loegogdaudiha hugogfel is2011 · 2016-03-15 · um#lÖg#og#dauÐa...

19
UM LÖG OG DAUÐA Guðmundur Heiðar Frímannsson Háskólanum á Akureyri Hugvísindaþingi við HÍ 12.3. 2016

Upload: others

Post on 13-Jun-2020

1 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: LoegogdaudiHA HugogFel IS2011 · 2016-03-15 · UM#LÖG#OG#DAUÐA Guðmundur#Heiðar#Frímannsson#Háskólanum#á#Akureyri Hugvísindaþingi#við#HÍ#12.3.2016

UM LÖG OG DAUÐA

Guðmundur Heiðar Frímannsson Háskólanum á AkureyriHugvísindaþingi við HÍ 12.3. 2016

Page 2: LoegogdaudiHA HugogFel IS2011 · 2016-03-15 · UM#LÖG#OG#DAUÐA Guðmundur#Heiðar#Frímannsson#Háskólanum#á#Akureyri Hugvísindaþingi#við#HÍ#12.3.2016

UM HVAÐ ÆTLA ÉG AÐ TALA?

• Lög um aðstoð við sjálfsvíg og lög um líknardráp– 1. Íslensk lög. 2. Lög í Benelux löndunum um þessi efni. 3. Úrskurðir Mannréttindadómstóls Evrópu um líknardráp og aðstoð við sjálfsvíg. 4. Úrskurður Hæstaréttar Kanada um aðstoð við sjálfsvíg. 5. Einhvers konar niðurstaða.

– Hér einungis rætt um beint líknardráp að vilja þess sem deyr og aðstoð við sjálfsvíg að vilja þess sem deyr.

2

Page 3: LoegogdaudiHA HugogFel IS2011 · 2016-03-15 · UM#LÖG#OG#DAUÐA Guðmundur#Heiðar#Frímannsson#Háskólanum#á#Akureyri Hugvísindaþingi#við#HÍ#12.3.2016

LÖG OG SIÐFERÐI

• Almennt gildir að lög eigi að heimila það sem er siðferðilega æskilegt og banni það sem er siðlaust.

• En það getur verið skynsamlegt að heimila sumt sem maður telur siðlaust.

• Það getur verið skynsamlegt að banna það sem er siðlegt.

3

Page 4: LoegogdaudiHA HugogFel IS2011 · 2016-03-15 · UM#LÖG#OG#DAUÐA Guðmundur#Heiðar#Frímannsson#Háskólanum#á#Akureyri Hugvísindaþingi#við#HÍ#12.3.2016

SIÐFERÐILEG UMRÆÐA

• Fjórar aðferðir við lífslok sem vekja siðferðilegar spurningar: – að halda áfram/hætta lífsnauðsynlegri meðferð– að gefa ópíumlyf til að halda niðri verkjum– líknarsvefn– líknardráp, aðstoð við sjálfsvíg

• Þrjár þær fyrstu eru heimilaðar en ekki sú síðasta.

4

Page 5: LoegogdaudiHA HugogFel IS2011 · 2016-03-15 · UM#LÖG#OG#DAUÐA Guðmundur#Heiðar#Frímannsson#Háskólanum#á#Akureyri Hugvísindaþingi#við#HÍ#12.3.2016

LAGALEG UMGJÖRÐ SEM HEIMILAR DAUÐDAGA MEÐ AÐSTOÐ

• Holland, Belgía, Lúxemborg og Sviss heimila aðstoð við að deyja. Sömuleiðis Oregon, Washington, Montana í USA og Kolumbía í Suður-­Ameríku.

• Öll aðstoð við dauðdaga var bönnuð í Hollandi. Árið 1973 gaf læknirinn Postma móður sinni banvænt lyf, lét yfirvöld vita, var dregin fyrir dóm en varði gerð sína á þeirri forsendu að hún hefði orðið að velja á milli skyldu sinnar að varðveita líf móður sinnar og skyldunnar að lina þjáningar hennar.

