skútustaðahreppur½flugan-12.-tbl... · 2016. 4. 9. · verð 1.500 kr. fyrir manninn. ekki er...

4
Jarðböðin bjóða upp á kótelettur í hádeginu frá kl. 12:00 - 14:00 alla fimmtudaga í vetur. Verð 1.500 kr. fyrir manninn. Ekki er nauðsynlegt að panta en gott væri að fá að vita daginn áður ef einhver ætlar að koma. Hlökkum til að sjá sem flesta heimamenn og aðra. Starfsfólk Jarðbaðanna. Skútustaðahreppur Tillaga að deiliskipulagi ferðaþjónustusvæðis og frístundabyggðar í landi Voga 1 í Mývatnssveit Sveitarstjórn Skútustaðahrepps samþykkti þann 31. mars s.l. að auglýsa skv. 1. mgr. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að deiliskipulagi ferðaþjónustusvæðis og frístundabyggðar í landi Voga 1 í Mývatnssveit. Markmið skipulagsins er m.a. að koma nýjum gistihúsum haganlega fyrir í tengslum við núverandi gistihús og skilgreina nýjar lóðir fyrir frístundahús, sem falla skulu vel að landi og umhverfi. Einnig er áformað að gera breytingar og viðbætur á eldri húsum á viðeigandi hátt. Tillöguuppdráttur og greinargerð munu liggja frammi á skrifstofu Skútustaðahrepps, Hlíðavegi 6, 660 Mývatn, frá og með föstudeginum 8. apríl til og með föstudeginum 20. maí 2016. Þá er tillagan og aðgengileg á heimasíðu Skútustaðhrepps: http://www .myv.is undir Skipulagsauglýsingar (hnappur á forsíðu). Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út föstudaginn 20. maí 2016. Skila skal athugasemdum skriflega til skrifstofu Skútustaðahrepps, Hlíðavegi 6, 660 Mývatn og/eða í tölvupósti á netfangið: [email protected]. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna innan tilskilins frests teljast henni samþykkir. Bjarni Reykjalín, skipulags- og byggingarfulltrúi Skútustaðahrepps. Útgefandi og ábyrgðarmaður: Hrafnhildur Geirsdóttir Sími: 464 4343, 866 0311 Netfang: [email protected] 12. tbl. 8. árg. miðvikudaginn 6. apríl 2016 Afmælisbörn dagana 7. apríl — 13. apríl 2016 Kær eiginmaður og besti vinur, JÓN STEFÁNSSON organisti og kórstjóri frá Vogum í Mývatnssveit, andaðist 2. apríl. Útför fer fram frá Langholtskirkju föstudaginn 8. apríl kl. 13:00. Jarðse verður frá Reykjahlíðarkirkju laugardaginn 9. apríl kl. 14:00. Ólöf Kolbrún Harðardóir 8. Ingi Þór Yngvason, Pétur Bjarni Gíslason. 9. Sigrún Arna Jónsdóttir. 10. Guðrún María Valgeirsdóttir. 13. Helgi Héðinsson.

Upload: others

Post on 24-Mar-2021

1 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Skútustaðahreppur½flugan-12.-tbl... · 2016. 4. 9. · Verð 1.500 kr. fyrir manninn. Ekki er nauðsynlegt að panta en gott væri að fá að vita daginn áður ef einhver ætlar

Jarðböðin bjóða upp á kótelettur í hádeginu

frá kl. 12:00 - 14:00 alla fimmtudaga í vetur. Verð 1.500 kr. fyrir manninn.

Ekki er nauðsynlegt að panta en gott væri að fá að vita daginn áður ef einhver ætlar að koma.

Hlökkum til að sjá sem flesta heimamenn og aðra.

Starfsfólk Jarðbaðanna.

