smáa letrið¡aletriðaa.pdf · 5 af þeirri grundvallarreglu fjármunaréttar að samninga beri...

30
Lokaverkefni til BA - prófs í Lögfræði Smáa letrið Áhrif þess að ákvæði í stöðluðum samningsskilmálum eru talin vera óvænt eða íþyngjandi fyrir annan samningsaðila Haukur Már Tómasson Leiðbeinandi: Sigurður Guðmundsson Apríl 2017

Upload: others

Post on 12-Jul-2020

0 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Smáa letrið¡aLetriðAA.pdf · 5 Af þeirri grundvallarreglu fjármunaréttar að samninga beri að halda („Pacta sunt servanda“) ásamt áðurnefndri reglu um samningsfrelsi

Lokaverkefni til BA - prófs í Lögfræði

Smáa letrið

Áhrif þess að ákvæði í stöðluðum samningsskilmálum eru talin vera

óvænt eða íþyngjandi fyrir annan samningsaðila

Haukur Már Tómasson

Leiðbeinandi: Sigurður Guðmundsson

Apríl 2017

Page 2: Smáa letrið¡aLetriðAA.pdf · 5 Af þeirri grundvallarreglu fjármunaréttar að samninga beri að halda („Pacta sunt servanda“) ásamt áðurnefndri reglu um samningsfrelsi

1

EFNISYFIRLIT

1 Inngangur ............................................................................................................................... 2

2 Staðlaðir samningsskilmálar .................................................................................................. 3

2.1 Almenn atriði ................................................................................................................. 3

2.2 Hvernig staðlaðir samningsskilmálar verða hluti af samningi ...................................... 5

2.2.1 Almennt ................................................................................................................ 5

2.2.2 Kröfur til vitneskju viðsemjanda þegar ákvæði er talið óvænt eða íþyngjandi .... 6

2.2.3 Rafræn viðskipti ................................................................................................. 10

2.3 Túlkun staðlaðra samningsskilmála ............................................................................ 11

3 Upplýsingaskylda ................................................................................................................. 13

3.1 Almenn atriði ............................................................................................................... 13

3.2 Sérstakar kröfur á sviði vátrygginga ........................................................................... 14

3.3 Sérstakar kröfur á sviði neytendalána ......................................................................... 16

3.4 Afleiðing vanrækslu á upplýsingaskyldu .................................................................... 17

4 Réttaráhrif ............................................................................................................................. 18

4.1 Almenn atriði ............................................................................................................... 18

4.2 36. gr. samningalaga .................................................................................................... 19

4.2.1 Almennt um 36. gr. samningalaga ...................................................................... 19

4.2.2 Mælikvarði 36. gr. samningalaga ....................................................................... 20

4.2.3 Samningar sem eru andstæðir ófrávíkjanlegum réttarreglum ............................ 23

4.2.4 Samningar þar sem vanefndaheimildir eru takmarkaðar eða auknar með þeim

hætti, að ósanngjarnt verður að teljast ................................................................ 24

5 Niðurstöður .......................................................................................................................... 26

Heimildaskrá ........................................................................................................................... 27

Dómaskrá ................................................................................................................................ 29

Page 3: Smáa letrið¡aLetriðAA.pdf · 5 Af þeirri grundvallarreglu fjármunaréttar að samninga beri að halda („Pacta sunt servanda“) ásamt áðurnefndri reglu um samningsfrelsi

2

1 Inngangur

Í dag hefur aldrei verið jafn auðvelt að stunda viðskipti. Venjulegur einstaklingur getur keypt

og fengið söluhlut frá öllum hornum heimsins á innan við viku. Þessi þróun hefur haft í för með

sér upptöku nýrra aðferða við samningsgerð. Vegna mikillar samkeppni hafa seljendur

einfaldað kaup á þann hátt að ekki sé þörf fyrir raunverulega samningsgerð. Upplýsingar um

kosti og gæði söluhlutar eru nú veittar viðskiptavinum á hnitmiðaðri og jákvæðari hátt. Með

slíkum upplýsingum reyna seljendur að vekja óraunhæfar hugmyndir hjá væntanlegum

kaupendum á meðan þeir veita samhliða raunhæfari upplýsingar í smáu letri. Oft er þetta smáa

letur mjög óaðgengilegt fyrir kaupendur, hvort þá að það sé sett fram á illskiljanlegan hátt eða

óbeint dulið kaupanda.1

Í daglegu tali er smáa letrið ekki notað bókstaflega heldur er venjulega frekar átt við um

staðlaða samningsskilmála sem innihalda einhvers konar lagaleg atriði eða takmarkanir. Notkun

smáa leturs eða staðlaðra samningsskilmála hefur þær afleiðingar að viðsemjendur eru oftar en

ekki með takmarkaða vitneskju um efni og áhrif samnings, enda er það vitað að hinn almenni

viðskiptavinur les sjaldnast smáa letrið nægilega vel áður en hann samþykkir samning. Það væri

því auðvelt fyrir þann aðila, sem heldur sterkari stöðu við samningsgerðina, að beita þeirri

mismunun, til að knýja fram skilmála sem innihalda íþyngjandi eða óvænt ákvæði og eru

einkum honum til hagsbóta en ekki viðsemjanda.2 Við þær aðstæður koma ákveðnar varnir til

skoðunar.

Þrátt fyrir að ákveðin hætta fylgi ávallt notkun staðlaðra samningsskilmála verður að telja

þessa aðferð við samningsgerð leyfilega á grundvelli reglunnar um samningsfrelsi.3 Af reglunni

má þó leiða ákveðna vörn gegn misbeitingu samningsfrelsisins. Felst hún í því að staðlaðir

samningsskilmálar eru almennt ekki bindandi nema viðsemjendur vilja sjálfir gangast undir efni

þeirra. Slíkar varnir, sem ætlað er að sporna gegn þeim ókostum sem notkun staðlaðra

samningsskilmála hefur í för með sér, má finna víðsvegar í íslenskum rétti.4 Þannig getur

ákvæði í stöðluðum samningsskilmálum sem er talið vera óvænt eða íþyngjandi, haft í för með

sér ákveðin áhrif til hagsbóta fyrir þann samningsaðila sem samdi þá ekki. Til að komast að því

hver þau áhrif eru nákvæmlega er þörf á meiri innsýn á þessu sviði.

1 Friedrich Kessler: „Contracts of adhesion: some thoughts about freedom of contract“, bls. 631; Páll Sigurðsson:

Samningaréttur, bls. 153; Elena D‘Agostino: Contracts of adhesion between law and economics, bls. 2. 2 Páll Sigurðsson: Samningaréttur, bls. 153; Elena D‘Agostino: Contracts of adhesion between law and

economics, bls. 2; Ása Ólafsdóttir og Eiríkur Jónsson: Neytendaréttur, bls. 63. 3 Ása Ólafsdóttir og Eiríkur Jónsson: Neytendaréttur, bls. 63; Nánari umfjöllun um samningsfrelsi, sjá Páll

Sigurðsson: Samningaréttur, bls. 25-27. 4 Viðar Már Matthíasson: „Nýjungar í norrænum samningarétti“, bls. 56-58; Páll Sigurðsson: Samningaréttur, bls.

152-153.

Page 4: Smáa letrið¡aLetriðAA.pdf · 5 Af þeirri grundvallarreglu fjármunaréttar að samninga beri að halda („Pacta sunt servanda“) ásamt áðurnefndri reglu um samningsfrelsi

3

2 Staðlaðir samningsskilmálar

2.1 Almenn atriði

Til að finna út hvaða áhrif það hefur, að ákvæði í stöðluðum samningsskilmálum er talið óvænt

eða íþyngjandi, þarf að liggja fyrir hvaða úrræði eða varnir séu til staðar, sem ætlað er það

hlutverk, að takmarka þá ókosti sem notkun staðlaðra samningsskilmála hefur í för með sér, og

hvernig slíkum úrræðum er beitt. Með stöðluðum samningsskilmálum er átt við samnings-

skilmála, sem ekki hefur verið samið um sérstaklega enda séu samningarnir liður í starfsemi

annars aðilans, atvinnurekanda, en í meginatriðum ekki liður í starfsemi hins aðilans, neytanda,

skv. 36. gr. a samningalaga nr. 7/1936.5 Í dag mætti segja að hinn hefðbundni samningur sé að

einhverju marki staðlaður. Það er algengt fyrir atvinnuveitanda að notast við sömu stöðluðu

samningsskilmálana við gerð fleiri en eins samnings um sams konar efni. Hafa þá samningar

hans að geyma skilmálana, að heild eða hluta, eða tilvísun til þeirra.6

Vissulega eru ákveðnir kostir sem fylgja notkun staðlaðra samningsskilmála ellegar væri

notkun þeirra takmörkuð. Eins og réttilega hefur verið bent á, lesa viðsemjendur almennt ekki

alla skilmála sem þeir eru óbeint að samþykkja. Í nútímasamfélagi telur fólk sér trú, að slíkt sé

mikil tímaeyðsla.7 Við notkun staðlaðra samningsskilmála í viðskiptum fylgir því bersýnilega

mikill tímasparnaður sem hraði viðskiptalífs nútímans krefst í reynd. Það væri til að mynda

talið absúrd að í hvert skipti sem einstaklingur fengi aðstoð hjá gjaldkera í banka þyrfti hann að

semja sérstaklega um þjónustugjaldið. Myndi slíkt einfaldlega hindra starfsemi bankans enda

er þörf á skjótvirkum aðferðum við slíkar aðstæður. Þá má einnig benda á að skilmálar bankans

gilda um alla viðskiptavini hans. Almennt hefur það í för með sér að allir viðskiptavinir eru

settir í sama bát. Þannig má segja að þeir njóti jafnrar aðstöðu við aðra viðskiptavini. Þá eru

skilmálar banka og stórfyrirtækja oftast samdir af mörgum sérfræðingum. Er þá vandaðri

samningsgerð afurðin ásamt þeirri staðáttu að það kann að reynast viðskiptavinum auðveldara

að átta sig á réttastöðu sinni, vegna þess hversu ítarlegir þeir eru, þ.e. ef þeir gefa sér tíma til að

lesa þá. Mætti því segja að notkun staðlaðra samningsskilmál leiði af sér nokkurs konar

réttaröryggi fyrir viðskiptavini.8 Kostir eins og þessir eru líklega helstu ástæður þess að notkun

þeirra fer sífellt vaxandi. Eru þeir nú notaðir á flestum sviðum sem tengjast daglegu lífi

5

Hér eftir verður skammstöfunin smnl. notuð þegar vitnað er til samningalaga, nr. 7/1936. Þegar annar

samningsaðila semur einn skilmála án samráðs viðsemjanda er almennt sagt að skilmálarnir séu samdir einhliða.

Með neytanda er almennt átt við einstakling, sem kaupir söluhlut utan atvinnustarfsemi sinnar, sjá t.d. Þorgeir

Örlygsson, Benedikt Bogason og Eyvindur G. Gunnarsson: Kröfuréttur I. Efndir kröfu, bls. 62. 6 Páll Sigurðsson: Samningaréttur, bls. 142; Matthías G. Pálsson: „Samningalögin sjötug: standast þau tímans

tönn?“, bls. 88; Friedrich Kessler: „Contracts of adhesion: some thoughts about freedom of contract“, bls. 631. 7 Jón Magnússon: Handbók neytenda, bls. 14-15. 8 Páll Sigurðsson: Samningaréttur, bls. 152.

Page 5: Smáa letrið¡aLetriðAA.pdf · 5 Af þeirri grundvallarreglu fjármunaréttar að samninga beri að halda („Pacta sunt servanda“) ásamt áðurnefndri reglu um samningsfrelsi

4

einstaklinga, til dæmis flutningastarfsemi, vátryggingastarfsemi, fjárkaup og lánveitingar. Með

aukinni notkun bætast stöðugt við ný notkunarsvið og ný álitamál í kjölfarið. Má hér nefna

notkun rafræna staðlaðra samningsskilmála sem er nú orðin tíðari.9 Verður í næstu köflum reynt

að fjalla ítarlega um nokkur þeirra notkunarsviða.

