sérlausnir sniðnar að þínum þörfum

18
SNIÐNAR AÐ ÞÍNUM ÞÖRFUM SÉR- LAUSNIR

Upload: byko-ehf

Post on 08-Apr-2016

268 views

Category:

Documents


0 download

DESCRIPTION

BYKO er í fararbroddi hvað varðar tæknilegar heildarlausnir og nýjungar í byggingariðnaði. Viðskiptavinir njóta góðs af margra ára reynslu okkar og geta þeir verið fullvissir um að leitað er að bestu og hagkvæmustu lausn hverju sinni. Það eru lítil takmörk fyrir því hvaða vörur og þjónustu við getum boðið framkvæmdaaðilum.

TRANSCRIPT

Page 1: Sérlausnir sniðnar að þínum þörfum

SNIÐNAR AÐ ÞÍNUM ÞÖRFUM

SÉR-LAUSNIR

Page 2: Sérlausnir sniðnar að þínum þörfum

2 SÉRLAUSNIR BYKO

Allar byggingarnefndarteikningar fylgja með og margar gerðir teikninga eru í boði. Húsin eru framleidd í verksmiðju BYKO í Lettlandi þar sem öll framleiðsla fer fram samkvæmt ströngustu gæða kröfum sem gerðar eru til byggingu sumar húsa á Íslandi.

Innifalið í hönnun er gerð aðalteikninga, skráningartöflu og burðarþolsteikninga, að því gefnu að fyrir liggi samþykkt deiliskipulag eða ígildi þess og af­stöðumynd til notkunar við gerð aðal­teikninga.

Starfsfólk sölu- og markaðssviðs BYKO vinnur af fagmennsku fyrir alla þá aðila sem koma að verklegum framkvæmdum. Með framsæknu og metnaðarfullu starfsfólki er sviðið í fararbroddi hvað varðar tæknilegar heildarlausnir og nýjungar í byggingariðnaði. Viðskiptavinir njóta góðs af margra ára reynslu okkar og geta þeir verið fullvissir um að leitað er að bestu og hagkvæmustu lausn hverju sinni.

Það eru lítil takmörk fyrir því hvaða

vörur og þjónustu við getum

boðið framkvæmda aðilum

en ávallt eru gæði og

fagmennska höfð að

leiðarljósi. Við leggjum

mikinn metnað í vinnu

okkar og þjónustu.

Rammahús koma að hluta forsniðin og tilbúin í

pakka sem spar ar gífurlegan tíma og kostnað.

Húsin eru framleidd í samræmi við íslenskar

byggingar reglugerðir og er hönnuður þeirra

Magnús H. Ólafsson arkitekt, marg reyndur hönnuður

á sviði eininga- og sumarhúsa.

ALDREI FYRR HEFUR VERIÐ JAFN AUÐVELT AÐ EIGNAST SUMARHÚS

RAMMA-HÚS

SÉRLAUSNIR

Page 3: Sérlausnir sniðnar að þínum þörfum

SÉRLAUSNIR BYKO 3

NÝJUNG Í GISTIRÝMI FYRIR FERÐAÞJÓNUSTU

GISTILL EININGAHÚS

Húsin koma í mörgum stærðum allt frá 7 fer­metrum og upp úr. Þau byggjast öll á sömu grindareiningunni. Auðvelt er því að stækka húsin, sé þess óskað og getur það verið spenn­andi valkostur í ferðaþjónustu þar sem hægt er að hafa húsin sem lengju minni gistirýma með tveimur eða fleirum íbúðum.

Burðarviður í húsin kemur tilsniðinn í réttum stærðum og lengdum ásamt festingum með greinargóðum leiðbeiningum (sperrur og gólfbitar koma samsett). Raflagnir og pípulagnaefni er ekki innifalið.

Auk þess að geta fengið húsin í fjölmörgum stærðum er hægt að kaupa þau á tveimur mismunandi byggingarstigum.

Byggingarstig 1 miðast við allt efni til að gera húsið tilbúið að utan og fokhelt að innan. Auk þess fylgja gólfspónaplötur og einangrun í gólf.

Byggingarstig 2 miðast við að gera húsið tilbúið að utan og innan með innihurðum og gólfefnum auk sturtuklefa, salernis og baðskáps með handlaug.

Gistill er ný gerð einingahúsa úr timbri sem eru sérstaklega

hönnuð með þarfir þeirra sem reka hótel og gistiheimili í huga.

Upplifun ferðamannsins og nálægð hans við náttúruna er gert

hátt undir höfði með stórum gluggum. Einnig er hægt að panta

þakglugga sem getur verið áhugaverð lausn til að lengja ferða-

mannatímabilið á þeim stöðum sem sést vel til norðurljósa eða

stjarna.

Einingakerfið býður upp á sveigjanleika til að laga hýsin að aðstæðum þar sem þess gerist þörf. Einingarnar eru framleiddar eftir ströng­ustu gæðakröfum og er allt timbur úr sjálf­bærum skógum.

Innifalið í verði er gerð aðaluppdrátta, skráningartöflu og burðarþolsteikninga.

Gistill er hannaður af Jóhanni Sigurðssyni hjá Tendru ehf. í samræmi við kröfur um gistirými og íslenskar aðstæður.

Gistihýsin má fá í ýmsum stærðum og geta þau staðið ein og sér, í þyrpingum eða í lengjum. Hægt er að panta ganga og þjónustueiningar sem eru hannaðar eftir þörfum hvers og eins. Einnig er boðið upp á heildarlausnir vegna hótel­ og gistirekstrar, útfærðar í samráði við kaupanda.

Page 4: Sérlausnir sniðnar að þínum þörfum

4 SÉRLAUSNIR BYKO

TIMBURVERSLUN

Aðaltimburverslun BYKO á höfuðborgar-svæðinu er í Breiddinni í Kópavogi. Þar er seld öll gróf byggingavara eins og timbur,

stál, steinull, plötur, pallaefni og múrefni. Þar er einnig

starfrækt verkstæði sem sinnir sérvinnslu fyrir

viðskiptavini s.s. plötu sögun og hefl un.

Á ÖLLUM SÖLUSTÖÐUM

Sölumenn Timburverslunar sérhæfa sig í að

veita ráðgjöf varðandi húsbyggingar og reikna

út fyrir þig efnisþörfina, ráðleggja varðandi ein-

angrun, hjálpa til við efnisval og leitast við að

svara þeim spurningum sem þú kannt að hafa.

TIMBUR-VERSLUN BYKO

ALLT TIMBUR UNDIR SAMA ÞAKI

Page 5: Sérlausnir sniðnar að þínum þörfum

SÉRLAUSNIR BYKO 5

Timbur má nota til allra þátta bygginga, t.d. í burðarvirki, klæðningar, innréttingar, gólfklæðn­ingar og víðar. Í öllum tilfellum er nauðsynlegt að þekkja hvernig timbrið hagar sér við mismunandi aðstæður.

