pöntun ljósleiðara er í síma 4 600 460 eða á heimasíðu...

16
7. MARS 2013 10. tölublað 3. árgangur VIKUBLAÐ – NORÐURLAND Pöntun ljósleiðara er í síma 4 600 460 eða á heimasíðu okkar www.tengir.is Styrking Jafnvægi Fegurð CC Flax Frábært gegn fyrirtíðarspennu fyrir konur á öllum aldri og einkennum breytingaskeiðs Heilbrigðari og grennri konur Rannsókn sýna að konur sem hafa mikið lignans i blóðinu eru að meðaltali með 8,5 kg minni fitumassa en þær konur sem skortir eða hafa lítið af Lignans.** * Howel AB Journal of the American Medical Associaton june 2002 287:3082 ** British Journal of Nutrition(2009), 102: 195-200 Cambridge University. 1 kúfuð teskeið á dag - 40 daga skammtur Fæst í apótekum, heilsubúðum, Hagkaup og Nettó www.celsus.is Mulin hörfræ – Lignans Trönuberjafræ Kalk úr hafþörungum Slegið í gegn í vinsældum, frábær árangur! Stuðlar að hormónajafnvægi og vellíðan. Talið gott við bjúg og vökvasöfnun, styrkir þvagfærakerfið. Fjölbreyttar trear, hreinsa og tryggja góða starfsemi ristilsins. Lækkar kólestrólfitu, ríkt af Omega-3 Niðurskurður hafi kostað mannslíf Koma hefði mátt í veg fyrir andlát manns á Kópaskeri þegar hann varð úti að loknu þorrablóti. Þetta segir lögreglumaður á Þórshöfn. Hann segir algjört ófremdar- ástand ríkja í löggæslu- og heilbrigð- ismálum á norðausturhorni landsins. Mannmargar samkomur fari nú fram í dreifðum byggðum án þess að lögregla hafi tök á að gæta öryggis borgara með viðhlítandi hætti. Í lok janúar varð fertugur maður úti rétt fyrir utan heimili sitt á Kópaskeri. Jón Stefánsson, lögreglumaður á Þórs- höfn, segist ekki í vafa um að bjarga hefði mátt lífi mannsins ef lögregla hefði haft tök á að vera á staðnum þetta kvöld. Lög- regla eigi að gæta borgara á mannmörg- um samkomum eins og þorrablótum en þetta sama kvöld hafi verið þorrablót á Húsavík sem lögreglumenn þar hafi þurft að sinna og sjálfur hafi hann verið einn á vakt vegna fjölmenns þorrablóts á Þórshöfn. Vegna niðurskurðar og undir- mönnunar í löggæslu hafi því enginn lög- reglumaður komist á blótið á Kópaskeri. „Við lögreglumenn höfum rætt það og erum 99% vissir á því að maðurinn hefði aldrei dáið ef löggæsla hefði verið á staðnum. Þarna var slæmt veður og í slíkum tilfellum aðstoðar lögregla fólk að komast heim.Við erum í bílnum, við erum á ferðinni, keyrum um götur og fylgjumst með. Þessi maður hefði aldrei farið fram hjá okkur ef við hefðum verið þarna, við hefðum fundið hann,“ segir Jón. Hann segir að viðvarandi ástand bjóði frekari slysum heim.Vandinn einskorðist ekki við norðausturhornið þótt þar ríki sérstakt ófremdarástand. Krafan sé auk- ið fjármagn, fleiri lögreglu- og læknastörf og aukin virðing fyrir íbúum dreifðra byggða. Sjá bls. 2 MOTTUMARS ER VÍÐA tekinn með trompi þessa dagana en fleiri línur sjást en yfirvaraskegg. Hér fer Björn rakari á Arte faglegum höndum um ánægðan fastakúnna. Völundur

Upload: others

Post on 28-Jan-2021

2 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

  • 7. mars 201310. tölublað 3. árgangur v i k u b l a ð – N o r ð u r l a N d

    Pöntun ljósleiðara er í síma 4 600 460 eða á heimasíðu okkar www.tengir.is

    Styrking • Jafnvægi • Fegurð

    CC FlaxFrábært gegn fyrirtíðarspennu fyrir konur á öllum aldri og einkennum breytingaskeiðs

    Heilbrigðari og grennri konurRannsókn sýna að konur sem hafa mikið lignans i blóðinu eru að meðaltali með 8,5 kg minni fitumassa en þær konur sem skortir eða hafa lítið af Lignans.** * Howel AB Journal of the American Medical Associaton june 2002 287:3082** British Journal of Nutrition(2009), 102: 195-200 Cambridge University.

    1 kúfuð teskeið á dag - 40 daga skammtur

    Fæst í apótekum, heilsubúðum, Hagkaup og Nettó

    www.celsus.is

    Mulin hörfræ – LignansTrönuberjafræ Kalk úr hafþörungum

    Slegið í gegn í vinsældum,

    frábær árangur!

    Stuðlar að hormónajafnvægi og vellíðan. Talið gott við bjúg og vökvasöfnun, styrkir þvagfærakerfið. Fjölbreyttar tre�ar, hreinsa og tryggja góða starfsemi ristilsins. Lækkar kólestrólfitu, ríkt af Omega-3

    Niðurskurður hafi kostað mannslífKoma hefði mátt í veg fyrir andlát manns á Kópaskeri þegar hann varð úti að loknu þorrablóti. Þetta segir lögreglumaður á Þórshöfn. Hann segir algjört ófremdar-ástand ríkja í löggæslu- og heilbrigð-ismálum á norðausturhorni landsins. Mannmargar samkomur fari nú fram í dreifðum byggðum án þess að lögregla hafi tök á að gæta öryggis borgara með viðhlítandi hætti.

    Í lok janúar varð fertugur maður úti rétt fyrir utan heimili sitt á Kópaskeri. Jón Stefánsson, lögreglumaður á Þórs-höfn, segist ekki í vafa um að bjarga hefði

    mátt lífi mannsins ef lögregla hefði haft tök á að vera á staðnum þetta kvöld. Lög-regla eigi að gæta borgara á mannmörg-um samkomum eins og þorrablótum en þetta sama kvöld hafi verið þorrablót á Húsavík sem lögreglumenn þar hafi þurft að sinna og sjálfur hafi hann verið einn á vakt vegna fjölmenns þorrablóts á Þórshöfn. Vegna niðurskurðar og undir-mönnunar í löggæslu hafi því enginn lög-reglumaður komist á blótið á Kópaskeri.

    „Við lögreglumenn höfum rætt það og erum 99% vissir á því að maðurinn hefði aldrei dáið ef löggæsla hefði verið

    á staðnum. Þarna var slæmt veður og í slíkum tilfellum aðstoðar lögregla fólk að komast heim. Við erum í bílnum, við erum á ferðinni, keyrum um götur og fylgjumst með. Þessi maður hefði aldrei farið fram hjá okkur ef við hefðum verið þarna, við hefðum fundið hann,“ segir Jón.

    Hann segir að viðvarandi ástand bjóði frekari slysum heim. Vandinn einskorðist ekki við norðausturhornið þótt þar ríki sérstakt ófremdarástand. Krafan sé auk-ið fjármagn, fleiri lögreglu- og læknastörf og aukin virðing fyrir íbúum dreifðra byggða. Sjá bls. 2

    MottuMars er víða tekinn með trompi þessa dagana en fleiri línur sjást en yfirvaraskegg. Hér fer Björn rakari á Arte faglegum höndum um ánægðan fastakúnna. Völundur

  • 2 7. mars 2013

    1988–2013

    ár á Íslandi

    ÞÝSKA STÁLIÐ

    wurth.is

    Aldrei meira álag á kennurumVaxandi efasemdir um „Skóla án aðgreiningar“. Fjármuni vantar til að fylgja hugmyndafræðinni eftir.

    Menntamálaráðuneytið stóð í fyrradag fyrir málþingi um menntastefnu í grunnskóla sem kallast „Skóli án aðgreiningar“. Vafi ríkir meðal kennarastéttar-innar um hvort rétt skref hafi ver-ið stigin með stefnunni sem í ein-faldaðri mynd gengur út á að sem flest börn, burtséð frá heilkennum eða hömlunum þeirra skuli bland-ast þeim sem betur standa í einni skólastofu. Vafinn snýr þó einkum um framkvæmd menntastefnunn-ar. Blaðið hefur rætt við fjölda kennara og segjast sumir hafa stutt

    breytinguna á sínum tíma. En þar sem aukna fjárveitingu hafi vantað til að fylgja hugmyndafræðinni eft-ir bendi sumt til að kerfið sé hvorki nemendum, kennurum né samfé-laginu til góðs.

    Jóhannes Gunnar Bjarnson sem kennt hefur í grunnskóla á Akureyri síðan 1982 er í hópi kennara sem sér kerfið eða framkvæmd þess í öðru ljósi í dag en þegar stefnan var tekin upp. Hann segir að breytingin hafi stóraukið álag á kennara. „Það er gjörsamlega verið að ofkeyra stétt grunnskólakennara, þreyta í þeirra

    röðum hefur aldrei verið meiri vegna þess að inni í skólunum eru miklu veikari börn en fyrir nokkrum árum. Ég hef ekki séð þessum börnum reiða þannig af, hvorki mennta-lega né hvað varðar líðan þeirra, að hægt sé að setja að stefnubreytingin hafi orðið til góðs,“ segir Jó-hannes.

    Hann segir meginvand-ann að ekki hafi verið ráðinn aukinn mannskapur til að taka ábyrgð á kerfinu. Fyrir vikið fari heildargæði

    skólakerfisins dvínandi vegna álags-ins. Sumir kennarar séu örmagna

    eftir allt að tvöföldun vinnuálags sem fylgi því að kenna einhverfum börnum svo dæmi sé tek-ið. Kennarar þurfi að velja milli þess að sinna veiku börnunum og hinna sem kallist „normal“.

    „Krafan er að breyta þessu kerfi, spóla til baka

    eða auka fjárveitingar. Á Akureyri er vel hægt að reka sérhæfða skóla, við gætum það alveg ef pólitískur eða

    faglegur vilji væri fyrir því. Sumir foreldrar eru ósáttir yfir því að fá ekki að koma börnunum í sérnám, en á hinn bóginn eru líkar til foreldrar sem kjósa þetta kerfi. Í öllu falli þarf að ræða þetta mál betur og bregðast við,“ segir Jóhannes.

    Í grein í Fréttablaðinu nýverið skrifaði Sigríður Hallsteinsdóttir sem sjálf er umsjónarkennari átján barna í 1. bekk í Reykjavík: „Ég veit nokkur dæmi þess að nemendur hafa farið úr grunnskóla án aðgreiningar yfir í Klettaskóla (áður Öskjuhlíðar-skóli) og liðið miklu betur. a

    Umhverfisstofnun fjölgar á AkureyriStarfsmönnum hjá Umhverfisstofnun á Akureyri hefur fjölgað síðastliðin misseri. Árið 2008 störfuðu sjö manns hjá Umhverfisstofnun á Borgum, Ak-ureyri en þeir voru 10 árið 2012.

    Frá og með árinu 2010 hefur stofnunin auglýst störf sín óháð stað-setningu, sem þýðir að umsækjendur

    hafa getað kosið sér búsetu eftir mis-munandi starfstöðvum. „Við leggj-um mikla áherslu á að finna hæfasta fólkið og vera í góðum tengslum um allt land. Með þessari aðferð náum við báðum þessum markmiðum,“ segir Kristín Linda Árnadóttir, for-stjóri Umhverfisstofnunar.

