samskiptafærni - lions á Íslandi · 2018-04-19 · handbók þátttakanda samskiptahæfni lions...

12
Samskiptafærni Leiðtogaskóli Lions á Íslandi Handbók þátttakanda

Upload: others

Post on 02-Jun-2020

5 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Samskiptafærni - Lions á Íslandi · 2018-04-19 · Handbók þátttakanda Samskiptahæfni Lions Clubs International Síða | 4 #2: LÍKAMSTJÁNING Svipbrigði Svipbrigði eru næstum

Ssa

Samskiptafærni

Lei

ðto

gas

kóli

Lio

ns

á Ís

landi

Handbók þátttakanda

Page 2: Samskiptafærni - Lions á Íslandi · 2018-04-19 · Handbók þátttakanda Samskiptahæfni Lions Clubs International Síða | 4 #2: LÍKAMSTJÁNING Svipbrigði Svipbrigði eru næstum

Inngangur

Samskipti og tjáning eru list en ekki vísindi og það eru engar algildar reglur sem tryggja

árangursrík samskipti í öllum tilvikum. Til að verða fær í samskiptum og tjáningu er ekki nóg að

skilja samskiptaferilinn heldur verður líka að æfa sig við margvíslegar aðstæður til að ná árangri.

Þetta námskeið hjálpar þér að skilja betur samskiptaferilinn og hæfileika sem þarf til að öðlast

færni í samskiptum.

Markmið

Í lok námskeiðsins eiga þátttakendur að hafa öðlast eftirfarandi færni:

• Þekkja helstu atriði samskipta

• Þekkja góða samskiptatækni

• Nota góða samskiptatækni

• Hvetja til samskipta á milli skipulagseininga Þýtt úr ensku: Halldór Kristjánsson, PCC og GLT

Page 3: Samskiptafærni - Lions á Íslandi · 2018-04-19 · Handbók þátttakanda Samskiptahæfni Lions Clubs International Síða | 4 #2: LÍKAMSTJÁNING Svipbrigði Svipbrigði eru næstum
Page 4: Samskiptafærni - Lions á Íslandi · 2018-04-19 · Handbók þátttakanda Samskiptahæfni Lions Clubs International Síða | 4 #2: LÍKAMSTJÁNING Svipbrigði Svipbrigði eru næstum

Handbók þátttakanda Samskiptahæfni

Lions Clubs International Síða | 1

Samskipti eru gagnvirk Samskipti eiga sér stað á milli tveggja þátttakenda þar sem þeir

skiptast á hugmyndum, skilaboðum eða upplýsingum með því að

nota talmál, merkjagjöf, ritað mál eða hegðun.

Einstaklingur 1 Einstaklingur 2

Einstaklingur 1 (sendandinn)

sendir skilaboð.

Einstaklingur 2 (viðtakandinn)

fær skilaboðin og túlkar þau.

Einstaklingur 1 verður nú

viðtakandinn og bregst við

svarinu frá einstaklingi 2.

Einstaklingur 2 sendir svar og

verður þá sendandi.

Page 5: Samskiptafærni - Lions á Íslandi · 2018-04-19 · Handbók þátttakanda Samskiptahæfni Lions Clubs International Síða | 4 #2: LÍKAMSTJÁNING Svipbrigði Svipbrigði eru næstum

Handbók þátttakanda Samskiptahæfni

Lions Clubs International Síða | 2

4 aðferðir við gagnvirk samskipti

#1: VIRK HLUSTUN

Það eru nokkrar aðferðir sem hjálpa þér við að skilja betur skilaboð í

gagnvirkum samskiptum.

Taktu eftir Þú verður að einbeita þér að því að hlusta bæði andlega og

líkamlega.

• Hreinsaðu hugann af truflandi hugsunum.

• Forðastu að mynda svör eða andsvör við því sem

viðmælandi þinn er að segja.

• Vertu meðviðtuð/-aður um líkamlega tjáningu þína sem gefur til kynna

hvað þú hugsar.

Ekki treysta á minnið Skráðu hjá þér minnispunkta þegar þú ert á mikilvægum fundum og átt

mikilvæg samtöl til að tryggja að þú skiljir rétt það sem verið er að segja.

Frestaðu að dæma Ekki trufla þann sem er að tala, jafnvel þó að þú sért ósammála því sem sagt er.

Umorðaðu til að skýra Til að tryggja að þú hafir skilið það sem viðmælandi þinn var/er að segja

umorðaðu það sem hann sagði og fáðu staðfestingu á að skilningur þinn sé

réttur.

• Dæmi, „Ef ég skil þig rétt þá hefur þú áhyggjur af því að þú fáir ekki

nógu marga í lið með þér til að vinna verkefnið?“

Dragðu saman til að staðfesta skilning Gefðu þér tíma til þess, í lok langs samtals, að draga saman meginatriði úr því

sem viðmælandi þinn sagði.