Skútustaðahreppur

Tillaga að deiliskipulagi ferðaþjónustusvæðis og frístundabyggðar í landi Voga 1 í Mývatnssveit

Sveitarstjórn Skútustaðahrepps samþykkti þann 31. mars s.l. að auglýsa skv. 1. mgr. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að deiliskipulagi ferðaþjónustusvæðis og frístundabyggðar í landi Voga 1 í Mývatnssveit. Markmið skipulagsins er m.a. að koma nýjum gistihúsum haganlega fyrir í tengslum við núverandi gistihús og skilgreina nýjar lóðir fyrir frístundahús, sem falla skulu vel að landi og umhverfi. Einnig er áformað að gera breytingar og viðbætur á eldri húsum á viðeigandi hátt. Tillöguuppdráttur og greinargerð munu liggja frammi á skrifstofu Skútustaðahrepps, Hlíðavegi 6, 660 Mývatn, frá og með föstudeginum 8. apríl til og með föstudeginum 20. maí 2016. Þá er tillagan og aðgengileg á heimasíðu Skútustaðhrepps: http://www.myv.is undir Skipulagsauglýsingar (hnappur á forsíðu). Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út föstudaginn 20. maí 2016. Skila skal athugasemdum skriflega til skrifstofu Skútustaðahrepps, Hlíðavegi 6, 660 Mývatn og/eða í tölvupósti á netfangið: [email protected]. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna innan tilskilins frests teljast henni samþykkir.

Bjarni Reykjalín, skipulags- og byggingarfulltrúi Skútustaðahrepps.

Útgefandi og ábyrgðarmaður: Hrafnhildur Geirsdóttir Sími: 464 4343, 866 0311 Netfang: [email protected]

12. tbl. 8. árg. miðvikudaginn 6. apríl 2016

Afmælisbörn dagana 7. apríl — 13. apríl 2016

Kær eiginmaður og besti vinur,

JÓN STEFÁNSSON organisti og kórstjóri

frá Vogum í Mývatnssveit,

andaðist 2. apríl.

Útför fer fram frá Langholtskirkju föstudaginn 8. apríl kl. 13:00.

Jarðsett verður frá Reykjahlíðarkirkju laugardaginn 9. apríl kl. 14:00.

Ólöf Kolbrún Harðardóttir

8. Ingi Þór Yngvason, Pétur Bjarni Gíslason.

9. Sigrún Arna Jónsdóttir.

10. Guðrún María Valgeirsdóttir.

13. Helgi Héðinsson.

Page 2: Skútustaðahreppur½flugan-12.-tbl... · 2016. 4. 9. · Verð 1.500 kr. fyrir manninn. Ekki er nauðsynlegt að panta en gott væri að fá að vita daginn áður ef einhver ætlar

Viljum minna á aðalfund Slysavarnardeildarinnar Hrings

sem haldinn verður á morgun, fimmtudag í Skútahrauni 16 kl. 20:00.

Venjuleg aðalfundarstörf.

Nýir félagar velkomnir. Stjórnin.

Kæru sveitungar!

Í tilefni þess að við höfum tekið við Hike&Bike af Eyrúnu þá ætlum við að efna til opnunarteitis í "höfuðstöðvum" okkar, á planinu við Reynihlíð föstudaginn 8. apríl kl. 17:00 - 19:00.

Pylsur, ís og happdrætti. Allir velkomnir!

Raggi og Beta

Dósasöfnun.

Dósasöfnun verður hjá nemendum Reykjahlíðarskóla, miðvikudag og fimmtudag 6. - 7. apríl.

Öll innkoma rennur í ferðasjóð nemenda.

Viljið þið endilega setja dósapokana út fyrir hjá ykkur ef þið eruð að fara að heiman og viljið gefa dósir/flöskur.

Þökkum kærlega fyrir stuðninginn. Nemendafélag Reykjahlíðarskóla.

11. Lögð fram bókun sveitarstjórnar Norðurþings frá 16. febrúar s.l. varðandi öryggismál á Aðaldalsflugvelli. Sveitarstjórn Skútustaðhrepps tekur undir bókun sveitarstjórnar Norðurþings frá 16. febrúar s.l. og áréttar við alla þá aðila sem bera ábyrgð á flugi til og frá Aðaldalsflugvelli að tryggja hámarksöryggi flugfarþega sem um völlinn fara.

