Ársskýrsla seltjarnarnesbæjar 2015 · 3 inngangur ársskýrslu seltjarnarness 2015 Ársskýrsla...

69
Seltjarnarnesbær Ársskýrsla 2015

Upload: others

Post on 29-Jul-2020

0 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Ársskýrsla Seltjarnarnesbæjar 2015 · 3 Inngangur ársskýrslu Seltjarnarness 2015 Ársskýrsla Seltjarnarness 2015 samanstendur af greinargerðum sviðstjóra sviða og tölulegum

Seltjarnarnesbær

Ársskýrsla 2015

Page 2: Ársskýrsla Seltjarnarnesbæjar 2015 · 3 Inngangur ársskýrslu Seltjarnarness 2015 Ársskýrsla Seltjarnarness 2015 samanstendur af greinargerðum sviðstjóra sviða og tölulegum

2

Efnisyfirlit

Bls.

Inngangur 3

Fulltrúar Seltjarnarnesbæjar í nefndum og stjórnum 4

Fulltrúar Seltjarnarnesbæjar í samstarfsnefndum/verkefnum 5

Umhverfissvið 6

Félagsþjónustusvið 10

Fjárhags- og stjórnsýslusvið 15

Íþrótta- og tómstundasvið 17

Fræðslusvið 21

Menningar- og samskiptasvið 28

Ársreikningur bæjarsjóðs 2015

Page 3: Ársskýrsla Seltjarnarnesbæjar 2015 · 3 Inngangur ársskýrslu Seltjarnarness 2015 Ársskýrsla Seltjarnarness 2015 samanstendur af greinargerðum sviðstjóra sviða og tölulegum

3

Inngangur ársskýrslu Seltjarnarness 2015

Ársskýrsla Seltjarnarness 2015 samanstendur af greinargerðum sviðstjóra sviða og tölulegum hluta sem inniheldur upplýsingar vegna samantekins A- og B- hluta.

Fjárhagsáætlun ársins 2015 var unnin við nýjar aðstæður. Ný sveitarstjórnarlög og fjármálareglur setja nýjan ramma, sem hefur þau áhrif að vinnan var a.m.k. mánuði á undan því sem venja hefur verið.

Í 62. gr. laganna um fjárhagsáætlanir segir: Sveitarstjórn skal á hverju ári afgreiða fjárhagsáætlun fyrir komandi ár og næstu þrjú ár þar á eftir. Saman mynda þessar áætlanir fjögurra ára áætlun fyrir sveitarfélagið sem felur í sér heildaráætlun um fjármál sveitarfélagsins á tímabilinu, bæði A- og B-hluta. Í samræmi við lögin var gerð fjögra ára áætlun fyrir árin 2015-2018. Lög um fjögurra ára áætlun er liður í því að fá sveitarfélögin til að horfa lengra fram í tímann varðandi fjárfestingar og rekstur svo menn sjái betur hvert stefnir. Tímaritið Vísbending hefur mörg undanfarin ár skoðað fjárhag sveitarfélaga og gefið einkunnir eftir nokkrum þáttum. Einkunnagjöfin mælir þó fyrst og fremst fjárhagslegan styrk og horft er á sveitarfélagið í heild, þ.e. samstæðuna. Seltjarnarnesbær var í fyrsta sæti vegna ársins 2014. Ástæðurnar má rekja til þess að Seltjarnarnes er með lægstu útsvarsprósentu á landinu, sem vegur hvað þyngst á vogarskálum þeirrar reiknireglu sem Vísbending leggur til grundvallar matinu.

Megináherslur í fjárhagsáætlun 2015 eru hér eftir sem hingað til að hafa að leiðarljósi að verja grunnþjónustu bæjarfélagsins, s.s. fræðslustarfsemi og félagslega þjónustu.

Fjárhagur Seltjarnarness er mjög traustur og reksturinn ábyrgur. Skuldastaða sveitarfélagsins er með því lægsta á landinu.

Starfsfólk Seltjarnarnesbæjar hefur lagt mikla áherslu á samstarf milli stofnana og deilda í því skyni að ná sem bestri þjónustu við íbúa bæjarins.

Ég vil nota tækifærið og þakka bæjarstjórn samstarfið og öllu því góða starfsfólki Seltjarnarnesbæjar, góða vinnu og frábæran árangur í rekstri hans á árinu 2015.

Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri.

Page 4: Ársskýrsla Seltjarnarnesbæjar 2015 · 3 Inngangur ársskýrslu Seltjarnarness 2015 Ársskýrsla Seltjarnarness 2015 samanstendur af greinargerðum sviðstjóra sviða og tölulegum

4

Fulltrúar Seltjarnarnesbæjar í nefndum og stjórnum 31. des. 2015

Bæjarstjórn Seltjarnarness

Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri

Bjarni Torfi Álfþórsson, forseti bæjarstj.

Magnús Örn Guðmundsson

Guðmundur Ari Sigurjónsson

Sigrún Edda Jónsdóttir

Árni Einarsson

Margrét Lind Ólafsdóttir

Endurskoðandi

Auðunn Guðjónsson KPMG hf.

Fjölskyldunefnd

Guðrún B. Vilhjálmsson, formaður

Árni Ármann Árnason

Laufey Elísabet Gissurardóttir

Magnús Margeirsson

Halldóra Jóhannesdóttir

Bæjarráð

Sigrún Edda Jónsdóttir, formaður

Bjarni Torfi Álfþórsson

Margrét Lind Ólafsdóttir

Íþrótta– og tómstundaráð

Magnús Örn Guðmundsson, formaður

Sigríður Sigmarsdóttir

Ásgeir G. Bjarnason

Rán Ólafsdóttir

Eva Margrét Kristinsdóttir

Jafnréttisnefnd

Guðrún B. Vilhjálmsdóttir formaður

Karl Pétur Jónsson

Eva Margrét Kristinsdóttir

Menningarnefnd

Katrín Pálsdóttir formaður

Sjöfn Þórðardóttir

Ásta Sigvaldadóttir

Oddur Jónas Jónasson

Sigurþóra Bergsdóttir

Skipulags– og umferðarnefnd

Bjarni Torfi Álfþórsson formaður

Anna Margrét Hauksdóttir

Ásgeir Guðmundur Bjarnason

Ragnhildur Ingólfsdóttir

Stefán Bergmann

Skólanefnd

Sigrún Edda Jónsdóttir formaður

Magnús Örn Guðmundsson

Karl Pétur Jónsson

Guðmundur Ari Sigurjónsson

Hildigunnur Gunnarsdóttir

Umhverfisnefnd

Margrét Pálsdóttir formaður

Guðmundur Jón Helgason

Elín Helga Guðmundsdóttir

Brynjúlfur Halldórsson

Margrét Lind Ólafsdóttir

Yfirkjörstjórn

Pétur Kjartansson

Árni Ármann Árnason

Gróa Kristjánsdóttir

Page 5: Ársskýrsla Seltjarnarnesbæjar 2015 · 3 Inngangur ársskýrslu Seltjarnarness 2015 Ársskýrsla Seltjarnarness 2015 samanstendur af greinargerðum sviðstjóra sviða og tölulegum

5

Fulltrúar Seltjarnarnesbæjar í samstarfsnefndum/verkefnum

Almannavarnanefnd

Ásgerður Halldórsdóttir

Sigrún Edda Jónsdóttir

Stjórn skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins

Magnús Örn Guðmundsson

Reykjanesfólkvangur

Margrét Pálsdóttir

Stefán Bergmann

Stjórn Sorpu

Bjarni Torfi Álfþórsson

Fulltrúarráð Brunabótafélags Íslands

Ásgerður Halldórsdóttir

Fulltrúarráð Eirar

Jónína Þóra Einarsdóttir

Sigurþóra Bergsdóttir

Jóhanna Runólfsdóttir

Stjórn Strætó

Sigrún Edda Jónsdóttir

Stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins

Ásgerður Halldórsdóttir

Fulltrúaráð málræktarsjóðs

Soffía Karlsdóttir

Fulltrúaráð SSH

Bjarni Torfi Álfþórsson

Margrét Lind Ólafsdóttir

Fulltrúaráð Sorpu

Sigrún Edda Jónsdóttir

Svæðisskipulag SSH

Bjarni Torfi Álfþórsson

Stefán Bergmann

Veitustofnanir - stjórn

Ásgerður Halldórsdóttir

Lýður Þór Þorgeirsson

Guðmundur Jón Helgason

Axel Kristinsson

Magnús Rúnar Dalberg

Gjafasjóður Sigurgeirs Einarssonar

Ásgerður Halldórsdóttir

Jón Jónsson

Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis

Hannes Tryggvi Hafstein

Magnús R. Dalberg

Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga

Ásgerður Halldórsdóttir

Bjarni Torfi Álfþórsson

Margrét Lind Ólafsdóttir

Page 6: Ársskýrsla Seltjarnarnesbæjar 2015 · 3 Inngangur ársskýrslu Seltjarnarness 2015 Ársskýrsla Seltjarnarness 2015 samanstendur af greinargerðum sviðstjóra sviða og tölulegum

6

Umhverfissvið

Aðsetur: Austurströnd 2 og í Áhaldahúsi Austurströnd 1

Sími: 5959 100

Veffang: www.seltjarnarnes.is

Vefpóstur: [email protected]

Sviðsstjóri umhverfissviðs, forstöðumaður veitna: Gísli Hermannsson

Skipulags- og byggingarfulltrúi: Þórður Ólafur Búason

Afgreiðslutími: Mánud. – fimmtud. frá kl. 8:45 – 16:00.

Föstudaga frá kl. 8:45-14:00

Fjöldi starfsfólks: 13

Fjöldi stöðugilda: 13

Umhverfissvið fer með umhverfis- og byggingarmál. Það hefur umsjón með öllum framkvæmdum á vegum bæjarins, byggingareftirliti, brunavörnum, viðhaldi á fasteignum bæjarins, gatna-, vatns- og fráveitukerfum, garðyrkju, vinnuskóla og umhverfismálum. Bygginga- og umhverfissvið fer einnig með málefni áhaldahúss, smábátahafnar og landsupplýsingakerfis.

Í afgreiðslu bæjarskrifstofu, Austurströnd 1 eru afgreiddar allar rafmagns-, bygginga- og verkfræðiteikningar húsa í bænum. Þar liggja umsóknareyðublöð vegna skipulagsmála-, byggingaframkvæmda og uppáskrifta iðnmeistara og móttekin gögn til skipulags- og byggingarfulltrúa og skipulags- og mannvirkjanefndar.

Verkefni bæjarins á sviði byggingamála Unnið var í viðgerðum á Skólabraut 3-5 þar sem Félagsstarf aldraðra er til húsa. Einnig var nokkuð um viðhald á félagslegu íbúðarhúsnæði. Í félagsheimilinu og ýmsum öðrum stofnunum var einnig unnið umtalsvert viðhald. Leikskólinn Sólbrekka var endurnýjaður að innan sem utan.

Skipulags- og byggingafulltrúi

Hafin var á árinu 2014 vinna að endurskoðun aðalskipulags fyrir Seltjarnarnes og var haldið

áfram árið 2015 sem væntanlega verður lokið 2016.

Nýtt deiliskipulag fyrir hverfin: Kolbeinsstaðamýri, Melshúsatún , Bollagarða/Hofgarða og

Strandir öðlaðist gildi á árinu. Einnig öðluðust gildi breytt deiliskipulag Bakkahverfis vegna

Melabrautar 19.

Vinna við gerð deiliskipulags fyrir Vestursvæði að Lindarbraut, hélt áfram og deiliskipulag

„Græna trefilsins“ frá suðurströndinni um Valhúsahæð yfir á norðurströndina. ásamt

breytingu á deiliskipulagi Vesturhverfis vegna Miðbrautar 28 og breytingu deiliskipulag í

Kobeinsstaðamýri vegna „Stóra-Áss og Litla-Áss og öðlast þau öll væntanlega gildi á árinu

2016.

Hugmyndasamkeppnni um deiliskipulag fyrir Miðbæjarsvæðið á Eiðistorgi, Austurströnd og

Suðurströnd var haldin á árinu og veitt þóknun fyrir þátttöku og viðurkenning fyrir bestu

tillögu.

Page 7: Ársskýrsla Seltjarnarnesbæjar 2015 · 3 Inngangur ársskýrslu Seltjarnarness 2015 Ársskýrsla Seltjarnarness 2015 samanstendur af greinargerðum sviðstjóra sviða og tölulegum

7

Á árinu voru samþykkt áform um byggingu fjölbýlishúss fyrir 34 íbúðir og framkvæmdir

hafnar. Lokið var við og eða teknar í notkun 55 íbúðir í fjölbýli á Seltjarnarnesi árið 2015. Í

smíðum eru 34 íbúðir í fjölbýlishúsum á Seltjarnarnesi.

Mikið hefur verið unnið af tölvuskráningu til undirbúning vinnu við gerð mæli- og lóðablaða

yfir lóðir og landamerki innan sveitarfélagsins. Á það bæði við um lóðir í eigu bæjarins og

einstaklinga. Enn vantar leiðrétt lóðamörk nokkurra lóða í landupplýsingakerfis bæjarins og

samræmingu við þinglýstar heimildir. Leiðrétt hefur verið skráningu á stærðum einstakra

fasteigna á Seltjarnarnesi en mikið verk er þar óunnið. Áfram hefur verið unnið að því að

yfirfara og leiðrétta rafræna skráningu á uppdráttum í geymslu bæjarins. Í notkun er

þjónustuvefur þar sem teikningar, þjónusta stofnana, lagnir veitustofnana og LUKS,

landupplýsingakerfi Seltjarnarness birtist. Aðgangurinn nefnist Kortasjá og er að finna á

heimasíðu bæjarins. Sífellt er verið að auka það sem þar birtist til að gera upplýsingar

aðgengilegri um þjónustu bæjarins.

Unnið er áfram að gerð nýrra skipulagsáætlana og er öll vinna við deiliskipulag og

aðalskipulag hnitsett eins og skipulagslög og reglugerð mæla fyrir um. Undirbúningur fyrir

nýtt hverfi íbúðarhúsa í Bygggörðum er í vinnslu og gerð lóðar- og hæðarblaða samhliða og

samræmd veitu og gatnahönnun á vegum Umhverfissviðs, Veitustofnunar Seltjarnarness og

annarra veitufyrirtækja.

Takmarkað framkvæmdaleyfi var á árinu 2015 endurnýjað vegna haugsetningar efnis við

Bygggarðatanga sem nýtist til viðhalds og endurnýjunar sjóvarna og eða hugsanlegrar

landfyllingar ef þörf krefur vegna borunar vegna vatnsöflunar fyrir hitaveitu hjá Veitustofnun

Seltjarnarnesbæjar. Efnisflutningar voru stöðvaðir 2014 en efnið mun nýtast til styrkingar og

endurnýjunar strandvarna sem hafa verið unnar á árinu 2015 og verða unnar á næstu árum.

Þjónustumiðstöð

Um mitt ár var rekstur áhaldahúss, eignasjóðs og veitna bæjarins sameinuð undir

umhverfissvið og sér þjónustumiðstöð sviðsins um að sinna þessum verkefnum.

Starfsmenn Þjónustumiðstöðvar unnu að margvíslegum viðhalds- og þjónustuverkefnum á

árinu, auk þess að sinna verkefnum sem bæjarstjóri, veitustjóri, garðyrkjustjóri eða aðrir

forstöðumenn stofnana óskuðu eftir. Nokkuð var um nýframkvæmdir og viðhaldsvinnu við

dreifikerfi veitustofnana, gatna-, gangstétta og göngustíga. Viðhald fasteigna, bæði húseigna

og lóða þ.m.t. leiksvæða í eigu bæjarins voru stór þáttur í starfseminni. Öll salerni nemenda í

Valhúsaskóla voru endurnýjuð og heppnaðist framkvæmd mjög vel og er almenn ánæja með

framkvæmdina. Snjómokstur og hálkueyðing var með minnsta móti, ef miðað er við seinustu

ár.

Sumarstarfsemi áhaldahússins var með hefðbundnu sniði. Samtals komu um 80-100

sumarstarfsmenn á aldrinum 18 til 24 ára við sögu sem dreifðust á tvö tímabil. Fyrra

tímabilið var frá 2. júní til 24. júlí og seinna tímabilið 30. júní til 21. ágúst. Flokkstjórar

byrjuðu viku fyrr. Unnið var í sjö tíma á dag fjóra daga vikunnar, en ekki var unnið á

föstudögum. Verkefnin voru fjölbreytt, t.d. almennur sláttur opinna svæða, kerfill og njóli

sleginn og málningarvinna var bæði úti og inni. Dæmi um útvinnu var umferðarmerki, götur,

Page 8: Ársskýrsla Seltjarnarnesbæjar 2015 · 3 Inngangur ársskýrslu Seltjarnarness 2015 Ársskýrsla Seltjarnarness 2015 samanstendur af greinargerðum sviðstjóra sviða og tölulegum

8

staurar. Leiksvæði í bænum voru hreinsuð og máluð. Öll niðurföll voru hreinsuð. Auk þess var

unnið við ýmis viðhaldsverkefni.

Bæjarverkfræðingur

Bæjarverkfræðingur hefur umsjón með öllum framkvæmdum á vegum bæjarins sem snúa að

gerð og viðhaldi á götum, gangstéttum, ljósastaurum, vatns- og fráveitukerfum. Einnig fer

hann með málefni er snúa að hljóðvörnum, sorphreinsun, smábátahöfn,

umhverfisöryggismál og sjóvarnargarða innan sveitarfélagsins. Á árinu 2013 var umtalsverð

samvinna, með Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) og Umhverfisstofnun,

að ýmsum málefnum. Það má m.a. nefna málefni er varða sorphirðu á höfuðborgarsvæðinu,

vatnsvernd fyrir höfuðborgarsvæðið. Einnig var unnið að hönnun dælustöðvar við Elliða.

Samstarf var við Samorku og aðra veitustjóra varðandi málið.

Viðhald gatnakerfis og gangstétta

Verktaki var ráðinn til að sópa allan bæinn. Þess utan var unnið að almennu viðhaldi á

umferðarmerkjum og merkingu bílastæða. Skýrsla vegna umferðaröryggisáætlunar sem er

höfð til viðmiðunar við forgangsröðun framkvæmda var kláruð og er byrjað að vinna eftir

henni. Gangstéttar voru endurnýjaðar á Sævargörðum og Fornuströnd. Einnig voru

endurbætur á gangstéttum á nokkrum stöðum, m.a. við Skerjabraut.

Framkvæmdir við smábátahöfn og sjóvarnargarða

Allar festingakeðjur á bryggju voru endurnýjaðar og bryggjan hreinsuð af þörungum.

Veitustofnun Seltjarnarness (hitaveita, fráveita og vatnsveita).

Skrifstofa hitaveitunnar er staðsett í áhaldahúsi bæjarins.

Helstu verkefni veitustofnana árið 2015.

Undanfarið ár var mikið unnið að viðhaldi og viðgerðum í dreifikerfi hita- og fráveitu.

Starfsmenn áhaldahúss sinntu reglubundnu viðhaldi sem og að leggja stofnlagnir. Lagðar

voru nýjar heimæðar m.a. á Skerjabraut 1 og 3. Mikið átak var gert í lekum á lögnum. Þetta

leiddi til sparnaðar á köldu vatni um 9% á milli ára. Í hitaveitulögnum var rýrnunin á vatni

töluverð eða um 290 þ á árinu 2013, en á 150 þ.tonn á árinu 2014. Þetta er nokkuð góður

árangur og verður verkefninu haldið áfram á næsta ári.

Boraðar voru tvær rannsóknarborholur hola 13 og 14 og þær hitastigsmældar. Niðurstöður

voru mjög góðar og gefa vísbendingu um að fleiri möguleikar séu á staðsetningu nýrrar

vinnsluborholu, ef talin verður að þörf sé á slíku.

Unnið var að samningi við fyrirtækið Vatnaskil um endurnýjun á forðafræðilíkani fyrir

hitaveituna og gengið frá honum um áramótin. Nýtt líkan gefur góðar upplýsingar og

hitakerfið og verður notað til ákvarðanatöku um m.a gerð nýrra borhola.

Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis

Þverholti 2, 5. hæð, 270 Mosfellsbær

Sími: 525 6795 Bréfsími: 525 6799

Veffang: www.eftirlit.is

Framkvæmdastjóri: Þorsteinn Narfason.

Page 9: Ársskýrsla Seltjarnarnesbæjar 2015 · 3 Inngangur ársskýrslu Seltjarnarness 2015 Ársskýrsla Seltjarnarness 2015 samanstendur af greinargerðum sviðstjóra sviða og tölulegum

9

Um heilbrigðiseftirlitið

Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis (HEK) er rekið sameiginlega af Kjósarhreppi, Mosfellsbæ og

Seltjarnarnesi. Hlutverk heilbrigðiseftirlits er að sjá um að ákvæðum laga nr. 7/1998, um

hollustuhætti og mengunarvarnir,sé framfylgt. Einnig ákvæðum reglugerða,

heilbrigðissamþykkta og ákvæðum í sérstökum lögum og reglum sem heilbrigðisnefndum er,

eða kann að vera falið að annast framkvæmd á.

Neysluvatn

Gæði vatns á Seltjarnarnesi er almennt góð en vatnið kemur úr dreifikerfi eða vatnsbóli

Reykjavíkur. Undanfarin ár hafa gæði frá aðkeyptu neysluvatni frá Orkuveitu Reykjavíkur

haldist stöðug og öll sýni verið innan viðmiðunarmarka. Heilbrigðiseftirlitið fylgdist reglulega

með neysluvatni á árinu, samkvæmt reglugerð um neysluvatn, en eftirlitið felur í sér

sýnatökur, úttekt á innra eftirliti og mannvirkjum. Viðgerðum á lekum í dreifikerfinu var

sinnt, jafnframt því sem unnið var með SSH og tæknimönnum sveitarfélaga á

höfuðborgarsvæðinu að vatnsvernd fyrir höfuðborgarsvæðið.

Fráveita

Á Seltjarnarnesi er um 90% alls skólps dælt í hreinsistöðina við Ánanaust, annað fer

óhreinsað í sjóinn við Lambastaði. Reglubundið viðhald var á dælustöðvum fráveitukerfisins.

Unnið var að gerð nýrrar dælustöðvar sem fyrirhugað er að byggja á landi bæjarins, Elliða,

við Tjarnarstíg. Reglubundin vöktun á strandlengjunni á Seltjarnarnesi hefur farið fram í mörg

ár. Fjórir sýnatökustaðir eru vaktaðir á ári hverju og sýni tekin til að kanna saurkólímengun.

Staðardagskrá 21

Í stýrihópi fyrir Staðardagskrá 21 situr einn fulltrúi frá hverri stofnun Seltjarnarnesbæjar.

Allar stofnanir bæjarins flokka sorp og nokkrar hafa einnig flokkað lífrænan úrgang úr

eldhúsum, sem síðan er settur í jarðgerð bæjarins. Jarðgerð var haldið áfram á árinu, en allt

lífrænt sem til fellur frá opnum svæðum bæjarins er jarðgert og endurnýtt. Það efni sem úr

jarðgerð kemur er nefnt molta. Moltu var dreift á flest beð bæjarins og stofnanalóðir. Góður

árangur af þeirri framkvæmd var mjög sýnilegur.

Vinnuskólinn

Vinnuskóli var starfræktur fyrir aldurshópinn 14 - 17 ára. Elsti árgangur vinnuskólans hefur

lokið fyrsta ári í framhaldsskóla. Flokkstjórar eru jafnan 10-12 alls, þar af eru tveir

yfirflokkstjórar. Tveir eldri árgangarnir voru í vinnu 7 tíma á dag en tveir yngri voru í 3,5 tíma

á dag. Unnið er fjóra daga vikunnar. Vinnuskólinn var starfræktur í júní og júlí.

Meginuppistaða í verkefnum vinnuskólans voru sláttur, almenn garðyrkjustörf,

gróðursetning, hreinsun beða, götuhreinsun, málningarvinna og almenn fegrun á

umhverfinu. Gott félagslíf er í vinnuskólanum.

Page 10: Ársskýrsla Seltjarnarnesbæjar 2015 · 3 Inngangur ársskýrslu Seltjarnarness 2015 Ársskýrsla Seltjarnarness 2015 samanstendur af greinargerðum sviðstjóra sviða og tölulegum

10

Félagsþjónustusvið

Aðsetur: Mýrarhúsaskóli eldri við Nesveg

Sími: 5959 100

Bréfsími: 5959 101

Veffang: www.seltjarnarnes.is

Afgreiðslutími: Mánud. – fimmtud. frá kl. 8:00 – 16:00

Föstudaga frá kl. 8:00 - 14:00

Félagsmálastjóri: Snorri Aðalsteinsson

Fjöldi starfsmanna: 31

Fjöldi stöðugilda: 17,6

Félagsþjónustan er til húsa í Mýrarhúsaskóla eldri við Nesveg. Þar starfa, auk

félagsmálastjóra, 2 félagsráðgjafar í 2 starfsgildum og deildarstjóri í öldrunarþjónustu í fullu

starfi. Veitt er félagsleg ráðgjöf, tekið við umsóknum um félagslega þjónustu, unnið úr þeim

og lagt mat á þjónustuþörf. Félagsráðgjafar á skrifstofu félagsþjónustu starfa einnig að

barnavernd sem er eitt af verkefnum félagsþjónustunnar.

