maí 2011, 20.árg 3.tbl

10
FRéTTBRéF SKOTVÍS 3.TBL 2011 Útgefandi: Skotveiðifélag Íslands - Landsamtök um skynsamlega skotveiði // Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Arne Sólmundsson FRá FORMANNI ..................................................................................................................... 3 HLEðSLUNáMSKEIð ............................................................................................................. 4 SVARTFUGLSVEIðAR ............................................................................................................ 5 SKOTFéLAGIð ÓSMANN 20 áRA – KYNNING ..................................................................... 6 SKOTVÍS MIðLAR................................................................................................................... 8 DúFNAVEISLAN...................................................................................................................... 9 STIKLAð á STÓRU ............................................................................................................... 10 á DöFINNI ............................................................................................................................ 10 FORGANGSMáL STJÓRNAR Í MAÍ ..................................................................................... 10 SIðAREGLA NR. 2 ................................................................................................................ 10

Upload: skotveidifelag-islands

Post on 11-Mar-2016

238 views

Category:

Documents


9 download

DESCRIPTION

Fréttabréf SKOTVÍS, maí 2011

TRANSCRIPT

Page 1: Maí 2011, 20.árg 3.tbl

FréttbréF SKOtVÍS3.tbl 2011

Útgefandi: Skotveiðifélag Íslands - Landsamtök um skynsamlega skotveiði // Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Arne Sólmundsson

Frá FOrmanni ..................................................................................................................... 3HleðSlunámSKeið ............................................................................................................. 4SVartFuglSVeiðar ............................................................................................................ 5SKOtFélagið ÓSmann 20 ára – Kynning ..................................................................... 6SKOtVÍS miðlar ................................................................................................................... 8DúFnaVeiSlan ...................................................................................................................... 9StiKlað á StÓru ............................................................................................................... 10á DöFinni ............................................................................................................................ 10FOrgangSmál StjÓrnar Í maÍ ..................................................................................... 10Siðaregla nr. 2 ................................................................................................................ 10

Page 2: Maí 2011, 20.árg 3.tbl

134 / / SPORTVE IÐ IBLAÐIÐ / / Veið ihundar: Labrador

Umsjón: Símon Hjaltason Ljósmyndir: Guðmundur A. Guðmundsson

VEIÐIhUndAR:

LABRAdOR RETRIEVER

Öll þekkj um við La bra dor retrie ver. Þetta þori ég að full yrða enda

eru rúm lega tólf hundr uð hrein rækt að ir La bra dor ar skráð ir í eigu

Ís lend inga. Enn frem ur full yrði ég að þau okk ar sem eru borg ar­

börn séu svo vön La bra dorn um að mynd af hon um skjóti okk ur í

koll þeg ar sjálft orð ið „hund ur“ heyr ist. Það kem ur til af því að

hann er geysi vin sæll heim il is hund ur. Ég spurði dýra vist fræð ing inn

Guð mund A. Guð munds son og hunda rækt and ann Ingi berg G.

Þor valds son um þenn an vel kunna hund og þeir leiddu mig í all an

sann leika um hann. Sam kvæmt Guð mundi stafa vin sæld ir La bra­

dor­hunds ins af því að hann er hunda ólm ast ur til að þókn ast eig­

anda sín um. Skap lyndi hans er sá eig in leiki sem helst ýt ir und ir

vin sæld ir hans sem heim il is hunds, ekki síst lang lund ar geð hans

gagn vart börn um. Frá sjón ar miði hunds eru börn ekki allt af bestu leik fé lag arn ir.

Þau eru há vær ir, hvat vís ir og óút reikn an leg ir ein stak ling ar sem eru

þar að auki í svip aðri and lits hæð og hund ur inn sjálf ur. Stund um

klípa krakk ar hunda, slá þá óvænt á trýn ið og bíta þá jafn vel í bak­

hlut ann. Eng inn hund ur sýn ir þessu meiri skiln ing en La bra dor inn.

Guð mund ur kveðst hafa heyrt ýms ar sög ur um þol in mæði þess ara

hunda gagn vart börn um, jafn vel þeg ar smá fólk ið pot ar fingr um í

aug un á þeim eða jafn vel afturendann. Auk in held ur hef ég sjálf ur

séð hund af þess ari teg und bein lín is vakta barna barn eig anda síns;

tylla sér við hlið ina á rúm inu á með an það sef ur og lötra í hum átt

eft ir því þeg ar lúr inn er bú inn. Hann finn ur hjá sér hvöt til að passa

upp á börn in. Þess vegna al ast borg ar börn gjarn an upp við það að sjá

La bra dor­ hunda út und an sér og mörg þeirra venj ast þeim á heim il­

inu. Lýs ing á þeim á heima síðu Retrie ver­deild ar Hunda rækt ar fé lags

Ís lands (www.retrie ver.is) er því flest um kunn ug leg:La­bra­dor­retrie­ver­er­kröft­ug­ur­og­sterk­lega­byggð­ur­hund­ur.­

