lokaverkefni til bs prófs í viðskiptafræði „iittala

44
Lokaverkefni til BS-prófs í viðskiptafræði „Iittala límmiði, af eða á?“ Sterk vörumerki: Viðhorf og kaupáform neytenda. Harpa Rut Hafliðadóttir Leiðbeinandi Auður Hermannsdóttir, aðjúnkt Júní 2016

Upload: others

Post on 06-Jun-2022

1 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Lokaverkefni til BS prófs í viðskiptafræði „Iittala

Lokaverkefni til BS-prófs

í viðskiptafræði

„Iittala límmiði, af eða á?“

Sterk vörumerki: Viðhorf og kaupáform neytenda.

Harpa Rut Hafliðadóttir

Leiðbeinandi Auður Hermannsdóttir, aðjúnkt Júní 2016

Page 2: Lokaverkefni til BS prófs í viðskiptafræði „Iittala

„Iittala límmiði, af eða á?“

Sterk vörumerki: Viðhorf og kaupáform neytenda.

Harpa Rut Hafliðadóttir

Lokaverkefni til BS-prófs í viðskiptafræði

Leiðbeinandi: Auður Hermannsdóttir, aðjúnkt

Viðskiptafræðideild

Félagsvísindasvið Háskóla Íslands

Júní 2016

Page 3: Lokaverkefni til BS prófs í viðskiptafræði „Iittala

3

„Iittala límmiði, af eða á?“

Ritgerð þessi er 12 eininga lokaverkefni til BS-prófs við

Viðskiptafræðideild, Félagsvísindasviði Háskóla Íslands.

© 2016 Harpa Rut Hafliðadóttir

Ritgerðina má ekki afrita nema með leyfi höfundar.

Prentun: Háskólaprent

Reykjavík, 2016

Page 4: Lokaverkefni til BS prófs í viðskiptafræði „Iittala

4

Formáli

Ritgerð þessi er tólf eininga (ECTS) lokaverkefni mitt til BS prófs í viðskiptafræði með

áherslu á fjármál við Háskóla Íslands. Leiðbeinanda mínum Auði Hermannsdóttur,

aðjúnkt við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands vil ég færa mínar bestu þakkir fyrir gott

samstarf og leiðsögn. Ég þakka öllum þeim sem tóku þátt í könnuninni sem lögð var

fyrir, þar sem svör þeirra voru undirstaða rannsóknarinnar. Auk þess færi ég fjölskyldu

minni þakkir fyrir góðan stuðning í gegnum námið. Að lokum þakka ég Ragnari Hjörvari,

kærasta mínum fyrir þolinmæði, hvatningu og styrk.

Page 5: Lokaverkefni til BS prófs í viðskiptafræði „Iittala

5

Útdráttur

Vörumerki koma við sögu allra vesturlandabúa margsinnis á degi hverjum. Þessi

rannsókn fjallar um viðhorf og kauphegðun einstaklinga á sterkum vörumerkjum, með

áherslu á Iittala. Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvort að viðhorf einstaklinga til

vöru og kaupáform þeirra séu ólík beri varan þess merki að tilheyra sterka vörumerkinu

Iittala. Einnig var kannað hvort að verðmat fólks á vöru með og svo án Iittala merkis væri

ólíkt.

Framkvæmd var megindleg rannsókn til þess að komast að markmiðinu þar sem

rannsakandi lagði fyrir spurningalista með hálftilraunarsniði (e. quasi-experiment).

Helstu niðurstöður leiddu í ljós að fólki finnast vörur frá sterku vörumerki ekki

endilega fallegri en vörur frá óþekktu vörumerki en meti þær hinsvegar gæðameiri en

þær óþekktu. Þátttakendur voru líklegri til þess að kaupa ómerkta vöru en þá sem merkt

var Iittala fyrir eigið heimili sem er þvert á fjölmargar kenningar sem settar hafa verið

fram um sterk vörumerki. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu einnig að fólk er tilbúið

að borga hærra verð fyrir þekkt vörumerki.

Page 6: Lokaverkefni til BS prófs í viðskiptafræði „Iittala

6

Efnisyfirlit

Formáli ....................................................................................................................... 4

Útdráttur .................................................................................................................... 5

Myndaskrá ................................................................................................................. 8

Töfluskrá .................................................................................................................... 8

1 Inngangur ............................................................................................................. 9

2 Vörumerki .......................................................................................................... 11

2.1 Uppbygging vörumerkja ............................................................................. 12

2.2 Líkan Kellers um viðskiptavinamiðað vörumerkjavirði .............................. 13

2.2.1 Auðkenni ............................................................................................. 14

2.2.2 Merking ............................................................................................... 15

2.2.3 Viðbrögð .............................................................................................. 16

2.2.4 Samband ............................................................................................. 17

3 Mörkun .............................................................................................................. 18

3.1 Hagur mörkunar ......................................................................................... 18

3.2 Retro-mörkun ............................................................................................. 20

4 Viðhorf ............................................................................................................... 22

5 Kaupáform ......................................................................................................... 25

5.1 Samfélagsleg áhrif á kaupáform neytenda ................................................ 28

6 Rannsóknaraðferð ............................................................................................. 29

6.1 Þátttakendur .............................................................................................. 29

6.2 Mælitæki .................................................................................................... 30

6.3 Framkvæmd................................................................................................ 31

7 Niðurstöður........................................................................................................ 33

7.1 Viðhorf ........................................................................................................ 33

7.2 Kaupáform .................................................................................................. 34

7.3 Verðmat ...................................................................................................... 35

Page 7: Lokaverkefni til BS prófs í viðskiptafræði „Iittala

7

8 Umræða ............................................................................................................. 36

9 Takmarkanir og frekari rannsóknir .................................................................... 38

Heimildaskrá ............................................................................................................ 39

Viðauki 1 – Spurningalisti ........................................................................................ 43

Page 8: Lokaverkefni til BS prófs í viðskiptafræði „Iittala

8

Myndaskrá

Mynd 1: Uppbygging vörumerkja ..................................................................................... 12

Mynd 2: CBBE-líkan um viðskiptavinamiðað vörumerkjavirði ......................................... 14

Mynd 3: Ávinningur mörkunar ......................................................................................... 19

Mynd 4: Samanburður á nýjum og upprunalegum Festivo. ............................................. 21

Mynd 5: Viðhorf ................................................................................................................ 23

Mynd 6: Aldur þátttakenda .............................................................................................. 30

Mynd 7: Kyn þátttakenda ................................................................................................. 30

Mynd 8: Blómavasi með og án Iittala miða ...................................................................... 31

Töfluskrá

Tafla 1: Viðhorf ................................................................................................................. 33

Tafla 2: Kaupáform ........................................................................................................... 34

Tafla 3: Kaup fyrir eigið heimili ......................................................................................... 34

Tafla 4: Verðmat þátttakenda .......................................................................................... 35

Page 9: Lokaverkefni til BS prófs í viðskiptafræði „Iittala

9

1 Inngangur

„Iittala límmiði, af eða á?“ Hljómar fyrirsögn greinar sem birtist á Trendnet, bloggsíðu

sem fjallar meðal annars um tísku og hönnun. Við greinina hafa verið rituð 40 ummæli

þar sem fólk skiptist á skoðunum sínum varðandi hvort það taki límmiðann af sínum

Iittala vörum eða ekki (Svana L. Kristjánsdóttir, 2013). Samkvæmt Kirsi Lauttia

starfsmanni Iittala er þetta í raun smekksatriði og hvorki rétt né rangt að halda

límmiðanum á (Kirsi Lauttia, e.d.). Víst er að vörumerkið er gríðarlega vinsælt og má

finna á fjölmörgum íslenskum heimilum.

Vörumerki eru ein verðmætasta eign fyrirtækja (Keller, 2006). Þau má sjá nánast

hvert sem litið er og koma þau við sögu margsinnis á dag í lífi hvers vesturlandabúa.

Vörumerki gera okkur kleift að skilgreina hver við erum og hvernig lífsstíl við lifum,

meðal annars með þeim vörum sem við skreytum heimili okkar með (Solomon, 2011).

Iittala er hönnunarfyrirtæki og glerverksmiðja sem stofnuð var í bænum Iittala í

Finnlandi árið 1881 og sérhæfir sig í borðbúnaði og skreytingum heimilisins. Megin

stefna vörumerkisins hefur frá upphafi verið að bjóða upp á hönnun sem endist vel bæði

þegar horft er til gæða og í fagurfræðilegum skilningi. Stefna Iittala er því að vörur

fyrirtækisins endist eigendum þeirra út ævina. Á fyrri hluta 20. aldar varð vörumerkið

gríðarlega vinsælt þar sem hönnuðir á borð við Alvar Aalto, Aino Aalto og Kaj Franck sáu

um hönnun á vörum þess (Iittala, e.d.a). Aalto vasinn sem hjónin Alvar og Aino Aalto

hönnuðu í samvinnu við Iittala árið 1936 var sýndur á heimssýningunni í París árið 1937.

Aalto vasinn jók enn á vinsældir Iittala en svo gerðist það um árið 1960 að vinsældirnar

fóru að dvína. Sala á vasanum gekk ekki nægilega vel svo framleiðsla á honum minnkaði

mikið, stefndi jafnframt í að hætta þyrfti framleiðslu alveg. Þegar Alvar Aalto lést árið

1976 varð vasinn hinsvegar gríðarlega vinsæll á ný og er enn þann dag í dag ein frægasta

hönnun Iittala. Vasinn er enn búinn til á sama hátt og frá upphafi, en hver vasi er

handblásinn af sjö handverksmönnum eftir kúnstarinnar reglum (Iittala, 2013).

Markmið rannsóknarinnar er að skoða sterk vörumerki á markaði, með áherslu á

Iittala. Skoðað er hvað aðgreinir sterk vörumerki frá öðrum og gerir þau arðbærari en

önnur óþekkt vörumerki. Rannsóknin felur í sér að kanna hvort að viðhorf þátttakenda

Page 10: Lokaverkefni til BS prófs í viðskiptafræði „Iittala

10

til vöru og kaupáform þeirra á vörunni séu ólík beri varan þess merki að tilheyra sterka

vörumerkinu Iittala. Einnig er athugað hvaða verð þátttakendur rannsóknarinnar eru

tilbúnir að greiða fyrir vöruna og er þá verið að kanna hvort fólk sé viljugra til að borga

hærra verð fyrir þekkt vörumerki heldur en óþekkt. Settar voru fram þrjár eftirfarandi

rannsóknarspurningar sem leitað var svara við:

Hafa einstaklingar jákvæðara viðhorf til sterkra vörumerkja en óþekktra vörumerkja?

Eru neytendur líklegri til þess að kaupa vöru frá sterku vörumerki en óþekktu?