Við reynum eftir bestu getu að notfæra okkar eigin framleiðslu. Það býður upp á marga góða kosti. Við fylgjum öllum gæðastöðlum og bjóðum gott verð.

Timburvinnsla BYKO fer núorðið alfarið fram í timburverksmiðju fyrirtækisins í Lettlandi, BYKO­LAT. Vinnslan fer fram undir sérstöku eftirliti Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.

Viðskiptavinir BYKO þurfa aldrei að leita annað því hjá BYKO fæst allt sem þarf til hús­bygginga.

Aktu innÖll afgreiðsla á timbri fer fram

innandyra. Góð aðstaða er fyrir stóra bíla og auðvelt að

afgreiða heilu brettin af vörum.

Allt timbur inniSérhönnuð aðstaða er fyrir allt timbur BYKO, nánast allt timbur er geymt inni undir kjöraðstæðum, sem skilar sér í meiri gæðum.

Afgreitt samdægursSnögg og góð þjónusta er eitt af aðalsmerkjum BYKO þar sem mikil fagþekking tryggir skjóta og góða afgreiðslu.

Það er sama hvort hringt er eða sendur tölvu­póstur þá er gengið strax í hlutina og varan er tilbúin til afgreiðslu þegar hún er sótt.

Hin mikla reynsla starfs­manna og góð aðstaða í timbursölu BYKO tryggir skjóta og góða þjónustu.

Page 6: Sérlausnir sniðnar að þínum þörfum

6 SÉRLAUSNIR BYKO

Þegar kemur að gluggum og hurðum eru fáir sem standast okkur

snúning. Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval glugga og hurða frá okkar eigin

glugga- og hurðaverksmiðju, sem og öðrum framleiðendum víðsvegar að úr heiminum.

Það er mikilvægt að velja glugga og hurðir sem henta aðstæðum og umhverfi hverju sinni. Sölumenn BYKO hafa margra ára reynslu og eru þjálfaðir í að veita viðskipta­vinum faglega ráðgjöf og góða þjón ustu.

Það er því alltaf hægt að stóla á að fá góð ráð í BYKO við val á gluggum og hurðum. Við höf­um í fjöldamörg ár framleitt glugga og hurðir sem eru sérhannaðar fyrir íslenskar aðstæður. Sú mikla reynsla og þekking sem áunnist hefur í BYKO gegnum árin hefur skilað sér í mikilli vöruþróun þannig að bæði gluggarnir

og hurðirnar uppfylla ýtrustu gæðakröfur sem gerðar eru á markaðnum. Reynslan hefur líka sýnt fram á einstaklega góða endingu og mikla hagkvæmni í uppsetningu.

BYKO gluggar eru með íslenska gerðarvott­un frá Nýsköpunar miðstöð Íslands (NMI). Þar eru gluggarnir prófaðir reglulega í slagregnsskáp. Rakainni hald viðarins er stöðugt kannað og fylgst er með loftrakastýringu í verksmiðju fyrirtæki­sins.

BYKO býður þér alla gæðaglugga, fullglerjaða og málaða, með þriggja ára ábyrgð. BYKO gluggar eru CE merktir.

GLUGGAR OG HURÐIR

Gluggana er hægt að fá í fjöl­mörgum útfærslum til að full­nægja þörfum hvers og eins.

Það er víðtækt úrval á viðargluggum úr furu, oregon furu (pine) og mahóní hjá BYKO. Glugg­ana er hægt að fá í fjölmörgum útfærslum til að fullnægja þörfum hvers og eins.

Þeir eru fúavarðir og síðan yfirborðsmeð­höndlaðir með viðurkenndu akrýlþekjandi málningar kerfi þar sem hægt er að velja um fjölda lita. Hægt er að fá gluggana án yfir­

borðsmeðhöndlunar en ekki er mælt með því.

Best er að bera á viðinn og meðhöndla sem allra fyrst áður en hann fer undir beran himinn því eins og við öll vitum þá er íslenskt veður ekki alltaf samvinnuþýtt.

Öll lárétt föls eru hallandi til að vatn safnist ekki fyrir í þeim og allir undirlistar eru með dropa rauf að neðan. Hönnun álundirlistans miðar að því að halda fölsum þurrum og góðri loftun við glerið. Þá er fræst í öll karmastykki vatns­ og vindraufar sem einnig nýtist sem sæti fyrir gluggalamir. Allt stuðlar þetta að mun betri endingu og minna viðhaldi.

BYKO framleiðir einnig fjölmargar gerðir af hurðum í margvíslegum útfærslum úr besta fáanlega efni sem völ er á. Eins og gluggarnir fást hurðirnar úr furu, oregon furu (pine) og mahóní. Auk þeirra stöðluðu og fyrir­fram hönn uðu hurða eru hurðir einnig sérsmíðaðar eftir óskum hvers og eins.

Allar innopnan legar hurðir BYKO eru með þriggja punkta læsingu sem staðal­búnað. Þriggja punkta læsingar veita ekki ein ungis meira öryggi heldur eru þær þéttari en hefðbundnar eins punkts læs ingar og halda því veðri og vindum utandyra.

TIMBURGLUGGAR OG HURÐIR

Þriggja punkta læsing.

Page 7: Sérlausnir sniðnar að þínum þörfum

SÉRLAUSNIR BYKO 7

Hugmyndir fólks um stálhurðir hafa breyst þó

nokkuð á síðustu árum. Í dag eru stál gluggar og hurðir

álitleg ur kostur og hægt er að velja um mismunandi yfirborðs­

meðferðir sem verja fyrir veðrum og vindum, ásamt því að gefa þeim það útlit sem kosið er. Duftlökkun ver stálið vel og gefur því glæsilegt útlit sem á heima hvar sem er. Stálið er einnig góður kostur þegar tekið er tillit til kostnaðar.

Stálgluggarnir og hurðirnar sem BYKO býður upp á eru frá DoorDec. Þetta er hágæðavara sem smíðuð er eftir málum.

Starfsmenn okkar veita ráðgjöf og upplýsingar vegna hönnunar og útfærslu sem henta hverjum og einum.

Stálhurðirnar og gluggarnir eru vottaðir og uppfylla allar kröfur byggingareglugerðar.

Stálgluggar og hurðir frá okkur eru meðal annars í Hörpu tónlistarhúsi, höfuðstöðvum Actavis, íþróttahúsinu Ásgarði og Arion banka á Bíldshöfða.

Margar glergerðir eru í boði, t.d. einangrunar­gler, sólvarnargler, öryggisgler og fleiri.

STÁLGLUGGAR OG HURÐIR

Hvað varðar álið, þá er fátt jafn viðhaldslítið og vel útlítandi. Það hentar því sérstaklega vel í íslensku veðurfari. Einnig stenst fátt álinu snúning þegar kemur að styrk. Álið á sérstaklega vel við þegar stærri glugg ar eiga í hlut.