Þó notkun staðlaðra samningsskilmála kann að byggjast á mörgum kostum má ekki gleyma

að henni fylgja einnig ókostir. Það er til dæmis einkennandi á sviði staðlaðra samningsskilmála

að sá aðili sem heldur sterkari stöðu við samningsgerð, neiti treglega að víkja frá ákvæðum í

skilmálum sínum fyrir einstaklingsbundin umsamin samningsákvæði. Hefur þá viðsemjandi

almennt einungis val um að samþykkja þá alla óbreytta eða sleppa því að gera umræddan

samning („Take it or leave it“).10 Mætti því segja að notkun staðlaðra samningsskilmála sem

samdir eru einhliða af öðrum samningsaðilanna takmarki samningsfrelsið, enda nýtur annar

samningsaðilanna sjaldan frjálsræði um hvert efni samnings sé. Við samningsgerð í slíkum

tilvikum, er viðsemjanda iðulega vankunnugt um efni þeirra staðlaðra samningsskilmála sem

hann gengst undir.11 Til skýringar um þessa aðstöðu má benda á færslugjöld debetkorta hjá

bönkum. Þegar viðskiptavinur sækir um debetkort semur hann hvorki sérstaklega við bankann

um gjaldið, né er honum tilkynnt sérstaklega um það að bankinn muni taka gjald fyrir hverja

færslu. Á vefsíðu bankanna má þó finna rafræna skilmála sem mæla fyrir um að korthafi greiði

tiltekin færslugjöld samkvæmt verðskrá bankans. Það gefur augaleið að þetta gæti verið villandi

fyrir hinn almenna borgara enda mætti segja að hér séu skilmálarnir ekki beint nægilega

aðgengilegir. Við virkjun korts og þar með staðfestingu skilmála bankans, er viðskiptavinum

því almennt ókunnugt um nákvæmt efni þess samnings sem þeir hafa samþykkt.12 Við þessar

aðstæður, þegar viðsemjandi hefur ekki beina vitneskju, er hann oft að samþykkja illa samda

eða óskiljanlega skilmála. Slíkir skilmálar hafa iðulega að geyma ákvæði sem dómstólar myndu

dæma ógild. Þá er í þessum tilvikum ávallt fyrir hendi sú hætta að aðili sem einhliða samdi

skilmálana og nýtur betri aðstöðu við samningsgerð misnoti hana til að ná fram kjörum, með

því að setja óvænt eða íþyngjandi ákvæði inn í skilmála sína, sem gera samninginn óeðlilega

hagstæðum fyrir hann.13

9 Páll Sigurðsson: Samningaréttur, bls. 146-151; Elena D‘Agostino: Contracts of adhesion between law and

economics, bls. 2-3; Friedrich Kessler: „Contracts of adhesion: some thoughts about freedom of contract“, bls.

631-632. 10 Elena D‘Agostino: Contracts of adhesion between law and economics, bls. 2-3; Enda þótt viðsemjandi sætti sig

ekki við skilmála og ákveður að leita annað er líklegt að hann fái sömu eða svipaða skilmála hjá næsta fyrirtæki.

Á sviðum eins og í vátryggingarétt notast vátryggingafélög til dæmis við keimlíka skilmála, sjá Viðar Lúðvíksson:

„Ábyrgðartakmarkanir í skilmálum vátrygginga og ófrávíkjanlegar reglur laga nr. 20/1954 um

vátryggingarsamninga“, bls. 52. 11 Ulf Bernitz: Standardavtalsrätt, bls. 12-13; Ása Ólafsdóttir og Eiríkur Jónsson: Neytendaréttur, bls. 63. 12 Vefsíða Íslandsbanka, http://www.islandsbanki.is. 13 Páll Sigurðsson: Samningaréttur, bls. 152-153; Ása Ólafsdóttir og Eiríkur Jónsson: Neytendaréttur, bls. 63.

Page 6: Smáa letrið¡aLetriðAA.pdf · 5 Af þeirri grundvallarreglu fjármunaréttar að samninga beri að halda („Pacta sunt servanda“) ásamt áðurnefndri reglu um samningsfrelsi

5

Af þeirri grundvallarreglu fjármunaréttar að samninga beri að halda („Pacta sunt

servanda“) ásamt áðurnefndri reglu um samningsfrelsi leiðir að samningsaðili verði að standa

við samningsskyldur sínar, þó þær megi telja íþyngjandi eða óvæntar í hans garð, ef þær eru

hluti af samningi samningsaðila. Er þá auðvitað við það miðað að jafnræði ríkir milli

samningsaðila við samningsgerðina. Þegar aðstæður eru þó ekki slíkar og hætta ríkir á að

samningsfrelsinu sé misfarið, eins og svo oft er við notkun staðlaðra samningsskilmála, gæti

verið unnt að víkja frá þessum meginreglum til hagsbóta fyrir þann samningsaðila sem ekki

samdi skilmálana.14 Víða í löggjöfinni er reynt að hamla slíka misbeitingu. Á meðal þeirra

helstu úrræða sem gætu dregið úr þessum ókostum er það aðhald dómstóla sem þeir beita með

túlkunaraðferðum. Þannig hafa fræðiskoðanir og réttarframkvæmd mótað ákveðnar reglur um

túlkun óvæntra og íþyngjandi ákvæða í stöðluðum samningsskilmálum sem geta hamlað

misbeitingu samningsfrelsis. Á sama hátt hafa dómstólar gert ríkari kröfu til raunverulegs

samþykkis þess samningsaðila sem ekki samdi skilmála, þegar þeir eru taldir innihalda óvænt

eða íþyngjandi ákvæði, svo þeir verða taldir hluti af samningi samningsaðila. Við þessar

aðstæður kemur þó oftast til álita þær almennu ógildingarreglur III. kafla samningalaga. Má þar

helst nefna 36. gr. og 36. gr. a-d smnl.15 Auðvitað fælist besta úrræðið í því að viðsemjendur

kynntu sér vandlega efni skilmála áður en þeir veittu samþykki fyrir þeim enda eru þeir að

samþykkja allt sem kemur fram í samningnum, líka smáa letrið, óháð því hvort þeir lásu það

eða ekki.16 Þar sem við erum aðeins mennsk er raunin önnur. Slíkt úrræði er ekki tækt vegna

þess að við viljum þá kosti sem notkun staðlaðra samningsskilmála hefur í för með sér, til dæmis

hraðari samningsgerð, og sitjum því eftir með þá stórkostlegu ókosti sem þessari notkun getur

fylgt, líkt og upplýsingaskort um efni samnings. Er því mikilvægt að önnur úrræði séu okkur

tæk til að draga úr þessum ókostum.

2.2 Hvernig staðlaðir samningsskilmálar verða hluti af samningi

2.2.1 Almennt

Ákveðin vörn felst í reglunni um samningsfrelsi. Þannig verður viðsemjandi að hafa samþykkt

skilmálana, á einn eða annan hátt, svo þeir teljist hluti af samningi samningsaðila. Skilmálarnir

þurfa því að leiða af þeim samningi sem samningsaðilar samþykkja eða telst binda þá á

sambærilegan hátt.17

14 Alþt. 1985-86, A deild, bls. 2149-2150. 15 Páll Sigurðsson: Samningaréttur, bls. 162-163; Alþt. 1985-86, A deild, bls. 2150, 2155-2160. 16 Jón Magnússon: Handbók neytenda, bls. 15. 17 Páll Sigurðsson: Samningaréttur, bls. 153; Um samningsfrelsið í þessu samhengi, sjá Páll Sigurðsson:

Samningaréttur, bls. 25-27; Ása Ólafsdóttir og Eiríkur Jónsson: Neytendaréttur, bls. 63-64.

Page 7: Smáa letrið¡aLetriðAA.pdf · 5 Af þeirri grundvallarreglu fjármunaréttar að samninga beri að halda („Pacta sunt servanda“) ásamt áðurnefndri reglu um samningsfrelsi

6

Oft byggja fyrirtæki á því að skilmálar þeirra séu bindandi gagnvart öllum viðskiptavinum

þeirra, óháð því hvort þeim var efni þeirra kunnugt eða ekki. Verður því að árétta að vitneskja

samningsaðila skiptir máli við mat á því hvort skilmálar teljast hluti af samningi þó mismiklar

kröfur eru gerðar eftir efni skilmálana og hvernig þeir urðu hluti af samningi. Við matið er

þannig annars vegar, horft til þess hvernig umræddir skilmálar, eða tiltekin ákvæði þeirra, urðu

eða áttu að verða hluti af samningi hverju sinni. Hins vegar hvaða kröfur eru gerðar til vitneskju

viðsemjanda í því tilviki en hana má leiða af efni skilmálanna, notkunarsviði, stöðu samnings-

aðila og viðskiptasögu þeirra. Hvernig staðlaðir samningsskilmálar verða hluti af samningi

mætti skipta í þrennt en um það verður fjallað í næsta kafla.18

2.2.2 Kröfur til vitneskju viðsemjanda þegar ákvæði er talið óvænt eða íþyngjandi

Það að ákvæði í skilmálum sem leiðir af samningi, er talið óvænt eða íþyngjandi hefur ákveðin

áhrif á þær kröfur sem gerðar eru til vitneskju viðsemjanda. Með óvæntum ákvæðum er átt við

ákvæði sem vegna fátíðu eða annarra ástæðna, talið óvænt á viðkomandi notkunarsviði. Um

fyrra tilvikið er að ræða ef það hefur til dæmis verið settar auka skyldur á viðsemjanda sem

ellegar ættu að falla á seljanda, enda er ekki venja fyrir slíku á viðkomandi notkunarsviði. Um

seinna tilvikið mætti nefna þau tilvik, þegar sá sem einhliða samdi staðlaða samningsskilmála

læðir inn í þá eða óbeint felur fyrir viðsemjanda ákvæði. Á þetta getur sérstaklega reynt ef notað

er smátt letur eða þegar sérstök tilvísun til skilmála eða skilmálana sjálfa, er að finna á pappírum

eða stað, þar sem ekki er venja fyrir því að slíkir skilmálar eða tilvísanir séu.19 Voru aðstæður

á þann hátt í úrskurð umboðsmanns neytenda í Danmörku FOB 1979-1980, bls. 31-33 þar sem

allir staðlaðir skilmálar fyrirtækis voru í þríriti og þannig úr garði gerðir að þegar ritað var á

fremsta blað samnings afritaðist undirskrift viðskiptavinar á öll blöðin. Á aftasta blaðinu var

svo óvæntur skilmáli sem ekki kom fram á þeim fremri og fól í sér heimild til að taka út

mánaðarlegar greiðslur af bankareikningi viðsemjanda. Mörkin milli þessa óvæntra tilvika eru

óljós. Ber því að nefna öll slík ákvæði óvænt. Með íþyngjandi ákvæði er í þessu samhengi átt

við ákvæði í einhliða stöðluðum samningsskilmálum sem gerir réttastöðu viðsemjanda mun

lakari en vera myndi samkvæmt almennum reglum, til dæmis ýmiskonar undanþágu- eða

gjaldfellingarákvæði.20 Eins og áður segir verða staðlaðir samningsskilmálar hluti af samningi

samningsaðila á þrjá vegu. Verður í eftirfarandi umfjöllun gert gein fyrir þeim með tilliti til

þeirra krafna sem gerðar eru til vitneskju viðsemjanda.

18 Páll Sigurðsson: Samningaréttur, bls. 153-157. 19 Ulf Bernitz: Standardavtalsrätt, bls. 32. 20 Ulf Bernitz: Standardavtalsrätt, bls. 32; Páll Sigurðsson: Samningaréttur, bls. 156, 160-161.

Page 8: Smáa letrið¡aLetriðAA.pdf · 5 Af þeirri grundvallarreglu fjármunaréttar að samninga beri að halda („Pacta sunt servanda“) ásamt áðurnefndri reglu um samningsfrelsi

7

Í fyrsta lagi má nefna þau tilvik þegar skilmálarnir eru sérstaklega ritaðir á skjal sem

viðsemjandi undirritar við samningsgerðina. Í þeim tilvikum má almennt gera þá kröfu til

viðsemjanda að hann lesi efni þess skjals sem hann veitir undirskrift sína. Á þetta einnig við

þegar hinir stöðluðu samningsskilmálar hafa verið heftaðir við sjálft samningsskjalið. Í þessum

tilvikum skiptir því ekki máli hvort viðsemjandi las samninginn eða ekki, enda verður hann

almennt talinn bundinn þeim.21 Ef skilmálar innihalda óvænt eða íþyngjandi ákvæði, gæti

niðurstaðan þó verið önnur. Í slíkum tilvikum er almennt talið að viðsemjandi verði ekki

bundinn við annað en hann vissi eða mátti vita af við samningsgerð. Gæti því þurft að koma

slíkum skilmálum fyrir á áberandi hátt, til dæmis með feitletrun, eða upplýsa viðsemjanda á

annan hátt um tilvist þeirra.22 Um þessa upplýsingaskyldu verður fjallað í kafla þrjú.

Í öðru lagi má nefna þau tilvik þegar vísað er til staðlaðra skilmála skriflega í samningi eða

munnlega, fyrir eða við samningsgerð, án þess þó að þeir séu ritaðir sérstaklega í samninginn

sjálfan, heldur er þá að finna á öðrum stað, til dæmis hangandi upp á vegg í afgreiðslu þess

fyrirtækis sem gerði umræddan samning eða á skjölum sem tengjast samningsgerðinni. Í

þessum aðstæðum mætti segja að skilmálar séu hluti af samningi ef viðsemjandi er grandsamur

um tilvist þeirra og sættir sig við það. Ef samningur er þannig gerður á þennan hátt og

viðsemjanda er kunnugt um að tilteknir skilmálar gilda, verður hann almennt talinn við þá

bundinn þótt hann kynnti sér ekki efni þeirra, enda yrði þá talið að hann hafi sætt sig við það.

