skýrsla stjórnar aus starfsárið 2012-13

19
Skýrsla stjórnar 2012-2013

Upload: marta-mirjam-kristinsdottir

Post on 11-Mar-2016

226 views

Category:

Documents


5 download

DESCRIPTION

Skýrsla stjórnar AUS starfsárið 2012-13 Hér gefur að líta skýrslu stjórnar Alþjóðlegra ungmennaskipta (AUS) fyrir árið 2012-13. AUS eru frjáls æskulýðssamtök rekin án hagnaðarsjónarmiða með það að markmiði að vinna gegn fordómum hvers konar. Frekari upplýsingar má finna á www.aus.is

TRANSCRIPT

Page 1: Skýrsla stjórnar AUS starfsárið 2012-13

Skýrsla stjórnar

2012-2013

Page 2: Skýrsla stjórnar AUS starfsárið 2012-13

2

Efnisyfirlit 1 Inngangur ............................................................................................................................................... 4

2 Stjórn og skrifstofa ................................................................................................................................. 6

2.1 Stjórn ............................................................................................................................................... 6

2.2 Skrifstofa ......................................................................................................................................... 6

3 Ráðstefnur og námskeið ........................................................................................................................ 7

3.1 Á Íslandi ........................................................................................................................................... 7

3.2 Erlendis ............................................................................................................................................ 8

4 Fjölmenningarviðburðir og aðrir viðburðir ............................................................................................ 9

5 Sjálfboðaliðar ....................................................................................................................................... 10

5.1 Erlendir sjálfboðaliðar ................................................................................................................... 10

5.1.1 Verkefni á Íslandi ........................................................................................................................ 11

5.1.2 Húsnæðismál og fósturfjölskyldur ............................................................................................. 12

5.2 Sjálfboðaliðar erlendis .................................................................................................................. 12

6 Félagslíf ................................................................................................................................................ 13

7 Kynningar og markaðsmál .................................................................................................................... 14

8 Annað ................................................................................................................................................... 17

8.1 Fjármál .......................................................................................................................................... 17

8.2 Félagaskrá ..................................................................................................................................... 18

8.3 LÆF og Æskulýðsráð ...................................................................................................................... 18

8.4 Stefna stjórnvalda ......................................................................................................................... 18

Page 3: Skýrsla stjórnar AUS starfsárið 2012-13

3

Page 4: Skýrsla stjórnar AUS starfsárið 2012-13

4

1 Inngangur Starfsárið var okkur flestum ljúft þrátt fyrir mörg verkefni, nokkrar tarnir og án efa einhverja gnístan

tanna þegar hlutir virtust ekki ætla að ganga upp á síðustu stundu. En ég held ég geti fullyrt að við erum

öll stolt af því sem við höfum náð að afreka í sameiningu yfir árið og ánægð með hvar AUS er statt í dag.

Það varð þó nokkur uppstokkun í stjórninni eftir Aðalfund í október í fyrra. Eftir talsverðar skiptingar inn

og út af stjórnarmönnum yfir síðasta ár tók til starfa sex manna hópur sem hefur haldist nánast

óbreyttur út starfsárið. Góður vinnuandi ríkti frá upphafi og mikil samstaða þrátt fyrir okkar ólíku

persónuleika og hugmyndir. Meðlimir voru óhræddir við að viðra nýjar skoðanir, koma með tillögur, vera

ósammála og gera góðlátlegt grín að hvor öðrum og urðu fundir oft á tíðum frjóir og skemmtilegir.

Segja má að starfsárið hafi samt sem áður einkennst af áframhaldandi uppbyggingu á grunnstoðum

félagsstarfsins. Í takt við síðasta ár héldu ráðstefnur áfram að stækka og er þar að byggjast upp góður

þekkingar- og reynslugrunnur sem gerir okkur kleift að fínpússa hluti og gera enn betur. Sett var meira

púður í markaðsstarf sem fólst meðal annars í hugmyndavinnu fyrir nýjan bækling og útgáfu fjölda

greina eins og sjá má lista yfir hér neðar í skýrslunni. Skólakynningar gengu vel og eru kynningar frá AUS

nú orðinn fastur liður hjá mörgum framhaldsskólum.

Verkefnum sjálfboðaliða hér á Íslandi hefur fjölgað og er ánægjulegt að sjá hvað fjölbreytni er þar orðin

mikil. Fjölbreytni í heimalöndum sjálfboðaliða sem hingað koma á vegum AUS er einnig að aukast og má

þar nefna að í vetur dvelja hér sjálfboðaliðar frá Hondúras og Portúgal en AUS hefur ekki tekið á móti

sjálfboðaliðum þaðan í langan tíma. Hóparnir halda áfram að stækka og tókum við núna síðast á móti 16

manna hópi í byrjun hausts. Má segja að þetta sé þrátt fyrir óhagstætt samfélagsástand en talsverð

vinna var lögð í það að reyna að tryggja AUS og öðrum frjálsum félagasamtökum áframhaldandi

rekstrargrundvöll í núverandi efnahagsástandi.

Hvað varðar íslenska sjálfboðaliða á leiðinni út eru styttri verkefni enn afar vinsæl. Þó virðist áhugi á dvöl

erlendis í hálft eða heilt ár vera að aukast sem er gleðilegt. Hinn spænskumælandi heimur er í greinilegu

uppáhaldi en fleiri möguleikar eru nú stöðugt að opnast utanförum eftir því sem félög í fleiri löndum fá

inngöngu í ICYE.

Samstarf við aðrar ICYE skrifstofur hefur verið þó nokkuð og ber þar helst að nefna evrópusamstarf sjö

skrifstofa í Evrópu. Stofnfundur þess samstarfs var haldinn í Sviss í fyrra og var annar fundur haldinn í

Danmörku síðasta sumar. Þessi samskipti eru tvímælalaust jákvæð fyrir AUS enda lærdómsrík og mikil

gerjun í gangi.