BYKO er með vandaðar álgluggalausnir frá nokkrum mismunandi framleiðendum í allar gerðir bygginga.

Við höfum komið að mörgum stærstu álgluggaverkefn um sem ráðist hefur verið í hér á landi síðustu ár. Meðal verkefna má nefna höfuðstöðvar Orkuveitunnar, Egilshöll, þjónustu skála Alþingis, Leifsstöð, Höfðaborg, Fjarðaál, Dalshraun 1­3, Korpu­torg, Kringl una og Smáralind, svo fáein dæmi séu nefnd.

Við bjóðum upp á ýmsar álhurðalausnir, svo sem hand­ og sjálfvirkar rennihurðir, hringhurðir og hliðarfellihurðir ásamt fjöl­breyttu úrvali opnunar­ og hurðabúnaðar með ál glugg um og hurðum.

ÁL-GLUGGAR OG HURÐIR

ÁLKLÆDDIR TIMBUR-GLUGGAR OG HURÐIRÁlkápan í álgluggunum frá BYKO veitir marg­falt veðurþol.

Hún veitir margfalt veðrunarþol og endingu umfram hefðbundna tréglugga án þess að tapa þessum viðar hlýleika að innan sem mörgum er svo kær.

Hönnun álkápunnar stuðlar að því að halda fölsum þurrum með góðri loftun. Henni er smellt á klossa sem tryggja góða loftun um

timburhluta gluggans sem heldur honum þurrum.

Kosturinn við álklædda glugga er að þeir eru nánast viðhaldsfríir og sérstaklega endingar­góðir. Glugginn fær þessa veðurkápu að utan en með hlýlegt­viðarútlitið að innan.

Page 8: Sérlausnir sniðnar að þínum þörfum

8 SÉRLAUSNIR BYKO

GLER- OG FELLI-VEGGIR

STÁLGRINDARHÚSÍ samstarfi við Conexx býður BYKO nú upp á ýmsar útfærslur af stálgrindarhúsum. Hvort heldur sem er óeinangruð eða klædd með samlokueiningum. Stálgrindarhús hafa fyrir löngu sannað notagildi sitt við íslenskar aðstæður og hjá Conexx eru húsin fram­leidd eftir óskum hvers og eins.

Við hönnun húsanna er tekið mið af íslensk um aðstæðum hvað varðar

vind­ og snjóálag ásamt íslenskum byg­gingareglugerðum. Húsin eru framleidd í verksmiðju CONEXX í Myszkow, Póllandi.

Húsunum fylgja mjög vandaðar teikningar og möguleikarnir eru nánast óteljandi hvað varðar útfærslur þeirra. Hvort sem um er að ræða véla­ og vörugeymslur, skrifstofuhús­næði eða útihús.

BYKO býður vandaða felliveggi frá Habila í Danmörku. Veggina er hægt að hafa í ýmsum útfærslum hvað varðar útlit, hljóð og brunakröfu. Felliveggina frá BYKO má t.d finna í tónlistar­húsinu Hörpu en gaman er að geta þess að tveir þeirra eru jafnframt hæstu felliveggir á Íslandi. Veggirnir eru CE vottaðir og uppfylla allar reglugerðir og staðla.

Dönsku Everluxx classic gluggarnir eru unnir úr hágæða gluggaefni frá Rehau – Nordic Design Plus

Nordic Design Plus frá Rehau er gluggakerfi sem býður uppá útopnanlega glugga og hurðir sérstaklega hannað fyrir skandinavískan markað og þar með Ísland.

Gluggakarmurinn er 120 mm á dýpt og með útliti hefð­bundins tréglugga. Efnið í gluggakarminum er úr RAU-FIPRO® PVC efni sem gefur þessum gluggum mikinn styrk og fallegt útlit.

RAU-FIPRO® er nýjung hönnuð af Rehau og gefur glugg anum mikinn styrk án þess að þurfa að setja stál inn í prófílinn eins og tíðkast hefur með PVC glugga. RAU-FIPRO® er byggt upp á fíbertrefjum sem gefa efn­inu aukinn styrk. RAU­FIBRO hefur verið notað í flugvélar og einnig í Formula 1 bíla.

Standard litur gluggana er hvítur RAL 9010, einnig er hægt að fá gluggana í sérlit samkvæmt RAL litakorti.

Gluggarnir eru með 10 ára framleiðsluábyrgð og eru CE merktir. Afgreiðslutími ca 6 vikur frá staðfestri pöntun.

EVERLUXX CLASSIC PVC GLUGGAR

120 mm karmdýpt, margir litir í boði

Háeinangrandi gler og möguleiki á þreföldu gleri

Einangrandi millibils­klossi á milli glerja

Tveir þéttilistar sem tryggir hámarks þéttingu

Ekki þörf á stálstyrkingu í standard stærð glugga og hurða

Page 9: Sérlausnir sniðnar að þínum þörfum

SÉRLAUSNIR BYKO 9

BYKO býður upp á endingagóðar bílskúrs­ og iðnaðarhurðir úr galvanhúðuðu stáli sem hafa sannað sig í íslenskri veðráttu. Hurðirnar eru með þykkri einangrun og þola því verulegt vindálag og kulda. Vandaðar umbúnaður og traustur frágangur tryggir viðhaldslitla end­ingu árum saman.

Brautakerfi hurðanna er slitsterkt og þolir vel íslenskt veðurfar. Hurðaflekarnir renna á brautum sem fara upp fyrir efstu brún dyra­opsins þannig að hæð þess nýtist að fullu. Öflugir gúmmílistar tryggja þétta lokun og vörn gegn vatni og vindi.

Auðvelt er að opna hurðirn ar með handafli en einnig er hægt að tengja bílskúrshurða­opnara við þær.

Bílskúrs hurðirnar eru með klemmi vörn og auk þess er hægt að fá fallvarnarbúnað sem tryggir að þær falli ekki þó að vír slitni eða gormur brotni.

Hægt er að sérpanta hurðirnar í öllum litum RAL-litakortsins. Einnig er hægt að fá hurð­irnar með ýmsum viðaráferðum.

BYKO býður upp mikið úrval reyklúa frá Icopal sem eru útfærðar að þörfum viðskiptavina hverju sinni. Mikið úrval er í boði í búnaði, útliti og gerð. Reyklúgurnar eru CE vottaðar og upp­fylla alla öryggisstaðla.

Icopal reyklúgur hafa verið notaðar í fjölda bygginga hér á landi og má t.d. nefna íþróttahúsið Kórinn, íþrótta húsið Ásgarð, Fjölbrauta skólann í Breiðholti og grunnskólann á Egilsstöðum.

