menningarmerkingar - Íþróttahúsið hálogaland · 2020. 8. 11. · Þar risu heilu...

2
Fyrsta húsið sem hét Hálogaland var íbúðarhús byggt 1930 þar sem nú er bílastæði á milli blokkanna Sólheima 25 og 27. Á þeim tíma, fyrir seinni heimsstyrjöldina, var þetta svæði austan þéttbýlis Reykjavíkur og sóttust einstaklingar sem vildu stunda ræktun og búrekstur eftir að búa þar. Húsið brann árið 1972. Árið 1940 var hluti Laugardals og nærliggjandi svæða leigður hernámsliði Breta og síðar Bandaríkjamanna. Þar risu heilu braggahverfin og einnig stór skáli sem setuliðið notaði sem íþróttahús, bíó og samkomusal. Skálinn var nefndur Andrews Memorial Field House í minningu Frank M. Andrews hers- höfðingja sem fórst í flugslysi við Fagradalsfjall 1943. Í daglegu tali var skál- inn kallaður Hálogaland. Skálinn var vígður í nóvember 1943. Íþróttahúsið Hálogaland stóð hér, þar sem nú eru gatnamót Skeiðarvogs og Gnoðarvogs. Á stríðsárunum stunduðu hermenn þar körfubolta og aðrar íþróttir og lánuðu húsið einnig íslenskum íþróttafélögum. Jafnframt voru haldnar í húsinu ýmsar samkomur. Í september 1944 hélt söng- og leik- konan Marlene Dietrich til að mynda tónleika fyrir bandaríska hermenn og gesti þeirra í húsinu og einnig mun gamanleikarinn Bob Hope hafa komið hér fram á skemmtun um svipað leyti. Í styrjaldarlok keypti Íþróttabandalag Reykjavíkur skálann af setuliðinu og var hann eftir það kallaður Hálogaland. Húsið varð nú miðstöð handknattleiks í landinu og vettvangur allra helstu kappleikja innahúss fram á 7. áratuginn, þegar Laugardalshöll tók við því hlutverki. Á tímabili var Hálogaland einnig íþróttahús Vogaskóla og notað undir guðsþjónustur fyrir Langholtssöfnuð. Skálinn var rifinn árið 1970. Loftmynd frá 1960. Á henni má sjá bæði íþróttahúsið Hálogaland og húsið Hálogaland sem stendur milli blokkanna í Sólheimum 25 og 27. Aerial photograph of Reykjavík in 1960 showing both the sports hall and the original house called Hálogaland. Ljósm./ photo : Pétur Þorsteinsson Íþróttahúsið Hálogaland Hálogaland 1963. Ljósm./photo :DV

Upload: others

Post on 21-Sep-2020

0 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Menningarmerkingar - Íþróttahúsið Hálogaland · 2020. 8. 11. · Þar risu heilu braggahverfin og einnig stór skáli sem setuliðið notaði sem íþróttahús, bíó og samkomusal

Fyrsta húsið sem hét Hálogaland var íbúðarhús byggt 1930 þar sem nú er bílastæði á milli blokkanna Sólheima 25 og 27. Á þeim tíma, fyrir seinni heimsstyrjöldina, var þetta svæði austan þéttbýlis Reykjavíkur og sóttust einstaklingar sem vildu stunda ræktun og búrekstur eftir að búa þar. Húsið brann árið 1972.

Árið 1940 var hluti Laugardals og nærliggjandi svæða leigður hernámsliði Breta og síðar Bandaríkjamanna. Þar risu heilu braggahverfin og einnig stór skáli sem setuliðið notaði sem íþróttahús, bíó og samkomusal. Skálinn var nefndur Andrews Memorial Field House í minningu Frank M. Andrews hers-höfðingja sem fórst í flugslysi við Fagradalsfjall 1943. Í daglegu tali var skál-inn kallaður Hálogaland. Skálinn var vígður í nóvember 1943.