    Meginverkefni Akureyrarskrif-stofu Umhverfisstofnunar lúta að veiðistjórnun, dýravernd og almenn-um lífríkismálum. Starfsemi skrif-stofunnar teygir anga sína einnig á svið fræðslu og upplýsinga en tveir starfsmenn á skrifstofunni sinna þeim störfum. a

    Gagnrýna útlitsdýrkun„Hvaðan er sú útlitsdýrkun sprottin að líta svo á að nauðsynleg sköpun kynfæra sé aðfinnsluverð? Hvaðan fá konur þau skilaboð að skapabarmar eigi að uppfylla einhvern ímyndaðan staðal til að þeir séu eðlilegir? Hvaða skilaboð fá konur af internetinu varðandi hvernig skapabarmar eigi að líta út? Þarf ekki mikla yfirvegun til að drífa sig í breytingar á þessu tilfinningaríka, munúðar svæði? Get-ur það talist eðlilegt að fullorðnar konur líti út eins og barnungar stúlkur að neðan?“

    Þessara spurninga spyrja þær Sigfríður Inga Karlsdóttir ljósmóðir og dósent við Háskólann á Akureyri og Kristín Sigfúsdóttir kennari við Menntaskólann á Akureyri í að-sendri grein í blaðinu í dag. Þær eru báðar félagar í Zontaklúbbi Akur-eyrar en félagið stendur fyrir fundi á morgun þar sem áleitnar spurningar

    verða á dagskrá um skurðaðgerðir á skapabörmum. Kallað er á ábyrgð lýtalækna, heilbrigðisyfirvalda, heil-brigðisstarfsfólks og foreldra hvað varðar kröfur sem uppfylli ákveðna ímynd um fegurð.

    Greinarhöfundar setja fram ýmis rök og þá ekki síst líkamleg gegn því að skurðaðgerðir í fegrunarskyni fari fram á skapabörmum. „Við þurfum öll að vera vakandi yfir skilaboð-um sem gefin eru til kvenna varð-andi útlit þeirra og hvað sé „eðli-legt“. Konum, körlum, fjölmiðlafólki, kennurum, lýtalæknum og mörgum öðrum, ber skylda til þess að vera meðvituð um þau skilaboð sem verið er að senda og ýta undir ákveðnar staðalímyndir. Við verðum að vita hvað er heilbrigt og taka afstöðu í þessari umræðu,“ segja Sigríður Inga og Kristín.

    Sjá bls. 8

    Ein lögga á vaktStopult eftirlit á norðausturhorni landsins býður þeirri hættu heim að fólk aki fremur ölvað og yfir lögreglum hraða – Barnafólk lýsir áhyggjum

    Algjört ófremdarástand ríkir í löggæslu- og heilbrigðismálum á norðausturhorni landsins. Fólk fær ekki nauðsynlega þjónustu vegna mannfæðar lögreglu og lækna. Ölv-unarakstur er tíðari en ella og hraða-takmarkanir ekki virtar. Foreldrar lýsa áhyggjum af umferðaröryggi barna vegna ástandsins.

    talaði MannaMál

    Á málþingi um framtíð Raufarhafnar hélt Jón Stefánsson, lögreglumaður embættis Húsavíkurlögreglu, búsettur á Þórshöfn, erindi sem vakti nokkra athygli þeirra sem á hlýddu. Hans svæði nær frá Kópaskeri um Rauf-arhöfn, Þórshöfn. Bakkafjörð og sveit-irnar. Hann er eini lögreglumaðurinn á vakt á Þórshafnarsvæðinu, tekur átta tíma vaktir fjóra daga í röð en fær svo tvo frídaga. Í samtali við Akureyri vikublað segir Jón að hann hafi talað mannamál á þinginu. Ófært sé með öllu að hann sé á bakvakt alla daga. Einn maður megi sín lítils að sinna öllu því sem þurfi að sinna á stóru svæði. „Hér er menn að gera hlutina nákvæmlega eins og á ekki að gera þá. Mitt mat er að ástandið sé engan veg-inn boðlegt, hvorki fyrir íbúana né sé það boðlegt nokkrum lögreglumanni að þurfa að vinna nánast alltaf einn.“

    Á forsíðu blaðsins í dag er fjall-að um harmleik sem hefði að mati Jóns mátt afstýra á Kópaskeri. Sama kvöld sinnti hann einsamall 230 manns á þorrablóti á Þórshöfn auk þess sem áhafnir þriggja skipa voru á staðnum. Ekki þurfi sérfræðing til að sjá að slíkt gangi ekki. Hann segist reyndar eiga þess kost að kalla til svokallaðan héraðslögregluþjón en sá búi í 20 km fjarlægð frá Þórs-höfn og sé bóndi í Þistilfirði sem þurfi að sinna sínu búi. Eðlilega náist

    ekki alltaf í hann þegar á þurfi að halda. Bót sé þó í máli að um næstu mánaðamót gefist kostur á öðrum íhlaupamanni til löggæslu, þ.e. öðr-um héraðslögregluþjóni.

    aukin hætta á ölvun-ar- og hraðakstri

    Að virkt umferðareftirlit standi að-eins yfir brot út vikunni býður þeirri hættu heim að menn aki ölvaðir og á ólöglegum hraða. Hafa foreldrar barna í umferðinni lýst áhyggjum vegna þessa. Þá tekur tíma að fá aðstoð frá Húsavík ef alvarleg mál koma upp. Húsavík er í 160 kíló-metra fjarlægð frá Þórshöfn auk þess sem ófærð setur oft strik í reikninginn. Jón segir ekki gott að aðeins einn læknir á Kópaskeri sinni öllu svæðinu. Þegar blaðið ræddi við hann sl. mánudag hafði ófærð kom-ið í veg fyrir að læknirinn kæmist milli byggðarlaga. Jón segir brýna þörf á að auka fjármagn „þannig að þetta deyi ekki endanlega út“. Enginn maður fáist í hans lögreglu-starf að óbreyttu þegar hann hætti eftir nokkur ár.

    „Ég geri athugasemd við þá for-gangsröðun að verið sé að dæla hundruðum milljóna í söfn og hækka listamannalaun en svo er ástandið svona hér og allt að sigla í strand á Landspítalanum. Þetta lýsir ekki mikilli virðingu.“

    vitlaust gefið

    Í nýlegri rannsókn Þórodds Bjarna-sonar og Jóns Þorvalds Heiðarsson-ar við Háskólann á Akureyri kom fram að þótt íbúar Norðurlands eystra væru 9,1% þjóðarinnar féllu aðeins 5,4% allra staðsetjanlegra útgjalda ríkisins vegna öryggismála til á þessu landsvæði. Samkvæmt fjárlögum ársins 2011 voru útgjöld vegna lögreglu og sýslumanna á Norðurlandi eystra 33 milljónum króna lægri en ef slíkum útgjöldum hefði verið úthlutað í samræmi við mannfjölda á svæðinu. Þá voru út-gjöld vegna héraðsdómstóla á Norð-urlandi eystra 36 milljónum króna lægri og útgjöld vegna fangelsismála 57 milljónum lægri en mannfjöldi landsvæðisins segir til um. a

    Þórshöfn á fallegu vetrarkvöldi. Oddgeir Þórðarson

    Jóhannes Gunnar Bjarnson

    ljósMóðir og fraMhaldsskólakennari spyrja hvort það geti talist eðlilegt að fullorðnar konur eigi að líta út eins og barnungar stúlkur að neðan?

  • 4 7. mars 2013

    Kraftbílar ehf. // Draupnisgötu 6 // 603 Akureyri // Sími 464 0000 // [email protected]

    www.kraftbilar.is

    Hjólastillingar á bílum aföllum stærðum og gerðum

    Framrúðuskipti

    Allar almennar bíla og vélaviðgerðir

    Vetrarskoðun

    Allt að árs bið eftir geðdeildSjálfsvíg inni á deildinni til rannsóknar - Neyðarástand - Ríkisstjórninni tókst að einkavæða alla starfsendurhæfingu án umræðu, segir stjórnarmaður í GVA

    Geðverndarfélag Akureyrar og ná-grennis hefur samþykkt ályktun þar sem skorað er á stjórnvöld að gera átak vegna ófremdarástands í geð-heilbrigðisþjónustu á Akureyri og Norðurlandi. Í ályktun segir að upp sé komið staða sem jaðri við neyðar-ástand. Í Fréttablaðinu í gær var haft eftir yfirlækni geðdeildar á Akureyri að hver geðlæknir sé með tíu til tutt-ugu manns sem séu í þeim áhættuhópi að svipta sig lífi. Skammt er síðan innlagður sjúklingur á geðdeild FSA framdi sjálfsvíg og rannsakar lög-regla málið. Samkvæmt upplýsingum blaðsins bendir ekkert til vanrækslu á deildinni en álagið er gríðarlegt og eftir stendur spurningin hvort svona eigi að geta gerst inni á stofnun.

    Kristján Jósteinsson, einn af stjórnarmönnum GVA, segir um

    neyðarástandið að staða barna- og unglingageðdeildar FSA sé mjög krítísk. Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri, hefur sagt að ástandið sé grafalvarlegt og Læknaráð Sjúkrahússins á Akureyri hefr sent frá sér ályktun þar sem áhyggj-um er lýst vegna stöðu sem upp sé komin varðandi barna- og ung-lingageðlækningar og sálfræðiþjón-ustu á upptökusvæði sjúkrahússins. Kristján var áður forstöðumaður dagdeildar geðdeildar en henni var lokað í hruninu. Kristján segir að vandi geðdeildarinnar hafi að ýmsu leyti verið fyrirsjáanlegur við lokun dagdeildarinnar, ekkert hafi komið í stað hennar. Biðlistar lengist stöð-ugt á göngudeild, talað sé um allt að árs bið, notendur greini frá upplif-

    un sinni af skorti á þjónustu, nýlegt dæmi sé í fjölmiðlun er af einstak-lingi sem greindi frá sárri reynslu sinni af geðheilbrigðisþjónustunni á Sjúkrahúsinu á Akureyri.

    „Ríkisendurskoðun og Land-læknisembættið gagnrýna aðbúnað og aðstæður geðdeildar. Fjölskyldu-ráðgjöf Heilsugæslunnar á Akureyri, sendir út ákall til stjórnvalda, fyrrum heimilislæknir  Pálmi Óskarsson rit-ar grein um rangar áherslur stjórnar heilsugæslunnar, Læknafélag Ak-ureyrar sendir út ákall um úrbætur í fjölskylduráðgjöfinni. Ingvar Þór-oddsson endurhæfingarlæknir og for-maður stjórnar Starfsendurhæfingar Norðurlands hefur greint frá því að á síðasta ári voru 51% tilvísana til SN gefnar vegna geðrænna vanda-mála. Hann segir að mikla aukningu

    tilvísana megi að langstærstum hlut rekja til sparnaðar í heilbrigðiskerf-inu og að það komi sérstaklega illa niður á þeim sem glíma við geðræn vandamál. Þessum hópi er vísað til Starfsendurhæfingar Norðurlands sökum þess að önnur úrræði eru ekki lengur fyrir hendi, s.s. dagdeild geð-deildar Sjúkrahússins á Akureyri sem var lokað í mars 2099. Starfsendur-hæfingin hefur því orðið fyrir valinu sem úrræði fyrir geðsjúka, því ekkert annað stendur til boða. Breytingar á lögum um málaflokk starfsendur-hæfingar um síðustu áramót hefur í för með sér að velferðarráðuneytið hættir að gera þjónustusamninga við starfsendurhæfingarstöðvar á landinu og öll ábyrgð á málaflokkn-um færist yfir til VIRK starfsendur-hæfingarsjóðs. Hinni „svokallaðri

    norrænu velferðarstjórn“ tókst sem sagt að einkavæða alla starfsendur-hæfingu á Íslandi, nánast án umræðu á síðasta ári,“ segir Kristján Kristján Jósteinsson félagsráðgjafi og fyrrum forstöðumaður dagdeildar geðdeildar á Akureyri.

