skólanámskrá · hraunvallaskóli skólanámskrá 6. bekkur 2013 - 2014 2 vinátta - samvinna -...

41
Skólanámskrá 2013 - 2014 6. bekkur Umsjónarkennarar: Jóna Karólína Karlsdóttir Þórunn Jónsdóttir Æsa Skeggjadóttir

Upload: others

Post on 31-May-2020

7 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Skólanámskrá · Hraunvallaskóli Skólanámskrá 6. bekkur 2013 - 2014 2 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð Inngangur Í 6. bekk í Hraunvallaskóla eru 67 nemendur, þrír umsjónarkennarar,

Skólanámskrá 2013 - 2014

6. bekkur

Umsjónarkennarar:

Jóna Karólína Karlsdóttir

Þórunn Jónsdóttir

Æsa Skeggjadóttir

Page 2: Skólanámskrá · Hraunvallaskóli Skólanámskrá 6. bekkur 2013 - 2014 2 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð Inngangur Í 6. bekk í Hraunvallaskóla eru 67 nemendur, þrír umsjónarkennarar,

Hraunvallaskóli

Skólanámskrá 6. bekkur 2013 - 2014

1 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð

Efnisyfirlit

INNGANGUR ................................................................................................................... 2

ÍSLENSKA ........................................................................................................................ 4

STÆRÐFRÆÐI ................................................................................................................ 8

NÁTTÚRUFRÆÐI ......................................................................................................... 12

SAMFÉLAGSFRÆÐI .................................................................................................... 15

LANDAFRÆÐI ................................................................................................................ 17

KRISTINFRÆÐI, SIÐFRÆÐI OG TRÚARBRAGÐAFRÆÐI ........................................ 18

ENSKA ............................................................................................................................ 19

LÍFSLEIKNI ................................................................................................................... 22

HEIMILISFRÆÐI ........................................................................................................... 24

HÖNNUN OG SMÍÐI .................................................................................................... 26

UPPLÝSINGA- OG TÆKNIMENNT ............................................................................ 27

MYNDMENNT .............................................................................................................. 30

TEXTÍLMENNT ............................................................................................................. 31

LEIKRÆN TJÁNING ..................................................................................................... 33

DANS .............................................................................................................................. 34

ÍÞRÓTTIR, LÍKAMS- OG HEILSURÆKT ................................................................... 35

SUND .............................................................................................................................. 38

Page 3: Skólanámskrá · Hraunvallaskóli Skólanámskrá 6. bekkur 2013 - 2014 2 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð Inngangur Í 6. bekk í Hraunvallaskóla eru 67 nemendur, þrír umsjónarkennarar,

Hraunvallaskóli

Skólanámskrá 6. bekkur 2013 - 2014

2 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð

Inngangur

Í 6. bekk í Hraunvallaskóla eru 67 nemendur, þrír umsjónarkennarar, kennari í

stoðþjónustu, einn stuðningsfulltrúi, tveir íþróttakennarar, tveir sundkennarar og fimm

list- og verk-greinakennarar.

Skipulag á kennslusvæði: Hópurinn hefur tvö kennslurými á tveimur hæðum.

Nemendahópurinn er einn bekkur (ein heild) sem skipt er niður í mismunandi minni

hópa eftir því hvað er verið að fást við. Kennarar skipta á milli sín námsgreinum og er

hver kennari með ákveðnar námsgreinar. Viðhafðar eru fjölbreyttar kennsluaðferðir til

að mæta þörfum flestra nemenda og er ýmist unnið einstaklingslega, í hópum, í gegnum

leiki, umræður, ritun o.s.frv. Kennari í stoðþjónustu kemur inn samtals 8 kennslustundir

á viku og á sama tíma gefst nokkrum nemendum kostur á sérkennslu í Keili (námsveri).

Stundaskrá 6. bekkjar er samansett af hringekju, uppistandi og vinnustundum

auk verklegrar greinakennslu þ.e. list- og verkgreinum, dansi, sundi og íþróttum.

Hringekja eru hringferðir þar sem nemendur skiptast á að fara í námsgreinar á milli

kennara, þ.e. enska, íslenska, stærðfræði og lestur/lesskilningur. Í vinnustundum vinna

nemendur að ákveðnum verkefnum eftir áætlun. Áætlanir eru settar upp í samvinnu við

nemendur og ber að ljúka áætlun á tilskyldum tíma. Nemendur vinna á sínum hraða og

geta því verið með misjafnar áætlanir. Nemendur hafa kost á því að taka með sér áætlun

heim. Saga, landafræði og náttúrufræði eru kenndar í mislöngum lotum/þemum sem

geta varað allt frá einni viku og lengur.

Heimakrókar á kennslusvæði eru þrír auk eins stórs á neðra kennslusvæði þar

sem allir geta safnast saman. Í heimakrókum er daglega farið yfir dagsskipulagið,

samræður um það sem er á döfinni, leitast við að leysa mál sem koma upp, lagt inn

námsefni o.s.frv. Tekin eru fyrir ákveðin þemu yfir veturinn t.d. hafið, Norðurlönd og

líkaminn. Yfirþema vetrarins er vinátta. Kennslusvæði og hópar bera heiti tengt þessu

þema. Sem dæmi nefnist nemendahópurinn Bræðralag, heimakrókahópar vinir, mátar

og félagar. Sundhópar eru áll, steinbítur, koli, hlýri og langa. Samverukrókarnir

kallast samvinna, vinátta, ábyrgð og friendship. Unnið verður með þemun jafnt og

þétt yfir allan veturinn.

Heimanám: Ef nemendur ljúka ekki vinnuáætlun taka þeir með sér námsefnið

heim og ljúka því þar. Heimaverkefni eru send heim, ef sérstaklega er verið að vinna

Page 4: Skólanámskrá · Hraunvallaskóli Skólanámskrá 6. bekkur 2013 - 2014 2 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð Inngangur Í 6. bekk í Hraunvallaskóla eru 67 nemendur, þrír umsjónarkennarar,

Hraunvallaskóli

Skólanámskrá 6. bekkur 2013 - 2014

3 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð

með ákveðið efni sem þarfnast frekari æfingar, þegar nemendur gera kannanir, ef leitað

er eftir upplýsingum sem betra er að finna heimafyrir eða annað tilfallandi tengt

námsefninu.

Mikið er lagt upp úr góðu foreldrasamstarfi. Kennarar senda vikulega fréttabréf,

þar sem farið er yfir liðna viku og grófa áætlun fyrir komandi viku.

Viðmiðunarstundatafla fyrir 6. bekk

(Hver tími er 40 mín. á viku að meðaltali)

Námsgrein: Tímafjöldi

Íslenska 7

Stærðfræði 7

Náttúrufræði 3

Samfélagsgreinar 4

Enska 2

Lífsleikni 1

Heimilisfræði 1

Hönnun og smíði 1

Upplýsinga og

tæknimennt 1

Myndmennt 1

Textílmennt 1

Leikræn tjáning 1

Íþróttir, líkams- og

heilsurækt 3

Samþ. námsgreina 1

Valgreinar 1

SAMTALS 35

Page 5: Skólanámskrá · Hraunvallaskóli Skólanámskrá 6. bekkur 2013 - 2014 2 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð Inngangur Í 6. bekk í Hraunvallaskóla eru 67 nemendur, þrír umsjónarkennarar,

Hraunvallaskóli

Skólanámskrá 6. bekkur 2013 - 2014

4 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð

Íslenska

Markmið

Nemandi á að:

Talað mál og hlustun

- tjá sig skýrt og áheyrilega

- geta endursagt það sem hann hefur lesið eða heyrt

- geta gert grein fyrir skoðunum sínum og rökstutt þær

- vera fær um að taka virkan þátt í samræðum og rökræðum og fylgja

viðeigandi reglum

- geta notið bókmennta- og afþreyingarefnis, upplestrar, leiksýninga og söngs

- geta flutt og sungið algeng íslensk ljóð

- kunna að hlusta og taka eftir og geta nýtt sér upplýsingar í töluðu máli

- hafa tekið þátt í leikrænni tjáningu og spuna

Lestur og bókmenntir

- hafa öðlast góðan lesskilning og fjölbreyttan orðaforða

- gera sér grein fyrir aðalatriðum í texta og helstu efnisorðum

- geta lesið sér til ánægju og gert grein fyrir þeim áhrifum sem tiltekinn texti

hefur á hann

- geta notið þess að hlusta á upplestur og frásagnir

- hafa kynnst öðrum menningarheimum með því að lesa þýddar sögur og ljóð

- hafa lesið leikþætti og lært nokkur valin ljóð

- þekkja fáein bókmenntafræðileg hugtök til að fjalla um form og innihald

ljóða, svo sem rím, ljóðstafi, hrynjanda, samlíkingu og boðskap

- þekkja nokkur frásagnarform bókmennta, svo sem smásögu, ævintýri,

goðsögu og ljóð

- geta aflað upplýsinga úr bókum, margmiðlunarefni og af netinu og unnið úr

þeim

- geta unnið úr einföldum tölulegum og myndrænum upplýsingum

Page 6: Skólanámskrá · Hraunvallaskóli Skólanámskrá 6. bekkur 2013 - 2014 2 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð Inngangur Í 6. bekk í Hraunvallaskóla eru 67 nemendur, þrír umsjónarkennarar,

