fréttabréf ft - 88. tbl., maí 2011

4
Maí 2011 · tölublað 88 Fréttabréf Félags tónlistarskólakennara Tónlistin og lífiðRáðstefna í tilefni af opnun Hörpu Í tilefni af opnun Tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu verður haldin ráðstefna undir yfirskriftinni „Tónlistin og lífið“ laugardaginn 7. maí kl. 13:00-17:00 í salnum Kalda- lóni í Hörpu. Við þessi tímamót er okkur ljúft og skylt að nýta tækifærið og halda á lofti merki tónlistar sem horns- teins í íslenskri menningu. Ráðstefnustjóri: Ævar Kjartansson, dagskrárgerðarmaður Tónlistaratriði: Havanaise eftir Camille Saint Saëns Sólveig Steinþórsdóttir, nemandi við Tónlistarskólann í Reykja- vík, leikur á fiðlu Meðleikur á píanó: Anna Guðný Guðmundsdóttir Hátíðarerindi: „Tónlistin og lífið“ Dr. Njörður P. Njarðvík, prófessor emeritus við Háskóla Ís- lands Tónlistaratriði: Beyond the Seven Hills eftir Michael Sweeney B-sveit Skólahljómsveitar Kópavogs, stjórnandi: Össur Geirsson Stutt kaffihlé „Hlutverk tónlistar í umbreytingu menntunar á 21. öld?“ Eftirtaldir sex aðilar halda tíu mínútna löng framsöguerindi sem tengjast yfirskriftinni „Hlutverk tónlistar í umbreytingu menntunar á 21. öld?“ Að þeim loknum taka við pallborðsum- ræður með þátttöku framsögumanna. Listmenntun, nauðsynlegur hluti almennrar menntunar Sigurjón Mýrdal, deildarstjóri stefnumótunar- og þróunar- deildar mennta- og menningarmálaráðuneytis Hlutverk listaháskóla Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskóla Íslands Áhrif tónlistarrannsókna á menntun Helga Rut Guðmundsdóttir, formaður Rannsóknarstofu í tón- listarfræðum við Menntavísindasvið Háskóla Íslands Í takt við tímann Guðni Franzson, tónlistarmaður Tónlist fyrir alla? Þórdís Sævarsdóttir, tónmenntakennari og tónlistarskóla- kennari Væntingar tónlistarnemenda á 21. öld? Greta Salóme Stefánsdóttir, tónlistarnemandi við Listaháskóla Íslands Kaffihlé Tónlistaratriði: Kyle´s song / Chikende eftir Kyle Williams / þjóðlag frá Zimbabwe Marimbasveit frá Tónlistarskóla Hafralækjarskóla, meðleikur á hristur og stjórnandi: Mauricio Weimar Pallborðsumræður Tónlistaratriði: Fönn eftir Unni Birnu Björnsdóttur, ljóð eftir Sigríði Birnu Guðjónsdóttur Unnur Birna Björnsdóttir syngur og leikur á píanó, Valdimar Olgeirsson leikur á kontrabassa Ráðstefnuslit Ráðstefnan er haldin að frumkvæði Félags tónlistarskólakennara og Félags íslenskra hljómlistarmanna í samstarfi við Tón- menntakennarafélag Íslands, Rannsóknarstofu í tónlistarfræðum við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, Listaháskóla Íslands, og Mennta- og menningarmálaráðuneytið sem styrkir ráð- stefnuna.

Upload: kennarasamband-islands

Post on 26-Mar-2016

239 views

Category:

Documents


10 download

DESCRIPTION

 

TRANSCRIPT

Page 1: Fréttabréf FT - 88. tbl., maí 2011

Maí 2011 · tölublað 88

Fréttabréf

Félags tónlistarskólakennara

„Tónlistin og lífið“ Ráðstefna í tilefni af opnun Hörpu

Í tilefni af opnun Tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu

verður haldin ráðstefna undir yfirskriftinni „Tónlistin og

lífið“ laugardaginn 7. maí kl. 13:00-17:00 í salnum Kalda-

lóni í Hörpu. Við þessi tímamót er okkur ljúft og skylt að

nýta tækifærið og halda á lofti merki tónlistar sem horns-

teins í íslenskri menningu.