    Grasrótarhópur sem samanstend-ur af notendum geðheilbrigðisþjón-ustunnar, aðstandendum og fagfólki hefur kynnt fyrir bæjaryfirvöldum hugmynd að stofnun þjónustumið-stöðvar á Akureyri, sem starfi í anda valdeflingar og notendastýrðrar þjónustu með áherslu á virkni. Að-alfundur GVA beinir því til bæjar-stjórnar Akureyrar að taka undir þessi áform með beinum stuðningi, þannig að valdeflingar- og þjón-ustumiðstöð geti tekið til starfa á Akureyri um miðbik  ársins 2013. a

    Næstbesta rekstraráriðStjórn Norðlenska hefur ákveðið að greiða bændum 2,8% uppbót á allt innlegg ársins 2012. Uppbótin verður greidd út á morgun, 8. mars næstkom-andi. Þetta á við um allar búgreinar.

    Rekstrarár Norðlenska var það næstbesta í sögu félagsins. Hagnaður félagsins var 188,5 milljónir króna.

    „Bændur, innleggjendur, sem flestir eru hluthafar í félaginu, eiga sinn þátt í þessum árangri og með því að greiða þeim uppbót erum við að sýna þeim þakklætisvott fyrir þeirra framlag,“ segir Sigmundur E. Ófeigsson, framkvæmdastjóri Norðlenska. a

    Hinir vildu byggja meira„Því miður duttum við í þá gryfju að reyna að sýna á myndum rýmismynd-ir sem einfalda kassa, þannig að fólk áttaði sig betur á um hvaða magn var að ræða. Það hefur snúist í höndun-um á okkur og margir telja að búið sé að hanna á þetta steynsteypta ljóta kassa,“ sagði Oddur Helgi Halldórs-son, formaður framkvæmdaráðs og frumkvöðull L-listans þegar blaðið bar undir hann harða gagnrýni á vefsíðu akureyrivikublad.is.

    Gagnrýnin birtist í kjölfar að-sendrar greinar Ingibjargar Braga-dóttur þar sem deilt var á fyrir-hugað skipulag á svokölluðum Drottningarbrautarreit. Viðbrögð við birtingu greinarinnar sýna að stór hluti Akureyringa og annarra landsmanna er gegn því skipulagi

    sem stefnt hefur verið að, bæjar-mynd sé í hættu. Oddur Helgi segir að myndirnar sem fylgdu greininni eigi aðeins að draga upp rýmið. „Ég held að sjaldan eða aldrei hafi verið eins miklar kröfur á útlit húsa eins og verður þarna.“

    Hann segir markmið aðalskipulagsins að fjölga íbúum miðbæjarins og það séu menn að gera. „Þarna er fyrst og fremst um íbúðir að ræða.Gert er ráð fyr-ir um 45 íbúðum á svæðinu. Það er opnað á þann möguleika ef vill, að hafa þjónustu, eða verslun á neðstu hæðinni, en það er alls ekki skilyrði. Gert er ráð fyrir hálfniðurggröfn-um bílakjallara við húsin, en þak

    hans myndar mjög skemmtilega og afmarkaða lóð fyrir íbúa hússins.“

    Hvað varðar hótel á syðsta reitnum segist Oddur hafa komið þeim skilaboðum til arkitekts að strangar kröf-ur gildi um útlit og ásýnd hótelsins. Samkvæmt sam-tölum við þá hafa þeir sem að verkefninu koma metnað í að vel takist til. „Við erum

    þess fullviss um að vel hafi til tekist með skipulag þessa svæðis og að það verði hin mesta bæjarprýði fullbyggð og að það færi líf í miðbæinn öllum íbúum hans til hagsbóta. Ég minni á að eini ágreiningurinn í bæjarstjórn var að sumir flokkar vildu byggja meira og hærra , en við vorum ekki tilbúin til þess,“ segir Oddur Helgi. a

    Skagfirðingar leiðandiNýlega undirrituðu Stoð ehf. verk-fræðistofa og Ísmar ehf. samstarfs-samning um uppsetningu og rekstur GPS leiðréttingastöðvar í Skagafirði. Leiðréttingarstöðin verður á lands-vísu, hluti af VRS kerfi Ísmar, sem nú þegar hefur VRS-stöðvar í rekstri á Akureyri, Húsavík, Egilsstöðum, Höfn í Hornafirði, Ísafirði, Borgarnesi, Sel-fossi, Keflavík og Reykjavík.

    Verkfræðistofan Stoð, sem hefur starfað í heimahéraði á þriðja ára-tug, hefur lengi verið leiðandi í GPS mælingum á Norðurlandi vestra, eft-ir því sem fram kemur í tilkynningu, bæði fyrir einstaklinga, verktaka, stofnanir, veitufyrirtæki og sveitar-félög. Einnig hefur verkfræðistofan unnið mælingar vegna skipulagsver-kefna og afstöðumyndagerðar ásamt hnitsetningu jarða og landamerkja.

    Á liðnu misseri hefur Stoð einnig unnið mælingar og kortagerð þeim fylgjandi fyrir landeigendur, hreppa og sveitarfélög vegna þjóðlendu-kröfu ríkissjóðs. a

    til vinstri er Jón Tryggvi Helgason framkvæmdastjóri Ísmar ehf. Eyjólfur Þórarinsson framkvæmdastjóri Stoð ehf. verkfræðistofu er til hægri á myndinni.

    Oddur Helgi

    Mun ekki líta svona út, segir formaður framkvæmdaráðs.

  • Vertu á verði!Nú er nóg komið af verðhækkunum

    Aðildarfélög ASÍ hvetja landsmenn til að snúast af alefli gegn verðhækkunum. Tökum höndum saman og látum vita af óeðlilegum verðhækkunum með því að senda inn myndir eða tilkynningar á vertuáverði.is.

    Stöndum saman og rjúfum vítahring verðbólgunnar!

  • 6 7. mars 2013

    – Leiðari –

    Af krökkum, krúttum og soraStundum fallast manni hendur. Það er svo margt í umhverfinu sem þarfnast skoðunar en á sama tíma er blaðamannastéttin fámenn og lífvænleiki fjölmiðla að nokkru leyti bundinn því að vera hress og fjalla bara um krútt.

    Þversögn samfélagsins er að þótt við efumst ekki um mikilvægi þess að taka á spillingu, fordómum, mismunun, fátækt og óréttlæti spyr bæjarsálin gjarn-an þegar „neikvæð“ fréttaumfjöllun á sér stað: „Þarf alltaf að velta sér upp úr soranum?“

    Akureyri vikublað hefur stundum skapað gárur í hinu friðsæla norðri með fréttum blaðsins. Það hefur leitt til umræðu um lögmæti héraðsmiðla til að fjalla um viðkvæm mál. Í síðustu viku var birt umfjöllun um meint vændi á Akureyri. Í rafrænu ummælakerfi blaðsins fór mesta púðrið í að gera grín að þeim sem neyðast til að selja líkama sinn. Um kaupendurna, um að til væri hópur karlmanna (að langmestu leyti) sem teldi það ekki eftir sér að kaupa vændisþjónustu (sem þó er ekki bara siðlaust heldur refsivert) féllu engin ummæli. Það kann að segja meira um samfélagið en þá sem selja líkama sína vegnar neyðar.

    Efnisgreining myndi sýna að langstærstur hluti af innihaldi Akureyrar vikublaðs fjallar um mann-eskjuna, menninguna, allt það góða og uppbyggilega sem á sér stað í ágætum samfélögum norðlenskum, en það breytir ekki því að Akureyri vikublað leitast við að miðla gagnrýni þegar þess er þörf. Fyrir vikið fáum við áhöfn blaðsins stundum að heyra að „sorinn virðist okkur hugleikinn“. Því var góð tilbreyting fyrir aðstandendur blaðsins að lesa hrós vikunnar sem hið merkilega menningarframtak Grenndargralið á Ak-ureyri kastaði út fyrir nokkrum dögum, en svo segir á heimasíðu Grenndargralsins: „Gral vikunnar fær Akureyri-vikublað. Blaðið hefur frá því í nóvember 2011 birt reglulega greinar eftir grunnskólanem-endur á Akureyri, ýmist í blaðinu sjálfu, netútgáfu eða hvoru tveggja. Greinarnar eru orðnar tæplega tuttugu talsins og hafa vakið nokkra athygli. Ekki hefur tíðkast að rödd unglinga heyrist með þess-um hætti í fjölmiðlum. Því gætti ákveðins óöryggis við upphaf vegferðarinnar. Nú, rúmu ári síðar, hafa greinaskrif grunnskólanemenda vonandi fest sig í sessi og eðli málsins samkvæmt á Akureyri-vikublað stóran þátt í því. Krakkarnir hafa öðlast sjálfstraust og sjá að þeir eiga erindi inn á þennan vettvang ekki síður en þeir sem eldri eru. Með framtaki sínu hefur Akureyri-vikublað opnað leið fyrir unga fólkið til að koma skoðunum sínum á framfæri og þannig lagt sitt af mörkum við að efla menningu heimabyggðar.“

    Við þökkum hrósið en það eru krakkarnir sjálfir sem eiga mesta hrósið skilið.

    Björn Þorlákssonritstjóri

    akureyri vikublað 10. tölublað, 3. árgangur 2012Útgefandi: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: amundi @ fotspor.is.framkvæmdastjóri: Ámundi Steinar Ámundason, netfang: as @ fotspor.is. auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykja vík. auglýsingasími 578 1190, netfang: auglysingar @ fotspor.is. Ritstjóri: Björn Þorláksson. Myndir: Björn Þorláksson, Völundur Jónsson og fleiri. netfang: bjorn @ akureyrivikublad.is, Sími: 862 0856.Umbrot: Völundur Jónsson Prentun: Ísafoldarprentsmiðja. Upplag: 13.500 eintök. dreifing:

    13.500 eintök ókeypis – Um allt nOrðUrland

    Viltu segja skoðun þína?Akureyri vikublað óskar eftir að komast í samband við bæjabúa sem sjaldan eða aldrei hafa veitt viðtöl en væru til í að segja skoðun sína í blaðinu eða veita stutt viðtöl. Vinsamlegast sendið okkur tölvu-póst á [email protected] eða hringið í síma 862 0856.

    lof og last vikunnarlof vikunnar fær starfstúlka í Vogue á akureyri, segir þakklát kona á Brekkunni sem hafði samband símleiðis við blaðið. Sl. mánudag þegar veður var vont og göngufæri laklegt átti konan viðskipti í gegnum síma um kaup á vöru í Vogue. Hún þurfti að koma sendingunni í póst en átti erfitt með að nálgast sendinguna. Bauðst þá starfstúlkan, Kristín, að fyrra bragði til að pakka vörunni saman, setja nafnspjald á sendinguna og fara með út á pósthús og senda viðtakanda pakkann. Tók þó ekki í mál að hún fengi nokkra þóknun fyrir. „Ég var í vandræðum og þessi stúlka leysti þannig úr þeim að mér finnst hún eiga skilið lof vikunnar,“ segir konan á Brekkunni...

    lof fær Leikfélag akureyrar fyrir metnaðarfulla og áleitna leiksýningu, Kaktusinn, sem frumsýnd var um síðustu helgi, segir karl sem hafði samband við blaðið. Telur sá að fólk með brennandi áhuga á lífinu og tilverunni í víðri mynd hafi nóg að bíta og brenna í Samkomuhúsinu þetta misserið en þeir sem kjósi „kassastykkin“ geti notið gestasýninga í Hofi. Með þessu rammi Leikfélag akureyrar inn sjálfstæða stefnu sína, að vera framsækið og alþýðlegt leikhús í senn...

    last fá veðurguðirnir fyrir að kveikja aftur á perunni og fatta að það er hávetur. Hegða bæði ofankomu og hitastigi eftir því. Svo mælti karl í heita pottinum sem var orðinn góðu vanur eftir hlýindakaflann sem lauk um síðustu helgi. „Við búum enn

    á Íslandi,“ bætti annar í pottinum við...

    lof fær hárgreiðslustofan Funky hárbúlla við Strandgötu fyrir skemmtilegt húsnæði, lifandi viðmót og fínar klippingar, segir kona sem segist í tölvupósti til blaðsins hafa fengið sérlega góða þjónustu nýverið. Segir hún að ekki sé síst hugað að þörfum barna á stofunni sem sé sérstakur plús...

    lof fær Byggðastofnun fyrir að færast „loksins, loksins“ nær nútímanum, segir kona sem sendi blaðinu bréf. Vill sú meina að stofnunin sé farin að miðla nýrri hugsun inn í byggðamál á landinu. að þungarokkshátíð sé tilnefnd til menningarverðlauna hjá Byggðastofnun sé merki um nýja tíma...

    lífríkið Eyþór IngI Jónsson

    háls Þeir teygja háleitir, hrista úr prúðum fjöðrum. Þessar tvær línur eru úr ljóðinu Æðarfuglasamba eftir Guðmund Þorsteinsson frá Lundi. Þessi bliki sýndi kollu tignarlegan dans. Reyndar var annar bliki viðstaddur og skiptust þeir á að sýna listir sýnar. Það má vel vera að þeir hafi verið að keppa um hylli kollunnar.

    aðsend grein AlexAnder Örn ÓmArsson

    Lesskilningi unglinga hrakarLestur unglinga hefur dregist mikið saman undanfarin ár og lesskilningur hefur þannig versnað til muna. Í dag eiga flest allir tölvur og snjallsíma og skoða meira netið sér til afþreyingar heldur en að líta í bók.