Öll þessi ósköp væru þó ekki möguleg án öflugrar skrifstofu. AUS býr yfir einni slíkri sem er mönnuð

meiriháttar snillingum. Blómleg staða AUS í dag er að stóru leyti þeim Kristínu og Heiðu að þakka. Kristín

stýrir daglegum rekstri AUS af miklum myndarbrag og saman hafa þær náð að leysa úr öllum þeim

málum til þeirra berast. Taka má fram að fyrir hönd AUS hefur Kristín landað þó nokkrum styrkjum,

meðal annars fyrir fjölmenningarhátíð á vegum AUS og fyrir gerð kynningarmyndbands um AUS. Þetta

skiptir lítið félag eins og AUS gríðarlegu máli.

Page 5: Skýrsla stjórnar AUS starfsárið 2012-13

5

Ég vil nýta tækifærið og þakka bæði samstarfsfólki mínu í stjórn og þeim Kristínu og Heiðu fyrir

meiriháttar starfsár. Eins vona ég að stjórn næsta árs skemmti sér eins vel og við höfum gert við að hlúa

að okkar frábæra félagi!

F.h. fráfarandi stjórnar,

Sigrún Inga Garðarsdóttir Ritari AUS

Stjórn Alþjóðlegra ungmennaskipta starfsárið 2012-13

Marta Mirjam Kristinsdóttir, formaður

Gauti Baldvinsson, gjaldkeri

Sigrún Inga Garðarsdóttir, ritari

Ásta Björg Björgvinsdóttir, meðstjórnandi

Stefán Örn Gíslason, meðstjórnandi

Page 6: Skýrsla stjórnar AUS starfsárið 2012-13

6

2 Stjórn og skrifstofa

2.1 Stjórn

Ný stjórn var kosin á Aðalfundi 25. október 2012. Á fundinum kvaddi Sjöfn Guðlaugsdóttir stjórnarstarfið

en á starfsárinu höfðu einnig þau Eggert Kristjánsson, Elísabet Sveinsdóttir, Margrét Helga Sesseljudóttir

og Katrín Árnadóttir gengt stjórnarstöðum í skemmri eða lengri tíma. Þessum orkuboltum var öllum

þakkað skemmtilegt og gott starf. Við tók ekki síðra fólk en hér að neðan má sjá þá sem skipuðu stjórn

AUS starfsárið 2012-13:

Stjórn AUS starfsárið 2012-13

Formaður Marta Mirjam Kristinsdóttir

Gjaldkeri Gauti Baldvinsson

Ritari Sigrún Inga Garðarsdóttir

Meðstjórnandi 1 (félagslíf) Stefán Örn Gíslason

Meðstjórnandi 2 (skólakynningar) Ásta Björg Björgvinsdóttir

Meðstjórnandi 3 (fjölmenningarviðburðir) Sigríður Hugljúf Blöndal

Á fyrsta fundi nýrrar stjórnar kom í ljós að í gegnum sjálfboðaliðastörf sín hafði stjórnin til samans dvalist

í hvorki meira né minna en 5 heimsálfum og því um að ræða hóp með fjölbreytta reynslu.

Góður vinnuandi ríkti strax frá upphafi, ýmislegt skipulag bætt og meiri regla komst á stjórnarfundi.

Meðal annars var gripið til skype- funda yfir sumarmánuðina. Mikill stöðugleiki einkenndi einnig

starfsárið en nú þegar líður að næsta Aðalfundi hafa nánast allir meðlimir starfað út árið og verkaskipting

haldist næstum óbreytt.

Sigríður Hugljúf lét þó af störfum í sumarlok vegna vinnu sinnar og þökkum við henni kærlega fyrir

samstarfið. Hún kom okkur til að hlæja á hverjum fundi.

2.2 Skrifstofa

Kristín Björnsdóttir og Heiða Aníta Hallsdóttir stýrðu áfram skrifstofu AUS með stakri prýði. Þær gegna

báðar 100% stöðum. Kristín hefur nú gegnt stöðu framkvæmdastjóra í 3 ár og undir hennar styrku hendi

hefur félagið eflst og dafnað. Heiða gefur engum eftir í dugnaði, skipulagningu og einskærum metnaði.

Það er öruggt að segja að án þeirra væri AUS ekki það sem það er í dag.

Í ágúst 2012 hóf sjálfboðaliði frá Ítalíu, Barbara Motta, störf á skrifstofunni. Var þetta í kjölfar þess að

umsókn um styrk þessa efnis var samþykkt af Evrópu unga fólksins. Barbara reyndist skrifstofunni afar

vel og hjálpaði það mikið að hafa auka starfskraft. Þess vegna var ákveðið að sækja aftur um fyrir

sjálfboðaliða á skrifstofu í ár. Það gekk í gegn og hefur AUS nú tekið skælbrosandi á móti nýrri Barböru;

Barböru Pawlowsku. Hún er frá Póllandi en hefur lengi búið í Bretlandi. Hún hefur nú verið á

skrifstofunni í rúman mánuð og gengur samstarfið mjög vel. Verkaskipting á skrifstofunni hefur haldist

svipuð. Umsjón skólakynninga var þó færð frá stjórn inn á skrifstofu og hefur Heiða sinnt þeim málum.

Page 7: Skýrsla stjórnar AUS starfsárið 2012-13

7

Síðasta haust hætti Katrín Pálsdóttir sem bókari AUS en þeirri stöðu hafði hún gengt síðan hún lét af

störfum á skrifstofunni. Í ár var leitað til endurskoðunarfyrirtækis um bókhaldsþjónustu sem gafst vel.

