Það var því tekin ákvörðun í skyndi um að drífa sig inní rútu og halda í Hlíðarenda þar sem við fengum ís . Síðan fórum við í leikskólann aftur og borðuðum nesti uppi á lofti. Elstu börnin í leikskólanum voru útskrifuð formlega í lok vorannar. Með því er vakin sérstök athygli á þeim áfanga sem börnin hafa náð og því stóra skrefi sem þau eru í þann veginn að taka með því að hefja lögbundið nám í grunnskóla. Útskriftin var 16. maí á Opnu húsi og fór fram í sal Arkarinnar þar sem viðstaddir voru auk útskriftarbarna, foreldrar, systkini , afar og ömmur þeirra, starfsfólk leikskólans og önnur börn í leikskólanum. Þar voru svo útskriftarbörnin kölluð upp í stafrófsröð og fengu afhentar ferilmöppur sem sýna námsferil þeirra, útskriftarskjal og rós.

Page 13: Leikskólinn Örk Ársskýrsla starfsárið 2011 -2012 · 2012. 11. 27. · Ársskýrsla 2011-2012 Leikskólinn Örk 2 Rangárþing eystra á og rekur leikskólann Örk. Sveitastjóri

Ársskýrsla 2011-2012 Leikskólinn Örk

13

Foreldrasamstarf Fréttabréf sent foreldrum amk. einu sinni í mánuði og fréttir settar á heimasíðuna. Foreldrum boðið á leiksýningu sem börnin á Tónalandi og Ævintýralandi sýndu og var nær 100%mæting. Foreldrar tóku virkan þátt í verkefnum könnunaraðferðarinnar sem var mjög ánægjulegt. Kynningarfundir á vetrarstarfinu fyrir foreldra var haldinn í október og var haldin að kvöldi. Foreldraviðtölin fóru fram í kringum afmælisdag barnanna. Í desember var aðventukaffi þá buðu börnin fjölskyldu sinni í morgunkaffi. Það er von okkar að fá fleiri foreldra til að taka þátt skólastarfinu með því að ganga til liðs við foreldrafélagið og í foreldraráð skólans og hafa þannig áhrif á leikskólalíf barnanna og kynnast betur starfinu í skólanum, öðrum foreldrum, starfsfólki og börnum á Örkinni. Frá foreldrafélaginu Aðalfundur foreldrafélagsins var haldinn 19. október 2011 samhliða kynningum á vetrarstarfi leikskólans. Við höldum að hægt sé að fullyrða að sjaldan eða aldrei hafi verið mætt jafnvel á aðalfund. Fyrsta verk nýju stjórnarinnar var að fá leiksýningu í heimsókn á leikskólann. Leikritið Prumpuhóllinn í höndum Möguleikhússins kom þann 11. nóvember. Næsta verk var að aðstoða jólasveinana fyrir jólaballið í leikskólanum. Að þessu sinni urðu hljóðbækur fyrir valinu. Kristjana Skúladóttir leikkona hefur haldið úti vefnum www.sogustund.is og þaðan voru hljóðbækurnar pantaðar. Þann 1. desember færði foreldrafélagið starfsmönnum Arkarinnar ostakörfu að gjöf. Með því vildum við þakka fyrir okkur því um þetta leyti var öllum foreldrum boðið í aðventukaffi inn á deildirnar. Kvenfélagið Hallgerður sá um að halda jólaballið í ár inni að Goðalandi í Fljótshlíð en skipst er á að halda jólaball í Fljótshlíð og Hvolsvelli með kvenfélögunum og foreldrafélögum Hvolsskóla og Arkarinnar. Í febrúar var staðið fyrir leikhúsferð á Litla skrímslið og stóra skrímslið í Þjóðleikhúsinu.Vorhátíð var haldin að Goðalandi í maí. Henson gallar voru pantaðir núna í haust og afhentir að loknum aðalfundi. Bókargjafir voru afhentar á kynningarfundi leikskólans, sitthvort eintakið af "Með á nótunum" söngbók með geisladiski sem á vonandi eftir að koma að góðum notum.

Anna Kristín Guðjónsdóttir, formaður foreldrafélagsins.

Október 2012 Heiða Björg Scheving

Leikskólastóri