rímur af andra jalli - vefsetur hauks jóhannssonar ... skal dilli fína fá fjörið stilla...

76
Rímur af Andra Jalli ortar af skáldunum Síra Hannesi Bjarna sini og bónda Gísla Konráðs sini Útgefnar eptir handriti ins síðar nefnda Úr fyrstu kvöldvökubók Kristmundar Jóhannssonar Goðdal

Upload: danganh

Post on 06-May-2018

265 views

Category:

Documents


2 download

TRANSCRIPT

Page 1: Rímur af Andra Jalli - Vefsetur Hauks Jóhannssonar ... skal dilli fína fá fjörið stilla gálginn má. Utan eigi eg leisa líf líka sjálf viljuður geira sveigur gefi víf grimt

Rímur af

Andra Jalli

ortar af skáldunum

Síra Hannesi Bjarna sini og

bónda

Gísla Konráðs sini

Útgefnar eptir handriti ins síðar nefnda

Úr fyrstu kvöldvökubók Kristmundar Jóhannssonar

Goðdal

Page 2: Rímur af Andra Jalli - Vefsetur Hauks Jóhannssonar ... skal dilli fína fá fjörið stilla gálginn má. Utan eigi eg leisa líf líka sjálf viljuður geira sveigur gefi víf grimt

Úr fyrstu kvöldvökubók Rímur af Andra Jalli Kristmundar Jóhannssonar

2011-09/12-02

Á fyrsta tug tuttugustu og fyrstu aldar afhenti Jón Stefánsson bóndi á Broddanesi Herði Haukssyni frænda sínum nokkrar stílabækur sem hann hafði erft eftir móður sína Guðbjörgu, dóttur Kristmundar Jóhannssonar, bónda í Goðdal. Kristmundur hefur skráð á þessar bækur

fagurri rithendi ýmist efni, bundið og óbundið, eflaust ætlað til flutnings á kvöldvökum.

Haukur Jóhannsson hóf tölvuskrásetningu 2011-05-15 eftir „fyrstu kvöldvökubók“ sem svo er hér nefnd, harðspjaldastílabók (16 x 20 cm). Staf- og greinarmerkjasetningu er sem næst haldið. Bundið mál er oftast skrifað í belg og biðu í handritinu, en skipt í vísur við tölvu-

skráningu. Blaðsíðutal í ljósriti af handriti er táknað með skáletruðum tölustaf í hornklofum (t.d. [2]) við upphaf hverrar síðu (nema þeirrar fyrstu). Á stöku stað er handritið óljóst.

Bókstafir sem tölvuritari hefur bætt inní eða breytt að líkum eru skáletraðir.

Rímur af Jómsvíkinga Sögu eru fremst í fyrstu kvöldvökubók og þekja 54 síður. Þá tekur við Sagan af Eýríki frækna á 29 síðum. Síðan koma Rímur af Andra Jalli, á 104

tölusettum síðum.

Page 3: Rímur af Andra Jalli - Vefsetur Hauks Jóhannssonar ... skal dilli fína fá fjörið stilla gálginn má. Utan eigi eg leisa líf líka sjálf viljuður geira sveigur gefi víf grimt

Úr fyrstu kvöldvökubók Rímur af Andra Jalli Kristmundar Jóhannssonar 1. Ríma

2011-09/12-02 1

Rímur af

Andra Jalli

ortar af skaldunum Síra Hannesi Bjarna sini

og bónda Gísla Konráðs sini

1 Ríma Góinsbingja gnægt var léð, gram sem nefndist Logi Hálendingum ráða réð, rausn höfðingja stórri með Þegar úngur þengill var, þótti hreisti maður, höggva þúngur harla snar, hátt þá súngu bæsingar Fleins á storði full röskur, fir þó sjóli væri, nú var orðin aldraður, og ey sem forðum hugdjarfur Lánga tíð með sóma sið, sínu stírði ríki ekkert stríðið aðra við átti lið í ríkmennið Blíður vinum buðlúng snar bítti mundar fönnum en stríður hinum vondu var víst ólinur til hefndar Gildur randa gautur sá góða drottning átti af Bjarmalandi gulls réð gná grams ríkjandi dóttir fá Ragna kölluð dír var drós digða fönsuð gnöttum fjekk af öllum höldum hrós hírlind þöllin birtu sjós

En hversu metin vel sem var vísis beðjan fríða um hana getur ekki par optar letur sögunnar Áttu hjónin arfa þann öld sem Helga nefnir á því fróni engin fann urnes bóna ver slíkann [89] 2 Bíður þokka sér af sá sjóla fríði kundur liðaðist hrokkið höfði frá hár í lokkum mjaðmir á Fallega var á fót komin furðu snar og sterkur ey nam spara örleik sinn öllum þar með góðvikinn Brands til þinga síst var seinn sverði slingur beitti hátt þar singur hjalta teinn hans jafningi fanst eý neinn Undan lúðra geirs við gný garpi neinum vildi hjör sá gnirði hlífar í Helgi Prúði nefndist því Sjóla dóttur sjáleg var Svanhvít nefndist píkan hún í þróttum bestu bar blóma og gnóttir kvenndigðar Sú var fríðust drósa drós digð og trigðum búinn samnefnd víðis ljósa ljós landsins príði hrós og rós. Aptara nauðum rekka réð, ráða dáðum búinn, gefnin auðar ör á féð, auðgaði snauða gjöfum með. Sinnis mikja sútin vann, svofnes bríkar nanna; hennar líka hvergi fann, heims um ríkið nokkur mann.

Þættist heppinn hildar teins hlinur sá það veit jeg er mætti hreppa aðra eins, og eý henni sleppa sjer til meins. Þegar kundur Konungs var, kaskur fimtán ára, gekk á fundin gilva snar geira lundur mál fram bar. Skjöldúng fá mjer skip og lið, skal eg burtu halda hauðri frá með hermanns sið, svo hefja nái járna klið Eykur nauðir armóður öðrum grams hjá ríkjum þitt er eý hauður þriðjúngur þú ert dauðans fátækur Síst oss líkar sitja þjer svo sem píkur heima auka ríkið fús eg fer og fofnes síki næla mér Þig nær dauðans þjáir pín það jeg heitið streingi þinn skal auðin eignast fín og einnið hauðrið sistir mín Mektugðra ríkji og meiri auð mér skal hjörin veita hels í díki hneppa skauð helst það míkir vora nauð. [90] 3 Ef að spillir auðar gná ættar lægri halur hann skal dilli fína fá fjörið stilla gálginn má. Utan eigi eg leisa líf líka sjálf viljuður geira sveigur gefi víf grimt ef heyum járna kíf Helgi glósum hætta fer hilmir ansa náði fíla sjós og menn hjá mér máttu kjósa sjálfur

Page 4: Rímur af Andra Jalli - Vefsetur Hauks Jóhannssonar ... skal dilli fína fá fjörið stilla gálginn má. Utan eigi eg leisa líf líka sjálf viljuður geira sveigur gefi víf grimt

Rímur af Andra Jalli Úr fyrstu kvöldvökubók 1. Ríma Kristmundar Jóhannssonar

2 2011-09/12-02

Vel því súða teistur tals tólf af flota mínum hildar skrúða hríð í vals og hugar prúða viði fals Ríki higga þú munt þér þunds í hreti vinna og makt sem tiggja miklum ber en meyri ey þiggja stirk af mér. Mig þó grunar milding kvað, meður þitt eindæmi, hjörs þó dunum herðir að, heppnast muni vart þér það. Hrokin valla hjálpa má höldum stórt að vinna kappin snjalli þiktist þá og þótti kallin ýlla spá Burtu reyður grams son gekk, gilva naumast kvaddi, og að breiðum upsa bekk, örfva meyðum safnað fjekk. Ljósin báru hárs hallar hildar gildu vinir hér með kláru hlífarnar huldar tárum freys sviptar Sels á búðir settu þar síðan víðis karfa Helgi prúði hrós sem bar herin knúði til ferðar. Beyð ey lengi þjóðin þá þirst á gustin vanda leistu streingi storði frá strax svo gengu skip út á Upp svo voðir vinda þar veinaði og kveyn í streingjum hrissur boða hnarreistar höfrúngs troða brautirnar Geysa álinn gotar sæs græðis svæðið austur meður hlini handar snæs hrönnin dinur kári blæs.

Háðist róma hér og þar, hrundi sundið æða, Helgi sóma hrepti snar, hrós og ljóma þángvallar. Brjótar sverða geddu geim, glaðir víða kanna, eg eý ferðast fæ með þeim, til filkis verð að snúa heim Loga stíður lukkunnar, leingi gengið blíða, yndi og friður faðmast þar fleins eý kliður leikin var. [91] 4 Þenna vetur þjóðin greyð þáði náðir bestu en burt set eg austra skeið aðra feta skal hún leið. Nadda þórar nefndu þar Nóatúnin austur jarlar fjórir fundust þar feikna stórir skélmerar Þeirra faðir Þrimur hét þengill jötun heima lið þeir skaða hjörs við hret hver þeim maður undan lét. Hétu Ljótur Þrándur þar Þráinn má svo nefna harðaði grjóti haus hver bar holdið sóti líkast var Grenjuðu voða hljóð með þá hömuðust ramir bófar valt þeim froða vitum frá vóru þeir hroðalegir þá Engin brandur bíta kann bræður hræðilega fjórði Andri vera vann vesti fjandi þótti hann Nasa flár og út eigður ekkert hárið bar hann andlits blár og biksvartur á búkin sára munnljótur

Kjaptin þandi kolsvartan kampurin tók á bringu engin brandur bíta kann berserk Andra hamramann Aldreý bar hann hjálm né hlíf harður var hann kallin með hamfari hjörs við dríf hölda sparar þegi líf Ofsa digur aulin var öllum tröllum hærri hann þó vigur vænan bar voðalegu skelfingar Gapti slinni glóðrauðar glórði í hvarma tírur hlíra sinna vestur var vonsku stinnur digða spar Ræntu bræður Rússíam rupluðu brendu drápu meður skæðir hildar ham heljar æðis vöktu glam Börvar korða safna seim sveiptir heiptar móði engin þorði í austur heim á ben storði mæta þeim Andra fildi fólsku þjóð full af tröll dóms æði gaurar trildir grimm með hljóð gnöguðu skildi vígs á slóð Drótt spilandi drikkju að dag einn fagran situr hljóðs sér Andri hraustur bað hlinir branda veittu það Eg hefi spurt hann Andri er af Háloga fróni eitt fagurt að fljóð þar er flesta kurt og príði ber Svanhvít heitir hringa ná hennar kennist bróðir Helgi beitir hjalla ljá hrekur sveitir lífi frá

Page 5: Rímur af Andra Jalli - Vefsetur Hauks Jóhannssonar ... skal dilli fína fá fjörið stilla gálginn má. Utan eigi eg leisa líf líka sjálf viljuður geira sveigur gefi víf grimt

Úr fyrstu kvöldvökubók Rímur af Andra Jalli Kristmundar Jóhannssonar 1. Ríma

2011-09/12-02 3

Hennar faðir lofðúng lands Logi er sagt að heiti firrum hraður fleins við dans en fjör gamlaður nú til sanns [92] 5 Þángað halda fljótt eg fer freyu spjalda biðja brands að hjaldri hugdjarfir hlinir skjalda filgi mér Lítt á málga lengi fer ef Logi frúr mér sinjar, hann á gálga heingjum vér en Helga sálga streingirnir Súða drifið svani á mar sveitir teitu mínar skrúða hrifið hárs gustar húð upp rífið sænornar Kjaptin skælir sér hver sinn surtur furta legur og svo mælir Andri minn æfar sælist viljin þinn Hildar klæði þrifu þá þrjótar hræði legir hark og æði heira má hristist svæðið til og frá Búa skeyðir tóku til trúi eg greyðir væru snúa leið að hnísu hil hnúa gleyðir um það bil Settu skeyðir sjóin á seglin strax upp festa kári greyðir þægur þá þeirra leiðir höfnum frá Fólsku liðir flíta sér fram um glamma strindi græðis híða gotarnir Gandvík síðan inn firir Hratt finnandi hafnar mið hlunn jór bandi tjóðra biður Andri brinjað lið brátt á landið gángið þið

Bragnar reisa búðirnar bræður trildir síðan ránar eisu ataðar ólmir geisa til hallar Sat að drikkju þjóðin þíð, þengli gömlum meður nú við hnikkir hallar lið þeir horðu á gikki lánga tíð Andri snarast orð með greyð innar grams að borði sögn fram bar og síst við beyð sir þú hari laus frá neyð Dróttir segja dögling þú dóttir eigir væna gullhlaðs eý mér giptu nú í gríðar þey oss kær er sú Gilvi sveita svarar til sendir skeita tríldum þitt eg heiti heira vil hinn fram þeitir mála bil Allir meina eg Anda jall álfar fleina kenni þori eg reina randa spjall og rekka skeina blóðs um hjall Hölda sóa heill og ró hlírar díru mínir úr Túnum Nóa norðan þó núna dróum hvals á mó Eggja pín og eldi vér eiddum Russía veldi ríki þínu heldur hér hrings ef línu gefur mér [93] 6 Helga ræðu hef eg spurt hann gaf svanna frónið þann eg hræðist hvergi furt hann af svæði skal á braut Þitt má hlína higgju skrín af happa kappa mægðum því ættin mín er meyri en þín makt og rínartjósin fín

Filga bræður mínir mjer magnaðir æði trölla dugin hræða þeir úr þér og þúsund skæð af trildum her Láttu svarið laust úr þér lúin og elli móður Andri hara traustum tjer tiggi spara raust eý fer Bónorðs aldrey bragnar för bráðari náðu heira slíkt má halda heimsu pör hér við staldra eg géfa svör Þriggja nátta frest vil fá friði liðið haldi fir en gátt eg gull beðs þá gefi sáttur vald þitt á Andri stríður um nöldrar undan drátt á slíku þó um síðir því lofar þrjár hann bíði næturnar Skjöldúng þjóða skikkast þér skjótt þá til vor koma heim oss bjóða í höll með þér hrings og tróðu festa mér Utan vilji járna jel jöfur heldur reina og lángi til að hljóta hel hjörs í bil af sára þjel Kært er mér þó höggvist hlíf hrotta slætti viður mál því er að láta líf lofðung þér um yggjar víf Skal en dírum skjalda njót skikka kostin þriðja okkar hlíra hverjum mót hjörs óríran sendu brjót Gaman mundi oss þikja það þreyta slíka viður eina stund um eggja hlað Andri skundar svo af stað

Page 6: Rímur af Andra Jalli - Vefsetur Hauks Jóhannssonar ... skal dilli fína fá fjörið stilla gálginn má. Utan eigi eg leisa líf líka sjálf viljuður geira sveigur gefi víf grimt

Rímur af Andra Jalli Úr fyrstu kvöldvökubók 1. Ríma Kristmundar Jóhannssonar

4 2011-09/12-02

Kóngin hót eý kvöddu þar kauðar hræði legu mikið blótað bræðrum var brags hér ljóta smíð endar Góða næðið greiðist mér glóða móðu hildi ljóða ræðum leiðast fer Lóðins flæðið eyðist hér

Page 7: Rímur af Andra Jalli - Vefsetur Hauks Jóhannssonar ... skal dilli fína fá fjörið stilla gálginn má. Utan eigi eg leisa líf líka sjálf viljuður geira sveigur gefi víf grimt

Úr fyrstu kvöldvökubók Rímur af Andra Jalli Kristmundar Jóhannssonar 2. Ríma

2011-09/12-02 5

2 Ríma Firri tíma falla ríman náði sem þeir bræður burt úr höll brunuðu skjæðir fram á völl Fjöld í vaða tirfings blaða runnar en gilvi láða gull skorð fann greindi tjáða sögu hann. Orð sín bæði og Andra ræðu greindi síst við stansa seimgrund réð síkling ansar spaugi með [94] 7 Hef eg frjett af hreisti nettum jarli mörgum knárri er maðurinn minn er skárri biðillinn Oss að höndum hætta vönd er komin verra stand til veit eg ey en verða Andra festar meý Ef þú stríðir arfan gríðar viður dauðan bíður þar af þú þinn og líður allur nú Mað járni og eldi eyðir veldi þínu mig hér tekur síðan sá sæmda hrekur standi frá Heldur játa hirðir plátu skaltu örgum mér en þú og þjóð þurfir hér að missa blóð Skjótt nú hari skaltu fara sjálfur með týunda mann héðan móts við skunda glanna þann Minni kveðju með hann gleðja skaltu síðan heim til hallar bjóð hömuðum beim með allri þjóð Segðu ef vilji surtur hilja tíru mig með æru ekta frí ekki væri ef móti því Vissi eg það að vel gáfaður mundi líst fansaður laufa grjer og líka maður firir sér

Þú eý mundir þórs á sprundi heldur manndóms hót við margreindan mágin hljóta vænni en hann Skildi án biðar skjóma viður halda heim með yður hallar til og hitta skriðu hinna bil Brúðkaup drekki blíður rekkur síðan þrettán nátta fresti frá og fríðri hátti gullskorð hjá Firri þegi fleina sveigir megi brúðkaups vinda efnum að umsvif hindra stórleg það Fríðir líðir fái tíð á meðan það mun linda láta sér lómurinn sinda trúðu mér Kongurin tér og kampin fer að strjúka ætlaðu þjer að eiga hann irpu verin bölvaðann Fir í eldi öld og veldi brenni jöfur ansa fögur fer fjarðar glansa lind og tér Harmi þvinguð heldur springa vil eg en sálgi kauðin sveit og þér síðan nauðgi loksins mér En minn því spáir muni þrásamlega aldreý fá mun Andri mig ekki má eg villa þig [95] 8 Dögling eina draums í leini falda fer eg ræðu færa þér friggan drögu grana tér Jarl Héranda hirðir branda nefni Elfeý ræður austur frá ógnaskæður hjörs í þrá. Hermannlegur hár og digur jarlin gagn ráðslingur ramefldur rómu þingum alvanur

Page 8: Rímur af Andra Jalli - Vefsetur Hauks Jóhannssonar ... skal dilli fína fá fjörið stilla gálginn má. Utan eigi eg leisa líf líka sjálf viljuður geira sveigur gefi víf grimt

Rímur af Andra Jalli Úr fyrstu kvöldvökubók 2. Ríma Kristmundar Jóhannssonar

6 2011-09/12-02

Eyarstjóri á sér fjóra niðja hernað rækja þeirra þrír þaktir lækja björtum fír Ber Hárekur bræðra þrekið mesta Hrómundur í högna þrá og Herrauður kann mengi slá Fjórði Högni flestum brögnum stærri eldhús gögnin um síslar aldreý fögnuð mikin bar Alfur hneita engin veit hans krapta jafnan hljóður hjörfva grér hvergi þjóða vinsæld ber Eg því spái spaungin tjáir veiga hann eða engin fríi oss frá fanta mengi er stríðir á Fram úr hófi Háreks grófur ofsi gánga líðum þikir þó þjóðum bíður enga ró Hugaður og harðefldur í rómu stór og fríður stála ver steipir líðum hels í kver Ern og Hrafni eyðir drafnar bríma átu safnað opt getur ey sér jafnan neinn metur Hlírar gæddir hreisti klæddir brinjum unda bilgjur æsandi ætíð filgja Háreki Helga orðin hristir korða spurði einnið minni fegurð frá fjekk hann sinna skipti þá Hroka fjáður heitíð náði strengja með bræðrum sínum brims um hlað bróður mínum leita að Hann við berjast hildar merja skrúða hverugur meyra hafi lið hart í geira kafaldið

Fold Herrauður fest sér auðar hefur hrósið þjóða hlítur meý hersis jóð úr Hvítings eý Faðir bráður fundið ráð mitt heirðu hér á láði hef eg Finn hann er dáða skjót leikin Þessi vendi þegn með sendi bréfi hröð og skil það hindrist ey Háreks til í Hvítings eý [96] 9 Honum bjóð þú hafnar glóða nönnu völdin lands og virða lið ef vill hann Andra berjast við Andri má þó ekki fá það vita harða meyna eg Háreks lund hann mun reina að frelsa sprund Bræður munu bæsings dúnum vanir her sinn búa harðneskum og hingað snúa ferðunum Finnurinn þaðan ferða hraður vendi fund Héranda hraðast á herm í vanda málum frá Áform hlíra hara dírum segi minn er grunur geira þór gremjast muni lindis stór Þar mun Högni hírast brögnum meður ljóst mig grunar lofn gulls kvað leita muni hann bræðrum að Ef situr jallin sögu spjallið viður og hreyfir eý til heiptar sér horfna segi eg giptu mér Að þó gætur gef þú mæti Finnur hvað feðgarnir hjalað fá hreisti gjarnir til mín þá Finnurinn sendi fór sem hendi veifi en tölti sjóli tjöldum að tvinna sólin réði það

Page 9: Rímur af Andra Jalli - Vefsetur Hauks Jóhannssonar ... skal dilli fína fá fjörið stilla gálginn má. Utan eigi eg leisa líf líka sjálf viljuður geira sveigur gefi víf grimt

Úr fyrstu kvöldvökubók Rímur af Andra Jalli Kristmundar Jóhannssonar 2. Ríma

2011-09/12-02 7

Að búð kom þar inni vomar drukku handa bandi og bugði með buðlung Andra heilsa réð Andri tér og augunum fer að hvima blíður í máli brosleitur bör er stála fámennur Mínir allir orkusnjallir bragnar skulu án ef þjóna þér þú ef gefur Svanhvít mér. Hilmir landa hirðir randa svarar hennar firir hönd eg fór hökla stirjar finna þór Kveðju bera kæra þér frá henni beiddi spjalda bríkinn mig berjast aldrey viður þig Að nær tjöldum traustir höldar gengu gullbaugs nanna gat þig séð girnast manninn slíkan réð Svo leist á þig selju bráins túna, að eý vill kjósa annann mann, ástar ljós um svanna brann. Fram þar orðin auðar skorðu tjáði Andri gildur gegna fer gjöra skildugt játum vér [97] 10 Hverja bæn og kvað sem væn júngfrúin af mér hljóta higgur mæt henni móti síst eg læt Í höll hjá yður hraustu liði meður skal eg dvela þar til þér þorna selju gefið mér Festi Andri fofnis sanda nönnu friður gerðist þá með þeim þengill ferðast síðan heim Annan dag í öðlings fagra höllu Andri gekk og þjóðin þá þar svo drekkja kera lá

Svanhvít var nú sveitum þar og meður hír við Andra hringa lín hans berandi kjapti vín Ekkert fljóðið fegra þjóðir sáu Andra stóð við stikurnar stigð og móðinn duldi þar Hann við lindi lauka indi festi þrettán líða nætur ná nálgast tíðin brúðkaups þá Frá hér sný eg Finnurin því sér hraðar þángs um hil og Herjans meý Háreks til í Hvítings eý Hann þá finnur Hárek svinnan kveður honum miðan hilmis fær hann tók við og las því nær Honum brá og hlíra þá við talar Loga sjáið letur hér lauka ná hann bíður mér Ef felli eg Andra fránum brandi meður fæ eg landið frúna lið fofnes sand og kóngs nafnið Það er en mig örmum spennir gæfa þar kóngurin mér bíður frú björgólfs sennu vænsta nú Síst má þrjótur svartur hljóta píku hana eg skjótar frelsa fer frá þeim ljóta hirju ver. Brinju klæðumst bifurs klæði þrífum Loga svæði siglum að sækjum klæða nipt í stað Andra deiðum og hans leiðu bræður hverugur beið þá hlíra við her til reiða brands í klið Hjúpum klæðast hildar æða síðan ofan að græðir ýttu fram otrum flæðar síls í damm.

Page 10: Rímur af Andra Jalli - Vefsetur Hauks Jóhannssonar ... skal dilli fína fá fjörið stilla gálginn má. Utan eigi eg leisa líf líka sjálf viljuður geira sveigur gefi víf grimt

Rímur af Andra Jalli Úr fyrstu kvöldvökubók 2. Ríma Kristmundar Jóhannssonar

8 2011-09/12-02

Segl út þöndust saung í böndum reiða beitu söndum bláu frá birtings löndin þá út á Kári gjóstar kólgan slóst um skeiður froðar brjóstum aldan á ægir hóstar kaldur þá [98] 11 Hárek liðið herða biður streingi hvals á miði sviptum síst seglum niður það mér líst Adreý slotar ægis gota mæði, uns Háloga hafnir á hlupu togum festast þá Land á þeysa lægis eysu bjóðar búðir reisa bráðir þar bræður geysa til hallar Þeim með níu þegnar frýu gengu þessir halda höldar tólf hallar taldir inn á gólf Þar var glaumur gleði og straumur horna jallin Andri glatt bar geð gott hugsandi um brúðkaupið Nú Hárekur hreisti frekur náði kveðju vekja kóngi lands kallin tekur orðum hans Hermdi síðan heirðu liðastírir hingað reyð eg hlunna mar hennar biðja Svanhvítar Gef mér sjóli gargans stóla nönnu gleði bólin inst mín á auðnu sólin ljómar þá Svarið vandar sjóli randa njóti hún er Andra hraustum jáð hljóta að standa traust þau ráð Hárek segir hirði eg eigi parið um þær festar eða hinn allra vesta skelmirinn

Ætla eg að auðnu tregur bófi hafi nauðgað þar til þér þilju auðar festa sér Fir skal randa rjóðum brandur granda en að fjandin flái sá fái sanda bráins ná Þá við ræðu reyðist skæður Andri blístrast tekur búkurin blikaðan skekur stál hausin Herma vann svo hver er glanni þessi er gabba kann þá seima sól sem eg ann um higgju slóð Djarfar fólið finst eý sólu undir þér skal borga þetta hjal þig á morgun drepa skal Hárek móti hjörfra brjóti svarar hlíri sóta hamramur heirðu ljóti þeijar búr Þvó skal brandur blóði Andri þínu svartari þeigi sá eg hund þér sómir eigi bauga hrund [99] 12 Það mig dreimir þig mun teima skollin neðstu sali nábóls á nóar kvalir fær þú þá Þegar lísir þú mátt rísa á fætur og koma víðan völlinn á við skulum stríða baugs um gná Bæsing reiðum bragna sneiðum fjöri hari storðar halda skal og hringa skorðan alt sitt tal Andri hlær svo höllin nær því skelfur við sína granna sagði hann sjáið þið mannin vitlausann Engin þorði á benstorði korða, hristir forðum hvetja mig, hels að borði lángar þig.