Ef þeir eru óvæntir, þ.e. ef skilmálarnir koma fram á óvenjulegum stað eða tilvísun til þeirra

berst viðsemjanda ekki á fullnægjandi hátt, þá kann hann að teljast óbundinn þeim. Einnig eru

meiri kröfur gerðar til vitneskju viðsemjanda þegar ákvæði er talið verulega íþyngjandi.23 Með

eftirfarandi dómum má útskýrt þetta nánar.

Hrd. 1941, bls. 182: Framflytjandi var ekki talinn hafa leyst sig undan ábyrgð á spjöllum á bifreið

vegna þess að fylgibréf, sem innihélt skírskotun til fyrirvara í farmskírteini, var ekki fengið

farmsamningshafa í hendur.

Hrd. 1961, bls. 720: Vörur skemmdust í flutningi. Flutningsaðilinn taldi sig ekki bera ábyrgð með

vísan til farmskírteinis og ábyrgðarfyrirvara í fylgibréfi, sem innihélt einnig skírskotun til

fyrirvara í farmskírteininu. Eigandi varningsins taldi sig ekki bundinn af ákvæðum í

farmskírteininu þar sem það hafði ekki verið gefið út. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að

það væri á svo áberandi hátt bent, í fylgibréfunum, að áfrýjandi undanskildi sig tjóni, að

eigandinn, sem hafði verið viðskiptavinur flutningsaðilans um langan tíma, væri bundinn við þann

fyrirvara, sem ekki var talinn óeðlilegur.

21 Páll Sigurðsson: Samningaréttur, bls. 153-154. 22 Páll Sigurðsson: Samningaréttur, bls. 156; Henry Ussing: Aftaler på formuerettens område, bls. 185. 23 Páll Sigurðsson: Samningaréttur, bls. 154, 160; Arnljótur Björnsson: „Ný lög um samninga um vöruflutninga á

landi“, bls. 22.

Page 9: Smáa letrið¡aLetriðAA.pdf · 5 Af þeirri grundvallarreglu fjármunaréttar að samninga beri að halda („Pacta sunt servanda“) ásamt áðurnefndri reglu um samningsfrelsi

8

Hrd. 1975, bls. 1011: Einstaklingurinn G, krafði E um bætur vegna tjóns sem hann varð fyrir er

öll búslóð hans brann í vörugeymslu E. E neitaði að bæta tjónið og vísaði því til staðfestingar til

skilmála í farmskírteini sem undanþáði þá bótaábyrgð. Hæstiréttur taldi G eiga rétt á bótum á

grundvelli þess að G hefði ekki verið kunnugt um umrædda skilmála, þar sem hvorki hann né

nokkur á hans vegum hafi fengið þá í hendur, né heldur hafi G mátt vera kunnugt um undanþáguna

af öðrum ástæðum. Gat E því ekki borið fyrir sig ákvæði í skilmálunum sem gengu lengra að

leysa það undan ábyrgð en almennt leiddi af reglum.

Eru málsatvik í þeim tveim fyrri dómum nokkuð svipuð. Sá sem einhliða samdi umdeilda

staðlaða samningsskilmála afhenti fylgibréf, þ.e. nokkurs konar kvittun. Í þeirri kvittun er

tilvísun til skilmála í farmskírteini sem veitti flutningsaðilanum undanþágu frá bótaábyrgð þess

tjóns sem varð í málunum. Eins og áður segir verður almennt að ganga út frá því að viðsemjandi

sem ekki kom að samningu skilmála, sé ekki bundinn við óvænt ákvæði í skilmálum sem gera

stöðu hans verulega lakari en leiðir af almennum reglum, nema hann hafi verið kunnugt um þá

skilmála eða þau ákvæði sem talin eru verulega íþyngjandi, verið kynnt honum.24 Í fyrra málinu

var viðsemjanda ekki veitt fylgibréfið sem innihélt tilvísun til skilmálanna, en í þeim var

undanþága sem veitti viðsemjanda lakari stöðu en almennt leiddi af almennum reglum, þar með

barst tilvísunin ekki með nægilega skýrum hætti. Í seinna málinu var viðsemjanda gefið

fylgibréfið en ekki farmskírteinið. Skilmálarnir voru því að einhverju marki óvæntir þar sem

viðsemjandi gat ekki kynnt sér efni þeirra, þó hann vissi að þeir giltu. Hæstiréttur taldi þó að í

fylgibréfinu sjálfu hafi verið, á mjög áberandi hátt, bent á það að flutningsaðili undanskildi sig

tjóni. Því barst tilvísunin með nægilega skýrum hætti og þar með átti viðsemjandi að vera

grandsamur um tilvist þeirrar undanþágu. Þess til staðfestingar bendir Hæstiréttur á

viðskiptasögu þeirra.

Svipuð málsatvik voru í Hrd. 1969, bls. 820 sem tengdist bruna í vörugeymslu

flutningsaðila en þar var byggt á sömu forsendum og var gert í Hrd. 1961, bls. 720 auk þess að

Hæstiréttur taldi slíkan fyrirvara ekki vera óeðlilegan. Með því var Hæstiréttur að slá því föstu

að tilvísunin var ekki óvænt. Niðurstaðan var sú sama í báðum þessum málum. Í þriðja málinu

sem varðaði sama bruna og í dómi Hrd. 1969, bls. 820 var hins vegar komist að annarri

niðurstöðu. Í fyrri dóminum, frá 1969, er tekið fram að E var heimilt lögum samkvæmt að

undanþiggja sig ábyrgð á geymslu á vörum í vörugeymslu sinni. Í seinni dóminum, frá 1975,

er hins vegar tekið fram að slík undanþága veiti viðsemjanda lakari stöðu en almennt hefði gilt.

Við þessar aðstæður hefði E því samkvæmt almennum reglum borið bótaábyrgð á varningi þeim

sem brann. Þar sem um frávíkjanlega lagareglu var að ræða, var E hins vegar heimilt að fría sig

ábyrgð með því að setja slíkt undanþáguákvæði í skilmála sína. Þar sem ákvæðið veitti lakari

24 Benedikt Bogason: „Skuldbinding ábyrgðarmanns samkvæmt kröfuábyrgð“, bls. 7-8.

Page 10: Smáa letrið¡aLetriðAA.pdf · 5 Af þeirri grundvallarreglu fjármunaréttar að samninga beri að halda („Pacta sunt servanda“) ásamt áðurnefndri reglu um samningsfrelsi

9

rétt en almennar reglur hefðu veitt, var um að ræða íþyngjandi ákvæði. Í öllum þessum dómum

var því um íþyngjandi ákvæði að ræða og hefði því átt að gera strangari kröfur til vitneskju

viðsemjanda. Eini munur á málsatvikum dómsins frá 1969 og dómsins frá 1975 var annars

vegar, að viðsemjandi var neytandi í þeim síðari. Hins vegar var engin viðskiptasaga. Þó svo

að viðsemjanda var gefin sama tilvísun og í dómum frá 1969 og 1961 var hún ekki talin

fullnægjandi í þessu tilviki. Var því ekki talið að viðsemjanda hefði mátt vera kunnugt um að

þeir skilmálar giltu. Af þessum dómum má draga þá ályktun að ofangreind regla eigi tæpast við

þegar enginn aðstöðumunur er fyrir hendi.25

Í þriðja lagi geta staðlaðir skilmálar orðið hluti af samningi, án þess að þeir séu ritaðir í

samning eða vísað sé til þeirra. Í þeim tilvikum verður viðsemjandi bundinn af skilmálum ef

honum mátti vera ljóst að einhverjum slíkum skilmálum væri fyrir að fara en aðhafðist ekkert

til að kanna hvort svo væri. Enda þótt fyrirtæki hafi lengi notað sömu skilmála í viðskiptum

sínum, ber það sönnunarbyrði um það að þeir hafi í raun átt að gilda í viðskiptum við tiltekinn

viðsemjanda hverju sinni,26 sbr. Hrd. 1981, bls. 35:

Eigandi farms, sem glataðist í flutningi á vegum V, hélt því fram að tiltekinn skilmáli um ábyrgða-

undanþágu hefði ekki verið notaður í umrætt sinn. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að V

hefði ekki sannað að þeir hefðu sérstaklega áskilið sér gagnvart viðsemjanda, að um ábyrgð hans

færi eftir þeim skilmálum, sem vísað var til í farmbréfseyðublaði V. V hefði átt að árétta

sérstaklega skilmálana þar sem ástæður bentu til þess að viðsemjandi vildi ekki gangast undir þá.

Dómurinn er áhugaverður í ljósi þeirra dóma sem komu fram í umfjöllun um tilvísun.

Þannig er munurinn á þeim dómum og þessum að tilvísun var ekki til staðar. Ekkert benti til

þess að viðsemjandinn vildi gangast undir þá eða vitað af þeim. Í áðurnefndum Hrd. 1975, bls.

1011 bar E einnig fyrir sig að þeir hefðu auglýst umrædda ábyrgðatakmörkun í blöðum. Voru

þeir þá að byggja á því að G hefði átt að vera kunnugt um að umræddir skilmálar giltu um

viðskipti samningsaðila samkvæmt viðskiptavenju og þannig orðið hluti af samningi sem

nokkurs konar löggerningsígildi. Er niðurstaða þessa dóma, þar sem gerðar eru strangari kröfur

til vitneskju viðsemjanda, í samræmi við það sjónarmið að almennt ber að horfa fram hjá

ákvæðum í almennum skilmálum sem ekki rata inn í samninginn berum orðum eða þar vísað

til þeirra, þá sérstaklega ef það ákvæði er talið vera íþyngjandi eða óvænt enda er í slíkum

tilvikum gerðar ríkari kröfur til beinnar vitneskju samningsaðila.27

25 Páll Sigurðsson: Samningaréttur, bls. 156-160. 26 Páll Sigurðsson: Samningaréttur, bls. 39-40, 154-156. 27 Þorgeir Örlygsson, Benedikt Bogason og Eyvindur G. Gunnarsson: Kröfuréttur II. Vanefndaúrræði, bls. 335-

336; Eyvindur G. Gunnarsson: „Samningar um vanefndaafleiðingar“, bls. 68.

Page 11: Smáa letrið¡aLetriðAA.pdf · 5 Af þeirri grundvallarreglu fjármunaréttar að samninga beri að halda („Pacta sunt servanda“) ásamt áðurnefndri reglu um samningsfrelsi

10

Á grundvelli þess sem hefur verið sagt má draga þá ályktun að áhrif þess að ákvæði í

skilmálum sem leiðir af samningi, er talið óvænt eða íþyngjandi, eru annars vegar, að ákveðnar

kröfur verða gerðar til þess samningsaðila sem samdi þau einhliða, til vekja athygli viðsemjanda

af efni þeirra. Hins vegar að meiri kröfur séu gerðar til vitneskju viðsemjanda, þegar aðstöðu-

munur er fyrir hendi, til þess að þau verði talin hluti af samningi samningsaðila. Loks að ólíklegt

sé að ákvæði sem er talið óvænt eða íþyngjandi teljist hluti af samningi samningsaðila sem

nokkurs konar löggerningsígildi. Matið er þó afstætt. Kröfurnar geta þannig verið aðrar eftir

notkunarsviði.

2.2.3 Rafræn viðskipti

Í samræmi við öra þróun hafa skilmálar færst í auknum mæli á rafrænt form. Er því nauðsynlegt

að fjalla stuttlega um það hvernig slíkir skilmálar verða hluti af samningi. Þegar viðsemjendur

verslar nú til dags á netinu eru þeir leiddir í gegnum skjámynd þar sem þeir þurfa staðfesta, með

því að haka í gátreit, að þeir hafa lesið og skilið tiltekna skilmálana, sem almennt eru

aðgengilegir í sama glugga, áður en þeir geta lokið samningsgerð. Ef þeir gera það ekki fá þeir

ekki að gera umrædd viðskipti.28 Eru þessir skilmálar oft mjög langir og illskiljanlegir. Til

dæmis eru Itunes skilmálarnir 17 blaðsíður.29 Ef venjulegur viðskiptavinur ætlar sér að kaupa

eitt tónverk mun hann almennt ekki lesa 17 blaðsíður af þurrum lagalegum atriðum til þess að

gera þau viðskipti.

Um þessi viðskipti hefur verið sett tilskipun frá Evrópuráðinu, um rafræn viðskipti nr.

2000/31/EB. Leggur hún þá skyldu á herðar aðildarríkja að tryggja að réttarkerfi þeirra heimili

að samningar séu gerðir með rafrænum hætti. Voru í því skyni sett lög um rafræn viðskipti nr.

