muninn - haustblað 2013

80
MUNINN

Upload: muninn-huginsson

Post on 21-Mar-2016

263 views

Category:

Documents


1 download

DESCRIPTION

Haustblað Munins 2013 Asra Rán Björt Zawarty Samper, ritstýra Jóhanna Sigurðardóttir, aðstoðarritstýra Valgeir Andri Ríkharðsson, auglýsingastjóri Brák Jónsdóttir, greinastýra Vaka Mar Valsdóttir, gjaldkeri Ívan Árni Róbertsson, myndastjóri Sunna Björk Erlingsdóttir, ritari Viðar Logi Kristinsson, uppsetningastjóri Guðmundur Karl Guðmundsson, vefstjóri

TRANSCRIPT

Page 1: Muninn - Haustblað 2013

1

MUNINN

Page 2: Muninn - Haustblað 2013

2

Page 3: Muninn - Haustblað 2013

3

Page 4: Muninn - Haustblað 2013

4

Muninn 2013Haustblað

Page 5: Muninn - Haustblað 2013

5

Skólablað Menntaskólans á AkureyriHaust 2013, 87. árgangur, 2. tbl.

Upplag: 850 eintökÚtgefandi: Muninn, skólablað MAÁbyrgðarmaður: Asra Rán Björt Zawarty SamperUmbrot og hönnun: Ritstjórn MuninsForsíða: Aron Freyr HeimissonPrentun: Ísafoldarprentsmiðja

Prófarkarlesarar:Arnar Már ArngrímssonEyrún Huld HaraldsdóttirGunnhildur OttósdóttirMaija Kaarina KalliokoskiSverrir Páll ErlendssonValdimar Gunnarsson

Efnisyfirlitbls. 9 Ávarp ritstýru: Tær tungabls. 10-11 Úlfur og Karólínabls. 13 Svalur og DeLongebls. 14 Busadagbókbls. 16-19 Costabls. 23 Þegar þú verður stórbls. 25-27 Smásaga Tómasarbls. 31 Tvíburar í MAbls. 32-33 Snapparar í MAbls. 35 Ljóð: Belong to the booksbls. 37 Edda Hermannsdóttir heiðursgesturbls. 38 Minni kvennabls. 39 Minni karlabls. 40-41 Játningakassinnbls. 42-46 Myndaþátturbls. 47 Brúninbls. 48-51 Allt sem þú veitir athygli vex og dafnarbls. 53 Undir nálinnibls. 54-55 Hvaða gömlu geitur eru þetta?bls. 57-58 Snorri Westbls. 63 Metnaðarleysi í raungreinadeild MAbls. 64-65 Matarblogg Unnarbls. 67 Hvert hrós metiðbls. 69 Ljóð: Dearie bls. 71 DeLongebls. 72-73 Stjörnuspá Andra Klingbls. 78 Þakkir

Page 6: Muninn - Haustblað 2013

6

Ritstjórn Munins

Asra Rán Björt Zawarty Samper, ritstýraJóhanna Sigurðardóttir, aðstoðarritstýraValgeir Andri Ríkharðsson, auglýsingastjóriBrák Jónsdóttir, greinastýraVaka Mar Valsdóttir, gjaldkeriÍvan Árni Róbertsson, myndastjóriSunna Björk Erlingsdóttir, ritariViðar Logi Kristinsson, uppsetningastjóriGuðmundur Karl Guðmundsson, vefstjóri

Page 7: Muninn - Haustblað 2013

7

Page 8: Muninn - Haustblað 2013

8Léttmjólk

ÍsKöld 2

eftir stærðfræðiprófið

að sem sameinar þjóð okkar eru ekki einungis stórbrotnir jöklar landsins og tæra vatnið sem rennur

í æðum okkar. Það er tungumálið, móðurmál okkar allra. Íslenskan. Það er hún, sem tengir okkur þeim sterku bönd-um sem litla þjóðin okkar mun vonandi alltaf varðveita.Tungan hefur vaxið og dafnað á býsna merkilegan hátt þrátt fyrir fámenni þjóðarinnar. Það eru ekki margir kostir við það að búa á eyju en sá stærsti er líklegast að tungumálið okkar hefur þróast hægt og fallega á mörg hundruð árum og gerir okkur kleyft að lesa rit jafnvel aftur til landnáms-aldar, sem er furðu merkileg staðreynd. Hver og einn hefur sína reynslu og skoðun á okkar tungumáli og langar mig til þess að deila minni skoðun með ykkur. Íslensk tunga skiptir mig feiknarmiklu máli. Það heillar mig fátt jafn mikið og gulnaðar síður með rituðu ljóði, sem er svo gamalt að það inniheldur jafnvel bókstafinn z. Frá þeim tíma þar sem tungan okkar bar með sér slíkan glæsibrag. Þjóðin hefur alið af sér fjölda mikilfenglegra skálda og rithöfunda sem munu ávallt lifa með okkur.Vissulega hefur tungumálið tekið breytingum, því það hefur alltaf fylgt tíðarandanum, líkt og tunglið eltir okkur hvert sem er, eins og við reyndum í barnæsku að fela okkur fyrir tunglinu, þá tókst það aldrei.

Íslenskan hefur tekið alls kyns breytingum, tekið til sín tökuorð, ambögur og slettur, sem er ósköp eðlilegt. Sérstaklega vegna tæknivæðingarinnar sem hefur tekið yfir svo margt, þar á meðal bókaandann. Þó er ljóst að tungumálið er lifandi þáttur í tilveru okkar sem eðlilegt er að þróist og breytist í aldanna rás en sú stórfellda breyting sem tæknin hefur haft á tungumálið vekur spurningar um þróun þess næstu árin. Ég hef ekki trú á því að íslenskan okkar týnist og verði tröllum gefin, þjóðin hefur meiri málvitund en svo, en við verðum að passa upp á hana. Við getum talið okkur Íslendinga heppna með tungumálið sem við eigum, það eykur sjálfstæði okkar og hefur og mun áfram lifa og blómstra í fleiri þúsund ár. Í íslensku máli slær hjarta, rétt eins og í lifandi mannveru. Þjóðin, samfélagið og einstaklingar, við erum þau sem höldum hjarta tungunnar gangandi, en hún erhjarta okkar allra.

Þ

Asra Rán Björt Zawarty Samper, ristýra Munins 2013-2014

Page 9: Muninn - Haustblað 2013

9

að sem sameinar þjóð okkar eru ekki einungis stórbrotnir jöklar landsins og tæra vatnið sem rennur

í æðum okkar. Það er tungumálið, móðurmál okkar allra. Íslenskan. Það er hún, sem tengir okkur þeim sterku bönd-um sem litla þjóðin okkar mun vonandi alltaf varðveita.Tungan hefur vaxið og dafnað á býsna merkilegan hátt þrátt fyrir fámenni þjóðarinnar. Það eru ekki margir kostir við það að búa á eyju en sá stærsti er líklegast að tungumálið okkar hefur þróast hægt og fallega á mörg hundruð árum og gerir okkur kleyft að lesa rit jafnvel aftur til landnáms-aldar, sem er furðu merkileg staðreynd. Hver og einn hefur sína reynslu og skoðun á okkar tungumáli og langar mig til þess að deila minni skoðun með ykkur. Íslensk tunga skiptir mig feiknarmiklu máli. Það heillar mig fátt jafn mikið og gulnaðar síður með rituðu ljóði, sem er svo gamalt að það inniheldur jafnvel bókstafinn z. Frá þeim tíma þar sem tungan okkar bar með sér slíkan glæsibrag. Þjóðin hefur alið af sér fjölda mikilfenglegra skálda og rithöfunda sem munu ávallt lifa með okkur.Vissulega hefur tungumálið tekið breytingum, því það hefur alltaf fylgt tíðarandanum, líkt og tunglið eltir okkur hvert sem er, eins og við reyndum í barnæsku að fela okkur fyrir tunglinu, þá tókst það aldrei.

Íslenskan hefur tekið alls kyns breytingum, tekið til sín tökuorð, ambögur og slettur, sem er ósköp eðlilegt. Sérstaklega vegna tæknivæðingarinnar sem hefur tekið yfir svo margt, þar á meðal bókaandann. Þó er ljóst að tungumálið er lifandi þáttur í tilveru okkar sem eðlilegt er að þróist og breytist í aldanna rás en sú stórfellda breyting sem tæknin hefur haft á tungumálið vekur spurningar um þróun þess næstu árin. Ég hef ekki trú á því að íslenskan okkar týnist og verði tröllum gefin, þjóðin hefur meiri málvitund en svo, en við verðum að passa upp á hana. Við getum talið okkur Íslendinga heppna með tungumálið sem við eigum, það eykur sjálfstæði okkar og hefur og mun áfram lifa og blómstra í fleiri þúsund ár. Í íslensku máli slær hjarta, rétt eins og í lifandi mannveru. Þjóðin, samfélagið og einstaklingar, við erum þau sem höldum hjarta tungunnar gangandi, en hún erhjarta okkar allra.

Þ

Asra Rán Björt Zawarty Samper, ristýra Munins 2013-2014

Page 10: Muninn - Haustblað 2013

10

Listina er að finna hvarvetna í umhverfinu og þá sérstaklega í íslensku samfélagi, en það er sjaldnar sem nýnemar hafa eins fast tak á henni og Úlfur Logason og Karólína Rós Ólafsdóttir gera, en þau stunda nám við Menntaskólann á Akureyri. Við mæltum okkur mót við þau á Kaffi Ilmi, hljóðum og notalegum stað. Þar komumst við að mörgum skemmtilegum staðreyndum um þessa upp-rennandi listamenn sem deildu með okkur skemmtilegum sögum sem þau geymdu í pokahorninu. Bæði eru þau alin upp í myndlistarheimi og hafa haft myndlist í kringum sig þar sem annað foreldri beggja er listamaður. Við spurðum þau nánar um það hvort innblásturinn væri ekki að stórum hluta þaðan og bæði tóku þau undir það. „Mamma vill samt að ég verði dýralæknir,“ mælti Karólína og Úlfur tók strax undir og sagði að pabbi hans vildi að hann myndi gerast

arkitekt. Hins vegar eru þau bæði mikið hvött við það sem þau

gera. Karólína og Úlfur hafa bæði lært við Myndlistaskólann á Akureyri og þá aðallega setið olíunámskeið. Þegar það barst í tal kom fram að Úlfur eyddi sumrinu í Boston í

myndlistarskóla, þar sem hann lenti í alls kyns ævintýrum sem hann sagði

okkur frá, meðal annars þegar hann hitti vægast sagt óvenjulegan mann. „Ég

held hann hafi verið heimilislaus“, byrjar Úlfur. „Hann allavegana leit út fyrir það. Við vorum nokkur að spjalla og vinkonur mínar byrjuðu að tala við þennan skuggalega náunga sem var með mjög sérstök húðflúr og biluð piercing. Þær fóru að spyrja hann út í götin hans og það fyrsta sem ég heyrði frá honum var „I like pain“. Hann var rosa stór, í svita-hvítum

ermalausum bol með af-litaðar strípur í hárinu, einfaldlega frekar ófrýnilegur að sjá. Ég hef aldrei séð mann með slík húðflúr,

öfugan kross á miðju enninu og „porn“ ritað á upphandlegg. Allt í einu fann ég sjálf- an mig í þeirri aðstöðu að sitja með honum einn á bekk. Hann nálgaðist mig sífellt.“

Umsjón: Asra Rán Björt, Brák og Viðar Logi

Karólína skellir upp úr og kannast greinilega við söguna. „Það bætti ekki úr skák,“ hélt Úlfur áfram, „þegar hann fór að strjúka á mér hárið og spyrja hvort ég væri hræddur, þegar ég fikraði mig feimnislega fjær honum, hann tók greinilega eftir því. „I don’t bite, unless you want me to,“ segir hann við mig. Svo reyndi hann að sannfæra mig um að ég væri tvíkynhneigður. Í þessum aðstæðum hefði ég auðvitað átt að vera hlaupinn á brott, en ég vildi ekki vera dónalegur. Ég passaði mig á því að hafna honum ekki harkalega. Þegar ég hugsa til baka voru þetta

fáránleg viðbrögð hjá mér.“ Þegar við spyrjum þau

um verkin þeirra kemur í ljós að þau fást við

alls kyns hluti, Karólína er ekki

einungis á fullu í myndlist heldur finnst henni gaman að skrifa og á

oft til að grípa næstu sérvéttu og rissa niður texta, um vinkonur sínar eða jafnvel lífið og tilveruna. Í raun og veru er Karólínaalltaf með penna í hendinni. „Ég er rosa mikið í því að krassa andlit í bækurnar mínar í skólanum,“ segir hún, „ég teikna kannski aðallega en mála líka, svo tek ég ljósmyndir og mér finnst æðislegt að vinna með leir.“ Úlfur benti á að hún geri mikið af stórum klippimyndum sem undirstrika vinnubrögð hennar og líflegan persónu-leika. Iðnaðarefni höfða vel til Úlfs. „Mig langar rosalega til þess að vinna stór verk með industrial efnum s.s. tjöru og sandi. Aðstaðan sem ég hef er bílskúrherbergi heima, sem er frábært, en hún dugir kannski ekki alveg fyrir sams konar vinnu.“

Þegar við spurðum þau um framtíðina kom eilítið hik á þau bæði. „Ég hugsa að ég verði í sjónlistum í einhverskonar formi“ svarar Úlfur „veit ekki nákvæmlega hvort mig langar til þess að mála, fara í hönnun eða jafnvel kvikmyndagerð.“ En Karólína segist einfaldlega sjá framtíðina fyrir sér erlendis, helst Barcelona. „Það er einhver gömul hugmynd sem skaut upp í kollinum á mér sem ég hef enn ekki sleppt. Barcelona heillar mig“ segir hún dreymin.Eftir drykklanga stund glotta þau bæði til okkar, með prakkaraglans í augunum og hafa greinilega verið að koma sér saman um eitthvað. „Eigum við að segja frá graffsögunni?“„Þetta var klukkan fimm á fimmtudegi. Við fengum þá frábæru hugmynd að taka með stensla sem við höfðum dundað okkur við fyrr um daginn og setja þá upp. En það gekk ekki upp eins og við gerðum ráð fyrir“ segir Karólína tístandi. Þegar þau voru komin í bæinn og byrjuð að setja upp stenslana þá keyrði lögreglan með látum til þeirra. „Einhver gamall kall sem labbaði framhjá okkur hefur líklegast hringt á lögregluna“ heyrist frá Úlfi. Karólína bætir þá við: „Tímasetningin var mjög fyndin. Foreldrar Úlfs voru nefnilega nýfarnir til Skotlands, höfðu lent þar fyrir svona átta tímum.“ - „Þetta kom út eins og ég hefði verið að gera eitthvað rosalega mikið af mér,“ sagði Úlfur. „Ég áttaði mig samt ekkert á því fyrr en lögreglan bað mig um símanúmerið hjá foreldrum mínum.“

Umsjón: Asra Rán Björt, Brák og Viðar Logi

Page 11: Muninn - Haustblað 2013

11

Listina er að finna hvarvetna í umhverfinu og þá sérstaklega í íslensku samfélagi, en það er sjaldnar sem nýnemar hafa eins fast tak á henni og Úlfur Logason og Karólína Rós Ólafsdóttir gera, en þau stunda nám við Menntaskólann á Akureyri. Við mæltum okkur mót við þau á Kaffi Ilmi, hljóðum og notalegum stað. Þar komumst við að mörgum skemmtilegum staðreyndum um þessa upp-rennandi listamenn sem deildu með okkur skemmtilegum sögum sem þau geymdu í pokahorninu. Bæði eru þau alin upp í myndlistarheimi og hafa haft myndlist í kringum sig þar sem annað foreldri beggja er listamaður. Við spurðum þau nánar um það hvort innblásturinn væri ekki að stórum hluta þaðan og bæði tóku þau undir það. „Mamma vill samt að ég verði dýralæknir,“ mælti Karólína og Úlfur tók strax undir og sagði að pabbi hans vildi að hann myndi gerast

arkitekt. Hins vegar eru þau bæði mikið hvött við það sem þau

gera. Karólína og Úlfur hafa bæði lært við Myndlistaskólann á Akureyri og þá aðallega setið olíunámskeið. Þegar það barst í tal kom fram að Úlfur eyddi sumrinu í Boston í

myndlistarskóla, þar sem hann lenti í alls kyns ævintýrum sem hann sagði

okkur frá, meðal annars þegar hann hitti vægast sagt óvenjulegan mann. „Ég

held hann hafi verið heimilislaus“, byrjar Úlfur. „Hann allavegana leit út fyrir það. Við vorum nokkur að spjalla og vinkonur mínar byrjuðu að tala við þennan skuggalega náunga sem var með mjög sérstök húðflúr og biluð piercing. Þær fóru að spyrja hann út í götin hans og það fyrsta sem ég heyrði frá honum var „I like pain“. Hann var rosa stór, í svita-hvítum

ermalausum bol með af-litaðar strípur í hárinu, einfaldlega frekar ófrýnilegur að sjá. Ég hef aldrei séð mann með slík húðflúr,

öfugan kross á miðju enninu og „porn“ ritað á upphandlegg. Allt í einu fann ég sjálf- an mig í þeirri aðstöðu að sitja með honum einn á bekk. Hann nálgaðist mig sífellt.“

Umsjón: Asra Rán Björt, Brák og Viðar Logi

Karólína skellir upp úr og kannast greinilega við söguna. „Það bætti ekki úr skák,“ hélt Úlfur áfram, „þegar hann fór að strjúka á mér hárið og spyrja hvort ég væri hræddur, þegar ég fikraði mig feimnislega fjær honum, hann tók greinilega eftir því. „I don’t bite, unless you want me to,“ segir hann við mig. Svo reyndi hann að sannfæra mig um að ég væri tvíkynhneigður. Í þessum aðstæðum hefði ég auðvitað átt að vera hlaupinn á brott, en ég vildi ekki vera dónalegur. Ég passaði mig á því að hafna honum ekki harkalega. Þegar ég hugsa til baka voru þetta

fáránleg viðbrögð hjá mér.“ Þegar við spyrjum þau

um verkin þeirra kemur í ljós að þau fást við

alls kyns hluti, Karólína er ekki

einungis á fullu í myndlist heldur finnst henni gaman að skrifa og á

oft til að grípa næstu sérvéttu og rissa niður texta, um vinkonur sínar eða jafnvel lífið og tilveruna. Í raun og veru er Karólínaalltaf með penna í hendinni. „Ég er rosa mikið í því að krassa andlit í bækurnar mínar í skólanum,“ segir hún, „ég teikna kannski aðallega en mála líka, svo tek ég ljósmyndir og mér finnst æðislegt að vinna með leir.“ Úlfur benti á að hún geri mikið af stórum klippimyndum sem undirstrika vinnubrögð hennar og líflegan persónu-leika. Iðnaðarefni höfða vel til Úlfs. „Mig langar rosalega til þess að vinna stór verk með industrial efnum s.s. tjöru og sandi. Aðstaðan sem ég hef er bílskúrherbergi heima, sem er frábært, en hún dugir kannski ekki alveg fyrir sams konar vinnu.“

Þegar við spurðum þau um framtíðina kom eilítið hik á þau bæði. „Ég hugsa að ég verði í sjónlistum í einhverskonar formi“ svarar Úlfur „veit ekki nákvæmlega hvort mig langar til þess að mála, fara í hönnun eða jafnvel kvikmyndagerð.“ En Karólína segist einfaldlega sjá framtíðina fyrir sér erlendis, helst Barcelona. „Það er einhver gömul hugmynd sem skaut upp í kollinum á mér sem ég hef enn ekki sleppt. Barcelona heillar mig“ segir hún dreymin.Eftir drykklanga stund glotta þau bæði til okkar, með prakkaraglans í augunum og hafa greinilega verið að koma sér saman um eitthvað. „Eigum við að segja frá graffsögunni?“„Þetta var klukkan fimm á fimmtudegi. Við fengum þá frábæru hugmynd að taka með stensla sem við höfðum dundað okkur við fyrr um daginn og setja þá upp. En það gekk ekki upp eins og við gerðum ráð fyrir“ segir Karólína tístandi. Þegar þau voru komin í bæinn og byrjuð að setja upp stenslana þá keyrði lögreglan með látum til þeirra. „Einhver gamall kall sem labbaði framhjá okkur hefur líklegast hringt á lögregluna“ heyrist frá Úlfi. Karólína bætir þá við: „Tímasetningin var mjög fyndin. Foreldrar Úlfs voru nefnilega nýfarnir til Skotlands, höfðu lent þar fyrir svona átta tímum.“ - „Þetta kom út eins og ég hefði verið að gera eitthvað rosalega mikið af mér,“ sagði Úlfur. „Ég áttaði mig samt ekkert á því fyrr en lögreglan bað mig um símanúmerið hjá foreldrum mínum.“

Umsjón: Asra Rán Björt, Brák og Viðar Logi

Page 12: Muninn - Haustblað 2013

12

Page 13: Muninn - Haustblað 2013

13

Valur Hólm og Össur DeLonge, hvert hafa þessir prinsar farið?Össur er oftast hægt að finna í VMA eða á pub quiz á fimmtudögum. En hvar er Valur?Við tókum hann í stutt spjall og spurðum hann nokkurra spurninga.

Afhverju ertu ekki búinn að koma til Akureyrar síðan Menntaskólinn á Akureyri hófst í haust?Ég er of frægur.

Hverju viltu koma á framfæri?Að ég sé eini prinsinn, hinn útvaldi. Ennþá að djamma með frægu fólki og stafla seðlum daglega. GBE OBLAH BANGBANG

„Áhyggjur eru fyrir þá veiku, gefðu skítt í allt og þá lifirðu hamingjusamur eins og ég.Og ferð kannski aftur í 1. Bekk“.

-Valur Hólm

„Peningar vaxa á trjánum“-Valur Hólm

Page 14: Muninn - Haustblað 2013

14

• Mamma vekur mig klukkan 6:50, gefur mér morgunmat og greiðir á mér hárið. Í dag ætla ég sko að vera með fastafléttu.

• Tek skólastrætóinn kl. 7:55, ofboðslega er hann alltaf fullur. Finn ekkert laust hald á súlunum nema þær sem liggja þverar hjá loftinu. Fatta að ég næ ekki upp nema ég standi á tám. Skolast svo óvart út með straumnum fyrir utan VMA og rétt næ að stökkva aftur inn áður en bílstjórinn lokar.

• Á leiðinni inn í skóla renn ég á svelli og er næstum dottin en næ taki á einhverjum rétt áður en ég dett á rassinn í risa poll. Þegar ég lít upp stendur Magnús í stjórninni við hliðina á mér, glottandi út í annað. Æjj.. hvað á ég nú að segja? „Hæ, þú ert í stjórninni” segi ég óvart með stjörnur í augunum. Þetta hefði ég ekki átt að segja. • Reyni að labba inn á nýju Dr. Martens skónum mínum en hávaðinn eftir bleytuna úti er ekki lengi að koma upp um mig, Baddý tekur mig á teppið og rekur mig úr skónum. • Fyrsti tími; þýska í G15. Þegar líða fer að löngu segi ég „Ich bin schwanger” og kennarinn fer að hlæja, skil ekki af hverju það er svona fyndið. Kannski ég fari aðeins betur yfir hlustunaræfingarnar heima, ætli framburðurinn hafi ekki verið eitthvað skrítinn. • Er í mínum eigin heimi á langagangi þegar ég lít upp og sé við hinn enda gangsins böðlasleik síðustu helgar. Á ég að snúa við... nei. Ég þykist bara ekki hafa séð hann og horfi niður. Það að horfa niður var ekki góð hugmynd fattaði ég um leið og ég rekst harkalega í hann. Við það gaula garnirnar, ég reyni að stama einhverju upp en geng svo mína leið. • Fer í sjoppuna og fæ mér súkkulaðisnúð. Leiðin liggur í busakvosina en í snúðasælunni gleymi ég mér og dett í tröppunum fyrir framan alla, allir úr svalahorninu líta upp. • Svo fer ég í tífaldan Íslandsáfanga og teikna stereótýpu, út af því... Nei, djöfull er þessi súkkulaðisnúður að fara illa í mig. Hvar er best að kúka hugsa ég með mér... Fer inná salernið fyrir fatlaða í H-inu. Svo þegar ég er búin að kúka, pissaði reyndar líka, tek ég í hurðarhúninn og opna hurðina. Við blasir Maggi úr stjórninni og greyið fær gustinn af klósettinu beint í andlitið. Ég segi bara hátt og hvellt „hæ!” og hraða mér í burtu. • Í dag lærði ég: Ekki fá mér snúð, læra framburð á schwanger og ekki kúka á salerninu í H-inu. • Muna: Kaupa mannbrodda.