Page 11: Rímur af Andra Jalli - Vefsetur Hauks Jóhannssonar ... skal dilli fína fá fjörið stilla gálginn má. Utan eigi eg leisa líf líka sjálf viljuður geira sveigur gefi víf grimt

Úr fyrstu kvöldvökubók Rímur af Andra Jalli Kristmundar Jóhannssonar 2. Ríma

2011-09/12-02 9

Hárek síðann hilmir blíða kveður veik úr höll með hlírum þar hrós af öllu mengi bar Tjöldin fundu friðar stundu þáðu hlý gekk undir hlírnes glóð hreptu blundu um njörva jóð Svefna grómi sviptir rómu bíða þegar ljómar láð eý gló lundur skjóma hver sig bjó Hlífar tóku hrotta sköku mundum bræður vaða búðum frá brögnum raða niður þá Það menn spjalla þar að valla sæi vígs á hjalli vænni þeim virða snjalla þar um heim Mikil hæfa marga gæfan prettar hennar tíðum hjálp er veik hjerna líði núna sveik Eý við bíður Andri síðan tekur auðs hjá hlíði orðlofið út að stríða Hárek við Mjög blóðþistir branda kvistir trildu vaða mistar engið á óma hristist beðjan þá Rænu skála reiði bálið steikti lítið gaman að þeim er allir hamast bræðurnir Hlífum þaktir hristu nakta skjóma áfram hrekur ýlskan þá úr þeim lekur froðan grá Hnjám að vaða hauðrið svaðalegir niður raða síðan sér sagnar vaður slitin er Glóða víðis góðlind hlíðin fríða ljóða smíði hljóti hér hróðrar klíðin ljóta þver [100] 13

Page 12: Rímur af Andra Jalli - Vefsetur Hauks Jóhannssonar ... skal dilli fína fá fjörið stilla gálginn má. Utan eigi eg leisa líf líka sjálf viljuður geira sveigur gefi víf grimt

Rímur af Andra Jalli Úr fyrstu kvöldvökubók 3. Ríma Kristmundar Jóhannssonar

10 2011-09/12-02

þriðja Ríma Faldist óður áður þar, auðar slóð í dæld þagnar sem í blóðið sárþistar saman tróðu filkingar Heirði lúðra hvellan gný hárs nam brúður titra því hrottar gnúðust hlífar í holund spúði dreyra því Heirast mundu skjalda sköll skírt kvað undir dverga höll skógar drundu skulfu fjöll skílvings stundi beðjan öll Fagra hvelið huldi hast hildar jelið ofsa hvast hremsan gelur brinjan brast brögnum helið að snarast Spíttist blóðið benjum frá bragnar tróðu fallin ná hníkars glóðin brendi blá beggja þjóðir hjörs í þrá Stála rjóðum fargast fró frekan vóðu dreyra sjó einn þar stóð sem annar dó ýmsir tróðu helveg þó Allur friður eyddur var engin biður lækningar hjörs á miði helsærðar hnigu niður kempurnar Ímsir mistu auð og frið aðrir ristir voru á kvið nokkir gistu valin við veinuðu tvistir blóðs um mið Óa mönnum álms við stír í stór hrönnum valkestir geirs á rönnum gegn særðir gnötruðu tönnum hálfdauðir

Hlífar sprengast holdi frá hnigu drengir völlin á stóð svo lengi stála þrá stíft fram gengu bræður þá Háreks móti mengi snar í mækja róti fram geisar vestra nóti Þrándur þar þrællin Ljótur með honum var Geirs í verki Þráin því þjóðir lerkar vals um dý tólf berserkir fildu frí fóla sterkum dörs við gný Geist fram stríður Andri óð ótta bíður Háreks þjóð firða sníður fossar blóð feldi líð í jötun móð Æfur harin hjörs í klið hlíra sparar eigi lið eins og tjaran andlitið eikst því snarast mann fallið Engin verjast Andra má, auðuns merjast klæðin grá, í höggji hverju sjö drap sá sókti heljan pilta þá Til axla mundir báðar bar briðju kundur dreirugar við jaxla stundum stál glamrar storðin undir sártitrar [101] 14 Illa skaptan hristi haus með hömuðum kjapti gjarn á raus fram úr kjapti froðan gaus fólin gapti sómalaus Tirfing meður til og frá trildur veður jallin þá varga seður ætum á æða treður storkin ná Hömuðum undan hrökkur lið hirju kundur vígs um svið branda þundum gaf ey grið grenjaði stundum fólmennið

Gnæpur þrammar beljar blóð benja dammur huldi lóð hjörs við glamm því hnígur þjóð Háreks fram þar merki stóð Hans þar bræður biksvartir og bófar skæðu svip ýllir hart fram æða hamramir höldar mæðast þeim firir Nú Héranda sinir sjá svona standa eý búið má ólmir branda stæltu stjá stundi landið viður þá First Hrómundur fram þá reið fleins að þundum rendi skeyð margan sundur snarpur sneyð snerrulundur við eý beyð Irpu kund svo einum þá örva lundur mælti sá hraustri mundu brandi brá berlings tundri leiprar frá Sneyddi hlífar hvessingur hausin klífur sárbeittur brinju rífur biksvartur bófin stífur nár fellur Annan feldi fóla þá fjölnes eldi rauðum brá hausin skeldi herðum frá hlúnkaðist veldi skrokkur á Vanur brand í blóði þvo, britjaði fjanda átta og tvo, meyðir branda margan vo, menn deyandi hnigu svo. Neitti handa hetjan greið, hann ey branda þrautum kveið fram í Andra filking reyð fól drepandi mörg um leið Vals um hauður hræðast fer, herin trauður því að er, níðhögg blauður bíður hver bjarga nauðum hels frá sér

Page 13: Rímur af Andra Jalli - Vefsetur Hauks Jóhannssonar ... skal dilli fína fá fjörið stilla gálginn má. Utan eigi eg leisa líf líka sjálf viljuður geira sveigur gefi víf grimt

Úr fyrstu kvöldvökubók Rímur af Andra Jalli Kristmundar Jóhannssonar 3. Ríma

2011-09/12-02 11

Þýar niður þröstur hét Þráin biður heipt af grét darra kliðar hertu hret Hrómund við um mistar flet Okkur hrekur alla hann ofsa frekur ben kvarðann bitran skekur blóðugann bragna tekur fljótt heljann Merkið Þröstur bófa bar blóðs í röstum fram steðjar heiptar köstum knúður þar kafin löstum forsmánar Hildar vendi híðir lið honum stendur engin við heiptum brendur hatar frið að Hrómund rendi þrælmennið [102] 15 Harðan reiðir hjalta nað Hrómund greiðir slagið það skjöldin sneyðir bæsings blað blakkin deyðir eins í stað Hrómund knífi hjalta brá heiptin svífur rekkin á hægra stífir handlegg frá hinn vill lífi forða þá Undan lallar ýrpu ver Andra kalla til svo fer heirðu jarlin hraustur mér hérna fallið merkið er Filking þín í fári stár firða pínir sára ljár hlírin fíni Háreks klár hreisti sínir knár og þrár Illa fór nú firir þér fleina þór hann Andri tér hildar óra hrakning ber hafðu stóra skömm firir Hrómund finna víst eg vil verð eg inna honum skil heljar stinn í bæsings bil ef bíða vinnur mín þar til

Að geti eg fundið garpin þann glóð við þundar alvanan en Hrómundur hvergi rann hirju kundar bíða vann Saman renna þessir þá þúngsinnaðir fleins í þrá Hrómund naði hjalta brá hljóp við það í loptið há Andra slingur haus í hjó hrottin singur fagurt þó hins ey springur kjálka kró kifmæringur síst af dró Stálið sundur hrökk í haus hlátur kundi þríms úr gaus stóð Hrómundur hlífar laus hvergi undan flýa kaus Blóðs á leiðum bregða vann brandi reiða mann fílan sundur sneiðir Hrómund hann heiptar greiður rétt miðjann Hreistilegri hal eý sá hann þó sigri mætti eý ná fram óð digri Þrándur þá þrjóturin vigri sínum brá Háreks finnur merkis mann mækja vinnu gagn taman sundrar linni sára þann seggin stinna eins miðjan Háreks merki hraut niður hjörs í verki þraut friður bófin sterki braut niður branda herkin staut viður Filking rofna fer gjörvöll frægðin dofnar líða snjöll margur klofnar málms við göll meingið sofnað fann valhöll Hver um annan hjörfa brjót hníga vann á yggjar snót berserkanna megni mót meingið kann eýj standast hót

Háreks lið sem hráviðið hrundi niður vígs á svið sárs í hviðu samheldið samt eý biður lífs um grið [103] 16 Hver með öðrum falla frí flein á jöðrum eins og mý dreira löðrum atast í undar nöðrum bitnir því Bræður frekir beita geir branda vekja storma þeir nárin þekur landsins leir liði hrekur margur deyr Tér Herrauður hlíra við höggvum kauða gjörvalt lið þú munt hauðurs hljóta snið hlíði auðar kóngsnafnið Hlíra svarið heira lét Hárek þar um mistar flet frægð dírari fjöri met fóla sparað síst eg get Vildi eg hljóta fríða frú flestra bót er meina sú nauða hót eý hræðist nú hjörs við rót og það veist þú Það skal fregna frú ósnauð fleina regna loks úr nauð hennar vegna skulu skauð skjóma slegnum hníga dauð Bræðrum þjóta bófar að bræði skjótir vígs um hlað hinna móti bæsings blað brinjum sóta skært í kvað Margan sníða mannin þá mörgum svíður benin flá ógna stríð var eggja þrá argir líðir hopa frá Andri bítur skigðan skjöld skálks út brítur rödd sig köld frægri lítur engin öld ýggjar slíta sala tjöld

Page 14: Rímur af Andra Jalli - Vefsetur Hauks Jóhannssonar ... skal dilli fína fá fjörið stilla gálginn má. Utan eigi eg leisa líf líka sjálf viljuður geira sveigur gefi víf grimt

Rímur af Andra Jalli Úr fyrstu kvöldvökubók 3. Ríma Kristmundar Jóhannssonar

12 2011-09/12-02

Þrándur bróðir máttu minn meður góða brandin þinn við Herrauð rjóða stálin stinn stífir þjóðir prakkarin Síst af draga þartu þér þessi óragur stála grjer tirfings jag við tamur er og tundrið fagurt óma ber Saman æða seggir þar sár heit bræði hjörtun skar hrumnir gæða hlífar bar hrannar glæðum flúraðar Hjör upp reiddi Herrauður höggið greiddi fálu bur hjálmin sneyddi hvessingur og hlífar sneyddi í völl niður Fallið búið fóla var frekt hring snúast gjörði þar gat því nú eý gæða spar geir til knúið jarls sonar Sér Herrauður sverð eý fá sóma snauðan bitið á hugarblauður hvergi sá hleipur kauðan undir þá Hjörs á miði hóf upp þann Herrauð stiður opt gæfan sleingja niður vomnum vann vill án biðar drepa hann Þráin smeikur þetta sér þángað veik og fljótur er, skatna leikin skakka fer skjóma feikir brand reyðir [104] 17 Hrotta risti Herrauðs kvið heiptar lista yllmennið hlaut svo gista valin við vopna hristir eyddur frið Sverð eý reyða mætur má móins heiða njótur sá á fætur skreiðist Þrándur þá þar sem leyður fallin lá

Leit Hárekur hlíri sinn hníga tekur í valin bræði frekur bölþrúngin blóðugan skékur kvernbítinn Náði særa margan mann mjög títt bærir ormþvaran neinn þá væri orðin hann um það kæra sig eý vann Vissi lundur vigra snar verða mundu þá sínar lífs eý stundir láng gæðar liðins undir vopnum þar Fegin vildi fleina grjer sem flestir trildu bógarnir falla skildu firir sér fir en gildur drepin er Æsti stríðast odda klið eggja hríðar tamur við brinjur líða brjóst og kvið brandi sníður valmennið Fram í miðja filking rann frægðin stiðja gjörði hann hlífar briðja vargur vann vígs að yðju þrjót margann Elding líkur er að sjá engin slíkur finnast má hreisti ríkur hjörs í þrá um herin stríkur til og frá Lima slösun lúði gauð láu í kösum fallin skauð lands á flösum sniðin snauð snörlaði nösum þjóð hálf dauð Innir sagan svo þar frá sem þó dragast mætti frá í þrjá daga stælti stjá stírs óragur kappin sá Málma skvaldur herðir hann hvíldum aldreý sinna vann eyðir skjalda ýtar þann allir halda vitlausann

Hátt við stundi hetan móð hölda sundrar valköst hlóð lands um grundir laufa rjóð lúruð undan hopar þjóð Andri kallar upp og tér er það varla geðfeldt mér að drepi alla ýta hér ofnis palla frægur grér Sóma þegi svoddan kann að sigrum eigi vér einn mann ykkur beigir alla hann af er dregin karlmenskan Sláum hring að hjörva njót helst ráð slingir geirs við rót kappann þvingum hörð með hót hann vor stínga látum spjót Allir sem með ogna þis eg þá kenna seinlætis að honum renna umhverfis óma spenna mundum blis [105] 18 Æsti stríður herin hróp herðti og gríðarlegast óp hann um líða hringin hljóp hrotta sníður margan glóp Fagurt singur sára þjel sveitir þvinga náði hel kif mæringur varðist vel vigra þingist skruggu jel Að þá herðir óðum lið ekki skerðist samheldið hjörs svo njörð meins um mið mátti eý sverði koma við Minsta ringast hans hugur hrotta þingum alvanur yfir hringinn út stökkur undra slingur brinjaður Leifðan undrast limsku þjóð litla stund hann kir nú stóð svitin hrundi hjörs af rjóð hátt við stundi bles af móð

Page 15: Rímur af Andra Jalli - Vefsetur Hauks Jóhannssonar ... skal dilli fína fá fjörið stilla gálginn má. Utan eigi eg leisa líf líka sjálf viljuður geira sveigur gefi víf grimt

Úr fyrstu kvöldvökubók Rímur af Andra Jalli Kristmundar Jóhannssonar 3. Ríma

2011-09/12-02 13

Öldin skæða orð með ljós um hann ræðir svoddan hrós slíkur fæðist funa sjós freir eý klæða hárs á drós Upp Hárekur hljóða vann hrottan skekur blóðugann unda frekur óðum rann ótta vekur þjóðum hann Hermdi liði hann svo við harðar stríða megið þið ykkar bið eg blóðs um mið þó brúkið níðings við mig sið Hugarblauður Andri er eggja nauðum forðar sér sendir skauð is sækja að mér sjálfur kauðin nær ey fer Flæðar brennu fagra grund flestir menn það heiri um stund í brjósti kenni eg baugs um hrund ef blauðan spenna skal hún hund Heirðu ljóti hirjar ver hjörs að róti flíttu þér komdu skjótast móti mér svo meyna hljóti annar hver Vanaðist Andra vit og mál vóð grenjandi blóðs um ál skjöld gnagandi gnísti stál greypar þandi um óma bál Sprúngu hniklar froðu frá fólans miklu tanna gjá í honum spriklar bræðin blá blóðugum stiklar skrokkum á Undan hrökkur þjóðin þar þrjóturin dökkur fram brunar gaus upp mökkur gufunnar gaur af blökkum skelfingar Hárek kendi hirju ver hárs um kvendi þar hann fer stein með hendi hátt reyðir hrotta sendi þann mót grjer

Enni bellur bjargið á bófin fellur argur þá kauðar hrelling kargir fá í kjapta skellur margri gjá [106] 19 Aldreý falla hann Andri vann ætíð skalla bar harðan en nú til vallar hnígur hann Hárek kalla má seigan Upp stóð hraður Andri hér ekkert bar hann firir sér hjalta naðin hátt reiðir Hárek að og þá fór ver Úr honum freyðir froðan grá feikna reyður var að sjá höggið greyðir Hárek þá og höfuðið sneiðir bolnum frá Feldi drengur frægð og raus fir sem gengi branda kaus stáls á engi straumur gaus hann stóð þó lengi höfuð laus Um lönd og sjóin lofaður láða móins var baldur síðast þó við sókn frekur svona dó hann Hárekur Misti slingur frú og fjer fofnes bingin land og her en liðs helmingur Andra er, á benþingi fallin hér Gaurar víkja brátt að borg branda líkur þannig org Andra míkist sinnu sorg fvafnes díkja finnur torg Líðir binda sárin sín svo burt hrinda þúngri pín gæfan mindast gleður vín gumna lindi og bál úr Rín Nú vill Andri næsta dag nían vanda brúðkaups hag eptir branda örðugt slag eg við standa læt þar brag

Hagkveðlinga læt eg ljóð, lag með ríngast kæta fljóð baghendingar bæti þjóð brag við sling svo mæti eý hnjóð [107] 20

Page 16: Rímur af Andra Jalli - Vefsetur Hauks Jóhannssonar ... skal dilli fína fá fjörið stilla gálginn má. Utan eigi eg leisa líf líka sjálf viljuður geira sveigur gefi víf grimt

Rímur af Andra Jalli Úr fyrstu kvöldvökubók 4. Ríma Kristmundar Jóhannssonar

14 2011-09/12-02

Fjórða Ríma Brast þar áður mærðin mín, móins láða bríkin fín, sem Andri snjöllum ýtum með, í öðlings höllu drekka réð. Eptir tjáða eggja hríð, ofnis láða seljan fríð, sitt um standið þeinkti þá, og þótti vandi ferðum á. Eina kallar auðar lín, orma vallar brík til sín, Giða brúður hét sú hír, henni trúði meýan dír. Sagði viður fríða frú, fofnis skriðu nanna sú, bú þig snarast blóðs á mið, báðar fara skulum við. Valin könnum víðan þar, veitum mönnum bjargirnar í dag Héranda sini sá sóknar standa völlum á [107] 20 Fleins í gengi frægri þeim finnast engir munu um heim allir dauðir eý þeir sé orku snauðir mætti skje Giða mæla móti fer munu fæla oss draugarnir tönnum gnísta geispandi gapa og tísta másandi Þar er snótum varla vært voma ljóta eý fáum hrært blóði um flotin hárs er hrund hrotta brotin særa mund Leit eg hlíra hníga þar hreisti ríra blóðs í mar allir dauðir eru þeir eý frá nauðum leisast meýr

Drósin ræðir dægi leg draugar hræða ekki mig ekki komast kunna hót kaldir vomar blinds á snót Giðu kvaldi hræðslan hörð hún þó spjalda fildi jörð benja voðu blóðug dý báðar tróður valin í Fljóðin kanna víðan val var þar manna dauðt ótal Svanhvít lengi krapta kná kastar og sleingir dauðum ná Þann sem vildi fljóðið fá, finna skildi birðan sá Háreks bróður Herrauð þann hulin blóði litverpan Eý sér bjarga orkar par undir margar kappin bar mestu nauðum nistis því nærri dauður valnum í Hann upp reisa réði þó ránar eýsu fegurst nó silki þræðir saman kvið síndi gæða mjúklindið Mest að hjúkrar hjörva bjóð hreint af strjúka réði blóð og þerrar dúkum mikstu með maðurin sjúkur hressast réð Herrauð furðar helst þar á hann því spurði menja gná hver sér réði hjálpa þar hún fram tjeði svo sem var Aptur hratt svo halur kvað, í hugan datt mér aldreý það að vefjur spjalda voguðu sér í valin ganga og hjálpa mér Þig skal eg græða hrings kvað hrund hrind þú mæðu nú um stund get eg raunin gefist sú góðu launa munir þú

Honum roga herðar á hrannar loga nönnur þá við eý dvelja vildu frúr valnum rogast með hann úr Hver var dáða hjálpar fús hitta náðu lítið hús hvar inn gánga hvílu bjó hirðir spánga móturs nó Þar í lagði hruman hal hér næst sagði kvenna val nálgast bilja nauða klið núna skilja hljótum við [108] 21 Sorgum pínist sinnu heið, sárt eg mína klaga neyð, heita brúður Andra á ekki er prúður kallin sá Annars kæmi eg aptur hér ó að slæmur hirju ver fjelli dauður fjóns á stig fir en nauðga spenti mig Þér skal Giða þjóna fín, þorna stiður giptan lín, bæði kveður brúðurin borg að treður harm þrúngin Dóttir Njörva dökk á brá derlings hörfar niðja frá öll á flakki öldin var, og til hlakka veislunnar Á skal minnast Andri nú eignast linna vallar brú víst ótregur vill í stað veislu þegar stofna bað Gilfi sveita síst vogar svörtum neita jarli þar var svo búið brúðkaupið besta nú með hefðar sið Báru liðir mundar mjöll mengið príðir stillirs höll Guðvef tjölduð innan er oturs gjöldin hrósa sér

Page 17: Rímur af Andra Jalli - Vefsetur Hauks Jóhannssonar ... skal dilli fína fá fjörið stilla gálginn má. Utan eigi eg leisa líf líka sjálf viljuður geira sveigur gefi víf grimt

Úr fyrstu kvöldvökubók Rímur af Andra Jalli Kristmundar Jóhannssonar 4. Ríma

2011-09/12-02 15

Lands var sjóla set í stað svofnis bólum útflúrað pells með kögrum kringum vítt af kólgu fögrum ljóma prítt Sætið hæðsta hilmir bar honum næstur Andri var og svo hirðin út í frá allir virðing hlutu þá Horna straumur hreisti þjóð hörpu glaumur eiddi móð allra handa inndæli álfum branda þar að hné Gullrend hornin glóir á görpum ornar kera lá engin stigði annan þar engin hrigð á ferðum var Sveita príða selskapin Svanhvít fríða leydd var inn kvennaskara miklum með margur stara á sprundið réð Með skínandi móins ból mjög glansandi hrings var sól eins og sunna skíni skær skjóma runnum gleði lær Andra gladdist geðið þá gulls hann kvaddi rjóða gná kærleiks hótum míkstu með menja strönd því taka réð Bar þó sára sinnis þrá að seljast dára valdið á fátt til ráða vissi víf vönuðust náðir hertist kíf [109] 22 Veislan stóð með vegsemd þar, voru þjóðir ölvaðar Þrándur skeinkti sköttnum öl, skjóma kreinkti ey hlini böl Tólf berserkir trildir þar, tamar verki kárs gustar, hrottar nakta hver með sinn, hallar vakta inngánginn

Hófið stendur þannig þá, þaðan venda nú eg má, hlít eg kaupa skrápskæðin, með skunda hlaupa og elta Finn Fir þá heirði hlíra svör hann lítt ýrði fór sem ör fund Heranda fljótast á frá er grand hann tefði þá Jallinn kveðja kunni kann kallinn gleðjast ekki vann mjög ófrinn varð á að sjá ygldust brírnar gráar þá Megnis bistur mæla vann mikið drístist karlskepnan feikna ljóti Finnur inn flit þú skjótast erindin Ill tíðindi oss munt tjá ángri minduð get eg á, óþökk mesta fái frú fant er vesta sendi nú Flitja náði Finnurinn firri skráðu erindin Jallinn þagði þó og sat með þúngu bragði vo..gat Vörður sveita sagði snjall sannlega veit eg Andri jall geira krepju vanur við vorn mun drepa sérhver nið Hefur ráðið hlírum deyð hringa láð þó stödd í neið hrannar funa hugsar lín að hefna muni eg sona mín Og svo leisist Andra frá, ey eg reysu birja þá nú að sinni mörg því mér mæðan stinn að höndum ber Samt manaðar fresti frá fliðru traðar jórum á meður frækin margan beim mun eg sækja hann Andra heim

Auðþöll bugar eimda gráð ekkert duga hennar ráð meydóm hlítur missa sprund en mannsins nítur skamma stund Þannin svinnur þagna vann þótti Finni kall skepnan ærið rausa ýlla þá ekki kaus hann meýr að fá Upp þar rumur reýs einn stór sem reýðar þruma duna fór hræðilegur hristist þar hár og digur þessi var Höfði jarli hærri sá hann á palli firri lá kubli sveipast svörtum réð svarðar reypi girðtur með Firir jallin æðir inn og svo kallar faðir minn ferða letin þjáir þig það avo getur furðað mig [110] 23 Hefur þú bæði hermenn skip og hildar klæði í randa klip strax þó héldir hjörs í klið hverju veldur seinlætið Hraðar mundi Hárekur hjörs að fundum alvanur hefna þín ef þirfti við þig mun pína hugleisið Hefna minna hlíra í stað heiti vinn eg streingja það einsamall með enga bið og eý af jalli þiggja lið Liðin kastar kveðju á, knár sér hastar mengi frá, Finnurinn náði hræðast hann, Högna bráðan kenna vann. Hérandi með hárri raust hrópaði og fram nú braust hans á sögnum síst var bið, sagði Högni stallu við

Page 18: Rímur af Andra Jalli - Vefsetur Hauks Jóhannssonar ... skal dilli fína fá fjörið stilla gálginn má. Utan eigi eg leisa líf líka sjálf viljuður geira sveigur gefi víf grimt

Rímur af Andra Jalli Úr fyrstu kvöldvökubók 4. Ríma Kristmundar Jóhannssonar

16 2011-09/12-02

Heitstreingingu heiri eg á higgjan rínga bír þér hjá aptur kalla orðin þín inn svo lalla í borg til mín Hels í göngin hlaupa vilt heimskari engan leit eg pilt Högni móti hraðar sér hjörva njóti og þannig tér Öll ég heitin efni mín ekki skeiti ræðu þín síst því geimi sinnis vömm sittu heima þó með skömm Hræðslan pínir higgju bú hjartanu tína ætlar þú eg án vansa arka af stað ekki er að tala meir um það Mælti hetjan mannborleg mér ey letja dugir þig þú munt fara eins og er auðið skara mundar ver Skjóma reinir skirtu hér skal þó eina þiggja af mér járn sem bíta engin á ekki líta vænni má Þú munt gánga um þikkva mörk þar sem hánga lauf á björk stóra lítur steina tvo standa rita bendir svo Hér er Sproti hari kvað honum ota þvitum að opnast bergið eg hef grun út þar dvergur koma mun Visku fínir við smíðar vinir mínir búa þar Frosti og Kjalar forvitrir frægðir ala og temja sér Kjalari mína kveðju ber kosta fína láttu þér bræður smíða vopnið vænt vel í stríði menta kænt

Firir sjálfur segðu þar sárnaðs álfur kvað dvergar skulu smíða þeirra því þarf eý bíða störfum í Frosta báða í fild með þér færðu láða móins ver þeirra ráða þurfa kannt þitt er tjáða efnið vant Sonur blíður far í frið finnumst síðan heilir við hefnd á þegar þeinkja fer þín til dreg með vaskan hér [111] 24 Fegðar skildu skógin á skundar gildur Högni þá dags að þroti dvalins rann deingdi sprota þegar fann Opnast bjargið auðs sá freýr út þar Dvergar komu tveir heilsa norðrum Högni réð hermdi orðin föðurs með Kjalar innir á eg mann eður slinna hamraman kalla þig en hjalar hinn hættu mig að dára um sinn Greindi hraður heiti í stað hér með það hans faðir bað er það skilt hann Austri tér en hvað viltu smíðum við Alma þór nam aptur tjá eina stóra Kilfu þá stælta hörðu stáli með sterkari gjörð sé engin sjeð Með átta spaungum á hvern veg ærið laung og digur mjög frá skapti að oddi sett hún sje sextán broddar þeim haldi Þúng svo fimm að valdi vart í vopna rimmu þel með hart hennar gángi úr enda einn undra lángur sterkur fleinn

Nái í gegnum hvern þann hal hjörs á regnum skekur fal brotni aldreý brands í hreym brjáli galdur engin þeim Við uppgáng sólar sjeuð þér sára tólið með búnir þeygi kátur þagnar hann þessu játa Kjalar vann Leiddi í steininn þorna þór þíðan beina veita fór náð um hrepti nætur bið en Norðrar kjeptust smíðar við Nóttin líður nú vaknar nöðru hlíða runnur snar á fætur æðir fljótt sem má finna bræður vildi þá Kjalar inna kátur fer kappin stinnur sjáðu hér þér aldiggvir þjónum vér þarna liggur verkfærið Brotnar aldreý brands í klið bilast galdur ekki við fæstir valda virðar því við rís tjalda skúrum í Kilfu þrífur kappin þá krapta stífur svo nam tjá skal nú Andra skallanum skjótast granda stálhörðum Hægt er mér með höndum tveim hana bera stáls að eim halleiks góðu hlírarnir hafið þið góða þökk firir Báðir filgið bræður mér bróður ýlgja fæðir tér játa kunnu kaskir því kátir runnu sels að bý Flóða líta fil eitt þar fram sem ýta skjótt á mar heldur greiðir hlírar þá Högna leiða bátin á [112] 25

Page 19: Rímur af Andra Jalli - Vefsetur Hauks Jóhannssonar ... skal dilli fína fá fjörið stilla gálginn má. Utan eigi eg leisa líf líka sjálf viljuður geira sveigur gefi víf grimt

Úr fyrstu kvöldvökubók Rímur af Andra Jalli Kristmundar Jóhannssonar 4. Ríma

2011-09/12-02 17

Upp svo bráðast vinda voð veður láðið hnísu gnoð átta dægur áfram þar óska þægur birinn var Uns Háloga hafnir á hittu og á landið gá hófið þá í höllu stóð hlírar tjá við stála rjóð Viltu börin vigra her við að förum heim með þér og veislu spjöllin vinnum þar virðum öllum til skammar Brátt kvað herkin búin frægð brúkið hverki ráð né slægð sigur hljóta higg einn ég hels eða skjótan gánga veg Mín þið bíðið búnir trú bál og stríðast kindið nú meðan fer eg heim að höll hörð og geri veisluspjöll Æðir síðan firðum frá fræða kliðin stirða má niður falla frosta hér friður allur brostin er

Page 20: Rímur af Andra Jalli - Vefsetur Hauks Jóhannssonar ... skal dilli fína fá fjörið stilla gálginn má. Utan eigi eg leisa líf líka sjálf viljuður geira sveigur gefi víf grimt

Rímur af Andra Jalli Úr fyrstu kvöldvökubók 5. Ríma Kristmundar Jóhannssonar

18 2011-09/12-02

Fimta Ríma Firri brjálun mannsaungs málið mitt þar kendi sem að stála stæltur bendir storð frá ála borg að vendir Andri snar drakk inni þar með ýtum sínum og þjóðirnar hjá þeingli fínum sem þjáður var af lindis pínum Á skal minnast að hann Finnur áður sendi aptur finnur fjölnes kvendi og frúar inn í salin vendi Það var áður en gulls láðin inn í höllu leidd var tjáð af liði snjöllu laufguð sáði af Síris völlum Sagði frúin sæll vert þú minn sendi maður frjettir nú mér flit þú hraður ferða búin dauð húngraður Aptur svarar sendur marar selju funa ylla þar við þú munt una þó eý spara skal söguna Jeg Héranda hirðir branda hitta náði eins og fjandin espast náði ýllu branda runnur spáði Sagði hann mundi meýdóm sprundið missa hljóta en skamma stund þó skálksins njóta skrafaði sprundi fátt til bóta Hvað til lagði Högni sagði hlökkin tvinna ræðan þagði þá í Finna þau að bragði svör nam inna Hann kvaðst nenna á báli brenna baugskorð fínu Andra grenna lífsins línu og láta hann kenna á megni sínu [113] 26 Vopnlaus óð svo út frá þjóð með yntu svari hvert stáls rjóður hefur farið heims um slóð, eg veit eý parið Jöfurs tjer þá jóð ef fer sem jallin tjáð hvörnig ver má voru ráði vera hér svo eyðist náðir