30/2002. Af þeim lögum leiðir að slíkir samningar þurfa að fullnægja sömu skilyrðum og

almennt gilda um skriflega samninga með þeim undantekningum sem eðli máls samkvæmt

getur ekki átt við um rafræna skilmála. Með rafrænum hætti er unnt að fullnægja þeim

skilyrðum sem samningsaðilar þurfa að framkvæma í tengslum við samningssambandið, með

því að fullnægja kröfum um aðgengileika, skv. 8. gr. laga nr. 30/2002. En með því er átt við

annars vegar, að samningurinn þurfi að vera læsilegur og skiljanlegur. Hins vegar ef

viðsemjandi hefur hakað í gátreit í glugga sem geymir skilmála, skulu umræddir skilmálar vera

varðveittir á þann hátt að viðsemjandi geti athugað efni skilmálana eftir að samningurinn var

gerður. Þessu getur verið fullnægt einfaldlega með því að þeir séu aðgengilegir á umræddri

vefsíðu. Þegar samningur samningsaðila er skriflegur eða að hluta til skriflegur en vísað er til

28 Andrew Nicol: „Background“, http://www.clickwrapped.com/about. 29 „Apple media services terms and conditions“, www.apple.com/itunes/terms.html.

Page 12: Smáa letrið¡aLetriðAA.pdf · 5 Af þeirri grundvallarreglu fjármunaréttar að samninga beri að halda („Pacta sunt servanda“) ásamt áðurnefndri reglu um samningsfrelsi

11

skilmála sem eru rafrænir má ganga út frá því að sömu kröfur séu gerðar til aðgengileika.30

Að ofangreindu er því ljóst að um rafræna skilmála gilda sömu reglur og almennt gilda um

staðlaða samningsskilmála. Verða því slíkir skilmálar hluti af samningi með því að viðsemjandi

hakar í gátreit og viðurkennir með því, að hann hafi lesið umrædda skilmála hvort sem hann

hefur í raun gert það eða ekki. Ef þar leynist óvænt eða íþyngjandi ákvæði sem veitir

viðsemjanda mun lakari stöðu en samkvæmt almennum reglum myndi reyna á 36. gr. smnl. eða

þær túlkunarreglur sem gilda um staðlaða samningsskilmála, frekar en hvort þeir yrðu taldir

hluti af samningi.

2.3 Túlkun staðlaðra samningsskilmála

Aðhald dómstóla sem þeir beita með túlkunaraðferðum getur dregið úr þeim ókostum sem fylgja

notkun staðlaðra samningsskilmála. Er hér átt við hvernig dómstólar túlka ákvæði í stöðluðum

samningsskilmálum sem eru talin óvænt eða íþyngjandi. Oftast má, að einhverju marki, leiða

skilmála af samningi sem byggist á gagnkvæmum viljayfirlýsingum milli þess sem einhliða

samdi þá og þess sem gerði það ekki. Er viljayfirlýsing þess síðari fólgin í samþykki og þegar

það hefur verið gefið kemst samningur almennt á. Samþykktin getur falist í athöfn jafnt og

munnlegri yfirlýsingu. Með því að veita samþykki er sá aðili að gangast undir öll þau réttindi

og skyldur sem felast í ákvæðum þess samnings.31 Þegar samningsaðilar leggja mismunandi

skilning á merkingu ákvæða, vegna óskýrleika eða annarra ástæðna, reynir á túlkun.

„[Meginsjónarmiðið við túlkun er] [...] að leiða í ljós vilja eða tilætlun sem býr að baki

yfirlýsingu og þær hugmyndir eða traust sem yfirlýsingin vekur hjá móttakanda.“32 Þannig er

verið að finna út hverju var lofað eða hverjar séu skuldbindingar samningsaðila. Þetta er

almennt gert á grundvelli túlkunarsjónarmiða, til dæmis með því að horfa til texta ákvæða, þ.e.

orðalags og innbyrðis samhengis þeirra, forsenda, tilgangs, atvika við samningsgerð o.fl.33

Þegar ekki verður komist að niðurstöðu um merkingu ákvæðis á grundvelli almennra

túlkunarsjónarmiða reynir á túlkunarreglur. Um einhliða staðlaða samningsskilmála gilda

sérstakar túlkunarreglur vegna eðlis þeirrar samningstegundar. Þegar einhliða staðlaðir

samningsskilmálar eru notaðir hefur annar samningsaðilinn oft einungis óljósa hugmynd um

efni þeirra skilmála og þar með þess sem hann telst skuldbundinn. Við túlkun slíkra

samningsskilmála gildir því það viðhorf, að leiða viljann í ljós, ekki fullum fetum. Þess í stað

30 Alþt. 2001-2, A-deild, bls. 3330-3333, 3339; Að auki er neytendum veitt óbein vernd í 19. gr. laga 30/2002, þar

kemur fram að Samkeppnisstofnun skuli hafa eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum. 31 Páll Sigurðsson: Samningaréttur, bls. 84-85. 32 Eyvindur G. Gunnarsson: „Um túlkun samninga“, bls. 2. 33 Eyvindur G. Gunnarsson: „Um túlkun samninga“, bls. 2-5; Nánar um hvað felst í túlkun, sjá sama heimild.

Page 13: Smáa letrið¡aLetriðAA.pdf · 5 Af þeirri grundvallarreglu fjármunaréttar að samninga beri að halda („Pacta sunt servanda“) ásamt áðurnefndri reglu um samningsfrelsi

12

er þeirri viðmiðunarreglu beitt, að hin staðlaða samningstækni sé viðurkennd útaf þeim kostum

sem henni fylgja en þó þurfi að leitast við að draga úr þeim ókostum sem henni fylgja.

Viðmiðunarreglan setur mark sitt, að einhverju leyti, á allar þær túlkunarreglur sem gilda um

einhliða staðlaða samningsskilmála. Þannig gildir sú túlkunarregla að túlka skuli þröngt þau

áberandi íþyngjandi ákvæði fyrir þann aðila, sem ekki samdi skilmálana. Eins og áður segir eru

þetta til dæmis ýmiskonar undanþágu- eða gjaldfellingarákvæði.34 Gjaldfellingarákvæði eru

ákvæði í samningi sem heimilar lánveitanda að krefjast greiðslu allra ógreiddra eftirstöðvar

skuldar ef dráttur verður á einni afborgun lántaka. Slík ákvæði kunna að vera verulega

íþyngjandi fyrir lántaka og er því ákveðin tilhneiging af hálfu dómstóla til að túlka þau ekki

fortakslaust eftir orðanna hljóða, heldur frekar í samræmi við almennar reglur sem gilda á því

sviði.35

Í neytendakaupum gildir sérstök túlkunarregla. Þannig segir í 1. mgr. 36. gr. b smnl:

Skriflegur samningur, sem atvinnurekandi gefur neytanda kost á, skal vera á skýru og skiljanlegu

máli. Komi upp vafi um merkingu samnings sem nefndur er í 1. mgr. 36. gr. a skal túlka

samninginn neytandanum í hag [leturbreyting höfundar].

Ljóst er að reglan gildir aðeins um samningssambönd milli atvinnuveitanda og neytanda. 1.

málsl. 1. mgr. 36. gr. b smnl. er almenn áminning um vandaða samningsgerð. Brot við henni

hefur þannig ekki í för með sér nein viðurlög en gæti þó haft áhrif á túlkun og sönnun. Undir 1.

málsl. gætu fallið tilvik eins og þegar ákvæði í skilmála er óvænt.36 2. málsl. 1. mgr. 36. gr. b

smnl. felur hins vegar aðeins í sér túlkunarreglu. Þegar ljóst er hvert efni samnings er, til dæmis

hvort tilteknir skilmálar séu hluti af samningi eða ekki, reynir á 2. málsl. við úrlausn á þeim

ágreiningi um hvern skilning eigi að leggja á ákvæði þeirra skilmála. Í samræmi við 2. málsl. á

að leggja skilning neytanda á samning ef vafi er enn til staðar eftir að öll hefðbundin

túlkunaratriði og sjónarmið hafa verið metin og reynd.37 Mun þessi regla koma frekar fyrir síðar

í þessari umfjöllun.

Fleiri túlkunarreglur en nú hafa verið nefndar koma til greina við túlkun staðlaðra

samningsskilmála. Ein fyrirferðarmesta túlkunarregla á sviði staðlaðra samningsskilmála er

andskýringarreglan. Af henni má annars vegar leiða, að umdeilanleg eða óljós ákvæði eru

34 Ulf Bernitz: Standardavtalsrätt, bls. 32; Páll Sigurðsson: Samningaréttur, bls. 160-161; Eyvindur G.

Gunnarsson: „Um túlkun samninga“, bls. 5, 7. 35 Þorgeir Örlygsson, Benedikt Bogason og Eyvindur G. Gunnarsson: Kröfuréttur I. Efndir kröfu, bls. 219-221. 36 Ása Ólafsdóttir og Eiríkur Jónsson: Neytendaréttur, bls. 69-70; Sjá áðurnefndan úrskurð umboðsmanns neytenda

í Danmörku FOB 1979-1980, bls. 31-33 í þessu sambandi. 37 Ása Ólafsdóttir og Eiríkur Jónsson: Neytendaréttur, bls. 70-71; Til frekari skoðunar má benda á Hrd. 2003, bls.

4674 (297/2003) þar sem ekki var fallist á þann skilning sem vátryggingartaki bar til ákvæðis þar sem eftir mat á

tækum túlkunaratriðum þótti ákvæðið vera skýrt og augljóst. Dómurinn verður reifaður með ítarlega í kafla 4.2.2.

Page 14: Smáa letrið¡aLetriðAA.pdf · 5 Af þeirri grundvallarreglu fjármunaréttar að samninga beri að halda („Pacta sunt servanda“) ásamt áðurnefndri reglu um samningsfrelsi

13

túlkuð þeim aðila í óhag sem samið hefur þau einhliða. Kröfur til skýrleika geta verið

mismunandi. Sem dæmi eru gerðar meiri kröfur til skýrleika ábyrgðarleysisákvæða eftir því

hversu langt er vikið frá almennum reglum eða eftir því sem það er óvenjulegra. Um þau ákvæði

verður fjallað í kafla 4.2. Hins vegar verður það að vera yfir vafa hafið að aðili samþykkti

skilmálana enda verður sá samningsaðili sem stendur hallri fæti við samningsgerðina eða sá

sem samdi ekki skilmálana, ekki talinn hafa lofað meiru en efni stóðu til.38 Álitamálið um það

hvort ákvæði í einhliða skilmálum, sem teljast óvænt eða íþyngjandi fyrir þann samningsaðila

sem samdi þá ekki, verði skuldbindandi fyrir hann fer eftir atvikum hverju sinni. Kemur þá

meðal annars til skoðunar hvort þeim samningsaðila sem stóð hallri fæti, var veitt upplýsingar

um efni þeirra ákvæða, við eða fyrir samningsgerð.39

3 Upplýsingaskylda

3.1 Almenn atriði

Upplýsingaskylda samningsaðila skiptir máli við notkun staðlaðra samningsskilmála þar sem

talið er að sá samningsaðili, sem samdi einhliða staðlaða samningsskilmála, eigi að vekja

athygli viðsemjanda síns á óvæntum og íþyngjandi samningsskilmálum.40

Gagnkvæm samningssambönd eru eins og til dæmis lánssamningur milli banka og lántaka.

Bankinn veitir lántaka fjárhæð og lántakinn veitir síðan bankanum afborgun af þeirri fjárhæð. Í

slíkum samningssamböndum gilda tilteknar aðal- og aukaskyldur, eins og í gagnkvæmum

samningssamböndum almennt. Í aðalskyldunni fælist að veita fjárhæð láns til lántaka og lántaka

að veita afborganir þess. Þetta er það sem samningurinn gengur fyrst og fremst út á. Allar aðrar

skyldur en aðalskyldur mætti kalla einu nafni aukaskyldur. Meðal þeirra er upplýsingaskylda

við samningsgerð. Er sú skylda byggð á gagnkvæmri tillitsemi. Þannig á annar samningsaðilinn

ekki einhliða að gæta hagsmuni sína heldur einnig viðsemjanda. Ef skriflegur samningur er

talinn innihalda íþyngjandi eða óvænt ákvæði getur reynt á upplýsingaskyldu samningsaðila til

að veit viðsemjanda upplýsingar um efni þeirra. Mismunandi kröfur eru gerðar til þeirrar

skyldu. Fer það eftir notkunarsviði og atvikum hverju sinni.41

38 Eyvindur G. Gunnarsson: „Um túlkun samninga“, bls. 5-7; Þorgeir Örlygsson, Benedikt Bogason og Eyvindur

G. Gunnarsson: Kröfuréttur II. Vanefndaúrræði, bls. 336-337; Páll Sigurðsson: Samningaréttur, bls. 160-161;

Eyvindur G. Gunnarsson: „Samningar um vanefndaafleiðingar“, bls. 68-69. 39 Benedikt Bogason: „Skuldbinding ábyrgðarmanns samkvæmt kröfuábyrgð“, bls. 7. 40 Þorgeir Örlygsson, Benedikt Bogason og Eyvindur G. Gunnarsson: Kröfuréttur I. Efndir kröfu, bls. 89. 41 Þorgeir Örlygsson, Benedikt Bogason og Eyvindur G. Gunnarsson: Kröfuréttur I. Efndir kröfu, bls. 83-89.

