mars 2007 - 1. tbl. 8. árg.6) fermingarbörn á námskeiði í skálholti. 7) Þessi börn fermdust...

16
Mars 2007 - 1. tbl. 8. árg.

Upload: others

Post on 08-Feb-2021

1 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

  • Mars 2007 - 1. tbl. 8. árg.

  • Akraneskirkja hefur opn-að heimasíðu. Það vargert með viðhöfn í Safnað-arheimilinu Vinaminni eft-ir guðsþjónustu 1. októbersl. Heiðurskonan, Ragn-heiður Guðbjartsdóttir,fyrrum formaður sóknar-nefndar og starfsmaðurkirkjunnar um árabil, ýtti áhnapp til að varpa síðunniút á veraldarvefinn. Táknrænt var að fá Ragnheiði til að gera þetta.

    Hún er komin hátt á níræðisaldurog er af kynslóð sem ekki ólst uppvið tölvur. Hún afhenti síðan for-manni sóknarnefndar, ÞjóðbirniHannessyni, vefsíðuna til notkun-ar. Þar mættust fulltrúar tveggjatíma, hins gamla og nýja.

    Akurnesingurinn, Bjarni ÞórÓlafsson, á heiðurinn að uppsetn-ingu og umbroti þessarar heima-síðu. Hann lagði mikla vinnu ogalúð í þetta verk.

    Á heimasíðu Akraneskirkjukennir ýmissa grasa. Sjón er söguríkari! Gjörið svo vel að kynnaykkur hana! www.akraneskirkja.is

    Þess var minnst í hátíðar-guðsþjónustu 20. ágústsl. að 110 ár eru liðin frá þvíað Akraneskirkja var vígð.Hún var vígð 23. ágúst1896. Vígslubiskupinn íSkálholti, hr. Sigurður Sig-urðarson, prédikaði. Sókn-arprestur og sr. ÞorbjörnHlynur Árnason, prófasturBorgfirðinga, þjónuðu fyriraltari. Sóknarnefndarfólktók þátt í athöfninni og KirkjukórAkraness söng.

    Að guðsþjónustu lokinni varkirkjugestum boðið til kaffisam-sætis í Safnaðarheimilinu Vina-minni. Þar voru kirkjunni afhent-

    ar veglegar gjafir frá Akraneskaup-stað og Kirkjunefnd kvenna í til-efni tímamótanna. Fjölmenni varvið þessa hátíðarguðsþjónustu ogveður með allra besta móti, einn afhlýjustu og sólríkustu dögumsumarsins!

    Safnaðarblað Akraneskirkju

    22

    1. tölubla› 8. árg. Mars 2007.Útgefandi: Akranessókn.

    Umsjón: E›var› Ingólfsson (ábm),Indri›i Valdimarsson.

    Ljósmyndir af fermingarbörnum:Myndsmi›jan.

    Prentun: Prentmet Vesturlands.Gefi› út í 2700 eintökum.

    Gjafir til kirkju ogsafnaðarheimilis

    Akraneskirkja fékk veglegar gjafir á110 ára afmælisári sínu í fyrra. Marinó Árnason, Dvalarheimilinu

    Höfða, gaf kirkjunni 500 þús. kr. tilminningar um eiginkonu sína, Hans-ínu Guðmundsdóttur, og fósturmóðurhennar, Valgerði Hansdóttur í Bald-urshaga.

    Kirkjunefnd kvenna færði kirkj-unni að gjöf tvokristalsvasa tilað hafa á altari.Sömuleiðis gafkirkjunefndin400 þús. kr. tilkaupa á borð-búnaði fyrirsafnaðarheimil-ið.

    Allar þessargjafir eru mikilsmetnar.

    Myndir á forsíðu Talið að ofan, frá vinstri: 1) Við kirkjudyr að lokinni hátíðarguðs-þjónustu í tilefni af 110 ára afmæli Akranes-kirkju.2) Lið sóknarprests sem keppti við ferming-arbörnin í knattspyrnukappleik nú á vor-dögum ásamt Fjólu dómara.3) Þeir Þorgeir Ástvaldsson og RagnarBjarnason spiluðu og sungu í tónlistarguðs-þjónustu 18. febrúar sl.4) Halldór Lárusson leiðtogi í barna- ogæskulýðsstarfi Akraneskirkju.5) Haraldur Sturlaugsson og IngibjörgPálmadóttir við nýtt píanó sem þau gáfukirkjunni.6) Fermingarbörn á námskeiði í Skálholti.7) Þessi börn fermdust 18. mars sl.

    110 ára vígsluafmæli kirkjunnar

    Akraneskirkja opnar heimasíðu

    Marinó Árnason.

    Þessi piltur, Hjörtur Björgvinsson, varfermdur einn síns liðs í Akraneskirkju8. október í fyrra. Hann dvelur tíma-bundið í Færeyjum ásamt fjölskyldusinni.

  • Við erum sköpuð til samfélagsvið aðra. Við erum félagsver-ur. Það er mikið til í hinu forn-kveðna að „sorg tveggja er aðeinshálf sorg“ en „gleði tveggja er tvö-föld gleði“. Auðveldara er að kom-ast af í fallvöltum heimi ef við eig-um góða að. Því skiptir það okkuröll miklu máli að eiga kærleiksríkafjölskyldu, trausta vini og alast uppí réttlátu þjóðfélagi. Við verðumalla tíð að reiða okkur á annað fólkog komumst í raun ekki af án þess.Við komumst ekki hjá að hafasamskipti við aðra, samskipti semgeta hvorttveggja í senn verið upp-byggileg og lýjandi.

    Ég þekki aðeins eina persónusem ekki þurfti að hafa nein sam-skipti við aðra og gat gert allt semhugurinn girntist – en í stuttantíma, reyndar. Það er hann Palli,söguhetjan í bókinni Palli var einní heiminum.

    Munið þið hvernig fór fyrirhonum? Hann gat gert margt sembörnum er forboðið, því það varenginn til þess að banna honumneitt eða stöðva hann. Hann gekkinn í næstu sjoppu og fékk sér

    magafylli af súkkulaði. Hann steigupp í stóran brunabíl, settist viðstýrið og ók honum nokkurn spöl.Hann fór inn í næsta banka og tókþar fullan poka af peningum.

    Palli var ósköp ánægður fyrst ístað af því að hann gat gert allt semhann vildi.

    En allir hátíðis- og gleðidagartaka enda! Palli fékk fljótt nóg aföllum vellystingunum. Honumfór að leiðast, hann saknaði leik-systkina sinna og foreldra. Og einndaginn, þegar hann var orðinnþreyttur á því að snúast í kringumsjálfan sig, ákvað hann að leita þauuppi. Hann steig upp í næstu flug-vél, kom henni á loft – en húnhrapaði!