3 Ráðstefnur og námskeið

3.1 Á Íslandi

Ráðstefnur fyrir utanfara og sjálfboðaliða á Íslandi héldu áfram að vaxa. Stefnu síðasta árs um tvær

stórar ráðstefnur á ári var haldið til streitu. Á þessar ráðstefnur var EVS sjálfboðaliðum einnig boðið til

viðbótar við ICYE sjálfboðaliða og heimkomnum Íslendingum boðið að koma og aðstoða. Þannig

skapaðist skemmtilegur andi, tækifæri fyrir fleira fólk að kynnast og ráðstefnurnar urðu stór þáttur í að

virkja nýja félagsmenn. Að neðan má sjá lista yfir ráðstefnur síðasta árs:

Ráðstefnur fyrir sjálfboðaliða AUS starfsárið 2012-13

Tími Hópur Staður

Janúar 4-6 Brottfararráðstefna ICYE Long Term (LT) og EVS Hitt Húsið

Mars 6-10 On Arrival ICYE LT, Mid Term ICYE LT og heimkomnir ICYE LT

og EVS

Keflavík

Júní 28-30 Final ICYE LT og EVS og brottfararráðstefna ICYE LT og EVS Akranes

Ágúst 28-Sept. 1 On Arrival ICYE LT og EVS, Mid Term ICYE LT og EVS og

heimkomnir ICYE LT og EVS

Selfoss

Almennt hefur ríkt mikil ánægja með þessar ráðstefnur bæði meðal erlendu sjálfboðaliðanna og

Íslendinga og eru skrifstofa og stjórn ánægð með hvernig til hefur tekist. Með skýrara skipulagi hefur

tekist að koma á tengingu við nokkra staði úti á landi sem gerir allan undirbúning léttari. Einnig er komin

reynsla á dagskrárliði sem gefur okkur möguleika á að fínpússa þá og bæta um betur.

Ráðstefnuhald í Keflavík og á Akranesi

Page 8: Skýrsla stjórnar AUS starfsárið 2012-13

8

Tekið var upp á þeirri nýbreytni á síðasta starfsári að bjóða fósturfjölskyldum uppá fræðslufund hjá AUS.

Þar var farið í ýmis praktísk atriði, tengslin styrkt og starfsemi AUS kynnt. Þetta gafst afar vel. Í ár var

ákveðið að ráðast í svipaða fundi, annars vegar fyrir tengiliði AUS í verkefnum sjálfboðaliða og hins vegar

fyrir mentora. Fundur með tengiliðum verkefna var haldinn í mars og mæltist vel fyrir. Sögðu flestir

viðstaddir að fundurinn hefði verið mjög gagnlegur. Ekki reyndist næg eftirspurn eftir fundi fyrir mentora

en þess má geta að EUF hefur haldið sambærileg námskeið fyrir mentora og því þörf og eftirspurn í

þessum málum. Þessir fundir eru þó gott framtak sem vert væri að gera að reglulegum viðburðum.

Ekki hefur tíðkast að sjálfboðaliðar sem farið hafa á vegum AUS í STePs verkefni mæti á ráðstefnu fyrir

brottför né að dvöl lokinni. Í staðinn hefur fólki verið boðið að koma uppá skrifstofu í spjall. Á þessu ári

var þessum hópi þó boðið að koma á brottfararráðstefnu ásamt LT sjálfboðaliðum í janúar. Einnig var vilji

fyrir því að koma á fót sérstökum STePs heimkomukvöldum þar sem sjálfboðaliðar sem komið höfðu

heim úr slíkum verkefnum nýlega gætu hist, kynnst og deilt sinni reynslu. Tilraun var gerð til að halda eitt

slíkt kvöld en mæting var því miður dræm.

3.2 Erlendis

Stjórn, skrifstofa og aðrir félagsmenn sóttu þó nokkurn fjölda námskeiða, ráðstefna og funda erlendis á

síðasta starfsári. AUS hlotnaðist sá heiður að fá að tilnefna úr sínum röðum annan af tveimur fulltrúum

Íslands á árlega ungmennaráðstefnu Evrópuráðsins sem haldin var í Dublin í mars. Ráðstefnan bar

yfirskriftina Structured Dialogue og sat formaður okkar, Marta Mirjam, fundinn ásamt Erlendi

Kristjánssyni fyrir Íslands hönd.

Einnig má hér nefna ráðstefnu um fátækt og ójöfnuð sem Sigríður Hugljúf sat í Strassbourg í vor og var

einnig á vegum Evrópuráðsins.

Kristín, Sigmar Ingi Sigurgeirsson og Heiða Vigdís Sigfúsdóttir fræddust öll um fjöl- og samfélagsmiðla,

Sigmar og Heiða Vigdís í Tékklandi en Kristín í Austurríki.

Lista yfir námskeið, ráðstefnur og fundi og þátttakendur má sjá hér að neðan:

Þátttakendur AUS á námskeiðum o.þ.h. erlendis starfsárið 2012-13

Námskeið/ráðstefna/fundur Þátttakandi/-endur Tími Land

SOHO námskeið Marta Mirjam Kristinsdóttir Febrúar Ítalía

Poverty and inequality -

Evrópuráðið

Sigríður Hugljúf Blöndal Febrúar Frakkland

Structured Dialogue -

Evrópuráðið

Marta Mirjam Kristinsdóttir Mars Írland

Training on Cross Cultural

Volunteering Impact London

Heiða Aníta Hallsdóttir og Rannvá Olsen Apríl Bretland

Mentoring for change Gauti Baldvinsson Maí Pólland

Upgrade yourself Heiða Vigdís Sigfúsdóttir og Sigmar Ingi

Sigurgeirsson

Júní Tékkland

Samstarfsfundur E7 (7 ICYE Kristín Björnsdóttir og Sigrún Inga Júlí Danmörk

Page 9: Skýrsla stjórnar AUS starfsárið 2012-13

9

skrifstofur í Evrópu) Garðarsdóttir

Inclusion TV Kristín Björnsdóttir September Austurríki

Í framhaldi af Aðalfundi ICYE í Kosta Ríka í nóvember 2011 var farið af stað með Evrópusamstarf

evrópsku ICYE skrifstofanna sem formlega hóf störf sín á fundi í Sviss í mars 2012. Þar fór af stað vinna í

