lögregla höfuðborgarsvæðisins og umferðarstofa vilja bætta...

16
TJÓNASKOÐUN · BÍLAMÁLUN · RÉTTINGAR Bæjarflöt 10 - 112 Reykjavík Sími 567 8686 - www.kar.is Vottað réttingarverkstæði - samningar við öll tryggingarfélög. Nethyl 2, Sími: 587 0600, www.tomstundahusid.is Finnið okkur á facebook. Plastmódel til samsettningar í miklu úrvali. smur- bón og dekkjaþjónusta sætúni 4 sími 562 6066 BREMSUVIÐGERÐIR BREMSUKLOSSAR SPINDILKÚLUR ALLAR PERUR HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA RAFGEYMAÞJÓNUSTA OLÍS SMURSTÖÐ BÓN OG ÞVOTTUR 20. APRÍL 2013 15. tölublað 4. árgangur UMHVERFISVOTTUÐ PRENTUN V I K U B L A Ð GÆÐI - ÞEKKING - ÞJÓNUSTA Lögregla höfuðborgarsvæðisins og Umferðarstofa vilja bætta umferðarmenningu: Landsmenn sameinist um umferðarsáttmála -fjórtán manna hópur valinn til verksins, allir geta lagt sitt af mörkum F jórtán manna hópur hefur verið valinn til að vinna að gerð svo- kallaðs Umferðarsáttmála, en í honum verður að finna einskonar boð- orð sem allir vegfarendur í umferðinni munu vonandi leitast við að fara eftir. Tilgangurinn er að bæta umferðar- menningu og fækka slysum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í samstarfi við Umferðarstofu, hafði frumkvæðið að verkefninu en auglýst var eftir áhugasömum þátttakendum á fésbókarsíðu embættisins og sýndu fjölmargir þessu áhuga. Verkefninu miðar vel áfram og talsverð vinna hefur nú þegar farið fram í hópunum sem myndaðir voru í verkefninu, en settir voru saman fjórir vinnuhópar. Töluverð umræða hefur skapast á fés- bókarsíðu verkefnisins og eru þátttak- endur sammála um að hér sé á ferðinni skemmtilegt tækifæri til að bæta um- ferðarmenninguna hér á landi. Á milli funda fer vinna hópsins einkum fram á fésbókinni þar sem allir landsmenn geta lagt til hugmyndir um það hvernig best sé að móta jákvæða umferðarmenn- ingu. Heimasíða hópsins er umferd. logreglan.is/. Hópurinn sem valinn var. Stefán Eiríksson lögreglustjóri (lengst til vinstri) er ritari hópsins sem hefur nú fundað þrisvar sinnum.

Upload: others

Post on 12-Oct-2020

1 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Lögregla höfuðborgarsvæðisins og Umferðarstofa vilja bætta …fotspor.is/wordpress/wp-content/uploads/2013/04/... · 2014. 5. 6. · og fylla hann af drasli og rusli sem er

TJÓNASKOÐUN · BÍLAMÁLUN · RÉTTINGAR

Bæjarflöt 10 - 112 ReykjavíkSími 567 8686 - www.kar.is

Vottað réttingarverkstæði - samningar við öll tryggingarfélög.

Nethyl 2, Sími: 587 0600, www.tomstundahusid.is Finnið okkur á facebook.

Plastmódel til samsettningar í miklu úrvali.

smur- bón og dekkjaþjónustasætúni 4 • sími 562 6066

BREMSUVIÐGERÐIRBREMSUKLOSSAR SPINDILKÚLURALLAR PERUR

HJÓLBARÐAÞJÓNUSTARAFGEYMAÞJÓNUSTAOLÍS SMURSTÖÐBÓN OG ÞVOTTUR

20. apríl 201315. tölublað 4. árgangur UMHVERFISVOT TUÐ PRENTUNv i k u b l a ð

GÆÐI - ÞEKKING - ÞJÓNUSTAEfnalaugin BjörgGæðahreinsun Góð þjónusta Þekking

Opið: mán-fim 8:00 - 18:00 föst 8:00 - 19:00 laugardaga 10:00 - 13:00

GÆÐIÞEKKING

ÞJÓNUSTA

Lögregla höfuðborgarsvæðisins og Umferðarstofa vilja bætta umferðarmenningu:

Landsmenn sameinist um umferðarsáttmála-fjórtán manna hópur valinn til verksins, allir geta lagt sitt af mörkum

Fjórtán manna hópur hefur verið valinn til að vinna að gerð svo-kallaðs Umferðarsáttmála, en í

honum verður að finna einskonar boð-orð sem allir vegfarendur í umferðinni munu vonandi leitast við að fara eftir. Tilgangurinn er að bæta umferðar-menningu og fækka slysum.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í samstarfi við Umferðarstofu, hafði frumkvæðið að verkefninu en auglýst var eftir áhugasömum þátttakendum á fésbókarsíðu embættisins og sýndu fjölmargir þessu áhuga. Verkefninu miðar vel áfram og talsverð vinna hefur nú þegar farið fram í hópunum sem myndaðir voru í verkefninu, en settir voru saman fjórir vinnuhópar. Töluverð umræða hefur skapast á fés-bókarsíðu verkefnisins og eru þátttak-endur sammála um að hér sé á ferðinni skemmtilegt tækifæri til að bæta um-ferðarmenninguna hér á landi. Á milli funda fer vinna hópsins einkum fram á fésbókinni þar sem allir landsmenn geta

lagt til hugmyndir um það hvernig best sé að móta jákvæða umferðarmenn-

ingu. Heimasíða hópsins er umferd.logreglan.is/.

Hópurinn sem valinn var. Stefán Eiríksson lögreglustjóri (lengst til vinstri) er ritari hópsins sem hefur nú fundað þrisvar sinnum.

Page 2: Lögregla höfuðborgarsvæðisins og Umferðarstofa vilja bætta …fotspor.is/wordpress/wp-content/uploads/2013/04/... · 2014. 5. 6. · og fylla hann af drasli og rusli sem er

2 20. apríl 2013

Fyrir um viku eða svo stóð yfir íbúakosning í Reykjavík þar sem beint lýðræði íbúanna var virkjað til að þeir gætu haft áhrif á umhverfi og þróun í sínu nærumhverfi og þar með leggja sitt af mörkum til að

gera borgina enn íbúavænni og eftirsóknarverðari til búsetu.

Ég hef heyrt menn gagnrýna þetta fyrirkomulag og vísa þessir menn til þess að almennt kjósi fáir, eða rétt um 8-15% íbúa borgarinnar í slíkum kosningum.

Nú skulum við halda því til haga að lýðræði er dýrmætt. Það að fá beint tækifæri til að hafa áhrif á umhverfi sitt er nokkuð sem við Íslendingar höfum ekki átt að venjast. Að glata slíku tækifæri myndi gera íbúa borg-arinnar fátækari. Þess vegna verður fólk að nýta þessi réttindi sín. Annað er óskiljanlegt.

Það vekur athygli mína að konur voru mun atkvæðameiri í nýliðnum íbúakosningum. Ekki er til einhlít skýring á því, en ég tek ofan fyrir þeim fyrir að sýna sína lýðræðisvitund og það í verki. Karlar þurfa þarna að taka sig á. Íbúar nágrannasveitarfélaganna hafa enga slíka aðkomu að þróun og útliti síns nánasta umhverfis. Kosning eins og fram fór í Reykjavík fyrir viku er ekki aðeins til fyrirmyndar heldur gerir íbúa hvers hverfis meðvitaðri um umhverfi sitt og að líkindum virkari í umhverfisvakningu.

Eldri maður sem býr í nágrannasveitarfélagi Reykjavíkur, maður á níræðis-aldri, hafði sambandi við ritstjórn. Hann gengur reglulega í hverfisbúðina sína til að draga björg í bú. Nú er svo komið að hann á í vandræðum með það. Hvers vegna? Jú vegna þess að í hverfinu sem hann býr í skortir svo bekki til að setjast niður og hvíla lúin bein. Þetta er fullkomlega óásætt-anlegt.

Það mega menn vita að það að geta haft bein áhrif á aðkomu að þróun á sínu hverfi, er fjarri því sjálfsagt. Þetta eru réttindi sem borgarbúar eiga og verða að nýta sér. Íbúar nágrannsveitarfélaganna bíða enn eftir samskonar réttindum. Athugið það!

Góða helgi, Sigurður Þ. Ragnarsson ritstjóri.

Leiðari

Aðdáunarvert tækifæri íbúa borgarinnar

Háskóli Íslands og Ferðafélag Íslands:

Fuglaskoðunarferð um Grafarvog-Tómas Grétar Gunnarsson leiðir skoðunina sem hefst núna klukkan 10:00

Háskóli Íslands og Ferðafélag Íslands standa fyrir fugla-skoðunarferð um Grafarvog

núna klukkan 10 í dag, laugardag. Safnast verður saman á bílastæðinu við Grafarvogskirkju og er mælst er til þess að þáttakendur taki með sér sjónauka. Ferðin er liður í samstarfi Háskóla Ís-lands og Ferðafélags Íslands um fræð-andi gönguferðir undir yfirskriftinni „Með fróðleik í fararnesti“ sem hófst

á aldarafmæli skólans 2011. Tómas Grétar Gunnarsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurlandi mun leiða skoðunarferðina en í Grafarvogi safnast fjölmargar tegundir farfugla saman. Ferðin, sem tekur um tvo klukkutíma, er farin í samvinnu við Ferðafélag barnanna og er allir áhugasamir hvattir til að mæta. Skoðunarferðin hefst nú kl. 10 eins og fyrr segir.

Grænn apríl:

Einn svartur ruslapoki á morgunUm helgina eru íbúar borgar-

innar hvattir til þátttöku í átak-inu „Grænn apríl“. Er skorað á

alla Reykvíkinga að fara út á morgun, sunnudag,með einn svartan ruslapoka og fylla hann af drasli og rusli sem er að finna í næsta nágrenni. Gert er ráð fyrir að fólk rölti út kl. 12:30 og hreinsi næsta nágrenni sitt í um klukkustund eða þar til svarti pokinn er fullur af rusli. Með þessu móti getur hver borgarbúi lagt sitt af mörkum til fegrunar borgarinnar. Margar hendur vinna með þessu létt verk. Starfsmenn borgarinnar munu síðan sækja pokana á Degi jarðar sem er á mánudaginn.