• Dæmi: „Þetta er orðið gott samtal, Beta, ég ætla að reyna að draga

saman það sem við höfum rætt til að sjá hvar við stöndum og skilgreina

nákvæmlega næstu skref eins og við höfum talað um“.

Page 6: Samskiptafærni - Lions á Íslandi · 2018-04-19 · Handbók þátttakanda Samskiptahæfni Lions Clubs International Síða | 4 #2: LÍKAMSTJÁNING Svipbrigði Svipbrigði eru næstum

Handbók þátttakanda Samskiptahæfni

Lions Clubs International Síða | 3

Sjálfsmat á virka hlustun hjá þér

Lestu eftirfarandi fullyrðingar og merktu í þann reit sem við á

varðandi það hversu oft þú notar hæfileikann þegar þú átt í

samskiptum við aðra.

Oft Stundum Sjaldan

Ég forðast að hugsa um aðra hluti þegar ég er að hlusta

á einhvern sem er að tala.

Ég bíð með að mynda svör eða andsvör þangað til

viðmælandi minn hefur lokið máli sínu.

Ég fylgist með líkamstjáningu og orðum annarra.

Ég er meðvitaður/-um mína líkamstjáningu þegar ég er

að hlusta á aðra.

Ég skrái hjá mér minnispunkta þegar ég er á

mikilvægum fundum, eða á mikilvæg samtöl, til þess

að tryggja að ég muni lykilatriði og helstu upplýsingar.

Ég forðast að grípa fram í fyrir þeim sem er að tala.

Ég umorða það sem sagt er til að tryggja að ég hafi

skilið það sem viðmælandi minn var að segja.

Ég gef mér tíma til þess í lok langs samtals að draga

saman meginatriði úr því sem viðmælandinn sagði til

að tryggja að ég hafi skilið mikilvæg atriði úr

samtalinu.

Page 7: Samskiptafærni - Lions á Íslandi · 2018-04-19 · Handbók þátttakanda Samskiptahæfni Lions Clubs International Síða | 4 #2: LÍKAMSTJÁNING Svipbrigði Svipbrigði eru næstum

Handbók þátttakanda Samskiptahæfni

Lions Clubs International Síða | 4

#2: LÍKAMSTJÁNING

Svipbrigði

Svipbrigði eru næstum eins alls staðar – sama hvort það er

hamingja, reiði, depurð, æsingur eða annað, svipbrigðin

gefa til kynna hugsanir og tilfinningar einstaklings.

Líkamsstelling og

hreyfingar

Líkamsstelling og hreyfingar vísa til þess hvernig fólk

situr, stendur, hreyfir sig eða staðsetur sig til að gefa til

kynna tilfinningar eða ákveðin skilaboð.

Handarhreyfingar

Handarhreyfingar: Vísar til þess hvernig við gefum

skilaboð með handarhreyfingum. Þær er hægt að nota á

markvissan eða ósjálfráðan hátt og senda þannig ákveðin

skilaboð eftir því hvaða aðstæður eru til staðar

Munið: Handarhreyfingar eru ekki eins alls staðar!

Augnsamband

Augnsamband: Vísar til þess hvernig þú horfir á

einhvern. Augnsamband getur gefið margt til kynna til

dæmis áhuga, sjálfsöryggi, reiði, sorg, vonbrigði o.s.frv.

Hvaða aðrar tegundir af líkamstjáningu hefur þú upplifað?

Page 8: Samskiptafærni - Lions á Íslandi · 2018-04-19 · Handbók þátttakanda Samskiptahæfni Lions Clubs International Síða | 4 #2: LÍKAMSTJÁNING Svipbrigði Svipbrigði eru næstum

Handbók þátttakanda Samskiptahæfni

Lions Clubs International Síða | 5

#3: BEIN TJÁNING

Bein tjáning felst í því að nota setningar sem innihalda „ég“ til að koma á

framfæri hugsunum og tilfinningum án þess að koma sök á, gagnrýna eða

ásaka.

Þú vilt segja.... ...notaðu þessa „ég“ setningu

í staðinn!

„Þú hlustar ekki á mig.” „Ég vil gjarnan fá tækifæri til að koma

mínu sjónarmiði á framfæri.”

„Þú veist að þetta er ekki rétta

lausnin.“ „Ég sé aðra lausn á vandamálinu.“

„Þú ert rosalega pirrandi.” „Ég er mjög pirraður/pirruð núna.“

„Þú leyfir mér aldrei að taka þátt í

ákvörðunum. ”

“Ég vil gjarnan koma mínum

hugmyndum á framfæri áður en

ákvörðun er tekin.”

