loki 2.tbl vor 2012

60
1

Upload: utgafa-skolafelaga-menntaskolans-i-reykjavik-mr

Post on 28-Mar-2016

288 views

Category:

Documents


23 download

DESCRIPTION

http://www.k.is/gisli/loki.pdf

TRANSCRIPT

Page 1: Loki 2.tbl vor 2012

1

Page 2: Loki 2.tbl vor 2012

2 • Loki Laufeyjarson • Janúar 2012

Ritstjórn:Arnar Sveinn Harðarson

Grétar Guðmundur Sæmundsson Gunnar Arthúr Helgason

Gunnar Birnir Ólafsson Kolbeinn Stefánsson

Hönnun og umbrot:Gísli Örn Guðbrandsson

Markaðsnefnd:

Alexander Ísak Sigurðsson Ágúst Páll Haraldsson

Guðmundur Kristinn Lee Vífill Sverrisson

Prentun: Stafræna Prentsmiðjan

Upplag: 1 kílóeintak

Ábyrgðarmaður:Kári Þrastarson

Forsíðumódel:

Ásdís Birna Gylfadóttir Dagur Snær Steingrímsson

Grétar Þór Sigurðsson Górilla

Þakkir:

Adolf Smári Unnarsson Anna Rósa Ásgeirsdóttir

Arnór Gunnar Gunnarsson Benedikt Sigurðsson

Birgitta Ólafsdóttir Bryndís Thelma Jónasdóttir

Daði Laxdal Gautason Daníel Freyr Birkisson

Eiki bath Elín Rósa Guðlaugsdóttir

Erla Ylfa Óskarsdóttir Hafsteinn Ragnarsson Harpa Ósk Björnsdóttir

Jakob Gunnarsson Járni Smár

Jonni funny Kári Þrastarson

Krister Blær Jónsson Nadia Margrét Jamchi

Nils Alexander Nowenstein Mathey Ólafur Kjaran Árnason

Óli loud Ótti good 6 kg

Páll Ársæll Hafstað Rakel Björk Björnsdóttir

Þorbjörn Þórarinsson Þórarinn Árnason

Leiðir út úr sjúkra-herberginu

8 litlar og hóflegar ástæður fyrir því að Dolli er myndarlegur og góð manneskjaAdolf Smári svarar fyrir sig og segir frá því af hverju hann er svona frábær

Söngkeppnin Ísbíltúr með sætum strágumÁrshátíðinHugleiðingar um kosningarNú fer að styttast í kosningar og ýmsar sögur farnar að dreifast um hugsanleg framboð

20

34

46

48

49

58

Innihald:

52

34

20

25

10

Paolo GargiuloLektor í tækni- og verkfræðideild

Doktorspróf frá TU, Tækniháskóla Vínarborgar

Sérsvið: Heilbrigðisverkfræði

Verkfræðingur á heilbrigðistæknideild LSH

Viltu skemmtilegt og spennandi nám? Viltu mæta sterkari út á vinnumarkaðinn? Viltu vinna með frábærum kennurum og taka þátt í öflugu rannsóknar- og nýsköpunarstarfi? Þannig er Háskólinn í Reykjavík: Framsækinn og alþjóðlegur háskóli með ótvíræða forystu í tæknigreinum, viðskiptum og lögum – lykilgreinunum fyrir öflugt atvinnulíf.

Komdu í heimsókn eða kynntu þér möguleikana á www.hr.is.

Velkomin í HRSaman látum við hjólin snúast

Hrafnhildur Hekla Eiríksdóttir

Stúdent frá MR 2008

Tækni- og verkfræðideild, 3. ár

Áhersla í námi: Heilbrigðisverkfræði

Áhugamál: Knattspyrna og harmonikkuleikur

46

Page 3: Loki 2.tbl vor 2012

3

Paolo GargiuloLektor í tækni- og verkfræðideild

Doktorspróf frá TU, Tækniháskóla Vínarborgar

Sérsvið: Heilbrigðisverkfræði

Verkfræðingur á heilbrigðistæknideild LSH

Viltu skemmtilegt og spennandi nám? Viltu mæta sterkari út á vinnumarkaðinn? Viltu vinna með frábærum kennurum og taka þátt í öflugu rannsóknar- og nýsköpunarstarfi? Þannig er Háskólinn í Reykjavík: Framsækinn og alþjóðlegur háskóli með ótvíræða forystu í tæknigreinum, viðskiptum og lögum – lykilgreinunum fyrir öflugt atvinnulíf.

Komdu í heimsókn eða kynntu þér möguleikana á www.hr.is.

Velkomin í HRSaman látum við hjólin snúast

Hrafnhildur Hekla Eiríksdóttir

Stúdent frá MR 2008

Tækni- og verkfræðideild, 3. ár

Áhersla í námi: Heilbrigðisverkfræði

Áhugamál: Knattspyrna og harmonikkuleikur

Page 4: Loki 2.tbl vor 2012

4 • Loki Laufeyjarson • Janúar 2012

Árshátíðarvikan er loksins gengin í garð og örlítil vonarglæta kviknar í hjörtum okkar allra. Það mun vora á ný. Vorhléið er einmitt rétt handan við hornið og áður en það hefst getum við gleymt öllum okkar áhyggjum í trylltu tjútti á Spot í Kópavogi. Sólin er farin að láta sjá sig einstöku sinnum og fuglarnir eru farnir að syngja. Síðustu vikur hafa verið strembnar bæði í árshátíðarundirbúningi og námi auk þess sem myrkur og kuldi hafa gert okkur lífið leitt.

Nú er tæpur mánuður síðan síðasta Lokablað kom út og við höfum staðið í ströngu við gerð þessa blaðs. Þetta blað er örlítið meira tengt félagslífinu en það síðasta og við fjöllum meðal annars um þemað sem er að þessu sinni Bítlarnir. Sjálfir börðumst við mikið fyrir því að þemað yrði Ivano Balic en allt kom fyrir ekki, Bítlarnir urðu fyrir valinu.

Líkt og í síðasta blaði prýðir léttklæddur drengur miðjuopnu blaðsins og við hvetjum að sjálfsögðu alla til að rífa plakatið út úr blaðinu og hengja það upp á vegg. Hotboy Loka er í hvert sinn valinn af mikilli kostgæfni og eyðum við í Loka löngum stundum í að velja þann dreng sem er best vaxinn og mest hot. Hotboy Loka þetta skiptið er Nils Alexander Nowenstein Mathey.

Ávarp ritstjórnar

Page 5: Loki 2.tbl vor 2012

5

Góðan dag elsku vinir!

Já það er frábær dagur! Það er svo gott að vera með ykkur! Gaman að sjá hvað þið eruð prúðbúin og sæt! Við erum nú heppin stjórn að eiga svona fallegt og skemmtileg fólk með okkur í skóla. Við brosum til ykkar. Við pældum lengi vel í því hvað árshátíð væri án fólksins? Árshátíð án fólksins er ár-, hátíðin er fólkið. Þið eruð fólkið, hátíðin er ykkar! Þetta var ekkert sérlega erfið fæðing, hún var eiginlega bara sársaukalaus, meira svona morfínskammtur í botn

og færir læknar. Þetta var meira svona hlátur en grátur hjá okkur vinunum að skipuleggja þessa fallegu árshátíð. En þannig á það að vera. Við þurfum oft bara að brosa. Pæliði í því ef við hefðum ekki brosað neitt þegar við vorum að skipuleggja þetta? Það hefði verið frekar súrt. Rosalega súrt. Við vorum samt alls ekkert ein að skipuleggja þessa snilld! Við viljum færa bros til krakkana í Árshátíðarnefnd sem brostu mjög mikið við að hjálpa okkur að gera þetta að veruleika og ekki má gleyma snillingunum i

skreytó sem eiga sérstaklega mikið bros skilið. Endilega brosið til þeirra á ganginum þegar þið sjáið þau og kyssið þau á munninn. Best að hafa þetta ekkert lengra. Muniði bara að brosa til allra sem þið sjáið í vikunni, í bekkjarmatnum, fyrirpartíinu og á ballinu. Þá verður þessi árshátíð miklu skemmtilegri.

Takk fyrir samstarfið í fortíðinni, nútíðinni og Framtíðinni

Framtíðarstjórn

Ávarp framtíðarstjórnar

Page 6: Loki 2.tbl vor 2012

6 • Loki Laufeyjarson • Janúar 2012

Horfa á hluti: Fólk horfir of mikið á hluti. Ég meina kommon, við höfum fimm skilningarvit. Á meðan almúginn stendur í hlutleysi og horfir á umhverfi sitt, höfum við, sem erum laus við handjárn félagslegra viðmiða, fundið nýjar leiðir til að skynja hlutina. Bragðskynið er án alls vafa vanmetnasta skilningarvitið. Nýjar víddir munu opnast þér um leið og þú bara lokar augunum og ferð að smakka á umhverfi þínu. Það mun vera sem þú sért að hitta vini þína í fyrsta sinn þegar þú loksins bragðar aðeins á þeim. Lyktarskynið er næstmest hip skilningarvitið og oft getur verið ráðlegt að lykta sig áfram, t.d í umferðinni eða slagsmálum. Keyra á fólk á bíl: Gangandi vegfarendur hafa gott af því að fá eitt stykki farartæki í bakið, svona inn á milli, til að minna þá á hver ræður í umferðinni. Normið hingað til hefur verið að keyra á fólk á bílum en fyrir okkur sem erum nokkrum prikum meira hip eru reiðhjól klárlega málið. Ekkert kennir gangandi fólki meiri lexíu en að bruna á það á reiðhjólinu þínu, þá sérstaklega ef hjólað er inn í hóp af fólki. Hjálmur og allar tegundir hlífa eru ráðlegar til að þú getir staulast stoltur í burt eftir að hafa sýnt þessum „göngugörpum“ hvar Davíð keypti ölið. Hlaupahjól eru líka alveg hip.

Vera í fötum (sem eru ekki sokkar eða grifflur eða smokkur) Eins og allir vita eru þetta grunnfötin þrjú. Sannað hefur verið að langmestur hiti fer út úr líkamanum á ystu pörtum handa, fóta og getnaðarlims. Þessar þrjár flíkur halda því algjörlega á þér hita og eru ekkert fangelsandi eins og þau föt sem almúginn er vanur að klæðast. Sokkar eru mjúkir og góðir. Nema blautir sokkar, þeir eru ekki góð föt. Grifflur er klárlega mest móðins föt sem fyrirfinnast. Auk þess hleypur maður miklu hraðar með grifflur, sérstaklega ef það er mynd af eldi á þeim. Smokkur eru nauðsynlegustu fötin. Kynsjúkdómarnir eru nefnilega alls staðar nú til dags. Hver veit nema kennarinn þinn sé með lekanda, eða mamma þín eða pabbi með sárasótt? Þess vegna er nauðsynlegt að vera öllum stundum með smokk. Við mælum með því að skipta um smokk á tveggja vikna fresti vegna hreinlætis. Á veturna verður oft svolítið kalt fyrir tillann að klæðast einungis latexi. Lopasmokkar geta því verið ráðlegir. Þeir eru hlýir og góðir en stinga pínu fyrst. Gætur verður að hafa á því að prjóna nógu þétt til að enginn óþverri komist inn. Það er eins með smokka og pönnukökur, þeir eru bestir heimagerðir af ömmu gömlu.

Porn á Internetinu Ungdómur okkar samtíma hefur fallið í djúpan pytt fjöldaframleidds porns sem er algjörlega laust við öll gæði og virðingu. Internetið er stútfullt af myndum og myndskeiðum af ósnyrtilegum dömum og herrum sem ekkert er varið í. Við í Loka höldum okkur nú bara við gömlu góðu VHS-dónaspólurnar. Það eru engir viðvaningar sem bregða á leik í þessum ærslafullu senum, þar sem reynslan skín af þessum kynhetjum, söguþráðurinn svíkur heldur engan. Það er líka svo gaman að spóla til baka áður en hafist er handa. Dónaspólumenningin hefur líka lítið látið að sér kveða undanfarið en það er mikil stemning falin í því að skiptast á spólum við vini þína. Sama spólan gengur svo á milli vina sem geta þá spjallað um innihald hennar. Stúderað einstök atriði og rætt um sína uppáhalds leikstjóra og leikara. Pornkasettur eru líka alltaf góðar. Það er fátt sem kveikir eins mikið í manni og röddin sem segir: „skiptu nú yfir á hlið B“ þegar leikar standa sem hæst. Þá þarf maður að snúa kasettunni við. En besta klámtækið er þó án alls vafa, hinn gamli góði View-Master. Hann er handhægur og maður getur skoðað pornið sitt við öll tækifæri. T.d í fermingu eða flugvél.

Hlutir sem eru of mainstream

Page 7: Loki 2.tbl vor 2012

7

Eftir sárt tap gegn Verslingum á MR – VÍ deginum í október vorum við MR-ingar hungraðir í hefnd. Sætur sigur og hefnd gegn Verslunarskólanum í undanúrslitum í fyrra var okkur enn í fersku minni og auðvitað ætluðum við að endurtaka leikinn. Umræðuefni kvöldsins var „þróunaraðstoð“ og mælti Menntaskólinn með en Verslunarskólinn á móti. Málstaður MR-inga var fallegur og í takt við andrúmsloftið í skólanum þessa vikuna en góðgerðavikan var einmitt í fullum gangi þegar keppnin átti sér stað. Eftir að liðstjórar höfðu kynnt lið sín steig sjálfur forsetinn upp í pontu og flutti rökfasta og vel skrifaða ræðu af einstakri yfirvegun og kynnti málstað síns liðs með stakri prýði. Hann var ekki síðri í seinni umferðinni og hann er svo sannarlega búinn að koma sér í hóp bestu ræðumanna landsins. Næstur fyrir hönd MR-inga var Ólafur Kjaran. Hann sýndi ekki sínar bestu hliðar í fyrri umferð en bætti svo sannarlega

upp fyrir það í seinni umferð. Jóhann Páll var heldur ekki upp á sitt besta í fyrri umferð en í seinni umferð flutti hann eina mestu bomburæðu í manna minnum. Sú ræða skilaði honum titlinum „ræðumaður kvöldsins“ og átti augljóslega stóran part í heildarframmistöðu liðsins. Jóhann var líka mjög fínt greiddur alla keppnina. Verslingar fluttu líka einhverjar ræður. Eftirminnilegasta ræðan þeirra var án alls vafa smelliræðan sem Sigríður flutti. Sigríður var einmitt með næstflest stig á eftir Jóhann Páli. Við í ritnefnd Loka verðum að vera ósammála dómurunum um þessa ákvörðun þrátt fyrir prýðilegan flutning hennar. Þessi keppni var nefnilega á alveg ótrúlega háu plani, hver einasti ræðumaður sem steig upp í pontu flutti flotta ræðu á fagmannlegan hátt og við vorum sammála oddadómaranum þegar hann lét út úr sér að frammistaða sigurvegaranna hefði verið „sá besti sem hann hefur séð

á fjórtán ára MORFÍs-ferli sínum“. Sigurður og Jörundur stóðu sig mjög vel að okkar mati þó Jörri hafi fengið frekar slæma dóma frá dómörunum. Eftir að dómarahléið hafði klárast og dómararnir ráðið ráðum sínum steig Geir Finnsson, oddadómari upp í pontu og tilkynnti ræðumann kvöldsins, hann Jóhann Pál, og tilkynnti að 118 stiga munur hefði skilið liðin að. Þessi munur kom mörgum á óvart enda voru liðin bæði mjög góð og hvorugt þeirra áberandi betra. En til allrar hamingju var það Menntaskólinn í Reykjavík sem stóð uppi sem sigurvegari í þessari frábæru viðureign. Þessi keppni var í heild bara virkilega góð og það er klárt mál að þarna áttust við tvö af bestu ræðuliðum landsins og það er í rauninni synd að annað þeirra hafi þurft að hætta keppni svo snemma. MR-VÍ hefði verið virkilega spennandi úrslitakeppni.

MORFÍsMR-VÍ

Page 8: Loki 2.tbl vor 2012

8 • Loki Laufeyjarson • Janúar 2012

Átt þú í stanslausum erjum við einhver bekkjarfélaga þinn, nágranna eða fjölskyldumeðlim? Veistu kannski ekki hvernig þú getur náð þér niður á þeim? Ekki örvænta því hér á eftir munum við fara í gegnum það einfalda ferli að vinna rifrildi, enda deilur og sitja uppi sem sigurvegari. Þú þarft ekki að þola það mikið lengur að bekkjarfélagar þínir kroti „LÚÐI“ stórum stöfum í bókina þína, nágranni þinn láti hundinn sinn skíta á lóðina þína og pabbi þinn pissi á þig á meðan þú sefur og ásaki þig svo um að pissa undir. Ó nei, sá tími er liðinn. Nú hefst hefndin.

1. Að koma með „comeback“

Ef þú verður fyrir stanslausum skotum frá óvini þínum kemur fyrr eða síðar að því að þú þurfir að verja þig. Það fyrsta sem ber að hafa í huga þegar skammaryrðum dynur yfir þig er að sókn er besta vörnin. Þess vegna er góð leið að verja sig með því að svara árásum óvinarins með svokölluðum “comeböckum”. Þau slá hann oftast út af laginu og beina athyglinni frá þér. Best er að útskýra þetta með dæmi. Ef óvinur þinn segir eitthvað eins og „þú ert ljótur“ eru nokkrir frasar sem virka í hvert sinn.Þeir eru t.d „Sömuleiðis“, „eða hitt þó heldur“, „í þínum heimi“ og síðast en ekki síst „viltu ekki bara fara í Bónus og kaupa þér nýtt líf?“ Þetta síðasta ætti þó aðeins að nota í háalvarlegum kringumstæðum.

2. Að skjóta á mótiNú þegar allar árásir óvinar þíns detta af þér sem dauðar flugur og hann er orðinn ruglaður í ríminu getur þú byrjað að skjóta til baka. Best er að byrja rólega með nokkrum vægum uppnefnum. Þú getur t.d. kallað hann asna, kjána, flón og jafnvel frethaus. Ef ekkert af þessu virðist ætla að græta óvininn gætir þú neyðst til að nota merkjasendingar. Ein frábær merkjasending er spegillinn. Ef óvinur þinn ætlar að senda þér einhver ljót merki eða ljótar orðsendingar getur þú ávallt rétt út flatan lófann og kallað: „spegill!“ Þá ættu öll fúkyrðin að kastast beint yfir á hann. Þess vegna er spegillinn eiginlega eina merkjasendingin sem maður þarf að kunna. Hún er líka einföld en oft getur reynst erfitt að læra önnur flóknari merki. Eitt þeirra er reyndar mjög nytsamlegt og skemmtilegt, það að ulla. Þetta ættu allir að kannast við, þú einfaldlega rekur út tunguna þína í átt að óvininum og gerir þannig lítið úr honum. Enn önnur góð merkjasending er langa nefið. Þá geturðu látið sem nefið þitt sé lengra en venjulega með því að lengja það með puttunum. Svo blakarðu puttunum út um allt og beinir langa nefinu að óvini þínum. Þetta er aðeins á færi reyndustu dissara en ætti að öllum líkindum að græta andstæðinginn.Lis

tin a

ð vin

na r

ifrild

i

Page 9: Loki 2.tbl vor 2012

9

3. Að vinna rifrildiðNú þegar leikar standa sem hæst þarft þú að láta til skarar skríða og gera eitthvað róttækt. Hér fyrir neðan eru nokkrir hlutir sem getur verið sniðugt að gera til að ná þér loksins niður á þessum óþokka.