BÍLSKÚRS- OG IÐNAÐAR-HURÐIR

REYK-LÚGUR

Ef þú leitar að endingargóðum bílskúrshurðum þá er BYKO með

hurðir úr galvanhúðuðu stáli sem hafa fyrir löngu sannað sig í

rysjóttu íslensku veðurfari. Hurðirnar eru með þykkri einangrun og

þola því verulegt vindálag og kulda.

Við bjóðum upp á nánast óþrjótandi glerlausnir í allar gerðir bygginga og önnur verkefni. Má þar nefna gler í glugga eins og ein­angr unar gler, sólvarnargler, öryggisgler og eldvarnar gler. Einnig bjóðum við upp á litað gler, hert gler, silkiprentað gler, sandblásið gler, samlímt gler og hljóðvarnargler.

Við leysum öll verkefni og bjóðum til dæmis upp á gler í sértæk verk þar sem öryggis­staðlar og kröfur eru miklar. Má þar nefna gler í skip og báta, skothelt og sprengjuhelt gler.Í samstarfi við okkar birgja erlendis getum við boðið flestar gerðir glers og útfærslur sem uppfylla þarfir viðskiptavina. Að mörgu þarf að huga þegar gler er valið og veita sölumenn BYKO ráðgjöf og upplýsingar um rétta glerið í þitt verkefni.

Gler frá BYKO er meðal annars notað í hjúkrunarheimilinu Eir, Flugstöð Leifs Eiríks­sonar, höfuðstöðvum Actavis, Vistor Garðabæ, Hellisheiðarvirkjun og Búðarhálsvirkjun.Allt gler frá BYKO er CE vottað.

GLER

Page 10: Sérlausnir sniðnar að þínum þörfum

10 SÉRLAUSNIR BYKO

FLÍSAR

BYKO hefur í mörg ár verið leiðandi fyrirtæki í sölu á parketi, bæði í spónlögðu viðarparketi og harðparketi. Algengustu viðartegundirnar, svo sem eik og askur, eru alltaf til á lager en einnig er boðið upp á sérpantanir. Harðparketið sem BYKO selur er með 10 til 30 ára ábyrgð frá framleiðanda.

Steirer parket sem er austurrískt hágæða spónlagt smelluparket er til í miklu úrvali, bæði lakkað og olíuborið. Lakkaða parketið er með UV lakki sem veldur síður upplitun þar sem sólin nær að skína á það. Þykkt á harðviðar­laginu er 3,6 millimetrar sem er þykkari spónn en almennt gerist á markaðnum og þar af leiðandi endist það lengur.

Þriggja stafa parketið er alltaf vinsælast en plankaparket, þar sem yfirborðið er með heil­um spæni allt upp í nítján sentimetrar á breidd, er að verða vinsælla með tímanum. Algengustu viðartegundirnar svo sem eik og askur eru ávallt til á lager og boðið er upp á sérpantanir

á parketi í mörgum viðar tegundum með mis­munandi áferð og gljástigi.

Krono Original parket er svokallað harðparket sem hefur þróast mikið undanfarin ár bæði í gæðum og í áferð og er framleitt af stærsta harðparketframleiðanda í Evrópu.

Úrvalið er mikið og reglulega koma nýir litir og áferð. Aðalkosturinn við harðparketið er sá að erfitt er að greina hvort á gólfum sé ekta viðar­parket eða harðparket þar sem áferðin er eins og um náttúrlegan við sé að ræða. Varan er orðin það vönduð að framleiðandinn býður tíu til þrjátíu ára ábyrgð ef parketið er meðhöndlað samkvæmt leiðbeiningum.

Gólfefnið frá Krono Original er umhverfisvænt þar sem varan er unnin úr sjálfbærum skógum. Öll framleiðslan til fullunninnar vöru er vottuð af óháðum aðilum þar sem umhverfisvernd er tekin alvarlega.

Parketið er unnið með tækni þar sem allt að 25 mismun andi mynstur eru á milli borða og því nánast engin en­durtekning sýnileg. Kostirnir við harð­parketið eru margir, til dæmis er engin hætta á upplitun þegar rauðvín eða olía hellast á gólfið. Harðparketið er auðvelt að þrífa og verðið oftast mun lægra en á viðarparketi. Svo er hægt að fá sumar tegund ir allt upp í 240 sentimetra á lengd sem er sú lengd sem flest allt viðarparket er framleitt í og þá er þykktin meiri eða allt að 10 millimetrar í staðin fyrir 7­8 milli metrar. Það hefur verið þannig undanfarið að sífellt fleiri velja harðparket en viðarparket.

Við bjóðum upp á mikið úrval gólfflísa af öllum gerðum, hvort sem um er að ræða glerjaðar, gegnheilar eða granítflísar. BYKO hefur alla tíð fylgst vel með straumum og stefnum og er með mikið úrval á lager af bæði vönduðum

gæðamerkjum og ódýrari fjöldaframleiddum flísum

auk flísa sem eru sérunnar eftir

ýmsum stærðum og gerðum

eftir óskum viðskipta­vinar. Við erum meðal annars með umboð

fyrir þekkt

vörumerki eins og til dæmis Villeroy & Boch, Porcelaingres og Land Porcelanico. Viðskipta vinir geta fengið allt að meters breiðar flísar upp í hundrað og fimmtíu sentimetra að lengd. Þá eru sexhyrndar flísar í boði sem arkitektar eru mikið að fókusera á þessa da­gana til í ýmsum litum og áferðum.

Flísar með mismunandi viðaráferðum eru komnar á lager sem eru að verða mjög vin­sælar. Þær eru 15x90 cm og henta vel þar sem gólfhiti er og hægt að láta þær flæða um í öll rými, hvort sem um er að ræða bað eða stofur og jafnvel út á svalir líka því þær eru frost­þolnar og með hálkuvörn. Flísarnar viðhalda hlýleikanum eins og viðarparketgólf gerir en eru mun hagkvæmari upp á endingu. Tæknin í framleiðslunni er orðin þannig að tryggt er að

engin flís sé með nákvæmlega eins munstur. Annar mikilvægur kostur er að ekki er hætta á upplitun eins og oft vill verða þegar náttúru­legur viður er notaður.

Vinsælustu flísarnar þessa stundina eru með svokallaðri flotsteypuáferð og hægt að fá í mis­munandi stærðum og litabrigðum. Þá höfum við í mörg ár boðið upp á flísar frá E-Stone í mörg um litum og á ferðum sem eru komn ar með gríða lega góða reynslu hér á lan­di og þær eru það vand að ar að búið er að votta þær sem fyrsta flokks utanhúsklæðningu fyrir íslenskt veðurfar frá Nýsköpunar miðstöð Ís­lands. Það er því óhætt að segja að BYKO geti boðið upp á svo til allar gerðir af gólfflísum sem markaðurinn kallar eftir, hvort sem það eru einstaklingar, fyrirtæki eða verktakar.