Átakið „Grænn apríl“ er er verkefni sem hópur áhugafólks um umhverfis-mál hrinti í framkvæmd í fyrsta sinn árið 2011. Tilgangurinn er m.a. að vekja landsmenn til frekari vitundar um að

við þurfum að gæta að náttúrunni og umhverfi okkar. Ennfremur að hvetja til umræðu um mikilvæg skref sem taka verður til að vernda náttúru landsins svo að komandi kynslóðir fái notið hennar á sama hátt og við njótum hennar í dag. Þá eru þeir sem selja þekkingu, vöru eða þjónustu sem er annað hvort umhverfis-vottuð eða telst umhverfisvæn á einn eða annan máta, til að kynna sig og starf sitt sérstaklega í apríl. Forsvarsmaður verkefnisins er Guðrún G. Bergmann og vefsíða verkefnisins er graennapril.is

Lögregla höfuðborgarsvæðisins:

Ný lögreglustöð í GrafarholtiNý lögreglustöð hefur verið

tekin í notkun á Vínlands-leið 2-4 í Grafarholti og tekur

við af lögreglustöðinni Krókhálsi sem hefur verið lokað. Umdæmi nýju stöðv-arinnar nær yfir Grafarholt, Grafar-vog, Árbæ, Norðlingaholt, Mosfellsbæ, Kjósarhrepp og Kjalarnes. Á lögreglu-stöðinni er bæði almennt svið (sólar-hringsvaktir-útköll) og rannsóknar-svið. Helstu stjórnendur stöðvarinnar

eru þeir Árni Þór Sigmundsson að-stoðaryfirlögregluþjónn sem jafnframt er stöðvarstjóri, Valgarður Valgarðsson aðalvarðstjóri og Einar Ásbjörnsson lögreglufulltrúi.

Minnt er á að almennum fyrir-spurnum og upplýsingum til lögreglu á þessu svæði er hægt að koma á fram-færi í síma 444-1180 á skrifstofutíma. Ef óskað er eftir skjótri aðstoð lögreglu ber hinsvegar ávallt að hringja í 112.

Spurning vikunnar er:

Hver er elsta gata Reykjavíkur?

Hvað veistu um borgina þína?

Svarið er að finna á síðu 14.

Reykjavík vikublað 15. Tbl. 4. áRganguR 2013Útgefandi: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: [email protected]. framkvæmdastjóri: Ámundi Steinar Ámundason, netfang: [email protected]. auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík. Auglýsingasími 578 1190, netfang: [email protected]. Ritstjórar: Hólmfríður Þórisdóttir, sími 699 0450, netfang: [email protected], Sigurður Þ Ragnarsson netfang: [email protected], Ljósmyndari: Þórir Snær Sigurðarson, sími 615 2049. Blaðamenn: Linda Hrönn Þórisdóttir, Þórir Snær Sigurðarson. Veffang: fotspor.is, Umbrot: Prentsnið, Prentun: Ísafoldarprentsmiðja, 47.500 eintök. dreifing:

Fríblaðinu er dreiFt í 47.500 e intökum í allar íbúðir í reykjavík

Valgarður, Árni Þór og Einar við nýju lögreglustöðina í Grafarholti.

Tjaldur, fuglaperla Færeyinga. Mynd: Jón Örn Guðbjartsson

Nýir skólastjórarSkóla- og frístundaráð hefur ákveðið ráðningu skólastjóra við tvo grunn-skóla í borginni. Hanna Guðbjörg Birgisdóttir var ráðin skólastjóri við Háaleitisskóla og Dagný Annasdóttir skólastjóri við Melaskóla. Umsækjendur um stöðu skólastjóra Háaleitisskóla:

Anna Bergsdóttir,Arndís Stein-þórsdóttir, Guðjón Ragnar Jónasson, Guðlaug Erlendsdóttir, Hanna Guð-björg Birgisdóttir, Ragnhildur Björg Guðjónsdóttir, Sigríður Ágústa Skúladóttir, Þorkell Ingimarsson, Þóra Björk Guðmundsdóttir og Þór-hildur Helga ÞorleifsdóttirUmsækjendur um stöðu skólastjóra Melaskóla:

Anna Bergsdóttir, Ágúst Ólason, Ásdís Elva Pétursdóttir, Dagný Ann-asdóttir, Guðjón Ragnar Jónasson, Guðlaug Erlendsdóttir, Hanna Guðbjörg Birgisdóttir, Helga Jóna Pálmadóttir, Júlía Valva Guðjóns-dóttir, Lind Völundardóttir, Ragn-hildur Björg Guðjónsdóttir, Sigríður Ágústa Skúladóttir, Þorkell Daníel Jónsson, Þorkell Ingimarsson, Þóra Björk Guðmundsdóttir og Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Stofan Café sækir um veitingaleyfi utanhússVeitingahúsið Stofan Café Aðalstræti 7 hefur sótt um til Umhverfis- og skipulagsráðs eftir leyfi til að vera með útiveitingar og bar á Ingólfstorgi frá maí að telja og fram í september. Sótt er um leyfi til að vera með 64 gesti á torginu með opnunartíma til klukkan 23:00 á kvöldin. Erindinu var vísað til embættis byggingafulltrúa sem tók málið fyrir á þriðjudag og var afgreiðslu þess frestað.

Unglingar í ReykjavíkForeldrafélag Réttarholtsskóla efnir til málþings í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag laugardag undir fyrirsögninni Unglingar í Reykjavíkur - þeirra framtíð - okkar ábyrgð.

Jón Gnarr fyrrverandi nemandi í Réttarholtsskóla ávarpar þingið en fyrirlesarar á málþinginu eru Sigga Dögg kynfræðingur, Jóhannes Kr. Kristjánsson fréttamaður, Viðar Halldórsson dr. í félagsfræði, Vilborg Arna Gissuradóttir pólfari og ferða-málafræðingur, Hrafnkell Ásgeirsson jafningjafræðari og Sunneva Sverr-isdóttir jafningjafræðari. Málþingið stendur milli klukkan 13 og 15.

Stutt og laggott

Page 3: Lögregla höfuðborgarsvæðisins og Umferðarstofa vilja bætta …fotspor.is/wordpress/wp-content/uploads/2013/04/... · 2014. 5. 6. · og fylla hann af drasli og rusli sem er

BT Skeifan · BT Glerártorg · Sími 550 4444 · www.bt.is

Birt

með

fyrir

vara

um

vill

ur í

text

a og

/eða

myn

dabr

engl

12.99917.999SamSung m3 uSB3.0

flakkarin Stílhrein köflótt hýsingn USB2.0 og USB3.0 stuðningurn Afritunar- og öryggishugbúnaður fylgirn Þyngd: 141gn 500GB og 1TB

Veho muVi Pro SPort myndaVéln 2MP nemi — 640x480 upptakan 30 rammar á sekúndun Endurhlaðanleg rafhlaðan 90 mínútna upptaka á rafhlöðun 4GB MicroSD fylgirn Vegur aðeins 50gn Hægt að fá allskonar festingarn Á hjól, bretti, hjálm, vatnshelt

box og fleira

SamSung 3d Smart led eS6575n 1920x1080p — Full HDn 3D HyperReal myndvinnsluvéln 400Hz Clear Motion Raten DVB-T2 Stafrænn móttakarin DVB-S2 Gervihnattamóttakarin 3xHDMI — 3xUSB — Þráðlaust netn 2x3D Gleraugu fylgja

999

34.999

Komdu og gerðu góð Kaup

í spiluðum leikjumfullt af flottum dVd og Barna dVd

114.900229.900299.900379.900

14.999

24.999

SamSung 15,6” 355e5C-S04n 15,6” HD LED 1366x768 mattur skjárn AMD Dual-Core E2-1800 1.7GHz örgjörvin AMD HD7470M GDDR3 1GB skjákortn 6GB DDR3 1600MHzn 500GB 5400rpm harður diskurn 802.11 b/g/n þráðlaust netkortn HDMI/2xUSB2.0/2xUSB3.0/VGAn 6-Cell Lithium PowerPlus rafhlaða

40”46”55”

VERÐ

lækkun

flott tæKi áfrábæru verði

1tB

500gB

www.godverk.is

nýleg óháð samanburðarkönnun sýnir fram á afburðaárangur Samsung fartölva hvað áreiðanleika varðar:

www.bt.is/page/samsungbest

herCuleS dJ Control air Street editionn Þrýstingsnæm snúningshjóln Air þráðlaus stjórnunn 8 velocity takkar sem stjórna

„sampler, loops og effects“n Lime grænir „Street Edition“ takkarn DJUCED 18° hugbúnaður fylgirn Virkar með Traktor og VirtualDJ Pron MIDI forritanlegur

herCuleS dJ Control inStinCtn Þrýstingsnæm snúningshjóln Nettur og létturn „Scratchaðu“ með þrýstingin Fjölbreyttir útgangarn DJUCED hugbúnaður fylgirn Virkar með Traktor og VirtualDJ Pron MIDI forritanlegur

Page 4: Lögregla höfuðborgarsvæðisins og Umferðarstofa vilja bætta …fotspor.is/wordpress/wp-content/uploads/2013/04/... · 2014. 5. 6. · og fylla hann af drasli og rusli sem er

20. apríl 20134

VERÐ FRÁ

6.990 KR. EINTAKIÐ

Hannaðu þína eigin myndabók á oddi.is

Farðu inn á www.oddi.is og búðu til persónulega gjöf.Vegleg innbundin myndabók með þínum myndum.

Hannaðu þitt eigið kerti á oddi.is

VERÐ

2.990 KR. STYKKIÐ

Farðu inn á www.oddi.is og búðu til persónulega gjöf.Fallegt kerti með þínum myndum.

Íbúakosningarnar í Reykjavík í síðustu viku:

Konurnar mun duglegri en karlarnir að taka þátt-íbúar á Kjalarnesi, Hlíðunum, Grafarholti og Úlfarsdal virkastir

Konur í Reykjavík reyndust mun atkvæðameiri en karlar í öllum hverfum Reykjavíkur í íbúa-

kosningunni sem stóð yfir í síðustu viku. Íbúar Reykjavíkur fengu þarna tækifæri til að virkja beint íbúalýðræði og velja forgangsröðun aðkallandi ver-kefna í nærumhverfi sínu. Kjörsóknin var mest á Kjalarnesi, en þar kusu 15,6% kvenna hverfisins á móti 9,5% karla, meðaltal 12,4%. Næst hæstir reyndust íbúar Hlíðanna en 10,1% kvenna kusu á móti 6,8% karlanna. Meðaltal 8,5%. Í Vesturbæ Reykjavíkur kusu 8,7% kvenna og 7,3% karla. Með-altal 8,0% sem er á pari við meðaltal Grafarholts og Úlfarsdals, en þar kusu 8,4% kvenna og 7,5% karla. Alls kusu 6.067, gild atkvæði reyndust 5.732, eða alls 6,3% borgarbúa.

