lög lís

12
Landssamtök íslenskra stúdenta // The National Union of Icelandic Students Established 2013. Lög þessi voru samþykkt á landsþingi 2015. Breytt: 2016. LÖG LANDSSAMTAKA ÍSLENSKRA STÚDENTA I. Heiti og hlutverk 1. gr. Heiti Samtökin heita Landssamtök íslenskra stúdenta, skammstafað LÍS. Heiti samtakanna á ensku er National Union of Icelandic Students, en á erlendum vettvangi skal þó einnig notast við íslensku skammstöfunina LÍS. Heimili samtakanna og varnarþing er í Reykjavík. 2. gr. Hlutverk Hlutverk samtakanna er að: i. Standa vörð um hagsmuni háskólanema hérlendis sem og hagsmuni íslenskra háskólanema á alþjóðavettvangi. ii. Skapa samstarfsvettvang fyrir íslensk stúdentafélög. iii. Taka þátt í alþjóðlegu samstarfi háskólanema og vinna að hagsmunum þeirra á alþjóðavísu. iv. Vinna að samræmingu gæðastarfs í íslenskum háskólum. v. Stuðla að jöfnu aðgengi að háskólanámi. Samtökin geta í sameiginlegu umboði allra aðildarfélaga farið með samningsumboð og komið fram fyrir þeirra hönd gagnvart stjórnvöldum, fjölmiðlum og öðrum aðilum. 3. gr. Stefna samtakanna Landssamtök íslenskra stúdenta, hér eftir LÍS, starfa samkvæmt stefnu sem endurskoðuð og mótuð er árlega á landsþingi samtakanna, sbr. 21. gr. 4. gr. Orðskýringar 1. Þingfulltrúi: Fulltrúi aðildarfélags á landsþingi (getur ekki verið fulltrúi í framkvæmdastjórn). 2. Fulltrúi í framkvæmdastjórn: Fulltrúi aðildarfélags í framkvæmdastjórn. Hefur ekki atkvæðisrétt á landsþingi. 3. Virk atkvæði á landsþingi: Undir virk atkvæði falla þau atkvæði er viðstaddir þingfulltrúar hafa og þau atkvæði sem fjarstaddir þingfulltrúar hafa veitt viðstöddum þingfulltrúum umboð fyrir.

Upload: david-erik-mollberg

Post on 05-Aug-2016

224 views

Category:

Documents


3 download

DESCRIPTION

 

TRANSCRIPT

Page 1: Lög lís

Landssamtök íslenskra stúdenta // The National Union of Icelandic Students Established 2013. Lög þessi voru samþykkt á landsþingi 2015. Breytt: 2016.

LÖG

LANDSSAMTAKA ÍSLENSKRA STÚDENTA

I. Heiti og hlutverk

1. gr. Heiti

Samtökin heita Landssamtök íslenskra stúdenta, skammstafað LÍS. Heiti samtakanna

á ensku er National Union of Icelandic Students, en á erlendum vettvangi skal þó

einnig notast við íslensku skammstöfunina LÍS. Heimili samtakanna og varnarþing er

í Reykjavík.

2. gr. Hlutverk

Hlutverk samtakanna er að:

i. Standa vörð um hagsmuni háskólanema hérlendis sem og hagsmuni íslenskra

háskólanema á alþjóðavettvangi.

ii. Skapa samstarfsvettvang fyrir íslensk stúdentafélög.

iii. Taka þátt í alþjóðlegu samstarfi háskólanema og vinna að hagsmunum þeirra á

alþjóðavísu.

iv. Vinna að samræmingu gæðastarfs í íslenskum háskólum.

v. Stuðla að jöfnu aðgengi að háskólanámi.

Samtökin geta í sameiginlegu umboði allra aðildarfélaga farið með samningsumboð

og komið fram fyrir þeirra hönd gagnvart stjórnvöldum, fjölmiðlum og öðrum aðilum.

3. gr. Stefna samtakanna

Landssamtök íslenskra stúdenta, hér eftir LÍS, starfa samkvæmt stefnu sem

endurskoðuð og mótuð er árlega á landsþingi samtakanna, sbr. 21. gr.

4. gr. Orðskýringar

1. Þingfulltrúi: Fulltrúi aðildarfélags á landsþingi (getur ekki verið fulltrúi í

framkvæmdastjórn).

2. Fulltrúi í framkvæmdastjórn: Fulltrúi aðildarfélags í framkvæmdastjórn. Hefur ekki

atkvæðisrétt á landsþingi.

3. Virk atkvæði á landsþingi: Undir virk atkvæði falla þau atkvæði er viðstaddir

þingfulltrúar hafa og þau atkvæði sem fjarstaddir þingfulltrúar hafa veitt viðstöddum

þingfulltrúum umboð fyrir.