Höf­uð­er­­breitt,­vel­fyllt­og­­trýni­á­að­­vera­kröft­ugt.­­Eyru­eru­lít­il­

og­­liggja­þétt­að­­höfði.­Augn­lit­ur­er­dökk­ur.­Háls­þykk­ur­og­lang­

ur.­Skott­með­al­langt,­svert­við­skott­rót­ina­og­skott­staða­á­að­­vera­

­beint­út­frá­bak­línu­eða­­lægra.­Brjóst­kassi­djúp­ur,­kröft­ug­ur­og­

breið­ur.­Fæt­ur­kröft­ug­ir­og­þó­far­þétt­ir.­Stutt­ur­þétt­ur­og­harð­ur­

feld­ur­(vatns­þétt­ur)­með­­mikla­und­ir­ull.La bra dor inn er þung ur og hraust byggð ur, ljúf ur og hlýð inn en hann

er líka ein stak lega góð ur veiði hund ur. Hann er til í þrem ur lit um;

svart ur, brúnn og gul brúnn (sá lit ur er reynd ar mis ljós). Ingi berg ur

G. Þor valds son er hunda rækt andi sem rækt ar fyrst og fremst La bra­

dor­ hunda þó svo að hann hafi á stuttu tíma bili reynt fyr ir sér með

Bor der­ terrier: „ Þeir dóu reynd ar all ir nema einn og borg ar stjór inn

fékk hann.“ En varð andi lit inn á La bra dor­hund in um seg ir hann

kím inn: „ Eins og við segj um, sem er um með svart an La bra dor, þá er

hann „al vöru“­La bra dor.“ Og í Bret landi, þar sem fyrst var tal að um

La bra dor­ hunda sem sér staka teg und, voru þeir vissu lega all ir svart ir

til að byrja með. Fyrsti gul leiti La bra dor inn, sem var við ur kennd ur,

fædd ist reynd ar ári fyr ir alda mót in 1900 þann ig að sá lit ur er fyr ir

löngu orð inn hluti af þeirri mynd sem al menn ing ur hef ur af dýr inu.

Sjald gæ fast ur er hinn súkku laði brúni eða „lif ur­lit aði“ La bra dor sem

fór ekki að sjást að neinu marki fyrr en á fjórða ára tug tutt ug ustu

Seiglu Abel nói í eigu Alberts Steingrímssonar í byrjendaflokki á hunkubökkum í ágúst 2009.

104 / / SPORTVE IÐ IBLAÐIÐ / / Í gegnum laufþykknið

BOg VEIÐI á ÍS LAndI

– Hef urðu trú á að bog veiði verði leyfð

hér lend is?

„Ég hef trú á því. Það verða nú senni lega

aldr ei marg ir sem munu leggja stund á

þenn an veiði skap hér lend is. Þetta verð ur

vænt an lega aldr ei mjög út breitt, bara svona

sér vitr ir kall ar eins og ég – og kon ur. Kon ur

eru stór hóp ur bog veiði manna í Banda ríkj­

un um.Hrein dýra veið ar hér snú ast oft ar en

ekki bara um að fara og ná sér í dýr. Síð ast,

þeg ar ég fór, spurði eft ir lits mað ur inn mig

hvort ég vildi fara fyr ir eða eft ir há degi. Það

tók svo lít ið ljóm ann af þessu. Svo er manni

ek ið að hjörð inni. Ég tók mitt dýr á 380

metr um, þetta var eig in lega bara af taka.

Í dag vil ég frek ar gefa mér tíma í þetta, gera

það í ró og næði. Það er erf ið ara að kom ast í

færi með boga og dýr ið hef ur alla mögu leika

á að sleppa. Þá er ég ekki að meina á með an

ör in flýg ur, þá áttu að vera ör ugg ur með að

fella dýr ið, held ur í að drag and an um. Þetta

er spurn ing um þol in mæði veiði manns ins,

hvort hann hafi út hald og sé nógu fyr ir séð ur

til að koma sér í færi.“ j

Í næsta tölublaði Sportveiðiblaðsins verður fjallað ýtarlega um tæknilegu hliðina á

bogveiði, þ.e fjallað um bogann, hina ýmsu örvarodda og alla pælinguna á bak við þá.

Ég komst að því að bogveiðimenn velta mikið fyrir sér hinum ýmsu oddum, þyngdum

o.þ.h., ekki ósvipað riffilskyttunni sem gerir tilraunir með mismunandi kúlur og hleðslur

– eða fluguveiðimanninum sem eyðir vetrarkvöldum við fluguhnýtingar og hönnun á

nýjum flugum í undirbúningi komandi veiðisumars. Við munum einnig ræða við Indriða

Ragnar Grétarsson, formann hins nýstofnaða Bogveiðifélags Íslands, og kynna okkur

reglugerðir tengdar bogveiði.

gLAÐBEITTIR VEIÐImEnn

Í LOk VEL hEPPnAÐS VEIÐIdAgS

Joe kossar og Enok að koma bráðinni heim.

„ Þetta verð ur vænt an lega aldr ei

mjög út breitt, bara svona sér vitr­

ir kall ar eins og ég – og kon ur.

kon ur eru stór hóp ur bog veiði­

manna í Banda ríkj un um.“

áLög un um Af LéTT

„Ég sit í standi og hann kem ur gang andi, þessi tar fur. Mér fannst hann lít ill, en flott ur. Það lok að ist á hon um krún­

an og mynd aði nokk urs kon ar búr, þess vegna fékk hann nafn ið Cage.