Félagsleg ráðgjöf og fjárhagsaðstoð

Svipaður fjöldi leitaði félagslegrar aðstoðar og ráðgjafar og árið áður. 42 aðilar fengu

fjárhagsaðstoð en voru 49 á árinu 2014. Algengast er að fólk leiti eftir aðstoð og ráðgjöf í

kjölfar minnkandi vinnu, vegna langvarandi veikinda eða vegna atvinnumissis en einnig vegna

tekjusamdráttar og erfiðleika við að láta enda ná saman. Vinna félagsráðgjafa felst m.a. í

ráðgjöf, stuðningi og leiðbeiningum auk þess að leggja mat á umsóknir um félagslega aðstoð

og að beina fólki eftir atvikum í endurhæfingarúrræði. Útgjöld vegna fjárhagsaðstoðar

lækkuðu um 1,5 milljónir frá fyrra ári. Algengast er að fólk fái tímabundið fjárhagsaðstoð og

var meðaltímalengd aðstoðar 3,5 mánuðir. Aðeins tveir fengu aðstoð alla mánuði ársins.

Húsaleigubætur

Alls fengu 122 fjölskyldur greiddar húsaleigubætur á árinu og útgjöld vegna þeirra voru

svipuð milli ára. Leiga á íbúðum á almennum leigumarkaði hélt áfram að hækka en

frítekjumörk húsaleigubóta voru óbreytt frá fyrra ári. Húsaleigubætur eru tekju- og

eignatengdar. Fjölskyldustærð hefur einnig áhrif á upphæð bótanna.

Sérstakar húsaleigubætur

Greiddar eru sérstakar húsaleigubætur til mjög tekjulágra einstaklinga í félagslegum

erfiðleikum. Þær eru viðbót við almennar húsaleigubætur. Alls fengu 17 fjölskyldur greiddar

sérstakar húsaleigubætur á árinu.

Atvinnuleysi

Það dró úr atvinnuleysi frá árinu áður, en að meðaltali voru um 49 atvinnulausir skv. skrá

Vinnumálastofnunar. Í upphafi ársins voru 58 atvinnulausir en í lok ársins voru 44 án atvinnu.

Fjöldi atvinnulausra hefur verið hlutfallslega lægri á Seltjarnarnesi en í öðrum bæjarfélögum

á höfuðborgarsvæðinu.

Page 11: Ársskýrsla Seltjarnarnesbæjar 2015 · 3 Inngangur ársskýrslu Seltjarnarness 2015 Ársskýrsla Seltjarnarness 2015 samanstendur af greinargerðum sviðstjóra sviða og tölulegum

11

Barnavernd

Nokkru fleiri barnaverndarmál voru til meðferðar en árið áður. Ekkert barn var í fóstri á árinu

en stuðningsfjölskyldur tóku að sér börn í tímabundnar dvalir. Þegar tilkynningar bárust til

barnaverndar var í flestum tilvikum ákveðið að hefja könnun, eða þá að mál eru þegar í

könnun eða í opinni vinnslu. Að könnun lokinni er staða hvers máls metin og ákvörðun tekin

um hvort þörf sé á frekari aðgerðum af hálfu starfsmanna barnaverndar. Öll mál eru unnin

samkvæmt barnaverndarlögum og framkvæmdaáætlun barnaverndar Seltjarnarness.

Starfsmenn sóttu námskeið Barnaverndarstofu og námskeið á vegum Félagsráðgjafafélags

Íslands um barnavernd.

Forvarnir

Samráðshópur um áfengis- og vímuvarnir fundaði tvisvar á árinu. Það er mat hópsins að

dregið hafi úr áfengis- og vímuefnanotkun unglinga undanfarin ár og er öflugu forvarnarstarfi

hjá öllum þeim sem koma að uppeldi barna og unglinga þakkaður sá árangur.

Framkvæmdastjóri Rannsóknar- og Greiningar kynnti helstu niðurstöður á rannsókn sem

gerð var í febrúar 2015 um hagi og líðan ungs fólks á Seltjarnarnesi árið 2014. Seltjarnarnes

kom vel út miðað við landsmeðaltal en rannsóknin er framkvæmd á landsvísu. Árangur af

forvarnarstarfi er góður, en mikilvægt er að sofna ekki á verðinum og vera vakandi fyrir öllum

vísbendingum úr umhverfi barna og unglinga.

Þjónusta við aldraða og félags- og tómstundastarf

Á Skólabraut 3 – 5 starfa 8 manns við þjónustu í þágu aldraðra. Þar fer fram félags- og

tómstundastarf og mötuneyti er opið öllum sem sækja starfsemina. Dagdvöl fyrir aldraða er

einnig starfrækt þar og jókst aðsókn að henni eftir því sem leið á árið og var hún fullnýtt

síðustu mánuði ársins. Þeim hefur fjölgað talsvert sem nýta sér þjónustu mötuneytisins. Níu

manns geta verið þar samtímis, sumir eru alla virka daga en aðrir 2 – 3 daga í viku. Í Eiðismýri

30 er einnig boðið upp á mat í hádeginu en það er fjölbýlishús fyrir aldraða með 26 íbúðum.

Bærinn á sal á fyrstu hæð og er matur framreiddur þar. Starfsmaður félagssviðs sér um

framreiðslu matar og frágang.

Góð þátttaka var í fjölbreyttu félags- og tómstundastarfi eldri bæjarbúa á árinu 2015.

Vetrarstarfinu 2014-2015 lauk með þriggja daga handverkssýningu um miðjan í maí, en

sýningin opnaði á uppstigningardag sem einnig er dagur eldri borgara og mæltist það vel

fyrir. Allir sem tóku þátt í hvers konar handverki með eldri borgurum síðastliðinn vetur komu

að sýningunni og var fjölbreytni mikil í sýningargripum. Sumarferðin 2015 var farin í

Þórsmörk fimmtudaginn 25. júní. Vel heppnuð ferð í alla staði, langur dagur en góður, fullur

af fróðleik og skemmtan. Þess má geta að sumt af fólkinu var að koma í Þórsmörk í fyrsta

sinn. Einnig var lagt upp í nokkrar „óvissuferðir“ sem alltaf eru vinsælar og vel sóttar, farið í

leikhús og haldin skemmti- og spilakvöld ásamt því að fara á Hótel Örk í jólahlaðborð. Sú ferð

var vel sótt og mæltist vel fyrir. Fastur liður alla morgna er „kaffispjall í króknum“ og þar fer

fjölgandi dag frá degi. Námskeið í bókbandi, gleri, glerbræðslu, leir og listasmiðju eru fastir

liðir á dagskránni og alltaf vel sóttir. Alla daga er í boði einhvers konar hreyfing, svo sem

sund, jóga, gönguferðir og botsía. Handavinna, félagsvist, bingó, bíó og lomber eiga fastan

sess í dagskránni ásamt ýmsu öðru óvæntu sem upp kemur. Reglulega koma gestir sem

bjóða upp á ýmis konar skemmtun, eins og tónlist, lestur, fróðleik, spil o.fl. Gott samstarf er

Page 12: Ársskýrsla Seltjarnarnesbæjar 2015 · 3 Inngangur ársskýrslu Seltjarnarness 2015 Ársskýrsla Seltjarnarness 2015 samanstendur af greinargerðum sviðstjóra sviða og tölulegum

12

við margar af stofnunum bæjarins, má þar nefna tónlistarskólann, Selið félagsmiðstöð

unglinga, og Skelina ungmennahús, Seltjarnarneskirkju, bókasafnið, golfklúbbinn og

íþróttamiðstöðina. Einnig er gott samstarf við barnakór Mýrarhúsaskóla í gegnum

stjórnandann sem stýrir báðum kórunum og leiðir þá saman í verkefnum þegar svo ber undir.

Eldri borgarar koma saman alla föstudaga og syngja. Efla mætti það starf enn meira.

Karlahóparnir hafa eflst og fest sig í sessi. Þeir hittast og spila billjard í Selinu og kirkjunni,

elda saman úti í Gróttu, hittast í karlakaffi í kirkjunni og koma saman og vinna úr tré í

Valhúsaskóla.

Síðastliðin ár hefur félags- og tómstundastarf eldri bæjarbúa verið í gangi allt árið þótt aðeins

dragi úr starfinu yfir hásumarið. Bæjarvinnan/unglingarnir í samráði við forstöðumann

félagsstarfsins, Selið og ungmennaráð hafa séð um að halda úti dagskrá yfir sumartímann

með aðeins breyttum áherslum frá vetrardagskránni. Boðið er upp á tölvunámskeið,

gönguferðir, spil, leiki og ýmislegt fleira. Þetta samstarf sem skapast hefur, hefur mælst

mjög vel fyrir og er virkilega metið af þeim sem þess njóta.

Stöðugt þarf að fylgjast með og vera vakandi yfir því að starfið sé sýnilegt, áhugavert og

fjölbreytt og dagskráin þess eðlis að það sé eftirsóknarvert að vera þátttakandi. Tvisvar á ári

er dagskráin borin út til allra eldri borgara. Dagskráin er einnig auglýst daglega í

Morgunblaðinu, Nesfréttir birtir pistil frá félagsstarfinu í hverjum mánuði og tilkynningar um

starfið eru hengdar upp á Skólabraut og Eiðismýri eftir því sem við á. Facebook / eldri

borgarar á Seltjarnarnesi er einnig nýtt þar sem birtast ýmsar upplýsingar, myndir o.fl. og

setur félagsstarfið inn tilkynningar og þeir eldri borgarar sem á annað borð eiga eða hafa

aðgang að tölvum kíkja þar inn og fylgjast með, einnig er allar upplýsingar að finna á

heimasíðu bæjarins. Heimsóknir á facebook síðu eldra fólks eru hins vegar fremur fáar og ýtir

það undir vangaveltur um að færri eldri borgarar nýti sér tölvutæknina en fólk almennt

heldur. Er þá sérstaklega átt við fólk í eldri kantinum meðal eldri borgara en u.þ.b. 30% eldri

borgara á Seltjarnarnesi eru 80 ára og eldri. Eldri borgarar á Seltjarnarnesi eru 650 talsins, þ.

e. þeir sem eru 67 ára og eldri.

Almenn þátttaka í félagsstarfi og tómstundum eldri borgara eykur lífsgæði þeirra og færni og

á að byggjast á gagnkvæmri virðingu. Allir vita að eldri borgurum á eftir að fjölga ört á

komandi árum. Eldri borgarar eru almennt ekki hávær eða kröfuharður hópur, en

húsnæðisaðstaða félags- og tómstundastarfsins er farin að þrengja að og er óhentug á ýmsa

vegu. Huga þarf að úrbótum, skoða og gera þarfagreiningu á aðstöðunni og vinna hana með

notendum til hagsbóta fyrir alla.

Heimaþjónusta

Starfsmenn heimaþjónustu sinna því mikilvæga verkefni að styðja aldraða og aðra við ýmsa

þætti heimilishalds og gera þeim unnt að búa sem lengst heima. Þessi þjónusta hefur verið

að eflast og er aukin áhersla lögð á umönnunar- og félagslega þáttinn. Aldraðir hafa

undanfarið verið útskrifaðir veikari heim en áður vegna mikils álags sem ríkir á spítölum. Það

hefur kallað á breyttar áherslur í heimaþjónustu, kvöld- og helgarþjónustu og aukna þjónustu

í formi lengri viðveru og tíðari heimsókna á heimili notenda. Í kvöld- og helgarþjónustunni er

vinnutími sveigjanlegur til að mæta betur þörfum notenda hverju sinni. Aukin samvinna er

Page 13: Ársskýrsla Seltjarnarnesbæjar 2015 · 3 Inngangur ársskýrslu Seltjarnarness 2015 Ársskýrsla Seltjarnarness 2015 samanstendur af greinargerðum sviðstjóra sviða og tölulegum

13

við heimahjúkrun. Auk þess fær fólk aðstoð við hefðbundin þrif og hefur verktaki annast

þjónustu á um 20 heimilum þar sem eingöngu er óskað eftir heimilisþrifum. Veitt var kvöld-

og helgarþjónusta til þeirra sem þurfa aðstoð við lyfjagjöf, mat, viðveru á matartímum og

aðstoð fyrir svefninn. Hefur heimaþjónustan á að skipa fjölhæfum starfsmönnum sem sumir

hafa orðið margra ára dýrmæta reynslu í starfi. Langflestir eldri bæjarbúar kjósa að búa

heima sem lengst en til þess að það gangi upp þurfa margir aukna þjónustu á efri árum.

Íbúaþing um málefni eldri bæjarbúa.

Fjölskyldunefnd Seltjarnarness boðaði til þings laugardaginn 28. mars 2015 um málefni eldri

bæjarbúa. Var það haldið í félagsheimilinu og sóttu það á annað hundrað manns. Á fundinum

var m.a. leitað svara við því hvernig Seltjarnarnesbær geti skarað framúr í málefnum eldri

bæjarbúa almennt séð.

Þátttakendur mynduðu níu hópa með borðstjóra við hvert borð, sem stjórnaði umræðunni

og skráði niður helstu niðurstöður. Var það mál manna að frjóar og skemmtilegar umræður

hefðu orðið við borðin og fjölmargar góðar tilllögur voru lagðar fram. Hugmyndirnar voru

allar skráðar niður og var unnið úr þeim í framhaldinu og þær kynntar. Undir lok fundarins

var skipað í tíu manna ráð sem fékk það verkefni að yfirfara málefni eldri bæjarbúa og greina

stöðu þeirra í bæjarfélaginu.

Þing eldri borgara

Þing eldri borgara á Seltjarnarnesi var haldið í Félagsheimili Seltjarnarness laugardaginn 12.

september. Þingið var haldið í framhaldi af íbúaþinginu 28.3. þar sem valinn var hópur til að

undirbúa stofnun Félags eldri borgara á Seltjarnarnesi (FebSel) sem síðan mun væntanlega

beita sér fyrir stofnun Öldungaráðs Seltirninga í samræmi við fjölmargar óskir íbúaþingsins.

Fyrsta stjórn nýstofnaðs Félags eldri borgara á Seltjarnarnesi (FebSel) var kosin á þinginu.

Hana skipa formaður Magnús Oddsson aðrir í stjórn eru Guðmar Marelsson, Hildur

Guðmundsdóttir, Þorleifur Jónsson og Petrea Ingibjörg Jónsdóttir.

Hjúkrunarheimili

Unnið var að undirbúningsvinnu varðandi byggingu hjúkrunarheimilis. Seltjarnarnesbær og

eigendur dvalar- og hjúkrunarheimilisins Grundar hafa undirritað viljayfirlýsingu um samstarf

við rekstur heimilisins. Hjúkrunarheimilið verður byggt við Neströð og hefur verið unnið að

hönnun þess á árinu og styttist í útboð vegna byggingarframkvæmda.

Málefni fatlaðs fólks

Reykjavíkurborg og Seltjarnarnesbær mynda sameiginlegt þjónustusvæði fyrir fatlað fólk. Á

hverju þjónustusvæði verða að búa að lágmarki 8000 manns og vinna sveitarfélög því mjög

víða saman að þjónustu við fatlaða. Seltjarnarnesbær fer með nokkra þætti þjónustunnar.

Þessir þættir eru móttaka og úrvinnsla umsókna um þjónustu og ráðgjöf, félagsleg liðveisla,

frekari liðveisla skv. samningi og umsjón með stuðningsfjölskyldum. Þá annast starfsmenn

móttöku umsókna um ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk og úthlutun ferða. Ráðgjöf og umsýsla

við þjónustu við fatlað fólk hefur haft í för með sér aukið álag á starfsmenn

félagsþjónustunnar. Þjónusturáð sameiginlegs þjónustusvæðis Reykjavíkur og

Seltjarnarnesbæjar um þjónustu við fatlað fólk fundaði 7 sinnum á árinu. Félagsmálastjóri og

Page 14: Ársskýrsla Seltjarnarnesbæjar 2015 · 3 Inngangur ársskýrslu Seltjarnarness 2015 Ársskýrsla Seltjarnarness 2015 samanstendur af greinargerðum sviðstjóra sviða og tölulegum

14

yfirfélagsráðgjafi Seltjarnarnesbæjar eiga sæti í ráðinu ásamt 2 fulltrúum frá Vesturgarði,

þjónustumiðstöð vesturbæjar.

Ferðaþjónusta fatlaðs og aldraðs fólks

Í upphafi ársins tók byggðasamlagið Strætó við akstri fatlaðs og aldraðs fólks með

sérútbúnum bílum á öllu höfuðborgarsvæðinu að undanskildum Kópavogi. Ýmsir

byrjunarörðugleikar voru með þjónustuna sem stöfuðu af ónógum undirbúningi af hálfu

Strætó og ófullnægjandi þjálfun bílstjóra hjá verktökunum. Veðráttan og tíðarfarið var einnig

erfitt og talsvert um óveðursdaga og ófærð fyrstu mánuði ársins. Mikil umfjöllun varð um

bresti í þjónustunni á fyrstu vikunum og var skipuð sérstök neyðarstjórn yfir

ferðaþjónustunni. Þegar leið á árið var búið að sníða marga vankanta af þjónustunni en

óánægja var hjá nokkrum sveitarfélögum með kostnað við hana og að skipulag aksturs og

nýtingu bíla mætti bæta.

Jafnréttismál

Jafnréttisnefnd hóf vinnu við endurskoðun jafnréttisáætlunar fyrir kjörtímabilið og hóf einnig

undirbúning að því að gera faglega úttekt á hvort óútskýrður launamunur væri til staðar í

rekstri bæjarins. Rætt var við starfsmannastjóra og mannauðsstjóra um hvernig best væri að

standa að slíkri úttekt og hafinn var undirbúningur hennar.

Lykiltölur

Félagsþjónustusvið Seltjarnarness: 2012 2013 2014 2015

Fjöldi íbúa sem fengu fjárhagsaðstoð 47 56 49 41

Fjöldi fjölskyldna sem fengu húsaleigubætur 114 121 121 122

Fjöldi fjölsk. sem unnið var með skv. barnav.lögum. 24 19 23 26

Fjöldi barna sem unnið var með skv. barnav.lögum 36 29 28 34

Fjöldi barnaverndartilkynninga 42 38 42 40

Meðaltalsfjöldi atvinnulausra yfir árið 78 70 54 49

Fjöldi heimila sem fengu heimaþjónustu 125 123 114 113

- þar af heimili aldraðra 99 107 99 100

- þar af heimili öryrkja 19 12 12 11

- þar af önnur heimili 7 4 3 2

Fjöldi einstaklinga sem nýttu sér ferðaþjónustu 73 77 72 64

-þar af fatlaðir 22 21 17 19

-þar af aldraðir 51 56 55 45

Heildarfjöldi ferða ferðaþj. aldraðir og fatlaðir 13.403 12.679 10.387 9.929

Page 15: Ársskýrsla Seltjarnarnesbæjar 2015 · 3 Inngangur ársskýrslu Seltjarnarness 2015 Ársskýrsla Seltjarnarness 2015 samanstendur af greinargerðum sviðstjóra sviða og tölulegum

15

Fjöldi aldraðra í dagvist 20 14 22 20

Fjöldi dvalardaga í dagvist 2.212 2.046 1.812 2.118

Meðaldvalarlengd í mán. í dagvist yfir árið 6,9 8 5,7 7,4

Fjöldi einstaklinga sem fengu liðveislu 15 14 17 20

- þar af fjöldi barna sem fengu liðveislu 9 6 10 12

- þar af fjöldi fullorðinna sem fengu liðveislu 6 8 7 8

Fjöldi starfsfólks sem sinnti liðveislu 24 22 24 19

Fjöldi afgreiddra máltíða í mötuneytum fyrir

aldraða á Skólabraut og í Eiðismýri 6.152 10.105 9.932 9.017

Fjöldi heimsendra máltíða til aldraðra/öryrkja 3.354 3.194 4.070 6.092

Fjárhags- og stjórnsýslusvið

Aðsetur: Austurströnd 2

Sími 5959 100 Bréfsími 5959101

Veffang: www.seltjarnarnes.is

Vefpóstur: [email protected]

Afgreiðslutími: Mánud. – fimmtud. frá kl. 8:00 – 16:00.

Föstudaga frá kl. 8:00 – 14:00

Fjármálastjóri: Gunnar Lúðvíksson

Fjöldi starfsfólks: 9

Fjöldi stöðugilda: 8,7

Fjárhags- og stjórnsýslusvið er stoðsvið sem vinnur þvert á önnur svið stjórnsýslunnar.

Fjárhags- og stjórnsýslusvið hefur yfirumsjón með stjórnsýslu sveitarfélagsins, rekstri,

fjármálum og starfsmannahaldi. Sviðið sér einnig um upplýsingagjöf til bæjarbúa,

starfsmanna og viðskiptavina. Helstu viðskiptavinirnir eru íbúar Seltjarnarness, fyrirtæki og

einstaklingar í viðskiptum við bæinn ásamt stofnunum og starfsmönnum bæjarins.

Helstu lög og reglur sem móta starfsemi sviðsins og skapa því umgjörð eru lög um

sveitarfélög nr. 138/2011, stjórnsýslulög nr. 37/1993, upplýsingalög nr. 50/1996 og

samþykktir og reglur Seltjarnarnesbæjar. (www.seltjarnarnes.is/stjornsysla/samthykktir).

Stjórnskipulag og starfsmannahald

Dagleg stjórn fjárhags- og stjórnsýslusviðs er í höndum fjármálastjóra. Sviðið skiptist í

eftirfarandi megin starfseiningar; áætlunargerð og stjórnsýslu, starfsmanna- og launamál,

bókhald og reikningsskil, álagning og innheimta tekna, greiðsla reikninga, þjónusta við

viðskiptavini og skjalastjórn.

Page 16: Ársskýrsla Seltjarnarnesbæjar 2015 · 3 Inngangur ársskýrslu Seltjarnarness 2015 Ársskýrsla Seltjarnarness 2015 samanstendur af greinargerðum sviðstjóra sviða og tölulegum

16

Helstu verkefni 2015

Fjármálastjórn bæjarsjóðs og tengdra stofnana auk eftirlits með tekjum og útgjöldum

bæjarsjóðs, umsjón með lána- og sjóðastýringu. Leitað var leiða til að bæta verklag og auka

hagræði í rekstri.

Yfirumsjón og stjórn vinnu við fjárhagsáætlun og eftirfylgni, frávikagreining frá

fjárhagsáætlun og kostnaðargreining.

Veita nefndum ráðgjöf, greiningu og upplýsingar varðandi það sem snýr að fjárhagslegum

þáttum þeirra mála sem eru til meðferðar.

Veita ráðgjöf og þjónustu til stofnana bæjarins varðandi það sem snýr að fjármálum og

rekstri, m.a. að samræma og leita leiða til að hagræða í innkaupum.

Yfirumsjón með fjárreiðum, greiðslu reikninga og innheimtu, álagningastofni fasteignagjalda

og álagningu þeirra.

Utanumhald íbúaskrár og spár um íbúa- og hagþróun í bænum.

Fjármál

Rekstrartekjur bæjarfélagsins á árinu 2015 námu 3.301 m.kr. en fjárhagsáætlun gerði ráð

fyrir 3.349 m.kr. Þar af voru skatttekjur 2.527 m.kr. Meginhluti skatttekna eru útsvarstekjur

sem námu 2.205 m.kr. Fasteignaskattar námu 178 m.kr. Seltjarnarnes er með næst lægsta

álagningarhlutfall útsvar sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu eða 13,70%, en heimilt var að

leggja á útsvar allt að 14,52% árið 2015.

Fjárhagsáætlun

Fjárhagsáætlun ársins 2015 var samþykkt af bæjarstjórn í nóvember 2014. Gerðir voru 6

viðaukar við fjárhagsáætlunina á árinu 2015.