Íslendingar eiga eftir að læra á beint lýðræði Sumir hafa nefnt að þátttakan mætti meiri og það má eflaust til sanns vegar færa. Á hinn bóginn benda aðrir á að Íslendingar séu mjög óvanir því að hafa raunveruleg áhrif með beinu lýðræði. Það sé nýtt fyrir mörgum og að fólk eigi eftir að læra að það geti haft áhrif á mótun síns nærumhverfis í gegnum svona kosningar. Þátttakan eigi aðeins eftir að vaxa. Jón Gnarr borgarstjóri segir ánægjulegt að sjá að fjölskyldufólk í hverfunum hafi verið einna atkvæða-mest í kosningunum.

„Ég hefði gjarnan vilja sjá fleiri kjósa um verkefni í hverfunum sínum. Hins vegar eru rúmlega sex þúsund manns góður þverskurður af borgarbúum og ánægjulegt að sjá að svo margir Reyk-víkingar taki þó þátt“ segir Jón og bætir við: „Við sjáum af tölunum að þeir sem kjósa eru flestir á aldrinum 30 – 50 ára þannig að við erum að ná til fjöl-skyldufólksins úti í hverfunum. Þá er tilganginum náð“. Aðspurður um hvort þátttakan hér sé sambærileg við slíkar kosningar erlendis segir borgarstjóri:

„Í sambærilegum verkefnum er-lendis, þar sem kosið er með rafrænum hætti, þykir 6,3 kjörsókn afar góð. Það eitt hefur vakið talsverða athygli á íbúakosningunum okkar erlendis.

Svo skulum við ekki gleyma því að hugmyndirnar að verkefnunum koma allar frá borgarbúum. Það er beinlínis frábært og algjör nýjung,“ segir Jón Gnarr borgarstjóri.

Íbúar kusu 111 verkefni til að fegra og bæta ReykjavíkÍbúar Reykjavíkur kusu 111 verkefni af ýmsum stærðum og gerðum en hugmyndirnar að öllum verkefnunum koma frá íbúum í hverfum borgarinnar. Allar hugmyndirnar fegra og bæta borgina á einhvern hátt. Kosningarnar eru bindandi fyrir Reykjavíkurborg sem mun framkvæma verkefnin á þessu ári.

Helstu verkefni sem voru valin í íbúa-kosningunni:Árbær:Laga útivistarsvæði við Rauðavatn Kostnaður 3 milljónir.Ljúka frágangi í Björnslundi, klára stíga setja upp bekki og fleira 3 milljónir.Lagfæra aðkomuveg að útivistarsvæði norðan Rauðavatns. Kostnaður 3 milljónir.Setja upp vatnshana í Elliðaárdal – nánar staðsett síðar. Kostnaður 5 milljónir.Setja upp lýsingu á göngustíg frá Björnslundi að undirgöngum. Kostnaður 4.5 milljónir.

Breiðholt: Lagfæra göngustíga í Efra Breiðholti. Kostn-aður 10 milljónir.Setja bekki og ruslastampa á ýmsa staði í Seljahverfi. Kostnaður 4 milljónir.Lagfæra skólalóð Breiðholtsskóla. Kostnaður 5 milljónir.Bæta skíðaaðstöðu í Seljahverfi með nestis-bekkjum o.fl. Kostnaður 5 milljónir.Bæta aðgengi að tjarnarsvæði í miðju Selja-hverfi. Kostnaður 4 milljónir.

Miðborg:Gera leiksvæði með fjölbreyttum leiktækjum í Hljómskálagarði. Kostnaður 10 milljónir.Lagfæra opið svæði efst við Frakkastíg með gróðursetningu. Kostnaður 3 milljónir.Skreyta gafla á völdum húsum í miðborginni með veggjamálun. Kostnaður 2 milljónir.

Vesturbær:Endurbæta Bláa róló á horni Bræðraborgar-stígs og Túngötu. Kostnaður 7 milljónir.Setja upp hreystivöll eða þrautabraut á skóla-lóð Hagaskóla. Kostnaður 5 milljónir.Endurbæta gróður á ýmsum stöðum á borgar-landi í Vesturbæ. Kostnaður 4 milljónir.Útbúa aðstöðu við stíga á Landakotstúni með bekkjum og gróðri.

Grafarvogur:Leggja göngu/hjólastíg meðfram Gufunes-kirkjugarði v. Borgarveg. Kostnaður 14 milljónir.Malbika malarstíg frá Hamrahverfi að Rima-flöt/Gufunesvegi. Kostnaður 10 milljónirGróðursetja til skjóls á opnum svæðum í Grafarvogshverfi. Kostnaður 3 milljónir.

Grafarholt og Úlfarsárdalur:Gróðursetja tré og runna á nokkrum stöðum í Grafarholti. Kostnaður 3 milljónir.Leggja malarstíg að Paradísardal/Skálinni. Kostnaður 3 milljónir.Gróðursetja tré og runna á nokkrum stöðum í Úlfarsárdal. Kostnaður 3 milljónirBæta aðstöðu á leiksvæði við enda Ólafsgeisla.

Háaleiti og Bústaðir:Endurbæta leiksvæði á Klambratúni með nýjum leiktækjum. Kostnaður 8 milljónir.Malbika göngustíg á Klambratúni frá aðalstíg að Flókagötu. Kostnaður 8 milljónir.Setja upp jóla- og eða skammdegisljós á Klambratúni. Kostnaður 3 milljónir.Bæta öryggi gangandi við Njálsgötu/Gunnars-braut.Kostnaður 2 milljónir.

Kjalarnes:Setja upp nýjan heitan pott í Klébergslaug. Kostnaður 3 milljónir.Setja gler í grindverk við Klébergslaug til að bæta útsýni. Kostnaður 2 milljónir.Gróðursetja í nágrenni Vallarlækjar austan Fólkvangs. Kostnaður 1,5 milljónir

Laugardalur:Setja upp vatnshana við stíga í hverfinu. Kostnaður 5 milljónir.Setja upp leiktæki fyrir eldri börn á leiksvæði við Ljósheima. Kostnaður 4 milljónir.Setja borð bekki o.fl. á svæði austan Laugar-dalsvallar. Kostnaður 3 milljónir.Gróðursetja berjarunna og ávaxtatré á völdum stöðum. Kostnaður 3 milljónir

Miðborg:Gera leiksvæði með fjölbreyttum leiktækjum í Hljómskálagarði. Kostnaður 10 milljónir.Lagfæra opið svæði efst við Frakkastíg með gróðursetningu. Kostnaður 3 milljónir.Skreyta gafla á völdum húsum í miðborginni með veggjamálun. Kostnaður 2 milljónir.

VesturbærEndurbæta Bláa róló á horni Bræðraborgar-stígs og Túngötu. Kostnaður 7 milljónir.Setja upp hreystivöll eða þrautabraut á skóla-lóð Hagaskóla. Kostnaður 5 milljónir.Endurbæta gróður á ýmsum stöðum á borgar-landi í Vesturbæ. Kostnaður 4 milljónir.Útbúa aðstöðu við stíga á Landakotstúni með bekkjum og gróðri.

NÝJASENDIBÍLASTÖÐIN...á þínum vegum!

568 5000

NÝJA

...á þínum vegum!

Page 5: Lögregla höfuðborgarsvæðisins og Umferðarstofa vilja bætta …fotspor.is/wordpress/wp-content/uploads/2013/04/... · 2014. 5. 6. · og fylla hann af drasli og rusli sem er

Á réttri leið!

Samfylkingin

Sanngjörn leiðrétting skulda

Heilbrigði ogvelferð í forgangi

Ljúkum aðildarviðræðum við ESB

Jafnræði leigjenda og kaupenda

Page 6: Lögregla höfuðborgarsvæðisins og Umferðarstofa vilja bætta …fotspor.is/wordpress/wp-content/uploads/2013/04/... · 2014. 5. 6. · og fylla hann af drasli og rusli sem er

20. apríl 2013

100 g svartbaunir, soðnar100 g nýrnabaunir, soðnar80 g maísbaunir2 hvítlauksgeirar1 rauðlaukur2 msk. Sólblómaolía2 tsk. kóríanderduft 2 lífrænar límónur, safi og börkur1 ltr. vatn200 g tómatar, saxaðir1 ½ msk. tómatpúrra½ ferskur chilipipar, meira ef þú þorir½ dl ferskt koríander1 tsk. Himalayasalt

Saxa hvítlauk og chilipipar fínt, sneiða rauðlauk, skera límónur og tómata í bita. Grófsaxa korí-ander og leggja til hliðar. Steikja rauðlauk, hvítlauk og chilipipar í olíunni þar til meyrt. Bæta vatni, límónum, grænmeti og kryddi saman við. Sjóða í 5 mínútur og smakka til með salti. Bæta þá tómötum og fersku koríander við.

Heilsusúpur og salöt er matreiðslu-bók eftir heilsukokkinn Auði Ingi-björgu Konráðsdóttur og kom hún út fyrir síðustu jól hjá Bókafélaginu.

Bókin er sérlega heppileg fyrir ofnæmisgrísi hverskonar því við hverja uppskrift er að finna upplýs-ingar um slíkt, hvort viðkomandi

réttur sé laus við ger, mjólk og slíkt sem er þekkt fyrir að valda matar-ofnæmi.

Í bókinni er að finna uppskriftir af girnilegum súpum sem ylja á köldum dögum eins og uppá síðkastið og hér fylgir uppskrift að einni slíkri:

Mexíkósk chilisúpa

6

Háskólinn á Bifröst býður upp á MS og MIB nám í alþjóðaviðskiptum til að sjá fyrirtækjum fyrir vel menntuðum stjórnendum og starfsmönnum með afbragðs þekkingu á fjármálum, stjórnun og markaðsmálum.

Alþjóðleg viðskipti verða

sífellt meira krefjandi

Alþjóðaviðskipti (MS og MIB)

ns

so

n &

Le

’ma

ck

s

• J

L.i

s

• s

Ía

Nánari upplýsingar á althjodavidskipti.bifrost.isUmsóknarfrestur er til 15. maí

· Kjúklingur í karrýsósu· Djúpsteiktar rækjur með

súr-sætri sósu· Nautakjöt í ostrusósu· Núðlur með grænmeti

25 ÁR

Heimsent: 1.590 kr. + 900 kr. heimsendingargjald

Upphitaður hjóla- og göngustígur meðfram Laugavegi-hluti af lagningu stígs frá Elliðarárósum niður á Hlemm

Búið er að loka Laugaveginum fyrir umferð um beygjuakrein frá Laugavegi niður Katrínar-

tún vegna framkvæmda við nýjan upp-hitaðan hjóla- og göngustíg meðfram Laugavegi. Má gera ráð fyrir að lokunin vari í tvær vikur. Rétt er að rifja upp að Katrínartún hét áður Höfðatún.