Eru neytendur tilbúnir til þess að borga hærra verð fyrir vöru frá sterku vörumerki heldur en óþekktu vörumerki?

Ástæða gríðarlegra vinsælda vörumerkisins Iittala og vinsælda annarra farsældra

vörumerkja yfir höfuð kveiktu áhuga rannsakanda á efninu. Rannsakandi telur að

niðurstöður rannsóknarinnar munu vekja áhuga hjá stjórnendum í fyrirtækjum við

markaðssetningu og einnig við verðlagningu á sterkum vörumerkjum. Niðurstöðurnar

eru einnig gagnlegar neytendum til þess að gera sér skýrari grein fyrir hvaða áhrif

vörumerki geta haft á viðhorf þeirra og verðmat.

Í fræðilegum kafla þessarar ritgerðar verður meðal annars fjallað um sterk vörumerki,

vörumerkjavirði, mörkun, þar á meðal retro-mörkun og ábata sterkra vörumerkja fyrir

þá aðila sem eiga í hlut. Einnig verður fjallað um viðhorf, kaupáform sem og hegðun

neytenda í tengslum við viðfangsefni rannsóknarinnar. Í rannsóknarhluta ritgerðarinnar

verður greint frá þeirri rannsókn sem framkvæmd var til þess að leita svara við

rannsóknarspurningum sem settar voru fram. Þar verður greint frá þátttakendum

rannsóknarinnar, mælitæki, framkvæmd og úrvinnslu gagna. Því næst verða niðurstöður

rannsóknar kynntar og í framhaldi umræður út frá niðurstöðunum. Að lokum verður

fjallað um takmarkanir rannsóknarinnar og tillögur að frekari rannsóknum.

Page 11: Lokaverkefni til BS prófs í viðskiptafræði „Iittala

11

2 Vörumerki

Vörumerki (e. brand) eru nafn, heiti, kennimerki (e. logo), hönnun á vöru, þjónustu

og/eða umbúðum eða samsetning þessara atriða sem hönnuð eru á þann hátt að

einkenna þá tilteknu vöru eða þjónustu sem seld er og aðgreina hana frá

samkeppnisaðilum (Jobber og Fahy, 2012; Keller, 2002). Vörumerki veita neytendum

kost á að kynnast og á þann hátt þekkja og tengjast þjónustu, vöru eða jafnvel

vöruflokkum (Ghodeswar, 2008). Vörumerki eru loforð um að varan muni uppfylla

væntingar neytenda, bæði á þann hátt að vara virki sem skyldi og einnig væntingar

tengdum félagslegum og tilfinningalegum högum einstaklinga (Johansson og Carlsson,

2015). Væntingar til vöru fela í sér mat og jafnvel óskhyggju um það sem neytandi býst

við að kaup á vörunni muni skila til sín (Patterson, 1993). Þær verða til meðal annars út

frá fyrri reynslu og þekkingu neytenda á tilteknu vörumerki, markaðssetningu svo sem

auglýsingum og samskiptum við aðra í gegnum umtal (Flynn, Goldsmith og Eastman,

1996; Patterson, 1993).

Vörumerkjavirði er mælikvarði sem gjarnan er notaður til að greina styrkleika

vörumerkis á markaði. Hátt vörumerkjavirði skilar meðal annars aukinni sölu og hagnaði

til þeirra fyrirtækja sem vörumerkið tilheyrir (Jobber og Fahy, 2012; Wood, 2000). Traust

myndast hjá neytendum til þeirra vörumerkja sem efna loforð sín og er ávinningur

þeirra meðal annars sá að áhætta þeirra vegna kaupanna minnkar (Johansson og

Carlsson, 2015) en nánar verður fjallað um hag neytenda jafnt sem annarra sem koma

að sterkum vörumerkjum í þriðja kafla ritgerðarinnar. Samkvæmt Jobber og Fahy (2012)

er grundvallar munur á vöru og vörumerki. Vara getur verið hvað það sem uppfyllir

þarfir neytenda með því að veita þeim einhvern hag eða virði. Vörumerki hinsvegar

gegna því mikilvæga starfi að greina á milli hvað það tiltekna vörumerki hefur að bjóða

fram yfir samkeppnisaðila og hvers vegna sá hagur sem það veitir sé betri fyrir

neytendur á einhvern hátt (Jobber og Fahy, 2012). Vörur hafa þann hag að þær hafa

notagildi fyrir neytanda, vörumerki veita eitthvað umfram þetta notagildi sem eykur

heildarvirði vörunnar fyrir neytanda (Orth, McDaniel, Shellhammer og Lopetcharat,

2004)

Page 12: Lokaverkefni til BS prófs í viðskiptafræði „Iittala

12

2.1 Uppbygging vörumerkja

Vörumerki verða til úr þremur megin hlutum sem gera það að heild. Þeir eru einkenni,

ímynd og persónuleiki (sjá mynd 1). Einkenni vörumerkis eru í grunninn: Nafn,

kennimerki, litir, vara og þjónusta. Einkennin svara spurningunni: Hver er vörumerkið?

Þau skapa væntingar fyrir neytendur og öðlast vörumerkið traust ef varan og/eða

þjónustan mætir þessum væntingum (Johansson og Carlsson, 2015). Til útskýringar má

nefna dæmi um að stjórnendur banka vilja líklega senda þau skilaboð til neytenda að

bankanum sé hægt að treysta og þar sé í boði fagleg þjónusta, þeirra vörumerki er þá

hannað því til stuðnings hvað varðar meðal annars nafn og liti. Nafn vörumerkis getur

verið hvaða orð, tákn eða númer sem er og aðgreinir vörumerkið frá samkeppnisaðilum.

Nafn getur verið áhrifaríkara og eftirminnilegra ef kennimerkið er samtvinnað við

nafnið, má þar nefna vörumerkið Apple sem hefur kennimerki sem er í laginu eins og

epli (Brassington og Pettitt, 2013). Annað dæmi er Iittala en kennimerki þess er rauður

hringur á hvítum ferningi með bókstafnum i fyrir miðju sem er bersýnilega fyrsti

stafurinn í nafni vörumerkisins.

Mynd 1: Uppbygging vörumerkja

Ímynd er skilgreind sem skynjun eða upplifun á vörumerki, hún er það sem

vörumerkið stendur fyrir og á sér stað í huga neytenda. Þá er bæði átt við í huga þeirra

sem kaupa vöruna og þeirra sem gera það ekki. Ímyndin snýr að hugrenningatengslum

sem myndast við vörumerkið og verður meðal annars til út frá sýnilegum einkennum

vörumerkisins (Johansson og Carlsson, 2015; Keller, 1993). Að hafa áhrif á ímynd

vörumerkisins er einungis að hluta til í höndum starfsmanna þess fyrirtækis sem tilheyrir

vörumerkinu því ímyndin verður einnig til í gegnum til dæmis umtal manna á milli og við

rafrænt umtal á samfélagsmiðlum (Faircloth, Capella og Alford, 2001; Johansson og

Carlsson, 2015).

Page 13: Lokaverkefni til BS prófs í viðskiptafræði „Iittala

13

Vörumerki öðlast svo persónuleika smám saman í huga neytenda út frá þeim

samskiptum sem þeir eiga við það. Persónuleikinn er samtvinnaður einkennum þess og

ímynd (Johansson og Carlsson, 2015). Persónuleiki vörumerkis eru mannlegir eiginleikar

sem neytendur tengja á beinan hátt við vörumerkið, neytendur velja þannig vörumerki á

sama hátt og þeir velja sér vini. Þeim líkar vel við þá og einnig eiginleika þeirra og getu.

Eiginleikar vörumerkisins eru persónugerðir á þann hátt að neytendur líkja vörumerkinu

við stofnanda þess, starfsmann, hönnuð eða hefðbundinn neytenda vörumerkisins

(Johansson og Carlsson, 2015). Einnig líkja neytendur því við frægt fólk sem hafa verið

talsmenn vörumerkisins eða tekið þátt í auglýsingaherferð fyrir það (Azoulay og

Kapferer, 2003). Til dæmis má nefna Harley Davidson sem segja má að þyki

karlmannlegt vörumerki að mati fólks þar sem neytendur þess eru að stærstum hluta

karlar, með þeim hætti myndast persónuleikinn út frá hefðbundnum neytendum

vörumerkisins. Iittala vörumerkinu má á slíkan hátt líkja við Alvar Aalto, einn af

þekktustu hönnuðum sem unnið hafa fyrir fyrirtækið og hannaði hann eina af þeirra

vinsælustu vörulínum (Iittala, e.d.a).

2.2 Líkan Kellers um viðskiptavinamiðað vörumerkjavirði

Vörumerkjavirði fyrir neytendur felur í sér jákvæða og sterka tengingu við vörumerkið

byggt á jákvæðum skoðunum og hugsunum neytenda á vörumerkinu og skapar það

traust samband viðskiptavinar og vörumerkis (Olsson og Peter, 2010). Líkan Kellers um

viðskiptavinamiðað vörumerkjavirði (e. Customer-Based Brand Equity) fjallar um hvað

það er sem gerir vörumerki að sterkum vörumerkjum og þá þætti sem hafa þarf í huga

þegar búa á til sterk vörumerki. Líkanið skiptist í fjögur þrep og myndar á þann hátt

pýramída sem farið er upp í átt að því að gera vörumerki sterk (sjá mynd 2). Í grunninn

kemur fram í líkaninu að styrkleiki vörumerkja verði til í huga neytenda til dæmis það

sem þeir hafa heyrt og séð um vörumerkið í gegnum tíðina (Keller, 2001). Líkaninu hefur

verið beitt í mörgum rannsóknum og margir skrifað um ágæti þess og áreiðanleika

(Kayaman og Arasli, 2007; Kuhn, Alpert og Pope,2008; Oyedeji, 2010; Pike og Bianchi;

2013; Taylor, Hunter og Lindberg, 2007). Með notkun líkansins má byggja upp sterk

vörumerki í fjórum eftirfarandi þrepum:

Page 14: Lokaverkefni til BS prófs í viðskiptafræði „Iittala

14

1. Auðkenni (e. brand identity)

2. Merking (e. brand meaning)

3. Viðbrögð (e. brand responses)

4. Samband (e. brand relationships)

Sterk vörumerki eru þau sem hafa farið í gegnum þrepin fjögur og komist á topp

pýramídans (Keller, 2001) Hér á eftir verður fjallað ítarlegar um þessi skref.

Mynd 2: CBBE-líkan um viðskiptavinamiðað vörumerkjavirði (Keller, 2001, bls. 7).