Lykiltölur

Fjárhags- og stjórnsýslusvið 2011 2012 2013 2014 2015

Íbúafjöldi 4.406 4.327 4.376 4.415 4.418

Útsvarsprósenta 14,18% 14,18% 13.66% 13.66% 13.70%

Fasteignaskattur

Íbúðarhúsnæði 0,18% 0,21% 0,21% 0,20% 0,20%

Opinbert húsnæði 1,32% 1,32% 1,32% 1,32% 1,32%

Atvinnuhúsnæði 1,12% 1,25% 1,25% 1,25% 1,25%

Skatttekjur í þús. kr. 474 508 546 568 572

Aðrar tekjur í þús. kr. 135 153 155 205 175

Laun og launatengd gjöld 338 335 354 388 471

Annar rekstrarkostnaður 213 236 244 265 282

Page 17: Ársskýrsla Seltjarnarnesbæjar 2015 · 3 Inngangur ársskýrslu Seltjarnarness 2015 Ársskýrsla Seltjarnarness 2015 samanstendur af greinargerðum sviðstjóra sviða og tölulegum

17

Íþrótta- og tómstundasvið

Aðsetur: Íþróttamiðstöð Seltjarnarness

Sundlaug sími: 561 1551

Íþróttahús sími: 561 2266

Suðurstrandavöllur sími: 571 0150

Selið: sími 5959-177

Veffang: www.seltjarnarnes.is og www.selid.is

Sviðsstjóri íþrótta- og tómstundasviðs: Haukur Geirmundsson

Fjöldi starfsmanna: 34

Fjöldi stöðugilda: 21

Hlutverk íþrótta- og tómstundasviðs er að stuðla að heilbrigði almennings, skipuleggja

uppbyggilegt og skemmtilegt tómstundastarf, eiga gott samstarf við íþrótta- og

æskulýðsfélög og gæta þess að engum sé mismunað vegna kyns, þjóðernis eða fötlunar.

Seltjarnarnesbær gegnir lykilhlutverki í frítímaþjónustu bæjarbúa ásamt aðildarfélögum.

Saman hafa þessir aðilar staðið fyrir og hlúð að hvers konar starfsemi sem stuðlar að því að

íbúar geti lagt stund á uppbyggilegt tómstundastarf utan vinnutíma. Frítímaþjónustan er ekki

lögbundin, heldur almenningsþjónusta sem fólk sækir af eigin hvötum. Virk þátttaka í

uppbyggilegu frístundastarfi hefur jákvæð áhrif á alla aldurshópa og fjölskyldulíf. Aukinn

stuðningur við íþróttafélögin skilar sér í auknum iðkendafjölda og öflugra starfi. Með

tómstundastyrkjum er lögð áhersla á að öll börn og unglingar hafi sömu möguleika á

tómstundastarfi við hæfi. Með uppbyggingu glæsilegra íþróttamannvirkja er sköpuð aðstaða

í öruggu umhverfi. Með kosningu á íþróttamanni og konu Seltjarnarness sýnir bæjarfélagið

stuðning við íþróttafólk sem skarar fram úr. Fjöldi starfsmanna og sjálfboðaliða leggja fram

mörg þúsund vinnustundir til þess að ná fram faglegum markmiðum og veita eins góða

þjónustu og völ er á. Sú vinna skilar sér í fjölbreyttu æskulýðs- og íþróttastarfi fyrir alla

aldurshópa með það að markmiði að auka lífsgæði, vellíðan og ánægju bæjarbúa.

Með öflugu íþrótta- og tómstundastarfi er lagður grunnur að ákveðnum farvegi fyrir

upprennandi kynslóðir. Líðan barna og unglinga skiptir afar miklu máli og að þau eigi

griðastað í öflugu tómstundastarfi og félagslegt öryggi. Frítíminn hefur ýmis gildi fyrir

einstaklinginn og má þar nefna afþreyingu og forvarnargildi en eins má segja að um ákveðið

menntunargildi sé einnig að ræða þar sem þau öðlast ákveðna reynslu í tómstundastarfinu

sem þau munu svo nýta sér í framtíðinni.

Íþróttamiðstöð

Gildi starfsstöðva íþróttamiðstöðvar samanstendur af þremur meginþáttum: öryggi,

hreinlæti og þjónustu. Starfsmenn fara einu sinni til tvisvar á ári í endurmenntun

skyndihjálpar og leitast er við að bæta við sérhæfðum námskeiðum þar fyrir utan. Einnig

þreyta þeir árlegt sundpróf og öðlast um leið réttindi til þess að sinna öryggisgæslu í

sundlaug.

Aðstaða til íþróttaiðkunar, hvort sem er fyrir börn og unglinga, almenning eða keppnisfólk er

hin ákjósanlegasta.

Page 18: Ársskýrsla Seltjarnarnesbæjar 2015 · 3 Inngangur ársskýrslu Seltjarnarness 2015 Ársskýrsla Seltjarnarness 2015 samanstendur af greinargerðum sviðstjóra sviða og tölulegum

18

Sundlaug

Sundlaugin og World Class mynda eina glæsilegustu heilsuræktaraðstöðu á landinu þar sem

almenningi gefst tækifæri á að stunda líkamsrækt við bestu aðstæður sem völ er á. Mikil

ánægja er með þessa aðstöðu. Trimmklúbbur er starfræktur í tengslum við sundlaugina og

sundleikfimi er kennd fjórum sinnum í viku endurgjaldslaust ásamt sundfloti tvisvar í mánuði.

Sundlaugin er heilsuparadís þar sem almenningur hefur tækifæri á að rækta líkama og sál og

njóta félagsskapar við aðra sundlaugargesti. Mikið er lagt upp úr reglulegu viðhaldi, því

búnaður sundlaugar er margbreytilegur og viðkvæmur og mikilvægt að hann sé í lagi svo

öryggiskröfum sé fylgt í hvívetna. Á árinu 2015 voru engar stórar viðhaldsaðgerðir.

Íþróttahús

Íþróttahúsið er nánast fullnýtt frá morgni til kvölds alla daga vikunnar. Þar fer fram

íþróttastarf skólanna og öflugt starf Gróttu fyrir utan leigu til almennings. Starfsemi

íþróttahússins hefur verið að aukast með hverju árinu og má heita félagsmiðstöð allra

aldurshópa og þar leggur starfsfólk sig í fram við að öllum líði vel og að allir finni þar gott

athvarf.

Dvalartími barna og unglinga er langur í íþróttahúsinu og því mikið öryggi fyrir foreldra að

vita af þeim í vernduðu umhverfi, þar sem þau geta beðið eftir æfingum í góðu yfirlæti.

Á árinu 2015 voru áhöld til skólaíþrótta endurnýjuð að verulegu leiti. Smíðuð var

áhaldageymsla í stóra sal, sett upp nýtt hljóðkerfi bæði í stóra sal og hátíðarsal og ný borð og

stólar í anddyri. Vistaverur íþróttahúss eru fullnýttar frá morgni til kvölds.

Knattspyrnuvöllur

Suðurstrandavöllur hýsir glæsilega knattspyrnuaðstöðu með gervigrasvelli, stúku, fjórum búningsklefum ásamt félags- og skrifstofuaðstöðu. Mikil ánægja er með knattspyrnuaðstöðuna sem iðkendur geta nýtt sér nánast allt árið. Svæðið er fallegt og til mikillar prýði fyrir sveitarfélagið. Til knattspyrnuaðstöðunnar teljast einnig grasvöllurinn á Valhúsahæð sem nýbúið er að endurbæta með nýju yfirborði og og sparkvellir sem staðsettir eru við Lindarbraut og Mýrarhúsaskóla.

Lykiltölur

Íþrótta og tómstundaráð Seltjarnarness: 2012 2013 2014 2015

Sundlaug

Heildarfjöldi sundlaugagesta 188.096

178.242

165.313

177.681

Fjöldi fullorðinna 63.639 61.378 56.183 52.675

Fjöldi aldraðra 10.017 9.998 9.355 11.884

Fjöldi barna 6- 18 ára aldurs 21.163 21.109 18.353 17.546

Öryrkjar 1.836 1.676 1.514 1.819

Grótta 577

285

195

409

Skólar 11.700 11.700 13.500 15.300

Page 19: Ársskýrsla Seltjarnarnesbæjar 2015 · 3 Inngangur ársskýrslu Seltjarnarness 2015 Ársskýrsla Seltjarnarness 2015 samanstendur af greinargerðum sviðstjóra sviða og tölulegum

19

Önnur aðsókn 2.041 1.376 1.874 1.836

Korthafar World Class - teljari-skanni 77.123 70.720 64.339 76.212

Íþróttahús

Fjöldi almennra leigjenda 8.000 8.000 8.000 8.000

Fjöldi skólabarna 42.800 43.400 43.800 43.800

Fjöldi iðkenda handknd. Gróttu 59.400 59.400 59.400 59.400

Fjöldi iðkenda knattspd. Gróttu 12.100 12.000 12.000 12.000

Fjöldi iðkenda fimleikad. Gróttu 39.200 39.200 39.200 39.200

Aðrir hópar innan Gróttu 1.500 1.600 1.600 1.600

Félagsmiðstöðin Selið

v/Suðurströnd.

Veffang: www.selid.is

Vefpóstur: [email protected] /[email protected]

Sími: 5959 177 /5959 178

Æskulýðsfulltrúi og forstöðumaður: Margrét Sigurðardóttir

Fjöldi stöðugilda: 3,25

Helstu verkefni 2015

Aðalstarfsemi félagsmiðstöðvarinnar er yfir vetrartímann. Er þá megináherslan lögð á

tómstundastarf unglinga s.s. böll, klúbbastarf, námskeið, fyrirlestra, forvarnarstarf, ferðalög

og fleira. Selið er aðallega opið unglingum frá aldrinum 13-16 ára þ.e. 8., 9. og 10. bekk, en

þó taka yngri börn líka þátt í starfinu að einhverju leyti. 7. bekkur hefur fastan tíma einu sinni

í viku, en Selið hefur alfarið umsjón með félagslífi nemenda í Valhúsaskóla.

Grunnskólinn og Selið

Samvinna skólans og Selsins er mjög góð. Búið er að sameina skíðaferðalög Valhúsaskóla og

Selsins. Þá fer starfsfólk frá báðum stofnunum í ferðalögin og sami háttur var hafður á með

vorferð 10. bekkjar. Starfsmaður Selsins kennir valáfanga fyrir 9. og 10. bekk í

félagsmálafræði við skólann. Eins og undanfarin ár var samstarf milli foreldrafélags

Valhúsaskóla og Selsins en þá var unnið að nokkrum samstarfsverkefnum og má þar helst

nefna foreldrarölt og lokaball.

Önnur starfsemi Selsins

Ýmsir félagahópar á vegum Seltjarnarnesbæjar hafa fengið að nýta sér húsnæði Selsins til

fundahalda eða skemmtana. Bekkjarkvöld voru haldin í Selinu auk barnaafmæla. Eldri

borgarar hafa nýtt sér aðstöðu Selsins til þess að koma saman og spila billiard og eins hafa

hópar utan af landi fengið að gista í félagsmiðstöðinni.

Page 20: Ársskýrsla Seltjarnarnesbæjar 2015 · 3 Inngangur ársskýrslu Seltjarnarness 2015 Ársskýrsla Seltjarnarness 2015 samanstendur af greinargerðum sviðstjóra sviða og tölulegum

20

Ungmennahúsið Skelin

Ungmennahúsið Skelin er staðsett í sama húsnæði og Selið í hinum enda kjallarans,

inngangur á vesturhlið húss. Þar fer fram starf fyrir 16 ára og eldri og er Ungmennaráðið með

aðstöðu þar. Skelin er opin á miðvikudags og fimmtudagskvöldum. Eins er ungmennum

velkomið að vinna þar að ýmsum verkefnum fyrir utan formlegan opnunartíma.

Ungmennaráð Seltjarnarness

Ungmennaráð Seltjarnarness er á sínu sjöunda starfsári. Ungmennaráðið fundar alltaf aðra

hverja viku og oftar í kringum verkefni og viðburði.

Ungmennaráðið hélt ýmsa viðburði fyrir sína jafnaldra s.s fræðslukvöld, jólakaffihús og margt fleira.

Eins eru þau í góðu samstarfi við eldriborgara og héldu í fimmta sinn í sumar Nikkuball fyrir

þennan aldurshóp einnig sjá þau um mánaðarlega viðburði fyrir eldri borgara í Selinu .

Ungmennaráð Seltjarnarness fundaði með bæjarstjórn Seltjarnarness um málefni ungs fólks.

Ungmennaráðið á nú áheyrnarfulltrúa sem sitja í nefndum og ráðum bæjarins.

Alþjóðlegt samstarf ungmennaráðs Ungmennaráði fór til Finnlands í ágúst og tók þátt í alþjóðlegu samstarfsverkefni með ungmennaráði Lundar í Svíþjóð og ungmennaráði Helsingi í Finnlandi. Ungmennaráðin fengu styrk til þátttöku frá Evrópu unga fólksins. Öskudagur

Öskudagsskemmtun er samvinnuverkefni íþrótta-og tómstundaráðs, Selsins og foreldrafélags

Grunnskóla Seltjarnarness. Framkvæmdaaðilar eru Grunnskóli Seltjarnarness,

félagsmiðstöðin Selið og foreldrafélagið. Haldnar voru tvær skemmtanir í Mýrarhúsaskóla

fyrir 1.-3.bekk og 4.-6. bekk sem heppnuðust mjög vel.

Sumarnámskeið

Selið sér um sumarnámskeið fyrir börn á aldrinum 6 - 12 ára. Námskeið sem börnunum stóð

til boða voru leikja- ævintýra- og survivornámskeið. Einnig var starfræktur smíðavöllur í

samstarfi við garðyrkjustjóra Seltjarnarness.

Selið og Vinnuskólinn

Hver vinnuflokkur fékk jafningjafræðslu frá fulltrúum úr Ungmennaráði Seltjarnarness og

stundaði listsköpun tvo til fjóra daga í senn undir handleiðslu starfsmanns Selsins.

Tölvunámskeið og tómstundir eldriborgara

Nokkrir unglingar í Ungmennaráði Seltjarnarness sáu um kennslu og héldu utan um tölvunámskeið

fyrir eldri borgara á Seltjarnarnesi ásamt því að sjá um ýmsa tómstundardagskrá með eldri borgurum

yfir sumartímann.

Lykiltölur

Félagsmiðstöðin Selið 2013 2014 2015

Heildarfjöldi heimsókna í Selið 9.887 9.897 9.815

Sumarnámskeið Selsins

Fjöldi barna skráð á leikjanámskeiðum 183 170 171

Fjöldi barna skráð á ævintýra og Survivor-námskeið 81 79 82

Fjöldi barna skrá á Smíðavalla - námskeið 46 58 49

Heildarfjöldi á sumarnámskeiðum Selsins 310 307 302

Page 21: Ársskýrsla Seltjarnarnesbæjar 2015 · 3 Inngangur ársskýrslu Seltjarnarness 2015 Ársskýrsla Seltjarnarness 2015 samanstendur af greinargerðum sviðstjóra sviða og tölulegum

21

Fræðslusvið

Aðsetur: Skólaskrifstofa Seltjarnarness, Austurströnd 2

Sími: 5959 100 Bréfsími: 5959 101

Veffang: www.seltjarnarnes.is

Vefpóstur: [email protected]

Afgreiðslutími: Mánud. – fimmtud. frá kl. 8:00 – 16:00.

Föstudaga frá kl. 8:00-14:00.

Fræðslustjóri: Baldur Pálsson

Fjöldi starfsfólks: 178

Fjöldi stöðugilda: 153,6

Skólaskrifstofa fer með yfirumsjón starfsemi grunn-, leik- og tónlistarskóla, daggæslu í

heimahúsum, auk þess að sinna forvarnarstarfi. Fræðslustjóri hefur umsjón með

upplýsingagjöf fyrir skólanefnd, undirbúningi funda og ritun fundargerða, ásamt eftirfylgni

við stefnumörkun og ákvarðanir nefndarinnar. Fræðslustjóri hefur yfirumsjón með

fjárhagsáætlanagerð þeirra starfsstöðva sem tilheyra sviðinu í samráði við hlutaðeigandi

stjórnendur. Skólaskrifstofa hefur auk þess umsjón með innritun barna til dagforeldra og í

leik-, grunn- og tónlistarskóla, ásamt umsjón með skráningu nemenda bæði í grunn- og

tónlistarskóla utan lögheimilissveitarfélags. Fræðslustjóri hefur yfirsýn yfir dagforeldra í

bænum, veitir þeim ráðgjöf og starfsleyfi, auk þess að hafa eftirlit með því að starfsreglum sé

framfylgt.

Stærsta verkefni skólaskrifstofu á hverjum tíma er að halda úti þeirri þjónustu sem hún sinnir

ásamt eftirfylgni við fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar varðandi fræðslusvið. Meðal annarra

verkefna skólaskrifstofu á árinu 2015 má nefna virka þátttöku í samstarfi sveitarfélaga á

höfuðborgarsvæðinu um símenntun leik- og grunnskólakennara.

Daggæsla í heimahúsum

Við árslok 2015 voru starfandi þrír dagforeldrar á þremur heimilum á Seltjarnarnesi. Hjá þeim

dvelja að jafnaði allt að 15 börn, þar af á rúmlega helmingur lögheimili á Seltjarnarnesi.

Dagforeldrar eru sjálfstæðir atvinnurekendur og starfa samkvæmt starfsleyfi og

dvalarsamningum sem gerðir eru við foreldra/forráðamenn barnanna. Skólaskrifstofa

Seltjarnarness veitir starfsleyfi til dagforeldra og sinnir lögbundnu eftirliti samkvæmt

reglugerð félagsmálaráðuneytisins nr. 907/2005.

Leikskóli Seltjarnarness

Suðurströnd 1, 3 og Kirkjubraut 2

Símanúmer: 5959280 / 5959290 /6942648

Veffang: http://www.leikskoli.seltjarnarnes.is

Vefpóstur: [email protected] / [email protected]

Leikskólastjóri: Soffía Guðmundsdóttir

Aðstoðarleikskólastjóri: Anna Harðardóttir

Fjöldi starfsmanna: 61

Fjöldi stöðugilda: 52,8

Page 22: Ársskýrsla Seltjarnarnesbæjar 2015 · 3 Inngangur ársskýrslu Seltjarnarness 2015 Ársskýrsla Seltjarnarness 2015 samanstendur af greinargerðum sviðstjóra sviða og tölulegum

22

Leikskóli Seltjarnarness starfar samkvæmt lögum um leikskóla og reglugerðum þeim

tengdum. Í skólanum eru 10 deildir í þremur starfsstöðvum, Mánabrekku og Sólbrekku við

Suðurströnd og Holt í Seltjarnarneskirkju. Í skólanum er lögð áhersla á að börn fái tækifæri

til að hjálpa sér sjálf eftir því sem þroski þeirra og geta leyfir og þau styrkt til sjálfshjálpar í

öllum þáttum daglegs lífs. Leikurinn er hornsteinn leikskólastarfsins því samkvæmt

hugmyndafræði leikskóla lærir barn mest og best í leik og samskiptum við börn og fullorðna í

frjóu og skapandi umhverfi.

Starfsfólk hefur sameinast um gildin jákvæðni, virðing og fagmennska sem eru höfð að

leiðarljósi í daglegu starfi skólans.

Helstu verkefni 2015

Tónlist

Öll börn skólans njóta kennslu tónmenntakennara sem er mikilvæg viðbót við annað

tónlistarstarf sem fram fer í skólanum. Tónlistarkennslan er samstarfsverkefni leikskólans við

Tónlistarskóla Seltjarnarness.

Umhverfismennt

Leikskólinn flaggar nú í sjötta sinn grænfánanum sem er alþjóðleg viðurkenning fyrir starf að

umhverfismennt og menntun til sjálfbærrar þróunar.

Virk umhverfisnefnd er starfandi við skólann sem ásamt eftirlitshópi elstu barnanna hefur

það hlutverk að fylgjast með, viðhalda og benda á það sem betur má fara í umhverfismálum.

SMT – skólafærni

Áhersla er lögð á SMT – skólafærni, en verkefnið gengur út á að koma í veg fyrir og draga úr

óæskilegri hegðun með því að kenna og þjálfa félagsfærni og gefa jákvæðri hegðun barna

gaum með markvissum hætti. Í júní fékk skólinn viðurkenningu á því starfi og er nú

sjálfstæður SMT – skóli.

Sumarskólinn

Er fyrir elstu börn leikskólans sem hefja grunnskólagöngu að hausti. Sumarskólinn er

starfræktur í húsnæði grunnskólans. Þar er megin áhersla lögð á að börnin aðlagist húsnæði

grunnskólans og mötuneyti, upplifunarferðir og útivist.

Íþróttaskóli Gróttu

Samstarfsverkefni leikskólans og Gróttu þar sem börnin fá kynningu og leiðsögn í þeim

íþróttagreinum sem félagið býður upp á þ.e. handbolta, fótbolta og fimleikum.

Persónumöppur

Í möppurnar fara fyrirfram ákveðin verkefni og skráningar sem fylgja börnunum á milli deilda

og eru unnar í samvinnu barna, foreldra og leikskólakennara.

Hreyfiland

Samstarfsverkefni við Hreyfiland sem er nú unnið annað árið í röð með yngri börnum

skólans. Þar er lögð er áhersla á að efla styrk, þol og almenna hreyfigetu barna í gegnum leik.

Page 23: Ársskýrsla Seltjarnarnesbæjar 2015 · 3 Inngangur ársskýrslu Seltjarnarness 2015 Ársskýrsla Seltjarnarness 2015 samanstendur af greinargerðum sviðstjóra sviða og tölulegum

23

Vinátta

Verkefnið er forvarnarverkefni gegn einelti fyrir leikskóla og er unnið í samstarfi við

Barnaheill. Vinátta byggir á nýjustu rannsóknum á einelti og á ákveðinni hugmyndafræði og

gildum sem skulu samofin öllu skólastarfi auk raunhæfra verkefna fyrir börn, starfsfólk og

foreldra.

Námskrá Leikskóla Seltjarnarness

Lokið var við skólanámskrá LS, en tilgangur hennar er að skipuleggja uppeldi og nám

barnanna, stuðla að skilvirkara starfi og gera leikskólastarfið sýnilegra.

Önnur verkefni:

• Læsi er lykilatriði, samstarfsverkefni leik.-og grunnskóla Seltjarnarness.

• Leikskólinn er heimaskóli nema við menntavísindasvið HÍ sem felur í sér að sjá þeim

fyrir æfingakennurum og vettvangstengingu meðan á námi stendur.

• Í samstarfi við nágrannasveitarfélögin í Kraganum er boðið upp á fjölbreytta

fyrirlestra og námskeið fyrir alla sem starfa í leikskólanum.

• Starfsfólk tók þátt í vinnustaðagreiningu Seltjarnarnesbæjar.

Lykiltölur

Leikskóli Seltjarnarness 2012 2013 2014 2015

Fjöldi nemenda 179 195 190 199

Nemendur 0 – 2 ára 52 33 57 67

Nemendur 2 – 6 ára 127 162 133 132

Hlutfall leiksk.nem. af íbúum Seltj.ness 4,1% 4,5% 4,3% 4,5%

Meðaldvalartími nemenda á dag í LS 8,06 7,9 8,2 8,21

Heildarfjöldi stöðugilda við LS 44 49.93 50,75 52,8

Stöðugildi leikskólakennara á launum 15,58 16,03 17,49 18,32

Hlutfall leikskólakennara í fullu starfi 41% 38,8% 59% 50%

Stöðug. starfsfólks með aðra fagmenntun 9,62 13,31 12,52 11,73

Fjöldi annars starfsfólks 18,8 20,59 20,74 23,5

Fjöldi stöðugilda í eldhúsi 3 3 3 3

Page 24: Ársskýrsla Seltjarnarnesbæjar 2015 · 3 Inngangur ársskýrslu Seltjarnarness 2015 Ársskýrsla Seltjarnarness 2015 samanstendur af greinargerðum sviðstjóra sviða og tölulegum

24

Grunnskóli Seltjarnarness

v/ Nesveg og v/ Skólabraut

Sími: 5959 200/5959 250

Bréfsími: 5959 201/5959 251

Veffang: www.grunnskoli.is

Vefpóstur: [email protected]

Skólastjóri: Guðlaug Sturlaugsdóttir / Ólína Thoroddsen (frá 1.10.2015)

Aðstoðarskólastjórar: Helga Kristín Gunnarsdóttir og Ólína Thoroddsen

Fjöldi starfsmanna: 92

Fjöldi stöðugilda: 86,5

Fjöldi nemenda: 502

Grunnskóli Seltjarnarness starfar skv. lögum um grunnskóla og reglugerðum þeim tengdum.

Hann heyrir undir Fræðslusvið Seltjarnarnesbæjar. Skólinn er deildaskiptur grunnskóli :

yngsta stig og miðstig (1.-6. bekkur) og unglingastig ( 7. – 10. bekkur ). Í Grunnskóla

Seltjarnarness er nemandinn í brennidepli, líðan hans og þarfir. Í skólanum er lögð áhersla á

að nemendur hafi gleði af námi í hvetjandi umhverfi sem virkjar frumkvæði þeirra, hugvit og

sköpunargáfu. Einkunnarorð skólans eru virðing, ábyrgð og vellíðan og er lögð áhersla á að

þau einkenni skólastarfið.