Page 15: Smáa letrið¡aLetriðAA.pdf · 5 Af þeirri grundvallarreglu fjármunaréttar að samninga beri að halda („Pacta sunt servanda“) ásamt áðurnefndri reglu um samningsfrelsi

14

3.2 Sérstakar kröfur á sviði vátrygginga

Á sviði vátrygginga hafa verið lögfestar sérstakar kröfur til upplýsingarskyldu vátrygginga-

félaga vegna eðli þeirra samninga. Í vátryggingarétti er einkum notast við einhliða staðlaða

samningsskilmála. Ástæðan gæti verið sú að vátryggingar eru samdar á grundvelli útreiknings

af áhættu. Áhættur sem erfitt er að gera ráð fyrir er hægt að undanþiggja á auðveldan hátt með

stöðluðum samningsskilmálum. Í flestum, ef ekki öllum, vátryggingum er þannig hægt að finna

einhverskonar undanþágur frá ábyrgð. Þá er margt annað sem gerir vátryggingarsamninga

sérstaka. Gilda því almennar reglur samningaréttar aðeins að litlu leyti.42

Mikill aðstöðumunur er á meðal einkenna vátryggingarsamninga. Til að mynda hefur

vátryggingafélag oftast fjárhagslegan og faglegan yfirburð yfir viðsemjanda. Félagið semur

skilmála einhliða og nýtur sérfræðiaðstoðar við hönnun þeirra.43 „Þetta faglega ójafnræði veldur

því m.a., að gera verður sérstakar kröfur til félagsins um að það veiti vátryggingartaka

upplýsingar þannig að hann geti tekið, það sem nefnt hefur verið, upplýsta ákvörðun um hvort

hann tekur vátryggingu, gegn hvaða áhættum og hvaða vátryggingarbætur um er samið.“44

Krafan, þ.e. upplýsingaskyldan, er mismikil eftir eðli tryggingar. Almennt er meiri krafa gerð

þegar um persónutryggingar er að ræða, þ.e. vátryggingar sem ætlað er að veita vernd gegn

tjóni á persónu eða líkama vátryggðs, sbr. 2. mgr. 61. gr. laga um vátryggingar nr. 30/2004.

Þetta eru sem dæmi slysa- og sjúkratryggingar. Flestar tryggingar eru þó skaðatryggingar en

þær veita vernd gegn tjóni er tengist hlutum, hagsmunum, kostnaði og öðru sem persónu-

tryggingar taka ekki til, sbr. 2. mgr. 1. gr. laga nr. 30/2004. Við töku slíkra trygginga er ekki

eins mikil krafa gerð til upplýsingaskyldu.45 Sú krafa sem gerð er til félags við töku skaða-

trygginga kemur fram í 1. mgr. 4. gr. laga nr. 30/2004, en þar segir:

Við töku vátryggingar skal félagið, eða sá sem kemur fram fyrir hönd þess, veita nauðsynlegar

upplýsingar til þess að vátryggingartaki geti metið tilboð þess. Sérstaklega skal það gera grein

fyrir því hvort verulegar takmarkanir séu á gildissviði vátryggingarinnar eða þeirri vernd er hún

veitir [leturbreyting höfundar].

Samkvæmt 1. málsl. á félagið að veita nauðsynlegar upplýsingar svo vátryggður geti tekið

upplýsta ákvörðun um hvort hann tekur vátryggingu. „[...] [Í 2. málsl. ákvæðisins] felst m.a. að

félagið á gera sérstaklega grein fyrir því, hvort „smátt letur í skilmálunum hefur í raun stórfelld

42 Friedrich Kessler: „Contracts of adhesion: some thoughts about freedom of contract“, bls. 631; Eiríkur Jónsson

og Viðar Már Matthíasson: Bótaréttur II, bls. 114; Viðar Lúðvíksson: „Ábyrgðartakmarkanir í skilmálum

vátrygginga og ófrávíkjanlegar reglur laga nr. 20/1954 um vátryggingarsamninga“, bls. 51. 43 Eiríkur Jónsson og Viðar Már Matthíasson: Bótaréttur II, bls. 117. 44 Eiríkur Jónsson og Viðar Már Matthíasson: Bótaréttur II, bls. 117. 45 Eiríkur Jónsson og Viðar Már Matthíasson: Bótaréttur II, bls. 37-38, 124-125; Alþt. 2003-04, A-deild, bls. 1103-

1105.

Page 16: Smáa letrið¡aLetriðAA.pdf · 5 Af þeirri grundvallarreglu fjármunaréttar að samninga beri að halda („Pacta sunt servanda“) ásamt áðurnefndri reglu um samningsfrelsi

15

réttaráhrif“.“46 Þó svo hljómi, að hér sé lögð ríkari upplýsingaskylda á félög en almennt er lögð

á þann sem semur einhliða staðlaða samningsskilmála er það ekki endilega raunin.

„Upplýsingaskyldan er [...] afstæð, þ.e. háð því hve ríka þörf vátryggingartaki hefur fyrir

upplýsingar.“47 Það hvað telst vera nauðsynlegar upplýsingar, og þá hvað félagið þarf að veita,

fer þannig eftir þörfum vátryggingartaka hverju sinni. Ekki er þó lögð skylda á félög til þess að

rannsaka þær þarfir. Þannig mætti segja að nauðsyn til að veita upplýsingar um verulegar

takmarkanir á ábyrgð vakni aðeins í tilvikum þegar vátryggingartaki gefur tilefni til þess með

því að veita félagi upplýsingar um sínar þarfir við töku vátryggingar. Ef viðeigandi upplýsingar

eru gefnar í slíkum tilvikum, þegar sérþarfir eru til staðar, ásamt því að hafa þá stöðluðu

samningsskilmála skýra og skiljanlega, er upplýsingaskyldu félagsins uppfyllt.48 Þetta má

útskýra nánar með Hrd. 2001, bls. 410 (343/2000):

Fyrirtækið, T, bar ábyrgð á skemmdum sem kynnu að verða á vörum á meðan þær voru í geymslu

hjá því. Tók það því tryggingu hjá félaginu, R, til að fórna tjóni ef svo kynni að gerast. Samkvæmt

skilmálum þeirrar tryggingar voru þó skemmdir á vörum í geymslu T, undanþegnar gildissviði

hennar. T bar að hann hefði ítrekað reynt að fá R til að breyta skilmálunum þannig að tryggingin

næði til skemmda á vörum í geymslu. Var því gerður viðauki við skilmálana þar sem þeim var

breytt á þann veg að undir trygginguna féllu jafnframt vörur í upp- og útskipun. Þegar skemmdir

urðu svo á þeim vörum á meðan þær voru í geymslu hjá T, var deilt um hvernig ætti að túlka

viðaukann. Talið var að R hefði borið að afmarka skýrlega gildissvið tryggingarinnar og þær

takmarkanir á ábyrgð. Var R m.a. þess vegna dæmt til að greiða T bætur.

Eins og sjá má af dóminum leitaði T til R til að fá tryggingu fyrir tjóni á munum í hans

geymslu. Þetta voru sérþarfir T. Við móttöku þeirra upplýsinga bar R að gera T grein fyrir þeim

takmörkunum á þeirri vernd sem beindust að þeim sérþörfum T. Þar sem það var ekki gert bar

félagið ábyrgð enda þótt að skilmálarnir tóku ekki til tjónsins. Áhrif þess að R braut upplýsinga-

skyldu sína var sú að T gat krafist efnda samnings í samræmi við sinn skilning á honum.49 Er

þetta svipuð niðurstaða og fengist með beitingu áðurnefndri túlkunarreglu 36. gr. b smnl.

Um upplýsingaskyldu félags í persónutryggingum er mælt í 1. og 2. mgr. 64. gr. laga nr.

30/2004, en þar segir í 1. mgr:

Við töku vátryggingar, sem fellur undir þennan hluta laganna, skal félagið, eða sá sem kemur

fram fyrir þess hönd sjá til þess að vátryggingartaki fái nauðsynlega ráðgjöf um hvernig þörfum

hans um vátryggingarvernd er mætt með vátryggingunni.

64. gr. svipar til 1. mgr. 4. gr. laga nr. 30/2004, og má því að hluta styðjast við skýringar á

þeirri grein. Sá munur er þó að 64. gr. laga nr. 30/2004, setur félaginu þá skyldu að meta þörf

46 Eiríkur Jónsson og Viðar Már Matthíasson: Bótaréttur II, bls. 127. 47 Alþt. 2003-04, A-deild, bls. 1104. 48 Eiríkur Jónsson og Viðar Már Matthíasson: Bótaréttur II, bls. 125-128; Alþt. 2003-04, A-deild, bls. 1103-1106. 49 Eiríkur Jónsson og Viðar Már Matthíasson: Bótaréttur II, bls. 127-128.

Page 17: Smáa letrið¡aLetriðAA.pdf · 5 Af þeirri grundvallarreglu fjármunaréttar að samninga beri að halda („Pacta sunt servanda“) ásamt áðurnefndri reglu um samningsfrelsi

16

vátryggingartaka. Það þarf því að afla nauðsynlegra upplýsinga um stöðu hans og hagi, þ.e.

hverjar sérþarfir hans séu. Félagið þarf næst að meta hvernig trygging þjónar best þeim þörfum

og veita upplýsingar um mikilvæg atriði varðandi þær vátryggingar sem fullnægt geta þörf

vátryggingartaka fyrir vátryggingarvernd, þ.e. að gera grein fyrir takmörkunum miðað við hvað

vátryggingartaki mátti með réttu ætla að hún tæki til, sbr. 2. mgr. 64. gr. laga nr. 30/2004.50 Um

persónutryggingar má því segja að gerðar séu ríkari kröfur til upplýsingaskyldu vátrygginga-

félags heldur en almennt er gert til samningsaðila sem samið hefur einhliða staðlaða skilmála.

3.3 Sérstækar kröfur á sviði neytendalána

Neytendalán er annað dæmi um notkunarsvið þar sem gerðar eru sérstakar kröfur til upplýsinga-

skyldu samkvæmt settum lögum. Til álita hefur komið hvað falli undir neytandalán. Um slík

lán gilda lög um neytendalán nr. 33/2013. Gildissvið þeirra laga er afmarkað í 1. til 3. gr. Í stuttu

máli má segja að lögin gildi að öllu leyti um almenna lánssamninga sem lánveitandi gerir í

atvinnuskyni við neytendur, og kveða almennt á um endurgreiðslu innan lengri tíma en þriggja

mánaða, ásamt því að fela í sér endurgreiðslu vaxta og kostnaðar fyrir töku þess. Árétta skal þó

að þessi skýrgreining er á engan hátt fullnægjandi enda eru margar undantekningar, að hluta

eða heild, við það rúma gildissvið laganna. Með gildistöku þeirra var réttarstaða neytenda bætt,

m.a. vegna þess að honum er tryggður réttur til að falla frá samningi innan tveggja vikna.51

Um þá lánssamninga sem falla undir lög nr. 33/2013, eru, eins og áður segir, gerðar sérstakar

kröfur til upplýsingaskyldu lánveitanda fyrir og við samningsgerð. Þannig ber lánveitanda með

auglýsingum að veita upplýsingar á áberandi, skýran og hnitmiðaðan hátt með lýsandi dæmum

í samræmi við þau fyrirmæli sem gefin eru í þeim lögum, sbr. 2. mgr. 6. gr. laganna. Þannig á

að gefa dæmi sem útskýra markaðsaðstæður ásamt þeim lánskjörum sem standa til boða vegna

tiltekinnar tegundar lánssamnings. Þegar aðili fer í raftækjaverslun að kaupa sér nýjasta símann

og greiðir fyrir hann með lánssamningi, þ.e. hann gengst undir að borga söluverðið með

reglulegum afborgunum yfir ákveðinn tíma, er í samræmi við þetta ákvæði lögð skylda á

seljanda að veita upplýsingar um heildarfjárhæð útborgunar, þ.e. söluverðið, kostnað við töku

láns og vexti. Áður en lánssamningur tekur gildi ber að veita neytanda allar nauðsynlegar

upplýsingar svo honum sé fært að taka upplýsta ákvörðun um það, hvort hann taki lánið. Um

hvaða kröfur eru gerðar í hverju tilviki, ásamt nánari tilgreiningu á því sem upplýsa þarf fyrir

og við gerð lánssamnings er tíundað í 7. gr. til 9. gr. laga nr. 33/2013.52

50 Eiríkur Jónsson og Viðar Már Matthíasson: Bótaréttur II, bls. 132-134; Alþt. 2003-04, A-deild, bls. 1163-1165. 51 Þskj. 228, 141. lögþ. 2012-13, bls. 1, 28 (enn óbirt í A-deild Alþt.); Einnig má benda á að hugtakið neytandi

gæti borið annan skilning en áður hefur verið byggt á þessari ritgerð, sjá sama heimild. 52 Þskj. 228, 141. lögþ. 2012-13, bls. 33-36 (enn óbirt í A-deild Alþt.).

