mat áskatamal.is/wp-content/uploads/2015/03/drekaskatar... · 2015. 3. 10. · heldur líka að...

12
16 mat á persónuþroska KAFLI 16

Upload: others

Post on 01-Oct-2020

0 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: mat áskatamal.is/wp-content/uploads/2015/03/drekaskatar... · 2015. 3. 10. · heldur líka að vita hvernig því tókst það. Til að geta þetta allt saman þarftu líka þolinmæði

16mat ápersónuþroska

KAFLI 16

Page 2: mat áskatamal.is/wp-content/uploads/2015/03/drekaskatar... · 2015. 3. 10. · heldur líka að vita hvernig því tókst það. Til að geta þetta allt saman þarftu líka þolinmæði

25816. kafli | Mat á persónuþroska

mat á persónuþroska er ferli sem er hluti af sveitarstarfinu

Þegar við fylgjumst með framvindu verkefnis fylgjumst við um leið með því hvernig börnin standa sig og leggjum mat á hvort þau hafa tekið framförum.

Mat á persónuþroska er því kerfisbundið og samfellt ferli sem er hluti af sveitarstarfinu. Matið felst í söfnun upplýsinga sem gera okkur kleift að hjálpa börnunum að njóta sem best þátttöku sinnar í sveitinni og að ná markmiðum sínum og áskorunum betur. Um leið að finna út hversu nálægt þau eru því að ná þeim persónulegu áfangamarkmiðunum sem þau völdu sér.

Þetta mat er sérstakt ferli innan sveitarstarfsins. Það er hluti af öllu sem gerist í skátasveitinni og fer fram jafnhliða því.

samstilltan þroska barnser aðeins hægt að meta með því aðfylgjast með barninu í sveitarstarfinu Uppeldismarkmið sveitarinnar sem börnin gera að persónulegum áfangamarkmiðum sínum í lok nýliðatímabilsins, leggja til þrjá mismunandi atferlisflokka.

Þegar talað er um „persónuþroska“ er átt við að barn færist jafnt og þétt nær þeirri hegðun sem sóst er eftir með áfangamarkmiðum. Þar sem þessar framfarir snerta alla þætti persónuleikans þarf að skilja þær í víðustu merkingu orðsins og telja með öll tilbrigði hugmynda um þroska og framfarir. Þó að merkingamunur sé á þroska og framförum eru bæði hugtökin notuð á víxl í þessari bók sem samheiti fyrir persónuþroska.

Page 3: mat áskatamal.is/wp-content/uploads/2015/03/drekaskatar... · 2015. 3. 10. · heldur líka að vita hvernig því tókst það. Til að geta þetta allt saman þarftu líka þolinmæði

259 Mat á persónuþroska | 16. kafli

Í sumum tilfellum er auðvelt að greina á milli flokkanna þriggja en oftast eru þeir samofnir og eitt hegðunarmarkmið telst iðulega til þeirra allra.

Við getum því aðeins metið samstilltan þroska barns með því að fylgjast með því vegna þess að undir hann falla svo margir huglægir þættir sem eru allir jafn lýsandi og mikilvægir.

Suma þroskaþætti barns er hægt að mæla, svo sem líkamsþyngd eða áunna þekkingu á vissu sviði. Þessi aðferðafræði á alls ekki við í skátastarfinu. Til að geta beitt henni þyrftu foringjarnir að hafa vitneskju sem þeir búa ekki endilega yfir. Þeir gætu lentu á villigötum við vafasama einkunnagjöf sem kæmi að takmörkuðum notum. Við verðum að sætta okkur við að geta ekki mælt hið ómælanlega.

Sé foringi kennari eða læknir er hann eflaust dómbær á kunnáttu eða heilsufar barnanna vegna sérfræðimenntunnar sinnar og starfs. Slíkt skiptir okkur engu máli því skátaaðferðin breytist ekki eftir sérsviðum einstakra foringja.

Við fylgjumst stöðugt með framförum innan sveitarinnar og notum til þess öll þau ráð sem sveitarstarfið hefur upp á að bjóða. Börnin gefa stöðugt vísbendingar sem hjálpa foringjunum að meta hvar þau eru stödd í þroskaferlinu og hvaða framförum þau hafa tekið í átt að markmiðum sínum.