Helstu verkefni 2015

Skóli á grænni grein

Í skólanum er starfandi umhverfisnefnd sem hefur umsjón með þessum þætti skólastarfsins.

Lögð er áhersla á að unnið sé eftir áherslum skóla á grænni grein ekki einungis endurvinnslu

heldur einnig varðandi sjálfbærni í víðum skilningi ásamt því að hvetja til vistvæns ferðamáta.

Skólinn tekur þátt í Göngum í skólann bæði vor og haust. Skólinn fékk Grænfánann í þriðja

sinn á haustönn 2014.

Símenntun

Á vorönn 2015 var lokið við að innleiða verkefnið Læsi til náms ( orð af orði ). Ráðgjafar frá

Háskólanum á Akureyri komu tvisvar í heimsókn með ráðgjöf og aðstoðuðu kennara.

Grunnskóli Seltjarnarness er þátttakandi í Þjóðarsáttmála um læsi og var því ákveðið að fara í

samstarf við leikskólann og bókasafn bæjarins um átak í lestri og að vinna að sameiginlegri

lestarastefnu. Farið var í samstarf við læsisteymi Menntamálastofnunnar og hefur starfsfólk

notið leiðsagnar þeirra. Önnur verkefni sem haldið var áfram að vinna með voru innleiðing

spjaldtölva í kennslu, smiðjur í byrjendalæsi auk ýmissa valinna verkefna kennara og

starfsfólks.

Mat á skólastarfi

Allar skýrslur sem lúta að mati á skólastarfi má finna á vef skólans.

http://grunnskoli.seltjarnarnes.is/skolinn/mat-a-skolastarfi/.

Page 25: Ársskýrsla Seltjarnarnesbæjar 2015 · 3 Inngangur ársskýrslu Seltjarnarness 2015 Ársskýrsla Seltjarnarness 2015 samanstendur af greinargerðum sviðstjóra sviða og tölulegum

25

Þróunarverkefni

Helstu þróunarverkefni skólans eru Læsi til náms, innleiðing aðalnámskrár, vinna við nýtt

námsmat, innleiðing spjaldtölva í kennslu, þemakennsla á unglingastigi o.fl. Auk þess er

áfram unnið með Uppbyggingarstefnuna og að festa Byrjendalæsi í sessi

Önnur verkefni:

• Skólapúlsinn mælir átta sinnum á ári líðan nemenda o.fl. (hluti af sjálfsmati skólans)

• Símenntunaráætlun birt á vefsíðu skólans.

• Handbók foreldra var uppfærð og birt á vefsíðu skólans.

• Skólanámskrá og kennsluáætlanir voru birtar á vefsíðu skólans.

• Nemendum í 10. bekk var boðið að taka áhugasviðskönnun, Bendill.

• Unnið var eftir samstarfssamningi um kennaranema við Menntavísindasvið HÍ.

• Skólaráð hóf sitt áttunda starfsár haustið 2015.

Lykiltölur

Grunnskóli Seltjarnarness: 2012 2013 2014 2015

Fjöldi nemenda 502 493 504 502

Nemendur á yngsta stigi 136 134 201* 212*

Nemendur á miðstigi 147 147 147** 146**

Nemendur á unglingastigi 219 212 156*** 144***

Heildarfjöldi stöðugilda við GS 85,5 85,8 86,5 86

Stöðugildi grunnskólakennara á launum 50 50,5 50,5 47,5

Stöðug. starfsfólks með aðra fagmenntun 11 11 10 11

Fjöldi stöðugilda annars starfsfólks 24,5 24,3 26 27,5

Hlutfall grunnskólakennara í fullu starfi 74,5% 79% 73% 80,5%

Grunnskóli Seltjarnarness -Skólaskjól

Nemendur í Skólaskjóli (1. – 4. bekkur) 110 110 130 160

Meðaldvalartími nem. á dag í Sk.skjóli 2,5klst. 2,5klst. 2,5 klst. 2,5 klst.

*1.-4. bekkur. **5.-7. bekkur og ***8.-10. bekkur.

Page 26: Ársskýrsla Seltjarnarnesbæjar 2015 · 3 Inngangur ársskýrslu Seltjarnarness 2015 Ársskýrsla Seltjarnarness 2015 samanstendur af greinargerðum sviðstjóra sviða og tölulegum

26

Tónlistarskóli Seltjarnarness

v/Skólabraut

Sími: 5959 235

Veffang: www.tonlistarskoli.seltjarnarnes.is

Skólastjóri: Kári Húnfjörð Einarsson

Aðstoðarskólastjóri: Guðjón Steinar Þorláksson

Fjöldi starfsmanna: 24

Fjöldi stöðugilda: 13,28

Fjöldi nemenda: 205

Skólinn hefur frá stofnun sinnt almennri tónlistarmenntun Seltirninga með áherslu á

grunnskólaaldur.

Helstu verkefni 2015

Tónleikar

Tónleikar skólans voru með hefðbundnum hætti eða á þriggja vikna fresti í sal skólans.

Vortónleikar skólans voru í Seltjarnarneskirkju sem og jólatónleikar skólans. Samkvæmt

venju voru tónleikar lúðrasveitanna haldnir í Seltjarnarneskirkju á vorönn. Á haustönn hélt

lúðrasveitin gríðar vel heppnaða tónleika á Eiðistorgi sem tileinkaðir voru bæjarlistamanni

Seltjarnarness, Helga Jónssyni. Saman komu eldri félagar sem verið höfðu í sveitinni fyrir

meira en 20 árum og allt til dagsins í dag, um það bil 80 spilarar og héldu uppi tónlistarveislu

í rúman klukkutíma.

Hljóðfærakynning fyrir forskólanemendur og foreldra var haldin í febrúarmánuði og þar

svöruðu kennarar fyrirspurnum varðandi hljóðfæranám. Á Degi tónlistarskólanna var gerð sú

nýbreytni að tónleikar voru haldnir í Seltjarnarneskirkju þar sem hver og einn einast nemandi

skólans kom fram í svítu sem gerð var úr þekktum lögum. Skólalúðrasveitin hélt öllu saman

og spilaði meðan skipt var um atriði og lék svo undir í flestum atriðum. Var það mál manna

að aldrei hafi skólinn tekist á við stærra tónleikaverkefni með jafn mörgum þátttakendum og

uppskeran var frábær. Tónleikarnir voru teknir upp og eru aðgengilegir á

tónlistarmyndbandi.

Tónstafir

Áframhald varð á samstarfi Tónlistarskólans og Bókasafns Seltjarnarness. Tónleikaröðin

„Tónstafir“ gekk eins og undanfarin ár og tónleikar voru haldnir mánaðarlega á skólaárinu á

Bókasafni Seltjarnarness.

Hljómsveitir

Frá haustönn 2015 er starfrækt ein lúðrasveit sem samanstendur af 3. – 5. bekkingum og

æfir hún tvisvar í viku. Sveitin fór í æfingabúðir fyrir jólin í Varmaland og æfði upp

tónleikaprógram. Strengjasveit var starfandi innan skólans, á skólaárinu. Auk áður

upptalinna hljómsveita voru starfandi nokkrar popp- og jasshljómsveitir sem komu fram

reglulega á skólaárinu, jafnt innan skóla sem utan.

Page 27: Ársskýrsla Seltjarnarnesbæjar 2015 · 3 Inngangur ársskýrslu Seltjarnarness 2015 Ársskýrsla Seltjarnarness 2015 samanstendur af greinargerðum sviðstjóra sviða og tölulegum

27

Próf

Allir nemendur skólans taka vorpróf. Þegar nemandi hefur lokið ákveðnum áfanga í

tónlistarnáminu gefst honum kostur á að þreyta áfangapróf á hljóðfæri.

Sjö nemendur luku grunnprófi, fjórir nemendur tóku miðpróf, einn nemandi kláraði

framhaldspróf.

Lykiltölur

Tónlistarskóli Seltjarnarness: 2012 2013 2014 2015

Fjöldi nemenda 221 216,5 211 205

Fjöldi nemenda í grunnnámi 170 158 173 183

Fjöldi nemenda í miðnámi 34 48 30 16

Fjöldi nemenda í framhaldsnámi 17 10,5 8 8

Fjöldi nemenda í lúðrasveitum skólans 60 60 57 29

Fjöldi kennara 21 22 24 24

Fjöldi stöðugilda 13,35 13,44 13,28 13,37

Ritari skólans 1 1 1 1

Page 28: Ársskýrsla Seltjarnarnesbæjar 2015 · 3 Inngangur ársskýrslu Seltjarnarness 2015 Ársskýrsla Seltjarnarness 2015 samanstendur af greinargerðum sviðstjóra sviða og tölulegum

28

Menningar- og samskiptasvið Aðsetur: Bæjarskrifstofa Seltjarnarness, Austurströnd 2

Sími: 5959 100 Bréfsími: 5959 101

Veffang: www.seltjarnarnes.is

Vefpóstur: [email protected]

Afgreiðslutími: Mánud. – fimmtud. kl. 8:00 – 16:00 og föstudaga kl. 8:00-14:00.

Sviðsstjóri: Soffía Karlsdóttir

Fjöldi starfsfólks: 8

Fjöldi stöðugilda: 6,5

Undir meginábyrgð sviðsins falla annars vegar menningarmál bæjarins og hins vegar

samskipta- og almannatengsl. Undir fyrri liðinn falla rekstur Bókasafns Seltjarnarness,

reglubundnir menningarviðburðir, samræming og innleiðing á menningartengdri starfsemi

og hátíðarhöldum bæjarins auk framkvæmdar á ákvörðunum menningarnefndar. Einnig

ábyrgð á Náttúrugripasafni Seltjarnarness, skráningu listaverka, ljósmyndasafni, Fræðasetri

Gróttu og söfnum á Seltjarnarnesi auk málefna ferðaþjónustu. Undir síðari liðinn falla

umsjón með heimasíðum og samskiptasíðum Seltjarnarness og Bókasafnsins, miðlun frétta

úr bæjarfélaginu, útgáfu kynningarrita fyrir bæjarfélagið, kynningarmál og samskipti við

fjölmiðla, félagasamtök, stofnanir, fyrirtæki og einstaklinga.

Viðburðir 2015:

Bæjarlistamaður Seltjarnarness

Helgi Hrafn Jónsson básúnuleikari, tónskáld og söngvari var tilnefndur Bæjarlistamaður

Seltjarnarness við hátíðlega athöfn á Bókasafni Seltjarnarness föstudaginn 13. febrúar. Hann

er 19. Bæjarlistamaður Seltjarnarness.

Fjölskyldudagur í Gróttu

Fjölskyldudagurinn í Gróttu var haldinn hátíðlegur í þrettánda sinn á sumardaginn fyrsta, 23.

apríl. Boðið var upp fjölbreytta dagskrá. Trúbadorinn Pétur Örn Guðmundsson kom fram,

málverkasýning Brynju Grétarsdóttur var í Fræðasetrinu, Fiskibeinahönnun Róshildar

Jónsdóttur var í vitavarðarhúsinu og öllum var boðið upp á flugdrekasmiðju undir stjórn

Ásdísar Kalman. Vitaskoðun og hljóðgetraun var í Gróttuvita og börnum og fullorðnum boðið

í rannsóknasetur á sjávarlífverum. Harmonikkuleikarinn Flemming Viðar Valmundsson lék

víða um eyjuna, efnt var til ljósmyndakeppni og börnin fengu fría andlitsmálun. Um

vöfflukaffi og vitagæslu sáu félagar úr Sóroptimistum. Björgunarsveitin Ársæll var á staðnum

og ferjaði fólk sem ekki treysti sér til að ganga út í eyju. Um 600 manns sóttu viðburðinn.

17. júní hátíðahöld

17. júní hátíðarhöldin fóru þriðja sinni fram í Bakkagarði. Björn Thors í gervi Kenneths Mána

stýrði hátíðarhöldunum en auk hans komu fram Lúðrasveit Seltjarnarness, Kraftakonan

Mama Lou, Söngvarar úr Meistara Jakob, Lína langsokkur, Jóhanna Ruth Luna söngkona,

tónlistartvíeikið Ívar Þórir og Magnús Hafdal úr Ísland got talent og Gunni og Felix fluttu

atriði úr Bakaraofninum. Hátíðarræðu flutti Katrín Pálsdóttir formaður menningarnefndar.

Fjallakona var Hrafnhildur Sigurðardóttir eldri borgari. Boðið var frítt í Vatnabolta, Loftbolta,

Page 29: Ársskýrsla Seltjarnarnesbæjar 2015 · 3 Inngangur ársskýrslu Seltjarnarness 2015 Ársskýrsla Seltjarnarness 2015 samanstendur af greinargerðum sviðstjóra sviða og tölulegum

29

andlitsmálun, hestateymingar, trampólín og hoppukastala. Á þriðja þúsund manns sóttu

hátíðina.

Afmælis- og Jónsmessuganga Vel á annað hundrað manns tóku þátt í hinni árvissu Jónsmessugöngu á Seltjarnarnesi, sem

að þessu sinni fór fram 19. júní. Í tilefni af aldarafmæli kosningaréttar kvenna þann sama dag

var áhersla lögð á hlut kvenna í gegnum hundrað ár. Stofnanir bæjarins lokuðu klukka tólf af

þessu tilefni. Gangan hófst í Mýrarhúsaskóla kl. 12:45 með léttum veitingum þar sem Sólveig

Pálsdóttir rithöfundur bauð gesti velkomna. Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri flutti

hátíðarræðu og Valborg Þ. Snævarr, Ásdís Skúladóttir og Herdís Hallvarðsdóttir voru með

erindi. Gegnið var hjá Mýrarhúsaskóla, að Barðarströnd, að Bollastein/Kviku og síðan að

Félagsheimilinu þar sem boðið var upp á veitingar, ræður og tónlistarflutning.

Bæjarhátíð Seltirninga

Menningarsviðið lagði hönd á plóg við viðburði, skipulagningu og kynningu á Bæjarhátíð

Seltirninga sem fram fór síðustu helgina í ágúst, en skipulag hátíðarinnar var í höndum

starfsmanns bæjarins, Jóakims Þórs Gunnarssonar. Hverfi bæjarins voru aðgreind með litum

og sá hvert hverfi um sína dagskrá. Í Bókasafni Seltjarnarness var opnuð sýning á verkum

Finnboga Péturssonar og menningarsviðið styrkti gjörninginn Söngur kranans á

landfyllingunni við Norðurströnd. Aða viðburði hátíðarinnar má sjá hér:

http://www.seltjarnarnes.is/frettirogutgefidefni/auglysingar/nr/9322

Fornleifauppgröftur

Samningur milli Námsbrautar í fornleifafræði við Háskóla Íslands og Seltjarnarneskaupstaðar

var endurnýjaður, en í honum felst samkomulag um sköpun kennsluvettvangs fyrir

fornleifafræðirannsóknir á safnasvæði í landi Ness á Seltjarnarnesi. Fornleifauppgröfturinn

fór fram á tímabilinu 11. maí – 5. júní norðan megin við nýja safnhúsið.

Nesstofa – Hús og saga

Sýning á munum tengdum læknisfræði á Íslandi var opnuð í Nesstofu laugardaginn 13. júní

og var hún opin daglega, nema mánudaga kl. 13-17. Þjóðminjasafn Íslands setti sýninguna

upp en Seltjarnarnesbær réð sumarstarfsmenn til yfirsetu á henni. Þeir sáu um leiðsögn um

sýninguna og Urtagarðinn í Nesi auk þess að halda safnasvæðinu snyrtilegu. Sýningin stóð til

ágústloka.

Sýningarými í Nesi – Listería

Í samstarfi við Seltjarnarnesbæ var opnuð samtímalistasýningin Listería 9. júlí í

sýningarýminu í Nesi (áður Lækningaminjasafni). Sýningin var opin daglega, nema mánudaga

kl. 13-17. Sýnendur voru Ragnar Axelsson, Ívar Valgarðsson, Svava Björnsdóttir, Kristinn E.

Hrafnsson og Finnbogi Pétursson. Sýningarstjórar Klara Stephensen og Margrét Áskelsdóttir.

Seltjarnarnesbær útvegaði sumarstarfsmenn til yfirsetu á sýningunni sem stóð fram í

september.

Page 30: Ársskýrsla Seltjarnarnesbæjar 2015 · 3 Inngangur ársskýrslu Seltjarnarness 2015 Ársskýrsla Seltjarnarness 2015 samanstendur af greinargerðum sviðstjóra sviða og tölulegum

30

Áramótabrenna

Áramótabrennan var haldin á vegum sviðsins en starfsmenn áhaldahússins stóðu fyrir

framkvæmd hennar. Um 2000 manns fögnuðu við brennuna við söng og harmonikkuleik

Hermanns Arasonar.

Menningarstyrkir

Menningarnefnd Seltjarnarness styrkti eftirfarandi menningarviðburði árið 2015:

Selkórinn, styrkur til þriggja ára.

Gjörninginn Kranadans á Bæjarhátíð.

Listviðburðinn Tropicala á Eiðistorgi.

Fræðasetrið í Gróttu

Starfsemi Fræðasetursins í Gróttu var með hefðbundnum hætti árið 2015. Ýmsir

nemendahópar sóttu Gróttu heim og dvöldu þar um lengri eða skemmri tíma undir leiðsögn

kennara eða foreldra. Góð aðstaða er í húsinu til að taka á móti hópum og ýmis búnaður til

kennslu, rannsókna, verkefnavinnu, vettvangsferða, funda og veisluhalda. Upplýsingar um

Fræðasetrið er að finna á heimasíðu bæjarins og þar er einnig að finna flóðatöflur sem veita

upplýsingar um hvenær er hægt að komast út í Gróttu.

Lykiltölur Fræðasetrið í Gróttu 2011 2012 2013 2014 2015

Fjöldi gistinátta úti í Gróttu 71 39 23 11 17

Heimsóknir skólahópa 10 13 4 6 4

Veislur, fundir og aðrar uppákomur 15 10 16 6 2

Fjöldi leigudaga á húsnæði Gróttu 96 58 33 23 35

Bókasafn Seltjarnarness

Eiðistorgi 11, 2.hæð

Sími: 5959 170

Veffang: www.seltjarnarnes.is/bokasafn

Opið mánud.-fimmtud. 10-19 og föstud. 10-17

Vefpóstur: [email protected]

Forstöðu safnsins veitir: Soffía Karlsdóttir

Fjöldi starfsmanna: 8 Fjöldi stöðugilda: 6,5

Bókasafn Seltjarnarness er menningar-, mennta- og upplýsingastofnun. Meginmarkmið

safnsins er að efla lýðræði, jafnrétti, athafnafrelsi og velferð borgaranna. Þjónustan skal ná til

allra, án tillits til aldurs, kynferðis, kynþáttar, stjórnmálaskoðana, trúarbragða, þjóðernis eða

þjóðfélagsstöðu. Það skal leitast við að jafna aðgang að upplýsingum, þekkingu og afþreyingu

og standa vörð um íslenska tungu, bókmenntir og menningararf og hvetja til lesturs, náms og

símenntunar. Bókasafnið er með virkt samstarf við stofnanir bæjarins og tekur reglulega á

Page 31: Ársskýrsla Seltjarnarnesbæjar 2015 · 3 Inngangur ársskýrslu Seltjarnarness 2015 Ársskýrsla Seltjarnarness 2015 samanstendur af greinargerðum sviðstjóra sviða og tölulegum

31

móti hópum úr leikskóla og grunnskóla Seltjarnarness. Einnig átti safnið í góðu samstarfi við

nágrannasveitarfélögin um útlán, símenntun og menningarstarfsemi.

Starfsemi Bókasafns Seltjarnarness var með hefðbundnu sniði árið 2015. Fjöldi titla jókst um

rúmlega 2% á milli ára. Eintakafjöldi jókst um 1,8% en fjölda skírteinishafa fækkaði um 4,7 %

sem er í takt við það sem er að gerast á landsvísu. Samdráttur varð á útlánum úr safninu sem

nemur um 8,3% og er það í samræmi við útlánstölur yfir landið allt en þó töluvert meiri

samdráttur en á árinu áður sem var um 5,3%. Þrátt fyrir að útlánstölum fækki þá er áberandi

mikil aukning gesta á safninu.

Helstu verkefni 2015

Helstu verkefni Bókasafns Seltjarnarness árið 2015 utan hefðbundinnar starfsemi fólust í

skipulagningu á fjölbreyttu menningar- og félagsstarfi fyrir bæjarbúa og aðra gesti

Bókasafnsins. Megináhersla í starfsemi Bókasafnsins árið 2015 voru viðburðir og dagskrá

tengdir eitt hundrað ára afmæli kosningarréttar kvenna á Íslandi, en menningarsviðið hlaut

m.a. 200.000 króna styrk úr afmælissjóði verkefnisins til fjölbreyttrar dagskrárgerðar.

Bókasafnið fagnaði 130 ára afmæli á árinu. Á árinu var ráðist í breytingar á innra skipulagi

safnsins í kjölfar innleiðingar á nýrri unglingadeild. Var lögð áhersla á að hleypa birtunni inn

og gera gönguleiðar hreinar. Hönnuður var Theresa Himmer.

Stelpustund á Bókasafni Seltjarnarness

Eitt hundrað ára afmæli kosningarréttar kvenna á Íslandi var minnst með ýmsum hætti.

Öllum stelpum í 9. og 10. bekk Valhúsaskóla var t.a.m. boðið á fyrirlestur Kristínar

Tómasdóttur rithöfundar um sjálfsmynd og styrkingu sjálfsímyndar. Vakti fyrirlesturinn mikla

hrifningu stúlknanna.

Gallerí Grótta

Nýr og glæsilegur sýningarsalur, Gallerí Grótta, var opnaður á Safnanótt 6. Febrúar, en þar

hafði áður verið Eiðissker. Fyrsti listamaðurinn til að sýna í salnum var myndlistar- og

tónlistarmaðurinn Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir meðlimur í hljómsveitinni FM Belfast. Alls voru

sýningar í Gallerí Gróttu níu talsins á árinu. Sýnendur voru auk Lóu, Hadda Fjóla Reykdal &

Hlín Reykdal - Samsýning, Tryggvi Þórhallsson, Daníel Magnússon, Finnbogi Pétursson,

Dagbjört Drífa Thorlacius, Taktur í 100 ár – sýning í tilefni 100 ára afmælis kosningaréttar

kvenna á Íslandi undir sýningarstjórn Sigurlaugar Arnardóttur, en sýningin var unnin í

samstarfi við nemendur og kennara Grunnskóla Seltjarnarness og Félagsstarf eldri borgara,

Ingileif, Áslaug & Sigrún Thorlacius– Samsýning og Kristján Jónsson. Um sumarið var brugðið

á það ráð að bjóða Seltirningum að nota salinn undir sýningarhald, þar sem hann er ekki í

almennri notkun þá. Fjórir aðilar nýttu sér það.

Tónstafir

Fimm tónleikar voru haldnir á árinu undir heitinu Tónstafir en um samstarfsverkefni

Bókasafnsins og Tónlistarskóla Seltjarnarness er að ræða. Þar komu fram Margrét

Rúnarsdóttir og Birkir Rafn Gíslason, Helgi Hrafn Jónsson og Tina Dickow,

Jón Guðmundsson og Dagný Björgvinsdóttir, Ari Bragi Kárason og Anni Rorke og Helga

Þórarinsdóttir ásamt strengjasveit.

Page 32: Ársskýrsla Seltjarnarnesbæjar 2015 · 3 Inngangur ársskýrslu Seltjarnarness 2015 Ársskýrsla Seltjarnarness 2015 samanstendur af greinargerðum sviðstjóra sviða og tölulegum

32

Bókmenntafélag Seltjarnarness

Fundir Bókmenntafélagsins voru haldnir fyrsta þriðjudag hvers mánaðar yfir vetrartímann í

sjö skipti alls. Þar voru ólík bókmenntaverk rædd og krufin til mergjar og í sumum tilfellum

með höfundunum eða bókmenntafræðingum.

Sögustund

Opnar sögustundir fyrir yngstu gestina voru haldnar sjö sinnum yfir vetrarmánuðina og eiga

þær sinn dygga aðdáendahóp. Einnig voru eins og síðustu ár sögustundir fyrir leikskóla

haldnar tvisvar í viku og voru þær vel sóttar. Sögustundir fyrir leikskóla er samstarfsverkefni

Bókasafns Seltjarnarness og Leikskóla Seltjarnarness.

Sumarlestur

Frábær þátttaka var í sumarlestri Bókasafns Seltjarnarness og var efnt til uppskeruhátíðar í

tilefni af því þar sem öll börn voru boðin velkomin. Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson var

sérstakur gestur á hátíðinni með blöndu af bókmenntum og tónlist. Á hátíðinni voru börn,

sem tóku þátt í sumarlestri Bókasafns Seltjarnarness, verðlaunuð fyrir þátttöku og góðan

árangur í sumarlestrinum og þrír lestrarhestar fengu vegleg bókaverðlaun, auk þess sem

nokkur aukaverðlaun voru í boði. Jafnframt voru þátttakendur í Bókaverðlaun barnanna

verðlaunaðir.