Snýta þér í allt sem hann elskar: Hor er ógeðslegt, grænt og slímugt. Enginn vill hafa hor á hlutunum sínum, sérstaklega ekki þeim sem maður elskar. Þess vegna ertu svo sannarlega að gera honum grikk ef þú ferð heim til hans og snýtir þér í fötin hans, húsgögnin, bækurnar og gæludýrið hans.

Skrifa fúkyrði á vegginn hans með blóði: Engum líkar við að sjá dónaleg orð. Dónaskapur særir blygðunarkennd okkar og lætur okkur líða illa í sálinni. Þess vegna er sterkur leikur að fara heim til viðkomandi á meðan hann er ekki heima skrifa dónaleg orð á vegginn hans. Málning er hins vegar bæði dýr og næst illa af veggjum og þess vegna mælum við með því að skrifa með blóði.

Blóð er þó heldur ekki auðfengið. Þú þarft annaðhvort að stelast til að taka smá úr Blóðbankanum, kýla sjálfan þig í nefið eða skalla vegg til að fá blóðnasir, stinga einhvern óviðkomandi aðila með rýtingi eða stela svona konublóði sem kemur stundum út úr konum. Svo geturðu skrifað orð eins og kúkur, piss, typpi, eymd, hatur, sorg eða fóstureyðing á vegginn hans.

Raka líkamshárin af einhverjum fjölskyldumeðlim hans: Á meðan fjölskyldan hans sefur getur þú komið þeim á óvart og rakað eitt þeirra frá toppi til táar. Börnin á heimilinu eru að mestu hárlaus og líklegast mamman líka. Pabbinn á heimilinu er því augljós kostur. Ef þú rakar pabba óvinar þíns hefurðu aldeilis náð þér niður á honum. Þá getur þú t.d. montað þig af því að þinn pabbi sé loðnari en hans pabbi.

Siga andsetnu barni á hann: Allir sem hafa séð eins og eina hryllingsmynd vita að maður vill ekki fá andsetið barn inná heimilið. Akkúrat þess vegna væri það sterkur leikur fyrir þig að gabba hann til að ættleiða eitt slíkt. Eina sem þú þarft að gera er að verða þér út um barn og láta svo myrkjahöfðingjann taka yfir sál þess. Það ætti ekki að vera mikið mál ef þú fylgir einföldum athöfnum djöfladýrkenda. Svo er það leikur einn að fá óvin þinn til að taka við barninu áður en hann fattar að Satan sjálfur býr innra með því.

Page 10: Loki 2.tbl vor 2012

10 • Loki Laufeyjarson • Janúar 2012

Leikir fyrir einn:Vega salt: Eins og allir vita eru vegasölt aðeins fyrir mestu ofurhuga og alltof mikil hætta fólgin í því að vega salt með einhverjum öðrum en sjálfum þér. Þú vilt ekki lenda í pompsu slysi, þar sem hinn aðillinn lætur þig pompsa í jörðina með því að fara skyndilega af vegasaltinu á meðan þú ert sem hæst uppi. Það að vega salt einn er þó líka að vissu leyti áhættusamt en þeir sem lifa fyrir adrenalínið gætu haft gaman að þessu jaðarsporti. Það verður samt sem áður alltaf að hafa hjálm, ökklahlífar, legghlífar, olnbogahlífar, kúta, neyðarflautu og smokk. Því að hætturnar leynast víða þegar þú ert að vega salt.

Feluleikur: Fyrir suma er vorhléið alltof mikill frítími sem erfitt er að þrauka í gegnum. Löngum stundum er ekkert á dagskrá og tíminn virðist nánast standa í stað. Þá er feluleikur góð lausn. Feluleikur er skemmtilegur og spennandi leikur en hann endar samt alltof fljótt ef fleiri en einn taka þátt. Ef þú ert einn að spila feluleik þarftu bara að fela þig og bíða svo eftir að skólinn byrji aftur.

Pornógrafía: Þetta flokkast kannski ekki alveg sem leikur en það er auðveldlega hægt að gera sér leik úr þessu undarlega fyrirbæri. Vissuð þið að nú eru komnar svona allsberar konur á internetið? Þær eru ekki í neinum fötum og maður getur meira að segja séð búbísin þeirra. Fyrir þá sem vita ekki hvað búbs eru hafa þau oft einnig verið kölluð bobblingar, jullur, blöðrur, skútur (ha?), melónur, sprullur, brjóssarar, tittís, mjólkurbú,

spenar, mömmur, baujur, pom-poms, bollur og brjóst. Svo eru líka stundum allsberir karlar í pornógrafíu en þeir eru bara loðnir og þannig. Alveg furðulegt allt saman. Og ekki nóg með það. Litli fáninn undir nærfötunum þínum heldur greinilega að það sé alþjóðlegur fánadagur því að hann flaggar barasta í fulla stöng. Stundum flaggar hann samt bara í hálfa stöng eins og þegar Arnar er vaxaður uppi á sviði í cösu eða þegar Siggi Stormur les veðurfréttir.

Mixdrykkjuleikur: Þessi leikur er einnig aðeins fyrir villinga. Þú þarft ekki að hafa vin með þér en leikurinn krefst þess samt að mamma þín sé heima. Þú þarft líka að verða þér út um hálfan lítra af Egils Mixi og skotglas. Reglurnar eru svo einfaldar, í hvert sinn sem mamma þín segir MAFS tekur þú eitt skot af Mixinu. Mamma þín má þó ekki vita leikreglurnar svo þú verður bara að treysta á að hún segi það fyrir tilviljun nógu oft yfir daginn til að þú verðir drunk.

Undirhökuleikurinn: Þessi bráðskemmtilegi leikur gengur einfaldlega út að það að þú átt að setja hendur fyrir aftan bak, taka þér stöðu og reyna svo eftir bestu getu að bíta í undirhökuna þína. Ef þú nærð góðu taki á henni með munninum ertu búinn að vinna. Svo getur þú endurtekið leikinn aftur og aftur og reynt að ná alltaf lengra og lengra niður á háls og vera með meira af undirhöku í munninum. Sogblettir og bitför eru óhjákvæmileg en það eru einfaldlega merki um að þú hafir skemmt þér konunglega og augljóslega unnið leikinn.

Ef þ

ér le

iðis

t í vo

rhlé

inu.

.Klassískir leikir með einföldum reglum verða alltaf sjaldséðari eftir því sem við eldumst en þeir geta verið hin besta skemmtun. Hér eru nokkrir leikir sem við mælum með að fólki prófi til að stytta sér stundir í vorhléinu.

Page 11: Loki 2.tbl vor 2012

11

Leikir fyrir tvo:Knúsustríð: Einfaldur og skemmtilegur leikur fyrir tvo. Hann gegnur einfaldlega út á að knúsa hinn aðilann sem mest. Það er enginn sem vinnur eða tapar, báðir hafa bara gaman. Leikurinn endar svo oftast með því að eftir margra klukkutíma ærslagang, sofna báðir í örmum hvors annars.

Kyssustríð: Svolítið svipaður leikur og knúsustríð nema í stað knúsa koma kossar. Það sem er líka öðruvísi við þennan leik er að það þarf alltaf að vera einn „gerandi“ og eitt „fórnarlamb“. Gerandinn á að reyna að kyssa hinn eins mikið og hann getur og fórnarlambið á að reyna að koma í veg fyrir að hinn nái að kyssa hann. Eða allavega þykjast reyna að koma í veg fyrir það. Ef báðir væru gerendur eins og í knúsustríði myndi það kossaflens líklegast enda með samförum.

Störukeppni: Hefðbundnar reglur sem flestir ættu að kannast við. Þú einfaldlega heldur augunum opnum og horfir inn í augun á hinum keppandanum, reynir eftir bestu getu að blikka ekki og svo er það bara sá sem er fyrstur til að fara í sleik við hinn sem vinnur. Flöskustútur: Það kannast flestir við þennan leik og það eina sem til þarf er ein tóm flaska. Svo setjist

þið tveir bara í hring og byrjið. Annar byrjar á að snúa flöskunni og sá sem flöskustúturinn lendir á þarf að kyssa hinn. Ef flöskustúturinn lendir á honum sjálfum má gera aftur.

Þrautakóngur: Flestir ættu einnig að kannast við þennan sígilda leik. Einn gerir einhverja ákveðna hreyfingu og hinn eltir og gerir það sama. Þetta er þó mun rómantískari leikur en þeir sem áður hefur verið fjallað um og við mælum helst með honum ef þú ert á stefnumóti. Leikurinn getur þar að auki verið nytsamlegur til að gabba dömuna. Þú getur t.d. klætt þig úr fötunum og hún neyðist til að gera slíkt hið sama.

Bréfskák: Ef þú og vinur þinn finnið ykkur ekkert að gera getið þið farið hvor til síns heima og hafið æsispennandi bréfskák. Þá sendir hvítur fyrsta leikinn í pósti og það er æsispennandi að bíða eftir svari.

Ríðó: Reglurnar eru einfaldar. Fyrstur til að klára vinnur.

Leikir fyrir þrjá eða fleiri:

Twister á Kolbeini: Twister er sígildur leikur en hann má gera enn skemmtilegri með því að skipta leikborðinu út fyrir líkama Kolbeins. Þá þarf einfaldlega að mála nokkrar doppur í viðeigandi litum hér og þar á líkamann hans og spila svo leikinn á hefðbundinn hátt.

Potileikurinn: Oftast spilaður af þremur eða fjórum leikmönnum svo að allir nái til allra. Leikmenn stilla sér upp í hring og pota í magana á hinum. Það er bannað að verja sig og bannað að spenna magavöðvana. Þetta er ömurlegur leikur sem skilar engu nema sársauka. Enginn hefur gaman, enginn vinnur. Allir tapa og fara leiðir heim með auman malla.

Snertileikurinn: Svolítið eins og potileikurinn nema nú standa allir í hring og snerta hvor annan blíðlega. Allir hafa gaman og allir eru sigurvegarar. Því sá sigrar sem hefur gaman og við höfum nú öll gaman af því að snertast smá. Svo fara allir sáttir og snertir heim.

Page 12: Loki 2.tbl vor 2012

12 • Loki Laufeyjarson • Janúar 2012

Rakel BjörkHvað ætlarðu að gera í vorhléinu?Vera á Herranæturæfingum og leika í kvikmyndinni Falskur fugl.

Hvað ætlarðu að vera á árshátíðinni?Drulluflott, hot og til í tuskið.

Hvað var uppáhaldsatriðið þitt á söngkeppninni?Sigurlagið, Imba sem er sko tótallý vinkona mín. Ég þekki hana alveg sko.

Ertu á undan targetinu þínu í stafrófinu?Uuu... er Þórður Hans á undan Rakel í stafrófinu?

Hvað er uppáhalds slangrið þitt?Ég slangra nú sjaldan nema bara í málsháttum. T.d. þegar ég segi “Sjaldan fellur Mafsið langt frá Mafsaranum”.

Hvort myndirðu frekar borða heila skál af Bygga Birni eða selja þig í vændisánauð til Mið-Afríku?Tja, ég hef reyndar aldrei komið til Mið-Afríku. Það gæti verið spennandi. Æ nei, ég sætti mig nú varla við kynlífsánauð. Það yrði þá líklega Byggi.

Ef þú værir dýr, hvort værir þú refur eða hundur?Refur af því ég er svo grimm á böllum og svoleiðis. Svo er ég ekki eins hlýðin og hundur.

Hvað finnst þér um að það eigi að hætta að flytja inn Lucky Charms?Borða ekki Lucky Charms. Ég hata nefnilega hamingju, gleði og litla hesta.

Hafsteinn Hvað ætlar þú að vera á árshátíðinni?Ég er búinn að panta Batmanbúning frá útlöndum en ef það klikkar mæti ég örugglega bara aftur sem Jesú.

Hvert er uppáhalds slangrið þitt?Við vinirnir tókum nýlega upp á því að skipta öllum atviksorðum út fyrir “beat-box”. Þá hlómaði setningin “Ég er að fara heim” eitthvað á þessa leið: “Ég er að fara beat box.”

Mega bræður snerta á hvor öðrum typpið ef þeir vita ekki hvor á hvað?Nei, maður á aldrei að snerta typpi.

Hversu hot ert þú á skalanum 1-10?Solid nía.

Hvenær ætlarðu næst í sturtu?Eftir árshátíðina.

Hver er uppáhalds Pokémon leikurinn þinn?Charizard.

Hvers konar porn er í uppáhaldi hjá þér?Austur-evrópskt.

Hvert er uppáhalds Bítlalagið þitt?Across the Universe.

Hvaða bítill var/er mest hot?Mér finnst þeir nú allir hot. Sérstaklega þegar þeir voru ungir. McCartney hefur samt vinninginn.MR

spja

llið

Page 13: Loki 2.tbl vor 2012

13

Erla YlfaHvað ætlarðu að gera í vorhléinu?Finna mér einhvern mjúkan og góðan til að kúra með.

Hvað ætlarðu að vera á árshátíðinni?Lauslát.

Hvað var uppáhalds atriðið þitt á Söngkeppninni?Ég fór reyndar ekki en heyrði að diskókúlan hafi verið flott.

Ertu á undan targetinu þínu í stafrófsröðinni?Hahaha ég raðaði targetunum ekkert í stafrófsröð.

Hvað er uppáhalds slangrið þitt?Samvittighed og ásamt fleiri dönskum orðum.

Hvort myndirðu frekar borða heila skál af Bygga Birni eða selja þig í vændisánauð til Mið-Afríku?Ojj strákar eruði ógeðslegir! Að sjálfsögðu vel ég Afríku.

Hvernig á að fara í sleik?Ég veit það ekki. Þarf samt nauðsynlega að læra það fyrir þessa árshátíð svo ef það er einhver til í að kenna mér á ég fullt af pening.

Með hverju ætlar þú að skola fyrirpartýssnakkinu niður?Kampavíni :)

Hvort er Tom Krús eða bolli?Krús er ekki land haha. Hann er frá Bandaríkjunum.

Birgitta ÓlafsdóttirHvað ætlar þú að vera á árshátíðinni?Ég sjálf nema strákur.

Ert þú á undan target-inu þínu í stafrófinu?Jamm.

Hvert er uppáhalds slangrið þitt?Uppáhalds slangrið mitt er píka.

Hvort myndirðu frekar borða heila skál af Bygga Birni eða selja þig í vændisánauð til Mið-Afríku?Erfið spurning, en ætli ég myndi ekki borða Bygga. Styðja íslenska framleiðslu og svona.

Hvernig á maður að fara í sleik?Maður passar bara að vera ekki með tunguna úti.

Með hverju ætlar þú að skola fyrirpartýs snakkinu niður?Ég borða aldrei snakk í fyrirpartýjum. Snakk lítur kannski út fyrir að vera gott en þegar maður fær sér eru það alltaf vonbrigði. Maður endar alltaf með vont bragð í munninum og allskonar ógeð í tönnunum.

Hvort er Tom Krús eða bolli?Tom er aðallega hott sko (og illaður líka).

Hvað er uppáhalds pornið þitt?Swedish oily boy-dagatalið mitt.

Hvað finnst þér um að það eigi að hætta að flytja inn Lucky Charms?Ó guð, það væri ömurlegt fyrir öll börnin sem fá enga æsku.

Þórarinn ÁrnasonHvað ætlar þú að vera á árshátíðinni?Hellisbúi. Er það ekki þemað?

Ert þú á undan target-inu þínu í stafrófinu?Haha, ég fer aldrei í sleik við neinn sem er á undan mér í stafrófinu.

Hvert er uppáhalds slangrið þitt?Móðir mín leyfir mér ekki að slangra.

Nefndu þrjú atriði sem þú sækist eftir í maka.Fyrir það fyrsta er nauðsynlegt að makinn sé einstaklega fallegur og með fyrirtaks skopskyn. En síðast en ekki síst er númer eitt, tvö og þrjú að hún sé mjög mjaðmabreið svo hún geti alið mér mörg börn.

Mega bræður snerta á hvor öðrum typpið ef þeir vita ekki hvor á hvað?Já, en bara ef þeir eru mjög góðir vinir í þokkabót.

Hversu hot ert þú á skalanum 1-10?[Lítur í spegil] Klárlega nía á góðum degi. Ég er samt ómálaður núna svo 8,5.

Hvenær ætlarðu næst í sturtu?Ég fer nú venjulega bara í bað og þá einungis á LAUGARdögum.

Hvers konar porn er í uppáhaldi hjá þér?Ég perla allt mitt porn sjálfur. Það er svo lang best þegar maður er nýbúinn að strauja það og það er ennþá heitt. Úff...

Page 14: Loki 2.tbl vor 2012

14 • Loki Laufeyjarson • Janúar 2012

Hej strákar og pigerKrakkar nú til dags hafa mikið verið að sletta á Engelsk. Þau nota slangur eins og „sorry“ eða „candys“ og eru þetta svartir blettir á íslensku talmáli nútímans. En nú er det gamle komið aftur, dönskuslettur eru að detta aftur í mode. Það hlýtur hver heilvita mand að sjá að orðin „undskyld“ og „slik“ eru margfalt meira fedt en enska slangrið. Eins og flestir vita er danska lykillinn að hjarta kvenmannsins og það er nánast umuligt fyrir þessar kvinde að standast sjarmöra sem kunna að sletta á dansk. Setningar eins og „undskyld, þú ser vel út søde piger“ og „þín øjne eru dýpri end det dybeste sjór“ ættu að bræða hvaða pige sem er. Dönskuslettur geta líka komið sér vel ef þú vilt ser udt fyrir að vera harður negle. Það er enginn að fara að abbast upp á þig hvis du siger: „Ég kunne meiða þig, hvis ég ville, fordi ég er svo hård“. En danskan getur bæði verið

ruddaleg og mjög høflighedet. Þú munt altid koma vel fyrir ef þú bruger frasa eins og „tak i lige måde“ eða „tillykke með fødselsdaginn þinn“. Við hvetjum derfor sem flesta til að taka þessar smukke málsvenjur upp í sitt daglega mál. Því að danskan virkar einfaldlega best í afslappet daglegu máli. Öllum líður vel í kringum þann

sem kann að sletta á dönsku og það ætti að bæta samband þitt bæði við læreren og eleverne í skólanum og líka mor og far á þínu hjemme. Orðasambandið: „Mor og far“ er einmitt dæmigert slangur og er oftast bruget í sætninger eins og: „Ég er

bara ved að ser television með mor og far“.Nokkur orð og frasar eru alveg nødvendigt í dönsku slangri. Þar má meðal annars nefna „undskyld“ en það má eiginlega bara nota hvar sem er, hvenær sem er og undir hvaða kringumstæðum sem er. Orðið „fedt“ er líka mjög oft notað og getur nánast komið í stað fyrir hvaða jákvæða lýsingarorð sem er. Dæmi um það eru f.eks setningar som: „Þú ser udt fyrir að vera mjög fedt strákur“. Smuk er mjög svipað orðinu fedt og hægt er að nota það í frösum eins og: „Ég kan altid eldað eitthvað gott med minn smukke flødeskum“. Smáorð eins og „fordi“ passa líka vel inn í íslenskuna en það sést vel í setningum eins og „ég fór út í kiosk, fordi mig vantaði mælk“. Nafnorð eins og „mælk“ eru einmitt líka mjög oft bruget. Orðið „slik“ er einnig gríðarlega popular en það er notað í frösum eins: „Hey ven, viltu koma út að kaupa slik?“

Dönskuslangur

Jæja. Núna er virkilega þörf á breytingum. Fimm óvenju vel gefnir drengir hafa sniðgengið nám, vini, fjölskyldur, mat og margt, margt annað síðasta veturinn til að undirbúa sig fyrir það að geta haldið heiðri okkar MR-inga uppi og vinna Gettu betur. Samtals hafa þeir svarað hraðaspurningum í yfir 48 klukkutíma í vetur en á þessum tíma hefðu þeir getað horft 32 sinnum á Princess Diaries 2. Pælið í því! Þeir hafa líka varið svo miklum tíma saman að þeir hafa þróað með sér sérstaka mállýsku sem gerir samskipti við alla aðra mjög erfið. Við vorum óheppin í fyrra og erum því að sjálfsögðu staðráðin í að vinna í ár. Nú þegar hafa þeir í bæði skiptin rústað aumingja skólunum sem voru svo óheppnir að mæta okkur til þessa en samt sem áður ná þeir MR-ingar sem hafa mætt á þessar viðureignir samanlagt varla upp í tveggja stafa tölu. Krakkar, þetta er fáránlegt.