Page 2: Lög lís

Landssamtök íslenskra stúdenta // The National Union of Icelandic Students Established 2013. Lög þessi voru samþykkt á landsþingi 2015. Breytt: 2016.

II. Aðild og aðildarfélög 5. gr. Aðildarhæfi

Félög háskólanema sem vinna að hagsmunum stúdenta á Íslandi, auknum gæðum

háskólamenntunar á Íslandi eða hagsmunum íslenskra stúdenta á erlendri grundu geta

átt aðild að samtökunum.

6. gr. Innganga

Umsóknir um aðild að LÍS eru teknar fyrir á landsþingi en eru aðeins teknar gildar

hafi þær borist skriflega til framkvæmdastjórnar minnst 30 dögum fyrir landsþing.

Umsókn um aðild skal undirrituð af stjórn umsóknarfélagsins og henni skal fylgja

afrit af lögum þess. Til að aðildarfélag fái inngöngu verður meirihluti virkra atkvæða

á landsþingi að falla með umsókninni.

Árgjald nýs aðildarfélags skal samþykkt á sama tíma og árgjöld annarra aðildarfélaga

eru endurskoðuð sbr. 32. gr.

Nýtt aðildarfélag skal tilnefna tvo fulltrúa sína í framkvæmdastjórn á því landsþingi

sem umsókn þess er samþykkt sbr. 10. gr. Annar fulltrúinn tekur þá sæti í

framkvæmdastjórn í tvö ár og hinn tekur sæti í eitt ár.

7. gr. Áheyrnaraðild

Stúdentafélag getur sótt um áheyrnaraðild að LÍS til eins árs, en um slíkar umsóknir

gildir 6. gr., eftir því sem við á. Félag með áheyrnaraðild hefur rétt á að sitja og taka

til máls á landsþingi, vinnuþingi og stjórnarfundum samtakanna. Áheyrnarfélag ber

sjálft kostnað við alla þátttöku í starfi LÍS og hefur ekki kosningarétt innan

samtakanna.

Ári eftir að áheyrnaraðild félags hefur verið samþykkt eða framlengd skal hún tekin

fyrir á landsþingi. Þá getur áheyrnarfélagið bundið enda á áheyrnaraðild sína og þar

með sagt sig úr LÍS. Að öðrum kosti getur landsþing framlengt áheyrnaraðild

áheyrnarfélagsins sé þess óskað, bundið enda á áheyrnaraðildina eða samþykkt félagið

sem fullgilt aðildarfélag samtakanna hafi það formlega sótt um slíka aðild sbr. 6. gr.

8. gr. Úrsögn aðildarfélags

Úrsögn aðildarfélags úr LÍS skal aðeins tekin gild berist hún skriflega til

framkvæmdastjórnar LÍS, undirrituð af stjórn aðildarfélagsins. Greidd árgjöld teljast

þá óafturkræf.

Úrsögnin skal tekin til umræðu á landsþingi og fulltrúar aðildarfélagsins sem hyggst

segja sig úr LÍS skulu gera grein fyrir úrsögninni séu þeir á staðnum. Úrsögnin tekur

gildi um leið og landsþingi er slitið.

Page 3: Lög lís

Landssamtök íslenskra stúdenta // The National Union of Icelandic Students Established 2013. Lög þessi voru samþykkt á landsþingi 2015. Breytt: 2016.

9. gr. Brottvikning óvirks aðildarfélags

Eigi aðildarfélag ekki fulltrúa á landsþingi tvö ár í röð skal framkvæmdastjórn leggja

fram á landsþingi vantrauststillögu vegna viðkomandi aðildarfélags. Landsþingi er þá

heimilt að taka aðild viðkomandi aðildarfélags til umfjöllunar og víkja því úr

samtökunum með samþykki meirihluta virkra atkvæða.

Aðildarfélag sem vikið er úr samtökunum missir þegar í stað öll réttindi sín í

samtökunum og fulltrúar þess missa þar með umboð til trúnaðarstarfa fyrir hönd

félagsins innan LÍS. Brottvikning óvirks aðildarfélags hefur þó ekki áhrif á þá fulltrúa

sem kjörnir eða skipaðir eru í stöðu innan LÍS sem einstaklingar og gegna henni ekki í

umboði tiltekins aðildarfélags innan LÍS.

III. Framkvæmdastjórn og formaður LÍS 10. gr. Skipun framkvæmdastjórnar

Framkvæmdastjórn LÍS skal skipuð tveimur fulltrúum frá hverju aðildarfélagi sem

tilnefndir eru á landsþingi ásamt formanni LÍS sem kjörinn er sérstaklega. Hvert

aðildarfélag tilnefnir á landsþingi ár hvert einn fulltrúa sem situr í framkvæmdastjórn í

tvö ár.

Þá skulu aðildarfélög á sama tíma tilnefna varamenn sem gegna varamennsku fulltrúa

í eitt ár.