Safnanótt

Safnanótt 6. febrúar hófst með vígslu nýs sýningarsals, Gallerí Gróttu og sýningaropnun Lóu

Hlínar Hjálmtýsdóttur. Metsöluhöfundurinn og gleðigjafinn Gunni Helga ásamt Felix

Bergssyni brugðu á leik og skemmtu börnum og fullorðnum með atriði úr Bakaraofninun.

Einnig var boðið upp á opna diskókúlusmiðju undir stjórn Ásdísar Kalman myndlistarmanns

og kennara. Þá sýndu og fluttu Helga Laufey Finnbogadóttir píanókennari við Tónlistarskóla

Seltjarnarness og nemendur úr Tónskóla Sigursveins atriði úr söngleiknum Grease.

Hönnunarmars

Bókasafnið tók þátt í hönnunarmars með vígslu nýrrar unglingadeildar og á sama tíma var

opnuð sýning á verkum Höddu Fjólu Reykdal myndlistarmanns og Hlínar Reykdal

skartgripahönnuðar í Gallerí Gróttu. Í nýju unglingadeildinni var afhjúpuð ný og sérhönnuð

húsgagnasamstæða sem arkitektinn og myndlistarmaðurinn Theresa Himmer hannaði

sérstaklega. Reykjavíkurdætur komu fram af þessu tilefni og boðið var upp á léttar veitingar.

Vorhátíð barnanna

Vorhátíð eða Barnamenningarhátíð var haldin á Seltjarnarnesi 21. apríl í samstarfi við elstu

börn leikskólanna þar sem börnin teiknuðu uppáhaldsbókmenntafígúruna sína.

Teikningarnar voru unnar í tölvu og sendar í prentun á efni sem úr voru saumaðir púðar sem

nú prýða barnadeildina. Haldin var sýning á púðunum og leikarar úr leiksýningunni Kuggur

komu í heimsókn á safnið og skemmtu börnum. Bókagjöf IBBY var afhent á safninu og var

hún gefin, 1. bekk Mýró.

Page 33: Ársskýrsla Seltjarnarnesbæjar 2015 · 3 Inngangur ársskýrslu Seltjarnarness 2015 Ársskýrsla Seltjarnarness 2015 samanstendur af greinargerðum sviðstjóra sviða og tölulegum

33

Rithöfundakynningar

Árleg rithöfundakynning fór fram undir stjórn Hildigunnar Þráinsdóttur þriðjudagskvöldið 24.

nóvember þar sem fram komu rithöfundarnir Einar Kárason, Auður Jónsdóttir, Jón Kalman,

Þórdís Gísladóttir og Sigurður Pálsson. Um 120 manns sóttu viðburðinn og var þeim boðið

upp á léttar veitingar.

130 ára afmæli Bókasafns Seltjarnarness

Fjölmenni fagnaði 130 ára afmæli Bókasafns Seltjarnarness föstudaginn 20. nóvember en

sjálfan afmælisdag safnsins, 21. nóvember, má rekja til fyrsta fundar Lestrarfélags

Framfarafélags Seltirninga árið 1885. Í tilefni tímamótanna afhenti Ásgerður Halldórsdóttir

Bókasafninu hálfa milljón króna sem safninu er ætlað að verja til kaupa á nýju og

metnaðarfullu efni fyrir unglinga. Einnig fylgdu bókagjöfinni vandaðar hillur undir efnið.

Ennfremur færði bæjarstjóri safninu nýtt hljóð- og hátalarakerfi. Heiðursgestur dagsins var

Pálína Magnúsdóttir borgarbókavörður og fyrrum forstöðumaður Bókasafns Seltjarnarness,

Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir landsbókavörður flutti erindi um lestrarfélög og Soffía

Karlsdóttir sviðsstjóri menningar- og samskiptasviðs Seltjarnarness rifjaði upp 130 afmæli

Bókasafns Seltjarnarness. Gestir á afmælinu þáðu afmælisköku og fleira og félagar úr

Selkórnum, undir stjórn Signýjar Sæmundsdóttur, sungu og finnski píanóleikarinn Anni Rorke

lék á flygilinn. Sett var upp sýning á gömlum ljósmyndum og gömlum gripum úr fórum

Bókasafnsins og efnt var til happdrættis. Dagskráin hélt áfram næstu daga með

höfundakynningum.

Aðrir viðburðir og sýningar

Sérstakar sýningar og uppstillingar í Bókasafninu þetta árið tengdust Jennu Jensdóttur

rithöfundi og konum og baráttumálum kvenna í tilefni af afmæli kosningarréttar kvenna á

Íslandi. Einnig voru unnar uppstillingar í tilefni af Norrænu bókasafnavikunni, Alþjóðadegi

barnabókarinnar, Iceland Airwaves og Línu langsokk. Aðrar uppstillingar vour: Múmínálfarnir,

Þorrinn og þjóðsögurnar, Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs, Bangsadagur - Litamyndir

og bangsaútstilling, útivist og vorverk, hannyrðir og föndur, Nóbelsverðlaunahafar,

sakamálasögur fyrir börn, léttlestrarbækur og jólabækur. Öskudagur var á sínum stað með

nammi og bókamerki að gjöf. Bókasafnið tók að sér dómgæslu í Upplestrarkeppni

grunnskólanna. Páskahappdrætti fyrir börnin var haldið að venju.

Alls voru haldnir 124 viðburður á safninu árið 2015 sem 3.793 gestir sóttu. Þar af voru 72

viðburðir fyrir börn og fjöldi barna sem sótti þá þetta árið voru 1.070. Bókasafnið lánaði eða

leigði aðstöðu sína fyrir4 viðburði sem 57 manns sóttu.

Page 34: Ársskýrsla Seltjarnarnesbæjar 2015 · 3 Inngangur ársskýrslu Seltjarnarness 2015 Ársskýrsla Seltjarnarness 2015 samanstendur af greinargerðum sviðstjóra sviða og tölulegum

34

Lykiltölur Bókasafns Seltjarnarness

Ár 2010 2011 2012 2013 2014 2015

Fjöldi titla 33.009 33.916 33.263 34.271 34.455 35.161

Fjöldi eintaka 53.400 54.758 53.289 53.383 54.492 55.474

Lánþegar með gilt skírteini um áramót / lánþegar með gilt skírteini sl. 3 ár

2.097 2.053/4.226 1989/ 4047 1.996/ 3981 1.925/3.874 1.834/3.782

Lánþegar í póstnr. 170 / sl. 3 ár

837 /1.631 787 / 1627 799 /1.549 786 / 1.559 743 / 1.523

Lánþegar(konur) með gilt skírteini / sl. 3 ár

1.419 1.390/2.726 1282 /2531 1.437/ 2780 1.263/2.384 1.323/2.338

Lánþegar(karlar) með gilt skírteini / sl. 3 ár

506 475 /1.125 453 / 1028 525 / 1.143 431 / 972 487 / 942

Nýir lánþegar á árinu / sl. 3 ár

525 497 /1.831 490 / 1602 479 / 1541 461 / 1.494 442 / 1.452

Fullorðnir (18 ára+) / sl. 3 ár

1.708 1.690/3.354 1631/3236 1.591/3.192 1.550/3.067 1.470/2.962

Ungmenni (13-17 ára) / sl. 3 ár

92 87 / 244 69 / 189 115 / 293 84 / 251 65 / 211

Börn (0-12 ára) / sl. 3 ár

243 226 /529 247 / 521 233 / 410 245 / 477 253 / 528

Heildarútlán 69.840 67.168 69.090 63.452 60.063 55.059

Heildarútlán bóka 55.735 53.730 51.923 47.959 45.439 42.712

Heildarútlán tímarita 9.426 9.072 10.053 8.763 8.240 7.070

Heildarútlán mynddiska

2.133 1.914 4.412 4.261 4.040 2.977

Heildarútlán myndbanda

Á ekki við Á ekki við Á ekki við Á ekki við Á ekki við 588

Heildarútlán hljóðbóka / snældur

30 17 34 1 3

Heildarútlán hljóðbóka/geisladiskar

1.505 1.786 1.517 1.342 1.692

Fjöldi viðburða og sýninga á vegum safnsins

101 123 135 148 121 124

Fjöldi gesta á viðburði og sýningar á vegum safnsins

2.125 3.264 3.272 3.780 4242 3.793

Þar af viðburðir fyrir börn

58 76 89 85 70 72

Viðburðir þar sem safnið lánar og/eða leigir húsnæði

26 19 15 20 11 4

Fjöldi gesta á viðburði þar sem safnið lánar og/eða leigir húsnæði

516 956 532 528 312 57

Page 35: Ársskýrsla Seltjarnarnesbæjar 2015 · 3 Inngangur ársskýrslu Seltjarnarness 2015 Ársskýrsla Seltjarnarness 2015 samanstendur af greinargerðum sviðstjóra sviða og tölulegum

35

Samskiptasvið

Alls voru 75 fréttir, fréttatilkynningar og boðskort send út til fjölmiðla og annarra aðila á árinu.

Alls voru 59 fréttir gerðar fyrir Nesfréttir á árinu.

0 500 1000 1500 2000 2500 3000 3500 4000 4500

Fjöldi gesta lán/leiga

Lán/leiga

Viðburðir f.börn

Fjöldi gesta á safni

Fjöldi viðburða á safni

Viðburðir og gestajöldi

2010 2011 2012 2013 2014 2015

Page 36: Ársskýrsla Seltjarnarnesbæjar 2015 · 3 Inngangur ársskýrslu Seltjarnarness 2015 Ársskýrsla Seltjarnarness 2015 samanstendur af greinargerðum sviðstjóra sviða og tölulegum

170 Seltjarnarnes

Kt. 560269-2429

Seltjarnarnesbær

Ársreikningur

2015

Seltjarnarnesbær

Austurströnd 2

Page 37: Ársskýrsla Seltjarnarnesbæjar 2015 · 3 Inngangur ársskýrslu Seltjarnarness 2015 Ársskýrsla Seltjarnarness 2015 samanstendur af greinargerðum sviðstjóra sviða og tölulegum

Skýrsla og áritun bæjarstjóra og bæjarstjórnar.................................................................................................. 2

Áritun óháðs endurskoðanda............................................................................................................................. 3

Rekstrarreikningur............................................................................................................................................. 4

Efnahagsreikningur............................................................................................................................................ 5

Sjóðstreymisyfirlit............................................................................................................................................... 7

Skýringar............................................................................................................................................................ 8

Efnisyfirlit

1

Page 38: Ársskýrsla Seltjarnarnesbæjar 2015 · 3 Inngangur ársskýrslu Seltjarnarness 2015 Ársskýrsla Seltjarnarness 2015 samanstendur af greinargerðum sviðstjóra sviða og tölulegum
Page 39: Ársskýrsla Seltjarnarnesbæjar 2015 · 3 Inngangur ársskýrslu Seltjarnarness 2015 Ársskýrsla Seltjarnarness 2015 samanstendur af greinargerðum sviðstjóra sviða og tölulegum
Page 40: Ársskýrsla Seltjarnarnesbæjar 2015 · 3 Inngangur ársskýrslu Seltjarnarness 2015 Ársskýrsla Seltjarnarness 2015 samanstendur af greinargerðum sviðstjóra sviða og tölulegum

Skýr. Ársreikningur Áætlun Ársreikningur Ársreikningur Áætlun Ársreikningur

2015 2015 2014 2015 2015 2014

með viðaukum með viðaukum

Rekstrartekjur

2.532.892 2.418.538 2.512.346 2.526.767 2.412.814 2.505.693

453.602 653.699 648.660 774.709 936.160 905.047

20 2.986.494 3.072.237 3.161.006 3.301.475 3.348.974 3.410.740

Rekstrargjöld

21 2.048.559 1.827.304 1.683.338 2.082.862 1.855.133 1.710.908

22 1.144.090 1.254.463 1.088.795 1.245.559 1.378.447 1.169.666

3.192.650 3.081.767 2.772.132 3.328.421 3.233.580 2.880.574

206.155 )( 9.530 )( 388.874 26.946 )( 115.394 530.166

7,25,26 84.586 )( 78.408 )( 85.998 )( 116.018 )( 109.825 )( 118.961 )(

290.742 )( 87.939 )( 302.876 142.964 )( 5.569 411.205

23 116.695 88.088 112.716 16.217 1.036 23.133

35 174.047 )( 149 415.592 126.747 )( 6.605 434.338 Rekstrarniðurstaða..........................................................

Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld)............................

Afskriftir...........................................................................

Rekstrarniðurstaða fyrir fjármunatekjur og fjármagnsgjöld

Skatttekjur.......................................................................

Aðrar tekjur......................................................................

Laun og launatengd gjöld................................................

Annar rekstrarkostnaður..................................................

A hluti

Rekstrarreikningur ársins 2015

A og B hluti

Rekstrarniðurstaða fyrir afskriftir........................................

Seltjarnarnesbær - Ársreikningur 2015 4 Fjárhæðir eru í þúsundum króna

Page 41: Ársskýrsla Seltjarnarnesbæjar 2015 · 3 Inngangur ársskýrslu Seltjarnarness 2015 Ársskýrsla Seltjarnarness 2015 samanstendur af greinargerðum sviðstjóra sviða og tölulegum

Ársreikningur Ársreikningur Ársreikningur Ársreikningur

Eignir Skýr. 2015 2014 2015 2014

Fastafjármunir

Varanlegir rekstrarfjármunir: 6

3.211.450 3.185.628 3.630.620 3.521.108

460.712 433.536 980.542 935.619

38.837 43.868 41.931 47.712

13.287 18.991 13.287 18.991

25 - 30 3.724.286 3.682.023 4.666.380 4.523.429

Áhættufjármunir og langtímakröfur:

8, 31 255.472 254.675 254.327 253.530

32 697.007 722.192 0 0

10, 33 0 0 53.238 52.769

952.479 976.867 307.565 306.300

Fastafjármunir 4.676.765 4.658.890 4.973.945 4.829.729

Veltufjármunir

11 0 0 6.427 6.391

Skammtímakröfur:

12, 34 261.705 308.957 295.331 308.957

486.411 331.655 0 0

32 39.442 37.005 0 0

43.381 34.128 68.431 62.555

13 858.132 867.132 871.920 883.282

Veltufjármunir 1.689.071 1.578.876 1.242.109 1.261.185

Eignir samtals 6.365.836 6.237.767 6.216.055 6.090.914

14

Leigðar eignir...................................................

Stofnframlög og eignarhlutir í félögum.............

Langtímakröfur á eigin fyrirtæki.......................

Tekjuskattsinneign...........................................

Óinnheimtar skatttekjur...................................

Skammtímakröfur á eigin fyrirtæki...................

Birgðir................................................................

Aðrar skammtímakröfur...................................

Næsta árs afborganir eigin fyrirtæki................

Handbært fé.......................................................

Efnahagsreikningur 31. desember 2015

Fasteignir og lóðir............................................

Vélar, áhöld og tæki........................................

A hluti A og B hluti

Veitu- og gatnakerfi.........................................

Eignir utan efnahagsreiknings............................

Seltjarnarnesbær - Ársreikningur 2015 5 Fjárhæðir eru í þúsundum króna

Page 42: Ársskýrsla Seltjarnarnesbæjar 2015 · 3 Inngangur ársskýrslu Seltjarnarness 2015 Ársskýrsla Seltjarnarness 2015 samanstendur af greinargerðum sviðstjóra sviða og tölulegum

Ársreikningur Ársreikningur Ársreikningur Ársreikningur

Eigið fé og skuldir Skýr. 2015 2014 2015 2014

Eigið fé

35 4.636.524 4.773.573 4.462.652 4.552.401

Skuldbindingar

15, 36 1.122.634 940.667 1.186.020 1.001.248

1.122.634 940.667 1.186.020 1.001.248

Langtímaskuldir

16, 37 73.683 68.442 163.757 201.321

17, 39 19.434 32.543 19.434 32.543

93.117 100.985 183.191 233.864

Skammtímaskuldir

143.540 131.448 0 0

36 36.358 33.198 38.411 34.139

38 16.959 16.221 21.510 21.136

39 13.750 12.828 13.750 12.828

302.953 228.846 310.520 235.298

513.561 422.542 384.192 303.401

606.678 523.527 567.383 537.265

1.729.312 1.464.193 1.753.403 1.538.513

6.365.836 6.237.767 6.216.054 6.090.914

41-42

Eigið fé og skuldir samtals

Skuldir samtals án lífeyrisskuldbindingar

Skuldbindingar og ábyrgðir utan efnahags.......

Eiginfjárreikningur..............................................

Lífeyrisskuldbinding...........................................

Skuldir við lánastofnanir.....................................

Skuldir samtals með lífeyrisskuldbindingu

Aðrar skammtímaskuldir....................................

Efnahagsreikningur 31. desember 2015

Næsta árs afborganir leiguskuldar.....................

Næsta árs afborganir langtímaskulda................

Skuldir við eigin fyrirtæki....................................

A og B hlutiA hluti

Leiguskuld..........................................................

Næsta árs greiðslur lífeyrisskuldbindingar.........

Seltjarnarnesbær - Ársreikningur 2015 6 Fjárhæðir eru í þúsundum króna

Page 43: Ársskýrsla Seltjarnarnesbæjar 2015 · 3 Inngangur ársskýrslu Seltjarnarness 2015 Ársskýrsla Seltjarnarness 2015 samanstendur af greinargerðum sviðstjóra sviða og tölulegum

Skýr. Ársreikningur Áætlun Ársreikningur Ársreikningur Áætlun Ársreikningur

2015 2015 2014 2015 2015 2014

með viðaukum með viðaukum

Rekstrarhreyfingar

35 174.047 )( 149 415.592 126.747 )( 6.605 434.338

Liðir sem ekki hafa áhrif á fjárstreymi:

25,26 84.586 78.408 85.998 116.018 109.825 118.961

0 0 183.201 )( 33.683 )( 0 183.201 )(

2.905 4.487 1.444 5.554 12.057 2.899

15.280 )( 12.491 )( 8.306 )( 0 0 0

0 0 0 469 )( 0 872 )(

36 222.452 100.058 94.576 227.603 103.563 98.887

120.617 170.612 406.103 188.277 232.050 471.012

Breytingar á rekstrartengdum eignum og skuldum:

47.252 0 78.047 )( 13.626 0 78.047 )(

0 0 0 36 )( 0 274 )(

9.253 )( 0 9.612 5.876 )( 0 39.569

74.106 0 7.033 75.223 0 4.200

36 37.324 )( 0 30.886 )( 38.558 )( 0 31.761 )(

Breyting á rekstrartengdum eignum og skuldum 74.781 0 92.288 )( 44.378 0 66.313 )(

Handbært fé frá rekstri 195.398 170.612 313.815 232.655 232.050 404.699

Fjárfestingarhreyfingar

27 89.850 )( 104.500 )( 69.558 )( 239.880 )( 167.400 )( 144.497 )(

0 0 360.261 51.592 0 371.015

797 )( 0 5.960 )( 797 )( 0 5.960 )(

38.028 0 35.911 0 0 0

Fjárfestingarhreyfingar 52.619 )( 104.500 )( 320.655 189.085 )( 167.400 )( 220.558

Fjármögnunarhreyfingar

37 16.732 )( 16.563 )( 16.216 )( 42.104 )( 21.510 )( 21.112 )(

39 12.828 )( 12.700 )( 12.082 )( 12.828 )( 12.700 )( 12.082 )(

122.218 )( 5.915 )( 18.921 )( 0 0 0 )(

0 0 201.992 )( 0 0 201.992 )(

Fjármögnunarhreyfingar 151.778 )( 35.178 )( 249.211 )( 54.932 )( 34.210 )( 235.187 )(

8.999 )( 30.934 385.259 11.362 )( 30.440 390.070

867.132 629.134 481.873 883.282 640.434 493.211

858.132 660.068 867.132 871.920 670.874 883.281

Greitt vegna lífeyrisskuldbindingar......................

Sjóðstreymisyfirlit árið 2015

Birgðir, (hækkun) lækkun...................................

Rekstrarniðurstaða.................................................

A hluti A og B hluti

Handbært fé í ársbyrjun..............................................

Handbært fé í árslok.................................................

Fjárfest í eignarhlutum, nettó..................................

Langtímakröfur við eigin fyrirtæki, breyting..............

Hækkun (lækkun) á handbæru fé............................

Skuldir við lánastofnanir, breyting ..........................

Afborganir leiguskuldar...........................................

Afborganir langtímalána..........................................

Eigin fyrirtæki, breyting...........................................

Seldir rekstrarfjármunir............................................

Aðrar skammtímakröfur, (hækkun) lækkun.........

Verðbætur og gengismunur................................

Fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum ...........

Veltufé frá rekstri

Breyting lífeyrisskuldbindingar............................

Óinnheimtar skatttekjur, (hækkun) lækkun.........

Skammtímaskuldir, hækkun (lækkun).................

Afskriftir fastafjármuna........................................

Söluhagnaður eigna............................................

Verðbætur, eigin fyrirtæki...................................

Tekjuskattsinneign, breyting...............................

Seltjarnarnesbær - Ársreikningur 2015 7 Fjárhæðir eru í þúsundum króna

Page 44: Ársskýrsla Seltjarnarnesbæjar 2015 · 3 Inngangur ársskýrslu Seltjarnarness 2015 Ársskýrsla Seltjarnarness 2015 samanstendur af greinargerðum sviðstjóra sviða og tölulegum

Upplýsingar um sveitarfélagið

1.

Mælt er fyrir um grundvallarþætti stjórnsýslu og starfsemi sveitarfélaga í sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011.

Grundvöllur reikningsskilanna

2.

Reikningsskilaaðferðir

Innlausn tekna

3.

Tekjur af sölu þjónustu og vöru eru færðar þegar afhending hefur farið fram.

Færsla gjalda

4. Útgjöld eru færð í ársreikninginn á því tímabili sem til þeirra er stofnað og kröfuréttur seljanda hefur myndast.

Skýringar

Seltjarnarnesbær er sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu og voru íbúar 4.418 þann 1. desember 2015. Skrifstofa

sveitarfélagsins er að Austurströnd 2.

Ársreikningur Seltjarnarnesbæjar árið 2015 hefur að geyma ársreikning fyrir þær rekstrareiningar sem falla undir A

hluta starfsemi sveitarfélagsins og samantekinn ársreikning fyrir alla starfsemi þess, þ.e. A og B hluta, sbr. 60. gr.

sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Til A hluta telst starfsemi sem að hluta eða að öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum. Hér er um að ræða

Aðalsjóð, en auk hans Eignasjóð og Áhaldahús. Til B hluta teljast fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki sem að hálfu

eða meirihluta eru í eigu sveitarfélagsins en rekstur þessara fyrirtækja er fjármagnaður með þjónustutekjum.

Fyrirtæki sem falla undir B hluta starfsemi sveitarfélagsins eru Hitaveita Seltjarnarness, Vatnsveita Seltjarnarness,

Fráveita Seltjarnarness, Félagsheimili Seltjarnarness, Félagslegar íbúðir á Seltjarnarnesi, Lækningaminjasafn

Íslands, Dvalar- og hjúkrunarheimili Seltjarnarness og Hrólfskálamelur ehf.

Ársreikningurinn er gerður samkvæmt kostnaðarverðsreglu og í samræmi við sveitarstjórnarlög, lög um

ársreikninga nr. 3/2006 og reglugerð um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga nr. 1212/2015.

Ársreikningurinn byggir í meginatriðum á sömu reikningsskilaaðferðum og árið áður.

Stöður í efnahagsreikningi milli rekstrareininga í A hluta og viðskipti milli þeirra eru felld út í ársreikningi A hluta. Í

ársreikningi fyrir A og B hluta eru felldar út stöður í efnahagsreikningi og viðskipti milli allra rekstrareininga

sveitarfélagsins. Af viðskiptum milli rekstrareininga sveitarfélagsins má nefna álagða fasteignaskatta, húsaleigu

Eignasjóðs og önnur innbyrðis viðskipti vegna kaupa á vöru og þjónustu.

Skatttekjur eru færðar til tekna við álagningu þeirra en til lækkunar er færð reiknuð niðurfærsla vegna óinnheimtra

skatttekna. Til skatttekna teljast útsvör, fasteignaskattur og framlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, auk annarra

tekna sem hafa ígildi skatta, svo sem lóðarleiga.

Hagnaður eða tap af sölu varanlegra rekstrarfjármuna reiknast sem mismunur á söluverði og bókfærðu verði og

færist til tekna eða gjalda í rekstrarreikningi. Mismunur á seldum byggingarrétti og kostnaði við uppkaup lands

vegna þeirra lóða sem til úthlutunar eru færist með sama hætti sem söluhagnaður meðal annarra tekna í

rekstrarreikningi. Álögð gatnagerðargjöld eru færð til lækkunar á kostnaði við nýframkvæmdir gatna.