Högna lundin hefur á sprundi heiptir brínar, samt mun þundur röðuls rínar, rauna stundir bæta mínar. Fæstir kæta kunnu mæta konungs jóðið, bar þó sætan harm í hljóði, higgju strætið faldist móði Frjettum sneyddist gjaldið greyddist glöðum Finna, höll í leyddist lindin tvinna loks til neyddist Andra finna Sátu tróður seims hjá fljóði silki búnar, Andri hljóður ey var núna upp hann stóð og kisti frúna Drekkur skarin drótta þar með dans og kæti, nú vaktarar ljót með læti litu fara mann um stræti Geist sá æddi grand ey hræddist gaura skarann, svörtum klæddur kubli var hann, Kilfu ómæddur gadda bar hann Þar sem stóðu stála rjóðar stilti hann ferðir hrika þjóðin heilsa gerði hlaupa móðum víga njerði Spurðu að heiti brodda beitir bófar trildir, hvers hann heiti kvað hann vildi, hirðir skeýta svarar gildi Hlustið til eg Högni þil mitt heitið svinna Andra vil eg fá að finna í fólum bilur röddin stinna Hér mátt bíða horfinn príði herjans furtur, eða skríða skemdur burtu, við skulum þig híða rétta nurtu Hæfir valla í höll að lalla hrika sverum þú ef spjalla eý hættir hér um hjarnar stallin af þér skerum Högni reiðist höggið greyðir hrika einum kilfan eyðir krapti úr beinum kauðin deyði hulinn meynum

Page 21: Rímur af Andra Jalli - Vefsetur Hauks Jóhannssonar ... skal dilli fína fá fjörið stilla gálginn má. Utan eigi eg leisa líf líka sjálf viljuður geira sveigur gefi víf grimt

Úr fyrstu kvöldvökubók Rímur af Andra Jalli Kristmundar Jóhannssonar 5. Ríma

2011-09/12-02 19

Annan sló sem eyddi ró þar yrpu niðin vomum bjó hann valla friðin var hann þó að slíku ýðin Þar til barði Högni harður hrotta stinna helju varð þar hver að finna hann eý sparði vonda slinna Hörku stríður hann á síðan hleypur dirnar allan liðinn á því firnar undan flíði leikur stirnar [114] 27 Hurð upp skall en hann með kalli hljóp um rannin Andri jallin úngur svanninn og ýtar snjallir sáu manninn Hugðu fara herjans skara hlinir snjallir Fjandann þar með feikna kalli flagð hann var hjá Andra jalli Hræðslu tírum móins míra megna jók hann hljóðin skíru herða tók hann helst óríra kilfu skók hann Innar vóð en öðlings þjóðin á það horfði Þrándur stóð firir stillis borði staupa flóðið skeinkja þorði Högna laus varð höndin, tausar hefndir lúði á Þrándar hausin kilfu knúði úr kjaptinum gaus þá benja úði Hausin molast hann eý þola högið kunni í dreýra skolast dúkar þunnu drapst þar svolalegur klunni Högni slær á hendur tvær þar til hann náði hræðslan ærir úr .þeim ráðið ey sig bæra þjóðin gáði Sem til dauða dæmdir snauðir dólgar sátu hræðast kauðar hirðir plátu hót sig skauð eý varið gátu Fjell um dúka blóð en búkar biltust niður, líðum strjúka þá nam friður flein ómjúkur helst var kliður

Um síðir þjóðin seims að bjóði sækja gáði úr höll þá móður hlaupa náði hrotta rjóður sinnis bráði Dira verðir deingdu ferðugt dreingin svinna hann þó gerðu hvörgi vinna hamlaði sverðum skirtan stinna Högni lemur hrika fremur hreisti sanna marga kremur kilfan granna kæti nemur burtu manna Þar sextýu salnum í nam seggum bana hels á díin dólgar flana með dauða klýu hreint afl vana Andri stóð upp eptir bróðurs yllan dauða talar af móði mest við kauða mun oss öðum stefnt til nauða Aldreý sá eg firri fá svo frækið meingi bilun þá við geira gengi að garpur má sig verja engin Högna kenni eg hefna nennir hlíra sinna vorir menn því fjör tjón finna fast því spennum dörin stinna Hrinda bræður borðum skæðir bitu skildi sollin bræði sá ram trildi svo út æðir herin gildi [115] 28 Andri hjó en Högni sló með heipt á móti hrottin gó í geira róti gadda þó eý kilfu brjóti Allir sækja meyða mækja málma þundin hann eitt frækin hljóp í sundið héðan sprækur verjast mundi Einn veg fara þegni að þar má þræla grúin ekki sparast kilfan knúin kífs til var þá Högni búinn Hvern á dreng sem hann lét sleingja höggi einu bað þá engin binda um skeinu brúna spreingast glös óhreinu

Page 22: Rímur af Andra Jalli - Vefsetur Hauks Jóhannssonar ... skal dilli fína fá fjörið stilla gálginn má. Utan eigi eg leisa líf líka sjálf viljuður geira sveigur gefi víf grimt

Rímur af Andra Jalli Úr fyrstu kvöldvökubók 5. Ríma Kristmundar Jóhannssonar

20 2011-09/12-02

Mjög handskjótur meyðir spjóta margan sló hann, ekki hótið af sér dró hann argir hrjóta blóðs um flóann Fleina lundur fimm þar hundruð fella náði benja dundi dögg að láði dauða fundu aular hrjáðir Að Högna Þráinn hleipur þá í hjörva róti spjótið frá sér sendir sóti seggin á með grimdar hóti Kublin skar en Skirtan par eý skaðast kunni Högni snarast hjörs að runni úr hliðinu þar og brá Kilfunni Muldist skallinn smurðist allur mækja þundur dauður falla hlaut sá hundur, hels á palla við þau undur Sér nú Ljótur limsku þrjótur lifra fallin, Högna móti hleipur kallin hjörs við rót og Andri jallin Sækja báðir bræður tjáðir brodda reinir Ljót að náði leggja fleini lindis bráður óhand seini Barðan smó en brinju fló að brjósti þítur af síst dró sá orkunítur ekki þó á Ljótin bítur Fjell á skaptið fleina raptur fast af megni, á bak aptur því datt þegnin þrotin krapti hjörs í regni Hetjan innir engin finnur eyðir randa stáls að vinnu verri fjanda vopnin stinn eý meyga granda Högni sér að vigra ver má vopn eý bíta Kilfuna ber að bendir ríta bræði sver og nam sér flíta Gaddar sextán sukku vex því sára flæði, hrotta pexið hrumnir mæðir heljar bekks til sendur þræðir

Högni laut en hrauðrið flaut í hrugnis blóði eitthvað tautar Andri í hljóði og óð sem naut að stála rjóði [116] 29 Ifir herðar höggur sverði hálsins snjalla, hér við verður Högni falla hann þó gerði særast valla Skirtan góða skíldi móðum skjóma runni hrökk þó blóð af Högna munni hann upp stóð sem fljótast kunni Vitið misti heiptin hristi hringa njótin Andra listi launa hótin lamdi bistur Kilfu á þrjótinn Hægra sundur hann að stundu handlegg brítur, Andra mund úr hrottinn hrítur, hann svo undan snúa hlítur Sem laminn hundur hljóp um grund sá hjörnum sleppti Högna undan hræddur kepti og hjelt hann mundi koma á eptir Högni Andra ostíttandi eftir veður hirðir branda hver fram treður hristist landið bísnum meður Andri hræddur Högni bræddur heipt eý ljetta, foldar þræddu eý feril rjetta fram svo æddu á sjóar kletta Þá farm bar sem þrítugt var að þoska lundi, flug hamar en urð stór undir, um ferðar eý greitt þar mundi Andri þrammar þarna fram af, þirmdi eý beinum, um skeljúngs damm að skeri óhreinu skvampaði hrammi meður einum Högni gildur hörku fildur hljóp eý minna, eflaust vildi Andra finna ekki skildi hann firri linna Hikaði eiji hjörva sveigir hvals við móinn ætlar að fleigja sér í sjóinn sama veginn heiptum gróinn

Page 23: Rímur af Andra Jalli - Vefsetur Hauks Jóhannssonar ... skal dilli fína fá fjörið stilla gálginn má. Utan eigi eg leisa líf líka sjálf viljuður geira sveigur gefi víf grimt

Úr fyrstu kvöldvökubók Rímur af Andra Jalli Kristmundar Jóhannssonar 5. Ríma

2011-09/12-02 21

Dvergar tjáðir tóku ráð þeir teigðu klæði hvar á bráður Högni næði hlaupa áður ditti í græðir Afl nam þrjóta út af hrjóta orku linir ofan í grjótið Austra vinir eý þeir spjóta valda hlini Hlírum frá hann hljóp í sjá með hörku stríða að skerinu náir svamla síðan, síndist á honum lítil blíðann Andri sér hvar ösla fer sá örfva lundur stein reiðir með sterkri mundu og stála grér vill mola í sundur Í því sá hann svarta hjá sér suðra standa blindað fá þeir bendir randa með belgja gráu ríki að vanda Af skérinu hrökkur strax og stökk að steinbíts láði mörg þar klökkur köfin þáði kall uns dökkur landi náði [117] 30 Högni sjá nam hrugnir þá um hauður vandra, flítir á kom bendir branda um birtíngs lá hann neytir handa Landið finnur síðan svinnur sverða bendir krapta stinnur kífs til vendi og Kilfuna sína bar í hendi Hana rekur hreisti frekur hins á skalla blóðs nú tekur foss að falla fólin þrekin stóðst það valla Gaddar sökkva sérhvert hrökk í sundur beinið jaxlar stökkva járns úr reinir jall fjekk dökkur heljar meynið Fram að báli burin fálu bistur dregur ýggur stála ógurlegur til austra máli veik ótregur Steikið verin hirju hér upp hreint með öllu meðan fer eg heim að höllu og hingað beri menja höllu

Klifjar grana brík réð bana bræðrum mínum brenni eg hana báls í pínum brúðgumanum meður sínum Norðrar segja níðings þegi nít sé vinna brenna meý ey sómir svinna svaraði beigir unda linna Heitstreingíngu hvergi rínga hót eg mína, labbaði slíngur leiðir sínar ljóðin þvínguð hér við dvína Bagar mæðu bragar ræðu bundið letur, daga flæðar grund nú getur gagurt kvæða undrað letur

Page 24: Rímur af Andra Jalli - Vefsetur Hauks Jóhannssonar ... skal dilli fína fá fjörið stilla gálginn má. Utan eigi eg leisa líf líka sjálf viljuður geira sveigur gefi víf grimt

Rímur af Andra Jalli Úr fyrstu kvöldvökubók 6. Ríma Kristmundar Jóhannssonar

22 2011-09/12-02

Sjötta Ríma Stemdist kvæða stífluð æð stjörnu flæðar hliði bil hljóp frá bræðrum hetjan skæð, heim um svæði borgar til Sjóli fríður hrings og hlíð höfðu stríðið séð upp á strax inn híðir Högni í gríð hopaði líður allur frá Innar vóð og eý við stóð auðs þar tróðan sat á bekk, hreif upp fljóð með heiptar móð hart frá þjóðum út svo gekk Stóð eý við með stíf sinnið stórt við lið ey hafði skraf dugði eý biðja fljóðs um frið filkir riðar sorgum af Á bræði sverum svipur er Svanhvít ber í fángi þá Giða sér hvar gildur fer græðir Herrauð bauga ná Hún nam tjá með harmi þá Högna þrá er lund og stíf blossanum á vill brenna þá bauga ná sem gaf þér líf [118] 31 Mein eý dvína motrar lín mest eg pínist slíkt að sjá ef sár ófrín ey svíði þín sunnu rínar frelstir gná Hvörs mun tróðan gjalda góð geira rjóður mælir ör jeg skal óðast frelsa fljóð eða falla dauður lands á stör Upp stökkur sem ósærður öflugur sá hrotann skók brinjaður já bráðólmur burt hleipur og kalla tók

Fleina grjer svo fram æðir firn það er hans að sjá Högni sér hvar Herrauður fer hægja gerir ferðum þá Hrópar þundur hjörs á grund Högni undrast jeg að þín bölvuð lund vill brenna sprund bjargaði hrundin lífi mín Láttu fljóðið laust á slóð lindis óður gegndu mér annars rjóðra ýggjar glóð eg í blóði þínu hér Meður hreinum mistiltein meýðir fleina skal eg slá áður en reini eg andar meýn einhverja skeinu muntu fá Hetjan innir heiptbólgin hugði eg svinnust skildi frú brúðguma finna á báli sinn bræður ginna náði sú Herrauður kvað eý hæfir það, hjalta naði bregða fer, vit þú að í valin trað, víf með hrað að líkna mér. Sæmra ráð með dírri dáð darra bráðum legg eg þund sem verði skráð um lög og láð lífs svo náðir hljóti sprund Kóngi þjóða kosti bjóð kífs á slóð þér mæti sá heita rjóða hnikars glóð hans í blóði skulir þá Geira þrá ef hræðist há hann svo þá sitt leisti fjer að herskip má þér fimtán fá fofnis lá og traustan her Hans að nið um refa rið og rostúngs miðið leita skalt járnstír við með jafn mart lið jólnes friðin semja snjalt

Sæmra er þér við sverða grjer, sagðan berjast hárs á frú, en að bera sinnis sver Svanhvít hér á logan nú Skjóma knúir blóðs um bý bragna fríast vinna kann ljósum díja leiptrar í lofstír því af meingi fann Þau við orðin auðar skorð elds frá morði fríast réð þeitti borða brík á storð bendir korða reiði með [119] 32 Kæfðist niður kint bálið Kjalar biður stigða frí fleina við um farleifið Frosti stiður eins að því Hlírum báðum hetjan tjáð heim í náðum leifði þar fildar þáðu þökk með dáð þúngaðir láði nöðrunnar Sigldu heim um geddu geim gæddir seimi bræður þá, sagan gleimir suðrum þeim, segir beinum öðrum frá Högni trað þá Herrauð að hann svo kvað eg fer ey nú heim í stað en þú mátt það og þessi naðurs dínu brú Herrauður svo heim gengur og hrings gerður þeim kappa frá valdráður þá varð glaður og virða hver er sprundið sá Öðling gleimir ángurs keim að honum streima gleðin réð fagnar heima fólkið beim fold er seima nú kom með Mælti tróðan menta fróð mig elds glóðum leisti frá hetjan góða honum þjóð heiður bjóða stærstan má

Page 25: Rímur af Andra Jalli - Vefsetur Hauks Jóhannssonar ... skal dilli fína fá fjörið stilla gálginn má. Utan eigi eg leisa líf líka sjálf viljuður geira sveigur gefi víf grimt

Úr fyrstu kvöldvökubók Rímur af Andra Jalli Kristmundar Jóhannssonar 6. Ríma

2011-09/12-02 23

Högna finn þú faðir minn er feldi stinna ýlsku þjóð mæta linna miðgarðin mækja svinnum runni bjóð Leisti hauður hann úr nauð hjálpaði dauða meingi frá lamdi skauðin lukkusnauð laugaður rauðu blóði sá Verk það bráðast vann með dáð er vita náði sveit gjörvöll hans mun skráð um lög og láð lesast tjáða frægðin snjöll Virðing hér og vin hjá þér veittu hvera njóti báls verður er þess geira grjer að gott upp beri lindis frjáls Annars stríður alla tíð yður bíður frið eý hann mælti fríðust hringa hlíð hilmir síðan gegna vann Nöðru sáða nönnu ráð nú með dáðum felst eg á mest var náð að leisti láð lista fjáði kappin sá Högna mót á herjans snót hjörva brjótum æðstu með ekki ljótur aldin fót öðling fljótur teigja réð Til skemmu gá rjeð skarláts gná skjöldúng þá er Högna fann heilsar á sem hírast má her næst tjáir svo við hann Firn það er sem fenguð þér framið hér um þessa nótt að farga her þann vissum vér vestan bera flagða þrótt Hefndin þinna hlíra stinn höldum minni verður í vex prísin og virðingin vörði linna dínu því [120] 33

Hraustur tér þá tjörgu ver tiggi er mín bón að þú fimtán mér með hraustan her herskip gerir veita nú Alt það lið sé einvalið engin bið laung þar á sje þángs um mið á þundar frið er þurfum við oss lát í tje Helga finna hefnir þinn hugur minn er leistur til svo hefjum stinna hjörs leikin hilmir svinnan þess eý dil Þrautar rama þögn á gram þrikkir saman vörunum hreisti framur Herrauður nam hvergi stama á svörunum Hilmir gjer það Högni ter hjálpa þér eý annað má tveir þó berjist tír hraustir treisti eg mér að sætta þá Hlínar sjóla higgja ból Herrauð gól og þakkirnar við rís kjóla vígs og tól vel eg sólu bliss ránar Hermenn svinna herskipin og hvað sem svinnan gleður hal en velkomin hann veri um sinn til veislu inn í kóngsins sal Högni þá til hermdi já með hilmir gá til borgar réð sæti fá nam sjóla hjá sæmdin á hann breiddist með Herrauður má til hvílu gá honum frá gekk skjaldan snót Högni þá er Svanhvít sá svipur á kom branda njót Hilmir búa herskip trú hölda grúa lætur sinn fimtán nú á fliðru bú með ferða ólúinn áhöldin

Högni velur hárs í jel hölda og telur skipin á filkir selur fróða mél og fingra hélu drengjum þá Aungan svanna sem að ann sér með vann að taka þó búandan og barna mann burtu hann ey nokkurn dró Einhleipir og ötulir ullar verju töldust þar skráður her með skipin fer skrautið ber og hlífarnar Örva gautur Andra naut um hvals brautir stírði þó vel sá flaut nær þreyrin þaut þakin skrauti niður að sjó Stöfnum gljáir gullið á geislum frá sér sendir vítt vænni má eý vísund sjá virðum hjá með seglið hvítt Mánuð beið frá branda neyð bauga meyður þángs um bil sjá nú skeyður sels um heið sigla greiðast hafna til Heima sjóla higgju stól hræðslan fól með öllu þá finnur bóla bráins sól bregður tóli mála sá Eimda þróun eyðir ró allur sóast friðurinn hilja kjóar kaðla sjó kafa þó á hafnir inn [121] 34 Minn burt herin mestur er mörgum verjast síst eg kann veit eg hér eý hvernin fer hjálpar mér nú engin mann Elda marar eý gaf svar öðling þar sem hræddur stóð ætla eg færi Elfeýar aldin hari hér með þjóð

Page 26: Rímur af Andra Jalli - Vefsetur Hauks Jóhannssonar ... skal dilli fína fá fjörið stilla gálginn má. Utan eigi eg leisa líf líka sjálf viljuður geira sveigur gefi víf grimt

Rímur af Andra Jalli Úr fyrstu kvöldvökubók 6. Ríma Kristmundar Jóhannssonar

24 2011-09/12-02

Leita hér að hlírum er hefndir gérir minnast á með honum herinn mikill fer meinið þér ey vinnur sá Högni tjá mun honum frá hjörva þrá og sömdum frið flóðs nær knáir fákum á finnast ná hér strandir við Fild með beima greitt að geim gæddur seimi far um slóð fegðum tveimur fræknum þeim faðir heim til veislu bjóð Gef Heranda góins sand gautur randa kætist þá þitt svo vanda þrítur stand þengill landa kvað mót já Elli móður um hárs fljóð öðling tróð að söltum bil annað ljóða efni þjóð eg skal bjóða ef hlustar til Nú Hérandi hér við land higgur Andra skipum á eggja klandurs efla stand álfum randa bíður þá Hjörva kviðu herðið þið höggvið niður þjóð í strá en Andra sið þó verð eg við var eý liði þessu hjá Fólkið bjóst í geira gjóst gráðugt hóstar ná skruggan filltist brjóstið þegna þjóst þirstir að ljósta hver annann Högni glaður þekti það þeim hans faðir stírði her vopnast hraður hölda bað hinum skaða veitið þér Kempur hans þess mikla manns málma dansa girnast há hvergi stansar hlini brands herjans glansar ljósin á

Saman öðum síls á slóð síðan þjóðin lagði snjöll lúðurs hljóða hornin góð hristist lóðins beðjan öll Högni reiður hvergi beið höggin leiðust en þá gaf fleina meið í fólskan sveið fjórar skeiður barði í kaf Jallinn tjer við hraustan her höldum vér sem skjótast frá málma grjer sem megnið ber mót þér eý kunnið stá Högna kann eg þekkja þann, þúng höggvann í jötun móð bræðra sannar hefur hann hefndir kanna látið þjóð Kallar á með hljóðin há Högna þá og bistur tjer frekara má eý fól þér sjá, föðurs náir drepa her [122] 33 Högni innir hvar er þinn hugurin og karlmanns dáð ráðslægðin og raupirðin sem rekkum svinnum fjekku tjáð Brátt að mundir fleins við fund fálu kunda trílda þú sem daufa hunda drepa á grund dáðlaus undan hopar nú Konstra fjáð eg kunni ey ráð kapps með dáðum vann eg þó Andra hrjáðan geirs við gráð og gaura smáða niður sló Kóngin Loga kargaði og kvisti boga og skip mér fá en festu togum fleý í vog farðu að rogast landið á Feðgar síðan feldu stríð fundust blíðu meður þar Högni fríðum hermdi líð hjörs frá klið svo til sem bar

Hrósið fjekk af hverjum rekk halin ekkert stiggja vann öld sem gekk frá upsa bekk, öðling þekkur móti rann Feðgum vann að heilsa hann heim að ranni gángið þér líta svanna líður kann leiðir mann og þángað fer Hér komin er Svanhvít svinn sæmd búinn og leiddi þar Herrauð sinn með híra kinn haran finnur Elfeyar Vörði þjóða færði fljóð fleina rjóð enn jallin tér heims á slóðum hvergi fróð hittist tróða vænni þér Fagna mundi kallin kund kættist lundin beggja mest vigra þundur vill um stund að væri sprundið Högna fest Æfa reiður andsvör greyð örva meyð lét Högni fá mér er leið sú hringa heið hennar beiða jeg er frá Hlírum bráðast bana ráð bruggaði þráða gefnin sú ef Herrauðs náð eý hefði þáð hreint af máð þá væri nú Sjóli jallin senn um hjall svo til hallar leiða rjeð hlírar snjallir hjörs við spjall hraustum kalli fildust með Stála rjóðum staupa flóð stillir öðum veitti þar hirðir þjóða hafnar glóð hann nam bjóða og gjersemar Þrjóta gleðin þessi rjeð þengill sjeður eýar fróns kvaddi tjeður kærleik með kóng og beðju elda lóns

Page 27: Rímur af Andra Jalli - Vefsetur Hauks Jóhannssonar ... skal dilli fína fá fjörið stilla gálginn má. Utan eigi eg leisa líf líka sjálf viljuður geira sveigur gefi víf grimt

Úr fyrstu kvöldvökubók Rímur af Andra Jalli Kristmundar Jóhannssonar 6. Ríma

2011-09/12-02 25

Hann svo fór á hrannar jór hafði stóran eignast seim ekki rór þó ýlgist sjór álms með þóra sigldi heim Hlírar báðir hjörs í gráð, hreisti fjáðir eptir það, orðlof þáðu af öðlings náð æddu bráðir svo af stað [123] 36 Herin týa hraustir því höfrúngs stýu jálkarnir mest fram kníast mars um bý mastra rýum sveipaðir Kapps með vési Kári blés kólgu flesjum deýgum á gotar trjes um geddu nes götur hljes vel runnu þá Víða sveima síls um reim suður beimar kanna lönd norðra teimi eg nökkva heim nú hann geimi þagnar strönd Rínar glóða fínast fljóð finni hróður þar við tef dvína ljóð því mín ber móð minnis slóð nær þegi sef

Page 28: Rímur af Andra Jalli - Vefsetur Hauks Jóhannssonar ... skal dilli fína fá fjörið stilla gálginn má. Utan eigi eg leisa líf líka sjálf viljuður geira sveigur gefi víf grimt

Rímur af Andra Jalli Úr fyrstu kvöldvökubók 7. Ríma Kristmundar Jóhannssonar

26 2011-09/12-02

Sjöunda Ríma Skafiðar eg skútu þar skildist við um þagrar mið sem Högni snar til hernaðar hjelt með lið á þoska rið Í suður átt þeir sigla brátt saung í rá og böndum þá grenja hátt með hljóða mátt, hefríng blá og kólga grá Froðu kast á brjóstum brast borða jóra þángs um kór veðrið hvast að fildi fast fellur sjór í boðum stór Helga leitar hirðin teit hvals á grund og þórs um sprund bræðin heit á Högna beit hilmis kundar girntist fund Andra nautur birtings braut bráður rann með höfðingjann örva gautar áttu þraut að elta hann um kémbings rann Lengi þá um lögin blá leita snarir kóngs sonar morgni á þeir einum sjá eý land hvar þeim nálægt var Högni tér það hermdu mér hlírann við og gaf eý bið kunnugt þér ef áður er um landið að fornum sið Grípi sverðin gumna merð gaungum bróðir tírs á fljóð búnir gerðum flítum ferð fellum þjóð í jötun móð Hinn svo tér eý hjálpar þér hroki þinn og ofstopin máttu vera hægur hér hlíri minn og viðfeldin

Þrúðvángur af þjóð nefndur þetta er láð en menta fjáð hér ræður ein hávitur hetja bráð sem geimir dáð Alfur hann að heita kann hölda sveitir alt um veit fróns um ranna frægri mann né fjáðari leit síst öldin teit Bíði lið um mjaldurs mið meðan tveir um foldar leir gaungum við með sóma sið sagðan geira hittum við [124] 37 Við fífu beitir farðu á leit fild þér ljá og segja frá, Helga teitan hers með sveit, hvar nú má í veröld sjá Upp á landið brátt með brand báðir renna hreistimenn óttast vanda ekki stand Alfs þeir kenna bústaðin Gullrendur var gjörvallur glansa hlaut á landsins braut, málaður og mindaður, marmara þraut eý steina skraut Standa hliðin hallar við, hlírar þá með benja ljá, orðlofs biðja ágætt lið Alf að sjá og mál sín tjá Veittist beinum vöskum tveim, vilji sinn að komast inn, filgdi þeim svo þakin seim þjóðin svinna prúðbúinn Ítum móti upp á fót, Alfur stóð með hótin góð, börvar klóta af kærleiks rót, konstra fróðum heilsa bjóð. Ikkar heiti vel eg veit vitur kvað og líka það, Högni áleitin hauðsurs sveit hugði skaða en ræna stað

Sterk þó gerir stála grjer stórræðin með ofsa þinn trúðu mér að það mun þér, þegi vinnast Högni minn Högni kvað eg þeinki eý það því með friði komum við, Alfur glaður ört í stað orðum riðar tal um hlið Velkominn þú vert um sinn, vaskur mann í kastalann, og hlíri stinnur þessi þinn, þekkja vann eg firrum hann Fleina tír að frægðum dír faðir þinn er vinur minn, hraustari stíra hropta fír hjörs að vinnu mun engin Veitt skal hlírum veislan dír virðing mest og gæði best, eins hvað mýrar eisu tír á girnist eg tillæt flest Jalls þá kunda kát varð lund kjesju njóti þels af rót þakka mundu þar á stund þessi fljótu greiða hót Settust að í sterkum stað stolta hlíra mæði flír her næst það hann Högni kvað heirðu stírir láða dír Hermdu mér hvar Helgi er, hauðri á eða lögnum blá leita géri eg geirs að ver göndlar stjá skal við hann há Mindar fríu málin ný maðurinn eý grunnhigginn Tartaría er hann í inn kominn með herinn sinn Ræsir sá sem ríkið á röðuls hrannar gnægtum ann Baldvin knáir kallað fá kappar þann inn væna mann [125] 38

Page 29: Rímur af Andra Jalli - Vefsetur Hauks Jóhannssonar ... skal dilli fína fá fjörið stilla gálginn má. Utan eigi eg leisa líf líka sjálf viljuður geira sveigur gefi víf grimt

Úr fyrstu kvöldvökubók Rímur af Andra Jalli Kristmundar Jóhannssonar 7. Ríma

2011-09/12-02 27

Kóngsins bur er kappsamur kífs á básum Menilás öflugur og opt gefur örnum krás á flesjum nás Elín rjóða öðlings jóð er kallað í nefndum stað Helgi tróðu hót með góð hírrar bað eg frjetti það Gaf þau svörin sjóla bör seimgrund þér eý lofum vér utan gjörir veiga vör vinna hér í stríði af mér Helgi snar eý hikar par her sinn bjó og þángað dró á storðu hvar einn sterkur var staður Nóatún við sjó Þángað hinn með herinn sinn heldur eins og brjótur fleins þó herði stinnann hjörs leikinn Helga neins eý aflar meins Helga lið er harðsnúið hinir fá eý staðist þá hjörs í klið eý hrökkva við hefnir knái Baldvins má Helgi stríður hrekur lið herklæðin ber furðu stinn bila fríð eý blóðs í hríð brandurinn þau sker engin Hans egg sári hjalta ljár hölda gérir svæfa fjer hvergi stár í stáli knár stiltur er og skær sem gler Helga nóta hjörs við rót hvergi má í veröld sjá undraskjótur skekur spjót skjóma dável beitir sá Fæðist eý á fjölnes meý frægri maður víst er það, hér við þeigir Högni neý hann svo kvað við Alf í stað