Erum við of hrokafull til að mæta? Gerum við bara ráð fyrir að vinna og þurfum þess vegna ekki að mæta til að styðja? Þetta gengur ekki upp. MR er stórveldi í Gettu betur og þarf að halda þeim standard. Það þýðir ekkert að mæta bara á úrslitin og halda að það sé nóg.

Við verðum að sýna strákunum þá lágmarks virðingu að styðja þá til sigurs, jafnvel þó að þeir muni vinna hvort eð er. Nú er kominn tími til að rífa sig upp úr þessu kjaftæði og fara að mæta almennilega á keppnir. Koma svo!

Þörf áminning

Page 15: Loki 2.tbl vor 2012

15

Ef vinur þinn verður þreyttur á djamminu og sofnar kannski í partýi eða verður skyndilega lasinn á balli og þarf að fara í sjúkraherbergið eru til ýmsar leiðir til að gera honum grikk.

Matterhorn-glaðningurinn: Matterhorn-glaðningurinn lýsir sér þannig að einn þríhyrningur er tekinn af dökkri tobleron lengju og lagður blíðlega milli rasskinna svefnpurkunnar. Svo þegar Þyrnirósinn vaknar upp af værum svefni hefur líkamshitinn brætt súkkulaðimolann. Fórnarlambið hefur líklegast verið svo þreytt kvöldið áður að það man barasta ekkert hvað átti sér stað og heldur því að það sé með vænlegt bremsufar í buxunum sínum. Við má búast að viðkomandi aðilli reyni að fela þetta óhapp fyrir öðrum viðstöddum en það skondna er að allir vita hvað gerst hefur og getið því hlegið dátt að vonlausri tilraun kúkalabbans til að halda bæði andliti sínu og orðspori.

Avatar: Hvar hefur þig dreymt um að vakna í hvert sinn sem þú ferð að sofa? Svarið er augljóst. Pandora. Þessu getur enginn andmælt. Öll höfum við upplifað þessa fúlu morgna þar sem við vöknum ekki á Pandora og þurfum bara að mæta í skólann. Þess vegna má líta á þennan hrekk bæði sem grikk og greiða. Þegar félagi þinn lognast út af þarf ekki annað en á vera tilbúinn með bláu málninguna og pensilinn. Best er að klæða hann úr hverri einustu spjör en fyrir spéhrædda er í lagi að skilja eftir einstaka flík eins og t.d. húfu eða grifflur. Svo er hafist handa við að mála. Þegar því er lokið þarf að hafa fljótar hendur og koma fórnarlambinu fyrir í næsta runna áður en það vaknar. Við mælum með Hljómskálagarðinum eða Öskjuhlíðinni ef tími gefst til. Þegar vinurinn vaknar svo þar blár og nakinn heldur hann að aldagamall draumur sé loksins orðinn að veruleika. Hann hefur loksins vaknað í sínum rétta líkama, á Pandóru.

Vindsængurhrekkurinn: Er einhver í vinahópnum sem fer í taugarnar á þér? Þessi sem segir alltaf lélegu brandarana um að mamma þín sé heimsk. Þá er vindsængurhrekkurinn eitthvað fyrir þig. Það eina sem þarf til að framkvæma hann er eitt stykki fleki og partý í grennd við hafið. Flekann er hægt að smíða úr rekavið og það eru oft partý á Seltjarnarnesi af því þar er fólk ríkt, á stór hús og blöðrur. Þegar vinur þinn er orðinn þreyttur og honum rennur í brjóst dregurðu hann út í fjöru, skellir honum á flekann og fleytir honum á vit ævintýranna. Ef þú hefur reiknað hafstraumana rétt og tekið veður og aðrar breytur með í reikninginn ætti vinur þinn að ljúka för sinni í Barentshafi, einhvers staðar við strendur Norður-Rússlands. Þegar hann vaknar þarf hann að hafa lífsviðurværi af því að veiða seli og hver veit nema að hann neyðist til að kljást við nokkra ísbirni. Ef félagi þinn lendir hins vegar á Golfstraumnum gæti hann endað í Mexíkóflóa.

Tjarnarhrekkurinn: Ef þér finnst óþægilegt að vakna í öðru rúmi en þínu eigin eftir viðburðaríkt kvöld viltu ekki lenda í tjarnarhrekknum. Hrekkurinn er ekki mjög erfiður í framkvæmd ef þú átt árabát. Annars þarftu að útvega árabát. Eftir að félagi þinn hefur orðið Óla lokbrá að bráð þarf einungis að koma honum í bátinn og róa að öðrum hólmanum á tjörninni í Reykjavík. Þegar fórnarlambið vaknar eru aðeins þrír kostir í stöðunni; að bíða eftir næsta bát sem siglir framhjá, að læra að bjarga sér í viltri náttúru eyjarinnar eða þá að vaða í slepju og andaskít að landi. Allir þessir kostir eru ömurlegir og þá hefur hrekkurinn staðið fyrir sínu.

gleðigrikkir

Page 16: Loki 2.tbl vor 2012

16 • Loki Laufeyjarson • Janúar 2012

Nú er öskudagur á næsta leiti og það styttist einnig í Grímuball framtíðarinnar. Þess vegna er um að gera að fara að spá aðeins í búningum. Fyrir þá sem vantar hugmyndir höfum við sett saman stuttu umfjöllun um nokkrar tegundir búninga.

Slutty búningar: Þrátt fyrir að grímuböll eigi að snúast um það að klæðast fötum, vita allir að þau snúast í rauninni um klæðast sem fæstum fötum. Grímuböll eru hin fullkomna afsökun til að koma í engu nema gogg og fjaðurlendaskýlu og þykjast vera stokkönd. Sá fatnaður væri ef til vill litinn hornauga á venjulegum skóladegi. Stelpur hafa mikið notað þetta gegnum tíðina en með nógu miklu hugmyndaflugi og rétta hugarfarinu er hægt að bæta forskeytinu „slutty“ fyrir framan nánast hvað sem er. Sem dæmi má nefna “slutty hjúkrunarfræðing” eða “slutty Loga Bergmann”. Gott dæmi

um slutty búning í fyrra var hann Þór Stefánsson sem chippendale. Frumlegur og djarfur búningur. Svo er líka bara alltaf svo gaman að sjá Þór beran að ofan. Það hafa einmitt verið hápunktar vetrarins hjá okkur í ritnefnd Loka að koma heim til Kolbeins þegar Þór er ber að ofan að skera appelsínu.

Búningar sem eru ekki nafnorð: Það er orðið svo þreytt og ófrumlegt að klæðast búningum sem eru nafnorð. Búningar sem heyra til einhvers annars orðflokks verða sífellt vinsælli. Stærsti undirflokkurinn í þessum tegundum búningar eru lýsingarorðabúningar. Dæmi um góðan lýsingarorðabúning á grímuballinu í fyrra var Jóhann Páll Ástvaldsson sem mætti sem vínrauður. Aðrir flottir búningar sem eru lýsingarorð eru t.d. fullur, stinnur, snjáður, loðinn og réttsýnn. Mörg smáorð sem líkjast lýsingarorðum

eru einnig viðurkennd t.d. nakinn, dáinn eða andsetinn. Aðrir menn sem voru á undan sinni samtíð í fyrra voru meðal annars Gunnar Arthúr sem mætti sem „leiðinlegur“. Tveir aðrir undirflokkar undir búninga sem eru ekki nafnorð eru meðal annars sögnínafnhættibúningar og lýsingarhátturnútíðarbúningar. Sem dæmi um það fyrra má t.d. nefna „að snerta mig í laumi“, „að sníta mér“ eða „að fylgjast með þér dansa“ . Dæmi um það seinna eru t.d. „hlaupandi“, „slefandi“ og „ælandi“. Það sem gerir þessar tegundir búninga svo einstaklega skemmtilega er svarið við spurningunni: „Hvað átt þú að vera?“. Jóhann hefði getað svarað: „Ég er vínrauður“, Gunnar hefði getað svarað: „Ég er leiðinlegur“ og einhver sem klæðist þeim búning sem átt er við gæti svarað: „Ég er að snerta mig í laumi“ eða „Ég er ælandi“.

Grímubúningar

Page 17: Loki 2.tbl vor 2012

17

Hlutir sem eru ekki eins og menn í laginu: Nafnið á þessari tegund búninga segir sig svolítið sjálft. Þetta eru einfaldlega búningar sem eru ekki menn og eru ekki einu sinni nálægt því að vera eins og menn í laginu. Gott dæmi um slíkan búning á ballinu í fyrra var Georg Gylfason sem mætti sem eldur. Aðrir klassískir búningar af þessari tegund eru t.d. standlampi, einelti, eða tölustafurinn fjórir. Það er einnig vinsælt að vera einhver ákveðinn atburður eins og Þorskastríðið eða stofnun Alþingis. Sjúkdómar eru líka alltaf vinsælir og þar má helst nefna alnæmi, kíghósta, holdsveiki, svartadauða eða gláku. Stór undiflokkur í þessum hóp búninga eru huglægir búningar en það eru búningar sem eru huglægir hlutir. Góð dæmi um þetta eru meðal annars ást, hatur, eymd og niðurlæging.

Nytsamlegir búningar: Við vitum öll hina raunverulegu ástæðu fyrir því að við klæðum okkur í þessa furðulegu búninga og förum svo á grímuball eða niður í bæ í einhverjar búðir þar sem við syngjum lög. Svarið er einfalt. Til að fara í sleik. Hvort sem að þið sækist eftir sleik við einhvern skólafélaga á ballinu eða búðarkonuna eða búðarmanninn sem þið syngið fyrir í búðinni er það markmið okkar allra. Og það er enginn furða að hefðin fyrir því að klæðast þessum búningum hafi skapast. Grímubúningar geta nefnilega verið mjög nytsamlegir í þessum málum. Þetta er til dæmis hið fullkomna tækifæri til að fela öll okkar lýti með andlitsmálningu, grímu, hárkollu eða einhverjum heilgalla sem hylur okkar herfilega vöxt. Dæmi um annað notagildi grímubúninga er viss notkun á andlitsmálningu. Þegar farið er í sleik makast málningin yfir á fórnarlambið sem er nú merkt þér. Það fór ekki

framhjá neinum að þær dömur sem voru með eld framan í sér höfðu þegar orðið Georgi Gylfasyni að bráð. Þetta notfærir hann sér annars vegar til að sýna veldi sitt og merkja sér yfirráðasvæði sitt líkt og hundar gera með hlandi og hins vegar til að vita hvaða stelpur hann er búinn með, til að fara alveg örugglega ekki í sömu dömuna tvisvar. Enn annar kosturinn við grímubúninga er að við getum notað þá til að gera námið skemmtilegra. Við höfum lært endalaust af áhugaverðum og spennandi hlutum síðan við hófum skólagöngu okkar hér í MR en oft getur reynst erfitt að leggja hluti á minnið. Með grímubúningum verður námið hins vegar leikur einn. Það þarf ekki að fletta lengi í skólabókunum til að finna frábærar búningahugmyndir sem koma í veg fyrir að við gleymum mikilvægum staðreyndum úr námsefninu. Dæmi um þetta eru Pýþeas, plagíóklas, og regla um þáttun 2. stigs margliðu.

Page 18: Loki 2.tbl vor 2012

18 • Loki Laufeyjarson • Janúar 2012

Page 19: Loki 2.tbl vor 2012

19

Page 20: Loki 2.tbl vor 2012

20 • Loki Laufeyjarson • Janúar 2012

Vera með bíllykil á sér: Á sérhverriskemmtun sem þessari þarf alltaf að vera einn ábyrgur bílstjóri. Sá hinn sami má þá að sjálfsögðu ekki neita neinna sykur- né vímuefna. Svo ef að öryggisverðirnir á ballinu taka þig inn í sjúkraherbergið og ásaka þig um að hafa drukkið nokkrum glösum of mikið af ropvatni getur þú alltaf haft bíllykla meðferðis. Svo þótt þú hafir neitt svo mikils sykurs að þú getir ekki staðið í lappirnar, eigir erfitt með að tala og sért nýbúinn að æla upp í ermina þína geta öryggisverðirnir ekkert sagt ef þú dregur bara upp bíllyklana. Þú ert augljóslega bílstjóri og þá að sjálfsögðu ekki undir neinum áhrifum sykursins.

Grafa göng: Stundum gengur ekkert að rökræða við fólkið í sjúkraherberginu. Þá er ekkert annað en flótti í stöðunni. En miklar gætur verður þó að hafa á því að nást ekki í flóttatilrauninni, þá verður eftirlitið eflaust hert enn meira. Nokkrar algengar flóttaleiðir eru t.d. út um gluggann, ofan í niðurfallið eða bara að spretta út um dyrnar. En við mælum þó mest með því að grafa göng. Það er betra að hafa matskeið eða annað áhald meðferðis því það getur verið erfitt að komast í gegnum parketið með höndunum. Svo ef þú ert fljótur að grafa ættir þú að geta komist út í gegnum göngin sem þú grófst og jafnvel bjargað nokkrum öðrum út í leiðinni.

Segjast vera með sprungna hljóðhimnu: Ef fólk heldur því fram að þú sért út úr heiminum og gefir ekki nógu skýr svör vegna þess að þú ert fullur af sykri er besta afsökunin að segjast vera með sprungna hljóðhimnu og heyra af þeim sökum ekki neitt. Þetta hljómar kannski heimskulega en við mælum samt með því að fólk prófi þetta í alvörunni ef það lendir í vandræðum. Það er mun líklegra að öryggisverðirnir taki þessa afsökun trúanlega frekar en einhverja alltof týpíska þar sem enginn undir áhrifum glúkósa gæti skáldað þetta á staðnum.

Leiðir út úr sjúkraherberginu

Á dansleikjum eins og árshátíðinni er alltaf lítið sjúkraherbergi til staðar fyrir þá sem verða lasnir. Margir gleyma sér eflaust í gleðskapnum og drekka kannski of mikið ropvatn eða borða nokkrum Skittlesum of mikið. Sykursjokk af þessu tagi getur valdið því að fólk missir allan skilning á raunveruleikanum, á erfiitt með að halda jafnvægi og ælir jafnvel ef sykurátið gengur svo langt. En sjúkraherbergið er ekki staðurinn til að vera á þegar allir hinir krakkarnir eru að dansa eins og vitleysingar undir þessum brjáluðu áhrifum sykursins. Þú vilt gera allt sem þú getur til að komast aftur út á dansgólfið með Fresca í annarri og brakandi Twix í hinni. Þér er skítsama þótt að það sé sykur og bubblur í Frescanu, það stingur bara smá í munninn. Þér er líka skítsama þótt að það sé bæði w og x í nafninu á Twixi, þú stútar því samt sem áður. Njótum æskunnar, djömmum, borðum slik og dönsum til að gleyma. Við lifum aðeins einu sinni.

Hér má sjá nokkra Menntskælinga í salibunu út úr sjúkraherberginu eftir að hafa hafið hópsöng

Page 21: Loki 2.tbl vor 2012

21

Hefja hópsöng: Ef Glee og High School Musical hafa kennt okkur eitthvað er það sú staðreynd að ef þú byrjar hópsöng munu allir viðstaddir taka undir og kunna textann og það mun vera geðveikt flott og vel heppnað. En eins og allir vita býr smá Zac Efron innra með okkur öllum sem bíður eftir að fá lausan tauminn. Svo ef við sleppum honum á skeið þegar það er búið að draga okkur inn í sjúkraherbergið ættu allir öryggisverðir, forvarnarfulltrúar og aðrir sjúklingar að taka undir og gleyma sér í augnablikinu. Þetta tekur alla athygli þeirra af þér og þá færð þú hið fullkomna tækifæri til að laumast út.

Segjast vera ástfanginn: Eins og það að segjast vera með sprungna hljóðhimnu er þetta mjög frumlegt og þar af leiðandi trúverðugt svar við öllum ásökunum um sykursjokk. Öryggisverðirnir þurfa að vera sálarlausir ef þeir leyfa þér ekki að fara út úr sjúkraherberginu til að eltast við ástina. Því það vill enginn koma í veg fyrir ástina, því ástin er það yndilegasta í þessu lífi. En ástin er í senn bölvun sem blessun og við höfum öll samúð með unga manninum sem reynir að drekkja ástarsorgum sínum í ropvatni.

Tæla öryggisverðina: Kynþokki er skæðasta vopnið. Ef þú ert nógu heillandi og nærð að fara í sleik við einhvern öryggisvörð eða forvarnarfulltrúa ætti leiðin út að vera greið. Það myndast svo vandró stemning eftir að þið farið í sleik að það verður mun erfiðara fyrir þau að halda þér inni. Sérstaklega ef þú varst target forvarnarfulltrúans. Ef ekki gengur nógu vel að sannfæra fullorða fólkið um að fara í sleik við þig gætir þú þurft að sýna smá kálfa eða upphandlegg.

Hér má sjá nokkra Menntskælinga í miðjum gangagrefti

Page 22: Loki 2.tbl vor 2012

22 • Loki Laufeyjarson • Janúar 2012

Margir sem lásu fyrirsögn þessarar greinar hafa eflaust umsvifalaust tengt hana við sifjaspell. Sifjaspell er hins vegar óviðeigandi kynsvall meðal náskildra ættingja og er langt frá því að vera það sama og sifjasprell. Sifjasprell er nefnilega bara frábær skemmtun og endar ekki með vansköpuðum afkvæmum og niðurlægingu. Ef ekki væri fyrir sifjasprell væri ekkert húllumhæ á ættarmótum og þú þyrftir að sætta þig við vondar tertur og leiðinlegar ættfræðisögur. Til að útskýra hugtakið aðeins nánar er það ekki kynsvall eins og sifjaspell heldur meira svona kynfjör. Það tengist heimilisofbeldi og misnotkun ekki á neinn hátt heldur hafa allir aðilar gaman að. Dæmi um gott sifjasprell er til dæmis þegar nokkrir ættingjar taka sig til og spila twister á undirfötunum og gamli ruglaði frændinn fær holdris í fyrsta sinn í marga áratugi. Þá er glatt á hjalla og allir hlæja og hafa gaman.