    Og við það vaknaði Palli! Þið getið rétt ímyndað ykkur

    hvað hann var feginn að þetta varbara draumur. Og mikið var hannglaður að sjá foreldra sína og viniaftur. Hann var hér eftir ekki ínokkrum vafa um að hann vildimiklu fremur vera án allra verald-legra þæginda og margra kílóa afsúkkulaði en vera án foreldra sinnaog vina – ef því væri að skipta.

    Sá er nú boðskapur þessararlitlu en merkilegu sögu. Hún ásannarlega erindi við marga þá semtaka þátt í lífsgæðakapphlaupisamtímans. Ekkert kemur í stað-inn fyrir góða foreldra, systkini,vini og alla aðra sem gefa af sér.Farsæl mannleg samskipti verðaekki metin til fjár!

    En það er ekki nóg að eiga góðafjölskyldu og vini. Trúin skiptirlíka máli. Jesús Kristur vill fá aðmóta okkur til sinnar myndar;hann vill að góðvild og kærleikurríki í samskiptum fólks, ekki bara íhugsun og orði heldur einnigverki. Þannig berum við birtu hansinn í þennan heim.

    Gerum Jesú Krist að sönnumleiðtoga lífs okkar! Þá mun okkurfarnast vel og þá mun heimurinnverða betri en hann er!

    Safnaðarblað Akraneskirkju

    33

    Eðvarð Ingólfsson sóknarprestur:

    Að eiga góða að

    Ragnheiður Guðmundsdóttirhefur verið ráðin djákni íhlutastarf á DvalarheimilinuHöfða. Hún var vígð í Dómkirkj-unni 25. febrúar sl. Djákni sinnirannars vegar kærleiks- og líknar-þjónustu, hins vegar fræðsluþjón-ustu.

    Ragnheiður er fædd á kirkju-staðnum Innra-Hólmi 2. mars1948. Hún hefur sungið þar meðkirkjukórnum frá því að hún var

    12 ára og verið formaður sóknar-nefndar frá 1982, auk þess semhún hefur séð um kirkjuna ogkirkjugarðinn. Hún hefur starfaðá Dvalarheimlinu Höfða í tæpatvo áratugi við umönnun. Hún ersjúkraliði og stúdent að mennt fráFVA en vorið 2005 lauk hún BA-prófi í guðfræði-djáknafræði. Eig-inmaður Ragnheiðar er JónHjálmarsson vélfræðingur og eigaþau 4 uppkomin börn.

    Akranessöfnuður býður Ragn-heiði innilega velkomna til starfa ísöfnuðinum.

    Djákni til starfa á Höfða

  • Safnaðarblað Akraneskirkju

    44

    Ídag er 17. júní. Runninn uppokkar þjóðhátíðardagur. Það varsama dag árið 1811 sem Jón Sig-urðsson fæddist. Í sjálfstæðisbar-áttu okkar Íslendinga var hanndriffjöðurinn og eigum við honummikið að þakka.

    Sjálftæðisbarátta okkar Íslend-inga var síður en svo auðveld. Þaðmá segja að hún hafi hafist viðundirritun Gamla sáttmála erþjóðin gekkst á vald Noregskon-ungi. Fyrstu merki um að baráttanbæri einhvern árangur var svo aðfinna árið 1874 þegar ný stjórnar-skrá tók gildi. Baráttan hélt áframog náðust fleiri áfangar með tím-anum. Árið 1904 tók við heima-stjórn og fyrsti íslenski ráðherranntók við störfum. 1918 tóku sam-bandslögin gildi og kváðu þau áum að Ísland og Damörk værufrjáls og fullvalda ríki, í sambandivið einn og sama konung. Það varsíðan þann 17. júní 1944 semsjálfstæðinu var að fullu náð meðstofnun lýðveldisins.

    Það var vel við hæfi að þjóðhá-tíðardagurinn skyldi vera hafður áafmælisdegi Jóns Sigurðssonar. Þóber að hafa í huga að þó dagurinnsé tileinkaður honum er hannmerki um sjálfstæðisbaráttu Ís-lendinga og ódrepandi vilja tilfrelsis.

    Ekki allar þjóðir ríkar

    Frá því við Íslendingar fengumsjálfstæði hefur þjóðin eflst ogdafnað og í dag er Ísland það landsem státar af mestri velmegun allralanda í heiminum. Heilsugæsla hérá landi er framúrskarandi, allirhafa atvinnu og jöfnuður meiri en

    í flestum löndum hins vest-ræna heims. Svo má alls ekkigleyma að á Íslandi búasterkustu karlmenn í heimiásamt fallegasta kvenfólki íveröldinni.

    Víða í heiminum eru þóþjóðir sem fá alltof fá tæki-færi til að gleðjast, fólk semþekkir ekkert annað en stríðog þær hörmungar sem þvífylgir. Og þótt í dag sé dagurÍslendinga, þá skulum viðsamt hugsa til allra þeirrasem eiga um sárt að binda.Margir spyrja sig kannskihvers vegna háðar séu styrj-aldir og fólk beitt misrétti.Hvers vegna er ekki friður ogréttlæti sem virðist vera muneinfaldari og betri leið. Ensvarið er ekki svo einfalt. Svolengi sem fólk lærir ekki aðbera virðingu hvert fyriröðru, bera virðingu fyrir mismun-andi þjóðernum, ólíkum hugsun-um og menningu mun friðurinnseint verða fundinn. Við mann-fólkið erum svo ólík og munumaldrei verða eins og aldrei hugsaeins. En það er af hinu góða þvíþað er þessi fjölbreytni sem gefurlífinu gildi. Þegar við lítum tilframtíðar gerum við það með voní brjósti um betri tíma á sviði frið-ar og jafnréttis.

    Margur verður af aurum api!

    Ætli framtíðin sé ekki ofarlega íhuga þeirra sem útskrifuðust meðmér 20. maí síðastliðinn? Nústöndum við í þeim sporum, mörghver í fyrsta sinn, að geta valið um

    hvað við ætlum að verða. Eflausteru margir búnir að ákveða sig fyr-ir löngu síðan en sjálfsagt enn fleirisem hafa ekki hugmynd um hvaðþeir muni taka sér fyrir á komandiárum. Þegar ung börn eru spurðhvað þau ætli sér að gera í framtíð-inni eru svörin oftast einföld;lögga, skipstjóri, flugfreyja, hár-greiðslukona og fleira í þeim dúreru starfssvið sem heilla ungu kyn-slóðina. Eitt eru þó flestir sammálaum en það er að verða nógu ríkur.Nú á dögum geta fáir Íslendingarhugsað sér að ganga í gegnum lífiðán þess að eiga flotta íbúð, minnsttvo bíla og flatsjónvarp sem þekurheilu veggina. Efnishyggja Íslend-inga er eitthvað sem hefur fariðmjög vaxandi á undanförnum

    Kári Harðarson nýstúdent:

    Ísland er okkar gjöf frá Guði! Hátíðarræða í Akraneskirkju 17. júní 2006

    Kári Harðarson ásamt móðurafa sínum, sr.Birni Jónssyni, sem messaði í þjóðhátíðarguðs-þjónustunni.