Lofs þó galir listugt hjal, Loga knáum hefnir frá, drepa skal eg hraustan hal, hvenær þá eg fæ hann sjá Ansar hinn þá hirðstjórinn, hjálma grjer nú trúðu mér, Helga vinna Högni minn, hrokin þér eý fullnægir Bæði má við branda þrá, beita hug og góðum dug, hefur knáa hermenn sá hraustur bugað stáls við flug Hjálpaði mér svo Högni tjer Helga finna góður minn, hinn mælir eg þá fæ þér þúsund stinna í hjörs leikinn Og Hernít þann sem hreisti ann hirðmaður er minn sagður leiðir kann þér kinna hann kappsamur og vel röskur Hratt þá náir Helga sjá honum bjóð þú þúngan móð, hólminn á með hjörinn blá horfi á þjóðin menta fróð Ikkar stríðust eggja hríð uppi mun þann hef eg grun heims með liðum hverja tíð heiptar bruna meður dun [126] 39 Þinn bróðir sá brinjur sker buðlúngs nið innlendann við berjist sér með hraustann her um hildar svið og felli lið Sá með æru sigur fær sverða gautur stáls í þraut hárs frá mær svo híngað rær hvals um brautir Andra naut Stríðs nú hlé þar sagt er sé seggja liðið hefur frið því Helgi svo það leifði þeingils nið sem bað um grið

Grímur tvennar mæla menn meingið þó að hafi ró síðan nenna aptur enn ýpta gróu vals um mó Þúsund manns í darra dans dreingjum fjekk og talin rekk og marar glansa mikin fans með þeim gekk að síldar bekk Alf þeir kveðja kærleik með kátur stóð þar hann við flóð hinir rjeðu reisa trjeð ránar hljóða taka jóð Landfestar þeir leistu þar lögðu þá í opin sjá hrigðin skar eý hlíra par Hernít knái stíra má Mikið skraut á mjaldurs braut mastra bera jórarnir vel í skautum þeirinn þaut þrammar hver sem fljótur er Úður tíðum orgar stríð öldurnar því stafninn skar sáu líðir land um síð lögðu þar á hafnirnar Hárs við meýu festu fleý firðar þá og land upp á gangnu teigja tefjá eý tjöldum slá þeim vík eg frá Eyðast ljóð en greiðast góð gæði mér og næði hér leiðin hljóða meyðist móð mæðan skér mitt ræðu ker

Page 30: Rímur af Andra Jalli - Vefsetur Hauks Jóhannssonar ... skal dilli fína fá fjörið stilla gálginn má. Utan eigi eg leisa líf líka sjálf viljuður geira sveigur gefi víf grimt

Rímur af Andra Jalli Úr fyrstu kvöldvökubók 8. Ríma Kristmundar Jóhannssonar

28 2011-09/12-02

Áttunda Ríma Þar nam áður þundar fengur þrjóta lautin faldanna sem á láð upp líðir gengu og litu skrautið tjaldanna Nóatún hinn sterki staður stóð eý fjarri birtíngs rann Högni brúnum hleipti óglaður hamast nær og skjálfa vann Þángað náði ferðum flíta finna sjóla vildi kund heiptar bráður hirðir ríta hart upp jólnes veður sprund Hans þar gengur hlíri meður hermenn tíðum sem að vo hreisti dreingur Hernít tjeður herin allur líkja svo [127] 40 Helga búðir hraustir líta hermdum staðar portum nær hárs með skrúði öldin ýta á víxl raðast kringum þær Þángað Högni hárs á sprundi hraðar ferðum líða til stilltast brögnum bjóða mundi bauga njörð eg finna vil Helga tjaldið hlírar finna Hernít stríður með þeim var bóli faldist láða linna ljómanum víða út strjálar Ramur að afli randa álfur rekka gleðja sína vann Helgi að tafli sat þar sjálfur seggir kveðja náðu hann Helgi þegar Högna lítur honum stendur upp á mót ástúðlegast orku nítur örva bendir síndi hót

Bauð að þiggja vínið vistir virðing hreina gersemar jallsson stiggur höfuðið hristi hirðir fleina gefur svar Valla sæta vil eg þessu vörður drótta heirðu mig stattu á fætur flein í messu farðu skjótt að búa þig Arfleifð mína Helgi hjalar heldur vil eg gefa þér og móins dínu mörk án kala makleg til þess hetjan er Firir stundu fólk mér tjáði freir gulls snjalli vígs um hjall fimm þú hundruð fella náðir og fjóra jalla einsamall Best það hagar hjörva bjóðum hótin vina rækja blíð bræðra lag því bíð eg rjóðum brodda rjóð með skip og líð Virðir þjóð til ergis eigi eg þó bjóði sættirnar hjálma rjóð sem hefur þegið hrós um slóðir veraldar Reyður Högni ansar aptur allar líði þrautir sá er þínum sögnum þorna raptur þeinkir hlíða og fallast á Þigg eg víst eý þorna bendir þér af land nje orma grjót en allra síst það óláns kvendi ýllt nam standa af þeirri snót Háreks dauði sinnið særir svika hennar galt við kíf þig í nauðir fjörs eg færi first eý brenna mátti víf Bú þig nú í branda sálma benþing á ef treistir þér svörin þilur eyðir álma aptur þá og roðna fer

Nautheimskan eg Högna kenni hafnar landi auði og frú engan þann eg undann renni, uppi standa veit eg nú. [128] 41 Kilfu af legðu klóta reinir, sem kallast færi jötna má, mistil bregða máttu teini mun eg nær þér standa þá Á morgun kanna munum stríðan málma fundin tírs með skar hólmgángann var hölda síðann, handa bundin sölum þar Hét Agnar einn hreisti gæddur Helga næstur kappi var Svenskri var á foldu fæddur filvíngs æsti gjólurnar Hár og digur hirðir fleina hlífar góðar átti sá kröptum fildur glöggt nam greina geira rjóður heirðu á Mér er stríð við stála fundi standa hjá og gjöra ey að Helga svíða ef að undir, ekki má eg horfa á það Heldur megnið mitt vil reina, máttar stinnan Herrauð við Hernít gegnir hirðir fleina hroka þinn eg dável skil Þér skal veita þig hvað listir, þú skalt dauða skjótan fá, að morgni hneitir bregðum bistir bana kauða mun eg þá Herrauður sagðist heýa verða harðan klíð við Menilás það til lagði þar skal verða þjóðin stríð að varga krás Þetta síðan segja lætur, sendi dreingur hans á fund, að hanns bíði um tvær nætur en ekki lengur þórs um sprund

Page 31: Rímur af Andra Jalli - Vefsetur Hauks Jóhannssonar ... skal dilli fína fá fjörið stilla gálginn má. Utan eigi eg leisa líf líka sjálf viljuður geira sveigur gefi víf grimt

Úr fyrstu kvöldvökubók Rímur af Andra Jalli Kristmundar Jóhannssonar 8. Ríma

2011-09/12-02 29

Lása þótti ofsin ýta, ærið geisa hófi frá, lofaði skjótt þó lestir ríta, löndúngs eysu jel að há. Að svo búnu ýtar gengu, orku stríðir skipa til, værðir núna first þar fengu, fleins eý hríðar óttast bil Strax að morgni rekkar reýsa ranga jórum allir frá, upp á fornu fjörgni þeisa, fleins til óra lángar þá Kápum rögnis klætt var meingi, kláran vigur mundin bar, fremstur Högni hermt er gengi hermannlegur næsta var Helgi Prúði hér næst gengur, hernum undan þórs á drós, hildar skrúða hans hver dreingur huldist þundar báru ljós Innlend þjóðin í filkingu, öll sem snarast hélt á rás, fram svo vóð að fleina þingum, firir þeim var hann Menilás. Hernít Agnar hólm á víga, hvergi blauður skorar þá, feld á bragnar báðir stíga, birt er rauður væri sá. [129] 42 Lúðurs gjalla hornin hreinu hljómar víða björgum í hjörin skall í skatna beinum skeinur svíða tóku því Hjörfi snarast báðir brugðu benja krepja úr þeim rann ekki par um annað hugðu en að drepa hvör annann Heiptar æði hverugs dofnar hoppuðu gildir stáls við rót hjálmar bæði og brinjur klofna beigluðust skildir stukku spjót

Sá að gángur síndist mengi svipaður varga til þrifum furðu strángur stóð svo leingi stansaði margan á honum Æða láin óðum dreirir oddar fálma hlífum á unda ljáinn Agnar keirir ofan í hjálmin Herníts þá Ægir klífur allan saman, Agnar stinnur hjó af móð, brinju rífur brjóst að framan brandurinn í völlin óð Eyddist ró því álma raptur unda fánga meiðsli vann Hernít þó til Agnars aptur ættar tánga reiða kann Herjans tundur hjálmin klífur hausinn briður gjörvallann brinjaðann sundur búkin rífur brandurinn niður völl í rann Agnar síðan dettur dauður dreingja hver það lítið fjekk, en Hernít stríðum nístist nauðum ná fölur af hólmi gekk Kappin settist síðan niður síndist dauður falla þá bísna þjettar benja yður beljuðu rauðar völlinn á Einn flugdreka öld nam líta yfir hafið fljúga vann mjög sér þrekin þótti flíta þar án tafar Hernít fann Hramm að þandi þessu flikki þar í smígur klóin breið álfi randa upp svo hnikkir á burt flígur sína leið Undrum gegna þetta þótti þjóð á horfði flugdrekann honum megn þeim er að ótti engin barðist tíma þann

Aukast náir óma veður ýmsa þjáir randa klið Helgi þá fram hraustur treður Högna má hann glingra við Hermannlegur heldur var hann hlakkar skrúða praktugann líka vigur besta bar hann blosanum úðar forgiltan Eggja þrautir eý við tefur æfur Högni fram brunar Andra naut í hendi hefur hulinn rögnis flíkum var [130] 43 Hafnar ró sá hrotta stærir hildar óra sem að kaus, ólmur þó nú orðin væri ekki fór hann skirtu laus Saman æða sinnis bráðir sárheit bræði hjörtun skar var sem þræði ljeki á láðið líkja græðir við titrar Branda hljómur heirðist víða hlífum skjómin þá í gnast stundi óma friggjan fríða frekt við rómu jelið hvast Eins og ljónin ólmast náðu óðu frón sem lausa mjöll sára prjónum aldreý áðu undir tónar dvergja höll Jafnt með báðum höndum Helgi höggva náði vigur best hjörs í gráði Högna velgir hann þó bráður væri mest Und varg skipti opt í mundum ýmsum skjöldin henda vann, hátt sér lipti í loptið stundum lofaði öldin hreisti mann Högni stóru höggin veitir heipt upp belgir rænu krá málma þórar meintu teitir mundi Helgi bana fá

Page 32: Rímur af Andra Jalli - Vefsetur Hauks Jóhannssonar ... skal dilli fína fá fjörið stilla gálginn má. Utan eigi eg leisa líf líka sjálf viljuður geira sveigur gefi víf grimt

Rímur af Andra Jalli Úr fyrstu kvöldvökubók 8. Ríma Kristmundar Jóhannssonar

30 2011-09/12-02

Hvert það sinn sem hristir branda Högni stinnur vo með dör, síndist hinn í svoddan vanda sem þá linna mundi fjör Af sér höggin slingur sló hann slisum öllum varnaði místar plöggin Högna hjó hann hreint gjörvöll að skirtunni Á hana bítur ekki parið aldreý minda slíka frúr, af henni hrítur óma skarið eggjum sindra gneistar úr Andra nautur ekki heldur, öðlings sonar hildar plögg, beit en hraut úr eggjum eldur, óms á kon við sér hvört högg Gerðust móðir hlinir hringa hlífar óðum brá hver tjá meinnti þjóð að mundu springa mækja rjóðar þá og þá Hríð í rögnis hlín við spánga Helgi slingur skraf viltu eý Högni hvíldir fánga heldur en springa mæði af Boðið þáði vopna viður, vigra þjáður skruggu í, settust báðir síðan niður sjatnan náði mæðin því Frægsta máttu hetja heita Helgi þá við jallsson tér, heims um áttar alla reita engan sá eg líkan þér Jeg er ærið megnis minni máttur trölla stirkir þig er mér nær þó aldrey vinnir á stríðs völlum kappin mig [131] 44 Enn þér bíð eg erfða láðið auð gulls þilju bræðralag eyðum stríði eflum dáðir aldreý skiljum nótt nje dag

Boðum þínum Högni hjalar hrósa líður allur má en hét eg dínu bráins bala bolnum sníða haus þinn frá Þó jafnræði betur bjóðir bauga njörður orð með hlí láðið bræðra lag og fljóðið líst mér verði ekki af því Hremsu bör þó heims um stíga hittist engin frægri þér annar hver skal okkar hníga, áður en branda geingi þver Þúngum fleinum þrávallt sláum þolum mæði skelfingar enga skeinu á oss fáum úr sem blæða náir þar Eggjar meðann ekki bíta auðuns ljósa hlíni þá vart er sjeð hver síðast ýta, sigri hrósa frægum má Þér ef æðru eý til bregður unda nað í blóði þvo þín her klæði þá af legðu þegar í stað og berstu svo Helgi úr máta ræddi reiður reflum stirjar kasta vann þú munt láta líf og heiður ljótan firir ofstopann Farðu skjótt úr skirtu þinni skjóminn af sem hrökkur minn fir er drótta stírir stinni stoltur gaf þér faðir þinn Hlær og segir Högni rjóður hraðast fletta skirtu vann vissi eg ey að varstu fróður vel um þettað alt samann Á fætur síðan fóru báðir fleina hríðin grimdir jók eggja kviðu ekki gráði undvarg tíðum sérhver skók

Óðu saman eins og vargar, ey var gaman ferðum á, báðir hamast hlíf eý bjargar, hjörva ramir efldu stjá Sér eý hirtu seggir hlífa síndust firtir viti þar að nam sirta eggja drífa ekki birtu naut sólar Bert nú hold við bröndum tekur bísna þoldu skeinur þá dinur fold en dreyrin lekur dreingjum toldu eý klæðin á Elfur dundu æða niður, álfa drundu bigðir mjög skelfur hrundin herjans viður hrotta fundar reiðar slög Tönnum gnísta höfuðin hrista hnjám að troða mistar rann bröndum þrísta í búka tvista blóðug froðan leka vann [132] 45 Mæðin tók þeim mjög að granda málma skúra viður köf reikjar flóka rokur standa rekkum úr sem kola gröf Hríðar æstu viðris veður var sem strindi ljeki á taug ólmir hvæstu undrum meður elda sindran víða flaug Huldist móðu hlírnes allur hauðrið vóðu þeir sem snjá litaðist blóði hristar hjallur hold á slóð í slettum lá Hverugur annann hvíldar biður hrotta spenna mundum fast hreisti manna málma hviðu meingið vann að forundrast Engin meiri mækja fundur mennskum heirist köppum af flöktu þeir af sárum sundur samt ey geira feldu skraf

Page 33: Rímur af Andra Jalli - Vefsetur Hauks Jóhannssonar ... skal dilli fína fá fjörið stilla gálginn má. Utan eigi eg leisa líf líka sjálf viljuður geira sveigur gefi víf grimt

Úr fyrstu kvöldvökubók Rímur af Andra Jalli Kristmundar Jóhannssonar 8. Ríma

2011-09/12-02 31

Blóði æðar megnu míga mæðin þvingun hjartans jók loksins bæði hnje á hníga hnikars þingja skruggu tók Unda nöðrur samt upp sveigðu sviptir vana kröptum frá hver að öðrum hvessing fleigðu hreint afl vana fjellu þá Hugar sjúkur Högna falla Herrauður sá og þángað fer silki dúkum sveipar allan seggin þá og upp fægir Helga síðan hirðir dáða hreinann leggur skjöld upp á dróttum bíður dauða báða díra seggi nefna þá Hrotta rjóðar Helga gengu Herrauðs undir merkum þar fildi þjóðum frægðar dreingur fram á grund til rómunnar Lúðrar gjalla heyrðist hljómur herin allur týast vann hér skal falla Rímu rómur rekkar valla níta hann Þessi ræðu þvinguð staka þjóð eý bjóðast fróðri má vessin ræðu rínguð taka rjóða tróðann góð lind á

Page 34: Rímur af Andra Jalli - Vefsetur Hauks Jóhannssonar ... skal dilli fína fá fjörið stilla gálginn má. Utan eigi eg leisa líf líka sjálf viljuður geira sveigur gefi víf grimt

Rímur af Andra Jalli Úr fyrstu kvöldvökubók 9. Ríma Kristmundar Jóhannssonar

32 2011-09/12-02

Níunda Ríma Þar nam farast þundar knör í vörum hraustur sem að hjörva bör hildi vekja gjörir för Menilás honum móti snar rjeð fara hliðskjálfs fagurt hara skar og hildar skrúða raran bar Börvar hjörva blóðs til markar arka, heirðist víða hark og slark hauðrið líður jarka spark [133] 46 Hljóma tómu hornin víða síðan harnar óma hríðin stríð hvíldar blóma flíði tíð Skeldir að veldi skjóma hrundu lundar, Oma skelfur undir sprund æða skettist sund á grund Heima beimar hrakning fengu lengi heljar sumir heingu á streing hinir særðir gengu í keing Herrauður berjast hauðurs kann við granna hrotta skekur hann bitrann hvern að öðrum vann þar mann Herklæði bera Helga tjáður náði öðum hjörva háði gráð hnígur öldin þjáð á láð Mildings gildur mögur þó með gróu, Herrauðs meingið hjó og sló hrotta verum bjó eý ró Að merki herknu Herrauðs var eggbarin filking gjörvöll farinn þar fossum æða mar brúsar Marbrín þar einn maður hét þess getur undrum geira hvetur hret heljar mengið set í ljet Fram í þramma filking Herrauðs gérir hildar vendi herinn ber hvern þann drap sem er firir

Í svip víg pípur sextíu spjóta njóta kaskur drap með klóta rót þeir kunnu standast hót eý mót Hlíra díra herjans glóð sem rjóða Sigurð mundar sjóða bjóð og Sörla nefnir þjóð á slóð Happa kappar Herrauðs tjáðust báðir Hálenskir en háðu gráð hjörva títt með dáð um láð Marbrín snarast móti ríða stríðir bana þar til bíður lið bens eý spara gríðar hríð Höggin snöggu hlírar par eý spara minsta hrædddur Marbrín var, mót Sigurði skar orms bar Klífur fífann kappa snjallann allan með fák og söðli fall um hjall, fengu hjörinn gall og small Hinn vill stinnur hverfa frá ef má hann Marbrín hrotta bláum brá bol frá hausi þá rjeð slá Á Herrauð gérir hrópa síðan stríður brands ef vogar bíða í hríð, bör eg skjóma fríðann sníð Innir hinn og álma fer að veri hæfast ekki hér um ber hrotta fir en snerra þver [134] 47 Baldur skjalda benja seiðin reiðir Marbríns gjörvöll greiðast sneyð göndlar klæði breyð um leyð Haus af losar hesti freyrin geira, undrum hjörva heirist þeyr hrundi jórsins dreyri á leyr Úr söðli röðuls síkja bjóður móður, hljóp í stað og stóð á lóð, stáls þar að svo rjóði tróð

Page 35: Rímur af Andra Jalli - Vefsetur Hauks Jóhannssonar ... skal dilli fína fá fjörið stilla gálginn má. Utan eigi eg leisa líf líka sjálf viljuður geira sveigur gefi víf grimt

Úr fyrstu kvöldvökubók Rímur af Andra Jalli Kristmundar Jóhannssonar 9. Ríma

2011-09/12-02 33

Höggið snarast Herrauð þó til bjó hann, ofan í hjálmin hjó og sló hvergi bítur gróan þó Hrökk af lokka laufin greiðast heiði í bógum jórin breyðan sneyð björnin þoldi reyðar deyð Mikla stiklar marnum frá þar lá hann son Hérand sá eg þá, sára reyða bláann ljá Higgur stiggur hirðir fleina beinast heljar skuli skeinu meyn skjótt af mistil reyna tein Dauðans nauðir daprar sér að bera, Marbrín ef að Herrauðs hér hrottin brúna fer á sker Úr hendi sendi hjörinn njótur spjóta hreisti meður hótin fljót hleipur undir klóta brjót Í fáng upp stránginn fleygir sverða gérði hefja þar og herðir ferð hins því orkan verður skérð Herrauð bera hér sem vann nú þanninn fótunum undan fann sér hann fljótt var kippt sá manndóm ann Skjalda baldur skjótt að velli fellur heira mátti hvellan skell hirðir þegar petla fjell Marbrín svarar sigtírs frú að knúinn brögð í tafli búast trú, eg biltist afli rúinn nú Stríðs í tíð á storð og unni kunni eg bila margan brunnelds gunn blúnds þar lísti sunna þunn Vörgum mörgum vann eg bráðast áður hef þó aldreý hrjáður þáð hrakning fir með smáða dáð

Ef líf úr kífi ljenar mér að bera meðan æfin þver eý þér þjóna skal eg hvar sem fer Herrauður gérir gegna fljótast móti hels þér granda hót eij ljót hratt upp reisti klóta brjót [135] 48 Sveit þá lítur svaðil Marbríns farir þusti á flótta þar sem var þjóðir óttin skar óspar Menelás sínum móti drótta flótta sollin bræði sótti fljótt sinni bar nú ljótt órótt Bíður niður buðlúngs síðan liði hildar efna hríð í grið holund þó að svíði við Óðum slóð með unda ljáinn bláann höggur þjóð sem hrávið þá, hrinur blóð um dáinn ná Herrauður sér að helju kannar ranna herinn sinn en sannast hann svella bræði vann innann Móti skjótur Menelási rásar hjörva bör á básum nás blóðugann reiðir ása dás Hinn ey minna hrottan greyðast reiðir heiptin sinnu sveýð í heið hjörs eý vinnu neyðum kveið Til Herrauðs gérir höggva þá en sá hann bíta ekki á hann má (og því kappi fáir ná) Herklæðin sterku hafði reýnir fleyna hvellt í unda hvein opt tein hvergi sást þó skeýnan neýn Hlífar rífa herjans tundur mundi af hilmis níð en hrundi á grund heitt úr benjum unda sund

Page 36: Rímur af Andra Jalli - Vefsetur Hauks Jóhannssonar ... skal dilli fína fá fjörið stilla gálginn má. Utan eigi eg leisa líf líka sjálf viljuður geira sveigur gefi víf grimt

Rímur af Andra Jalli Úr fyrstu kvöldvökubók 9. Ríma Kristmundar Jóhannssonar

34 2011-09/12-02

Óðum blóð af buðlúngs sini dinur storð við geira stinur hvín, sterk eý linast kempann hin Varðist harður vísis þarfur arfi fjör þó loks og farfin hvarf fjell við geira djarfur starf Sómin rómast sverðs úr neyð Herrrauði þjóðin honum hauðrið bauð hölda vald og rauðan auð Síðan biður segg með fara snarast, fram á mastra marin þar meingið særða hvar eð var Í haldi baldur hrotta sá hinn knái hafði kappa þá svo þrjá þróttlaus hver í dái lá Tjöldin völd hann tók og móins flóa þjóð og skip en þó sig bjó, þaðan burt og dró á sjó Sundur þöndust siglu tröfin stöfuð engir liðu öfug köf, ey var heldur gjöf á töf [136] 49 Líra mírar ljónin reyða sneiða ýtum þótti eyðast neýð úður faðmin breyðir gleyð Boðar froða brims á jórum stóru æði var með órum sjór unnar hruflast bjórinn fór Líta nítir lundar móins flóa Þrúðey loks en þróast ró þóttu hver um jó sinn bjó Sal frá hvala síðan þjóðir tróðu á strönd þá Alfur stóð á lóð strauma fagnar glóða bjóð Bauð Herrauði brátt frá geim með seimi borgar til og beymum heim best að gleðin streimir þeim

Virðing girðast gleður vínið fína á þeim röðull rínar skín randa bjóðum pína dvín Heilan deylu dofra sáu knáann hirðir virðar hjá lið þá Hernít fir sem dáinn lá Fagna bragnar baldri móðu glóða þambar horna þjóðin flóð þreýtist eg að bjóða ljóð Konráðs koma nú tvær frá bærar öndrur Gísla ærin þær ódreýrs vökvi nærir skær Illa fjell mér óðar jag að staga lítin flestu bjaga brag eg bila að kveða fagurt lag Elda keldu engin grund ef mundi þakka skakkan þundar fund þetta rjett mín undrast lund

Page 37: Rímur af Andra Jalli - Vefsetur Hauks Jóhannssonar ... skal dilli fína fá fjörið stilla gálginn má. Utan eigi eg leisa líf líka sjálf viljuður geira sveigur gefi víf grimt

Úr fyrstu kvöldvökubók Rímur af Andra Jalli Kristmundar Jóhannssonar 10. Ríma

2011-09/12-02 35

Tíunda Ríma Aldrað fir nam kvæði kárna kemur rímann þar Álfs og Herrauðs jálkar járna jusu skálar mar Gleðin hugar vóx á vegi veiting mjaðar í Helga batnar dag frá degi dável fer á því Spir Herrauð að fleina fari firrum Högna við hirðir ansar hrotta snari hann er skilinn við Hreldur ansar hilmir núna holl með friðar skil að hann hefði eignast frúna ætlaðist eg svo til Mig hefur sigrað málms á vegi maðurinn harðefldur giptulega gafst þér eigi gjörð sú Herrauður [137] 50 Herrauður finnur Högna síðan en hans var spurningin hrotta fund við hörku stríðan hver vann sigurinn Aptur svarar kempan knáa kappanum undir eins þú hefur sundrað brandi bláa beigir sára teins Frægð og öllum sóma sviptum sendir hels til þú kappa þann í skjóna skiptum skilirðu mig nú Reyður Högni ansar aptur ýllt sé málum þeim var hans stór í kífi kraptur kraup eg firir beim

Margopt sagði mátti eg hlíða meyðir þjassa róms að eg skildi fljóðið fríða fá til eigindóms Öðru vísi líkja ljestu Loga firir sín okkur sætta á hólmi hjestu hverf er digðin þín Herrauður sér af heiptum glóra Högna skarar blis rjetta fregn bar stála stjóra stífir öldúngis Nítur lífs og lima sinna líkja græddur er eg vil þennan feigin finna filkir Högni tjer Jafnan heppin jalls son slingi játar Högna spjall drífur saman þjóð á þingi því að lúður gall Hirðin leiðir Helga Prúða Högna fundu þá garpar klæddir giltum skrúða gengu mótið á Tygjum þeirra af gulli gljáðum glansaði hver um stig heilsar þjóðin þessum báðum þegar og hneigði sig Firða saman fjellu ræður fer þá mart í víl þennan dag þeir bundust bræður bana dægurs til Menilaus með Herauði meti sættirnar listugum seima línum auði og löndum skiptu þar Elín faðmar Helga híra hilmis víg snara hann skal ríki hálfu stíra hauðurs Tartara

Bekkurin hjalar ráða besti Rauður hlíra við Högni Svanhvít heima festi hér með kóngs nafnið [138] 51 Lofuðu allir lundin seima liðir Álfs í höll jalldóm erfði í Elfeý heima ofnes meður völl Stefnu slitu stála runnar strax af gæddur snild Herrauður á essið unnar út sig búa vill Kvaddi barma sína síðan svofnes príddur lá heldur burt með flota fríðan fliðru völlin á Snekkurnar af kára kennsli klufu ránar meý stjórnar meður rjettu rennsli rendu að Hvítings eý Eignar finnur elda voga eyu samstundis ástar saman ljós á loga lömpum ýnndælis Að sér faðma rekkin rjeði reyfuð skrúða gjörð sorg fölnaðri gróðrar gleði gefin beltis jörð Auðnu tíðar í blíðviðri Elfey fær að sjá faðir hans var orpin yðri Óðins brúðar þá Frömuð eyar fólkið setur fleygir brandanna stundað hann með gætni getur geimslu landanna Sagan muna þángað þreingir þessum víkja brag Alfs að borðum drukku dreingir darra vanir slag

Page 38: Rímur af Andra Jalli - Vefsetur Hauks Jóhannssonar ... skal dilli fína fá fjörið stilla gálginn má. Utan eigi eg leisa líf líka sjálf viljuður geira sveigur gefi víf grimt