Jóhanna Sigurðardóttir & Vaka Mar Valsdóttir

Page 15: Muninn - Haustblað 2013

15

Page 16: Muninn - Haustblað 2013

16

CostasögurFyrsta kvöldið lá leiðin í miðbæ Torremolinos þar sem næturlífið var sem fjörugast. Eins og sönnum Menntskælingum sæmir héldu þeir margir hverjir hópinn og voru ekki lengi að fylla annars galtóma bari. Ýmis mjólkurvara var lögð á borð og nemendur voru ekki lengi

að gleypa hana í sig, jafnvel þó allt meðlæti á börunum væri löngu búið. Var þá einn pilturinn orðinn vel saddur eins og svo margir aðrir þegar hann ákvað að ganga upp stigann, en þangað lá leiðin út af barnum. Þegar hann var kominn langleiðina upp stigann missti

hann jafnvægið, sökum seddu, og rúllaði niður stigann með handriðið í eftirdragi. Eins ánægðir og starfsmenn staðarins voru með kúnna-fylkinguna í byrjun kvöldsins var þeim líkast til léttara þegar hún fór.

Hræðsla við að villast í Torremolinos heltók stundum lýðinn og ýmsum aðferðum var beitt til að takast á við vandann. Hentugasta leiðin á næturlífið lá um lyftu frá hótelinu upp í næstu götu fyrir ofan og einhver södd elska var

yfirdrifið dugleg í pylsunum tiltekið kvöld og hefur orðið eitthvað óglatt af átinu. Hún sá sér leik á borði og fannst það sniðugt að skilja eftir sig slóð. Eitthvað misreiknaði hún sig þó og öll ælan endaði í fyrrnefndri lyftu. Þeir sem á eftir

henni fylgdu máttu beita ýmsum aðferðum við ferðalagið um lyftuna. Árangursríkast var að telja upp að þremur, halda niður í sér andanum, stökkva svo inn í lyftuna og vona það besta.

Á fyrr nefndum bar tókst fleiri söddum menntskælingum að brjóta þar allt og bramla fyrstu dagana en vildu viðskiptavinir skoða sig í spegli þurfti að nota karlaklósettið þar sem spegillinn á kvennaklósettinu hafði verið brotinn (við gerum ráð fyrir að spænskir speglar ráði einfaldlega ekki við fegurð íslenskra kvenna). Ef menn vildu hins vegar læsa að

sér þegar þeim varð mál, lá leiðin inná kvennaklósettið þar sem ungur pirraður drengur hafði fyrr um kvöldið brotið upp hurðina á karlaklósettinu. Sat þá stúlka nokkur á klósettinu og var ekki ánægð með athæfi drengsins. Fékk hann þá vænan kinnhest fyrir. Karlaklósettið sjálft brotnaði af einhverri ástæðu og var því ónothæft eftir dvölina. Borð og

stólar lágu í rúst um öll gólf þegar nemendur héldu á brott þó ekkert stríð hafi herjað innan dyra, aðeins dansandi tryllt hjörð saddra ungmenna. Eftir að Spánverjarnir fengu að kynnast íslenskum dansi var fólk ráðið í nýjar stöður til að sigta út Íslendingana þar sem þeim var seinna meint aðkomu, Spánverjar einum atvinnuleysingja færri.

Bekkjarteiti var haldið inn á einu herbergi hótelsins og fljótlega færðist það út á svalir. Stúlka úr bekknum var stödd á nágrannasvölum þegar hún sá sér til mikillar skelfingar að hún hefði gleymt sér og vildi komast sem fyrst í gleðskapinn. Ákjósanlegasti kosturinn, að hennar mati, var að fara stystu leið en hún lá um

afarþunna plasthlíf sem hefði með engu móti borið nýfæddan kettling. Stúlkan gerði sig reiðubúna til að klifra yfir, bekkjarfélögum hennar til mikillar skelfingar. Þau reyndu að telja hana ofan af þessu og kölluðu yfir til hennar. Hrópin náðu þá einnig til annarra gesta hótelsins og þar á meðal kennara sem varð bísna reiður yfir látunum

sem hann skyldi ekkert í, en hann sá ekki stúlkuna. Kennarinn hrópaði á nemendurna að þeir yrðu að hafa hljóð fyrir tilstilli annarra hótelgesta. Leikurinn gekk nokkra stund (allir öskrandi um miðja nótt) þar til stúlkan sannfærðist og kennarinn fór reiður í rúmið.

Á Spáni gekk sú saga manna á milli að í ljósu hári væru aðsetur djöfuls og að hótelstarfsmenn væru í liði andstæðingsins. Að þeir settu sérstakan klór í sundlaugina sem hjálpaði honum oftar en ekki að leysast úr læðingi en

birtingarmynd hans væri grænleit slykja í hári stúlkna. Ljóshærðu stúlkurnar trúðu að við það yrði hárið þeirra andsetið og því héldu þær sér margar hverjar ýmist frá sundlauginni eða beittu snjöllum ráðum til þess að hárið kæmist

ekki í snertingu við það, t.d. með plasthettum og fleiru. Raunin var þó líklegast sú að saltið í sjónum hafði þau áhrif að aflitað hár yrði grænt þegar sólin skein á það.

Stór hópur fór saman í skipulagða ferð í stórglæsilegan vatnsrennibrautagarð en þar var enginn talinn maður með mönnum nema hann færi í stærstu brautirnar. Einni stúlku datt þá

í hug að slá tvær flugur í einu höggi og renna sér niður stærstu rennibrautina og það í spígat. Hoppandi glaðar og kátar tóku vinkonur hennar svo á móti henni þegar niður var komið. Eitthvað var

þó umrædd stúlka ekki jafn glöð lengur og labbaði afar skringilega beinustu leið á næsta salerni. Í þessum vinahópi var rennibraut þessi aldrei kölluð annað en stólppípan.

Umsjón: Vaka Mar Valsdóttir og Jóhanna Sigurðardóttir

Page 17: Muninn - Haustblað 2013

17

CostasögurFyrsta kvöldið lá leiðin í miðbæ Torremolinos þar sem næturlífið var sem fjörugast. Eins og sönnum Menntskælingum sæmir héldu þeir margir hverjir hópinn og voru ekki lengi að fylla annars galtóma bari. Ýmis mjólkurvara var lögð á borð og nemendur voru ekki lengi

að gleypa hana í sig, jafnvel þó allt meðlæti á börunum væri löngu búið. Var þá einn pilturinn orðinn vel saddur eins og svo margir aðrir þegar hann ákvað að ganga upp stigann, en þangað lá leiðin út af barnum. Þegar hann var kominn langleiðina upp stigann missti

hann jafnvægið, sökum seddu, og rúllaði niður stigann með handriðið í eftirdragi. Eins ánægðir og starfsmenn staðarins voru með kúnna-fylkinguna í byrjun kvöldsins var þeim líkast til léttara þegar hún fór.

Hræðsla við að villast í Torremolinos heltók stundum lýðinn og ýmsum aðferðum var beitt til að takast á við vandann. Hentugasta leiðin á næturlífið lá um lyftu frá hótelinu upp í næstu götu fyrir ofan og einhver södd elska var

yfirdrifið dugleg í pylsunum tiltekið kvöld og hefur orðið eitthvað óglatt af átinu. Hún sá sér leik á borði og fannst það sniðugt að skilja eftir sig slóð. Eitthvað misreiknaði hún sig þó og öll ælan endaði í fyrrnefndri lyftu. Þeir sem á eftir

henni fylgdu máttu beita ýmsum aðferðum við ferðalagið um lyftuna. Árangursríkast var að telja upp að þremur, halda niður í sér andanum, stökkva svo inn í lyftuna og vona það besta.

Á fyrr nefndum bar tókst fleiri söddum menntskælingum að brjóta þar allt og bramla fyrstu dagana en vildu viðskiptavinir skoða sig í spegli þurfti að nota karlaklósettið þar sem spegillinn á kvennaklósettinu hafði verið brotinn (við gerum ráð fyrir að spænskir speglar ráði einfaldlega ekki við fegurð íslenskra kvenna). Ef menn vildu hins vegar læsa að

sér þegar þeim varð mál, lá leiðin inná kvennaklósettið þar sem ungur pirraður drengur hafði fyrr um kvöldið brotið upp hurðina á karlaklósettinu. Sat þá stúlka nokkur á klósettinu og var ekki ánægð með athæfi drengsins. Fékk hann þá vænan kinnhest fyrir. Karlaklósettið sjálft brotnaði af einhverri ástæðu og var því ónothæft eftir dvölina. Borð og

stólar lágu í rúst um öll gólf þegar nemendur héldu á brott þó ekkert stríð hafi herjað innan dyra, aðeins dansandi tryllt hjörð saddra ungmenna. Eftir að Spánverjarnir fengu að kynnast íslenskum dansi var fólk ráðið í nýjar stöður til að sigta út Íslendingana þar sem þeim var seinna meint aðkomu, Spánverjar einum atvinnuleysingja færri.

Bekkjarteiti var haldið inn á einu herbergi hótelsins og fljótlega færðist það út á svalir. Stúlka úr bekknum var stödd á nágrannasvölum þegar hún sá sér til mikillar skelfingar að hún hefði gleymt sér og vildi komast sem fyrst í gleðskapinn. Ákjósanlegasti kosturinn, að hennar mati, var að fara stystu leið en hún lá um

afarþunna plasthlíf sem hefði með engu móti borið nýfæddan kettling. Stúlkan gerði sig reiðubúna til að klifra yfir, bekkjarfélögum hennar til mikillar skelfingar. Þau reyndu að telja hana ofan af þessu og kölluðu yfir til hennar. Hrópin náðu þá einnig til annarra gesta hótelsins og þar á meðal kennara sem varð bísna reiður yfir látunum

sem hann skyldi ekkert í, en hann sá ekki stúlkuna. Kennarinn hrópaði á nemendurna að þeir yrðu að hafa hljóð fyrir tilstilli annarra hótelgesta. Leikurinn gekk nokkra stund (allir öskrandi um miðja nótt) þar til stúlkan sannfærðist og kennarinn fór reiður í rúmið.

Á Spáni gekk sú saga manna á milli að í ljósu hári væru aðsetur djöfuls og að hótelstarfsmenn væru í liði andstæðingsins. Að þeir settu sérstakan klór í sundlaugina sem hjálpaði honum oftar en ekki að leysast úr læðingi en

birtingarmynd hans væri grænleit slykja í hári stúlkna. Ljóshærðu stúlkurnar trúðu að við það yrði hárið þeirra andsetið og því héldu þær sér margar hverjar ýmist frá sundlauginni eða beittu snjöllum ráðum til þess að hárið kæmist

ekki í snertingu við það, t.d. með plasthettum og fleiru. Raunin var þó líklegast sú að saltið í sjónum hafði þau áhrif að aflitað hár yrði grænt þegar sólin skein á það.

Stór hópur fór saman í skipulagða ferð í stórglæsilegan vatnsrennibrautagarð en þar var enginn talinn maður með mönnum nema hann færi í stærstu brautirnar. Einni stúlku datt þá

í hug að slá tvær flugur í einu höggi og renna sér niður stærstu rennibrautina og það í spígat. Hoppandi glaðar og kátar tóku vinkonur hennar svo á móti henni þegar niður var komið. Eitthvað var

þó umrædd stúlka ekki jafn glöð lengur og labbaði afar skringilega beinustu leið á næsta salerni. Í þessum vinahópi var rennibraut þessi aldrei kölluð annað en stólppípan.

Page 18: Muninn - Haustblað 2013

18

Seiðandi Spánverjar gengu milli kvenna á hverju kvöldi með stóra rósavendi, færandi hendi. Mikill fjöldi var staddur á Hollie’s þegar ein stúlknanna vippaði sér upp á eitt borðið á barnum og hélt þar dansinum áfram. Borðið var

þó heldur ótraust og starfsmenn barsins því lítt hrifnir. Rósamaður fór til hennar og reyndi að koma henni í skilning um stöðuna en hún misskildi agnarlítið og gerði ráð fyrir að verið væri að gefa henni rósavönd við mikið sínerí. Sér í lagi

þar sem starfsmenn brugðu á það ráð að lækka í tónlistinni svo hún heyrði betur skilaboðin. Allt kom þó fyrir ekki og beið hún spennt eftir rauðum blöðum og rósaylmi í fangið.

Síðasta kvöldið hélt stór hluti hópsins í froðupartý. Þar var mikið dansað og skemmt sér fram á rauða nótt. Þegar liðin var sú stund að heim skyldi halda var ein hnáta sannarlega ekki á því að gleðskapnum væri lokið það kvöldið og því tók hún til sinna ráða. Áður en samferðafélagar hennar vissu af, hafði einn gangur hótelsins breyst í hið fínasta froðupartý sem þessi unga dama skapaði með söng sínum, dansi og slökkviliðstæki hótelsins.

Kvöld eitt ákvað vinahópur nokkur að skella sér á ströndina þar sem sjósund í tunglsljósinu var einkar vinsælt. Úr varð að vinirnir héldu til sunds á afmælisklæðunum einum og þegar sprettinum lauk, tóku þau stefnuna að djammklæðunum. Þá hristi

ein stúlkan sig duglega svo hún þornaði á svip stundu og skellti sér því næst í brækurnar. Um leið birtist henni ungur breskur maður sem gaf henni afar einstakt tilboð en hann bauð 10 evrur fyrir fyrrnefnda naríu. Stúlkan varð hissa og gekk hneyksluð í burtu.

Page 19: Muninn - Haustblað 2013

19

Seiðandi Spánverjar gengu milli kvenna á hverju kvöldi með stóra rósavendi, færandi hendi. Mikill fjöldi var staddur á Hollie’s þegar ein stúlknanna vippaði sér upp á eitt borðið á barnum og hélt þar dansinum áfram. Borðið var

þó heldur ótraust og starfsmenn barsins því lítt hrifnir. Rósamaður fór til hennar og reyndi að koma henni í skilning um stöðuna en hún misskildi agnarlítið og gerði ráð fyrir að verið væri að gefa henni rósavönd við mikið sínerí. Sér í lagi

þar sem starfsmenn brugðu á það ráð að lækka í tónlistinni svo hún heyrði betur skilaboðin. Allt kom þó fyrir ekki og beið hún spennt eftir rauðum blöðum og rósaylmi í fangið.

Síðasta kvöldið hélt stór hluti hópsins í froðupartý. Þar var mikið dansað og skemmt sér fram á rauða nótt. Þegar liðin var sú stund að heim skyldi halda var ein hnáta sannarlega ekki á því að gleðskapnum væri lokið það kvöldið og því tók hún til sinna ráða. Áður en samferðafélagar hennar vissu af, hafði einn gangur hótelsins breyst í hið fínasta froðupartý sem þessi unga dama skapaði með söng sínum, dansi og slökkviliðstæki hótelsins.

Kvöld eitt ákvað vinahópur nokkur að skella sér á ströndina þar sem sjósund í tunglsljósinu var einkar vinsælt. Úr varð að vinirnir héldu til sunds á afmælisklæðunum einum og þegar sprettinum lauk, tóku þau stefnuna að djammklæðunum. Þá hristi

ein stúlkan sig duglega svo hún þornaði á svip stundu og skellti sér því næst í brækurnar. Um leið birtist henni ungur breskur maður sem gaf henni afar einstakt tilboð en hann bauð 10 evrur fyrir fyrrnefnda naríu. Stúlkan varð hissa og gekk hneyksluð í burtu.

Page 20: Muninn - Haustblað 2013

20

Page 21: Muninn - Haustblað 2013

21

Page 22: Muninn - Haustblað 2013

22

Page 23: Muninn - Haustblað 2013

23

Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór?

Í dag eru önnur tækifæri en fyrir tuttugu árum síðan hvað varðar starfsval. Í framtíðinni má því ætla að okkar bíði e.t.v. störf sem við þekkjum ekki, störf sem eru jafnvel ekki til í dag, Hvernig hugsar ungt fólk í dag um framtíðarstarfið? Eru MA-ingar tilbúnir til að ákveða hvert skuli halda að loknu stúdentsprófi?

LeynilögreglaTöff tæknidót

Bæjarstjóri

Sálfræðingur Snjóbrettakona

Rússakona

Formaður Bragakaffi

Sálfræðingur

Mjólkurfræðingur

Page 24: Muninn - Haustblað 2013

24

Þá aldurinn færist yfirHöfundur: Tómas Bjarnasson

Þær eru fáar sýnir fegurri í þessum heimi en sú að sitja uppi á Hamri, hanga með fæturna fram af klettasnös, og sjá heiminn fyrir neðan sig breytast í málverk, innrammað í fjöllin og vatnið eins og olía á striga. Ef veður leyfir, ef að vindur hagar sér þannig að hann sé ekki til trafala, hitastig sæmilegt, og ef þú ert umfram allt einn á ferð, þá má sjá fram af bjargbrúninni hvernig mannlífið verður eitt með náttúrunni. Gömlu bjálkahúsin umbreytast í þéttvaxið krækiberjalyng, malbikið verður að mold og efst í hlíðinni breytast steypugráar blokkirnar í digrar og sjálfumglaðar Alaskaaspir. Þessi tré líta stórt á sig og þykjast betri en önnur, og standa þar að auki efst í bænum svo það er kannski ekki að furða þó þau líti niður á lággróðurinn, fitji upp á nefið og setji upp þennan sérstaka vandlætissvip sem einkennir svo margar íslenskar trjátegundir. Saga okkar hefst einmitt þarna uppi á Hamri þar sem gamall maður situr á klettasnösinni og hengir fæturna fram yfir brúnina. Sumum finnst það kannski róandi að leyfa fótum sínum að dangla niður með hamraveggnum, heyra vindinn klofna á kálfunum og kitla iljarnar og finna fyrir tómleikanum undir fótum sér. En það fannst gamla manninum ekki, og hefur aldrei fundist. Þó hefur hann oft verið hér áður og látið sig hanga, og lét sig hafa það af gömlum vana. En nú var hlutunum öðruvísi háttað. Í þetta skiptið sá hann ekkert málverk, húsin voru bara kassar fullir af fólki, malbikið steypa fyrir fólkið sem kemur og fer, og allt var eins og það átti að vera fyrir alla nema hann. Með þessa hugsun á bakvið eyrað stóð hann upp, tók poka sinn, og gekk áfram. Það var logn þennan dag, en gráleitur skýjabakki lagðist eins og teppi yfir himininn svo hvergi sá til sólar. Dagurinn hafði liðið á meðan

gamli maðurinn sat, og þar var komið laust undir eftirmiðdegi og orðið kalt þegar hann lagði aftur af stað, þó ekki svo kalt að sá sem gerði sér ferð upp á Hamarinn vel búinn ætti að finna fyrir því. Gamli maðurinn var hvorki með húfu né vettlinga, þaðan af síður í hlýjum sokkum, en hann var klæddur í víðar gallabuxur, slitna gönguskó, bómullarnærbol og lopapeysu. Í poka hans var þó dálítið sem yljaði honum meira en allt annað, þó það væri nístandi sárt og ískalt í eðli sínu. Hann gekk áfram upp stíginn, lengra upp á Hamarinn. Vindurinn gnauðaði í steinunum og laufin dönsuðu á trjánum sem urðu strjálli og berskjaldaðri eftir því sem lengra var upp komið. Maðurinn gekk þungbúinn meðfram stígnum, yfir ár og lækjarsprænur og skeytti ekki hót um náttúruna í kringum sig. Hugur hans var á allt öðrum stað. Í huga sínum hafði hann ferðast um fimmtíu ár aftur í tímann, í gamla timburkirkju þar sem stóðu kona á hvítum kjól með brúðarslör yfir fíngerðu andlitinu, og maður við hlið hennar í nýpressuðum, svörtum smóking jakkafötum með hvíta slaufu og ermahnöppum, þeim fyrstu og einu sem hann kæmi til með að eignast um ævina. Hann mundi hvað hún hefði átt erfitt með að fá hann til að klæðast smóking, hvernig hann hafði mótmælt í fyrstu, en gefið eftir að lokum. „Ég ætla ekki að líta út eins og einhver djöfulsins uppskafningur“ hafði hann sagt. „Og hvað þá á sjálfan brúðkaupsdaginn, fyrir framan ættina mína!“. Hann vildi fá að klæðast þjóðbúningi, en hún hafði ekki tekið það í mál; fyrr hefði hún hætt við brúðkaupið en að láta gifta sig einhverjum álf-karli. Það var það sem hún sagði. Svo gengu þau fyrir prestinn, smeygðu gullhringum á baugfingur hvors annars og presturinn bað hann að kyssa brúði sína.

Page 25: Muninn - Haustblað 2013

25

Þá aldurinn færist yfirHöfundur: Tómas Bjarnasson

Þær eru fáar sýnir fegurri í þessum heimi en sú að sitja uppi á Hamri, hanga með fæturna fram af klettasnös, og sjá heiminn fyrir neðan sig breytast í málverk, innrammað í fjöllin og vatnið eins og olía á striga. Ef veður leyfir, ef að vindur hagar sér þannig að hann sé ekki til trafala, hitastig sæmilegt, og ef þú ert umfram allt einn á ferð, þá má sjá fram af bjargbrúninni hvernig mannlífið verður eitt með náttúrunni. Gömlu bjálkahúsin umbreytast í þéttvaxið krækiberjalyng, malbikið verður að mold og efst í hlíðinni breytast steypugráar blokkirnar í digrar og sjálfumglaðar Alaskaaspir. Þessi tré líta stórt á sig og þykjast betri en önnur, og standa þar að auki efst í bænum svo það er kannski ekki að furða þó þau líti niður á lággróðurinn, fitji upp á nefið og setji upp þennan sérstaka vandlætissvip sem einkennir svo margar íslenskar trjátegundir. Saga okkar hefst einmitt þarna uppi á Hamri þar sem gamall maður situr á klettasnösinni og hengir fæturna fram yfir brúnina. Sumum finnst það kannski róandi að leyfa fótum sínum að dangla niður með hamraveggnum, heyra vindinn klofna á kálfunum og kitla iljarnar og finna fyrir tómleikanum undir fótum sér. En það fannst gamla manninum ekki, og hefur aldrei fundist. Þó hefur hann oft verið hér áður og látið sig hanga, og lét sig hafa það af gömlum vana. En nú var hlutunum öðruvísi háttað. Í þetta skiptið sá hann ekkert málverk, húsin voru bara kassar fullir af fólki, malbikið steypa fyrir fólkið sem kemur og fer, og allt var eins og það átti að vera fyrir alla nema hann. Með þessa hugsun á bakvið eyrað stóð hann upp, tók poka sinn, og gekk áfram. Það var logn þennan dag, en gráleitur skýjabakki lagðist eins og teppi yfir himininn svo hvergi sá til sólar. Dagurinn hafði liðið á meðan

gamli maðurinn sat, og þar var komið laust undir eftirmiðdegi og orðið kalt þegar hann lagði aftur af stað, þó ekki svo kalt að sá sem gerði sér ferð upp á Hamarinn vel búinn ætti að finna fyrir því. Gamli maðurinn var hvorki með húfu né vettlinga, þaðan af síður í hlýjum sokkum, en hann var klæddur í víðar gallabuxur, slitna gönguskó, bómullarnærbol og lopapeysu. Í poka hans var þó dálítið sem yljaði honum meira en allt annað, þó það væri nístandi sárt og ískalt í eðli sínu. Hann gekk áfram upp stíginn, lengra upp á Hamarinn. Vindurinn gnauðaði í steinunum og laufin dönsuðu á trjánum sem urðu strjálli og berskjaldaðri eftir því sem lengra var upp komið. Maðurinn gekk þungbúinn meðfram stígnum, yfir ár og lækjarsprænur og skeytti ekki hót um náttúruna í kringum sig. Hugur hans var á allt öðrum stað. Í huga sínum hafði hann ferðast um fimmtíu ár aftur í tímann, í gamla timburkirkju þar sem stóðu kona á hvítum kjól með brúðarslör yfir fíngerðu andlitinu, og maður við hlið hennar í nýpressuðum, svörtum smóking jakkafötum með hvíta slaufu og ermahnöppum, þeim fyrstu og einu sem hann kæmi til með að eignast um ævina. Hann mundi hvað hún hefði átt erfitt með að fá hann til að klæðast smóking, hvernig hann hafði mótmælt í fyrstu, en gefið eftir að lokum. „Ég ætla ekki að líta út eins og einhver djöfulsins uppskafningur“ hafði hann sagt. „Og hvað þá á sjálfan brúðkaupsdaginn, fyrir framan ættina mína!“. Hann vildi fá að klæðast þjóðbúningi, en hún hafði ekki tekið það í mál; fyrr hefði hún hætt við brúðkaupið en að láta gifta sig einhverjum álf-karli. Það var það sem hún sagði. Svo gengu þau fyrir prestinn, smeygðu gullhringum á baugfingur hvors annars og presturinn bað hann að kyssa brúði sína.