2.2.1 Auðkenni

Á fyrsta stigi líkansins eru auðkenni vörumerkisins skilgreind, hver eru grunn einkenni

þess og hvað gerir það frábrugðið öðrum. Einnig þarf að gera sér grein fyrir vitund (e.

awareness) þess hjá neytendum, hversu vel þekkja neytendur vörumerkið, skilja þeir

hvað það stendur fyrir og tengja þeir það jafnvel við ákveðnar minningar. Við

markaðssetningu þarf markaðsfólk að senda neytendum skýr skilaboð um hvaða þörf

tiltekið vörumerki á að uppfylla svo öruggt sé að það standi á réttum stað í huga þeirra

þegar þörfin vaknar. Vitund vörumerkisins skiptir Keller í tvo þætti, dýpt (e. depth) og

breidd (e. breadth). Dýptin vísar til þess hversu vel neytendur þekkja vörumerkið og

breiddin segir til um hversu oft þeir hugsa um vörumerkið og tengja það við hinar ýmsu

aðstæður. Við markaðssetningu er talið skilvirkt að reyna að auka breiddina á þann hátt

Tryggð

Dómur Tilfinning

Frammistaða Huglægt mat

Áberandi þættir

4.Samband: Hvað með þig og

mig?

3. Viðbrögð: Hvað með þig?

2. Merking: Hvað ert þú?

1. Auðkenni: Hver ert þú?

Sterkt og virkt viðskiptasamband

Jákvæð og móttækileg viðbrögð

Sterkir og ákjósanlegir aðgreinandi þættir

Djúp og víðtæk vitund um vörumerkið

Page 15: Lokaverkefni til BS prófs í viðskiptafræði „Iittala

15

að neytandi hugsi um vörumerkið við fleiri tilefni og þar af leiðandi auki neyslu sína á

þeim vörum sem tilheyra vörumerkinu (Keller, 2001).

2.2.2 Merking

Næsta stig líkansins er merking eða þýðing vörumerkisins fyrir neytandann. Með því er

átt við að þarfir neytandans séu uppfylltar. Þrepið skiptist í tvo þætti, frammistöðu (e.

performance) og huglægt mat (e. imagery) (Keller, 2001). Frammistaðan segir til um

hversu vel sjálf vara tiltekins vörumerkis uppfyllir þarfir neytandans, til þess að skapa

tryggð neytenda við vörumerkið þarf varan að minnsta kosti að standast væntingar

þeirra, helst fara fram úr þeim. Áreiðanleiki, ending, þjónustustig, verð, hönnun og útlit

eru meðal annars þeir þættir sem móta frammistöðu vörumerkisins. Með því að leggja

áherslu á einhverja af þessum þáttum getur markaðsfólk aðgreint vörumerkið frá

öðrum. Sterk vörumerki hafa á þann hátt forskot á einhverjum af þessum

frammistöðuþáttum til dæmis hátt þjónustustig og góð ending vöru eða hátt verð og

fallegt útlit (Keller, 2001).

Huglæga matið segir til um hversu vel vörumerkið uppfyllir félagslegar þarfir

neytandans og á við óáþreifanlega þætti vörunnar. Félagslegu þarfirnar verða til meðal

annars í gegnum umtal og eigin upplifun neytenda á vörumerki. Aðstæður þar sem vara

frá tilteknu vörumerki er keypt og notuð mótar félagslega þætti, hvort varan sé keypt í

sérstakri verslun, netverslun eða annarsstaðar og hvar og hvenær hún er notuð. Einnig

eru persónuleg einkenni vörumerkisins meðal annarra þátta sem móta félagslegu

þarfirnar. Persónuleg einkenni vörunnar svipa til einkenna viðskiptavina eða þeim

einkennum sem viðskiptavinir vilja bera til dæmis, spennandi, farsæll, hrjúfur eða

fágaður (Keller, 2001). Árangursrík vörumerki eru tengd við sterka, ákjósanlega og

einstaka þætti í hugum neytenda og þannig skapa þau verðmæti og virði fyrir eigendur

vörumerkisins.

Page 16: Lokaverkefni til BS prófs í viðskiptafræði „Iittala

16

2.2.3 Viðbrögð

Viðbrögð í þessu samhengi segja til um hvernig og á hvaða hátt neytendur bregðast við

vörumerkinu. Viðbrögðin eru annars vegar rökréttar skoðanir; koma frá höfði

neytandans eða tilfinningalegir þættir; frá hjartanu (Keller, 2001).

Þættir sem hafa áhrif á viðbrögð neytenda gagnvart vörumerki vegna skoðana sem

þeir mynda á vörumerkinu eru gæði, trúverðugleiki (e. credibility), íhugun (e.

consideration) og yfirburðir. Gæðavara er líklegri til að fá jákvæð viðbrögð frá

neytendum og eru þeir almennt tilbúnir að borga meira fyrir gæðin. Ekki er alltaf jákvæð

tenging milli sterkra vörumerkja og gæða en það á þó oft við. Með trúverðugleika er átt

við hvernig neytendur líta á vörumerkið, það er hvort þeir treysti því, að það sé

heiðarlegt, hversu skemmtilegt það sé og hvort þeim almennt líki vel við það. Íhugun

stendur fyrir það hvort að neytendur séu í raun tilbúnir að kaupa tiltekna vöru frá

vörumerkinu, hvort þeir þurfi hana í raun og hvort hún mæti þörfum þeirra. Neytendur

geta litið á vöru sem eftirsóknaverða gæðavöru en telja sig ekki hafa þörf fyrir vöruna

sjálfir, þess vegna er mikilvægt fyrir markaðsfólk að greina á milli neytenda sem hafa

áhuga á vörunni og vörumerkinu í heild og þeirra sem hafa áhuga á að kaupa vöru frá

vörumerkinu. Með yfirburðum er átt við hvort að neytendur telji vörumerkið hafa

einhverja yfirburði á markaði í samanburði við samkeppnisaðila. Sá þáttur að

vörumerkið sé frábrugðið öðrum skiptir miklu máli í samkeppnis umhverfi og gera

vöruna einstaka í huga neytenda (Keller, 2001).

Neytendur bregðast einnig við vörumerki eftir því hvernig það lætur þeim líða.

Markaðsfólk getur haft áhrif á tilfinningar neytenda til dæmis í gegnum auglýsingar

(Edell og Burke, 1987; Keller, 2001). Þær tilfinningar sem eftirsóknarvert er að kveikja

hjá neytendum sem tenging við sterk vörumerki eru til dæmis hlýja, gleði, spenna,

öryggi, félagslegt samþykki og sjálfsvirðing. Mikilvægt er að skapa viðeigandi tilfinningu,

þannig vill tryggingafyrirtæki líklega skapa öryggi fremur en spennu og gleði hjá

neytendum (Keller, 2001). Markaðsfólk sem starfa fyrir vörumerki álíka Iittala myndu

eflaust vilja skapa hlýju og gleði hjá neytendum.

Page 17: Lokaverkefni til BS prófs í viðskiptafræði „Iittala

17

2.2.4 Samband

Fjórða og síðasta skrefið segir til um samband vörumerkisins við neytendur (Keller,

2001). Tryggð neytenda við vörumerkið er stór þáttur í þessu sambandi, það er hversu

oft þeir kaupa vöru frá tilteknu vörumerki og velja hana því fram yfir aðra. Neytendur

eiga í traustu sambandi við vörumerkið ef þeir eru glaðir með kaupin, varan og/eða

þjónustan uppfyllir þarfir þeirra, þeim hlakkar jafnvel til kaupanna og segja vöru frá

vörumerkinu vera í uppáhaldi hjá sér (Bloemer og Kasper, 1995; Keller, 2001).

Neytendum vörumerkisins finnst þeir tengjast hver öðrum á sérstakan hátt vegna

vörunnar. Þeim líkar vel við hvorn annan (Keller, 2001) og starfsmenn þeirra verslana

eða fyrirtækja sem selja vörumerkið vegna tengingarinnar við vörumerkið sjálft og þeim

finnst þeir geta treyst starfsfólkinu (Liu og Leach, 2001). Þegar neytendur eru í félagi

tengdu vörumerkinu, kynnast öðrum neytendum vörunnar og eru tilbúnir að eyða tíma

og jafnvel pening í að kynnast vörumerkinu má segja að sambandið sé eins sterkt og það

geti orðið (Keller, 2001). Því tryggari sem neytendur eru tilteknum hópi því meiri hvati er

fyrir þau að fylgja hegðun hópsins og þar af leiðandi kaupa vöruna (Solomon, 2011).

Vegna þessa getur verið ákjósanlegt fyrir fyrirtæki að ýta undir slík samfélög sem hæfa

tilteknu vörumerki. Til dæmis má nefna MyIittala sem er félag þar sem meðlimir fá

fréttir af helstu nýjungum frá Iittala, boð á viðburði tengda vörumerkinu og einstök kjör

og afslætti. Einkunnarorð félagsins eru vinir, matur, náttúra, ferðalög og góðar stundir.

Félagar MyIittala eru í sterku sambandi við vörumerkið og eru tryggir dýrmætir

viðskiptavinir (Iittala, 2016). Félög eða hópar í kringum vörumerki verða einnig til á

spjallþráðum og á samfélagsmiðlum á Internetinu þar sem einstaklingar ræða um

vörumerkið og má þar vísa í inngang ritgerðarinnar þar sem vitnað var í umræðu um

Iittala vörur á íslensku bloggsíðunni Trendnet (Svana L. Kristjánsdóttir, 2013).

Page 18: Lokaverkefni til BS prófs í viðskiptafræði „Iittala

18

3 Mörkun

Mörkun (e. branding) er ferli sem felur í sér að byggja upp sterkt og endingargott

samband milli vörumerkis og einstaklinga innan markhópa (Ghodeswar, 2008). Mörkun

er tækni sem beitt er til þess að byggja upp traust vörumerki og ná yfirburðum á

markaði með því að leggja áherslu á aðgreinandi þætti vörumerkisins (Rooney, 1995).

Mörkun gerir það að verkum að varan verður frábrugðin samkeppnisaðilum í hugum

neytenda og veitir þannig sérstöðu á markaði (Jobber og Fahy, 2012). Mörkun er beitt

til þess að hafa áhrif á hegðun og skoðanir einstaklinga, en fólk hefur þann eiginleika að

tengjast hlutum á tilfinningalegan hátt og þannig hefur verið gefið til kynna að

ávinningur mörkunar sé ekki einungis vegna rökréttra hugsana einstaklinga. Þegar

neytendur verða tengdir tilteknu vörumerki skipta þeir oft á tíðum ekki auðveldlega yfir

í annað (Rooney, 1995). Mörkun er mótun og þróun vörumerkja sem getur verið

kostnaðarsamt og tímafrekt ferli en ef vel tekst til skilar það ábata fyrir neytendur,

seljendur og framleiðendur (Jobber og Fahy, 2012).