Rímur af Andra Jalli Úr fyrstu kvöldvökubók 10. Ríma Kristmundar Jóhannssonar

36 2011-09/12-02

Sérhver þjónar Högna og Helga hirðar innan þar rekka viður ræður fjölga ræsir Þrúðeyar Hér að frjetti Högni sjálfur höld að vígrisni veistu þann í veröld Alfur vor að líki sje Ikkur meinast engin hnekki ansar kempan fríð munuð frægstir þeirra er þekki þegna nú á tíð Aptur spurði veitir vella veislu nokkurn til mér sem væri frægð að fella fleins í hörðum bil Alfur réði síðan svara sverða vanan stir Bölverk vissi eg vestan hara verið hafa fir Mönnum veitti mestar stigðir meður ránglæti rænti þjóðir brendi bigðir bölvað ýllmenni [139] 52 Hrúgaði saman fjárins feiknum fólin aldreyður gjörðist verri í galdurs teiknum geisi hamramur Æfur tók að verða verri viður árin há skelfilegur heipt i hverri haug ljet smíða þá Auðs var þángað ekið nægðum aura níðingsins mjúku silki málmi fægðum og meiðmum allra kins En af silfri smeltu í smiðjum smíðað þakið var hásætið í haugi miðjum hans gullbúið þar

Geimir fólin gnægðir þinga getið er þar sje á einni festi hundrað hringar (hann var meygandi) Hauginn beiddi baugum likja barnið Mammonsins húsið innan sló á slikja slánga bælisins Hauginn kringum garð einn garpar gjörðu þar eptir háan yfir vart svo varpar vaskur stála grjer Bölverkur þann beiddi gera, bísna sterklegann, hlið eitt skal á honum vera, hermenn vakti þann Sextíu landsins vomar verja, virkið nótt og dag, alla þá með bröndum berja, er Bölverks skerða hag Niður settu kvikan kauðann, kinja gossi hjá, allir vita dára dauðan, draugur orðin sá Alfur sagðist heirt ey hafa, hrugnir meyra frá, það kvaðst ætla verði í vafa, að vinnist kauði sá Harar streingdu heitið báðir heim að sækja draug rændum bana bjóst í ráði, og brjóta þennann haug Líði stefna fram að fleyum, fólkið hraðar sér, runnu listir ránar meýum ránga gotarnir Geisa þá um geddu jarðir gnoðir lánga braut renna ljetu að Horney harðir hlírar Andra naut

Skall á alda borðin bæði brakaði í reyðanum Til Vindeyar síls um svæði sveima gáleyðum Hagar mér í huldar viðri hróðrar skjerði vist bragar geir í góma slíðri geima verður first [140] 53

Page 39: Rímur af Andra Jalli - Vefsetur Hauks Jóhannssonar ... skal dilli fína fá fjörið stilla gálginn má. Utan eigi eg leisa líf líka sjálf viljuður geira sveigur gefi víf grimt

Úr fyrstu kvöldvökubók Rímur af Andra Jalli Kristmundar Jóhannssonar 11. Ríma

2011-09/12-02 37

Ellefta Ríma Í Vindey halda vestur för veltir alda fögrum knör beigði kalda vana vör, vætir falda storms með fjör Skip um drífur dröfnin há, dreingi svífur löðrið á, sér eý hlífa firðar fá, feiknum vífa ránar blá Túngls firir storðar striki glaums stundu skorðu silar taums töpuðu orðu sírar saums sauð á borðum löður straums Höldum hækkar bana boð blíðu fækkar veðra stoð Högni lækkja vill eý voð þó vindur stækki og filli gnoð Stíra dreingir drekanum enn dasaði meingi galdurinn skipin teingja saman senn sveigði reingur vindurinn Galdra hríðin grimm var þá grand um víðir ekki sá streingjum líður tafir á lömdust síðann til og frá Seglum ekki sviptu þó saman rekkar mars á jó, veður hrekkja hækkar sjó höldum þekka felur ró Landið síðan leit af unn laungu stríði þjóðin kunn, sveipaði líður seglin þunn, saman á fríðum mastra hlunn Landið Bjarma líðir sjá ljetu farm af skipum þá strákar armir ströndum á, stóðu varmir hornin þjá

Öld má sverja að ekki laug Alfur hverja um búnings taug bófar verja harðir haug hugðu að berast firir draug Sextíu vóru þrjótar þar þessir fóru til varnar Högna stóran brátt að bar branda þórum með skipar Högni veður líkt sem ljón laungum seður varg um frón undan rjeðu herjans hjón hrökkva tjeðum víga þjón Báðar hendur blóðgar enn bitu rendur sköfnúngs tenn kauðum sendist kvalningin klauf að endilaungu menn Blóð um hauður flæddi frý fólar dauða mæddust því slappið rauða blæddi bý benjum sauð ógræddum í Berserk nefnum Bola var, blótaður efnir stirjaldar kauðar stefna þrjóti þar þeirrar hefna meyn gjörðar [141] 54 Högna móti vaða vann vomurin ljóti heiptum brann hinn með klóti kvistar hann kvíða mót á sverðið rann Iðurin hrundu úr Bola búk bófanum undin varð ómjúk dó að stundu dörs við fjúk dólgunum undir liddan sjúk Hræddir Bjarmar flíðu frá fólans harma bana stjá að þeim þjarma mikið má meingið barma og elti þá Helgi barðist hjörinn kvað hann að garði virkis trað grjót eý sparðist ýtum að urnis marði jarkja stað

Víða senn um virkið sá, vaskir menn það allir sjá, vopnum kennist öllum á, upp á rennur garðinn há. Lauk upp hliði Helgi þá, Högni og liðið þetta sá, ynn án biðar allir gá, engum friði Bjarmar ná Bragnar sáu Bölverks haug, bísna háan jötna spaug, finna má og fúlan draug, flestum brá við undur þau Norðmenn rjúfa hauginn há, höggva kljúfa saga slá, gátu skrúfað gat hann á, görpum ljúfast var það sjá Högni greinir hvert vill lið, hreisti reina drauginn við, haugs í leini að hermanns sið, hringa og steina taki þið. Helgi ansar Högna nú, hölda stansar flesta að snú, draugs í skansa dimmleitt bú, djarfleikans mátt neita þú. Högni niður hlaupa vann, hreisti sið með fráleitan, festi viður hjelt þó hann, haug um yður líta kann Mirkt í tjeðu húsi haugs, hann fjekk sjeð af ljóma baugs urnis meður ógnum spaugs annað neðar bili draugs Ofan getur gengið snar, og gripið fleti draugs úr þar, tólf ormseturs birðar bar, bornar ljet þær til festar Fjekk þar eina festi sjeð, frískir sveinar dróu upp fjeð, hudrað greinist hringum með, hana seinast grípa rjeð.

Page 40: Rímur af Andra Jalli - Vefsetur Hauks Jóhannssonar ... skal dilli fína fá fjörið stilla gálginn má. Utan eigi eg leisa líf líka sjálf viljuður geira sveigur gefi víf grimt

Rímur af Andra Jalli Úr fyrstu kvöldvökubók 11. Ríma Kristmundar Jóhannssonar

38 2011-09/12-02

Stól marg litan standa sjer, strjálað gliti hvolfið ber, silfri ritað innan er og í þvítar gull legir Bölverk skerður blíðu og fje, brinjaður gerðum stól klæddi, var á njerði hauga hlje hafði sverðið lagt um knje [142] 55 Bófin sig eý bærði par branda ríg að hefja þar, blár og digur dólgur var dauðans legu skelfingar Tvo sér bauga Bölverk á báðir draug við hálsin þá, hnossin þau vill Högni sjá héngu taugum silkis á Mikin svíra men var um mundar díru af sólunum, glóaði fir af gulllegum, gjört af skíru meisturum Högni rjeð til hans að snú, hann svo kveður máls um bú, linna beð hefur látið nú, liddan með og feig ert þú Fáðu bæði fals og spott fólin skæður en aldreý gott, berðu skæðan vonsku vott vertu af gæðum rekin brott Göldrum þræddur gaurin er gamall og mæddur dáðlaus hér smán alklæddur feigð að fer fólin hræddur trúðu mér Menið taka þitt af þér, þræll einstakur líkar mér, og hringa er lakur hálsin ber, heljar baka meyngjörðir Samt haugbúinn hirðir ró heipt frá snúin geðs um tó herslu knúinn Högni dró hringana nú af svarðar mó

Út þau lætur orð við draug upp á fætur stattu í haug, ella mætir elda flaug ekkert nætur vil eg spaug Hristist draugur grimmur grár gefur auga missir fjár, vonskan flaug að ýllum ár, undir hauga titra krár Menið braut af sjálfum sér síðan skaut í foldu hér, engin skraut það finna fer fólin þrautar svona tjer Er mín farin yndistíð enn við hjari neyð og stríð, áður var eg herti hríð, holundar að stæltum líð Eg hef því að orustur átt sextýu nafnfrægur, og hundrað frýar hólmgöngur háð þeim í ósigraður Engin maður eins sem þú eins mér skaða veitti nú meyðir það og minnis bú meyn sárnaða sneipan sú Fús er eg að finna þig fofnes skeri stálstu mig, af stólnum fer í stála ríg steðja her og ýglir sig Mót á blíðum grimdar gram gínars hríða þundur svam ærið stríðum heiptar ham Högna síðan kreista nam Rum í gall af reyðinni reykar fjall af mindaði, benja fall um Högna hnje haugurinn allur gnötraði [143] 56 Hrífa rjeði hörkutröll Högna meður klæðin öll áfram treður geðs með göll gólfið veður eins og mjöll

Fram og aptur hrekur hjer hreisti skaptan stála ver aukast kraptur yllum fer yllum kjapti beit og mer Lamdi firtur undir eins auði mirtur beigir fleins hlífði skirtan broti beins bar þá stirdt að hellu steins Ifir hallin Högni stökk hér varð karli glíman skökk gólfið fallin haugs á hrökk hrufluð skall við á sján dökk Vannstu halur vigra fund vomurinn talar hrigg var lund treista skal eý grand á grund á gripa val og blíðu stund Fagri sviptur fofnes lá, feigð í kiptur sigrast má Högni skipti eý höggvum þá og höfuðið klippti bolnum frá Opnar legum yldu mökk upp laust trega vofan blökk ýmsa vega Högni hrökk hrumnir þegar niður sökk Niður dauður síðan sé svartur kauði að niflheimi skekktust hauður skulfu trje skarkaði og sauð í jörðunni Bölverk skaptur vonsku var vunninn krapti Högna þar, síðan raptur sverða bar sagseið aptur göngunnar Festi snúna fetar á first hann núna Helga sá allir snúnir aðrir frá ofnis túna meyðar þá Verður fundur fagnaðar firir lundum skjóma þar sérhver skundar síðan snar seggur að grundu keýlunnar

Page 41: Rímur af Andra Jalli - Vefsetur Hauks Jóhannssonar ... skal dilli fína fá fjörið stilla gálginn má. Utan eigi eg leisa líf líka sjálf viljuður geira sveigur gefi víf grimt

Úr fyrstu kvöldvökubók Rímur af Andra Jalli Kristmundar Jóhannssonar 11. Ríma

2011-09/12-02 39

Heila bragna hittu sín, herrum fagnar þjóðin frín, Sigluvagnum síðan gín sæfar magn en ferð var brín Mjög ófagur fræða dans falli gagur túnga manns, nú frá slagar næmis skans, nýi bragur Haugbúans Rímu letur daufa dvín dugað eý getur hringa lín og af metin engum fín er laun getin dóttir mín

Page 42: Rímur af Andra Jalli - Vefsetur Hauks Jóhannssonar ... skal dilli fína fá fjörið stilla gálginn má. Utan eigi eg leisa líf líka sjálf viljuður geira sveigur gefi víf grimt

Rímur af Andra Jalli Úr fyrstu kvöldvökubók 12. Ríma Kristmundar Jóhannssonar

40 2011-09/12-02

Tolfta Ríma. Gísli fræða forðum þar, feldi ræðu niður, sem þeir bræður borða mar, brims á svæði riðu Vóðu dröfn um géltir grunns gapti verin sundur, bir með jöfnum elti uns, við eyuna herinn fundu [144] 57 Við ey bíða vildu þar viðra fríðir rjóðar skipin híða skildu á mar skjótt því liðum bjóða Menelás snjall og Marbrín þá mundar salla núinn mjaldurs vallar mar gekk á manns og allur grúinn Ægis glansa göfuð slóð grund á landsins treður skrúði fansað jöfurs jóð, jötnum brands fór meður Streingir saungla svignar voð, sauð á brjóstum alda, dý um þaungla digra gnoð, drífur af gjósti kalda Andra naut um náhvals mó, nadda gautur stírði, gilt á skrautið gljáir þó gumna þrautir rírði Svuntu hristi kólgan kná, kári hósta tekur, úður biltist bólgin þá, báru þjóstuð vekur Stökkuls vega stríkja fljey, straums af sogum hrjáðu, uns Háloga hnikars meý, hlinir boga náðu

Börvar randa beigðu á vog brims af granda stríða, flein í sandin fleigðu og, fóru á landið síðan Mest um ríka sveit má sjá, sunnu díkja ljóma, síls er ríkir reitum frá, runnar víkja skjóma Fjarðar sunnu fagra gná, fildi ullum branda, ljósin brunnu lagar á, lilju fullu banda Gullið fríða gersemar, og gripi allra handa búnir príði bera þar, brjótar snjallir randa Kóngin Loga sveitin sjer, sæmd er spennir blíða, fróns um rogast reita fer, runna kennir skíða Öðling kætist er það von, angrið lætur þverra, þegar mætur sér þar son sinn á stræti vera Heilsast feðgar fögnuð með, faðmast leing í vinna, hilmir kveðja Högna rjeð hans og meingið svinna Fagnar öllum þengill þar þrautar heftist voði greitt að höll svo gengið var gilva eptir boði [145] 58 Dillar harpa dansa fljóð dreingir ótal singja leikur skarpast landsins þjóð lundum móti hringja Menelás hjá Mildings hlið og Marbrín sæti hlutu glöddust krásir gildar við góðrar kæti nutu

Hinni síðu sjóla hjá sátu fríðu sprundin yndis blíðu sól þar sjá sagður líður mundi Sérhver hrepti sæti þar sorgar heptist slagur lið í eptirlæti var, láns ey teptist hagur Bólin drauma bresta móð bjór ónaumur gleður horna straumur hreisti þjóð hörpu glaumi meður Sal um fríðan sögn fram ber sveitin príði búin hjala síðan Högni fer hrokanum stríða knúinn Vorn jafninga sveitum sjá svofnis bing þó eigi vopns á þingum vinnast má veröld kringum þegi Marbrín svarar margur finnst móins skara njótur vörð eý sparar vargi minst vígs til snar og fljótur Högni kvað þá kífs til ber Kilfu óstaður mína leiðir vaðar lífsins hjer líðir hraðast tína Þá mín engin þolir högg þegn sem gilva kundur bein því spreingir bol og plögg bölverks kilfan sundur Mentum búinn mæla fer Marbrín ull við skikkju, hættu nú að hæla þér hroka fulli gikkur Heiptin stríð í Högna brann hjörs við fríða njótin svars óblíða sögn því spann sendir skíða móti

Page 43: Rímur af Andra Jalli - Vefsetur Hauks Jóhannssonar ... skal dilli fína fá fjörið stilla gálginn má. Utan eigi eg leisa líf líka sjálf viljuður geira sveigur gefi víf grimt

Úr fyrstu kvöldvökubók Rímur af Andra Jalli Kristmundar Jóhannssonar 12. Ríma

2011-09/12-02 41

Vogar kauði móti mér málma nauðir reina skal eg dauða skjótan þér skálkurin trauði beina Skömm það heita mikil má ef meyðir skeita digri mér jafn teitur þikist þá þegar beitum vigri Við þig reina vil eg mátt svo vitir beinast raupið meiðir fleina mil eg smátt mun þér treinast kaupið Marbrín svarar því eg þver þorið randa gautin undan par ey flýa fer en fáðu mér Andra nautinn Ekki þvingar óttin mig odds við þinga vinnur megn þó stingi þóttin þig þollur hringa stinnur [146] 59 Hlupu síðan höllu frá, hárs í síðu kjólum út þar víðan völlin á vígs í hríða gjólum Gilva kundar sjóli sveit silki hrundum meður ýmsann stundar róla á reit þar rita fundur skéður Eyðast gæði góð við það glumdi svæði þegar knúðir bræði óðust að og öskruðu hræði lega Firs í önnum troða völl, títt um láðið stukku, gnístu tönnum froðu föll, farm úr báðum hrukku Stáls við glamrið greinir skrá gamla fjörgin stundi hverri hamra hvein í gjá hljómuðu björgin undir

Kilfu meyðir klóta snar knír með breiða fleinin Marbrín greiðast móti þar mistil reyðir teinin Þá saman bar hin stinnu stál storðin dundi viður líkast var sem brinni bál björgin hrundu niður Jalls þá kundur kilfu brá klóts að þundi snjalla var sem mundi milja þá Marbrín sundur allann Hvert við slagið hugðist hel Högni Marbrín veita dreingurin frægi dugði vel dörvi snar að beita Dörs eý leiðist drífu því deyfir lóðins skara, að Helga Prúða hlífum í hinum góðu var hann Minnsta ríngast rögnes plögg rómu þingum kunnur sér af slingur Högna högg hjó orms binga runnur Högni firtist, hljómur gall, hjörs við stífust undur, á hans skirtu skjómin ball, skrúfuðust hlífar sundur Eins og vargur var að sjá við honum margan óar eý þó farga Marbrín má málma sarg er þróar Kilfu skæðum broddi ber brands við þinga undur, af þó mæði odda grjer ætlaði springa sundur Allan dagin eggja stjá, ótta bræði knúðir, sér ey hæga seggir á, sár þó mæðin lúði

Helgi sér að Högni órór heldur mæðast vildi, bauga ver með brögnum fór, og börva klæða skildi Jallsson mælir halurinn hér, hetjan rómast svinna, skjóma stælir skal af mér, skíran sóma finna [147] 60 Honum lengi hrósa má hans er engin jafni, laxa engis ljós skal fá lífs svo gengi dafni Félags blíðu festu tog frömdu stríð eý lengur búnir príði bestu og borg að síðan gengu Sest að drikkju þjóðin þar þeingil hallar meður meingið þikkju móð ey bar mjöðurin alla gleður Sér þar undi allvel drótt úngir sveinar meður, upp var hrundið hallar skjótt hurð inn glanni veður Líðum hallar þikir þar, þussi að kallist slíkur meður skalla mikin var menskum valla likur Þrællin leiður innar óð orðlof kaupir þegi sem að heiðurs svinna þjóð sat að staupa legi Sóti mælti þikkju þver og þvarann stælti mála ey er hælt við ykkur hér öllum dælt sé rjála Því er ráð að reinið þið runnar bráins dala frægðar dáð í fleina klið fólk sem má um tala

Page 44: Rímur af Andra Jalli - Vefsetur Hauks Jóhannssonar ... skal dilli fína fá fjörið stilla gálginn má. Utan eigi eg leisa líf líka sjálf viljuður geira sveigur gefi víf grimt

Rímur af Andra Jalli Úr fyrstu kvöldvökubók 12. Ríma Kristmundar Jóhannssonar

42 2011-09/12-02

Dímon heitir eyan ein örg þar skessa ræður konstra beitir greyið grein með galdra vessa slæður Flögðum meyri fítons ber forsið krapt í mundum, brjóta geira, bítur, mer, og banar í kjapti stundum Blökk er taus sem bik að sjá, biggir stóran hellir miðjúngs raus þar mikið á málma þóra hrellir Ogna ljót og leingi sér, leikur að ótal hrekkjum, hennar nóti engin er, yggs á snót sem þekkjum Einn sá rumur ólundar, olli glötun beima sá hét Þrímur sjóli var, sveita Jötunheima Þeirrar giðju gríðar ver, girnast fór með æði áttu niðja síðan sér, saman fjóra bæði Bilji hvestu brandshríðar, burða skæðir slinnar, en þó mestur Andri var, yllra bræðra sinn Ef í dauðan galdra gná gjörið eý skjótast keira hugar blauða halda má héðan af njóta geira Gaf ey leiður glanni bið, gekk út neyðar stífur, Marbrín reyður mannin við mækir greiðast þrífur [148] 61 Fleigir skíða ferð var á fleina bil að heya hausin sníður herðum frá hinn má til að deya

Nauða staupið nokkuð tregt núna gekk að honum þarna kaupið þokkalegt þrjóturinn fjekk að vonum Görpum sveigist gaman frá, grimdar hvessir kilja, Högni segist hamra gná hitta þessa vilja Streingja síðan seggir heit, sintu ey kirð að vana, töfra gríðar leggja í leit, lerka mirða hana Brúðkaup hausti báðir að brjótar stála drekki refja laust var ráðið það reist en brjálað ekki Sig til búa bragnar frí bríms að snúa grundu kvæða lúinn þagnar því þáttur nú að stundu Kvæða taptur máttur mér mærð frá alla hrekur fræða skaptur háttur hér hrærður falla tekur

Page 45: Rímur af Andra Jalli - Vefsetur Hauks Jóhannssonar ... skal dilli fína fá fjörið stilla gálginn má. Utan eigi eg leisa líf líka sjálf viljuður geira sveigur gefi víf grimt

Úr fyrstu kvöldvökubók Rímur af Andra Jalli Kristmundar Jóhannssonar 13. Ríma

2011-09/12-02 43

Þrettánda Ríma Austra fari aði eg þar ósa ljósa hlinir kvöddu hara og hrundirnar hárs með skar svo gengu á mar Harðfeingt lið í hrotta klið hlírar dírir völdu útbúið með sóma sið sárs ey kviðu hríðum við Þilju nú á þoska bú, þúngu lúnga keirðu vel sig búa blinds af frú bens með grúa seyðin trú Atker togast upp úr vog ólar á hjólum marra merar soga fengu flog fram á rogast græðir og Seglin há við reirðu rá rumdi og glumdi í streingjum skríða gljáir skrautið á skein því frá um lögin blá Þær við greinir kólga kvein kindug minda náði blóðug einatt hadda hrein hefring veinar geðs óhrein Orgar sjór en undra stór æsist hræsvelgs gustur sunda jóra barði bjór bríms á flór og varð órór Tóku lög um fiska flög filin þilju tíðum hvein í slögum mastra mjög mars við gögur þau ólög Dægur sextán dælu bekks dröslar ösla vaðla galdra hreggs þá hríðin vex hörku þreks með storma pex [149] 62

Eldingar með undrum þar æfar gnæfa þóttu skúmið bar um skeiðurnar skelfur mar og upp heimar Hljóðs óríng þar kváðu í kring kári og bára löngum olli kingi kella sling konstra glingurs með særing Jóra keira þóptu þeir þar um marar veldi undra meyr þó ærist þeyr ógnar geira hverjum freyr Högni samt með geðið gramt görpum snörpum bíður að sigla framt þó rjúki ramt rokið kramt þar varir skamt Hrindið þrá úr higgju krá haldið galdri móti eflaust fáum allir sjá yrpu gráa Dýmon á Átján dægur dróttin fræg dvaldi á mjaldurs engi sirpan slæg var sár meýn bæg sæmdar hæg og geðs óþæg Dýmon fá þó síðan sjá sverða njerðir traustu kélling þá mjög brún í brá brjálast lá við hamra gná Lögð að ey en festu fley flóða glóða njótar vildu heya hjörva þey við hrekkja greý á við ríks meý Settu í tjöldin síðan öld síla bili nærri með útvöldu oturs gjöld áttu höldar náð um kvöld Að morgni dags um foldar fax fóru þórar branda búnir strax til branda slags með benja laxa kilfur sax

Bragna sáu hamra há hánga þángað gánga, hellir kná þar kelling á kjapta flá og andlits blá Kveðju bjó þeim kletta nó kalda galdri meður eytri spjó úr kjálka kró kaskur þó svo margur dó Högni segir hjálpar ey henni menn að vægi höggum beigjum hrekkja grey hún svo deyi stáls við þey Annars friði eyðir lið eytri heitu meður útan biðar birjum við branda klið við meynvættið Klumburót að kletta snót keirir freyrin mækja kelling fljót með kjapti á mót kemur og ljótu góma spjót Allir senn þar afreks menn á hann slá með bræði klær út glennir kellingen og kjapt upp flennir stórskorinn Töfrum súðuð hirju húð hrotta spotta náði eytri spúði úr barka búð bana lúðist öldin prúð [150] 63 Nú að ríður náttmirkrið nauðum dauðans ofrar skatnalið því skass kvendið skildist viður svobúið Tjöldum hraðir héldu að hirðar birðar grana fullt hundrað þó hels á vað hermt er það um dagin trað Dag annan sig dróttin vann dúða skrúða hildar tírs um svanna tróð hver mann trölls í rann og kelling fann

Page 46: Rímur af Andra Jalli - Vefsetur Hauks Jóhannssonar ... skal dilli fína fá fjörið stilla gálginn má. Utan eigi eg leisa líf líka sjálf viljuður geira sveigur gefi víf grimt

Rímur af Andra Jalli Úr fyrstu kvöldvökubók 13. Ríma Kristmundar Jóhannssonar

44 2011-09/12-02

Irpu fá þeir inni sjá æði hræðilega henni lá nú öfugt á ílits blá af heipt var þá Ita beyð því enga neyð óttaðist þróttug briðja eytri greiðast góms af heið gusaði reyð þeim lá við deyð Helgi Marbrín hárs með skar höggin snöggu greiðir og hver þar sá hreisti bar húð ey sparar giðjunnar Högni slær til hörku fær hamast ramur náði með góma skærum göddum nær galdra mær til ýlls frá bær Flein var laus en töfra taus tímguð kingi hrekkjum eitri gaus, þjóð eyða kaus æru lausan skékur haus Hinna brandar bitu ey grand bíst sig hristi viður klærnar þandi kífs við stand kjapt geispandi með (í bland) Buga mátti fenju fátt fleina hvein í blöðum hrotta slátt í hverja átt heirði knátt svo liðið þrátt En sem fir þeir elfdu stir undir dundu björgin við hellis dir lá kéllíng kir kjapti snir hvað er firir Engin teit þar eggin beit þó á henni þrávalt smelli bræði heit um hjartans reyt hölda sveit hún reif og sleit Sigrað ekki öldin fjekk, arga bjarga þrúði hels á bekk í hamra stekk hlutu rekkar bana smekk

Dagurin leið en dróttin beið dauða neyð af flagði Högni reiður róms af heið ræðu greiðir um það skeið Kann ey vinnast kéllíngin klóta af njótum frægu kjapturinn er æopin út búin með skaðræðinn Hlaupum á þá galdra gná geir með tveir í einu kinstra sláum kjaptin grá kannskje nái hún dasast þá [151] 64 Ætíð Marbrín ötull var eggja hreggið viður hárs með skar hann skundar þar til skessunnar og fljótt sig bar Hugði stærir hjörs frá bær helju velja flagði töfra mærin teigði klær til hans nær þá var eý fjær Þau við undur fjörtjóns fund fánga strángan mátti kreisti sundur klóta þund með kjapti og mundum galdra sprund Rak hann þó í kjálka kró kargrar bjarga nönnu eggjaða gróu áður en dó ylsku nó svo blóði spjó Veinaði Marbrín mikið þar þá muldi hún hold og leggi Högni snar þá hissa var og hetjurnar með jólnes skar Illa fór sá fleina þór frægðar nægðum vafinn hels á flór í hamra kór Högni órór þann eyðin sór Burtu héðan fir ey fer en fleina reýnis hefni ella fjörið mitt úr mér mellu hrerið kreista fer

Híða grjót á galdra snót garpar snarpir síðan þau við skjótu heiptar hót hirjan blóta dasast ljót Leingi króar kletta nó klóta njótum varðist um síðir dró af sirpu þó sóma sljó svo loksins dó Brotin marinn briðjan var blá að sjá af höggum tennur þar með tapaðar tírs og skar í kverkum bar Marbrín skaði mönnum að mikill þikja náði hálft annað í bana bað bragna trað þar fullt hundrað Lands um stóð þó leiti þjóð leingi engin finnur herknara fljóð með hreisti móð hjörs er rjóðum móti stóð Runnar stála biltu í bál búk ómjúkum sirpu en hepti eg mál um hvert fór sál hamra fálu lífs við brjál Kappar snarir kanna þar kellu hellir síðan fundu bara firn það var fofnes mar og gérsemar Báru hrannar burt þaðan blossa og hnossin seggir en Högni kannar hirju rann hús þar annað minna fann # # # Hér við dvínar mærðin mín mána ránar nanna þiggi línur þessar fín og þundar vín að gamni sín

Page 47: Rímur af Andra Jalli - Vefsetur Hauks Jóhannssonar ... skal dilli fína fá fjörið stilla gálginn má. Utan eigi eg leisa líf líka sjálf viljuður geira sveigur gefi víf grimt