12. Aðalfundur Mývatnsstofu 2016 verður haldinn þann 6. apríl n.k. kl. 13:00 í húsnæði Björgunarsveitarinnar Stefáns. Samþykkt að sveitarstjóri fari með umboð sveitarfélagsins á fundinum.

13. Aðalfundur Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga verður haldinn mánudaginn 11. apríl kl 14:00 í Hótel Skúlagarði í Kelduhverfi. Samþykkt að sveitarstjóri fari með umboð sveitarfélagsins á fundinum.

14. Umræður urðu um öryggismál á ferðamannastöðum í Mývatnssveit. Eftirfarandi bókun var samþykkt. Sveitarstjórn Skútustaðahrepps beinir því til Stjórnstöðvar ferðamála að áhersla verði lögð á þjónustu á ferðamannastöðum m.t.t. öryggismála allt árið um kring. Þar er sérstaklega átt við fjármögnun til landvörslu á ferðamannastöðunum auk reksturs upplýsingamiðstöðvar allt árið. Fjöldi ferðamanna sem sækir svæðin heim á náttúrufarslega viðkvæmum jaðartímum sem og við framandi aðstæður að vetri fer mjög vaxandi. Öflug landvarsla og rekstur upplýsingamiðstöðvar allt árið um kring skiptir í því samhengi sköpum með tilliti til öryggis- og náttúruverndar.

15. Lagður fram stofnsamningur Héraðsnefndar Þingeyinga bs. Sveitarstjórn samþykkir samninginn með áorðnum breytingum og felur sveitarstjóra undirritun hans.

16. Lagt fram bréf Gísla Sigurðssonar dags. 29. mars 2016 þar sem tilkynnt er um uppsögn á starfi skrifstofustjóra frá og með 31. mars 2016. Sveitarstjórn þakkar Gísla vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins undanfarin 15 ár og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi. Sveitarstjóra falið að auglýsa starf skrifstofustjóra laust til umsóknar.

17. Sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu verkefnum sem unnið hefur verið að frá síðasta reglubundna fundi.

Fundi slitið kl. 10:10

Yngvi Ragnar Kristjánsson Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir Guðrún Brynleifsdóttir Sigurður G. Böðvarsson Friðrik Jakobsson Jón Óskar Pétursson

Page 3: Skútustaðahreppur½flugan-12.-tbl... · 2016. 4. 9. · Verð 1.500 kr. fyrir manninn. Ekki er nauðsynlegt að panta en gott væri að fá að vita daginn áður ef einhver ætlar

Sveitarstjórn veitir jákvæða umsögn að uppfylltum skilyrðum sem skipulags- og byggingafulltrúi og aðrir umsagnaraðilar kunna að setja.

4. Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu. Sveitarstjórn Skútustaðahrepps samþykkir að frá og með álagningartímbili fasteignagjalda árið 2016 skuli þær fasteignir sem leyfi hafa til reksturs gististaða í flokki I, heimagistingu, falla í álagningarflokk C sbr. c-lið 3. mgr. 3. gr. laga nr. 4/1995 að viðbættu álagi sbr. 4. mgr. 3. gr. laga nr. 4/1995 sem Skútustaðahreppur hefur nýtt sér. Samþykkt samhljóða.

5. Í bréfinu eru tíundaðar ástæður fækkunar dreifingardaga pósts í framhaldi af bókun sveitarstjórnar Skútustaðahrepps frá 26. janúar 2016. Sveitarstjórn ítrekar fyrri bókun og skorar á stjórnendur Íslandspósts að endurskoða áform um þjónustuskerðingu á póstdreifingu í sveitarfélaginu og annarsstaðar á landsbyggðinni.