Page 18: Smáa letrið¡aLetriðAA.pdf · 5 Af þeirri grundvallarreglu fjármunaréttar að samninga beri að halda („Pacta sunt servanda“) ásamt áðurnefndri reglu um samningsfrelsi

17

3.4 Afleiðing vanrækslu á upplýsingaskyldu

Með tilliti til þess sem áður segir er það ríkjandi viðhorf við samningsgerð að aðilar eiga að

sýna hvor öðrum tillitssemi á þann hátt að þeir séu ekki einungis að gæta hagsmuni sína heldur

einnig gagnaðilans. Frá þessari tillitskyldu vaknar almennt sú skylda að veita viðsemjanda

upplýsingar um ákvæði sem kunna að vera óvænt eða íþyngjandi. Það er ljóst að mismunandi

kröfur eru gerðar til þeirrar skyldu. Fer það eftir notkunarsviði og atvikum hverju sinni.53 Þegar

ljóst er að þessi skylda var til staðar og að sá aðili, sem einhliða samdi umdeilda staðlaða

samningsskilmála, hafi ekki fullnægt þeirri skyldu, kemur til álita hver sé afleiðing slíkrar

vanrækslu.

Talið er að slík vanræksla getur haft þær afleiðingar að viðsemjandi telst ekki bundinn við

þá skilmála.54 Er þá annars vegar átt við að sönnun geti leitt til þess að þeir verði ekki taldir

hluti af samningi og þar með ekki skuldbindandi, sbr. Hrd. 2002, bls. 2114 (445/2001):

Gámar F urðu innlyksa á geymslusvæði S. Upp kom ágreiningur um hvort F bæri að greiða S

leigu fyrir gámana og rekstur á kælikerfi þeirra. Óumdeilt var að S hafði tekið að sér flutning á

umræddum gámum til Ólafsvíkur að kostnaðarlausu. Af þeim sökum þótti verða að ganga út frá

því að S hafi borið að ljúka þeirri samningsskyldu sinni og koma vörunni á ákvörðunarstað áður

en félagið gat farið að krefja F um greiðslu gámaleigu eða annarra gjalda vegna þess að

sendingarinnar var ekki vitjað í tíma. Hafi ætlun S verið að krefja um slík gjöld áður en flutningi

var lokið, bar félaginu nauðsyn á að orða slíka skilmála með skýrum og ótvíræðum hætti, en svo

hafði ekki verið gert. Í komutilkynningu og reikningi vegna uppskipunar- og afgreiðslugjalda var

tekið fram að ákvörðunarstaður vörunar væri Ólafsvík, en misræmi var í texta skjalanna varðandi

gámaleigu, þar sem í komutilkynningu sagði að gámaleiga reiknist fyrir vörusendingu, sem ekki

hefur verið sótt sjö dögum eftir komu til Reykjavíkur, en í texta reiknings sagði að gámaleigan

reiknist fyrir vörusendingu, sem ekki er sótt sjö dögum eftir komuna til ákvörðunarstaðar.

Í dómnum hér að ofan kom óvænta ákvæðið fram í komutilkynningunni, enda var tekið

fram í reikningi sem barst viðsemjanda, að gámaleiga reiknist fyrir vörusendingu, sem ekki er

sótt sjö dögum eftir komuna til ákvörðunarstaðar, en ákvörðunarstaður var í Ólafsvík. Síðara

ákvæðið var í samræmi við almennar reglur. Ef ætlun S hefði verið sú að gámaleiga reiknaðist

frá komu til Reykjavíkur, hefðu þeir átt að koma þeirri túlkun fram til gagnaðila á skýran hátt.

Þar sem svo skorti var óvænta ákvæðið ekki talið hluti af samningi aðila. Um upplýsingaskyldu

þegar ákvæði er talið íþyngjandi má benda á Hrd. 2003, bls. 4674 (297/2003) sem betur verður

gert grein fyrir í kafla 4.2.2 hér á eftir. Almennt er þannig, að einhverju marki, sett upplýsingar-

skylda á þann samningsaðila sem einhliða semur staðlaða samningsskilmála ef þau fela í sér

óvænt eða íþyngjandi ákvæði.

53

Þorgeir Örlygsson, Benedikt Bogason og Eyvindur G. Gunnarsson: Kröfuréttur I. Efndir kröfu, bls. 83-89; Til

dæmis þegar atvik máls er þannig háttað, að telja má ljóst, að samningsaðili hefði ekki viljað vera bundinn

umdeildum skilmálum, sbr. áðurnefndan Hrd. 1981, bls. 35. 54 Þorgeir Örlygsson, Benedikt Bogason og Eyvindur G. Gunnarsson: Kröfuréttur I. Efndir kröfu, bls. 89.

Page 19: Smáa letrið¡aLetriðAA.pdf · 5 Af þeirri grundvallarreglu fjármunaréttar að samninga beri að halda („Pacta sunt servanda“) ásamt áðurnefndri reglu um samningsfrelsi

18

Hins vegar væri hægt að komast að sömu niðurstöðu með sönnun á grundvelli 36. gr. smnl.

Dæmi um þetta má finna í 5. mgr. 6. gr. laga um fjarsölu á fjármálaþjónustu nr. 33/2005, þar

sem kemur fram að áhrif þess að seljandi veiti ekki neytanda tilteknar upplýsingar, séu þau að

samningur teljist ekki skuldbindandi. Myndi í þessu tilviki líklega vera dæmt á grundvelli 36.

gr. smnl. Einnig eru fleiri afleiðingar tækar. Í samræmi við túlkun, gæti brot á upplýsingarskyldu

haft þau áhrif að skilningur neytanda verði lagður til grundvallar, sbr. 36. gr. b smnl. Mátti sjá

slíka túlkun í áðurnefndum Hrd. 2001, bls. 410 (343/2000). Að lokum, gæti hinn brotlegi orðið

skaðabótaskyldur, þurft að þola sektir eða endurgreiðslu. Þannig er mælt í 1. mgr. 34. gr. laga

um neytendalán nr. 33/2013, að brot á þeim lögum, og þar með ákvæðum sem gera sérstakar

kröfur til upplýsingaskyldu, geti valdið skaðabótaskyldu.55

4 Réttaráhrif

4.1 Almenn atriði

Eins og áður hefur verið sagt reynir á ógildingareglur samningaréttar þegar ákvæði er talið

íþyngjandi eða óvænt. Kemur þá helst til skoðunar ákvæði 36. gr. smnl., ásamt 36. gr. a-d. smnl.

Með lögum nr. 11/1986, voru gerðar breytingar á III. kafla samningalaga, í samræmi við þær

breytingar sem gerðar voru á III. kafla samningalaganna í Skandinavíu. Voru samsvarandi

ákvæði tekin þar upp í því skyni að veita dómstólum víðtækari heimildir til að ógilda

ósanngjarna samninga, enda var þá sú skoðun ríkjandi að nauðsynlegt væri að veita þeim

samningsaðila sterkari réttarstöðu, sem telja mætti að nýti lakari stöðu við samningsgerð. Með

breytingunum var bætt inn ógildingarheimild 36. gr. smnl. Hefur þetta markmið ásamt forsögu

breytinganna mikla þýðingu við túlkun 36. gr. smnl.56

Með lögum um breytingu á samningalögum nr. 14/1995, voru ákvæðin 36. gr. a-d sett inn.

Var þessi breyting afleiðing þeirrar skyldu íslenska ríkisins til að fullnægja tilskipun Evrópuráðs

um óréttmæta skilmála í neytendasamningum nr. 1993/13/EB. Aukalega var þó talið að bæta

mætti neytendavernd í samningsgerðum milli atvinnurekenda og neytenda þegar notast væri

við einhliða staðlaða samningsskilmála.57 „[Dómstólar hafa þó tilhneigingu til að byggja frekar

á 36. gr. smnl. heldur en 36. gr. a-d smnl.] þegar þeir telja ástæðu til að grípa inn í samninga

sem eru neytendaréttarlegs eðlis [...].“58 Gæti sú þróun verið afleiðing þess að þau eru torskilin

55 Þorgeir Örlygsson, Benedikt Bogason og Eyvindur G. Gunnarsson: Kröfuréttur I. Efndir kröfu, bls. 89, 94-97;

Sjá einnig Ufr. 2002, bls. 706 sem reifaður er í kafla 4.2.4. 56 Þorgeir Örlygsson: „Lögfesting almennrar ógildingarreglu í III. kafla laga nr. 7/1936“, bls. 93; Alþt. 1985-86,

A deild, bls. 2158-2166. 57 Alþt. 1994-95, A-deild, bls. 921-925. 58 Ása Ólafsdóttir og Eiríkur Jónsson: Neytendaréttur, bls. 74.

Page 20: Smáa letrið¡aLetriðAA.pdf · 5 Af þeirri grundvallarreglu fjármunaréttar að samninga beri að halda („Pacta sunt servanda“) ásamt áðurnefndri reglu um samningsfrelsi

19

og talin hafa óverulega sjálfstæða þýðingu. Það gæti þó einnig aðeins verið tímaspursmál

hvenær dómstólar byrji að fallast á ákvæðin, því til stuðnings má benda á að 36. gr. smnl. var

ekki mikið beitt fyrst eftir gildistöku.59 Hverju sem því skiptir er ljóst, með tilliti til þess að

þeim er sjaldan beitt í framkvæmd, að ekki gefst frekari ráðrúm til að fjalla sérstaklega um

hverjar þær greinar frekar en gert hefur verið hér að ofan. Verður athyglinni því frekar beint að

36. gr. smnl. hér í framhaldi og þá með tilliti til 36. gr. a-d. smnl. þegar þær eiga við.

4.2 36. gr. samningalaga

4.2.1 Almennt um 36. gr. samningalaga

1. og 2. mgr. 36. gr. smnl. eru í réttri röð svo hljóðandi:

Samningi má víkja til hliðar í heild eða að hluta, eða breyta, ef það yrði talið ósanngjarnt eða

andstætt góðri viðskiptavenju að bera hann fyrir sig, sbr. þó 36. gr. c. Hið sama á við um aðra

löggerninga.

Við mat skv. 1. mgr. skal líta til efnis samnings, stöðu samningsaðilja, atvika við samningsgerðina

og atvika sem síðar komu til.

Með orðasambandinu hið sama á við um aðra löggerninga í 1. mgr. ákvæðisins er því m.a.

slegið föstu að ákvæðið gildir almennt um staðlaða samningsskilmála. „[...][Umrædd

ógildingarheimild er] í eðli sínu undantekningarregla sem beita verður af varfærni og eingöngu

þegar veigamikil rök standa til þess.“ 60 Um er að ræða vísireglu. Eru þau atriði sem nefnd í 2.

mgr. 36. gr. smnl. þannig aðeins fyrir dómstóla til að miða við og meta í því skyni að ákvarða

hvað telst ósanngjarnt í skilningi ákvæðisins. 2. mgr. 36. gr. smnl. er þó ekki tæmandi heldur

verða dómstólar að beita hinum almenna sanngirnismælikvarða við matið.61 Við túlkun

samninga er sá mælikvarði hafður að leiðarljósi, með hliðsjón af öllum aðstæðum og atvikum í

réttarsambandi samningsaðila, er leitast við að ná fram niðurstöðu sem er sanngjörn og eðlileg

í garð beggja.62 Við beitingu sanngirnismælikvarðans geta dómstólar, í annan stað, sótt

leiðbeiningar til efnis frávíkjanlegra lagareglna sem á reynir hverju sinni, þar sem þau taka mið

af sérstöku eðli þeirrar samningstegundar, sem á í hlut, og lýsa afstöðu löggjafans til þess, hvað

sé sanngjarnt og eðlilegt á því notkunarsviði sem þau taka til.63

59 Ása Ólafsdóttir og Eiríkur Jónsson: Neytendaréttur, bls. 73-75; Páll Sigurðsson: Samningaréttur, bls. 320. 60 Eyvindur G. Gunnarsson: „Samningar um vanefndaafleiðingar“, bls. 70. 61 Jón Sigurðsson: „Verðbréfaviðskipti gegnum netið“, bls. 487; Eyvindur G. Gunnarsson: „Samningar um

vanefndaafleiðingar“, bls. 70; Alþt. 1985-86, A-deild, bls. 2161-2163. 62 Þorgeir Örlygsson, Benedikt Bogason og Eyvindur G. Gunnarsson: Kröfuréttur I. Efndir kröfu, bls. 156; Páll

Sigurðsson: Samningaréttur, bls. 59-60; Alþt. 1985-86, A-deild, bls. 2159, 2163. 63 Þorgeir Örlygsson, Benedikt Bogason og Eyvindur G. Gunnarsson: Kröfuréttur I. Efndir kröfu, bls. 156-157;

Alþt. 1985-86, A-deild, bls. 2163.