Úr fyrstu kvöldvökubók Rímur af Andra Jalli Kristmundar Jóhannssonar 13. Ríma

2011-09/12-02 45

Lasin hér þó ljóð frá mér líti rita brjótar um mælir það eptir fer óma ker sem príði ber [152] 65 Eins hermist mitt heiti stist og hans er vansa geimdi hvers til first að fræði Krist fólkið bist þá hann kvaldist Vigra grjer sá visku ber virði og hirði ljóðin seint því her og ylla er óma kerið boðið þjer Læðast frá svo fræða skrá fer eg hér um síðir græðis bláa glæðu ná gæðin fái og kvæðin hjá

Page 48: Rímur af Andra Jalli - Vefsetur Hauks Jóhannssonar ... skal dilli fína fá fjörið stilla gálginn má. Utan eigi eg leisa líf líka sjálf viljuður geira sveigur gefi víf grimt

Rímur af Andra Jalli Úr fyrstu kvöldvökubók 14. Ríma Kristmundar Jóhannssonar

46 2011-09/12-02

Fjórtánda Ríma Áður hróður bilun bar, bragnar þagni og hlíði, sem Andra móðir unnin var og á glóðum brunnin þar Höldar kanna hellir þá hrúuðu drjúgu gjaldi fundu rann í bergið blá brutu upp þann og inn þar gá Fófnes bólið fundu þar, í flítir líta meýu sat á stóli gull hlaðs gná gnoðar sólu fegri að sjá Sáran ekka baugskorð bar, biður líðum þokka. Streingd með hlekkjum hörðu var, hún við bekkinn niður þar Hjuggu rekkar fjötur frá falda valdri línu Högni gekk að nistils ná nafni þekku spir að þá Brosleit varð þó bæri móð blíð kvaðst Fríður heita Kænugarða konungs jóð Kolbeins harða nefndist fljóð Spurði óhreldur Helgi bert híra vira nönnu hverju veldur að þú ert ángri seld og böndum hert Kæran svarar kurteysleg kella mellan Andra með hamfari hreifði sig og hingað snarast flutti mig Blóti filda briðjan óð bauð mér auð í mægðum það ey vildi eg þrúngin móð Þrándar skildi eg verða fljóð

Ey mun spillast að för sú ekkert blekkir skessu til þess vill mér nauðga nú nauðin kvillar sinnu bú Helgi bráður hjal gaf til helst þig frelsum dróma þá með dáðum það á skil þínum ráða kosti vil Óttast þú ey skemdar skauð skrafaði stafur vopna, hann er flúinn hels í nauð hans er nú og mellann dauð Hans ætt baðma höggin stinn hafa klofði niður hlýann faðma fær ey þinn flötinn mjaðma nýsprottinn [153] 66 Gríðar valdi frelsuð frá, frýast því skal lísa, yðar valdi vil eg á vera falda sagði gná Brinjuð þjóðin skjót með skil skeiðaði leiðir burtu meður fljóð og unnar ýl ofan tróðu strandar til Burtu hristir búast þá brágnar gagn auðugir strax land festum lausa frá lægis hesta boðar slá Vindur hraðla flutti far fram á glamma strindi súða vaðlar suðu þar súngu kaðlar vísundar Aldrey gerir öldin bið, uns að grunn sæ kenna mastra herum lifað lið lenti skerin Elfar við Liðir slingir litu í svip, ljóta þrjóta firir sex víkinga vóru skip vön að þingja fjárins grip

Sóktu í glett að sveitinni sagðir agða makar Högni frjetti hver þar sé hrumnir grettur ansaði Eg um græðir yfir boð á og Þráinn heiti meður skæðir viðris voð við erum bræður þrír á gnoð Hildar gjörnu heims álfur hlírar dírir kanna jafnir að vörn sem jeg sjálfur Jötunbjörn og Finnálfur Við órírir stírs við stjá stífu kífi ráðum Kolbeins hlíra kalla má Kænu stírir garði sá Þaðan fljótt á mastra mar mætrar sætu leitum brott um nótt úr beði þar buðlings dóttir stolið var En hvaða nafnið hefur þú halur galar trildi nú skalt hafna friði og frú ef felur drafnar loga brú Hirðir branda haustur tjer hér á veri síla son Héranda Högna sér hlökk er banda geimd hjá mér Minn fóstbróðir frækni hér fjölgar Helgi vígum hárs sá glóðir hallar ber hlífa þjóðum valla fer Herrauð sjerðu og hlíra minn í hildar gildan voðum þér mun verða þúngleikin þinn og skerða heiðurinn Hirti vengis einum á unnar sunnu bjóður hafði dreingi hitt um lá, hraustu meingi rjeði sá

Page 49: Rímur af Andra Jalli - Vefsetur Hauks Jóhannssonar ... skal dilli fína fá fjörið stilla gálginn má. Utan eigi eg leisa líf líka sjálf viljuður geira sveigur gefi víf grimt

Úr fyrstu kvöldvökubók Rímur af Andra Jalli Kristmundar Jóhannssonar 14. Ríma

2011-09/12-02 47

Gamanið stirnar görpum hjá grimdar dimdi að eli berserkirnir belja þá beima firnar röddin há [154] 67 Eggaði Högni eptir það ýta níta sína skjóma gögnum skundið að skirtur rögnes slíta bað Sér í þreingdu geira grip göndlar höndla dúka saman teingdu skatnar skip skotum sleingdu rjett í svip Geirs á föllin gripu fjer gnísti víst í málmi bifast höllin hamra fer hrína tröll og berserkir Skémdist þjóð af skot vopnum skjálfa gjálfurs klettar hraustur vóð í harðneskjum herin blóð á þiljunum Þráin kalla þrúngin fer þið á liði vinnið heiptin svall um higgju skjer, hömuðust allir bræðurnir Grenja kargir megni meýr mörg við björgin súngu eins og vargar urðu þeir undra margur firir þeim deyr Þráin voðans þúnga fár þegnum megna sendi fjekk sá hroðið hrumnir grár Högna gnoðir mestu þrjár Mörgum dauðum fleigði frí fólin ból á hvala ógna kauðin orgar því er sótrauður framan í Stóð við tjeðum hrum ey hót hölda fjöldi mennskur Högni veður honum mót hrottan með í axlar fót

Hildar rökkur elið á æða bræði meður blossi hrökkur fleinum frá fólkið stökkur undan þá Hver vill granda hinum þar hrottar spotta skildi í hverju bandi braka var bifaðist land ókirðist mar Börðust óðir gjörði gný geir þreýrin strángur svitinn blóði blandast í bifurs glóðin roðnar því Hjálmar skerast höggin við harðar skarðast brinjur Högni sér að svo búið, síst má vera branda klið Meður afli bæsings blað beitir hneita reiddi klifur hafla höggið það hrökk að nafla fjöðrin stað Búknum garnir fjellu frá felur helið krapta eptir þarna látin lá líksaungarnir hófu þá Helga varnir meta má mækir frækin reiddi Jötunbjarnar birðing þá blossa tjarnar grjer hljóp á Sísta að gætti sér merkur svarta parta liði fleins í slætti fjer sterkur síra mætti berserkur Helga skeinir geirs við gní getum hjet sá Brandur atti fleinsins oddi því inn að beini lærið í [155] 68 Sverða tregðu síst fær þjent síðan fríður glæstum Helgi bregður hjör af ment höggur flegðu nið í tvent

Björn fram óð þar brandur gall brinjaður kinja digur Helga blóð um víða vall varðist móður einsamall Samt á móti fanti fer fleina reinir harði lagði hótin hörð sem ber hans með spjóti kverk undir Inn í barkann oddur smjó og út um þrútin hnakka en við snarkar andar þró af því harki fólin dó Hafs á jórin hneig blóð tjörn hríkin bliknar síðan svelnir stóri sviptur vörn svona fór hann Jötunbjörn Aðsókn gjörir brims á bekk bófum grófu hinum hroðið knörinn Helgi fjekk heljar förin margur gekk Rögnes bjálfum búkvafin bistrir hristi núna skók Finnálfur fleinin sinn fanturinn sjálfur ramaukin Þúngt blés viður þrælmennið þrístin gnísti tönnum skrimnir biður skálka lið sköglar hviðu herðið þið Bítur nöðru blóðs hríðin brast á hastarlega litast fjöðrin sára senn svita löðrum atast menn Gullu andar talin tól, tregast jeg því ljóðin, fullur vanda galin gól, gullin banda valin sól

Page 50: Rímur af Andra Jalli - Vefsetur Hauks Jóhannssonar ... skal dilli fína fá fjörið stilla gálginn má. Utan eigi eg leisa líf líka sjálf viljuður geira sveigur gefi víf grimt

Rímur af Andra Jalli Úr fyrstu kvöldvökubók 15. Ríma Kristmundar Jóhannssonar

48 2011-09/12-02

Fimtánda Ríma Þar man bíða bragar smíð bauga hlíð að gáum en sem líðir áttu stríð út á víði bláum Finnálf sjá og Herrauð hjá harðir fá sig reina lýa þá hver mest sem má mistil bláu teina Hjálma börð í skárust skörð skatnar vörðust sækja blóðs að gjörði falla í fjörð fleiðraðist jörðin mækja Herrauðs mundin hjó um stund hart á sunda göltum bíleifs tundur bistist lund bilaðist undir hjöltum Glotti þrjótur geirs við rót grimdar hóta samur hraustum móti hringa njót hreifir klóti ramur Á kom lærið og sig fær eggin næra blóði hnjeskél nær með hjuggust tær hopar fjær hinn móði Högni sér að svona fer síðan hér að vendi reiður er við Finnálfs fjer fleinin ber í hendi [156] 69 Gaurinn þá nam flýa frá fært eý sá að bíða skip hljóp á því næst kann ná nadda þrá úr híða Hundrað eitt var hrumnir veitt herlið meitt úr slægi burtu preitt svo fjekk sér fleitt fólkið þreitt um ægi

Á lúngum flóða líkin rjóð láu í blóði sundruð af Högna þjóð sem áfram óð eptir stóð fimm hundruð Herin knár sér fleitti frár ferða gár til hraður margur sár með sviða fár sumur nár bliknaður Voðin her upp hafin er hræsvelg gérir spenna Elfar skérum frá svo fer fjala hjerum renna Aldan brast en brakaði fast bísna hvast var leingi ljónið mastra fleigði fast fram um rastar engi Linaði vind en litu strind lofðar yndis fjáðir að höfnum sinda súða hind seggjum linda náðir Fróns Háloga fundu vog festu tog þá rekkar meður rogast marar log mjöðin og þar drekkja Sjóli þá var fallin frá foldar stjáinn lúni Högni má því frónið fá fiðraður bráins dúni Kvendin blíð um higgju hlíð hlinum skíða fagna en vekur kvíða landsins líð laufa hríð að magna Fólkið snarast fregn þá bar freyum skara díkja í Ömd sá var og brinju bar biltist þar tl ríkja Ragnar hjet sá hvergi ljet hopa fet um slóðir mikil hetja málms við hret Marbríns getin bróðir

Högna reyðum svoddan sveið sig liðs beiðir kringum og strax á meiðum gjarða greið gjörðist leið víkingum Hundruð átta hjörs í slátt hafði máttar ríkur Ragnar knátt með fólkið fátt frjetti brátt af slíku Hundruð þrjú á hnikars frú hafði búin stríði þegni trú var þjóðin sú þessum nú að hlíði Ragnar fer sem randir skér röskum her á móti þegna hver blóð þistur er að þrífa fjer með klóti Saman lístur liðið bíst laufa hrista fríðan nokkrir mistu veraldar vist Valhöll gistu síðan Högni vóð með gínars glóð grimdar móði fildur banaði þjóð og lóma lóð laugaði blóði gildur [159] 70 Gneistum brá þar geirum frá gönduls lá um fligur gufan bláa hitans há himinn á upp stígur Ragnar sér að sinn fjell her særður hér af þegnum liði skér og laufann ber liðið fer í gegnum Kappin hjó um filking fló firðum bjó dauð stingin allir þó að eyða ró um hann slóu hringin Höndlum vér hann Helgi tjer hrotta grjerin væna Marbrín hér því annar er ýta fjeri ræna

Page 51: Rímur af Andra Jalli - Vefsetur Hauks Jóhannssonar ... skal dilli fína fá fjörið stilla gálginn má. Utan eigi eg leisa líf líka sjálf viljuður geira sveigur gefi víf grimt

Úr fyrstu kvöldvökubók Rímur af Andra Jalli Kristmundar Jóhannssonar 15. Ríma

2011-09/12-02 49

Allir senn með tirfings tenn traustir menn að kempu skjöldum renna rekkar enn rögnes grenna hempu Mörgum barða skemdar skarð skjómin marði fríði í þeim harða hlífar garð höndlaður varð um síðir Buðu grið og fullan frið fleina viði barmar fjelags við hann festu sið fjellu niður harmar Veislu brátt þeir hefja hátt með hörpu slátt og óra gjörðist kátt því drekkur dátt dróttin máttar stóra Þar að sneiði þundar skeið þagnar meiði boða sem Finnálf reið um lagxa leið lúngi greiðum voða Kænu harður hitti garð hlinur jarðar dreka segja sparði síst er varð sviptur arði freka Segist meyna silki rein sinni fleina viður Högni er skeinar hvers manns bein Heranda greinist niður Í Elfar skerum áttum vér orustu svera bræður fjell minn her eg flúði hér fólin er of skæður Þráinn hjó með kaskri kló kauðin fróa tregur hann svo dó og hinn í smjó hjörin óalegur Hárs í veður honum með Helgi treður Frægni Herrauð sjeðum líst er ljeð laufa meður sprækni

Engin má í málma þrá megna fá þeim pínu gilva þá svo greinir frá og gunnum bráins dínu Kolbeinn ansar kóngur lands kvisti brands ófrína hræðslu vans í skilnings skans skekkir sansa mína Hræðsla mér ey hörmúng ljer að Högna bera vigur honum fer eý hót firir hvað sem er hann digur [160] 71 Finda eg hund sem hefur um stund hrifið sprund frá þegnum skildi hann sundra meður mund minni í unda regnum Frækna lið mér filga bið fleins að hvíðu renni strax án biðar glatast grið gullu við blámenni Rusta gjelur raddar hvel rita jel ef skéður sverfum hel í hölda vel hlífar þjelum meður Átta hér sem hjalað er hnikars bera tóru bragna her sá britjar hver berserkir það voru Þeirra mestur Sörli sést Sóti Brestir Náður Vikar Gestur lið fá lest og Ljótur vesti maður Börkur snar hjá þrjótum þar þessi var áttundi merkið hara bógin bar bengjörðar á fundi Her sinn bjó að hafna ró sem hildar sló á völlum úr Túnum Nóa drjúgt að dró af digða sljóu tröllum

Börs um víf að kjósa kíf kom með líf óhrædda saman drífur sveitin stíf sú járnhlífum klædda Hrillilegs til hrotta pex harkið vex þeim undir stála hreggs til viku vegx vomar sex þúsundir Böndin reýra á bússum þeir bannaðir meyr en skálkar óðum keirir áfram þeir urnes dreyra jálka Hermenn þá af humra lá hauðrið á upp stíga tjöldum slá með gilta gljá gaurar þrá til víga Fólkið lands í flúði krans fanta vans er háðu fóru ranns til foringjans frjettir sanns og tjáðu Herflokk gráum herma frá hvarma sáust elfur Högna sem heira má hamaðist þá og skelfur Bragna hver þreif hvassan dör hvat móðs spjör sig vefur þundar knör í þagnar vör þrotin svörum tefur Kinja móður kvaks um slóð kveð eg ljóðin sprakka mun ey góða meyan rjóð mér firir óðin þakka

Page 52: Rímur af Andra Jalli - Vefsetur Hauks Jóhannssonar ... skal dilli fína fá fjörið stilla gálginn má. Utan eigi eg leisa líf líka sjálf viljuður geira sveigur gefi víf grimt

Rímur af Andra Jalli Úr fyrstu kvöldvökubók 16. Ríma Kristmundar Jóhannssonar

50 2011-09/12-02

Sextánda Ríma Hliðskjálfs sjóla haukur rólið misti sofnis bóla sem að hver sendir kjóla voðins ber [161] 72 Þangað fría þjóðin nýar flokkja fleins að drýa fárviðrin fimm og týu hundruðin Högni sendi hárs um kvendi Ragnar stríðs við kendan atvik öll, átti fjendum hasla völl Kappin stinnur kom að hinna búðum og frá kinnir ýmu stað í bað minni leggja það Kolbeinn þetta kóngur frjetta náði að spir grettur heitti hann hinn það rjetta greina vann Aptur skjótt spir öðling þótta legi hver af dróttum hermdu frá hvílir dóttur minni hjá Ragnar svarar rumurinn þar til heirðu móins skara mörk eg ann mig faðmar hún alls berann Utan tregans elskulega henni að læt þegar undir voð indis vegar stíri gnoð Þó við uni ægis funa gjerði lítið mun eg þakkja þér það í grun má leiða sjer Því til heljar þig eg kvelja vildi þar sen belja blóð fossar og brandar melja hlífarnar Firirlitin færðu vita dóli þig mun bitur skömmin skje skjalda slits í drífunni Eins berserki bísna sterka þína sporin merkja mistilteins meður verkjum heljar kvins

Þeingill heiktist hér við eiktar tíma skrokkin veikti heiptin hál hjartað steikti grimdar bál Hrópar samt með hörku ramt að kvæði látið skamt þann hlaupa hund honum framt þið vekið und Hvergi fól sá honum ólánlegra steglist hjólum stíflist önd strák ef ólar reira bönd Að honum sækja síðan klæka vinir en hvergi frækin hopar frá hörðum mækir þegar brá Sá hjet Gestur sem að best fram gengur hrikan lesti höggið það hjó að mestu í nafla stað Ragnar sá að rumar ná sjer mundu atti knáum hófahund hernum frá á samri stund [162] 73 Rakkin hringju rann um dingju smára uns filkingar Högna hann hitti slingur lista mann En til búnir allir núna voru vígs á túnum vinna þar veg að snúnir rómunnar Spjóta reinir spjallar greinilega af orða skeinum öldúnges og frá skeinum líkja Gests Högni tjer þú hrósið ber af líðum best hjá mér við branda far í brjósti ver þú filkingar Arm filkingar í var slingur vinstra Helgi slingur hjör að þvo her víkinga laungum vo Lista nægri liðum þægri flestu arm í hægri Herrauður hönd með frægri vopnaður

Page 53: Rímur af Andra Jalli - Vefsetur Hauks Jóhannssonar ... skal dilli fína fá fjörið stilla gálginn má. Utan eigi eg leisa líf líka sjálf viljuður geira sveigur gefi víf grimt

Úr fyrstu kvöldvökubók Rímur af Andra Jalli Kristmundar Jóhannssonar 16. Ríma

2011-09/12-02 51

Er til búin allur grúi manna mjög að knúinn morði friðs en mærð til snúi skálkaliðs Þeir af tjöldum þís í göldum reisa þakin skjöldum þjóðin er þánka köld og sverðin ber Kóngs ófrína Kolbeins hrína liðir og rjett á ginars rekkvoðum raða sínum filkingum Herrauð móti hendir klót Finnálfur má og Ljótur mæta hal með þeim Sóti berjast skal Hinu meginn hríkar þegi linir Sörli beigja brandin rjeð Brestir segist honum með Helga viður hrotta kvíðni magna áttu friði fráhverfir fálu niðjar hamramir Kóngur bjóst með köldum þjóst í hjarta vopna gjóstin vekja snar var í brjósti filkingar Börkur merkið bar hinn sterki kauði Vikar herkin var og þar viðris serki rara skar Kauðin Naður köppum skaða veitti víga hraður velli á vopn týaður þessum hjá Lúðrar gjalla líðir kalla rómu vistir falla vörgunum viður gall í björgunum Strax holundar æða dundi straumur völlur stundi valmeýar viður undrin skothríðar Spjótin ydduð sporin briddu rauðu áta kriddast örninni í blóðsliddu kafaldi [163] 74

Ifir bugast ærið hugar stóru stríðs öflugu jötna jóð járnin flugu rigndi blóð Bifast vota Bíleifs snotrar lína meður þrotið fjör og frið firir skotum hnígur lið Hjörs í glammi hildar þramma túnið bísna rammir berserkir brutust fram úr Kolbeins her Högg orustu hefja brustu málmar margan lustu höld í hel harðsæknustu þessa tel Sörli vestur særði flesta liði fildi Brestir bófa þar báðir lestu hlífarnar Arm filkingar allan slingir buga Helga singur sára ljár sá víkingum frár að gár Biður síðan betur stríða meingi minn skal sníða holdið hjör hrikans líða sjái hvör Sörli mætir síðan gætir láða eggtein vætir orku snar undin grætur blóði þar Högg á dundi hirju kund og sneiddi viður fundin vopna dins vöðvann sundur handleggsins Stóð í beini brandurinn hreineggjaður aptur fleini Helgi hjó heljar meinið Sörla bjó Hjálminn klífur hausin rífur líkja bringu stífa högg í hjóst hér við líf úr æðum dróst Hels í nauðum hafði dauða teigjur rúinn auði seggir sjá Sörli hauðrið fellur á

Page 54: Rímur af Andra Jalli - Vefsetur Hauks Jóhannssonar ... skal dilli fína fá fjörið stilla gálginn má. Utan eigi eg leisa líf líka sjálf viljuður geira sveigur gefi víf grimt

Rímur af Andra Jalli Úr fyrstu kvöldvökubók 16. Ríma Kristmundar Jóhannssonar

52 2011-09/12-02

Brestir þá í branda þrá örðugur hrekja náir Helga lið honum má ey standa við Helgi sjer að harður er sá dóli að Brestir því æða rjeð unda skerann bitra með Brestir móti branda njóti kemur, lagði spjóti búinn best brinjann hót eý sakaðist Kundur mellu knár að smellir stáli, hart á bellur Helga kvið, hann svo fellur lagið við Spratt upp aptur spjóta raptur frægi meður krapti hrotta hjó hins svo gapti svarðar þró Allt í tennur ofan rennur skjómi Brestir kennir dauðans dá dóttur spennir Loka sá Viðris beðju vall um eðjan dreira mart þá skeður undir eins yggjar veðurs rof til meins [164] 75 Högni lerkar hildar serki drjúgum fátt um sterka firir stóð fram að merki Kolbeins óð Kolbeinn eggjar Kóngur seggi harða og sjálfur leggur örðugt að odda hreggið vóx við það Hittust síðann harar stríðlundaðir en við bíður óður minn auðgrund blíð í þettað sinn Lítt mig gleður listugt meður ýndi mærð þó kveðist mín sjáleg snotra beðja firir þig

Page 55: Rímur af Andra Jalli - Vefsetur Hauks Jóhannssonar ... skal dilli fína fá fjörið stilla gálginn má. Utan eigi eg leisa líf líka sjálf viljuður geira sveigur gefi víf grimt

Úr fyrstu kvöldvökubók Rímur af Andra Jalli Kristmundar Jóhannssonar 17. Ríma

2011-09/12-02 53

Sjötjánda Ríma Brandinn góma brast saung hljóð brúði fróma gleðja þar sem róman sterka stóð stinur Árna beðja Kolbeinn lætur brandinn blá baugs við sæti góta hildar stræti harður á Högni mætir sjóla Ímsum skall þar högg á hlið hlífar valla duga þar eý spjallast grand um grið grimdin svall í huga Leingi stirðt þeir lemjast á líkir virtust árum hlífði Skirtan Högna þá hann og firti sárum Hver nam greiða höggin stór hjörs í neiðar þjálfi af þeim freiðir unda bjór allt var á reiðiskjálfi Jötuns kárnar jarka fold jöfrar sárna framan grimmt í sarnin gnúðu hold gnúðu járnin saman Kolbeinn særast meira má málmar skærir klingja skirtan fær ey skaðast þá skatnar nærri springa Blóðið sprænir fleiðrum frá frækleik rænir harða hlífar vænar hjuggust á hilmir Kænugarða Benja yður belja þar brátt tók við þeim hauður fleins í kviðu filkir snar fjell svo niður dauður

Högni fær sjer hvíldum ná hnikars mær á þrúnginn hjeðann bærast hvergi má hann var nær því sprúnginn Ragnar sterki randir sker rögnis serki sníður mætir Berki bauga ver bar sá merkið stríður Fólskan brennir firða snart friður grennist seggja samann renna höldar hart höggja senn og leggja [165] 76 Bálið löndúngs búna með Barkar röndum eiðir en Ragnars höndin hörku ljeð hjalta vöndin reiðir Meður harki stála staf strax á markar gerðum híddi Barkar hausin af hjer var slark á ferðum Frón á skellur fleina grjer fann ey elli bjúga merkið fjell en fólarnir feingu hrelling drjúga Eggjaði Naður þrjóta þá því fram hraður vendi Ragnari maður mætti sá mest þó skaðans kendi Róman þreitti rekka snart röndum greitt af mana Ragnar beitti hjörfi hart honum veitti bana Herrauð greinir frægum frá fóla skeina gjörði Ljótur hrein og brandinn blá bar að fleina njörði Hjerna mættust harðir tveir hjörva sættu slögum laufann vættu leingi þeir lífs í hættu slögum

Skjöldinn Ljótur Herrauðs hjó hjörs í róti snöggur hinn í móti ben til bjó brandi fljótast höggur Högg á sprángar hjálminn blá hjer á fángar tillu laufinn strángur Ljóti frá losaði vanga fillu Hart fram Sóti sækir þá síðan mót Herrauði héðan Ljótur hvarflar frá hernum blótar kauði Er hann þá sem ekki sár ulla þjáir hringa dólgurinn blái digur og hár drepur Hálendinga Meiðum sörva bana beð bjó í djörfu hjaldri undann hörfa herinn rjeð hömuðum örva baldri Aldreý þverrar aðsókn hans ógn í hverri bráður hann að snerru hörðum dans hálfu verri en áður Fólin raskar filking svelt fleinar laska meingi Ljótur vaskur fjekk þá felt fimtýn kaska dreingi Rauða fá nú þegnar þraut þirping slá hann kringum öru þá í augað skaut einn af Hálendingum Lítið mæða svelnir sár saddur bræði trega samt fram æðir bólgin blár og beljaði hræðilega Tók að drýa tröll dóms skap trildur því fram sótti bófin frýast bragna drap brast að nýu flótti

Page 56: Rímur af Andra Jalli - Vefsetur Hauks Jóhannssonar ... skal dilli fína fá fjörið stilla gálginn má. Utan eigi eg leisa líf líka sjálf viljuður geira sveigur gefi víf grimt

Rímur af Andra Jalli Úr fyrstu kvöldvökubók 17. Ríma Kristmundar Jóhannssonar

54 2011-09/12-02

Undann flíta seggir sjer svörtum bitir pretta hart svo rita hríð drýir Helgi lítur þetta [166] 77 Þángað veður blóðsins bað búinn geði frýa Ljóti treður örðugt að ýggjar veður drýa Arfinn gríðar espast rjeð ulli skíða móti Helgi stríðum hrotta með hönd af sníður Ljóti Meður heilu höndinni högg óveila greiddi rita feil bjó röndinni rumurinn deyl af sneiddi Skjótt á lærið skjóminn rann skaðast fær því brinja fríður særist sæmdar mann sveitinn skær nam hrinja Stála hristir hopar frá hann þó bistast kinni búinn listum brinjann þá bilaðist firsta sinni Herjans tundur hóf frægur hirju kund á móti skelfur grund þá sköfnungur skipti sundur Ljóti Glappi meir en grimt um braust glaum í heirir fjöllum blóðgan reir á skrokkur skaust skvampaði í dreira föllum Helgi hvetur herinn þá að herðist betur snerra Finnálf getur svoddan sjá sinnið metur verra Fram í herinn hlaupa vann hirju verinn bisti rænir fjeri margan mann mækir berann hristi

Bilt að láði búkum er benjum gráðugt svíður vaxa náði hildur hjer hörð á báðar síður Herrauð kvæði vent frá var og vommum bræði stífa hörku skæðir hvessingar hold og kvæði rífa Sóti frekur vígs um völl vöndinn skekur sára jörðin tekur undir öll æða lekur bára Hildar þrár hvör höggin gaf holdi fár á skéllur flöktu sárum sundur af Sóti nár því fellur Herrauð first á hauður því hnjeg í bista slægi varð að gista valnum í vopna hristir frægi Blóð í kálfa brögnum sjeð þar branda gjálfur vekja tróðst Finnálfur tirfing með titraði álfa þekja Vega náir margan mann meingið frá því hrökkur hræðslu fá við hrumnir þann Högni þá upp stökkur Málma þraut að rása rjeð ruddi braut fram vendi örva gautur ötull með Andra Naut í hendi Geist í herinn áfram óð ógna gérir skaða undan fer að flýa þjóð fleina grjer hamaða [167] 78 Nú Finnálfur flýa rjeð fantar skjálfa hræddir og þúsund hálfa honum með hnikars bjálfum klæddir