    Þeir nemendur sem eiga erfitt með lesskilning þurfa að byrja á því að læra hvernig best er að ná tökum á réttum og árangursríkum aðferðum við lestur og lesskilning. Mik-ilvægt er að þeim séu kennd-ar þær aðferðir markvisst. Kennsla í lesskilningi ætti því að fara fram um leið og börn læra að lesa. Mikilvægt er að hafa textann sem er kenndur er áhugaverðan, vel skrifaðan og hann verður að höfða til lesandans. Ég tel að tölvuheimurinn geti haft slæm áhrif á lesskilning unglinga. Lang flestir unglingar taka tölvuna og sjónvarpið fram yfir lestur bóka og hefur það slæm áhrif á orðaforðann. Vegna tækninnar sem við höfum í dag hittast sumir krakk-ar ekki eins oft og þeir gerðu heldur fara heim eftir skóla og talast við í gegnum facebook eða aðrar samskiptasíður. Á facebook er mikið talað í stuttum setn-

    ingum og stikkorðum og eru krakkar mikið farnir að nota stikkorð í tali sín á milli. Þetta á líka við um sms skilaboð-in. Með auknum hraða í þjóðfélaginu virðist sem minni tími sé til að huga að

    heimalærdómi og eru í flest-um tilvikum báðir foreldrarnir úti á vinnumarkaðinum sem kemur þá líka ef til vill niður á heimalærdóminum. Hvað er til ráða? Það getur mögulega hjálpað til að setja reglur um tölvonotkun og sjónvarpsáhorf á heimili þar sem vandinn er til staðar. Einnig getur verið gott

    að foreldrar hvetji börn sín til þess að lesa sér til skemmtunar en þau verða að fá að velja sér bækur við hæfi. Það þyrfti að opna umræðu fyrir því að unglingar minnkuðu netnotkun sína til samskipta og plönuðu frekar hitting eftir skólann til að gera eitthvað saman. Auðvelt er í dag að nálgast rafbækur á netinu og fyrir þá sem frekar kjósa að hafa tölvuna sína þá er það jafnvel ágæt lausn til að hvetja til lestrar. Einnig er hægt að fá hljóðbækur og þó svo að viðkomandi sé bara að hlusta á hana þá getur það ef til vill haft áhrif á lesskilninginn.

    Það er greinilega of mikil tölvunotk-un í gangi meðal unglinga og lítið um lestur bóka. Mér finnst vanta rafbækur og hljóðbækur inn í skólann því þar er greinilega áhugasviðið mest, þ.e.a.s. allt sem viðkemur tölvum virðist vekja meiri áhuga.

    Höfundur er í 10. bekk grunnskóla á Akureyri. Greinin er unnin upp úr mál-stofuverkefni sem nemendur 10. bekkjar fluttu munnlega á heimatilbúnu mál-þingi í skólanum í febrúar. a

    alexander örn ómarsson

    Ég tel að tölvuheimur-inn geti haft slæm áhrif á lesskilning unglinga. Lang flestir unglingar taka tölvuna og sjón-varpið fram yfir lestur bóka og hefur það slæm áhrif á orðaforðann.

  • 77. mars 2013

  • 8 7. mars 2013

    Traustur Sparisjóður í eigu heimamanna síðan 1879

    ábyrg bankastarfsemi síðan 1879

    Sparisjóður Höfðhverfinga | Sími 460 9400 | [email protected] | www.spsh.is

    Hraðbankinn er aðgengilegur þegar opið er í Hofi

    og er það von okkar að þessi þjónusta nýtist viðskiptavinum okkar

    og öðrum gestum Menningarhússins Hofs sem allra best.

    Nú aukum við eNNvið þjóNustuNaá okkar heimasvæði með hraðbaNka í aNddyri meNNiNgarhússiNs hofs

    aðsend grein

    Sjálfsmynd kvenna og lýtaaðgerðir á kynfærumÁ morgun er 8.mars alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Af því tilefni standa Zontakonur á Akureyri fyrir hádegisfundi kl. 12:00 á Hótel KEA. Þar mun Ebba Margrét Magnúsdóttir kvensjúkdóma- og fæðingalæknir flytja erindi um kynfæri kvenna og fjallar sérstaklega um skapabarmaaðgerðir.

    Lýtaaðgerð eða eitthvað annað?Skapabarmaðgerðir eru auglýstar sem vaxandi viðfangsefni lýtalækna á heimasíðum þeirra. Lesendum finnst þetta ef til vill undarleg stað-hæfing, en sú er nú samt raunin. Í þessum aðgerðum láta konur skera innri skapabarma sína til að móta lögun þeirra eða nánast fjarlægja þá. Það hefur komið fram í ýmsum miðlum að oft megi rekja ákvörðun kvenna um að fara í slíka aðgerð til brotinnar sjálfsmyndar. Þetta hlýtur að vera enn ein atlagan að líkama kvenna og gefa ákveðin skilaboðum sem konur fá um það hvernig þær eigi að líta út. Hvaðan fá konur þær hugmyndir að „lýta“ aðgerðir séu töfralausn fyrir sjálfmynd þeirra og það á þessu prívat svæði sem kyn-færin eru.

    Við þurfum öll að vera vakandi

    yfir skilaboðum sem gefin eru til kvenna varðandi útlit þeirra og hvað sé „eðlilegt“. Konum, körlum, fjölmiðlafólki, kennurum, lýtalækn-um og mörgum öðrum, ber skylda til þess að vera meðvituð um þau skilaboð sem verið er að senda og ýta undir ákveðnar staðalímyndir. Við verðum að vita hvað er heilbrigt og taka afstöðu í þessari umræðu.

    Reikna má með því að sárafá-ar aðgerðir séu nauðsynlegar sem raunverulegar lýtaaðgerðir, ekki í fegrunarskyni. Það getur í vissum tilfellum verið um einhvern misvöxt að ræða þar sem annar barmurinn er talsvert stærri en hinn, báðir óeðlilega stórir. Mögulega geta verið þykkildi eða æxli í þeim sem þarf að fjarlægja. Líffærin eru sköpuð með eiginleika til að rækja sem best sér-hæft hlutverk í gangverki líkamans.

    Svo er um kynfæri kvenna.

    Til hvers eru innri skapabarmar eins og þeir eru?Hlutverk skapabarmanna er að halda raka á kynfærunum, hindra sýkingar með þvi að leggjast yfir þvagrásarop og fremsta hluta leg-gangna. Þeir eru blóðríkir og hafa næma skyntaugaenda sem eiga sinn þátt í kynferðislegri örvun. Skapabarmarnir virka sem trekt við þvaglát, halda utan um liminn við samfarir og eru mikilvægur hluti af kynfærum kvenna. Algengt er að konur raki af sér kynhárin eða slíti þau af með vaxi. Slíkt getur boðið heim sýkingum þar sem hársekkirnir verða viðkvæmir og geta auðveldlega bólgnað og myndað ígerð. Hárin veða sífellt grófari þegar rakstur er stund-aður eða vöxun. Hárin geta vaxið

    inn og þá geta komið graftrarkýli. Hárin þjóna sínu hlutverki við að verja kynfærin, þar sem þau stöðva gerla og sveppi í að valda sýkingu. Örvefur eftir skurð getur verið hvim-leiður á þessu viðkvæma svæði. Ýmislegt getur ver-ið ertandi fyrir kynfærin svo sem g-strengur og klóreruð pappírsinnlegg í nærbuxum, hvort tveggja getur valdið ertingu og þurrki á skapabörmum, leggangnaopi og á slím-kirtlum sem eru rétt innan við leggangnaopið. Þessi erting verður enn frekar ef skapabarmarnir hafa verið minnkaðir til muna og hár-ið rifið af eða rakað. Vert er að benda á að ör á skapa-börmum minnkar teygjan-leika húðarinnar sem getur haft áhrif í tengslum við fæðingu síðar meir.

    nokkrar spurningar til ykkarHvaðan er sú útlitsdýrkun sprottin að líta svo á að nauðsynleg sköpun kynfæra sé aðfinnsluverð? Hvaðan fá konur þau skilaboð að skapabarmar eigi að uppfylla einhvern ímyndaðan staðal til að þeir séu eðlilegir? Hvaða skilaboð fá konur af internetinu varðandi hvernig skapabarmar eigi að líta út? Þarf ekki mikla yfirvegun til að drífa sig í breytingar á þessu tilfinningaríka, munúðar svæði? Get-ur það talist eðlilegt að fullorðnar konur líti út eins og barnungar stúlkur að neðan?

    Hver er ábyrgð lýtalækna, heil-brigðisyfirvalda, heilbrigðisstarfs-

    fólks og foreldra í því að móta hvað okkur finnst eðlilegt að gera til að uppfylla ákveðna ímynd um fegurð, meira að segja fegurð skapabarma?

    Í tilefni dagsins finnst okkur til-valið að konur og karlar spyrji sig þessara spurn-inga og einnig hvort heil-brigðisstarfsfólk og heil-brigðisyfirvöld ætli ekki að láta í sér heyra og móta stefnu varðandi slíkar að-gerðir.

    Áskorun til kvennaKonur látum ekki plata okkur til þess að raka öll skapahár af, ganga í spottanærbuxum sem valda ertingu á enda-þarmi og kynfærum sem hvortveggja eykur hættu á sýkingum. Förum ekki með líkama okkar eins og hann sé eitthvað sem sjálfsagt sé

    að skera í, hvað þá að greiða háa upp-hæð fyrir slíka aðgerð, sem í flestum tilfellum er algerlega óþörf. Styrkj-um sjálfsmynd okkar á annan hátt.

    Konur og karlar innilega til ham-ingju með 8.mars. Verið velkomin á KEA í hádeginu á morgun. Fundur-inn kl. 12:00 á KEA er öllum opinn og veitingar á staðnum eru fundar-fólki að kostnaðarlausu frá kl. 11.30.