Hraunvallaskóli

Skólanámskrá 6. bekkur 2013 - 2014

5 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð

Ritun

- geta skrifað læsilega og af öryggi

- nota rétta fingrasetningu við ritvinnslu

- hafa náð valdi á helstu atriðum stafsetningar og nokkurri færni í

greinarmerkjasetningu

- geta dregið út aðalatriði og endursagt efni úr ræðu og riti

- hafa öðlast öryggi við að tjá hugmyndir sínar og reynslu

- geta skipulagt og orðað texta á þann hátt sem hæfir efni, til dæmis frásagnir,

lýsingar, fréttir og fyrirmæli

- hafa fengist við skapandi skrif og samið sögur, ljóð og leikþætti

- kunna að ganga frá texta og geta nýtt sér stafsetningarorðabækur,

leiðréttingarforrit og önnur hjálpargögn við ritun

Málfræði

- hafa ræktað með sér áhuga á móðurmálinu og vitund um eigin málkunnáttu

- átta sig á að munur er á hljóði og bókstaf og skilja hvernig orð skiptast í

atkvæði

- geta nýtt sér málfræðikunnáttu sína við orðmyndun og stafsetningu

- kunna að fletta upp orðum eftir stafrófsröð og að nýta sér upplýsingar í

orðabókum

- átta sig á hvernig orðaforðinn skiptist í sagnorð, fallorð og óbeygjanleg orð

- þekkja helstu einkenni orðflokka og beygingarformdeildir þeirra, svo sem

kyn, tölu, fall, stigbreytingu, nútíð, þátíð og nafnhátt

- gera sér nokkra grein fyrir mismunandi hlutverkum orða í texta

- hafa þjálfast í að greina merkingarmun og blæbrigði orða

- þekkja mun orðtaka og málshátta og hafa náð nokkurri leikni í að beita þeim

- skilja að málfræðiþekking nýtist í tungumálanámi

Inntak náms

Samkvæmt Aðalnámskrá skiptist námið í fjóra þætti: Talað mál og hlustun, lestur og

bókmenntir, ritun og málfræði. Í skólanum er lögð áhersla á heildstæða

móðurmálskennslu, þ.e. tengsl þessara þátta og viðfangsefna innbyrðis og eðlilegan

Page 7: Skólanámskrá · Hraunvallaskóli Skólanámskrá 6. bekkur 2013 - 2014 2 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð Inngangur Í 6. bekk í Hraunvallaskóla eru 67 nemendur, þrír umsjónarkennarar,

Hraunvallaskóli

Skólanámskrá 6. bekkur 2013 - 2014

6 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð

stígandi í náminu miðað við aldur og þroska nemenda. Í 6. bekk er lögð áhersla á

eftirfarandi:

Talað mál og hlustun

Nemendur þjálfast í að tjá sig munnlega með margvíslegum verkefnum s.s. ljóð, sögur

og eigin verk með réttum áherslum. Auk þess að geta tjáð sig frammi fyrir hópi, taki

þátt í umræðum og færi rök fyrir máli sínu. Nemendur læra að flytja mál sitt skýrt og

áheyrilega í framsögn, læra að hlusta og bregðast við á viðeigandi hátt. Nemendur eiga

að taka virkan þátt í samræðum og virða viðeigandi reglur. Nemendur læra að gagnrýna

og taka afstöðu til fjölmiðlaefnis.

Lestur og bókmenntir

Hvatt til daglegs heimalesturs. Lögð er áhersla á að nemendur nái góðum leshraða og

auki lesskilning sinn. Auk þess að nemendur geti lesið af öryggi sér til fróðleiks og

ánægju. Nemendur læra að afla sér upplýsinga úr ýmsum miðlum og kynni sér fjölbreytt

lesefni. Leitast er við að kenna þeim umburðarlyndi í garð ólíkra menningarsamfélaga

og trúarhópa.

Nemendur vinna ýmis ritunarverkefni t.d. útdrætti, sögur, heimildaritun,

kjörbókarritgerð ásamt frjálsri ritun. Nemendur þekki hugtökin upphaf, miðja og endir í

frásögnum og geti nýtt sér þau í eigin skrifum. Nemendur þjálfast í að greina aðalatriði

úr texta. Unnið verður með nokkur ljóð yfir veturinn, sum eru lærð utanbókar.

Nemendur læra að þekkja mismunandi form ljóða og ljóðahugtök s.s. stuðla, höfuðstafi,

rím og líkingar. Nemendur nota orðabók og læra að nota heimildir. Stefnt er að því að

auka lesskilning, orðaforða og málskilning. Skólinn hefur sett sér stefnu varðandi

íslenskan menningararf. Í 6. bekk kynnast nemendur eftirfarandi höfundum, ljóðum og

bókmenntum:

Ritun

Nemendur fá þjálfun í ólíkum þáttum ritaðs máls. Stefnt er á að nemendur geti skrifað

læsilega og af öryggi. Nemendur fá þjálfun í helstu reglum stafsetningar ásamt æfingu í

notkun greinamerkja. Ef að nemendur fást við endursagt efni er mikilvægt að þeir geti

dregið út aðalatriði úr texta. Leitast er við að nemendur öðlist öryggi við að tjá

hugmyndir sínar og fáist við skapandi skrif svo sem samið ljóð, sögur og leikþætti.

Page 8: Skólanámskrá · Hraunvallaskóli Skólanámskrá 6. bekkur 2013 - 2014 2 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð Inngangur Í 6. bekk í Hraunvallaskóla eru 67 nemendur, þrír umsjónarkennarar,

Hraunvallaskóli

Skólanámskrá 6. bekkur 2013 - 2014

7 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð

Nemendur þurfa að getað gengið frá texta og nýtt sér stafsetningarorðabækur,

leiðréttingarforrit og önnur hjálpargögn við ritun.

Málfræði

Kunnátta, skilningur og áhugi nemenda á málfræði verður efldur þannig að þeir læri

helstu grunnhugtök í málfræði og verða þeir þjálfaðir sérstaklega í að skoða muninn á

hljóði og bókstaf ásamt því að þeir átti sig á hvernig orð skiptast í atkvæði. Nemendur

koma til með að geta nýtt sér málfræðikunnáttu sína við orðmyndun og stafsetningu. Þá

verður leitast við að nemendur átti sig á einkennum orðflokka og beygingarformdeildir

þeirra, svo sem kyn, tölu, fall, stigbreytingu, nútíð, þátíð ásamt nafnhætti. Nemendur

þurfa að kunna að fletta upp orðum eftir stafrófsröð og nýta sér upplýsingar í

orðabókum og þjálfast við að greina og gera sér grein fyrir merkingarmun og blæbrigði

orða.

Kennsluskipan

Kennslustundir í íslensku eru 8 á viku. Þar af er einn tími á viku sem er samþættur við

listgreinar. Megináherslan í íslensku er á lestur, ritun og rétta málnotkun.

Námsmat

Vetrinum er skipt í tvær annir. Stöðugt mat á vinnu nemenda fer fram með könnunum

og verkefnum á hvorri önn. Einnig eru verkefnaskil, virkni og verklag nemenda metin,

ásamt því að nemendur skila kjörbókarritgerð. Próf í lok annar.

Námsgögn

Skrudda, grunn og verkefnabók Rauðkápa

Málrækt 2 Njála

Mál í mótun, grunnbók og verkefnabók Benjamín dúfa

Réttritunarorðabók m/ verkefnabókum Ýmis verkefni frá kennurum

Ljóðspor

Page 9: Skólanámskrá · Hraunvallaskóli Skólanámskrá 6. bekkur 2013 - 2014 2 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð Inngangur Í 6. bekk í Hraunvallaskóla eru 67 nemendur, þrír umsjónarkennarar,

Hraunvallaskóli

Skólanámskrá 6. bekkur 2013 - 2014

8 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð

Stærðfræði

Markmið

Að nemandi:

Stærðfræði og tungumál

- fáist við verkefni um fjölgun og fækkun, hækkun og lækkun og ræði um

hvað sé hlutfallslega „mikið“ í því sambandi

- noti dagatal og riti dagsetningar með algengum rithætti

- kynnist skilgreiningum á algengum rúmfræðihugtökum

- taki þátt í kynningu, einn eða með öðrum nemendum, á verkefni um

stærðfræðilegt efni þar sem beitt er töluðu máli, texta og myndritum

Lausnir verkefna og þrauta

- temji sér að spyrja spurninga um verkefni í því skyni að öðlast betri skilning

á því

- glími við flókin viðfangsefni í samvinnu við aðra nemendur með því að

setja þau á svið eða teikna myndir

- búa til töflur

- leita að mynstri eða reglu

- giska á lausnir og prófa þær

- temji sér að prófa lausnir í samhengi við upphaflegt verkefni

- leiti nýrra spurninga þegar lausn á þraut er fundin og hefji athuganir á

skyldum viðfangsefnum

- glími við verkefni sem gera kröfur til frumkvæðis og hugkvæmni, t.d. á

einhverju eftirtalinna sviða

- viðfangsefni daglegs lífs

- verkefni tengd umhverfi

- athuganir í raungreinum eða stærðfræði (talnafræði, rúmfræði)

Page 10: Skólanámskrá · Hraunvallaskóli Skólanámskrá 6. bekkur 2013 - 2014 2 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð Inngangur Í 6. bekk í Hraunvallaskóla eru 67 nemendur, þrír umsjónarkennarar,

Hraunvallaskóli

Skólanámskrá 6. bekkur 2013 - 2014

9 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð

Tengsl við daglegt líf og önnur svið

- skoði áætlanir um almenningssamgöngur og geri áætlun um hve langan tíma

ferð milli tiltekinna staða tekur

- beiti stærðfræði í öðrum námsgreinum, t.d. heimilisfræði eða handmennt

- áætli stærðir í næsta nágrenni í staðaleiningum

- breyti km í m, m í dm og cm, cm í mm og l í ml

Tölur

- sjái hvenær tvö almenn brot eru jöfn

- raði tugabrotum eftir stærð

- skoði mynstur í 9 sinnum töflu og leiti skýringa á því að þversumman í 9

sinnum töflunni er alltaf 9

- kynnist deilingu með afgangi

- breyti tugabrotum með tveimur aukastöfum í almenn brot

- breyti einföldum brotum eins og 1/4, 1/3 og 3/4 í tugabrot

Reikniaðgerðir, reiknikunnátta og mat

- fáist við aðgerðir með heilum tölum með allt að fjögurra stafa útkomu,

deilingu þó með eins stafs tölu

- kynnist hlutverki núllsins í samlagningu

- kynnist núlli í margföldun. 200•0=0. Hvað er þá 0/200? En 200/0?