Framkvæmdirnar eru hluti af lagn-ingu hjóla- og göngustígs frá Elliðar-árósum niður á Hlemm, en búið er að leggja stærstan hluta stígsins og koma fyrir sérstökum umferðarljósum fyrir hjólreiðafólk á nokkrum stöðum á leiðinni. Stígurinn nýi teygir sig hægt og bítandi í átt að Hlemmi.

matur og LífsstíLL

Page 7: Lögregla höfuðborgarsvæðisins og Umferðarstofa vilja bætta …fotspor.is/wordpress/wp-content/uploads/2013/04/... · 2014. 5. 6. · og fylla hann af drasli og rusli sem er

Gaukur á Stöng laugardaginn 20. apríl kl. 21:00

ónleikar Dögunar

Allir velkomnir, ókeypis aðgangur og stuðið í fyrirrúmi fram á nótt

Lena Mist Marjan Venema Vök Freskimos Ylja Kojak DJ Kiddi Rokk

FraMKoMa

Page 8: Lögregla höfuðborgarsvæðisins og Umferðarstofa vilja bætta …fotspor.is/wordpress/wp-content/uploads/2013/04/... · 2014. 5. 6. · og fylla hann af drasli og rusli sem er

8 20. apríl 2013

Vésteinn Valgarðsson Alþýðufylkingunni:

2. Verðtryggingin væri ekki nærri því eins mikið vandamál og hún er, ef ekki væru okurvextir á lánum. Afnám vaxtaokurs, í gegn um félagsvæðingu fjármálakerfisins, mundi sem slíkt bæði liðka mjög fyrir heimilunum og auk þess draga mjög úr vægi verð-tryggingarinnar. Það er mjög erfitt að afnema bara verðtrygginguna – nema fjármálakerfið sé um leið félagsvætt, og þá eru lífeyrissjóðirnir meðtaldir. Það á að afleggja skylduaðild að líf-eyrissjóðum og koma í staðinn á einu, réttlátu gegnumstreymiskerfi fyrir alla landsmenn sem ekki eru á vinnumarkaði.

3. Eins og staðan er í dag, eru vextir

langstærsti kostnaðarliðurinn við að koma sér upp heimili. Launin duga ekki fyrir lánunum, en þau mundu gera það ef við skærum annars vegar niður stökkbreytt lán og byðum hins vegar upp á félagslega rekna fjármála-þjónustu fyrir heimilin, fjármagnaða með samfélagslegu eiginfé án vaxta.

Vigdís Hauksdóttir og Frosti Sigurjónsson, Framsóknarflokki:

2Framsókn telur nauðsynlegt að afnema verðtryggingu neytendalána (íbúðar-lán, bílalán, og neyslulán). Verð-trygging er orðin svo útbreidd að hún eykur verðbólgu og dregur úr hvata hjá

bönkum og ríki til að draga úr verð-bólgu. Verðtrygging sljóvgar vaxtaskyn neytenda og þar með aðhald þeirra á lánastofnanir. Verðtrygging hefur því leitt til allt of hárra vaxta.

Afnám verðtryggingar á neytenda-

lánum er ekki flókin aðgerð. Banna þarf verðtryggingu á nýjum lánum og skapa hvata til þess að skipta út verð-tryggðum lánum fyrir óverðtryggð. Draga þarf úr kostnaði lántakenda við slíka skuldbreytingu.

Stökkbreytt verðtryggð lán þarf að leiðrétta með almennum aðgerðum, enda er ekki réttlætanlegt að lántak-endur einir beri tjónið af efnahags-hruni sem fjármálafyrirtækin áttu mestan þátt í að skapa.

3.Ástæðurnar eru stökkbreytt lán heimila og aukin greiðslubyrði, miklar skatta-hækkanir. Verðlag hefur hækkað. Ráð-stöfunartekjur hafa lækkað. Það hefur ekki verið lögð næg áhersla á að efla atvinnulífið og skapa störf.

Metúsalem Þórisson og Júlíus Valdimarsson, Húmanistaflokknum:

2Það ber hiklaust að leiðrétta þetta. Þús-undir Íslendinga hafa lifað í angist allt frá hruni vegna afleiðinga þess. Fjöldi fólks hefur misst heimili sín og aðrir búa við fullkomna óvissu. Húman-istaflokkurinn hefur gert málefna-samkomulag við Dögun um að flokk-arnir vinni saman að leiðréttingu lána heimilanna og að því að nauðungar-sölur verði frystar og þannig stöðvaður útburður af fólks af heimilum sínu á meðan unnið er að lausn á skuldavanda þeirra. Þessar leiðréttingar á að gera algerlega á kostnað þeirra sem ullu hruninu það er bankanna og í því efni sækja í hagnað nýju bankanna af stór-felldri niðurfærslu lána þegar þeir tóku við af gömlubönkunum. Þessi hagn-aður á að ganga til heimilanna m.a. með skattlagninu á bankana. Einnig ber að nýta afskriftir af krónueignum vogunarsjóða og annarra - sem keypt hafa íslenskar krónur í gróðaskyni – til að færa niður skuldir heimilanna.

3Almenn laun hér á landi víðast hvar annars staðar í heiminum hafa setið

eftir á síðustu áratugum og fátækt aukist á meðan hinir ríku verða rík-ari. Heimilin eru skuldsett í æ ríkara mæli og greiða óheyrilegar fjárhæðir í vexti á hverju ári. Við höfum reiknað útfrá tölum Hagstofnunnar og Seðla-bankans að samtaldir vextir ríkisins, heimila og atvinnulífs hér á landi eru samtals a.m.k. 340 milljarðar á ári þ.e. rúm ein milljón á hvert mannsbarn (þá eru hvorki taldir vextir af yfirdrátt-arlánum né af kredikortaskuldum sem aðeins bankarnir hafa upplýsingar um). Þessa vexti borgar almenningur end-anlega alla gegnum skatta sína, vexti af lánum sínum og í verði vöru og þjón-

ustu sem er að stórum hluta byggt upp af uppsöfnuðum vöxtum. Þess vegna leggur Húmanistaflokkurinn til nýtt peningakerfi og að komið verði á lágvaxta bönkum og vaxtalausum bönkum með samfélagsleg markmið og undir lýðræðislegri stjórn, sem dæmi eru um m.a. á norðurlöndunum og starfa með betri árangri en aðrir bankar. Einnig hafa bankar sem reknir eru með samvinnuformi gefið góða raun. Í nýlegri rannsókn ILO Alþjóða-vinnumálastofnunarinnar kom fram að samvinnufélög í heiminum hafa stað-ist fjármálakreppurnar sem dynja yfir heiminn mun betur en einkafyrirtæki.

Svandís Svavarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir, Vinstri-grænum:

2Vinsti græn vilja draga úr vægi verð-tryggingar jafnt og þétt. Það hefur raunar þegar verið að gerast á fjármála-markaði, þar sem óverðtryggð lán eru nú í boði til jafns við verðtryggð og mikil aukning orðið í óverðtryggðum útlánum. Mikilvægt er að Íbúðalána-sjóður geti hið fyrsta fylgt í kjölfarið. Brýnt er að almenningur hafi val og hagsmunir lántakenda séu tryggðir hvort sem um verðtryggð eða óverð-tryggð lán er að ræða.

Óverðtryggð lán hafa einnig sína galla, því afborganir þeirra geta breyst mikið og hratt ef vextir breytast. Sagan sýnir að vextir á Íslandi eru hair miðið við nágrannalöndin og geta breyst hratt. Það getur komið fólki með háar skuldir afar illa.

Verðtrygging er fyrst og fremst einkenni á vanda íslensks efnahags-lífs sem hefur verið óstöðugleiki sem hefur valdið mikilli verðbólgu og háum

vöxtum. Ábyrg hagstjórn er því lykil-atriðið nú sem fyrr.

3Efnahagshrunið 2008 er meginástæðan fyrir vanda fjölmargra heimila. Ekki má gleyma því að hér urðu risavaxin gjaldþrot þriggja banka sem eru stór á alþjóðlegum mælikvarða og allir hafa fundið fyrir afleiðingunum. Leiðin

út úr stöðunni er lífskjarasókn sem byggist á aukinni verðmætasköpun, áframhaldandi hagvexti og upp-byggingu fjölbreytts atvinnulífs. Það er að okkar mati stærsta verkefnið á næsta kjörtímabili og tryggja þannig að betri stöðu heimilanna. Áfram verður að stuðla að jöfnuði í gegnum skattkerfið og efla velferðar- og menntakerfi sem skiptir máli fyrir samfélagið allt.

Arnaldur Sigurðsson, Pírötum:

2Verðtryggingin er aðeins eitt einkenni af sjúkdómnum sem er peningakerfið. Ég hef áhyggjur af því að fólk skilji ekki hvað það þíðir að afnema verð-tryggingu enda er það mjög flókið mál sem er erfitt að skilja. Ef það á að afnema verðtryggingu þarf fyrst að fá það á hreint hvað það þýðir fyrir nú-verandi peningakerfi.

3 Ekki hefur verið gert nóg til að tryggja fólki mannsæmandi lágmarksframfær-slu og þessu vilja Píratar breyta. Tryggja þarf að lágmarksframfærsla dugi fyrir nauðsynjum eins og afborgunum á

lánum, húsaleigu, mat, lækniskostnað, lyfjakostnað osfv.

Hvaða lausnir hafa flokkarnir?Frambjóðendur eru duglegir að skrifa greinar til birtingar í fjölmiðlum en lítið fer fyrir spurningum til þeirra um helstu mál þessara kosninga. Reykjavík vikublað sendi því öllum framboðum sem skiluðu inn framboðslista í suðvesturkjördæmi spurningalista. Forystumenn flokkanna sem bjóða fram í Reykjavík fengu það verkefni að svara 4 spurningum..

Hér birtast svör við tveimur þeirra

2.Teljið þið nauðsynlegt að afnema eða breyta verðtryggingunni? Ef svo er hvaða leiðir viljið þið fara? Teljið þið nauðsynlegt að lagfæra þann eignabruna sem varð hjá skuldugum heimilum vegna hárrar verðbólgu og þar með hækkunar vísitölu í kjölfar forsendubrests vegna hrunsins?

3.Ný lífskjarakönnun sýnir að tæpur helmingur heimila nær vart eða ekki saman endum milli mánaða. Hvaða ástæður telur þinn flokkur vera fyrir þessari stöðu?