ýmsum sameiginlegum málefnum. Fundinum í Sviss var fylgt eftir með fundi í júlí 2013 í Danmörku sem

bæði framkvæmdastjóri og ritari AUS sátu. Fyrir þann fund var kosinn formaður fyrir samstarfið og var

Jacob Wachmann Pedersen, fyrrum formaður ICYE Denmark. Framboðs og kosningaferlinu var stýrt af

Mörtu Mirjam. Hefur samstarfið fengið á sig skýrari mynd og aðilar ánægðir með vinnu og útkomu

hingað til. Fundurinn í Danmörku var að miklu leyti nýttur til að ræða og undirbúa málefni fyrir næsta

Aðalfund ICYE sem haldinn verður nú í nóvember 2013 í Úganda. Formaður og framkvæmdastjóri AUS

munu sitja þann fund og eru þær fullar eftirvæntingar enda reynslunni ríkari eftir veru sína á síðasta

Aðalfundi ICYE.

Heiða Vigdís og Sigmar kynna Ísland á námskeiði í Tékklandi

4 Fjölmenningarviðburðir og aðrir viðburðir Það hefur verið hluti af starfsemi AUS að taka þátt í ýmsum fjölmenningar- og samstarfsverkefnum og

stjórn og skrifstofu berast árlega margar hugmyndir og tilkynningar um skemmtileg verkefni og

uppákomur. Það er ávallt mikill áhugi að víkka verksvið AUS og taka þátt í sem flestu en því eru auðvitað

skorður settar. Á síðasta starfsári var stefnan sú að takmarka þennan hluta starfsins með það að

leiðarljósi að eyða meira púðri í grunnatriði starfseminnar s.s. ráðstefnur og má segja að það hafi skilað

tilætluðum árangri. Þó voru nokkrir viðburðir á dagskránni þetta árið.

Page 10: Skýrsla stjórnar AUS starfsárið 2012-13

10

Stefnt var á að halda Dag sjálfboðaliðans, 5. desember, hátíðlegan. Hugmyndin var að fjölmenna í

Blóðbankann þar sem sjálfboðaliðar tækju höndum saman um að gefa blóð. Skemmst er frá því að segja

að því miður varð ekki af því en stjórn heldur þó uppá þessa hugmynd og telur í það leggjandi að stefna

að framkvæmd næsta desember. Því má skjóta inn að vegna ólæknandi ferðabakteríu reyndust margir

stjórnarmenn óhæfir til blóðgjafar.

Í maí var Fjölmenningardagur haldinn hátíðlegur í Ráðhúsinu. Þar komu saman hin ýmsu menningarfélög

og –hópar og kynntu starfsemi sína og menningu. AUS var þar á meðal og bauð gestum að kynna sér

möguleikana á sjálfboðaliðastarfi út um allan heim, skoða myndir og muni frá sjálfboðaliðum og gæða

sér á drekaávexti.

Nokkrir hressir félagsmenn og áhangendur AUS mæltu sér mót á sparkvellinum við Austurbæjarskóla í

september og skelltu í nokkur mörk í tilefni alþjóðlega verkefnisins Fótbolti til friðar.

Í gegnum þrautseigju Kristínar framkvæmdastjóra hvað styrki varðar hlotnaðist AUS styrkur til að

skipuleggja og halda fjölmenningarhátíð. Tilhugsunin um slíka hátíð hefur vakið mikla kátínu og hefur nú

verið auglýst eftir hressum félagsmönnum til að aðstoða stjórn við skipulagningu viðburðarins. Stefnt er

að því að halda hátíðina fljótlega eftir áramót.

5 Sjálfboðaliðar Tölur yfir fjölda sjálfboðaliða starfsársins eru glæsilegar og virðist AUS vera á ágætis siglingu. Hingað til

lands komu sjálfboðaliðar frá fjölda landa og íslenskir sjálfboðaliðar halda áfram að setja mark sitt á

verkefni víðsvegar í heiminum.

5.1 Erlendir sjálfboðaliðar

Á tímabilinu september í fyrra til ágúst í ár komu 20 sjálfboðaliðar til Íslands á vegum AUS. Af þeim komu

níu gegnum EVS áætlunina. Fjölbreytni er að aukast og í ofangreindum hópi voru aðilar frá 14 löndum.

Þetta er mjög gleðilegt enda gefur það sjálfboðaliðum mikið að kynnast ekki bara Íslandi heldur einnig

fólki frá öðrum löndum og skapar líflegan og skemmtilegan anda á ráðstefnum og félagslífsviðburðum.

Komudagar fyrir sjálfboðaliða hingað til lands eru enn tvisvar á ári, annarsvegar í byrjun mars og hins

vegar lok ágúst. Hinir síðastnefndu voru áður í byrjun september en sú ákvörðun var tekin á árinu að

færa þá fram. Þetta var gert til að samræma komudagana dagsetningum í öðrum löndum en einnig í því

skyni að geta haldið komuráðstefnu fyrstu helgina í september enda munar það miklu fyrir stjórnarmenn

að geta unnið að henni áður en skóli og annað vetrarstarf fer af stað. Þessi breyting þýddi þó að

seinnipart ágúst var heldur þröngt í þingi í Barmahlíð þar sem AUS er með íbúð fyrir sjálfboðaliða. Unnið

var úr því og fór allt vel að lokum.

Nú í lok ágúst 2013 hélt AUS komuráðstefnu fyrir 16 nýja sjálfboðaliða. Nokkur þeirra höfðu að vísu

komið til landsins fáeinum vikum áður og enn er von á einum nýjum sjálfboðaliða frá Indlandi. Þessi

hópur lofar mjög góðu og um að ræða áhugasama sjálfboðaliða frá 14 löndum. Í þessum hóp eru meðal

annars einstaklingar frá Hondúras og Spáni og skemmtilegt að fá spænskumælandi fólk inn í hópinn en

það hefur ekki sést í nokkurn tíma.