Þó hefur aðildarfélag ráðrúm milli landsþings og skiptafundar, sbr. 13. gr., til að

tilnefna fulltrúa og varamann sé það ekki mögulegt á þeim tíma er landsþing er

haldið. Fulltrúinn skal þá tilnefndur skriflega og skal tilnefningin berast

framkvæmdastjórn LÍS og öllum aðildarfélögunum.

11. gr. Fundir framkvæmdastjórnar

Framkvæmdastjórn skal funda einu sinni í mánuði og skulu fundirnir opnir stúdentum

nema annað sé sérstaklega tekið fram. Fundir skulu boðaðir með tryggum hætti, í

samræmi við ákvörðun framkvæmdastjórnar í upphafi hvers starfsárs, að minnsta

kosti viku fyrir settan fundardag. Fundargögn skulu berast fulltrúum í síðasta lagi

tveimur sólarhringum fyrir boðaðan fund.

12. gr. Hlutverk og skyldur framkvæmdastjórnar

Framkvæmdastjórn LÍS fer með æðsta vald í málefnum samtakanna á milli

landsþinga, stjórnar daglegri starfsemi samtakanna í samræmi við lög þessi, stefnu og

samþykktir stjórnarfunda og tekur að sér önnur tilfallandi verkefni er lúta að

hagsmunum stúdenta.

Við afgreiðslu mála fer hver fulltrúi í framkvæmdastjórn með eitt atkvæði og ræður

einfaldur meirihluti atkvæða. Ef atkvæði falla að jöfnu ræður atkvæði formanns.

Page 4: Lög lís

Landssamtök íslenskra stúdenta // The National Union of Icelandic Students Established 2013. Lög þessi voru samþykkt á landsþingi 2015. Breytt: 2016.

13. gr. Skiptafundur

Fulltrúar aðildarfélaga sem tilnefndir eru á landsþingi taka formlega sæti í

framkvæmdastjórn á skiptafundi. Á sama fundi tekur nýkjörinn formaður við skyldum

embættisins. Tímasetning skiptafundar skal ákveðin á landsþingi og skal hann haldinn

eigi síðar en tveimur mánuðum eftir að landsþingi er slitið. Fráfarandi fulltrúar skulu

leggja sig fram við að miðla öllum þeim upplýsingum sem kunna að varða starfið til

nýrrar framkvæmdastjórnar.

14. gr. Skyldur og réttindi fulltrúa í framkvæmdastjórn

Fulltrúar aðildarfélaganna í framkvæmdastjórn bera ábyrgð á miðlun upplýsinga til

sinna aðildarfélaga. Við atkvæðagreiðslu á fundum framkvæmdastjórnar hefur hver

fulltrúi í stjórn eitt atkvæði. Framkvæmdastjórn hefur áheyrnar- og tillögurétt á

landsþingi.

15. gr. Hlutverk og skyldur varamanna

Varamaður hefur rétt til setu, málfrelsi og tillögurétt á öllum fundum samtakanna. Í

fjarveru fulltrúa í framkvæmdastjórn hefur varamaður hans sömu réttindi og ber sömu

skyldur og fulltrúinn.

Varamaður er kjörgengur í embætti innan framkvæmdastjórnar LÍS hafi enginn

fulltrúa boðið sig fram til innan tilskilins frests.

Varamaður skal vera viðbúinn því að taka við skyldum fulltrúa síns í fjarveru hans.

16. gr. Hlutverkaskipting framkvæmdastjórnar

Innan framkvæmdastjórnarinnar skal kosið til þeirra embætta sem tilgreind eru í

lögum sbr. 18. gr. Framkvæmdastjórn getur einnig ákveðið að kjósa til fleiri hlutverka

innan stjórnar en ella teljast aðrir fulltrúar í framkvæmdastjórn meðstjórnendur.

17. gr. Formaður LÍS

Formaður LÍS er jafnframt formaður framkvæmdastjórnar LÍS og skal kjörinn á

landsþingi LÍS, sbr. 36. gr. Hlutverk formanns er að:

▪ Boða framkvæmdastjórnarfundi, leggja fram dagskrá og stýra fundum.

▪ Koma fram fyrir hönd félagsins og vera málsvari þess á opinberum vettvangi.

▪ Vera ábyrgur fyrir miðlun upplýsinga til aðildarfélaga um alla starfsemi LÍS.

▪ Gæta jafnt að hagsmunum allra aðildarfélaga og gæta hlutleysis í hvívetna.

Framkvæmdastjórn ákvarðar starfs- og launakjör formanns.

Page 5: Lög lís

Landssamtök íslenskra stúdenta // The National Union of Icelandic Students Established 2013. Lög þessi voru samþykkt á landsþingi 2015. Breytt: 2016.

18. gr. Embætti innan framkvæmdastjórnar

Varaformaður

Varaformaður LÍS er kosinn innan framkvæmdastjórnar LÍS.