3.1 Hagur mörkunar

Sterk og djúpstæð tengsl neytenda við vörumerki sem verða til ef mörkun tekst vel

skapa trygga viðskiptavini og veitir viðskiptavinum og eigendum vörumerkis gríðarlegan

ávinning (Keller, 2001) sem og seljendum þess (Brassington og Pettitt, 2013) (sjá mynd

3). Sterk vörumerki skapa ábata fyrir þá sem að því koma, fyrir neytanda þess er

ávinningurinn meðal annars sá að sú áhætta sem fólgin er í hvort að vara virkar vel og á

réttan hátt minnkar. Með því er átt við að neytendur þekkja vörumerkið og vita að varan

sem því tilheyrir virkar sem skyldi, því er ekki eins mikil áhætta að kaupa vöru frá sterku

og þekktu vörumerki (Johansson og Carlsson, 2015). Sálfræðileg áhætta minnkar á þann

hátt að neytendur vita að þeir hafa tekið rétta ákvörðun með kaupunum og fá til dæmis

fullvissu þess með auglýsingum og með því að sjá fleiri notendur með vöruna

(Brassington og Pettitt, 2013). Neytendur fá einnig félagslegt samþykki ef notuð eru

þekkt vörumerki sem þykir flott að eiga. Vörumerki veita svo neytendum tækifæri á

tjáningu og eru á þann hátt tæki til þess að senda ákveðin skilaboð um hvernig

manngerð einstaklingur er (Orth, 2005). Á þann hátt verður persónuleiki vörumerkisins

tengdur notandanum. Sterk vörumerki geta svo auðveldað neytendum kaup, til dæmis í

verslunum þar sem mörg vörumerki eru á sama svæði er hentugt fyrir neytendur að

Page 19: Lokaverkefni til BS prófs í viðskiptafræði „Iittala

19

geta fljótt komið auga á það vörumerki sem leitað er eftir (Brassington og Pettitt, 2013).

Þannig minnkar leitarkostnaður vegna þess að ekki þarf að eyða eins miklum tíma og

pening við leit af upplýsingum um vöru og einnig styttist kaupferlið (Johansson og

Carlsson, 2015), en farið verður ítarlegar í kaupferlið síðar í ritgerðinni.

Mynd 3: Ávinningur mörkunar (Brassington og Pettitt, 2013, bls. 216).

Skýr mörkun auðveldar neytendum að mynda viðhorf og skoðun á vörumerkinu og

skapar áhuga þeirra. Þannig að ef vel tekst til skapast með tryggu sambandi sérstök

tilfinning hjá neytanda í garð vörumerkisins sem er umfram það sem neytandi finnur til

vörumerkja sambærilegra vara. Skýr mörkun skapar tryggð, kunnugleika og eykur því

sölu vegna þess að neytendur þekkja eða kannast við vörumerkið (Brassington og

Pettitt, 2013). Eigendur sterkra vörumerkja hafa þar af leiðandi meðal annars

fjárhagslegan ávinning af því. Mögulegt er að verðleggja vörur slíkra vörumerkja á hærra

verði vegna þess að neytendur eru tilbúnir að borga meira fyrir vörumerki sem þeir

þekkja og treysta (Keller, 2001). Sterk vörumerki sem eru leiðandi á markaði eru

ónæmari fyrir verðhækkunum, þ.e. neytendur halda áfram að kaupa vöruna, og verða

vörumerkin ekki undir í samkeppni á markaði þrátt fyrir að samkeppnisaðilar bjóði lægra

verð á sambærilegri vöru (Hoeffler og Keller, 2003).

Mörkun

Neytendur vörumerkis

-Auðveldar skilgreiningu á vöru

-Styttir kaupferli

-Minnkar áhættu

-Félagslegt samþykki

-Tækifæri til tjáningar

-Skapar áhuga

Sölustaðir vörumerkis

-Stuðningur neytenda við vörumerkið

-Fullvissa einhverrar sölu

-Dregur að viðskiptavini

Eigendur vörumerkis

-Skapar kunnugleika og tryggð

-Möguleiki á hærri verðlagningu

-Ónæmari fyrir verðhækkunum

-Sterkari samkeppnisstaða

-Auðveldar dreifingu

Page 20: Lokaverkefni til BS prófs í viðskiptafræði „Iittala

20

Dreifing á vörum frá sterkum vörumerkjum í verslanir er oft á tíðum auðveldara og

ódýrara ferli en gengur og gerist með óþekkt vörumerki, því verslanir eru viljugri til þess

að taka við þekktum vörumerkjum sem nokkur vissa er um að seljast vel. Einnig fá sterku

vörumerkin iðulega gott pláss í hillum verslana og seljast þar af leiðandi enn betur. Sterk

tengsl vörumerkis og neytenda gera það enn fremur að verkum að erfiðara er fyrir

samkeppnisaðila að koma á markað. Nýi samkeppnisaðilinn þyrfti að eyða miklum

pening í kynningu á nýju vörunni og erfitt gæti reynst að krækja í viðskiptavini ef

neytendur eru tryggir því vörumerki sem nú þegar er á markaði. Sterk vörumerki sem

eru á hlutabréfamarkaði hafa svo einnig hærra verð á hlutabréfum sínum vegna

stöðugleika og er litið á þau sem verðmætar eignir (Johansson og Carlsson, 2015). Sterk

vörumerki með skýra mörkun eru oftar en ekki auglýst á kostnað eiganda vörumerkisins

sem gefur seljandanum ákveðna fullvissu um að varan muni seljast að einhverju leyti.

Sterk vörumerki draga viðskiptavini að verslunum og geta þau á þann hátt mögulega

aukið sölu á öðrum vörum sem eru til sölu í versluninni (Brassington og Pettitt, 2013).

3.2 Retro-mörkun

Sagan endurtekur sig er dæmigerð lýsing á retro hugtakinu en notkun þess í

markaðsmálum felur í sér markaðssetningu á eldri vörum frá vörumerkjum sem eru

endurhannaðar á þann hátt að gamalt útlit er tekið aftur í framleiðslu jafnvel með

einhverjum nýtískulegum breytingum og tækninýjungum. Með retro-mörkun má þá

segja að verið sé að sameina fortíð og nútíð og vekja jafnvel upp gamlar minningar hjá

neytendum (Brown, 1999). Búast má við að retro-mörkun sé beitt sérlega mikið á

erfiðum tímum í þjóðfélaginu, til dæmis við efnahagsvanda, vegna tilfinninganna sem

vörurnar geta vakið upp hjá neytendum til dæmis samheldni og huggun einnig geta þær

vakið upp söknuð eftir liðinni tíð (Brown, Kozinets og Sherry, 2003).

Volkswagen Bjalla er dæmigerð vara sem markaðssett var aftur með retro

hugmyndafræðinni en upprunalega Bjallan var gríðarlega vinsæll bíll í kringum 7. áratug

síðustu aldar og þótti meðal annars notendavænn, endingargóður og var þekktur fyrir

sérkennilegt útlit. Varð hann aftur mjög vinsæll rétt fyrir aldamótin er hann var

markaðssettur á ný, með nánast sama útliti en búinn allri nýjustu tækni (Brown o.fl.

2003). Iittala Festivo kertastjakarnir eru vara sem kom fyrst á markaðinn 1967 og voru

þeir mjög vinsælir á þeim tíma fyrir kúlulöguð kerti (Iittala, e.d.b). Nú hefur þeim verið

Page 21: Lokaverkefni til BS prófs í viðskiptafræði „Iittala

21

breytt örlítið, meðal annars hefur gatið sem kertið er sett ofan í verið stækkað svo hægt

sé að nota þá undir hefðbundin ílöng kerti og einnig eru eldri Festivo kertastjakarnir

mattari en þeir sem nú eru framleiddir (Facebook, 2014-2016). Á mynd 4 má sjá

samanburð á nýjum og upprunalegum Festivo stjaka, sá nýi er til vinstri og eldri til

hægri. Bersýnilegur munur er á kertagatinu og ef vel er að gá má einnig sjá örlítinn mun

á formi stjakanna og áferð. Festivo kertastjakarnir eru að nýju orðnir vinsælir til

skreytingar heimilisins og upprunalegu stjakarnir sem á tímabili sátu í geymslum

landsmanna hafa eflaust verið settir upp í hillur á ný og vekja upp minningar hjá þeim

sem komnir eru á fullorðinsaldur.

Mynd 4: Samanburður á nýjum og upprunalegum Festivo.

Page 22: Lokaverkefni til BS prófs í viðskiptafræði „Iittala

22

4 Viðhorf

Viðhorf (e. attitude) hafa verið skilgreind á ýmsan hátt en margir eru því sammála að

kjarninn í hugtakinu sé að viðhorf séu jákvæð eða neikvæð samsetning hugsana,

tilfinningalegs mats, afstöðu og hegðunar einstaklinga á hlutum, þeim sjálfum öðrum

málefnum og öðru (Brassington og Pettitt, 2013; Petty, Wegener og Fabrigar, 1997;

Schiffman og Kanuk, 2010; Williams, 1981). Solomon (2011) tekur undir skilgreininguna

og bætir enn fremur við og segir að viðhorf séu varanlegt, almennt mat fólks á hlutum,

hegðun og einstaklingum (Solomon, 2011). Rannsóknir hafa verið gerðar til þess að

kanna samhengi á milli viðhofs og hegðunar og sýna þær flestar að lítil fylgni sér þar á

milli (Ajzen og Fishbein, 2005; Solomon, 2011). Einstaklingur getur til dæmis verið mjög

hrifinn af auglýsingu en þó honum þyki varan sem auglýst er flott og eftirsóknarverð

mun hann ekki endilega kaupa hana. Í markaðsfræðilegu samhengi má segja að

einstaklingar geti haft viðhorf til hvers kyns vöru og þjónustu og í raun allra söluráða (e.

marketing mix). Viðhorf myndast hjá neytendum meðal annars þegar þeir sjá tiltekið

vörumerki, þegar þeir bera saman ólík vörumerki og þegar þeir taka ákvörðun um kaup

(Solomon, 2011). Viðhorf til vörumerkis eru því lærð tilhneiging til þess að hegða sér á

ákveðinn hátt, neikvæðan eða jákvæðan þegar tiltekinn söluráði á í hlut, til dæmis við

kaup á vöru. (Schiffman og Kanuk, 2010). Skipta má viðhorfi í þrjá flokka, eftir hvaða

þáttum þau tengjast og á hvaða hátt þau hafa áhrif á einstaklinga (sjá mynd 5).

1. Huglægt viðhorf (e. cognitive): Viðhorf sem tengist trú og skoðun einstaklinga. Til

dæmis gæti neytandi haft huglægt viðhorf á þennan hátt: Ég trúi að Diet Coke sé

hollara en hefðbundið Coca Cola (Brassington og Pettitt, 2013; Williams, 1981).