6. Lagt fram bréf Þjóðskrár þar sem vísað er til fyrri bréfaskrifta varðandi beiðni Skútustaðahrepps um skráningu og mat tiltekinna jarðhitaréttinda við Kröflu og Bjarnarflag úr landi Voga og Reykjahlíðar. Í bréfinu er málsaðilum þ.e. Skútustaðahreppi og Landsvirkjun boðið að koma á framfæri nýjum athugasemdum eða gögnum í málinu í ljósi þess að langt er um liðið frá því að Þjóðskrá tók málið til meðferðar, fyrst með bréfi lögmanns Skútustaðahrepps dags. 21. október 2012. Jafnframt var lagt fram svarbréf Jóns Jónssonar lögmanns Skútustaðahrepps þar sem fyrri kröfur og sjónarmið í málinu eru ítrekuð og sérstaklega vakin athygli á fordæmisgildi dóms hæstaréttar nr. 22/2015. Framlögð gögn voru til kynningar og ekki gerð sérstök bókun vegna þeirra.

7. Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 14. mars 2016 varðandi þingsályktunartillögu um bann við notkun gúmmíkurls úr dekkjum á leik- og íþróttavöllum. Ekki liggur fyrir hvaða gúmmíefni uppfylla það skilyrði að vera viðurkennd en ljóst má vera að slíkt er grundvallarforsenda fyrir því að hægt sé að fá niðurstöðu í málið til framtíðar litið, að viðurkennd efni séu til staðar. Sveitarstjórn mun fylgjast vel með framvindu málsins og telur eðlilegt að horft verði til niðurstöðu rannsókna Umhverfisstofnunar á því hvaða efni setja eigi í stað dekkjakurlsins en slík vinna er nú í gangi hjá stofnuninni.

8. Stjórnendur DA Hvamms óska eftir heimild aðildarsveitarfélaganna til að sækja um hækkun yfirdráttarheimildar upp á kr. 10 milljónir. Sveitarstjórn Skútustaðahrepps samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

9. Afgreiðslu frestað til næsta fundar sveitarstjórnar.

10. Lögð fram samantekt skoðunarferðar fulltrúa félags- og menningarmálanefndar í bókasafnið í Skjólbrekku. Í samantektinni eru ábendingar um nokkur atriði er þarfnast úrbóta. Sveitarstjórn þakkar samantektina og samþykkir að vísa henni til umfjöllunar í nefnd um endurskoðun á framtíðarhlutverki Skjólbrekku.

Atvinna.

Starfsmann vantar í girðingarvinnu fyrir Landgræðslu ríkisins í sumar.

Æskilegt að viðkomandi geti byrjað í lok maí en allt eftir samkomulagi. Viðkomandi þarf að hafa bílpróf og aðsetur í Mývatnssveit eða nágrenni.

Nánari upplýsingar veitir Daði Lange í síma 464 1924 eða 856 0239.

Landgræðsla ríksins

Page 4: Skútustaðahreppur½flugan-12.-tbl... · 2016. 4. 9. · Verð 1.500 kr. fyrir manninn. Ekki er nauðsynlegt að panta en gott væri að fá að vita daginn áður ef einhver ætlar

MÝVATN

Sveitarstjórn Skútustaðahrepps 33. fundur

Haldinn að Hlíðavegi 6, fimmtudaginn 31. mars 2016, kl. 09:15. Mætt: Yngvi Ragnar Kristjánsson, Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir, Sigurður G. Böðvarsson, Guðrún Brynleifsdóttir, Friðrik Jakobsson, og Jón Óskar Pétursson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

DAGSKRÁ: 1. Fundarsetning 2. Fundargerð skipulagsnefndar frá 14. mars 2016 3. Umsókn um rekstrarleyfi gististaðar í flokki I 4. Fasteignagjöld á íbúðarhúsnæði sem hafa leyfi til reksturs gististaðar í flokki I 5. Bréf Íslandspósts dags. 29. febrúar 2016 6. Bréf Þjóðskrár dags 3. mars 2016 7. Gúmmíkurl á sparkvöllum 8. Málefni Dvalarheimilisins Hvamms 9. Jafnréttisáætlun Skútustaðahrepps 10. Málefni bókasafnsins í Skjólbrekku 11. Málefni Aðaldalsflugvallar 12. Aðalfundur Mývatnsstofu 2016 13. Aðalfundur Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga 2016 14. Öryggismál á ferðamannastöðum 15. Stofnsamningur Héraðsnefndar Þingeyinga bs. 16. Starfsmannamál 17. Skýrsla sveitarstjóra - munnleg