Page 26: Muninn - Haustblað 2013

26

Aldrei hafði honum verið jafn heitt á vörunum og þá en á Hamrinum leið honum eins og honum yrði aldrei heitt á vörunum aftur. Hann saug upp í nefið, beit á jaxlinn og gekk áfram. Honum miðaði hægt, og spurði sig hvort stígurinn hefði lengst síðan hann var hér síðast? Það gat ekki verið hugsaði hann, fjöllin hækka ekki bara sísvona. En samt var hann miklu lengur á leiðinni en hann var vanur. Hugur hans staldraði við á öðrum stað, það var fyrir fjörutíu og fimm árum síðan. Það voru jól, og hann var staddur í hafnarborg þeirri semÍslenskir kaupmannssynir og heldri menn hafa lengi sótt menntun sína. Hann hafði aldrei farið út fyrir landsteinana áður, og fannst það ekkert sérstaklega skemmtileg tilhugsun. Hann hefði viljað halda jólin heimavið, borða skötu á Þorláksmessu, fara í kirkju á aðfangadag, syngja íslenska sálma og kveikja á kertum og borða jólamat eins og Íslendingar eru vanir. En þeir sungu víst líka í kóngsins Kaupmannahöfn og hann gat ekki neitað konu sinni þegar hún fékk slíkar flugur í höfuðið. Þau fengu inni hjá íslenskum hjónum í borginni og héldu jól að dönskum sið, fóru í danska messu og átu flæskesteg og brúnaðar kartöflur á aðfangadag. Hann viðurkenndi það aldrei, en hann hafði skemmt sér vel þó hann hafi látið lítið á því bera, og hlegið að því í eldhúsinu heima hvernig Danir héldu sín jól. Eitt sinn sagði hann þegar gesti bar að garði að Danir væru uppskafningar upp til hópa, sem litu alltof stórt á sig og væru illa talandi í þokkabót. Þá vottaði fyrir lymskulegt glotti á konu hans þar sem hún stóð við eldavélina, því hún ein vissi hvernig honum var virkilega innanbrjósts. Nú var farið að sækja á brattann. Skrefin urðu smærri, vindurinn ágengari, stóru grjóthnullungarnir urðu að steinvölum undir fótum hans og síðan að dufti en hausinn þyngdist um helming. Hann var farinn að sjá eftir því að hafa ekki búið sig betur en fjallið hafði heldur aldrei verið svona kalt. Ekki í minningunni að minnsta kosti. Í huga sínum tók hann sér annað ferðalag, fjörutíu og þrjú ár aftur í tímann og þá var kona hans öllu þyngri en gengur og gerist. Þá hafði hann stjanað við hana, fært henni allt sem hún óskaði sér og

nuddað á henni fæturna svo lengi sem hún vildi. Oft gerðist hann svo ágengur að hún þurfti að skipa honum í burtu, því enginn þolir of mikla umönnun verr en tilvonandi móðir. Þau mættu augnaráði hvors annars og á því augnabliki fannst þeim lífið vera yndislegt. En lífið er stundum svo óskaplega ósan-gjarnt og ljótt og barnið fékk aldrei að draga andann. Það dó í móðurlífinu, naflastrengurinn hafði vafist um litla hálsinn á því, og gert það andvana, það sem aldrei einu sinni vissi að það væri til. Þau eignuðust aldrei annað barn saman, hvað sem þau reyndu, og nú vissi hann að ættartréð yrði innrammað með honum. Heimurinn gengur sinn gang þó sitthvað gangi á, og ævi mannsins er stutt. Stundum of stutt fannst honum. En nú var hann kominn upp á topp.Og þegar maður hefur gengið lengi, hugsað margt og tíminn flogið frá manni þá gleymir maður oft til hvers maður fór af stað til að byrja með. Hann staldraði við, en settist þó ekki niður né lagði frá sér pokann. Hann hafði búist við því að vindurinn sem hafði blásið á hann í dag yrði ennþá grimmari þegar upp væri komið en eins og fyrir töfra virtist hann hættur að blása. Ekki eitt hár bærðist á höfði mannsins þar sem hann stóð stjarfur á áfangastað sínum og hafði gleymt tilgangi sínum. Svo mundi hann eftir pokanum sem hann hafði með sér. Hann lagði hann á jörðina, settist á kné sér og dró upp úr pokanum málmöskju. Og sem hann horfði á hana glitti í tár á hvarmi mannsins, hann varð fjarrænn og enn leitaði hugur hans aftur í tímann. Í þetta sinn var hann horfinn eitt ár aftur í tímann. Hann sat við rúmstokk konu sinnar en í stað þess að nudda á henni fæturna eða hlúa að henni, eins og hann var vanur þegar hún var rúmföst, sat hann með andlitið falið í lófum sér og kjökraði. „Þetta er ekki sanngjarnt“ sagði hann við konu sína sem lá máttvana við hliðina á honum. „Þetta er bara ekki sanngjarnt.“ Þau vissu bæði að nú nálgaðist kveðjustundin óðfluga. Krabbameinið hafði étið upp bæði lungun og æxlið var orðið of stórt til að nokkuð væri hægt að gera. Það eina sem læknarnir gátu gert var að framlengja tíma hennar, fresta hinu óhjákvæmilega.

Hann beit sig í vörina og mundi eftir hverju skipti sem hún hafði dregið upp sígarettu í nærveru hans. Hún kveikti í og saug djúpt en hann sagði ekki neitt, setti bara upp augnabliks vandlætissvip og fitjaði upp á nefið. Einu sinni hafði hann þorað að andmæla þessum ósið hennar en hún hafði ekki skeytt því hót fremur en öðru sem hann varnaði henni frá. „Þú hefur alltaf verið hræddur við nýjungar. Maður má ekki vera of varkár í lífinu, vesalingurinn minn“ hafði hún sagt og þar með var málið útrætt. Og nú sat hann þarna, og hún lá, mörgum sígarettum seinna, og þau kvöddust þeirra hinstu kveðju, eins og venjulega. En þegar þarna var komið við sögu höfðu þau gert það að sið milli sín að kveðjast á hverju kvöldi áður en þau fóru að sofa eins og þau myndu aldrei sjást aftur, því læknirinn hafði sagt að þegar hún færi þá yrði það sennilega í svefni. Eitt kvöld var hún óvenju þreytt, hafði varla orku til að brosa til hans þegar hann sagðist elska hana, lyfti bara veiklulega upp öðru munnvikinu og lygndi aftur augunum. Hún sofnaði, og hann sat eftir og strauk henni um bert höfuðið á meðan hún svaf. Síðan lagði hann höfuðið á bringu hennar og lagði aftur augun sjálfur. Um nóttina vaknaði hann með andköfum líkt og við vondan draum og sekúndu síðar var hún dáin. Hann sat stjarfur og starði á lífvana lík konu sinnar þangað til læknirinn kom inn og lagði hlýja hönd sína á öxlina á honum. Þá brotnaði hann niður og brast í grát og grét hömlulaust alla nóttina.Þennan dag, einu ári seinna, fannst honum hjónaband þeirra þjóta fyrir augum hans. Hann sá minningar bæði góðar og slæmar og eitt einasta tár hrökk úr auga hans. Hann mundi eftir öllum ferðunum þeirra upp á Hamarinn saman, þau höfðu gengið saman upp í hverri einustu viku þangað til að hún hefði tilkynnt honum veikindin, en það hafði verið á nákvæmlega þessum stað. Þá var bjartur dagur en nú var farið að rökkva, og gamli maðurinn hlakkaði ekki til heimferðarinnar. Það var hættulegt að labba í myrkri og auk þess langaði hann ekki heim. Það var ekkert sem beið hans þar lengur nema myrkrið, tómur beddi sem einu sinni hafði rúmað tvo, og sorgin sem fylgir því að vera alltaf einmana.

Hann reisti sig upp með málmöskjuna í höndum sér, barmafulla af ösku. Nóttin var við það að umlykja hann þar sem hann stóð og hann vildi þessu aflokið meðan ennþá var ratljóst úti. Hann lyfti því lokinu, hvolfdi öskjunni og hellti öskunni þar sem hann stóð, og þar sem þau hefðu staðið forðum. Og í þann mund er hann hellti niður á jörðina kom vindurinn aftur og þeytti öskunni upp til himins þannig að hún virtist dansa í vindinum. Eftir stóð hann, starsýnn og fjarlægur, og hugsaði sér að þannig hefði hún einmitt viljað kveðja þennan heim; dansandi. „Hvíldu í friði Sigrún mín,“ sagði hann upphátt við vindinn með ekka í hálsinum. „Ég vona að við sjáumst bráðum aftur.“ Drykklanga stund stóð hann stjarfur og starði upp í vindinn eins og hann byggist við svari, kannski vonaði hann að golan myndi bera honum rödd konu sinnar til að segja honum að hún elskaði hann ennþá. En þegar ekkert heyrðist nema ámátlegt gnauðið í vindinum varð honum litið aftur á jörðina. Hann lokaði öskjunni og stakk henni í pokann, gekk brúnaþungur inn í nóttina og beið þess að dauðinn kæmi og sameinaði þau á ný.

Tómas Bjarnason

Page 27: Muninn - Haustblað 2013

27

Aldrei hafði honum verið jafn heitt á vörunum og þá en á Hamrinum leið honum eins og honum yrði aldrei heitt á vörunum aftur. Hann saug upp í nefið, beit á jaxlinn og gekk áfram. Honum miðaði hægt, og spurði sig hvort stígurinn hefði lengst síðan hann var hér síðast? Það gat ekki verið hugsaði hann, fjöllin hækka ekki bara sísvona. En samt var hann miklu lengur á leiðinni en hann var vanur. Hugur hans staldraði við á öðrum stað, það var fyrir fjörutíu og fimm árum síðan. Það voru jól, og hann var staddur í hafnarborg þeirri semÍslenskir kaupmannssynir og heldri menn hafa lengi sótt menntun sína. Hann hafði aldrei farið út fyrir landsteinana áður, og fannst það ekkert sérstaklega skemmtileg tilhugsun. Hann hefði viljað halda jólin heimavið, borða skötu á Þorláksmessu, fara í kirkju á aðfangadag, syngja íslenska sálma og kveikja á kertum og borða jólamat eins og Íslendingar eru vanir. En þeir sungu víst líka í kóngsins Kaupmannahöfn og hann gat ekki neitað konu sinni þegar hún fékk slíkar flugur í höfuðið. Þau fengu inni hjá íslenskum hjónum í borginni og héldu jól að dönskum sið, fóru í danska messu og átu flæskesteg og brúnaðar kartöflur á aðfangadag. Hann viðurkenndi það aldrei, en hann hafði skemmt sér vel þó hann hafi látið lítið á því bera, og hlegið að því í eldhúsinu heima hvernig Danir héldu sín jól. Eitt sinn sagði hann þegar gesti bar að garði að Danir væru uppskafningar upp til hópa, sem litu alltof stórt á sig og væru illa talandi í þokkabót. Þá vottaði fyrir lymskulegt glotti á konu hans þar sem hún stóð við eldavélina, því hún ein vissi hvernig honum var virkilega innanbrjósts. Nú var farið að sækja á brattann. Skrefin urðu smærri, vindurinn ágengari, stóru grjóthnullungarnir urðu að steinvölum undir fótum hans og síðan að dufti en hausinn þyngdist um helming. Hann var farinn að sjá eftir því að hafa ekki búið sig betur en fjallið hafði heldur aldrei verið svona kalt. Ekki í minningunni að minnsta kosti. Í huga sínum tók hann sér annað ferðalag, fjörutíu og þrjú ár aftur í tímann og þá var kona hans öllu þyngri en gengur og gerist. Þá hafði hann stjanað við hana, fært henni allt sem hún óskaði sér og

nuddað á henni fæturna svo lengi sem hún vildi. Oft gerðist hann svo ágengur að hún þurfti að skipa honum í burtu, því enginn þolir of mikla umönnun verr en tilvonandi móðir. Þau mættu augnaráði hvors annars og á því augnabliki fannst þeim lífið vera yndislegt. En lífið er stundum svo óskaplega ósan-gjarnt og ljótt og barnið fékk aldrei að draga andann. Það dó í móðurlífinu, naflastrengurinn hafði vafist um litla hálsinn á því, og gert það andvana, það sem aldrei einu sinni vissi að það væri til. Þau eignuðust aldrei annað barn saman, hvað sem þau reyndu, og nú vissi hann að ættartréð yrði innrammað með honum. Heimurinn gengur sinn gang þó sitthvað gangi á, og ævi mannsins er stutt. Stundum of stutt fannst honum. En nú var hann kominn upp á topp.Og þegar maður hefur gengið lengi, hugsað margt og tíminn flogið frá manni þá gleymir maður oft til hvers maður fór af stað til að byrja með. Hann staldraði við, en settist þó ekki niður né lagði frá sér pokann. Hann hafði búist við því að vindurinn sem hafði blásið á hann í dag yrði ennþá grimmari þegar upp væri komið en eins og fyrir töfra virtist hann hættur að blása. Ekki eitt hár bærðist á höfði mannsins þar sem hann stóð stjarfur á áfangastað sínum og hafði gleymt tilgangi sínum. Svo mundi hann eftir pokanum sem hann hafði með sér. Hann lagði hann á jörðina, settist á kné sér og dró upp úr pokanum málmöskju. Og sem hann horfði á hana glitti í tár á hvarmi mannsins, hann varð fjarrænn og enn leitaði hugur hans aftur í tímann. Í þetta sinn var hann horfinn eitt ár aftur í tímann. Hann sat við rúmstokk konu sinnar en í stað þess að nudda á henni fæturna eða hlúa að henni, eins og hann var vanur þegar hún var rúmföst, sat hann með andlitið falið í lófum sér og kjökraði. „Þetta er ekki sanngjarnt“ sagði hann við konu sína sem lá máttvana við hliðina á honum. „Þetta er bara ekki sanngjarnt.“ Þau vissu bæði að nú nálgaðist kveðjustundin óðfluga. Krabbameinið hafði étið upp bæði lungun og æxlið var orðið of stórt til að nokkuð væri hægt að gera. Það eina sem læknarnir gátu gert var að framlengja tíma hennar, fresta hinu óhjákvæmilega.

Hann beit sig í vörina og mundi eftir hverju skipti sem hún hafði dregið upp sígarettu í nærveru hans. Hún kveikti í og saug djúpt en hann sagði ekki neitt, setti bara upp augnabliks vandlætissvip og fitjaði upp á nefið. Einu sinni hafði hann þorað að andmæla þessum ósið hennar en hún hafði ekki skeytt því hót fremur en öðru sem hann varnaði henni frá. „Þú hefur alltaf verið hræddur við nýjungar. Maður má ekki vera of varkár í lífinu, vesalingurinn minn“ hafði hún sagt og þar með var málið útrætt. Og nú sat hann þarna, og hún lá, mörgum sígarettum seinna, og þau kvöddust þeirra hinstu kveðju, eins og venjulega. En þegar þarna var komið við sögu höfðu þau gert það að sið milli sín að kveðjast á hverju kvöldi áður en þau fóru að sofa eins og þau myndu aldrei sjást aftur, því læknirinn hafði sagt að þegar hún færi þá yrði það sennilega í svefni. Eitt kvöld var hún óvenju þreytt, hafði varla orku til að brosa til hans þegar hann sagðist elska hana, lyfti bara veiklulega upp öðru munnvikinu og lygndi aftur augunum. Hún sofnaði, og hann sat eftir og strauk henni um bert höfuðið á meðan hún svaf. Síðan lagði hann höfuðið á bringu hennar og lagði aftur augun sjálfur. Um nóttina vaknaði hann með andköfum líkt og við vondan draum og sekúndu síðar var hún dáin. Hann sat stjarfur og starði á lífvana lík konu sinnar þangað til læknirinn kom inn og lagði hlýja hönd sína á öxlina á honum. Þá brotnaði hann niður og brast í grát og grét hömlulaust alla nóttina.Þennan dag, einu ári seinna, fannst honum hjónaband þeirra þjóta fyrir augum hans. Hann sá minningar bæði góðar og slæmar og eitt einasta tár hrökk úr auga hans. Hann mundi eftir öllum ferðunum þeirra upp á Hamarinn saman, þau höfðu gengið saman upp í hverri einustu viku þangað til að hún hefði tilkynnt honum veikindin, en það hafði verið á nákvæmlega þessum stað. Þá var bjartur dagur en nú var farið að rökkva, og gamli maðurinn hlakkaði ekki til heimferðarinnar. Það var hættulegt að labba í myrkri og auk þess langaði hann ekki heim. Það var ekkert sem beið hans þar lengur nema myrkrið, tómur beddi sem einu sinni hafði rúmað tvo, og sorgin sem fylgir því að vera alltaf einmana.

Hann reisti sig upp með málmöskjuna í höndum sér, barmafulla af ösku. Nóttin var við það að umlykja hann þar sem hann stóð og hann vildi þessu aflokið meðan ennþá var ratljóst úti. Hann lyfti því lokinu, hvolfdi öskjunni og hellti öskunni þar sem hann stóð, og þar sem þau hefðu staðið forðum. Og í þann mund er hann hellti niður á jörðina kom vindurinn aftur og þeytti öskunni upp til himins þannig að hún virtist dansa í vindinum. Eftir stóð hann, starsýnn og fjarlægur, og hugsaði sér að þannig hefði hún einmitt viljað kveðja þennan heim; dansandi. „Hvíldu í friði Sigrún mín,“ sagði hann upphátt við vindinn með ekka í hálsinum. „Ég vona að við sjáumst bráðum aftur.“ Drykklanga stund stóð hann stjarfur og starði upp í vindinn eins og hann byggist við svari, kannski vonaði hann að golan myndi bera honum rödd konu sinnar til að segja honum að hún elskaði hann ennþá. En þegar ekkert heyrðist nema ámátlegt gnauðið í vindinum varð honum litið aftur á jörðina. Hann lokaði öskjunni og stakk henni í pokann, gekk brúnaþungur inn í nóttina og beið þess að dauðinn kæmi og sameinaði þau á ný.

Tómas Bjarnason

Page 28: Muninn - Haustblað 2013

28

Page 29: Muninn - Haustblað 2013

29

Page 30: Muninn - Haustblað 2013

30

Page 31: Muninn - Haustblað 2013

31

víburarTStundum finnst mér eins og ákveðið barnaljóð sé samið um mig og bróður minn. Ég er á gangi um skólann þegar ég heyri þrusk fyrir aftan mig. Ég þramma langagang stórum skrefum en fatta þá að það er verið að elta mig. Þá rennur mér í hug, hver er að elta mig. Djöfullinn, Pétur er kominn.

Samband okkar bræðranna er samt ekki alveg eins krúttulegt og gefið er í skyn hér að ofan. Í gegnum tíðina, höfum við Pétur marga hildina háð.

Slagsmál um síðustu skinkusneiðina, stærri pakkann undir jóla-trénu og heiðurinn af fyndna brandaranum sem sagður var við matarborðið eru dæmi um nokkur ágreiningsmál okkar bræðranna í gegnum tíðina. Ágreiningsmálunum fylgja yfirleitt ekki særindi, nema þá sumarið 2005 þegar Pétur náði að sannfæra mig og alla vini okkar um að ég væri ættleiddur, en ekki Pétur. Þrátt fyrir að börn séu flest auðtrúa skil ég ekki hvernig þau gátu ekki séð í geg-num þessa svikamillu hans. Það virkilega fauk í mig en ég hef ekki fyrirgefið honum síðan. Enn þann dag í dag fæ ég martraðir þar sem foreldrar mínir tilkynna mér að ég sé ættleiddur.

Sagan bakvið nafnagift mína og bróður míns er einnig einkennileg. Ég ber tvö nöfn Guðmundur Karl. Ég er ágætlega sáttur við nafnið en finnst mér það þó full dramatíkst. Hitt stykkið, eða Pétur, hefur bara eitt nafn. Pétri sárnaði það oft þegar við vorum litlir en það finnst mér ekki skrýtið. Það er eins og foreldrar okkar hafi hugsað sig vel og lengi um mitt nafn en svo þegar skírnardagurinn fór að nálgast og það átti eftir að velja nafn á Pétur, hafi þau sagt við sjálf sig „Heyrðu, við eigum eftir að velja nafn á hinn“. Því næst var stóra nafnabókin opnuð og fyrsta orðið sem sást á blaðsíðunni var Pétur. „Skírum hann þá Pétur“.

Þrátt fyrir að ég telji að bróðir minn þekki mig manna best, er þetta virkilega skrýtin staða, að vera tvíburi.

Ég á lítinn skrýtinn skugga,skömmin er svo líkur mér,

hleypur með mér úti’ og inni,alla króka sem ég fer.

Allan daginn lappalétturleikur hann sér kringum mig.Eins og ég hann er á kvöldin,

uppgefinn og hvílir sig.

Page 32: Muninn - Haustblað 2013

32

Page 33: Muninn - Haustblað 2013

33

Page 34: Muninn - Haustblað 2013

34

Skyrtur

Page 35: Muninn - Haustblað 2013

35

Skyrtur

I wish it was acceptable

cuddling in bed with a good book and a cup of tea in the summer

when the sadness takes over,

as it is in December, when the winter chill reaches your bones

and the wet soles of your shoes sit resting on the radiator,

waiting for the next dreadful trip outside.

Cover your toes and bury your body under blankets,

while your lover puts the kettle on or makes hot cocoa,

rest,

wait for winter to pass with warm cuddles and countless pages of wonderful words,

get lost in someone else’s made up madness,

fall in love with worlds you don’t belong to,

fall apart when you have to make up your own sequel,

forget the cold and weariness of the weather,

belong to the books.

Thelma Rut

Page 36: Muninn - Haustblað 2013

36

Page 37: Muninn - Haustblað 2013

37

Venjulegar bláar gallabuxur og blár síðerma nikebolur varð fyrir valinu fyrsta skóladaginn í

Menntaskólanum á Akureyri eftir mikla umhugsun. Spenningurinn gerði það að verkum að það var lítið hægt að sofa en það skipti litlu máli því planið var að hitta vinkonurnar eldsnemma áður en skólinn byr-jaði. Við vissum allar að þarna var að hefjast nýtt og spennandi ævintýri. Fyrsta árið var auðvitað spen-nandi og fríminúturnar gátu farið í það að hvíslast á og fylgjast með böðlunum japla á samlokunum. Á öðru ári var maður búinn að fóta sig vel í bekk-jakerfinu og gaman að vera hluti af þéttum kjarna. Þá voru fleiri vinir komnir til sögunnar til viðbótar þeim gömlu góðu. Þarna myndaðist ólýsanleg vinát-ta. Vinir sem ég tala við daglega enn þann dag í dag þó svo við séum á víð og dreif um heiminn. Félagslíf skólans fannst mér alltaf mjög skemmtilegt og fann fljótt að ég vildi taka frekari þátt í því og bauð mig því fram sem Inspectrix Scholae. Ég miklaði hinsvegar fyrir mér að halda ræður og man ekki stakt orð úr framboðsræðunni minni en sú stund er afar móðukennd. Þetta hafðist og ég sinnti því starfi í eitt ár sem ég tel, enn þann í dag, að það hafi breytt mér mikið. Þarna þorði ég að stíga út fyrir þægindahringinn og í þessu hlutverki naut ég mín vel. Ég hafði gott af því að stíga fram og taka vinsælar jafnt sem óvinsælar ákvarðanir. Markmið mitt var þó allan tímann að virkja stjórnina vel með mér sem og alla nemendur. Það er nefnilega erfitt að lýsa því hversu mikla virðingu nemendur bera fyrir skóla-num sínum og það var auðvelt að fá alla til liðs við okkur. Við héldum eins margar skemmtanir og við gátum og fengum þar að auki nemendur til að mót-mæla aðgerðum ríkisins sem beindust að skólastar-finu. Þarna lærði ég að hafa trú sjálfri mér og standa með ákvörðunum mínum. Um leið lærði ég að hlusta á aðra og læra af þeim. Það kemst víst enginn neitt áfram án þess að gera málamiðlanir. Eftir námið lagði ég svo af stað í annað

ævintýri með vinum mínum sem engann endi virðist ætla að taka.

Þegar ég fékk tækifæri til að stýra Gettu betur, í beinni útsendingu með enga sjónvarpsreynslu hugsaði ég með mér, í fyrsta lagi, hvort ég gæti þetta og í öðru lagi, hvað væri það versta sem gæti gerst. Við megum ekki láta óttann við að misstíga okkur stöðva okkur. Við munum alltaf gera mistök. Þau munu styrkja og móta okkur og gera okkur að betri einstaklingum. Stelpur virðast oftar vera duglegri við að draga úr sjálfum sér og hafa ekki trú á sér. Það er mín einlæg von að þetta breytist og að stelpur hugsi oftar hvort þær geti þetta og hvort þær haldi virkilega að þær séu síðri en einhver annar. Þegar ég fór í háskólanám fann ég að ég var vel undirbúin eftir árin mín í MA. Það sem mér fannst hinsvegar mikilvægara var hvað vinirnir og kennarar kenndu mér og mótuðu mig. Öll samtölin, ráðleggingarnar innan og utan skólans, skammirnar og hrósin, við þurfum á öllu þessu að halda. Hvað sem verður í framtíðinni og hvað sem við gerum þá skiptir öllu máli að gera það sem okkur finnst skemmtilegt og gera hluti þar sem við fáum að njóta okkar. Við munum þurfa að vanda okkur og takast á við verkefni sem virðast óyfirstíganleg. Þegar við þorum þá er öruggt að við munum uppskera ríkulega.