  • Indriði Valdimarsson hefur starfaðhjá Akraneskirkju í 6 ár. Hann erskrifstofustjóri, kirkjugarðsvörður ogútfararstjóri. Því er í mörg horn að lítahjá honum.

    „Ég kann mjög vel við mig í þessustarfi,“ segir hann. „Samskipti við aðraeru mikil, bæði á gleði- og sorgarstund-um. Skrifborðsvinnan er töluverð.Tölvusamskipti hafa aukist til munahin síðari ár og skýrsluhald af ýmsutagi.“

    Heimasíðan vinsælIndriði er gjaldkeri bæði kirkjunnar

    og kirkjugarðsins og færir einnig bók-haldið. Ekki er langt síðan hann laukvið að skrá öll legstæði í kirkjugarðin-um í tölvu frá árinu 1929 til dagsins ídag. Hægt er að finna þessar upplýsing-ar á vefslóðinni gardur.is og akranes-kirkja.is. Einnig vakir hann, ásamtsóknarpresti, yfir heimasíðu Akranes-kirkju og sér um að endurnýja þar upp-lýsingar.

    „Heimasíðan fær á milli 40-60heimsóknir að meðaltali á dag,“ segirIndriði. „Þar getur fólk komist í ýmis-konar fróðleik um kirkjuna og safnað-arstarfið og fylgst með skírnum, hjóna-vígslum, útförum og fermingum. Viðreynum að færa inn allar nýjar upplýs-ingar samdægurs. Mikilvægt er að hafaþær ferskar á forsíðunni, annars hættirfólk að fara inn á slóðina okkar.“

    Miklar framkvæmdir hafa verið ásíðustu árum, bæði í kirkju og kirkju-garði.

    „Skipt var um kirkjuturn í maí

    2002 eftir að nýr turn hafði verið smíð-aður,“ segir Indriði. „Fyrir tæpumtveim árum voru gerðar miklar endur-bætur innandyra í kirkjunni, bekkjun-um var t.a.m. breytt lítillega og þeirbólstraðir á ný, gólfið slípað og lakkað,skipt um teppi og svarta plussið á kné-fallinu við gráturnar endurnýjað.Einnig var loftklæðningin í safnaðar-heimilinu endurnýjuð og skipt umljósastæði. Allt hefur þetta kostað sittog því lítill sem enginn rekstrarafgang-ur verið á undanförnum árum. Okkurer vissulega í mun að halda vel við eign-um kirkjunnar. Við þetta má bæta að ífyrra var sett heitavatnslögn undir nýjugangbrautina á milli kirkju og safnað-arheimilis. Bærinn kostaði þær fram-kvæmdir að hluta til.“

    Umbætur í kirkjugarði „Svo er það kirkjugarðurinn,“ held-

    ur Indriði áfram. „Árið 2004 var sam-þykkt nýtt deiliskipulag. Þar er m.a.gert ráð fyrir svæðum fyrir duftker ogfósturreiti og einnig óvígðum reit, þ.e.fyrir fólk sem er utan trúfélaga. Fram-kvæmdir hófust 2005 og er unnið íáföngum að því að breyta garðinum ogfegra hann. Einnig er í undirbúningi aðleggja nýja innkeyrslu. Í sumar er stefntað enn meiri gróðursetningu en áður,gerð jarðvegsmana, hellulögn og mal-bikun. Ljóst er að núverandi greftrun-arpláss verður uppurið innan fárra áraog þess vegna hefur kirkjugarðsstjórninlagt áherslu á það við bæjaryfirvöld aðhafist verði sem fyrst handa við skipu-lagningu nýs kirkjugarðs innan lögsöguAkraneskaupstaðar.“

    Met í útförumÁ síðasta ári voru 55 útfarir frá

    Akraneskirkju og hafa þær aldrei áður ísögu kirkjunnar verið svo margar. Út-fararþjónusta Akraneskirkju var með50 af þessum útförum, aðrir aðilar meðhinar fimm. Svo að ljóst er að mikiðhefur mætt á útfararstjóra undanfarinmisseri.

    „Mörgu þarf að sinna þegar andlátber að höndum,“ segir Indriði. „Aukisthefur að fólk biðji mig að aðstoða sigvið að semja formálsorð um hinn látnatil að birta í Morgunblaðinu og einnigað auglýsa andlát og útför. Vissulega ergott að geta létt undir með fólki á við-kvæmum og erfiðum tímamótum í lífiþess. Stundum er sagt að það sé fulltstarf að vera syrgjandi. Því þykir mannialveg sjálfsagt að sinna mörgum litlumviðvikum líka. Í mínu starfi sem útfar-arstjóri legg ég mikla áherslu á að veitapersónulega þjónustu sem einkennistaf umhyggju og nærgætni. Alltaf er gottað geta orðið öðrum að liði! Það gefurmér mikið í þessu starfi,“ segir IndriðiValdimarsson að lokum.

    Safnaðarblað Akraneskirkju

    55

    árum. Fólk virðist setja samasem-merki milli þess að vera ríkur oghamingjusamur. En margur verð-ur af aurum api, var eitt sinn sagtog bendi ég fólki á að láta ekkiginnast af peningum, því peningarkaupa ekki hamingju. Hamingjanfelst í því að eiga góða fjölskyldusem hægt er að finna væntum-þykju hjá, eiga trausta vini sembregðast ekki þegar eitthvað bjátar

    á og síðast en ekki síst að vera sjálf-stæður.

    Jón Sigurðsson vissi svo sannar-lega hvað hann var að gera þegarhann leiddi íslensku þjóðina í áttað sjálfstæði. Hann vissi hverslandar sínir væru megnugir, hannþekkti íslenska þrekið og eljuna,og það varð vísirinn að lífsstarfihans. Með bjartsýni og þrótti vann

    þjóðin sig yfir til bjartari tíma ein-hugs og sjálfstæðis. Megi sama elj-an einkenna okkur áfram og meðbjartsýni að leiðarljósi höldum viðáfram gegnum lífið. Ísland er okk-ar gjöf frá Guði. Það er okkarskylda að gæta þess og lifa með þvírétt eins og við höfum gert í ald-anna rás.

    Góðir Akurnesingar! Gleðilegaþjóðhátíð!

    „Gott að geta orðið að liði“Indriði Valdimarsson tekinn tali

  • Safnaðarblað Akraneskirkju

    66

    Akranessöfnuður reynir aðsinna ungu kynslóðinni einsog kostur er. Sunnudagaskólinn erætlaður 6 ára börnum og yngri.Síðan er boðið upp á félagsstarffyrir 7 til 9 ára (STN), 10 til 12 ára(TTT) og æskulýðsfélag fyrir 13 til16 ára. Sunnudagaskólinn starfar íkirkjunni en aðrir aldurshóparfunda í húsnæði KFUM og -K viðGarðabraut.