- reikni með tugabrotum í hagnýtum tilgangi, t.d. í tengslum við mælingar

- leggi saman samnefnd almenn brot og kynnist samlagningu mjög einfaldra

ósamnefndra brota út frá myndrænni framsetningu

- noti reiknivélar við allan algengan reikning

- sjái að margföldun og deiling með 100 jafngilda færslu um tvö sæti í

tugakerfi

- kynnist aðferðum við hugarreikning, s.s. að margfalda með 5 með því að

tífalda og deila með 2

- þjálfist í að nota hugarreikning þegar það hentar og rita greinargerð um

aðferðir sínar

Page 11: Skólanámskrá · Hraunvallaskóli Skólanámskrá 6. bekkur 2013 - 2014 2 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð Inngangur Í 6. bekk í Hraunvallaskóla eru 67 nemendur, þrír umsjónarkennarar,

Hraunvallaskóli

Skólanámskrá 6. bekkur 2013 - 2014

10 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð

Hlutföll og prósentur

- kynnist notkun orðsins hlutfall, t.d. í hlutfalli drengja á móti stúlkna í hóp

eða hlutföllum í vinnuteikningum

- finni tiltekinn hluta af heild í eðlilegu samhengi

- umreikni verð í erlendum gjaldmiðli í íslenskar krónur og öfugt

- geri verðkönnun og beri saman verð, t.d. á 100 g af algengri vörutegund

- reikni 10%, 25% og 50% af stærðum í eðlilegu samhengi

- breyti prósentum í almenn brot

Mynstur og algebra

- vinni með ýmis talnamynstur, s.s. giska á reglu sem nemandi hefur hugsað

sér

- setji tölur inn fyrir breytur í einföldum stæðum, t.d. n/2, n+3, 2n+1 ...

- vinni að athugunum á reglum um ummál, flatarmál og rúmmál einfaldra

hluta

- finni tölu sem x stendur fyrir í jöfnu, t.d. í 2•x + 3 = 11

- noti víxlreglu, tengireglu og dreifireglu í hugarreikningi

Rúmfræði

- telji hliðar, brúnar og horn á margflötungum, t.d. á hinum fimm reglulegu

margflötungum

- mæli rúmmál í ml

- teikni og mæli horn með a.m.k. 5° nákvæmni

- kanni hvaða reglulegir margflötungar geta þakið flöt

- vinni með hornasummu þríhyrnings

- teikni þríhyrning með gefnum stærðum, t.d. með gefnum tveimur hliðum og

horninu á milli þeirra, mæli hin hornin og ræði hornasummu þríhyrnings

Tölfræði og líkindafræði

- finni meðaltal og miðgildi fyrir nokkur gagnasöfn og ræði hvor stærðin lýsir

safni betur

- ræði rangar og misvísandi tölfræðilegar upplýsingar, t.d. með því að safna

tölfræðilegum upplýsingum í fjölmiðlum um tiltekinn tíma

Page 12: Skólanámskrá · Hraunvallaskóli Skólanámskrá 6. bekkur 2013 - 2014 2 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð Inngangur Í 6. bekk í Hraunvallaskóla eru 67 nemendur, þrír umsjónarkennarar,

Hraunvallaskóli

Skólanámskrá 6. bekkur 2013 - 2014

11 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð

- noti mismunandi verpla, s.s. peninga, teninga, fjórflötunga, áttflötunga

o.s.frv.

- noti tvo eða fleiri verpla, búi til töflu yfir hugsanlega viðburði, geri tilraunir

með tiltekinn fjölda viðburða og beri saman við fræðilegar líkur

Inntak náms

Í skólanum er áhersla lögð á að nemendur skilji stærðfræðileg hugtök og leysi fjölbreytt

verkefni á margvíslegan hátt. Nái tökum á samlagningu, frádrætti, margföldun, deilingu,

almennum brotum, gráðum, hornum, þríhyrningum, tölfræði, mælingum, tíma, líkum,

tvívíðum og þrívíðum formum, tugabrotum, algebru og mynstrum. Auk þess verður

haldið áfram að byggja ofan á þá grunnþætti sem nemendur hafa áður fengist við í námi

sínu.

Kennsluskipan

Kenndir eru 7 tímar á viku, þar af einn tími verklegur. Nemendur eru þjálfaðir í að lesa

stærðfræði, rökhugsun, talnameðferð, aðferðum, meðferð tölulegra upplýsinga, notkun

vasareiknis og stærðfræði í daglegu lífi. Í stærðfræðináminu eru nemendur örvaðir til að

velta fyrir sér stærðfræðilegum hugtökum sem koma fyrir í námsefninu.

Námsmat

Kannanir, virkni í kennslustundum, vinnubrögð og lokapróf.

Námsgögn

Geisla 2, vinnubók 2a og 2b, nemendabók og æfingahefti

Plánetubækurnar, ýmis verkefni og þrautir. Spil, stærðfræðiforrit, vefsíður,

Skólavefurinn, Verkefni fyrir vasareikna.

Page 13: Skólanámskrá · Hraunvallaskóli Skólanámskrá 6. bekkur 2013 - 2014 2 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð Inngangur Í 6. bekk í Hraunvallaskóla eru 67 nemendur, þrír umsjónarkennarar,

Hraunvallaskóli

Skólanámskrá 6. bekkur 2013 - 2014

12 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð

Náttúrufræði

Lífvísindi

Markmið

Að nemandi:

Maðurinn:

- þekki helstu líffærakerfi mannslíkamans og starfsemi þeirra í stórum

dráttum

- þekki hvernig barn verður til og fóstur þroskast

- geti lýst helstu breytingum sem verða á líkama mannsins frá fæðingu til

elliára

- geti tekið skynsamlega afstöðu í kynferðismálum út frá þekkingu á

einkennum og hlutverki kynþroskaaldursins

- skilji ábyrgð sína á eigin heilsu og möguleikum sínum til að koma í veg

fyrir ýmsa sjúkdóma

Að búa á jörðinni

- beri virðingu fyrir lifandi verum, lifnaðarháttum þeirra og búsvæðum og

skilja eðlilegar takmarkanir á nýtingu þeirra

- geri sér grein fyrir að maðurinn er hluti af náttúrunni og lífsafkoma komandi

kynslóða byggist á umgengi hans við náttúruna

- sýni ábyrgð á íslenskri náttúru og gera sér grein fyrir sérstöðu hennar

- geri sér grein fyrir mikilvægi heilnæms andrúmslofts, hvaðan loftmengun

kemur, áhrifum hennar og hvað megi gera til að draga úr henni

- geri sér grein fyrir mikilvægi þess að hafa aðgang að hreinu vatni, hvaðan

vatnsmengun kemur, áhrifum hennar og hvað megi gera til að draga úr

henni

Page 14: Skólanámskrá · Hraunvallaskóli Skólanámskrá 6. bekkur 2013 - 2014 2 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð Inngangur Í 6. bekk í Hraunvallaskóla eru 67 nemendur, þrír umsjónarkennarar,

Hraunvallaskóli

Skólanámskrá 6. bekkur 2013 - 2014

13 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð

Eðlisvísindi

Markmið

Að nemandi:

Uppbygging jarðar

- geri sér grein fyrir því að yfirborð jarðar er mismunandi

Kraftur og hreyfing

- viti að til eru ólíkar gerðir krafta, svo sem flotkraftur, lyftikraftur,

segulkraftur, aðdráttarkraftur

- átti sig á hugtökunum vegalengd, tími og hraði

- geri sér grein fyrir að vélar, svo sem tannhjól, gírar, öxlar og trissur, eru

tæki sem hjálpa með því að margfalda krafta og að í þeim tapast alltaf orka

Bylgjur og rafmagn

- þekki bylgjueiginleika yfirborðs bylgja á vatni og bylgja á streng

- geri sér grein fyrir skynjanlegum eiginleikum hljóðs

Jarðvísindi

Markmið

Að nemandi:

Uppbygging jarðar

- þekki uppbyggingu jarðar

Orka jarðar

- þekki lagskiptingu og efnasamsetningu lofthjúps jarðar og þýðingu fyrir

lífríkið

- geri sér grein fyrir orsökum mismunandi veðurfars og loftslags

Page 15: Skólanámskrá · Hraunvallaskóli Skólanámskrá 6. bekkur 2013 - 2014 2 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð Inngangur Í 6. bekk í Hraunvallaskóla eru 67 nemendur, þrír umsjónarkennarar,

Hraunvallaskóli

Skólanámskrá 6. bekkur 2013 - 2014

14 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð

Mótun jarðar

- geri sér grein fyrir hvernig frost, jöklar, vindar, hafið og vatnsföll móta

landslag í heimabyggð

- geri sér grein fyrir áhrifum hafsins á lífsskilyrði og veðurfar

Jörðin í alheimi

- þekki stöðu og hreyfingu jarðarinnar og reikistjarnanna í sólkerfinu

Inntak náms

Nemendur öðlast grunnþekkingu á líkama mannsins, líffærakerfinu og heitum líffæra.

Nemendur öðlast einnig grunnþekkingu á æxlun manna, þroska, fæðingu, öldrun og

dauða. Nemendur þurfa að kunna skil á mikilvægi heilsusamlegra lífshátta almennt svo

sem undirstöðuatriðum í næringarfræði út frá manneldismarkmiðum, mikilvægi

hreyfingar og heilbrigðs lífsstíls. Nemendur eiga að öðlast nokkurn skilning á áhrifum

fíkniefna á heilsuna. Í vinnubókinni eru bæði einföld verkefni sem nemendur vinna úr

en jafnframt leysa nemendur annars konar verkefni sem reyna á skapandi hugsun.