    Höfundar eru Sigfríður Inga Karlsdóttir ljósmóðir og dósent við Háskólann á Akureyri, félagi í Zontaklúbbnum Þórunni hyrnu og Kristín Sigfúsdóttir kennari við Menntaskólann á Akureyri og félagi í Zontaklúbbi Akureyrar. a

    Fljótlegar eggjabökur » 50gr beikon, fínsaxað » 1 lítill laukur, fínsaxaður » 1 hvítlaukrif, fínsaxað » olía » 75 gr spínat, grófsaxað » 1/4 paprika, fínsöxuð » 4 egg » 100gr ostur, rifinn » salt og pipar » smá chiliflögur

    Undirbúningur: 10 mínúturEldunartími: 20 mínúturByrjaðu á að hita ofninn í 170°C.Steiktu beikon, lauk og hvítlauk í smávegis olíu. Settu í skál ásamt öllu hinu hráefninu. Hrærðu vel.Smyrðu möffinsform að innan og

    settu eggjablönduna í formin.Bakaðu í 18-25 mínútur.Láttu kólna í um 2-3 mínútur áður en þú rennir hníf í kringum hverja böku, ef þú notaðir ekki pappírsform, til að auðvelda þér að losa bökurnar úr.

    Frábært borið fram með fersku salati. a

    Helga Kvamallskonar.is

    maTargaTIð fLEIrI uppsKrIfTIr Á www.aLLsKonar.Is

    sigfríður inga karlsdóttir

    kristín sigfúsdóttir

  • 10 7. mars 2013

    aðsend grein sigrún sigurðArdÓttir skrifAr

    Hvers vegna er Aflið mikilvægt?Á haustdögum árið 2002 var Aflið stofnað af nokkrum kjörkuðum konum, konum sem sumar eru enn starfandi þar jafnvel með litlum sem engum hléum nú í tæp 11 ár. Starfið tekur sinn toll og ekki allir þola álagið.

    Ég er svo heppin að hafa ekki þurft á þjónustu Aflsins að halda fyrir mig en hef náms míns og starfs vegna fengið að kynnast ótrúlegri hugsjón og óeig-ingjörnu starfi þeirra sem þar starfa. En ég skil vel að þeir sem ekki þurfa á þjón-ustu Aflsins að halda og þekkja ekki til, átti sig ekki á mikilvægi starf-seminnar og nauðsyn hennar fyrir samfélagið:

    » Aflið er með opinn síma allan sólarhringinn allan ársins hring – kostar ekkert.

    » Aflið tekur á móti ótal neyðarsímtöl frá brotnu og oft aðframkomnu fólki

    – kostar ekkert. » Aflið býður upp á einstaklingsviðtöl

    fyrir fólk sem er oft að stíga sín fyrstu skref út úr þögninni og þjáningunni sem er fylgifiskur ofbeldis og treystir etv. engum – kostar ekkert.

    » Aflið býður upp á hópastarf þar sem fólk fær tækifæri til að deila reynslu sinni og sýna öðrum skilning og traust, sem þeir finna margir/sumir hvergi annars staðar – kostar ekkert.

    » Aflið fer í flesta skóla á Akureyri og fræðir börnin okkar um ofbeldi – kostar ekkert.

    Veltum því fyrir okkur sem að ofan er talið og veltum því fyrir okk-ur hvort okkur þyki það sjálfsagt að slík þjónusta kosti ekkert.

    Getum við ætlast til þess að fólk sem starfar með Aflinu vinni myrkr-anna á milli í sjálfboðavinnu til að bjarga þeim sem brotið hefur verið á í æsku er samfélagið okkar brást

    – gerði ekkert.Þrátt fyrir allt það sjálfboða-

    liðstarf sem unnið er í Aflinu þarf samt peninga, það þarf að borga laun og það kostar að reka svona þjónustu.

    Sú þjónusta sem Aflið veitir er ekki sú þjónusta sem aðrar stofn-anir veita, þetta er fyrir utan þá sér-fræðiþjónustu sem einnig er í boði, en samt er þörfin svo mikil að fjöldi þeirra sem sækir stuðning til Aflsins eykst með hverju árinu.

    Samtök í Reykjavík sem sinna svipaðri þjónustu eru á föstum fjár-

    lögum frá ríkinu, og þurfa ekki að senda út neyðarkall til að geta haft opinn síma, af hverju þarf lands-byggðin að blæða fyrir það?

    Af hverju er ekki hægt að leggja jafnt fjármagn í slíka þjón-ustu um allt land? Bara á fyrstu tveim mánuðum þessa árs hefur alþjóð átakanlega verið minnt á að kynferðislegt ofbeldi á sér líka stað á landsbyggð-inni, þess vegna ber okkur skylda til að reka sóma-samlega þjónustu á lands-byggðinni en ekki setja

    alla peninga í þennan málaflokk á höfuðborgarsvæðinu.

    Ef Aflið fær ekki það fjármagn sem þarf til að sinna svo mikilvægri þjónustu, án þess að vera stanslaust að „betla“ eða senda út „neyðar-kall“, hver ætlar þá að sjá um þessa þjónustu? Oft hefur verið þörf en nú er nauðsyn, miðað við umræður undanfarið í fjölmiðlum þessa lands. Við getum ekki boðið þessum hetjum sem þar starfa upp á þetta, þær hafa nóg með að vinna með svo krefjandi mál svo ekki bætist við áhyggjur af fjármagni.

    Flest okkar eigum við börn, systur, bræður, foreldra, afa og ömmur, frænkur og frændur, vini og kunn-ingja, en við vitum ekki alltaf sögu þessa fólks, við vitum ekki hvenær þau gætu þurft á svona þjónustu að halda, við vitum aldrei og við berum ábyrgð því ofbeldi litar allt samfé-lagið.

    Með hjartans þökk til Aflsins fyr-ir alla þá hjálp sem ég hef fengið í gegnum mitt meistaranám og núna mitt doktorsnám og við að koma af stað Gæfusporunum, þverfaglegum meðferðarúrræðum fyrir þolendur kynferðislegs ofbeldis í æsku, fyrsta sinnar tegundar á Íslandi, án þessa hugsjónafólks hefði mitt nám og starf verið mun flóknara og ég er stolt. Takk.

    (Þessi grein er skrifuð í tilefni þess að verið er að vinna að árs-skýrslu Aflsins þar sem fram koma sláandi upplýsingar um aukna þörf eftir þjónustunni og aukið vinnuálag aðstandenda samtakanna í samræmi við það.)

    Höfundur er Lektor Háskólan-um á Akureyri og Doktorsnemi í

    lýðheilsuvísindum

    sigrún sigurðardóttir

    vetrarríki hefur leyst af hið tímabundna vor sem Norðlendingar nutu og kemur engum á óvart. Völundur

    10 | SÓKNARFÆRI

    Hafnarbryggju - 580 Siglufjörður

    Símar:467 1205 - 467 1203 - 692 5060 - 869 4441

    „Þróun á veiðarfærum er mikilvægur þáttur í starfi netaverkstæða Ísnets. Þegar veiðarfæri er þróað, annað-hvort frá grunni eða eldri gerðir veiðarfæra endurbættar, þá er í öll-um tilfellum unnið með skipstjórum fiskiskipa annars vegar og birgjum félagsins hins vegar. Það er megin markmið okkar að prófa þau veiðar-færi sem við þróum í tilraunatanki til að fá sem bestar niðurstöður um veiðarfærin áður en þau eru fram-leidd í raunstærð,“ segja þeir Birkir Agnarsson framleiðslustjóri og Kári Páll Jónasson rekstrarstjóri hjá Ísneti en í október fór um 50 manna hóp-ur frá Ísfelli til Hirtshals í Dan-mörku þar sem ný dragnót og rækjutroll frá fyrirtækinu voru kynnt. Í hópnum voru innlendir og erlendir viðskiptamenn félagsins, ásamt fulltrúum frá Selstad, Mor-gére og Garware Wall-Ropes og

    starfsmönnum Ísfells. Hægt er að segja að hópurinn hafi verið fjöl-þjóðlegur þar sem gestir voru frá Ís-landi, Grænlandi, Færeyjum, Dan-mörku, Noregi, Frakklandi, Þýska-landi, Kanada og Indlandi.

    Ný dragnót lítur dagsins ljósStarfsfólk Ísnets hefur undanfarna mánuði þróað nýja gerð dragnótar. Á meðan á þróunarferlinu stóð var verkefnið unnið í samstarfi við skip-stjóra á dragnótabátum. Megin markmiðið var að hanna alhliða dragnót sem væri létt í drætti og fari vel í sjó. „Í hönnuninni var lögð áhersla á góða lárétta og lóðrétta opnun, styrk og góða endingu sem og einfaldleika í allri meðhöndlun. Meðal nýjunga í dragnótinni er ný gerð af neti frá Garware sem heitir SNG. Netið er ný kynslóð af Safír neti sem er mun sterkara og nún-

    ingsþolnara en hefðbundið PE net. Með þessu neti er hægt að hafa efnið grennra án þess að skerða styrk og endingu. Þá var möskvastærð einnig breytt frá hefðbundnum dragnótum til þess að létta hana í drætti og gera hana fisknari,“ segir Birkir en meðal annarra nýjunga má nefna breyting-ar á lögun á dragnótinni, fiskilínu, höfuðlínu og fótreipi.

    „Viðbrögð skipstjóra, sem voru viðstaddir tankprófun á dragnótinni, voru strax jákvæð og nú þegar er bú-ið að panta hjá okkur dragnætur af þessari gerð. Það var samdóma álit viðstaddra að um vel heppnaða hönnun væri um að ræða sem von-andi á eftir að skila sér í auknu og hagkvæmara fiskiríi,“ segir Birkir.

    Ísnet 2967 Lukkutroll

    Á undanförnum árum hefur Ísnet unnið að þróun á svokölluðu Luk-kutrolli til rækjuveiða í samstarfi við Ómar Þorleifsson, skipstjóra á Sig-urborgu SH frá Grundarfirði. Sigur-

    borgin hefur notað Lukkutroll frá árinu 2005 með ýmsum breytingum sem gerðar hafa verið frá upphaflega trollinu sem var 2512 möskva.

    Nýjasta útfærslan af trollinu var svo skoðuð í áðurnefndri tankferð til Hirtshals en um er að ræða 2967 möskva troll og segja þeir Birkir og Kári að mönnum hafi borið saman um að trollið liti mjög vel út í tanknum. Lukkutrollið hefur lengst af verið eingöngu úr Safírneti, en í nýja trollinu er auk þess notað hnútalaust Dyneema net til að létta það enn frekar í drætti. Í upphafi var Lukkutrollið tveggja grandara og er það ennþá valmöguleiki þó nýjasta útgáfan sé þriggja grandara.

    „Ísnet kynnti þetta troll á síðasta ári fyrir öðrum viðskiptavinum og hafa nokkur slík verið afhent undan-farið, bæði úr Safírneti, Dyneema og einnig venjulegu PE neti. Kúlurnar, sem við mælum með á trollið, eru svokallaðar Hydro kúlur frá Castro á Spáni sem er nýjung hjá Ísneti. Þær líta út eins og golfkúlur á yfirborð-inu og eru hannaðar til að veita minna togviðnám.

    Þess má geta að trollið hefur ekki einungis gefist vel við rækjuveiðar heldur veiðir það grálúðu einnig vel

    en núorðið má hirða þann fisk sem kemur í rækjutroll með svokölluð-um yfirpoka. Það má því segja að Lukkutrollið sé alhliða troll sem tek-ur bæði hátt og breitt og hægt er að fá í öllum stærðum,“ segir Kári.

    Ísnet 4200 Gigantus „breiðskafa“ til rækjuveiða

    Gigantus troll er einnig nýjung frá Ísneti og var það hannað í samstarfi við Selstad í Noregi. Meginmark-miðið við hönnunina segja Birkir og Kári að hafi verið hönnun á trolli sem væri fyrst og fremst breitt og létt í drætti en þyrfti ekki að taka neitt sérstaklega hátt.