2. Tilfinningaleg viðhorf (e. affective): Viðhorf sem tengist jákvæðum eða

neikvæðum tilfinningum einstaklinga. Til dæmis gæti neytandi sagt: Mér finnst

Iittala kaffibollar fallegri en kaffibollar frá öðrum vörumerkjum eða, þessi vara

lætur mér líða vel. Tilfinningaleg viðhorf geta vegið þyngra en þau huglægu þegar

neytendur taka ákvörðun um kaup (Brassington og Pettitt, 2013; Williams, 1981),

til dæmis gæti neytandi hugsað: Ég veit að það er ekki skynsamlegt að eyða

miklum peningum í kaffibolla en mér finnst hann fallegur og mér líður vel með

sjálfan mig ef ég eignast hann svo ég ætla engu að síður að kaupa bollann.

Page 23: Lokaverkefni til BS prófs í viðskiptafræði „Iittala

23

3. Atferlis viðhorf (e. conative): Viðhorf sem tengist hegðun þannig að það viðhorf

sem einstaklingur hefur til einhvers er talið geta haft áhrif á að hann hegði sér á

sérstakan hátt. Neytandi með jákvætt viðhorf til tiltekins vörumerkis er því líklegri

til að kaupa vöru frá vörumerkinu en sá sem hefur neikvætt viðhorf til þess.

Hinsvegar er viðhorf til vörumerkis ekki það eina sem þarf til þess að neytandi

kaupi vöruna, viðhorf til kaupanna þarf einnig að vera jákvætt (Brassington og

Pettitt, 2013; Williams, 1981). Til útskýringar gæti einstaklingur með jákvætt

viðhorf til vörunnar en neikvætt til kaupanna sagt: Mér þykir Iittala Festivo vasinn

flottur, hann er gæðavara og mér myndi líða vel með sjálfan mig ef ég ætti

vasann, en ég hef ekki efni á honum svo ég kaupi hann ekki.

Mynd 5: Viðhorf (Schiffman og Kanuk, 2010, bls. 249).

Huglægt viðhorf neytenda til verðs er á þá leið að því hærra sem verð á vöru er, því

betri ímynd og meiri gæði hefur varan eða vörumerki í heild (Rosa-Diaz, 2004).

Neytendur geta fundið upplýsingar um verð, vörur og sölustaði nánast allra vörumerkja

á Internetinu. Í kjölfar þessarar auknu upplýsingagjafar hafa neytendur orðið enn

næmari fyrir verðbreytingum en áður (Grewal, Krishnan, Baker og Borin, 1998).

Fjármálakrísan 2008 hafði einnig þær afleiðingar að næmni neytenda fyrir

verðbreytingum jókst (Valls, Andrade og Arribas, 2011). Má af því telja að viðhorf

neytenda til verðs hafi breyst á síðastliðnum árum. Gerð var rannsókn á Spáni á árunum

2004 – 2009 þar sem fylgst var með kaupum einstaklinga á matvöru, snyrtivöru og

annarri vöru fyrir heimilið. Á þessum árum voru neytendur með hverju árinu sem leið í

meiri mæli að velja ódýrari vörumerki fram yfir þekktari, sterkari og þar af leiðandi oft

dýrari vörumerkjum. Hinsvegar var hluti neytenda sem var tryggur vörumerkjum og

Tilfinningalegt

Huglægt Atferli

Page 24: Lokaverkefni til BS prófs í viðskiptafræði „Iittala

24

breytti ekki kauphegðun sinni á þeim árum sem rannsóknin var gerð þrátt fyrir aukna

næmni fyrir verðbreytingum (Valls o.fl. 2011). Neytendur sem halda áfram að kaupa

vöru frá vörumerki þrátt fyrir verðhækkun hafa því bæði jákvætt viðhorf til

vörumerkisins og til kaupanna sjálfra (Brassington og Pettitt, 2013; Williams, 1981) og

eru í sterku sambandi við vörumerkið (Keller, 2001).

Page 25: Lokaverkefni til BS prófs í viðskiptafræði „Iittala

25

5 Kaupáform

Kaupáform (e. purchase intention) eru áform neytenda um möguleg kaup á tiltekinni

vöru eða þjónustu og eru þau hluti af kaupferlinu (Brassington og Pettitt, 2013; Wu,

2015). Eftir því sem það virði sem neytandi telur að hann fái við kaupin er meira, því

sterkari eru kaupáformin, það er líkur og vilji tiltekins neytanda til kaupa eykst.

Kaupáform tengjast því virði með beinum hætti þannig að neytendur bera saman verð á

vöru við það virði sem þeir öðlast við kaupin. Með öðrum orðum velta neytendur því

fyrir sér hvort gæði vörunnar séu þess virði að borga uppsett verð fyrir (Wu, 2015).

Kaupferlið fer af stað þegar þörf kviknar hjá einstaklingi og greinir frá ferlinu í heild

sinni þegar fest eru kaup á vöru eða þjónustu. Kaupferlinu hefur verið skipt niður í fimm

stig, allt frá því að þörfin kviknar, þar til neytandi hefur fest kaup á vöru og meira að

segja lengur því einnig eru áhrif hans, aðgerðir og líðan eftir að kaup hafa átt sér stað

hluti af ferlinu (Jobber og Fahy, 2012).

1. Þörf kviknar (e. problem recognition): Neytandi finnur fyrir þörf eða löngun sem

gæti leitt til þess að til þess að hann kaupi einhverja vöru eða þjónustu. Þörfin

getur kviknað vegna utanaðkomandi þátta til dæmis auglýsinga eða innri þátta

svo sem vegna svengdar (Brassington og Pettitt, 2013).

2. Upplýsingaleit (e. information search): Skoðaðir eru þeir valkostir sem í boði eru,

til dæmis með öflun upplýsinga um þá í eigin minni, á Internetinu og/eða með því

að leita ráða hjá fyrri neytendum vörumerkisins til dæmis hjá vinum eða

fjölskyldumeðlimum (Jobber og Fahy, 2012).

3. Mat valkosta (e. evaluation of alternatives): Kostir og gallar valkosta skoðaðir

meðal annars með tilliti til gæða, verðs, þæginda, endingar og tísku. Neytandi síar

smátt og smátt út valkosti til dæmis vegna verðs, en oft hafa einstaklingar tiltekið

hámarksverð í huga þegar þeir fara af stað í upplýsingaleit og við mat valkosta.

Merki (e. signals) eru mikilvæg þegar neytandi metur valkosti, en til dæmis verð

og vörumerki geta haft gríðarleg áhrif þegar neytandi vegur og metur þá valkosti

sem í boði eru (Blythe, 2012).

Page 26: Lokaverkefni til BS prófs í viðskiptafræði „Iittala

26

4. Kaup og neysla (e. purchase and consumption): Fest eru kaup á vöru eða

þjónustu eftir að valkostir hafa verið metnir. Í skrefunum hér að framan hafði

neytandi byggt upp væntingar í garð þess vörumerkis sem varð svo fyrir valinu og

geta frávik frá væntingunum verið annað hvort góð eða slæm. Það ræðst af

mismuninum á þessum væntingunum og reynslunni og/eða upplifuninni á

vörumerkinu í raun hvort að varan eða þjónustan hafi staðist væntingar

neytandans, farið fram úr þeim, eða ekki náð að uppfylla þær (Wilson, Zeithaml,

Bitner og Gremler, 2012).

5. Eftirkaupaáhrif (e. post-purchase evaluation): Neytandi metur hvort kaupin hafi

verið góð eða slæm ákvörðun hjá sér. Líðan fólks eftir kaup á vöru og/eða

þjónustu getur meðal annars verið sátt, ánægja eða eftirsjá (Brassington og

Pettitt, 2013). Neytandi mun þá að öllum líkindum muna eftir þessu mati og líðan

hjá sér þegar sambærileg þörf kviknar á ný og finna upplýsingarnar í eigin minni.

Neytandi mun einnig tala um upplifun sína á vöru eða þjónustu eftir kaupin við

fjölskyldu, vini og jafnvel á samfélagsmiðlum (Blythe, 2012).

Ýmislegt hefur áhrif á neytendur þegar þeir velta fyrir sér kaupum og eru það meðal

annars aðstæður og ástæður kaupa, persónulegir þættir og félagslegir þættir.

Neytendur fara ekki alltaf í gegnum öll skrefin fimm við kaup á vörum og þjónustu sem

nefnd voru hér að ofan. Þegar vara er keypt í fyrsta skiptið er líklegt að farið sé í gegnum

öll stigin en þegar vara er keypt reglulega er ferlið stytta og einfaldara fyrir neytandann.

Samhljóða umfjöllun hér að framan um uppbyggingu sterkra vörumerkja má segja að

þegar að sterkt vörumerki á í hlut þar sem samband þess og neytanda er djúpstætt fer

neytandi ekki í gegnum öll skref ferlisins. Neytandi hefur hug á tilteknu vörumerki og

sleppir því skrefum tvö og þrjú og fer strax í fjórða stig ferlisins, kaup og neyslu, eftir að

þörf hefur vaknað (Keller, 2001).

Page 27: Lokaverkefni til BS prófs í viðskiptafræði „Iittala

27

Fahy og Jobber(2012) hafa skipt kaupum í fjóra eftirfarandi flokka eftir eðli þeirra og

flækjustigi:

Flókin kaup (e. extended problem solving)

Meðal flókin kaup (e. limited problem solving)

Vanakaup (e. habitual problem solving)

Fjölbreytni leitað (e. variety seeking behaviour)

Flókin kaup fela í sér mikla öflun upplýsinga, og gaumgæfilega skoðun valkosta sem í

boði eru. Neytendur gefa sér yfirleitt góðan tíma í að skoða ólíka valkosti og ef að margir

valkostir eru í boði frá mismunandi vörumerkjum sem hafa einstaka eiginleika er sérhver

neytandi enn lengur að bera saman og meta hvaða tilteknu vöru hann velur. Dæmi um

flókin kaup eru bílar, heimilistæki, húsnæði og aðrar kostnaðarsamar vörur þar sem

mikilvægt er að taka réttar ákvarðanir (Jobber, 2004). Flóknum kaupum tilheyrir yfirleitt

hærra flækjustig og meiri áhætta en við önnur kaup, alla jafna vegna þeirra fjármuna og

tíma sem lagt er í kaupin. Jákvæð eftirkaupaáhrif hjá neytanda eru þar af leiðandi

mikilvægur partur af flóknum kaupum (Patterson, 1993). Meðal flókin kaup skilgreina

Jobber og Fahy (2012) á þann hátt að neytandi hefur einhverja þekkingu og reynslu af

vörunni og rifjar því upp upplýsingar um hana í huga sér. Þar af leiðir að ekki þarf mikla

upplýsingaöflun eins og við flókin kaup. Hinsvegar fer einnig fram einhver ytri athugun

áður en varan er keypt, svo sem verðsamanburður. Vanakaup eru kaup sem neytandi

stundar iðulega án þess að meta aðra kosti, hann þekkir vöruna og veit að hann er

ánægður með hana. Má þar nefna sem dæmi neytanda sem kaupir alltaf sömu tegund

af brauði af vana þegar hann verslar í matinn (Fahy og Jobber, 2012). Vanakaupum fylgir

iðulega lítil áhætta og fyrirhöfn og fela þau ekki í sér mikilvæga ákvörðunartöku (Hoyer,

1984). Þegar neytandi leitar af fjölbreytni við kaup langar hann einfaldlega að prófa

einhverja nýja vörutegund af vöru sem hann er alla jafna vanur að kaupa. Til dæmis

þegar einstaklingur kaupir aðra tegund af brauði en vanalega í vikulegri innkaupaferð

(Jobber, 2004).