Ég dreg nið ur á hann, hef hann í miði en segi svo við sjálf an mig: „Þú ert svo lít ill, grey ið mitt, ég ætla að sleppa

þér.“ Og hætti við. Þá geng ur hann að eins lengra og stíg ur upp á þúfu, það var eins og hann væri að storka mér.

Ég vildi ekki fæla hann því ég vissi ekki hvort fleiri dýr myndu fylgja í kjöl far ið en sagði: „Ef þú kem ur þér ekki burt þá

tek ég þig.“ Og hann labb ar hring í kring um mig og stíg ur aft ur upp á þúfu. „Allt í lagi, þú vilt fara,“ ég dreg nið ur

og hef hann í miði en hugsa: „Hann er of lít ill.“ Þá fór hann og hvarf inn í skóg inn.

Eft ir á sá ég eft ir því að hafa ekki tek ið hann þótt hann væri lít ill því flott ur var hann. Og við töl uð um um það,

fé lagarn ir, að ég kæmi til með að ná hon um síð ar.

Ári síð ar er um við að hefja veið ar og á leið í stand ana okk ar. Joe hafði ekki tek ið dýr í þrjú eða fjög ur ár, var bú inn að

reyna og reyna en ekk ert gekk – á með an var ég bú inn að taka ein sex dýr. Svo ég segi við Joe: „Nú ferð þú í minn stand

og ég í þinn.“ Joe reyndi að malda í mó inn og vildi halda sig við áætl un en ég var fast ur fyr ir og það varð úr að við

skiptum.

Þeg ar kom ið var há deg is hlé og við hitt umst uppi við bíl sá ég að Joe var að bisa við að koma tarfi á bíl inn. Og þeg ar

ég fer að skoða hann segi ég: „Nei, þetta er Cage.“ Þarna var hann jafn flott ur, bara tölu vert stærri. Joe var al veg

eyði lagð ur yf ir að hafa skot ið fyr ir mér tar finn en eft ir þetta fór hann að veiða aft ur. Álög un um hafði ver ið af létt. Og

af því að hann átti þessa sögu þá stopp aði ég hann upp.“ Texti: Jó hann Páll Krist björns son

27 / / SPORTVE IÐ IBLAÐIÐ / / Einfar i í eð l i s ínu

„Ég hafði rosa gam an af því. Við Grétar fór um saman á rjúpu um Súganda fjörð inn en aðrar veiðar, eins t.d. gæsina, stund­uðum lítið sem ekkert. Um átj án ára ald ur­inn keypti ég mér kajak í gegn um smá aug­lýs ing ar dag blaðs sem var send ur vest ur með flutn inga bíl. Ég vissi ekk ert hvað ég var að kaupa mér, sett ist bara í kajak inn og reri um all an fjörð inn. Ég var að taka mynd ir og svona, þá upp götv aði ég hvað það er auð­velt að nota kajak í veiði. Næst smíð aði ég mér sta tíf fyr ir byss una og byrj aði bara að veiða. Þannig má segja að ég hafi byrj að minn veiði skap fyr ir al vöru. Fyrst fékk ég lánaða rússneska einhleypu og keypti mér tvíhleypu tvítugur. Um leið og þetta fór að ganga með veiðina og kajakinn var ég far­inn að hlaupa upp um öll fjöll og dali til að veiða rjúpu. Ég var að beita á þessum árum og áhuginn var svo mikill að oft beitti ég á nóttunni til að komast á veiðar daginn eftir. Í þá daga gekk ég með einhleypuna og 15–16 skot í vas an um í gegnum bæinn og út í Staðar dalinn. Ekk ert þótti eðli legra. Á baka leið inni gekk ég með rjúp urn ar í gegn um þorp ið á miðj um degi og mætti fólki sem spurði mann gjarn an hvern ig hefði geng ið. Það var enginn felu leikur með byssur á þessum tíma eins og tíðkast í dag, þar sem skot veiði menn þurfa að læð ast með veggj um þegar þeir fara á veiðar.“

RjúPnA VEIÐ AR á kAjAk– Nú má kalla þig upp hafs mann kajak­veiða á Ís landi, tek urðu ekki und ir það?„Jú, ég held að það sé óhætt að taka undir það. Þó svo að ein hverj ir hafi kannski próf­að að skjóta af kajak á und an mér er ég nokkuð viss um að ég sé sá fyrsti sem hef ur stund að þetta að ein hverju ráði hér lend is og eigi stór an þátt í þeim upp gangi sem þetta sport hefur átt und an far in ár.“ – Og hvað varstu að veiða?

„ Kajakveiðiskapurinn hófst á haustin á skarf inum og síðan alveg fram á vor. Ég vissi ekk ert hvaða veiði bráð væri inni í firði en heyrði allt af í há vell unni. Þegar ég fór að kynna mér þetta betur og sökkti mér í fugla­fræð ina sá ég hvað var á „mat seðl in um“. Ég skaut mik ið af há vellu, það var minn uppá­halds fugl og erf ið asti fugl inn að veiða. Svo féll einn og einn dílaskarfur, toppendur og stokk endur. Ég byrj aði yf ir leitt ekki að róa fyrr en í vetr ar still un um í janú ar, febrú ar og

Fyrsti kajakinn.