    Leiðtogi í barna- og æskulýðs-starfinu er Halldór Lárusson. Þaðstarf er unnið í samvinnu viðKFUM og K á Akranesi. Honumtil halds og trausts eru margiraðstoðarleiðtogar.

    Sunnudagaskólinn er kl. 11. Þarlæra börnin bænir og vers, sagðareru sögur, sungnir léttir ogskemmtilegir barnasálmar, sýndbrúðuleikrit og föndrað – og börn-in frædd um trúna. Með Halldórií þessu starfi eru þau Árný, Axel,Sahara Rós og Tanja Rós.

    Fundir í STN (7 til 9 ára starf-

    inu) eru kl. 14 á miðvikudögum.Byrjað er í leiktækjunum og spil-unum en síðan hefst söngurinnásamt sögum og leikjum. Í góðuveðri er farið í útileiki af ýmsu tagi.Aðstoðarleiðtogi er Súsanna Stein-þórsdóttir.

    TTT-starfið (10-12 ára) er ámánudögum kl. 17. Fjöldi þeirrasem sækja fundina hefur margfald-

    ast frá því í fyrra og er sérstaklegaánægjulegt að sjá alla strákana semnú mæta og taka þátt í starfinu aflífi og sál ásamt stelpunum. Söng-ur, leikir, sögur, skautaferðir ogÖlversferðir eru á meðal þess semer á dagskránni í vetur. Þess mágeta að TTT mun taka þátt í upp-færslu söngleiks á Sæludögum íVatnaskógi um næstu verslunar-

    Unga fólkið og kirkjan

    Stúlknakór Akraneskirkju söng ásamt hinni vinsælu Bríeti Sunnu á ÆskulýðsdegiAkraneskirkju 11. mars sl.

  • Safnaðarblað Akraneskirkju

    77

    25. febr.: Gunnar Ólafsson og Elfa Sif Ingimarsdóttir, Vesturgötu 67. 11. mars: Stefnir Örn Sigmarsson og Valdís Eyjólfsdóttir, Bakkatúni 6. 15. apríl: Jóhannes Kristján Ármannsson og Katrín Arna Ólafsdóttir,

    Steinsstaðaflöt 25. 20. maí: Stephen John Watt og Valey Benediktsdóttir, Vesturgötu 32. 21. maí: Guðmundur Annel Ragnarsson og Mahder Zewdu Kebede,

    Fákaleiru 2c, Höfn í Hornafirði. 27. maí: Jan-Willem Hendrik Rulkens og Nína Gréta Árný Woudstra,

    Hollandi. 13. júní: Arnar Geir Magnússon og Harpa Hannesdóttir, Skarðsbraut 15. 10. júní: Jóhannes Karl Guðjónsson og Jófríður María Guðlaugsdóttir,

    Englandi. 10. júní: Guðmundur Svanberg Sveinsson og Hanna Þóra Guðbrands-

    dóttir, Reyrengi 12, Reykjavík. 17. júní: Svavar Ingþórsson og Þórey Jónsdóttir, Þrastarhöfða 6, Mos-

    fellsbæ. 18. júlí: Dagbjartur Kristinn Vilhjálmsson og Þórdís Sveinsdóttir,

    Breiðuvík 2, Reykjavík. 18. júlí: Höskuldur Steinar Haraldsson og Sigrún Íris Traustadóttir,

    Stekkjarholti 14, Akranesi. 15. júlí: Hjalti Kristjánsson og Sveinbjörg Snekkja Jóhannesdóttir,

    Jörundarholti 11. 17. júlí: Jóhann Þór Sigurðsson og Fjóla Lúðvíksdóttir, Vesturgötu 63a. 22. júlí: Jakob Baldursson og Sandra Brá Guðnadóttir, Melteigi 16b. 22. júlí: Sigurður Teitur Halldórsson og Watinee Chompoopetch,

    Laugarbraut 17. 22. júlí: Sigþór Ómarsson og Ragnheiður Þóra Benediktsdóttir,

    Einigrund 16. 12. ágúst: Sólberg Fannar Sólbjartsson og Erla Ösp Lárusdóttir,

    Dalbraut 37. 19. ágúst: Sveinn Arnar Sæmundsson og Þórgunnur Stefánsdóttir,

    Háholti 31. 26. ágúst: Jóhann Steinar Guðmundsson og Álfheiður Ágústsdóttir,

    Stekkjarholti 2. 12. sept.: Finnbogi Jónsson og Kristín Ósk Halldórsdóttir,

    Grenigrund 24. 19. sept.: Helgi Björn Hjaltested og Linda Vernharðsdóttir,

    Skólabraut 37. 14. nóv.: Bjarki Georgsson og Sigríður Lára Guðbjartsdóttir,

    Vogabraut 40. 11. nóv.: Ingimundur Sigfússon og Hjördís Árnadóttir, Vesturgötu 65. 30. des.: Aðalgeir Jónasson og Lilja Lind Sturlaugsdóttir, Einigrund 10.

    Þau Valdís og Stefnir Örn giftu sig11. mars.

    Hjónavígslurí Garða-

    prestakalli 2006

    mannahelgi. Aðstoðarleiðtogi íTTT-starfinu er Írena Jónsdóttir.

    Æskulýðsfélagið fundar ámánudagskvöldum kl. 20. Húsiðer opnað hálftíma fyrr og þá erhart barist í borðtennis og billjarði.40 til 70 ungmenni mæta að jafn-aði á fundina. Tekið er fyrir gottog uppbyggilegt efni og fylgja þvíalltaf fjörugar umræður. Ferðir ogferðalög eru á dagskrá, m.a. heim-sóknir til unglingahópa í Reykja-vík. Auk Írenu og Halldórs mætaþeir Örn og Gaukur til að leikasnilldartónlist eins og þeim er ein-um lagið.

    Að síðustu má geta þess að tveirungmennakórar starfa í söfnuðin-um, Barnakórinn og Stúlknakór-inn. Sveinn Arnar Sæmundssonorganisti leiðir það kórastarf.

    Á þessari upptalningu má sjá aðfjölbreytilegt félagsstarf er í boðifyrir ungu kynslóðina í Akra-nessöfnuði.

  • Safnaðarblað Akraneskirkju

    88

    Sveinn Arnar Sæmundsson organisti:

    Vel heppnuð ferð til KanaríeyjaÍmaí í fyrra kviknaði sú hug-mynd í afmæli hjá Jóni GunnariAxelssyni, núverandi formanniKórs Akraneskirkju, að kórinn færií söngferð til Kanarí. Skömmu síð-ar sendi ég tölvupóst til sr. JónuLísu Þorsteinsdóttur sem er prest-ur í sjálfboðastarfi og fararstjóriþar ytra og viðraði þessa hugmyndvið hana. Hún tók afar vel í hanaog því næst var vilji kórfélagakannaður og kom í ljós að áhugivar mikill á þessari ferð.