Ráðstefnustjóri: Ævar Kjartansson, dagskrárgerðarmaður

Tónlistaratriði: Havanaise eftir Camille Saint Saëns

Sólveig Steinþórsdóttir, nemandi við Tónlistarskólann í Reykja-

vík, leikur á fiðlu

Meðleikur á píanó: Anna Guðný Guðmundsdóttir

Hátíðarerindi: „Tónlistin og lífið“

Dr. Njörður P. Njarðvík, prófessor emeritus við Háskóla Ís-

lands

Tónlistaratriði: Beyond the Seven Hills eftir Michael Sweeney

B-sveit Skólahljómsveitar Kópavogs, stjórnandi: Össur Geirsson

Stutt kaffihlé

„Hlutverk tónlistar í umbreytingu menntunar á 21. öld?“

Eftirtaldir sex aðilar halda tíu mínútna löng framsöguerindi sem

tengjast yfirskriftinni „Hlutverk tónlistar í umbreytingu

menntunar á 21. öld?“ Að þeim loknum taka við pallborðsum-

ræður með þátttöku framsögumanna.

Listmenntun, nauðsynlegur hluti almennrar menntunar

Sigurjón Mýrdal, deildarstjóri stefnumótunar- og þróunar-

deildar mennta- og menningarmálaráðuneytis

Hlutverk listaháskóla

Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskóla Íslands

Áhrif tónlistarrannsókna á menntun

Helga Rut Guðmundsdóttir, formaður Rannsóknarstofu í tón-

listarfræðum við Menntavísindasvið Háskóla Íslands

Í takt við tímann

Guðni Franzson, tónlistarmaður

Tónlist fyrir alla?

Þórdís Sævarsdóttir, tónmenntakennari og tónlistarskóla-

kennari

Væntingar tónlistarnemenda á 21. öld?

Greta Salóme Stefánsdóttir, tónlistarnemandi við Listaháskóla

Íslands

Kaffihlé

Tónlistaratriði: Kyle´s song / Chikende eftir Kyle Williams /

þjóðlag frá Zimbabwe

Marimbasveit frá Tónlistarskóla Hafralækjarskóla, meðleikur á

hristur og stjórnandi: Mauricio Weimar

Pallborðsumræður

Tónlistaratriði: Fönn eftir Unni Birnu Björnsdóttur, ljóð eftir

Sigríði Birnu Guðjónsdóttur

Unnur Birna Björnsdóttir syngur og leikur á píanó, Valdimar

Olgeirsson leikur á kontrabassa

Ráðstefnuslit

Ráðstefnan er haldin að frumkvæði Félags tónlistarskólakennara

og Félags íslenskra hljómlistarmanna í samstarfi við Tón-

menntakennarafélag Íslands, Rannsóknarstofu í tónlistarfræðum

við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, Listaháskóla Íslands,

og Mennta- og menningarmálaráðuneytið sem styrkir ráð-

stefnuna.

Page 2: Fréttabréf FT - 88. tbl., maí 2011

„Tónlistin og lífið“ í Hörpu

Sýnum samstöðu og afl stéttarinnar - sjáumst í Hörpu!

Nótan – uppskeruhátíð tónlistarskóla

var haldin öðru sinni á yfirstandandi

vorönn. Svæðistónleikar hátíðarinnar

fóru fram á þremur stöðum, í Stykkis-

hólmi, á Eskifirði og í Reykjavík, og

tókust þeir allir mjög vel til, skipulagn-

ing var góð og atriðin fjölbreytt og

ske mmt i l eg . Á lo katónle iku m

Nótunnar var í orðsins fyllstu merk-

ingu fullt út úr dyrum í Langholts-

kirkju og stemmingin var frábær þar

sem saman fór spilagleði, metnaður og

eftirvænting.

Á svæðistónleikunum voru veittar

sérstakar viðurkenningar fyrir framúr-

skarandi flutning og ákveðinn fjöldi

atriða fékk verðlaunagrip hátíðarinnar

sem veitti þátttökurétt á lokatónleikum

hátíðarinnar.

Tónlistarþjóð

Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listahá-

skóla Íslands, flutti ávarp á lokaathöfn

Nótunnar og ræddi meðal annars um

gildi tónlistar fyrir lífið sjálft og mikil-

vægi tónleika eins og Nótunnar til að

sýna kraftinn í íslenskum tónlistar-

skólum. Í máli hans kom fram að hann

teldi ekki síður ástæðu til að kalla Íslend-

inga tónlistarþjóð en bókmenntaþjóð.