Edda Hermanns

Page 38: Muninn - Haustblað 2013

38

Góða kvöldið kæru kvenmenn og aðrir gestir. Ég heiti Ásgerður og var fengin til að vera með minni karla. Það gladdi mig óóógeðslega mikið að fá að tala um stráka og svona uppi á sviði. Því ég elska stráka mjög mikið, og ég er mjög þakklát fyrir þetta tækifæri. En sko hehe, ég hef aldrei átt kærasta.. og mig langar nefnilega að auglýsa eftir kærasta, langar geðveikt í. En þúst það eru svona sumir hlutir sem ég vil líka að kærastinn minn sé, ég hef svona kröfur. Eins og svona strákar sem geyma svona buxurnar fyrir neðan rassinn... ég elska þannig stráka. Mér finnst það rosalega svalt og sniðugt. Því þeir hljóta að vera með þær svona neðarlega til þess að sýna mér brókina sína, svo ég geti vitað að þeir skipti daglega um brók, og viti það að þeir hugsa um hreinlætið sitt. Líka því strákarnir, þeir geta ekki hlaupið þegar þeir eru með buxurnar svona, það er rosalega erfitt og þá eru þeir í raun bara að segja mér: „I wont run away from you gurl“... ég get treyst þannig strák skiljiði. Svo líka fíla ég stráka sem ég svona sendi langt og geggjað sætt sms, að ég sakni hans og hvort hann vilji ekki hitta mig og hann sendir til baka.... k. Því þússt, K. það getur þýtt svo margt, „kærleikur“, „kúr“ „knús“ eða „cant. Help. Falling. In. Love. with you“.Svo einstaka sinnum, gerist það að ég er með bóólu... eða kannski ekki búin að snyrta mig nýlega fyrir ofan efri vörina.. þá er það langbest í heimiiiii.. ef hann lætur mig vita. Því stundum gleymi ég því að ég sé með bólu, og ég vil alltaf fá svona áminningu á það, sérstaklega að ég gleymi því ekki að hann hugsi um bóluna þegar hann horfir á mig. Mér finnst svoleiðis rosalega hugulsamt og rómantískt svo að ég fæ gæsahúð við tilhugsunina. Ef hann sendir mér ástarljóð þá vil ég að það sé eitthvað í þessum dúr:

„Mín kæra magdalena,ó þú fríðust kvenmenna,þegar ég horfi á þitt fagra andlitsfall,allt sem ég sé er þitt graftarfjall.Ég vil að þú vitir hve heitt ég elska þigef ég mætti færa mig yfir á næsta stigog fá að taka rakvél og skærisvo í burtu þinn skeggvöxtur færi.Ástarkveðjur, þinn kærasti.“

Ég eeelska strák sem svona skilur eftir sæt skilaboð handa mér sem ég finn svo seinna meir. Ég kannski til dæmis vakna og þarf ekki að mæta í skólann fyrr en klukkan tíu, og þá eru svona krúttleg skilaboð til mín frá honum, þúst sveittir sokkar í sænginni... hár í sápunni... skeggrót í vaskanum... pissudropi á setunni... love drop... svona sæt og rosalega auðveld skilaboð sem láta mig vita að hann vilji bara deila sér með mér. Ekki mikið vesen í kringum það. Það er nefnilega svo margt sem ég elska við stráka og vil bara þakka öllum strá-kum fyrir að hlusta á kröfurnar mínar og fyrir að skilja mig. Ég elska alla stráka með alla sína kosti og galla og vil þakka þeim öllum fyrir að vera til. Herramenn og aðrir karlmenn, takk fyrir að vera til. Og takk fyrir mig.

Minni karlaGóða kvöldið öll sömul og veriði velkomin á árshátíð Menntaskólans á Akureyri árið 2013. Ég heiti Baldur Þór Finnsson og hef þau forréttindi að fá að flytja fyrir ykkur minni kvenna í kvöld.Þegar ég var beðinn um að flytja þessa ræðu á árshátíðinni þá verð ég að segja að ég fékk pínu hnút í magann. Er eitthvað sem ég get sagt sem er fyndið og skemmtilegt fyrir okkur drengina en fær samt stelpur þessa skóla ekki til þess að vilja grýta mig til dauða hérna í gömlu dönsunum á eftir?Eftir mikla rannsóknarvinnu og svefnlausar nætur hef ég gert rosalega uppgötvun. Við karlar, sem héldum að við réðum öllu í þessum heimi, höfum lifað í eintómri lygi svo árum skiptir. Ef ég vitna í vinkonu mína Beyonce: Who run the world?? GURLS!! Já, konan, þessi yndisfríða þokkadís gædd sinni ómótstæðilegu fegurð og sínum sjóðheita sjarma er eitthvað sem hefur ávallt verið Akkílesarhæll flestra karlmanna. Við einfaldlega getum ekki staðist ykkur. Og þið nefnilega vitið það fullvel. Með fallegu brosi eða seiðandi augnaráði hefur margur maðurinn verið hrifsaður á vald kvenmanna og eftir það er ekki aftur snúið.Nú er ég bara að giska en ég held að einhverjir hérna eigi kærustu. Aumingja þið. Hversu mörgum stundum hafiði eytt í algjörlega tilgangslausar samræður um hluti eins og : ,,Það var ekki hvað þú sagðir, heldur hvernig þú sagðir það,, eða „Er ég feit í þessu??“ „Nei alls ekki.” „Ég veit þú ert að ljúga.“ „Nei þú ert rosalega sæt.” „Nei ég er feit.“ „OKEI þú ert feit!“. Tík. Stundum þegar ég horfi á eftir ykkur sambands sultunum þá get ég ekki annað en hugsað um hversu mikið er búið að beygja ykkur og teygja og móta ykkur á vald kærustunnar. Þið líkist helst einhverskonar gæludýrum og hún er orðinn nokkurskonar eigandi. Hugsið aðeins um þetta. Maður fer reglulega í göngutúr, sama hvort manni líki það betur eða verr, maður bíður óður eftir því að einhver komi heim og gefi manni að borða og við mann er aldrei gælt nema þegar „eigandinn“ er i skapi til þess (if you know what I mean). Eitt gott orð sem hann Einar, frændi minn, notaði oft yfir kærustur var „Strengjabrúðumeistarar satans“. Já, hann Einar frændi var fullur af allskonar spekingslegum hugsunum. Það var til dæmis hann sem sannfærði mig um það að konur gætu bara engan vegin verið af sömu dýrategund og við karlarnir þar sem að þær þróuðust frá hákörlum fyrir mörg þúsundum ára. Það sem er nefnilega einkennilega líkt með konum og hákörlum er að báðar tegundir losa sig við úrgang á sama hátt. Hver maður veit, að konur eru hvorki færar um að prumpa eða kúka og því losa þær sig við úrgang hægt og rólega í gegnum húðina út í umhverfið. Það er líka ástæðan fyrir því að konur ganga með ilmvatn, til þess að fela skítalyktina. Þetta sagði hann

Einar frændi minn mér. Hann talaði líka stundum um það hvernig allt það slæma í heiminum væri konum að kenna og allt út af heimsku og græðgi eins stengjabrúðumeistarans eins og hann orðaði

það. Bara ef að Eva hafði sleppt því að borða þetta fjandans epli og bara fengið sér eitthvað annað. Ég veit til dæmis að hann Adam átti banana og var ólmur til í að deila honum með

henni. En ég get ekki sagt allt þetta um konur án þess að vera að grínast. Ég til dæmis elska mömmu mína út af lífinu og það liggur sterkur grunur á því að hún sé kvenmaður þó svo að á vissum tímapunkti hafi ég eitthvað verið farinn að efast. Konur ráða ekki bara í raunveruleikanum heldur hafa þær verið dýrkaðar í fleiri fleiri aldir í margskonar trúabrögðum. Guðinn Óðinn, Alföðurinn sjálfur, vitrastur allra karla í norræni goðafræði, leitar hjálpar hjá konu þegar hann verður alveg ráðalaus. Rauðhærði

kraftajötuninn Þór glatar í raun „karlmennsku“ sinni þegar hamri hans er stolið og það eina sem hann getur gert til að endurheimta reisn sína er að klæða

sig upp sem konu. Ég held að þessi dýrkun sé einfaldlega af því að þið eruð svo æðislegar hver og ein og eigið alla hamingju sem lífið getur veitt ykkur skilið fyrir það eitt að vera þið sjálfar og það að hleypa svona bjánum eins og okkur körlunum upp á ykkur.Stúlkur, konur, mæður, ömmur og meira að segja tengdamömmurnar, takk fyrir að vera til.

(Ræðan er ekki í fullri lengd)

Minni kvenna

Flutt af Baldri Þór FinnssyniFlutt af: Baldri Þór Finnssyni Flutt af: Ásgerði Ólöfu Ásgeirsdóttur

Page 39: Muninn - Haustblað 2013

39

Góða kvöldið kæru kvenmenn og aðrir gestir. Ég heiti Ásgerður og var fengin til að vera með minni karla. Það gladdi mig óóógeðslega mikið að fá að tala um stráka og svona uppi á sviði. Því ég elska stráka mjög mikið, og ég er mjög þakklát fyrir þetta tækifæri. En sko hehe, ég hef aldrei átt kærasta.. og mig langar nefnilega að auglýsa eftir kærasta, langar geðveikt í. En þúst það eru svona sumir hlutir sem ég vil líka að kærastinn minn sé, ég hef svona kröfur. Eins og svona strákar sem geyma svona buxurnar fyrir neðan rassinn... ég elska þannig stráka. Mér finnst það rosalega svalt og sniðugt. Því þeir hljóta að vera með þær svona neðarlega til þess að sýna mér brókina sína, svo ég geti vitað að þeir skipti daglega um brók, og viti það að þeir hugsa um hreinlætið sitt. Líka því strákarnir, þeir geta ekki hlaupið þegar þeir eru með buxurnar svona, það er rosalega erfitt og þá eru þeir í raun bara að segja mér: „I wont run away from you gurl“... ég get treyst þannig strák skiljiði. Svo líka fíla ég stráka sem ég svona sendi langt og geggjað sætt sms, að ég sakni hans og hvort hann vilji ekki hitta mig og hann sendir til baka.... k. Því þússt, K. það getur þýtt svo margt, „kærleikur“, „kúr“ „knús“ eða „cant. Help. Falling. In. Love. with you“.Svo einstaka sinnum, gerist það að ég er með bóólu... eða kannski ekki búin að snyrta mig nýlega fyrir ofan efri vörina.. þá er það langbest í heimiiiii.. ef hann lætur mig vita. Því stundum gleymi ég því að ég sé með bólu, og ég vil alltaf fá svona áminningu á það, sérstaklega að ég gleymi því ekki að hann hugsi um bóluna þegar hann horfir á mig. Mér finnst svoleiðis rosalega hugulsamt og rómantískt svo að ég fæ gæsahúð við tilhugsunina. Ef hann sendir mér ástarljóð þá vil ég að það sé eitthvað í þessum dúr:

„Mín kæra magdalena,ó þú fríðust kvenmenna,þegar ég horfi á þitt fagra andlitsfall,allt sem ég sé er þitt graftarfjall.Ég vil að þú vitir hve heitt ég elska þigef ég mætti færa mig yfir á næsta stigog fá að taka rakvél og skærisvo í burtu þinn skeggvöxtur færi.Ástarkveðjur, þinn kærasti.“

Ég eeelska strák sem svona skilur eftir sæt skilaboð handa mér sem ég finn svo seinna meir. Ég kannski til dæmis vakna og þarf ekki að mæta í skólann fyrr en klukkan tíu, og þá eru svona krúttleg skilaboð til mín frá honum, þúst sveittir sokkar í sænginni... hár í sápunni... skeggrót í vaskanum... pissudropi á setunni... love drop... svona sæt og rosalega auðveld skilaboð sem láta mig vita að hann vilji bara deila sér með mér. Ekki mikið vesen í kringum það. Það er nefnilega svo margt sem ég elska við stráka og vil bara þakka öllum strá-kum fyrir að hlusta á kröfurnar mínar og fyrir að skilja mig. Ég elska alla stráka með alla sína kosti og galla og vil þakka þeim öllum fyrir að vera til. Herramenn og aðrir karlmenn, takk fyrir að vera til. Og takk fyrir mig.

Minni karlaGóða kvöldið öll sömul og veriði velkomin á árshátíð Menntaskólans á Akureyri árið 2013. Ég heiti Baldur Þór Finnsson og hef þau forréttindi að fá að flytja fyrir ykkur minni kvenna í kvöld.Þegar ég var beðinn um að flytja þessa ræðu á árshátíðinni þá verð ég að segja að ég fékk pínu hnút í magann. Er eitthvað sem ég get sagt sem er fyndið og skemmtilegt fyrir okkur drengina en fær samt stelpur þessa skóla ekki til þess að vilja grýta mig til dauða hérna í gömlu dönsunum á eftir?Eftir mikla rannsóknarvinnu og svefnlausar nætur hef ég gert rosalega uppgötvun. Við karlar, sem héldum að við réðum öllu í þessum heimi, höfum lifað í eintómri lygi svo árum skiptir. Ef ég vitna í vinkonu mína Beyonce: Who run the world?? GURLS!! Já, konan, þessi yndisfríða þokkadís gædd sinni ómótstæðilegu fegurð og sínum sjóðheita sjarma er eitthvað sem hefur ávallt verið Akkílesarhæll flestra karlmanna. Við einfaldlega getum ekki staðist ykkur. Og þið nefnilega vitið það fullvel. Með fallegu brosi eða seiðandi augnaráði hefur margur maðurinn verið hrifsaður á vald kvenmanna og eftir það er ekki aftur snúið.Nú er ég bara að giska en ég held að einhverjir hérna eigi kærustu. Aumingja þið. Hversu mörgum stundum hafiði eytt í algjörlega tilgangslausar samræður um hluti eins og : ,,Það var ekki hvað þú sagðir, heldur hvernig þú sagðir það,, eða „Er ég feit í þessu??“ „Nei alls ekki.” „Ég veit þú ert að ljúga.“ „Nei þú ert rosalega sæt.” „Nei ég er feit.“ „OKEI þú ert feit!“. Tík. Stundum þegar ég horfi á eftir ykkur sambands sultunum þá get ég ekki annað en hugsað um hversu mikið er búið að beygja ykkur og teygja og móta ykkur á vald kærustunnar. Þið líkist helst einhverskonar gæludýrum og hún er orðinn nokkurskonar eigandi. Hugsið aðeins um þetta. Maður fer reglulega í göngutúr, sama hvort manni líki það betur eða verr, maður bíður óður eftir því að einhver komi heim og gefi manni að borða og við mann er aldrei gælt nema þegar „eigandinn“ er i skapi til þess (if you know what I mean). Eitt gott orð sem hann Einar, frændi minn, notaði oft yfir kærustur var „Strengjabrúðumeistarar satans“. Já, hann Einar frændi var fullur af allskonar spekingslegum hugsunum. Það var til dæmis hann sem sannfærði mig um það að konur gætu bara engan vegin verið af sömu dýrategund og við karlarnir þar sem að þær þróuðust frá hákörlum fyrir mörg þúsundum ára. Það sem er nefnilega einkennilega líkt með konum og hákörlum er að báðar tegundir losa sig við úrgang á sama hátt. Hver maður veit, að konur eru hvorki færar um að prumpa eða kúka og því losa þær sig við úrgang hægt og rólega í gegnum húðina út í umhverfið. Það er líka ástæðan fyrir því að konur ganga með ilmvatn, til þess að fela skítalyktina. Þetta sagði hann

Einar frændi minn mér. Hann talaði líka stundum um það hvernig allt það slæma í heiminum væri konum að kenna og allt út af heimsku og græðgi eins stengjabrúðumeistarans eins og hann orðaði

það. Bara ef að Eva hafði sleppt því að borða þetta fjandans epli og bara fengið sér eitthvað annað. Ég veit til dæmis að hann Adam átti banana og var ólmur til í að deila honum með

henni. En ég get ekki sagt allt þetta um konur án þess að vera að grínast. Ég til dæmis elska mömmu mína út af lífinu og það liggur sterkur grunur á því að hún sé kvenmaður þó svo að á vissum tímapunkti hafi ég eitthvað verið farinn að efast. Konur ráða ekki bara í raunveruleikanum heldur hafa þær verið dýrkaðar í fleiri fleiri aldir í margskonar trúabrögðum. Guðinn Óðinn, Alföðurinn sjálfur, vitrastur allra karla í norræni goðafræði, leitar hjálpar hjá konu þegar hann verður alveg ráðalaus. Rauðhærði

kraftajötuninn Þór glatar í raun „karlmennsku“ sinni þegar hamri hans er stolið og það eina sem hann getur gert til að endurheimta reisn sína er að klæða

sig upp sem konu. Ég held að þessi dýrkun sé einfaldlega af því að þið eruð svo æðislegar hver og ein og eigið alla hamingju sem lífið getur veitt ykkur skilið fyrir það eitt að vera þið sjálfar og það að hleypa svona bjánum eins og okkur körlunum upp á ykkur.Stúlkur, konur, mæður, ömmur og meira að segja tengdamömmurnar, takk fyrir að vera til.

(Ræðan er ekki í fullri lengd)

Minni kvenna

Flutt af Baldri Þór FinnssyniFlutt af: Baldri Þór Finnssyni Flutt af: Ásgerði Ólöfu Ásgeirsdóttur

Page 40: Muninn - Haustblað 2013

40

Ég v

il að

Bja

rni í

stjó

rnin

ni st

jórn

i mér

.Mig langar að fylla sængurverið mitt með hárinu hans Aðalsteins.Ég

er b

úin

að st

ela tv

eimur

fflum

úr m

ötun

eitin

u.

Mér

finn

st H

ildur

Hau

ks

og A

rna

Ein

ars

vera

tar.

Ég hata að ég sé búin að kyssa alla strákana í svala horninu, því núna eru engir sætir eftir til að fara í sleik við.

Ég er á bömmer. Um helgina fór ég heim með menntaskóladreng. Mér brá heldur betur í brún þegar ég sá að ég fór heim með heitasta 96 í MA. Ég fór á face-book og sá að Baldvin Ingimar var addað í FrændMA. FOKK. Ég svaf hjá frænda mínum.

Guðmundur Bragason er með geðveikan rass, mig langar að snerta hann.

Ég fór í sleik við Gunnar Stephens, Goddinn, Finn Má, Loga Guðmann, Bjarna Karls og Hákon Guðna á COSTA baby!

Ég féll fyrir rauðhærðum rokkhundi í VMA, einnig kenndur við hljómsveitina Thunder Tits.

Ég er twitter drottning MA.

Unnar Þorri hlustar

ekkert á A$A

P

Ég á slæ-man busa sem bauð

mér ótrúlegt tilboð. Ég átti að kaupa tvö

tekíla skot handa okkur og fara síðan

heim með honum.

Klukkan var ekki einu

sinni orðin tvö. því útiv-

istatíminn hans var til

þrjú.

Ég fó

r í

slei

k vi

ð #M

irru

na

og n

ú er

ég

ást

-fa

ngin

n af

hen

ni.

Ég fó

r ein

u sin

ni í

sleik

við

fr

ænk

u m

ína

á dj

amm

inu.

Ég er ekki fullkominn, ég er naughty boy... Ég bagga!

Ég hitti ekki ofan í klósettið í G-inu. Þetta var ekki piss.

Ég fó

r ein

u sin

ni í

sleik

vi

ð fr

ænd

a m

inn

áK

akin

u

Ég elska að fara í busasleik við óvinsæla busa.

Ég notaði einu sinni sósulit sem íssósu.

Stundum vildi ég að 97 stelpurnar gætu kennt mér hvernig á að vera grimm á djamminu. Nýr bólfélagi hverja helgi whoop whoop.

Ég vil nú ekki vera að monta mig en sko ég á 42” flatskjá sko.

jég er gumi eða pési.

Ég sest við glerið á bókasafninu bara til þess að sitja og fylgjast með heitu strákunum þegar þeir labba um skólann, mesti misskilningur að ég sé að læra.

Markmiðið mitt í skólagöngunni er að Þorsteinn í 1. bekk tunguskýli prumpukassann minn.

Ég er þríkynhneigður.

Ég fór í sleik við Togga dverg á hnjánum

.Ég var sekur í fyrra lífi.Ég hata Norbit

myndina.

Ég vildi að ég gæti sniffað naglalakk og fengið vængi eins og Bjarni í stjórninni.

Ég fór á hellað djamm eitt sumarið. Ég hitti geðveikt heitan gaur og fór hem með ho-num. Í dag er hann pabbi kærasta míns. Hann veit ekki af því og mun aldrei fá að vita það.

Páll Axel er guð í rúminu (sammála)Ég

fór í

slei

k vi

ð Fj

ölni

. (Ta

kk, é

g lík

a).

Mér fannst Íslands-áfanginn skemmtilegur.

Ég sakna Ásgeirs Frímanns.

Ég er böðull og ég fór í sleik við Össur DeLonge á Amour og það sáu það allir. Sjitt.

Stundum langar mig að henda mér niður stigann í G-inu bara til þess að fá frí í skólanum.

Ég keypti mér Sims 3 og er búin að spila hann síðustu daga. Ég á enga vini len-gur nema Sims vini mína.

Við busarnir erum með mjög mikla lús í hárinu. Þess vegna erum við alltaf með húfur inni.

Ég g

erði

mig

fífli

fyrir

fram

an a

llan

sk

ólan

n, e

n ég

er d

rullu

ð í T

aikw

ondo

.

Ég er hrædd við hraðbanka.

Ég fór í subbu-legasta og versta sleik í PríMA.

Sverrir Páll addaði mér á facebook og líkaði prófilmyndina mína.

Ég tek jafn mikið í bekk og GODDURINN!

Ég ætla m

ér að verða fræg

fyrir að vera hipster.

Ég er skotin í Ingvari stærðfræðikennara.

Lena

dja

mm

busi

tja

ldað

i ein

u si

nni

fyri

r fra

man

Kak

til

að v

era

fyrs

t inn

um

kv

öldi

ð.

Ég vildi að ég væri í 2. T #enginnsegir.

Ég er ekki búinn að fara í sleik við Fjölni.

Stundum velti

ég því fyrir mér

hvernig það væri

að vera með bæ

ði G

umm

a og Pésa.

Ég hef aldrei kúkað í M-inu.

Þegar ég sé svölu strákana hópast saman á borð til þess að borða skyr langar mig að detta í feitan skyrsleik við þá alla.

Ég er með lesbian crush á Sunnu Björk.

Það var ást við fyrstu sín þegar Ingvar kennari labbaði inn í fyrsta stæ

rð-fræ

ði tímann í

Súperman bol-

num sínum

.Ég k

ann

ekki

og

get e

kki v

erið

í na

mm

ibin

dind

i!Bróðir minn fer á djammið hverja ei-nustu helgi. Yfirleitt kemur hann ekki einsamall heim og það eru mjög þunnir veggir á milli herbergja.Vinkonur mínar vilja ekki lengur gista hjá mér.

Ég missti sveindóminn á báti

Ég svaf hjá Goddinum en hann man ekki eftir því. Áts.

Mér

finn

st G

umm

i tv

íbur

i mik

sæta

ri en

Pés

i.

Er Bergur Líndal busi nýji Goddurinn?

Mér dreymir um að vera fræg leikkona

Ég fór að gráta þegar Magnús Ingi fór í samband á facebook.

Mér finnst Pési

tvíburi sætari en

Gum

mi.

Mér finnst G

ísli Pálm

i góður tónlist-arm

aður.

Ég fór einu-sinni að gráta í sleik við Godsk

Ég borða ekki grjónagraut.

Sverrir Páll er afi minn.

Einu sinni endaði ég uppá slysó eftir íþróttatíma.

Jón Már er frændi minn.

Ég elska Sverri Pál. 

Ég v

eit u

m le

ynik

lefa

nn í

MA

.

Afhverju er ég hinn Valur Hólm?

Ég labba bara núna!

Ég v

ildi a

ð ég

ri G

oddu

rinn.

Það var ég sem prumpaði.

Ég held bara að ég sé gjörsamlega minguð.

Mig langar að bjalla í Pál Axel úr SjúgMA, en ég veit ekki númerið.

Ég vil nota gullskartgripi en ég er hræddur um að

Freysi B dæmi mig.

Page 41: Muninn - Haustblað 2013

41

Ég v

il að

Bja

rni í

stjó

rnin

ni st

jórn

i mér

.Mig langar að fylla sængurverið mitt með hárinu hans Aðalsteins.

Ég er

búi

n að

stela

tveim

ur

göffl

um ú

r möt

uneit

inu.

Mér

finn

st H

ildur

Hau

ks

og A

rna

Ein

ars

vera

tar.

Ég hata að ég sé búin að kyssa alla strákana í svala horninu, því núna eru engir sætir eftir til að fara í sleik við.

Ég er á bömmer. Um helgina fór ég heim með menntaskóladreng. Mér brá heldur betur í brún þegar ég sá að ég fór heim með heitasta 96 í MA. Ég fór á face-book og sá að Baldvin Ingimar var addað í FrændMA. FOKK. Ég svaf hjá frænda mínum.