Annað gott dæmi um sifjaprell er þegar hinir alræmdu sifjasprellarar, frændurnir Gunnar Arthúr og Kolbeinn, gera sér glaðan dag og spila flöskustút bara tveir einir. Það er mikið kossaflens sem oftar en ekki leysist upp í einhverja enn meiri vitleysu. Þeir eiga það líka til að fara í kyssustríð eða knúsistríð, þá er svo sannarlega mikill ærslagangur á þeim frændunum. En stóra spurningin í þessu öllu saman er að sjálfsögðu: hvar liggur línan á milli sifjasprells og sifjaspells? Fræðimenn hafa deilt um þetta öldum saman og auðvitað er aldrei hægt að komast að einhverri einni endalegri niðurstöðu. Við í Loka viljum meina að aðeins þeir sem eru eldri en 26 ára geti tekið þátt í sifjasprelli og að sjálfsögðu þurfa allir að vera samþykkir því að sifjasprellið fari fram. Því þá er sifjasprell bara eintóm skemmtun. Skemmtun sem skorar.Si

fjas

prel

l

Page 23: Loki 2.tbl vor 2012

23

1. A Day in the Life2. I Want to Hold Your Hand3. Strawberry Fields Forever4. Yesterday5. In My Life6. Something7. Hey Jude8. Let it Be9. Come Together10. While My Guitar Gently Weeps11. A Hard Day’s Night12. Norwegian Wood (This Bird Has Flown)13. Revolution14. She Loves You15. Help!16. I Saw Her Standing There17. Ticket to Ride18. Tomorrow Never Knows19. Lucy in the Sky With Diamonds20. Please Please Me21. All You Need is Love22. Eleanor Rigby23. Abbey Road Medley24. Happiness is a Warm Gun25. Here, There, and Everywhere26. If I Fell27. You’re Going to Lose That Girl28. Here Comes the Sun29. Can’t Buy Me Love30. We Can Work it Out31. You’ve Got to Hide Your Love Away32. Penny Lane33. I Am the Walrus

34. Eight Days a Week35. Paperback Writer36. I Should Have Known Better37. She Said She Said (yayyy!!!!!)38. Blackbird39. Day Tripper40. For No One41. Get Back42. I Feel Fine43. Drive My Car44. All My Loving45. No Reply46. Don’t Let Me Down47. Things We Said Today48. The Ballad of John and Yoko49. The Night Before50. Got to Get You Into My Life51. If I Needed Someone52. Helter Skelter53. It Won’t Be Long54. Two of Us55. Taxman56. I’m Down57. I’m Only Sleeping58. I’ve Just Seen a Face59. I Want You (She’s So Heavy)60. Sgt. Pepper’s Lonely Hearts Club Band61. With a Little Help From My Friends62. Girl (Lennon)63. Dear Prudence64. I’ve Got a Feeling65. And I Love Her66. Nowhere Man

67. Oh! Darling68. Baby, You’re a Rich Man69. Julia70. You Can’t Do That71. I’m a Loser72. From Me to You73. Everybody’s Got Something to Hide Except for Me and My Monkey74. Yellow Submarine75. Think for Yourself76. Yer Blues77. Because78. And Your Bird Can Sing79. I’ll Follow the Sun80. Mother Nature’s Son81. Hey Bulldog82. She’s Leaving Home83. I’m So Tired84. Across the Universe85. Back in the USSR86. Lady Madonna87. Love Me Do88. Rain89. Good Day Sunshine90. The Long and Winding Road91. Every Little Thing92. Dig a Pony93. Sexy Sadie94. You Won’t See Me95. Any Time at All96. Within You Without You (97. All I’ve Got to Do98. Long, Long, Long99. Yes It Is100. Hello, Goodbye

100 bestu

bítlalöginVið skrifuðum að sjálfsögðu bara um brot af þeim ótrúlega fjölda frábærra laga sem Bítlarnir hafa gefið út. Lögin sem við völdum voru að miklu leyti valin eftir persónulegu áliti og það var einnig oft á tíðum handahófskennt hvaða lög við tókum fyrir og hver ekki. Hér er hins vegar listi yfir 100 bestu Bítlalögin að mati Elvis Costello. Listinn birtist í Rolling Stone Magazine og á honum ætti að vera meirihluti þeirra laga sem við höfum hlustað á í gegnum tíðina. Svo allir ættu að geta rifjað upp einhverja gamla gullmola sem hafa ekki fengið næga spilun undanfarið.

Page 24: Loki 2.tbl vor 2012

24 • Loki Laufeyjarson • Janúar 2012

Kæru hundar Menntaskólans, við skiljum ykkur. Það er ekki auðveld að vera dog. Við vitum hvað þið gangið í gegnum fyrir böll. Ótalmargir allnighterar á Skóló, þrotlaust gláp í von um að ná augnkontakti í Cösu og svæsin sinaskeiðabólga vegna of margra Facebook poke-a er eitthvað sem við höfum allir gengið í gegnum. Nú er árshátíð á næsta leiti og í tilefni af því höfum við, Benedikt Sigurðsson og Jakob Gunnarsson, ákveðið að aðstoða ykkur hundana við undirbúninginn í þetta skiptið. Hér fyrir neðan höfum við tekið saman álitlegar píur sem þið ættuð að hafa augun opin fyrir bæði í undirbúningsferlinu og á ballinu sjálfu.

Elín Metta Jensen:Hún er fótboltalegend með meiru og er ekkert að fela það. Hún er fullkomlega meðvituð um eigin getu í fótbolta. Þegar viðmælendur spurðu hana hvort hún væri góð þá svaraði hún einfaldlega „Já“. Elín er mikill kaffihúsaaðdáandi og hennar draumastefnumót er kaffihúsalautarferð eins og hún orðaði það sjálf. Spyrlar vita samt ekki enn hvað kaffihúsalautarferð er en við vitum með vissu að það er gríðarlega nett.

Hundahornið með Benna og Kobba

Page 25: Loki 2.tbl vor 2012

25

Rannveig Dóra BaldursdóttirRannveig er fassjón legend. Stelpa að okkar skapi. Í herberginu hennar voru nákvæmlega 37 fullir kassar af Vogue-blöðum. Í fataskápnum, sem var btw 2 hæðir, var ekki ein flík sem kostaði minna en 50 þúsund krónur. Til að toppa þetta allt saman var spegillinn hennar sá stærsti norðan Alpanfjalla. Aðspurð vildi Rannveig ekki fara í sleik við Árna Þór Lárusson. Svo Árni haltu þig fjarri þessari, það eru alveg fleiri fiskar í sjónum.

Nadia Margrét JamchiHvar eigum við að byrja á þessari. Fyrir utan að vera frænka Ásgeirs „Collegu“ Hallgrímssonar þá er hún þekkt sem skautadrottningin í MR. Saffranstelpan er af erlendu bergi brotin sem er hot og því ættu allir að hafa augun opin fyrir þessari píu.

Lilja María EinarsdóttirVesturbæjargellan Lilja er ekkert lamb að leika sér við. Hún er þekkt fyrir sínar frægu neitanir og hafa margir orðið fyrir barðinu á því. Því viljum við benda ykkur hundunum á að vera vel undirbúnir áður en þið tæklið þessa. Hún er fyrrverandi fótboltalegend og á bikara fyrir bestu framfarir árið 2002.

Þórunn Arna ÓmarsdóttirÞórunn eða Kúrunn eins og hún vill kalla sig er ein af konfektmolum 5.bekkjar. Þórunn elskar stráka sem eru dúllur. Svo hundar skólans skulu setja upp dúllusvipinn áður en þið ætlið að reyna við þessa. Hún er handboltalegend og með dúndur rass.

Kristín GuðmundsdóttirKristín Guðmundsdóttir eða kókprinsessan er ekki auðveld. Til að ná þessari krefst mikillar undirbúningsvinnu. Þ.e. þekkja sögu Coke. Kristín hefur nýlega uppgötvað hvað sleikur er og stundar nú sleikinn daglega. Kristín vill bara stráka sem drekka kók, enda harður kókisti.

Katrín ArndísardóttirKatrín er algjörlega ein af heitustu píum skólans þessa stundina. Hún er með vasana sneisafulla af alls konar gjafabréfum þar sem hún lenti í öðru sæti í Söngkeppni Skólafélagsins síðasta föstudag. Frammistaða hennar þar mun vafalaust laða að margan manninn á ballinu.

Snædís Gígja SnorradóttirÞessi ljóshærða bomba býr í Skerjafirðinum, en hún sést samt aðallega í World Class Laugum þar sem hún stundar ræktina af fullum krafti. Hún hefur einnig skapað sér nafn á leiksviðinu þar sem hún lék hlutverk hinnar fögru Helenu í Herranótt í fyrra.

Fríða Þorkelsdóttir tók góðu myndirnar en lélegu myndirnar tókum við sjálfir

Page 26: Loki 2.tbl vor 2012

26 • Loki Laufeyjarson • Janúar 2012

Across the Universe

Þetta rólega og epíska lag var samið í febrúar 1968 og kom út ári seinna sem framlag Bítlanna á plötunni No One’s Gonna Change Our World sem var góðgerðaplata fyrir WWF, sem eru samtök sem berjast fyrir því að verja vilt dýr í útrýmingarhættu. Bee Gees og Cliff Richards sendu meðal annars lög á diskinn. Lagið var svo gefið út á disknum Let it be og hefur mikla sérstöðu á meðal þeirra laga sem hafa verið samin í þessum heimi því að það er eitt af mjög fáum lögum sem send hafa verið út í geim en laginu var skotið í átt að stjörnunni Polaris árið 2008. Þetta lag á þennan heiður fullkomnlega skilið enda stórkostlegt lag.

A Day in The Life

A Day in The Life er ótrúlega fallegt lag og að mati margra tónlistarspekinga eitt besta bítlalagið. Lagið er lokalagið á plötunni Sgt. Pepper’s Lonely Hearts Club band sem gefin var út árið 1967 og er líklega eina lag bítlanna sem er samsuða úr tveimur lögum. Svoleiðis lög eiga til að verða frábær, samanber Bohemian Rapshody. John og Paul skrifuðu sitthvort lagið um gjörsamlega ólík málefni, Paul gerði glaðlint nostalgíulag um bjarta barnæsku sína á meðan John samdi þungt og hálfsorglegt lag um slæmar fréttir úr heiminum, og tvinnuðu þessum miklu andstæðum saman svo úr varð þetta ótrúlega góða lag.

All You Need Is Love

All you need is love var frumflutt þann 7. júlí árið 1967 í fyrstu beinu útsendingu sjónvarpssögunnar sem bar nafnið “Our World”. Um 400 milljónir manns frá 26 löndum fylgdust með þegar þetta frábæra lag var opinberað. Bítlarnir voru beðnir að semja lag með einföldum boðskap sem allir myndu skilja og tók John það á sig. Hann var alltaf hrifinn af því að dreifa fallegum boðskap til fólksins og samdi til dæmis lög eins og Give Peace a Chance og Power To The People sem hafa sterkan en einfaldan texta sem ætti ekki að geta misskilist.

And I Love Her

Þetta lag kom út árið 1964 og deildi smáskífu með laginu If I fell. Lagið má jafnvel kalla samvinnuvekefni bítlanna þó að Paul geti að mestu leiti eignað sér það. Hann samdi grunninn að laginu og þeir voru búnir að taka það upp þegar John á að hafa bætt við miðjukaflanum, sem þykir mjög vel saminn. Paul vildi reyndar ekki viðurkenna þetta og sagðst í mesta lagi hafa fengið hjálp við að semja hann. Svo gerði George laglínuna með leiðsögn Pauls. And I love her var aðeins einu sinni spilað utan Abbey road hljóðversins og það var í útvarpsþætti og hefur því aldrei verið spilað á tónleikum með bítlunum.

Here Comes The Sun

George Harrison á allan heiðurinn að þessu lagi og eins og svo mörg laga hans er það virkilega fallegt. Lagið er samið árið 1969 sem var á mjög leiðinlegum tíma í lífi Bítlanna þar sem þeir þurftu að sitja fundi og standa í alls kyns veseni bróðurpart dagsins. Snemma að vori fékk George svo frí og fór í sveitasetur góðvinar síns, Erics nokkrum Clapton. Eitt kvöld fékk hann svo einn af kassagíturum Erics lánaðan og tók langan göngutúr. Á meðan hann var að njóta frelsisins í fyrsta sinn í langan tíma sá hann sólsetrið og fylltist bjartsýni. Þá fór hann að glamra eitthvað á gítarinn og plokkaði þá stef sem varð svo að Here Comes The Sun.

Hey Jude

Sonur John Lennon átti, eins og gefur að skilja, tiltölulega erfiða æsku. Faðir Julians var sjaldan heima og það hjálpaði ekki til að John og fyrrverandi kona hans, Cynthia, áttu í erfiðum skilnaði. Paul vorkenndi drengnum og einn daginn þegar hann var í bíl á leið í heimsókn til Cynthiu fór hann að semja, eins og hann gerði svo oft í bílnum sínum. Hinn 5 ára gamli Julian var innblástur Pauls og er textinn algjörlega tileinkaður honum. Nafn lagsins þróaðist fyrst úr ‘Hey Julian’ í ‘Hey Jules’ því það hljómaði betur. Svo breyttist ‘Jules’ í ‘Jude’ vegna þess að Paul fannst Jude sterkara nafn. Lagið varð svo að einum helsta gullmola Bítlanna.

Bestu bítlalögin

Page 27: Loki 2.tbl vor 2012

27

Let it Be

Let it be er ótrúlega fallegt lag sem samið var á erfiðasta tíma Bítlanna eða snemma árið 1968. Paul samdi það og sagðist hafi gert það á sínum eigin “hour of darkness”. Þetta lag er vafalaust eitt þekktasta bítlalagið og allir eiga að þekkja það. Þessu lagi hefur oft fylgt svolítið trúarlegur blær vegna setninganar: “When I find myself in times of trouble, mother Mary comes to my” og hafa margir tengt Maríu þessa við Maríu mey en það er misskilningur. Maríar er nefnilega móðir Pauls og á hann að hafa dreymt hana á þeim tíma sem hann samdi lagið.

Something

Þetta lag er almennt talið langbesta lag bítlanna sem hvorki var samið af John né Paul og þeir hafa báðir hrósað George mikið fyrir það og sögðu meðal annars að það væri í hópi bestu bítlalaganna. Margir héldu því fram að lagið væri samið um þáverandi konu Georges, Pattie, sem varð svo seinna kona Erics Clapton sem samdi svo lagið Layla um hana. Þetta er reyndar ekki satt en George sagði seinna að hann hafi samið lagið þegar Paul var að syngja yfir lag og hann fékk pásu á meðan. Þá fór hann í autt upptökuherbergi og byrjaði að semja. Í sama viðtali benti hann á að hann hafi hugsað mun meira til Ray Charles en Pattie á meðan hann samdi lagið.

Strawberry Fields Forever

Þetta lag samdi John þegar hann var í fríi á Spáni síðla árs 1966 og fellur í sama flokk og lag Paul McCartneys, Penny Lane, sem eitt stórt nostalgíukast. Strawberry field var munaðarleysingjahæli sem John og æskuvinir hans, m.a. Pete Shutton sem var einn stofnenda The Quarriymen, léku sér oft í þegar þeir voru litlir saklausir skólastrákar. Garðurinn við hælið var gríðarstór og fullur af trjám sem hægt var að klifra í. Enginn veit af hverju John bætti s-inu við í lok “fields”, hælið heitir vissulega strawberry field og ætti lagið því í rauninni að heita Strawberry Field Foreverer. Lagið er auðvitað gríðarlega vinsælt og á meira að segja minnisvarða nefndann eftir sér í Central Park í New york, Strawberry Fields Memorial.

Yesterday

Yesterday á sér rosa skemmtilega sögu. Paul sagði í ævisögu sinni að hann hafi dreymt laglínuna og drifið sig að píanóinu um leið og hann vaknaði til að gleyma henni ekki. Lagið hét svo í marga mánuði “scrambled eggs” eftir það því að Paul var heima hjá sér að elda sér hrærð egg og beikon þegar hann fór að raula stefið og söng um matinn sem hann var að elda. Fyrsta erendið hljómaði því einhvernvegin svona áður en honum var breytt í hinn gífurlega fallega texta sem hann er nú: Scrambled eggs/ Have an omelet with some muenster cheese/ Put

your dishes in the washbin please/So I can clean the scrambled eggs.

Lucy in the Sky With Diamonds

Nafn þessa lags er líklega eitt það umdeildasta í tónlistarheiminum. Strax og það kom út fór fólk að tengja það við eiturlyfið LSD enda auðvelt að sjá tengingu út frá upphafsstöfunum: Lucy In The Sky With Diamond. Lengi neituðu Bítlarnir þessu en árið 2004 viðurkenndi Paul að það ætti sér beina tengingu til efnisins. En þrátt fyrir það er uppruni nafnsins algjörlega ótengdur eiturlyfjum en þegar Julian, sonur Johns, kom heim úr leikskólanum einn daginn sýndi hann föður sínum teikningu sem hann hafði teiknað af vinkonu sinni, Lucy O’Donnell, og hét verkið Lucy – in the sky with diamonds. John hefur þá líklega séð tengingu við LSD, þótt það sniðugt og notað það til að skíra lagið. Ekki verri menn en David Bowie og Elton John hafa stælt lagið í gegnum tíðina.

Page 28: Loki 2.tbl vor 2012

28 • Loki Laufeyjarson • Janúar 2012

Krister Blær 3.C: Sveitastrákurinn frá Sauðakróki hefur komið í MR til þess að heilla dömurnar með sínum seiðandi augum. Útlitið gefur til kynna að hann sé reynslubolti þegar kemur að dömunum og brosið hans er ómótstæðilegt.

Óskar Jóns 3.F: Feiminn lítill Hafnfirðingur en þegar þú kemst í gegnum skelina hans verður ekki aftur snúið. Ég meina look at that body.. Og ekki er verra að hann líkist bróður sínum svo þetta er svona 2 fyrir 1 díll.

Jón Ingvar 4.S: Súkkulaðistrákurinn með ljósu lokkana af Nesinu er fengur sem þú munt aldrei vilja sleppa. Spænskumælandi handboltakálfur sem er ekki óhræddur við að sleppa beislinu úti á lífinu ( eða djamminu ef það má segja það hehe)

Snorri Sig 4.T: Indælis drengur úr Vesturbænum, þessi gæðatýpa sem klikkar ekki. Hann rúllaði um á vespu en er nú kominn á bíl, svo ekkert mál að fá far ;) hehe. Hávaxinn og flottur, getur ekki klikkað.

Jónas Atli 5.Z: Er þessi klassíska týpa, góði strákurinn sem allar stelpur þrá. Ljóshærður, bláeygður og bros sem bræðir. Það er ekki amalegt að næla sér í þennan kagóstrag því það lofar fríu sætabrauði í hvert mál hehe.

Finnur Marteinn 5.Z: Þegar þú finnur Finn verður það eldheitur ástarfundur og þú munt óska þess að þú og Finnur finnist aldrei (hehe hann heitir Finnur) He aint no hipster but he can make your hips stir..

hundabúrið með bryndísi og elínu

Jóhannes Páll 6.R: Er bad boy týpan og þú þráir hann þótt þú vitir að þú munir aldrei fá hann.