Nemendur öðlast þekkingu á lífríki í sjó. Fjallað verður um ólíkar aðstæður í sjónum,

hafsbotninn, ströndinni, landgrunninn og úthöfin. Farið verður í vettvangsferð í fjöru í

tengslum við bókina. Flokkun lífvera og sérkenni.

Nemendur eiga að þekkja hugtök um ólíka krafta s.s. flotkraft, lyftikraft, segulkraft og

aðdráttarkraft. Nemendur gera tilraunir með flotkraft, núningskraft og þyngdarafl. Þá

þurfa nemendur að getað áttað sig á hugtökunum vegalengd, tími og hraði og gera

mælingar í tengslum við þau. Nemendur eiga að þekkja tannhjól, gíra, öxla og trissur og

vita að það eru tæki sem hjálpa til með að margfalda krafta og að það tapast alltaf orka.

Fjallað verður um reikistjörnurnar, stærð þeirra og fjarlægð frá sólu og unnið verður

verkefni í tengslum við þær. Einnig verður fjallað um landmótun og áhrif lofthjúps á

lífríki, hringrás vatns, breytingar á yfirborði jarðar og ástæður þeirra.

Page 16: Skólanámskrá · Hraunvallaskóli Skólanámskrá 6. bekkur 2013 - 2014 2 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð Inngangur Í 6. bekk í Hraunvallaskóla eru 67 nemendur, þrír umsjónarkennarar,

Hraunvallaskóli

Skólanámskrá 6. bekkur 2013 - 2014

15 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð

Kennsluskipan

Fjöldi kennslustunda er 3 á viku og samþætt eins og kostur er við aðrar námsgreinar.

Kennslan mun byggjast á einstaklings- og hópvinnu.

Námsmat

Mat á hópa- og samvinnu, kannanir, vinnubók, virkni og hegðun.

Námsgögn

Maðurinn, hugur og heilsa

Auðvitað 2, eðlis- efna- og jarðfræði

Lífríki í sjó

Myndbönd- The blue ocean.

Ýmislegt efni verður notað frá kennara, námsgögn og líkön verða notuð í tengslum við

námið

Samfélagsfræði

Saga

Markmið

Nemandi á að:

Róm og kristni

- hafa gert sér nokkra mynd af Rómaveldi, umfangi þess, kennileitum og

borgarlífi

Víkingar í norðri

- þekkja helstu drætti í fornsögu norrænna þjóða

- þekkja ýmsa þætti víkingatímans

Page 17: Skólanámskrá · Hraunvallaskóli Skólanámskrá 6. bekkur 2013 - 2014 2 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð Inngangur Í 6. bekk í Hraunvallaskóla eru 67 nemendur, þrír umsjónarkennarar,

Hraunvallaskóli

Skólanámskrá 6. bekkur 2013 - 2014

16 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð

Frá landnámi til kristni

- kunna sögur af landnámi Íslands

- hafa nokkra þekkingu á gæðum lands við landnám, enn fremur trú og siðum,

atvinnuháttum og stjórnskipan fyrstu aldir Íslandsbyggðar

Íslenskur miðaldahöfðingi

- geta skoðað íslenskt miðaldasamfélag í ljósi kunnugs einstaklings, t.d.

Snorra Sturlusonar, Guðmundar biskups góða eða Guðríðar Þorbjarnardóttur

Rýni

- hafa sett sig inn í líf og kjör einstaklinga á tímabilinu, óskir og vonir, og

leitast við að meta þetta út frá forsendum hvers tíma

- hafa tamið sér að leita að upplýsingum sér til gagns og ánægju um það sem

er á dagskrá í sögunámi – á bókasafni, á Netinu, með sambandi við jafnaldra

- heima og erlendis og á fleiri vegu

- hafa vanist mismunandi leiðum við að tjá söguþekkingu sína og -skilning og

kunna að velja á milli þeirra, svo sem í rökræðu og frásögn, í ritgerð og á

netsíðum, á myndrænan hátt og með leikrænni tjáningu

Inntak náms

Í vetur verður unnið þemaverkefni upp úr bókinni Njálu. Nemendur kynnast ævi Snorra

Sturlusonar í bókinni Snorra saga eftir Þórarinn Eldjárn. Einnig verða valdar sögur úr

Rauðkápu sem tengjast Rómarveldi og fyrstu menningarþjóðunum.

Kennsluskipan

Í samfélagsfræði (sögu/landafræði) eru þrjár kennslustundir á viku. Kennt verður í

hópum og áhersla lögð á samvinnu og vinnubrögð nemenda.

Page 18: Skólanámskrá · Hraunvallaskóli Skólanámskrá 6. bekkur 2013 - 2014 2 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð Inngangur Í 6. bekk í Hraunvallaskóla eru 67 nemendur, þrír umsjónarkennarar,

Hraunvallaskóli

Skólanámskrá 6. bekkur 2013 - 2014

17 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð

Námsmat

Hegðun, virkni og hópavinna metin, ásamt verkefnabók og könnun.

Námsgögn

Snorra saga eftir Þórarinn Eldjárn

Njála, Brynhildur Þórarinsdóttir endursagði

Rauðkápa

Ítarefni

Fróðleikur um Íslendingasögur og Sturlungaöld.

Landafræði

Markmið

Að nemandi:

- kanni valin svæði á yfirborði jarðar með áherslu á heimabyggðina, Ísland,

Norðurlönd, Evrópu, heimsálfur og heiminn í heild

- þekki nýtingu auðlinda og umhverfis og gildi verndunar hvors tveggja

- þekki einkenni svæða allt frá heimabyggð til fjarlægari staða með tilliti til

landslags, gróðurs, auðlinda, búsetu og menningar

- geti metið nýtingu og gildi verndunar auðlinda og umhverfis

- þekki tilurð og notkun margs konar landfræðilegra upplýsinga eins og

loftmynda, korta, taflna og grafa

Inntak náms

Norðurlöndin, menning þeirra, stjórnarfar, náttúrufar, samfélag og samskipti. Nemendur

læra að fletta upp í kortabókum og lesa af kortum. Kortagerð og ritgerðarskil.

Page 19: Skólanámskrá · Hraunvallaskóli Skólanámskrá 6. bekkur 2013 - 2014 2 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð Inngangur Í 6. bekk í Hraunvallaskóla eru 67 nemendur, þrír umsjónarkennarar,

Hraunvallaskóli

Skólanámskrá 6. bekkur 2013 - 2014

18 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð

Kennsluskipan

Í samfélagsfræði (sögu/landafræði) eru þrjár kennslustundir á viku. Kennt verður í

hópum og áhersla lögð á samvinnu og vinnubrögð nemenda.

Námsmat

Vinnubók, ritgerð, virkni í kennslustundum, hegðun og önnur verkefni.

Námsgögn

Norðurlönd (grunnbók og vinnubók) – höfundur Kristín Snæland

Kortaverkefni og annað ljósritað efni frá kennara

Ítarefni:

Við Norðurlandabúar – 5 nemendahefti og 18 myndbönd ásamt verkefnum og öðru

ítarefni

Kortabækur

Kristinfræði, siðfræði og trúarbragðafræði

Markmið

Nemandi á að:

- hafa öðlast góða innsýn í kristilegt siðgæði og tileinkað sér samskiptareglur

sem byggjast á kærleika, mannhelgi, félagslegu réttlæti og umhyggju fyrir

öðrum mönnum, öllu lífi og umhverfi

- hafa tamið sér virðingu fyrir ólíkum trúarbrögðum og lífsviðhorfum.

- þekkja algengustu tákn kristninnar og merkingu þeirra

- hafa fengist við siðræn viðfangsefni sem tengjast samskiptum, sáttfýsi og

- fyrirgefningu

- hafa þjálfast í að ræða siðferðileg gildi og álitamál sem lúta að réttlæti,

mannréttindum og jafnrétti

Page 20: Skólanámskrá · Hraunvallaskóli Skólanámskrá 6. bekkur 2013 - 2014 2 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð Inngangur Í 6. bekk í Hraunvallaskóla eru 67 nemendur, þrír umsjónarkennarar,

Hraunvallaskóli

Skólanámskrá 6. bekkur 2013 - 2014

19 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð

- að nemendur þekki helstu hátíðir kristinna manna og tengsl þeirra við sögu

trúarinnar

- að nemendur kynnist öðrum trúarbrögðum

Inntak náms

Nemendur eiga að kynnast mismunandi trúarbrögðum. Í vetur verða tekin fyrir Kristin

trú og Hindúasiður. Þar verða samtvinnuð gildi samfélagsins og boðskapur trúarinnar.

Sérhvert þjóðfélag byggist á ákveðnum grundvallargildum. Skólanum er ætlað að miðla

slíkum gildum. Í íslensku samfélagi eiga þessi gildi sér kristnar rætur. Nemendur munu

vinna hópverkefni í tengslum við hindúatrú. Nemendur fræðast um uppruna og

útbreiðslu hindúasiðar og nokkrum völdum textum ásamt táknum og merkingu þeirra.

Kennsluskipan

Trúarbragðafræðin er unnin í þema.

Námsmat

Metið er virkni, vinnubrögð, hegðun og sjálfsmat.