GLÆSILEG GÓLFEFNIPARKET

Page 11: Sérlausnir sniðnar að þínum þörfum

SÉRLAUSNIR BYKO 11

Við höfum sannfærst um að Tranemo vinnufatnaðurinn sé í sérflokki þegar kemur að end­ingu, hönnun og notagildi. Áhersla Tranemo á vand­aða framleiðslu og mikil efnis­gæði hefur gert

það að verkum að þeir eru í dag leiðandi á sínu sviði í Evrópu. Tranemo framleiðir ekki einungis hefð bundinn vinnu­, hlífðar­ og Hi­Vis sjáanleika fatnað, þeir framleiða einnig frábæran eldvarnar fatnað úr Cantex og Aramid efnum.

Þeir leggja mikla áherslu á að haga fram­leiðslu sinni á eins náttúru­ og umhverfis­vænan hátt og kostur er og staðfestir ISO 14001 umhverfis vottun þeirra það.

Eins og með flest annað sem við gerum hér í BYKO þá kjósum við bara

að vinna með gæðafólki og gæðavöru og er vinnu fatnaður engin

undantekning. Við höfum verið með í sölu hágæðavinnu-

fatnað frá Tranemo, sænsku fölskyldufyrir tæki, sem

hefur verið starfandi frá árinu 1934.

Glæsileg vinnufatadeild BYKO Breidd.

ÞÆGILEGUR OG SLITSTERKUR VINNUFATNAÐUR

Page 12: Sérlausnir sniðnar að þínum þörfum

12 SÉRLAUSNIR BYKO

Umfang og gríðarleg stærð Bosch sam­steypunnar hefur í för með sér að allir hlutar framleiðslunnar eru í þeirra höndum. Þeir þurfa því ekki að nota hluti framleidda af öðrum eða utanaðkomandi vinnuframlag við framleiðslu sína á rafmagnsverkfærum. Þetta gerir það að verkum að þeir ná betur að halda utan um gæði framleiðslu sinnar og stýra henni. Skilar þetta sér til viðskiptavina í öruggari, endingarbetri og viðhaldsminni rafmagnsverkfærum.

Bláu Bosch rafmagnsverkfærin eru við framleiðslu prófuð í þaula af faglærðum iðnaðarmönnum og eru því framleidd af at­vinnumönnum fyrir atvinnumenn.

Rafmagnsverkfærin eru mjög notendavæn og Bosch er umhugað um öryggi viðskiptavina sinna því að án þeirra er enginn markaður. Þeir leggja sig fram um að búa verkfæri sín öllum helstu þægindum og öryggisbúnaði sem völ er á hverju sinni.

Á undanförnum árum hefur staðið yfir mikil tækni­ og þróunarvinna er varðar titrings­varnir í rafmagnsverkfærum. Það hefur skilað því að í dag bera þeir höfuð og herðar yfir aðra í framleiðslu raf­magnsverkfæra þar sem

titringsvarna er helst þörf. Á það helst við um vélar eins og slípirokka, högg borvélar, brot­fleyga og sagir.

Það er ekki aðeins að Bosch framleiði frábær rafmagnsverkfæri þar sem sameinast kraftur, ending og mikið notagildi.

Eins og flest önnur fyrirtæki hugsar Bosch um framtíðina og er þeim því mjög annt um umhverfi sitt og náttúru. Framleiðslu rafmagns­ og rafhlöðu­verkfæra þeirra er því þannig hagað í dag að hægt er að endurvinna rúmlega 80% efnisþyngdar þeirra.

Leigumarkaður BYKO hefur um árabil leigt út Bosch rafmagnsverkfæri. Starfsmenn hafa því langa og góða reynslu af tækjum þeirra og vita nákvæmlega hvaða gæði verkfærin hafa upp á að bjóða.

Viðhald er náttúrulega mjög mikilvægt. BYKO notar vélaverkstæði Egils sem er löggilt þjónustu verkstæði Bosch og því eru kaup­endur Bosch í góðum höndum þurfi tækið þeirra meðhöndlunar við. Með reglulegu viðhaldi vörnum við því að verkfærið

þarfnist meiriháttar viðgerðar seinna.

Bosch ábyrgist að varahlutir fáist í rafmagnsverkfæri frá fyrirtækinu í allt að 10 ár frá framleiðslu þeirra sem er ábyrgð sem fáir bjóða.

Flutnings­ og geymslutöskurnar þeirra, L-Boxx, hlutu verðlaun sem framleiðslu­

vara ársins 2010.

VERKFÆRI FAGMANNSINSAllir fagmenn kannast við Bosch verkfærin. Bosch

er elsti og stærsti framleiðandi rafmagnsverkfæra

í Evrópu. Framleidd eru rúmlega 8.000 vörunúmer í

flokki rafmagnsverkfæra og fylgihluta.

Page 13: Sérlausnir sniðnar að þínum þörfum

SÉRLAUSNIR BYKO 13

Það er oft hagkvæmara að leigjaKostir þess að leigja tæki hjá LM BYKO eru meðal annars:

- Engin kostnaðarsöm fjárbinding- Enginn kostnaður vegna vinnutaps ef eigin vélar bila- Enginn afskriftarkostnaður- Engin þörf á geymsluplássi- Enginn viðgerðarkostnaður- Engin óáreiðanleg tæki sem sjaldan eru sett í gang- Engin umboðslaun þegar selja þarf tæki

Við hvetjum viðskiptavini okkar til að kynna sér alla skilmála tengda leigu á tækjum.

Eftirlit og þrifÖll tæki sem koma úr leigu fara í forprófun eða forskoðun áður en gert er upp. Tækin fara síðan í ákveðinn skoðunar­ og viðgerðarferil. Þar eru þau hreinsuð, prófuð og gert við þau. Með þessu vill Leigmarkaðurinn tryggja að tækin verði hrein og í lagi fyrir næsta viðskiptavin sem tekur tækið á leigu. 

SkilatryggingAllir viðskiptavinir þurfa að leggja fram skila­tryggingu. Sú trygging þarf að vera gerð með kreditkorti, peningum eða viðskiptakorti BYKO þar sem reikningurinn er opinn.

Þrifagjald og slit á skurðarhlutumTil að komast hjá þrifagjaldi er mælt með því að tækin komi jafnhrein til baka og þau voru við útleigu. Þrifagjald getur verið frá 1.000 ­ 15.000 kr., allt eftir því um hvaða tæki er að ræða. Þrifagjald leggst á við útleigu en er fellt niður að fullu ef tæki kemur jafnhreint til baka. Nokkur tæki, s.s. múrfræsarar, kjarnaborar, steinsagir o.fl., eru aldrei leigð út öðruvísi en að slitfletir séu mældir í milli­metrum. Sömu slitfletir eru svo mældir aftur við skil á tæki og er slitgjald fundið út frá því.