Page 28: Lokaverkefni til BS prófs í viðskiptafræði „Iittala

28

5.1 Samfélagsleg áhrif á kaupáform neytenda

Umhverfið þar sem kaup eiga sér stað hefur ávallt einhver áhrif á ákvarðanatöku

einstaklinga, hvort sem þeir gera sér grein fyrir því eða ekki. Hefðir, gildi og hegðun eru

meðal annars þættir sem móta menningu samfélags í heild. Menningin hefur áhrif á

lífstíl og þar af leiðandi neyslu þeirra sem búa í samfélaginu. Félagsleg staða sem í

sumum löndum er kölluð stéttarskipting innan samfélagsins er einn þeirra þátta sem

hafa áhrif á kauphegðun fólks. Starf er meðal þeirra þátta sem segir til um hvaða

félagslegu stöðu einstaklingar tilheyra. Áhugamál, félagsskapur og fjárhagur eru einnig

þættir sem móta félagslega stöðu fólks (Brassington og Pettitt, 2013). Innan hvers

samfélags verða til með tímanum hegðunarreglur sem íbúar þess fara almennt eftir.

Siðvenjubundna hegðun má hinsvegar skilgreina sem breytingu í hegðun sem viðbragð

við raunverulegum eða ímynduðum hópþrýstingi. Þessar hegðunarreglur má meðal

annars sjá við kaup og almenna neyslu einstaklinga (Solomon, 2011).

Neytendur eru áhrifavaldar annarra neytenda. Þeir gefa hvorum öðrum leiðbeiningar

og leita ráða varðandi leit, kaup og notkun vara hjá þeim sem hafa meiri reynslu og

þekkingu á vörumerki tiltekinnar vöru. Neytendur líkja eftir kaupum og neyslu annarra

neytenda sem þeim líkar við eða dást að (Flynn o.fl. 1996). Fólk leitast til þess að fylgja

leiðandi jafningjum sínum þegar tekin er ákvörðun um kaup á vörum og þjónustu, hvaða

vörumerki þeir velja og svo framvegis. Neytendur mynda sér þá meðal annars skoðanir

á vörum með hliðsjón af því hvernig skoðanir aðrir sambærilegir neytendur hafa á

vörunni og telja það alla jafna marktækara en hefðbundin markaðssetning (Brassington

og Pettitt, 2013; Flynn o.fl. 1996; Wang, Yu og Wei, 2012). Neytendur eru líklegri til þess

að líkja eftir hegðun annarra einstaklinga í sumum aðstæðum frekar en öðrum þegar

kaup eiga sér stað. Menningarlegur og samfélagslegur þrýstingur og hræðsla fólks um

að vera frábrugðinn öðrum, spila stóran þátt í hjarðhegðunar mynstrinu. Þannig má

áætla að neytendur kaupi, upp að einhverju marki, vörur til þess að falla inn í

samfélagsleg staðalgildi fremur en vegna þess að þeim virkilega langi í vöruna eða þyki

hún fallegust af kostum sem í boði eru af sambærilegri vöru (Brassington og Pettitt,

2013).

Page 29: Lokaverkefni til BS prófs í viðskiptafræði „Iittala

29

6 Rannsóknaraðferð

Megindleg rannsókn var framkvæmd til þess að svara þeim rannsóknarspurningum sem

settar voru fram og eru þær eftirfarandi:

Hafa einstaklingar jákvæðara viðhorf til sterkra vörumerkja en óþekktra vörumerkja?

Eru neytendur líklegri til þess að kaupa vöru frá sterku vörumerki en óþekktu?

Eru neytendur tilbúnir til þess að borga hærra verð fyrir vöru frá sterku vörumerki heldur en óþekktu vörumerki?

Við rannsóknina var notast við hálftilraun (e. quasi-experiment) þar sem tveir hópar

fengu sama spurningalista og svöruðu þeir spurningum sem snéru að mynd af

blómavasa sem fylgdi spurningalistanum. Annar hópurinn sá mynd af blómavasa með

kennimerki Iittala á blómavasanum sem álíka þeim límmiða sem raunverulegar ittala

vörur bera. Hinn hópurinn sá einungis blómavasa, án Iittala merkisins. Hér eftir verður

sá hópur þátttakenda sem sá mynd af blómavasa með Iittala merki kallaður hópur 1,

hinn hópurinn verður þá hópur 2.

6.1 Þátttakendur

Notast var við rafrænt hentugleikaúrtak, þar sem tengli á slóð könnunarinnar var deilt á

samfélagsmiðlinum Facebook af rannsakanda, einnig deildu vinir hennar og fjölskylda

tenglinum með vinum á vinalista sínum. Í heild voru 971 sem opnaði spurningalistann, af

þeim voru gild svör 809. Svör eru talin ógild ef þátttakendur svöruðu engri eða einni

spurningu listans. Ógildu svörin voru tekin út þegar úrvinnsla gagna hófst svo

niðurstöður myndu ekki skekkjast óþarflega vegna þeirra. 439 gild svör voru frá hópi 1

og 370 gild svör voru frá hópi 2. Settar voru fram tvær bakgrunnsbreytur, kyn og aldur,

en þýði rannsóknarinnar voru konur og karlar, á öllum aldri. Á myndum 6 og 7 má sjá

hvernig skipting þátttakenda beggja hópanna var eftir bakgrunnsbreytunum. Af

myndunum má draga fram að hinn almenni þátttakandi hafi verið kona á aldrinum 18 –

34 ára. Meðalaldur þátttakenda í hópi þeirra sem sáu mynd með Iittala merki er hærri

en í hinum hópnum. Óútskýrður munur er á aldursdreifingu milli hópanna þar sem

þátttakendur fengu annan hvorn listann, af handahófi.

Page 30: Lokaverkefni til BS prófs í viðskiptafræði „Iittala

30

Mynd 6: Aldur þátttakenda

Mynd 7: Kyn þátttakenda

6.2 Mælitæki

Mælitæki sem notast var við í rannsókninni var spurningalisti sem samanstóð af sjö

spurningum og mynd (sjá Viðauka 1). Þátttakendur voru beðnir um að skoða

meðfylgjandi mynd af blómavasa og svara spurningum um vasann og var það

handahófskennt hvort þeir fengju spurningalista með mynd af vasa með eða án Iittala

límmiða. Stuðst var við mynd af blómavasa af vefsíðu Rúmfatalagersins

(www.rumfatalagerinn.is) og notast við myndvinnsluforritið Photoshop til þess að setja

Iittala merki á vasann líkt og sjá má á mynd 8. Mögulegt hefði verið að notast við mynd

af raunverulegri Iittala vöru með sama hætti en rannsakandi taldi hættu á að

þátttakendur gætu gert sér grein fyrir að um Iittala vöru væri að ræða, þó svo að þeir

11%

22%

17%

21%

17%

7%

1%

12%

33% 31%

11%

5% 3%

1%

0%

5%

10%

15%

20%

25%

30%

35%

40%

Yngri en 18 18-24 25-34 35-44 45-54 55-64 65 eðaeldri

Með Iittala miða Án Iittala miða

4% 10%

96% 90%

0%

20%

40%

60%

80%

100%

Með Iittala miða Án Iittala miða

Karl Kona

Page 31: Lokaverkefni til BS prófs í viðskiptafræði „Iittala

31

svöruðu spurningum með mynd af vörunni án límmiða til hliðsjónar. Því varð mynd af

blómavasa af vefsíðu Rúmfatalagersins fyrir valinu.

Mynd 8: Blómavasi með og án Iittala miða

Fyrstu tvær spurningarnar snéru að viðhorfi einstaklinga til vörunnar. Þátttakendur

voru spurðir hversu fallegur þeim þætti vasinn og í hversu góðum gæðum þeir töldu

hann vera. Var þá verið að kanna hvort Iittala merkti vasinn fengi jákvæðara viðhorf frá

þátttakendum. Þriðja og fjórða spurningin snéru að kaupáformum. Þátttakendur voru

spurðir hversu líklegir þeir væru til þess að kaupa vasann fyrir eigið heimili og hversu

líklegir þær væru til þess að kaupa hann sem gjöf. Fyrstu fjórar spurningarnar voru

lokaðar skalaspurningar og notast var við fimm punkta Likert skala. Á skalanum stóð 1

fyrir „mjög ósammála“ og 5 stóð fyrir „mjög sammála“ en allir svarkostir skalans voru

merktir með orðgildum. Fimmta spurningin snéri að verðinu en þá voru þátttakendur

spurðir hvaða verð þeim þætti sanngjarnt fyrir vasann og svarmöguleikar voru á þúsund

króna bili, frá 999 kr. upp í 5000 kr. eða hærra. Sjötta og sjöunda spurning voru

bakgrunnsbreytur þar sem spurt var um kyn og aldur þátttakenda.

6.3 Framkvæmd

Rannsóknin var sett upp á vefsíðunni QuestionPro (www.questionpro.com), settar voru

upp tvær kannanir með eins spurningalistum en ólíkum myndum og voru svo

kannanirnar tengdar saman við einn hlekk. Þegar þátttakendur smelltu á hlekkinn valdi

hugbúnaður vefsíðunnar annan hvorn spurningalistann af handahófi fyrir þátttakendur.

Rannsóknin var opin í fimm daga, frá 28. mars til 1. apríl 2016 og var þá spurningalisti

sendur út á þann hátt að rannsakandi deildi hlekk frá QuestionPro á könnunina á

Facebook síðu sinni og hvatti vini og fjölskyldu til þess að deila könnuninni áfram. Á

Page 32: Lokaverkefni til BS prófs í viðskiptafræði „Iittala

32

upphafssíðu rannsóknarinnar var stutt kynning á rannsakanda, og greint frá því að

tilgangur rannsóknarinnar sé athugun á viðhorfi neytenda til ákveðinnar vöru.

Þátttakendum var einnig tilkynnt að könnunin væri nafnlaus og svör ekki rakin til

einstakra þátttakenda. Í framhaldi var spurningalisti lagður fyrir þátttakendur með mynd

til hliðsjónar sem þeir voru beðnir um að skoða og svara spurningum í kjölfarið.