Námsgögn

Kristin trú

Hindúasiður

Fræðslumyndir

Enska

Markmið

Að nemandi:

Page 21: Skólanámskrá · Hraunvallaskóli Skólanámskrá 6. bekkur 2013 - 2014 2 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð Inngangur Í 6. bekk í Hraunvallaskóla eru 67 nemendur, þrír umsjónarkennarar,

Hraunvallaskóli

Skólanámskrá 6. bekkur 2013 - 2014

20 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð

Hlustun

- skilji það sem fram fer, bæði í tali kennara og samnemenda

- skilji einfalt mál sem tengist nánasta umhverfi

- skilji meginþráð í stuttri sögu eða frásögn

- geti hlustað eftir nákvæmnisatriðum

Lestur

- geti lesið sér til gagns og gamans stuttar, einfaldaðar bækur og fræðsluefni

fyrir börn

- skilji aðalatriði í einföldum texta, t.d. í tímaritum fyrir börn og unglinga

- geti fundið afmarkaðar upplýsingar í texta, t.d. á matseðlum

- skilji texta um persónuleg málefni, áhugamál og daglegt líf

- geti fylgt tiltölulega einföldum leiðbeiningum

Talað mál og samskipti

- geti tekið þátt í einföldum samtölum og sagt frá sjálfum sér, áhugamálum og

ýmsu úr nánasta umhverfi

- geti skipst á einföldum upplýsingum, t.d. hvað er skemmtilegt/ leiðinlegt

- geti byrjað og endað samtal á einfaldan hátt

Talað mál og frásögn

- geti tjáð sig í stuttum frásögnum og endursögnum

- geti gefið einfaldar lýsingar, t.d. á fólki

Ritun

- geti skrifað einfaldan texta um kunnuglegt efni og notað algengustu

samtengingar

- geti skrifað einfaldan texta frá eigin brjósti

- geti stafsett algeng orð, t.d. með hjálp leiðréttingarforrits

- geti skrifað stutt skilaboð

Page 22: Skólanámskrá · Hraunvallaskóli Skólanámskrá 6. bekkur 2013 - 2014 2 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð Inngangur Í 6. bekk í Hraunvallaskóla eru 67 nemendur, þrír umsjónarkennarar,

Hraunvallaskóli

Skólanámskrá 6. bekkur 2013 - 2014

21 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð

Inntak náms

Nemandinn sjálfur, fjölskyldan, áhugamál, skólinn, heimilið, dýrin, ungt fólk í öðrum

löndum, mannlýsingar, málfræði og fleira.

Kennsluskipan

Kennslustundir eru tvær í viku. Kennslan skiptist í fimm meginþætti, hlustun, tal, lestur,

ritun og myndræna útfærslu. Hver þáttur hefur þó mismunandi vægi eftir kunnáttu og

þroska nemenda. Unnið verður á fjölbreyttan hátt út frá sköpunargleði og sýnilegum

verkefnum. Ný orð eru kynnt þannig að nemendur sjá þau í námsbókunum, hlusta á þau,

þjálfa tal og síðast en ekki síst gefst tækifæri til að skrifa þau eða útfæra þau á

myndrænan hátt.

Hlustun

Í námsefninu eru hlustunaræfingar af ýmsu tagi þar sem hlustað er í mismunandi

tilgangi.

Samtalsfærni

Nemendur vinna stýrð samtalsverkefni sem og önnur aukaverkefni.

Lestur

Léttlestrarbækur/hefti og/eða sögur við hæfi hvers og eins og aðrir lestextar.

Orðaforði

Til þess að læra orð þarf að nota það aftur og aftur í mismunandi samhengi. Þess vegna

er mikilvægt að æfa ákveðinn orðaforða á ýmsa vegu. Nemendur þurfa að vera

meðvitaðir um þetta og forvitnir um að læra ný orð. Að teikna merkingu orða er þó

nokkuð notað á þessu aldursstigi.

Ritun

Nemendur læra að rita rétt með margvíslegum ritunaræfingum og stílum.

Page 23: Skólanámskrá · Hraunvallaskóli Skólanámskrá 6. bekkur 2013 - 2014 2 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð Inngangur Í 6. bekk í Hraunvallaskóla eru 67 nemendur, þrír umsjónarkennarar,

Hraunvallaskóli

Skólanámskrá 6. bekkur 2013 - 2014

22 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð

Námsmat

Kannanir, virkni og vinnusemi.

Námsgögn

Enskar málfræðiæfingar A og B – eftir Barbro Carlsson og Lena Sjöholm

Léttlestrarefni

Önnur verkefni

Lífsleikni

Markmið

Nemandi á að:

Sjálfsþekking, samskipti, sköpun og lífsstíll

- gera sér grein fyrir hvernig tilfinningar hafa áhrif á hegðun og samskipti

- gera sér grein fyrir mikilvægi jákvæðrar hegðunar og samskipta

- öðlast styrk í að segja frá og bregðast rétt við misbeitingu og neikvæðu áreiti

í samskiptum

- átta sig á líkamlegum, andlegum, tilfinningalegum og félagslegum

breytingum sem verða í lífi einstaklings við það að breytast úr barni í

ungling

- geta sett sameiginlegar leikreglur með öðrum í tengslum við ýmis

viðfangsefni

- geta tjáð og fært rök fyrir hugsunum, skoðunum, tilfinningum og

væntingum gagnvart öðrum

- átta sig á gildi þess að leggja sitt af mörkum til mannúðarmála, s.s. að hjálpa

bágstöddum og þeim sem minna mega sín

- hafa lært að nýta sér fjölbreytilegar aðferðir í samskiptum til að geta

o sýnt sanngirni

o sýnt réttlæti og kurteisi

o leyst ágreining á farsælan hátt

Page 24: Skólanámskrá · Hraunvallaskóli Skólanámskrá 6. bekkur 2013 - 2014 2 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð Inngangur Í 6. bekk í Hraunvallaskóla eru 67 nemendur, þrír umsjónarkennarar,

Hraunvallaskóli

Skólanámskrá 6. bekkur 2013 - 2014

23 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð

- staðist neikvæðan þrýsting frá jafningjum og gagnvart áróðri umhverfisins

- gera sér grein fyrir að mismunandi siðir og reglur geta gilt innan fjölskyldna

án þess að það hafi áhrif á gagnkvæma virðingu og samkennd

fjölskyldumeðlima

- geta nýtt sér skapandi vinnubrögð við að útfæra eigin hugmyndir og lausnir

- hafa lært að setja sér markmið við úrlausn viðfangsefna jafnt innan skóla

sem utan

- gera sér grein fyrir áhrifum fyrirmynda í mótun lífsstíls

Samfélag, umhverfi, náttúra og menning

- gera sér grein fyrir áhættu samfara neyslu tóbaks, áfengis og annarra

vímuefna

- hafa tileinkað sér helstu umferðarreglur og þekkja helstu umferðarmerki

- þekkja til helstu atriða slysavarna og viðbragða við slysum, s.s.

skyndihjálpar

- gera sér grein fyrir gildi umhverfisverndar hvort sem er í byggð eða óbyggð

- geta tileinkað sér holla neysluhætti og svefnvenjur

- gera sér grein fyrir gildi þess að njóta lista og menningar

- gera sér grein fyrir muninum á jákvæðum og neikvæðum samskiptum á

veraldarvefnum

- átta sig á kostnaði við eigin neyslu

Inntak náms

Í skólanum er unnið samkvæmt SMT og kynnast nemendur því í lífsleikni. Unnið er að

því að byggja upp alhliða þroska nemandans til þess að hann geti betur tekist á við

kröfur og áskoranir daglegs lífs.

Sjálfsþekking, samskipti, sköpun og lífsstíll

Nemendur læra að gera raunhæfar námsáætlanir og halda utan um eigið nám. Einnig er

stefnt að því að nemendur styrkist í að bera ábyrgð á eigin lífi og geti sagt nei við

óæskilegri hegðun. Nemendur læra að nýta sér fjölbreytilegar aðferðir í samskiptum og

eiga m.a. að geta sýnt sanngirni, réttlæti, kurteisi og læra að leysa ágreining á farsælan

Page 25: Skólanámskrá · Hraunvallaskóli Skólanámskrá 6. bekkur 2013 - 2014 2 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð Inngangur Í 6. bekk í Hraunvallaskóla eru 67 nemendur, þrír umsjónarkennarar,

Hraunvallaskóli

Skólanámskrá 6. bekkur 2013 - 2014

24 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð

hátt. Nemendur læra að fjölskyldur eru ólíkar og við eigum að sýna gagnkvæma

virðingu og samkennd.

Samfélag, umhverfi, náttúra og menning

Nemendur læra að fjalla um ýmis dægurmál sem upp kunna að koma hverju sinni, á

veraldarvefnum og í fréttum. Nemendur geri sér grein fyrir áhættu samfara neyslu

tóbaks, áfengis og annarra vímuefna. Farið verður í helstu umferðarreglur og

umferðarmerki ásamt því að kynnast helstu viðbrögðum við slysum s.s skyndihjálp.

Kennsluskipan

Samþætt við aðrar námsgreinar í formi umræðna, bekkjarfunda og hópvinnu. Nemendur

ræða saman um samskipti, reglur og önnur málefni sem snerta líðan þeirra í skólanum.

Áhersla er lögð á verkefni sem fjalla um vináttu, samvinnu og ábyrgð.

Námsmat

Virkni nemenda metin.

Námsgögn

Námsgögn eru unnin af kennurum hverju sinni.

Heimilisfræði

Markmið

Að nemandi:

- fái þjálfun við að vinna sjálfstætt eftir uppriftum og kennslu í að nota áhöld

rétt við að matreiða m.a. þjóðlegan íslenskan mat

- þjálfun við að minnka og stækka uppskriftir ásamt og að tileinka sér

einfalda vinnutækni

Page 26: Skólanámskrá · Hraunvallaskóli Skólanámskrá 6. bekkur 2013 - 2014 2 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð Inngangur Í 6. bekk í Hraunvallaskóla eru 67 nemendur, þrír umsjónarkennarar,

Hraunvallaskóli

Skólanámskrá 6. bekkur 2013 - 2014

25 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð

- fái kennslu í orkuefnum fæðunnar

- þjálfist í að nota næringarefnatöflu sem þeir bera síðan saman við orkurík og

orkusnauð matvæli

- vinni er með kjöt- fisk- og eggjaflokk ásamt ýmsum öðru sem tengist

eldhúsi svo sem hvernig á að þrífa kæliskáp, eldavél og þvo upp leirtau

- þjálfist í að lesa þvottamerki og flokka þvott ásamt því hvernig spara megi

rafmagn og aðra orkugjafa

- kynnist hvernig velja má umhverfisvænar vörur og hvernig hægt er að

tileinka sér

- fái jákvætt viðhorf til umhverfisverndar

- læri að meta eigin neyslu með tilliti til hollustu, verðs og umhverfis

Inntak náms

Heimilisfræði er annars vegar verklegt og hins vegar bóklegt nám. Unnið er sjálfstætt

eftir skriflegum uppskriftum og fengist við að stækka þær eða minnka. Í

næringarfræðinni er fræðst um orkuefnin og nemendur þjálfast í að nota

næringarefnatöflur. Eldaðir eru einfaldir réttir úr fjölbreyttu hráefni ásamt því að baka.