Varaformaður skal sinna formennsku í fjarveru formanns.

Varaformaður hefur yfirumsjón með lagabreytingum samtakanna og fer fyrir

lagabreytingarnefnd. Þá hefur varaformaður jafnframt umsjón með sameiginlegum

gögnum samtakanna - að á þeim sé gott skipulag og hægt að finna öll þau gögn er

samtökin varða.

Fjármálastjóri

Fjármálastjóri LÍS skal hafa yfirumsjón með fjármálum samtakanna. Fjármálastjóri

ber ábyrgð á því að greiða þau gjöld er samtökunum ber að greiða og innheimta

kröfur. Fjármálastjóri skal sjá til þess að ársreikningur sé gerður og hafa prókúru fyrir

reikningum LÍS. Fjármálastjóri skal kynna ársreikning á landsþingi og bera hann upp

til samþykktar. Fjármálastjóri er formaður fjármálanefndar.

Ritari

Ritari LÍS skal skrá fundargerðir fyrir hvern framkvæmdastjórnarfund, á vinnudögum

og vinnuþingum stjórnar. Ritari skal halda utan um mætingu stjórnarmanna á fundi,

aðstoða formann við gerð fundardagskrár og þar að auki bera ábyrgð á varðveislu og

vistun gagna samtakanna.

Alþjóðaforseti

Alþjóðaforseti hefur umsjón með alþjóðastarfi LÍS, samskiptum við stúdentasamtök

annarra landa og regnhlífasamtök stúdenta í Evrópu og víðar. Alþjóðaforseti er yfir

alþjóðanefnd og sér um skipulag á þátttöku stúdenta á Íslandi í alþjóðlegum

ráðstefnum. Alþjóðaforseti skal kjörinn á landsþingi og gilda um það sömu reglur og

um kjör formanns sbr. 36. gr. Þá gilda jafnframt sömu reglur um kjörgengi

alþjóðaforseta og formanns, sbr. 35. gr.

Alþjóðaforseti tekur sæti í framkvæmdastjórn á skiptafundi og hefur þar áheyrnar- og

tillögurétt, nýtur málfrelsis en hefur ekki atkvæðisrétt.

Gæðastjóri

Gæðastjóri LÍS ber ábyrgð á því að þekking innan samtakanna á gæðamálum sé sem

mest. Þá er hlutverk gæðastjóra að efla þekkingu og áhuga hins almenna háskólanema

á gæðamálum. Gæðastjóri er tengiliður Gæðaráðs íslenskra háskóla við

framkvæmdastjóra LÍS. Gæðastjóri skal kjörinn á landsþingi og gilda um það sömu

reglur og um kjör formanns sbr. 36. gr. Þá gilda jafnframt sömu reglur um kjörgengi

gæðastjóra og formanns sbr. 35. gr.

Gæðastjóri tekur sæti í framkvæmdastjórn á skiptafundi og hefur þar áheyrnar- og

tillögurétt, nýtur málfrelsis en hefur ekki atkvæðisrétt.

Page 6: Lög lís

Landssamtök íslenskra stúdenta // The National Union of Icelandic Students Established 2013. Lög þessi voru samþykkt á landsþingi 2015. Breytt: 2016.

Fjáröflunarstjóri

Fjáröflunarstjóri ber ábyrgð á fjármögnun samtakanna, er ábyrgur fyrir fjáröflun og

hefur umsjón með því að gera styrktar- og viðskiptasamninga fyrir LÍS í samráði við

fjármalastjóra. Fjáröflunarstjóri situr í fjármálanefnd.

Markaðsstjóri

Markaðsstjóri sér um að koma samtökunum á framfæri og hefur yfir umsjón með

starfi markaðsnefndar. Markaðsstjóri skal leggja áætlun í markaðsmálum fyrir

framkvæmdastjórn í upphafi starfsárs.

Kynningarfulltrúi

Kynningarfulltrúi LÍS situr í markaðsnefnd og hefur umsjón með samfélagsmiðlum

LÍS. Kynningarfulltrúi skal vekja athygli á LÍS í samfélaginu, þá sérstaklega meðal

framhalds- og háskólanema.

Jafnréttisfulltrúi

Jafnréttisfulltrúi LÍS skal gæta þess að jafnrétti ríki innan samtakanna. Hann skal

leitast við að tryggja öllum stúdentum jafnan rétt, jafna stöðu og leggja ríka áherslu á

að allir samfélagsþegnar búi við jafnrétti til náms. Jafnréttisfulltrúi fer fyrir

jafnréttisnefnd.

Viðburðastjóri

Viðburðastjóri sér um alla viðburði sem haldnir eru á vegum LÍS og hefur yfirumsjón

með vinnu viðburðanefndar.

19. gr. Starfs- og launakjör embætta

Framkvæmdastjórn ákvarðar starfs- og launakjör embætta.