Guðmundur Bragason er með geðveikan rass, mig langar að snerta hann.

Ég fór í sleik við Gunnar Stephens, Goddinn, Finn Má, Loga Guðmann, Bjarna Karls og Hákon Guðna á COSTA baby!

Ég féll fyrir rauðhærðum rokkhundi í VMA, einnig kenndur við hljómsveitina Thunder Tits.

Ég er twitter drottning MA.

Unnar Þorri hlustar

ekkert á A$A

P

Ég á slæ-man busa sem bauð

mér ótrúlegt tilboð. Ég átti að kaupa tvö

tekíla skot handa okkur og fara síðan

heim með honum.

Klukkan var ekki einu

sinni orðin tvö. því útiv-

istatíminn hans var til

þrjú.

Ég fó

r í

slei

k vi

ð #M

irru

na

og n

ú er

ég

ást

-fa

ngin

n af

hen

ni.

Ég fó

r ein

u sin

ni í

sleik

við

fr

ænk

u m

ína

á dj

amm

inu.

Ég er ekki fullkominn, ég er naughty boy... Ég bagga!

Ég hitti ekki ofan í klósettið í G-inu. Þetta var ekki piss.

Ég fó

r ein

u sin

ni í

sleik

vi

ð fr

ænd

a m

inn

áK

akin

u

Ég elska að fara í busasleik við óvinsæla busa.

Ég notaði einu sinni sósulit sem íssósu.

Stundum vildi ég að 97 stelpurnar gætu kennt mér hvernig á að vera grimm á djamminu. Nýr bólfélagi hverja helgi whoop whoop.

Ég vil nú ekki vera að monta mig en sko ég á 42” flatskjá sko.

jég er gumi eða pési.

Ég sest við glerið á bókasafninu bara til þess að sitja og fylgjast með heitu strákunum þegar þeir labba um skólann, mesti misskilningur að ég sé að læra.

Markmiðið mitt í skólagöngunni er að Þorsteinn í 1. bekk tunguskýli prumpukassann minn.

Ég er þríkynhneigður.

Ég fór í sleik við Togga dverg á hnjánum

.Ég var sekur í fyrra lífi.Ég hata Norbit

myndina.

Ég vildi að ég gæti sniffað naglalakk og fengið vængi eins og Bjarni í stjórninni.

Ég fór á hellað djamm eitt sumarið. Ég hitti geðveikt heitan gaur og fór hem með ho-num. Í dag er hann pabbi kærasta míns. Hann veit ekki af því og mun aldrei fá að vita það.

Páll Axel er guð í rúminu (sammála)

Ég fó

r í sl

eik

við

Fjöl

ni. (

Takk

, ég l

íka)

.

Mér fannst Íslands-áfanginn skemmtilegur.

Ég sakna Ásgeirs Frímanns.

Ég er böðull og ég fór í sleik við Össur DeLonge á Amour og það sáu það allir. Sjitt.

Stundum langar mig að henda mér niður stigann í G-inu bara til þess að fá frí í skólanum.

Ég keypti mér Sims 3 og er búin að spila hann síðustu daga. Ég á enga vini len-gur nema Sims vini mína.

Við busarnir erum með mjög mikla lús í hárinu. Þess vegna erum við alltaf með húfur inni.

Ég g

erði

mig

fífli

fyrir

fram

an a

llan

sk

ólan

n, e

n ég

er d

rullu

ð í T

aikw

ondo

.

Ég er hrædd við hraðbanka.

Ég fór í subbu-legasta og versta sleik í PríMA.

Sverrir Páll addaði mér á facebook og líkaði prófilmyndina mína.

Ég tek jafn mikið í bekk og GODDURINN!

Ég ætla m

ér að verða fræg

fyrir að vera hipster.

Ég er skotin í Ingvari stærðfræðikennara.

Lena

dja

mm

busi

tja

ldað

i ein

u si

nni

fyri

r fra

man

Kak

til

að v

era

fyrs

t inn

um

kv

öldi

ð.

Ég vildi að ég væri í 2. T #enginnsegir.

Ég er ekki búinn að fara í sleik við Fjölni.

Stundum velti

ég því fyrir mér

hvernig það væri

að vera með bæ

ði G

umm

a og Pésa.

Ég hef aldrei kúkað í M-inu.

Þegar ég sé svölu strákana hópast saman á borð til þess að borða skyr langar mig að detta í feitan skyrsleik við þá alla.

Ég er með lesbian crush á Sunnu Björk.

Það var ást við fyrstu sín þegar Ingvar kennari labbaði inn í fyrsta stæ

rð-fræ

ði tímann í

Súperman bol-

num sínum

.Ég k

ann

ekki

og

get e

kki v

erið

í na

mm

ibin

dind

i!

Bróðir minn fer á djammið hverja ei-nustu helgi. Yfirleitt kemur hann ekki einsamall heim og það eru mjög þunnir veggir á milli herbergja.Vinkonur mínar vilja ekki lengur gista hjá mér.

Ég missti sveindóminn á báti

Ég svaf hjá Goddinum en hann man ekki eftir því. Áts.

Mér

finn

st G

umm

i tv

íbur

i mik

sæta

ri en

Pés

i.

Er Bergur Líndal busi nýji Goddurinn?

Mér dreymir um að vera fræg leikkona

Ég fór að gráta þegar Magnús Ingi fór í samband á facebook.

Mér finnst Pési

tvíburi sætari en

Gum

mi.

Mér finnst G

ísli Pálm

i góður tónlist-arm

aður.

Ég fór einu-sinni að gráta í sleik við Godsk

Ég borða ekki grjónagraut.

Sverrir Páll er afi minn.

Einu sinni endaði ég uppá slysó eftir íþróttatíma.

Jón Már er frændi minn.

Ég elska Sverri Pál. 

Ég v

eit u

m le

ynik

lefa

nn í

MA

.

Afhverju er ég hinn Valur Hólm?

Ég labba bara núna!

Ég v

ildi a

ð ég

ri G

oddu

rinn.

Það var ég sem prumpaði.

Ég held bara að ég sé gjörsamlega minguð.

Mig langar að bjalla í Pál Axel úr SjúgMA, en ég veit ekki númerið.

Ég vil nota gullskartgripi en ég er hræddur um að

Freysi B dæmi mig.

Page 42: Muninn - Haustblað 2013

42

Fyrirsætur:Dagmey BjörkSalome Hollanders ogAlma Karen

Page 43: Muninn - Haustblað 2013

43

Page 44: Muninn - Haustblað 2013

44Umsjón: Sunna Björk og Viðar Logi

Page 45: Muninn - Haustblað 2013

45

Page 46: Muninn - Haustblað 2013

46

Page 47: Muninn - Haustblað 2013

47

Brúnin var heillandi eins og hún var hræðileg. Fólk hafði dottið hér niður, verið hrint eða hoppað af brúninni. Sama hvernig fólk fór fram af, þá endaði það alltaf eins, dauði. Enginn hefur lifað af.Eitthvað við dauðann er svo óskaplega heillandi, að komast í burtu frá öllu bara með því að gera einn hlut. Eitt skref eða hopp og ég væri farinn. Farinn frá þessum guðsvolaða stað að eilífu. Þetta yrði mjög sárt sagði ein röddin í höfðinu á mér á meðan önnur sagði „gerðu það. Hoppaðu, lífið hér er ömurlegt“. Myndi einhver sakna mín? Nei, mamma væri of upptekin með nýja kallinn, pabbi veit ekki að ég er til og ég á eiginlega enga vini, nema djöflana í höfðinu á mér og Mikka, en hann telst varla með vegna þess að hann er ekki andlega viðstaddur, ekki í alvörunni. Hann er alltaf í skýjunum. Ég hef hugsað um dauðann frekar mikið. Er eitthvað eftir dauðann? Endurfæðist maður, fer maður til himnaríkis eða helvítis eða verður maður bara rotnandi lík í jörðinni sem hefur engar hugsanir, engar tilfinningar? Ég held að síðasti kosturinn sé líklegastur samt vona ég svo innilega að hann sé ekki raunveru-leikinn. Ég væri til í að endurfæðast. Ekki sem maður heldur sem blóm, hundur eða köttur. Eitthvað sem er ekki eins flókið og að vera manneskja. Þar sem ég þarf ekki að hugsa um rétta hlutinn til að segja, þarf ekki að gera neitt nema vera til. Engin fokking pressa. Ég er búinn að hugsa um að gera þetta í hálft ár, alvarlega. Þessi hugsun var alltaf í undirmeðvi-tundinni en ég áttaði mig ekki á henni, allavega ekki almennilega áður en allt fór til helvítis. Hvernig ætti ég að gera það? Hafði ég oft hugsað. Pillur, nei of algengt og virkar ekki alltaf. Hengja mig, nei ég þoli ekki köfnunartilfinninguna. Hoppa fram af kletti hljómar alltaf best. Að detta niður og svífa í loftinu áður en að yndislegi dauðinn myndi loksins koma. Ég tek upp símann minn, ég þarf að kveðja mömmu, hún á það allavega skilið, ég sendi henni sms: Bless mamma, ég elska þig. Þetta er ekki þér að kenna. Ég ýtti á send. Þá er það búið. Síðasta kveðjan mín var í gegnum sms og mér finnst ekki einu sinni gaman að senda sms. Ég stíg út á brún, hafið bláa undir fótunum á mér. Lyktin af salti umlykur mig og sólin skín hátt á lofti. Ekki slæmur dagur til að deyja. Ég dreg andann djúpt. Þetta er að fara að gerast, loksins losna ég úr þessum fjandans hlekkjum sem kallaðir eru líf. “Bless heimur, það var ekki sérstaklega gaman að kynnast þér.” síðustu orðin mín og enginn heyrir þau. Það hlustaði enginn á mig fyrr. Og með því læt ég mig falla fram af klettinum. Ég heyri einhvern öskra nafnið mitt, en mér er sama, þetta er búið. Líf mitt er búið. Það er öskrað aftur “Satan!” Ég hlæ. Ég er á leiðinni heim, loksins.

Page 48: Muninn - Haustblað 2013

48

„Allt sem þú veitir athygli vex og dafnar“ -Guðni Gunnarsson

Ég mælti mér mót við Guðna Gunnarsson. Guðni er ákaflega fjölhæfur maður en ásamt því að hafa gefið út bækurnar Máttur viljans og Máttur athyglinnar rekur hann Rope yoga setrið í Listhúsinu í Laugardal en hann fæst einnig við lífsráðgjöf.

Hvað getur þú sagt okkur um það hvað býr í mætti athyglinnar og hvernig gagnast hún okkur í lífinu?

Það sem býr í mætti athyglinnar er allt. Það er ekkert undanskilið athyglinni, því athygli er ljós, athygli er ást, athygli er kærleikur og það er engin áhengja. Athyglin er í sjálfu sér orkan, alheimsorkan frá upphafi til enda. Allt sem að er, er athygli, sem er þá ljós og ekkert annað. Ástæðan fyrir því hversu mikilvægt það er að ná utan um þetta er sú að allt sem þú veitir athygli vex og dafnar. Athyglin er helsta, og í sjálfu sér, eina auðlind mannkynsins. Þeir sem geta veitt - og beitt athyglinni eru galdramenn, meistarar orkunnar, því þetta er bara orka. Allt sem þú veitir athygli vex og dafnar. Á sama tíma og allt sem þú veitir athygli sem þú ekki vilt, verður að veruleika af því að þegar þú hugsar um það sem þú vilt ekki, þá viltu það. Þeir einir hafa aðgang að athyglinni sem eru tilbúnir til þess að taka ábyrgð á andartaki sínu, þ.e.a.s bera ábyrgð á sínu ljósi, sínu lífi, sinni orku: þeirri orku sem þeir hafa til ráðstöfunar. Þess vegna er svo mikilvægt fyrir okkur að taka ábyrgð á tilvist okkar og mæta inn í augnablikið og öðlast þann mátt sem augnablikið býður uppá til að geta valið að valda orkunni.

Nú hefur þú ýmsar skoðanir á sambandi tungumálsins og athyglinnar. Getur þú greint okkur frá því?

Ég nota tungumálið á annan hátt en algengt er, þar sem orðin eru svo gríðarlega öflug og markviss. Mín skilgreining á orðinu „veruleiki“ er sú að við erum verur að leika okkur og þess vegna erum við veruleiki en síðan er til fólk sem er rosalega hrifið af orðinu „raunveruleiki“ og það leikur sér að raunum sínum.

Gætir þú sagt okkur frá lykilhugtökum sem þú notar í þinni lífsspeki?

Lykilhugtökin eru athygli og vitund en þá er ég ekki að tala um meðvitund því það er meðvirkni. Við erum öll meðvirk og það þarf enginn að hafa áhyggjur af því en málið er að

vera samvirkur og vera ekki háður meðvirkni þ.e.a.s vera ekki fíkill. Það er allt annað hugtak en síðan nota ég orðið skortdýr en það er í raun og veru afstaða hugans sem byggir á neikvæðni og samdrætti. Venjuleg manneskja vorkennir sér frá morgni til kvölds, við erum að verja kannski 85% - 90% af orkunni okkar í viðnám og sjálfsvorkunn. Ég tala um það sem skortdýr þ.e.a.s þann hluta af okkur sem lifir í skorti og þráir og þrífst á skorti og er í raun og veru það sem ég kalla fjarverufíkíl: háður sársauka, mótlæti og drama. Skortdýrið er mjög öflugt hugtak en svo er annað sem er gríðarlega öflugt og það er heimild. Það fer enginn umfram heimild og þú skammtar þér ljós eftir þínu viðhorfi til þín. Ábyrgðin er forsenda sjálfsvirðingarinnar, sjálfsvirðingin er svo aftur forsenda sjálfsmyndarinnar. Sjálfsmyndin okkar er það sem við útvörpum eða vörpum fram sem tíðni eða birtingu okkar ljóss. Sú birting verður aldrei umfram heimildina sem við veitum okkur sjálfum, þ.e.a.s við höfum ekki sjálfsvirðingu af því við segjum ekki satt, berum ekki ábyrgð. Við getum ekki látið ljós okkar skína umfram þá heimild sem við öðlumst hjá okkur sjálfum því þú sjálf/ur stjórnar þessu, hjartað þitt ræður í raun og veru slagrýminu. Talandi um hugtök þá er bara einn sjúkdómur. Á Íslandi notum við orðið sjúkdómur, þú verður að fara til læknis til að fá sjúkdóm, því læknirinn einn getur dæmt þig sjúkan, en á ensku köllum við það „decease“ sem þýðir ókyrrð eða ójafnvægi. Það er bara ein ástæða fyrir ójafnvægi eða sjúkdómi og það er aðþrengt hjarta. Eina ástæðan fyrir aðþrengdu hjarta er það sem ég kalla höfnun eða afneitun sem við sjálf sjáum um þannig að við þrengjum að hjartanu. Dempaðir dúða hjartað og síðan er bara til eitt meðal en meðalið er ást, meðalið er alltaf ást. Við erum í sjálfu sér að beita okkur ofbeldi. Við erum undir álögum skortdýrsins og á meðan erum við að ala það með því að veita því athygli. Á meðan þú elur það sem þú vilt ekki þá vex það og dafnar, skortdýrið fitnar og fitnar. Á sama tíma og þú elskar það og veitir því athygli, án þess að virkja mótstöðuna, þá dofnar það og dofnar og vægi hjartans verður meira. Hugurinn er tvíelfdur, það er að segja tvær afstæður í huganum en það er bara ein afstæða í hjartanu og það er einlægni og það er ást.

Þú leggur mikla áherslu á að við ræktum sjálfsvirðinguna, gætirðu sagt mér aðeins frá því?

Sjálfsvirðingin er hornsteinn sjálfsmyndarinnar. Þú ert myndvarpi, þú varpar þínu ljósi, þínum myndum, hugmyndum, ímyndum á fyrsta tjald þinnar tilvistar, sem er þá innan heilans. Við hugsum bara í myndum og síðan varpar þú í gegnum hjartastöðina. Þú varpar þessum myndum og hugmyndum inn á tjald tilverunnar en hjartað er útvarp þinnar tilvistar. Slagmáttur hjartans er að varpa og birta þær myndir sem þú hefur um þig og tilveruna inn í það sem við köllum harmóníu, samhljóm alheimsins eða með öðrum orðum eitt vers eða „universe“. Þannig erum við í samskiptum. Sjálfsvirðingin er rosalega merkilegt fyrirbrigði. Samviskan bítur ekki, samviskan er bara samviska sem er kærleikur og í raun og veru samansafn af þekkingu sem er þá hjartans en ekki hugans. Sektarkenndin og skömmin nagar, bítur, lemur og mer, þannig að þitt viðhorf til sjálfs þíns, það er að segja það sem þú trúir, hvort sem þú þrætir fyrir vanmætti þínum eða styrk, þá verður þú að færa sönnur fyrir því. Með hegðun sannarðu það. Ef þér er illa við þig þá kemurðu illa fram við þig en ef þér er vel við þig þá kemurðu vel fram við þig. Ábyrgðin er forsenda fyrirgefningarinnar og fyrirgefningin er forsenda ábyrgðarinnar og ábyrgðin verður undirstaða sjálfsvirðingarinnar. Í flestum tilfellum eru menn að líkja ábyrgðinni við „það er þér að kenna“, „það er þín sök“ en ábyrgðin hefur ekkert með það að gera, ekki neitt. Ábyrgð hefur bara með ábyrgðina að gera á þessu augnabliks andartaki þ.e.a.s. næsta andardrætti og þeirri orku sem ég leiði þig í gegnum mína tilvist og hvernig ég ætla að verja henni, þ.e.a.s tilveran er ofsalega einföld. Það er bara orsök og afleiðing, ekkert rétt eða rangt, bara afstöður og viðhorf og það sem þú trúir er þinn veruleiki og þannig býrðu það til af því að það er athyglin sem skapar það. Ljósið skapar það. Varðandi sjálfsvirðinguna þá eru það sjö skref sem ég vinn með og það fyrsta er athygli. Það að vakna til vitundar um þennan mátt sem ljósið er. Númer tvö er að bera fulla ábyrgð á sinni tilvist, fyrirgefa sér, sem þýðir það að maður lætur af þessari hegðun, skömm, ofbeldi og andstyggð í sinn eigin garð. Þegar ég fyrirgef mér þá er ég að segja, ég elska mig og þegar það gerist þá kemur rými og með því rými kemur orka en orkan er samnefnari ljóssins. Ef það er engin orka þá er ekkert ljós. Það er ekki hægt að eyða orkunni, þú getur bara varið henni í vanmátt eða velsæld. Þannig að þú sem slík/ur ert að ráðstafa þínu ljósi allan daginn annað hvort í skort og vanmátt, það sem ég kalla vansæld, eða þá í velsæld og ást. Sjálfsvirðingin er í raun og veru afsprengi þessa eða það sem þú getur kallað afkvæmi þessarar hegðunar.

Er mikilvægt að rækta hið líkamlega til jafns við hið andlega og hvernig hafa jákvæðar og neikvæðar hugsanir áhrif á líðan okkar?

Það er jafn mikilvægt. Það er enginn aðskilnaður, líkami, hugur, sál og tilfinningar, þetta er alveg sama orkan. Það

sem menn eru farnir að gera sér grein fyrir er það að það er ekki holdið sem er samnefnarinn heldur sviðið sem er orka, það sem við köllum rafsegulsvið líkamans. Holdið er svo birting innan þess. Líkaminn er faratæki sálarinnar og af því þú ert orkuumbreytir, þá verður þín birting aldrei sterkari heldur en líkaminn býður uppá. Þetta er fyrirtæki og ef það er illa rekið þá skilar það aldrei arði. Ég verð að geta staðið undir minni tilvist líkamlega, huglægt, tilfinningalega og svo andlega, til þess að vera eining þessara birtinga. Ef það er einhverskonar togstreita fyrir hendi, sem við köllum ójafnvægi, þá kemur sundrung og ef líkaminn er ekki í samræmi við hugann og tilfinningarnar, þá búum við til viðnám gagnvart þeirri tilvist og þar verða veikindi. Ef þú ert ekki að rækta einhvern hluta af þinni tilvist, hvort sem það er líkami, tilfinningar, hugur eða sál þá ertu í raun og veru ekki að búa til einingu heldur sundrung. Sú hugmynd að líkaminn sé musteri egósins myndar allt aðra afstöðu, þá erum við í rauninni að fara nota líkamann til þess að viðhalda ótta, hégóma og skorti á sjálfsvirðingu þegar við höldum að líkaminn sé í raun og veru heildin. Þá erum við bara skortur.

Umsjón: Sunna Björk Erlingsdóttir

Page 49: Muninn - Haustblað 2013

49

„Allt sem þú veitir athygli vex og dafnar“ -Guðni Gunnarsson

Ég mælti mér mót við Guðna Gunnarsson. Guðni er ákaflega fjölhæfur maður en ásamt því að hafa gefið út bækurnar Máttur viljans og Máttur athyglinnar rekur hann Rope yoga setrið í Listhúsinu í Laugardal en hann fæst einnig við lífsráðgjöf.

Hvað getur þú sagt okkur um það hvað býr í mætti athyglinnar og hvernig gagnast hún okkur í lífinu?

Það sem býr í mætti athyglinnar er allt. Það er ekkert undanskilið athyglinni, því athygli er ljós, athygli er ást, athygli er kærleikur og það er engin áhengja. Athyglin er í sjálfu sér orkan, alheimsorkan frá upphafi til enda. Allt sem að er, er athygli, sem er þá ljós og ekkert annað. Ástæðan fyrir því hversu mikilvægt það er að ná utan um þetta er sú að allt sem þú veitir athygli vex og dafnar. Athyglin er helsta, og í sjálfu sér, eina auðlind mannkynsins. Þeir sem geta veitt - og beitt athyglinni eru galdramenn, meistarar orkunnar, því þetta er bara orka. Allt sem þú veitir athygli vex og dafnar. Á sama tíma og allt sem þú veitir athygli sem þú ekki vilt, verður að veruleika af því að þegar þú hugsar um það sem þú vilt ekki, þá viltu það. Þeir einir hafa aðgang að athyglinni sem eru tilbúnir til þess að taka ábyrgð á andartaki sínu, þ.e.a.s bera ábyrgð á sínu ljósi, sínu lífi, sinni orku: þeirri orku sem þeir hafa til ráðstöfunar. Þess vegna er svo mikilvægt fyrir okkur að taka ábyrgð á tilvist okkar og mæta inn í augnablikið og öðlast þann mátt sem augnablikið býður uppá til að geta valið að valda orkunni.

Nú hefur þú ýmsar skoðanir á sambandi tungumálsins og athyglinnar. Getur þú greint okkur frá því?

Ég nota tungumálið á annan hátt en algengt er, þar sem orðin eru svo gríðarlega öflug og markviss. Mín skilgreining á orðinu „veruleiki“ er sú að við erum verur að leika okkur og þess vegna erum við veruleiki en síðan er til fólk sem er rosalega hrifið af orðinu „raunveruleiki“ og það leikur sér að raunum sínum.

Gætir þú sagt okkur frá lykilhugtökum sem þú notar í þinni lífsspeki?

Lykilhugtökin eru athygli og vitund en þá er ég ekki að tala um meðvitund því það er meðvirkni. Við erum öll meðvirk og það þarf enginn að hafa áhyggjur af því en málið er að

vera samvirkur og vera ekki háður meðvirkni þ.e.a.s vera ekki fíkill. Það er allt annað hugtak en síðan nota ég orðið skortdýr en það er í raun og veru afstaða hugans sem byggir á neikvæðni og samdrætti. Venjuleg manneskja vorkennir sér frá morgni til kvölds, við erum að verja kannski 85% - 90% af orkunni okkar í viðnám og sjálfsvorkunn. Ég tala um það sem skortdýr þ.e.a.s þann hluta af okkur sem lifir í skorti og þráir og þrífst á skorti og er í raun og veru það sem ég kalla fjarverufíkíl: háður sársauka, mótlæti og drama. Skortdýrið er mjög öflugt hugtak en svo er annað sem er gríðarlega öflugt og það er heimild. Það fer enginn umfram heimild og þú skammtar þér ljós eftir þínu viðhorfi til þín. Ábyrgðin er forsenda sjálfsvirðingarinnar, sjálfsvirðingin er svo aftur forsenda sjálfsmyndarinnar. Sjálfsmyndin okkar er það sem við útvörpum eða vörpum fram sem tíðni eða birtingu okkar ljóss. Sú birting verður aldrei umfram heimildina sem við veitum okkur sjálfum, þ.e.a.s við höfum ekki sjálfsvirðingu af því við segjum ekki satt, berum ekki ábyrgð. Við getum ekki látið ljós okkar skína umfram þá heimild sem við öðlumst hjá okkur sjálfum því þú sjálf/ur stjórnar þessu, hjartað þitt ræður í raun og veru slagrýminu. Talandi um hugtök þá er bara einn sjúkdómur. Á Íslandi notum við orðið sjúkdómur, þú verður að fara til læknis til að fá sjúkdóm, því læknirinn einn getur dæmt þig sjúkan, en á ensku köllum við það „decease“ sem þýðir ókyrrð eða ójafnvægi. Það er bara ein ástæða fyrir ójafnvægi eða sjúkdómi og það er aðþrengt hjarta. Eina ástæðan fyrir aðþrengdu hjarta er það sem ég kalla höfnun eða afneitun sem við sjálf sjáum um þannig að við þrengjum að hjartanu. Dempaðir dúða hjartað og síðan er bara til eitt meðal en meðalið er ást, meðalið er alltaf ást. Við erum í sjálfu sér að beita okkur ofbeldi. Við erum undir álögum skortdýrsins og á meðan erum við að ala það með því að veita því athygli. Á meðan þú elur það sem þú vilt ekki þá vex það og dafnar, skortdýrið fitnar og fitnar. Á sama tíma og þú elskar það og veitir því athygli, án þess að virkja mótstöðuna, þá dofnar það og dofnar og vægi hjartans verður meira. Hugurinn er tvíelfdur, það er að segja tvær afstæður í huganum en það er bara ein afstæða í hjartanu og það er einlægni og það er ást.