Skil á tækjum og skilagjaldViðskiptavinur getur skilað tækjum alls staðar þar sem Leigumarkaður BYKO hefur starfs­stöð, allt eftir því hvað hentar best hverju sinni. Ef tæki er ekki skilað á þeim stað þar sem útleiga fór fram þarf að greiða sérstakt skilagjald að lág­marki 1.500 kr.

LEIGU-MARKAÐUR BYKOVið höfum lagt metnað okkar í það að vera fyrsti kostur fyrir

einstaklinga, verktaka, fyrirtæki og stofnanir þegar kemur að

því að leigja áhöld og tæki.

Á ÖLLUM SÖLUSTÖÐUM BYKO ERU LEIGUMARKAÐIR

AFGREIÐSLA TÆKJASkilríkiStarfsmenn Leigumarkaðar BYKO geta farið fram á framvísun skilríkja þegar tæki er tekið á leigu. Það er ekki nóg að framvísa viðskiptakorti BYKO eða kreditkorti, það gæti líka þurft að sýna skilríki s.s. ökuskírteini, vegabréf o.s.frv.

SamningurÁ samningnum koma fram allir skilmálar við leiguna. Rík áhersla er lögð á að viðskiptavinur passi vel upp á tækin fyrir okkur á meðan þau eru í hans vörslu. Við samningsgerð þarf að gefa upp áætlaðan skilatíma. Hægt er að framlengja samninginn með einu símtali.

FyrirspurnirGott er að fá fyrirspurnir og ábendingar sendar í tölvupósti á [email protected] en líka er hægt að hringja í síma 515 4020.

LandsbyggðarþjónustaNú er það þannig að mörg tæki og áhöld í þessum vörulista fást aðeins í Leigumarkaði BYKO í Breidd. Ef viðskiptavinir á landsbyggðinni óska eftir tæki hjá okkur sem ekki er til á Leigumarkaði í nær­liggjandi BYKO verslun þá munum við senda tækið til viðskiptavinarins. Sama gildir um þá viðskipta­vini sem eru staddir fjarri BYKO verslun. Viðskipta­vinur þarf að greiða flutningskostnað en leigutími hefst ekki fyrr en tækið er komið til leigutaka og lýkur þegar tæki er komið aftur til leigusala. Óskir eða fyrirspurnir um að fá send tæki skal senda á [email protected] eða í síma 515 4020.

TjónálagHægt er að komast hjá kostnaði sem verður

vegna óviljandi tjóns á tæki þ.e. sem ekki má rekja beint til gáleysis eða kæruleysis

leigu taka. Viðskiptavinur þarf að ákveða þegar hann tekur

tæki á leigu hvort hann vilji tjónaálag. Við mælum með því að viðskipta vinir okkar nýti þennan kost þar sem það getur verið mikill kostnaður að greiða fyrir tæki sem reynist bilað eða ónothæft eftir leigu. Athugið að tjónaálag gildir ekki um slithluti svo sem borkrónum í kjarna borum,

borum eða sagarblöðum. Tjón sem verður á slíkum

hlutum er alfarið á ábyrgð leigutaka. Tjónaálag gildir ekki ef

tæki er stolið.

Page 14: Sérlausnir sniðnar að þínum þörfum

14 SÉRLAUSNIR BYKO

LAGNAVERSLUN

Á ÖLLUM SÖLUSTÖÐUM BYKO ERU LAGNADEILDIR

Með metnaðarfullu starfsfólki og breiðu vöruúrvali erum við leiðandi á sviði pípulagna.

Viðskiptavinir Lagnaverslunar eru fyrst og fremst píparar og fagaðilar sem tengjast pípulögnum en allir aðrir eru velkomnir.

Lagnaverslun BYKO er til húsa í Breiddinni í Kópavogi. Þar er seld öll lagnavara eins og rör, rotþrær, fittings, hreinlætistæki, ofnar og heitir pottar svo eitthvað sé nefnt.

Sölumenn Lagnaverslunar leggja sig alla fram til þess að svara öllum spurningum sem upp koma varðandi lagnaefni.

LAGNA-VERSLUN BYKOÍ Lagnaverslun BYKO er unnið af fagmennsku og

dugnaði við að þjónusta alla fagmenn (og áhugamenn)

sem tengjast pípulögnum. Hjá okkur færðu flest

það efni sem tengist iðnaðinum á einn eða annan

hátt og leggjum við mikinn metnað í að veita

toppþjónustu og hágæða lagnaefni.

Sölumenn Lagnaverslunar leggja sig alla fram til þess að svara öllum spurningum sem upp koma varðandi lagnaefni.

Silverline rörin frá BYKO eru einstaklega þægileg og sveigjanleg í lagningu sem getur verið ákaflega gott þegar mikið mæðir á í beygjum og hnykkjum. Eru þau til í sverleikunum 16x2 og 20x2.

Varan er með 5­laga rör sem þýðir að hin mikilvæga súrefniskápa rörsins er varin jafnt að utan sem

innan og kemur því í veg fyrir að súrefni komist í gegnum veggi rörsins og valdi tæringu í

kerfinu sem er alger martröð að eiga við.

BYKO Silverline rörin eru CE vottuð og framleidd í Þýskalandi eftir ströngum kröfum um gæði og endingu rörsins og hafa verið með þeim vinsælustu í gólfhitakerfum hérlendis enda alltaf þægilegt að hafa smá hlýindi í gólfinu á meðan úti er veður vont.

HGP – BYKO SILVERLINE

Lagnaverslun BYKO er með gott úrval af alls kyns stýringum fyrir gólfhitakerfi, hvort sem um ræðir þægileg þráðlaus­ eða áreiðanleg vírtengd kerfi frá Danfoss, Watts eða Oventrop. Einnig bjóðum við upp á mikið úrval af vönduðum þýskum ofnlokum, strenglokum, spjald ­lok um, kaldavatnssíum o.fl. Við getum því státað okkur af því að bjóða upp á mikið vöruval og tæknilegar lausnir við framleiðslu, dreifingu og notkun á hita til upphitunar og orkusparnaðar í íbúðar­ og atvinnuhúsnæðum.

OVENTROP, DANFOSS, WATTS

Page 15: Sérlausnir sniðnar að þínum þörfum

SÉRLAUSNIR BYKO 15

Þegar kemur að frárennslum má lítið út af bregða. Fátt er verra en að þurfa að glíma við stíflað niðurfall, að við tölum ekki um ónýtt skólprör.

Til að tryggja þessi gæði hefur BYKO átt margra ára gott samstarf við Promens á Dalvík en framleiðsla á byggingarvörum úr polyethylene fyrir innanlandsmarkað er stór þáttur í starfsemi verksmiðjunnar og hefur svo verið um árabil. Þar er um að ræða framleiðslu á rotþróm, búnaði til vatnsveitu, tönkum, fráveitubrunnum, fituskiljum, olíuskiljum og fleiru.