Kennsluskipan

Kennslan fer fram í heimilisfræðistofu. Námsgreinin er kennd í smiðjum. Kenndar eru 5

kennslustundir á viku í 7-8 vikur (20 skipti). Að jafnaði fá nemendur 1 kennslustund á

viku í heimilisfræði.

Námsmat

Námsmat fer fram í hverjum tíma. Metnir eru ákveðnir þættir sem samanstanda af

samvinnu, ábyrgð, vináttu, hvort farið er eftir fyrirmælum, verkleg vinna, frágangur og

þrif. Vinnubókarvinna gildir 30% af lokaeinkunn. Unnið verður að breytingum á

námsmati í vetur.

Page 27: Skólanámskrá · Hraunvallaskóli Skólanámskrá 6. bekkur 2013 - 2014 2 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð Inngangur Í 6. bekk í Hraunvallaskóla eru 67 nemendur, þrír umsjónarkennarar,

Hraunvallaskóli

Skólanámskrá 6. bekkur 2013 - 2014

26 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð

Námsgögn

Gott og gagnlegt 2-nemendabók og 2-vinnubók

Ýmsar uppskriftir til stuðnings og hugmyndaauka

Næringarefnatöflur af lydheilsustod.is

Fæðuhringurinn plakat

Hönnun og smíði

Markmið

Að nemandi:

- læri að þekkja og nota verkfæri smíðastofunnar og tileinki sér aðgæslu í

umgengni við þau

- geri sér grein fyrir mikilvægi góðrar umgengni um smíðaverkstæðið og

tileinki sér verklag í samræmi við það

- læri að taka tillit til annarra og bera virðingu fyrir eigin verkum og annarra

- eru hvattir til umhugsunar um umhverfi sitt og styrktir í að móta eigin

hugmyndir í efni

- átti sig á gildi handverks, tækniþekkingar og hönnunar fyrir daglegt líf

- geri sér grein fyrir að samhengi er á milli góðrar umgengni og öryggisþátta

- kunni skil á einfaldri rafrás

- læri meðferð viðeigandi lóðbolta og búnaðar sem lýtur að vinnu við rafrásir

- nái tökum á snyrtilegum frágangi á vírum og tengingum

Inntak náms

Unnið er með ólík efni í nokkrum verkefnum þar sem reynir á mismunandi þætti eins og

frumkvæði, sköpun, sjálfstæði í vinnubrögðum og vandvirkni. Verkefni; hönnun og

smíði báts úr krossviði, einangrunarplasti og áli knúinn rafmótor með loftskrúfu.

Page 28: Skólanámskrá · Hraunvallaskóli Skólanámskrá 6. bekkur 2013 - 2014 2 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð Inngangur Í 6. bekk í Hraunvallaskóla eru 67 nemendur, þrír umsjónarkennarar,

Hraunvallaskóli

Skólanámskrá 6. bekkur 2013 - 2014

27 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð

Kennsluskipan

Kennslan fer fram í smíðastofu skólans. Námsgreinin er kennd í smiðjum. Kennt er

fimm kennslustundir á viku í sjö til átta vikur (20 skipti). Árganginum er blandað saman

í hópa. Að jafnaði fá nemendur 1 kennslustund á viku í hönnun og smíði.

Námsmat

Einkunn er gefin fyrir hvert einstakt verkefni, einnig er tekið tillit til

frumkvæði/sjálfstæði nemenda, færni, framfara, virkni í tímum og umgengni. Gefið er

fyrir í heilum og hálfum tölum.

Námsgögn

Almenn áhöld til smíðavinnu, krossviður, fura, MDF plötur, plast, ál og annað efni sem

verkefnin gera kröfu og tilefni til.

Upplýsinga- og tæknimennt

Markmið

Nemandi á að:

Tæknilæsi

- kunna að búa til möppur og nota möppur í tölvum

- geta nýtt sér glærugerðarforrit

Upplýsingalæsi

- geta leitað að gögnum eftir flokkunarkerfi skólasafnsins (Dewey)

- kunna á leitar- og útlánskerfi safnsins

- þekkja helstu leitarmöguleika á Netinu

- hafa tök á leitarlestri – yfirlitslestri – ítarlestri við heimildaöflun

- geta lesið úr tölfræðilegum upplýsingum í mismunandi framsetningu

Page 29: Skólanámskrá · Hraunvallaskóli Skólanámskrá 6. bekkur 2013 - 2014 2 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð Inngangur Í 6. bekk í Hraunvallaskóla eru 67 nemendur, þrír umsjónarkennarar,

Hraunvallaskóli

Skólanámskrá 6. bekkur 2013 - 2014

28 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð

- kunna að skipuleggja heimildavinnu; það felur í sér að nemandi geti mótað

spurningar út frá efni og skilgreint hvaða upplýsinga er þörf

- skráð heimildalista

Menningarlæsi

- vita að til eru lög um höfundarrétt og skilja þýðingu þeirra við vinnu með

upplýsingar

Tölvulæsi

- geta beitt þeim leitaraðferðum sem algengustu tölvukerfi bjóða upp á

- geta geymt eigin upplýsingar á tölvutæku formi með skipulegum hætti

Beiting tölva

- hafa notað kennsluforrit í flestum greinum sem verkfæri við eigið nám

- hafa notað margmiðlunarefni til að bæta við eigin þekkingu og til

skemmtunar

- hafa unnið sjálfstætt og markvisst að öflun og úrvinnslu upplýsinga með

upplýsingatækni og miðlað þeirri þekkingu til annarra á sama hátt

Upplýsinga- og tæknilæsi

- geta notað algeng verkfæri, s.s. Netið, geisladiska, fjölmiðla, bókasöfn og

gagnasöfn, til að leita að upplýsingum

Hugmyndavinna

- geta unnið eftir ferlinu þörf – lausn – afurð

- sýna frumkvæði í hugmyndavinnu í hóp og virðingu fyrir hugmyndum

annarra

- geta unnið eftir hönnunarferli með áherslu á útfærslu og virkni

Framkvæmd og útfærsla

- geta unnið í hóp eftir verkaskiptri áætlun þar sem allur bekkurinn starfar

saman að því að búa til umhverfi, hlut eða kerfi

Page 30: Skólanámskrá · Hraunvallaskóli Skólanámskrá 6. bekkur 2013 - 2014 2 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð Inngangur Í 6. bekk í Hraunvallaskóla eru 67 nemendur, þrír umsjónarkennarar,

Hraunvallaskóli

Skólanámskrá 6. bekkur 2013 - 2014

29 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð

- geta unnið eftir tímaáætlun og verklýsingu

- hafa tekið þátt í hópvinnu við að hanna sýndarumhverfi (þjóðfélag, verslun,

framleiðslu, þjónustu) og hafa prófað hvernig það virkar

Hagkvæmni, skipulag, tímastjórnun og kynning

- geta nýtt sér kostnaðaráætlun

- geta nýtt sér tímaáætlun

- geta lesið úr skýringarmynd eða töflu þar sem verkefni hefur verið greint

niður í verkþætti

- geta auglýst afurð og lýst eiginleikum hennar fyrir væntanlegum notendum

Einstaklingur, tækni og umhverfi

- gera sér grein fyrir því hvernig tæknibreytingar hafa haft áhrif á

atvinnuhætti og mannlíf í heimabyggð á þessari öld

- geta bent á það hvernig tækninotkun og sjálfvirkni gerir kleift að draga úr

mengun og minnka tilkostnað

- geta bent á hvernig tækninotkun og sjálfvirkni getur aukið lífsgæði þeirra

sem standa höllum fæti vegna fötlunar, aldurs eða annarra þátta

Inntak náms

Í skólanum er lögð áhersla á að nemendur kynni sér helstu upplýsingaöflunar tæki, s.s.

tölvur, bókasafn og blöð. Geti nýtt sér tölvuforrit s.s. Word og Power-point. Einnig eiga

nemendur að kunna að nýta sér veraldarvefinn til upplýsingaöflunnar.

Kennsluskipan

Nemendur vinna við upplýsingatækni í þemum tengdum öðrum námsgreinum.

Námsmat

Símat á sér stað á virkni nemenda, vinnu og hegðun allan veturinn.

Page 31: Skólanámskrá · Hraunvallaskóli Skólanámskrá 6. bekkur 2013 - 2014 2 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð Inngangur Í 6. bekk í Hraunvallaskóla eru 67 nemendur, þrír umsjónarkennarar,

Hraunvallaskóli

Skólanámskrá 6. bekkur 2013 - 2014

30 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð

Námsgögn

Ritvinnsluforritið Word, framsetningarforritið Power-point, vefskoðarinn Internet

Explorer og ýmis kennsluforrit við hæfi nemenda. Verkefni frá kennurum.

Myndmennt

Markmið

Að nemandi:

- noti fjölbreytileg efni,verkfæri og aðferðir við myndsköpun

- læri að skrásetja hugmyndir sínar og vinna með þær

- læri grunnhugtök í myndbyggingu með áherslu á hlutföll og mannslíkamann

- læri grunnhugtök í formfræði með áherslu samsett form

- læri grunnhugtök í litafræði með áherslu á litakerfi og blæbrigði.