5

Page 6: LoegogdaudiHA HugogFel IS2011 · 2016-03-15 · UM#LÖG#OG#DAUÐA Guðmundur#Heiðar#Frímannsson#Háskólanum#á#Akureyri Hugvísindaþingi#við#HÍ#12.3.2016

HOLLAND, BELGÍA OG LUXEMBORG

• Postma var dæmd í einnar viku skilorðsbundið fangelsi.• Þróun í þessum flokki mála var fyrir tilstilli hollenska læknafélagsins, tillagna opinberra nefnda og dómsniðurstaðna. Lög sem heimila dauðdaga með aðstoð voru samþykkt í Hollandi 2002. Þau heimila einungis dauðdaga að vilja þess sem deyr.

• Belgía samþykkti sams konar lög árið 2002. Mjög lítil umræða hafði verið í Belgíu um þessi mál. Ekkert læknafélag hafði lýst sig samþykkt þessu fyrirkomulagi.

6

Page 7: LoegogdaudiHA HugogFel IS2011 · 2016-03-15 · UM#LÖG#OG#DAUÐA Guðmundur#Heiðar#Frímannsson#Háskólanum#á#Akureyri Hugvísindaþingi#við#HÍ#12.3.2016

HOLLAND, BELGÍA OG LUXEMBORG

• Lögin í Belgíu heimiluðu ekki aðstoð við sjálfsvíg. En 2004 voru þau skýrð þannig að þau næðu til hennar.

• Luxemborg samþykkti sams konar lög árið 2009.

7

Page 8: LoegogdaudiHA HugogFel IS2011 · 2016-03-15 · UM#LÖG#OG#DAUÐA Guðmundur#Heiðar#Frímannsson#Háskólanum#á#Akureyri Hugvísindaþingi#við#HÍ#12.3.2016

ÍSLENSK LÖG: ALMENN HEGNINGARLÖG NR. 19/1940

• 211. gr. Hver, sem sviptir annan mann lífi, skal sæta fangelsi, ekki skemur en 5 ár, eða ævilangt.213. gr. Hver, sem sviptir annan mann lífi fyrir brýna beiðni hans, skal sæta fangelsi allt að 3 árum …1)

1)L. 82/1998, 106. gr.214. gr. Ef maður stuðlar að því, að annar maður ræður sér sjálfur bana, þá skal hann sæta [fangelsi allt að 1 ári]1) eða sektum. Sé það gert í eigingjörnum tilgangi, skal refsa með fangelsi allt að 3 árum.1)L. 82/1998, 107. gr.

8

Page 9: LoegogdaudiHA HugogFel IS2011 · 2016-03-15 · UM#LÖG#OG#DAUÐA Guðmundur#Heiðar#Frímannsson#Háskólanum#á#Akureyri Hugvísindaþingi#við#HÍ#12.3.2016

ÍSLENSK LÖG: LÖG UM RÉTTINDI SJÚKLINGA NR. 74, 1997

• 8. gr. Nú hafnar sjúklingur meðferð og skal læknir þá upplýsa hann um hugsanlegar afleiðingar þeirrar ákvörðunar.Sjúklingur getur stöðvað meðferð hvenær sem er, nema á annan hátt sé mælt í öðrum lögum. Hafni sjúklingur meðferð skal læknir hans eða sá heilbrigðisstarfsmaður sem stjórnar meðferðinni upplýsa sjúkling um hugsanlegar afleiðingar þeirrar ákvörðunar. Um höfnun á meðferð sjúkra barna gilda ákvæði 26. gr.Í sjúkraskrá skal skrá ákvörðun sjúklings um að hafna meðferð eða stöðva og staðfest að hann hafi fengið upplýsingar um hugsanlegar afleiðingar ákvörðunarinnar.

9

Page 10: LoegogdaudiHA HugogFel IS2011 · 2016-03-15 · UM#LÖG#OG#DAUÐA Guðmundur#Heiðar#Frímannsson#Háskólanum#á#Akureyri Hugvísindaþingi#við#HÍ#12.3.2016

ÍSLENSK LÖG: LÖG UM RÉTTINDI SJÚKLINGA NR. 74, 1997

• Meðferð dauðvona sjúklings.24. gr. Dauðvona sjúklingur á rétt á að deyja með reisn. Gefi dauðvona sjúklingur ótvírætt til kynna að hann óski ekki eftir meðferð sem lengir líf hans eða tilraunum til endurlífgunar skal læknir virða þá ákvörðun.Sé dauðvona sjúklingur of veikur andlega eða líkamlega til þess að geta tekið þátt í ákvörðun um meðferð skal læknir leitast við að hafa samráð við vandamenn sjúklings og samstarfsfólk sitt áður en hann ákveður framhald eða lok meðferðar.