Page 33: Lokaverkefni til BS prófs í viðskiptafræði „Iittala

33

7 Niðurstöður

Niðurstöður verða lagðar fram á þann hátt að áhersla verður á samanburð á svörum

hópanna tveggja. Fyrst verðu greint frá þeim niðurstöðum sem snúa að viðhorfi til

vörunnar, því næst kaupáformum neytenda á vörunni. Þar á eftir verða kynntar

niðurstöður sem snúa að því hvaða verð þátttakendum þykir sanngjarnt að greiða fyrir

vasann.

7.1 Viðhorf

Tafla 1 sýnir fjölda þátttakenda hópanna tveggja, meðaltal og staðalfrávik hjá hvorum

hópnum fyrir sig og fyrstu spurningarnar tvær sem kanna viðhorf þátttakenda til

vörunnar. 43,3% í hópi 1 voru frekar sammála því að vasinn með Iittala merkinu sé

fallegur, í hópi 2 voru 47% frekar sammála því að vasinn sé fallegur. Við framkvæmd

paraðs t-prófs kom í ljós að ómarktækur munur var á mismun meðaltala hópanna

tveggja (t(360)=1,50; p=0,134) af því má álykta að fólki finnist Iittala vasi ekki endilega

fallegri en vasi sem er ekki frá þekktu vörumerki. Hvað varðar þá spurningu sem snýr að

í hversu góðum gæðum þátttakendur töldu vasann vera voru 41,5% í hópi 1 frekar

sammála um að vasinn líti út fyrir að vera gæðavara, í hópi 2 fannst 42,4% vasinn hvorki

né vera gæðavara. Munur er á meðaltölum svara milli hópanna samkvæmt pöruðu t-

prófi (t(359)=-7,236; p<0,001) þar af leiðandi má draga þá ályktun að fólki þyki þekkt

vörumerki vera í betri gæðum en óþekkt vörumerki.

Tafla 1: Viðhorf

Með Iittala merki Án Iittala merkis

M Sf N M Sf N

Vasinn er fallegur 3,64 1,05 430 3,75 1,01 368

Vasinn lítur út fyrir að vera gæðavara 3,68 0,91 427 3,18 0,95 366

Page 34: Lokaverkefni til BS prófs í viðskiptafræði „Iittala

34

7.2 Kaupáform

Tafla 2 sýnir líkt og tafla 1 fjölda þátttakenda hópanna tveggja, meðaltal og staðalfrávik

hjá hvorum hópnum fyrir sig. Hún sýnir einnig þær spurningar listans sem ætlað er að

kanna kaupáform þátttakenda á vörunni. 35,8% í hópi 1 svöruðu að mjög ólíklegt væri

að þátttakendur myndu kaupa vöruna fyrir eigið heimili. Í hópi 2 voru 25,6% sem

svöruðu með svarkostinum hvorki né.

Tafla 2: Kaupáform

Með Iittala merki Án Iittala merkis

M Sf N M Sf N

Kaupa vöruna fyrir eigið heimili

2,28 1,23 427 2,59 1,21 367

Kaupa vöruna sem gjöf 2,97 1,16 427 2,97 1,20 359

Yfir heildina litið var meirihluti beggja hópanna hvorki né eða ólíklegur til þess að

kaupa vöruna, hvort sem hún væri merkt Iittala eða ekki líkt og sjá má á töflu 3.

Tafla 3: Kaup fyrir eigið heimili

Kaup fyrir eigið heimili Með Iittala merki Án Iittala merkis

Mjög ólíklegt 35,8% 24,4%

Frekar ólíklegt 25,3% 23,6%

Hvorki né 19,0% 25,9%

Frekar líklegt 15,1% 21,%

Mjög líklegt 4,9% 4,8%

Niðurstöður sýndu að fólk er líklegra til að kaupa vasann án Iittala merkis heldur en

þann sem merktur var Iittala fyrir eigið heimili (t(357)=3,226; p=0,001). Ekki fannst

munur á svörum milli hópa hvað varðar kaupáform þátttakenda á vasanum sem gjöf

(t(350)=-0,630; p=0,529). Þar af leiðandi er ekki hægt að tilgreina hvort að fólk myndi

frekar gefa Iittala vasann sem gjöf heldur en þann ómerkta, eða öfugt.

Page 35: Lokaverkefni til BS prófs í viðskiptafræði „Iittala

35

7.3 Verðmat

Tafla 4 sýnir þá spurningu listans sem snýr að verðmati þátttakenda á vasanum. Munur

var á svörun milli hópanna við framkvæmd paraðs t-prófs (t(365)=7,291; p=0,000). Af

þessum niðurstöðum má áætla að fólki finnist sanngjarnt að verðleggja Iittala vasa á

hærra verði en ómerktan vasa.

Tafla 4: Verðmat þátttakenda

Sanngjarnt verð Með Iittala merki Án Iittala merkis

999 kr. eða lægra 2,7% 5,2%

1000-1999 kr. 13,5% 28,3%

2000-2999 kr. 25,6% 35,2%

3000-3999 kr. 25,8% 20,2%

4000-4999 kr. 21,9% 8,2%

5000 kr. eða hærra 10,5% 3,0%

Page 36: Lokaverkefni til BS prófs í viðskiptafræði „Iittala

36

8 Umræða

Markmið rannsóknarinnar var að leita svara við eftirfarandi rannsóknarspurningum sem

settar voru fram:

Hafa einstaklingar jákvæðara viðhorf til sterkra vörumerkja en óþekktra vörumerkja?

Eru neytendur líklegri til þess að kaupa vöru frá sterku vörumerki en óþekktu?

Eru neytendur tilbúnir til þess að borga hærra verð fyrir vöru frá sterku vörumerki heldur en óþekktu vörumerki?

Framkvæmd var megindleg rannsókn þar sem skoðað var viðhorf og kaupáform

einstaklinga til sterka vörumerkisins Iittala. Einnig var kannað hvort að vilji neytenda til

þess að greiða hátt verð fyrir vöru væri meiri þegar sterkt vörumerki ætti í hlut.

Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að ekki var munur milli hópa þegar spurt var um

hversu fallegur þeim þykir vasinn, þeim þótti hann ekki sérlega fallegur hvort sem Iittala

merkið sást á honum eða ekki. Hins vegar sýndu niðurstöður að fólk taldi vasann með

Iittala merkinu vera heldur gæðameiri vara en sá vasi sem var án Iittala merkisins.

Gæðavara er líklegri til að fá jákvæð viðbrögð frá neytendum og er ósjaldan jákvæð

tenging milli sterkra vörumerkja og gæða (Keller, 2001). Megin stefna Iittala er vissulega

að bjóða upp á hönnun sem endist vel þegar horft er til gæða (Iittala, e.d.a) og má velta

því fyrir sér að mögulega hafa einhverjir þeirra þátttakenda sem þekkja vörumerkið

vitað af stefnu vörumerkisins.

Niðurstöður sýndu að fólk myndi frekar kaupa ómerkta vasann en þann sem merktur

var Iittala þegar spurt var um kaupáform á vasanum fyrir eigið heimili. Ganga þær

niðurstöður þvert á þær kenningar að neytendur kjósi að kaupa vörur frá sterkum

vörumerkjum. Slíkar kenningar eru til dæmis að vörumerki hafa meðal annars þann

tilgang að veita notagildi umfram sambærilegar vörur sem tilheyra ekki sterku

vörumerki (Orth, McDaniel, Shellhammer og Lopetcharat, 2004) og því má áætla að

neytendur sækist eftir vörum frá sterkum vörumerkjum. Vörumerki minnka einnig

áhættu fyrir neytendur þess, sálfræðilega áhættu og áhættu um að varan virki ekki sem

skildi (Brassington og Pettitt, 2013; Johansson og Carlsson, 2015), má gera ráð fyrir að

Page 37: Lokaverkefni til BS prófs í viðskiptafræði „Iittala

37

neytendur vilji lágmarka áhættu sína við kaup. Auk þess minnkar leitarkostnaður og

kaupferlið verður styttra þegar sterk vörumerki eiga í hlut (Brassington og Pettitt, 2013)

líkt og fjallað var um í fræðilegri umfjöllun verkefnisins. Wu (2015) segir einnig að eftir

því að það virði sem neytandi telur að hann fái við kaupin er meira, því meiri eru

kaupáformin, það er líkur og vilji neytenda til kaupa eykst. Líkt og fjallað var um í

kaflanum retro-mörkun hér að framan á hugtakið við þegar sagan endurtekur sig

(Brown, 1999) og tískan fer í hringi.

Miðað við niðurstöður þeirra spurninga sem snúa að kaupáformum veltir

rannsakandi því fyrir sér hvort vinsældir Iittala séu að dvína hér á landi á nýjan leik. Hafa

neytendur mögulega á undanförnum árum eignast mikið af Iittala vörum, fengið í gjafir

og keypt sér sjálfir, að þeir séu komnir með nóg af þeim í bili inn á heimili sín og séu því

ekki líklegir til þess að kaupa sér enn aðra vöru frá vörumerkinu. Einnig má telja það

vera líklega skýringu á niðurstöðum að fólki fannst vasinn ekki sérlega fallegur, hvort

sem hann var með eða án Iittala merkis. Vitanlega gefur það auga leið að fólk er ekki

mjög viljugt til þess að kaupa vasa sem því þykir ekki fallegur.

Hvað varðar þá spurningu sem snýr að verðmati fólks á vörunni styður hún kenningu

Kellers (2001) um að mögulegt sé að verðleggja vörur sterkra vörumerkja á hærra verði.

Neytendur eru tilbúnir að borga meira fyrir vörumerki sem þeir þekkja og treysta. Einnig

hafa sterk vörumerki hærra vörumerkjavirði (Jobber og Fahy, 2012; Wood, 2000) og má

gera ráð fyrir að það sé að hluta til skýring þess að neytendur séu tilbúnir að greiða

hærra verð fyrir sterkt vörumerki en óþekkt. Ómögulegt er að fullyrða hvers vegna

Iittala vörumerkið hefur verið svo gríðar vinsælt hér á landi eins og raun er. Mögulega er

það vegna retro-hugmyndafræðinnar og þá jafnvel í kjölfar efnahagsvanda og

tilfinninganna sem vörurnar vöktu hjá neytendum til dæmis samheldni eða söknuð eftir

liðinni tíð (Brown o.fl. 2003). Önnur útskýring gæti verðið hjarðhegðun Íslendinga en

rannsakandi hefur oft fengið þá tilfinningu bæði við gerð rannsóknarinnar og áður að

hér á landi sé mikil pressa á að falla inni í ákveðin staðalgildi eða ímynd í samfélaginu

sem verður meðal annars til í gegnum þá veraldlegu hluti sem fólk á og skreytir heimili

sín með (Brassington og Pettitt, 2013). Enn önnur skýring gæti verið að fólki finnist vörur

frá Iittala einfaldlega fallegar og vilji eiga þær, þó að nú sé afstaða fólks sú að það er ekki

líklegra til þess að kaupa þær fram yfir aðrar vörur.