- læri hvernig mismunandi listamenn beita ólíkri tækni og aðferðum til þess

að túlka sambærileg viðfangsefni með áherslu á fjölfeldi

- læri að vinna á verkstæði og skilja gildi þess að ganga vel um áhöld, efni og

húsnæði.

Inntak náms

Að nemendur:

- vinni eigin skissubók og hanni hana frá grunni. Símynstur. Áhersla lögð á

að skrá hugmyndir og þróa þær í efni

- vinni með litafræði – 12 lita hring Ittens og hugtökin, frumlitir, afleiddir

litir, hliðar litir og andstæðir litir. Geri verkefni þar sem reynir á,

litaskala/styrk

- vinni með andlitsmynd og hlutföll, í teikningu og collash

Page 32: Skólanámskrá · Hraunvallaskóli Skólanámskrá 6. bekkur 2013 - 2014 2 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð Inngangur Í 6. bekk í Hraunvallaskóla eru 67 nemendur, þrír umsjónarkennarar,

Hraunvallaskóli

Skólanámskrá 6. bekkur 2013 - 2014

31 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð

- Ýmislegt í listasögu. Popplist (Andy Warhol, Robert Rauschenberg, Tryggvi

ólafsson m.m)

- æfi teikningu með mismunandi blýstyrkleika og hnoðleðri. Vinni með

grunnformin í þrívídd, teikni hlut þar sem formin sameinast og geti túlkað

áhrif ljóss og skugga

- vinni dúkristu

- læri að þrykkja af dúk á pappír og merkja grafíkverk

- læri að ganga frá mynd, mæla og skera karton og ramma inn

Kennsluskipan

Kennslan fer fram í myndlistarstofu. Námsgreinin er kennd í smiðjum. Kenndar eru 5

kennslustundir á viku í 7-8 vikur (20 skipti). Að jafnaði fá nemendur 1 kennslustund á

viku í myndmennt.

Námsmat

Stöðugt mat á vinnu nemenda. Öll verkefni sem nemendur vinna eru metin. Mat er lagt

á, virkni, vinnubrögð, frammistöðu, hugmyndavinnu, frumkvæði og hvernig

nemandanum gengur að fara eftir fyrirmælum. Unnið verður að breytingum á námsmati

í vetur.

Námsgögn

Fjölbreytt myndlistarefni, eins og pappír, mismunandi teikniáhöld, litir, leir og verkfæri.

Einnig bækur,skyggnur og margmiðlunarefni, valið og útbúið af kennara.

Textílmennt

Markmið

Að nemandi:

- geri skissur af hugmynd sinni

Page 33: Skólanámskrá · Hraunvallaskóli Skólanámskrá 6. bekkur 2013 - 2014 2 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð Inngangur Í 6. bekk í Hraunvallaskóla eru 67 nemendur, þrír umsjónarkennarar,

Hraunvallaskóli

Skólanámskrá 6. bekkur 2013 - 2014

32 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð

- búi til einfalt pappírssnið og öðlist færni í að sníða með því úr textílefni

- sýni fram á sjálfstæði í lita- og efnisvali við eigin sköpunarverk

- læri að prjóna lítinn hlut eftir leiðbeiningum

-að nemendur kunni skil á íslenskri ull

-læri að þæfa ull með ýmsum aðferðum

Inntak náms

Nemendur búa til einföld pappírssnið og nota þau í verkefni sem þeir geta raðað saman

eftir formum og litum. Stefnt er að því að sköpunargleðin ráði ríkjum í þessu verkefni. Í

prjóni læra þeir að fara eftir leiðbeiningum og að raða saman litum. Íslensku ullinni er

gerð góð skil og læra nemendur að þæfa úr ullarkembu fallega nytjahluti.

Kennsluskipan

Kennslan fer fram í textílstofu skólans. Námsgreinin er kennd í smiðjum. Kennt er fimm

kennslustundir á viku í sjö til átta vikur (20 skipti). Árganginum er blandað saman í

hópa.

Námsmat

Stöðugt mat á vinnu nemenda. Öll verkefni sem nemendur vinna eru metin. Nemendur

þurfa að ná ákveðnum markmiðum sem kennari leggur upp með. Metið er virkni,

vinnubrögð, frammistaða, hugmyndavinna og frumkvæði.

Námsgögn

Verklýsingar gerðar af kennara

Ýmsar handbækur tengdar prjóni og saumum

Ýmis blöð tengd greininni

Page 34: Skólanámskrá · Hraunvallaskóli Skólanámskrá 6. bekkur 2013 - 2014 2 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð Inngangur Í 6. bekk í Hraunvallaskóla eru 67 nemendur, þrír umsjónarkennarar,

Hraunvallaskóli

Skólanámskrá 6. bekkur 2013 - 2014

33 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð

Leikræn tjáning

Markmið

Að nemandi:

- hafi öðlast þekkingu á grunntækni í leikrænni tjáningu

- byggi upp sjálfstraust, þjálfist í samskiptahæfni og læri að hlusta á aðra

- geti skynjað, greint og metið leiklist

- hafi öðlast skilning á leiklist sem tjáningarformi

- geti notið leiklistar á jákvæðan og gagnrýninn hátt

- hafi með þátttöku í leikrænni tjáningu öðlast skilning á ýmsum þáttum daglegs lífs

- sé fær um að skapa, móta og túlka litla leikþætti út frá námsefni í hóp

- geta túlkað fyrir áhorfendur einföld hlutverk í hópsenum

- geta unnið eftir skipulögðu ferli sem hefur upphaf og endi

- vera fær um að standa fyrir framan félaga sína og lesa áheyrilega upp úr eigin

verkum

- standa fyrir framan félaga sína og segja frá skoðun sinni á ákveðnu

málefni

Inntak náms

Unnin eru ólík verkefni sem reyna á mismunandi þætti eins og frumleika í hugsun,

hlustun á aðra nemendur, sköpun, frumkvæði og samstarfshæfni. Leikir eru notaðir til

að efla hópinn auk þess sem æfingar í framsögn eru notaðar til að þjálfa raddbeitingu og

framkomu.

Kennsluskipan

Kennt er í stofu inn af sérkennslustjóranum. Kennt er í lotum þar sem hver hópur kemur

3x í viku í 7-8 vikur. Það er 2x 80 mín og 1x 40 mín á viku. Í hverjum hóp eru 13-14

nemendur.

Námsmat

Page 35: Skólanámskrá · Hraunvallaskóli Skólanámskrá 6. bekkur 2013 - 2014 2 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð Inngangur Í 6. bekk í Hraunvallaskóla eru 67 nemendur, þrír umsjónarkennarar,

Hraunvallaskóli

Skólanámskrá 6. bekkur 2013 - 2014

34 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð

Stöðugt mat á vinnu nemenda. Metið er sjálfstæði, frumkvæði, ástundun, vinnubrögð,

samstarfshæfni og virkni í tímum. Auk þess sem ýmis leikræn ferli eru metin með

kennaramati og jafningjamati.

Námsgögn

Efni frá kennara

Dans

Markmið

Að nemandi:

öðlist öryggi til þess að tjá sig í hreyfingu við tónlist

taki þátt í hreyfileikjum (gangi í röð, í hring og læri hoppspor)

kunni skil á hægri og vinstri, hæl og tá, fram og aftur

þekki og skynji einföld hreyfimynstur s.s. hring, röð og línu

hlusti á tónlist með mismunandi tónfalli, hröð og hæg spor,

þekki dansstöðu og hald

viti hvenær og á hvaða slætti í tónlistinni er hægt að hefja dansinn

læri ákveðin grunnspor í samkvæmisdönsum

læri að bjóða upp í dans.

Inntak náms

Mikil áhersla er lögð á að kenna nemendum almenna kurteisi, að sýna hvort öðru virðingu og

tillitsemi og að sjálfögðu alla helstu barnadansana. Mikilvægt er að nemendur tileinki sér að

hlusta á tónlist og finna hvaða dans passar við og fari eftir fyrirmælum. Kenndir verða

ákveðnir dansar sem eru undanfari flóknari útgáfa og þurfa nemendur að hafa þjálfast nokkuð

vel til að geta lært framhaldið

Page 36: Skólanámskrá · Hraunvallaskóli Skólanámskrá 6. bekkur 2013 - 2014 2 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð Inngangur Í 6. bekk í Hraunvallaskóla eru 67 nemendur, þrír umsjónarkennarar,

Hraunvallaskóli

Skólanámskrá 6. bekkur 2013 - 2014

35 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð

Kennsluskipan

Nemendur fá danskennslu í allan vetur, 1 tíma á viku. Kenndur verður Skottís 1,2,3, Cha cha

cha + New York + Spot turn + Hand to hand + Three cha cha cha. Þá læra þau einnig Jive

frumspor + Change of places right to left + stop and go, Samba 1a2 + Wisk + Walk in P.P

og Jóladans. Ýmsir leik-tjáningardansar, disco-dansar, línu-dansar, tískudansar, rock, salsa að

vali kennara.

Námsmat

Umsögn og vitnisburður í orðum að vori um hegðun og vinnusemi.

Kennslugögn

Ýmis tónlist.