En ef komið er að leiðarlokum á ballinu og þú ert ennþá óútsleikuð, klikkar aldrei að finna Bene Sig..

xoxoBryndís Thelma og Elín Rósa ;*

Alexander 6.U: Er þessi rómantíska týpa sem fýlar kósýkvöld við arineldinn og langa göngutúra meðfram ströndinni. Eins og bærinn hans, Garðabær, er hann í blóma. Enginn stelpa má láta þennan gullmola framhjá sér fara.

Page 29: Loki 2.tbl vor 2012

29

Page 30: Loki 2.tbl vor 2012

30 • Loki Laufeyjarson • Janúar 2012

Page 31: Loki 2.tbl vor 2012

31

Hotb

oy

Loka

Nils

Ale

xand

er N

ow

ens

tein

Mat

hey

Page 32: Loki 2.tbl vor 2012

32 • Loki Laufeyjarson • Janúar 2012

Ríkisháskólarnir bjóða nám í matvælafræði til BS, MS og doktorsgráðu við Matvæla- og næringarfræðideild Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands

Auðlindadeildir Háskólans á Akureyri og Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri

Fiskeldis- og fiskalíffræðideild Hákólans á Hólum

Page 33: Loki 2.tbl vor 2012

33

Bestu leikir http://www.christiancomputergames.net/

Eins og allir vita er christiancomputergames.net heitasta vefsíðan á internetinu í dag og hefur oft verið kölluð „nýja facebook“. Grafíkin er framúrskarandi og leikirnir eru svo raunverulegir að það er sem Zakkarus sé kominn heim í stofuna þína. En leikirnir eru ekki bara frábær skemmtun, þú lærir líka heilan helling. Þegar adrenalínið er sem mest og þú svitnar og nánast froðufellir af skemmtun kemur boðskapur leikjanna í ljós, þú lærir mikilvæga lexíu um náungakærleik og verður betri maður á eftir. Þetta er einnig glæný leið til að kynnast Jesú og félögum aðeins betur og lenda í alls kyns ævintýrum á kristinn og skynsamlegan hátt. Fyrir þá sem eru ekki nú þegar orðnir háðir þessari síðu mælum við með því að kíkja inná hana í vorhléinu. Þið eigið öll skilið smá lúxus eftir allt stressið síðustu vikur. Svo endilega leggist flöt fyrir upp í rúmi, opnið ferskan poka af oblátum og njótið þess sem Kristur og internetið hafa upp á að bjóða. Loki mælir að sjálfsögðu með öllu inni á þessari síðu en hér fyrir neðan fjöllum við um þá leiki sem okkur finnst skara fram úr.

David and Goliath: Allir muna eftir þessari sígildu dæmisögu úr Biblíunni. En nú gefst þér möguleiki á því að upplifa ævintýrið sjálfur í hlutverki Davíðs. Það kemur nú í þinn hlut að kljást við Golíat. Það sem þú þarft að gera er að velja stefnuna og kraftinn á steinslöngvunni þinni og reyna að hitta grjótinu milli augna Golíats. Ef þú stillir kraftinn og stefnuna rétt og hittir milli augna hans, mjálmar Golíat. Svo getur þú endurtekið leikinn og í hvert sinn sem steinninn endar á réttum stað mjálmar Golíat. Þessi leikur hefur endalaust notagildi þar sem hann endar aldrei, Golíat mjálmar bara aftur og aftur.Bible Catch: Það er aðeins eitt skemmtilegra en að lesa Biblíur og það er að grípa Bíblíur sem falla af himnum. Það er einmitt það sem þessi leikur gengur út á. Engill Guðs sleppir Biblíum frá himnum og þú átt að grípa allar Biblíurnar í körfuna þína. Í hvert sinn sem þú grípur Biblíu færðu eitt stig og markmiðið er að grípa sem flestar Biblíur áður en tíminn rennur út.Fishermen: Þessi leikur er að okkar mati sá besti á intervefnum. Frábært plot og fallegur boðskapur

einkenna þetta meistarstykki. Þú og félagi þinn á bátnum hafið aldrei veitt eins marga fiska en báturinn við hliðina á ykkur veiddi ekki neina fiska. Nú er sko rétti tíminn fyrir náungakærleik! Leikurinn gengur út á að raða fiskunum á rétta staði. Það eru þrjár körfur á hvorum bát, ein rauð, ein blá og ein gul. Fiskarnir eru líka í þessum þremur mismunandi litum. Þú ræður hvort að þú setur fiskana í körfurnar í þínum bát eða körfurnar á hinum bátnum. Þú ræður líka hvort þú setur gulan fisk í gula körfu eða körfu sem er einhvernveginn öðruvísi á litinn, sama hvað þú gerir færðu stig. Svo allir vinna alltaf! Þess vegna er þessi leikur endalaus gleði og hamingja. Þegar þú ert búinn að raða öllum fiskunum í körfur og fá haug af stigum fyrir getur þú valið að spila leikinn aftur og safnað enn fleiri stigum. Armour of God: Í þessum leik ert þú riddari fyrir Jesú. Þú þýtur um á hestvagninum þínum og átt að safna vopnabúnaði Guðs sem fjallað er um í Epesíasarbók, belti sannleikans, brynju réttlætisins, hjálmi frelsunar, skildi trúarinnar og sverði andans, sem er jafnframt sverð Guðs.

Page 34: Loki 2.tbl vor 2012

34 • Loki Laufeyjarson • Janúar 2012

Kæru lesendur, það var ráðist á mig fyrir stuttu. Árásin var ekki framin af bófa eða gengi öfga-anarkó-feminista. Það var ekki ráðist á mig með hníf eða grjóti og mér blæddi ekkert út. Það var ráðist á sálina mína, með orðum, og það, elsku vinir, er versta árásin. Orð eru eins og steinar, þegar þú kastar þeim koma þau ekki til baka, glugginn sem í var kastað er brotinn. Eins og sálin mín.

Árásin var lágkúruleg, Kristín Ólafsdóttir fékk minnimáttartilfinningu og í staðinn fyrir að reyna líða betur með sjálfa sig ákvað hún að níðast frekar á einhverjum öðrum. Best væri að reyna að brjóta sál einhvers myndarlegs og sterks einstaklings niður á sama lága plan og auma sálin hennar. Hún ákvað að skrifa grein sem bar það viðurstyggilega heiti “8 ástæður fyrir að hata Dolla” þar sem hún rembdist við að nefna einhverjar ástæður fyrir því af hverju ég ætti

ekki skilið að fá jákvæðar hugsanir. Eins og þið tókuð eftir mistókst henni ætlunarverk sitt, eins og flest sem Kristín tekur sér fyrir hendur. Fólk sá í gegnum lygarnar og endaði Kristín aftur vinalaus, í fýlu, á túr og ein heima með kettinum sínum.

Í kjölfar þessa máls var ég hvattur af stórum hóp fólks að gera eitthvað, sýna heiminum hvað ég er í raun góð manneskja. Ég sagði nei, góðverk eru ekki sýningargripir, góðverk eiga heima inni samvisku fólks, maður á ekki að flasa þeim út. En eftir ennþá meiri hvatingu og fólk sem hefur bókstaflega grátbeðið mig að skrifa hef ég loks ákveðið að semja þessa litlu og fábrotnu grein sem ber nafnið “8 litlar og hóflegar ástæður fyrir því að Dolli er myndarlegur og góð manneskja”

Nr.1: Stína nefnir í grein sínni að ég hafi aldrei unnið handtak á ævinni! Vissulega er það rétt að ég hef ekki “unnið” “vinnu” síðustu öll sumur. En það er til einföld ástæða fyrir því. Síðustu fjórtán ár hef ég tekið þátt í starfi “Lækna án landamæra” í “Afríku”. Það er rosalega gefandi að vinna með öllum svörtu börnunum sem þurfa hjálp. Ég sauma blæðandi skurði og geri neyðaraðgerðir. Ég geri þetta sjálfsögðu kauplaust. Peningar eru bara táknmyndir, tölur á blaði. Ég vil nýta kunnáttu mína til góðs. Að bólusetja barn kostar aðeins þrettán krónur.

8litlar og hóflegar ástæður

fyrir því að Dolli sé myndarleg og góð

manneskja

Page 35: Loki 2.tbl vor 2012

35

Nr.2: Kristín á litla systur. Systir hennar heitir Steinunn og nú ætla ég að segja ykkur lítið leyndarmál. Steinunn er mikið fyrir körfuboltaleikmenn og helst þá Kanana. Fyrir þremur árum var Steinunn að vinna í verbúð í Keflavík.

Þar var bandarískur körfuboltamaður sem hét Lebron Jordan. Steinunn féll að sjálfsögðu fyrir hávaxna, stælta og kaldhæðna Jordan. Þau spjölluðu nokkrum sinnum saman og eitt leiddi að öðru og Steinunn varð ólétt. Þetta var hamingjusamur

tími í lífi Steinunnar en svo lauk loks körfuboltatímabilinu. Lebron var með 13.1 stig og 4,6 fráköst í meðtaltali í leik en það var ekki nóg fyrir nýjan samning. Lebron sneri heim og Steinunn eignaðist barnið, alein. Þar kem ég við sögu. Ég gekk barninu í föðurstað, ég hjálpaði Steinunni þegar Kristín og foreldrar hennar sneru baki við henni. Það var ég sem tók hana af götunni. Launarðu mér svona Kristín? Barnið er núna fjögurra ára og heitir Eilífur Logi eftir elífri ást minni og Steinunnar. Steinunn lærir núna sjúkraflutning í HR og við búum í Gerðunum. Hamingjusöm.

Nr.3: K Kristín skilur ekki tölur. Sumum er bara ekki fært að skilja þessi tákn. Hvað er X? Hvað er Y? Ég hinsvegar er fæddur með þann hæfileika að þurfa aðeins að sjá tölu og búmm! Ég skynja hana strax, ég skynja tölurnar, anda þeim að mér. Sumum er þetta ekki meðfætt.

Kristín er þó í MR og það á Eðlisfræðibraut. Þið hugsið “Ha? Ef Kristín er svona léleg í stærðfræði, hvað er hún að gera í MR og á Eðlis-fræðibraut? “ Jú, það má hún

að mestu leyti þakka mér. Á hverjum miðvikudegi eftir skóla fer ég heim til Kristínar og reyni að auka skilning hennar í þessu göfuga fagi. Það gengur misvel eftir dögum. Fórum í virðisaukaskatt um daginn, það var langur dagur. Ég geri þetta kauplaust, að sjálfsögðu. Mín laun eru að upplifa þegar Kristín finnur X-ið. ...þegar hún finnur X-ið

Page 36: Loki 2.tbl vor 2012

36 • Loki Laufeyjarson • Janúar 2012

Nr.4: Um daginn þegar ég var að reyna að fá Kristínu til að koma útúr herberginu sínu (hún lokar sig alltaf inn þegar það er “sérstaki tími mánaðarins” (Stína er með magasjúkdóm sem lýsir sér þannig að hún getur ekki haft venjulegar hægðir, allur úrgangur safnast saman þangað til á mánaðarfresti springur bólan og allt vellur út).Við hliðina á mér stóð svo Helga, móðir Kristínar, og ég sá strax í augum hennar að eitthvað vantaði. Ég tók mér tal við hana og komst að því að allur neisti er farinn úr sambandi hennar og mannsins hennar, Óla. Hún væri hætt að kikna í hnjánum og öðrum stöðum þegar hann gengi framhjá. Ég hugsaði strax að það gengi ekki, líf án rómantíkur er ekkert líf. Ég tók þá málin í mínar hendur. Hringdi í Finn Martein, ofurljósmyndara og sagði bara “Ég, þú, fjara, handsome.”! Fórum við þá niðrí fjöru, tókum nokkrar myndir og gaf ég síðan Helgu afraksturinn. Hún fer ekki útúr húsi án þeirra. Skjálftinn er komin aftur í hnén á henni. Aftur. Án mín væri Kristín skilnaðarbarn og alki.

Nr.5: VVið skulum átta okkur á því að þegar ég kynntist Kristínu var hún hræðileg skinka í 9.bekk. Ég ákvað þó að reyna að verða vinur hennar!. Ég dæmi ekki eftir kápunni ólíkt Kristínu sem gerði grín að því að ég hafi verið frekar þéttur í grunnskóla í grein sinni. Við komum bara í mismunandi stærðum og gerðum Kristín. Það er fegurðin bakvið manneskjur. Við erum mismunandi. Við skulum ekkert hafa þetta atriði lengra, ég ætti í raun að fá Nóbelsverðlaun fyrir að gefa mér tíma að nálgast þig á þessum tíma. Ój.

Nr.6: Síðastliðin þrjú ár, alveg síðan ég hóf nám við þessa virtu menntastofnun hef ég í frítíma mínum lagt stund á líffræði-, efnafræði- og eðlisfræðirannsóknir. Um daginn tókst mér loks ætlunarverk mitt. Að finna lækningu við krabbameini. Ég fékk eitthundraðþúsund dollara námsstyrk og hef ég nám við MIT næsta ár. Þar mun ég næstu sjö ár leggja mikla vinnu við nám mitt í Líffræðiverkfræðistærðfræðilatínuúrvinnslu. Þar sem ég mun meðal annars reyna að leggja allar sannanir sem til eru á minnið.

Nr.7: Kristín er sérstök, virkilega “sérstök” Hana vantar nefnilega níu litninga sem gerir hana eiginlega að amöbu. Eða eitthvað þannig. Kristín er eiginlega ekkert mannapi einsog við. Ég föndraði þessa útskýringarmynd í 10.Bekk til að fólk átti sig á ástandi Kristínar.

Nr.8: Þúst jájá, ég er bara betri manneskja en Stína, done díll, staðfest.com.is. Immitt flott bæ

Page 37: Loki 2.tbl vor 2012

37

Játning: Vinkona mín svaf hjá besta vini mínum.15.02.12 - Nafnlaust

Ég er búinn að bíða lengi eftir að geta skrifað svona grein. Undanfarið hefur svolítið verið að hrjá mig en ég hef ekki haft það í mér að opna mig fyrir neinum. Núna loksins fæ ég tækifæri til að létta af hjarta mínu þegar ég spyr ykkur MR-ingar: Er ástand mitt eðlilegt? Einu sinni gat ég bragðað á ýmsum líkamspörtum og upplifað rússíbanareið í hvert skipti sem bragðlaukarnir tóku við mismunandi upplýsingum. Súrt, salt, sætt og beiskt blönduðust saman á margslunginn hátt og ég gat legið löngum stundum á gólfinu í hálfgerðu móki og froðufellt yfir öllum ósköpunum. Þetta get ég ekki lengur. Síðustu vikur hefur bragðið af mér verið að breytast og núna er ég búinn að gefast upp. Ég er bara svo ótrúlega saltur. Alls staðar. Það er fáránlegt. Ég ætla kannski að sleikja á mér fingurna eftir ljúffenga máltíð en nei... allt kemur fyrir ekki, ég er of saltur. Ég ætla að sleikja á mér hnén eftir að hafa tekið vel á því í ræktinni... neibb, ég er alltof saltur. Ég tala nú ekki um þegar ég hyggst kjammsa á herðablöðunum. Þau eru ógeðslega sölt, svo sölt að ég kem ekki nálægt þeim lengur. Ég sló þessum einkennum upp á leit.is og rakst ekki á neina aðra meðferð aðra en að maka mig allan með mangói þrisvar á dag. Og jájá, ég viðurkenni alveg að það virkar, en ég á ekki efni á að kaupa fleiri kíló af mangó svo ég geti skorið það niður í þunnar sneiðar og látið mömmu nudda mig með þeim á hverjum degi. Það er bara alltof seinvirkt og óhagkvæmt. Reyndar er ég mun fljótari ef ég renni yfir líkamann með hálfu kiwi en það virkar ekki jafn vel. Ég hef líka verið að velta því fyrir mér hvað orsakar þessa seltu mína. Af hverju er ég eiginlega svona saltur? Eftir langa umhugsun hef ég komist að því að það er aðeins eitt sem kemur til greina. Bara eitt sem breyttist um það leyti sem hörmungarnar byrjuðu. Það er allt fiskmetið sem ég byrjaði að borða. Ég sá sko svona heimildamynd í sjónvarpinu um að fiskur væri hollur og þið vitið hvað þeir segja: “Ef RÚV segir að það sé hollt er það líklega hollt og maður ætti að gera

það því það er hollt að vera hollur eða já klárlega það og RÚV er líka með góða dagskárgerð og var ekki einhver kona sem heitir Ágústa Ragnars sem gerði einu sinni hollt?” Eftir þessa heimildamynd borðaði ég lax og annað fiskmeti í hvert mál en hef nú skipt yfir í sojafisk og möndlufisk. Það hefur slegið smá á einkennin en ég er samt hvergi nærri sami maður og ég var eitt sinn. Ég er líka algjörlega hættur að horfa á sjónvarp. Það gefur aldrei góð ráð og er rót alls ills. Það er líka stórhættulegt að vera með opið fyrir sjónvarpið þegar það er fólk á skjánum. Maður vill ekki að einhverjir ókunnugir, jafnvel ókunnugir útlendingar, séu að stara inn til manns og njósna um mann þegar maður á einskis ills von. Langamma var einu sinni ofsótt af fréttaþulu sem starði inn til hennar á hverju kvöldi klukkan sjö. En það er önnur saga. Haldið áfram að vera hott. Eða nott. Yfir og út. MAFs.

kv. @MafsarinnMikliFráKasmír

Mynd: ónefndur aðili að smakka sig

Loki

Ert þú með sögu sem þú vilt deila með lesendum? Sendu okkur póst á [email protected] – við gætum nafnleyndar.