    Einungis sex kórfélagar sáu sérekki fært að fara með. Það voru því36 félagar úr kórnum sem lögðu afstað í vikuferð þann 27. febrúar sl.ásamt mökum og fylgifiskum,samtals 66 manns. Það var mikilstemmning í hópnum og veðriðlék við okkur þegar við lentum áflugvellinum í Las Palmas eftirrúmlega fimm tíma flug. Þaðanvar haldið á hótelið sem staðsett erá Playa Meloneras og nefnistH 10. Sr. Jóna Lísa tók á mótiokkur með bros á vör og fylgdiokkur á hótelið. Það sem eftir lifðidags hvíldi fólk lúin bein og nautveðurblíðunnar og þess sem hótel-ið og nágrenni þess hafði upp á aðbjóða.

    Sungið við guðsþjónustu

    Miðvikudaginn 28. febrúar varsungið við guðsþjónustu í TemploEcumenico. Þetta er falleg kirkjavið ensku ströndina og þar er JónaLísa með guðsþjónustur. Í kirkj-una mættu um 350 manns og varþetta áhrifamikil stund. Kórinnleiddi sönginn, auk þess að syngjatvö tónverk og það stóð ekki á

    kirkjugestum að syngja með. Égheld hreinlega að þeir hafi nánastallir tekið undir í söngnum og þaðvar mikil upplifun fyrir mig semorganista að fá að leika undir slík-an fjöldasöng. Reyndar var orgeliðekki upp á sitt besta en Kristín Sig-urjónsdóttir lék einnig undir áfiðlu og styrkti það undirleikinn.

    Fimmtudagurinn fór í algjöraafslöppun og notið var sólar. Stóridagurinn var föstudagurinn 2.mars. Um kl. 9 um morguninnhélt kórinn af stað með Jónu Lísuá markað í litlum bæ sem heitirMogan. Þar spígsporuðum við umí tvo klukkutíma og síðan var sigltfrá Mogan til annars bæjar semheitir Puerto Rico. Var þetta umklukkutíma sigling og nú hafðibæst við fararstjóri frá Akranesi,Kjartan Trausti Sigurðsson fráGeirsstöðum. Urðu miklir fagnað-arfundir því margir í hópnumþekkja vel til hans. Í Puerto Rico

    beið rúta eftir okkur og þaðan varhaldið í kirkjuna á æfingu fyrirtónleikana sem voru um kvöldið.Við fengum þar hálfa aðra klukku-stund til æfingar og gekk hún afarvel. Hljómburðurinn í kirkjunnier mjög góður, auk þess sem kór-inn er í hörkugóðu formi um þess-ar mundir.

    Allt ætlaði um koll að keyra!

    Efnisskrá kórsins samanstóð afíslenskum ættjarðar- og alþýðulög-um, auk þess sem dægurlög komumikið við sögu. Með okkur í förvoru hljóðfæraleikararnir ViðarGuðmundsson píanóleikari, ÖrnArnarson gítarleikari og Guð-mundur Pálsson bassaleikari. Frá-bærir hljóðfæraleikarar og hreinforréttindi að hafa slíka menn íhópnum! Tónleikarnir áttu aðhefjast klukkan 20:30 um kvöldiðog því héldum við af stað í tíma ogvorum komin í kirkjuna kl. 19:45.

    Mörg tár féllu á hvarma þegar Sigursteinn Hákonarson söng Angelíu.

  • Safnaðarblað Akraneskirkju

    99

    Hugmyndin var að ná þar góðriupphitun og stilla kórnum aðeinsbetur upp. En það má segja aðkirkjan hafi verið nánast full affólki þegar við komum á svæðið ogþví engan veginn hægt að fram-kvæma þessa hluti. Skemmst er fráþví að segja að kirkjan troðfylltist!Í henni voru a.m.k. 400 manns ogþað sem verra var að á annaðhundrað manns þurfti frá aðhverfa. Kórinn söng því 3 lög átröppunum fyrir utan kirkjunafyrir tónleikana og var okkur velfagnað fyrir það framtak. Svohófust tónleikarnir og það erskemmst frá því að segja að viðtök-urnar voru stórkostlegar. Allt ætl-aði um koll að keyra þegar Steinisteig á stokk og söng Angelíu meðkórnum. Fólk stóð upp og klapp-aði og blístraði. Og þannig varstemmningin til enda. Mér fannstá svipnum á Steina að hann vissihreinlega ekki hvaðan á sig stæðiveðrið. Og það sama má segja umhina einsöngvarana tvo, skóla-systkinin og jafnaldrana, JónGunnar Axelsson og ÞórgunniStefánsdóttur. Þau voru að stígasín fyrstu skref og þvílík prófraunfyrir framan allan þennan fjölda.Þau stóðu sig frábærlega og fengumikið lof fyrir söng sinn.

    Stoltur af kórnum!

    Kór Akraneskirkju er skipaðurgóðu söngfólki. Blanda af reynslu-miklu kórfólki og óreyndara. Viðhöfum náð að stilla vel samanstrengi og kórinn í mikilli framför.Og sú reynsla að syngja fyrir allan

    þennan fjölda og þessar frábæruviðtökur gera ekkert annað enstyrkja okkur í starfinu.

    Það sem eftir lifði ferðar var al-gjör slökun. Sumir fóru í verslun-arferð til Las Palmas og í hella-skoðun á milli þess sem legið var ísólbaði. Og sumir lágu bara ein-göngu í sólbaði það sem eftir var.Á hótelinu okkar var frábær að-staða fyrir sóldýrkendur og ekkiskemmdi veðrið fyrir; sól og blíðaupp á hvern dag og 25-27 stigahiti.

    Haldið var heim aftur þriðju-daginn 6. mars og það var ánægð-ur og glaður hópur sem mætti ísína heimabyggð seint um kvöldið.Þessi ferð verður mér ógleymanlegog ég er gríðarlega stoltur af kórn-um okkar. Það eru fáir sem gera

    sér grein fyrir þeirri vinnu semkórfélagar leggja í þetta áhugamálsitt. Í svona starfi þarf félagslegiþátturinn að vera öflugur og það erhann svo sannarlega. Einnig vargaman að sjá hvað makar og aðrirfylgifiskar voru ánægðir og lífguðusvo sannarlega upp á stemningn-una. Sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttirer yndisleg kona sem ég hef þekktfrá því að ég vann með henninorður á Akureyri. Hún var okkurinnan handar, greiddi götu okkarog veitti okkur tækifæri til að upp-lifa stórkostlegar stundir í helgi-dómi þarna ytra.

    Ég vil þakka Kór Akraneskirkjuog öðrum ferðafélögum fyrir frá-bæra daga á Kanarí og hlakka til aðtakast á við fleiri verkefni í fram-tíðinni með þeim.

    Frá tónleikum Kórs Akraneskirkju á Kanarí.

  • Safnaðarblað Akraneskirkju

    1010

    Fermingarbörn í Akraneskirkju sunnudaginn 19. mars 2006 kl. 14.Með þeim á myndinni eru sr. Eðvarð Ingólfsson, sóknarprestur, sem fermdi

    og sr. Björn Jónsson, fyrrv. sóknarprestur, sem aðstoðaði við útdeilingu altarissakramentis.