HELSTI úTBúnAÐuR kAjAkRæÐARAnS:

LEnSIdæLA

SjúkRAkASSI

STAÐSETnInGARTækI EÐA áTTAVITI

kAjAkáR

kAjAkInn

MAnnOP

LESTAR

SVunTA

BjöRGunARVESTI

SkóR

ÞuRRSTAkkuR

ÞuRRBuxuR

HAnSkAR

HETTA

STýRI

MÁLGAGN VEIÐIMANNA Í 30 ÁR // www.spoRtVEIdI.NEt

1. tBL. // 30. ÁRGANGUR 2011 // VERÐ KR. 999.- M/VsK.

00000

VEIÐIMAÐURINN RóBERt schMIdt Í VIÐtALI

ÁIN MÍN: stURLA ÖRLyGssoN UM

LAxÁ Í MýVAtNssVEIt

ÍsLENsKUR BoGVEIÐIMAÐUR LýsIR dÁdýRAVEIÐUM

VÍGALEGIR, BREyttIR VEIÐIjEppAR

VEIÐIsAGA: 20 pUNdARI úR fLjótAÁ

hANdVERK: hNÍfAsMÍÐI & útsKURÐUR

fAstIR LIÐIR: fLUGUVEIÐI-, fLUGUhNýtINGA-,

MAtREIÐsLU- oG VEIÐIhUNdAþættIR

MEÐ LÍfsGLEÐINA

AÐ VopNIsÖNGVARINN MAttI MAtt ER Á

LEIÐINNI Í EVRóVIsjóN, hANN sEGIR

fRÁ ÁstRÍÐU sINNI Á VEIÐUM

GLÍMIR VIÐ

stóRLAxA Á

hVERjUM dEGIóLAfUR þóR hAUKssoN, séRstAKUR

sAKsóKNARI, Í séRstÖKU VIÐtALI

VIÐ spoRtVEIÐIBLAÐIÐ

Þéttur pakki!Sportveiðiblaðið hefur verið málgagn veiðimanna í Þrjátíu ár.

við leggjum okkur fram við að fjalla um alla Þætti veiðinnar,

jafnt Stangaveiði Sem Skotveiði – og nú SíðaSt bogveiði.

tímaritið er Stútfullt af áhugaverðu og fróðlegu efni,

Skemmtileg viðtöl í bland við fræðSlu, veiðiSögur

og allS kynS umfjöllun tengda veiðum.

Sportveiðiblaðið er ómiSSandi fyrir veiðimanninn.

kynntu Þér áSkriftarleikinn veiddu vini á Sportveidi.net.

Það margborgar Sig að geraSt áSkrifandi.

útgáfufélagið kyndill | flugvallarbraut 752 | 235 reykjaneSbær | áSkriftarSími 571-1010 | Sportveidi.net

Sportveidi.net

fróðleikur, veiðiSögur, ljóSmyndir úr veiðinni, mataruppSkriftir, fluguhnýtingar og margt fleira

Page 3: Maí 2011, 20.árg 3.tbl

3

Frá FOrmanni

Ágætu félagarÍ nýafstaðinni stefnumótun stjórnar er lögð rík áhersla á að hagsmunabaráttan og félagsstarfið endurspegli þau gildi sem SKOTVÍS stendur fyrir. Bæði lög og siðareglur SKOTVÍS setja náttúrvernd, hagsmuni og réttindi skotveiðimanna á háan stall og leggja því mikla ábyrgð á herðar veiðimanna.

Hlutverk SKOTVÍS er að skapa grundvöll og aðstæður til að hægt sé að vinna að þessum markmiðum á viðeigandi vettvangi sem snúa m.a. að:

Samskiptum við stjórnvöld og eftirlitsstofnanir varðandi löggjöf og reglugerðir, bæði hvað varðar setningu laga og reglugerða, þ.e. ráðuneytin og Umhverfisstofnun, sem og brotum á réttindum almennings og veiðimanna.

Samstarfi við rannsóknarstofnanir og stuðla að rannsóknum og gagnasöfnum um stofna veiðidýra, s.s. Náttúrufræðistofnun og Náttúrurstofur.

Samvinnu við önnur félög og samtök, innlend sem erlend.Leið SKOTVÍS er að greiða fyrir aðgengi félagsmanna að starfi félagsins óháð búsetu, miðlun upplýsinga í gegnum

viðeigandi miðla um þau mál er snerta skotveiðimenn og stuðla að fræðslu um skotveiðitengd málefni, náttúruvernd og almennan fróðleik um dýralíf landsins. Það er von stjórnar SKOTVÍS að þessi nálgun muni skapa jarðveg fyrir virkari þátttöku félagsmanna í starfi félagsins tl að fylgja eftir málum á framangreindum vettvangi.