Seltjarnarnesbær - Ársreikningur 2015 8 Fjárhæðir eru í þúsundum króna

Page 45: Ársskýrsla Seltjarnarnesbæjar 2015 · 3 Inngangur ársskýrslu Seltjarnarness 2015 Ársskýrsla Seltjarnarness 2015 samanstendur af greinargerðum sviðstjóra sviða og tölulegum

Verðlags- og gengisviðmið

5.

Varanlegir rekstrarfjármunir

6.

Afskriftir varanlegra rekstrarfjármuna

7.

33 - 67 ár

25 - 50 ár

25 ár

3 - 14 ár

15 ár

Stofnframlög og eignarhlutir í félögum

8.

Langtímakröfur

9.

Skýringar frh.

Fasteignir......................................................................................................................................

Eignir og skuldir í erlendum gjaldmiðlum eru umreiknaðar í íslenskar krónur á gengi í árslok 2015. Eignir og

skuldir sem bundnar eru verðlagsvísitölu eru færðar í ársreikninginn miðað við verðlag í ársbyrjun 2016. Áfallinn

gengismunur, vextir og verðbætur á höfuðstól eigna og skulda eru færðar í rekstrarreikning.

Varanlegir rekstrarfjármunir, aðrir en lóðir og lendur sem sveitarfélagið hefur leigutekjur af, eru færðir til eignar á

kostnaðarverði að frádregnum afskriftum.

Leigðar eignir eru fasteignir sem sveitarfélagið leigir til sín samkvæmt leigusamningum sem eru að lágmarki til

þriggja ára og eru ekki uppsegjanlegir af hálfu sveitarfélagsins innan árs frá upphafsdegi leigusamnings.

Kostnaðarverð leigðrar eignar telst vera gangverð hinnar leigðu eignar á samningsdegi eða núvirði

lágmarksleigugreiðslna leigusamnings sé það lægra.

Afskriftir eru reiknaðar sem fastur árlegur hundraðshluti miðað við áætlaðan nýtingartíma rekstrarfjármuna þar til

10% niðurlagsverði er náð. Áætlaður nýtingartími rekstrarfjármuna greinist þannig:

Afskriftir leigðra eigna eru reiknaðar sem fastur hundraðshluti miðað við leigutíma eða nýtingartíma sé hann styttri.

Sé ljóst að sveitarfélagið eignist hina leigðu eign í lok leigutíma er miðað við nýtingartíma viðkomandi eignar.

Afskriftartími leigðra eigna greinist þannig:

Eignarhlutir í félögum og stofnframlög í byggðasamlögum og eigin fyrirtækjum eru færðir á kostnaðarverði.

Framlög sveitarfélagsins til byggðasamlaga og ýmissa verkefna teljast hluti kostnaðar vegna viðeigandi

málaflokks.

Langtímakröfur eru færðar til eignar í samræmi við lánskjör. Næsta árs og gjaldfallnar afborganir langtímakrafna

eru færðar í efnahagsreikning meðal veltufjármuna.

Fasteignir......................................................................................................................................

Veitukerfi.......................................................................................................................................

Lóðir og lendur sem sveitarfélagið hefur leigutekjur af eru færðar á gangverði eða núvirði framtíðarleigutekna

samkvæmt fyrirliggjandi leigusamningum sé það lægra. Lóðir og lendur eru endurmetnar með reglubundnum

hætti. Endurmat lóða og lendna er fært á eiginfjárreikning.

Lóðir og lendur sem sveitarfélagið hefur leigutekjur af eru ekki afskrifaðar.

Gatnakerfi......................................................................................................................................

Vélar, áhöld og tæki......................................................................................................................

Seltjarnarnesbær - Ársreikningur 2015 9 Fjárhæðir eru í þúsundum króna

Page 46: Ársskýrsla Seltjarnarnesbæjar 2015 · 3 Inngangur ársskýrslu Seltjarnarness 2015 Ársskýrsla Seltjarnarness 2015 samanstendur af greinargerðum sviðstjóra sviða og tölulegum

Tekjuskattsinneign

10.

Birgðir

11.

Óinnheimtar skatttekjur og aðrar kröfur

12.

Handbært fé

13.

Eignir utan efnahagsreiknings

14.

Lífeyrisskuldbinding

15.

Langtímaskuldir

16.

Skýringar frh.

Birgðir af vörum eru metnar á síðasta innkaupsverði.

Áætluð lífeyrisskuldbinding vegna lífeyrisréttinda starfsmanna sveitarfélagsins er færð sem langtímaskuld á

grundvelli tryggingafræðilegrar úttektar á árinu að teknu tilliti til áætlana stjórnenda um verðbreytingar til ársloka

2015. Reiknuð breyting á skuldbindingunni á árinu er færð í rekstrarreikningi samanber skýringu 36.

Langtímaskuldir eru færðar í efnahagsreikning í árslok eins og lánskjör segja til um. Næsta árs afborganir

langtímaskulda eru færðar meðal skammtímaskulda.

Óinnheimtar skatttekjur og aðrar kröfur eru færðar niður til að mæta almennri áhættu sem fylgir kröfueign

sveitarfélagsins, en hér er ekki um endanlega afskrift að ræða. Annars vegar er um að ræða niðurfærslu vegna

krafna sem sérstaklega hafa verið metnar í tapshættu og hins vegar niðurfærslu til að mæta almennri áhættu.

Niðurfærslan er dregin frá viðkomandi liðum í efnahagsreikningi.

Fjárfesting í umferðarmannvirkjum fyrir ársbyrjun 2002 sem áður hefur verið gjaldfærð er ekki færð til eignar í

efnahagsreikningi.

Mismunur reiknaðs tekjuskatts samkvæmt rekstrarreikningi og þess tekjuskatts, sem reiknast af skattalegu tapi

tímabilsins og kemur til frádráttar á næstu reikningsárum, færist til eignar í efnahagsreikningi sem

tekjuskattsinneign. Mismunur þessi stafar af því að skattalegt tap samkvæmt skattframtali miðast við aðrar

forsendur heldur en tap fyrir skatta samkvæmt rekstrarreikningi og er þar í meginatriðum um að ræða tímamismun

vegna þess að gjöld, einkum afskriftir, eru að jafnaði færð fyrr í ársreikningi en skattauppgjöri.

Reiknuð tekjuskattsinneign, vegna frádráttarbærs tímabundins mismunar og yfirfærðs ónýtts skattalegs taps, er

færð í samræmi við settar reikningsskilareglur og að því marki sem líklegt er talið að skattskyldur hagnaður í

framtíðinni muni nýtast á móti henni. Frádráttarbær tímabundinn mismunur stafar af því að bókfært verð eigna er

lægra en skattalegt verð þeirra en mismunurinn verður frádráttarbær síðar við ákvörðun skattalegrar afkomu.

Reiknuð tekjuskattsinneign er metin með því tekjuskattshlutfalli sem ætla má að verði í gildi þegar til nýtingar á

henni kemur.

Sjóðir og bankainnstæður teljast til handbærs fjár.

Seltjarnarnesbær - Ársreikningur 2015 10 Fjárhæðir eru í þúsundum króna

Page 47: Ársskýrsla Seltjarnarnesbæjar 2015 · 3 Inngangur ársskýrslu Seltjarnarness 2015 Ársskýrsla Seltjarnarness 2015 samanstendur af greinargerðum sviðstjóra sviða og tölulegum

Leiguskuldir

17.

Skuldbindingar og ábyrgðir utan efnahagsreiknings

18.

Fjárhagsáætlun

19.

Skýringar frh.

Upplýsingar um ábyrgðir og aðrar skuldbindingar sveitarfélagsins utan efnahagsreiknings eru birtar í skýringum

41 - 42.

Við upphaflega skráningur skuldbindingar vegna leigusamninga er leiguskuld færð á gangvirði hinnar leigðu

eignar eða núvirði lágmarksleigugreiðslna leigusamnings sé það lægra. Lágmarksleigugreiðslum er skipt í

vaxtagjöld og afborganir á eftirstöðvum skulda. Vaxtagjöldunum er deift á leigutímann miðað við virka vexti.

Lágmarksleigugreiðslur eru þær greiðslur á samningstíma sem leigutaka er skylt að greiða eða hann kann að

verða krafinn um, að undanskilinni skilyrtri leigu, sem og viðhaldi, þjónustukostnaði, tryggingum og sköttum sem

leigusali greiðir.

Við útreikning á núvirði lágmarksleigugreiðslna er miðað við ávöxtunarkröfu leigusala ef það er gerlegt að ákvarða

hana, en ef ekki er miðað við lánskjör sveitarfélagsins af nýju fjármagni á þeim tíma sem samningur er gerður.

Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2015 er birt sem samanburðarfjárhæðir í rekstrarreikningi,

sjóðstreymisyfirliti og skýringum. Um er að ræða fjárhagsáætlun með viðaukum sem bæjarstjórn hefur samþykkt.

Gerð er grein fyrir upphaflega samþykktri fjárhagsáætlun, samþykktum viðaukum og fjárhagsáætlun með

viðaukum í skýringum 48 og 49.

Seltjarnarnesbær - Ársreikningur 2015 11 Fjárhæðir eru í þúsundum króna

Page 48: Ársskýrsla Seltjarnarnesbæjar 2015 · 3 Inngangur ársskýrslu Seltjarnarness 2015 Ársskýrsla Seltjarnarness 2015 samanstendur af greinargerðum sviðstjóra sviða og tölulegum

Rekstrartekjur

20. Rekstrartekjur greinast þannig:

Ársreikningur Áætlun 2015 Ársreikningur Áætlun 2015

2015 með viðaukum 2015 með viðaukum

Útsvar og fasteignaskattar:

2.204.966 2.126.727 2.204.966 2.126.727

184.243 188.396 178.117 182.672

24.471 23.415 24.471 23.415

2.413.680 2.338.538 2.407.554 2.332.814

Framlög Jöfnunarsjóðs:

96.805 80.000 96.805 80.000

3.113 0 3.113 0

15.492 0 15.492 0

3.803 0 3.803 0

119.212 80.000 119.212 80.000

2.532.892 2.418.538 2.526.767 2.412.814

Aðrar tekjur:

453.602 653.699 741.026 936.160

0 0 33.683 0

453.602 653.699 774.709 936.160

2.986.494 3.072.237 3.301.475 3.348.974

Laun og launatengd gjöld

21. Laun og launatengd gjöld greinast þannig:

Ársreikningur Áætlun 2015 Ársreikningur Áætlun 2015

2015 með viðaukum 2015 með viðaukum

1.438.663 1.373.473 1.463.332 1.392.627

387.445 353.773 391.927 358.942

222.452 100.058 227.603 103.563

2.048.559 1.827.304 2.082.862 1.855.133

Skýringar frh.

Skatttekjur samtals..................................

Fasteignaskattur......................................

Framlag vegna útgjaldajöfnunar..............

Lóðarleiga................................................

Framlög vegna sérþarfa fatlaðra..............

Framlög vegna nýbúafræðslu..................

Framlög vegna tónlistarnáms...................

A og B hlutiA hluti

Útsvar.......................................................

Heildarfjöldi starfsmanna sveitarfélagsins var 231 í árslok 2015 en meðalstöðugildi á árinu voru 228.

Laun bæjarstjórnar og bæjarstjóra námu 41,1 millj.kr. með launatengdum gjöldum á árinu 2015.

Söluhagnaður eigna.................................

Rekstrartekjur samtals.............................

Launatengd gjöld.....................................

A og B hluti

Breyting lífeyrisskuldbindingar.................

Laun og launatengd gjöld samtals...........

A hluti

Laun ........................................................

Þjónustutekjur o.fl....................................

Seltjarnarnesbær - Ársreikningur 2015 12 Fjárhæðir eru í þúsundum króna

Page 49: Ársskýrsla Seltjarnarnesbæjar 2015 · 3 Inngangur ársskýrslu Seltjarnarness 2015 Ársskýrsla Seltjarnarness 2015 samanstendur af greinargerðum sviðstjóra sviða og tölulegum

Annar rekstrarkostnaður

22. Annar rekstrarkostnaður greinist þannig:

Ársreikningur Áætlun 2015 Ársreikningur Áætlun 2015

2015 með viðaukum 2015 með viðaukum

703.025 864.760 794.580 970.749

441.066 389.704 450.979 407.699

1.144.090 1.254.463 1.245.559 1.378.447

Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld)

23. Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld greinast þannig:

Ársreikningur Áætlun 2015 Ársreikningur Áætlun 2015

2015 með viðaukum 2015 með viðaukum

76.474 34.316 46.876 22.000

50.778 55.000 778 5.000

10.894 )( 1.800 )( 10.894 )( 1.800 )(

12.028 )( 7.432 )( 14.987 )( 12.107 )(

12.365 8.004 5.555 )( 12.057 )(

116.695 88.088 16.217 1.036

Skýringar frh.

Verðbætur................................................

Vaxtagjöld................................................

Vaxtatekjur...............................................

Arður og aðrar eignatekjur.......................

Fjármagnstekjuskattur.............................

A og B hluti

Vöru- og þjónustukaup.............................

Styrkir, framlög og annar kostnaður.........

A hluti

A hluti A og B hluti

Seltjarnarnesbær - Ársreikningur 2015 13 Fjárhæðir eru í þúsundum króna

Page 50: Ársskýrsla Seltjarnarnesbæjar 2015 · 3 Inngangur ársskýrslu Seltjarnarness 2015 Ársskýrsla Seltjarnarness 2015 samanstendur af greinargerðum sviðstjóra sviða og tölulegum

Heildaryfirlit um rekstur

24. Rekstur málaflokka Aðalsjóðs, stofnana og fyrirtækja sveitarfélagsins greinist þannig:

Aðalsjóður: Áætlun 2015

með viðaukum

Gjöld Tekjur Mismunur Nettó

0 2.584.891 2.584.891 2.470.005

337.689 57.927 279.762 )( 268.574 )(

8.565 2.576 5.990 )(

1.736.321 292.107 1.444.214 )( 1.359.283 )(

99.135 5.401 93.735 )( 88.430 )(

582.596 136.511 446.086 )( 420.460 )(

37.716 0 37.716 )( 33.977 )(

50.415 40.821 9.594 )( 11.445 )(

47.577 16.747 30.830 )( 33.792 )(

124.933 2.112 122.821 )( 114.248 )(

91.061 300 90.761 )( 92.294 )(

107 0 107 )( 500 )(

305.949 112.913 193.036 )( 203.291 )(

222.452 0 222.452 )( 100.058 )(

0 264.647 264.647 276.004

3.644.517 3.516.952 127.565 )( 19.658

A hluta sjóðir og stofnanir:

388.730 369.326 19.405 )( 20.517 )(

107.194 80.116 27.077 )( 1.008

715.252 )( 715.252 )( 0 0

3.425.189 3.251.142 174.047 )( 149

Áætlun 2015

með viðaukum

Gjöld Tekjur Mismunur Nettó

B hluta fyrirtæki:

156.635 154.290 2.345 )( 1.245

65.664 92.146 26.482 15.784

98.823 119.403 20.580 30.807

10.070 4.239 5.831 )( 2.254 )(

29.795 53.737 23.942 24.126 )(

527 0 527 )( 0

15.000 )( 15.000 )( 15.000 )(

143.833 )( 143.833 )( 0 0

3.642.871 3.516.123 126.747 )( 6.605

Skýringar frh.

A og B hluti samtals

Fræðslu- og uppeldismál.........................

Félagsþjónusta........................................

Heilbrigðismál..........................................

Innri færslur A hluta..................................

A hluti samtals

Ársreikningur 2015

Lífeyrisskuldbinding, breyting...................

Umferðar- og samgöngumál....................

Skatttekjur................................................

Umhverfismál...........................................

Aðalsjóður samtals

Eignasjóður..............................................

Hreinlætismál...........................................

Greiddur arður innan samstæðu bakf......

Félagslegar íbúðir á Seltjarnarnesi..........

Lækningaminjasafn Íslands.....................

Innri færslur A og B hluta.........................

Hitaveita Seltjarnarness...........................

Vatnsveita Seltjarnarness........................

Ársreikningur

Skipulags- og byggingarmál.....................

Fráveita Seltjarnarnness..........................

Sameiginlegur kostnaður.........................

Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld...........

Menningarmál..........................................

Áhaldahús................................................

Æskulýðs- og íþróttamál..........................

Félagsheimili Seltjarnarness....................

Atvinnumál...............................................

Brunamál og almannavarnir.....................

2015

2015

Seltjarnarnesbær - Ársreikningur 2015 14 Fjárhæðir eru í þúsundum króna

Page 51: Ársskýrsla Seltjarnarnesbæjar 2015 · 3 Inngangur ársskýrslu Seltjarnarness 2015 Ársskýrsla Seltjarnarness 2015 samanstendur af greinargerðum sviðstjóra sviða og tölulegum

Varanlegir rekstrarfjármunir

A hluti

25. Varanlegir rekstrarfjármunir greinast þannig:

Fasteignir Veitu- og Vélar, áhöld Samtals

og lóðir gatnakerfi og tæki

5.251.995 505.623 117.037 5.874.655

2.066.367 )( 72.088 )( 73.169 )( 2.211.623 )(

3.185.628 433.535 43.869 3.663.032

36.999 0 0 36.999

40.329 46.345 3.176 89.850

51.506 )( 19.168 )( 8.208 )( 78.882 )(

3.211.450 460.712 38.837 3.710.999

5.329.323 551.968 120.214 6.001.504

2.117.873 )( 91.256 )( 81.377 )( 2.290.505 )(

3.211.450 460.712 38.837 3.710.999

0 - 5% 4% 2 - 33%

Leigðar eignir greinast þannig: Samtals

85.525

66.534 )(

18.991

5.705 )(

13.287

6,7%

Samantekið:

3.682.023

36.999

89.850

84.586 )(

3.724.286

Skýringar frh.

Samtals heildarverð 31.12.2015..............

Afskrifað samtals.....................................

Bókfært verð 31.12.2015.........................

Viðbót á árinu samtals...................................................................................................................

Heildarverð 1.1.2015................................

Endurmat lóða skv. áliti 2/2010.....................................................................................................

Afskrifað á árinu samtals...............................................................................................................

Varanlegir rekstrarfjármunir samtals í árslok.................................................................................

Bókfært verð 31.12.2015...............................................................................................................

Varanlegir rekstrarfjármunir samtals í ársbyrjun...........................................................................

Afskriftarhlutföll........................................

Afskriftarhlutfall..............................................................................................................................

Afskrifað áður...........................................

Bókfært verð 1.1.2015.............................

Afskrifað á árinu............................................................................................................................

Afskrifað áður................................................................................................................................

Bókfært verð 31.12.2015.........................

Endurmat lóða skv. áliti 2/2010................

Afskrifað á árinu.......................................

Viðbót á árinu...........................................

Heildarverð 1.1.2015.....................................................................................................................

Seltjarnarnesbær - Ársreikningur 2015 15 Fjárhæðir eru í þúsundum króna

Page 52: Ársskýrsla Seltjarnarnesbæjar 2015 · 3 Inngangur ársskýrslu Seltjarnarness 2015 Ársskýrsla Seltjarnarness 2015 samanstendur af greinargerðum sviðstjóra sviða og tölulegum

A og B hluti

26. Varanlegir rekstrarfjármunir greinast þannig:

Fasteignir Veitu- og Vélar, áhöld Samtals

og lóðir gatnakerfi og tæki

5.814.125 1.887.146 131.278 7.832.549

2.293.017 )( 951.527 )( 83.567 )( 3.328.112 )(

3.521.108 935.619 47.711 4.504.438

36.999 0 0 36.999

146.785 89.918 3.176 239.880

17.909 )( 0 0 17.909 )(

56.362 )( 44.995 )( 8.957 )( 110.314 )(

3.630.620 980.542 41.931 4.653.093

5.975.625 1.977.064 134.454 8.087.143

2.345.005 )( 996.523 )( 92.523 )( 3.434.050 )(

3.630.620 980.542 41.931 4.653.093

0 - 5% 2 - 15% 2 - 33%

Leigðar eignir greinast þannig: Samtals

85.525

66.534 )(

18.991

5.705 )(

13.287

6,7%

Samantekið:

4.523.429

36.999

239.880

17.909 )(

116.018 )(

4.666.380

Heildarverð 1.1.2015................................

Skýringar frh.

Endurmat lóða skv. áliti 2/2010.....................................................................................................

Viðbót á árinu samtals...................................................................................................................

Afskrifað á árinu samtals...............................................................................................................

Viðbót á árinu...........................................

Bókfært verð 1.1.2015.............................

Selt og fært út á árinu samtals......................................................................................................

Selt og fært út á árinu..............................

Afskriftarhlutföll........................................

Bókfært verð 31.12.2015.........................

Heildarverð 1.1.2015.....................................................................................................................

Afskrifað áður................................................................................................................................

Afskrifað á árinu............................................................................................................................

Samtals heildarverð 31.12.2015..............

Afskrifað samtals.....................................

Afskriftarhlutfall..............................................................................................................................

Varanlegir rekstrarfjármunir samtals í ársbyrjun...........................................................................

Afskrifað áður...........................................

Afskrifað á árinu.......................................

Endurmat lóða skv. áliti 2/2010................

Bókfært verð 31.12.2015.........................

Bókfært verð 31.12.2015...............................................................................................................

Varanlegir rekstrarfjármunir samtals í árslok.................................................................................

Seltjarnarnesbær - Ársreikningur 2015 16 Fjárhæðir eru í þúsundum króna

Page 53: Ársskýrsla Seltjarnarnesbæjar 2015 · 3 Inngangur ársskýrslu Seltjarnarness 2015 Ársskýrsla Seltjarnarness 2015 samanstendur af greinargerðum sviðstjóra sviða og tölulegum

27.

Fjárfesting Áætlun 2015

2015 með viðaukum

A hluti

Fasteignir:

18.281 16.000

5.885 7.000

16.163 8.223

40.329 31.223

Gatnamannvirki og byggingareitir:

51.127 67.277

4.782 )( 0

46.345 67.277

Vélar, áhöld og tæki:

3.176 6.000

A hluti samtals 89.850 104.500

B hluti

Hitaveita:

8.686 7.500

0 14.000

3.000 3.000

0 8.500

11.686 33.000

Fráveita:

29.373 4.800

2.515 13.000

31.888 17.800

Vatnsveita:

0 11.100

0 11.100

Félagslegar íbúðir:

32.000 0

32.000 0

Félagsheimili:

0 1.000

0 1.000

Dvalar- og hjúkrunarheimili:

74.456 0

74.456 0

B hluti samtals 150.030 62.900

Samtals A og B hluti 239.880 167.400

Borholur..........................................................................................................

Dælustöð.........................................................................................................

Endurnýjun fráveitu.........................................................................................

Torgið..............................................................................................................

Gatnagerðatekjur............................................................................................

Grunnskólar....................................................................................................

Skýringar frh.

Framkvæmdakostnaður..................................................................................

Framkvæmdakostnaður..................................................................................

Stofnlagnir.......................................................................................................

Tölvubúnaður, innréttingar, áhöld og tæki......................................................

Fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum á árinu 2015 greinist þannig:

Leikskólar........................................................................................................

Dreifikerfi.........................................................................................................

Eiðismýri 30....................................................................................................

Heimæðar.......................................................................................................

Veitukerfi.........................................................................................................

Framkvæmdakostnaður..................................................................................

Seldar voru tvær félagslegar íbúðir, söluverð þeirra var kr. 51,6 millj. og veitt var heimild til kaupa á öðrum tveimur

félagslegum íbúðum á árinu 2015.

Seltjarnarnesbær - Ársreikningur 2015 17 Fjárhæðir eru í þúsundum króna

Page 54: Ársskýrsla Seltjarnarnesbæjar 2015 · 3 Inngangur ársskýrslu Seltjarnarness 2015 Ársskýrsla Seltjarnarness 2015 samanstendur af greinargerðum sviðstjóra sviða og tölulegum

28.

Fasteigna Brunabóta- Bókfært

A hluti mat mat verð

1.381.300 2.298.050 819.488

227.740 359.500 108.168

1.024.650 1.752.633 1.486.557

346.428 627.973 265.813

13.287

2.574.918 526.423

482.487 5.000

6.037.523 5.038.156 3.224.736

Fasteigna Brunabóta- Bókfært

B hluti mat mat verð

505.294 403.170 164.825

90.750 146.500 17.734

13.320 19.583 1.169

126.536

108.906

609.364 569.253 419.170

6.646.887 5.607.409 3.643.906

29.

30.

287.451

43.792

230.562

90.350

72.344

54.528

68.907

847.933

Félagsheimili.................................................................................................................................

Lóðir og lendur í útleigu.........................................................

Íþróttamannvirki.....................................................................

Fasteignamat, brunabótamat og bókfært verð fasteigna sveitarfélagsins í árslok skiptist þannig:

Skýringar frh.