Einnig erum við í mikilli samvinnu við Magnaplast í Þýskalandi og flytjum inn PVC og PP rör frá þeim ásamt því að selja þau frá SET röraverksmiðju sem staðsett er á Selfossi. Nýjasta afurðin frá þeim er KG2000 umhverfisvænt SN8 PP jarðvegsrör sem er gert fyrir meiri þyngdarklassa þegar flæði skiptir meira máli.www.magnaplast.com

BYKO flytur inn og selur vörur frá Blücher í Danmörku. Blücher sérhæfir sig í fram­leiðslu á hágæðavörum fyrir frárennsli úr ryðfríu stáli og eru þeir leiðandi á sínu sviði og hafa verið það lengi. BYKO hefur um árabil verið aðal sölu­ og dreifingaraðili á vörunum frá Blücher og með því viljum við sýna í verki þann metnað sem við höfum í að þjónusta helstu iðnaðargreinar á Íslandi, hvort sem um ræðir smærri eða stærri sláturhús, ölgerðir, fiskvinnslur, hótel eða atvinnueldhús.

Einnig er Blücher með stórgóð ryðfrí niður­föll til heimilisnotkunar og fyrir íþróttahús. Blücher frárennsliskerfið samanstendur af góðu úrvali af rörum og fittings úr ryðfríu stáli ásamt niðurföllum fyrir hina ýmsu þyngdarflokka, gólfrennur, eldhúsrennur o.s.frv. Einnig fást sérsmíðaðar rennur í flestum stærðum sé þess óskað.www.blucher.dk

SVO VIÐ TÖLUM AÐEINS UM FRÁRENNSLI

Við hjá lagnaverslun BYKO höfum lengi boðið upp á gæðadælur og er hið frábæra úrval af DAB dælum engin undantekning. Ástæðan fyrir því er einföld. DAB dælur eru mjög sterkar og vandaðar og hefur DAB verið leiðandi í framleiðslu á dælum og mótorum á heimsvísu. Við viljum versla við fyrirtæki sem líkt okkur hefur þekkingu, reynslu og er leiðandi á sínu sviði. DAB er hluti af DWT samsteypunni sem sameinar fjölda smærri dælufyrirtækja eins og Leader pumps, Tesla, Brisan og WACS. Þeir framleiða allar gerðir af dælum og við getum státað okkur af því að við seljum þær flestar. Miðflóttaaflsdælur, lensidælur, skólpdælur, brunndælur og borholudælur, bara svo eitthvað sé nefnt.Við flytjum einnig inn og seljum vandaðar

skólpdælur frá Homa Pumps sem er öflugt þýskt gæðafyrirtæki sem sérhæfir sig í dælum fyrir skólp og annan úrgang. Við hjá BYKO seljum skólpdælustöðvar, dælubrunna og margt fleira fá Homa Pumps. Ef við ekki eigum þá tegund sem þig vantar getum við alltaf sérpantað hana fyrir þig beint frá fram­leiðandanum.

Dallmer frá Þýskalandi er lítið fyrirtæki á alþjóðavísu en hefur engu að síður verið leiðandi í framleiðslu á niðurföllum og auka­búnaði tengdum þeim á síðustu árum.

BYKO hefur selt Dallmer um árabil en Dallmer vörurnar hafa verið í sölu á Íslandi síðan 1969. Úrvalið frá Dallmer er gríðarlega gott og niðurföll fáanleg í flest allt sem þörf er á.

Dallmer framleiðir einnig þakniðurföll fyrir allar stærðir af þakdúkum og eru þau til með eða án hitastrengs, en þessi niðurföll frá Dallmer hafa verið gríðarlega vinsæl í gegn um árin, enda mjög vönduð og ekki skemmir fyrir frábært verð.

Þeir eru líka á tánum þegar kemur að hönn­un og eru þeir með flottar línur í ristum og sturturennum fyrir baðherbergi, enda oft mörg tískufyrirbrigði í gegnum árin.

Til viðbótar við allt þetta selur BYKO líka renn­ur og rennukerfi frá MEA Drain í Hollandi. Rennurn ar eru úr sterku plasti og trefjasteypu sem þýðir lítið viðhald.

Þeir (og þar af leiðandi við) bjóða upp á göturennur fyrir allar hugsanlegar aðstæður, hvort sem um ræðir fyrir framan bílskúrinn heima hjá manni, bílakjallara í fjölbýlishúsum eða vöruhús með mikla lyftaraumferð og mikla þungaflutninga og svo þær allra sterkustu með þol fyrir flugvelli, hvort sem er fyrir einka­þotuna eða eitthvað stærra.

Styrkleikaflokkar eru frá A15 til

F900, hvað sem þarf í hvert skipti.

DÆLUR

DALLMER

Page 16: Sérlausnir sniðnar að þínum þörfum

16 SÉRLAUSNIR BYKO

Rautitan rörin eru hágæða PE­xa plastefni sem eru framleidd með háþrýsti kross­bindingu (Engel aðferð). Rörin eru gefin upp fyrir 90°C miðað við 6 bör. Pexrörin eru til í stærðunum 16­63 mm og álpexrörin 16­40 mm.

Rehau röratengin eru úr afsinkfríu messingi sem þýðir að þau eru tæringarvarin og þar af leiðandi laus við tæringargöt og sprungur af völdum spennutæringar. Enginn

O­hringur er á samskeytunum og tryggja því þrýsti hulsurnar fullkomna samsetningu og hámarksflæði.

Rautitan rörakerfið er með vottun frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands.

Hjá BYKO bjóðum við líka upp á Geberit Mapress rör og fittings úr galvi og ryðfríu stáli, efnið er með því vandaðasta sem til er á markaðnum í dag og er hugsað um hvert ein­asta smáatriði í hönnun og framleiðslu á rörum og fittings frá þeim.

Sérstök hitameðferð við framleiðslu á rörunum gefur jafna efnisbyggingu og eru því suðusam­skeytin án suðukantssamsetninga sem gera rörin með þeim öruggustu á markaðnum. Suðusamskeytin eru sléttuð með vélrænni yfirborðsmeðhöndlun sem orsakar það að varan gerir mun meira en að bara uppfylla evrópska staðla varðandi tryggingu fyrir þéttleika kerfis­ins, heldur fer langt fram úr þeim.

Íhlutir í kerfinu eru með mikinn vélrænan styrk og eru lagaðir hver að öðrum, við pressun mótast pakkningin í skilgreinda lögun sem gef ur frekari orku sem tryggir varanlega þéttingu. Prófílpakkning er þannig í laginu að ef efnið er ekki pressað þá lekur það við þrýsti­prófun. Hrein suðusamskeyti eru lykill inn að varan legri þéttingu kerfisins og minnka veru­lega hættuna á tæringu, gefa sérstaka styrkingu í pakkningunni í kringum og inni í tengistykkinu og sérstök hitameðferð gefur jafna efnis­byggingu sem leiðir af einum bestu þétting ­un um sem völ er á. Sambræddir hlutir eru settir saman með hárfínni sam setningu sem er mun strangari en núverandi gildandi viðmiðunar­staðall. Sambræðsla á krómi og molýbden ábyrgist að PRE gildið eða tæringarþolið er yfir 24 og því vel yfir lágmarkskröfum staðalsins.