X2013

Page 9: Lögregla höfuðborgarsvæðisins og Umferðarstofa vilja bætta …fotspor.is/wordpress/wp-content/uploads/2013/04/... · 2014. 5. 6. · og fylla hann af drasli og rusli sem er

920. apríl 2013

Ný og öðruvísi spennusaga [ geim] eftir Anders de la MotteVaka- Helgafell 2013

Bók þessi eftir sænska lögreglu-manninn Anders de la Motte fékk nýliðaverðlaun Sænsku

glæpaakademíunnar árið 2010. Hún

fjallar um smákrimmann Henrik sem er síblankur og slær ekki hendinni á móti auðfengnu fé. Hann gerir sér hinsvegar ekki grein fyrir afleiðingum þess að taka þátt í leik sem getur gefið honum mikið í aðra hönd en þátttöku-gjaldið er hátt.

Þarna er um að ræða spennusögu sem er jú norræn eins og þær sem íslenskir lesendur hafa tekið fagn-andi síðustu misseri en þar með er samanburðinum lokið. Hér er enginn ofurlögga sem leysir flókna glæpi á innsæinu einu saman heldur fjallar bókin um ofurhversdagslegar persónur og löggan ( sem er ómissandi

í glæpasögum) er ekkert sérstaklega viðkunnaleg persóna. Málfarið er mjög nútímalegt, enskuskotið með af-brigðum og jafnvel skotið yfir markið á stöku stað en það er þó smekksatriði.

Hörkuspennandi bók með óvæntum endalokum og óhætt að mæla með þessari í ferðalagið.

Hólmfríður Þórisdóttir

Guðmundur Steingrímsson, Bjartri framtíð:

2Við teljum það algjört forgangsmál að koma Íslandi út úr verðbólguumhverfi og mynda stöðugt efnahagsumhverfi, þar sem verðtryggingin verður óþörf og hægt er að fá óverðtryggja húsnæð-isvexti á viðunandi kjörum til langs tíma. Það er leið A. Allt annað er plan B, næstbesta leiðin. VIð eigum ekki að sætta okkur við hana. Vandinn við að lagfæra eignabruna skuldugra heimila, er að þau heimili sem eru skuldugust eru jafnframt þau eignamestu og með mestu ráðstöfunartekjurnar. Almenn leiðrétting á höfuðstól lána færi því að mestu til fólks sem er ekki í greiðslu-vanda. Verðbólga gæti aukist í kjöl-farið sem aftur myndi gera vanda fólks í greiðsluvanda enn verri. En aftur segum við: Að sjálfsögðu viljum við hjálpa fólki sem er í vandræðum. Almenn leiðrétting er þó líklega ekki besta leiðin til þess.

3Lán eru of dýr vegna þess að áhættan í hagkerfinu er of mikil. Það er algjört forgangsatriði að laga það, koma á

stöðugleika með nýjum gjaldmiðli, auknu verðmæti útflutnings, aðhaldi í ríkisfjármálum og pólitískri sátt um langtímamarkmið í efnahagsmálum. Auk þess er verðlag of hátt. Það er m.a. vegna þess að opið samkeppnis- og markaðsumhverfi skortir. Þá þurfa atvinnutækifæri að vera fjölbreytt og verðmæt störf þurfa að verða til í meiri mæli. Björt framtíð er með plan í þeim efnum. Auk þess þarf að efla fjármála-læsi á Íslandi sem hjálpar fólki að vinna betur úr þröngum fjárhagsaðstæðum, sem og neytendavitund. En lykilatriðið er að bæta kjör. Þau hrundu í hruninu.

Helgi Hjörvar, Samfylkingunni:

Fyrir mistök féll út svar Helga við spurningunni í síðasta blaði Reykja-víkur og því kemur svar hans hér. Við biðjumst forláts á þeim mistökum.

1. Teljið þið það til forgangsmála að taka á skuldavanda heimilanna? Ef svo er, hvaða leið ætlið þið að fara að því marki og hverjir eiga að njóta leiðréttinganna/aðgerðanna (allir/sumir)?

Skuldavandi heimilanna er for-gangsmál Samfylkingarinnar. Skuldir heimila hafa lækkað um 200 milljarða á kjörtímabilinu og eru nú lægri en þær voru fyrir hrun. Skuldirnar lækka að líkindum enn meira á þessu ári, m.a. með endurreikningi fjölda gengislána sem Samfylkingin leggur áherslu á að verði lokið á næstu mánuðum. Við viljum ganga lengra á nýju kjörtímabili og leiðrétta stöðu þeirra sem keyptu á árunum fyrir hrun með verðtryggðum lánum. Þá leiðréttingu viljum við gera á kostnað fjármálakerfisins á næstu fjórum árum. Einig þarf að leiðrétta stöðu þeirra sem tóku lánsveð, þannig að þeir fái sambærilega úrlausn og aðrir. Það verkefni er hafið.

2.Samfylkingin vill afnema verð-tryggingarkerfið í fjármálum almenn-ings. Við innleiddum óverðtryggð lán sem valkost í bönkunum á kjörtímabil-inu og nú er mikill meirihluti lána til einstaklinga óverðtryggður. Að því sama er unnið í Íbúðalánasjóði. Hins-vegar koma svo vextirnir – óverðtryggð lán á Íslandi hafa háa vexti meðan við skiptum ekki um gjaldmiðil og náum ekki stöðugleika í efnahagsmálum.

Að endurreisa allar eignir sem töp-uðust í hruninu verður aðeins gert með því að skuldsetja ríkissjóð. Hann er þegar yfirskuldsettur og þar með bæði við sem nú borgum skatt og börnin okkar. Þess vegna leggjum við áherslu á að rétta hlut þeirra sem keyptu síð-ustu árin fyrir hrun, en viljum ekki senda öllum sem skulduðu eftir hrunið peninga úr ríkisjóði án tillits til eigna þeirra og tekna.

3Hrun íslensku krónunnar 2008 olli mikilli lífskjaraskerðingu, en síðan hefur náðst umtalsverður árangur. Árið 2012 fækkaði heimilum í fjárhags-

vanda milli ára í fyrsta sinn frá árinu 2008. Nú þarf að auka stuðning við leigjendur, þannig að þeir njóti sömu bóta og þeir sem keypt hafa húsnæði. Skuldir þeirra sem keyptu fyrir hrun og óleiðrétt gengislán þarf að lækka. Jafnframt er mikilvægt að auka barna-bætur, því forgangsmál er að létta undir með barnafjölskyldum. Forsenda al-mennra kjarabóta er áframhaldandi hagvöxtur. Hann næst fyrst og fremst með auknum utanríkisviðskiptum, ekki einangrunarstefnu.

Langtímaverkefnið er fyrst og fremst að lækka þann gríðarlega vaxtakostnað sem íslensk heimili bera og þar hefur Samfylkingin ein raunhæfar tillögur.

Lýður Árnason, Lýðræðisvaktinni:

2Lýðræðisvaktin vill afnema/breyta verðtryggingunni í núverandi mynd þar sem hún tekur bara til lánveitenda, ekki látakaenda. Lýðræðisvaktin vill sanngjarna áhættudreifingu milli lán-þega og lánveitenda, svo að lántak-endur skaðist ekki, þegar kaupmáttur launa minnkar og lánveitendur haldi sínu, þegar kaupmáttur launa vex.

Þetta væri hægt að gera með því að endurreikna höfuðstóll verðtryggðra á grundvelli nýrrar vísitölu aftur í tím-ann, t.d. frá og með hruninu 2008, og rétta þannig hlut heimilanna.

Aðrar leiðir eru líka færar að sama marki, t.d. viðmiðun húsnæðislána við verðbólgumarkmið Seðlabankans frekar en við núgildandi verðvísitölu.

Kosti og galla ólíkra leiða og kostn-aðinn, sem af þeim leiðir, þarf að vega og meta.

Lýðræðisvaktin telur mikinn akk í því fyrir þjóðfélagið að ná skuldugum heimilum aftur inn í hagkerfið, Lýðræðisvaktin viðurkennir þann forsendubrest sem varð en varar um leið við að kjósa yfir sig aftur Hrun-flokkana þrjá sem gengu á þessum viðsjárverða tíma erinda fjármagns-eigenda en ekki heimilanna í landinu.

3Ástæður þess, hversu mörg heimili ná varla endum saman, eru einkum

tvær: (1) Hrunið, sem Sjálfstæðis-flokkurinn, Framsókn og einnig Sam-fylkingin bera höfuðábyrgð á, og (2) langvarandi óstjórn í efnahagsmálum, sem allir gömlu flokkarnir bera sam-eiginlega ábyrgð á. Þess vegna vill Lýð-ræðisvaktin veita gömlu flokkunum hvíld eða a.m.k. létta af þeim þungum byrðum.

Sjálfstæðisflokkurinn og Fram-sókn afhentu vinum sínum bankana á silfurfati 1998-2003, og vinirnir keyrðu bankana í kaf og efnahags-lífið fram af hengiflugi 2008. „Enginn gekkst við ábyrgð,“ sagði formaður Rannsóknarnefndar Alþingis að loknum yfirheyrslum yfir 147 meintum hrunverjum. Sjálfstæðis-flokkurinn og Framsókn hafa ekki enn beðist afsökunar á sínum þætti hrunsins.

Hólmsteinn Brekkan, Dögun:

2Teljið þið nauðsynlegt að afnema eða breyta verðtryggingunni? Ef svo er hvaða leiðir viljið þið fara? Teljið þið nauðsynlegt að lagfæra þann eignabruna sem varð hjá skuldugum heimilum vegna hárrar verðbólgu og þar með hækkunar vísitölu í kjölfar forsendubrests vegna hrunsins?

Verðtryggingin er eins og krabba-mein í hagkerfinu og sjálf verðbólgu-valdur ásamt því að um hver mánað-armót verða til loftbólupeningar í efnahagsreikningum bankanna án þess að nokkur verðmætasköpun hafi átt sér stað.

Þá loftbólupeninga geta fjármála-fyrirtækin (í skjóli brotaforðakerf-isins) lánað út aftur, ekki bara einu sinni heldur margoft sem eykur enn á peningamagn í umferð og er þar með stærsti þátturinn í myndun verðbólgu. Verðtryggingu ber að afnema með lögum, (með tilvísun í svar við lið 1.) og í framhaldi af leiðréttingu þarf einnig að koma á nýju lánakerfi með vaxta-þaki, skipta út þegar gerðum samn-ingum, leiðréttum, fyrir nýja samninga byggða raungildi fjárkrafna. Með því að raungilda fjárkröfur í samræmi við veðandlag er hægt að leiðrétta og til-bakafæra þá eignatilfærslu sem hefur orðið vegna forsendubrests hrunsins, verðbólgu og vísitölubreytinga undan-

farinna ára og jafnvel áratuga. Þannig skapast aðhald gegn útlánaþenslu og hvati til að halda verðbólgu niðri.