Page 11: Skýrsla stjórnar AUS starfsárið 2012-13

11

Erlendir sjálfboðaliðar hafa áfram fengið íslenskukennslu hjá Múltí Kúltí. Sú hugmynd kom þó upp á

starfsárinu að breyta fyrirkomulagi íslenskukennslunnar og kanna möguleika á að fá til liðs við okkur

íslenskunema sem væri tilbúinn að spreyta sig á kennslu. Þannig mætti mögulega lækka útgjöld en einnig

gæfi það sjálfboðaliðum kost á persónulegri kennslu þar sem hópurinn myndi aðeins samanstanda af

sjálfboðaliðum AUS. Ekki var mögulegt að koma þessari breytingu um kring fyrir sjálfboðaliðahópinn sem

kom til okkar síðastliðinn september en Marta hefur kannað möguleikann á að hýsa námskeiðið í Hinu

Húsinu og fengið jákvæð viðbrögð. Gjarnan mætti halda áfram að þróa þessa hugmynd á næsta starfsári.

Yfirvofandi eru breytingar á styrkjaáætlunum Evrópusambandsins hvað sjálfboðaliðastörf varðar. Youth

in Action áætlunin mun leggjast niður en Erasmus+ taka við. Vegna þessara breytinga og óvissu kringum

þær var ákveðið að ljúka við allar umsóknir fyrir EVS sjálfboðaliða fyrir næsta ár (komudagar í mars og

september) sem fyrst og hafa þær þegar verið kláraðar. Þetta er jákvætt enda mun þetta gefa skrifstofu

meira svigrúm til annarra starfa.

Skælbrosandi sjálfboðaliðar á Íslandi

5.1.1 Verkefni á Íslandi

Verkefnumi fyrir sjálfboðaliða á Íslandi hefur smátt og smátt verið að fjölga og nú í boði verkefni af

ýmsum toga. Til að mynda gaf verkefni hjá Kvikmyndaskóla Íslands svo góða raun í fyrra að þau hafa nú

tekið við öðrum sjálfboðaliða. Á Borgarnesi er nú komin reynsla á verkefni í félagsmiðstöðinni Óðal og

Mörk sem er dvalar- og hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðinu er einnig nýtt verkefni. Samstarf hófst

við Rauða Krossinn á síðasta ári og býður AUS nú upp á nokkur verkefni hjá þeim. Til viðbótar er einn

sjálfboðaliði nú hjá ABC barnahjálp í Reykjavík og einnig hafa bæst við grunn- og leikskólar meðal annars

á Egilsstöðum enda virðist það vera sívinsælt hjá sjálfboðaliðum að vinna með börnum. Það er

spennandi að hafa nú hafið samstarf við nokkur verkefni úti á landi og það er skemmtilegt að geta boðið

sjálfboðaliðunum okkar uppá að dvelja annarsstaðar en í höfuðborginni.

Page 12: Skýrsla stjórnar AUS starfsárið 2012-13

12

Verkefni sem áður voru virk en tóku ekki við sjálfboðaliða til sín þetta árið eru Samhjálp og HNLFÍ í

Hveragerði. Samhjálp reyndist heldur þungt verkefni og ekki hæfa ungum sjálfboðaliðum nógu vel en

HNLFÍ gekk því miður í gegnum miður skemmtilega reynslu þegar sjálfboðaliði tók uppá því að láta sig

hverfa. Slík mál hafa verið þó nokkuð milli tannanna á ICYE skrifstofum í Evrópusamstarfinu enda margir

með svipaða reynslu.

Eins og greint var frá hér að ofan var haldinn fræðslufundur fyrir tengiliði sjálfboðaliðanna í

verkefnunum síðasta vor. Telur AUS slíka fundi vera mikilvægan lið í að byggja upp enn betra og

persónulegra samband við samstarfsaðila okkar í verkefnum.

5.1.2 Húsnæðismál og fósturfjölskyldur

AUS hélt áfram leigu sinni á tveggja hæða íbúð við Barmahlíð þar sem flestir sjálfboðaliðanna dvelja.

Almenn ánægja er með húsnæðið enda ágætis íbúð og gott samband við leigusalann sem er allur af vilja

gerður. Ekki spillir staðsetningin fyrir og gaman fyrir sjálfboðaliða að vera nálægt miðbænum auk þess

sem það er hentugt að húsnæðið sé ekki of langt frá skrifstofunni.

Fjöldi fósturfjölskylda hélst stöðugur frá síðasta ári sem er mikið gleðiefni. Ávinningur þess að hafa

fósturfjölskyldur er mikill hvað fjármuni varðar og skilar sér líka í ánægju sjálfboðaliða. Í haust voru sex

sjálfboðaliðar búsettir hjá fósturfjölskyldum.

Stefanía og Magnús Örn í Gana og Bjarki og Svandís í Úganda

5.2 Sjálfboðaliðar erlendis

Talsverður straumur hefur verið af Íslendingum út með AUS. Eins og í fyrra eru það stuttu verkefnin sem

njóta mestra vinsælda en 19 einstaklingar fóru út í STePs verkefni á tímabilinu frá september í fyrra til

loka ágúst í ár. Hjá þessum hóp var Afríka lang vinsælasti áfangastaðurinn og eru greinilega margir hrifnir

af hugmyndinni um Tansaníu en þangað fóru alls 6 í styttri verkefni. Sjálfboðaliðastörf í hálft eða heilt ár

virðast þó sækja á en í Long Term fóru alls níu manns út með AUS á tímabilinu frá september í fyrra til

loka ágúst í ár. Þrír fóru út í heilt ár en sex í hálft ár. Úr þessum hópi fóru þrír til Nýja Sjálands en annars

voru lönd í Suður Ameríku vinsæl. Alls fóru 15 sjálfboðaliðar út í gegnum EVS áætlunina, þar af 11 í lengri

Page 13: Skýrsla stjórnar AUS starfsárið 2012-13

13

verkefni. Lettland, Serbía, Bosnía og Grikkland voru meðal landa sem heimsótt voru. Stjórn hefur fundið

fyrir miklum áhuga á starfi AUS hjá sjálfboðaliðum eftir heimkomu og er það stórkostlegt. Góð þátttaka

hefur verið á ráðstefnum og margir lýst áhuga á að starfa með AUS á einn eða annan hátt.