Stuðningur við Nótuna

Hjálmar sá um afhendingu viðurkenn-

ingarskjala og verðlaunagripa á lokatón-

leikunum en einnig fengu verðlaunahafar

styrk frá Ítalska félaginu á Íslandi og

Ráðstefnan er liður í því að vinna málefnum stéttarinnar

jákvætt fylgi. Til að það gangi eftir verða félagsmenn að

sýna samstöðu og afl stéttarinnar með því að fylla salinn

Kaldalón í Hörpu. Hér þurfum við á ykkar stuðningi að

halda - sjáumst í Hörpu 7. maí!

Skráning á ráðstefnuna fer fram á netfanginu: [email protected]

fyrir 6. maí.

Skráningargjald er 1.200 kr. og veitingar eru innifaldar í

gjaldinu.

Skráningargjald leggist inn á reikning: 1175-26-9297.

Kennitala: 501299-3329.

Vinsamlegast setjið nafn í skýringu með greiðslu og/eða

sendið póst á [email protected].

Félag tónlistarskólakennara og Félag íslenskra hljómlistar-

manna hvetja félagsmenn sína til að nýta tækifærið til að

vekja jákvæða athygli á tónlist, tónlistarmenntun og um leið

öðrum málefnum stéttarinnar, við opnun Hörpu.

Á umbrotatímum hafa tónlistarskólar, skólastjórnendur,

kennarar og nemendur ekki farið varhluta af efnahagsþreng-

ingum þjóðarinnar en það hefur sýnt sig að með tónlistina að

vopni getur stéttin haft áhrif á gang mála. Má þar t.d. nefna

mótmælafundinn „Samstaða um framhald tónlistarskólanna“

sem fram fór í febrúar s.l. fyrir framan Ráðhús Reykjavíkur.

Óvissa ríkir þó enn um málefni sem varða stéttina s.s. hug-

myndir um niðurskurð, kostnaðarskiptaviðræður ríkis og

sveitarfélaga á sviði tónlistarfræðslu og kjarasamningaviðræður

sem eru yfirstandandi.

NÓTAN uppskeruhátíð tónlistarskóla 2011

Ítalska sendiráðinu í formi gjafabréfa hjá

Tónastöðinni. Pamela De Sensi, formaður

Ítalska félagsins á Íslandi og Pétur Björns-

son, ræðismaður Ítalíu á Íslandi, afhentu

handhöfum „Nótunnar“ styrkinn og færa

aðstandendur Nótunnar þeim bestu þakkir

fyrir stuðninginn. Einnig færa skipuleggj-

endur Tónastöðinni bestu þakkir fyrir

stuðning við hátíðina.

Myndir og upptökur á www.notan.is

Myndir frá öllum tónleikum Nótunnar má

sjá á heimasíðu uppskeruhátíðarinnar

www.notan.is. Upptökur frá þremur tón-

leikum eru komnar inn á síðuna og

síðustu upptökurnar verða settar inn á

síðuna á næstu dögum. Skólum er frjálst

að nýta efni heimasíðunnar að vild á

sínum vefsíðum.

Sjónvarpsþáttur um Nótuna

Heimasíða hátíðarinnar kom að góðum

notum við að ná til fjölmiðla en í kjölfar

lokatónleika hátíðarinnar tók RUV upp

þau níu atriði sem fengu „Nótuna 2011“

og unnið er að gerð sjónvarpsþáttar um

Nótuna.

Samfélagstengsl og sýnileiki

Þegar farið var þess á leit við RUV að

koma að Nótunni kom fram að vitneskja

manna um starfsemi tónlistarskóla var lítil

og efasemdir voru um að gæði efnisins

stæðust kröfur. Það er gaman frá því að

segja að tónlistarnemendurnir sýndu upp-

tökuliði sjónvarpsins fram á annað og að

loknum upptökudegi var starfslið RUV

upp til hópa uppnumið yfir frammistöðu

nemenda. Þetta áminnir okkur um að

huga má betur að tengslum og sýnileika

tónlistarskóla í samfélaginu.

Merki hátíðarinnar prýðir verðlauna-

gripi Nótunnar

Merki Nótunnar sem valið var í sam-

keppni meðal nemenda í Listaháskóla

Íslands á síðasta ári, var greipt í verð-

launagrip hátíðarinnar í ár. Hrefna Sig-

urðardóttir átti vinningstillöguna og eins

og árið 2010 var það Svafa Björg Einars-

dóttir, listakona, sem sá um hönnun grip-

anna.

Rýnifundur

Yfirstjórn Nótunnar mun á næstunni

funda með fulltrúum úr undirbúnings-

nefndum á hverju svæði til að fara yfir

framkvæmd hátíðarinnar. Farið verður

yfir athugasemdir og ábendingar frá

undirbúningsnefndum og valnefndum

sem nýst geta við skipulagningu á næstu

uppskeruhátíð tónlistarskóla.