10

Page 11: LoegogdaudiHA HugogFel IS2011 · 2016-03-15 · UM#LÖG#OG#DAUÐA Guðmundur#Heiðar#Frímannsson#Háskólanum#á#Akureyri Hugvísindaþingi#við#HÍ#12.3.2016

LÖG UM MANNRÉTTINDASÁTTMÁLA EVRÓPU1994 NR. 62 19. MAÍ

• 2. gr. [Réttur til lífs.]1)1. Réttur hvers manns til lífs skal verndaður með lögum. Engan mann skal af ásettu ráði svipta lífi, nema sök sé sönnuð og fullnægja skuli refsidómi á hendur honum fyrir glæp sem dauðarefsingu varðar að lögum.2. Þótt mannsbani hljótist af valdbeitingu skal það ekki talið brjóta í bága við þessa grein ef valdbeitingin er ekki meiri en ýtrasta nauðsyn krefur:a. til að verja menn gegn ólögmætu ofbeldi;;b. til að framkvæma lögmæta handtöku eða til að koma

í veg fyrir flótta manns sem er í lögmætri gæslu;;c. vegna löglegra aðgerða sem miða að því að bæla

niður uppþot eða uppreisn.

11

Page 12: LoegogdaudiHA HugogFel IS2011 · 2016-03-15 · UM#LÖG#OG#DAUÐA Guðmundur#Heiðar#Frímannsson#Háskólanum#á#Akureyri Hugvísindaþingi#við#HÍ#12.3.2016

LÖG UM MANNRÉTTINDASÁTTMÁLA EVRÓPU1994 NR. 62 19. MAÍ

• 8. gr. [Friðhelgi einkalífs og fjölskyldu.]1)1. Sérhver maður á rétt til friðhelgi einkalífs síns, fjölskyldu, heimilis og bréfaskipta.2. Opinber stjórnvöld skulu eigi ganga á rétt þennan nema samkvæmt því sem lög mæla fyrir um og nauðsyn ber til í lýðræðislegu þjóðfélagi vegna þjóðaröryggis, almannaheilla eða efnalegrar farsældar þjóðarinnar, til þess að firra glundroða eða glæpum, til verndar heilsu manna eða siðgæði eða réttindum og frelsi annarra.1)Samningsviðauki nr. 11, 2. gr.

12

Page 13: LoegogdaudiHA HugogFel IS2011 · 2016-03-15 · UM#LÖG#OG#DAUÐA Guðmundur#Heiðar#Frímannsson#Háskólanum#á#Akureyri Hugvísindaþingi#við#HÍ#12.3.2016

MANNRÉTTINDADÓMSTÓLL EVRÓPU

• Fjögur mál: Pretty gegn Stóra-­Bretlandi 2002;; Haas gegn Sviss 2011;; Koch gegn Þýskalandi 2012;; Gross gegn Sviss 2013.

• Upphaflega sama túlkun og felst í íslenskum lögum.• 2002: enginn réttur til að deyja skv. 2. gr. 8. gr. ekki brotin.

• 2011: ekkert brot á 8. gr.

13

Page 14: LoegogdaudiHA HugogFel IS2011 · 2016-03-15 · UM#LÖG#OG#DAUÐA Guðmundur#Heiðar#Frímannsson#Háskólanum#á#Akureyri Hugvísindaþingi#við#HÍ#12.3.2016

MANNRÉTTINDADÓMSTÓLL EVRÓPU

• 2012: var neitað um lyf til að stytta líf sitt;; hjónin fóru til Sviss og fengu aðstoð til að eiginkonan gæti svipt sig lífi;; eiginmaðurinn hélt málinu áfram. Niðurstaða: brot á 8. gr. vegna þess að þýskir dómstólar neituðu að taka málið efnislega fyrir. Engin afstaða tekin til efnislegra krafna.