6 Félagslíf Stefnt var að öflugri félagslífsdagskrá veturinn 2012-13 líkt og í fyrra. Stefán meðstjórnandi hafði

yfirumsjón með dagskránni. Mánaðarleg kaffihúsakvöldið voru á sínum stað. Íslenski barinn (nú undir

nýju nafni) var þeirra helsta athvarf en einnig prófuðu skipuleggjendur sig áfram og var m.a. eitt kvöld

haldið á Kex hostel á jasskvöldi. Þar var mikil stemning. Sömuleiðis var einu sinni hist í

Stúdentakjallaranum.

Ásta var afar örlát á húsnæði sitt og hjá henni var haldið dýrindis jólaboð með hangikjöti og öllu

tilheyrandi. Þar var skipst á pökkum en AUS tókst einnig að safna í jólagjafir handa erlendu

sjálfboðaliðunum með framlögum frá Aríon banka og Nóa Síríus.

Sjálfboðaliðar gæða sér á hangikjöti í jólaboði AUS

Undanfarin ár hafa heimsóknir til forseta Íslands í janúar vakið mikla lukku meðal erlendu

sjálfboðaliðanna og vonuðust meðlimir stjórnar til þess að leikurinn gæti endurtekið sig í ár. Eitthvað

hefur dagskrá forsetans verið troðin þetta árið því heimsókn varð ekki komið við þrátt fyrir ítrekaðar

tilraunir. Stefnan er að byrja snemma að leggja drög að heimsókn í vetur.

Í febrúar hittust AUS félagar aftur hjá Ástu, nú á Þorrablóti. Ekki er hægt að segja að trogin hafi klárast en

margir voru þó mjög hugrakkir að prófa sig áfram í þorramatnum.

Dvöl á Íslandi verður ekki fullkomnuð nema með reynslu af Eurovision-æði Íslendinga. Ákveðið var að

hittast á Hressó og þar söfnuðust sjálfboðaliðar saman í maí og horfðu á dýrðina.

Page 14: Skýrsla stjórnar AUS starfsárið 2012-13

14

Sæmileg mæting hefur verið á félagslífsviðburði í ár en markmiðið er alltaf að virkja fleiri og hafa meira

gaman. Stundum hefur gengið erfiðlega að hrista erlendu sjálfboðaliðana og Íslendingana saman en það

getur stafað af ýmsu. Almennt hefur þó verið afar góð stemning á viðburðum.

Meira fé var varið í stærri ráðstefnur í ár eins og í fyrra sem þýddi að minna var til að dreifa á

félagslífsviðburði. Til dæmis var sumarferð aftur sleppt í ár. Að vísu voru uppi hugmyndir um hópferð á

Mýrarboltann á Ísafirði yfir Verslunarmannahelgi og væri vel hægt að hugsa sér það á næsta ári. Stóru

ráðstefnurnar virðast þó tvímælalaust vera að skila sér m.a. í auknum áhuga heimkominna Íslendinga á

starfsemi AUS og er það afar jákvætt.

7 Kynningar og markaðsmál Fljótlega eftir að ný stjórn tók til starfa í haust var farið í að endurmeta stöðu AUS hvað varðar

markaðsmál. Farið var í hugmyndavinnu með heimasíðu, bæklinga og einkennisorð og hefur starfsárið

einkennst að miklu leyti af vinnu í markaðsmálum.

Hvað varðar heimasíðuna var ákveðið að halda í myndina af „heimsandlitinu“ sem nú hefur orðið

einkennismynd AUS. Því miður hefur setið á hakanum að yfirfara texta heimasíðunnar en Heiða hefur

haft umsjón með öðrum litlum breytingum. Benni, sem fyrir nokkrum árum setti upp nýja heimasíðu

AUS var fenginn aftur til liðs við okkur og hefur smám saman lagfært og bætt við aðgerðum. Heiða hefur

sömuleiðis verið öflug í því að setja inn fréttir, sögur og tilkynningar bæði á heimasíðu og facebook síðu

AUS. Á facebook síðunni hefur hún unnið í að „promote-a“ ýmsa hluti s.s. myndir og afslætti í verkefni og

það hefur skila sér í fleiri „like-um“.

Ljóst var að brátt þyrfti að prenta nýtt holl af bæklingi AUS. Ákveðið var að nýta tækifærið og hanna

nýjan bækling. Sá gamli hefur þjónað sínu hlutverki vel en var jafnframt bráðabirgðaverk á sínum tíma

þegar honum var skellt upp í flýti. Almennur áhugi var á því að gera bæklinginn meira grípandi og

litríkari, m.a. með fleiri myndum af sjálfboðaliðum víðs vegar um heiminn. Til að aðstoða okkur við

verkið var haft samband við kunningja stjórnar sem nemur grafíska hönnun við LHÍ. Hann tók verkið að

sér og litu fyrstu drög dagsins ljós í júní. Unnið var áfram með þau drög, breytt og bætt en staðið hefur á

lokadrögum og þau ekki birst ennþá. Það er vonandi að skriður komist á þetta mál enda allir óþreyjufullir

að geta skartað nýjum bæklingi til dæmis á skólakynningum.