Page 21: Smáa letrið¡aLetriðAA.pdf · 5 Af þeirri grundvallarreglu fjármunaréttar að samninga beri að halda („Pacta sunt servanda“) ásamt áðurnefndri reglu um samningsfrelsi

20

Talið hefur verið, að 36. gr. smnl. heimili dómstólum ekki aðeins að slá því föstu hverju

sinni, að tiltekið ákvæði í skilmálum sé ósanngjarnt, heldur einnig að tiltekin ákvæði séu

almennt ósanngjörn. Í greinargerð sem fylgdi frumvarpi til laga um breytingar á III. kafla

samningalaga nr. 11/1986 voru rakin til leiðbeiningar helstu samningsákvæði, sem oftast yrðu

talin ósanngjörn og varða beitingu 36. gr. smnl.64 Verður í næstu köflum fjallað um þau tilvik

ásamt þeim mælikvarða sem dómstólar beita við notkun 36. gr. smnl.

4.2.2 Mælikvarði 36. gr. samningalaga

Við mat á því hvort það sé ósanngjarnt eða andstætt góðri viðskiptavenju að bera stöðluð

samningsákvæði fyrir sig, skv. 1. mgr. 36. gr. smnl., fer fram heildarmat á tilteknum sjónar-

miðum og atriðum, m.a. þeim sem fram koma í 2. mgr. 36. gr. smnl. Verður nú fjallað um þau

atriði.

Efni samnings: Hér er litið til þess hversu íþyngjandi eða óvenjulegt ákvæðið er. Ef ákvæði

er andstætt ófrávíkjanlegri lagareglu varðar það ógildingu eins og fjallað verður um í næsta

kafla. Stundum eru í samningi samningsákvæði sem veita öðrum samningsaðila sjálfdæmi um

þýðingarmikil atriði í samningssambandinu. Eru slík ákvæði sérstaklega nefnd í viðauka við

tilskipun nr. 1993/13/EB, enda eru þau líkleg til þess að vera verulega ósanngjörn og þá

sérstaklega líkleg til að valda ógildingu þegar samningar eru gerðir til langs tíma. Það sama á

við um verðákvæði í samningum, t.d. ef aðstæður breytast á þann veg að umsamið verð verði

ekki lengur talið sanngjarnt og því líkur fyrir að heimilt sé að ógilda það á grundvelli 36. gr.

smnl.65

Staða samningsaðila: Með stöðu er átt við þann aðstöðumun sem vel hefur verið ræddur

hér að ofan. Það að jafnræði ríkir milli samningsaðila gefur ábendingu til þess að 36. gr. smnl.

sé ekki tæk. Í slíkum tilvikum er gengið út frá því að samningsaðilar hafi verið í jafn góðri

aðstöðu til að vita hverjar þær skuldbindingar væru sem þeir væru að gangast undir. Hér er því

ekki sú hætta á misbeitingu í krafti aðstöðumunar eins og almennt á við þegar notaðir eru

einhliða staðlaðir samningsskilmála. Þegar aðstöðumunur er fyrir hendi geta tilteknar aðstæður

haft sömu afleiðingar og jafnræði hefði ríkt milli samningsaðila. Dæmi um þetta er þegar sá

sem er í verri aðstöðu er sérfróður eða a.m.k. nýtur sérfræðiaðstoðar. Á svipaðan hátt getur sú

64 Alþt. 1985-86, A-deild, bls. 2163-2166; Páll Sigurðsson: Samningaréttur, bls. 324-327. 65 Viðar Már Matthíasson: „Nýjungar í norrænum samningarétti“, bls. 64-65; Alþt. 1985-86, A-deild, bls. 2164-

2166.

Page 22: Smáa letrið¡aLetriðAA.pdf · 5 Af þeirri grundvallarreglu fjármunaréttar að samninga beri að halda („Pacta sunt servanda“) ásamt áðurnefndri reglu um samningsfrelsi

21

staðreynd, að áhættutaka var til staðar við samningsgerð, haft þau áhrif,66 sbr. Hrd. 2003, bls.

4674 (297/2003):

R krafðist þess að undanþáguákvæði vátryggingarskilmála, sem giltu um slysatryggingu hans hjá

T, skyldi vikið til hliðar á grundvelli 36. gr. og 36. gr. a-d smnl. R ritaði undir yfirlýsingu þess

efnis að honum væri ljóst að vátryggingin bætti ekki brjóskloss. Taldi R að athygli hans hafði

ekki verið vakin á þeirri undanþágu enda hélt R því fram að hann hafi verið í góðri trú um að hann

væri að kaupa slysatryggingu sem héldi, yrði hann fyrir slysi í starfi sínu sem sendibílstjóri. Taldi

hann T hafa vitað um starf hans og því borið að vekja sérstaka athygli á undanþágunni og

jafnframt að útskýra efni þess. Héraðsdómur taldi undanþáguákvæðið ekki gilda gagnvart R á

grundvelli þess að T hefði ekki tekist að sanna að starfsmenn hans hefðu gætt upplýsingaskyldu

sinnar. Hæstiréttur benti á að R hafði upprunalega verið skráður hjá T sem trésmiður en eftir töku

vátryggingar bar hann starfsheitið sendibílstjóri. Talið var að R hefði mátt vera kunnugt um að

skilmálar T hefðu að geyma undanþáguákvæði líkt og venja væri með staðlaða samningsskilmála

vátrygginga. Hafi það staðið R næst að kynna sér efni skilmála þeirrar tryggingar, sem hann valdi

sér, en val á tryggingum hlýtur að ráðast af aðstæðum vátryggingartaka og þörfum hverju sinni.

Hafði áhætta stefnda af því að verða fyrir slysi aukist í nýju starfi gefið R enn frekara tilefni til að

kynna sér samninginn og afla sér ríkari vátryggingarverndar. Að auki þótti undanþáguákvæðið

skýrt og ekki óvenjulegt. Var T því sýknað af kröfum R.

Við töku vátryggingar voru sérþarfir R allt aðrar en eftir að hann breytti um starf.

Hæstiréttur telur að starfskipti R hafi gefið honum tilefni til þess að athuga hvort sama trygging

þjónaði enn þörfum hans í hinu nýja starfi. Hefði svo ekki verið hefði hann líklega breytt henni

á viðeigandi hátt. Með því að kanna það ekki var R að taka áhættu sem Hæstiréttur mat honum

í óhag. Ef atvik hefðu einfaldlega verið þannig að R hefði upprunalega verið sendibílstjóri og

T hefði ekki sinnt upplýsingaskyldu sinni hefði sá aðstöðumunur milli R og T verið tekin til

greina og undanþáguákvæðið ekki talið gilda gagnvart R, eins og talið var í héraðsdómi.

Síðari atvika: 36. gr. smnl. veitir þann möguleika að horfa til atvika sem til koma eftir

samningsgerð. Á þetta reynir oftast þegar síðari lagabreytingar hafa áhrif á þá aðstöðu sem

byggt var á við samningsgerð.67 Eins og kemur fram í 1. mgr. 36. gr. smnl. ber þó að beita

ákvæðinu í samræmi við þær túlkunarreglur sem fram koma í 2. og 3. mgr. 36. gr. c smnl. þegar

við á. Eins og áður segir gilda 36. gr. a-d. smnl. einkum um samninga neytenda og atvinnu-

rekanda. Í 2. og 3. mgr. 36. gr. c smnl. koma fram annars vegar, tvær undantekningar við mat á

því hvort samningur sé ósanngjarn. Hins vegar undantekning við mat á því hvort það yrði talið

andstætt viðskiptavenju að bera hann fyrir sig. Í fyrsta lagi segir í 2. mgr. 36. gr. c smnl. að ekki

eigi að líta til atvika sem síðar til komu við mat á ósanngirni, skv. 36. gr. smnl., ef það er

neytanda í óhag. Það liggur fyrir að með þessu sé staða neytenda bætt.68 Ef aðili myndi stofna

aðgang á félagsmiðilinn Facebook þegar hann væri undir lögaldri væri hann að veita Facebook

66 Þorgeir Örlygsson, Benedikt Bogason og Eyvindur G. Gunnarsson: Kröfuréttur I. Efndir kröfu, bls. 158-161;

Páll Sigurðsson: Verksamningar, bls. 73-74; Alþt. 1985-86, A-deild, bls. 2166. 67 Matthías G. Pálsson: „Mótun Hæstaréttar Íslands á gildissviði 36. gr. samningalaganna“, bls. 429-430. 68 Ása Ólafsdóttir og Eiríkur Jónsson: Neytendaréttur, bls. 71-73.

Page 23: Smáa letrið¡aLetriðAA.pdf · 5 Af þeirri grundvallarreglu fjármunaréttar að samninga beri að halda („Pacta sunt servanda“) ásamt áðurnefndri reglu um samningsfrelsi

22

heimild til að safna og nota það efni sem hann setur þar inn. Mögulega væri í samræmi við 2.

mgr. 36. gr. c smnl. ekki hægt að líta til þess að notandinn hafi haldið áfram að nota síðuna vel

eftir að hann náði lögaldri. Aldrei hefur þó reynt á þetta tilvik og er því aðeins um ágiskun að

ræða.69 Í öðru lagi segir í 2. mgr. 36. gr. c smnl. að við mat á ósanngirni, skv. 36. gr. smnl.,

megi líta til skilmála í öðrum samningum sem tengjast þeim samning sem á reynir. Ef sá sem

samdi skilmála læðir inn í þá óvæntu ákvæði gæti því dómstólar litið til þeirra samninga sem

atvinnurekandinn gerir venjulega í slíkum viðskiptum. Einnig gætu dómstólar litið til

viðskiptasögu samningsaðila. Ef umdeilt óvænt ákvæði hefði aldrei fyrr verið í reglulegum

viðskiptum samningsaðila, getur það því haft áhrif á mat á ósanngirni þess. Slíkt kom til

skoðunar í Hrd. 2006, bls. 5332 (290/2006) þar sem við hafði verið bætt sérstöku ákvæði um

að allar greiðslur yrðu vísitölutryggðar sem leiddi til verulegrar verðhækkunar kaupverðs.

Ákvæðið hafði ekki verið í samskonar kaupsamningi sem samningsaðilar gerðu mánuði fyrr. Á

grundvelli þess og að ekki var gert viðsemjanda fullnægjandi grein fyrir ákvæðinu var því vikið

til hliðar. Í þriðja lagi er með 3. mgr. 36. gr. c smnl. gerðar auknar kröfur til þeirra réttinda og

skyldna sem lagðar eru á neytanda á móti atvinnuveitanda, til að unnt sé að beita 36. gr. smnl.

Skilmálar þurfa að stríða gegn góðum viðskiptaháttum og einnig að raska til muna réttindum

og skyldum samningsaðila neytanda í óhag.70 Það er þó óvitað hvort dómstólar geri auknar

kröfur í reynd enda er eins og áður segir, ekki oft fallist á umrædd ákvæði 36. gr. a-d smnl.

Atvika við samningsgerð: Ef tiltekin atvik eru fyrir hendi við samningsgerð og samningur

er gerður vegna þeirra, getur verið tækt að beita 36. gr. smnl. Hér er líklega helst til athugunar

hvort og hvaða upplýsingar voru veittar viðsemjanda. Einnig kunna forsendur viðsemjanda að

skipta máli. Til skýringar má benda á gerðardómsákvæði. Réttur til aðgangs að dómstólum er

tryggður í 70. gr. stjórnarskrá lýðveldis Íslands nr. 33/1944. Því eru atvik almennt þannig að

viðsemjandi gengur að samningsborði með það í huga að hann geti leitað réttar síns fyrir

dómstólum um þau réttindi og skyldur sem varða samning. Þannig væri líklega ekki byggt á

gerðardómsákvæðum í stöðluðum skilmálum sem ekki eru ritaðir inn í samning aðila, nema sá

sem þá samdi sinni upplýsingaskyldu sinni, og veki athygli viðsemjanda á umræddu gerðar-

dómsákvæði. Sé það ekki gert er líklegt að það varði ógildingu á grundvelli 36. gr. smnl.71 Má

því til staðfestingar benda á Ufr. 2002, bls. 706, sem reifaður er í kafla 4.2.4, ásamt því að slík

ákvæði eru sérstaklega tekin fyrir í tilskipun nr. 1993/13/EB, til viðmiðunar um ákvæði sem

telja mætti óréttmæt.

69 „Statement of rights and responsibilities“, http:/www.facebook.com/terms. 70 Ása Ólafsdóttir og Eiríkur Jónsson: Neytendaréttur, bls. 71-73. 71 Steinunn Margrét Lárusdóttir: „Um ógildingu samningsbundinna gerðardóma“, bls. 91-93; Alþt. 1985-86, A-

deild, bls. 2165-2166.