Við verðum að muna að hlutverk sveitarinnar og foringjanna er að stuðla að þroska barnanna. Slíkt gerist með samstarfi við aðra uppalendur en við grípum aldrei inn í störf þeirra.

Foringjarnir gætu til dæmis tekið eftir því að barni gengur illa að temja sér góðar matarvenjur. Við getum gert margt til að bæta úr því í sveitarstarfinu en ábyrgðin á lausn vandans hvílir fyrst og fremst á foreldrunum.

Hið sama gildir um sértæka þekkingu um ákveðið efni tengt viðfangsefnum skólans. Það er skólans að mæla þekkingu sé hún mælanleg og ef það þjónar einhverjum tilgangi. Það eina sem við getum gert í sveitinni er að fylgjast með vitsmunaþroska barns og segja foreldrum þess frá áhyggjum okkar, ef þær koma upp.

Þeir eru: öflun þekkingar (að vita) tileinkun viðhorfa (að vita hvernig á að vera) þjálfun færni (að vita hvernig á að gera)

Page 4: mat áskatamal.is/wp-content/uploads/2015/03/drekaskatar... · 2015. 3. 10. · heldur líka að vita hvernig því tókst það. Til að geta þetta allt saman þarftu líka þolinmæði

26016. kafli | Mat á persónuþroska

við umsjón og eftirlit þarftíma og umhyggjuTil að hægt sé að framkvæma mat byggt á vettvangsathugunum þarf sérstakan vettvang, sem er auðvitað starfið í sveitinni: Þægilegt andrúmsloft, fullt af skemmtilegum viðfangsefnum og hvatningu fyrir börnin. Umhverfið er hlýlegt, einlægni ríkir þar sem börnin og foringjarnir bindast sterkum böndum. Gagnkvæmt traust myndast og börnin þora að segja öðrum frá einkamálum sínum.

Vegna þessa þurfa foringjar að leggja rækt við vissa eiginleika, svo sem innsæi, örlæti á tíma sinn, þolinmæði og umhyggju.

Þér er þörf viss innsæis til að skilja mikilvægi, umfang og dýpt uppeldisverkefnisins sem þú hefur tekið að þér. Það er ekki lítilvægt verk að fylgja barni á þroska-brautinni. Það eru forréttindi og ábyrgðarhlutverk og þú verður að gera þér grein fyrir umfangi þess og möguleikunum sem í því felast. Uppeldi er langtum meira en að meta hvort markmið hafi náðst.

Til þess að sinna þessu miklvæga starfi þarf tíma sem nýttur er á yfirvegaðan hátt og án truflana. Ekki aðeins þarf að verja tíma með barni á sveitarfundum, heldur líka til að kynnast því og umhverfi þess eins vel og hægt er í öðru starfi sveitarinnar. Tíminn þarf að nýtast til samtala um allt sem barninu liggur á hjarta, hlusta á og hugsa um allt sem sagt er og svara því rétta á viðeigandi tíma og vingjarnlega. Tími til að vera saman því ferlið skiptir ekki síður máli en árangurinn. Málið snýst ekki aðeins um að athuga hvort barnið hafi náð áskorunum sínum og áfangamarkmiðum, heldur líka að vita hvernig því tókst það.

Til að geta þetta allt saman þarftu líka þolinmæði. Þú getur ekki dregið áreiðanlegar og réttmætar ályktanir af einstakri athöfn sem þú verður vitni að fyrir tilviljun. Til að mynda okkur réttmæta skoðun, ekki síst á öðru fólki, þurfum við að þekkja það, horfa á það, leggja við hlustir, fylgjast með og umgangast það, safna upplýsingum og komast að vel ígrunduðum niðurstöðum.

Til að leggja könnun eða próf fyrir aðra þarf vissa kunnáttu. Til að fylgja barni á þroskabrautinni þarf bæði fórnfúsa og vinsamlega hollustu – við barnið og verkefnin – einungis vegna ánægjunnar af því að hjálpa öðrum og af þeirri einföldu ástæðu að mann langar til þess. Til þess þarf manni að vera eins annt um hamingju annarra og sína eigin, en það viðhorf köllum við gjarnan væntumþykju.