Annað land............................................................................

Íþróttamannvirki.............................................................................................................................

Skólahúsnæði.......................................................................

Samtals A og B hluti..............................................................

Tryggingarverð lausafjármuna nemur í árslok 2015 alls 848 millj.kr. og greinist þannig:

Annað............................................................................................................................................

Lækningaminjasafn...............................................................

Samtals B hluti......................................................................

Samkvæmt ákvæðum laga og reglugerðar um viðlagatryggingu eru veitumannvirki og götulýsing tryggð vegna

náttúruhamfara. Tryggingarverðmæti hitaveitu nemur 2.120 millj.kr., fráveitu 1.257 millj.kr., vatnsveitu 386 millj.kr.

og götulýsingar 255 millj.kr. á árinu 2015.

Skólar og skóladagheimili.............................................................................................................

Bókasafn.......................................................................................................................................

Veitukerfi...............................................................................

Leigðar eignir........................................................................

Félagsheimili.........................................................................

Aðrar fasteignir......................................................................

Leikskólahúsnæði.................................................................

Félagslegar íbúðir.................................................................

Dvalar- og hjúkrunarheimili...................................................

Samtals A hluti......................................................................

Vatnsveita.....................................................................................................................................

Hitaveita........................................................................................................................................

Seltjarnarnesbær - Ársreikningur 2015 18 Fjárhæðir eru í þúsundum króna

Page 55: Ársskýrsla Seltjarnarnesbæjar 2015 · 3 Inngangur ársskýrslu Seltjarnarness 2015 Ársskýrsla Seltjarnarness 2015 samanstendur af greinargerðum sviðstjóra sviða og tölulegum

Stofnframlög og eignarhlutir í félögum

31. Stofnframlög og eignarhlutir í félögum greinast þannig:

A hluti A og B hluti

Eignarhlutur Bókfært verð Bókfært verð

Byggðasamlög:

2,80% 18.199 18.199

2,37% 38.754 38.754

56.953 56.953

Tengd félög:

90%/100% 1.145 0

Önnur félög:

1,16% 102.572 102.572

93.542 93.542

1.234 1.234

26 26

197.374 197.374

255.472 254.327

Langtímakröfur á eigin fyrirtæki

32. Breyting langtímakrafna A hluta á eigin fyrirtæki í B hluta greinist þannig:

A hluti A og B hluti

759.197 0

38.029 )( 0

15.280 0

736.448 0

39.442 )( 0

697.006 0

Afborganir langtímakrafna A hluta á eigin fyrirtæki í B hluta greinast þannig á næstu ár:

39.442 0

41.128 0

42.776 0

44.490 0

46.273 0

522.339 0

736.448 0

Greitt stofnframlag til Sorpu bs. nam 797 þús.kr á árinu.

Árið 2017.........................................................................................................

Verðbætur.......................................................................................................

Staða langtímakrafna í árslok.........................................................................

Síðar...............................................................................................................

Langtímakröfur samtals, þ.m.t. næsta árs afborganir.....................................

Árið 2020.........................................................................................................

Lánasjóður sveitarfélaga ohf.................................................

Árið 2016.........................................................................................................

Árið 2018.........................................................................................................

Árið 2019.........................................................................................................

Landskerfi bókasafna, Reykjavík..........................................

Skýringar frh.

Spölur ehf, Akranesi..............................................................

Langtímakröfur samtals, þ.m.t. næsta árs afborganir.....................................

Næsta árs afborganir......................................................................................

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs., stofnframlag...............

Sorpeyðing höfuðborgarsvæðisins bs...................................

Eir hjúkrunarheimili, Reykjavík..............................................

Staða langtímakrafna í ársbyrjun....................................................................

Afborganir á árinu...........................................................................................

Hrólfskálamelur ehf...............................................................

Seltjarnarnesbær - Ársreikningur 2015 19 Fjárhæðir eru í þúsundum króna

Page 56: Ársskýrsla Seltjarnarnesbæjar 2015 · 3 Inngangur ársskýrslu Seltjarnarness 2015 Ársskýrsla Seltjarnarness 2015 samanstendur af greinargerðum sviðstjóra sviða og tölulegum

Tekjuskattsinneign

33. Tekjuskattsinneign greinist þannig:

A hluti A og B hluti

Tekjuskattsinneign í ársbyrjun........................................................................ 0 52.769

Tekjuskattur ársins.......................................................................................... 0 469

Tekjuskattsinneign í árslok............................................................................. 0 53.238

Tekjuskattsinneign skiptist þannig á einstaka liði efnahagsreikningsins:

A hluti A og B hluti

Varanlegir rekstrarfjármunir............................................................................ 0 19.960

Lífeyrisskuldbinding........................................................................................ 0 23.558

Aðrir liðir ......................................................................................................... 0 540

Yfirfæranlegt skattalegt tap ............................................................................ 0 9.180

Tekjuskattsinneign í árslok............................................................................. 0 53.238

Skammtímakröfur

34. Niðurfærsla skammtímakrafna greinist þannig: A hluti A og B hluti

494.658 496.158

10.000 )( 10.000 )(

484.658 486.158

Eigið fé

35. Yfirlit um eiginfjárreikning:

A hluti A og B hluti

4.773.573 4.552.401

36.999 36.999

174.047 )( 126.747 )(

4.636.524 4.462.652

Skýringar frh.

Eigið fé 31.12. 2015........................................................................................

Lækkun á niðurfærslu óinnheimtra skatttekna á árinu 2015 er annars vegar færð til hækkunar á skatttekjum í

rekstrarreikningi, 30 millj.kr. og hins vegar til lækkunar á dráttarvaxtartekjum, 20 millj.kr., eða samtals til hækkunar

10 millj.kr.

Endurmat lóða skv. áliti 2/2010.......................................................................

Eigið fé 1.1.2015.............................................................................................

Niðurfærsla í árslok.........................................................................................

Rekstrarniðurstaða ársins...............................................................................

Niðurfærsla í ársbyrjun....................................................................................

Lækkun niðurfærslu óinnheimtra skatttekna...................................................

Seltjarnarnesbær - Ársreikningur 2015 20 Fjárhæðir eru í þúsundum króna

Page 57: Ársskýrsla Seltjarnarnesbæjar 2015 · 3 Inngangur ársskýrslu Seltjarnarness 2015 Ársskýrsla Seltjarnarness 2015 samanstendur af greinargerðum sviðstjóra sviða og tölulegum

Lífeyrisskuldbinding

36.

A hluti A og B hluti

973.865 1.035.387

222.452 227.603

37.324 )( 38.559 )(

1.158.992 1.224.431

36.358 )( 38.411 )(

1.122.634 1.186.020

Núvirði áætlaðra greiðslna vegna lífeyrisskuldbindingar greinist þannig á næstu ár:

A hluti A og B hluti

200.689 212.021

215.116 227.262

207.488 219.204

535.699 565.944

1.158.992 1.224.431

Langtímaskuldir

37. Breyting langtímalána á árinu greinist þannig:

A hluti A og B hluti

84.664 222.458

20.446 0

16.732 )( 42.104 )(

2.264 4.913

90.642 185.267

16.959 )( 21.510 )(

73.683 163.757

3,70% 2,73%

38. Afborganir af langtímaskuldum í árslok greinast þannig á næstu ár:

A hluti A og B hluti

16.959 21.510

16.992 21.556

14.490 19.067

5.648 10.238

5.683 10.287

30.870 102.609

90.642 185.267

Vaxtakjör í árslok............................................................................................

Skýringar frh.

Greitt vegna lífeyrisskuldbindingar á árinu......................................................

Lífeyrisskuldbinding 1.1.2015.........................................................................

Á sveitarfélaginu hvílir skuldbinding vegna lífeyrisréttinda starfsmanna sveitarfélagsins. Reiknuð breyting

lífeyrisréttinda á árinu, sem byggð er á útreikningi tryggingastærðfræðings á árinu að teknu tilliti til áætlana

stjórnenda um verðbreytingar til árslok 2015, er færð í rekstrarreikning og til breytingar á lífeyrisskuldbindingunni.

Greiddur lífeyrir á árinu er færður til lækkunar á lífeyrisskuldbindingunni. Breyting á lífeyrisskuldbindingunni á árinu

2015 greinist þannig:

Næsta árs greiðslur vegna lífeyrisskuldbindingar, áætlun..............................

Síðar...............................................................................................................

Breyting áunninna réttinda á árinu .................................................................

Lífeyrisskuldbinding í árslok 2015...................................................................

Árið 2017.........................................................................................................

Árið 2020.........................................................................................................

Árið 2018.........................................................................................................

Árið 2019.........................................................................................................

Langtímaskuldir samtals, þ.m.t. næsta árs afborganir....................................

Staða verðtryggða lána í ársbyrjun.................................................................

Ný lán..............................................................................................................

Afborganir af lánum.........................................................................................

Verðbætur.......................................................................................................

Langtímaskuldir, samtals, þ.m.t næsta árs afborganir....................................

Næsta árs afborganir......................................................................................

Árin 2016-2020...............................................................................................

Árin 2021-2025...............................................................................................

Árin 2026-2030...............................................................................................

Síðar...............................................................................................................

Árið 2016.........................................................................................................

Seltjarnarnesbær - Ársreikningur 2015 21 Fjárhæðir eru í þúsundum króna

Page 58: Ársskýrsla Seltjarnarnesbæjar 2015 · 3 Inngangur ársskýrslu Seltjarnarness 2015 Ársskýrsla Seltjarnarness 2015 samanstendur af greinargerðum sviðstjóra sviða og tölulegum

Leiguskuldir

39.

A hluti A og B hluti

45.371 45.371

12.828 )( 12.828 )(

641 641

33.184 33.184

13.750 )( 13.750 )(

19.434 19.434

Aðrar upplýsingar um leigusamning: Bókfært verð

Afvöxtunar- (núvirði lágm.

Leigutími stuðull leigugreiðslna)

2003-2018 5% 33.184

Ónúvirtar lágmarksleigugreiðslur samningsins greinast þannig:

A hluti A og B hluti

15.097 15.097

15.097 15.097

5.032 5.032

35.226 35.226

Greiðslur vegna leigusamningsins námu 18,7 millj.kr. á árinu 2015 og færast þannig í ársreikninginn:

A hluti A og B hluti

12.828 12.828

2.105 2.105

14.933 14.933

3.798 3.798

18.731 18.731

Skýringar frh.

Vaxtagjöld.......................................................................................................

Næsta árs afborgun........................................................................................

Langtímahluti leiguskulda...............................................................................

Samtals...........................................................................................................

Afborgun til lækkunar á leiguskuld..................................................................

Afborgun leigusamnings.................................................................................

Árið 2018.........................................................................................................

Bókasafn Eiðistorgi...............................................................

Árið 2016.........................................................................................................

Árið 2017.........................................................................................................

Sveitarfélagið hefur gert einn leigusamning um fasteign sem færður er til skuldar í efnahagsreikningi sbr. skýringu

17. Leigusamningurinn er tengdur vísitölu neysluverðs og greinist þannig:

Verðbætur.......................................................................................................

Staða samnings þ.m.t. næsta árs afborgun....................................................

Staða samnings í ársbyrjun............................................................................

Lágmarksleigugreiðsla....................................................................................

Rekstrarkostnaður...........................................................................................

Heildarleigugreiðsla........................................................................................

Seltjarnarnesbær - Ársreikningur 2015 22 Fjárhæðir eru í þúsundum króna

Page 59: Ársskýrsla Seltjarnarnesbæjar 2015 · 3 Inngangur ársskýrslu Seltjarnarness 2015 Ársskýrsla Seltjarnarness 2015 samanstendur af greinargerðum sviðstjóra sviða og tölulegum

Heildaryfirlit um samantekna fjárhagsstöðu A og B hluta í árslok

40. Eignir, skuldir og eigið fé sveitarfélagsins greinist þannig:

Eignarhluti Eignir Skuldir Eigið fé

100% 6.365.836 1.729.312 4.636.524

100% 357.424 294.794 62.630

100% 98.939 0 98.939

100% 238.436 535.452 297.016 )(

100% 18.574 37.839 19.265 )(

100% 188.749 170.140 18.609

100% 126.536 166.811 40.275 )(

100% 108.906 109.582 677 )(

100% 4.454 0 4.454

1.272 )( 0 1.272 )(

1.290.527 )( 1.290.527 )( 0

6.216.055 1.753.403 4.462.652

Skuldbindingar og ábyrgðir utan efnahagsreiknings

41.

42.

Lækningaminjasafn Íslands.....................

Dvalar- og hjúkrunarheimili......................

Hrólfskálamelur ehf..................................

Bakfærðir eignarhlutir í B hluta................

Millifærslur, innbyrðis staða.....................

Heildarstaða.............................................

Félagsheimili Seltjarnarness....................

Á fundi bæjarstjórnar þann 16. janúar 2013 var samþykkt að leggja niður Lækningaminjasafn Íslands sem er B-

hluta stofnun í eigu bæjarins, sbr. stofnskrá sem samþykkt var á fundi bæjarstjórnar 14. maí 2009 og staðfest af

safnaráði samkvæmt safnalögum nr. 106/2001. Samkvæmt samþykkt bæjarstjórnar skal niðurlagning safnsins

miðast við 31. janúar 2013. Stjórn safnsins sem skipuð er fimm mönnum samkvæmt 7. gr. stofnskrár var leyst frá

störfum frá og með 31. janúar 2013. Um ráðstöfun safnmuna skal farið eftir ákvæðum 12. gr. safnalaga nr.

141/2011 og 1. mgr. 16. gr. stofnskrár safnsins og munir safnsins þannig renna til Þjóðminjasafns Íslands, þar

sem safnkosturinn skal áfram mynda heildstætt safn lækningaminja. Viðræður standa yfir við

menntamálaráðuneytið um framtíð byggingarinnar undir safn.

Skýringar frh.

Sveitarfélagið er í ábyrgð fyrir skuldbindingum byggðasamlaganna Sorpu bs., Strætó bs. og Slökkviliðs

höfuðborgarsvæðisins bs. ásamt öðrum aðilum að byggðasamlögunum, en innbyrðis skiptist ábyrgðin í hlutfalli við

íbúatölu.

Félagslegar íbúðir á Seltjarnarnesi..........

Hitaveita Seltjarnarness...........................

Vatnsveita Seltjarnarness........................

Í september 2007 var undirritaður samningur milli Seltjarnarnesbæjar, mennta- og menningarmálaráðuneytis,

Þjóðminjasafns Íslands, Læknafélags Íslands og Læknafélags Reykjavíkur um stofnkostnað, byggingu og rekstur

húsnæðis fyrir Lækningaminjasafn Íslands. Í samningnum kemur fram að komi til þess að Seltjarnarnesbær óski

eftir að nýta safnbygginguna undir aðra starfsemi en Lækningaminjasafn Íslands, skal Seltjarnarnesbær, nema

um annað semjist við mennta- og menningarmálaráðuneytið og Læknafélag Íslands, leysa bygginguna til sín. Þá

skal Seltjarnarnesbær endurgreiða ríkissjóði þá fjármuni sem lagðir voru fram sem stofnframlag mennta- og

menningarmálaráðuneytis, Læknafélags Íslands og Læknafélags Reykjavíkur samkvæmt 1. gr. samnings aðila

um byggingu og rekstur safnsins og skulu fjárhæðir miðaðar við byggingavísitölu í þeim mánuði sem framkvæmdir

við safnbygginguna hófust.

A hluti.......................................................

Fráveita Seltjarnarnness..........................

Seltjarnarnesbær - Ársreikningur 2015 23 Fjárhæðir eru í þúsundum króna

Page 60: Ársskýrsla Seltjarnarnesbæjar 2015 · 3 Inngangur ársskýrslu Seltjarnarness 2015 Ársskýrsla Seltjarnarness 2015 samanstendur af greinargerðum sviðstjóra sviða og tölulegum

Tengdir aðilar

43.

Á árinu náðu viðskipti sveitarfélagsins við tengda aðila eingöngu til hefðbundinnar þjónustu sem sveitarfélagið

veitir og opinberra gjalda sem lögð eru á tengda aðila. Viðskiptin eru á sömu forsendum og þegar um ótengda

aðila er að ræða og eru skilyrði og skilmálar viðskiptanna sambærileg og við ótengda aðila. Við ákvörðun um

viðskipti við tengda aðila er farið að hæfisreglum 20. gr. sveitarstjórnarlaga.

Skýringar frh.

Aðal- og varamenn í sveitarstjórn auk æðstu stjórnenda sveitarfélagsins eru skilgreindir sem tengdir aðilar

sveitarfélagsins. Makar þessara aðila og ófjárráða börn og aðrir fjárhagslega háðir einstaklingar falla einnig undir

skilgreininguna ásamt fyrirtækjum í eigu eða stjórn þessara aðila.

Seltjarnarnesbær - Ársreikningur 2015 24 Fjárhæðir eru í þúsundum króna

Page 61: Ársskýrsla Seltjarnarnesbæjar 2015 · 3 Inngangur ársskýrslu Seltjarnarness 2015 Ársskýrsla Seltjarnarness 2015 samanstendur af greinargerðum sviðstjóra sviða og tölulegum

Lykiltölur, frh.

Áætlun með

44. Lykiltölur fyrir A hluta - 5 ára yfirlit: viðaukum

2015 2015 2014 2013 2012 2011

Ýmsar lykiltölur

Í hlutfalli við rekstrartekjur (%)

Framlegð (EBITDA)................................................ 0% -7% 12% 10% 10% 7%

Rekstrarniðurstaða................................................. 0% -6% 13% 10% 9% 6%

Veltufé frá rekstri.................................................... 6% 4% 13% 16% 15% 12%

Fjárfesting í varanl. rekstrarfjármunum.................. 3% 3% 2% 5% 7% 4%

Heildarskuldir og skuldb. - skuldahlutfall................ 46% 58% 46% 55% 61% 70%

Önnur hlutföll

Langt.sk. og skuldb. / veltufé frá rekstri (ár)........... 6,7 10,1 2,6 2,3 2,6 3,6

Veltufé frá rekstri / afb. skulda og skuldb............... 5,9 4,1 14,4 6,6 6,0 4,6

Veltufjárhlutfall........................................................ 7,7 3,3 3,7 3,7 2,6 2,3

Fjárhagsleg viðmið sveitarstjórnarlaga

Jafnvægisregla....................................................... 697.543 523.347 939.783 663.421

Skuldaviðmið.......................................................... 0% 0% 0% 0% 9% 20%

Í hlutfalli við rekstrartekjur (%)

Útsvar..................................................................... 69% 74% 69% 74% 73% 72%

Fasteignaskattar..................................................... 6% 6% 6% 6% 6% 6%

Framlög Jöfnunarsjóðs........................................... 3% 4% 4% 5% 4% 5%

Lóðarleiga............................................................... 1% 1% 1% 1% 1% 1%

Skatttekjur samtals................................................. 79% 85% 79% 86% 84% 84%

Aðrar tekjur............................................................. 21% 15% 21% 14% 16% 16%

100% 100% 100% 100% 100% 100%

Laun og launatengd gjöld....................................... 59% 69% 53% 55% 54% 59%

Þar af lífeyrisskuldbinding, breyting........................ 3% 7% 3% 3% 3% 3%

Annar rekstrarkostnaður......................................... 41% 38% 34% 35% 35% 35%

Framlegð (EBITDA)................................................ 0% -7% 12% 10% 10% 7%

Afskriftir.................................................................. 3% 3% 3% 3% 3% 3%

Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld)....................... 3% 4% 4% 3% 2% 2%

Rekstrarniðurstaða................................................. 0% -6% 13% 10% 9% 6%

Í þúsundum króna á íbúa

Rekstur

Skatttekjur............................................................... 547 573 569 548 509 475

Aðrar tekjur............................................................. 148 103 147 90 99 89

Laun og launatengd gjöld....................................... 414 464 381 349 331 330

Annar rekstrarkostnaður......................................... 284 259 247 225 214 195

Afskriftir.................................................................. 18 19 19 21 18 18

Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld)....................... 20 26 26 22 12 12

Rekstrarniðurstaða ................................................ 0 -39 94 64 56 32

Efnahagur

Eignir ...................................................................... 1.396 1.441 1.413 1.394 1.355 1.319

Eigið fé.................................................................... 1.077 1.049 1.081 1.045 982 927

Heildarskuldir og skuldbindingar............................ 320 391 332 350 373 392

Sjóðstreymi

Veltufé frá rekstri.................................................... 39 27 92 104 89 65

Handbært fé frá rekstri........................................... 39 44 71 80 96 71

Fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum.......... 24 20 16 35 41 25

Íbúafjöldi 1. desember............................................ 4.418 4.418 4.415 4.376 4.332 4.304

Breyting frá fyrra ári (%)......................................... 0,1% 0,1% 0,9% 1,0% 0,7% -0,5%

Skýringar frh.

Ársreikningar

Seltjarnarnesbær - Ársreikningur 2015 25 Fjárhæðir eru í þúsundum króna

Page 62: Ársskýrsla Seltjarnarnesbæjar 2015 · 3 Inngangur ársskýrslu Seltjarnarness 2015 Ársskýrsla Seltjarnarness 2015 samanstendur af greinargerðum sviðstjóra sviða og tölulegum

Lykiltölur, frh.

Áætlun með

45. Lykiltölur fyrir A og B hluta - 5 ára yfirlit: viðaukum

2015 2015 2014 2013 2012 2011

Ýmsar lykiltölur

Í hlutfalli við rekstrartekjur (%)

Framlegð (EBITDA)............................................ 3% -1% 16% 15% 14% 9%

Rekstrarniðurstaða.............................................. 0% -4% 13% 12% 8% 4%

Veltufé frá rekstri................................................. 7% 6% 14% 18% 15% 11%

Fjárfesting í varanl. rekstrarfjármunum............... 5% 7% 4% 8% 10% 7%

Heildarskuldir og skuldb. - skuldahlutfall............. 48% 53% 45% 55% 64% 71%

Önnur hlutföll....................................................

Langt.sk og skuldb. / veltufé frá rekstri (ár)......... 5,8 7,3 2,6 2,3 2,9 4,0

Veltufé frá rekstri / afb. skulda og skuldb............ 6,8 3,4 14,2 7,3 6,2 4,6

Veltufjárhlutfall..................................................... 3,9 3,2 4,2 1,8 1,2 1,1

Fjárhagsleg viðmið sveitarstjórnarlaga..........

Jafnvægisregla.................................................... 794.808 661.456 1.017.703 676.122

Skuldaviðmið....................................................... 13% 10% 5% 30% 46% 54%

Í hlutfalli við rekstrartekjur (%)

Útsvar.................................................................. 64% 67% 64% 67% 67% 67%

Fasteignaskattar................................................. 5% 5% 5% 5% 5% 5%

Framlög Jöfnunarsjóðs....................................... 2% 4% 4% 5% 4% 5%

Lóðarleiga........................................................... 1% 1% 1% 1% 1% 1%

Skatttekjur samtals.............................................. 72% 77% 73% 78% 77% 78%

Aðrar tekjur......................................................... 28% 23% 27% 22% 23% 22%

100% 100% 100% 100% 100% 100%

Laun og launatengd gjöld.................................... 55% 63% 50% 50% 51% 55%

Þar af lífeyrisskuldbinding, breyting.................... 3% 7% 3% 3% 2% 3%

Annar rekstrarkostnaður..................................... 41% 38% 34% 35% 36% 35%

Framlegð (EBITDA)............................................ 3% -1% 16% 15% 14% 9%

Afskriftir............................................................... 3% 4% 3% 4% 4% 4%

Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld).................... 0% 0% -1% -1% 2% 2%

Rekstrarniðurstaða.............................................. 0% -4% 13% 12% 8% 4%

Í þúsundum króna á íbúa

Rekstur

Skatttekjur........................................................... 546 572 568 546 508 474

Aðrar tekjur......................................................... 212 175 205 155 153 135

Laun og launatengd gjöld.................................... 420 471 388 354 335 338

Annar rekstrarkostnaður..................................... 312 282 265 244 236 213

Afskriftir............................................................... 25 26 27 27 25 24

Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld).................... 0 4 5 4 -12 -13

Rekstrarniðurstaða ............................................. 1 -29 98 81 53 22

Efnahagur

Eignir .................................................................. 1.327 1.407 1.380 1.317 1.268 1.225

Eigið fé................................................................ 962 1.010 1.031 929 848 795

Skuldir og skuldbindingar.................................... 365 397 348 388 420 430

Sjóðstreymi

Veltufé frá rekstri................................................. 53 43 107 123 96 68

Handbært fé frá rekstri........................................ 53 53 92 91 103 75

Fjárfesting í varanlegum rekstrarfjárm................ 38 54 33 57 69 43

Íbúafjöldi 1. desember......................................... 4418 4.418 4.415 4.376 4.332 4.304

Breyting frá fyrra ári (%)...................................... 0,1% 0,1% 0,9% 1,0% 0,6% -0,5%

Skýringar frh.