Íþróttir, líkams- og heilsurækt

Markmið

Að nemandi:

Skynþroski / Hreyfiþroski

- þjálfist í grófhreyfingum

- þjálfist í flóknum æfingum með tónlist sem viðhalda og bæta samhæfingu

- þjálfist í samsettum hreyfingum

- taki þátt í leikjum sem veita útrás fyrir hreyfiþörf og efla samspil skynjunar

- þjálfist í undirstöðuatriðum a.m.k. tveggja hóp- og einstaklingsíþrótta sem

stundaðar eru hér á landi

Líkamsþroski Fagurþroski

- taki þátt í ýmsum leikjum sem efla líkamsþol

- taki þátt í ýmsum leikjum sem efla hraða og viðbragð

- taki þátt í ýmsum æfingum og leikjum sem efla kraft

Page 37: Skólanámskrá · Hraunvallaskóli Skólanámskrá 6. bekkur 2013 - 2014 2 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð Inngangur Í 6. bekk í Hraunvallaskóla eru 67 nemendur, þrír umsjónarkennarar,

Hraunvallaskóli

Skólanámskrá 6. bekkur 2013 - 2014

36 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð

- þjálfist í æfingum sem efla líkamsþol

- þjálfist í æfingum sem efla kraft

- þjálfist í æfingum sem efla viðbragð

- taki stöðluð próf til að meta eigin líkamshreysti

Félagsþroski / Tilfinningaþroski / Siðgæðisþroski

- taki þátt í leikjum sem efla markvisst samvinnu innan minni eða stærri hópa

- þjálfist í að bera sameiginlega ábyrgð á skipulagi og framkvæmd

- fái jákvæða upplifun af íþróttaiðkun utanhúss

- taki þátt í æfingum og leikjum sem innihalda tjáningu af ýmsum toga

- vinni ýmis verkefni í misstórum hópum þar sem reynir á tillitssemi

- þjálfist í leikjum og æfingum sem efla samvinnu

Vitsmunaþroski

- taki þátt í umræðu um heilbrigðan lífsstíl

- taki þátt í umræðu um skaðsemi ávana- og fíkniefna og misnotkunar lyfja

fyrir líkama og sál

- öðlist þekkingu um áhrif þolþjálfunar á hjarta og blóðrásarkerfi

- geti rætt um helstu breytingar kynþroskaára og áhrif þeirra á skyn-, hreyfi-

og líkamsþroska

- fræðist um mikilvægi hvíldar fyrir líkama og sál

- nái tökum á undirstöðuatriðum íslenskrar glímu og þekki helstu glímubrögð

Inntak náms

Kynna þarf börnum fjölbreytilegar hreyfingar og íþróttir. Fjölbreytni hvetur börn til

dáða og stuðlar þannig að betri námsárangri. Á þessum aldri búa nemendur yfirleitt yfir

mikilli hreyfinæmni, eru námsfúsir, hugmyndaauðugir og fljótir að tileinka sér nýjar og

jafnvel flóknar æfingar. Ennfremur er athygli nemenda á þessum aldri á íþróttum mjög

mikil. Allt þetta er unnt að nýta í íþróttakennslunni til að örva þroska nemenda, efla

afkastagetu þeirra, hreyfifærni og almenna íþróttahæfni. Vekja löngun, skilning og

áhuga á íþróttaiðkun og heilsurækt meðan á skólagöngu stendur. Fyrstu og síðustu vikur

skólaársins eru útiíþróttir.

Page 38: Skólanámskrá · Hraunvallaskóli Skólanámskrá 6. bekkur 2013 - 2014 2 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð Inngangur Í 6. bekk í Hraunvallaskóla eru 67 nemendur, þrír umsjónarkennarar,

Hraunvallaskóli

Skólanámskrá 6. bekkur 2013 - 2014

37 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð

Kennsluskipan

Kennsla fer fram í íþróttahúsinu við Hraunvallaskóla. Kennslustundir eru tvær á viku,

40 mín hvor. Fyrirkomulag kennslu verður fjölbreytt s.s.:

- grunnþjálfun: alhliða líkamsuppbygging með áherslu á hreyfinám ,

hreyfifærni og æfingaleikir

- smáleikir: hlaupaleikir, eltingaleikir, boltaleikir og ratleikir

- leikfimi: þrekæfingar með eigin líkama. Líkamsbeiting, staðæfingar (léttar

þrekæfingar ), klifur, hangæfingar, teygju og slökunaræfingar

- fimleikar: dýnu og gólfæfingar (s.s. samsettar æfingar og handahlaup), stökk

(yfir áhöld með notkun brettis) og jafnvægisæfingar

- dans: frjáls dans og barnadansar

- frjálsíþróttir: hlaup (viðbragðsæfingar, spretthlaup og boðhlaup), stökk

(stökk án atrennu, hástökk og langstökk), köst (boltakast)

- heilsuvernd: hreinlæti, fara í sturtu eftir íþróttaiðkunn í sal. Vera með

stuttbuxur, bol, handklæði og innanhúsíþróttaskó

- knattleikir: knattspyrna, handknattleikur og körfuknattleikur. Tækniæfingar,

leikskipulag, leikreglur og spil

- badminton, golf o.fl.

- íþróttafræði: áhrif íþróttaþjálfunar á hjarta, blóðrás, öndun og vöðva

Námsmat

Stöðugt mat á vinnu nemenda. Tekið er mið af hegðun, virkni getu, og ástundun.

Nemendur fá einnig skjal um árangur sinn í MSFT-þolprófi, 60 m spretthlaup,

langstökk án atrennu, sipp í 30 sekúndur og boltakast þar sem kastað er 80gr bolta.

Kennslugögn

Íþróttir Líkams og Heilsurækt, æfingar og leikir með litlum áhöldum. Höfundur Jóhann

Arnarson

Íþróttir Líkams og Heilsurækt, leikir. Höfundur Jóhann Arnarson

Page 39: Skólanámskrá · Hraunvallaskóli Skólanámskrá 6. bekkur 2013 - 2014 2 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð Inngangur Í 6. bekk í Hraunvallaskóla eru 67 nemendur, þrír umsjónarkennarar,

Hraunvallaskóli

Skólanámskrá 6. bekkur 2013 - 2014

38 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð

Íþróttir Líkams og Heilsurækt, gólf og áhaldaæfingar. Höfundur Jóhann Arnarson

Íþróttir Líkams og Heilsurækt, boltaleikir. Höfundur Jóhann Arnarson

Skólaíþróttir, 6.-10. bekkur. Námsgagnastofnun 1994

Leikjabókin. Höfundar Hörður G. Gunnarsson og Páll Erlingsson

Working with young athletes. Höfundur George Bunnar MBE

Verkefni og þrautir gerð af kennurum

Vefsíður með ítarefni varðandi leiki, íþróttir og líkamsrækt

Sund

Markmið

Að nemandi:

Skynþroski / Hreyfiþroski

- þjálfist í æfingum sem viðhalda og bæta útfærslu hreyfinga í:

o bringusundi

o skriðsundi

o baksundi

o skólabaksundi

o kafsundi

- nái tökum á helstu undirbúningsæfingum fyrir flugsund

- nái tökum á nákvæmri útfærslu hreyfinga og öndunar í:

o 50 m skólabaksundi

o 25 m skriðsundi

o 25 m baksundi

- þjálfist í stungu af bakka

- þjálfist í að kafa eftir hlut á 1-2 m dýpi eftir 5 metra sund

- læri helstu atriði sem snúa að björgun úr vatni

Líkamsþroski / Fagurþroski

- taki þátt í ýmsum æfingum og leikjum sem efla líkamsþol

- taki þátt í sundþjálfun til að synda ákveðna vegalengd innan ákveðinna

tímamarka

Page 40: Skólanámskrá · Hraunvallaskóli Skólanámskrá 6. bekkur 2013 - 2014 2 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð Inngangur Í 6. bekk í Hraunvallaskóla eru 67 nemendur, þrír umsjónarkennarar,

Hraunvallaskóli

Skólanámskrá 6. bekkur 2013 - 2014

39 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð

- þjálfist í að synda a.m.k. 200 m bringusund, viðstöðulaust

- þjálfist í að synda a.m.k. 15 m björgunarsund með skólabaksundsfótatökum

- þjálfist í 8 m kafsundi

- taki þátt í æfingum og leikjum sem efla

o kraft, hraða og viðbragð

o samhæfingu og nýtni sundtaka

- taki þátt í sundleikfimi og stöðvaþjálfun á sundstað

Félagsþroski / Tilfinningaþroski / Siðgæðisþroski

- taki þátt í ýmsum leikjum í vatni

- læri að bera virðingu fyrir þörfum annarra og mismunandi getu félaga sinna

- öðlist skilning á neikvæðum samskiptaformum

Vitsmunaþroski

- taki þátt í umræðum um markvissa þolþjálfun í sundi

- þjálfist í ýmsum möguleikum sundiðkunar til heilsueflingar

- taki þátt í umræðu um mikilvægi góðrar tækni sundtaka

- læri og þjálfist í helstu atriðum sem snúa að björgun úr vatni

Inntak náms

Að nemandi:

- þjálfist í stöðugu sundi sem eflir líkamsþol

- þjálfist í ýmsum sundaðferðum

- þjálfist í björgunarsundi

Kennsluskipan

Kennsla fer fram í Ásvallalaug. Kennt er einu sinni á viku allan veturinn, 40 mínútur í

einu. Viðfangsefni og fyrirkomulag kennslu verður fjölbreytt s.s.:

- stöðva- og hringþjálfun.

- bringusund.

- skriðsund

Page 41: Skólanámskrá · Hraunvallaskóli Skólanámskrá 6. bekkur 2013 - 2014 2 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð Inngangur Í 6. bekk í Hraunvallaskóla eru 67 nemendur, þrír umsjónarkennarar,

Hraunvallaskóli

Skólanámskrá 6. bekkur 2013 - 2014

40 Vinátta - Samvinna - Ábyrgð

- skólabaksund

- baksund

- björgunarsund

- marvaði

- kafsund

- flugsund með eða án hjálpartækja

Námsmat

200 metra bringusund, viðstöðulaust

50 metra skólabaksund

50 metra skriðsund

25 metra baksund

25 metra bringusund á tíma

15 metra björgunarsund

8 metra kafsund

Virkni í tíma og samskipti nemanda við aðra nemendur

Kennslugögn

Skólasund 1.-10. bekkur, kennslugagnamappa

Skólasund , kennarahandbók

Verkefni og þrautir gerð af kennurum

Vefsíður með ítarefni varðandi sundkennslu