Forsenda fyrir árangursríkri hagsmunabaráttu er að samstaða skotveiðimanna skili sér í málefnalegri umræðu sem byggir á þekkingu og getunni til að miðla henni. Til að svo megi verða þurfa margir að leggja hönd á plóg til að markmið náist og er það von stjórnar að fleiri félagsmenn sjái sér fært að koma með virkari hætti að málefnavinnunni í gegnum framkvæmdaráðið.

Aðstaðan í Veiðiselinu er nú þegar orðin að “umferðarmiðstöð” þeirra sem vilja miðla og afla þekkingar á veiðitengdum málefnum, en opið hús á þriðjudögum, vinnufundir framkvæmdaráðshópa og stjórnarmeðlima, auk námskeiðahalds og annara viðburða eru aftur orðnir fastir liðir í starfi félagsins. Félagsmenn og aðrir eru hvattir til að mæta og njóta.

Fyrir skömmu tilkynnti Snorri Jóelson stjórn SKOTVÍS að hann myndi ekki geta tekið virkan þátt í störfum fyrir félagið af heilsufarsástæðum og hefur því sagt sig úr stjórn SKOTVÍS sem gjaldkeri félagsins. Varaformaður SKOTVÍS, Kristján Sturlaugsson mun sinna störfum gjaldkera þar til varanleg lausn finnst, en annaðhvort mun þetta fyrirkomulag gilda til næsta aðalfundar, eða að boðað verði til aukaaðalfundar til að fullmanna núverandi stjórn. Við óskum Snorra góðs bata og þökkum honum fyrir störf hans fyrir hagsmunum og réttindum veiðimanna.

Veiðikveðja,Elvar Árni Lund

Page 4: Maí 2011, 20.árg 3.tbl

4

HleðSlunámSKeiðSKOTVÍS og SKOTREYN hafa að undanförnu verið að leggja drög að öflugri fræðsludagskrá fyrir félagsmenn sem mun auka færni þeirra á ýmsum sviðum. Í apríl voru auglýst hleðslunámskeið fyrir félagsmenn, þeim að kostnaðarlausu, en þessi námskeið veita s.k. “E-réttindi” sem þarf að skrá í skotvopnaleyfi.

Námskeiðin voru haldin með dyggum stuðningi Hlað sf., sem útvegaði m.a. Lyman hleðslutæki, Vihtavuori púður, Lapua hylki og præmera frá CCI sem notuð voru við kennsluna. Þátttakendur nutu leiðsagnar Guðmundar Oddgeirs Indriðasonar og Þráins Skúlasonar félagsmanna SKOTREYN og SKOTVÍS, en báðir hafa kennsluréttindi á þessu sviði.

Mikill áhugi reyndist vera á þessum námskeiðum og voru apríl námskeiðin (2) fullbókuð, en alls sóttu 20 manns þessi tvö námskeið og því munu félögin reyna að endurtaka námskeiðin eins fljótt og þess gefst kostur.

Page 5: Maí 2011, 20.árg 3.tbl

5

SVartFuglSVeiðarNú standa svartfuglsveiðar sem hæst, en þeim lýkur 10. maí n.k., þ.a. reikna má með því margir skotveiðimenn muni nýta sér síðustu dagana til að ná sér í nokkra fugla, en svartfugl þykir herramannsmatur sé hann rétt meðhöndlaður frá byrjun.

Þó að tegundir svartfugla séu margar, þá stendur Langvía og Álka undir stærstum hluta veiðanna þegar kemur að veiðum, en til skamms tíma var Lundi sá fugl sem var mest veiddur hér við land/strendur þó svo að öðrum veiðiaðferðum hafi þar verið beitt, þ.e. háfun, en sú tegund á því miður í vök að verjast, einkum vegna fæðuskorts. Lundi er sérhæfður fugl sem er algerlega háður sandsíli og hefur því ekki möguleika á að nýta sér aðrar fæðutegundir líkt og Langvía og Álka, ef skortur á sandsíli gerir vart við sig.

Umhverfisráðuneytið og Náttúrufræðistofnun Íslands (NÍ) gengust nýlega fyrir málstofu um sjófugla við Ísland þann 31. mars s.l., en fundurinn var ákaflega vel sóttur. Þar voru flutt mjög fróðlegt erindi sem spönnuðu margvíslegar rannsóknir sem gerðar hafa verið á sviði fuglavísinda, veðurfræði, haffræði og sjávarflíffræða sem vörpuðu ljósi á núverandi ástand svartfuglsstofna við Íslandsstrendur.

Fulltrúi SKOTVÍS var í pallborði og svaraði spurningum málstofugesta, en ljóst er að þessi umræða snýst nánast algerlega um fæðuframboð og snýr að litlu leyti að veiðum. Samkvæmt tölum UST, þá hafa um 1100 veiðimenn skilað inn veiðitölum yfir svartfugl fyrir árið 2009, en þetta er um 30% fækkun veiðimanna á 10 ára tímabili. Veiðiskýrslur sýna ennfremur að heildarveiðin hefur staðið í stað síðan 2005 eftir talsvert hrun árin þar á undan, en þessar veiðitölur gætu gefið ákveðna vísbendingu um ástand stofnanna. Veiðimenn eiga engu að síður að taka fullan þátt í þeirri umræðu sem framundan er vegna þessa ástands, því framlag okkar til rannsókna, s.s. sýnataka veiðimanna getur reynst fræðimönnum á Náttúrfræðistofnun Íslands mjög dýrmætt innlegg til að fylgjast með framvindunni. SKOTVÍS mun á þessu ári eiga viðræður við fræðimenn NÍ hvernig aðkomu veiðimanna verði best háttað hvað þetta varðar. Fylgist því með þessari umræðu!