Varðandi þá sem þegar hafa verið rændir heimilum sínum eða orðið fyrir verulegu tjóni vegna eignaupptöku og okurvaxta þá má koma til móts við þann hóp með verulegum skattaaf-slætti til einhverra ára til að mynda svigrúm fyrir þennan hóp að leggja til hliðar fé, byggja sig upp og þannig fá uppreisn æru.

3Ný lífskjarakönnun sýnir að tæpur helmingur heimila nær vart eða ekki saman endum milli mánaða. Hvaða ástæður telur þinn flokkur vera fyrir þessari stöðu?

Höfuð ástæða þess að heimili ná ekki endum saman er gríðarlegur fjár-magnskostnaður sem er þungur baggi á bæði heimilum og fyrirtækjum sem er í engu samræmi við tekjur og eðlilega framfærslu. Skýringuna má fyrst og fremst finna í óheilbrigðu fjármála-kerfi sem hefur ýtt undir ofskuldsetn-ingu kórónaðri með verðtryggingu og vaxtaokri.

Laun á Íslandi eru ekki sambærileg við launakjör í nágrannaríkjunum og því verðum við að breyta. Við viljum tafarlaust afnám verðtryggingar á neyt-endalánum og almenna leiðréttingu

húsnæðislána og að vextir í landinu verði hóflegir (sbr. svör við lið 1. og 2.). Við teljum að þessar aðgerðir séu mesta kjarabót sem hægt er að hugsa sér til góða fyrir almenning og samfélagið sem heild ásamt því að lágmarkslaun og lágmarks framfærsluviðmið verði lögfest.

Við þessar aðgerðir munu heimilin hafa úr meiru að spila, samneysla og velta fyrirtækja mun aukast sem og skatttekjur og við verjum velferðar-kerfið. Fleiri verða virkir á fjárfestinga-markaði og verðfall fasteigna stöðvast. Verulega dregur úr atvinnuleysi og þar með útgjöldum ríkisins til þeirra þátta. Fólk sér fram á bjartari tíð og að fram-tíð þess verði best borgið hér á landi, skila meiri og betri vinnu og þar með auknum hagvexti. Aukin hagvöxtur og auknar skatttekjur gætu síðan hjálpað við að greiða niður skuldaklafana sem nú hvíla á þjóðinni.

bækur 2013

Page 10: Lögregla höfuðborgarsvæðisins og Umferðarstofa vilja bætta …fotspor.is/wordpress/wp-content/uploads/2013/04/... · 2014. 5. 6. · og fylla hann af drasli og rusli sem er

10 20. apríl 2013

Við handsmíðum alla trúlofunarhringana, líka eftir þínum hugmyndum... L a u g a v e g i 5 2 , s í m i 5 5 2 - 0 6 2 0 , R e y k j a v í k

www.3frakkar.comSími: 552-3939

Takk Sjálfstæðismenn fyrir að leyfa hvalveiðar á ný

ÞRÍR FRAKKAR Baldursgötu 14, Reykjavík - Sími: 552 3939Opið virka daga 11:30 - 14:30 og 18:00 - 22:00

Opið um helgar frá 18:00 - 23:[email protected] - www.3frakkar.com

Í gamla bænum - rétt við hjarta miðborgarinnar

Þrír FrakkarCafé & Restaurant

Ferskur léttsteiktur bláugga-túnfiskur m/soya-smjörsósu

og wasabi-kartöflumús

Alþingiskosningar fyrir ReykvíkingaMörgum finnst að Reykvík-

ingar eigi sér ekki marga málsvara á þingi – því þótt

borgarstjórnin sé merkileg og dugleg ráðast mörg mikilvæg hagsmunamál Reykvíkinga á alþingi og í stjórnarráð-inu. Hér eru nokkur mál sem við full-trúar Samfylkingarinnar á þinginu og í borginni höfum verið að vinna að:

Samningurinn um nýjar leiðir í sam-göngumálum tryggir fé í almannasam-göngur, almennilegan strætó, hjólastíga. Fjölskyldubílinn er mikils virði – en það er gott að minnka kostnað við þann rekstur, og við þurfum pláss í borginni fyrir fleira en götur og bíla. Þessi nýi samningur sem alþingi hefur staðfest í samgönguáætlun getur dregið úr um-ferðarvandanum og bætt ferðir barna og fullorðinna um borgina.

Við þurfum að breyta lögum til að

tryggja að dýrmætustu borgarhverfin lendi ekki í skipulagsklúðri vegna braskhagsmuna peningamanna. Stað-irnir sem tengja okkur – Kvosin, Lauga-vegurinn, viðkvæm merkileg svæði í gömlu íbúðarhverfunum og mörgum hinna nýrri. Ég hef lagt fram frumvarp um sögulega byggð sem hafi sérstöðu í skipulagslögum gagnvart undarlega miklum „rétti“ fasteignareigenda – sbr. Ingólfstorgsmálið. Þetta frumvarp fékk verulegan stuðning, langt út fyrir minn flokk – en komst aldrei til umræðu á þinginu vegna málþófsæfinga Fram-sóknar- og Sjálfstæðisflokks.

Útlendingar öfunda Reykvíkinga og aðra íbúa höfuðborgarsvæðisins af því hvað að er stutt í útivistar- og náttúru-svæði af heimsklassa. Við höfum beitt okkur fyrir því að vernda merkileg svæði í kringum höfuðborgina til að tryggja

útivistarhagsmuni borgarbúa til fram-búðar. Í fyrstu rammaáætluninni eru tekin til verndarnýtingar náttúrusvæði í Henglinum og nágrenni hans, svo sem Grendalur, Innstidalur og Ölkeldu-háls, og á Reykjanesskaga hin víðlendu Brennisteinsfjöll. Í erindisbréfi nýrrar verkefnisstjórnar er lögð áhersla á fulla varúð við orkunýtingu á skaganum þar sem þarf á næstu árum að kanna rækilega um stofnun eldfjallagarðs.

Höfuðborgarsamningur ? Við fimm almennir þingmenn Samfylkingarinnar höfum lagt til að ríkisstjórnin gengist fyrir viðræðum við Reykjavík – og þessvegna önnur sveitarfélög á svæð-inu um hlutverk borgarinnar, skyldur hennar við landið sem hún þjónar – og ekki síður réttindi hennar sem höfuð-borgar Íslands. Hingað til er viðkvæðið oftast að hingað streymi peningarnir og

fólkið sjálfkrafa – og þessvegna eigi að nota skattfé í byggðamál, oft með því að flytja á „landsbyggðina“ vinnustaði, stofnanir og fyrirtæki, sem hafa skotið rótum í Reykjavík. Margir hafa staldrað við þetta mál – en betur má ef duga skal.

Að lokum nefni ég húsnæðismálin sem eru borgarmál þótt þau snerti auð-vitað fleiri. Það þarf að leiðrétta skuld-irnar hjá þeim hópum sem verst urðu úti og enn hafa ekki notið nægilegrar að-stoðar. Til frambúðar þurfum við meira –nýtt húsnæðisskipulag með séreignar-íbúðum sem hægt er að afla án þess að setja fjölskylduna í áratauga vogun-aráhættu, og með almennilegum leigu-íbúðum – þar á meðal kaupleiguíbúðum og leiguíbúðum einsog í gömlu Verkó. Þetta þarf ekki að finna upp, því jafn-aðarmenn á Norðurlöndum hafa tryggt almenningi þar húsnæðiskosti sem ekki

setja á hausinn kynslóð eftir kynslóð. Og í sögu okkar eigum við líka góðar tilraunir í þessa átt, frá forgöngumönnum einsog Héðni Valdimarssyni, Guðmundi J. Guð-mundssyni og Jóhönnu Sigurðardóttur. Því miður hefur sérhagsmunaöflum að drepa þær í dróma.

Gleymum ekki málefnum Reykvík-inga og Reykjavíkur við kjörborðið á laugardaginn kemur.

2000 nýjar leiguíbúðirKostnaður vegna leigu hefur

frá hruni hækkað umfram kostnað vegna eigin húsnæðis

og verulegur skortur er á leiguhús-næði. Þessar staðreyndir hafa ekki fengið þá athygli sem þær eiga skilið. Samfylkingin vill taka á þessum vanda með myndarlegum hætti og hefur mótað húsnæðisstefnu sem nú er verið að innleiða.

Í fyrsta lagi þarf að auka framboð leiguhúsnæðis. Við leggjum því til að í samstarfi við sveitarfélög og húsnæð-isfélög á borð við Búseta verði leiguí-búðum fjölgað um 2000 á næsta kjör-tímabili. Þetta myndi leysa brýna þörf fyrir nýtt húsnæði og skapa grundvöll fyrir stórbættan leigumarkað.

Sami stuðningur við þá sem eiga og leigja Í öðru lagi verði stuðningur ríkisins til einstaklinga vegna húsnæðis óháð því hvort fólk eigi eða leigi sitt húsnæði. Húsaleigubætur hafa nú þegar verið hækkaðar verulega og verða hækkaðar að nýju um mitt ár.

Í þriðja lagi er mikilvægt að halda áfram þeirri uppbyggingu náms-mannaíbúða sem ríkisstjórnin hefur sett kraft í síðustu misserin.

Gott húsleigukerfi er mikil-vægur liður í því að tryggja öllum landsmönnum húsnæðisöryggi. Leiga á að vera raunverulegur val-kostur fyrir fólk, ekki síður en kaup á húsnæði.

Öryggi fyrir leigjendurLeigjendur þurfa að ganga að sínu húsnæði öruggu til lengri tíma í stað árlegra flutninga sem oftar en ekki eru hlutskipti leigjenda í dag. Til þess að svo geti orðið verða leigufélög að vera nægjanlega sterk til að tryggja gott framboð og öruggt húsnæði. Byggja þarf leiguhúsnæði í nálægð við þjónustu og góðar almennings-samgöngur.

Ríkisstjórnin hefur gert samkomu-lag við sveitarfélög á höfuðborgar-svæðinu um að ríkið leggi til einn milljarð á ári í uppbyggingu almenn-ingssamgangna á suðvesturhorninu í 10 ár. Þetta er mikilvæg kjarabót enda er kostnaður við samgöngur einn af stærstu útgjaldaliðum heimilanna.

Draumurinn varð að skuldavandaFyrir hrun hafði fólk ekki val um neitt annað en mikla skuldsetningu

til að búa við húsnæðisöryggi. Það öryggi reyndist síðan minna en til stóð. Draumurinn um eigið húsnæði varð að skuldavanda. Þessu verðum við að breyta.