20. gr. Framkvæmdastjóri

Framkvæmdastjórn LÍS er heimilt að ráða framkvæmdastjóra til að sinna verkefnum

samtakanna. Sé framkvæmdastjóri ráðinn hefur hann rétt til setu, málfrelsi og

tillögurétt á öllum fundum samtakanna. Undirskrift framkvæmdastjóra bindur

samtökin í daglegum rekstri. Starfs- og launakjör framkvæmdastjóra eru ákveðin af

framkvæmdastjórn.

21. gr. Afsögn fulltrúa eða varamanns í framkvæmdastjórn

Neyðist fulltrúi í framkvæmdastjórn til að segja af sér skal sá hinn sami gera það með

skriflegri tilkynningu til framkvæmdastjórnar og aðildarfélags síns. Afsögnin tekur

gildi um leið og varamaður fulltrúans getur tekið við skyldum hans. Fráfarandi fulltrúi

ber ábyrgð á því að upplýsa varamann sinn um skyldur sínar og hlutverk gagnvart

LÍS.

Neyðist varamaður til að segja af sér skal sá hinn sami gera það með skriflegri

tilkynningu til framkvæmdastjórnar og aðildarfélags síns.

Page 7: Lög lís

Landssamtök íslenskra stúdenta // The National Union of Icelandic Students Established 2013. Lög þessi voru samþykkt á landsþingi 2015. Breytt: 2016.

Framkvæmdastjórn LÍS skal þá óska eftir því við aðildarfélag að það tilnefni nýjan

fulltrúa eða varamann eins fljótt og auðið er.

Hafi fráfarandi fulltrúi eða fráfarandi varamaður gegnt embætti innan

framkvæmdastjórnar skal kosið um það að nýju innan stjórnarinnar.

22. gr. Brottvikning fulltrúa úr framkvæmdastjórn

Mæti fulltrúi ekki á framkvæmdastjórnarfund, í persónu eða fjarfundabúnaði, tvisvar í

röð án þess að boða forföll á fullnægjandi hátt skal sá hinn sami fá aðvörun.

Fulltrúanum skal gefið færi á að bregðast við aðvöruninni og er það mat

framkvæmdastjórnar hverju sinni hvort viðbrögðin teljist fullnægjandi. Teljist

viðbrögð fulltrúa ófullnægjandi getur framkvæmdastjórn tekið ákvörðun um að víkja

fulltrúanum úr framkvæmdastjórn með ⅔ hluta atkvæða. Varamaður hans tekur hans

sæti á meðan skipað er í stöðuna að nýju.

23. gr. Vantraust gagnvart formanni

Fulltrúar í framkvæmdastjórn geta lagt fram vantrauststillögu gagnvart formanni LÍS.

Skal tillagan borin upp á fundi framkvæmdastjórnar, sem boðaður skal af

varaformanni innan tíu daga frá því að fulltrúar óska eftir að leggja fram

vantrauststillögu. Vantrauststillaga telst samþykkt náist helmingur atkvæða

framkvæmdastjórnar og hefur hver fulltrúi eitt atkvæði.

Ef vantraust á formann samtakanna er samþykkt skal staða hans auglýst og boðað til

aukalandsþings, sbr. 41. gr. sem haldið skal eigi síðar en 30 dögum eftir samþykkt

vantrausts. Þar skal kjör á eftirmanni hans fara fram. Séu minna en 30 dagar í boðað

landsþing skal nýr formaður kosinn þar með hefðbundnum hætti. Varaformaður skal

gegna embætti formanns fram að aukalandsþingi eða eftir atvikum landsþingi.

24. gr. Vantraust gagnvart fulltrúa í framkvæmdastjórn

Gerist fulltrúi í framkvæmdastjórn brotlegur við lög eða reglur samtakanna og eftir

atvikum, landslög getur framkvæmdastjórn lýst yfir vantrausti á þann einstakling.

Skal tillaga þess efnis berast formanni og hún tekin upp á næsta

framkvæmdastjórnarfundi. Til þess að samþykkja vantrauststillögu þarf ⅔ atkvæða

framkvæmdastjórnar. Ekki er þörf á því að nafngreina þann sem sendi

vantrauststillöguna.

25. gr. Fastanefndir og aðrar nefndir LÍS

Í umboði framkvæmdastórnar LÍS skulu starfa sjö fastanefndir: Alþjóðanefnd,

fjármálanefnd, gæðanefnd, jafnréttisnefnd, lagabreytingarnefnd, markaðsnefnd og

viðburðanefnd. Miðað skal við að fastanefndir séu skipaðar fulltrúum beggja ára í

framkvæmdastjórn eða með því móti að reynsla fyrri fulltrúa nýtist sem best.

Framkvæmdastjórn er einnig heimilt að setja á fót aðrar undirnefndir.

Page 8: Lög lís

Landssamtök íslenskra stúdenta // The National Union of Icelandic Students Established 2013. Lög þessi voru samþykkt á landsþingi 2015. Breytt: 2016.