    „Ísnet hefur þegar framleitt tvö Gigantus troll fyrir grænlenska rækjutrogarann Qaqqatsiaq og þau voru að stærstum hluta gerð úr Saf-írneti en þó var notað hnútalaust Dyneema í hluta af yfir- og hliðar-byrðum. Qaqqatsiag hefur náð góð-um árangri með þessi troll og en skipið dregur tvö 3960 möskva troll. Við veiðarnar hafa bæði verið notað-ir hefðbundnir botntrollshlerar eða flottrollshlerum.“

    isfell.is

    Fylgst með prófunum á Lukkutrolli í tanknum í Hirtshals og áhuginn leynir sér ekki.

    Rækjutroll Gigantus, 4200 möska.

    Dragnót, 38 faðma.

    Rækjutroll (Lukkutroll), 2967 möskva.

    Dragnót, 38 fm í köstun.

    Ísnet:

    Ný hönnun á dragnót og Lukkutroll

    SKEIFAN 3E-F · SÍMI 581-2333 · FAX 568-0215 · WWW.RAFVER.IS

    HáþrýstidælurVinnuþjarkar ætlaðir til daglegra nota

    HD 10/25-4 S■ Vinnuþrýstingur 30-250 bör■ 500-1000 ltr/klst

    ■ Stillanlegur úði■ Sápuskammtari■ Túrbóstútur + 50%

    HD 6/16-4 M

    HD 6/16-4 MX■ Vinnuþrýstingur 30-160 bör■ 230-600 ltr/klst■ 15 m slönguhjól

    ■ Stillanlegur úði■ Sápuskammtari■ Túrbóstútur + 50%

    Búnaður fyrir orkuflutning og orkusparnað

    Dexta orkutæknilausnir ehf.

    Fjölnisgötu 6A, 603 Akureyri | Símar: 461 5710 og 894 4721 | www.dexta.is | [email protected]

    » Varmaskiptar - Ýmsar gerðir á lager» Varmadælur og kælisamstæður» Iðnaðarviftur og -blásarar» Loftræstisamstæður» Tæknirýmis- og tölvukælar» Vökvakælar» Hitabúnt» Hitablásarar» Loftskiljur og afloftarar» Dælur» Hraðabreytar» og margt fleira...

  • Frábært úrval fermingargjafa

    GLERÁRGATA 32600 AKUREYRI

    SÍMI: 461-7879

    Opið virka daga: 11-18Laugardaga: 10-16

    /IslenskuAlparnirAkureyri

    Óskalisti fermingarbarnsins

    er í Íslensku Ölpunumh

    Við gefum þremur fermingarbörnum,

    sem koma og búa til óskalista hjá okkur,

    reiðhjólahjálm fyrir sumarið!

    Komdu og vertu með!

    Verð áður 15.995-Verð nú:

    10.996-

    Challenger 350WKuldaþol: -12Þyngd: 2.2kg

    Verð áður 11.995-Verð nú:

    8.996-

    Devil 300 Kuldaþol: -19Þyngd: 1.7kg

    15.995-Tilboðsverð frá:

    Mikið úrval af bakpokum á góðu verði

    15.996-

    18.996-

    2. manna. Verð áður 19.995-Verð nú:

    3. manna. Verð áður 23.995-Verð nú:

    Montana tjald

    10.895-

    10.895-

    Flottar og vandaðar íþróttatöskur frá Under ArmourMargar tegundir, komdu og kíktu á úrvalið!

    TJÖLD / SVEFNPOKAR / BAKPOKAR / TÖSKUR

    blek

    honn

    un.is

  • 12 7. mars 2013

    aðsend grein HjÖrleifur HAllgríms skrifAr

    Dagatalsdömurnar í FreyvangiFreyvangsleikhúsið hefur sannarlega ekki ráðist síðustu árin á garðinn, þar sem hann er lægstur í leikritavali, enda þrisvar sinnum verið verðlaun-að með boði um að sýna í Þjóðlek-húsinu, sem auðvitað sýnir líka svo ekki verður um villst að hjá

    Freyvangsleikhúsinu eru mörg og efnileg leikaraefni þó svo þau séu ekki gjaldgeng hjá

    „snobbleikhúsinu” LA með sunnlensku leikarana, en í sjálfu sér er hér ekki verið að setja út á þá sem slíka. Nú er tekið fyrir leikritið Dagatalsdömurnar eftir Bretann Tim Firth, þýtt og staðfært af Davíð Þór Jónssyni, og er það byggt á sannsögulegum atburðum og var valið besta gamanleikrit í Bretlandi árið 2010.

    KVEnfÉLagsKonurnarLeikritið fjallar um nokkrar kvenfé-lagskonur þær Önnu (Sigríður Hulda Arnardóttir) og Kristínu (Inga María Ellertsdóttir) sem eru bestu vinkonur. Eiginmaður Önnu veikist af krabba-meini og fellur frá, og ákveða þær í sameiningu að fara óhefðbundnar leiðir í fjáröflunarskyni svo hægt sé að kaupa og endurnýja sófa á bið-stofu aðstandenda, ekki síst krabba-meinssjúklinga, á sjúkrahúsinu.

    Og þá hefst atburðarásin heldur óhefðbundin á því erfiða verkefni, sem Kristín ber hitann og þung-ann af að fá til liðs við þær stöllur fjórar aðrar kvenfélagskonur þær Bessí, (Ingibjörgu Ósk Pétursdóttur) Dóru, (Linda Guðmundsdóttir) Rut,

    (Geirþrúður Gunnhildardóttir) og Silju (Halldóra Kr. Vilhjálmsdótt-ir). Verkefnið er nefnilega að búa til dagatal til sölu í fjáröflunarskyni, en þær þurfa allar að láta mynda sig naktar til birtingar á dagatalinu. Raunar gerir Kristín stóran mun á allsberar eða naktar, en það er bara

    trix hjá henni til að flækja málið og fá hinar konurnar til að taka þátt því auðvitað eru ekki allar sammála um að láta mynda sig naktar en það hefst fyrir rest með öflugri eftirfylgni Kristín-ar á málinu. Maður heyrði frá sumum að bara einn karlmaður hefði séð þær naktar, en þá heyrðist úr

    horni að það væri ekki endilega eig-inmaðurinn.

    Já,svona er lífið. Ég hef lengi haft mætur á Ingu Maríu, sem leikkonu og hún á framtíðina fyrir sér, en eini ljóðurinn á leik hennar nú eru augnagoturnar á ská til lofts í tíma og ótíma. Ekki veit ég í hvaða til-gangi þetta er, eða hvort þetta er kækur, en þetta á leikstjórinn að laga. Hún er of góð til að láta hanka sig á smáatriðum.

    Anna, syrgjandi ekkjan, sýnir dug sinn í sorginni og er eðlilega smeyk við nektina. E.t.v. hugsar hún að lát-inn eiginmaður fylgist með henni af himnum ofan. Hennar leikur sleppur vel. Bessí er ekta kvenfé-lagskerlingarkona. Hún er skörugleg að vanda með sterkan og vel skiljan-legan framburð, sem skilar sér vel í góðum leik hennar.

    Dóra, bölvandi prestsdóttirin,

    ófeimin persóna að virðist og flott, nakin við píanóið tók sig vel út svo eftir var tekið og skilaði sínu hlut-verki vel.

    Rut er nýliði á sviði, virkar róleg og yfirveguð í leik sínum en þurfti að taka á því til að vera með en kom að lokum með flotta senu liggjandi upp á borði með vínber og vínflöskur, til að hylja það sem hún kom með í heiminn.

    Að lokum er það svo Silja, mikil hefðardama, há, grönn og spengileg, sem lét mynda sig með brauðsnúða fyrir brjóstunum og yndislega girni-lega tertu, sem huldi það, sem trúlega enn girnilegra er. Leikur hennar er ágætur og hún virðist líka geta sungið.

    Mörg smærri hlutverk eru í sýningunni og komust allir vel frá sínum leik og mætti helst af þeim nefna Lárus ljósmyndara og Bertu Höskulds.

    Þessi leiksýning er tileinkuð Hjör-dísi Pálmadóttur (Hjöddu Pálma), sem um árabil var mikill prímusmót-or í starfi Freyvangsleikhússins, en lést úr krabbameini á besta aldri. Blessuð sé minning hennar. Þá hefur leikhúsið ákveðið að ánafna hluta miðasölu og einnig af sölu dagatals-ins til Krabbameinsfélags Akureyrar. Einnig renna öll laun fyrir höfunda og sýningarrétt óskert til rannsókna á sjúkdómnum.

    Sýningin finnst mér óþarflega löng en hún er góð eins og bún-ingarnir frá snillingnum Beate Stormo, einnig er leikstjórn góð.

    Ég hvet því alla til að sjá þessa ágætu sýningu.

    Hjörleifur Hallgríms

    aðsend grein gísli tryggvAson skrifAr

    Burt með bænaskrár!eða: hvers vegna er betra að L-listinn véli um málin en að Kristján þór Júlíusson sé sendur bónarveg suður

    Landsbyggðarmálin hafa verið kjarninn í pólitískum áhuga mínum í nær 30 ár. Í þingkosning-um í lok næsta mánaðar býð ég mig fram í 1. sæti Norðausturkjördæmis fyrir Dögun - stjórnmálasamtök um réttlæti, sanngirni og lýðræði - m.a. til þess að landsbyggðin þurfi ekki að senda bænaskrár suður

    - eins og til kóngsins forðum.

    Tækifæri til umbótaNú gefst færi til umbóta, einstakt tækifæri.

    Dögun (xT.is) leggur áherslu á þrjú umbótamál: » umbætur í lánamálum og afnám

    verðtryggingar, » umbætur í auðlindamálum og » umbætur á stjórnarskrá - ekki síst í

    þágu íbúa landsbyggðarinnar.

    Valdajafnvægi fyrir landsbyggðinaAndstæðingar nýrrar stjórnarskrár vinna gegn » valdajafnvægi sem veitir

    heimilunum aukið vægi gagnvart kerfinu,

    » þjóðareign á auðlindum og » flutningi valds frá höfuðborginni.

    Ekki er rétt að stjórnarskráin hafi oft verið endurskoðuð. Fyrir utan ágæta uppfærslu mannréttinda-kaflans fyrir 18 árum hafa megin-breytingar á stjórnarskránni alla síðustu öld tengst valda(ó)jafnvægi milli sístækkandi þéttbýlis í kring-um höfuðborgina annars vegar og landsbyggðarinnar hins vegar.

    Hverju hafa átök um ójafnan at-kvæðisrétt í þingkosningum skilað? Litlu.

    Valdið kom bara hálfa leið...Þörf er nýrra leiða.

    Þegar heimastjórn komst á 1904 varð vald hins danska kóngs í raun eftir í höfuðborginni - og er þar enn - hjá þingmönnum og í alltof ríkum mæli hjá ráðherrum og emb-ættismönnum. Auk þess er peninga-valdinu að mestu miðstýrt þaðan; því vill Dögun einnig breyta með sameiningu og lýðræðisvæðingu lífeyrissjóða.

    ... en þarf að flytjast í héraðAlþingis bíður nú það brýna verkefni að samþykkja fyrra sinni nýja stjórn-

    arskrá í aðdraganda þingkosninga - eftir 70 ára bið eftir heildstæðri

    stjórnarskrá sjálfstæðs lýðveldis og áratuga vinnu ótal stjórnarskrárnefnda Alþingis. Nú er að ljúka rúmlega 4ra ára stjórnar-skrárferli með búsáhalda-byltingu, þingkosningum, þjóðfundi, stjórnlaganefnd, stjórnlagaþingskosningum, stjórnlagaráði og ítarlegri skoðun á Alþingi og í öllum

    fastanefndum þingsins undanfarin ár - ekki síst í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að teknu tilliti til ábendinga innlendra sem erlendra sérfræðinga.