Við verðum að auka fjölbreytni í húsnæðismálum og koma á sam-bærilegum húsnæðismarkaði og nágrannalönd okkar hafa komið á fót. Sveitarfélögin hafa sérstökum skyldum að gegna í þessum efnum. Reykjavíkurborg hefur hér gengið á undan með góðu fordæmi og er með hundruð íbúða í undirbúningsferli eða byggingu. Með samstilltu átaki erum við að auka fjölbreytni, sveigj-anleika og valfrelsi í húsnæðis- og samgöngumálum.

Höfundur erSigríður Ingibjörg Ingadóttir,

frambjóðandi Samfylk-ingarinnar í Reykjavík.

Höfundur erMörður Árnason

frambjóðandi Samfylk- ingarinnar í Reykjavík

v i k u b l a ð

Auglýsingasíminn er 578 1190Netfang: [email protected].

Page 11: Lögregla höfuðborgarsvæðisins og Umferðarstofa vilja bætta …fotspor.is/wordpress/wp-content/uploads/2013/04/... · 2014. 5. 6. · og fylla hann af drasli og rusli sem er

EXPERT línan20 gerðir

Y�r 10 árareynsla á Íslandi

BERIÐ SAMANVERÐ OG GÆÐI

AVALON línan 4 gerðir

Kolagrill20 gerðir

Opið virka daga 11-18 Laugardaga 11-16

Smiðjuvegi 2, Kópavogi, S. 554 0400 - Við hliðina á BÓNUSEina sérverslun landsins með grill og garðhúsgögn

www.grillbudin.iswww.grillbudin.is

VELJIÐ GRILLSEM ENDAST

OG ÞÚ SPARAR

Page 12: Lögregla höfuðborgarsvæðisins og Umferðarstofa vilja bætta …fotspor.is/wordpress/wp-content/uploads/2013/04/... · 2014. 5. 6. · og fylla hann af drasli og rusli sem er

20. apríl 2013

Fullt nafn:Úlfar Eysteinsson .Aldur:65 ára.Foreldrar:Þórunn Björnsdóttir og Eysteinn Óskar Einarsson.Hvert liggja ættir þínar?Í Skagafjörð og austur fyrir fjall er af Bergsætt.Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrði stór?Kokkur, ákvað mig 12 ára.Nafn maka:Ingibjörg Ólöf Magnúsdóttir.Starf maka:Tækniteiknari.Börn og barnabörn:Guðný Hrönn Úlfarsdóttir,–Sara–Perla og Alexander Nói. Stefán Úlfarsson,–Úlfar Bjarki – Birgir og Eyrún.Í hvað hverfi býrðu?Hamrahverfi Grafarvogi.Ef þú byggir ekki í Reykjavík, hvar þá?Í Hafnafirði, ég er sannur Gaflari fæddur í heimahúsi þar og ljósmóð-irin kom heim til okkar þegar ég kom í heiminnHefurðu búið erlendis?Nei aldrei.Stærsti sigurinn:Annað sæti í alþjóðarallý ReykjavíkMesta axarskaftið:Keypti 100 pör af skóm á uppboði hjá tollstjóra, en skórnir voru bara á vinstri fótinn–he he he. Sé alltaf eftir þessum viðskiptum!!Helstu áhugamál:Rallý, bridge og sjóstangveiði.Ertu tilfinninganæmur?Já ég held það.Ertu rómantískur?Já já.Hvað gerir þú þegar þú vilt dekra við makann?Gott að borða og léttvín með.Hver er þinn helsti kostur?Ég er jákvæður.En galli?Frekar feiminn.

Ertu flughræddur?Nei alls ekki.Ertu með bíladellu og hvernig bíl áttu?Já það er óhætt að segja það. Ég á Ch-evrolet HHR 2007. Flottur bíll .Ferðastu mikið (innanlands eða utan)?Fer oft norður á Sigló og DalvíkFallegasti staðurinn á Íslandi?HafnarfjörðurFallegasti staðurinn í útlöndum?Barcelóna og nágrenniEftirminnilegur staður?Færeyjar. Alveg sérstakt samfélag þar.Ertu hjátrúarfullur?Já mjög. Geri helst ekkert á mánu-dögum. Ég fer jú framúr á mánudags-morgnum en helst ekki mikið meira en það!Trúir þú á líf eftir dauðann?Já engin spurningHefurðu farið til spámiðils eða trúir þú á slíkt?Já já og trúi á slíkt og veit að sumir eru mjög næmir og ná góðu sambandi.Hver eldar oftast á heimilinu?Ég hef vinninginn þar.Besti matfiskurinn?Lúðan. Lúða sem er 4-12 kíló er besti fiskur sem þú færð.Er selkjöt gott?Já mjög gott–herramannsmatur–fitu-hreinsað og léttsteikt með góðri pip-arsósu–hreint afbragð.

Hvað af þeim mat sem þú hefur borðað hefur reynst mest framandi?Jamm, þú segir nokkuð. Ætli ég verði ekki að viðurkenna að það voru soðnar og sýrðar gambrapíkur á þorrablóti í Sjóstangaveiðifélagi Reykjavíkur. OJ, en sumir báðu um ábót!Eru Íslendingar duglegir að prófa framandi rétti?Já mér finnst þeir mjög tilbúnir til að prófa ýmislegt.Uppáhaldsmatur?Gratíneraður plokkfiskur og gellur.Uppáhaldsdrykkur?VatnÁttu þér uppáhalds tónlistarmann eða tónlist?Já K.K. er í miklu uppáhaldi. Hlusta líka mikið á kántrýtónlist.Uppáhalds bókin?Íslands-Bersi, Óskars saga Halldórs-sonar, geysilega fróðleg og fjörleg bókHvað gerir þú þegar þú ert argur eða ekki í góðu skapi?Mér finnst nú bara best að fara aftur í gott skap! Annað er afleitt og leiðinlegt.Evrópusambandið, já eða nei:Nei–alveg klárt.Ertu ánægður með meirihlutann í Reykjavík?NeiErtu pólitískur?Já frekarUppáhalds stjórnmálamaður?Gunnar I Birgisson í Kópavogi.

Arctic Trucks | Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | Sími 540 4900 | www.arctictrucks.is

Vönduð amerísk heilsársdekk - stærðir 31- 44 tommur - slitsterk- neglanleg- má míkróskera- frábært veggrip

Gott verð!

fyrir flestar stærðir jeppa og jepplinga

Við eigum dekkin undir bílinn þinn og bjóðum upp á alla dekkjaþjónustu. Þú kemur þér notalega fyrir með kaffibolla meðan þú bíður. Bjóðum einnig ástandsskoðanir, smurþjónustu og almenna viðgerðarþjónustu.

Skjót og góð þjónusta!

38x15,5R1538 tommu dekk sem er sérstaklega hannað fyrir íslenskar aðstæður.- slitsterkt- endingargott- hljóðlátt- míkróskorið- neglanlegt

Dekkja-verkstæði á staðnum.Bjóðum alla

almenna dekkja-

þjónustu.

12

BT Skeifan · BT Glerártorg · Sími 550 4444 · www.bt.is

BÚINN MEÐLEIKINN?

KOMDU OG GERÐU GÓÐ KAUP í spiluðum leikjum

Við kaupum hann af þér!

Birt

með

fyrir

vara

um

vill

ur í

text

a og

/eða

myn

dabr

engl

www.

godv

erk.

is

Úlfar Eysteinsson matreiðslumeistari á Þremur Frökkum:

Ákvað ævistarfið 12 ára gamallYFIRHEYRSL

A

Feðgarnir Úlfar Eysteinsson og Stefán Úlfarsson bregða á leik í eldhúsinu.

Úlfar og félagar með fyrsta tunglfiskinn sem veiddur var hér við land en sjö slíkir komu í trollið á makrílvertíðinni. Þessi var um 300 kíló en sá stærsti 500 kg. „Svona fiskur veiðast mest í hlýsjó, t.d. sunnan við Kanríeyjar“ segir Úlfar.

Page 13: Lögregla höfuðborgarsvæðisins og Umferðarstofa vilja bætta …fotspor.is/wordpress/wp-content/uploads/2013/04/... · 2014. 5. 6. · og fylla hann af drasli og rusli sem er

ÚTFARARSTOFAKIRKJUGARÐANNAVesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is

Arnór L. Pálssonframkvæmdastjóri

Ísleifur Jónssonútfararstjóri

Frímann Andréssonútfararþjónusta

Jón Bjarnasonútfararþjónusta

Hugrún Jónsdóttirútfararþjónusta

Guðmundur Baldvinssonútfararþjónusta

Þorsteinn Elíassonútfararþjónusta

Ellert Ingasonútfararþjónusta

Önnumst alla þætti útfararinnar

Þegar andlát ber að höndum

REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST

Skipholti 70 • Sími 553 0003

Nýr Fiskur daglega!

Löndun ehf sér um skipaafgreiðslu í Reykjavík og

Hafnarfjarðarhöfn. Fyrirtækið veitir vandaða og skjóta

þjónustu. Býður einnig upp á nauðsynlegan tækjabúnað

og úrval manna sem reiðubúnir eru með stuttum

fyrirvara að landa úr skipum.

Löndun ehf. - Kjalarvogi 21, 104 Reykjavík - Sími 552 9844 - Fax 562 9844 - [email protected]

Fyrirhyggja, lipurð og samviskusemi

einkenna þá þjónustu sem

við veitum

Göngum upplýst til kosninga

Göngum upplýst til kosninga

Göngum upplýst til kosninga

Göngum upplýst til kosninga

Sími: 411 6100www.borgarbokasafn.is

Fulltrúar framboða til Alþingis verða í aðalsafni Borgarbókasafns,

Tryggvagötu 15, laugardaginn 20. apríl kl. 14-16

Þar gefst tækifæri til að ræða við fulltrúana og

kynna sér stefnumál þeirra

Bílaverkstæði

Varahlutaverslun

SmurstöðSmurstöð

Dekkjaverkstæði

Bremsur,

spindilkúlur,

stýrisendar,

o.fl., o.fl.

Allar gerðirbætiefna fyrir

vél, drifog gírkassa

www.bilaattan.is

Allt á einum stað

Page 14: Lögregla höfuðborgarsvæðisins og Umferðarstofa vilja bætta …fotspor.is/wordpress/wp-content/uploads/2013/04/... · 2014. 5. 6. · og fylla hann af drasli og rusli sem er

14 20. apríl 201314

GREIÐSLUMIÐLUN - FRUMINNHEIMTA - MILLIINNHEIMTA - LÖGINNHEIMTA

Áhrifarík greiðslumiðlun og um leið einfaldur og ódýr valkostur.