Page 38: Lokaverkefni til BS prófs í viðskiptafræði „Iittala

38

9 Takmarkanir og frekari rannsóknir

Helstu takmarkanir rannsóknarinnar má áætla að sé val á úrtaki en notast var við

hentugleikaúrtak og getur falist í því úrtaksvilla sem getur haft áhrif á niðurstöður. Mikill

meirihluti þátttakenda voru konur og flestar á aldrinum 18 – 34 ára. Mögulegt er að

hluti þátttakenda í hópi 1 hafi ekki tekið eftir límmiðanum á vasanum eða þekkt hann.

Það kannist ekki við vörumerkið Iittala og hafi þar af leiðandi ekki gert sér grein fyrir að

um þekkt vörumerki væri að ræða þrátt fyrir Iittala merki á vasanum.

Vörumerkið Iittla var miðdepill rannsóknarinnar sem snérist þó um sterk vörumerki

almennt. Líkt og niðurstöður fyrstu spurningar rannsóknarinnar sýna að meirihluti

þátttakenda fannst vasinn ekki fallegur yfir höfuð, með eða án límmiða. Þar af leiðandi

má íhuga að varan sem notuð var í rannsókninni hefði mátt vera önnur, mögulega

stílhreinni og sem fleirum þætti falleg. Viðhorf þátttakenda til vasans sem notaður var

gæti hafa litast yfir á aðrar spurningar og skekkt niðurstöður.

Frekari rannsóknir á viðhorfi og kaupáformum neytenda til sterkra vörumerkja gætu

verið á ýmsan veg. Athyglisvert er að velta fyrir sér hverjar niðurstöðurnar væru ef

nákvæmlega eins rannsókn yrði gerð með Iittala vörumerkinu en önnur vara yrði notuð.

Þá jafnvel með fleiri og víðtækari spurningum. Enn fremur er spennandi að huga að

niðurstöðum eins rannsóknar með öðru vörumerki. Rannsakanda þætt áhugavert að

nákvæmlega sama rannsókn yrði lögð fyrir sambærilegt úrtak eftir 10 ár, jafnvel 20 eða

30 ár til þess að kanna enn betur retro-hugtakið í samhengi við viðfangsefni

rannsóknarinnar og umfjöllunina um sterk vörumerki.

Page 39: Lokaverkefni til BS prófs í viðskiptafræði „Iittala

39

Heimildaskrá

Ajzen, I. og Fishbein, M. (2005). The influence of attitudes on behavior. The Handbook of Attitudes, 173, 221.

Azoulay, A. og Kapferer, J. N. (2003). Do brand personality scales really measure brand personality? The Journal of Brand Management, 11(2), 143-155.

Bloemer, J. M. og Kasper, H. D. (1995). The complex relationship between consumer satisfaction and brand loyalty. Journal of Economic Psychology,16(2), 311-329.

Blythe, J. (2012). Essentials of marketing. (5. útgáfa). Essex: Pearson Education Limited.

Brassington, F. og Pettitt, S. (2013). Essentials of marketing. (3.útgáfa). London: Pearson Education Limited.

Brown, S. (1999). Retro-marketing: Yesterday's tomorrows, today!. Marketing Intelligence & Planning, 17(7), 363-376.

Brown, S., Kozinets, R. V. og Sherry Jr, J. F. (2003). Teaching old brands new tricks: Retro branding and the revival of brand meaning. Journal of Marketing, 67(3), 19-33.

Edell, J. A. og Burke, M. C. (1987). The power of feelings in understanding advertising effects. Journal of Consumer Research, 421-433.

Facebook. (2014 -2016). Facebook hópur: Skreytum hús. Sótt 2. apríl 2016 af https://www.facebook.com/groups/490841574346740/search/?query=festivo

Faircloth, J. B., Capella, L. M. og Alford, B. L. (2001). The effect of brand attitude and brand image on brand equity. Journal of Marketing Theory and Practice, 9(3), 61-75.

Flynn, L. R., Goldsmith, R. E. og Eastman, J. K. (1996). Opinion leaders and opinion seekers: Two new measurement scales. Journal of the Academy of Marketing Science, 24(2), 137-147.

Ghodeswar, B. M. (2008). Building brand identity in competitive markets: a conceptual model. Journal of Product and brand management, 17(1), 4-12.

Grewal, D., Krishnan, R., Baker, J. og Borin, N. (1998). The effect of store name, brand name and price discounts on consumers' evaluations and purchase intentions. Journal of Retailing, 74(3), 331-352.

Hoeffler, S. og Keller, K. L. (2003). The marketing advantages of strong brands. The Journal of Brand Management, 10(6), 421-445.

Hoyer, W. D. (1984). An examination of consumer decision making for a common repeat purchase product. The Journal of Consumer Research, 822-829.

Page 40: Lokaverkefni til BS prófs í viðskiptafræði „Iittala

40

Iittala. (2013). Iittala Alvar Aalto Collection. Sótt 27. febrúar 2016 af https://www.iittala.com/aalto

Iittala. (2016). MyIittala. Sótt 27. febrúar 2016 af https://www.iittala.com/myiittala

Iittala. (e.d.a). This is Iittlala. Sótt 22. febrúar 2016 af https://www.iittala.com/about-us

Iittala. (e.d.b). Festivo. Sótt 22. febrúar 2016 af https://www.iittala.com/Series/Iittala/Festivo/c/Festivo

Jobber, D. (2004). Principles and practice of marketing. (4. útgáfa). Berkshire: McGraw-Hill Education.

Jobber, D. og Fahy, J. (2012). Foundations of marketing. (4. útgáfa). Berkshire: McGraw-Hill Education.

Johansson, Johnny K. og Carlson, Kurt A. (2015). Contemporary brand management. SAGE Publications, Inc.

Kayaman, R. og Arasli, H. (2007). Customer based brand equity: Evidence from the hotel industry. Managing service quality: An International Journal, 17(1), 92-109.

Keller, K. L. (1993). Conceptualizing, measuring, and managing customer-based brand equity. The Journal of Marketing, 1-22.

Keller, K. L. (2001). Building customer-based brand equity: A blueprint for creating strong brands. Marketing Science Institute 107, 3-38.

Keller, K. L. (2002). Branding and brand equity. Handbook of Marketing, 151-178.

Keller, K. L. og Lehmann, D. R. (2006). Brands and branding: Research findings and future priorities. Marketing Science, 25(6), 740-759.

Kirsi Lauttia. (e.d.). Vintage Corner. The i-label. Iittala. Sótt 22. febrúar 2016 af https://secure.iittala.com/web/myiittala/138

Kuhn, K. A. L., Alpert, F. og Pope, N. K. L. (2008). An application of Keller's brand equity model in a B2B context. Qualitative Market Research: An International Journal, 11(1), 40-58.

Liu, A. H. og Leach, M. P. (2001). Developing loyal customers with a value-adding sales force: Examining customer satisfaction and the perceived credibility of consultative salespeople. The Journal of Personal Selling and Sales Management, 21(2), 147-156.

Olsson, J C. og Peter, J. P. (2010). Consumer behavior and marketing strategy. (9. útgáfa). New York: McGraw-Hill Education.

Orth, U. R. (2005). Consumer personality and other factors in situational brand choice variation. Journal of Brand Management, 13(2), 115-133.

Page 41: Lokaverkefni til BS prófs í viðskiptafræði „Iittala

41

Orth, U. R., McDaniel, M., Shellhammer, T. og Lopetcharat, K. (2004). Promoting brand benefits: The role of consumer psychographics and lifestyle. The Journal of Consumer Marketing, 21(2), 97-108.

Oyedeji, T. A. (2010). The credible brand model: the effects of ideological congruency and customer-based brand equity on news credibility. American Behavioral Scientist, 54(2), 83-99.

Patterson, P. G. (1993). Expectations and product performance as determinants of satisfaction for a high‐involvement purchase. Psychology and Marketing, 10(5), 449-465.

Petty, R. E., Wegener, D. T. og Fabrigar, L. R. (1997). Attitudes and attitude change. Annual Review of Psychology, 48, 609-47.

Pike, S. og Bianchi, C. (2013). Destination brand equity for Australia: testing a model of CBBE in short-haul and long-haul markets. Journal of Hospitality and Tourism Research, doi:10.1177/1096348013491604.

Rooney, J. A. (1995). Branding: A trend for today and tomorrow. The Journal of Product and Brand Management, 4(4), 48.

Rosa-Diaz, I. (2004). Price knowledge: Effects of consumers' attitudes towards prices, demographics, and socio-cultural characteristics. The Journal of Product and Brand Management, 13(6), 406-428.

Schiffman, L. G. og Kanuk, L. L. (2010). Consumer behavior. (10. útgáfa). New Jersey: Pearson Education.

Solomon, M. R. (2011). Consumer behavior. Buying, having and being. (9. útgáfa). New Jersey: Pearson Education.

Svana Lovísa Kristjánsdóttir. (2013, 29. maí). Iittala límmiði, af eða á? Trendnet. Sótt 22. febrúar 2016 af http://trendnet.is/svartahvitu/iittala-limmidi-af-eda-a/#

Taylor, S. A., Hunter, G. L. og Lindberg, D. L. (2007). Understanding (customer-based) brand equity in financial services. Journal of Services Marketing, 21(4), 241-252.

Valls, J. F., Andrade, M. J. og Arribas, R. (2011). Consumer attitudes towards brands in times of great price sensitivity. Four case studies. Innovative Marketing, 7(2), 60-70.

Wang, X., Yu, C. og Wei, Y. (2012). Social media peer communication and impacts on purchase intentions: A consumer socialization framework. Journal of Interactive Marketing, 26(4), 198-208.

Williams, K. C. (1981). Behavioural Aspects of marketing. London: Heinemann Professional Publishing.

Wilson, A., Zeithaml, V., Bitner, M. J. og Gremler, D. D. (2012). Services marketing: Integrating customer focus across the firm. (2. útgáfa). Singapore, McGraw-Hill.

Page 42: Lokaverkefni til BS prófs í viðskiptafræði „Iittala

42

Wood, L. (2000). Brands and brand equity: Definition and management. Management Decision, 38(9), 662-669.

Wu, C., PhD. (2015). A study on consumers' attitude towards brand image, athletes' endorsment and purchase intention. International Journal of Organizational Innovation, 8(2), 233-253.

Page 43: Lokaverkefni til BS prófs í viðskiptafræði „Iittala

43

Viðauki 1 – Spurningalisti

Page 44: Lokaverkefni til BS prófs í viðskiptafræði „Iittala

44