Page 3: Fréttabréf FT - 88. tbl., maí 2011

Suzukitónlistarskólinn í Reykjavík

Einleikur / grunnnám

Polonaise - Óður til föðurlands

Michal Kleofas Oginski

Baldvin Fannar Guðjónsson, píanó

Tónlistarskólinn á Akranesi

Einleikur / miðnám

Le Petit Berger

Claude Debussy

Elva Björk Magnúsdóttir, þverflauta

Meðleikur á píanó: Anna Snæbjörnsdóttir

Tónlistarskóli FÍH

Frumsamið verk / framhaldsnám

Fönn e. Unni Birnu Björnsdóttur

Ljóð: Sigríður Birna Guðjónsdóttir

Unnur Birna Björnsdóttir, söngur og

píanó

Valdimar Olgeirsson, kontrabassi

Skólahljómsveit Kópavogs

Samleikur / grunnnám

Beyond the Seven Hills

Michael Sweeney

B sveit Skólahljómsveitar Kópavogs

Stjórnandi: Össur Geirsson

Tónlistarskólinn í Reykjavík

Einleikur / framhaldsnám

Havanaise e. Camille Saint-Saëns

Sólveig Steinþórsdóttir, fiðla

Meðleikur á píanó: Anna Guðný Guð-

mundsdóttir

Tónlistarskóli Stykkishólms

Samleikur / framhaldsnám

Samba - Alla Turca

W.A. Mozart / Úts. P.R. Buttall

Sylvía Ösp Símonardóttir, píanó

Berglind Gunnarsdóttir, píanó

Tónlistarskóli Hafralækjarskóla

Samleikur / grunnnám

Kyle´s song / Chikende

Kyle Williams / þjóðlag frá Zimbabwe

Marimbasveit

Stjórnandi: Mauricio Weimar

Skólahljómsveit Austurbæjar

Samleikur / miðnám

The Blues Brothers Revue

Ýmsir höfundar / Úts. Jay Bocook

C - sveit Skólahljómsveitar Austurbæjar

Stjórnandi: Vilborg Jónsdóttir

Allegro Suzukitónlistarskóli

Samleikur / framhaldsnám

Czárdás f. þrjár fiðlur e. Michael McLean

Alma Katrín Einarsdóttir, fiðla

Júnía Lin Hua Jónsdóttir, fiðla

Herdís Mjöll Guðmundsdóttir, fiðla

Meðleikur á píanó: Brynhildur Ásgeirs-

dóttir

NÓTAN - uppskeruhátíð tónlistarskóla

Verðlaunahafar á lokatónleikum hátíðarinnar

Þátttakendum er skipað í flokka eftir áfangaskiptingu aðalnámskrár tónlistarskóla þ.e.

í grunnnám, miðnám og framhaldsnám og veittar eru viðurkenningar í eftirfarandi

viðurkenningarflokkum: einleiks-/einsöngsatriði, samleiks-/samsöngsatriði, frum-

samin tónverk/eða frumleg atriði. Valnefndir horfa til þessa grunnskipulags hátíðar-

innar við val á framúrskarandi atriðum en ávallt er það þó faglegt mat, byggt á við-

miðum úr aðalnámskrá tónlistarskóla, sem ræður niðurstöðum valnefnda.

Page 4: Fréttabréf FT - 88. tbl., maí 2011

Félag tónlistarskólakennara

Laufásvegi 81,

101 Reykjavík.

Heimasíða á www.ki.is.

Skrifstofa félagsins er opin milli

kl. 9.00 og 13.00 alla virka daga.

Sími: 595-1111 og fax: 595-1112.

Netfang: [email protected].

Ábyrgð og umsjón fréttabréfsins:

Sigrún Grendal, formaður

Félags tónlistarskólakennara

Mennta- og menningarmálaráðuneytið

réðst í umfangsmikla úttekt á umfangi

og gæðum list- og menningarfræðslu á

Íslandi árin 2008 - 2009. Á vef ráðu-

neytisins kemur fram: „Í úttektinni

voru lagðar til grundvallar eftirfarandi

spurningar:

Hvað er gert í listfræðslu og hvernig er

það gert?

Hver eru gæði listfræðslu á Íslandi?

Hvaða möguleikar liggja í list-

fræðslunni nú og í framtíðinni og

hverjar eru áskoranirnar?