Gagnvirkur gagna�utningur milli viðskiptahugbúnaðar kröfuhafa og Alskila

tryggir öryggi , aukið hagræði og vinnusparnað.

Hafðu samband og pantaðu kynningu.Kynntu þér málið betur .......

515-7900

Alskil - Suðurlandsbraut 30 - 108 Reykjavík - www.alskil.is - [email protected]

Láttu okkur um verkið - Við spörum þér tíma, fé og fyrirhöfnC

M

Y

CM

MY

CY

CMY

K

Alskil 5x10 blada auglysing.pdf 1 15.4.2013 15:40:22

www.eignaumsjon.isS. 585 4800, Suðurlandbraut 30.

Aðalfundur framundan?

Heildarlausn í rekstri húsfélaga.

Hvað veistu um borgina þína?

Svar:

Aðild að ESB mun hafa góð áhrif á heimilisreksturinnVið Jafnaðarmenn erum

flest hver einlægir Evrópu-sinnar og höfum verið það

lengi. Sú vegferð, að gerast aðilar að Evrópusambandinu, hófst árið 1994 og henni lýkur ekki fyrr en þjóðin hefur samþykkt þann aðildarsamn-ing sem nú er í burðarliðum, þ.e. að því gefnu að samninganefndin komi heim með góðan samning. Ef ekki, verður honum án efa hafnað í þjóðar-atkvæðagreiðslu og þá er málið úr sögunni!

Í hugum okkar Jafnaðarmanna snýst aðild að ESB ekki síst um hags-muni heimilanna. Tökum tvö dæmi sem sem brenna á öllum heimilum landsins með einum eða öðrum hætti, þ.e. lántökukostnað vegna íbúðakaupa og matvöruverð.

Lán til íbúðakaupaFyrst að íbúðakaupum. Það er fróð-legt að bera saman kostnað þeirra sem taka lán til íbúðakaupa annarsvegar á Íslandi og hinsvegar í Belgíu:

Munurinn á þessum tveimur lánum er rúmlega 7 milljónir króna, eða um 23.000 krónur á mánuði, og

þá er miðað við að vextir á íslenska láninu breytist ekkert á lánstímanum. Slíkur stöðugleiki er hinsvegar al-gerlega framandi íslenskum lán-takendum og ekkert sem bendir til að slíkt sé í vændum á meðan við höldum í íslensku krónuna.

MatarkarfanÞá að matarkörfunni. Það er nánast ógjörningur að gera raunhæfan sam-anburð á verði matarkörfunnar hér á landi og t.d. í Evrópu vegna þess hve gengi krónunnar sveiflast mikið.

Ímyndum okkur matarkörfu sem samanstendur af Kellogs´s korn-flögum, Barilla spaghetti, Heinz tómatsósu, McVities hafrakexi, Ariel þvottaefni og Pampers bleyjum. Þessi karfa kostar 33 evrur í Brussel. Sé miðað við gengi evrunnar í lánadæm-inu hér fyrir ofan kostar matarkarfan sem svarar 5.102 krónum. Fyrir réttum mánuði var þessi sama mat-arkarfa metin á 5.379 krónur enda gengi krónunnar veikara þá en nú. Ef evran væri hinsvegar skráð á genginu 120, sem er trúlega nær réttu verði, myndi þessi ágæta krafa kosta sem

svarar 3.960 krónum. Til gamans má geta þess að samskonar matarkarfa kostar 5.419 krónur í Krónunni. Þá er spurt: er hægt að gera raunhæfan verðsamburð á neysluvörum á Íslandi og í öðrum löndum? Svarið er einfalt; nei, við getum það aldrei á meðan við erum með krónu sem sveiflast sífellt að verðgildi, eins og raun ber vitni. Eitt af því sem finnskir neytendur glöddust t.d. yfir þegar Finnland tók upp evru var að geta gert raunhæfan verðsamanburð á neysluvörum við önnur lönd með sama gjaldmiðil. Þá fyrst fengu þeir raunverulegt vopn í hendur.

Þetta eru aðeins tvö lítil dæmi um það hvernig aðild að Evrópu-sambandinu og upptaka evru mun hafa áhrif á heimilisrekstur á Íslandi. Þess vegna vill Samfylkingin klára aðildarviðræðurnar og leyfa öllum landsmönnum að taka upplýsta ákvörðun í þjóðaratkvæðagreiðslu á næsta kjörtímabili.

Barnamenningarhátíð hefst á þriðjudag:

Aragrúi menningar-viðburða um alla borgBarnamenningarhátíð verður

haldin í Reykjavík dagana 23.-28. apríl. Þar verður að

finna fjölda viðburða sem börn og fullorðnir, í fylgd með börnum, geta sótt sér að kostnaðarlausu út um alla borg. Þema hátíðarinnar í ár er Upp-spretta

Hátíðin verður sett á þriðjudaginn og hver viðburðurinn rekur annan fram á sunnudag þegar hátíðinni lýkur. Hér verður minnst á nokkra áhugaverða viðburði en fulla dagskrá má finna á vefsíðunni barnamenn-ingarhatid.is

Á dagskrá þriðjudagsins er meðal annars afhjúpun á útilistaverki í Hjartagarðinu við Laugaveg. Það ann-ast krakkar úr leikskólanum Miðborg og kór skólans syngur við athöfnina.

Á miðvikudaginn verður opið Blindrakaffihús í sal Laugalækjarskóla á milli 19 og 22. Þar verður uppistand og kaffi í kolniðamyrkri.

Á fimmtudaginn, Sumardaginn fyrsta, verða útitónleikar við Félags-miðstöðina Tíuna í Rofabæ. Þeir eru hluti af Unglistahátíð Tíunnar og hefjast tónleikarnir klukkan 14.

Á föstudag verða sagðar drauga-sögur í Austurbæjarskóla á skólalóð-inni,. Þá sýna nemendur snilli sína í útieldun á útieldurnarreit.

Sýning á verki Þorvaldar Þorsteins-sonar, Prumpuhóllinn, verður sýndur í Gerðubergi á laugardaginn milli klukkan 12 og 13. Barnaleiklistarhá-tíð ASSITEJ stendur að uppsetningu verksins.

Hátíðinni lýkur á sunnudag með lokahátíð í Laugardalslaug. Þar flytja Dr Gunni og félagar hans vel valin lög og frítt er í sund. Lokahátíðin stendur á milli 14 og 16

Íslandsbanki – 25 ára lánUpphafleg fjárhæð: 20.000.000

ING, Belgíu – 25 ára lánUpphafleg fjárhæð: 20.000.000*

Kjör: Óverðtryggt, fastir vextir 7,70 % í 3 ár – endursk. að þeim tíma liðnum

Kjör: Óverðtryggt, fastir vextir 5,1% allan lánstímann

Afborgun á mánuði: 140.490* Afborgun á mánuði: 116.678

Heildarlántökukostnaður: 22.653.000 Heildarlántökukostnaður: 15.500.000

Heildargreiðsla: 42.653.000 Heildargreiðsla: 35.500.000

*Meðalgreiðsla m.v. óbreytta vexti í 25 ár. *129.100 evrur m.v. gengi evru 17. apríl 2013=154,9

Upplýsingar fengnar á vefjum bankanna

Höfundur erAnna Margrét Guðjónsdóttir

frambjóðandi Samfylk- ingarinnar í Reykjavík.

Aðalstræti en það nafn hefur gatan borið frá árinu 1848. Áður bar hún dönsk nöfn eins og Hovedgaden og Adelgaden.

v i k u b l a ð

Auglýsingasíminn er 578 1190Netfang: [email protected]

Page 15: Lögregla höfuðborgarsvæðisins og Umferðarstofa vilja bætta …fotspor.is/wordpress/wp-content/uploads/2013/04/... · 2014. 5. 6. · og fylla hann af drasli og rusli sem er

me› n‡ju línunni

Áratuga reynsla og rannsóknirs‡na a› Slendertone virkar

Page 16: Lögregla höfuðborgarsvæðisins og Umferðarstofa vilja bætta …fotspor.is/wordpress/wp-content/uploads/2013/04/... · 2014. 5. 6. · og fylla hann af drasli og rusli sem er

SÍÐUMÚLA 9 · REYKJAVÍK · SÍMI 530 2900

SMART-TV · 3D · LED · 400 Hz. Frábær myndgæði. USB upptaka. Verð frá: 189.900 kr.

Vönduð lína af LED sjónvörpum.Verð frá: 109.900 kr.

Toppurinn í myndgæðum. 7“ spjaldtölva fylgir. NÚ Á TILBOÐI.

8000 LÍNAN6500 LÍNAN5000 LÍNAN

samsungsetrid.is

LÁGMÚLA 8 · REYKJAVÍK · SÍMI 530 2800

32“40“46“50“

32“40“46“55“

40“46“55“65“

NX 100

Heimabíó 5.1. með Blu-ray spilara, 3D, 1000 W hátalarakerfi. Tilboðverð: 129.900 kr.

HT-E5530

ML-2955ND

14.3 milljón pixlar, 20-50 mm linsa fylgir.Tilboðsverð: 49.900 kr.

BD-ES6600

Falleg fartölva með stórum og björtum skjá. Hentar fyrir alla daglega notkun.

Verð: 124.900 kr.

Galaxy spjaldtölvur fyrir allt skólafólk.Sameinaðu námið og leiki í þessum frábæru græjum.

Verð frá 54.900 kr.

Fallegur 24“ Full HD tölvuskjár sem hentar vel fyrir alla leiki.

Tilboð 39.900 kr

Hagkvæmur prentari fyrir allt skólafólk. Prentar báðum megin og tengist neti.

Frábært tilboð: 19.900 kr

Úrval af mjög vönduðum örbylgjuofnum í ýmsum stærðum.Þeir gerast ekki flottari.Verð frá 29.900 kr.

NP355E5C-S01SE

15.6"

LS24B350HS

SMART · Blu-ray spilari · 3D með Wi-Fi Verð. 59.900 kr.

Kæli- og frystiskápar, hvítir og stál. Margar gerðir.

HEIMABÍÓ MYNDAVÉLARBLU-RAY SPILARAR

FARTÖLVURSPJALDTÖLVUR

ÖRBYLGJUOFNARPRENTARAR

TÖLVUSKJÁIR

KÆLISKÁPAR

KÆLI-/FRYSTISKÁPAR

ÞVOTTAVÉLAR/ÞURRKARARUPPÞVOTTAVÉLARGlæsilegar innbyggðar uppþvottavélar. Mikið úrval hágæða kæliskápa. Stál og hvítir.

ME82V-WW

Eco Bubble þvottavélar, demanta mynstruð tromla.Verð frá 139.900 kr.

Opið laugardaga frá kl. 11-15Stærðir 7-12 kg.