Einni náðu gaurar gnoð greitt frá láði halda upp sem bráðast vinda voð vænan þáðu kalda Út á slinnar hjeldu haf hrissu sinni flæða bófum kinnir efnið af öðru sinni kvæða Aptur fríum Mönduls mar málma snír til anna eptir því að Vikar var við sextýu manna Þessir þáðu darra dríf dugnað náðu geima fimmtíu þáðu þeirra líf þar á láði beimar Skildi frið upp skotið var skjóma við hvern gleður Vikar griðin þáði þar þessu liði meður Hærri brögnum hefur skrokk hörku mögnuð gæddur þessi Högna fillir flokk flíkum rögnis klæddur Vígs um hauður virðarnir valin rauða kanna lífs Herrauður hittist hjer hjá kös dauðra manna Glata sorgum garpar þá gleði morgun lísir heim til borgar fluttan fá fofnis torga hísir Sárin mjörg þó sínist hætt sett af slögum branda Svanhvít fögur getur grætt gildan mjög Héranda Listum fjáða bauga brú best af máði trega hefur áður honum sú hjúkrað dáða lega

Page 57: Rímur af Andra Jalli - Vefsetur Hauks Jóhannssonar ... skal dilli fína fá fjörið stilla gálginn má. Utan eigi eg leisa líf líka sjálf viljuður geira sveigur gefi víf grimt

Úr fyrstu kvöldvökubók Rímur af Andra Jalli Kristmundar Jóhannssonar 17. Ríma

2011-09/12-02 55

Reifuð gæðum nistils ná nettast græða kunni lífsins æðar lífgast á lömuðum klæða runni Mundin skartar hennar hvar hrindir snart af trega lindis art og auðgrundar yndis hjartanlega Unaðs blíðu hírri hjá hafði fríði drengur hennar príði herma frá hef eg tíð eý leingur Vinnan óðar tals um tún tínir ljóða gjaldi meyan rjóða björt á brún brag til góða haldi

Page 58: Rímur af Andra Jalli - Vefsetur Hauks Jóhannssonar ... skal dilli fína fá fjörið stilla gálginn má. Utan eigi eg leisa líf líka sjálf viljuður geira sveigur gefi víf grimt

Rímur af Andra Jalli Úr fyrstu kvöldvökubók 18. Ríma Kristmundar Jóhannssonar

56 2011-09/12-02

Atjánda Ríma Boðnar lögur burtu rann þar bauga lína sem að græddi Herrauð híra heiði vitur giltra víra Veislu stofnar stoltar þjóð með stórri kæti báran horna bragna hverjum bellur nú á góma skerjum [168] 79 Krásir steiktar komu fram sem kappar snæða glaðar kempur gjörðust allar glímur undir múrinn hallar Högni þannig hjalar þá með hrokann gamla okkur jafn það allir frjetti er engin maður á jarðar hnetti Eg hefi feldann Andra jall og ótal fleiri Kolbein girtan bæsings blaði buðlúng deiðt á víga hlaði Engin þorir minsta mein oss maður gjöra Helgi svarar randa runni raupyrðin sem fljetta kunni Megnið þitt er mörgum framar margir vitna frægur máttag Högni heita harður mjög í drífu skeita Eitt er þó og það mjer hugur þúngt um segir yrði svo eg aldreý kéri að Finnálfur heldur fjeri Vondur stendur stuggur mjer af stór ýllmenni svikull er sá fóli fundinn feginn vildi eg drepa hundinn Högni svarar Helgi finnur hjá sjer æðru ræðir unnar eldi bræddur ekki er jeg firir neinum hræddur Ræðu slíta rekkar þessa rausnar legir dreingir frægu djarf lundaðir drukku nú og voru glaðir Högni mælti Helga til svo heirði líður Svanhvít mína festar frúna fer eg strax að ekta núna

Allvel til þess unnið hefur ansar Helgi grund að njótir gullnu banda og gætir verðir hennar landa Upp hóf Ragnar bónorð brátt og biður Fríðar sæmileg svarað verður seima lín fær stála njerður Bjuggust síðan brúðar skarti baugalínur mergs á himin mundar dagur meýum rann upp gleði fagur Blóma príddar brúðirnar á bekkin feta skartið allt við gulli glóar geisla strjálið dimmu sóar Veislan góða var upp hafinn virðuglega dansað spilað drukkið jetið dormað vakað staðið setið Allt þar heimsins eptir lætið yfir gnæfir á sjer hverjum örva runni allra mest sem verða kunni Heitann mánuð höldum skémti horna straumur sæmdur gjöfum sjer hver maður sínum náði bigðum glaður Fróns Háloga Högni kjörinn hilmir verður fær af nógan auðnum arðin eignaðist Ragnar Kænugarðinn [169] 80 Austur þángað sigldi svo um svæði líra kurteislega kveður barma og kormtín meður gjefnar harma Hafrenníngs á heiði beitir hesti voga öldu skafl er einlægt barði uns í lendti Kænugarði Strax á láðið stíga rjeð með stoltar frúna sjer við töku biður bragna buðlúng síðan verður Ragnar Ól við Fríður arfa tvo það innir saga Marbrín hjetu og Sísar sveinar sem í þróttir lærðu beinar

Page 59: Rímur af Andra Jalli - Vefsetur Hauks Jóhannssonar ... skal dilli fína fá fjörið stilla gálginn má. Utan eigi eg leisa líf líka sjálf viljuður geira sveigur gefi víf grimt

Úr fyrstu kvöldvökubók Rímur af Andra Jalli Kristmundar Jóhannssonar 18. Ríma

2011-09/12-02 57

Fjölnes hani flögtir nú til fóstbræðranna og Herrauðs að heilu grónum hrannar bjóst að sigla ljónum Kærleik meður kvaddi hjón og kóngsins niðja síðan ljet til Elfar austur ægis skeiða fáka hraustur Hringa sólin honum fagnar hjartanlega kallar nú frá helju heimt hann hafði fljóðið leingi dreimt hann Sest að ríki sínu þar og sinnir kirðum arfa þrjá með eðli frínu eignaðist við baugalínu Háreks nafn og Hrómundar þeir hlotið feingu afreks menn að afli stórir en sá þriðji nefndist Þórir Unga strax á aldri þessir örva viðir hverjum meyri vígs á velli víkings leifðu þjóðum elli Nú skal greina Helgi hjalar Högna viður Menelás mig físir finna filkis niðjan hörku stinna Hans er sistir heitin mjer að hjóna bandi unnið hef eg seima sólu sverði með í vopna gjólu Fús er eg að filgja þjer kvað filkir sterki hrumnes æða vins að vögnum virðar síðan stefna brögnum Hafið út á hjeldu ránar hestum týu síla mýrar sveim um drígja suður allt í Tartaría Hafnir kusu kappar nærri kóngsins höllu á meýu börs gekk mætur líður Menelás til strandar ríður Fagnar köppum kvistur hjörs með kærleiksönnum bauð til hallar heim að drekkja hraustir þáðu boðið rekkar

Hafin veisla drekkur dátt þar dróttin frýa hunángs báru geðs um gnoðir gusar inn á barka voðir Þá öl teitið er sem hærst með allri gleði orðum meður Helgi hlýu Helenar jómfrúr bað að nýu [170] 81 Málið auðsótt mælt er yrði mildings sini búna skarti brúði skæra bekkjarins til þjóðir færa Álits fögur ofur nett í öllum vexti prúðust drikkju príðir skála prentuð stöfum jötuns mála Brátt við þettað borðum að fjell bikars lögur upp svo skall í ótal skvettum aldan mjaðar góms að klettum Organ troðið Símfon saung með sætum rómi harpa og Gígjan hljóma frínar hjer var skemtið stúlkur mínar Alls kins leikir hönd um hafðir heimsins frægu þá var gleði þegnum lánuð þetta stóð í heilan mánuð Menelás það mæla vann svo meingið heirði Helga gef eg mági mínum mildings nafn með ríkji frínu Öllu ráða einn skal hann um okkar daga en ef að eg lifi leingur láð til mín að erðum gengur Helgi kóngur hírum þakkar hilmis niðja alúð með sem var til vonar við hann first hann gjörði svona Hálendinga hilmir físir heim að sigla virðum með á voga trönum Vikar kappi fór með hönum Bragnar kvöddu buðlúng lands og Baldvins niðja bljes í hvítar vindur voðir völl um skerja rása gnoðir

Page 60: Rímur af Andra Jalli - Vefsetur Hauks Jóhannssonar ... skal dilli fína fá fjörið stilla gálginn má. Utan eigi eg leisa líf líka sjálf viljuður geira sveigur gefi víf grimt

Rímur af Andra Jalli Úr fyrstu kvöldvökubók 18. Ríma Kristmundar Jóhannssonar

58 2011-09/12-02

Húna rakkar runnu hauður ránar meýu nótt og dag með teigðu togi til þess lentu í Munarvogi Sú er höfnin Sáms ey á að sunnan verðu nátt lángt vilja höldar hvíla hranna jálkum tjöldin skíla Vikar segir vaka þarf á voga birnum höldur hver sjer hafi á gætur hjer er bísna reimt um nætur Einni ræður argur þuss og ógnarlegur heitir Sámur sonur Þjassa sá jeg aldreý verri hjassa Föður bróðir fólans Þrimur faðir Andra mögnuðum filgir mest ó blíðann mirðir fólk og jetur síðan Skrimnir þessi skötnum þikir skelfilegur og með vegur öllum meiri, álna týu laungum geiri Högni mælti hrímnir sjá mjer higgan bíður víkjum tveir frá virða skara við skulum strax á eina fara [171] 82 Settu út bát og síðan rjeru Sáms að eyu börs á innu báðir spránga bísna dimmt þó væri að gánga Hraustir litu hlinir stáls í hömrum loga bjarma þessum að sjer undu einstígið á bergið fundu Vísir Högni vann upp bjargið vaskur renna eins og sljettur völlur væri Vikars til svo kastar snæri Upp við þetta kappin komst í kinni jötna inn í hellir fljótt sjer flíta fálu kund við eldin líta Var stór skorin vesti gaur hjekk vör á bringu nasa flestur nó kjapt víður nefið bæklað hor í síður

Tennur fjórar fants i hausi framan verðum lángt út skaga grennist gaman gul eygður í svartur framann Auga brinnar eins og hellis ógna skútar axlar bein sem hæðstu hnjúkar hræbarðs úlpu gráa brúkar Krumlum spennir kauðin geir af klára járni seggjum gaut að sjónar baugum sárlíkastur Niflheims draugum Hrugnir stóð upp hristi sig og hampar geiri ætlar dreingjum eyða náðir undan þessu hrukku báðir Högginn var af hörku filt og heiptar móði gólfið steins í gellur niður gillís hísi bifðist viður Gekk í þvíta geirin lángt svo gjörðist fastur urnir hlaut að beigja beinin burtu vildi draga fleininn Högni lætur högg á ríða hriggin dóla úlpan hjóst og hold að beini hann brá við og sleppir fleini Stein upp þrífur strax og sendir stoltar mönnum ógnar meður afli hrítur annan fótin Vikars brítur Öðling hjó til Ímis þá með Andra Nauti bráðeggjuðum bit úr vendi beinsins þegar sverðið kendi En þar til sækir Sámi að með sára vendi fjanda þann að heli híðir happa verk það sanna líðir Sám á brennir báli svo en bráins dínu litla sá burt flítir ferðum filkir Vikar bar á herðum Ofan til strandar út á skeiðir öðling treður sínum mönnum sagði þettað svo frá trjenu lini fljetta [172] 83

Page 61: Rímur af Andra Jalli - Vefsetur Hauks Jóhannssonar ... skal dilli fína fá fjörið stilla gálginn má. Utan eigi eg leisa líf líka sjálf viljuður geira sveigur gefi víf grimt

Úr fyrstu kvöldvökubók Rímur af Andra Jalli Kristmundar Jóhannssonar 18. Ríma

2011-09/12-02 59

Gumnar fengu gæða bir að grund Háloga Svanhvít fagnar sínum manni svefnin læsir þánka ranni Kæran sljett ef þakkar þetta þundar blandið blærin glettu mæðast mundi mærin netta kvæðið grundi

Page 62: Rímur af Andra Jalli - Vefsetur Hauks Jóhannssonar ... skal dilli fína fá fjörið stilla gálginn má. Utan eigi eg leisa líf líka sjálf viljuður geira sveigur gefi víf grimt

Rímur af Andra Jalli Úr fyrstu kvöldvökubók 19. Ríma Kristmundar Jóhannssonar

60 2011-09/12-02

Nítjánda Ríma Fir nam þagna mærðin mín mála hvíldust tólin glöð sem fagnar gilva sín giltra meiðma sólin Veislu gögnum borð á brá barkans fillir gínu elskaði Högni auðgrund þá af öllu hjarta sínu Stigð af máði baugs við brú blíðu vara fundir sat að láði sínu nú sjóli lángar stundir Meldur gróttu mikin á milding lukkan stiður eina dóttir innt er frá átti Svanhvít viður Hjet Goðríður bauga brú brúður megin fegri og hverri fríður hringja sú hún var indislegri Glóð í lindi ástir ól unaðs hjarta taugum lífs var indi silki sól sjónar líta baugum Álits fögur augun blá ýðil rjóð í kinnum nett að lögun björt á brá bar af meyum svinnum Fljóðið rómast fegra var framar öðrum líði alt eins fróm af öllum bar í þrótt kurt og príði Hlín frá skíða hírust meý hnekkti meinum súru var sú blíðust auðar eý eðla blóm náttúru

Spektar hæðsta vífa val vafin silki fínu bigði glæstan sól gulls sal súðuð hrina dínu Ekki hræddir unda kólf um gjörð báru falinn verjum klæddir virðar tólf vöktuðu frúar salinn Högni streingir heitið nú hörku gæddur sinni að maður engin eignist frú útan sig að vinni Hólmi á við hrotta göll og höggvi skirtu fríða öðlings tjáðust orð gjörvöll út um löndin víða [173] 84 Hárs með gneista hilmir lands á hólmi mæta stinna engir treistust tírar brands til jómfrúr að vinna Filkir þjónar firðin trú fram svo heldur tíðum en Vikar frónið varði nú víkings móti líðum Hjer að sinni hvarflar frá hauga drottins fálki Finnálf minnist efnið á öldu ríður jálki Úr stríði flúinn fóli sá fór að Bjarmalandi æru rúinn galdra gná giðju þar finnandi Leiðir fornar Finnálfur fjalla kunni vandra hitti norn sú Helgríður hjet var sistir Andra Hörð við kallast stála störf stoltar kémpur hrigði salin fjalla dimman djörf drillan karga bigði

Flagðið slinga fólku legt fjanda stirknuð mætti seið og kingi furðu frekt framdi það mein vætti Feiknar undir fossi var filsni galdra mellu álnir hundrað eru þar ofan straumar fjellu Fauk af úði fosssinum fróðu hvít var sletta straumar gnúðust ofan um ótal gnípur kletta Jörð skalf við og hamrar há hlúnkar fossinn þegar heirðu gnýinn firðar frá fimtán mílur vegar Sögn um drýist Finnálfs flökt festar vað rann gáli gljúfrið í sjer dembir dökkt dirgju fann að máli Brátt fulltingis briðjunnar bófin vann þar leita en hveðru þvingar hugar far honum lið að veita Tjer við vornin giðjan grá grimd í henni svíður leið á koma miklu má enn mjer þó við því bíður Margir fjendur móti þjer mig til hefnda kúga ótti stendur af þeim mjer efldum happi drjúga Þó til reina verðum vjer virðum bella ríku skilu eina skeinki eg þjer skal hún valda slíku Herrauðs arfa fjelag fær í flestu þjer og hlíða teigðu djarfa til mín nær tek eg ráð þá smíða [174] 85

Page 63: Rímur af Andra Jalli - Vefsetur Hauks Jóhannssonar ... skal dilli fína fá fjörið stilla gálginn má. Utan eigi eg leisa líf líka sjálf viljuður geira sveigur gefi víf grimt

Úr fyrstu kvöldvökubók Rímur af Andra Jalli Kristmundar Jóhannssonar 19. Ríma

2011-09/12-02 61

Málma lestir minn í sal meigi ferðir gera það hið vesta þegnum skal og þeim fóstbræðrum vera Meinið gilda mun þeim fá mín ef ráð á bíti því eg vildi svo til sjá að sjer hver bana hlíti Í hellirnum hirju víst hafði þrjú missiri hjer með firnum hamaðist hrottinn lasta beri Búinn kurtu sterkur stór stráka járnum vafði og þaðan burtu fólinn fór fjórar skeiður hafði Jórum gjafurs gliggur rjeð gjefa leiðir bestu þá Finnálfi fildust með fantar Bjarma vestu Hernað framdi hörga lið hjassa málum náði kaup menn lamdi fólk með frið flest af lífi hrjáði Síðan gjörist sögn um það seggir lindis stríðu hjeldu knörum eitt sinn að undir Jótlands síðu Skip þar firir svartir sjá sjer mót liðið eggja minka birinn þótti þá þeirri gnoð að leggja Var á þessu fili flóðs foringi Vikar manna strax að hressu baði blóðs biður meingið anna Firir liðar þektust þar þá Finnálfur stífi fjelags biður festa svar að fletta Helga lífi

Högna jóði hrósa nú hlinir framast sverða eignast fljóðið þá skalt þú þar með kóngur verða Fund að skjóma fildu mjer filkir Högna bönum betur sómir þetta þjer en þjóna leingur honum Vikar tala voms til rjeð vann svo hreint úr skera heldur skal eg hjörvi með höggvinn sundur vera Heldur en þjer leggja lið loddarinn digða tapti minn þó grenna fáir frið feigum mælir kjapti Finnálf reiður bófa bað bragna sviptir fjeri lögðu skeiðum átta að einum Vikars kneri Ilsku þjóð á allann veg að sjer vopnuð þirpti hildur stóð upp hrillileg hastaði þá og skirpti Anda þúngum þegar bljes þegnar falla dauðir strax á lúngum leiptra trjes logar sigtírs rauðir [175] 86 Hafs á engi hnígur blóð hver nam annan vega vel og leingi Vikars þjóð varðist kallmannlega Mjög við harðir málma stjá að mestu knörin hruðu mót eý staðið firðar fá föntum þúng vopnuðu Laufann para lætur menn lundur freýu trega að Vikari sótti senn sveitin alla vega

Hraustur varðist hvössum geir hlífar skífði snöggur leingi barðist fleina freir Finnálf til hans höggur Búkinn partar biturt stál brakaði járns í hringum seggs að hjarta svíðurs bál sindraði blóðs eldingum Hann við skilinn handar svell hjarta laugast blóði dreirgar þiljur fars á fjell faðmaður Lóka jóði Hind af gjálfurs búkum bauð bilta á hnísu miðin tók Finnálfur allan auð eftir Vikar liðin. Sæjór víða þegnar þá þaungluls hleiptu vega herja síðan hvar sem má heldur ýllmannlega Vunnu hrekkja verknaðinn víða hristu laufa en fá þeir ekki fist um sinn fjölnes vínið daufa Herrauðs víkur örfum að Elfar jallsins prúða orkuríkir hvals um hlað hjeldu göltum súða Stefndu óvægir stála mót stirjar vanir þingum hverjum frægri nadda njót nefndust af víkingum Höfðu ágætt hreisti lið hlinir glóða tjarnar hlírum mætti Hljes eý við Haddar son Vebjarnar Harður lesti hlífarnar her með rómu slinga kappi mestur kendur var kóngur Gandvíkinga

Page 64: Rímur af Andra Jalli - Vefsetur Hauks Jóhannssonar ... skal dilli fína fá fjörið stilla gálginn má. Utan eigi eg leisa líf líka sjálf viljuður geira sveigur gefi víf grimt

Rímur af Andra Jalli Úr fyrstu kvöldvökubók 19. Ríma Kristmundar Jóhannssonar

62 2011-09/12-02

Jötuns ættar öðling sá Andra sifjar limur óðar ræðt fær efni frá afi hans var Þrimur Hildi drýa hjörs með grip hver að öðrum vegur Haddar týu hafði skip en Herrauðs niðjar fjegur Verk eý spörðu járna jags jötnar dínu linna líðir börðust leingi dags lítið þó á vinna Mjög ey skaddar garpa geir greint er fáir dæi þikja Haddar harðir þeir hvíld á verður slægi [176] 87 Til athiglis brögnum bar blá góms eptir heiðum nú að siglir þegnum þar þjóð á nýu skeiðum Minn ey síngur mála geir mærðir slíngar ljóða skorðu hrínga skal eýj meýr Skothendíngu bjóða

Page 65: Rímur af Andra Jalli - Vefsetur Hauks Jóhannssonar ... skal dilli fína fá fjörið stilla gálginn má. Utan eigi eg leisa líf líka sjálf viljuður geira sveigur gefi víf grimt

Úr fyrstu kvöldvökubók Rímur af Andra Jalli Kristmundar Jóhannssonar 20. Ríma

2011-09/12-02 63

Tuttugasta Ríma Þar við stóð að laga ljóð lín spaung góð því hlíði rjóð sigldi að þjóð þar sigtar blóð sveit ómóð af geddu slóð Spurning snar fram bófinn bar biðja var um gifið svar hverjir þar sjeu höfðingar á hlunna mar með rógnes skar Haddar tjer hvert heitið ber Hrómund sjer og með Þórir Hárek gerir hepta fjer hlírarnir mót standa mjer Vinna má ey virða þá í veðra krá er frægstir stá heiti ná því herma frá í hrotta þrá mjer stirk þinn ljá Finnálfs hjer eg heiti ber hinn þá tjer alþekktur er víkings her með skjóma sker þú skalt minn gerast lagsbróðir Vinnum lönd með harðri hönd hjalta vönd á sleingjum rönd félags bönd með fálka strönd fljettum vönd svo kætist önd Börmum við og bjóðum frið berjum niður stála klið í málum griða mesta lið mitt skal yður vel komið Ef þeir menn með tirfings tenn traustir kennast okkur senn stála sennu stór ræðin strax upp brenna þjóð löndinn Ikkur sætta sjest á gætt svo af rætt sje vonskan hætt hjer um þvætta mjer er mætt málið rætt eg fæ um bætt

Haddar kvað sjer þóknast það þegar í stað á ránga glað Finnálf trað og firða bað friðar laðast boðum að Skílu á sig bófinn brá bragnar fá ey við því sjá fjelaga náir friði þá Finnálfs gráa lund ósmá [177] 88 Hugar farið hlíra var hneigt til bara friðsemdar Finnálfs snarir fjelagar fundust þar og eins Haddar Her ósmár til ferða frár fram svo gár með segl og rár tuttugu og þrjár er stjörn á stár stöddur lár um geddu flár Hjeldu þeim um þoska geim þræll ófeiminn margan beim ljet frá teimast lukku og seim í landið sveima Bjarma heim Hrafnar víðis hafna lið hleður kvíða gleðin þið ró ey níðir njólu tíð náðir blíðar þáðu um síð Líður nóttin blíðu brott blundur skjótt af hrundin drótt klæðast ótt en ræða rótt reinum þrótt með fleinum skjótt Landið á nú fjanda fá firðar sjá þeim virðist sá skessa grá með hvessing há hrópar þá með óp ósmá Herrauðs kundar heiri um stund hjalið grundað ali lund Helga fundnum fjölgið und felið hann undir heljar mund Allir þið eg um það bið eigið við hann branda klið höggvið niður hrausta lið hamingu siðum frá hverfið.

Meira þó að meiða ró mjer en bjó í þánka kró, kjaptaði óa nábóls nó, að nefndri fló með dreki kló Að henni bráinn sótti sá sjer í frá nam eytri slá flugust á með firnum þá firðum brá er til þess sjá Skelfur undir elfa og grund æði stund við bræði fund blóð úr hrundi óðast und eggjar sundra beggja mund Gerðu hljóð en herða móð hrinur blóðið stinur lóð þundar fljóð hvert undir óð á hvar þjóðin sá þar stóð Heirðu gnið í moldar mið meýan riðar börs þar við, sukku niður niflheims lið nú fjekk hliðum frá slegið Þar að vistum vera first viður mista friðar list góla hrist við bölið bist bragurinn flist ey lagaðist Að þeim líð sem öldu skíð átti ríða fram á við seglin híða senn upp fríð sveit um líður géddu hlíð Um rostúngs heiði hvergi beið að hjörva neiðum Finnálf skreið sverða meyðum sagði leið svara greiður þar á skeið [178] 89 Gnoðir sveri boðin ber ball á knerum fallin ver Tartara sjer nú svartur her sáð handtjerað láð firir Herskip fá að höfnum gá hauðrið á lið gengur þá tjöldum slá með linna lá líðir sjá þar birtu frá

Page 66: Rímur af Andra Jalli - Vefsetur Hauks Jóhannssonar ... skal dilli fína fá fjörið stilla gálginn má. Utan eigi eg leisa líf líka sjálf viljuður geira sveigur gefi víf grimt

Rímur af Andra Jalli Úr fyrstu kvöldvökubók 20. Ríma Kristmundar Jóhannssonar

64 2011-09/12-02

Finnálf tjer við hraustann her herjum vjer nú brinjaðir landið hjer og linna sker leggja ber oss allt undir Hilmir lands í hrotta dans heljar vans til veitum sanns ey við stansa brjótar brands boðum ansa gjörðu hans Bragna hver þreif hvassan hjör hvetja för að sigtírs vör búum gjörir glatast fjör grimdar ör þá flígur snör Brendu þar um bigðirnar blossi snar og járn geisar ræntu hvar sem bófa að bar bölvunar með gjörðirnar Undann hrökkur öldin klökk odda rökkurs jels frá mökk að gilva stökk og gjörði þökk að giðjan hlökk þá misti frökk Hernað tjá þeir hilmir frá Helgi þá um díra lá hermenn fá sex hundruð má herinn sá bar járnin blá Hirðin vönduð hjálma grönd hauka strönd fær öll um þönd af ýmsum löndum stáls við strönd stiftu rönd með vaskri hönd Kappar tveir með giltan geir görpum meýri voru þeir Ingifreir á laufa leir lætur dreira þjóð svo deyr Annar drýir darra gný dugnað nýann síndi því ljósi dýa leiptrar í af Lúmbarðía Benóní Helgi reið með herinn leið hófa meyðar runnu skeið Menelás greiður grand ey beyð geirs að neýð bar undaseið

Mági frínum fildi sín fleina tínir list ey dvín geðug rínar loga lín leingi pínist sorg Elín Hennar vóð í higgjuslóð harmar tróðan silkis góð mundi rjóður missa blóð milding fróður vígs á slóð Þóttist vita falda fit feingi hann biturt andar slit brand þá litar blóðs með glit burt sig flitur hermir rit Eitt á mar bjó auðgrund far á fjekk þar menn trúnaðar þanin snarast voðin var vísund bar til Elfeýar [179] 90 Á land upp rann sú listum ann línspaung fann og höfðingann Herrauð þann sem hreisti kann hermdi sann um bardagann Óvart mjer hann ekki tjer innist hjer hvar komið er ofseinir því verðum vjer þó veljum her þann randir sker Forlög skje það svo eg sje seims lindi við jabl sagði að henni hnje þar ýnndæli með á gæti hjá ríkmenni Þar að sneiði skilnings skeið skökk sem reiðar spjöllum kveið Tartara neiðar hjörs að heið Helgi reið og þjóð um leið Meiðum pella ferð ey fjell fleins í spella grimman smell Hlírnes vellir hjet þar svell horna gellur raustin hvell Beggja þjóð af megnum móð mættist lóðins stundi fljóð lúðurs hljóða hornin góð hver fram tróð að missa blóð

Helga drýist her á ný hvergi svíun rómu í einn um týu geirs við gný gotnar frýu töldust því Mörgum velur hildur hel himininn felur nadda jel hrafn sig elur álfa hvel og undir melar skjálfa tel Reinast hvötum fleina föt frjáls ey glötum stáls í öt markast jötuns jarka flöt járna rötuð sárna göt Fram á kvöld með skjóma og skjöld skékur öldin vígs á höld glatast fjöldi en gríman köld gaf í tjöldum náða völd Gagur stríður bragur bíður blund að skríður stundar þíður beggja líður seggjum svíður sem bengríður lemstrin sníður Áttþætting í stans eg sting stefja glingurs marg þvætting engin singur undir sling artug hringa gefni kring.