Page 15: Skýrsla stjórnar AUS starfsárið 2012-13

15

Ný einkennisorð AUS

Í tengslum við nýjan bækling voru höfuð lögð í bleyti um ný einkennisorð AUS. Á Aðalfundinum 2012

höfðu komið fram þau sjónarmið að AUS gæti undirstrikað sérstöðu sína meðal annara félaga og

fyrirtækja með því að leggja meiri áherslu á sjálfboðaliðastarfið og hugsjónina þar að baki í stað

menningarskipta og ævintýra. Þessi hugmynd hefur verið höfð bak við eyrað í ýmsu varðandi

markaðsmál á þessu starfsári og eru bæði stjórn og skrifstofa meðvituð um þessa sérstöðu AUS. Hvað

varðar einkennisorðin vék Þitt ævintýri á framandi slóðum sem prentað hafði verið á gamla bæklinginn

og plaggöt fyrir Gerðu eitthvað magnað sem þykir vera meira í takt við anda félagsins. Stjórnarmenn

hafa þegar tekið þessi einkennisorð uppá arma sína og Ásta meðstjórnandi leikið sér með það eins og sjá

má að ofan. Vel væri hægt að vinna áfram með það á nýjum plaggötum til dæmis.

Skólakynningar í framhaldsskólum héldu áfram þetta starfsárið og þykja enn okkar sterkasta

kynningartæki. Heiða tók sig til og útbjó nýjan glærupakka sem nú er notast við og hefur reynst vel.

Skólakynningar voru framan af þessu ári í höndum Ástu meðstjórnanda en í byrjun sumars var ákveðið

að færa umsjá þeirra inná skrifstofu m.a. þar sem Heiða á auðveldara með að sinna kynningum á

vinnutíma. Eins og sjá má í starfsáætlun stjórnar fyrir starfsárið 2013-14 er lagt til að stofna vinnuhóp

skipaðan hressum félagsmönnum sem verið gætu skrifstofu innan handar með þessar kynningar.

Page 16: Skýrsla stjórnar AUS starfsárið 2012-13

16

Blaðagreinar með sögum frá sjálfboðaliðum

Þó nokkur framleiðsla hefur verið á blaðagreinum á árinu. Hér að neðan má sjá lista yfir greinar tengdar

AUS á árinu.

Birtar greinar tengdar AUS starfsárið 2012-13

Hvar? Hver? Hvenær?

Monitor Innsýn í framandi menningarheim. Saga Sveins

Pálssonar í Kenía

29. nóvember 2012

Monitor Tilbreyting frá Hversdagsleikanum. Saga Írisar

Ásgeirsdóttur og Hörpu Reynisdóttur í Tanzaníu

6. desember 2012

Monitor Rússar elska mæjónes. Saga Sigríðar Hugljúfar

Blöndal í Rússlandi

3. janúar 2013

Framhaldsskólablaðið Sjálfboðaliðastarf-Ógleymanlegt ævintýri. Saga

Sigurðar Ernis Eyjólfssonar í Braselíu.

Janúar 2013

Morgunblaðið Fótboltaþjálfun frá Gróttu til Ghana. Saga

Magnúsar Ernis Helgasonar í Ghana.

8. apríl 2013

Bleikt.is Íslendingar láta got af sér leiða í Úganda 10. maí 2013

Morgunblaðið Póstkort frá Bógátá-Himinn og haf milli Maí 2013

Page 17: Skýrsla stjórnar AUS starfsárið 2012-13

17

Borgarhluta. Saga Kristínar Ágústsdóttur í Kólumbíu

Vikan Besta kaffið er í Bosníu. Saga Hrafnhildar Sifjar

Þórólfsdóttur í Bosníu

Maí 2013

Stúdentablaðið Ævintýri með AUS. Saga Ernu Hinriksdóttur í

Úganda

Júní 2013

Stúdentablaðið Ómar Lind Tryggvason um dvöl sína í Kosta Ríka Október 2013

Að lokum tók AUS þátt í nokkrum sameiginlegum kynningum. Þar má nefna Kynningardag í HR 31. janúar

sem Sigríður Hugljúf meðstjórnandi stóð vaktina á og Útþrá Hins Hússins 19. febrúar þar sem Gauti

gjaldkeri og Heiða Aníta mönnuðu bás AUS. Í tengslum við Útþrá bauðst tækifæri á að uppfæra texta

AUS inná vefsíðunni Áttavitinn sem er vefsíða með margvíslegum upplýsingum fyrir ungt fólk. Var það

gert og var mikil umferð um síðuna enda kosningavor og Kosningavitinn á sömu síðu.

Gauti á Útþrá og Snehin sjálfboðaliði og Sigríður Hugljúf í HR

Annar styrkur sem náðist í höfn hjá AUS á árinu var styrkur til að búa til kynningarmyndband um AUS.

Undirbúningsvinna er hafin fyrir þetta verkefni og vonandi að myndbandið líti dagsins ljós sem fyrst á

næsta starfsári.

8 Annað

8.1 Fjármál

Eins og í fyrra og eins og við er að búast hjá litlum félagasamtökum hafa fjármálin verið endurtekin

uppspretta umræðu. Í fyrra var stigið það hugrakka skref að afskrifa gamlar kröfur og var það liður í því

að vinna á gömlum draugum í bókhaldinu. Staðan hefur því verið heldur skýrari í ár og með afskriftum í

ársreikningi þessa árs er búið að rétta bókhaldið fyllilega af. AUS hlotnuðust þó nokkrir styrkir á árinu og

skipti þar vinnusemi Kristínar við styrkumsóknir sköpum. Styrkur úr Æskulýðssjóði fékkst fyrir

Page 18: Skýrsla stjórnar AUS starfsárið 2012-13

18

Haustráðstefnu AUS 2012 og veitti Æskulýðssjóður einnig styrk fyrir fjölmenningarhátíð AUS sem áætluð

er eftir áramót. Mikill fengur var að styrk að verðmæti 1.800.000kr sem AUS fékk frá

menntamálaráðuneytinu.