• 2013: heilbrigð kona á níræðisaldri óskaði eftir banvænu lyfi en var neitað á þeirri forsendu að hún væri heilbrigð. Brot á 8. gr. af því að svissnesk lög væru óljós. Vísað frá.

14

Page 15: LoegogdaudiHA HugogFel IS2011 · 2016-03-15 · UM#LÖG#OG#DAUÐA Guðmundur#Heiðar#Frímannsson#Háskólanum#á#Akureyri Hugvísindaþingi#við#HÍ#12.3.2016

HÆSTIRÉTTUR KANADA

• Frá 6.2. 2015. Kærandi var haldinn taughrörnunarsjúkdómi sem myndi leiða hana til dauða. Hún óskaði eftir því að fá aðstoð við eigin dauðdaga en kanadísk lög banna það. Fyrir dómi krafðist hún þess að bannið yrði fellt úr gildi.

• Dómurinn hafði árið 1993 komist að þeirri niðurstöðu að blátt bann við aðstoð við sjálfsvíg væri í gildi. En dómurinn telur að aðstæður séu nú aðrar.

15

Page 16: LoegogdaudiHA HugogFel IS2011 · 2016-03-15 · UM#LÖG#OG#DAUÐA Guðmundur#Heiðar#Frímannsson#Háskólanum#á#Akureyri Hugvísindaþingi#við#HÍ#12.3.2016

HÆSTIRÉTTUR KANADA

• Niðurstaða: heimilað er að einstaklingur sem skýrt samþykkir að enda líf sitt og haldinn er illbærilegum og ólæknandi sjúkdómi. Gildandi lög um þetta eru ógild.

• Rétturinn taldi að reynsla væri komin á heimild fyrir þessu í fjórum löndum Evrópu og þremur fylkjum USA sem sýndi fram á að berskjaldaðir hópar liðu ekki fyrir hana.

16

Page 17: LoegogdaudiHA HugogFel IS2011 · 2016-03-15 · UM#LÖG#OG#DAUÐA Guðmundur#Heiðar#Frímannsson#Háskólanum#á#Akureyri Hugvísindaþingi#við#HÍ#12.3.2016

SIÐFERÐILEG UMRÆÐA

• Þróunin virðist vera í átt til þess að heimila aðstoð við sjálfsvíg en einungis fyrir þá sem haldnir eru banvænum sjúkdómi. Það á við í Benelux löndunum þremur. Engin krafa er um alvarlegan sjúkdóm í Sviss.

• Aðstoðin einungis við íbúa í Benelux löndunum, við alla í Sviss.

• Aðstoðin er einungis veitt af læknum í Beneluxlöndunum. Í Sviss eru það hjálparsamtök sem aðstoða, ekki læknar.

• Í Benelux löndunum er líknardráp heimilað en ekki í Sviss. 17

Page 18: LoegogdaudiHA HugogFel IS2011 · 2016-03-15 · UM#LÖG#OG#DAUÐA Guðmundur#Heiðar#Frímannsson#Háskólanum#á#Akureyri Hugvísindaþingi#við#HÍ#12.3.2016

EINHVERS KONAR NIÐURSTAÐA

• Þróun laga í átt að því að heimila dauðdaga með aðstoð virðist eiga sér stað.

• Það eru augljós dæmi sem benda til þess að siðferðilega kunni að vera réttlætanlegt að aðstoða við dauðdaga.

• Af þessu er ekki hægt að draga einhlítar ályktanir um lög á Íslandi.

• Þróunin verður innan embættismannakerfisins, Holland, eða í atkvæðagreiðslum almennings , Oregon og Washington. Eða dómstóll lýsir lög ógild, Kanada.

• Minni líkur á að löggjafi hafi frumkvæði að löggjöf um aðstoð við dauðdaga. 18

Page 19: LoegogdaudiHA HugogFel IS2011 · 2016-03-15 · UM#LÖG#OG#DAUÐA Guðmundur#Heiðar#Frímannsson#Háskólanum#á#Akureyri Hugvísindaþingi#við#HÍ#12.3.2016

19