Page 67: Rímur af Andra Jalli - Vefsetur Hauks Jóhannssonar ... skal dilli fína fá fjörið stilla gálginn má. Utan eigi eg leisa líf líka sjálf viljuður geira sveigur gefi víf grimt

Úr fyrstu kvöldvökubók Rímur af Andra Jalli Kristmundar Jóhannssonar 21. Ríma

2011-09/12-02 65

Tuttugasta og firsta Ríma Áður nöldurs misti móð mærð á kvöldum ala, sem í tjöldum sefur þjóð sú bar skjöld um járna slóð Strax sem dagar stífið lið stála jag vill hefja og með slagar enga bið á benlagar sáðlandið [180] 91 Helgi týin hefir góð hesti því reyð besta þessi nýan magnar móð marinn frí af Spanskri lóð Á höfuðið steipti hjálminum hörðu leiptri girtur í brinju hleipti búkinum brandin greipti mundunum Hestin fríða hetjan snör höggur síðan sporum svo fram ríður öðling ör engu kvíðir lifað fjör Helgi nítum hesti þar hleipti í ríta meiðsli mest af ýtum orku bar en fannhvítur jórinn var Sköglar jeli skjótt að brá skjálfa hvel og grundir margur helið seggur sá svírum gélur skjóminn á Hverutveggja meingið má málma hreggið þola blossi um eggjar blikar þá blóðgum tveggja leiptrum á Fram Hárekur sækir svo sára skekur ljáinn í höggi frekur fimm og tvo flesta hrekur bragna vo

Vígs um stræti veður því virðum lætur svíða hjörs í þrætu hörðum gný honum mætir Benóný Saman renna megni með mækir spenna báðir Hárek kennist hreisti ljeð hinn í tennur kljúfa rjeð Eins Hrómundur brandinn bar blóðgar mundir hafði vígs að fundum veður snar viðúr stundi flet göndlar Mátti líður megnis ey móti stríða kempu jó að híðir málmþings meý móti ríður Ingifrey Mættust harðir þegnar þeir þikkva barða klufu blóði varð að litast leir laut til jarðar Ingifreyr Harðan gnúðu hrotta klið hermenn úðar vagna áttu lúðir engan frið undan flúði borgar lið Þórir teininn benja bar brögnum skeinur veitti sóknin fleina svellust var súngu á beinum sköfnúngar Með Þórir í málma klið mækinn ber Finnálfur hópum fer að hníga lið Helgi sjer á mannfallið Margur sár við sverða þrá síst upp stár en hnígur foldu nárinn allt eins á og þá ljárinn fellir strá Eggja fór að raska ró randar stjóra sína verka stór um mann slags mó móti Þórir hleipti jór [181] 92

Höndum báðum höggvandi Helgi fjáður lísta svarðar láðið sundraði seima ráður dauður hnje Espast herinn vígið við vopnin bera að Helga drepa gerir lofðúng lið lífið ver með hreisti sið Hart fram rásar Haddur snar hestur másar sveittur Menelási brand að bar blóðgum nás á velli þar Báðir álma brjótar þar branda jálma ljetu víga málmi með Haddar molaði hjálminn Kóngssonar Svo var harður ægir að eggin varð að bila hauður svarðar þó við það þrótti skarðast dauð rotað Vonsku rauður hljóða hás Haddar nauðum fagnar en fellur hauður nú á nás niður dauður Menelás Hver um annan hnígur þá Helga manna látinn tirfings anna tíra slá tiggi vann með benja ljá Filkir móður fárið lífs fjölda þjóðum veitti einn af rjóðum unda kífs eptir stóð á velli kífs Öðling frækin fjölnes tjörg af fólki spræku risti bregður mækir öldin örg að honum sækja hundruð mörg Finnálf lítur lofðúng þá lista nítur sagði ef þjer bítur eggin blá að mjer ríta ber þú ljá

Page 68: Rímur af Andra Jalli - Vefsetur Hauks Jóhannssonar ... skal dilli fína fá fjörið stilla gálginn má. Utan eigi eg leisa líf líka sjálf viljuður geira sveigur gefi víf grimt

Rímur af Andra Jalli Úr fyrstu kvöldvökubók 21. Ríma Kristmundar Jóhannssonar

66 2011-09/12-02

Hrissu kundur kondu í stað kjalars tundur reina svika hundur heirðu það hrotta fundum mælist að Kauðinn vesti veraldar veðrið hvestu hlífa ey þig brestur bölvunar bruggið vest og skammirnar Allan þá um ýlls helming espast náir kauði ansar sláum að honum hring undra má sú hetja sling Hölda mana hefir þor hirðir grana klifja er það bani allra vor ef hann vana gengur spor Að honum síðan beigja baug beimar stríði kunnir hann um líða hringinn flaug hrotta sníður margann draug Móður er en ey særður undra ber svo hreisti yfir herinn út stökkur örva grjer þó brinjaður Hrópa gerir aptur á óðan her og mælti ýkkur ber í branda þrá betur hjer að höggva og slá [182] 93 Þið sem níðið frá mjer fjer framar stríða megið eptir bíð eg búinn hjer bana tíð er ætluð mjer Jeg í elli alla ber ýlla kvelling rauna nú að velli falla fer fleinar gella snjallir hjer Orustur forðum hef eg háð og hjer af orðið frægur veiga skorðu vann og láð vörgum þorði gefa bráð

Sældar skerðist tíðin trú tapast ferðir gleði borgir gerðar fje og frú fagra verð eg láta nú Þeigi grunur þessi dvín þar við uni eg líkja Högni mun og hefna mín heiptar bruna meður sín Okkar fundin trigða taug trauðla sundur slitnar mig hann undir húslar haug höfum bundið mæli þaug Minnsta skerðist minn hugur mig þó sverðin kljúfi örva njerður alfrægur eitt sinn verður deýa hvur Vini klæka buðlúng bað betur rækja snerru herinn sækir enn þá að ulli mækja nú í stað Kappa slingum farga frið Finnálfs singur hrotti oddurinn stingur kóngsins kvið kíf mæringur bregður við Yfir herinn sikling senn síðann gerir stökkva undra fer það marga menn mest hvað er hann röskur en Einn hjet Beinir bófum hjá bitrum fleini lagði gilva skeina gjörði sá gildum beini stendur á Kauðin róstu vanur var vopna gjóstinn herða oddurinn brjóstið öðlings skar upp að hósti ben markar Vísir lífið verja kaus vöndin hlífa reiddi Beinis klífur hjálm og haus hrikin stífur dreyra gaus

Lífið dálan þegar þraut þar á bóli göndlar mælti sjóli lágt sá laut liðs ey fólinn mergðar naut Sóttu nadda njótar fram niflúng skadda vildu brandi Haddar höggva nam helju staddann særði gram Sverð að ríður siklingi sundrar fríða skjöldinn vopnið stríða hljóp á hnje hönd af sníður konúngi Finnálf hinstu herti neið hilmir finst aflvana fantar kinstra fleins af meið fótar vinstra kálfan sneið [183] 94 Orkan þá með öllu fer öðling frá um síðir yðrin lágu úti hjer ofan á náinn hallar sjer Vopna leiki vann í hrað en vígs nábleikur deyði gjörfugleiki en gæfa annað gumnar veikir sanna það Vígs á höldin balið ber birjast kvöld svo gríma í sínum tjöldum seggur hver sigri töldum hrósa fer Strax um morgun stundar bil stórt ey sorgar líður linna torg í veittist vil víkur borgar herinn til Mörgum næði hirt frá hnje hermenn bræði lega ræntu bæði fólki og fje fram að græði berandi Auður skorðast undir þil en á borða vörgum vanir morði hvals um hil hjeldu Norðurlanda til

Page 69: Rímur af Andra Jalli - Vefsetur Hauks Jóhannssonar ... skal dilli fína fá fjörið stilla gálginn má. Utan eigi eg leisa líf líka sjálf viljuður geira sveigur gefi víf grimt

Úr fyrstu kvöldvökubók Rímur af Andra Jalli Kristmundar Jóhannssonar 21. Ríma

2011-09/12-02 67

Fóstur vildu frónið sjá fólar trildu og bræður mjög að hildi þjóðir þjá þeir her skildi fóru þá Sagan bauð mjer segja það sagna trauðunn manni bjóst Herrauður heiman að her óblauðum safnar að Hugsar jallinn hraustur þar Helgi fallinn væri beint á hjalli bengríðar bistur kall í sinni var Mæring sveið það feikna fár fal þó neiðar harma hauður reiður hjelt á knár hafði skeiður tvennar þrjár Vegur lángur lá firir lándið spránga keilu öldur strángar albúnir óðu ránga jórarnir Ferðin greiðast gengur þar gotar freiða siglu saung í reiða svignar rá sílis heiðar tröðum á Freirar boga firtust grand frón Háloga þektu festa tog við sævar sand seggir og þar gengu á land Settu búðir sínar á svið rís brúði græna hrigðum lúður Herrauð þá hjarta prúður gjörði tjá Högna finna first eg vil frömuð svinnann líða hlíra minn ey harma dil hallarinnar gekk hann til Hefur ærið hriggva lund hliðum fær upp sleigið þegnar vænan þáðu blund það var nær um óttu stund

Vöku rekka fann með frið fíla bekkja minni kappinn þekkur kannast við konúngs gekk í herbergið [184] 95 Alla tíma móðum mjer mælsku víman hamlar halla skímu fljóðið fer fallin ríma bjóðist þjer

Page 70: Rímur af Andra Jalli - Vefsetur Hauks Jóhannssonar ... skal dilli fína fá fjörið stilla gálginn má. Utan eigi eg leisa líf líka sjálf viljuður geira sveigur gefi víf grimt

Rímur af Andra Jalli Úr fyrstu kvöldvökubók 22. Ríma Kristmundar Jóhannssonar

68 2011-09/12-02

Tuttugasta og önnur Ríma Naustuð snekkja Níráðs var neggjum skorðuð fróns þagnar sem Herrauður gekk í herbergið heilsa bróður sínum rjeð Drottning hvílir örmum á öðlingi með ljósa brá jallin heilsar henni með hún því blíðast taka rjeð Kveðju tekur Herrauðs hjer Högni vel og þannig tjer hvað er í frjettum hlíri minn að hingað gengur óboðinn En Herrauður aptur kvað ekki er gaman fregnum að Helgi fjell í fleina þrá Finnálfs undir vopnin blá Sá hefur vjelað sonu mín svika þræll með brögðin sín minn það kvelur minnis rann meðan dreg eg lífs andann Filgja honum hlírar þrír hernað þeirra meingið flír ó að mínir arfarnir yllum væru frá skildir Gandvíkinga gilvi stór görpum filgir síls um kór Haddar nefndur hriki snar hann er sonur Vebjarnar Högni skaltu her klæðast hefna skulum geisi fast eptir leita þrælum þeim þegar í stað um víðan heim Högni við það hamaðist hildar þrífur klæðin best á höfuðið steipir hjálmi því hrausta brinju klæddist í

Andra grípa náði naut nú að svífur önnur þraut datt úr bali brandur snar brjóstið snerti drottningar Þoldi sárið fögur frú faðmar klæðin að sjer nú ekkert bera ljet á ljós linna vallar príðis rós Hafði skorið bringu bein benja ljár en unda mein í það firsta átti frið ýlla síðan hafðist við Högni ströndum æðir að ekki vissi grand um það hvert hann særði seims hliði sveið í heiptin döglingi Búðum svipti þegar þjóð þar um gnoðir laga slóð Högna konúngs inn drótt er út sig búa og með filgir [185] 96 Trönur kaðla týu þar tóku skrið á söltum mar Högni bíður hækkka voð Herrauður var á sömu gnoð Öldu þingist bláa brún blökkum siglu veltir hún ránar jarðir óð fleigt um undir fögru reiðtýjum Látum sveima þegna þá þaunguls heima tröðum á mitt því dvalins fúið far flitja skal til drottningar Legst í rekkju sveim grund sár sorga skúrin vætir brár kvenna blóminn lífið ljet landsins meingi frúna grjet Vísis dóttir vildi frín væri grafin móðir sín áður en kæmi hilmir heim hertýjaður um líra geim

Líkið pelli vafið var virðuglega drottningar gerður haugur vænn um völl viðlíka sem konúngs höll Dána þar inn drottningu dreingir meður lotningu báru ángur eimdi lið allir grjetu kvennvalið Drottningar í háan haug höldar mörgum fleigðu baug gulls af fögru gersemum glitraði hann að innviðum Upp á bestan blóma plag bjart var þar eins nótt og dag um fram liðins legu ból lísti ránar heima sól Gjört af þakið grjóti og mold geimdi döglings innu hold þegnar hurðu læsta lás ljetu firir bili nás Grindur járni gjörðar af girtu hvern um dira staf upp og niður eins um þvert allt var það af stáli gert Hagastir af landsins líð lundar stáls það gjörðu smíð enginn komast ýta vann inní dáins hvílu rann Eins og gilva dóttir dír dreingjum firir lagði skír hrigðum lúð þó vera vann var til búinn ná stofann Í frá veru föður síns fegurst allra grundin líns hafði ráðin yfir öll öðlings drakk í vænni höll Minn að hugur svifar sjer sem þeir bræður harðgjörvir aldreý ferðar áttu hlje eptir leita Finnálfi

Page 71: Rímur af Andra Jalli - Vefsetur Hauks Jóhannssonar ... skal dilli fína fá fjörið stilla gálginn má. Utan eigi eg leisa líf líka sjálf viljuður geira sveigur gefi víf grimt

Úr fyrstu kvöldvökubók Rímur af Andra Jalli Kristmundar Jóhannssonar 22. Ríma

2011-09/12-02 69

Höfðu fregnir fengið af að fólin sigldi í vestur haf ákafir að ýpta brand undir hjeldu Bjarma land Hadd og Finnálf fundu þar fjórtán skipum þjóð á var harðri girðir hildar reim Herrauðs sinir fildu þeim [186] 97 Herrauður mælti Högna við heya skal eg vopna klið örfum sjálfur móti mín mjer þó aldurs hnekkji pín Líkar ræðan sjóla sú sig til snerru týa nú sjálfur viður Hadd og hinn hildur rísi böl þrúnginn Spurt að sökum valla var vopnin þrífur sjer hver þar orðum jukust eigi við odda skall á hretviðrið Var skot hríðin hræði leg höldar renna bana veg blóðið hrundi æðum úr eins og þjettast fellur skúr Allan hilur austra fald ógnar nadda skafkafald blóði litast lögurinn lagði mökk á himininn Högni mælti orkast ey á að vinna þessi grey höggorustu hefja skal og hristi bitran sára fal Sínist mjer öll sveitin blauð saman teingja skipin bauð gilva boð hjá görpum stóð gnoðir saman leggur þjóð Höggum náðu saman svo sikling Högni margan vo var ein hamur ekki þá ýta niður að höggva og slá

Að honum berserks gángur gár gaus af vitum reikur blár froðu niður fellandi Finnálfs liðið hrellandi Harðann áttu hjörva dans Herrauður og sinir hans eru þeim lagin ósköpin ekki þekktu föður sinn Ógnarleg var ýma þá ótal fellur liðið frá samann skeiður hneppir her hlírar börðust á káfir Herrauðs knörinn hljóp upp á Hárekur og sverði brá stafn búanum haus af hjó hitt sig undan liðið dró Óttast heljar mæla mann meiðslin kvelja sjerhvern þann, sem til náði hann með hjör Herrauður gáði að kappans för Móti hleipur Háreki hjálma þór hinn aldraði svo til annars höggur hver hreisti gjörnu feðgarnir Hárek tveimur höndum að hjalta reiðir bitran nað föður sínum hopar hann höggið kom á búklarann Honum frá sjer Herrauður harður skaut en fet breiður hrökk í sundur hjaltið unn hart var kast á skildinum Undir Hárek hleipur þá Herrauður og kallar á meingið til að höndla hann hal ef gæti fjötraðann [187] 98 Hann á rjeðust höldar tveir honum með en áttu þeir ærið vinna áður hann yfir gátu bugaðann

Hart fram sækir Hrómundur hræði lega mann skæður harðsinnaður Herrauðs nú hrauð með öllu skipin þrjú Föður síns leggur fram að skeið fólkið eggjar þá um leið heirði fallið Háreks um heiptin svall í þankanum Jallsins líður varðist vel vanur beita sára þjel sóttu hinir örugt að ýmsir fundu banastað Hilmir geinir Högna frá Haddar skipið rann upp á ótal vegur ýta þar Andra nautinn blóðlitar Hömuðum undann þengli þar þjóðin hrökkur allstaðar Haddar móti honum fer hrotta kviðum vanur er Aldreý skal eg yrka brag undir valinn þetta lag burtu stríkur hróður hjer hvernig líkar sprundið þjer

Page 72: Rímur af Andra Jalli - Vefsetur Hauks Jóhannssonar ... skal dilli fína fá fjörið stilla gálginn má. Utan eigi eg leisa líf líka sjálf viljuður geira sveigur gefi víf grimt

Rímur af Andra Jalli Úr fyrstu kvöldvökubók 23. Ríma Kristmundar Jóhannssonar

70 2011-09/12-02

Tuttugasta og þriðja Ríma Endurþvættan loddu leir líðir aptur heiri harðir mættust tiggjar tveir tröllum krapta meiri Haddur frækinn brinju ber branda hreggs til kjeppti kauðans mækir odd af er álnir sex að hepti Tígjum frínu vafinn var vatna báli dreiginn firir sínu brjósti bar barða stáli sleginn Skjöldúnganna gjörði geð grimdar ráðum flíka hvör til annars höggva rjeð hömuðust báðir líkja Hver fram treður óstjórn í espast voða fundir bísnum meður börðust því brakaði gnoðin undir Börðust trildir börs um víf benjar opnast tóku beigluðu skildi brutu hlíf blóðug vopnin skóku Mækir þúngur gnísti gall göptu verar skálma sauð af túngu froðufall fleinar berir jálma Helið árnar hjalt ormur högna snótar vinum briddan járni barða hvur bar á móti hinum Stáls við kveikir brinju blá buldu flaktir hjálmar gaus af reýkur görpum þá glömruðu naktir málmar

Meiðsla kendi garpa gerð grimdar treista dugi klofnuðu rendur súngu sverð sindruðu gneista flugi [188] 99 Hörku stríður heptist þó hrottans yðju fundur því um síðir Högni hjó Hadd í miðju sundur Ljet Finnálfur filkir að flein úr slíðrum darka sníður kálfann biturt blað buðlings niður á jarka Snart á hæli Högni sníst höggs til geirin knúði hönd af þræli burtu bíst benin dreyra spúði Þegar kendi svelnir sár sitt er hreifa meiddi annari hendi kauðinn knár kilfu þreif og reiddi Hildigrím á harðan sló hamingu lausi klunni yfir svíma dögling dró dreirin gaus af munni Aptur reiðir Andranaut öðling súta gróinn Finnálfs sneiðir háls en hraut höfuðið út á sjóinn Finnálfs meingi síst vill sjer sverða fundi drýgja skip úr teingslum höggur hver hraðast undan flýa Þjóð sje gripin buðlúng bauð bana stríking kanna láu skipin eptir auð átta víkinganna Jalls son veldur feigðar för firða drýist hildi einum heldur eptir knör ekki flýa vildi

Hart fram sækir harð efldur hann að sínum föður ýtur frækin um drífur eggja gínu löður Barðist slingur meður móð margur hrepptist voði Hrómund kringum kvíar þjóð kallsins eptir boði Dífur gerði drómundur dunur heirði víða hart þó berðist Hrómundur hann var reirður síðann Herrauður beima bað um sinn böndum til að hliðri á að geimast arfi minn undir þiljum niðri Stiltist róma sárin sín seggir klæðum bundu síðan ljóma dagsins dvín dreingir næði fundu Högni djarfur hlíra bað hels í drífa pínu þá Herrauðs arfar hann vissi að, hjeldu lífi sínu Jallinn neið í brjósti ber bróður inti sínum stilltu reiði Högni hjer hefnum sinntu mínum Ef nokkur vegur næst um sinn nefndum kvalir skerða ofsa legur ansar hinn aldreý skal það verða [189] 100 Hafa þeir alið öðling grand ey þarf vonast minna lauga skal eg bitran brand í blóði sona þinna Hinn þá merkur hermdi það hilmir brandi vönum níðins verkið vest er að vega bandingjonum

Page 73: Rímur af Andra Jalli - Vefsetur Hauks Jóhannssonar ... skal dilli fína fá fjörið stilla gálginn má. Utan eigi eg leisa líf líka sjálf viljuður geira sveigur gefi víf grimt

Úr fyrstu kvöldvökubók Rímur af Andra Jalli Kristmundar Jóhannssonar 23. Ríma

2011-09/12-02 71

Tiggi geisar til og frá tals við bætir dáðum máttu leisa þræla þá þeim skal eg mæta báðum Birti jallinn bísn er gróf bræður sterka vinna kantu valla Högni hóf heiptar verka þinna Síst á leiðis gengu grið geira brá við þundi gilva reiðum góðmennið gengur frá og stundi Hrómund leisa bragna bað benja vönd og færa þegar geisa þángað að þegn úr böndum hræra Spratt á fætur geira grjer grípur klæðin hildar heilsa mætum föður fer fremur ræðu snildar Mjer forláttu mælti hann minnið dofa hrekur hrotta slátt hann heya vann hjálminn ofan tekur Ollu nornir níðverkum neið varð okkar hlíra en við spornar ósköpum ekki nokkur fíra Jallin svarar vísir við vopni bláu neita áttu varið er svo lið ýkkur má ey veita Högni frekur mækir með minst þjer búi kvíða hafurðu þrek og hreisti geð hertu þig nú að stríða Sikling kallar heirði hinn hárs að jeli stránga þingað lalla þrællin þinn þú skalt helið fánga

Gekk Hrómundur Högna mót harðir gjörast fundir vopna lundar hopa ey hót hristist knörinn undir Leingi gjörðu þegnar þar þundar skæða veður fleinar börðu finnsleifar feiknar æði meður Brækur rögnis britjar hvur blóðsins elfur migu óttast Högna Herrauður höggin hræði legu Sjer hver rista sverðið bar sjer í dauðan voga bjartir gneistar þutu af þar þundar rauðum loga Hilmis undrar höggum á hlífar náðu vana sínum kundi þeinkti þá þegar ráðin bana Elfdur miður málms við jel mækir fast að spenna Herrauðs niður varðist vel vopndjarfastur manna [190] 101 Leingi fríast ljeku þeir laufa sjá á hríðir elli hnigin mæddist meir milding þá um síðir Sveif að mæðin siklingi sverði sleingir búna síðan bæði hraut á hnje honum var gengið núna Röskur síðan ræsir tjer ráðin þau á lagði höfuðið sníða máttu af mjer maður á auga bragði Frægðin slota fer gjörvöll framar stál að beigja mín er þrotin orkan öll er því mál að deýa

Stór að hjaldri verk eg vann og víst eý undan flíði hef þó aldrey meýri mann mjer í fundið stríði Ellin hnekkir fölnar fjör fatast gæfan haga smánar ekki fór eg för fir um mína daqa Gegnir furðu fremdin þín frægðir ber til víga first það urðu forlög mín firir þjer að hníga Bjóða sættir buðlúng þjer besta ráð má verða stirjöld hætta bræðrum ber brjótur tjáði sverða Hilmir tjáði send þjer sje sæmd af falli mínu máttu ráða fróni fje og fingra mjalla línu Hver að bráðum sverða sveim seggur skjótt mig ýnni hafði eg áður heitið þeim henni dóttir minni Þrótt að farinn eg first er orð um haldist píku högg þú snarast haus af mjer hefurðu vald á slíku Við skulum kala kvittir ríg kættir vina bragði vega skal ey skammar víg skjóma hlinur sagði Menn um nauða þeingill þá þrikki stífu ráði gat Herrauður unnið á að hann lífið þáði Jallin kættist fengu frið frægir stála njótar hjer næst sættust Högna við hróðrar málin þrjóta

Page 74: Rímur af Andra Jalli - Vefsetur Hauks Jóhannssonar ... skal dilli fína fá fjörið stilla gálginn má. Utan eigi eg leisa líf líka sjálf viljuður geira sveigur gefi víf grimt

Rímur af Andra Jalli Úr fyrstu kvöldvökubók 23. Ríma Kristmundar Jóhannssonar

72 2011-09/12-02

Andra bragur þrítur þann þreita rjeð um tíma vandra gagur hlítur hann heita kveðin Ríma

Page 75: Rímur af Andra Jalli - Vefsetur Hauks Jóhannssonar ... skal dilli fína fá fjörið stilla gálginn má. Utan eigi eg leisa líf líka sjálf viljuður geira sveigur gefi víf grimt

Úr fyrstu kvöldvökubók Rímur af Andra Jalli Kristmundar Jóhannssonar 24. Ríma

2011-09/12-02 73

Tuttugasta og fjórða Ríma Austra snekkan átti bið orða streingir hrukku þar hlírar sættust hilmir við höldar glaðir drukku [191] 102 Hjer næst viku hauðri frá heldur þjóðin fría súðadírum síðan á suður í Tartaría Altaf fengu besta bir bragnar hermannlegu af þeim segir ekki fir en á frónið stigu Síðan tjöldin settu fríð sín við ránar heiði Högni spurði heima lið Helga grams að leiði Liðin vil eg sikling sjá sáru spentur víli dróttin vísar dögling þá dána kóngs að bíli Líkið yfir háan haug herin varp á gætur mörgum þángað björtum baug buðlúng kasta lætur Tírar skjóma tjöldum að tróðu fjörgin hraðir allir síðan eptir það erfi drukku glaðir Heim á leið svo hraða sjer höldar vígs öflugu lengi ránga refarnir rostúngs urðir smugu Rendi sjer hver súða hind svæði bjarnar voga öldin sigldi óska vind undir frón Háloga

Höfnum dírin neglu ná náði festum streingur herinn stígur hauðrið á heim til borgar gengur Hilmir frjettir frekast pín firir higgu brunninn að höfuð dúka sólin sín sje til viðar runninn Haglið reikar himni frá hraut af sjónar baugi dróttin vísar dögling þá drottningar að haugi Og svo þrífur Andra naut undan líðir hörfa harður síðan haugsins braut hurð af stáli gjörfva Fagur búna gulls með glit glansaði dáins kinni sat á stóli falda fit fram liðin þar inni Högni mælir hjerna skal hjá þjer vera dauður þú mín kæra vífa val varst um lög og heiður Af þjer gjörvalt ángur dvín eg því fagna bana hugar eina hægð er mín hjá þjer andar vana Bísna sá var tiggi trúr töpun fá hann listi kaldan náinn fríðrar frúr faðmaði þá og kisti Hjeðan lífs eg fer ey fet frá þjer silki hlíði þig eg öllu meira met mestu heimsins príði [192] 103 Hreisti verkum öðlings á allar þjóðir firnar feigðar salsins færði þá feikna bjarg í dirnar

Allan birgir inn gáng hann undrun var það meiri máttu ey hræra þvíta þann þrettán manns eða fleiri Aldrey gekk úr hofi hræs hilmir stór kostlegi út þar loksins anda blæs á fimtánda degi Högna konúngs mærðin mín minnist framar eigi en Herrauður með sonum sín sat að staupa legi Hilmis dóttur mæta meý menn á flestir störðu príddi bekkin auðar ey eins og sunna jörðu Gjörvöll lauguð gulls með flúr glansaði hvirfils fiður bað Hrómundur hringa brúr Herrauður málið stiður Var þar aukin veislan þjóð veitt af allri príði Hrómundur festi hírast fljóð Högna jóð Goðríði Að honum þarna heppnin hnje Herrauð kall það gleður öðlaðist niflúngs nafn og fje nettu sprundi meður Af honum konúngs ættirnar eignuðust þetta hauður hjetu sinir Hrómundar Högni Björn Granrauður Laung er sögn af lifrum þrem laufa hver við tamur en dóttir hara Svanhvít sem Sísar átti gramur Sögur greina hans frægðum frá fleina jel ey sparði arfi Ragnars öðlings sá austan úr Kænugarði

Page 76: Rímur af Andra Jalli - Vefsetur Hauks Jóhannssonar ... skal dilli fína fá fjörið stilla gálginn má. Utan eigi eg leisa líf líka sjálf viljuður geira sveigur gefi víf grimt

Rímur af Andra Jalli Úr fyrstu kvöldvökubók 24. Ríma Kristmundar Jóhannssonar

74 2011-09/12-02

Herrauður með lifði list linna gæddur síki elli móður andaðist Elfar heim í ríkji Margir grjetu þengil þann þessu næst Hárekur eptir jallinn andaðann yfir ráðin tekur Að honum fögur lukkja laut lánga tíð margs konar dóttur Framars Hildi hlaut hann og mundin konar Hafði stjörnan leingi lands laungur vakti hjaldur Óblauður hjet arfi hans en annar Vígharaldur Brugðu þessir benja nað birta fornu letur á enda komin er við það Andra sögu tetur [193] Þetta fá nítt ljóða lag ljett varð mjer í kvæðum af mjer snúið er í brag eptir blaða skræðum Ártal set eg ekki neitt allt er það í svíma það var kveðið árið eitt Íslands bigðar tíma Blandaði eg daufan boðnar skúr bjóð firir marar lísu heilt mitt lesist heiti úr hinni næstu vísu Sigli Drakon sóns frá strönd súða neglu hagnar óminnis uppi leiti lönd lendi á skeri þagar Ending ræðu bragar ber birjuð fjell í Hólmi sending gæða þróist þjer þjóð á svella bólmi

Endir K JS