IV. kafli Landsþing LÍS 26. gr. Um landsþing

Landsþing hefur æðsta vald í öllum málum LÍS.

Á landsþingi skal taka fyrir og kjósa um öll þau mál er þurfa þykir og aðildarfélögin

og samtökin varða. Mál þau og tillögur sem aðildarfélög óska að tekin verði fyrir á

þinginu skal senda á framkvæmdastjórn eigi síðar en 14 dögum fyrir landsþing og

skal framkvæmdastjórn tryggja að mál þau og tillögur fari fyrir þingið.

27. gr. Boðun landsþings og lögmæti þess

Landsþing skal haldið að vori og skal boðað af framkvæmdastjórn LÍS með minnst

átta vikna fyrirvara. Samhliða boðun landsþings skal einnig auglýst eftir framboðum

til formennsku samtakanna.

Landsþing er lögmætt ef til þess hefur verið boðað í samræmi við lög þessi og ef

meirihluti aðildarfélaga er skráð á þingið og mætir. Þá verða virk atkvæði á þinginu,

sbr. 4. gr, að vera að lágmarki helmingur af heildarfjölda þingfulltrúa skv. lögum

þessum, sbr. 30. gr. Aðildarfélag telst skráð á landsþing staðfesti það mætingu á

landsþing við framkvæmdastjórn LÍS minnst tveimur vikum fyrir upphafsdag

þingsins. Þegar landsþing er sett skal fundarstjóri ganga úr skugga um að

landsþingsfundur sé lögmætur.

28. gr. Þingsköp

Fundarstjóri og ritari landsþings skulu tilnefndir af framkvæmdastjórn og kosnir af

landsþingi. Formaður LÍS stýrir kjöri á fundarstjóra og ritara. Fundarstjóri og ritari

hafa ekki atkvæðarétt á landsþingi og mega ekki vera sitjandi þingsfulltrúar.

Fundarstjóri landsþings er jafnframt kjörstjóri á landsþingi.

29. gr. Réttindi fulltrúa á landsþingi

Fulltrúar aðildarfélaga hafa atkvæðisrétt, rétt til að taka til máls og tillögurétt á

landsþingi.

30. gr. Fjöldi og skipting þingfulltrúa

Þingfulltrúar á landsþingi skiptast sem hér segir:

▪ Nemendafélag Háskólans á Bifröst skal hafa 3 þingfulltrúa.

▪ Stúdentaráð Háskóla Íslands skal hafa 12 þingfulltrúa.

▪ Félag stúdenta við Háskólann á Akureyri skal hafa 5 þingfulltrúa.

▪ Stúdentafélag Háskólans í Reykjavík skal hafa 7 þingfulltrúa.

▪ Nemendafélag Landbúnaðarháskóla Íslands skal hafa 2 þingfulltrúa.

▪ Nemendaráð Listaháskóla Íslands skal hafa 2 þingfulltrúa.

▪ Stúdentafélag Hólaskóla skal hafa 2 þingfulltrúa.

▪ Samband íslenskra námsmanna erlendis skal hafa 2 þingfulltrúa.

▪ Félagi með áheyrnaraðild að LÍS er heimilt að hafa 2 þingfulltrúa.

Page 9: Lög lís

Landssamtök íslenskra stúdenta // The National Union of Icelandic Students Established 2013. Lög þessi voru samþykkt á landsþingi 2015. Breytt: 2016.

Fjöldi þingfulltrúa og skipting skal endurskoðuð á hverju landsþingi.

31. gr. Lögmæti fundar á landsþingi

Fundarritari skal í upphafi landsþings skrásetja fjölda virkra atkvæða á landsþingi. Í

kjölfarið skal fundarstjóri tilkynna viðstöddum skrásettan fjölda. Fundur á landsþingi

telst lögmætur sé meirihluti virkra atkvæða landsþings til staðar þegar fundarstjóri

setur fund, bæði í upphafi dags og eftir að hlé hefur verið gert á fundi.

32. gr. Dagskrá landsþings

Á landsþingi skulu eftirfarandi mál vera tekin fyrir eða lögð fram:

1. Þingsetning og ræða formanns.

2. Kosning fundarstjóra og þingritara.

3. Kosning fulltrúa í kjörstjórn LÍS sé þess þörf sökum forfalla.

4. Tilnefning tveggja trúnaðarmanna.

5. Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár.

6. Reikningar sambandsins bornir upp til samþykktar.

7. Lagabreytingar.

8. Afgreiðsla aðildarumsókna og aðild áheyrnarfélaga.

9. Ákvörðun árgjalda.

10. Mál sem aðildarfélög, fulltrúar þeirra eða framkvæmdastjórn LÍS óska eftir að

taka fyrir.