Page 5: mat áskatamal.is/wp-content/uploads/2015/03/drekaskatar... · 2015. 3. 10. · heldur líka að vita hvernig því tókst það. Til að geta þetta allt saman þarftu líka þolinmæði

261 Mat á persónuþroska | 16. kafli

Sveitarforingjar skipta með sér að hafa umsjón með skátunum í sveitinni. Í því felst að meta persónulegan þroska þeirra og hvernig þeim gengur að ná áfangamarkmiðum sínum. Mundu að hver umsjónarforingi ætti helst ekki að fylgjast með fleirum en sex til átta börnum. Ekki er hægt að meta svo vel sé persónuþroska fleiri barna samtímis.

Ekki er heldur æskilegt að foringjarnir meti öll börn sveitarinnar sem hóp. Þannig fjöldaathugun leiðir aðeins til almennrar greiningar sem hægt er að byggja á sem viðbót við annað mat. Eitt sér nægir það ekki til að meta hvort áskorunum og markmiðum sé náð.

Til þess að foringjarnir geti sinnt starfi sínu vel, þurfa þeir að fylgjast hver með „sínum“ drekaskátum og vera samvistum við þá í talsverðan tíma. Upplýsingarnar sem þeir safna þannig eru mjög mikils virði og nýtast vel í uppbyggjandi starfi með viðkomandi skáta. Það er því óheppilegt að skipta um umsjónarforingja, þeir víxli hlutverkum eða skiptist á. Mælt er með að foringjar gegni starfinu í að minnsta kosti eitt ár. Þeir geta að sjálfsögðu verið lengur ef engin sérstök ástæða kemur í veg fyrir það.

Þegar skipt er um umsjónarforingja á það að gerast smám saman og taka þarf fullt tillit til tilfinninga barnanna. Nýi foringinn þarf að fá allar upplýsingar sem safnað hefur verið og eru teknar saman skriflega í einstaklingsskrá barnsins.

mat þýðir líka samfylgd, stuðningur, hvatning og leiðbeiningEins og við höfum séð er mat ferli þar sem ekki er eingöngu safnað upplýsingum til að ákvarða hvað börnin eru nálægt því að ná áfangamarkmiðunum sem þau settu sér. Því er einnig ætlað að hjálpa börnunum til að fá meira út úr sveitarstarfinu og taka meiri framförum í átt að markmiðunum. Þess vegna á framkvæmd mats alltaf að auka sjálfsvirðingu barns, jafnvel þegar bent er á mistök.

Þar af leiðandi er ferlið nátengt framvindu verkefna og sveitarstarfi eins og áður hefur komið fram. Það þýðir að í því felst samfylgd, stuðningur, hvatning og leiðbeining.

Af sömu ástæðu segjum við að þetta sé samfellt ferli en eigi sér ekki bara stað við lok dagskrárhrings. Auðvitað er það þá sem við drögum okkar ályktanir en þær eru niðurstaðan af löngu ferli sem fer fram samhliða öllum verkefnum í sveitarstarfinu.

Page 6: mat áskatamal.is/wp-content/uploads/2015/03/drekaskatar... · 2015. 3. 10. · heldur líka að vita hvernig því tókst það. Til að geta þetta allt saman þarftu líka þolinmæði

26216. kafli | Mat á persónuþroska

Hvenær metum við persónulegar framfarir?Þó að mat sé stöðugt ferli er vert að nefna nokkur tímamót sem verða innan þess:

Þegar við ljúkum mati seinni dagskrárhringja, metum við hvort hegðunarmynstur sem börnin hafa náð í fyrri hringjum hafa haldist

Við lok hvers dagskrárhrings metum við ekki aðeins áfangamarkmiðin sem náðst hafa í viðkomandi dagskrárhring heldur líka hve mörg markmið og áskoranir sem náðust í fyrri hringjum hafa haldist.

Þegar barnið gengur í sveitina og við ákveðum „inngöngustigið“

Mat fer fram þegar barn gengur í sveitina, á nýliðatímabilinu. Þegar áfangamarkmið hafa verið kynnt og rætt um þau við barnið koma foringinn og barnið sér saman um hvar barnið sé statt gagnvart markmiðunum. Einnig hvaða áfangamarkmiðum það hafi þegar náð, en þannig er ákvarðað að hvaða drekaskátamerki barnið byrjar að vinna.