    Af fjölda umbótamála sem nýja stjórnarskráin færir okkur má nefna

    » betra valdajafnvægi, » aukið aðhald gagnvart

    stjórnmálaöflum með persónukjöri og reglum um fjármál flokka og

    » meiri áhrif kjósenda með þjóðaratkvæðagreiðslum og frumkvæðisrétti.

    Völd og tekjur hjá heimamönnumAuk þeirra eru þrjú atriði í nýrri stjórnarskrá sem varða landsbyggð-ina sérstaklega.1. Tekjuflutningur (2. mgr. 105. gr.).

    Nægar tekjur fylgi lögbundnum verkefnum sveitarfélaga.

    2. Nálægðarregla (106. gr.). Opinberri þjónustu sé sinnt og stýrt í heimabyggð nema þau eigi sannanlega betur heima í höfuðborginni.

    3. Samráðsskylda (108. gr.). Stjórnarskráin skyldi Alþingi og ráðherra til þess að hafa samráð við sveitarfélög.

    Í kjölfarið munu fulltrúar fólks-ins í héraði - svo sem Geir Krist-inn Aðalsteinsson, oddviti L-lista á Akureyri, og Svanfríður Jónasdóttir, bæjarstjóri frá J-lista Dalvíkur-byggðar - sjálf finna lausnir og tæki-færi í stað þess að senda þingmenn kjördæmisins eins og Kristján Þór Júlísson (D) eða Kristján Möller (S) suður í því skyni að ná til baka fé í framkvæmdir og opinbera þjón-ustu sem skattborgarar og fyrirtæki á Norðurlandi hafa lagt ríkinu til.

    Burt með bænaskrár til mið-stjórnarvaldsins í Reykjavík.

    Höfundur er í 1. sæti T-lista Dögunar í NA-kjördæmi.

    Hjörleifur Hallgríms

    Gísli tryggvason

    fuMlaus handtök voru einkennandi þegar prófun fór fram á nýjum björgunarbúnaði á Akureyrarvelli í vikunni. Björgunar-sveitir keyptu búnaðinn fyrir styrk úr Styrktarsjóði Isavia.

    Rólegt umhverfi, úrvals hráefni, ljúffengur maturog lipur þjónusta gera hádegið fullkomið.

    LÉTT OG SKEMMTILEGSTEMNING Í HÁDEGINU

    www.nautholl.is www.facebook.com/nautholl [email protected] S. 599 6660

    FYRSTA SVANSVOTTAÐA VEITINGAHÚSIÐÁ ÍSLANDI

  • 137. mars 2013

    aðsend grein HÓlmsteinn snædAl skrifAr

    Húsmæðraskólinn á AkureyriBréf til þeirra sem vilja láta sig mál-ið varða.

    Málefni húss við Þórunnarstræti sem kallað hefur verið Húsmæðra-skólinn, hefur verið í umræðu síðustu vikur. Undirritaður hefur skrifað ráðamönnum bæjarins og sett fram sínar athugasemdir í blaða-grein í Akureyri vikublað. Nú hef ég séð í sjónhending þær breytingar sem hugsað er að gera á húsinu. Og veit reyndar að í nokkrum atriðum er ætlunin að sýna hönnun hússins virðingu. Í nefndri blaðagrein sagði ég að húsið væri teiknað sem ein heild og væri listaverk sem slíkt. Og að allt sem hróflar við því listaverki væri vont. Og stend við þá skoðun. Samt er það þannig að með breyttum tímum koma nýjar þarfir. Nú hefur verið ákveðið að í þetta hús flytji

    „Skammtímavistun fatlaðra“. Og geri ég ekki athugasemd við það og óska öllum góðrar vistar í húsinu.

    Samt er það þannig að Húsmæðra-skólinn er ekki bara „hvaða hús sem er“. Þetta er merk bygging. Teiknuð af Guðjóni Samúelssyni og Húsmæðra-félag Akureyrar stóð fyrir að reist yrði, og safnaði meira að segja pen-ingum til byggingarinnar.

    Og lágmarkskrafa við hugsun á breytingum á húsinu hlýt-ur að vera; að breyta ekki neinu í eða við austurhlið hússins, framhliðinni sem snýr að Þórunnarstræti. Nema að því leita sem felst í að færa hana til upphaf-legs útlits og gæða.

    Á vef Akureyrarbæjar er hægt að finna plagg sem heitir: Byggingalistastefna Akureyrarbæjar.

    Hún er samþykkt 14. janúar árið 2000 og er sögð gilda til ársins 2018. Þessi samþykkt er merkt plagg og ég hef ekki ástæðu til að halda að hún (byggingalistastefnan) hafi verið felld úr gildi. En mér sýnist á öllu að starfsmenn og stjórnendur Akureyr-

    ar séu búnir að gleyma þessu plaggi. Ég ætla því að leyfa mér að rifja upp fyrir þeim nokkrar greinar úr því:

    Í inngangnum segir: Vernda ber þann menningararf sem felst í eldri byggingum og mannvistarminjum með varðveislugildi.

    Þar segir einnig: Markmið Akur-eyrarbæjar sem byggingarlistastefn-an byggist á, er að nýbyggingar og

    breytingar á eldri byggð á Akureyri skuli geta talist góð byggingalist sem virðir og bætir bæjarmyndina.

    kaflanum um verndun segir: Byggingar og bæj-arumhverfið endurspegla sögu staðarins og menn-ingu og eru hluti af minn-ingum um fyrri tíma.

    Í kaflanum um mark-mið segir: Vernda skal og bæta þær byggingar sem taldar eru hafa byggingalistrænt eða menn-ingarsögulegt gildi. Varðveislugildi bygginga frá fyrri hluta og miðbiki þessarar aldar (20.aldar) skal gefa aukinn gaum við afgreiðslu erinda um breytingar á byggðinni. Tryggt

    verði að hvert tímabil bygggingar-sögunnar eigi sér fulltrúa í bæjar-myndinni.

    Þegar þessi samþykkt Akureyrar-bæjar er skoðuð er alveg ljóst að ekki er mögulegt að hrófla við, að minnsta kosti austurhlið Húsmæðraskólans ásamt aðkomunni að húsinu, án þess að brjóta margar greinar í þessari samþykkt.

    Mér var líka tjáð eftir fyrri skrif mín, að í deiliskipulagi fyrir þetta svæði væri sérstaklega áréttað að haft yrði samráð við Húsafriðunarnefnd ríkisins um hugsanlegar breytingar á Húsmæðraskólanum. Því spyr ég. Var það hugmyndin með samráði, að Húsafriðunarnefnd beygði sig undir vilja Akureyrarbæjar, frekar en Akureyrarbær færi að tillögum Húsafriðunarnefndar?

    Nú veit ég vel að ég er ekki aðili að þessu máli á nokkurn hátt, en tel mér samt frjálst að hafa skoðun á því, og sjálfsagt að spyrna við fótum þegar Akureyrarbær ætlar að gera mikil mistök.

    Höfundur er húsasmíaðmeistari.

    Kvartett á norðurhjaraÞað er ekki títt, að kostur gefist á því að hlýða á klassískan strengja-kvartett skipaðan eingöngu hljóð-færaleikurum, sem starfa á Akureyri og nærsveitis. Sannast sagna man undirritaður ekki til þess, að hann hafi átt þess kost fyrr en þann 21. febrúar á þessu ári; árinu 2013.

    Kvartettinn er skipaður Zsuz-sönnu Bitay, fiðluleikara, sem kennir við Tónlistarskóla Dalvíkur, Tomaszi Kolosowski, fiðluleikara, sem kenn-ir á hljóðfæri sitt við Tónlistarskól-ann á Akureyri, Paweli Kolosowski, víóluleikara, sem nam við Tónlist-arskólann á Akureyri, og Ásdísi Arnardóttur, sem er tónlistarkennari á Norðurlandi. Auk þessara kom fram á tónleikunum flautuleikarinn Petrea Óskarsdóttir, sem kennir við Tónlistarskólann á Akureyri.

    Tónleikar kvartettsins, sem hef-ur hlotið nafnið „Tígulkvartettinn“, fóru fram í Akureyrarkirkju og voru bærilega sóttir. Fleiri hefðu mátt láta sjá sig. Atburðurinn var eftirtekt-arverður. Í honum felst, að fram er kominn hópur tónlistarfólks, sem með starfi sínu og áhuga víkkar um-fang tónlistarflutnings heimamanna á Norðurlandi og fer út á lendur, sem ekki hafa mikið erjaðar í fjórð-ungnum. Slíkt framtak er lofsvert og verðugt stuðnings allra þeirra, sem tónlist unna.

    Yfirskrift tónleikanna var „Vín-arklassík á norðurhjara“. Efnisskrá-in var í góðu samræmi. Á henni voru þrjú verk öll eftir stórmenni hinnar klassísku vínartónlistar:

    „Strengjakvartett í G-dúr KV 156“ eftir Wolfgang Amadeus Mozart,

    „Lundúna-tríó nr. 3 í G-dúr“ eftir Joseph Haydn“ og „Strengjakvartett í F-dúr op 18 nr. 1“Q eftir Ludwig van Beethoven. Í „Lundúna-tríóinu“ lék Petrea Óskarsdóttir á flautu og með henni fiðluleikri og sellóleikari

    úr kvarte3ttinum.Auk þeirra verka, sem nefnd hafa

    verið, flutti kvartettinn tvo kórala eftir Johann Sebastian Bach; annan í upphafi og hinn fremst eftir hlé, og átti það vel við þar sem leikið var í kirkju.

    Nokkuð greinilegt var, að kór-alarnir voru hljóðfæraleikurunum ekki eins tamir og annað efni tón-leikanna. Fyrir kom, að tóntak væri ekki svo samhæft, sem það hefði átt að vera og einnig hefði mátt vera meiri mýkt í flutningunum. Fyrsta verkið á hinni eiginlegu efnisskrá – eftir Mozart – leið lítillega fyrir það í fyrsta hluta (Presto), að fyrir kom, að tónhæð var ekki alveg rétt, en annar hluti (Adagio) og sá þriðji (Tempo di Menuetto) voru fallega fluttir og náðist vel dreyminn blær og angur-vær, sem féll vel að hinum fyrrnefnda. Annað verkið á efnisskránni – Lund-úna-tríóið – var flutt af öryggi. Hraði var góður í fyrsta hluta (Spirituoso) og góð blæbrigði náðust í annan kafla (Andante). Í lokaklaflanum (Allegro) virtist koma lítillega fyr-ir, að flautan væri yfirblásin, og í heild var tónn hennar nokkuð of harður og spillti það áferð verksins og flutningsins. Lokaverkið á tón-leikunum – eftir Beethoven – fórst flytjendum almennt vel úr hendi. Þó bar lítilsháttar á ónákvæmni í fyrsta og örðum hluta (Allegro con brio og Adagio affettuoso ed appassionato), en hraði var góður í hinu fyrrnefnda og blæbrigði falleg og við hæfi í hinu síðarnefnda. Mikið öryggi ein-kenndi flutning þriðja hluta verks-ins (Scherzo, Allegro molto) og ekki síður lokahluta þess (Allegro), sem var mjög góður lokapunktur þessara ánægjulegu tónleika.

    Tónleikarnir í Akureyrarkirkju voru hinir fyrstu í tónleikaröð Tíg-ulkvartettsins, en hann mun leika 9. mars kl. 17 í Ólafsfjarðarkirkju, 20. apríl kl. 17 í Raufarhafnarkirkju og í Ytra-Lóni á Langanesi 21. apríl kl 15. Hér er mikið í ráðist, framtak-ið afar lofsvert og á allan stuðning skilinn. Hann og góðar undirtektir ráða vafalítið miklu um framhald samstarfs þeirra ágætu listamanna, sem hér um ræðir. Vonandi láta tón-listarunnendur hvorugt skorta.

    aðsend grein vilborg ÞÓrArinsdÓttir og guðjÓn H. HAuksson

    Uppeldi í tölvuvæddum heimiSamtaka, svæðisráð foreldra nem-enda í grunnskólum Akureyrarbæjar, í samstarfi við Guðjón H. Hauksson, þjónustustjóra tölvudeildar MA og Gunnlaug Guðmundsson, forvarnar-fulltrúa hjá Akureyrarbæ, stendur fyrir málþingi um heilbrigð tölvu-kerfi heimilanna. Málþingið sem ber heitið „Uppeldi í tölvuvæddum heimi – ábyrgð allra“ verður haldið í sal Brekkuskóla, 14. mars n.k. og hefst klukkan 18.00.