11. Kjör endurskoðanda.

12. Tilnefning nýrra fulltrúa í framkvæmdastjórn.

13. Kjör formanns, alþjóðaforseta og gæðastjóra LÍS.

14. Stefnumótun sambandsins.

15. Önnur mál.

Tillögur um mál sem taka á fyrir undir 8. lið þurfa að berast til framkvæmdastjórnar

LÍS minnst 14 dögum fyrir boðað landsþing.

Landsþing getur ákveðið að setja á fót nefndir eða vinnuhópa sem fjalla um einstök

mál eða málaflokka sem eru til meðferðar á þinginu.

33. gr. Kjörstjórn LÍS

Framkvæmdastjórn skal skipa þriggja manna kjörstjórn LÍS fyrir 1.febrúar ár hvert

sem starfar í heilt ár. Skal aðildarfélögum gefinn kostur á að tilnefna einn stúdent.

Berist fleiri en þrjár tilnefningar skal valið úr þeim af handahófi.

Skulu framboð til formanns, gæðastjóra og alþjóðaforseta berast kjörstjórn og skal

hún ganga úr skugga um að frambjóðendur séu kjörgengir. Meðlimir í kjörstjórn eru

ekki kjörgengir.

Page 10: Lög lís

Landssamtök íslenskra stúdenta // The National Union of Icelandic Students Established 2013. Lög þessi voru samþykkt á landsþingi 2015. Breytt: 2016.

34. gr. Kosningar á landsþingi

Hver þingfulltrúi hefur eitt atkvæði.

Þingfulltrúar aðildarfélags sem sjá sér ekki fært að mæta á landsþingið hafa heimild til

þess að gefa þingfulltrúa annars aðildarfélags umboð fyrir atkvæði sínu. Þá teljast

atkvæði aðildarfélagsins virk en þrátt fyrir það telst aðildarfélagið ekki hafa mætt á

landsþingið. Til þess að veita þingfulltrúum annars aðildarfélags umboð fyrir atkvæði

sínu verður stjórn aðildarfélagisins að senda undirritað umboð rafrænt á

framkvæmdastjórn LÍS.

Kosið er með handauppréttingu. Þó er hægt að óska eftir leynilegri kosningu og er þá

kosið með atkvæðaseðlum. Þegar kosið er með leynilegri kosningu skal kjörstjórn

hafa umsjón með talningu atkvæða.

35. gr. Framboð til formanns LÍS

Kjörgengi til embættis formanns hafa stúdentar sem eru meðlimir í aðildarfélögum

LÍS eða sitja í framkvæmdastjórn LÍS.

Framboð skal berast á formlegt netfang kjörstjórnar eigi síðar en 14 dögum fyrir

landsþing. Kjörstjórn skal birta framboð til formennsku sem borist hafa innan

sólarhrings eftir að framboðsfrestur hefur runnið út. Hafi ekkert framboð borist þegar

framboðsfrestur er runninn út skal óskað eftir framboðum úr sal í upphafi landsþings.

36. gr. Kosning formanns LÍS

Hvert aðildarfélag hefur eitt atkvæði í kosningu til formanns og skal hún fara fram

með leynilegri kosningu. Einfaldur meirihluti atkvæða ræður úrslitum um kjör

formanns. Séu atkvæði jöfn meðal þeirra frambjóðenda er hlutu flest atkvæði skal

kosið að nýju á milli þeirra. Í seinni umferð hefur hvert aðildarfélag eitt atkvæði. Ef

ekki gengur enn að fá einfaldan meirihluta skal þriðja umferð fara fram þar sem kosið

skal milli þeirra sem jafnir voru í umferðinni á undan og skulu allir þingfulltrúar hafa

atkvæði. Sé niðurstaða enn ekki komin er fjórða úrræði að varpa hlutkesti.

Hver frambjóðandi hefur rétt á að tilnefna einn aðila sem fylgist með störfum

kjörstjórnar við kjör.

37. gr. Fulltrúi aðildarfélags í framkvæmdastjórn kosinn formaður, gæðastjóri eða

alþjóðaforseti

Sé fulltrúi aðildarfélags, sem á ár eftir af skipunartíma sínum í framkvæmdastjórn,

kosinn formaður, gæðastjóri eða alþjóðaforseti LÍS skal það aðildarfélag tilnefna tvo

fulltrúa sína í framkvæmdastjórn á landsþingi sbr. 10. gr. Annar fulltrúinn tekur þá

sæti í tvö ár og hinn tekur sæti í eitt ár.

Page 11: Lög lís

Landssamtök íslenskra stúdenta // The National Union of Icelandic Students Established 2013. Lög þessi voru samþykkt á landsþingi 2015. Breytt: 2016.

38. gr. Lagabreytingar

Lögum sambandsins má aðeins breyta á landsþingi. Lagabreytingartillögur skulu

berast til varaformanns eigi síðar en 14 dögum fyrir landsþing.