Page 6: Maí 2011, 20.árg 3.tbl

6

SKOtFélagið ÓSmann 20 ára – KynningSkotfélagið Ósmann var stofnað á Sauðárkróki 8. maí 1991 og fagnar því 20 ára afmæli á þessu ári, en að stofnun félagsins stóðu nokkrir áhugasamir einstaklingar um veiðiskap og skotvopn. Tilgangurinn var meðal annars sá að vinna að bættri veiðimenningu í héraðinu og að þessu markmiði hefur verið unnið með funda- og námskeiðshaldi. Félagið hefur verið málsvari skotveiðimanna og beitt sér í fjölda mála er varða réttindi og hagsmuni félagsmanna gagnvart yfirvöldum.

Félagið hefur unnið ötullega að uppbyggingu skotvallar til skotæfinga með öllum tilskyldum leyfum, í landi Meyjarlands á Reykjaströnd, svæði sem nú er í eign félagsins. Í dag er aðstaðan með því allrabesta og snyrtilegasta sem þekkist hérlendis og eru félagsmenn í dag um 50 talsins.

Aðstaða félagsins til skotæfinga er ekki aðeins kærkomin viðbót við þá afþreyingu sem hægt er að bjóða uppá í Skagafirði, heldur er hún beinlínis nauðsynleg í þjóðfélagi dagsins í dag, en óheimilt er samkvæmt lögum að stunda skotæfingar eða efna til skotkeppna nema á til þess gerðum og samþykktum völlum. Skotgreinahluti Landsmóts UMFI 2004 og Norðurlandsmeistaramót í skeet 2008 voru haldin á svæði félagsins.

Stærsti þáttur starfseminnar er rekstur skotvallarins og það sem honum tengist, en hann er öllum opinn frá júní til september á mánudögum frá 18:00-21:00 Móttaka skólahópa í kynningu og fræðslu hefur verið ört vaxandi þáttur sem unninn er í samstarfi við ferðaþjónustuaðila á svæðinu. Félagið setur líka upp viðburði fyrir aðra hópa t.d. óvissuferðir, steggja/gæsa hópa, starfsmannafélög, móttökur fyrir fyrirtæki og opinbera aðila o.fl.. Undanfarin ár hefur félagið séð um verklegan þátt skotvopnaleyfis fyrir umhverfisstofnun og aðstoðað við fuglatalningu sé þess óskað.

Í seinni tíð hefur verið bryddað uppá ýmsum nýjungum í félagsstarfinu. Til dæmis veiði- og herrifflakvöld þar sem óhefðbundin skotmörk og skotstöður verða fyrir valinu,

Page 7: Maí 2011, 20.árg 3.tbl

7

skemmtidagur þar sem félagsmenn mæta með fjölskylduna og skjóta og grilla, allt á léttu nótunum. Ekki má svo gleyma bogfiminni sem verður stöðugt vinsælli.

Yfir vetrartímann eru haldnir mánaðarlegir félagsfundir, bogaæfingar innanhúss, fræðandi námskeið og nú nýlega veiðisögukvöld, að ógleymdu margrómuðu Villibráðarkvöldi þar sem félagar koma saman og njóta góðs matar og heimasaminna skemmtiatriða, en það er hápunkturinn á starfinu að margra mati.

Framundan er mesti annatíminn í starfi félagsins, en 1. maí hefur verið opinn dagur á vallarsvæðinu þar sem starfsemin er kynnt og gestir fá að prufa undir leiðsögn sérfróðra manna. Í tilefni af 20 ára afmæli félagsins verður haldin byssusýning félagsins þann 7. maí og í maímánuði er átt von á 800 grunnskólanemendum sem munu margir hverjir kynnast skotveiði í fyrsta sinn.

Ósmann býður alla veiðimenn velkomna á völl félagsins.

Veiðikveðja,Jón Pálmason (formaður)

Page 8: Maí 2011, 20.árg 3.tbl

8

SKOtVÍS miðlarHópur innan framkvæmdaráðs hefur að undanförnu farið í gegnum hvernig skuli standa að miðlun efnis og upplýsinga í gegnum SKOTVÍS miðla, en hópurinn samanstendur af Arne Sólmundssyni, Sigurði Sigurðarsyni, Jóni Birni Njálssyni og Tóbíasi Sveinbjarnarsyni.