Eins og lesa má í síðustu starfsáætlun stjórnar fyrir starfsárið 2012-13 og nýrri starfsáætlun fyrir

starfsárið 2013-14 var það stefna fyrir árið að koma á fót varasjóði AUS. Það reyndist erfiðara en búist

var við og í stuttu máli gafst ekki kostur á því þetta árið. Stjórn og skrifstofa telja þetta ennþá mikilvægt

markmið en velja verður tímasetninguna vel og hér verður raunsæi í rekstri að ráða.

Landslagið hvað varðar fjárveitingar til félagasamtaka hefur talsvert breyst á árinu eins og lesa má um

hér neðar. AUS hefur lýst yfir áhyggjum sínum hvað þetta varðar og er vonandi að leiðir finnist til að

félagasamtök verði gert kleift að starfa áfram í óbreyttri mynd.

8.2 Félagaskrá

Eitt af markmiðum starfsársins var að klára Félagaskrá AUS. Hugmyndin um félagaskrá hefur verið í gangi

í þó nokkurn tíma. Í fyrra var ákveðið að gera átak í þessum málum enda sást þá að lítið vantaði uppá.

Marta formaður og Sigrún ritari hittu Tómas Árni Jónasson sem unnið hefur að uppsetningu

gagnagrunnsins, á fundi í maí þar sem lögð voru drög að því að klára verkið. Markmiðið var að ganga

þannig frá félagaskránni að hún innihéldi bæði skrá yfir alla félagsmenn AUS en væri einnig handhæg

gagnaskrá fyrir skrifstofu til að halda utan um gögn sjálfboðaliða sem væru úti og nýkomnir heim.

Markmiðin voru því heldur metnaðarfull sem gert hefur það að verkum að vinna er enn í gangi.

8.3 LÆF og Æskulýðsráð

AUS hefur haft meira af æskulýðsmálum að segja í ár en mörg undanfarin ár. Marta formaður sat í

fulltrúaráði LÆF (Landssamband Æskulýðsfélaga) en Ásta tók við af henni þegar Marta ákvað á aðalfundi

LÆF síðasta vor að bjóða sig fram til stjórnarsetu í LÆF. Hún gegnir nú stöðu gjaldkera þar. Mikilvægt er

fyrir AUS að hafa rödd inni í LÆF og geta haft þar áhrif.

Ásta Björg meðstjórnandi gaf kost á sér í Æskulýðsráð síðasta vetur og var skipuð til setu þar.

Æskulýðsráð starfar undir menntamálaráðuneytinu og sinnir ýmsum verkefnum. Ásta Björg mun sitja í

ráðinu til næstu tveggja ára og þykir AUS mikill fengur í því að hafa tengingu inn í ráðið gengum

manneskju sem reyndist hafa mikla reynslu af æskulýðsmálum.

8.4 Stefna stjórnvalda

Ýmislegt hefur gengið á í málefnum sem varða AUS á stjórnmálasviðinu. Ber þar kannski fyrst að nefna

breytingar á Æskulýðssjóði en lokað hefur verið á umsóknir um rekstrarstyrki þar. Þetta kemur sér afar

illa fyrir lítil félagasamtök eins og AUS. Framkvæmdastjóri og formaður reyndu eftir bestu getu að koma

sjónarmiðum AUS á framfæri við undirbúning fjárlaganna. Send voru bréf og hringt til allsherjar-,

fjárlaga- og menntamálanefndar. Engar breytingar voru gerðar þó margir væru viljir að hjálpa en þessi

vinna skilaði þó því að meiri vitneskja er nú til staðar í kerfinu um AUS. Eftir langt stapp fengu

framkvæmdastjóri, formaður og gjaldkeri AUS fund með aðstoðarmanni menntamálaráðherra í byrjun

apríl. Lýstu þau þar áhyggjum sínum af fjárhagsstöðu félagasamtaka. Lítið kom út úr þeim fundi enda

virtist ráðuneytið vera að halda að sér höndum í flestum málum. Aðstoðarmaður ráðherra benti AUS þó

Page 19: Skýrsla stjórnar AUS starfsárið 2012-13

19

á að sækja um þjónustusamning en Ríkisendurskoðun hefur einmitt mælt með slíkum samningi við

æskulýðsfélög. Umsóknin er nú í vinnslu hjá AUS.

Nýtt frumvarp um útlendingalög var sett fram á síðasta Alþingi. AUS sendi inn álit sitt á frumvarpinu og

gerði athugasemd um flokkun dvalarleyfa. Samkvæmt flokkuninni hefðu dvalarleyfi AUS tilheyrt flokki

dvalarleyfa á grundvelli atvinnuþátttöku. Þar sem sjálfboðaliðastarf með AUS er ekki metið sem atvinna

bað félagið um að dvalarleyfi AUS falli undir dvalarleyfi vegna mennta- og menningarskipta. Því miður

dagaði frumvarpið upp á þingi.

Æskulýðsráð vann á síðasta ári að æskulýðsstefnu sem birt var í desember 2012. AUS sendi inn sína

umsögn á því plaggi.

Marta skrifaði bréf til Jóns Gnarr, borgarstjóra, með beiðni um samstarf við borgina eða styrk til þess að

lækka húsaleigu og strætógjöld fyrir sjálfboðaliða. Því miður barst neitun frá borginni. Nú 1. október

síðastliðinn sendi AUS inn tvær umsóknir um styrki til Reykjavíkurborgar, annars vegar fyrir

leiðtogaþjálfun á heimkomuráðstefnu og þjálfun erlendra sjálfboðaliða. Reynt hefur verið að fá

upplýsinar um styrkjakerfi borgarinnar en lítið fengist.