Þú leggur mikla áherslu á að við ræktum sjálfsvirðinguna, gætirðu sagt mér aðeins frá því?

Sjálfsvirðingin er hornsteinn sjálfsmyndarinnar. Þú ert myndvarpi, þú varpar þínu ljósi, þínum myndum, hugmyndum, ímyndum á fyrsta tjald þinnar tilvistar, sem er þá innan heilans. Við hugsum bara í myndum og síðan varpar þú í gegnum hjartastöðina. Þú varpar þessum myndum og hugmyndum inn á tjald tilverunnar en hjartað er útvarp þinnar tilvistar. Slagmáttur hjartans er að varpa og birta þær myndir sem þú hefur um þig og tilveruna inn í það sem við köllum harmóníu, samhljóm alheimsins eða með öðrum orðum eitt vers eða „universe“. Þannig erum við í samskiptum. Sjálfsvirðingin er rosalega merkilegt fyrirbrigði. Samviskan bítur ekki, samviskan er bara samviska sem er kærleikur og í raun og veru samansafn af þekkingu sem er þá hjartans en ekki hugans. Sektarkenndin og skömmin nagar, bítur, lemur og mer, þannig að þitt viðhorf til sjálfs þíns, það er að segja það sem þú trúir, hvort sem þú þrætir fyrir vanmætti þínum eða styrk, þá verður þú að færa sönnur fyrir því. Með hegðun sannarðu það. Ef þér er illa við þig þá kemurðu illa fram við þig en ef þér er vel við þig þá kemurðu vel fram við þig. Ábyrgðin er forsenda fyrirgefningarinnar og fyrirgefningin er forsenda ábyrgðarinnar og ábyrgðin verður undirstaða sjálfsvirðingarinnar. Í flestum tilfellum eru menn að líkja ábyrgðinni við „það er þér að kenna“, „það er þín sök“ en ábyrgðin hefur ekkert með það að gera, ekki neitt. Ábyrgð hefur bara með ábyrgðina að gera á þessu augnabliks andartaki þ.e.a.s. næsta andardrætti og þeirri orku sem ég leiði þig í gegnum mína tilvist og hvernig ég ætla að verja henni, þ.e.a.s tilveran er ofsalega einföld. Það er bara orsök og afleiðing, ekkert rétt eða rangt, bara afstöður og viðhorf og það sem þú trúir er þinn veruleiki og þannig býrðu það til af því að það er athyglin sem skapar það. Ljósið skapar það. Varðandi sjálfsvirðinguna þá eru það sjö skref sem ég vinn með og það fyrsta er athygli. Það að vakna til vitundar um þennan mátt sem ljósið er. Númer tvö er að bera fulla ábyrgð á sinni tilvist, fyrirgefa sér, sem þýðir það að maður lætur af þessari hegðun, skömm, ofbeldi og andstyggð í sinn eigin garð. Þegar ég fyrirgef mér þá er ég að segja, ég elska mig og þegar það gerist þá kemur rými og með því rými kemur orka en orkan er samnefnari ljóssins. Ef það er engin orka þá er ekkert ljós. Það er ekki hægt að eyða orkunni, þú getur bara varið henni í vanmátt eða velsæld. Þannig að þú sem slík/ur ert að ráðstafa þínu ljósi allan daginn annað hvort í skort og vanmátt, það sem ég kalla vansæld, eða þá í velsæld og ást. Sjálfsvirðingin er í raun og veru afsprengi þessa eða það sem þú getur kallað afkvæmi þessarar hegðunar.

Er mikilvægt að rækta hið líkamlega til jafns við hið andlega og hvernig hafa jákvæðar og neikvæðar hugsanir áhrif á líðan okkar?

Það er jafn mikilvægt. Það er enginn aðskilnaður, líkami, hugur, sál og tilfinningar, þetta er alveg sama orkan. Það

sem menn eru farnir að gera sér grein fyrir er það að það er ekki holdið sem er samnefnarinn heldur sviðið sem er orka, það sem við köllum rafsegulsvið líkamans. Holdið er svo birting innan þess. Líkaminn er faratæki sálarinnar og af því þú ert orkuumbreytir, þá verður þín birting aldrei sterkari heldur en líkaminn býður uppá. Þetta er fyrirtæki og ef það er illa rekið þá skilar það aldrei arði. Ég verð að geta staðið undir minni tilvist líkamlega, huglægt, tilfinningalega og svo andlega, til þess að vera eining þessara birtinga. Ef það er einhverskonar togstreita fyrir hendi, sem við köllum ójafnvægi, þá kemur sundrung og ef líkaminn er ekki í samræmi við hugann og tilfinningarnar, þá búum við til viðnám gagnvart þeirri tilvist og þar verða veikindi. Ef þú ert ekki að rækta einhvern hluta af þinni tilvist, hvort sem það er líkami, tilfinningar, hugur eða sál þá ertu í raun og veru ekki að búa til einingu heldur sundrung. Sú hugmynd að líkaminn sé musteri egósins myndar allt aðra afstöðu, þá erum við í rauninni að fara nota líkamann til þess að viðhalda ótta, hégóma og skorti á sjálfsvirðingu þegar við höldum að líkaminn sé í raun og veru heildin. Þá erum við bara skortur.

Umsjón: Sunna Björk Erlingsdóttir

Page 50: Muninn - Haustblað 2013

50

Gætir þú sagt okkur aðeins frá starfseminni hér í Rope yoga setrinu ?

Starfsemin byggist á því að kenna þennan lífsstíl sem við erum að vinna með, og Máttur viljans (2011) er í raun ætluð sem hugvekja og Máttur athyglinnar (2012) er umgjörð fyrir þessa umbreytingu. Þar erum við með sjö vikna prógramm og þá getur fólk annað hvort keypt bókina eða komið á námskeið sem heitir máttur athyglinnar og unnið í gegnum skrefin á sjö vikum. „GlowMotion“ er grunnur þeirrar hugmyndar sem við köllum „GlowMotion lífstílinn“. Það sem ég starfa við frá morgni til kvölds er það sem ég kalla lífsráðgjöf en í því felst að kenna fólki að hámarka orkuna og hvernig það nýtir hana. Orkan getur ekki eyðst, þú getur bara varið hana. Þú getur ekki eytt peningum, það er ekki hægt en þú getur fjárfest og varið þeim í vansæld eða velsæld. Það sem starfið gengur út á hérna í gegnum hreyfinguna er að kenna huglæga næringarásetningu, næringarsálfræði, umbreytingarsálfræði næringarinnar og einnig að reyna að fá fólk til að verða fullkomlega ábyrgt fyrir sínu ljósi, sínu lífi og verja svo viljandi, vakandi, orkunni í það sem það ákveður. Það er svo magnað að þegar ég bið fólk um að skrifa það sem það vill ekki, á vinstri helming af A4 blaði þá hreinlega blæðir pennanum, það flæðir, það fer allt á fleygiferð. Síðan segi ég „allt í lagi, þetta er orðið gott, fimm mínútur eru liðnar“ og þá eiga þau að skrifa á hægri helminginn hvað þau vilja. Þá er allt í einu eins og penninn þorni, bara allt í einu þá „Ha? hvað vil ég?“ fólk veit nákvæmlega hvað það vill ekki af því það er það sem það hefur en það hefur ekki hugmynd um það sem það vill af því það er ekki tilbúið að taka ábyrgð á því, vegna þess að það þarf að breyta einhverju ef það gerir það. Við erum fíklar, við erum háð sársaukanum og því að breyta engu. Í raun og veru erum við bara efnisleg, við erum taugakerfi og við erum njörfuð niður í ákveðið kerfi. Hvort sem það eru jákvæðar eða neikvæðar breytingar þá verða fráhvörf þegar það á að breyta einhverju. Við þurfum að koma inn vitund gagnvart þessum fráhvörfum. Það verða smá óþægindi við að flytja, við að breyta eða gera eitthvað nýtt. Það er alltaf smá áskorun en það á að vera spennandi áskorun en ekki bara áreiti.

Er eitthvað fleira sem þú vilt koma á framfæri?

Varðandi sjálfsvirðinguna, þá fer enginn umfram heimild en heimildin er það rými sem þú hefur veitt þínu hjarta til að opinbera sig. Heimildin er það traust sem þú sýnir þér í samræmi við orkuna. Umfang öndunar er umfang lífs. Það leyfir sér enginn að anda dýpra og meira heldur en honum finnst hann eiga skilið. Við getum ekki leitt meiri orku í gegnum líkama okkar heldur en við getum miðlað. Þá komum við að því „hvað er það sem gerir það að verkum að við erum svona hrifin af því að hugsa um það sem við viljum ekki?“ Svarið er nákvæmlega það sama og með frestunina. Við notum það til þess að tryggja skortinn sem við trúum, þ.e.a.s við erum alltaf að viðhalda heimildinni, við erum að viðhalda ástinni, okkar getu til að vinna úr

og þiggja ljós og ást. Við könnumst öll við það, ég líka, og ástæðan fyrir því að ég veit svo mikið um þetta er sú að ég hef byggt á eigin reynslu, þar sem ég hef laðað að mér tækifæri en ekki getað unnið úr þeim og annað hvort hafnað þeim eða skemmt. Þetta er eins og með mat, ef þú tyggur ekki matinn þinn heldur skóflar honum í þig, þá verður þér ómótt af matnum en samt geturðu ekki borðað of mikið heldur borðar þú bara nægilega mikið til að þjást. Síðan getur þú borðað minna og nært þig. Talandi um það, þá þýðir að borða, að sitja til borðs, að éta, að haga sér eins og dýr en að næra sig þýðir að færa sig nær sér, að elska sig. Þegar maður er að næra sig í vitund, með athygli þá er maður að auka heimild sína. Í raun og veru er maður að auka heimildina til þess að búa til meira svigrúm fyrir hjartað og lungun til að deila ástinni, ljósinu, súrefninu, lífaflinu út í hverja einustu frumu þinnar tilvistar. Þegar það gerist þá kviknar á þér eins og ljósaseríu. Ef til vill er það það sem er svona ríkjandi hjá ykkur unglingunum því þá er ljós ykkar svo sterkt, ástríðurnar eru svo miklar. Þið sem unga kynslóðin, standið þá andspænis því að breyta ekki heiminum heldur sjálfum ykkur og þá breytist heimurinn með af því að viðhorfsbreytingin er kraftaverkið. Þetta er ofsalega einfalt, ef þér leiðist þá er það af því að þú ert leiðinleg/ur ef þú ert þreytt/ur þá er það af því að þú ert þreytandi ef þú ert glöð/glaður þá er það einfaldlega af því að þú ert glöð/glaður. Þú berð ábyrgð á þinni upplifun, enginn annar. Heimurinn er hvorki vondur eða góður, þitt viðhorf er annað hvort neikvætt eða jákvætt.

Er mikilvægt að rækta hið líkamlega til jafns við hið andlega og hvernig hafa jákvæðar og neikvæðar hugsanir áhrif á líðan okkar?

Það er jafn mikilvægt. Það er enginn aðskilnaður, líkami, hugur, sál og tilfinningar, þetta er alveg sama orkan. Það sem menn eru farnir að gera sér grein fyrir er það að það er ekki holdið sem er samnefnarinn heldur sviðið sem er orka, það sem við köllum rafsegulsvið líkamans. Holdið er svo birting innan þess. Líkaminn er faratæki sálarinnar og af því þú ert orkuumbreytir, þá verður þín birting aldrei sterkari heldur en líkaminn býður uppá. Þetta er fyrirtæki og ef það er illa rekið þá skilar það aldrei arði. Ég verð að geta staðið undir minni tilvist líkamlega, huglægt, tilfinningalega og svo andlega, til þess að vera eining þessara birtinga. Ef það er einhverskonar togstreita fyrir hendi, sem við köllum ójafnvægi, þá kemur sundrung og ef líkaminn er ekki í samræmi við hugann og tilfinningarnar, þá búum við til viðnám gagnvart þeirri tilvist og þar verða veikindi. Ef þú ert ekki að rækta einhvern hluta af þinni tilvist, hvort sem það er líkami, tilfinningar, hugur eða sál þá ertu í raun og veru ekki að búa til einingu heldur sundrung. Sú hugmynd að líkaminn sé musteri egósins myndar allt aðra afstöðu, þá erum við í rauninni að fara nota líkamann til þess að viðhalda ótta, hégóma og skorti á sjálfsvirðingu þegar við höldum að líkaminn sé í raun og veru heildin. Þá erum við bara skortur.

Hvernig getum við unnið úr eða losað okkur við valkvíða og frestunaráráttu sem flestir eru haldnir og þá sérstaklega kannski námsmenn?

Það er ekki til valkvíði og það er ekki til frestunarárátta. Valkvíði þýðir einfaldlega að velja að vera kvíðinn. Það er eins og leti er ekki til en það er til áhugaleysi. Þú hefur aldrei séð áhugasaman og ástríðufullan mann latan, það gengur

ekki upp. Ef þú aftur á móti getur ekki veitt athygli af því að þú ert með svo mikla þráhyggju og heldur að þú sért hugsanir þínar, þá ertu bara fjarverandi og þá ertu fjarverufíkill. Síðan talarðu um frestunaráráttu. Að fresta þýðir að ljúga. Það þýðir að ljúga og standa ekki við það sem maður segir og þegar þú frestar og lýgur, þá minnkar sjálfsvirðingin sem þýðir það að þú þarft að refsa þér fyrir það að hafa logið með því að fresta og ljúga

til að viðhalda kvölinni, skömminni sem þú býrð til með því að svíkja þig. Að fresta þýðir hreinlega að ljúga af því að vilji er bara verkefni og það er ekkert sem ég veit um sem kostar eins mikla orku og býr til eins mikla andstyggð í tilveru hjartans og það að ljúga, svíkja, pretta, stela og hafna sjálfum sér með því að segjast ætla að gera eitthvað og gera það síðan ekki. Þannig viðheldur maður í raun og veru fjötrum skortsdýrsins ásamt því að viðhalda sársaukanum með lygum og óheiðarleika. Orðið agi þýðir að segja satt þ.e.a.s ef maður segir ekki satt er maður agalegur en hefur engan aga.

„Þið sem unga kynslóðin, standið þá andspænis því að breyta ekki heiminum heldur sjálfum ykkur og þá breytist heimurinn með af því að viðhorfsbreytingin er kraftaverkið“.

Page 51: Muninn - Haustblað 2013

51

Gætir þú sagt okkur aðeins frá starfseminni hér í Rope yoga setrinu ?

Starfsemin byggist á því að kenna þennan lífsstíl sem við erum að vinna með, og Máttur viljans (2011) er í raun ætluð sem hugvekja og Máttur athyglinnar (2012) er umgjörð fyrir þessa umbreytingu. Þar erum við með sjö vikna prógramm og þá getur fólk annað hvort keypt bókina eða komið á námskeið sem heitir máttur athyglinnar og unnið í gegnum skrefin á sjö vikum. „GlowMotion“ er grunnur þeirrar hugmyndar sem við köllum „GlowMotion lífstílinn“. Það sem ég starfa við frá morgni til kvölds er það sem ég kalla lífsráðgjöf en í því felst að kenna fólki að hámarka orkuna og hvernig það nýtir hana. Orkan getur ekki eyðst, þú getur bara varið hana. Þú getur ekki eytt peningum, það er ekki hægt en þú getur fjárfest og varið þeim í vansæld eða velsæld. Það sem starfið gengur út á hérna í gegnum hreyfinguna er að kenna huglæga næringarásetningu, næringarsálfræði, umbreytingarsálfræði næringarinnar og einnig að reyna að fá fólk til að verða fullkomlega ábyrgt fyrir sínu ljósi, sínu lífi og verja svo viljandi, vakandi, orkunni í það sem það ákveður. Það er svo magnað að þegar ég bið fólk um að skrifa það sem það vill ekki, á vinstri helming af A4 blaði þá hreinlega blæðir pennanum, það flæðir, það fer allt á fleygiferð. Síðan segi ég „allt í lagi, þetta er orðið gott, fimm mínútur eru liðnar“ og þá eiga þau að skrifa á hægri helminginn hvað þau vilja. Þá er allt í einu eins og penninn þorni, bara allt í einu þá „Ha? hvað vil ég?“ fólk veit nákvæmlega hvað það vill ekki af því það er það sem það hefur en það hefur ekki hugmynd um það sem það vill af því það er ekki tilbúið að taka ábyrgð á því, vegna þess að það þarf að breyta einhverju ef það gerir það. Við erum fíklar, við erum háð sársaukanum og því að breyta engu. Í raun og veru erum við bara efnisleg, við erum taugakerfi og við erum njörfuð niður í ákveðið kerfi. Hvort sem það eru jákvæðar eða neikvæðar breytingar þá verða fráhvörf þegar það á að breyta einhverju. Við þurfum að koma inn vitund gagnvart þessum fráhvörfum. Það verða smá óþægindi við að flytja, við að breyta eða gera eitthvað nýtt. Það er alltaf smá áskorun en það á að vera spennandi áskorun en ekki bara áreiti.

Er eitthvað fleira sem þú vilt koma á framfæri?

Varðandi sjálfsvirðinguna, þá fer enginn umfram heimild en heimildin er það rými sem þú hefur veitt þínu hjarta til að opinbera sig. Heimildin er það traust sem þú sýnir þér í samræmi við orkuna. Umfang öndunar er umfang lífs. Það leyfir sér enginn að anda dýpra og meira heldur en honum finnst hann eiga skilið. Við getum ekki leitt meiri orku í gegnum líkama okkar heldur en við getum miðlað. Þá komum við að því „hvað er það sem gerir það að verkum að við erum svona hrifin af því að hugsa um það sem við viljum ekki?“ Svarið er nákvæmlega það sama og með frestunina. Við notum það til þess að tryggja skortinn sem við trúum, þ.e.a.s við erum alltaf að viðhalda heimildinni, við erum að viðhalda ástinni, okkar getu til að vinna úr

og þiggja ljós og ást. Við könnumst öll við það, ég líka, og ástæðan fyrir því að ég veit svo mikið um þetta er sú að ég hef byggt á eigin reynslu, þar sem ég hef laðað að mér tækifæri en ekki getað unnið úr þeim og annað hvort hafnað þeim eða skemmt. Þetta er eins og með mat, ef þú tyggur ekki matinn þinn heldur skóflar honum í þig, þá verður þér ómótt af matnum en samt geturðu ekki borðað of mikið heldur borðar þú bara nægilega mikið til að þjást. Síðan getur þú borðað minna og nært þig. Talandi um það, þá þýðir að borða, að sitja til borðs, að éta, að haga sér eins og dýr en að næra sig þýðir að færa sig nær sér, að elska sig. Þegar maður er að næra sig í vitund, með athygli þá er maður að auka heimild sína. Í raun og veru er maður að auka heimildina til þess að búa til meira svigrúm fyrir hjartað og lungun til að deila ástinni, ljósinu, súrefninu, lífaflinu út í hverja einustu frumu þinnar tilvistar. Þegar það gerist þá kviknar á þér eins og ljósaseríu. Ef til vill er það það sem er svona ríkjandi hjá ykkur unglingunum því þá er ljós ykkar svo sterkt, ástríðurnar eru svo miklar. Þið sem unga kynslóðin, standið þá andspænis því að breyta ekki heiminum heldur sjálfum ykkur og þá breytist heimurinn með af því að viðhorfsbreytingin er kraftaverkið. Þetta er ofsalega einfalt, ef þér leiðist þá er það af því að þú ert leiðinleg/ur ef þú ert þreytt/ur þá er það af því að þú ert þreytandi ef þú ert glöð/glaður þá er það einfaldlega af því að þú ert glöð/glaður. Þú berð ábyrgð á þinni upplifun, enginn annar. Heimurinn er hvorki vondur eða góður, þitt viðhorf er annað hvort neikvætt eða jákvætt.

Er mikilvægt að rækta hið líkamlega til jafns við hið andlega og hvernig hafa jákvæðar og neikvæðar hugsanir áhrif á líðan okkar?

Það er jafn mikilvægt. Það er enginn aðskilnaður, líkami, hugur, sál og tilfinningar, þetta er alveg sama orkan. Það sem menn eru farnir að gera sér grein fyrir er það að það er ekki holdið sem er samnefnarinn heldur sviðið sem er orka, það sem við köllum rafsegulsvið líkamans. Holdið er svo birting innan þess. Líkaminn er faratæki sálarinnar og af því þú ert orkuumbreytir, þá verður þín birting aldrei sterkari heldur en líkaminn býður uppá. Þetta er fyrirtæki og ef það er illa rekið þá skilar það aldrei arði. Ég verð að geta staðið undir minni tilvist líkamlega, huglægt, tilfinningalega og svo andlega, til þess að vera eining þessara birtinga. Ef það er einhverskonar togstreita fyrir hendi, sem við köllum ójafnvægi, þá kemur sundrung og ef líkaminn er ekki í samræmi við hugann og tilfinningarnar, þá búum við til viðnám gagnvart þeirri tilvist og þar verða veikindi. Ef þú ert ekki að rækta einhvern hluta af þinni tilvist, hvort sem það er líkami, tilfinningar, hugur eða sál þá ertu í raun og veru ekki að búa til einingu heldur sundrung. Sú hugmynd að líkaminn sé musteri egósins myndar allt aðra afstöðu, þá erum við í rauninni að fara nota líkamann til þess að viðhalda ótta, hégóma og skorti á sjálfsvirðingu þegar við höldum að líkaminn sé í raun og veru heildin. Þá erum við bara skortur.

Hvernig getum við unnið úr eða losað okkur við valkvíða og frestunaráráttu sem flestir eru haldnir og þá sérstaklega kannski námsmenn?

Það er ekki til valkvíði og það er ekki til frestunarárátta. Valkvíði þýðir einfaldlega að velja að vera kvíðinn. Það er eins og leti er ekki til en það er til áhugaleysi. Þú hefur aldrei séð áhugasaman og ástríðufullan mann latan, það gengur

ekki upp. Ef þú aftur á móti getur ekki veitt athygli af því að þú ert með svo mikla þráhyggju og heldur að þú sért hugsanir þínar, þá ertu bara fjarverandi og þá ertu fjarverufíkill. Síðan talarðu um frestunaráráttu. Að fresta þýðir að ljúga. Það þýðir að ljúga og standa ekki við það sem maður segir og þegar þú frestar og lýgur, þá minnkar sjálfsvirðingin sem þýðir það að þú þarft að refsa þér fyrir það að hafa logið með því að fresta og ljúga

til að viðhalda kvölinni, skömminni sem þú býrð til með því að svíkja þig. Að fresta þýðir hreinlega að ljúga af því að vilji er bara verkefni og það er ekkert sem ég veit um sem kostar eins mikla orku og býr til eins mikla andstyggð í tilveru hjartans og það að ljúga, svíkja, pretta, stela og hafna sjálfum sér með því að segjast ætla að gera eitthvað og gera það síðan ekki. Þannig viðheldur maður í raun og veru fjötrum skortsdýrsins ásamt því að viðhalda sársaukanum með lygum og óheiðarleika. Orðið agi þýðir að segja satt þ.e.a.s ef maður segir ekki satt er maður agalegur en hefur engan aga.

„Þið sem unga kynslóðin, standið þá andspænis því að breyta ekki heiminum heldur sjálfum ykkur og þá breytist heimurinn með af því að viðhorfsbreytingin er kraftaverkið“.

Page 52: Muninn - Haustblað 2013

52

Page 53: Muninn - Haustblað 2013

53

Undir nálinniThe Idler Wheel (2012) - Fiona Apple. Fiona er tilfinningalega hreinskilin og stórbrotin í textasmíði sinni og leggur miklar tilfinningar í smíðina sem koma líkt og frá hjartanu. Textarnir eru mjög ljóðrænir en hún notar gjarnan myndlíkingar og gátur til að vekja hlustandann til umhugsunar. Platan kallar fram tilfinningar á borð við einmanaleika, sorg og ringulreið. The Idler Wheel skilur engan eftir ósnortinn.