Þeir miðlar sem eru til skoðunar eru, Skotvísvefurinn, Facebook, YouTube, Flickr, Twitter, RSS, Fréttabréfið og Skotvísblaðið og hvernig hvaða miðill hentar hverju sinni fyrir það efni sem SKOTVÍS vill miðla til veiðimanna og almennings. Þeir sem hafa skoðað Skotvísvefinn nýlega hafa eflaust tekið eftir smá breytingum, en til stendur að setja í loftið nýjan vef í sumar með meiri andlitslyftingu, þ.á.m. krækjur í ofangreinda miðla og með RSS vöktun. Ennfremur hafa vefir SKOTVÍS (www.skotvis.is) og SKOTREYN (www.skotreyn.is) verið aðgreindir til að skerpa á mismunandi áherslum í starfi þeirra og að vefirnir geti þróast sjálfstætt til að undirstrika áherslur félaganna, þ.e. hagsmunabaráttuna og fræðslu á landsvísu annarsvegar og hinsvegar rekstur skotvallarins á Álfsnesi ásamt því félagsstarfi sem fram fer á vegum SKOTREYN fyrir veiðimenn á höfuðborgarsvæðinu.

Facebook síða SKOTVÍS (www.facebook.com/skotvis) var sett í loftið í lok mars, en tilgangurinn með síðunni er að miðla fréttum og viðburðum af málefnum veiðimanna, þ.a. allir séu upplýstir um stöður og gang mála. Hugmyndin er að nota tengslanet veiðimanna til að ná til allra virkra veiðimanna á landinu (12.000 veiðikortahafar) og sagt er að við þurfum ekki nema 6 hlekki til að ná til allra, þ.a. nú skorum við á alla veiðimenn til að virkja tengslanet sitt og hvetji sína veiðifélaga til að tengjast Facebook síðu SKOTVÍS.

Mánaðarlegt fréttabréf mun framvegis koma út á því rafræna formi sem þetta tölublað er gert í. Þessi valkostur gerir okkur kleift að birta greinar með myndrænni og sveigjanlegri hætti og gefur ritstjórn færi á að fjalla um málefni á heildstæðari hátt og í meira samhengi. Auk þessa munu eldri fréttabréf verða aðgengilegri þeim sem áhuga hafa á að skoða gang mála í rúmlega 30 ára sögu SKOTVÍS, en þar kennir margra grasa. Verið er að vinna í því að skanna inn eldri fréttabréf og eru eldri félagar SKOTVÍS hvattir til að senda ritstjórn ([email protected]) línu ef þeir eiga í fórum sínum eintak af fréttabréfi sem ekki er aðgengilegt í rafrænu formi.

SKOTVIS hefur í gegnum tíðina gefið út margvíslegt fræðsluefni sem þykir einstakt og á sér litla hliðstæðu auk þess sem það sýnir þann metnað sem hefur fylgt starfi SKOTVÍS á liðnum árum. Af þessu efni eru nokkrar heimildarmyndir, s.s. gildruveiðar á mink, rjúpnaveiðar og á þessu ári er gert ráð fyrir að ljúka gerð myndar um náttúru og nýtingu auk myndar um meðhöndlun og verkun villibráðar. Þessu efni verður miðlað á “sjónvarpsstöð SKOTVÍS” Á YouTube (www.youtube.com/user/skotvis), en nú þegar eru búið að hlaða efni á þennan miðil.

Þessu til viðbótar munum við reyna að nýta okkur Flickr (www.flickr.com/photos/skotvis/) til að miðla skemmtilegum myndum sem tengjast starfinu, einnig er stefnt að því að koma upp hópi “penna” sem geta miðlað af þekkingu og visku sinni til annarra í gegnum bloggmöguleika, s.s. Twitter eða einhvern annan vettvang, en þessi mál eru enn í vinnslu.

Síðast en ekki síst er það flaggskip félagsins, þ.e. Skotvísblaðið, sem hefur öðlast virðingarsess og er orðinn eftirsóknarverður safngripur. Blaðið hefur komið út óslitið síðan 1995 og verður þar engin breyting á í ár. Stjórnin er þessa dagana að hefja undirbúning að útgáfu 2011 blaðisins, en áætlaður útgáfudagur er samkvæmt venju 20. ágúst n.k.

Af þessari upptalningu að dæma, þá eru miðlarnir margir og því ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi, en mikilvægast er að hafa einhverju að miðla og einhverja til að miðla til og því eru félagsmenn hvattir til að breiða út boðskap veiðimanna á Íslandi og leggja til áhugavert efni og senda inn erindi um skoðanir sínar og vangaveltur.

Page 9: Maí 2011, 20.árg 3.tbl

9

DúFnaVeiSlanÍ siðareglum SKOTVÍS eru veiðimenn hvattir til að stunda reglulegar æfingar á skotæfingasvæðum, bæði fyrir riffilskotfimi og haglabyssuskotfimi. Þegar tölur yfir aðsókn (seldar leirdúfur og skotnir leirdúfuhringir) eru skoðaðar, þá er ljóst að of lítill hluti veiðikortahafa stundar reglulegar æfingar. Því má álykta sem svo að þörf sé á öflugri kynningarstarfi á meðal veiðimanna sem snýr að þessum lið.

Fjöldi skotæfingasvæða á landinu öllu nálgast nú annan tuginn og óvíst er hvort veiðikortahafar, þ.e. virkir veiðimenn og konur, geri sér grein fyrir þeim möguleikum sem þar eru í boði. Mikil tækifæri felast í samstarfi samfélags veiðimanna og skotíþróttafélaga um að kynna skotæfingasvæðin og mikilvægi þess að stunda reglulegar æfingar.

