meistaramót fyrirtækja í golfi

8
THE WORLD CORPORATE GOLF CHALLENGE Á ÍSLANDI

Upload: arnasynir

Post on 31-Jul-2016

237 views

Category:

Documents


6 download

DESCRIPTION

The World Corporate Golf Challenge á Íslandi

TRANSCRIPT

Page 1: Meistaramót fyrirtækja í golfi

The World CorporaTe Golf ChallenGe

á Íslandi

Page 2: Meistaramót fyrirtækja í golfi
Page 3: Meistaramót fyrirtækja í golfi

hvað er World CorporaTe Golf ChallenGe?

WCGC er heimsmót fyrirtækja í golfi og um leið stærsta fyrirtækjamót heims. Þar koma saman stjórnendur stöndugra fyrirtækja hvaðanæva að úr heiminum og keppa sín á milli um heimsmeistaratitil fyrirtækja.

Fyrsta mótið fór fram í Bretlandi árið 1993 og varð fljótlega samofið Times dagblaðinu og fyrirtækjagolfi í Bretlandi. Mótið óx síðan hratt og í dag fara undankeppnir fram í um 40 löndum, í 5 heimsálfum.

Sigurvegarar þessara undankeppna vinna sér inn rétt til þess að verða fulltrúar viðkomandi lands og fyrirtækis í lokamótinu, og um leið möguleikann á því að verða krýndir heimsmeistarar fyrirtækja.

Page 4: Meistaramót fyrirtækja í golfi
Page 5: Meistaramót fyrirtækja í golfi

lokamóTið

Lokamótið fer fram á fyrsta flokks golfvelli og er 5 daga golfveisla, ásamt skemmtilegum uppákomum, skoðunarferðum og endalausum tækifærum til tengslamyndunar.

Í ár (2016) fer lokamótið fram í Cascais í portúgal en meðal landa sem hafa haldið lokamótið eru Malasía, Mauritius, Skotland, Jamaíka, Suður Afríka og Spánn.

The World Corporate Golf Challenge er í samstarfi við sjónvarpsþáttinn Golfing World auk Time og fortune tímaritanna. Þannig er sýndur þáttur frá lokamótinu í 60 löndum auk þess sem umfjöllun tímaritanna um mótið er umtalsverð.

Page 6: Meistaramót fyrirtækja í golfi
Page 7: Meistaramót fyrirtækja í golfi

meisTaramóT fyrirTækja Í Golfi

Íslenska undankeppnin verður haldin í fyrsta skipti í sumar. Þar munu fulltrúar íslenskra fyrirtækja keppa sín á milli um það hver verður fulltrúi Íslands í lokamótinu sumarið 2017.

Settur verður upp einstakur golfdagur þar sem umgjörð og aðbúnaður verður eins og best gerist m.t.t. verðlauna, teigg jafa, veitinga o.s.frv.

Meistarmótið fer fram á golfvelli Leynis, Akranesi, þann 11. ágúst, 2016. Völlurinn ætti að skarta sínu fegursta á þeim tíma og bjóða uppá aðstæður eins og best verður á kosið.

Page 8: Meistaramót fyrirtækja í golfi

samsTarfsaðilar

Við leitum nú að samstarfsaðilum til að taka þátt í þessu mikla ævintýri með okkur. Í boði er mikill sýnileiki í kringum einstakan viðburð á fyrirtækjamarkaði og því hentar samstarfið sérstaklega fyrirtækjum sem starfa á svokölluðum B2B markaði.

Umtalsverð fjölmiðlaumfjöllun verður um mótið sem samstarfsaðilar munu njóta góðs af. Merkingar á teigum og flöggum, auglýsingaskilti á vellinum og dreifing á kynningarefni eru allt möguleikar sem standa samstarfsaðilum til boða, auk hvers kyns annarra kynningarmöguleika sem mönnum dettur í hug og framkvæmanlegir eru.

hverjir keppa?

WCGC á Íslandi leggur mikla áherslu á að fylg ja eins háum standard og mögulegt er að öllu leyti og því viljum við að þátttökulið endurspegli rjómann úr íslensku viðskiptalífi.