    Fyrir stuttu gáfu hjónin Haraldur Sturlaugsson ogIngibjörg Pálmadóttir Akraneskirkju myndarleg-ar gjafir; nýtt píanó og hljómborð. Auk þess styrktu

    þau líknar- og hjálparsjóð kirkjunnar rausnarlega.Þessar gjafir eru að andvirði rúmlega einnar milljón-ar króna. Það er þó ekki uppphæðin sem er aðalatriði

    heldur sá góði hugur og sú mikla velvild sembirtist í gjöfum þessum í garð kirkju og kristni.

    Gjafir þessar voru afhentar í tónlistarguðs-þjónustu 18. febrúar sl. Það vill svo til að þanndag var nákvæmlega ein öld liðin frá því að afiHaraldar og nafni, Haraldur Böðvarsson, fékkíslenskt fiskveiðaskírteini, eins og það var kall-að, fyrir fyrsta bát sinn, sexæringinn HelguMaríu. Með þeirri útgerð var lagður grunnurað því veldi sem fyrirtæki Haraldar Böðvars-sonar varð síðar. Þess má geta hér til gamansað Ingibjörg Pálmadóttir á einmitt afmæliþennan sama dag.

    Við þökkum þeim hjónum enn og afturgóðar gjafir til kirkju sinnar – um leið og viðminnumst Haraldar Böðvarssonar í virðinguog auðmýkt fyrir mikilvægt og dýrmætt fram-lag til athafnalífs í þessum bæ.

    Rausnarlegar gjafir

  • Safnaðarblað Akraneskirkju

    1111

    Fermingarbörn í Akraneskirkju sunnudaginn 26. mars 2006 kl. 10:30.

    Fermingarbörn í Akraneskirkju sunnudaginn 26. mars 2006 kl. 14.

  • Safnaðarblað Akraneskirkju

    1212

    Fermingarbörn í Akraneskirkju sunnudaginn 2. apríl 2006 kl. 14.

    Fermingarbörn í Akraneskirkju sunnudaginn 2. apríl 2006 kl. 10:30.

  • Safnaðarblað Akraneskirkju

    1313

    Fermingarbörn í Akraneskirkju sunnudaginn 9. apríl 2006 kl. 10:30.

    Fermingarbörn í Akraneskirkju sunnudaginn 9. apríl 2006 kl. 14.

  • Safnaðarblað Akraneskirkju

    1414

    Sunnudagur 18. mars, kl. 10.30:

    Arnór Kristinn Hjálmarsson, Furugrund 39.(For.: Guðrún Einarsdóttir og Hjálmar Rögnvaldsson)

    Arnór Freyr Símonarson, Sunnubraut 10.(For.: Ingibjörg Vigdís Sigurðardóttir og Símon Hreinsson.Fósturf.: Ari Benediktsson)

    Benedikt Valur Árnason, Espigrund 7.(For.: Rannveig Lydia Benediktsdóttir og Árni Þór Halldórsson)

    Berglind Hrönn Einarsdóttir, Akurprýði.(For.: Anna Guðfinna Barðadóttir og Einar Ottó Einarsson)

    Birta Stefánsdóttir, Jörundarholti 230.(For.: Ingibjörg Eggertsdóttir og Stefán Skjaldarson)

    Dagmar Elsa Jónasdóttir, Jörundarholti 104.(For.: Hafdís Dögg Hafsteinsdóttir og Jónas Geirsson)

    Daníel Magnússon, Höfðabraut 16.(For.: Jóhanna Guðjónsdóttir og Magnús Guðmundsson)

    Gísli Þór Gíslason, Einigrund 11.(For.: Margrét Berglind Ólafsdóttir og Gísli Geirsson)

    Gunnar Eyþór Mýrdal Hreinsson, Stekkjarholti 18.(For.: Ása Mýrdal og Hreinn Gunnarsson)

    Hafdís Ingimarsdóttir, Hólmaflöt 2.(For.: Brynja Helgadóttir og Ingimar Magnússon)

    Haukur Atli Hjálmarsson, Stekkjarholti 14.(For.: Ingibjörg Kristín Barðadóttir og Hjálmar Hauksson.Fósturf.: Bjarni Ingi Björnsson)

    Höskuldur Heiðar Höskuldsson, Eyrarflöt 2.(For.: Unnur S. Jónsdóttir og � Höskuldur Heiðar Bjarnason)

    Lilja Rut Bjarnadóttir, Steinsstaðaflöt 10.(For.: Birna Júlíusdóttir og Bjarni Axelsson)

    Ragnhildur Ragnarsdóttir, Stillholti 3.(For.: Gunnhildur Knútsdóttir og Ragnar Hjörleifsson)

    Sunnudagur 18. mars, kl. 14:

    Anton Logi Helgason, Vesturgötu 127.(For.: Anna Sigfríður Reynisdóttir og Helgi Ólafur Jakobsson)

    Arnór Elís Kristjánsson, Skólabraut 35.(For.: Birna Þorbergsdóttir og Kristján Dúi Benediktsson)

    Ásdís Guðný Pétursdóttir, Vesturgötu 71.(For.: Kristín Guðmundsdóttir og Pétur Björnsson)

    Bjarni Kristinn Egilsson, Merkurteigi 10.(For.: Júlíana Rut Jónsdóttir og Egill H. Jónasson.Fósturf.: Jónas H. Birgisson)

    Erla Dís Torfadóttir, Vesturgötu 142.(For.: Ósk Jónsdóttir og Torfi Sigurjón Einarsson)

    Gunnar Ágúst Ómarsson, Sunnubraut 30.(For.: Sigurbjörg Jóhannsdóttir og Ómar Traustason)

    Hugrún Eva Haraldsdóttir, Mánabraut 5.(For.: Ásta Hrönn Jónsdóttir og Haraldur Aðalsteinsson.Fósturf.: Björn Gunnar Pálsson)

    Íris Tinna Ingólfsdóttir, Stillholti 15.(For.: Guðný Sjöfn Sigurðardóttir og Ingólfur Valdimarsson)

    Jón Pétur Vilhelmsson, Grenigrund 16.(For.: Soffía Margrét Pétursdóttir og Vilhelm Jónsson)

    Karen Gréta Minney Pétursdóttir, Einigrund 4.(For.: Stefanía Guðmunda Sigurðardóttir og Sigurður PéturSvanbergsson)

    Kolbrún Ösp Stefánsdóttir, Akurgerði 22.(For.: Júlíana Áskelsdóttir og Stefán Jóhann Grétarsson.Fósturf.: Valdimar Bjarni Guðmundsson)

    Sigurður Búi Rafnsson, Skarðsbraut 13.(For.: Guðný Rún Sigurðard. og Finnbogi Rafn Guðmundsson)