Page 9: Samskiptafærni - Lions á Íslandi · 2018-04-19 · Handbók þátttakanda Samskiptahæfni Lions Clubs International Síða | 4 #2: LÍKAMSTJÁNING Svipbrigði Svipbrigði eru næstum

Handbók þátttakanda Samskiptahæfni

Lions Clubs International Síða | 6

#4: VEITA/ÞIGGJA ENDURGJÖF

Endurgjöf er mjög öflugt verkfæri til að koma á framfæri samþykki, höfnun eða

mati á frammistöðu, hegðun eða aðgerðum.

Að veita og þiggja endurgjöf er verðmætt. Þegar það er gert á réttan hátt

styrkir það teymið og eykur framleiðni og afköst.

Að veita endurgjöf

✓ Veittu stuðning: Ekki veita endurgjöf á ógnandi hátt, heldur hvetjandi. Endurgjöf

þarf ekki alltaf að vera jákvæð en hún þarf að vera veitt af virðingu og til stuðnings

við viðtakandann.

✓ Vertu skýr: Vertu skýr hvað varðar tilgang og áherslur endurgjafarinnar.

✓ Vertu nákvæm(ur): Gefðu dæmi og/eða tillögur um leiðir til batnaðar.

✓ Sýndu tillitssemi: Undirbúðu þig vel áður en þú veitir endurgjöf. Vertu viss um að

hún sé skýr, óhlutdræg og veitt af virðingu.

✓ Veittu endurgjöf tímanlega: Endurgjöf hefur bara áhrif ef hún varðar viðtakandann.

Veittu endurgjöf tímanlega (ekki fresta).

Að þiggja endurgjöf

✓ Beittu virkri hlustun: Notaðu aðferðir virkrar hlustunar til að tryggja að þú skiljir

rétt það sem verið er að segja.

✓ Biddu um dæmi: Biddu um ákveðin dæmi um hvernig þú gætir hafa hagað þér

öðruvísi eða gert annað.

✓ Forðastu rökræðu: Þú ert kannski ekki alltaf sammála

endurgjöfinni en forðastu að verja sjáfa(n) þig eða rökræða málið.

Líttu á endurgjöfina sem tilraun til að hjálpa þér að bæta þig eða þróa

hæfileika þína.

✓ Íhugaðu endurgjöfina í góðu tómi: Gefðu þér tíma til að meta

endurgjöfina og hvernig þú vilt nýta þér hana.

Page 10: Samskiptafærni - Lions á Íslandi · 2018-04-19 · Handbók þátttakanda Samskiptahæfni Lions Clubs International Síða | 4 #2: LÍKAMSTJÁNING Svipbrigði Svipbrigði eru næstum

Handbók þátttakanda Samskiptahæfni

Lions Clubs International Síða | 7

HLUTVERKALEIKUR: Virkir samskiptahæfileikar

Leiðbeiningar: • Hver hópur býr til hlutverkaleik sem sýnir hvernig hægt er að

beita endurgjöf við mismunandi aðstæður í klúbbstarfi eða daglegu lífi.

Dæmi gæti verið: Nefndarfundur, símtal/netspjall, klúbbfundur eða

þingfundur.

• Allir í hópnum verða að taka þátt í leiknum.

• Hlutverkaleikurinn má ekki vera lengri en 2 mínútur.

• Þið hafið 10 mínútur til að undirbúa hlutverkaleikinn.

Page 11: Samskiptafærni - Lions á Íslandi · 2018-04-19 · Handbók þátttakanda Samskiptahæfni Lions Clubs International Síða | 4 #2: LÍKAMSTJÁNING Svipbrigði Svipbrigði eru næstum

Handbók þátttakanda Samskiptahæfni

Lions Clubs International Síða | 8

Stuðlað að samskiptum á milli skipulagseininga

Kostir þess að eiga samskipti á milli skipulagseininga:

Ræðið eftirfarandi spurningar með tilliti til samskipta á milli skipulagseininga í hreyfingunni

(klúbbar, umdæmi, fjölumdæmi eða alþjóðaskrifstofa).

1. Hvaða áskoranir eru til staðar sem hafa áhrif á samskipti milli skipulagseininga?

2. Hvernig getur þú hvatt til samskipta á milli skipulagseininga innan umdæmis?

Page 12: Samskiptafærni - Lions á Íslandi · 2018-04-19 · Handbók þátttakanda Samskiptahæfni Lions Clubs International Síða | 4 #2: LÍKAMSTJÁNING Svipbrigði Svipbrigði eru næstum

Handbók þátttakanda Samskiptahæfni

Lions Clubs International Síða | 9

MINNISPUNKTAR