III (2012) - Crystal CastlesIII er drungaleg og kraftmikil

raftónlistarplata með óskýrum söng og háværum lögum. Margir telja

þetta vera innihaldslausa raftónlist en ef rýnt er í textana kemur í ljós

að þau eru í raun að segja heiminum stríð á hendur og afhjúpa alla þá

spillingu sem ríkjandi er í alls kyns menningarheimum. Textarnir eru mjög ljóðrænir, innihaldsríkir og

málefnalegir en í textanum er farið yfir ójafnrétti í sinni breiðu mynd.

Boxer (2007) - The NationalBoxer er að okkar mati fegursta plata hljómsveitarinnar. National tekst með plötunni að hrífa hlustandann frá fyrsta lagi til hins síðasta. Devendorf (trommuleikarinn) setur mikinn svip á heildarhljóm tónlistarinnar með einstökum og grípandi trommu-takti. Djúp rödd og ljóðrænir textar Berningers leiða hlustandann í algjört algleymi. Þeir færa nýja dýpt í tónlistina, þar sem skilaboð, tilfinningar og tenging kemst til hlustandans.

Homogenic (1997) - BjörkHomogenic eftir okkar íslensku

Björk er mjög kraftmikil og flott plata. Á þessari plötu sannar hún sig

sem söngkona og textasmiður og sýnir að list og ást er góð uppskrift að tónlist. Hún blandar rokki, raftónlist og poppi saman og skapar með þeim

hætti plötu sem gælir við eyru og ímyndunarafl hlustandans. Þessi

sjaldgæfa blanda fer langt út fyrir mörk hversdagsleikans og fær mann

til þess að hverfa til heima langt frá því sem við þekkjum.

Closer (1980) - Joy DivisionCloser er platan sem markaði

endalok Joy Division. Platan er gríðarlega kraftmikil, þung og

áhrifarík með einkennandi hráum bassalínum en það eitt og sér hafði

mikil áhrif á tónlistarsöguna. Textar Curtis endurspegla svartnættið í

hugarheimi hans sem má rekja til þunglyndis og vanlíðunar. Rétt fyrir útgáfu plötunnar tók Curtis eigið líf.

Þá var hann búinn að velja titilinn „Closer“ og hafði einnig samþykkt

að hafa ljósmynd af grafhýsi á plötuumslaginu.

Eftirlætis lög: Lovesong Pictures Of YouLullaby

Eftirlætis lög: Fake EmpireSlow ShowGreen Gloves

Eftirlætis lög: WerewolfValentineRegret

Eftirlætis lög: KeroseneAffection

Plague

Eftirlætis lög: Unravel

All Is Full Of LoveBachelorette

Eftirlætis lög: The Eternal

IsolationHeart And Soul

Disintegration (1989) - The CureDisintegration með stórhljómsveitinni The Cure er tímalaus plata sem sannar hæfileika hljómsveitarinnar. Þungi, sorg, þrá og söknuður liggur eins og rauður þráður í gegnum texta plötunnar. Angurvær rödd Roberts er engu lík og fær hlustandann til þess að hverfa inn í algjörlega nýjan og draumkenndan hugarheim. Tónlist hljómsveitarinnar er afar fjölbreytileg, allt frá myrkum og þungum tónum yfir í danstónlist af bestu gerð.

Umsjón: Sunna Björk og Viðar Logi

Page 54: Muninn - Haustblað 2013

54

Page 55: Muninn - Haustblað 2013

55

Page 56: Muninn - Haustblað 2013

56

Page 57: Muninn - Haustblað 2013

57

Þann 10. júlí sl. lagði ég af stað í eitt mesta ævintýri lífs

míns. Ég fór til Kanada á vegum Norræna félagsins, verkefnið var kallað Snorri West, og stóð yfir í 4 vikur. Markmið verkefnsins var og er að veita fjórum ungum Íslendingum tækifæri til að ferðast á Íslendingaslóðir í Vesturheimi. Ég fór ásamt þremur öðrum stúlkum og ferðuðumst við um þrjú fylki Kanada; Alberta, Saskatchewan og Manitoba.

Eftir langt ferðalag lentum við sælar en ansi dasaðar í höfuðstað Alberta fylkis, Calgary. Þar var tekið höfðinglega á móti okkur sem og allsstaðar, við upplifðum okkur sem algjörar drottningar. Við dvöldum hjá sex mismunandi fósturfjölskyldum sem áttu það allar sameiginlegt að einhverjir í þeim voru af íslenskum uppruna. Sumir voru meira að segja 100% íslenskir eða eins og kallað er

þar vestra, FBI = full blooded Icelander. Í Calgary fengum við stóra kúrekahatta sem áttu eftir að vera einkennismerki okkar alla ferðina því við gátum eiginlega hvergi geymt þá nema á hausnum á okkur.Við urðum snortnar af fegurð Klettafjalla þar sem við vörðum yndislega fallegum degi, sáum m.a. elg á beit við bílastæði og marga ljósmyndaglaða túrista sem eltu hann. Við stoppuðum líka í þorpinu Markerville þar sem skagfirska skáldið Stefán G. Stefánsson bjó um aldamótin 1900. Í húsi skáldsins komum við auga á nokkur ljóð eftir hann en þar kom skýrt fram hvað hann var mikill Íslendingur í sér, maður upplifði svo sterkt í gegnum þessi ljóð hve hann saknaði Íslands.

Í Edmonton áttum við viðburðaríka daga, skoðuðum m.a. þinghús Albertafylkis og fórum á matgæðingaviðburð þar

sem við smökkuðum á góðgæti. Auðvitað gafst tími til þess að versla og var hann nýttur til hins ítrasta, þar sem verslunarglöð íslensk fljóð hlupu á harðaspretti milli búða sem buðu allskyns afslætti. Eftir mikla matarveislu eitt kvöldið var notalegt að setjast við arineldinn úti en því miður fylgdu ansi mörg moskítóbit í kjölfarið. Bitstuð þeirra eykst til muna eftir því sem líður á daginn og nær hámarki á kvöldin. Þær voru rosalega hrifnar af mér en sú hrifning var alls ekki gagnkvæm!

Í höfuðstað Manitoba, Winnipeg, fórum við á skemmtilegan hafnaboltaleik þó engin okkar vissi í rauninni um hvað leikurinn snerist. En stemningin var rífandi með lukkudýri og öllu. Við skruppum í dagsferð til Mountain í Norður Dakota í BNA á árlegu Íslendingahátíðina þar. Það

Snorri West

Page 58: Muninn - Haustblað 2013

58

Þorbjörg Ída Ívarsdóttir

var sérstaklega gaman að taka þátt í skrúðgöngunni sem er heldur betur frábrugðin þeim sem við höldum hér á Fróni. Fólk gekk ekki, heldur ók í glæsilegum fornbílum, eða dráttarvélum með vögnum í eftirdragi og var íslensku sælgæti dreift til barnanna sem fylgdust með. Síðasta hluta ferðarinnar var eytt í Gimli. Þar er Íslendingadagurinn haldinn hátíðlegur ár hvert með skrúðgöngu, spennandi víkingaþorpi, íslenskum tónlistarviðburðum o.fl.

Ferðin var hreint út sagt frábær í alla staði, mjög vel skipulögð og það sem gerði upplifunina afar sérstaka var að dvelja inni á heimilum fólks

við ríkulega gestrisni. Tvær af okkur stúlkunum spilum á hljóðfæri og vorum við duglegar að nýta tækifæri til þess að ,,gigga“ í Kanada. Hápunktinum var náð þegar við komum fram á jólaballi í íslenskum sumarbúðum. Það var ólýsanlegt að fá að upplifa þau sterku bönd sem tengja okkur Íslendinga við Vesturheim. Elstu kynslóðir núlifandi Vestur-Íslendinga tala mjög góða íslensku og þau voru svo þakklát fyrir að fá tækifæri til þess að tala við okkur á hinu ástkæra ylhýra. Vestur-Íslendingar halda fast í íslenskar hefðir, halda t.d. þorrablót, fagna fyrsta sumardegi og halda þjóðhátíðardaginn hátíðlegan. Eitthvað virðist þó

matarmenningin hafa staðið í stað því við fengum mikið af heimagerðum vínartertum eða lagtertum sem var líklega móðins þegar fyrstu Vestur-Íslendingarnir fóru að búa í Kanada.

Ég mæli eindregið með þessu frábæra verkefni, ég vissi lítið hvað ég var að fara út í, en get ekki beðið eftir að kíkja aftur í heimsókn á Íslendingaslóðir. Fjögurra vikna ógleymanleg ævintýraferð í Vesturheimi, er það ekki geðveikt?

Page 59: Muninn - Haustblað 2013

59

Page 60: Muninn - Haustblað 2013

60 Ljósmyndarar: Ásta Guðrún Eydal og Vaka Mar Valsdóttir

Page 61: Muninn - Haustblað 2013

61Ljósmyndarar: Ásta Guðrún Eydal og Vaka Mar Valsdóttir

Page 62: Muninn - Haustblað 2013

62

Page 63: Muninn - Haustblað 2013

63

Eftirfarandi á fyrst og fremst við um raungreinadeild MA,

einfaldlega vegna þess að henni er ég kunnugur. Ég get ekkert sagt um hvernig staðan er á félagsgreinasviði.Ég er gífurlega þakklátur öllum þeim kennurum sem ég fékk tækifæri til að sækja kennslu hjá á skólagöngu minni í MA, hverjum einum og einasta. Sumum þakklátari en öðrum, eins og gefur að skilja, en heilt yfir er þakklæti það sem er mér efst í huga þegar ég hugsa aftur til kennaranna í MA. Það er ekki þar með sagt að það hefði ekkert getað farið betur. Nei, því fer fjarri. Líklega er mest rúm til bætinga hjá sjálfum mér, ég hefði líkt og svo margir aðrir getað og átt að sinna náminu betur en ég gerði. Þetta vorum við líka minnt óspart á, hvort sem var með hinum miskunnarlausa hætti falleinkunna eða með munnlegum tilmælum kennara, sem sumir hverjir hneyksluðu sig í sífellu á hvernig stæði á því að hér væri kominn lélegasti árgangur í manna minnum. Síðan ég útskrifaðist hef ég reyndar komist að því í samtölum við eldri stúdenta að það virðist vera árlegur viðburður að lélegasti árgangur sögunnar innritist í Menntaskólann.En getur verið að bæta megi kennsluna? Einhverjir úr hópi kennara keppast við að koma sökinni alfarið á nemendur, en eitthvað minna virðist vera um að nemendur bendi á kennara, a.m.k. á opinberum vettvangi. Þó hefur annað eins skeð. Setuverkföll

nemenda hafa átt sér stað. Undirskriftalistar hafa gengið milli nemenda. Formlegar kvartanir hafa verið lagðar fram. Einn MA stúdent sagði mér frá því hvernig þau höfðu talið saman hvað árgangurinn hefði eytt í einkakennslu fyrir tiltekinn áfanga, og taldi það eitthvað í námunda við hálfa milljón.Ómögulegt er fyrir mig að vita hvað fer svo fram bak við tjöldin, hvað skólastjórnendur taka til bragðs þegar svona lagað ber upp. Almennt virðist mér þó helsta ráðið í gegnum tíðina hafa verið að hunsa þessar aðgerðir þar til þær að lokum leysast upp og gleymast, þar til nemendurnir segja skilið við áfangann, stundum námsbrautina og í of mörgum tilfellum sjálfan skólann. Í MA hefur hlutfallið milli félags- og raungreinabekkja breyst gífurlega á síðustu árum, en fyrir ekki meira en tíu árum voru iðulega fleiri eða jafnmargir á náttúru- og eðlisfræðibrautum og voru á mála- og félagsfræðibrautum. Brottfall úr framhaldsskólum almennt á Íslandi er verulegt vandamál og mun algengara en í nágrannalöndum. Eins er óeðlilegt að svo margir sjái ástæðu til að sækja einkakennslu eða sérstök prófundirbúningsnámskeið. Þetta þekki ég af fyrstu hendi, og hef haft ágætis tekjur af. Einhverju þarf augljóslega að breyta.Það sem ég vil sjá er breytt viðhorf. Ég vil að skólastjórnendur taki þá skyldu sína alvarlega að sjá til þess að kennsla sé í viðeigandi gæðaflokki. Miklar kröfur eru lagðar á nemendur raungreinasviðs

MA og því er það ekkert annað en óvirðing að bjóða uppá kennslu sem er ekki í samræmi við þann gæðastaðal sem lagður er á þá. Þetta geta þeir t.a.m. gert með því að hafa kennslukönnun við lok hvers áfanga. Þetta er t.d. gert í HÍ. Þar eru nemendur látnir gefa kennurum og námskeiðum einkunn m.t.t. ýmissa atriða. Ég vil sjá breytt viðhorf hjá kennurum. Þeir eiga að hvetja til gagnrýni og forðast neikvæða hvatningu og niðurrif. Loks vil ég sjá breytt viðhorf hjá nemendum, en það er þeirra að halda uppi eftirliti um gæði áfanganna og að verja eigin rétt á góðri kennslu.Ég var í síðasta árgangi gamla kerfisins. Kannski hefur allt breyst til batnaðar með tilkomu Íslandsáfangakerfisins. Einhverjir prófa nýja kennsluhætti eins og Andri efnafræðikennari, og eiga þeir allt gott skilið fyrir það. En ég held það hljóti að vera að einhvers staðar megi gera betur. Vonandi tekur þessu enginn sem móðgun, það er ekki ætlunin. Vonandi sér fólk líka í gegnum biturðina, ég reyni að forðast hana eftir fremsta megni. Að lokum vil ég endurtaka upphafsorð mín; ég er fyrst og fremst þakklátur kennurum Menntaskólans. En lengi má gott bæta.

METNAÐARLEYSI Í RAUNGREINADEILD MA

Örn Dúi Kristjánsson

Page 64: Muninn - Haustblað 2013

64

Unnur Anna Árnadóttir er 18 ára menntaskólamær sem hefur svo sannarlega nóg á sinni könnu. En hliðar þess að sinna náminu stundar hún og kennir dans hjá Point dansstúdió, vinnur á Hamborgarafabrikkunni og reynir að eyða sem mestum tíma með fjölskyldunni. Það kom því kannski ekki á óvart þegar að þessi unga athafnakona ákvað að bæta við sig enn frekar og stofna bloggið Cakes of Paradise um eitt af sínum uppáhalds áhugamálum, bakstur . Við fengum því Unni til þess að segja okkur aðeins nánar frá sér og áhugamáli sínu.

Hvað fékk þig til að stofna matarblogg?

Það var alltaf verið að spyrja mig af hverju ég væri ekki með blogg og margir hvöttu mig til þess að stofna svona kökublogg svo ég ákvað bara að slá til og líkar það svona vel.

Hvenær kviknaði áhugi þinn á bakstri?

Ég hef alltaf haft gaman af bakstri. Ég var mjög dugleg að baka með mömmu þegar ég var lítil og við bökum reyndar oft saman ennþá. Ætli það sé ekki pínu henni að „kenna’’ að ég hafi svona gaman af bakstri.

Ef þú myndir nefna einn uppáhalds rétt hver myndi hann vera?

Uppáhaldsbakstur þá? Ég hef alltaf haft mjög erfitt með að velja eitthvað eitt uppáhalds. Ég er mikið fyrir allt með sítrónubragði, eins og amerísku sítrónubökuna, sítrónu möffins og sítrónukökuna sem má allt finna á blogginu mínu. En döðlumöffins með marengs og karamellu eru líka ofarlega á listanum.

Hve oft bakar þú?

Ég reyni að gefa mér tíma til þess að baka svona einu til tvisvar sinnum í viku en undanfarið hef ég verið mjög upptekin og hef því ekki haft eins mikinn tíma til þess og ég myndi vilja.

Myndirðu íhuga bakstur sem atvinnu?

Já, ég gæti alveg hugsað mér að vera með lítið krúttlegt köku-kaffihús eða eitthvað álíka.

Ef þú gætir valið um nám upp á nýtt, myndirðu taka sömu ákvörðun og þú gerðir eða hefðirðu valið eitthvað sem tengist bakstri, eða jafnvel eitthvað allt annað?

Góð spurning. Ég gæti að sjálfsögðu hugsað mér að vera núna á listnámsbraut í VMA. En MA er æðislegur skóli og ég gæti eiginlega ekki hugsað mér að hafa aldrei farið í MA. Ég held að ég hafi þurft að fara á raungreinasvið til að átta mig á því að það sé svið sem ég stefni ekki á í framtíðinni.

Hvað hyggstu gera eftir útskrift?

Ég stefni á að fara í Hússtjórnarskólann í Reykjavík næsta haust. Svo langar mig að ferðast og stunda nám á fleiri stöðum en á Íslandi. Mig langar að læra margt, t.d. dans, kökuskreytingar, grafíska hönnun, fatahönnun, myndlist og fleira.

Nú fer jólabaksturinn að hefjast, hvað bakar þú?

Við fjölskyldan bökum bara þetta týpíska, lakkrístoppa og piparkökur. Svo gerum við oft kökur sem heita speglakökur, ömmu karamellur og sörur.

Hafrakökur með sultuhjarta.Kökurnar:2 dl heilhveiti2 ½ dl möndlumjöl5 dl haframjöl kurlað í mjöl½ tsk salt1 ¼ dl hlynsíróp1 ¼ dl matarolía (stóð repjuolía en ég notaði ISIO4)1 dl berjasulta

Sultan:300 g frosin hindber60 g hrásykur

Setjið í pott og sjóðið við vægan hita þar til það verður þykkt (ca 15-20 mín) Blandið þurrefnunum saman í skál. Hrærið saman hlynsírópi og olíunni og hellið saman við þurrefnin. Blandið með sleif eða höndum þarf ekki hrærivél. Látið deigið hvíla í 15 mín. Mótið kúlur úr deiginu og gerið holur eins og hjarta í laginu og fyllið þær með sultunni. Bakið í 15-20 mín við 175°C

Hægt er að nálgast bloggið á cakesofparadise.wordpress.com Agnes Heiða Skúladóttir tók myndir

Umsjón: Vaka Mar Valsdóttir

Page 65: Muninn - Haustblað 2013

65

Unnur Anna Árnadóttir er 18 ára menntaskólamær sem hefur svo sannarlega nóg á sinni könnu. En hliðar þess að sinna náminu stundar hún og kennir dans hjá Point dansstúdió, vinnur á Hamborgarafabrikkunni og reynir að eyða sem mestum tíma með fjölskyldunni. Það kom því kannski ekki á óvart þegar að þessi unga athafnakona ákvað að bæta við sig enn frekar og stofna bloggið Cakes of Paradise um eitt af sínum uppáhalds áhugamálum, bakstur . Við fengum því Unni til þess að segja okkur aðeins nánar frá sér og áhugamáli sínu.

Hvað fékk þig til að stofna matarblogg?

Það var alltaf verið að spyrja mig af hverju ég væri ekki með blogg og margir hvöttu mig til þess að stofna svona kökublogg svo ég ákvað bara að slá til og líkar það svona vel.

Hvenær kviknaði áhugi þinn á bakstri?

Ég hef alltaf haft gaman af bakstri. Ég var mjög dugleg að baka með mömmu þegar ég var lítil og við bökum reyndar oft saman ennþá. Ætli það sé ekki pínu henni að „kenna’’ að ég hafi svona gaman af bakstri.

Ef þú myndir nefna einn uppáhalds rétt hver myndi hann vera?

Uppáhaldsbakstur þá? Ég hef alltaf haft mjög erfitt með að velja eitthvað eitt uppáhalds. Ég er mikið fyrir allt með sítrónubragði, eins og amerísku sítrónubökuna, sítrónu möffins og sítrónukökuna sem má allt finna á blogginu mínu. En döðlumöffins með marengs og karamellu eru líka ofarlega á listanum.

Hve oft bakar þú?

Ég reyni að gefa mér tíma til þess að baka svona einu til tvisvar sinnum í viku en undanfarið hef ég verið mjög upptekin og hef því ekki haft eins mikinn tíma til þess og ég myndi vilja.

Myndirðu íhuga bakstur sem atvinnu?

Já, ég gæti alveg hugsað mér að vera með lítið krúttlegt köku-kaffihús eða eitthvað álíka.

Ef þú gætir valið um nám upp á nýtt, myndirðu taka sömu ákvörðun og þú gerðir eða hefðirðu valið eitthvað sem tengist bakstri, eða jafnvel eitthvað allt annað?

Góð spurning. Ég gæti að sjálfsögðu hugsað mér að vera núna á listnámsbraut í VMA. En MA er æðislegur skóli og ég gæti eiginlega ekki hugsað mér að hafa aldrei farið í MA. Ég held að ég hafi þurft að fara á raungreinasvið til að átta mig á því að það sé svið sem ég stefni ekki á í framtíðinni.

Hvað hyggstu gera eftir útskrift?

Ég stefni á að fara í Hússtjórnarskólann í Reykjavík næsta haust. Svo langar mig að ferðast og stunda nám á fleiri stöðum en á Íslandi. Mig langar að læra margt, t.d. dans, kökuskreytingar, grafíska hönnun, fatahönnun, myndlist og fleira.

Nú fer jólabaksturinn að hefjast, hvað bakar þú?

Við fjölskyldan bökum bara þetta týpíska, lakkrístoppa og piparkökur. Svo gerum við oft kökur sem heita speglakökur, ömmu karamellur og sörur.

Hafrakökur með sultuhjarta.Kökurnar:2 dl heilhveiti2 ½ dl möndlumjöl5 dl haframjöl kurlað í mjöl½ tsk salt1 ¼ dl hlynsíróp1 ¼ dl matarolía (stóð repjuolía en ég notaði ISIO4)1 dl berjasulta

Sultan:300 g frosin hindber60 g hrásykur

Setjið í pott og sjóðið við vægan hita þar til það verður þykkt (ca 15-20 mín) Blandið þurrefnunum saman í skál. Hrærið saman hlynsírópi og olíunni og hellið saman við þurrefnin. Blandið með sleif eða höndum þarf ekki hrærivél. Látið deigið hvíla í 15 mín. Mótið kúlur úr deiginu og gerið holur eins og hjarta í laginu og fyllið þær með sultunni. Bakið í 15-20 mín við 175°C

Hægt er að nálgast bloggið á cakesofparadise.wordpress.com Agnes Heiða Skúladóttir tók myndir

Umsjón: Vaka Mar Valsdóttir

Page 66: Muninn - Haustblað 2013

66

Page 67: Muninn - Haustblað 2013

67

Í Menntaskólanum á Akureyri fer árlega fram busun en henni fylgja líka árlegar kvartanir. Foreldrar og

stjórnendur skólans hafa áhyggjur og áfram heldur sama ferlið; þetta ár verður ár breytinganna! ,,Busunin

verður afnumin! Förum saman í göngu þar sem hápunktur ferðarinnar verður á fjallstindi og nemendur og

starfsmenn fallast í eitt stórt hópknús’’. Kærleikur!

Á milli busa og böðla mega ekki myndast tengsl þar sem böðlar eru ætíð einstaklega vondar

fyrirmyndir og allir busar verða alkóhólistar af félagsskapnum. En hey, stöldrum aðeins við. MA er bestur!

Eða ég heyrði það allavega. Hvaða annar skóli hefur allar sínar samkomur áfengis- og vímuefnalausar, fær alla

til að taka þátt í súmba kennslu á geðræktardegi, syngur Hesta-Jóa svo hátt að húsið nötrar og kemur saman í

hundraðatali í menningarferð á vegum skólans?

Við samanburð á öðrum skólum má nefnilega sjá að Menntaskólinn á Akureyri og nemendur hans

standa sig með afburðum. Bjórkvöld og reifböll eru í það minnsta ekki haldin hér á vegum skólans eins og

dæmi er um annars staðar en því er ég stolt. Þess vegna segi ég; hrósið okkur, klappið okkur á öxlina og

kyssið okkur á kinnarnar. Vegna þess að það sem vel er gert á skilið hrós og verður endurgoldið.

Page 68: Muninn - Haustblað 2013

68

Sumarið 2011 var Ísak nokkur Valsson valinn humoristi Lundarskóla á Akureyri. Síðan þá hefur leiðin legið niður fyrir Ísak en engu að síður höfum við hér óyggjandi sannanir fyrir því að einu sinni var Ísak með kímnigáfu sem óhætt er að segja að hafi verið einstök. Ofangreindur brandari er tekinn af brandarasíðu viðkomandi, isakvalsson.blogspot.com . Síðan hefur ekki verið uppfærð lengi, en aðeins tíminn mun leiða það í ljós hvort Ísak treystu sér að snúa aftur á netið.

Mingi hefur greinilega gert garðinn frægan á fleiri stöðum en MA. Þessi munnmælavísa heyrðist á bændamóti austur í Þingeyjarsýslum.