ÖKUKENnARI: Hannes Guðmundsson - 858-4050

Page 38: Loki 2.tbl vor 2012

38 • Loki Laufeyjarson • Janúar 2012

Tækni nútímans er alveg ótrúleg. Í alvöru talað, hafið þið einhvern tímann stoppað í smá stund, lagt frá ykkur þessi töfratæki ykkar og pælt aðeins í því hvað þetta er allt ótrúlegt? Flest okkar erum við mjög langt frá því að skilja hvernig allir þessi galdrar virka en notumst samt sem áður daglega við þessa hluti og látum sem þeir séu alveg sjálfsagðir.Við ákváðum t.d. um daginn að kíkja á þetta Internet. Þið kannist örugglega mörg við það og vitið hvað við erum að tala um en eruð þið að átta ykkur á því hvað þetta er ótrúlega magnað? Þú einfaldlega opnar töfraboxið þitt eða „tölvuna þína“ eins og unglingarnir segja, kveikir á skerminum og ferð á Internetið. Á þessu Interneti er síðan hlutur sem kallast Internet-pósturinn. Hann virkar þannig að þú skrifar texta inn í „tölvuna“ þína og „sendir“ hann til einhvers annars. Nokkrum sekúndum seinna, án djóks, getur viðtakandi bréfsins lesið það á sínum skermi! Alveg sama texta og þú skrifaðir. Án þess að einhver maður fari með það í hitt töfraboxið eða eitthvað þannig. Þú bara situr heima hjá þér og vinur þinn á Hauganesi getur lesið það sem þú skrifaðir á sömu mínútu og þú skrifaðir það! Þetta er svo ótrúlega merkilegt að ég held að fólk sé ekki að átta sig á því. Við erum að ýta á rafmagnstyppi

á einhverjum plastkassa, við það birtast orð á skermi sem við getum síðan sent vinum okkar og þeir sjá sömu orð á skermunum á sínum plastkössum! Á sömu sekúndu. Þetta er í raun fáránlegt. Alveg ótrúlegt. Þetta er samt ekki eina nútímaapparatið sem við áttum okkur ekki á. Ójá, það eru fullt af fleiri vélum sem eru bara einfaldlega að brjóta öll náttúrulögmál og fólki virðist finnast það bara alveg eðlilegt. Til dæmis þessi símtól. Flest ykkar hafa örugglega séð slík tæki einhvern tíma en þau eru hin mesta nornafræði. Þú getur bara tekið upp svona símtól og stimplað inn með rafmagnstyppunum númerið hjá vini þínum, sem er nokkurskonar kennitala fyrir hann, og ýtt á „Hringja“. Þegar þú gerir það byrjar einhver melódía að spilast úr símtólinu hjá vini þínum sem þú valdir að „hringja“ í, þangað til hann styður á „svara“. Þegar hann er búinn að „svara“ talar þú einfaldlega í þessa spiladós og þá heyrir vinur þinn í þér úr sinni spiladós! Þó hann sé ekki einu sinni í sömu heimsálfu og þú! Þetta er engin lygi, þú talar bara í tólið og einhversstaðar í heiminum stendur vinur þinn með sitt símtól og heyrir hvað þú ert að segja og getur meira að segja sagt eitthvað til baka og þú heyrir það. Þetta er alveg óskiljanlegt. Þú þarft ekki einu sinni að tala hærra en ef þú værir að

tala við mann sem stæði við hliðina á þér, vinur þinn mun samt heyra í þér. Hvernig virkar svona svartigaldur? Heyra kannski allir sem eiga svona símtól í manni þegar maður vill bara tala við einhvern einn? Við höfum ekki hugmynd, enda þorum við ekkert að nota þetta svartagaldurstæki heldur tölum bara við fólk í eigin persónu. En þá komum við að einu merkilegasta tæki sem til er. Faxtækið. Með slíkri maskínu er hægt að senda blöð í gengum loftið! Þessi tækni er í alvörunni alveg ótrúleg. Þegar þú ert heima hjá þér og ert kannski nýbúinn að teikna eitthvað mjög fínt porn getur þú bara „faxað“ því til vinar þíns og þá fær vinur þinn það út úr sínu faxtæki á nánast sama tíma, án þess að þitt blað hverfi. Þessi yfirnáttúrulega tækni mun vafalaust valda byltingu í heimaporninu. Nú þarf maður ekki lengur að labba yfir til vinar síns með nýja pornið eða vaxlituðu myndina heldur getur maður bara faxað því. Þið getið síðan báðir notið myndarinnar á sama tíma án þess að þurfa að vera á sama stað. Fólki finnst þetta síðan bara alveg eðlilegt, að hlutir eins og Internet-póstur, myndir sem verið er að faxa og símtöl séu bara að fljúga fram hjá okkur.

Undur nútímans

Page 39: Loki 2.tbl vor 2012

39

25 hlutir til að gera við plastpoka

Andlitshylja

Bolur

Hattur

Morðvopn

Smokkur Sundhetta Vesti Vettlingar Æluvörn

Málverk Plakat Slaufa Smekkur

Handklæði Koddaver Lesefni Lóð

Eyrnalokkar Fallhlíf Ferðaklósett Geymslupláss

Bikiníbotn Bikinítoppur Blómapottur Bolti

Page 40: Loki 2.tbl vor 2012

40 • Loki Laufeyjarson • Janúar 2012

Kjartan Magnússon: Klárlega frumlegasta busamyndin þetta árið. Busamyndir einkennast yfirleitt af vandræðalegu og látlausu brosi, skorti á hugrekki til að flippa og stundum láta myndirnar busana líta út fyrir að vera 150 cm á hæð. Það er þó hvergi að finna á þessari glæsilegu mynd sem Kjartan getur verið stoltur af.Jóhannes Tómasson: Pönduþemað var trúlega frumlegasta bekkjarþemað þetta árið. Jóhannes var valinn á þennan lista sem fulltrúi síns bekkjar vegna þessa fallega „duckface“ póss sem hann púllar svo afgerandi vel.Þórhildur Þorleiksdóttir: 4.S hlýtur þann vafasama heiður að hafa sjúkasta og mest óviðeigandi þemað. Það sem upphaflega átti að vera væg og kómísk nekt leystist upp í hið argasta klám. Verstu myndunum var þó breytt þannig að þær yrðu viðeigandi fyrir veraldarvefinn. Þórhildur er tilvalinn fulltrúi bekkjar síns vegna þess að myndin hennar er alveg passlega

sjúk. Sólveig er líka með flottan plástur á puttanum.Þorsteinn Friðrik Guðmundsson: Frábær tímasetning og skemmtileg hreyfing kemur þessari mynd inn á listann.Þorgeir Helgason: Þorgeir sýnir mikinn metnað með því að mæta með rakvél og raksápu í myndatökuna. Það er líka góð chill stemning í þessari mynd.Birnir Jón Sigurðsson: Flott outfit og eye-liner gera þessa mynd ólíka myndum flestra annarra og sýnir um leið metnað. En það er þetta seiðandi, tælandi og baneitraða augnaráð gerir útslagið.Matthías Karl Karlsson: Þetta klassíska jock og nörd lúkk er svo sannarlega að gera sig fyrir þá vinina. Jock jakki, jock húfa og jock svipur taka sig allt mjög vel út á Matthíasi og Óttar er einnig með mjög góðan fórnarlambssvip.

Sigurrós Halldórsdóttir: Að öllum líkindum er þetta sniðugasta myndin í ár. Nafnagrín og orðagrín og alls konar. Annars er þetta líka bara góð mynd af henni Sigurrós og hún er líka með derhúfu og banana á hausnum.Vigdís Ólafsdóttir: Þrátt fyrir fremur ófrumlegt þema nær Vigdís að gera myndina sína alveg óborganlega.

★ ★ ★ ★ ★Gunnar Bjarni Albertsson: Þótt að Gunnar sé ekki lengur í skólanum á myndin hans svo sannarlega skilið titilinn „besta Sveinbjargarmyndin 2011-12“. Hann þarf ekki einu sinni þemu til að gera myndina sína að þeirri skemmtilegustu á skóló. Þessi svipur er einfaldlega æðislegur og minnir sláandi mikið á Trölla sem stal jólunum eða Grinch.

Sveinbjörg Þórðardóttir

2011-12

Það var mikið um bæði frumlegar og flippaðar Sveinbjargarmyndir þetta árið. Hér tókum við saman þær 10 myndir sem okkur fannst skara framúr.

Page 41: Loki 2.tbl vor 2012

41

Page 42: Loki 2.tbl vor 2012

42 • Loki Laufeyjarson • Janúar 2012

Nú gekk Birnir of langt. Hann hefur sokkið of djúpt í lygasvaðið.

Ekki nóg með það að hann haldi því statt og stöðugt fram að ég hafi stolið pennunum hans heldur er hann líka farinn að saka mig um stafsetningarvillur sem ég gerði aldrei. Ég veit að hann hefur alltaf öfundað mig af tíunni sem ég fékk á jólaprófinu í stafsetningu í 3. bekk en þetta er nú heldur langt gengið. Birnir vildi ráðast á svæði sem hann taldi viðkvæmt ... og þar sem honum mistókst að finna eina einustu mál- eða stafsetningarvillu í „Arga Arnóri“ ákvað hann að búa þessar villur til sjálfur.

Birnir benti réttilega á að hann hefði ekki stolið bílnum mínum. Þar sem hann hafði logið upp ámig ákvað ég að gefa honum skeið af eigin meðulum. Þar sem ég er heiðvirður maður ætla ég að viðurkenna þessa lygi enda vil ég ekki að fólk haldi ranglega að hann sé þjófur. ÞETTA ER BIRNIR EKKI FÆR UM AÐ GERA!! HANN HEFUR LOGIÐ ÞVÍ Í RÚMA FIMM MÁNUÐI AÐ ÉG HAFI STOLIÐ PENNUNUM HANS EN ÞAÐ ER EINFALDLEGA EKKI SATT! Birnir er of fastur í lygavefnum til að draga lygina til baka, honum finnst að hann myndi líta of fáránlega út ef hann myndi bakka út núna. Ég ætla að koma með nokkur fleiri dæmi um hræsni Birnis.

Um daginn vorum við í góðra vina hópi að horfa á kvikmynd. Ég var nýbúinn að setja sameiginlegt gos hópsins út í snjóinn en þar sem þorsti einkenndi stemningu manneskjanna í hópnum ákvað ég að taka flöskuna úr frumstæðri kælingunni í snjónum og byrja að skenkja öllum. Allir fögnuðu því – nema Birnir. Hann

vildi ekki fá gos strax. Allt í lagi með það, ég gaf því öllum nema honum (eftir að ég var búinn að tékka hvort hann væri alveg viss um að hann vildi ekki) – en þegar ég var búinn að því dundu fúkyrðin yfir mig. Hann var gjörsamlega brjálaður yfir því að ég hafi orðið að ósk hans og geymt gos-skerfinn hans. Það er fáránlegt – í fyrsta lagi var ég að leggja það á mig að skenkja öllum og í öðru lagi varð ég að ósk hans um að hann fengi sitt skammt síðar. Það var einungis hræsni sem réði háttferli hans. Þar sem ég er góður vinur ákvað ég að gefa honum sinn skammt þrátt fyrir þessa fáránlegu hegðun. Það bætti þó ekki úr skák og hann hélt áfram að vera pirraður yfir því að ég hafi gert það sem hann bað um. Hræsnin uppmáluð.

Líkt og flestir muna benti ég á það í „Arga Arnóri“ að Birnir gleymir oft Engjaþykknis-lokum í sætum víðs vegar um stofuna. Hann þvertók þó fyrir þetta í síðustu grein sinni. Það er ekki nóg með það heldur stóð ég hann að verki um daginn – hann setti Engjaþykknislok í sæti í stofunni – en hann var ekki bara subbulegur. Hann ákvað að saka MIG um að hafa sett það þangað! Ég er við það að fá mig fullsaddan á þessu.

Sniðgöngum hræsnarann sem Birnir er. Látum hann ekki komast upp með svona lagað. Höfumþó í huga að hann er örvæntingarfullur og veit ekki hvað hann er að gera. Lygavefurinn sem hann er flæktur í er að gleypa hann – og í lokatilraun til að sleppa reynir hann að ljúga meira. Þetta er sorglega saga en er þó staðreynd. NIÐUR MEÐ LYGINA! NIÐUR MEÐ BIRNI!

Örlítið argari Arnór

Page 43: Loki 2.tbl vor 2012

43

Turn OnRassabuxur - Þad er vísindalega sannað að rassabuxur eru þær buxur sem ad kveikja hvað mest i karlmönnum. Svo skilst mér að þær séu einnig rosalega þægilegar.Gáfaðar - Ekki er nauðsynlegt ad vera með meðaleinkunn upp á 9-10 en 1-2 fróðleiksmolar um höfuðborgir eða stjórnmál og þá er þetta uppfylltStrákastelpur - MUFC, LOTR, WOW, CS, LOL. Stelpur sem skilja þessar skammstafanir eru einstaklega eftirsóknarverðar.Hlustarar – Stelpur sem hlusta á mann og muna eftir síðasta samtali eru vel séðar.Áhugi á íþróttum – Halda með liði i ensku, vita hvaða lið spila í Superbowl o.s.frv.Að sofa naked – Strákar vilja ekkert þurfa að nuddast við einhvern ógeðslegan bómullarbol alla nóttina, rífið ykkur bara úr eins og karlmenn!Klæða karlinn úr – Það er alltaf jafn pirrandi þegar maður liggur í rúmi með afklæddri stúlku og maður er ennþá i úlpunni. Það er mikilvægt að taka 1 flík til skiptis svo ekkert misræmi verður milli kynjanna.

Turn offAð vera í megrun- Allir ættu að vera búnir að fatta að það er hreyfing sem brennir fitu en ekki minni matarneysla. Megrun dregur aðeins úr afkastagetu í skóla, íþróttum og rúmi.Reykingar - Ekkert sem slekkur meira á áhuganum en að sjá stelpur reykjandi eins og strompar. Aðalástæður: vond lykt, bragð og gular tennur.Ljótar naríur – Vissulega er smekkur manna mismunandi, en mikilvægt er að komast að því hvernig naríur hann fílar. G-strengur er mjög öruggur möguleiki.Druslur – Mikill munur er á því að vera reynslumikil í bransanum og að vera drusla. Mikilvægt er að finna gullna meðalveginn í þessum málum.Skítugar tennur – Já, strákar taka eftir þessu. Bursta tennur 2-3 á dag og muna eftir tannþræði og munnskoli.Dramadrottningar - Þetta eru náttúrlega bara leiðinlegustu týpur í heiminum. Rifrildi og tíð delete á facebook einkenna þessa týpu sem og margir aðrir ókostir.

Turn on‘s and turn off‘s

Page 44: Loki 2.tbl vor 2012

44 • Loki Laufeyjarson • Janúar 2012

Turn on:Fatastíll Fatastíll og útlit er það fyrsta sem við sjáum þegar við hittum einhvern. First impressions skipta máli! Við höfum flest heyrt málsháttinn „ Never judge a book by it‘s cover“...þetta er svo sem alveg rétt en kjaftæði að einhver fari ekki strax að dæma manneskjuna þegar hann sér hana. Þar af leiðandi er alltaf gott að útlitið sé í góðu lagi. Það þýðir samt ekki að ég sé að fara segja öllum í hverju þeir eiga að vera. Það sem er heillandi er þegar strákar hugsa aðeins út í fatastílinn sinn, eru snyrtilegir og afslappaðir.

Vöðvar Alveg eins og strákar vilja að stelpur séu með brjóst og rass og allan pakkann þá hata stelpur ekki vöðva. Það er alltaf heillandi að sjá að strákur vilji vera í góðu formi og sé að æfa reglulega. Nú er ég ekki að tala um að fara í ræktina allan daginn, borða bara prótein og verða eins og fitness módelin. Bara að að hugsa aðeins um líkamann. Það sakar heldur ekkert að vera í góðu formi ef þú vilt að gellan sé það.

Metnaður Metnaður er mikilvægt hugtak í lífinu bara almennt. Þú kemst ekkert áfram í neinu nema þú hafir metnað fyrir því. MR-ingar hafa oftar en ekki þennan eiginleika. Maður þarf að hafa metnað til að ná markmiðum í íþróttum eða námi alveg eins og maður þarf að hafa metnað fyrir því

að ná einhverri gellu til að ná henni. Það kveikir í stelpum þegar strákar leggja sig verulega fram í einhverju og fara alla leið til að ná markmiðum sínum.

Enga væmni Stelpur vilja alvöru menn, þá meina ég að stelpur vilja að strákar séu ekki tilfinninganæmari en þær eða væli meira en þær. Auðvitað eiga strákar að hafa tilfinningar en ekki áberandi tilfinningar eins og stelpur (sbr. stelpur á túr). Stelpurnar eiga að vera dramadrottningarnar (ef þörf er á því) ekki strákarnir. Síðan má alltaf passa væmnina. Væmnin má vera ótrúlega lítil í byrjun annars áttu bara eftir að hræða stelpuna.

Hrós Þótt þær vilji ekki viðurkenna það þá finnst öllum stelpum gaman að fá smá hrós. Okkur líkar að heyra hvað ykkur finnst og fá þannig staðfestingu á því hvað ykkur finnst flott. Stelpum finnst gaman þegar strákar taka eftir einhverju sérstöku við þær, svo ekki vera feimnir við að hrósa. Þó þarf að passa sig á því hvernig maður hrósar því hrós geta verið bæði krúttleg (jákvætt) eða bara hreinlega „creepy“ (neikvætt).

Abercrombie & Fitch rakspíri Ef þú átt þessa lykt þá ertu klár í slaginn. Nei kannski ekki alveg en þessi lykt er algjörlega ómótstæðileg! Stelpurnar fara næstum í vímu þegar þær finna þessa lykt og treystu mér þær munu vilja vera nálægt þér! Abercrombie er auðvitað toppurinn

en það eru svo sem til fullt af góðum rakspírum og mæli ég með því að velja sér einn góðan. Þið passið ykkur nú samt á magninu, ekki kæfa okkur heldur.

Barngóðir Þegar strákar eru hrifnir af börnum heillast stelpur upp úr skónum. Ef þú vilt láta hjartað í stelpunum bráðna þá skaltu sýna að þér líki við börn og að þú kunnir að hugsa um börn. Fáránlegt en satt. Þetta sýnir að þið eruð ábyrgir og er hreinlega ótrúlega krúttlegt.

Herramennska Smá herramennska sakar engan. Komdu vel fram við stelpuna og þegar þú ert búinn að ná henni vertu þá stoltur af henni og „treat her like a lady.“

Góður húmor Ekki taka lífinu of alvarlega, vertu léttur á því og fáðu gelluna til að hlæja. Hafðu húmor fyrir sjálfum þér og öðrum í kringum þig. Húmor er sterkur eiginleiki og góð leið til að láta gellu taka eftir þér.

Eldamennska Þetta dæmi með að konur eigi að vera í eldhúsinu er orðið frekar þreytt. Ef gaur getur eldað þá myndi það létta lífið mjög, alla vega fyrir mig. Það er ekki of seint að læra að elda strákar mínir.

Page 45: Loki 2.tbl vor 2012

45

Turn off:Öfundsýki Það er eitt að vera hugulsamur og sýna stelpunni að þú standir með henni en annað að vera öfundsjúkur sem er algjörlega turn off. Öfundsýki sýnir óöryggi og að þú treystir ekki stelpunni. Ef þú treystir henni þá veistu til dæmis að vinir hennar eru bara vinir hennar. Öryggi er heillandi og við viljum það.

Of mikið, of fljótt Þið verðið að passa ykkur á hreinskilninni og væmninni. Auðvitað vilja stelpur að þið séuð hreinskilnir en kannski ekki að þið farið að opna ykkur þegar þið eruð nýbyrjuð að hittast og segja hversu ástfangnir þið eruð af henni, það mun bara hræða hana. Þið megið ekki heldur byrja of snemma með væmnu sms-in eða bjóða henni í mat til þín við kertaljós, það er meira svona fimmta eða sjötta deit. Það er ótrúlega mikilvægt að fara varlega í hlutina, þá er ég ekki að meina of hægt í hlutina, bara þannig að þið hræðið hana ekki þannig að hún bakki út úr því að vilja hitta þig.

All talk no walk Ekki ýta undir vonir hjá stelpu ef þú ætlar ekkert lengra með eitthvað spjall. Strákum finnst oft gaman að „spjalla“ við stelpur. Það er allt í lagi að kynnast henni smá og síðan bara hætta að tala við hana ef þú hefur ekki áhuga. Málið er að þegar þetta „spjall“ heldur bara endalaust áfram en ekkert meira gerist verður stelpan

bara pirruð og þreytt á þér. Ef hún sýnir áhuga hvað eru þið þá að gera? Við erum ekki einhverjir fiskar í sjónum sem þið getið veitt og sleppt þegar ykkur hentar. – „Don‘t make a girl fall for you if you have no intention of catching her.“

Lítil tjáning, hlédrægni Ef þið viljið að stelpur taki eftir ykkur þá þurfið þið að hafa smá fyrir því. Strákar sem eru opnir og eru ekki feimnir að tjá sig og tala við nýtt fólk eiga meiri möguleika á að ná sér í stelpu. Þið þurfið líka að hafa kjark til að tala við stelpur. Það eru miklu meiri líkur á því að stelpan sé að bíða eftir því að þú talir við hana heldur en að hún tali að fyrra bragði við þig.