SKOTVÍS og Umhverfisstofnun (UST) hafa að undanförnu kastað á milli sín hugmyndum um samstarf til að efla fræðslu um bætta skotfimi í tengslum við veiðar og mun UST kosta útgáfu fræðsluefnis á næsta ári, þar sem SKOTVÍS mun m.a. leggja til efni og er aðkoma skotíþróttafélaga að þessu verkefni mjög mikilvæg. Fræðslan mun hinsvegar skila takmörkuðum árangri nema veiðimenn stundi æfingar og fái hvatningu frá öðrum innan skotveiðihreyfingarinnar um að mæta á völlinn.

Hugmyndin er að koma af stað árlegum viðburði sem myndi ganga undir nafninu „Dúfnaveislan“, en viðburðurinn myndi vera stílaður inná fuglaveiðar sem er okkar algengasta villibráð og mikil áskorun þar sem oftast er verið að skjóta fugl á flugi. „Dúfnaveislan“ myndi standa yfir í tvo mánuði (júlí og ágúst) fyrir gæsavertíð og mögulegt væri að endurtaka leikinn fyrir rjúpnavertíðina, en fyrirkomulagið þarf að ræða nánar með rekstraraðilum skotæfingasvæða.

SKOTVÍS hefur kannað hug manna varðandi þetta verkefni og hafa undirtektir verið góðar. Starfshópur hefur verið skipaður utanum framkvæmdina og verður nánara fyrirkomulag kynnt í fréttabréfi júnímáðar. Fylgist með!

Page 10: Maí 2011, 20.árg 3.tbl

StiKlað á StÓru

• Upptökur af málþingi SKOTVÍS, Rjúpan og Refurinn er komið á www.skotvis.is.

• Formaður SKOTVÍS, Elvar Árni Lund hélt kynningu á starfsemi SKOTVÍS hjá Skotfélaginu Ósmann 28. apríl, en stjórnarmeðlimir hafa að undanförnu heimsótt helstu kjarna á landsvísu til að miðla áherslum núverandi stjórnar. Stjórn SKOTVÍS mun halda þessu kynningarstarfi áfram og lítur á þetta sem fastan lið í starfsemi félagsins.

• Gerður hefur verið samningur milli Skotfélags Akureyrar og SKOTVÍS/SKOTREYN um að að félagsmenn fái að skjóta á innanfélagsgjaldi á skotæfingasvæðum félaganna.

• Náttúrufræðistofnun Íslands hefur í samráði við fjölmarga aðila unnið að tillögum um vöktun íslenskra fuglastofna. Vinnufundur var haldinn 28. apríl 2010 í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar á Urriðaholti í Garðabæ. Til fundarins voru boðaðir samráðsaðilar, auk fulltrúa ýmissa stofnana og félagssamtaka sem látið hafa þessi mál til sín taka. Arne Sólmundsson og Davíð Ingason mættu fyrir hönd SKOTVÍS og verður fjallað meira um þetta mál síðar.

• Reykhólahreppur hefur óskað eftir frekari rannsóknum á áhrifum flutnings hreindýra til Vestfjarða, sjá frétt á Facebook síðu Skotvís, ásamt öðrum veiðitengdum fréttum.

á DöFinni

• Veiðitímabilið fyrir Álku, Langvíu, Lunda, Stuttnefju og Teistu lýkur 10. maí.

• XV Nordic Congress of Wildlife Research, Reykjavik Iceland 23rd-25th of May 2011

• Ráðstefna um veiðar og nýtingu villtra stofna á vegum NFK samtakanna sem eru norræn fagsamtök á sviði veiða og veiðistjórnunar.

• Vopnaþing Skotreynar 8. maí – Veiðihundar, verður auglýst á vef Skotreynar og Skotvís.

• Kynning á bogveiðum 10. maí, auglýsing á vef og facebook síðu Skotvís.

• Kynning á hreindýraveiðum, verður auglýst á vef Skotvís.

• Kynning á starfsemi Skotvís á veiðikortanámskeiðum.

• Fundur Framkvæmdaráðs, verður auglýst á vef Skotvís.

FOrgangSmál StjÓrnar Í maÍ

• Undirbúningur Dúfnaveislunnar

• Endurskipulagning skrifstofuhalds, vefsins og notkun annarra miðla, s.s. Félagsfrétta, Facebook og YouTube.

• Finna lausn á fyrirkomulagi hlutverks gjaldkera.

• Stefnumótun Skotvís í rannsóknum á lífríki Íslands og málefnum veiðikortasjóðs

Siðaregla nr. 2Skotveiðimaður æfir skotfimi.• Skotveiðimaður þarfnast stöðugrar æfingar hvort heldur hann ætlar að skjóta kyrrstæða bráð eða fugl á flugi.

• Notaðu hvert tækifæri til markæfinga bæði á kyrrstæð mörk og leirdúfum.

• Leggðu sérstaka áherslu á að þjálfa fjarlægðaskyn þitt.

• Sjá aðrar siðareglur á vef Skotvís www.skotvis.is