Við lok dagskrárhrings þegar við komumst að niðurstöðu um hvaða áfangamarkmiðum barnið hefur náð í hringnum

Við lok dagskrárhrings ákveða barnið og foringinn í sameiningu hvaða áskor-unum og áfangamarkmiðum má telja að hafi náðst í hringnum. Barnið fær áritun eða stimpil á viðeigandi hvatatákn í Drekaskátabókina sína. Matinu lýkur með hátíðahöldum og nýju drekaskátamerki ef það á við.

Meðan á dagskrárhring stendur, þegar við söfnum upplýsingum um framfarir barnsins og fylgjum því áleiðis, styðjum það, hvetjum og leiðbeinum

Þetta mat hefst strax að loknu nýliðatímabilinu. Barnið hefur tekið virkan þátt í verkefnunum með hinum börnunum frá því að það gekk í sveitina. Matstímabil felur í sér að safna upplýsingum allan dagskrárhringinn, samtímis því sem barnið fær stuðning og er bent á mögulegar úrbætur ef nauðsyn ber til. Því lýkur með niðurstöðum þegar dagskrárhringnum lýkur.

Page 7: mat áskatamal.is/wp-content/uploads/2015/03/drekaskatar... · 2015. 3. 10. · heldur líka að vita hvernig því tókst það. Til að geta þetta allt saman þarftu líka þolinmæði

263 Mat á persónuþroska | 16. kafli

Hver meturpersónuþroska barns? Eins og við sáum þegar við litum á „tímamótin“ sem verða í matsferlinu eru barnið og foringinn í aðalhlutverki. Aðrir koma líka við sögu og skoðanir þeirra skipta máli. Lítum nánar á hverjir koma að matinu:

Börnin sjálfframkvæma sjálfsmat

Sjálfsmat barnanna er mikilvægasti þáttur mats á persónuþroska. Öll börnin skoða vandlega áfangamark-miðin í Drekaskátabókinni sinni, meta eigin stöðu oghversu miklum fram-förum þeim finnst þau hafa tekið.

Stuttu fyrir lok dagskrárhrings bjóða umsjónarforingjarnir börnunum sem þeir fylgjast með - drekaskátunum „sínum“, að framkvæma þetta sjálfsmat og boða til einstaklingsviðtals til að ræða útkomuna. Börnin eru hvött til að hugsa málið fyrir viðtalið. Þau skrifa athugasemdir í bókina sína ef þau vilja og ræða sjálfsmatið við foreldra sína og jafnvel vini eða aðra þá sem þau treysta.

Flest börn hafa velt þessu fyrir sér og hugsað gagnrýnið um sig sjálf, ef til vill ómeð-vitað meðan á dagskrárhringnum stóð án þess að þurft hafi hvatningu til þess. Líta má á þennan þátt sem eins konar sjálfsprottið sjálfsmat og það nægir í flestum tilfellum. Ekki er æskilegt að hvetja til annars konar sjálfsmats í ferlinu. Að vera stöðugt beittur þrýstingi til sjálfsskoðunar er ekki gaman og enginn ávinningur fæst af uppeldi sem skapar sjálfsmatsáráttu.

Page 8: mat áskatamal.is/wp-content/uploads/2015/03/drekaskatar... · 2015. 3. 10. · heldur líka að vita hvernig því tókst það. Til að geta þetta allt saman þarftu líka þolinmæði

26416. kafli | Mat á persónuþroska

Mat sem þetta veitir foringjunum dýrmætar upplýsingar um hvað börnunum finnst um hópfélaga sína. Það kemur börnunum að góðum notum af því að þau venjast á að styðja hvert annað og viðurkenna kosti annarra. Við megum samt ekki gleyma að þetta fyrirkomulag getur valdið deilum, sárindum og ágreiningi. Skoðanir barnanna geta verið af ýmsu tagi og tjáningaraðferðir þeirra óvægnar og aðgangsharðar.