Ársreikningar

Seltjarnarnesbær - Ársreikningur 2015 26 Fjárhæðir eru í þúsundum króna

Page 63: Ársskýrsla Seltjarnarnesbæjar 2015 · 3 Inngangur ársskýrslu Seltjarnarness 2015 Ársskýrsla Seltjarnarness 2015 samanstendur af greinargerðum sviðstjóra sviða og tölulegum

Lykiltölur, frh.

46.

Hlutfall af Hlutfall af Hlutfall af

2015 skattt. 2014 skattt. 2013 skattt.

Aðalsjóður:

Skatttekjur................................................ 2.584.891 100% 2.561.209 100% 2.442.062 100%

Félagsþjónusta........................................ 279.762 )( (10,8%) 260.140 )( (10,2%) 244.013 )( (10,0%)

Heilbrigðismál.......................................... 5.990 )( (0,2%) 0 0,0% 0 0,0%

Fræðslu- og uppeldismál........................ 1.444.214 )( (55,9%) 1.294.215 )( (50,5%) 1.182.059 )( (48,4%)

Menningarmál.......................................... 93.735 )( (3,6%) 94.065 )( (3,7%) 79.192 )( (3,2%)

Æskulýðs- og íþróttamál......................... 446.086 )( (17,3%) 396.359 )( (15,5%) 384.596 )( (15,7%)

Brunamál og almannavarnir.................... 37.716 )( (1,5%) 34.587 )( (1,4%) 29.920 )( (1,2%)

Hreinlætismál.......................................... 9.594 )( (0,4%) 12.602 )( (0,5%) 16.833 )( (0,7%)

Skipulags- og byggingarmál.................... 30.830 )( (1,2%) 34.215 )( (1,3%) 38.648 )( (1,6%)

Umferðar- og samgöngumál................... 122.821 )( (4,8%) 89.257 )( (3,5%) 110.253 )( (4,5%)

Umhverfismál.......................................... 90.761 )( (3,5%) 91.965 )( (3,6%) 71.822 )( (2,9%)

Atvinnumál............................................... 107 )( (0,0%) 199 )( (0,0%) 248 )( (0,0%)

Sameiginlegur kostnaður........................ 193.036 )( (7,5%) 154.966 )( (6,1%) 142.560 )( (5,8%)

Lífeyrisskuldbinding, breyting.................. 222.452 )( (8,6%) 94.576 )( (3,7%) 87.316 )( (3,6%)

Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld.......... 264.647 10,2% 237.707 9,3% 285.827 11,7%

Aðalsjóður samtals 127.565 )( (4,9%) 241.771 9,4% 340.429 13,9%

Aðrir sjóðir í A hluta:

Eignasjóður.............................................. 19.405 )( (0,8%) 202.178 7,9% 23.290 )( (1,0%)

Áhaldahús................................................ 27.077 )( (1,0%) 28.357 )( (1,1%) 35.337 )( (1,4%)

Rekstrarniðurstaða A hluti 174.047 )( (6,7%) 415.592 16,2% 281.802 11,5%

Í yfirliti þessu er borin saman ráðstöfun skatttekna til einstakra málaflokka A hluta síðustu þrjú ár. Þjónustutekjur og aðrar tekjur

sem tilheyra einstökum málaflokkum hafa verið dregnar frá gjöldum viðkomandi málaflokks.

Skýringar frh.

Seltjarnarnesbær - Ársreikningur 2015 27 Fjárhæðir eru í þúsundum króna

Page 64: Ársskýrsla Seltjarnarnesbæjar 2015 · 3 Inngangur ársskýrslu Seltjarnarness 2015 Ársskýrsla Seltjarnarness 2015 samanstendur af greinargerðum sviðstjóra sviða og tölulegum

Samanburður rekstraráætlana

48.

Upphafleg Fjárhags- Upphafleg Fjárhags-

fjárhags- Samþykktir áætlun fjárhags- Samþykktir áætlun

áætlun viðaukar með viðaukum áætlun viðaukar með viðaukum

Rekstrartekjur

Skatttekjur............................................ 2.313.538 105.000 2.418.538 2.307.814 105.000 2.412.814

Aðrar tekjur.......................................... 653.699 0 653.699 936.160 0 936.160

2.967.237 105.000 3.072.237 3.243.974 105.000 3.348.974

Rekstrargjöld

Laun og launatengd gjöld.................... 1.723.051 104.254 1.827.304 1.750.386 104.747 1.855.133

Annar rekstrarkostnaður...................... 1.252.463 2.000 1.254.463 1.376.447 2.000 1.378.447

Afskriftir................................................ 78.408 0 78.408 109.825 0 109.825

3.053.922 106.254 3.160.176 3.236.658 106.747 3.343.405

Rekstarniðurstaða fyrir

fjármunatekjur og fjármagnsgjöld........ 86.685 )( 1.254 )( 87.939 )( 7.316 1.747 )( 5.569

Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld).....

88.088 0 88.088 1.036 0 1.036

Rekstarniðurstaða............................. 1.403 1.254 )( 149 8.352 1.747 )( 6.605

Skýringar frh.

Í neðangreindu yfirliti er gerð grein fyrir rekstraráætlun fyrir árið 2015 samkvæmt upphaflega samþykktri fjárhagsáætlun

sveitarfélagsins, samþykktum viðaukum og fjárhagsáætlun með viðaukum. Fjárhagsáætlun með viðaukum er birt í

rekstrarreikningi og öðrum skýringum ársreikningsins til samanburðar við rauntölur ársins.

A hluti A og B hluti

Seltjarnarnesbær - Ársreikningur 2015 28 Fjárhæðir eru í þúsundum króna

Page 65: Ársskýrsla Seltjarnarnesbæjar 2015 · 3 Inngangur ársskýrslu Seltjarnarness 2015 Ársskýrsla Seltjarnarness 2015 samanstendur af greinargerðum sviðstjóra sviða og tölulegum

Samanburður sjóðstreymisáætlana

49.

Upphafleg Fjárhags- Upphafleg Fjárhags-

fjárhags- Samþykktir áætlun fjárhags- Samþykktir áætlun

áætlun viðaukar með viðaukum áætlun viðaukar með viðaukum

Rekstrarhreyfingar

Rekstrarniðurstaða............................... 1.403 1.254 )( 149 8.352 1.747 )( 6.605

Liðir sem ekki hafa áhrif á fjárstreymi:

78.408 0 78.408 109.825 0 109.825

8.004 )( 0 8.004 )( 12.057 0 12.057

100.058 0 100.058 103.563 0 103.563

171.866 1.254 )( 170.612 233.798 1.747 )( 232.050

Breytingar á rekstrartengdum eignum og skuldum:

0 0 0 0 0 0

0 0 0 0 0 0

0 0 0 0 0 0

0 0 0 0 0 0

Handbært fé frá rekstri (til rekstrar) 171.866 1.254 )( 170.612 233.798 1.747 )( 232.050

Fjárfestingarhreyfingar

Fjárfesting í varanl.rekstr.fj................... 104.500 )( 0 104.500 )( 167.400 )( 0 167.400 )(

Fjárfestingarhreyfingar 104.500 )( 0 104.500 )( 167.400 )( 0 167.400 )(

Fjármögnunarhreyfingar

Afborganir langtímalána....................... 16.563 )( 0 16.563 )( 21.510 )( 0 21.510 )(

Afborganir leiguskuldar........................ 12.700 )( 0 12.700 )( 12.700 )( 0 12.700 )(

Eigin fyrirtæki, breyting......................... 5.915 )( 0 5.915 )( 0 0 0

Fjármögnunarhreyfingar 35.178 )( 0 35.178 )( 34.210 )( 0 34.210 )(

Hækkun (lækkun) á handbæru fé..... 32.188 1.254 )( 30.934 32.188 1.747 )( 30.440

Handbært fé í ársbyrjun....................... 629.134 0 629.134 640.434 0 640.434

Handbært fé í árslok.......................... 661.322 1.254 )( 660.068 672.622 1.747 )( 670.875

Skammtímakr. (hækkun) lækkun.........

Skammtímask. hækkun (lækkun).........

Samtals

Breyting lífeyrisskuldbindingar..............

Veltufé frá rekstri (til rekstrar)

Óinnh. skattt. (hækkun) lækkun............

Afskriftir fastafjármuna..........................

Verðbætur og gengismunur..................

A hluti A og B hluti

Skýringar frh.

Í neðangreindu yfirliti er gerð grein fyrir sjóðstreymisáætlun fyrir árið 2015 samkvæmt upphaflega samþykktri fjárhagsáætlun

sveitarfélagsins, samþykktum viðaukum og fjárhagsáætlun með viðaukum. Fjárhagsáætlun með viðaukum er birt í

sjóðstreymisyfirliti og öðrum skýringum ársreikningsins til samanburðar við rauntölur ársins.

Seltjarnarnesbær - Ársreikningur 2015 29 Fjárhæðir eru í þúsundum króna

Page 66: Ársskýrsla Seltjarnarnesbæjar 2015 · 3 Inngangur ársskýrslu Seltjarnarness 2015 Ársskýrsla Seltjarnarness 2015 samanstendur af greinargerðum sviðstjóra sviða og tölulegum

Rekstraryfirlit 2015 - samantekið

Framlög Laun og Breyting Annar Fjárm.-

Skatt- jöfnunar- Aðrar Samtals launatengd lífeyris- rekstrar- Samtals liðir Rekstrar- Fjárhags-

tekjur sjóðs tekjur tekjur gjöld skuldb. kostnaður Afskriftir gjöld nettó niðurstaða áætlun

Aðalsjóður

00 Skatttekjur ................................................... 2.465.679 119.212 0 2.584.891 0 0 0 0 0 0 2.584.891 2.470.005

02 Félagsþjónusta............................................ 0 0 57.927 57.927 150.989 0 186.699 0 337.688 0 (279.762) (268.574)

03 Heilbrigðismál.............................................. 0 0 2.576 2.576 0 0 8.565 0 8.565 0 (5.989) 0

04 Fræðslu- og uppeldismál............................. 0 0 292.107 292.107 1.106.025 0 630.121 0 1.736.146 (175) (1.444.214) (1.359.283)

05 Menningarmál.............................................. 0 0 5.401 5.401 45.046 0 54.090 0 99.136 (0) (93.735) (88.430)

06 Æskulýðs og íþróttamál............................... 0 0 136.510 136.510 209.010 0 373.586 0 582.596 0 (446.086) (420.460)

07 Brunamál og almannavarnir........................ 0 0 0 0 0 0 37.716 0 37.716 0 (37.716) (33.977)

08 Hreinlætismál............................................... 0 0 40.821 40.821 2.108 0 48.308 0 50.416 0 (9.595) (11.445)

09 Skipulags- og byggingarmál........................ 0 0 16.747 16.747 20.817 0 26.760 0 47.577 0 (30.830) (33.792)

10 Umferðar- og samgöngumál........................ 0 0 2.112 2.112 0 0 124.933 0 124.933 0 (122.821) (114.248)

11 Umhverfismál............................................... 0 0 300 300 51.795 0 39.266 0 91.061 0 (90.761) (92.294)

13 Atvinnumál................................................... 0 0 0 0 0 0 107 0 107 0 (107) (500)

21 Sameiginlegur kostnaður............................. 0 0 112.913 112.913 145.118 0 160.831 0 305.949 0 (193.036) (203.291)

22 Lífeyrisskuldbinding, breyting....................... 0 0 0 0 0 222.452 0 0 222.452 0 (222.452) (100.058)

28 Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld............... 0 0 0 0 0 0 0 0 264.647 264.647 276.004

Aðalsjóður samtals 2.465.679 119.212 667.414 3.252.305 1.730.908 222.452 1.690.982 0 3.644.342 264.472 (127.565) 19.657

A hluta sjóðir og stofnanir

31 Eignasjóður.................................................. 0 0 369.326 369.326 29.620 0 131.714 80.567 241.901 (146.829) (19.405) (20.517)

33 Áhaldahús.................................................... 0 0 80.116 80.116 65.580 0 36.646 4.019 106.245 (948) (27.077) 1.008

A hluta sjóðir og stofnanir samtals 0 0 449.442 449.442 95.200 0 168.360 84.586 348.146 (147.778) (46.482) (19.509)

Innri færslur A hluta (51.999) 0 (663.253) (715.252) 0 0 (715.252) 0 (715.252) 0 0 0

A hluti samtals 2.413.680 119.212 453.602 2.986.494 1.826.108 222.452 1.144.090 84.586 3.277.236 116.695 (174.047) 148

B hluta fyrirtæki

43 Vatnsveita Seltjarnarness............................ 0 0 92.146 92.146 0 0 64.471 1.193 65.664 0 26.482 15.784

45 Félagsheimili................................................ 0 0 4.239 4.239 206 0 8.808 445 9.459 (612) (5.832) (2.254)

47 Hitaveita Seltjarnarness............................... 0 0 154.290 154.290 28.946 5.151 96.645 13.518 144.260 (12.375) (2.345) 1.245

49 Fráveita Seltjarnarness................................ 0 0 119.403 119.403 0 0 54.772 11.922 66.694 (32.129) 20.580 30.807

57 Félagslegt íbúðarhúsnæði........................... 0 0 53.737 53.737 0 0 20.079 4.354 24.433 (5.362) 23.942 (24.126)

61 Lækningaminjasafn..................................... 0 0 0 0 0 0 527 0 527 0 (527) 0

B hluta fyrirtæki samtals 0 0 423.815 423.815 29.151 5.151 245.302 31.432 311.037 (50.477) 62.301 21.456

Innri færslur A og B hluta (6.126) 0 (102.708) (108.833) 0 0 (143.833) 0 (143.833) (50.000) (15.000) (15.000)

A og B hluti samtals 2.407.554 119.212 774.709 3.301.475 1.855.259 227.603 1.245.559 116.018 3.444.439 16.218 (126.746) 6.604

ok ok

Seltjarnarnesbær - Ársreikningur 2015 13.04.2016 fyrri umræða Fjárhæðir eru í þúsundum króna

Page 67: Ársskýrsla Seltjarnarnesbæjar 2015 · 3 Inngangur ársskýrslu Seltjarnarness 2015 Ársskýrsla Seltjarnarness 2015 samanstendur af greinargerðum sviðstjóra sviða og tölulegum

Efnahagsyfirlit 31.12.2015

Aðal- Eigna- Áhalda- Milli- Félags- Félagsl. Lækn.- Dvalar- Hrólfsk.- Milli- A og B

Eignir sjóður sjóður hús færslur A hluti Vatnsveita Hitaveita Fráveita heimili íbúðir minjasafn heimili melur færslur hluti

Fastafjármunir

Varanlegir rekstrarfjármunir:

3.206.631 4.819 3.211.450 1.169 17.734 164.825 126.536 108.906 3.630.620

460.712 460.712 32.021 249.373 238.436 980.542

28.393 10.444 38.837 3.078 16 41.931

13.287 13.287 13.287

0 3.709.023 15.263 0 3.724.286 32.021 253.620 238.436 17.750 164.825 126.536 108.906 0 0 4.666.380

Áhættufjármunir og langtímakröfur:

254.327 254.327 254.327

1.145 1.145 127 (1.272) 0

2.876.219 (2.179.212) 697.007 (697.007) 0

0 53.238 53.238

3.131.691 0 0 (2.179.212) 952.479 0 53.365 0 0 0 0 0 0 (698.279) 307.565

Fastafjármunir 3.131.691 3.709.023 15.263 (2.179.212) 4.676.765 32.021 306.985 238.436 17.750 164.825 126.536 108.906 0 (698.279) 4.973.945

Veltufjármunir

0 743 5.684 6.427

Skammtímakröfur:

261.705 261.705 2.961 30.665 295.331

466.268 75.873 (55.730) 486.411 63.213 4.454 (554.078) 0

61.967 (22.525) 39.442 (39.442) 0

43.381 43.381 302 824 23.924 68.431

858.132 858.132 13.788 871.920

Veltufjármunir 1.691.453 75.873 0 (78.255) 1.689.071 66.917 50.439 0 824 23.924 0 0 4.454 (593.520) 1.242.109

Eignir samtals 4.823.144 3.784.896 15.263 (2.257.467) 6.365.836 98.939 357.424 238.436 18.574 188.749 126.536 108.906 4.454 (1.291.799) 6.216.055

Tekjuskattsinneign..............................

Aðrar skammtímakröfur......................

Skammtímakröfur eigin fyrirtækja.......

Birgðir.....................................................

Óinnheimtar skatttekjur.......................

Næsta árs afborganir eigin fyrirtæki....

Handbært fé...........................................

Langtímakröfur eigin fyrirtæki.............

Fasteignir............................................

Veitu- og gatnakerfi.............................

Leigðar eignir......................................

Eignarhlutir í félögum..........................

Eignarhlutir í tengdum félögum...........

Vélar, áhöld og tæki............................

Seltjarnarnesbær - Ársreikningur 2015 13.04.2016 fyrri umræða Fjárhæðir eru í þúsundum króna

Page 68: Ársskýrsla Seltjarnarnesbæjar 2015 · 3 Inngangur ársskýrslu Seltjarnarness 2015 Ársskýrsla Seltjarnarness 2015 samanstendur af greinargerðum sviðstjóra sviða og tölulegum

Efnahagsyfirlit 31.12.2014

Aðal- Eigna- Áhalda- Milli- Félags- Félagsl. Lækn.- Dvalar- Hrólfsk.- Milli- A og B

Eigið fé og skuldir sjóður sjóður hús færslur A hluti Vatnsveita Hitaveita Fráveita heimili íbúðir minjasafn heimili melur færslur hluti

Eigið fé

3.147.731 1.544.228 (55.435) 4.636.524 98.939 62.630 (297.016) (19.265) 18.609 (40.275) (676) 4.454 (1.272) 4.462.652

Skuldbindingar

1.122.634 1.122.634 63.386 1.186.020

Langtímaskuldir

53.311 20.372 73.683 6.057 84.017 163.757

2.165.147 14.065 (2.179.212) 0 205.366 476.613 15.028 (697.007) 0

19.434 19.434 19.434

53.311 2.204.953 14.065 (2.179.212) 93.117 0 205.366 476.613 6.057 99.045 0 0 0 (697.007) 183.191

Skammtímaskuldir

0 0

143.540 55.730 (55.730) 143.540 8.232 28.339 30.369 67.205 166.811 109.582 (554.078) 0

36.358 36.358 2.053 38.411

21.622 903 (22.525) 0 8.361 30.500 581 (39.442) 0

16.677 282 16.959 1.346 3.205 21.510

13.750 13.750 13.750

0 0

302.893 60 302.953 7.396 67 104 310.520

499.468 35.715 56.633 (78.255) 513.561 0 26.042 58.839 31.782 71.095 166.811 109.582 0 (593.520) 384.192

552.779 2.240.668 70.698 (2.257.467) 606.678 0 231.408 535.452 37.839 170.140 166.811 109.582 0 (1.290.527) 567.383

1.675.413 2.240.668 70.698 (2.257.467) 1.729.312 0 294.794 535.452 37.839 170.140 166.811 109.582 0 (1.290.527) 1.753.403

4.823.144 3.784.896 15.263 (2.257.467) 6.365.836 98.939 357.424 238.436 18.574 188.749 126.536 108.906 4.454 (1.291.799) 6.216.055

Skuldir samtals með lífeyrisskuldbindingu

Eiginfjárreikningur..................................

Eigið fé og skuldir samtals

Lífeyrisskuldbinding...............................

Skuldir við lánastofnanir.........................

Langtímaskuldir við eigin fyrirtæki..........

Skuldir við lánastofnanir.........................

Næsta árs afborganir langtímaskulda....

Næsta árs afborganir eigin fyrirtæki.......

Skuldir við eigin fyrirtæki........................

Fyrirframinnnheimt framlög....................

Aðrar skammtímaskuldir........................

Leiguskuldir............................................

Næsta árs afborganir leiguskulda..........

Skuldir samtals án lífeyrisskuldbindingar

Næsta árs greiðslur lífeyrissk.................

Seltjarnarnesbær - Ársreikningur 2015 13.04.2016 fyrri umræða Fjárhæðir eru í þúsundum króna

Page 69: Ársskýrsla Seltjarnarnesbæjar 2015 · 3 Inngangur ársskýrslu Seltjarnarness 2015 Ársskýrsla Seltjarnarness 2015 samanstendur af greinargerðum sviðstjóra sviða og tölulegum

Sjóðstreymisyfirlit 2015

Aðal- Eigna- Áhalda- Milli- Félags- Félagsl. Lækn.- Dvalar- Hrólfsk.- Milli- A og B

sjóður sjóður hús færslur A hluti Vatnsveita Hitaveita Fráveita heimili íbúðir minjasafn heimili melur færslur hluti

Rekstrarhreyfingar

(127.565) (19.405) (27.077) (174.047) 26.482 (2.345) 20.580 (5.832) 23.942 (527) 0 0 (15.000) (126.746)

Liðir sem ekki hafa áhrif á fjárstreymi:

80.567 4.019 84.586 1.193 13.518 11.922 445 4.355 116.019

0 (33.683) (33.683)

1.786 478 2.264 168 2.481 4.913

641 641 641

(58.846) 43.253 313 (15.280) 4.366 10.596 318 0

0 (469) (469)

222.452 222.452 5.151 227.603

37.827 105.535 (22.745) 0 120.617 27.675 20.221 43.098 (5.219) (2.587) (527) 0 0 (15.000) 188.278

Breytingar á rekstrartengdum eignum og skuldum:

47.252 47.252 47.252

0 (18) (18) (36)

(9.254) (9.254) (2.961) (3.300) (663) (23.326) (39.503)

74.047 60 74.107 1.307 (11) (180) 75.223

Greitt vegna lífeyrisskuldbindingar...... (37.324) (37.324) (1.234) (38.558)

Breyting á rekstrartengdum eignum og skuldum 74.721 60 0 0 74.781 # (2.979) (3.245) 0 (673) (23.506) 0 0 0 0 44.378

Handbært fé frá rekstri (til rekstrar) 112.548 105.595 (22.745) 0 195.398 24.695 16.976 43.098 (5.892) (26.093) (527) 0 0 (15.000) 232.656

Fjárfestingarhreyfingar

(89.850) (89.850) (11.686) (31.888) (32.000) (74.456) (239.880)

0 51.592 51.592

(797) (797) (797)

59.593 (21.565) 38.028 (38.028) 0

58.796 (89.850) 0 (21.565) (52.619) 0 (11.686) (31.888) 0 19.592 0 (74.456) 0 (38.028) (189.085)

Fjármögnunarhreyfingar

0 0

(16.462) (270) (16.732) (1.343) (24.029) (42.104)

(12.828) (12.828) (12.828)

(20.696) (869) 21.565 0 (8.041) (29.429) (558) 38.028 0

(163.881) 18.049 23.614 (122.218) (9.695) 427 18.219 7.196 31.088 527 74.456 0

0 0

0 (15.000) 15.000 0

(180.343) (15.745) 22.745 21.565 (151.778) (24.695) (7.614) (11.210) 5.853 6.501 527 74.456 0 53.028 (54.932)

(8.999) (0) 0 0 (8.999) 0 (2.324) 0 (39) 0 0 0 0 0 (11.361)

867.132 0 867.132 16.112 0 38 0 883.282

858.133 (0) 0 0 858.133 0 13.788 0 (1) 0 0 0 0 0 871.921

Verðbætur leiguskuld.............................................

Óinnheimtar tekjur, (hækkun) lækkun....................

Rekstrarniðurstaða...................................................

Afskriftir fastafjármuna...........................................

Verðbætur og gengismunur...................................

Verðbætur, eigin fyrirtæki......................................

Tekjuskattsinneign, breyting..................................

Söluhagnaður........................................................

Breyting lífeyrisskuldbindingar...............................

Veltufé frá rekstri (til rekstrar)

Birgðir, (hækkun) lækkun......................................

Aðrar skammtímakröfur, (hækkun) lækkun............

Skammtímaskuldir, hækkun (lækkun)....................

Fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum ............

Seldir rekstrarfjármunir.............................................

Fjárfest í eignarhlutum, nettó....................................

Langtímakröfur við eigin fyrirtæki, breyting..............

Tekin ný langtímalán................................................

Handbært fé í ársbyrjun..............................................

Handbært fé í árslok.................................................

Fjárfestingarhreyfingar

Fjármögnunarhreyfingar

Greiddur arður..........................................................

Hækkun (lækkun) á handbæru fé............................

Afborganir langtímalána - eigin fyrirtæki..................

Afborganir langtímalána og uppgreiðslur.................

Eigin fyrirtæki, breyting.............................................

Skuldir við lánastofnanir...........................................

Afborganir leiguskuldar.............................................

Seltjarnarnesbær - Ársreikningur 2015 13.04.2016 fyrri umræða Fjárhæðir eru í þúsundum króna