    Teitur Pétursson, Háholti 31.(For.: Þórgunnur Stefánsdóttir og Pétur Hafsteinn Ingólfsson.Fósturf.: Sveinn Arnar Sæmundsson)

    Sunnudagur 25. mars, kl. 10.30:

    Anton Örn Rúnarsson, Einigrund 4.(For.: Hrefna Ingólfsdóttir og Rúnar Gunnarsson)

    Elísa Valdís Einarsdóttir, Jörundarholti 5.(For.: Inga Lilja Guðjónsdóttir og Einar Indriði Maríasson)

    Eva Kristín Sigurðardóttir, Stekkjarholti 4.(For.: Guðfinna Valdimarsdóttir og Sigurður Jóhann Hauksson)

    Guðrún Valdís Jónsdóttir, Vesturgötu 105.(For.: Sigríður Kr. Valdimarsdóttir og Jón Helgason)

    Hafþór Freyr Hjálmsson, Vallholti 11.(For.: Eyrún Sigríður Sigurðardóttir og Hjálmur ÞorsteinnSigurðsson)

    Halldór Bjarki Ólafsson, Jörundarholti 112.(For.: Guðný Þ. Ólafsdóttir og Ólafur Þ. Hauksson)

    Heiðrún Sara Guðmundsdóttir, Vallholti 15.(For.: Ásta Björk Arngrímsdóttir og Guðmundur KristjánSigurbjörnsson)

    Kristján Valur Jóhannsson, Garðabraut 19.(For.: Marta Valsdóttir og Jóhann Kristján Kristjánsson.Fósturf.: Elías Kristján Þorsteinsson)

    Sigríður Edda Valdimarsdóttir, Víðigrund 13.(For.: Sigríður Ellen Blumenstein og Valdimar Eyjólfs Geirsson)

    Sigrún Lóa Þorsteinsdóttir, Vitateigi 1.(For.: Dröfn Traustadóttir og Þorsteinn Bárður Sigurgeirsson)

    Þorbergur Maron Hjálmarsson, Suðurgötu 16.(For.: Sigurósk R. Aðalsteinsdóttir og Hjálmar Þ. ÞorbergssonFósturf.: Skúli Hreinn Guðbjörnsson)

    Sunnudagur 25. mars, kl. 14:

    Alexander Egill Guðmundsson, Jörundarholti 42.(For.: Arndís Þorsteinsdóttir og Guðmundur Egill Ragnarsson)

    Birkir Hrafn Vilhjálmsson, Bjarkargrund 47.(For.: Bára Valdís Ármannsdóttir og Vilhjálmur Gíslason)

    Elvar Jónsson, Esjuvöllum 5.(For.: Arnþrúður Kristjánsdóttir og Jón Ellert Guðnason)

    Hafþór Ingi Pálsson, Höfðabraut 8.(For.: Gunnvör Braga Jónsdóttir og Páll Þorgeir Matthíasson)

    Helga Björg Þrastardóttir, Jörundarholti 192.(For.: Sigríður Guðlaug Ólafsdóttir og Þröstur Reynisson)

    Katla Rún Baldursdóttir, Grenigrund 30.(For.: Ása Birna Viðarsdóttir og Baldur Þór Ketilsson)

    Oddur Andrés Guðsteinsson, Jörundarholti 124.(For.: Pálína Straumberg Pálsdóttir og Guðsteinn Oddsson)

    Olgeir Sölvi Karvelsson, Skarðsbraut 2.(For.: Hrefna Sigurðardóttir og Karvel Lindberg Karvelsson)

    Silja Sif Engilbertsdóttir, Brekkubraut 19.(For.: Ingunn Viðarsdóttir og Engilbert Þórðarson)

    Steinunn Inga Guðmundsdóttir, Suðurgötu 27.(For.: Jónína Björg Magnúsdóttir og Guðmundur Sigurðsson)

    Teitur Arason, Heiðarbraut 58.(For.: Jóhanna Fjóla Jóhannesdóttir og Ari Jón Jóhannesson)

    Unnar Freyr Jónsson, Vesturgötu 93.(For.: � Thelma Gígja Kristjánsdóttir og Jón Valgeir Pálsson.Fósturm. Sigurdís Ösp Sigurðardóttir)

    Valdís Rut Jónsdóttir, Dalsflöt 7.(For.: Vilborg Viðarsdóttir og Jón Bjarni Jónsson)

    Fermingarbörn á Akranesi 2007

  • Safnaðarblað Akraneskirkju

    1515

    Sunnudagur 1. apríl, kl. 10.30:

    Daníel Rodrigues Jónsson, Reynigrund 47.(For.: Maria Antonía de Sa Rodrigues og Jón Elías Jónsson)

    Emilía Halldórsdóttir, Jörundarholti 121.(For.: Petrea Emilía Pétursdóttir og Halldór Stefánsson)

    Eyþór Örn Gunnarsson, Garðabraut 9.(For.: Sesselja Ingimundardóttir og Gunnar Guðmundsson)

    Gísli Rúnar Einarsson, Vogabraut 14.(For.: Margrét Þóra Jónsdóttir og Einar Sigurdór Sigurðsson)

    Guðjón Jósef Baldursson, Sunnubraut 9.(For.: Ásta Huld Jónsdóttir og � Baldur Jósef Jósefsson. Fósturf.:Árni Sigfússon)

    Hallbera Rún Þórðardóttir, Jörundarholti 194.(For.: Málfríður Hrönn Ríkharðsdóttir og Þórður Elíasson)

    Heimir Snær Sveinsson, Vesturgötu 165.(For.: Halldóra Kristín Guðmundsdóttir og Sveinn RafnIngason)

    Linda Ýr Stefánsdóttir, Skagabraut 42.(For.: Theodóra Jóhannsdóttir og Stefán Ragnar Ragnarsson)

    Pálmi Gunnlaugsson, Bjarkargrund 17.(For.: Rut Karol Hinriksdóttir og Gunnlaugur Pálmason)

    Rakel Anna Knappett, Melteigi 10.(For.: Ólöf Kristín Ásgeirsdóttir og Timothy Andrew Knappett)

    Sigríður Lóa Björnsdóttir, Einigrund 25.(For.: Sigurveig Sigurðardóttir og Björn Þráinn Þórðarson)

    Snædís Björk Líndal Sigurðardóttir, Dalbraut 33.(For.: Ásdís Líndal Finnbogadóttir og Sigurður Sævarsson)

    Sunnudagur 1. apríl, kl. 14:

    Anna Halldórsdóttir, Suðurgötu 72.(For.: Sigríður Birgisdóttir og Halldór Jósep Kristófersson)

    Bjarni Kristmann Einarsson, Ásabraut 3.(For.: Sigríður Ása Bjarnadóttir og Einar Baldvin Helgason)

    Bjarni Maron Sigurðsson, Heiðarbraut 39.(For.: Ágústa Árnadóttir og Sigurður Halldór Bjarnason)