Hin börnin í sveitinni segja skoðun sína áframförum félaga sinna

Mat annarra skáta í sveitinni, yfirleitt drekaskátahóps eða vinahóps, er valfrjálst. Það kemur alltaf á eftir sjálfsmati og á undan lokasamtali við umsjónarforingjann sem metur framfarir barnsins. Matið er stutt og fer fram í hópnum eða vinahópi en á alls ekki að fara fram í áheyrn allrar sveitarinnar.

Framkvæmdin getur verið með ýmsum móti: • Ef skátinn hefur beðið um mat eða gefið í skyn að hann þurfi á því að halda, sem er fátítt. • Ef frumkvæðið kemur frá hópnum og var samþykkt þar, sem er algengara meðal reyndari hópa eða hjá eldri börnum. • Ef foringjarnir hvetja til þess, sem getur gerst af ýmsum ástæðum: Þurft gæti að leysa samskiptavandamál áður en mati lýkur. Upplýsingar frá jafningjahópnum kunna að vera nauðsynlegar eða foringjarnir telja að tiltekið barn hafi gott af því að heyra skoðanir félaga sinna.

Page 9: mat áskatamal.is/wp-content/uploads/2015/03/drekaskatar... · 2015. 3. 10. · heldur líka að vita hvernig því tókst það. Til að geta þetta allt saman þarftu líka þolinmæði

265 Mat á persónuþroska | 16. kafli

Þess vegna er vissara að foringinn sé alltaf viðstaddur. Hann ætti einungis að grípa í taumana ef nauðsyn krefur til að hemja æsing eða árásir. Foringi þarf að tryggja að skoðanir séu alltaf settar fram af tillitssemi við tilfinningar annarra, vísi aðeins til afreka eða mistaka annarra barna á uppbyggilegan hátt og að eingöngu sé fjallað um það sem hægt er að bæta úr.

Foreldrarnir sem sjá áhrif sveitarstarfsins á börnin sín

Foreldrarnir, helstu uppalendur barnanna, eru ómissandi í ferlinu við að meta framfarir drekaskátanna. Þar við bætist að við setjum börnunum ekki aðeins markmið til að vinna að í skátastarfinu heldur líka með alls kyns athöfnum og reynslu sem nær til allrar tilveru þeirra, svo að góð samskipti við foreldrana skipta mjög miklu máli.

Frá sértæku sjónarhorni matsins er það einkum við vissar aðstæður sem samskipti við foreldrana eru nauðsynleg: • Þau ættu að vera viðstödd í sveitinni þegar sér-stök tímamót verða á framfaraferli barnsins. • Til að hjálpa barninu að sigrast á þroskaþáttum sem reynast því sérstaklega erfiðir. • Til að taka á vandamálum sem gætu þarfnast sérfræðiaðstoðar.

Þó að mat foreldra sé ómetanlegt til að veita okkur innsýn í þroskaumhverfi barnsins og allar breytingar sem þau upplifa er það ekki annað en viðbótarefni frá sjónarhóli drekaskátasveitarinnar. Áhrifin af því skipta vissulega máli, en það kemur ekki í stað samkomulagsins milli foringjans og barnsins, eins og við nefnum bráðum.

Page 10: mat áskatamal.is/wp-content/uploads/2015/03/drekaskatar... · 2015. 3. 10. · heldur líka að vita hvernig því tókst það. Til að geta þetta allt saman þarftu líka þolinmæði

26616. kafli | Mat á persónuþroska

Eigi foreldramat að koma að notum þarf foringinn að kynnast foreldrunum og gefa þeim færi á að kynnast sér. Koma þarf á tengslum og öðlast viðurkenningu fjölskyldunnar. Foreldrar samþykkja ekki að ræða um börnin sín við manneskju sem þeir hvorki þekkja né treysta.

Annað fólk sem kemur að uppeldi barnanna

Mat annarra, það er þriðja aðila, er aðeins nauðsynlegt þegar sá aðili hefur veruleg áhrif á uppeldi barna og þroska.

Þótt mat annarra uppalenda geti gefið verðmætar upplýsingar og sé í mörgum tilvikum mikilvægt við mat á vissum markmiðum, kemur það aldrei í staðinn fyrir samkomulag barnsins og foringjans. Það samkomulag er alltaf þungamiðja í öllum ákvörðunum um hvaða áskorunum hafi verð náð og hvaða áfangamarkmið geta talist viðurkennd.