Íþróttahúsið Hálogaland stóð hér, þar sem nú eru gatnamót Skeiðarvogs og Gnoðarvogs. Á stríðsárunum stunduðu hermenn þar körfubolta og aðrar íþróttir og lánuðu húsið einnig íslenskum íþróttafélögum. Jafnframt voru haldnar í húsinu ýmsar samkomur. Í september 1944 hélt söng- og leik-konan Marlene Dietrich til að mynda tónleika fyrir bandaríska hermenn og gesti þeirra í húsinu og einnig mun gamanleikarinn Bob Hope hafa komið hér fram á skemmtun um svipað leyti.

Í styrjaldarlok keypti Íþróttabandalag Reykjavíkur skálann af setuliðinu og var hann eftir það kallaður Hálogaland. Húsið varð nú miðstöð handknattleiks í landinu og vettvangur allra helstu kappleikja innahúss fram á 7. áratuginn, þegar Laugardalshöll tók við því hlutverki. Á tímabili var Hálogaland einnig íþróttahús Vogaskóla og notað undir guðsþjónustur fyrir Langholtssöfnuð. Skálinn var rifinn árið 1970.

Loftmynd frá 1960. Á henni má sjá bæði íþróttahúsið Hálogaland og húsið Hálogaland sem stendur milli blokkanna í Sólheimum 25 og 27.

Aerial photograph of Reykjavík in 1960 showing both the sports hall and the original house called Hálogaland. Ljósm./photo : Pétur Þorsteinsson

Íþróttahúsið Hálogaland

Hálogaland 1963. Ljósm./photo :DV

ingibjorga5829
Sticky Note
Íþróttahúsið Hálogaland
Page 2: Menningarmerkingar - Íþróttahúsið Hálogaland · 2020. 8. 11. · Þar risu heilu braggahverfin og einnig stór skáli sem setuliðið notaði sem íþróttahús, bíó og samkomusal

The first building named Hálogaland was a farmhouse built in 1930 where the apartment blocks of Sólheimar 25-27 are now located. At that time, before World War II, this area was outside the urban area of Reykjavík, and it was popular with people who wanted the opportunity for small-scale farming and animal husbandry. The house burned down in 1972.

During World War II, British and then US troops occupied Iceland, and in 1940 part of the Laugardalur valley and adjacent areas was leased to the military authorities to build large camps of huts to accommodate the troops. They also built a large Nissen hut, completed in November 1943, which served as a gym, cinema and concert/dance hall for the troops. The hut was named Andrews Memorial Field House after Lieutenant General Frank Maxwell Andrews who was killed in an airplane accident in Iceland in May 1943. It was later known as Hálogaland.

The Hálogaland sports hall stood in the area the right of this sign, were we now have the intersection of Gnoðarvogur and Skeiðarvogur. During World War II military personnel played basketball and other sports here, and also allowed Icelandic sportspeople to use the facilities. The hall also housed various events: for instance in September 1944 singer/film star Marlene Dietrich sang for US troops here, and at around the same time comedian Bob Hope visited to entertain them.

After the war the Reykjavík Sports Union bought the building from the mil-itary authorities, after which it was named Hálogaland. It became the centre for handball in Iceland, and was the venue for all major indoor sports events until the 1960s, when the nearby Laugardalshöll sports centre was built. For a time the Hálogaland sports hall also provided sports facilities for the adjacent Vogar School, and church services for the new Langholt par-ish were held here until Langholt Church was built. Hálogaland was demol-ished in 1970.

Handknattleikslið Ármanns í 2. flokki kvenna sem varð Íslandsmeistari árið 1964.

Ármann women’s handball team, who won the national championships in 1964.

Frá handboltaleik milli Fram og FH í fyrstu deild karla í Hálogalandi árið 1963.

Handball match between first-division men’s teams Fram and FH in Hálogaland, 1963. Ljósm./ Photos Sveinn Þorm.

Hálogaland Sports Hall

Loftmynd af Reykjavík árið 1946, séð til vesturs frá Elliðavogi. Fremst er braggahverfið Camp Monmouth og þar fyrir ofan, vestar, Hálogalandskampur, þar sem íþróttahúsið stóð.

Aerial photograph of Reykjavík in 1946, looking westward from Elliðavogur showing military camps: foreground, Camp Monmouth. Above and farther west the Hálogaland Camp and sports hall. Ljósm./Photo: Sigurhans E. Vignir.

ingibjorga5829
Sticky Note
Hálogaland sports hall.