    Guðlaug Marín Gunnarsdóttir, Steinsstaðaflöt 6.(For.: Lilja Halldórsdóttir og Gunnar Freyr Hafsteinsson)

    Gylfi Veigar Reykfjörð Gylfason, Esjubraut 13.(For.: Fjóla Katrín Ásgeirsdóttir og Gylfi Reynir Guðmundsson)

    Hafdís Erla Helgadóttir, Hjarðarholti 16.(For.: Helga Margrét Arnardóttir og Helgi Hauksson)

    Harpa Hólm Heimisdóttir, Einigrund 11.(For.: Sigþóra Ævarsdóttir og Heimir Hallsson)

    Kristófer Arnar Júlíusson, Vesturgötu 113.(For. : Valdís Sigurðardóttir og Júlíus Valdimar Finnbogason.Fósturf.. Sveinn Ragnar Jörundsson)

    Kristrún Skúladóttir, Hólmaflöt 3.(For.: Lilja Kristófersdóttir og Skúli Bergmann Garðarsson)

    Lilja Guðríður Halldórsdóttir, Mánabraut 6a.(For.: Birna Aðalsteina Pálsdóttir og Halldór Rúnar Einarsson)

    Linda Hrönn Óðinsdóttir, Grenigrund 37.(For.: Helga Sigurðardóttir og Óðinn Þór Hallgrímsson)

    Pálmi Snær Hlynsson, Brekkubraut 5.(For.: Marta Dögg Pálmadóttir og Hlynur Gunnarsson)

    Ragnheiður Ásta Brynjólfsdóttir, Reynigrund 43.(For.: Inga D. Steinþórsdóttir og Brynjólfur Jónsson)

    Rósa Lilja Sigmundsdóttir, Brekkubraut 13.(For.: Fjóla Valgerður Bergland og Sigmundur Guðmundsson.Fósturf.: Ingvar Lúðvík Guðbjörnsson)

    Snorri Sturluson, Bakkatúni 16.(For.: Hólmfríður Sigurðardóttir og Sturla Aðalsteinsson)

    Tóbías Bergmann Sóleyjarson, Höfðabraut 16.(For.: Sóley Bergmann Kjartansdóttir og Curt Peter MikaelAngefur)

    Sunnudagur 15. apríl, kl. 14:

    Alexander Maron Þorleifsson, Kirkjubraut 60.(For.: Jónína Rakel Gísladóttir og Þorleifur Rúnar Örnólfsson)

    Einar Þór Gunnarsson, Grenigrund 43.(For.: Marta Ester Einarsdóttir og Gunnar Rúnar Gunnarsson)

    Erla Katrín Kjartansdóttir, Suðurgötu 25.(For.: Sigurbjörg Helga Skúladóttir og Kjartan Ágúst Aðalsteins-son)

    Eydís Sunna Ægisdóttir, Steinsstaðaflöt 4.(For.: Sigríður Björk Kristinsdóttir og Ægir Jóhannsson)

    Heiður Heimisdóttir, Steinsstaðaflöt 15.(For.: Guðlaug Sigríksdóttir og Heimir Björgvinsson)

    Inga Elín Cryer, Smáraflöt 5.(For.: Sigurlaug Karen Guðmundsdóttir og Steven AntonyCryer. Fósturf.: Jón Gunnar Ingibergsson)

    Ína Sigrún Rúnarsdóttir, Furugrund 10.(For.: Dóra Björk Scott og Rúnar Þór Gunnarsson. Fósturf.: Lárus Hjaltested)

    Jón Unnar Guðmundsson, Furugrund 44.(For.: Ingibjörg Jónsdóttir og Guðmundur Sæmundsson)

    Kristín Björk Lárusdóttir, Furugrund 12.(For.: Sveinborg Lára Kristjánsdóttir og Lárus Ársælsson)

    Kristófer Ernir Stefánsson, Brekkubraut 21.(For.: Ragnhildur Edda Jónsdóttir og Stefán Þór Þórisson)

    Ósk Hjartardóttir, Einigrund 4.(For.: Kristín Ósk Guðmundsdóttir og Hjörtur LíndalGuðnason)

    Petrea Hjartardóttir, Einigrund 4.(For.: Kristín Ósk Guðmundsdóttir og Hjörtur LíndalGuðnason)

    Sigrún Eva Ármannsdóttir, Jörundarholti 141.(For.: Margrét Snorradóttir og Ármann Hauksson)

    Þorvaldur Kristjánsson, Vesturgötu 45.(For.: Margrét Þorvaldsdóttir og Kristján H. Kristjánsson)

    Þóra Björk Ingimundardóttir, Einigrund 2.(For.: Sif Ólafsdóttir og Ingimundur Óskarsson)

    Alexandra Björk Guðmundsdóttir, Furugrund 33.(For.: Helga Sigvaldadóttir og Guðmundur Friðriksson)

    Friðrik Arthúr Guðmundsson, Furugrund 33.(For.: Helga Sigvaldadóttir og Guðmundur Friðriksson)

    Sigvaldi Ágúst Guðmundsson, Furugrund 33.(For.: Helga Sigvaldadóttir og Guðmundur Friðriksson)

    Sunnudagur 19. ágúst kl. 14:

    Kristófer Már Maronsson, Garðabraut 20.(For.: Kristín Mjöll Guðjónsdóttir og Maron Kristófersson.Fósturf.: Baldvin Bjarki Baldvinsson)

    ––––––––––––––––––––––––––––––––

    STRANDAKIRKJA:

    Sunnudagur 20. maí:

    Valgerður Elsa Jóhannsdóttir, Vesturgötu 70.(For.: Kristín Svafa Gunnarsdóttir og Jóhann Geir Sveinsson)

    ÓLAFSFJARÐARKIRKJA:

    Sunnudagur 27. maí:

    Hulda Margrét Brynjarsdóttir, Einigrund 9(For.: S. Þyrí Stefánsdóttir og Brynjar Sæmundsson)

  • Myndir úr ýmsum áttum

    Félagar úr kirkjukórnum njóta sólar rétt fyrir hátíðarguðs-þjónustu vegna 110 ára afmælis Akraneskirkju í ágúst í fyrra. Líf og fjör í sunnudagaskólanum.

    Á hverju vori keppir lið sóknarprests við fermingarbörnin. Sr.Eðvarð, Fjóla dómari og Indriði útfararstjóri kasta mæðinniað loknum leik fyrir skömmu.

    Þeir félagar, Helgi Seljan fyrrv. alþingismaður og SigurðurJónsson tannlæknir, hafa komið tvisvar til að skemmta í opnuhúsi fyrir eldri borgara í Akraneskirkju og hreinlega „slegið ígegn!“

    Tveir knáir piltar í sunnudagaskólanum. Fjóla Lúðvíksdóttir, aðstoðarkona í safnaðarheimili, og hinnþjóðkunni dægurlagasöngvari, Sigursteinn Hákonarson. Hannsyngur með Kór Akraneskirkju.