Page 11: mat áskatamal.is/wp-content/uploads/2015/03/drekaskatar... · 2015. 3. 10. · heldur líka að vita hvernig því tókst það. Til að geta þetta allt saman þarftu líka þolinmæði

267 Mat á persónuþroska | 16. kafli

Sama máli gegnir um mat þriðja aðila og foreldramatið. Foringinn þarf að hafa samband fyrirfram og kynna sig sem einn uppalanda barnsins. Aðrir uppalendur gætu átt erfitt með að samþykkja að sjálfboðaliði sem ekki er með formlega uppeldismenntun, geti lagt eitthvað af mörkum til þroska barnsins og sé þar af leiðandi verðugur þess að við hann sé talað. Við verðum að sigrast á slíkri andstöðu og fá viðurkenningu sem þátttakendur í uppeldi barnsins.

Mat umsjónarforingjans og samkomulagið sem hún eða hann gerir síðan við barnið er lokaáfangi ferlisins. Eins og við höfum áður séð metur hver umsjónarforingi sex til átta börn þegar þau ganga í sveitina og allan dagskrárhringinn. Undir það fellur að komast að samkomulagi við hvert barn um hvaða áfangamarkmið teljast uppfyllt þegar í upphafi. Síðan að styðja, hvetja og leggja fram tillögur í þeim tilgangi að barnið fái sem mest út úr sveitarstarfinu og nái sínum persónulegu áskorunum og áfangamarkmiðum.

Foringjarnir reyna að ná samkomulagi við börnin til að ljúka mati á einum dagskrárhring og hefja þann næsta

Page 12: mat áskatamal.is/wp-content/uploads/2015/03/drekaskatar... · 2015. 3. 10. · heldur líka að vita hvernig því tókst það. Til að geta þetta allt saman þarftu líka þolinmæði

26816. kafli | Mat á persónuþroska

Skátaveitin getur alltaf fundið tilefni til að fagna og halda hátíð. Fyrst við nefnum hátíðir skal bent á að senn fer að líða að lokum þessarar bókar og því ekki úr vegi að halda hátíð í foringjaflokknum. Þó ekki væri til annars en að tala um hátíðir sveitarinnar.

Upphaflega matið og áframhaldandi greining gerir foringjunum kleift að safna upplýsingum um barnið. Eru þá hafðar í huga skoðanir hinna barnanna sem og álit foreldra og annars fólks þegar það á við. Allt þetta hjálpar foringjunum að mynda sér skoðun á áfangamarkmiðunum sem barnið hefur unnið að í viðkomandi hring áður en hringnum er að fullu lokið.

Í einkasamtali við lok hringsins gefst foringjunum tækifæri til að hlusta á sjálfsmat drekaskátanna „sinna“, bera það saman við eigin athuganir og útskýra skoðanir sínar. Síðan reyna foringi og barn að ná samkomulagi um hvaða áskoranir og áfangamarkmið þau eru sammála um að hafi náðst í hringnum. Matsferlinu lýkur á því samkomulagi.

Þessar samræður eru aðeins eitt dæmi af mörgum samtölum sem foringinn og barnið ættu að eiga meðan á dagskrárhringnum stendur. Eftir því sem kynnin aukast ættu samtöl að verða frjálslegri og óþvingaðri. Foringjaflokkurinn kemur sér saman um hvaða viðmið eigi að nota við matið. Í samtalinu við barnið á foringinn sem fylgist með framförum þess að hafa frjálsar hendur um að komast að því samkomulagi sem hann telur við hæfi.

Skoðanir foringjans hafa auðvitað mikil áhrif á lokasamkomulagið en varast ber að gefa þeim meira vægi en skoðunum barnsins sjálfs þó að þær séu skoðanir foringjans. Þvert á móti verðum við foringjarnir alltaf að vera tilbúnir til að draga skoðanir okkar í efa með það í huga að ef einhvers misræmis gætir hefur barnið trúlega betra af því að við samþykkjum sjálfsmat þess en að við heimtum að það samþykki okkar mat.