Texti geymdur í héraðs- skjalasafninu á Akureyri. Kenningar tengdar höfundi eru margar; líklegast er að vísan hafi verið gerð af náttúrufræðibrautarnema. Hugsanlegt er að vísan hafi verið rituð af nema sem var nýkominn úr tíma hjá háttvirtum stærðfræðikennara Dr. Áskatli Harðarsyni.

Höfundur ókunnur. Möguleiki er að Hjálmar Sigurðsson hafi gert þessa ferskeytlu þegar hann lá eins og oftar, nærri hungurmorða upp í rúmi, upp á vist. Höfundur er þó líklega Gunnar Örn Stephensen.

Þessi texti var sendur Muninsstjórninni. Höfundur er með öllu ókunnugur. Hulda Lilja? Freyr Baldurs? Tómas Bjarna?

upptökuprófin fær greitt

Page 69: Muninn - Haustblað 2013

69

I don’t think I could write you a poem,the only ones I’ve written were for teachers,assignments, where we didn’t get graded on creativity or emotionbut the big complicated words.In reality you don’t need the big complicated words, on the countrary;if you use them you’re bound to get beaten upwith words, or objects,(it’s showing off)and I can’t really tell you which is more painful though,(bruises heal but words stick) but I can use the big words just as I can use the small ones,and I prefer the small ones,and maybe that says a lot about me, I would rather take the easy route than spend ‘precious’ timeon putting together a sentence with the longest elaborate explanation of something,only to convince someone to make up their sentences based on how long they’ll keep me around,based on words.This is what I’d write if I were to tell you how I care for you in an assignment made to be put in front of a teacher to judge;Dearie, (that’s what you’re called here)because you’re the dearest person I’ve ever had the pleasure of conversing with.(This is where I’ll start; at the beginning.)He, is one of the most genuine persons you’ll find roaming this earth, even though he’d rather be roaming March or Venus in search for a poet to fall in love with or an artist to share a drink with.(This is the part where they already know who I’m talking about because I’ve written about you bfore...)His allure stems from the way he’ll make you talk endlessly about everything and anything that comes to mind and you only experience the slightest bit of embarrassment even though you just told him everything about you in a matter of minutes.

He is a delight to talk to and he can turn a day you would normally describe as “hell” into a cloudy Monday where the sun is still fighting for her right to shine, even though on most days that fight would have been lost, he’s like fuel.Cloudy Mondays are best spent in bed - talking to him,or anywhere - talking to him.He’s not a miracle worker, I’m not taking it that far... But he’s something very unique.He’s fascinating, almost enthralling, even though he doesn’t believe he’s anything special really, he doesn’t realize he’s nothing BUT special.He’s my Tetris cube, the long blue one, the one that saves my ass right before its ‘GAME OVER’. He’s the friend I trust and count on.(This is the part where I can’t find the words to finish, this is the part where my grade drops because I’ve never been good at endings, so I’d rather skip them... And this is where I’ve spent an hour thinking how to end this, and realized there’s only one thing left to say)I love him. He’s very close to my heart and that’s where I’ll always keep him, as long as he wants to stay.He’s a part of my dysfunctional family, made up of friends that all mean a lot to me, of friends I love, and he’s one of my favourites. (Even though families aren’t supposed to have favourites, we all know that rule is always broken...)Those were the big words, this is how I’d tell you with the smaller ones; Ugh, you’re such an idiot. (I still like you.)

Thelma Rut

Page 70: Muninn - Haustblað 2013

70 Darri Rafn HólmarssonNámufélagi

Njóttu þess að vera í námi

Landsbankinn landsbankinn.is 410 4000

Náman léttir námsmönnum lífið með hagstæðari

kjörum, námslánaþjónustu, fjölbreyttum sparnaðar-

leiðum, fríðindum og sveigjanlegri þjónustu.

Kynntu þér kosti Námunnar á www.naman.is og á Facebook.

Page 71: Muninn - Haustblað 2013

71

Umsjón:Guðmundur Karl,

Valgeir Andri og Viðar Logi

Hvað er að frétta?Alveg mjög lítið bara. Bara VMA og síðan bara ekkert meira.

Sagan segir að sem busi hafi myndast sterk vinabönd á milli þín og Vilhjáms Herrera, þáverandi varaformanns Hugins. Heyrið þið félagarnir eitthvað í hvor öðrum?Njaaa, svona mjög lítið sko, en það gerist alveg inn á milli að við hittumst.

Hvaða kennara saknar þú mest úr Íslandsáfangum? Hver kom þér helst í gegnum þessa fjórföldu kennslutíma?Sko, sá sem ég sakna mest… Ég held ég verði að segja Arnar. Eða hérna, Önnu Siggu.

Ungur fluttistu til Noregs og snérir aftur löngu síðar til Íslands mun víðsýnni en áður. Hvað gerðist í Noregi?Úff, það gerðist svo mikið í Noregi. Þú getur bara sagt að ég prófaði allt í Noregi. Segjum það bara.

Hver voru þín fyrstu kynni af alvöru gettói? Myndir þú flokka Eyrina sem alvöru gettó?Mín fyrstu kynni af alvöru gettói voru í Noregi. Og nei, ég flokka eyrina ekki sem gettó. Jújú, þetta er gettó Akureyrar. En hún er samt ekki gettó.

Hvaða fatamerki og menn heilla þig mest þegar kemur að tónlist og fötum?Í fatamerkjum myndi ég segja Black Scale og En|Noir og kannski 10 Deep. Tónlistarmenn, það eru margir sko. En ef ég þyrfti að velja þá lýt ég rosalega upp til Kanye Wests. Ekki bara í tónlist heldur líka bara föt. Og hérna, síðan er það sama um A$AP Rocky. Ef ég myndi taka einn enn, bara út af tónlist, þá er það, ég ætla að vera geðveikt týpískur en þetta er bara einn besti tónlistarmaður sem hefur verið, það er Eminem.

Hvað áttu marga snapbacks?Þeir eru 18 í dag.

Það er kannski ekki mörgum kunnugt en þið félagarnir Heimir BJ eruð skyldir blóðböndum. Er enginn möguleiki á samvinnu í tónlistargeiranum í framtíðinni?Maður verður bara að sitja og sjá. Ég er alltaf að semja eitthvað svona inn á milli, samt er ekkert reddí ennþá.

Myndiru segja að þú værir hipster?Að vissu leyti langar mig að segja já, út af því að það er sumt sem mig langar að eiga, sem mig langar bara að ég eigi. En þú veist, ekki neinn svona sérstakur hipster. En jú, kannski að vissu leyti má segja það.

Ertu Trap Lord? og ef svo er, hvað er Trap Lord?Trap Lord er bara semsagt Trap-tónlistin. Sérstaklega svona innan við Trap-rapp rappsins. Það er einn í A$AP sem heitir A$AP Ferg, hann er Trap Lord og þetta er bara svona skemmtilegt nafn.

Ert þú á bakvið A$pMA?Nei. Bara nei. Ég er ekki maðurinn á bakvið AspMA en ég vildi óska að ég væri það.

Þá er það spurningin sem allir bíða eftir svari við. Kemur þú aftur í MA?Þetta er ekki einföld já eða nei spurning. Þetta er spurning um það hvort ég standist í VMA, þá fæ ég að koma aftur í MA. Þannig ég ætla ekki að lofa neinu, en við getum alveg verið svona nokkuð viss.

Page 72: Muninn - Haustblað 2013

72

Steingeitin (22. desember - 19. janúar)Dúllan mín, þú þarft ekkert að stressa þig svona. Kysstu lífið og lífið kyssir þig. Það gera reyndar peningarnir líka. Þú þarft ekkert að hafa áhyggjur af þeim, þú veist, peningarnir rúlla bara inn. Þú skalt bara hugsa um að eyða þeim. Vertu síðan ekkert að drífa þig í ástamálunum. Þetta reddast alltaf. Mundu bara, ef þú rembist og rembist þá kemur ekkert út og þú stendur eftir með lélegt bak. Þetta er farið að vera vandamál meðal geita í MA.

Vatnsberinn (20. janúar - 18.febrúar)Elsku honníbonníið mitt. Við erum ekki með neinar góðar fréttir fyrir þig. Þér verður dömpað. Það er bara þannig. Enmundu bara að endirinn á einu er upphafið að öðru. Líttu bara á björtu hliðarnar, fáðu þér pítsu á fimmtudögum, flokkaðu rusl með Arnari. Vertu samt undirbúinn. Þegar makinn labbar inn og er að fara að segja þér upp mjög kurteisislega, stattu upp og segðu honum að þú hafir haldið framhjá honum. Það ætti að kenna honum.

Fiskurinn (19. febrúar - 20. mars)Æji þú ert svo lummó. Hættu því. Við vitum líka alveg að þér finnst þú ekki vera að fá nóga athygli, en trúðu mér, þú ert að fá hana. Þú veist ekki hversu grjótleiðinlegt þetta drama í þér er. Af hverju þarftu að vera með vesen ef allt er í himnalagi? Hafðu bara gaman og vertu með. Hlustaðu á tónlist og dansaðu, já, dansaðu bara. Lærðu samt að dansa fyrst, farðu í PríMA, farðu í einkakennslu til Unnars. Já, fólk sem kann ekki að dansa er pirrandi.

Hrúturinn (21. mars - 19. apríl)Shit. Þú þarft að taka ákvörðun og það meira að segja stóra. Líður þér illa í vinnunni? Í sambandinu? Ákvörðunin sem þú ættir að taka er að hætta bara. Stattu upp og hættu. HÆTTU, NÚNA! Svo er það algengur misskilningur að þú þurfir að eiga allt. Þú þarft ekki að eiga allt, þú þarft bara að vera allt. Stattu þig vel í skóla, í vinnunni, í rúminu. Þá fyrst verður þú ánægður með sjálfan þig. Fyrir áhugasama höfum við heyrt að Baldur Finns taki að sér einkakennslu í því síðast nefnda.

Nautið (20. apríl - 20. maí)Við vitum alveg að það er meget sexý að vera bara heima að tjilla. Þú ættir samt að gera minna af því, þú ert ekkert að græða á þessu. Hættu þessu! Farðu út, farðu í LMA og spjallaðu við Örnu eða hittu Sillu í TeMA, hún er æði. Í staðinn fyrir að hugsa svona mikið um það hvað aðrir hugsa um þig, hugsaðu um hvað þér finnst um þig. Persónulega finnst mér þú mjög töff, þér ætti að finnast það líka. Samt innan skynsemismarka.

Tvíburinn (21. maí - 20. júní)Elsku tvíburi, þú þarft ekkert að vera svona feiminn, horfðu bara á Gumma og Pésa. Þú ert frábær og fólk vill vera með þér, OPNAÐU ÞIG, FJANDINN HAFI ÞAÐ! Þú ert alltaf svo hress, nei. Þú lýsir upp daginn hjá öllum sem sjá þig, nei. Brostu, knúsaðu og kysstu, nei, ekki kyssa. Það er bara perraskapur. En án djóks, vertu hress og einn daginn verður þú jafn flott og Ída. Eða jafnvel Goddur og það í leðurbuxunum.

Krabbinn (21. júní - 22. júlí)Okay, flott að þú viljir lúkka fitt og allt það en þú þarft ekkert að búa í ræktinni. Hvernig ætlar þú að hitta framtíðarmakann ef þú ert bara í ræktinni? Allir vilja líta vel út og ég held að það séu allir sammála um að þú sért frábær, á þinn hátt, bara á þinn hátt samt. Nei djók, þú ert frábær, haltu því áfram. Farðu niður í bæ og fáðu þér ögn meira en þú gerir venjulega. Það mun borga sig, ég ætla ekkert að segja hvað gerist næst. Eða jújú, you’re gonna get laiiid.

Ljónið (23. júlí - 22. ágúst)Elsku börn, þið eruð ekki fullkomin. Þið, eins og allir aðrir, ættuð oftar að láta fólk vita hvað þið eruð að fara að gera næst, því þið eigið það til að taka skelfilegar ákvarðanir. Djammið mun sanna það fyrir ykkur á næsta ári. Ekki samt vera hrædd við að fara á djammið. Hittið bara SlamMA og þau munu kenna ykkur hvernig á að gera þetta. Svo höfum við líka heyrt að G-Unit eigi yfirleitt djammið, spurðu hann um ráð. Svo veistu líka að DeLonge er sjaldan langt undan.

Meyjan (23. ágúst - 23. september)Þú ert búin að vera að standa þig vel, í flestu, ekki öllu samt, þú ert ekkert gallalaus. Þú ert samt sjálfstæð. Slepptu því að hlusta á aðra, þau vita ekki neitt. Nei okei, breytum þessu,hlustaðu á aðra, því þú veist ekki neitt. Stundum þarftu að taka kommentum og ef þú gerir það gætir þú átt einhvern séns niður í bæ um helgar ;). Sögur segja að þær veiðiferðir hafi ekki verið að skila neinum árangri hjá þér.

Vogin (23. september - 22. október)Vogin er frábær, í smáum skömmtum. Það er bara svoleiðis. Ef þú lemur einhvern, þá ert þú lamin til baka. Það er alveg eins með gleðina, vertu glöð, þá eru aðrir glaðir! Þú munt kynnast nýju fólki, meira að segja mjög mörgu fólki. Mundu bara að lemja það ekki, því þá lemur það þig ekki. Ég veit að fólk horfir stundum á þig eins og þú sért með pítsu í kvosinni á mið-vikudegi. En það meinar samt ekkert illt með því, líttu á þetta sem hrós. Þú þarft á því að halda. Samt er þetta ekki hrós.

Sporðdrekinn (23. október - 21. nóvember)Þú heldur oft að þú sért harðasti tappinn en því miður, þú ert það ekki. Það vorkennir þér enginn, svo hættu að vorkenna þér sjálfur. Ef þig langar að gráta, gráttu. Þú ert ekki svona mikið grjót, hleyptu þessu bara út. Gerðu það. FARÐU AÐ GRENJA! Ekki leyfa fólki að draga þig niður með skíta-kommentum, segðu frekar bara „dröööllastu“ við það. Svo ætlum við nú ekkert að spoila öllu sem gerist á næsta ári, en við skulum orða það svona: Þú hittir einhvern sem þér mun þykja vænt um. Það endist samt bara í tvo mánuði.

Bogmaðurinn (22. nóvember - 21. desember)Þó þú vitir margt þá þarftu ekkert að nudda öðru fólki upp úr því, því annað fólk er heimskt. Þú ert maðurinn, mundu það. Svo ertu búinn að vera í einhverju brasi með sambandsmálin. Þú ert búinn að vera lengi að leita að hinum eina rétta maka og þú munt finna hann. En vertu ekkert að drífa þig. Þó þú hafir eignast kærustu þarftu ekkert að vera giftur eftir 3 daga. Svo gleymir þú stundum að líta á björtu hliðarnar. Þó að Valdís felli þig í stærðfræði skaltu ekkert fara í fýlu, hugsaðu frekar um það hvað þú fékkst góða einkunn hjá Svessa í íslensku.

Page 73: Muninn - Haustblað 2013

73

Steingeitin (22. desember - 19. janúar)Dúllan mín, þú þarft ekkert að stressa þig svona. Kysstu lífið og lífið kyssir þig. Það gera reyndar peningarnir líka. Þú þarft ekkert að hafa áhyggjur af þeim, þú veist, peningarnir rúlla bara inn. Þú skalt bara hugsa um að eyða þeim. Vertu síðan ekkert að drífa þig í ástamálunum. Þetta reddast alltaf. Mundu bara, ef þú rembist og rembist þá kemur ekkert út og þú stendur eftir með lélegt bak. Þetta er farið að vera vandamál meðal geita í MA.

Vatnsberinn (20. janúar - 18.febrúar)Elsku honníbonníið mitt. Við erum ekki með neinar góðar fréttir fyrir þig. Þér verður dömpað. Það er bara þannig. Enmundu bara að endirinn á einu er upphafið að öðru. Líttu bara á björtu hliðarnar, fáðu þér pítsu á fimmtudögum, flokkaðu rusl með Arnari. Vertu samt undirbúinn. Þegar makinn labbar inn og er að fara að segja þér upp mjög kurteisislega, stattu upp og segðu honum að þú hafir haldið framhjá honum. Það ætti að kenna honum.

Fiskurinn (19. febrúar - 20. mars)Æji þú ert svo lummó. Hættu því. Við vitum líka alveg að þér finnst þú ekki vera að fá nóga athygli, en trúðu mér, þú ert að fá hana. Þú veist ekki hversu grjótleiðinlegt þetta drama í þér er. Af hverju þarftu að vera með vesen ef allt er í himnalagi? Hafðu bara gaman og vertu með. Hlustaðu á tónlist og dansaðu, já, dansaðu bara. Lærðu samt að dansa fyrst, farðu í PríMA, farðu í einkakennslu til Unnars. Já, fólk sem kann ekki að dansa er pirrandi.

Hrúturinn (21. mars - 19. apríl)Shit. Þú þarft að taka ákvörðun og það meira að segja stóra. Líður þér illa í vinnunni? Í sambandinu? Ákvörðunin sem þú ættir að taka er að hætta bara. Stattu upp og hættu. HÆTTU, NÚNA! Svo er það algengur misskilningur að þú þurfir að eiga allt. Þú þarft ekki að eiga allt, þú þarft bara að vera allt. Stattu þig vel í skóla, í vinnunni, í rúminu. Þá fyrst verður þú ánægður með sjálfan þig. Fyrir áhugasama höfum við heyrt að Baldur Finns taki að sér einkakennslu í því síðast nefnda.

Nautið (20. apríl - 20. maí)Við vitum alveg að það er meget sexý að vera bara heima að tjilla. Þú ættir samt að gera minna af því, þú ert ekkert að græða á þessu. Hættu þessu! Farðu út, farðu í LMA og spjallaðu við Örnu eða hittu Sillu í TeMA, hún er æði. Í staðinn fyrir að hugsa svona mikið um það hvað aðrir hugsa um þig, hugsaðu um hvað þér finnst um þig. Persónulega finnst mér þú mjög töff, þér ætti að finnast það líka. Samt innan skynsemismarka.

Tvíburinn (21. maí - 20. júní)Elsku tvíburi, þú þarft ekkert að vera svona feiminn, horfðu bara á Gumma og Pésa. Þú ert frábær og fólk vill vera með þér, OPNAÐU ÞIG, FJANDINN HAFI ÞAÐ! Þú ert alltaf svo hress, nei. Þú lýsir upp daginn hjá öllum sem sjá þig, nei. Brostu, knúsaðu og kysstu, nei, ekki kyssa. Það er bara perraskapur. En án djóks, vertu hress og einn daginn verður þú jafn flott og Ída. Eða jafnvel Goddur og það í leðurbuxunum.

Krabbinn (21. júní - 22. júlí)Okay, flott að þú viljir lúkka fitt og allt það en þú þarft ekkert að búa í ræktinni. Hvernig ætlar þú að hitta framtíðarmakann ef þú ert bara í ræktinni? Allir vilja líta vel út og ég held að það séu allir sammála um að þú sért frábær, á þinn hátt, bara á þinn hátt samt. Nei djók, þú ert frábær, haltu því áfram. Farðu niður í bæ og fáðu þér ögn meira en þú gerir venjulega. Það mun borga sig, ég ætla ekkert að segja hvað gerist næst. Eða jújú, you’re gonna get laiiid.

Ljónið (23. júlí - 22. ágúst)Elsku börn, þið eruð ekki fullkomin. Þið, eins og allir aðrir, ættuð oftar að láta fólk vita hvað þið eruð að fara að gera næst, því þið eigið það til að taka skelfilegar ákvarðanir. Djammið mun sanna það fyrir ykkur á næsta ári. Ekki samt vera hrædd við að fara á djammið. Hittið bara SlamMA og þau munu kenna ykkur hvernig á að gera þetta. Svo höfum við líka heyrt að G-Unit eigi yfirleitt djammið, spurðu hann um ráð. Svo veistu líka að DeLonge er sjaldan langt undan.

Meyjan (23. ágúst - 23. september)Þú ert búin að vera að standa þig vel, í flestu, ekki öllu samt, þú ert ekkert gallalaus. Þú ert samt sjálfstæð. Slepptu því að hlusta á aðra, þau vita ekki neitt. Nei okei, breytum þessu,hlustaðu á aðra, því þú veist ekki neitt. Stundum þarftu að taka kommentum og ef þú gerir það gætir þú átt einhvern séns niður í bæ um helgar ;). Sögur segja að þær veiðiferðir hafi ekki verið að skila neinum árangri hjá þér.

Vogin (23. september - 22. október)Vogin er frábær, í smáum skömmtum. Það er bara svoleiðis. Ef þú lemur einhvern, þá ert þú lamin til baka. Það er alveg eins með gleðina, vertu glöð, þá eru aðrir glaðir! Þú munt kynnast nýju fólki, meira að segja mjög mörgu fólki. Mundu bara að lemja það ekki, því þá lemur það þig ekki. Ég veit að fólk horfir stundum á þig eins og þú sért með pítsu í kvosinni á mið-vikudegi. En það meinar samt ekkert illt með því, líttu á þetta sem hrós. Þú þarft á því að halda. Samt er þetta ekki hrós.

Sporðdrekinn (23. október - 21. nóvember)Þú heldur oft að þú sért harðasti tappinn en því miður, þú ert það ekki. Það vorkennir þér enginn, svo hættu að vorkenna þér sjálfur. Ef þig langar að gráta, gráttu. Þú ert ekki svona mikið grjót, hleyptu þessu bara út. Gerðu það. FARÐU AÐ GRENJA! Ekki leyfa fólki að draga þig niður með skíta-kommentum, segðu frekar bara „dröööllastu“ við það. Svo ætlum við nú ekkert að spoila öllu sem gerist á næsta ári, en við skulum orða það svona: Þú hittir einhvern sem þér mun þykja vænt um. Það endist samt bara í tvo mánuði.

Bogmaðurinn (22. nóvember - 21. desember)Þó þú vitir margt þá þarftu ekkert að nudda öðru fólki upp úr því, því annað fólk er heimskt. Þú ert maðurinn, mundu það. Svo ertu búinn að vera í einhverju brasi með sambandsmálin. Þú ert búinn að vera lengi að leita að hinum eina rétta maka og þú munt finna hann. En vertu ekkert að drífa þig. Þó þú hafir eignast kærustu þarftu ekkert að vera giftur eftir 3 daga. Svo gleymir þú stundum að líta á björtu hliðarnar. Þó að Valdís felli þig í stærðfræði skaltu ekkert fara í fýlu, hugsaðu frekar um það hvað þú fékkst góða einkunn hjá Svessa í íslensku.

Page 74: Muninn - Haustblað 2013

74

Page 75: Muninn - Haustblað 2013

75

Page 76: Muninn - Haustblað 2013

76

Page 77: Muninn - Haustblað 2013

77

Page 78: Muninn - Haustblað 2013

78

Þakkir fáArnar Már Arngrímsson, Eyrún Huld Halldórsdóttir, Gunnhildur Ottósdóttir, Sverrir Páll Erlendsson og Valdimar Gunnarsson fyrir prófarkarlesturArnar Ari Lúðvíksson og Úlfur Bragi EinarssonAllar mömmur hópsins, fyrir að vera frábærarAllir ljósmyndararAlma Oddgeirs fyrir að dæla út frjálsri mætinguAnna Eyfjörð fyrir tillitsemi og yndislegheit (Andri og Ívan sakna þín)Aron Freyr Heimisson fyrir að eyða afmælisdeginum í að gera forsíðuÁsdís Birta Árnadóttir fyrir góðar myndir og að vera dóttir ljósmyndasnillingsins Árna GeirsÁsta Guðrún Eydal fyrir að nenna öllu brasiBaldur Vilhjálmsson fyrir hlý teppi og góðan sófaDefensor Moris fyrir að dvelja meðal vorElsku bestu fyrirsæturnar í myndaþættinumFyrirsætur í auglýsingum fyrir að vera til í alltGreinahöfundar fyrir framlag sittHrafnhildur Jóna Hjartardóttir fyrir góðan minnislykil og ágætar myndirHuginn fyrir að vera góðir grannarÍsafold og ÁsprentJólagarðurinn fyrir hlýjar móttökurJón og Snorri húsverðirLena Birgisdóttir fyrir góða förðunMAFAMAMargrét Helga Erlingsdóttir fyrir ábendingar og góðan tónlistarsmekkMargrét Steinunn Thorarensen fyrir frábæra íslenskukunnáttu og hjálpsemiRauði herinn fyrir úthugsaðar spurningar („Eru þetta ekki útiskór?“)Te & KaffiTvíbbar: Evertsdætur, Gísladætur, Snædælingar, Bjarnadætur og Grænlendingur

Þakkir fá ekki

Brotni stóllinn (sorry Baldur)Gellan í busakvosinni sem sagði neiHandæðið hjá Andra, Gumma og ÍvaniHneturnar í MyMA kompunniAndsetta tölvumúsin með sjálfstæða viljannSafnið okkar af myglupizzumSvefnleysi og meðfylgjandi pirringur ritstýruÞýska photoshop-ið hennar Ösru

Page 79: Muninn - Haustblað 2013

79

Page 80: Muninn - Haustblað 2013

80