GEBERIT MAPRESS

Raupiano hljóðeinangrandi frárennsliskerfiFæstir hugsa um hljóðeinangrun þegar þeir eru að leita að frárennslisrörum en þetta getur verið mikilvægur þáttur þegar ákvörðun er tekin. Það getur verið leiðigjarnt að heyra í hvert einasta skipti sem einhver sturtar niður eða fer í sturtu.

Hljóðmengun í frárennslisrörum er, eins og við nefndum, afar hvimleið og berst venjulega með lofti og svo frá leiðslum, veggjum og öðru efni. Efnisborin hljóð berast í gegnum

festingar yfir í veggi í formi titrings sem kemur af völdum vatnsrennslis.

Raupiano kerfið frá Rehau hugsar fyrir báðum þessum þáttum, það er fullkomlega hannað með hljóðeinangrun í huga og hefur skipað sér í sess frárennsliskerfum sem gefa hvað minnstu hljóðmengun frá sér.

Raupiano rörin frá Rehau eru til í stærðunum DN40­DN160, þau eru hvít að lit og ber því afar lítið á þeim ef þau eru sjáanleg.Þola 90° heitt vatn (95°C í stuttan tíma).

REHAU

RAUTITAN PEX OG PLASTRÖR FYRIR HITAKERFI OG NEYSLUVATN

®

Page 17: Sérlausnir sniðnar að þínum þörfum

SÉRLAUSNIR BYKO 17

RUNTYL OFNAR FRÁ OFNASMIÐJU SUÐURNESJA

BYKO hefur um langt skeið selt svokallaða Runtyl ofna frá Ofnasmiðju Suðurnesja sem smíðaðir eru eftir máli. Þetta eru gæðaofn­ar sem smíðaðir eru stykki frá stykki með sérstök um endum. Þessir ofnar eru notaðir við krefj andi aðstæður, til dæmis þar sem lágir ofn ar eru notaðir og krefjandi afkasta er krafist. Þeir henta vel fyrir heimili þar sem til

dæmis stórir stofugluggar eru og lítið pláss fyrir ofna. Þannig er fólk að velja báðar teg undir ofna fyrir heimili sín, panelofna í flestum tilfell um en síðan Runtyl ofna fyrir sérstakar aðstæður.

Auk fyrrgreindra ofna selur BYKO gott úrval af handklæðaofnum í nokkrum stærðum.

Gólfhitakerfi hafa notið sívaxandi vinsælda undanfarin ár. Kerfin hafa ýmsa kosti í för með sér, til dæmis jafna hitadreifingu svo ekki sé minnst á þægindin við að stíga á volgt gólfið þegar farið er fram úr rúminu á köldum vetrar­morgni. Gólfhitakerfin frá BYKO hafa sannað sig í gegnum tíðina og kerfin virka einstaklega vel við íslenskar aðstæður. Til eru margar útfærslur af gólfhitakerfum og er mikilvægt að gera hlutina rétt og fagmannlega til að fá sem besta nýtingu út úr kerfinu. BYKO selur Silverline gólfhitarörin sem eru CE vottuð þýsk hágæða vara og eru einstaklega þægileg í lagningu. Þau fást bæði í 16 mm og 20 mm

sverleika í öllum lagnadeildum fyrirtækisins. Þessi gólf hitarör eru fimm laga rör sem þýðir að hin mikilvæga súrefniskápa rörsins er vel varin jafnt að innan sem utan. Það gerir það að verk um að engin hætta er á tæringu eða útfell­ingu vegna gegndræpis röra þar sem súrefnis­kápan er innan í rörinu. Gólfhitarör sem eru með súrefniskápunni á ysta lagi rörsins eru því að bjóða hættunni heim.

Það er mikilvægt að velja gæði þegar leggja skal gólfhitakerfi enda er enginn hægðarleikur að skipta um rör þegar búið er að steypa þau inn í gólfið.

Lagnadeildir BYKO bjóða einnig upp á gott úrval af bæði þráðlausum og þráðtengdum stýribúnaði frá Oventrop í Þýskalandi fyrir gólfhitakerfi. Reynslumiklir sölumenn lagnadeildar BYKO eru ávallt reiðubúnir að veita úrvals þjónustu og ráðgjöf varðandi gólfhitakerfi. Til að tryggja að gólfhitakerfið sé sem hagkvæmast í rekstri skal tryggja að allt sé gert eftir forskrift fram­leiðanda og skal alltaf leita til pípara þegar þarf að setja upp gólfhitakerfi.

Nánari upplýsingar um ofna og gólfhitakerfi BYKO má fin-na á www.byko.is.

GÆÐAOFN AR SMÍÐAÐIR STYKKI FYRIR STYKKI

Ofnar eru eitthvað sem við Íslendingar getum seint verið án. Byko hefur um langt skeið selt gott úrval vandaðra ofna frá Quinn, sem er ein fullkomnasta ofnaverksmiðja Evrópu og Ofna­verksmiðju Suðurnesja.

Ofnarnir eru framleiddir hjá Quinn Radiator í Wales sem býr yfir einni nýjustu og full­komnustu ofnaverksmiðju í Evrópu. Þar er öll framleiðsla samkvæmt ströngustu kröf­um varð andi staðla og vottanir. Einnig eru afkastatöflur gerðar samkvæmt íslenska staðlinum ÍSl EN 442.

Helsti kostur Voryl ofnsins er að hann er framleiddur þannig að efri brún hans er rúnuð

en ekki með skarpri brún sem skapar minni slysahættu í umgengni. Auk þess er hann með stóran og öflugan iðuhitara (konvektor) sem skapar góða varmagjöf. Það er vissulega stór kostur við þessa ofna að vera rúnaðir. Þannig henta þeir sérstaklega vel í skóla, leikskóla og inni á heimilum enda skapa þeir mun minni slysahættu en eldri ofnar.

Það má einnig benda á að BYKO hefur einsett sér að vera með góðan lager af ofnum. Í flestum tilfellum eigum við all­ar stærðir af ofnum á lager hjá okkur og þannig erum við betur í stakk búin til að bregðast fljótt við óskum viðskiptavina.

OFNAR

GÓLFHITAKERFI FYRIR ÍSLENSKAR AÐSTÆÐUR

OFNAR

Page 18: Sérlausnir sniðnar að þínum þörfum

18 SÉRLAUSNIR BYKO

byko.is [email protected] 515 4000

Hönn

un o

g um

brot

: VER

T m

arka

ðsst

ofa