Drengjaklippingar Þið verðið að passa ykkur þegar þið farið í klippingu. Flottar klippingar geta skipt sköpum og það þarf að hugsa út í hlutina þegar þið farið í klippingu. Sumir þurfa bara að særa, sumir eru sætir alveg snoðaðir (það er samt mjög sjaldgæft) og sumir þurfa flott „doo“. Hugsið aðeins út í þetta, sérstaklega þar sem árshátíðin er á næstunni.

Nördatal Ekki fara tala um hluti sem stelpan hefur engan áhuga á eða veit nákvæmlega ekkert um. Þá veit hún ekkert hvað hún á að segja, finnst eins og hún sé heimsk og verður bara hreinlega BORED. Einnig gæti henni farið að líða eins og að þú sért að tala niður til hennar ef þú þykist alltaf vita meira um hluti en hún.

Endalausar leiðréttingar Stelpur hafa alveg áhuga á því að heyra ykkar skoðanir og svona en þær fara að vera pirraðar ef þið eruð endalaust að leiðrétta þær. Þá er ég að meina þegar hún er að tala, skrifa o.s.frv.

Föt Fatastíllinn ykkar getur líka verið turn off þannig þið þurfið að passa að vera ekki í 10 mismunandi litum sem passa ekki saman. Strákar þurfa ekki að eiga eins mikið í fataskápnum og við stelpurnar eða skipta jafn oft um föt og stelpur en það er samt mikilvægt að vera ekki í sömu fötunum á hverjum degi. Þið verðið að blanda þessu aðeins og passa að vera ekki þekktur sem „gaurinn í grænu flíspeysunni“, eða eitthvað álíka.

Fleiri en ein stelpa í einu Stelpur tala saman og það er mjög líklegt að hún komist að því ef þú ert að tala við margar í einu. Allt í lagi smá spjall og kynnast stelpum en þegar þið farið að hittast reglulega og sýna meiri áhuga þá ætla ég rétt að vona að það sé bara ein gella í spilinu.

Sjálfselska Ekki reyna að vera eitthvað sem þú ert ekki og vera með sjálfselskuna í hámarki. Vertu bara þú sjálfur og sýndu að þú hugsir um aðra sem þér þykir vænt um, ekki bara sjálfan þig. Stelpur vilja auðvitað að þið hugsið um þær líka.

-Nadia Margrét Jamchi

Page 46: Loki 2.tbl vor 2012

46 • Loki Laufeyjarson • Janúar 2012

Söngkeppnin

Page 47: Loki 2.tbl vor 2012

47

Þann 3. febrúar síðastliðinn var Söngkeppni Skólafélagsins haldin í Austurbæ. Við í Loka fórum á hana og heyrðum alls konar lög og þannig. Fjölmörg atriði höfðu sótt um þátttöku en þegar uppi var staðið prýddu ein 19 efnisskrána. Hún var afar fjölbreytt á henni mátti finna allt frá þjóðlagaindírokki til endurútsetninga-elektróreggí-samsuðueinhvers. Hápunktur keppninnar var þó hiklaust diskókúlan sem gnæfði tignarlega yfir viðstöddum. En aftur að söngkeppninni. Okkur Lokadrengjum hafði ekki órað fyrir að svona mikið af hæfileikafólki leyndist innan veggja Menntaskólans en hver listamaðurinn á fætur öðrum steig á stokk og heillaði viðstadda. Skólafélagsstjórn og skemmtinefnd stóðu einstaklega vel að öllum undirbúningi keppninnar og var hún jafnvel enn glæsilegri en árið áður. Mjótt var á munum í keppninni og hefðu öll bestu atriðin sómað sér vel í vinningssætinu. Fyrstar á svið stigu þrjár hæfileikarríkar busastelpur og í kjölfarið fylgdu fjöldinn allur af listamönnum sem stóðu sig allir með prýði.

En eins og þið vitið er bara einn sigurvegari í keppnum sem þessari og kom það í hlut dómnefndar sem skipuð var úrvalsliði tónlistarmanna og véfréttar að velja hann.

Í fyrsta sæti var busastelpan Ingibjörg H. Steingrímsdóttir. Óhætt er að segja að hún hafi unnið hug og hjarta allra viðstaddra frá fyrstu nótu í sinni fallegu útsetningu af laginu Time after time. Hún flutti lagið ein og spilaði sjálf undir á píanó. Þetta var mjög flott atriði sem er óhætt að segja að verði góður fulltrúi okkar MR-inga í aðalkeppninni.

Annað sætið tók Katrín Arndísardóttir en hún flutti lagið Black Coffee. Þó lagið sé djassað og erfitt í flutningi tókst Katrínu mjög vel til og sannfærði alla í salnum með sinni seyðandi röddu að Ella er ekki sú eina sem getur sungið þetta lag.

Í þriðja sæti lenti síðan Kristín Erla Lina Kristjánsdóttir með lagið Titanium og Katrín Arndísar kom henni til hjálpar með bakraddir. Kristín komu öllum á óvart með þessu lagi sem þær Katrín höfðu sett í fjörugan reggíbúning.

Mjög skemmtileg útgáfa af þessu annars elektróníska lagi.Eftir að keppninni hafði lokið og á meðan dómarar voru að ráða ráðum sínum kusu viðstaddir vinsælasta atriðið. Þetta árið vann Nonni þann titill með sinn skemmtilega flutning á laginu Angels. Bæði hlutlausir áhorfendur sem og stór partur skemmtinefndar bjuggust við hjartnæmum flutingi frá Jóni á þessari sívinsælu ballöðu eftir Robbie Williams. Hann kom hinsvegar öllum á óvörum þegar hann gekk inn á sviðið syngjandi Youtube-smellinn „Trolololo“. Viðstöddum var þó skemmt við þetta stórsniðuga uppátæki og var Yngvi rektor engin undantekning en hann sat skellihlæjandi á fremsta bekk.

Á heildina litið var þetta mjög flott söngkeppni og eiga allir þáttakendur mikið hrós skilið en við í Loka höfum aldrei séð neina keppni þar sem öll atriðin eru líkleg til sigurs. Einnig viljum við þakka stelpunum í skemmtinefnd fyrir mjög flotta og skemmtilega keppni, þær eiga sannarlega hrós skilið.

Page 48: Loki 2.tbl vor 2012

48 • Loki Laufeyjarson • Janúar 2012

Í seinasta fellakúri vorum við strágarnir frekar svágir og ákváðum að kíkja í smá ísbíltúr. Ferðinni var heitið í Miðbæ þar sem Ísbúðin á Háaleitisbraut opnaði fyrir stuttu. Þetta er hluti af ísbúðakeðjunni vinsælu sem hefur líka útibú í Garðabæ og Smáralind. Eftir langt væl fékk Lár að koma með okkur en hann þurfti að taka myndir í staðin. Þar var nóg á boðstólnum og heill hellingur af kræsingum. Um leið og við gengum inn blasti við okkur einn stærsti krapís-bar sem að við stragarnir höfum á ævi okkar séð!

Okkur var einnig bent á það að ísbúðin sæi líka um leigu á krapvélum sem gæti ekki verið betri hugmynd fyrir bekki sem vilja krydda aðeins uppá í partýlífið. Það sem við fengum okkur meðal annars voru hnetursmjörs-sprengja og Cookie Dough Sæla en við keyptum allir bara dýrustu og flottustu ísréttina og borðuðum með bestu lyst, að sjálfsögðu er hægt að fá alla þessa hefðbundnu ísa sem fólk hefur vanist og fékk myndatökumaðurinn okkar sér trúðaísinn og hefur ekki smakkað hann betri.

Stemningin þarna niður í Miðbæ alveg virkilega góð og þetta varð alveg virkilega hugguleg ferð hjá okkur strákunum, þar sem við borðuðum ís, spjölluðum og hlógum saman að Fannari því að honum var svo illt í maganum. Eftir þetta erum við stragarnir allir sammála um að þetta er uppáhalds ísbúðin okkar og við getum mælt með henni hvort sem það er í fellakúri eða bara ísbíltúr með nokkrum busum.

Hann Ó

lafur komst ekki m

eð okkur, en hann var m

eð okkur í anda.

Ísbíltúr með sætum strágum

Page 49: Loki 2.tbl vor 2012

49

Arshatidin

Leiðarvísir um hegðun og undirbúning

, , ,.

Módel:

Anna Rósa ÁsgeirsdóttirHarpa Ósk Björnsdóttir Krister Blær Jónsson Páll Ársæll Hafstað

Page 50: Loki 2.tbl vor 2012

50 • Loki Laufeyjarson • Janúar 2012

UndirbúningurUndirbúningur fyrir böll verður að vera í lagi ef veiðin á standa fyrir sínu. Undirbúningur fyrir árshátíðina er sér í lagi mikilvægur þar sem þú vilt líta sem allra best út við þetta gleðilega tilefni. Þú verður að klæðast réttu fötunum, þvo þér hátt og lágt, nota rétta ilmvatnið o.s.frv.

Klæðnaður stráka: Á árshátíðinni eru jakkaföt augljóslega sjálfsagður kostur enda viltu vera eins fínn og þú mögulega getur. Undir jakkanum er að sjálfsögðu skirta sem, við fín tilefni eins og þetta, er oftast hvít. Hálstau er líka mjög viðeigandi á árshátíðinni hvort sem það er bindi eða slaufa. En það gilda ákveðnar reglur um jakkaföt sem nauðsynlegt er að fara eftir

Hlutir sem má ekki gera í jakkafötum:HjólaNota almenningssamgöngurÞrífa grillið þittDrekka af stútFara í bíóFara inn á HlemmVera með derhúfu

Fara í sundRökræða við útigangsfólkKeyra sjálfurUmgangast ljót börnVera með bakpokaVera á sokkaleistunum

Klæðnaður stelpna: Görls eru oftast ekki í jakkafötum. Reyndar eru svona fínar og mikilvægar stjórnmálagörls oft í þannig. En oftast eru görls í svona kjólum á árshátíðinni. Nú erum við allir í ritstjórn Loka strákar svo við vitum ekki nógu mikið um svona kjóla. Kjólar eru bara svona stór föt sem ná frá efst til neðst á konum. Stundum geta þeir reyndar verið pínu stuttir og ekki náð alveg niður á gólf. Svo reyna görls líka oft að vera hot á annan hátt fyrir árshátíðina t.d. með því að setja á sig ilmvatn, klæða sig í háhælaða skó og greiða hárið sitt. Bað/sturta: Loki mælir með því að baða sig fyrir árshátíðina. Árshátíðin er einmitt á fullkomnum tíma fyrir hið árlega nýársbað.Hárið: Fyrir strákana mælum við með því að setja gæjaklístur í hárið. Ef þið eruð með of mikið hár eða vitið ekki almennilega hvernig þið eigið að greiða það gætuð þið þurft að fara á klippistofu. Það hefur alltaf verið vinsælt, bæði fyrir stelpur og stráka, að fá sér klippingu eins og einhver celeb. Þá ferðu bara inn á klippistofuna og biður um „einn Gary Neville“ eða „einn Þráinn Bertelson“ en Þessar tvær greiðslur ættu einmitt að geta virkað hjá bæði strákum og stelpum.

Page 51: Loki 2.tbl vor 2012

51

Gleði kvöldsins hefst svo oftast með fyrirpartýi. Þá koma oftar en ekki tveir eða fleiri bekkir saman og byrja gamanið. Þetta er hið fullkomna tækifæri til að kynnast bekkjarfélögum þínum og öðrum. Daður og djamm kvöldsins hefst einnig með trylltum dansi og partýmúddsík.

Hegðun: Þú vilt að sjálfsögðu sletta sem mest á dönsku svo þú vekir athygli og allir sjái að þú sért mikilvægur. Öllum líkar vel við gestgjafann svo þú skalt reyna eftir bestu getu að halda partýið. Ef ekkert húsnæði býðst, er hægt að redda sér með því að halda fyrirpartýið bara á Hlemmi. Svo skaltu reyna að vera eins kaldhæðinn og hávær og þú getur. Það er ekki nógu mikið liðið af kvöldinu til að fara að nota pikköpplínur svo þú skalt bara reyna að segja brandara stanslaust í partýinu.

Hér eru nokkrir góðir:• Arnar við Stefán: Það er góð lykt af þér í dag varstu að fá nýjan rakspíra? Stefán: Nei, ég fór bara í hreina sokka!• Tvær golfkylfur gengu inn á bar og önnur þeirra bað um bjór. Þá sagði barþjónninn við hina: „Vilt þú það sama?“ –

„Ahh nei ég er “DRIVER“ • Hvað sagði asninn við heimska páfagaukinn?Svar: Látt’ekki eins og asni!!!• Það voru einu sinni tveir fiskar að labba yfir götu en þá kom hvalur og stökk ofan á annan þeirra þá sagði hinn koddu þarna uhh,ehh,skatan þín!• Maðurinn í skóbúðinni: Seljið þið krókódílaskó í búðinni? Maðurinn: Já, fullt af þeim. Númer hvað er krókódíllinn þinn!• Einu sinni voru tvær hænur að horfa á fótboltaleik. Þá sagði önnur þeirra: “Hvað, rosalega fara þeir illa með eggið!” hahahaha!

Tónlist: Þessi playlisti ætti að geta fullkomnað hvaða partý sem er:

Dancing QueenKnowing Me, Knowing YouTake a Chance on MeMamma MiaLay All Your Love on MeSuper TrouperI Have a DreamThe Winner Takes it All

Money, Money, MoneyS.O.SChiquititaVoulez-VousDoes Your Mother KnowOne of UsThe Name of the GameThank You for the Music

Fyrirpartý

Page 52: Loki 2.tbl vor 2012

52 • Loki Laufeyjarson • Janúar 2012

Pikköpplínur:Þú ert falleg eins og fallegt barn.

Er þetta nokkuð klóróform á klútnum mínum?

Ef þú værir strákur og ég væri hommi þá væri ég hrifinn af þér.

Ef þú sefur hjá mér skal ég gefa þér númerið hjá Arnari.

Ég finn lyktina af eggjastokkunum þínum.

Ég hef snert mig yfir vinkonu þinni.

Ég týndi bangsanum mínum, vilt þú sofa hjá mér í kvöld?

Í kvöld verður þú að konu.

Má ég snerta þig til að ég geti sagt vinum mínum að ég hafi snert engil?

RBB?

.

Geturðu lánað mér tíkall? Ég þarf nefnilega að hringja í mömmu mína og segja að ég komi ekki heim í kvöld.

Spurning: Ertu með plástur?Hún: Afhverju?

Svar: Ég klóraði mig á hnénu þegar ég féll fyrir þér.

Ballið sjálft

Ballið sjálft er svo hápunktur kvöldsins. Þá er tjúttað og trallað fram á rauða nótt og margir munnar sleiktir langt niður í kok. Sumir dansa til að gleyma, aðrir dansa til að muna og enn aðrir dansa til að dæma.

Margir nota dansinn einnig til að reyna að komast í sleik. En þó að lendarnar séu sem smjör er það ekki nóg til að heilla dömurnar. Þú þarft líka að kunna að nota svona pikköpplínur.

Page 53: Loki 2.tbl vor 2012

53

Þynnkumatur:HlölliKFCBeikonCornflakesO.s.frv.

Hlutir sem er slæmt að borða: 1. Byggi 2. Grjót3. Sag (nema að maður blandi það með vatni)4. Köngull5. Sellerí

Hlutir til að nota þegar þú ert ekki með smokk: UllarsokkurSickersbréfBananahýði LímbandKorktappi

7 bragðbestu líkamsvessarnir1. Íblöndunarvessi tíðablóðs2. Skeifugarnarglussi3. Forbryndisvessi4. Húðfitukirtlaolía5. Kvenfullnægingargusa6. Millifrumublóðglussi7. Vatn

Daginn eftir

Daginn eftir lenda margir í því að hafa tjúttað svo mikið og borðað yfir sig af sætindum eftir kl. 9 að þau muna bara ekkert hvað gerðist kvöldið áður. Margir enda kvöldið við hliðina á óvæntum bólfélögum sem oft eru með skegg eða bringuhár þrátt fyrir að vera kvenkyns. Dómgreind þín á það

nefnilega til að verða minni á böllum og standardar gagnvart hinu kyninu lækka oft umtalsvert. Á dögum sem þessum er ekkert annað að gera en að borða feitan og djúpsteiktan mat og reyna að gleyma atburðum gærdagsins fyrir fullt og allt.

Page 54: Loki 2.tbl vor 2012

54 • Loki Laufeyjarson • Janúar 2012

GeorgGeorg fæddist í Liverpool í Englandi þann 25. febrúar árið 1943 og var yngstur þriggja systkina. Faðir hans var strætóbílstjóri en móðir hans vann í matvöruverslun. Hann bjó fyrstu sex ár ævi sinnar í mjög fátæklegu húsi með kolahitun og kamri í stað klósetts. Georg gekk í

skóla nálægt Penny Lane en það var sami skóli og Jón fór í en Georg er yngri og var því nokkrum árgöngum á eftir Jóni. Jón sagði einhverntíman að hann hafi fengið uppljómun þegar hann var á táningsaldri. Þá heyrði hann í laginu “Heartbreak Hotel” með Elvis Prestley þegar hann var að hjóla heim til sín, þá 13 ára og varð strax háður tónlist og missti allan áhuga á námi. Hann stofnaði hljómsveitina “The Rebels” eða “uppreisnarseggirnir” með Peter bróður sínum og Arthur vini sínum. Í skólanum kynntist Georg Páli nokkrum McCartney sem var með Jóni vini sínum í hljómsveitinni “The Quarrymen” eða “Námumennirnir” sem Georg fékk inngöngu í seinna meir. Hann var yngstur í hljómsveitinni og var álitinn svolítill krakki af hinum hljómsveitarmeðlimum fyrstu árin en missti fljótlega þann titil og varð að “hljóðláta bítlinum” þegar þeir urðu vinsælir vegna þess hve hófsamur

og þögull hann var. Þrátt fyrir að Jón og Páll hafi samið megnið af öllum bítlalögunum þá þykja lög Georgs virkilega falleg og lög á borð við While My Guitar Gently Weeps, Something og Here Comes The Sun eru hugarsmíð hans. Við tökur á kvikmyndinni A Hard Days Night kynntist Georg fyrri eiginkonu sinni, Pattie. Það hjónaband entist bara í átta ár en hún ákvað að skilja við hann fyrir Eric Clapton, vin Georgs. Lagið Something var samið um hana. Georg var gítarleikari og leiddi mikil indversk áhrif inn í tónlist bítlanna. Árið 1999 varð Georg fyrir morðtilræði en þá réðst geðveikur maður að nafni Michael Abraham á hann, vopnaður eldhúshníf en eftir 7 stungur náði þáverandi kona Georgs að yfirbuga óþokkann með slökkvitæki. Georg lést svo árið 2001 eftir fjögurra ára baráttu við krabbamein sem er tengt beint til óhóflegra reykinga á árunum 1950-1980.