    Á heimilum, í fórum barna og í skólum landsins er að finna ótrú-lega flóru af allskyns tölvubúnaði en þar má nefna borðtölvur, far- og spjaldtölvur, snjallsíma, beina og myndlykla. Afleiðingin er töluvert breyttur heimur bæði fyrir börn og fullorðna og hver kannast ekki við að börnin virðast skilja betur þessa hröðu tækniþróun heldur en við for-eldrarnir og eru fljótari að tileinka sér tæknina og nýta sér möguleik-ana sem í henni felast. Öllu þessu fylgir ábyrgð og hún liggur hjá þeim fullorðnu sem verða að geta tekist á við vandamálin sem vilja gjarn-

    an fylgja aukinni tölvunotkun. Því miður hafa allt of mörg börn lent á villigötum í tölvuheiminum, foreldr-ar hafa misst tökin og vita ekki hvernig þeir eiga að ná stjórn á hlutunum og finna hinn rétta meðalveg til að vernda börnin gegn hinu óæskilega. Markmið þessa málþings er að foreldrar fái fræðslu og upplýsingar um hvernig þeir geti orðið

    „kerfisstjórar heimilanna“.Margt verður í boði á

    þessu málþingi. Aðalfyr-irlesari kvöldsins verð-ur Eyjólfur Örn Jónsson sálfræðingur sem ræðir um netfíkn. Böðvar Niel-sen, tvítugur piltur, deilir reynslu sinni af netfíkn, Gunnlaugur Guðmunds-son forvarnarfulltrúi segir frá stofnun hóps til stuðn-ings drengjum í grunnskólum, sem ná illa að fóta sig í heiminum utan tölvuleikjanna, og einnig fáum við fram sjónarhorn skólanna og for-

    eldranna. Þá munu fyrirtæki í bæn-um sem selja tæknivörur og –þjón-ustu kynna foreldrum ýmsar leiðir

    til að stuðla að heilbrigðri netnotkun og verða betri kerfisstjórar á eigin heim-ilum.

    Það er von okkar í Sam-taka að foreldrar noti þetta tækifæri og taki virkan þátt í þessu málþingi. Að loknum erindum verða pallborðsumræður þar sem foreldrar fá tækifæri til að koma með spurningar og athugasemdir. Við lok málþingsins geta foreldrar síðan rætt við sálfræðinga sem verða á staðnum.

    Foreldrar eru hvattir til að kynna sér vef sam-taka, samtaka.net, en þar er hægt að koma með athugasemdir og fyrir-

    spurnir og þar er einnig tengill inn á fésbókarsíðu svæðisráðsins sem allir foreldrar á Akureyri ættu að gerast meðlimir að. a

    Guðjón H. Hauksson

    Hólmsteinn snædal

    Vilborg Þórarinsdóttir

    yfir sjáuM heiðna hrafna, Huginn, Muninn visku safna. Völundur

    Haukur ÁgústssonSkrifar tónleikagagnrýni

  • 14 7. mars 2013

    Deiliskipulag í landi Dælis í Víðidal í Húnaþingi vestra

    Á fundi sveitarstjórnar Húnaþings vestra þann 15. febrúar 2013 var samþykkt að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Dæli í Víðidal í Húnaþingi vestra. Í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með lýst eftir athugasemdum við skipulagstillöguna.

    Deiliskipulagsuppdráttur með greinargerð liggur frammi á skrifstofu Húnaþings vestra frá 6. mars 2013 með athugasemdarfresti til og með 17. apríl 2013. Einnig má nálgast skipulagstillöguna á heimasíðu Húnaþings vestra, www.hunathing.is Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eru hvattir til að kynna sér tillöguna. Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu Húnaþings vestra Hvammstangabraut 5 eða á netfangið [email protected] merkt „deiliskipulag í landi Dælis í Víðidal í Húnaþingi vestra, febrúar 2013”. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests teljast samþykkja tillöguna.

    Hvammstangi 28. febrúar 2013Skúli Þórðarson sveitarstjóri.

    Listakona selur brjóstÍ tilefni opinberrar umræðu um skeggvöxt í samfélaginu vill spuna-listakonan Margrét Vera koma því á framfæri að þrátt fyrir góðan vilja hefur henni ekki tekist að safna einu einasta skegghári. Og hefur nú gefið upp alla von um að úr rætist.

    En hver er ekki meira tilbúinn að leggja átaki Krabbameinsfélagsins Karlar og krabbamein lið? Til þeirra verka eru allir boðnir og búnir. Og þar er Margrét Vera engin undan-tekning.

    Á liðnu sumri varð verk hennar “Brjóstkassinn” hlutskarpast í keppni um útilistaverk á póstkössum í Eyja-fjarðarsveit. Spunalistakonan hefur nú ákveðið, að þar sem gera megi því skóna að atkvæðin sem réðu úrslit-um í keppninni hafi komið a.m.k. að stórum hluta frá karlpeningi þessa lands sé henni ekki aðeins ljúft held-ur skylt að nota verkið til góðra verka í þeirra þágu. Hún hefur því nostrað við litlar eftirmyndir af kassanum, litlar “Brjóstbirtur” bústin brjóst sem prýtt geta flöskur hverskonar. Þessi brjóst býður Margrét Vera nú til

    sölu og gefur hverja einustu krónu til Krabbameinsfélags Íslands í tilefni af átaki mars mánaðar.

    Brjóstin má nálgast beint úr hendi höfundar í versluninni Bak-

    garðinum Hólabraut 13 Akureyri eða með því að hafa samband í síma 868-9301 eða 464-1433 og fá þau send hvert á land sem er, segir í tilkynn-ingu frá listakonunni. a

    Flóttafólk komið til DalvíkurLeikfélag Dalvíkur hefur á undan-förnum vikum æft fjölskylduleik-ritið, Eyrnalangir og annað fólk eftir þær systur, Iðunni og Kristínu Steinsdætur, tónlist er eftir Ragn-hildi Gísladóttur. Verkið var sýnt hjá Leikfélagi Akureyrar árið 1989 við miklar vinsældir.

    Leikritið gerist á Dalvík í dag og segir frá því þegar flóttamenn frá eyjunni Sebrakabra koma í bæ-inn með nýja siði og annað útlit en bæjarbúar. Hvernig á að koma fram við svona fólk? Hvernig gengur að skilja þeirra menningu og mataræði? Hvernig skyldi þeim líða að vera komin á allt annan og öðruvísi stað í heiminum en þau eru vön?

    Í sýningunni er komið við á æv-intýraeyjunni Sebrakabra þar sem margar furðuverur búa. Á ýmsu geng-

    ur í leikritinu, en allt fer vel að lokum.Stór hópur leikara er í sýningunni

    og má segja að ungir og áhugasam-ir leikarar syngi, dansi og leiki af hjartans lyst í Ungó þessa dagana. Í nokkrum helstu hlutverkum eru: Sunneva Halldórsdóttir, Eva Dögg Albertsdóttir, Dagur Atlason, Svav-ar Þór Magnússon, Aron Óskarsson, Kristín Svava Stefánsdóttir, Hugrún Lind Bjarnadóttir, Patrekur Gustafs-son, Kristján Guðmundsson og Telma Ýr Óskarsdóttir.

    Leikstjóri er Saga Jónsdóttir og leikmynd hannar Hallmundur Kristinsson, ljósahönnun Pétur Skarphéðinsson, um hljóðmyndina sér Aron Óskarsson.

    Frumsýning verður á morgun, föstudaginn 8. mars. En næstu sýn-ingar eru laugardag og sunnudag. a

    brjóstin góðu – til styrktar átaki gegn krabbameini.

    Hlynur í PoPulusHlynur Hallsson opnar sýninguna rennandi vatn og fleiri ný verk í Pop-ulus tremula laugardaginn 9. mars kl. 14. Hann sýnir eins og nafnið gef-ur til kynna nokkur ný verk sem ekki hafa verið sýnd áður. myndband, ljósmynd og spreyjaða texta.

    Mikil steMMning ríkti í Samkomuhúsinu á Akureyri sl. föstudagskvöld að lokinni frumsýningu á Kaktusnum. Hér þakkar Ragn-heiður Skúladóttir, leikstjóri og leikhússtjóri leikurum fyrir magnaða frammistöðu.

    oPnar vinnustofuropnar vinnustofur myndlistar-manna verða fyrir gesti og gang-andi í miðbæ Akureyrar í dag, fimmtudaginn 7. mars. stofurnar eru kaupvangsstræti 12, listasafns-húsið, gengið inn úr portinu fyrir ofan, baka til. flóra, Hafnarstræti 90, ráðhústorg 7, mublur Hús-gagnaviðgerðir, brekkugötu 13 og Hvítspói, brekkugötu 3a.

    AUGLÝSING

    Deiliskipulag í Húnaþingi vestra, febrúar 2013

    Vegna formgalla við birtingu auglýsingar á gildistöku eftirtalinna deiliskipulagsáætlana í Húnaþingi vestra þarf að auglýsa eftirfarandi deiliskipulagsáætlanir að nýju. Skipulagsáætlanirnar hafa áður verið auglýstar og samþykktar í sveitarstjórn og eru þær hér með auglýstar óbreyttar sbr. samþykkt sveitarstjórnar Húnaþings vestra frá 15. febrúar 2013.

    Deiliskipulag fyrir ferðaþjónustu að Ósum á VatnsnesiDeiliskipulagið gerir ráð fyrir allt að 390 m2 verslunar og þjónustuhúsi á einni hæð með tilheyrandi bílastæðum. Deiliskipulagið var auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Litlu-Borgar.Deiliskipulagsbreytingin felst í aðlögun lóðamarka og aðkomu að lóðum, bætt er við þremur lóðum og byggingarskilmálum er breytt. Deiliskipulagsbreytingin var auglýst skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Deiliskipulagsuppdrættir með greinargerðum liggja frammi á skrifstofu Húnaþings vestra frá 6. mars 2013 með athugasemdarfresti til og með 17. apríl 2013. Einnig má nálgast skipulagstillögurnar á heimasíðu Húnaþings vestra, www.hunathing.is Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eru hvattir til að kynna sér tillögurnar. Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu Húnaþings vestra Hvammstangabraut 5 eða á netfangið [email protected] merkt „deiliskipulag í Húnaþingi vestra, febrúar 2013”. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests teljast samþykkja tillögurnar.

    Hvammstangi 28. febrúar 2013Skúli Þórðarson sveitarstjóri.

    AuglýsingAsíminn er 578-1190

  • Fullkomnaðu skurðinn

    Skurðarvél í vinnsluferlinu skilar sér í nákvæmni, áreiðanleika og auknum hraða í skurði þar sem mannshöndin kemur hvergi nærri.

    Nýtingarhlutfall afurða hækkar auk þess sem afkastageta eykst og öryggi sem og hreinlæti eru í fyrirrúmi.

    Hárbeittar skurðarlausnirVið bjóðum úrval skurðarvéla sniðnar að ólíkum þörfum fiskframleiðenda.

    Marel á Íslandi Óskar Óskarsson, sölustjóri, sími: 563 8209, [email protected] Valdimar Sigurðsson, sölustjóri, sími: 563 8015, [email protected] www.marel.is

    Fjárfestu til framtíðar með skurðarvél frá Marel. Lausnin er hjá okkur.