Úttektin tók hálft ár og beitt var bæði

eigindlegum og megindlegum aðferðum.

Horft var til framboðs á list- og menn-

ingarfræðslu bæði í formlega jafnt sem

óformlega skólakerfinu. Á Íslandi felur

þetta í sér bæði list- og menningarfræðslu

innan skóla sem utan, svo sem tónlistar-

og listnáms, og fræðslu og náms á vegum

safna og leikhópa. Rannsóknin tók einnig

til leikskólaaldurs og til þess sem í boði er

fyrir börn með sérþarfir. Framkvæmd

skólastarfs og aðgengi að námi var kannað

auk þess sem horft var til kennara-

menntunar og þeirra möguleika sem

kennarar og listamenn hafa til endur-

og símenntunar. Að auki var litið til

hlutverks og framlags skapandi list-

og menningargreina í ljósi nýlegra

hræringa í efnahagslegu og pólitísku

umhverfi á Íslandi.“

Niðurstöður úttektarinnar eru komnar

út á íslensku og félagsmenn eru

hvattir til að kynna sér þær. Ekki er

ólíklegt að fulltrúi mennta- og menn-

ingarmálaráðuneytisins á ráðstefnunni

„Tónlistin og lífið“ muni koma inn á

inntak hennar í erindi sínu. Skýrsluna

má nálgast á vef félagsins www.ki.is

undir skýrslur, greinar og kannanir:

List- og menningarfræðsla á Íslandi -

Anne Bamford.

Á 5. þingi Kennarasambands Íslands

sem fram fór 5.-7. apríl síðast liðinn tók

við ný forysta í Kennarasambandinu.

Þórður Hjaltested hefur nú tekið við

störfum af Eiríki Jónssyni sem formaður

KÍ en áður gegndi hann starfi varafor-

manns í Félagi grunnskólakennara. Björg

Bjarnadóttir tók við starfi varaformanns

Kennarasambandsins af Elnu Katrínu

Jónsdóttur. Áður hafði Björg gegnt starfi

formanns Félags leikskólakennara og til

skamms tíma starfi þjónustufulltrúa KÍ.

Á þinginu var fráfarandi formönnum

þakkað fyrir velunnin störf fyrir Kennara-

sambandið og nýjum formönnum óskað

velgengni í störfum sínum.

FT hefur í gegnum tíðina notið góðs af

víðtækri þekkingu og reynslu Eiríks Jóns-

sonar á sviði kjara- og réttindamála sem

og á fleiri sviðum og hefur samstarfið

verið mikið og gott í alla staði. Félagið

kvaddi hann með viðhöfn og færði honum

táknræna gjöf við þessi tímamót. Þing-

fulltrúar FT sungu kveðjubrag í fimm-

undum við lagið Ísland farsælda frón og

afhentu Eiríki forláta Ukulelle að gjöf.

Eiríkur er liðtækur gítaristi og getur nú

nýtt frítíma sinn við að útvíkka þekkingu

sína á sviði tónlistar!!

Þórður Hjaltested

formaður KÍ

Björg Bjarnadóttir

varaformaður KÍ

Ný forysta í Kennarasambandinu

Niðurstöður úttektar á umfangi og

gæðum list- og menningarfræðslu á

Íslandi komnar út á íslensku

Samningamál

Frá því að viðræðuáætlun milli FT/FÍH

og samninganefndar sveitarfélaga var

undirrituð þann 2. desember sl. vegna

kjarasamningsviðræðna aðila hafa alls

sjö samningafundir verið haldnir.

Á fundunum hafa áhersluatriði FT og

FÍH verið til umfjöllunar en samninga-

nefnd sveitarfélaga hefur ekki lagt fram

nein áhersluatriði önnur en þau að þar á

bæ er lögð áhersla á samning til þriggja

ára. Kennarasambandið í heild sinni

hefur hins vegar ályktað í þá veru að

engar forsendur séu fyrir því að gera

kjarasamninga til lengri tíma en eins árs.

Launaliðurinn hefur lítið sem ekkert

verið ræddur og enda legið í loftinu að

samið verði við stærri hópa en tónlistar-

skólakennara og stjórnendur fyrst, eins

og oft áður.

Formenn aðildarfélaga KÍ sem gera

kjarasamninga við samninganefnd

sveitarfélaga eru í reglulegu sambandi

um stöðu mála og er verulegrar óþreyju

farið að gæta í hópnum.

Trúnaðarmenn félagsins verða upplýstir

um gang mála um leið og einhverra

hreyfinga gætir.