HringurRichard Starkley eða Hringur Starr, fæddist þann 17. júlí í Liverpool. Foreldrar hans skildu þegar hann var þriggja ára og það var helst stjúpfaðir hans sem hvatti hann til að leggja stund á tónlist. Á sínu sautjánda ári stofnaði hann og félagi hans, Eddie Miles, sína fyrstu hljómsveit en hún kallaðist Eddie Clayton Skiffle Group. Tveimur árum seinna skipti hann yfir í hljómsveitina Raving Texas. Á tíma sínum með þeirri hljómsveit tók hann upp nafnið Hringur Starr út af öllum hringjunum á fingrum hans og vegna þess að honum fannst nafnið hljóma kúrekalega. Hljómsveitin breytti

nafninu sínu seinna í Rory Storm and The Hurricanes og þegar hún var að spila á tónleikum í Hamborg árið 1960 hitti Hringur hina Bítlana í fyrsta sinn. Þegar komið var heim til Englands spilaði Hringur nokkrum sinnum með Bítlunum. Eftir að Pete Best var rekinn úr hljómsveitinni, í ágúst árið 1962, varð Hringur formlega meðlimur. Auk þess sem Hringur spilaði á trommur söng hann líka í mörgum bítlalögum. Hann söng oftast að minnsta kosti eitt lag á hverri plötu til að nýta raddir allra meðlima sveitarinnar. Þar má meðal annars nefna lög eins og Yellow Submarine og With a Little Help From My Friends. Hann samdi einnig nokkur lög eins og t.d. Pass Me By og Octopus’s Garden.

Page 55: Loki 2.tbl vor 2012

55

JónJón Winston Lennon fæddist í Liverpool á Englandi þann 9. október árið 1940. Faðir hans fór frá fjölskyldunni þegar Jón var ungur að árum og stuttu eftir það flutti hann inn til móðursystur sinnar. Hann hélt þó sambandi við móður sína þangað til að hún lést í bílslysi þegar Jón var 17

ára gamall. Jón átti erfitt með nám í æsku og greindist með athyglisbrest. Hann fann sig hins vegar snemma í tónlist og á sínu sautjánda ári stofnaði hann hljómsveit sem seinna varð að Bítlunum. Árið 1962, þegar Jón var 21 árs giftist hann Cynthiu Powell sem hafði verið kærasta hans til nokkurra ára. Ári seinna áttu þau svo saman son sem þau nefndu Julian Lennon. Árið 1966 sagði Jón opinberlega að Bítlarnir væru orðnir vinsælli en Jesú. Þetta olli miklum usla og urðu Bítlarnir víða óvinsælir og oft jafnvel hataðir, sérstaklega í suðurríkjum Bandarríkjanna. Sérstakar brennur voru haldnar á vegum kirkjunnar þar sem plötur Bítlanna voru brenndar á báli. Jón og Cynthia skyldu árið 1968 þegar hún kom upp um framhjáhald hans við japönsku listakonuna Yoko-Ono. Jón og Yoko giftust svo ári eftir skilnað hans við Cynthiu. Jón og Yoko eyddu öllum stundum saman og hún var oft með honum við upptökur með Bítlunum. Margir telja hana einmitt vera stóran þátt í því

að Bítlarnir hættu störfum. Árið 1969 tilkynnti Jón að hann væri hættur í Bítlunum. Hann hóf umsvifalaust einstaklingsferil sinn og gaf meðal annars út diskinn Imagine sem innihélt samnefnt lag. Lagið varð gríðar vinsælt og hefur í seinni tíma verið einkennandi fyrir Jón og allt sem hann stóð fyrir. Jón og Yoko gáfu einnig út mikið af einkennilegum og tilraunakenndum lögum sem náðu aldrei miklum vinsældum. Saman voru þau einnig í The Plastic Ono Band sem á tímabili var skipuð þeim Jóni, Yoko og Eric Clapton, ásamt fleiri þekktum einstaklingum. Jón kom í síðasta skipti opinberlega fram árið 1974. Þá spilaði hann með Elton John í Madison Square Garden í New York. Ári seinna áttu Jón og Yoko saman son, Sean Lennon. Næstu árin voru róleg hjá Jóni og hugsaði hann meira um að vera heimilisfaðir en tónlistarmaður. Árið 1980 lést hann svo eftir að Mark Chapman, geðsjúkur aðdáandi hans, skaut hann fjórum sinnum í bakið fyrir utan heimili Jóns í New York.

Páll

Ljósmóðirin Mary McCartney eignaðist sveinbarn þann 18. júní 1942 sem átti eftir að umturna tónlistarheiminum. Barninu var gefið nafnið James Páll, betur þekktur sem Páll. Honum var síðar gefin nafnbótin Sir. Faðir hans var trompetleikari og píanisti og var forsprakki hljómsveitarinnar Jim

Mac’s Jazz Band á þriðja áratugnum og hvatti syni sína til að leggja stund á tónlist. Hann gaf Páli trompet en Páll skipti því seinna fyrir Framus Zenith gítar. Páll samdi sitt fyrsta lag, I Lost My Little Girl, á þann gítar. Seinna lærði hann að spila á píanó og samdi annað lagið sitt, When I’m Sixty-Four, sem hefur notið mikilla vinsælda. Sir Páll var eini bítillinn sem var almennilega efnaður og átti líklega lang þægilegustu æsku af þeim. Hann var mjög góður námsmaður og var einn þriggja sem komst upp úr grunnskóla sínum í Liverpool Institude. Í strætisvagni á leiðinni í skólann kynntist hann Georgi Harrison fyrst. Tólf ára missti hann móður sína og í kjölfarið kynntist hann Jóni Lennon sem fékk hann til þess að stofna hljómsveitina The Quarrymen sem varð svo seinna að Bítlunum. Hann varð fyrir miklum áhrifum frá bandarískri rythma- og blústónlist og hefur sagt

að Little Richard hafi verið aðalhetjan hans í æsku. Fyrsta lagið sem Páll söng opinberlega var einmitt með honum, en það heitir Long Tall Sally. Árið 1957 kynntist hann Jóni Lennon í St. Péturskirkjunni í Woolton og eftir það byrjuðu þeir að starfa saman í hljómsveitinni The Quarrymen. Hann og Jón Lennon sömdu mörg af vinsælustu lögum Bítlanna saman. Sem dæmi um lög sem hann samdi upp á eigin spýtur má nefna Helter Skelter, Hey Jude ,Yesterday og Blackbird. Yesterday er mest coveraða lag heims en um 2200 hljómsveitir hafa coverað það. Lög Páls hafa verið samtals í 93 vikur á breska vinsældalistanum og ber það af öðrum Bretum. Í Heimsmetabók Guinness er hann titlaður farsælasti tónlistarmaður popptónlistarsögunnar.

Page 56: Loki 2.tbl vor 2012

56 • Loki Laufeyjarson • Janúar 2012

Nú fer að styttast í kosningar og ýmsar sögur farnar að dreifast um hugsanleg framboð. Við ákváðum að taka það helsta saman og skrifa stutta kynningu á mögulegum frambjóðendum.

hugleiðingar um kosningar

Árni Þór

Árni hefur verið sterklega orðaður við inspectorsstöðuna allt frá því hann var í þriðja bekk. Árni hefur sankað að sér reynslu í gegnum tíðina og þá sérstaklega síðan hann kom í MR. Hann hefur leikið stórt hlutverk í Herranótt, ritstýrt Loka, og gegnt stöðu Quaestors síðastliðið ár. Fyrir MR var hann í ungmennaráði Vesturbæjar, lék aðalhlutverkið í skrekksatriði Hagaskóla þegar hann var í 10. bekk auk þess að hafa leikið í allskonar skólaleikritum. Eins og sjá má er Árni hokinn af reynslu og ætti því að geta sinnt starfi Inspectors með prýði. Hann þarf því bara að ákveða sig hvort hann vilji verða Þengils- eða Þórðartýpan, því við í Loka vitum af eigin reynslu að hann getur púllað þær báðar.

Hörn

Á meðan Árni fór Þengils/Árna Freys leiðina í gegnum Quaestorinn þá valdi Hörn leiðina sem bæði Einar og Gísli Baldur völdu sér, í gegnum scribuna. Hún hefur staðið sig með mikilli prýði í því embætti og býður upp á mjög spennandi Inspector sem væri bæði skynsamur og ábyrgðarfullur. Hún var í ritstjórn Skólablaðsins Skinfaxa á síðasta skólaári sem vakti athygli fyrir einstaklega vel skipulagt bókhald sem leiddi til þess að blaðið skilaði hagnaði í fyrsta sinn síðan 2009. Sem scriba scholaris stóð hún fyrir útgáfu Morkinskinnu þetta árið og þótti takast vel til. Þrátt fyrir örlitla seinkun var hún mjög flott, fyndin og stílhrein. Burtséð frá öllum kostum hennar má líka benda á að það væri virkilega spennandi að fá kvenmann í Inspector í fyrsta skipti í langan tíma. Hörn rímar líka við örn, sem er mikill mannkostur.

Inspector

Page 57: Loki 2.tbl vor 2012

57

QuaestorSólveig Ásta

Sólveig hefur mikinn áhuga á markaðsmálum og hefur reynslu á því sviði. Í 3. bekk var hún í goðsagnakenndri markaðsnefnd Skólablaðsins Skinfaxa sem náði að skila blaðinu með hagnaði, sem þykir mikið afrek. Svo höfum við í Loka heyrt að hún hafi tekið markaðsmál Menntaskólatíðinda algjörlega í sínar hendur en það blað sem hefur komið út þótti einkar glæsilegt. Sólveig ætti einnig að hafa öðlast mikla reynslu í fjórðubekkjarráðinu í ár þar sem hún tók þátt í að skipuleggja sokkaballið. Auk þess var hún í ræðuliði Valhúsaskóla (í tvö ár) ásamt því að vera mjög virk í Ungmennaráði Seltjarnarness. Hún þykir mjög dugleg og vinnusöm og gæti orðið mjög góður Quaestor.

Jóhannes Bjarki

Jóhannes hefur mjög mikla reynslu miðað við mann úr 4. bekk. Hann stofnaði MORGRON, ræðukeppni grunnskólanna, á meðan hann var sjálfur í grunnskóla og hélt utan um hana í tvö ár. Hann stóð líka, meðal annara, fyrir innanskólaspurningakeppni Hagaskóla, Viltu getta? Jói hefur líka barist í borgarastyrjöld í Túnis og þurfti að flytja sig yfir til Ítalíu vegna átakanna. Ekki slæm reynsla sem hann öðlaðist þar. Um leið og hann kom heim aftur var hann fenginn til að vera yfir markaðsmálum Morkinskinnu og var yfir Skólafélagsmarkaðsnefndinni. Skiptinám hans var sterkur leikur atkvæðalega séð því að nú hefur hann allan ‘93-árganginn á bakvið sig auk margra ‘94 krakka. Hann hlýtur því að vera mjög sigurstranglegur í Quaestors-baráttunni.

Scriba Scholaris

Birna

Birna hefur reynslu á ýmsum sviðum en hún var til dæmis í ræðuliði Hagaskóla í tvö ár í röð og vann MORGRON seinna árið. Hún var líka í nemendaráði Hagaskóla í 10. bekk og kom því með mikið af reynslu af félagslífi inn í MR. Birna hélt áfram að safna í reynslubankann strax í 3. bekk en hún var í markaðsnefnd MT fyrir áramót og svo í Herranótt. Í síðustu kosningum bauð Birna sig fram í alls konar hluti og er núna í fullt af mismunandi ráðum. Þar ber helst að nefna sæti í ritstjórn Menntaskólatíðinda og Herranæturstjórn. Birna hefur mikinn áhuga á að bæta félagslífið og hana vantar allavega ekki reynsluna til þess að vera Scriba scholaris.

Jóhanna Preethi

Jóhanna hefur ekki opinberlega lýst yfir áhuga á embættinu en okkur grunar sterklega að hún vilji fara í Scribuna. Jóhanna hefur verið mjög virk í félagslífinu undanfarið og staðið sig nokkuð vel í öllu sem hún hefur tekið sér fyrir hendur. Hún situr nú í ritstjórn Menntaskólatíðinda auk þess sem hún er í skemmtinefnd og ætti því að hafa mjög góða innsýn í félagslíf okkar kæra skóla. Það má auðveldlega færa rök fyrir því að þessi embætti séu meðal þeirra stærstu innan Skólafélagsins og gera Jóhönnu því kleift að vinna mjög náið með Skólafélagsstjórn. Því væri sjálfsagt framhald að hún fengi sæti í stjórninni.

Page 58: Loki 2.tbl vor 2012

58 • Loki Laufeyjarson • Janúar 2012

CollegaeKatrín Sigríður Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Loka hefur Katrín lengi stefnt á að verða Collega og hefur víst mikinn áhuga á starfinu. Hún hefur allavega reynslu í að sjá um söngkeppnina, sem er í rauninni eina staðlaða verkefni Collegu, því hún hefur nú þegar hjálpað jafn oft til við undirbúning hennar og árin sem hún hefur verið í skólanum. Hún var nefnilega tekin inn sem busi skemmtinefndar þegar hún var í 3. bekk og bauð sig svo fram í skemmtinefnd í síðustu kosningum þar sem hennar listi hlaut kjör. Skemmtinefnd hefur staðið sig með prýði síðustu ár og haldið tvær frábærar söngkeppnir þau ár sem við höfum verið í skólanum.

Eiríkur

Eiki er aftur að koma sterkur inn í félagslíf MR eftir að hafa skroppið í eitt ár til Bandaríkjanna sem skiptinemi. Í augnablikinu er hann bara einhver Kakólandshotboy sem vann söngkeppnina í þriðja bekk en Eiki er ekki bara hot og vill líklega sýna MR-ingum að hann geti líka verið ábyrgur og metnaðarfullur. Því er collega fullkomið starf fyrir hann. Hann ætti líka að geta staðið sig vel í starfinu en hann hefur mikið verið í félagslífinu. Hann hefur til dæmis fjórum sinnum tekið þátt í söngkeppninni á þeim þremur árum sem hann hefur verið í MR.

FramtíðinForseti

Arnór Gunnar

Nafn Arnórs hefur oft komið upp þegar verið er að pæla í hver verði næsti Forseti Framtíðarinnar. Hann vann Framtíðarstjórnarkosningarnar með miklum yfirburðum og þykir mjög hæfur til að stýra þessu forna málfundafélagi. Síðan hann kláraði grunnskóla og hætti í Ungmennaráði Breiðhyltinga hefur hann verið virkur í félagslífi MR og er eins og áður sagði, ritari Framtíðarstjórnar og núverandi Iocer Scholae ásamt því að hann leikur í Herranótt. Hann var í ritstjórn Loka Laufeyjarsonar á haustönn í fyrra og þótti sú ritstjórn vera sú besta í langan tíma. Auk þess var hann í myndbandanefnd Framtíðarinnar í fyrra. Eins og sjá má hefur Arnór lengi verið viðriðinn Framtíðina og ætti að þekkja mjög vel til þar. Hann er því augljóslega líklegur til að bjóða sig fram.

Kristín

Kristín hefur mikinn metnað og er mjög dugleg í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur. Það hefur verið mjög gaman að fylgjast með á fundum með Framtíðarstjórn í vetur. Þegar Stína ætlar að reyna að koma einhverju málefnalegu á framfæri segir Dolli bara að hún sé á túr og fer að fíflast. En Stína er allavega virkilega ábyrg og hefur staðið sig mjög vel sem gjaldkeri Framtíðarinnar. Þess vegna sjáum við hana vel fyrir okkur sem Forseta þó að hún hafi ekkert viljað tjá sig um málið. Hún hefur ágætis reynslu í starfið en hún hefur verið mikið í Herranótt og var í myndbandanefnd Framtíðarinnar með Arnóri og félögum á síðasta ári.

Page 59: Loki 2.tbl vor 2012

59

FramtíðarstjórnBirnir Jón

Við höfum ekkert fyrir okkur í því að Birnir ætli að bjóða sig fram en hann er einhvernveginn bara svo ótrúlega mikil Framtíðarstjórnartýpa að hér verður fjallað um hann. Hann hefur látið stór stjórnarstörf vera hingað til en hefur svona nánast prófað allt annað. Hann hefur verið mjög sjáanlegur í félagslífi skólans síðustu tvö ár og má þá helst nefna störf hans í ritstjórn Menntaskólatíðinda á síðastliðinni haustönn og Bingó í fyrra. Auk þess hefur hann verið áberandi í Herranótt, Sólbjarti og myndbandanefndarstörfum. Birni skortir því hvorki reynslu né vinsældir í það að ná kjöri, spurningin er bara hvort hann taki af skarið.

Pétur

Pétur, eða Pési fiðla er sómadrengur. Hann hefur náð að mynda sér sterk tengsl í allar áttir með því að vera einstaklega vinalegur. Hann hefur mestallan leikhóp Herranætur í fyrra á bakvið sig og eldri nemendum skólans virðist líka vel við hann. Pétur var ekki bara í Herranótt í fyrra en hann er líka að spila með hljómsveitinni í ár auk þess sem hann var í ritstjórn Loka Laufeyjarsonar 2/3 síðustu annar og er undrabarn á fiðlu. Við í Loka treystum Pétri allavega fullkomlega fyrir embættinu og ef hann kýs að bjóða sig fram í stjórn Framtíðarinnar ætti hann ekki að eiga í miklum erfiðleikum með að ná kjöri.

Gunni A er skemmtilegur og góður strákur sem er að leita að stelpu á aldrinum 11-18 ára sem væri til í að vera kærastan hans. Ef hún vill ekki vera kærastan hans þarf hún allavega að vera góð að þykjast. Hún þarf helst að vera bjútífúl og tilbúin í að

kúra frameftir um helgar þegar þau horfa saman á When Harry met Sally. Gunnar er sexy, funny og outgoing. Áhugamálin hans eru að kúra með litla, mórauða lambinu sínu, frönsk matargerð og að semja rómantískar sonnettur.

RÖKk

URRY

MUR

FRUM

SÝNI

NG 2

4. FE

BRÚA

R Í ár mun Herranótt stíga út fyrir kassann og setja upp, ólíkt því sem leikfélagið hefur gert síðustu ár, spunaverk. Fullt af hæfileikaríku fólki hefur unnið hörðum höndum síðustu mánuði að því að skapa dularfullan og töfrandi heim þar sem fyrir finnast skrímsli, púkar og skapanornir. Heim þar sem allt getur gerst.

Leikstjórinn í ár er engin önnur en Kolbrún Halldórdóttir en hún leikstýrði meðal annars Rocky Horror Show með Pál Óskari í aðalhlutverki, sem er löngum talin vera ein besta framhaldsskólasýning sem sett hefur verið upp.

Leikritið er byggt á tveimur Grimmsævintýrum þar sem leikhópurinn ásamt sérstöku ritteymi hefur spunnið sögurnar saman í eina heilsteypta sýningu. Ekki er hægt að setja samasem merki milli þeirra Grimmsævintýra sem flest okkar þekkja frá því í æsku og þeirra sem verkið í ár er byggt á. Því það á rætur að rekja til upprunalegu og hryllingslegu sagnanna sem Grimmsævintýri eru...

Page 60: Loki 2.tbl vor 2012

60 • Loki Laufeyjarson • Janúar 2012