Efni til kynningar: Fundargerð Leigufélags Hvamms 8. janúar 2016 Fundargerð stjórnar Eyþings frá 17. febrúar 2016 Fundargerð stjórna Eyþings og SSA með þingmönnum NA kjördæmis frá 9. febrúar 2016 Fundargerð fulltrúaráðs Eyþings frá 28. febrúar 2016 Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 26. febrúar 2016

1. Oddviti setti fund og lagði til að nýjum lið 13. aðalfundarboð Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga yrði bætt á dagskrá. Aðrir liðir færast aftur sem því nemur. Samþykkt samhljóða.

2. Lögð fram fundargerð skipulagsnefndar frá 14. mars 2016. Fundargerðin er í níu liðum.

Liður 1 . Vogar 1. Deiliskipulag Sveitarstjórn heimlar að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt felur hún skipulags- og byggingafulltrúa málsmeðferð vegna auglýsingarinnar eins og framangreind lög mæla fyrir um.

Liður 3. Hótel Reykjahlíð. Breyting á aðal- og deiliskipulagi. Sveitarstjórn fellst á niðurstöðu skipulagsnefndar og felur skipulags- og byggingafulltrúa að annast gerð lýsingar skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna breytingar á Aðalskipulagi Skútustaðhrepps 2011 - 2023 þar sem heimilaðar verði viðbyggingar á allt að tveimur hæðum, hámarks flatarmál herbergjaálma verði í samræmi við núverandi deiliskipulag eða 2200 m2 . Samþykkt með 3 atkvæðum. Sigurður G. Böðvarsson sat hjá. Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir greiðir atkvæði gegn tillögunni og leggur fram eftirfarandi bókun: Ég leggst alfarið gegn svo auknu byggingamagni á umræddri lóð. Er það í samhengi við afstöðu mína í fyrri atkvæðagreiðslum varðandi sambærilegt mál og byggir skoðun mín á háu verndargildi og mikilvægi útsýnis yfir Mývatn á þessum stað.

Liður 4. Hótel Laxá. Starfsmannaíbúðir. Sveitarstjórn heimilar umsækjanda að gera tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi á sinn kostnað í samræmi við fram komnar hugmyndir, en Skútustaðhreppur mun annast tillögugerð vegna breytingar á aðalskipulagi til samræmis við fyrirhugaða breytingu á deiliskipulagi.

Liður 5. Grímsstaðir 1. Umsókn um stofnun lóðarhluta. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við stofnun lóðarhlutans og felur skipulags- og byggingafulltrúa að stofna hann í fasteignagrunni Þjóðskrár.

Liður 6. Grímsstaðir 2. Umsókn um stofnu lóðarhluta.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við stofnun lóðarhlutans og felur skipulags- og byggingafulltrúa að stofna hann í fasteignagrunni Þjóðskrár.

Liður 7. Grímsstaðir 3. Umsókn um stofnu lóðarhluta.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við stofnun lóðarhlutans og felur skipulags- og byggingarfulltrúa falið að stofna hann í fasteignagrunni Þjóðskrár.

Liður 8. Grímsstaðir 4. Umsókn um stofnu lóðarhluta.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við stofnun lóðarhlutans og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að stofna hann í fasteignagrunni Þjóðskrár. Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti.

3. Fyrir tekið á ný erindi Sýslumannsins á Norðurlandi eystra þar sem óskað er umsagnar Skútustaðahrepps vegna umsóknar Ólafs Þrastar Stefánssonar, kt. 010661-4989, Múlavegur 9a, 660 Mývatni, um nýtt rekstrarleyfi til sölu heimagistingar í flokki I að Múlavegi 9a, 660 Mývatni. Samkvæmt 10. gr. laga um veitinga- og gististaði nr. 85/2007 og 23. gr. reglugerðar nr. 585/2007 er óskað umsagnar sveitarstjórnar um umsókn þessa. Erindinu var frestað á 32. fundi sveitarstjórnar þann 9. mars 2016.