Til þess að samþykkja lagabreytingartillögu þarf meirihluta virkra atkvæða. Eftir að

tekin hefur verið afstaða til allra lagabreytingartillagna skulu lögin borin upp til

samþykktar í heild sinni. Ný lög teljast samþykkt með meirihluta virkra atkvæða

landsþings.

39. gr. Dreifing samþykktra lagabreytinga

Samþykktum lagabreytingum skal, ásamt uppfærðri útgáfu af lögum samtakanna, vera

dreift rafrænt til aðildarfélaga áður en landsþingi er slitið.

40. gr. Sérstakar undanþágur

Vilji landsþing gera undantekningu á einstökum ákvæðum í lögum þessum þarf

einróma samþykki allra viðstaddra fulltrúa á landsþingi.

41. gr. Aukalandsþing

Aukalandsþing skal framkvæmdastjórn kalla saman þegar henni þykir þurfa eða

meirihluti aðildarfélaganna krefst þess skriflega. Aukalandsþing hefur sama vald og

landsþing og um það gilda sömu reglur að öðru leyti. Þó telst boðun til

aukalandsþings vera fullnægjandi sé boðað til þess með þriggja vikna fyrirvara.

5. kafli: Vinnuþing

42. gr. Um vinnuþing

Tilgangur vinnuþings er að efla samvinnu og skapa vettvang fyrir umræðu og

samstarf aðildarfélaga á milli landsþinga. Vinnuþing sitja fulltrúar í

framkvæmdastjórn LÍS og/eða varamenn þeirra.

43. gr. Boðun vinnuþings

Vinnuþing skal haldið að hausti og skal boðað með 30 daga fyrirvara.

6. kafli: Ýmis ákvæði 44. gr. Ársreikningur og endurskoðun

Reikningsár samtakanna skal hefjast 1. mars ár hvert og taka enda á síðasta degi

febrúarmánaðar.

Fjármálastjóri skal semja ársreikning fyrir hvert reikningsár sem borinn er undir

landsþing ár hvert til samþykktar.

Page 12: Lög lís

Landssamtök íslenskra stúdenta // The National Union of Icelandic Students Established 2013. Lög þessi voru samþykkt á landsþingi 2015. Breytt: 2016.

45. gr. Fjármögnun samtakanna og fjárhagsáætlun

Framkvæmdastjorn ber abyrgð a fjarmognun samtakanna. Reikningar skulu avallt

vera aðgengilegir ollum felagsmonnum aðildarfelaga LIS. Framkvæmdastjorn skal

leita annarra leiða til fjármögnunar umfram ársgjöld. Allt umframfjarmagn sem kann

að safnast yfir starfsarið skal renna beint til næsta starfsars.

Nýr fjármálastjóri framkvæmdastjórnar vinnur fjárhagsáætlun í samráði við fráfarandi

fjármálastjóra fyrir yfirstandandi reikningsár og leggur fyrir framkvæmdastjórn til

samþykktar á fyrsta framkvæmdastjórnarfundi eftir skiptafund.

46. gr. Árgjald

Með inngöngu í LÍS skuldbinda aðildarfélög sig til þess að greiða árgjald til

samtakanna. Upphæð og greiðslufyrirkomulag árgjalda er ákveðin á landsþingi ár

hvert.

47. gr. Verklagsreglur

Um störf framkvæmdastjórnar gilda verklagsreglur sem samþykktar skulu á

landsþingi á ári hverju. Framkvæmdastjórn og fulltrúum aðildarfélaga er heimilt að

leggja til breytingar á verklagsreglunum, skal þá kosið um breytingarnar á landsþingi.

Þá er framkvæmdastjórn einnig heimilt að bæta við gildandi verklagsreglur á starfsári

sínu. Viðbæturnar taka gildi um leið gangi þær ekki í berhöggi við gildandi

verklagsreglur.

48. gr. Slit félagsins

Komi fram tillaga um að samtökunum skuli slitið skal um slíka tillögu fara með sama

hætti og tillögur til lagabreytinga samkvæmt lögum þessum sbr. 25. gr. Við slit

samtakanna ganga eignir samtakanna til aðildarfélaga í hlutfalli við heildargreiðslur

hvers félags til LÍS frá inngöngu þess. Komi til slita félagsins rennur ábyrgð á

alþjóðastarfi fyrir hönd íslenskra stúdenta til Stúdentaráðs Háskóla Íslands.

49. gr. Gildistaka

Lög þessi öðlast þegar gildi.

Lög þessi voru samþykkt á landsþingi LÍS 2015.

Dagsetning: 27.03.2015.

Breytingar voru gerðar á lögunum á landsþingi LÍS 2016, 19.03.2016. Breytingarnar

tóku þá þegar gildi utan ákvæða varðandi kjör á gæðastjóra og alþjóðastjóra sbr. 18.

gr. sem taka gildi 31. desember 2016.