Page 24: Smáa letrið¡aLetriðAA.pdf · 5 Af þeirri grundvallarreglu fjármunaréttar að samninga beri að halda („Pacta sunt servanda“) ásamt áðurnefndri reglu um samningsfrelsi

23

4.2.3 Samningar sem eru andstæðir ófrávíkjanlegum réttarreglum

Ef ákvæði í stöðluðum samningsskilmálum er í andstöðu við ófrávíkjanlegar lagareglur reynir

á 36. gr. smnl. Í stöðluðum samningsskilmálum eru oft ábyrgðayfirlýsingar sem fela í sér að

annar samningsaðilinn muni bera ábyrgð eða ekki, sem hann ella hefði ekki borið eða borið

með sama hætti, ef yfirlýsing hefði ekki verið gefin. Þannig semja aðilar um að víkja frá

almennum reglum. Eins og áður segir er ekkert sem stendur því í vegi að svo sé gert, enda hafa

aðilar frelsi til þess, svo framarlega sem ákvæði laga takmarka ekki það frelsi. Við þessar

aðstæður er þó til staðar hætta á misnotkun þess frelsis.72

Það leiðir af samningnum sjálfum að hvaða leyti er vikið frá almennum reglum. Þar sem

samningi sleppir, taka svo aftur við almennar reglur. Hins vegar eru sumar reglur ófrávíkjan-

legar, með þeim hætti að þau banna tiltekna samningsskilmála eða kveða beinlínis á um að

tilteknar reglur skuli gilda í samningssambandinu. Um fyrra tilvikið má helst nefna 16. gr. a

markaðslaga nr. 57/2005, en samkvæmt þeirri reglu er fyrirtækjum í atvinnustarfsemi settar þær

hömlur að ábyrgðaryfirlýsingar mega aðeins vera gefnar ef þær veita viðtakanda meiri rétt en

hann hefur samkvæmt almennum reglum.73 Dæmi um þetta má sjá í Hrd. 1989, bls. 329:

Deilt var um ákvæði ábyrgðarskilmála um flutningskostnað sem kaupandi hélt fram að veitti sér

minni rétt en hann ætti samkvæmt almennum reglum. Dómurinn taldi að þegar ábyrgðar-

skilmálarnir voru virtir í heild væri ljóst að þeir veittu kaupanda ekki betri rétt en hann ætti

gagnvart seljanda samkvæmt reglum laga nr. 39/1922. Var því umdeilt ákvæði í skilmálunum

ógilt á grundvelli 36. gr. smnl.

Í dóminum þurfti fyrst að leiða af samningi hvaða réttindi og skyldur fælust í honum. Því

næst hvort sú niðurstaða væri í andstöðu við ófrávíkjanlegar reglur. Í slíkum tilvikum, þar sem

ákvæði í stöðluðum samningsskilmálum eru í andstöðu við ófrávíkjanlegar lagareglur, er

almennt hægt að ógilda þau á grundvelli 36. gr. smnl. Hvað varðar þá aðstöðu, þegar samningur

veitir lakari stöðu en hefði gilt samkvæmt gildandi reglum, þá leiðir hún ekki sjálfkrafa til

ógildingar ef þær reglur eru frávíkjanlegar, enda gildir samningsfrelsið að svo miklu leyti sem

ákvæði laga takmarka það ekki. Í slíkum tilvikum geta atvik máls verið þannig háttuð að umdeilt

ákvæði teljist ósanngjarnt. Reynir þá á áðurnefndan mælikvarða 36. gr. smnl.74

Í ákveðnum tilvikum, eins og áður segir, er líklegra að breyta eða ógilda skilmála samkvæmt

36. gr. smnl., til dæmis þegar þeir veita þeim samningsaðila, sem samdi skilmálana, sjálfsdæmi

72 Eyvindur G. Gunnarsson: „Samningar um vanefndaafleiðingar“, bls. 67; Þorgeir Örlygsson, Benedikt Bogason

og Eyvindur G. Gunnarsson: Kröfuréttur II. Vanefndaúrræði, bls. 327, 329-330. 73 Þorgeir Örlygsson, Benedikt Bogason og Eyvindur G. Gunnarsson: Kröfuréttur II. Vanefndaúrræði, bls. 327-

328, 330. 74 Þorgeir Örlygsson, Benedikt Bogason og Eyvindur G. Gunnarsson: Kröfuréttur II. Vanefndaúrræði, bls. 334-

335.

Page 25: Smáa letrið¡aLetriðAA.pdf · 5 Af þeirri grundvallarreglu fjármunaréttar að samninga beri að halda („Pacta sunt servanda“) ásamt áðurnefndri reglu um samningsfrelsi

24

um þýðingarmikil atriði í samningssambandinu eða þegar þeir innihalda gerðardómsákvæði. Þó

að slík ákvæði séu að meginstefnu gild eru viss frávik til staðar sem geta leitt til ógildingar eða

breytingar samkvæmt 36. gr. smnl., eins og fjallað var um í kafla 4.2.2 hér að ofan. Annað dæmi

um slík tilvik er þegar skilmálar fela í sér að vanefndaheimildir séu takmarkaðar eða auknar

með ósanngjörnum hætti.

4.2.4 Samningar þar sem vanefndaheimildir eru takmarkaðar eða auknar með þeim hætti, að

ósanngjarnt verður að teljast

Reglur um afleiðingar vanefnda eru flestar frávíkjanlegar og reynir því oft á 36. gr. smnl. þegar

ábyrgðaryfirlýsing í samningi tekur til vanheimilda samningsaðila.75 Ef venjulegur borgari

myndi panta hljóðkerfi sem ætti að vera uppsett á ákveðnum tíma á ákveðnum stað, en þegar

kæmi að uppsetningu þess, myndi seljandi tengja það vitlaust með þeim afleiðingum, að

hljóðkerfið eyðilagðist, væri um galla að ræða í skilningi kröfuréttar. Ef hljóðkerfið væri ekki

fengið á réttum tíma væri um greiðsludrátt að ræða. Ef borgarinn myndi fá hljóðkerfið en ekki

verða eigandi þess eins og gert var ráð fyrir, væri um réttarágalla að ræða.76 Galli, greiðslu-

dráttur, rangur staður, réttarágalli o.fl. má nefna einu nafni vanefnd. Þegar slík vanefnd er til

staðar, er almennt hægt að gripa til ýmissa úrræða, t.d. skaðabóta, afsláttar, riftunar o.fl. Slík

úrræði kallast vanefndaheimildir.77 Reglur um afleiðingar vanefnda gilda venjulega nema um

annað hafi verið samið. Iðulega er að einhverju marki vikið frá almennum reglum í stöðluðum

skilmálum. Sem dæmi, gæti verið mælt svo að óheimilt sé að rifta samningi þegar vanefnd er

veruleg en þess í stað kæmu úrbætur.78 Getur sá sem einhliða samdi staðlaða samningsskilmála

þannig annaðhvort takmarkað eða aukið við vanefndaheimildir. Í slíkum tilvikum, þegar ljóst

að skilmálarnir eru hluti af samningi samningsaðila, kemur til álita hvaða áhrif það hefur, að

ákvæði um vanefndaheimild, er talið óvænt eða íþyngjandi. „Ef samningsákvæði hefur í för

með sér að vanefnd annars aðilans leiði til þess að hinn aðilinn öðlast miklar vanefndaheim-

ildir, án þess að tjón af vanefnd sé tilfinnanlegt, eru líkur á að ákvæðinu verði vikið til hliðar

með stoð í 36. gr. smnl. þar sem [vanefndaheimildirnar] teljist ósanngjarnar miðað við þær

vanefndir sem um er að ræða.“79 Þetta er víðtæk viðmiðun enda geta þau tilvik, þegar

vanefndaheimildir eru auknar með þeim hætti að ósanngjarnt megi telja, verið mörg og ólík. Í

75 Eyvindur G. Gunnarsson: „Samningar um vanefndaafleiðingar“, bls. 60, 62. 76 Þorgeir Örlygsson, Benedikt Bogason og Eyvindur G. Gunnarsson: Kröfuréttur I. Efndir kröfu, bls. 193-194,

269-270, 359. 77 Þorgeir Örlygsson, Benedikt Bogason og Eyvindur G. Gunnarsson: Kröfuréttur II. Vanefndaúrræði, bls. 17-19. 78 Eyvindur G. Gunnarsson: „Samningar um vanefndaafleiðingar“, bls. 60-61. 79 Þorgeir Örlygsson, Benedikt Bogason og Eyvindur G. Gunnarsson: Kröfuréttur II. Vanefndaúrræði, bls. 340;

leturbreyting höfundar.

Page 26: Smáa letrið¡aLetriðAA.pdf · 5 Af þeirri grundvallarreglu fjármunaréttar að samninga beri að halda („Pacta sunt servanda“) ásamt áðurnefndri reglu um samningsfrelsi

25

tilskipun Evrópuráðs um óréttmæta skilmála í neytendasamningum nr. 1993/13/EB, er hægt að

finna frekari viðmiðanir. Til dæmis eru þar nefndir samningsskilmálar sem hafa þau áhrif, að

heimilt er að krefja neytanda um verulega háar bætur þegar hann stendur ekki við

skuldbindingar sínar, sbr. Ufr. 2002, bls. 706:

M rifti kaupum á bifreið en við þau kaup hafði hann undirritað einhliða staðlaðan samning.

Samkvæmt ákvæði í skilmálum var seljanda heimilt að krefjast skaðabóta sem næmu allt að 10%

af kaupverði bifreiðarinnar, ef til ólögmætrar riftunar kæmi af hálfu kaupanda. Taldi Hæstiréttur

að seljandinn hefði vanrækt að vekja athygli kaupandans á þessum óvænta ákvæði og ætti því

aðeins rétt á bótum eftir almennum reglum.

Hér var ákvæði í skilmálum óréttmætt og því vaknaði upplýsingaskylda, eins og kom fram

í þriðja kafla. Þar sem henni var ekki fullnægt var kaupandi ekki talinn bundinn því.

Þegar vanefndaheimildir eru takmarkaðar er einnig líklegt að reyni á 36. gr. smnl., en þó í

minna mæli. Í slíkum tilvikum reynir heldur á áðurnefndar túlkunarreglur.80 Byggist sá

skilningur á því að ákveðin rök standa fyrir því að takmarka vanefndaheimildir. Þannig eru

vanefndaheimildirnar matskenndar og því er með samningi hægt að víkja frá þeim á þann hátt

sem hentar samningsaðilum betur. Ef þetta frávikið er of mikið, á þann hátt að það telst

íþyngjandi, væri ákvæðið túlkað þröngt. Gildir þá sú regla að þeim mun óvenjulegra sem

samningsákvæði er, þeim mun meiri kröfur eru gerðar til skýrleika. Í alvarlegri tilvikum, þegar

frávikið er svo mikið að það leiðir til þess að telja verði ósanngjarnt eða andstætt viðskiptavenju

að bera samning fyrir sig, yrðu skilmálar ógiltir, að hluta eða heild, á grundvelli 36. gr. smnl.81

Um slík tilvik má aftur hafa að leiðarljósi þau viðmið sem getið er í tilskipun nr. 1993/13/EB.

Í samræmi við hana eru m.a. samningsskilmálar óréttmætir sem hafa þau áhrif að útiloka eða

takmarka lagalega ábyrgð seljanda þegar neytandi verður fyrir líkamlegu tjóni sem leiðir af

háttsemi seljanda.

Þó svo að telja verður líklegra, að tækt sé að ógilda ákvæði sem auka vanefndaheimildir

heldur en ákvæði sem takmarka vanefndaheimildir, fer það eftir heildarmati hverju sinni. Við

það mat er mælikvarða 36. gr. smnl. beitt og þannig litið til ýmissa sjónarmiða og atriða.

80 Þorgeir Örlygsson, Benedikt Bogason og Eyvindur G. Gunnarsson: Kröfuréttur II. Vanefndaúrræði, bls. 333-

335. 81 Þorgeir Örlygsson, Benedikt Bogason og Eyvindur G. Gunnarsson: Kröfuréttur II. Vanefndaúrræði, bls. 327-

329.

Page 27: Smáa letrið¡aLetriðAA.pdf · 5 Af þeirri grundvallarreglu fjármunaréttar að samninga beri að halda („Pacta sunt servanda“) ásamt áðurnefndri reglu um samningsfrelsi

26

5 Niðurstöður

Staðlaðir samningsskilmálar eru nú notaðir á flestum sviðum sem snerta daglegt líf einstaklinga.

Ástæðan fyrir því byggist á þeim kostum sem fylgja þeirri aðferð við samningsgerð. Notkun

hennar leiðir þó einnig af sér marga ókosti. Til að geta notið góðs af henni þarf íslenska

réttarkerfið að innihalda varnir sem draga úr þessum ókostum. Þegar ákvæði í stöðluðum

samningsskilmálum eru talin vera óvænt eða íþyngjandi fyrir annan samningsaðila koma þessar

varnir til álita.

Þær varnir sem nú eru til staðar má finna víðsvegar í íslenskum rétti. Í fyrsta lagi má nefna

að ákveðin vörn felst í reglunni um samningsfrelsi. Þannig verður viðsemjandi að hafa

samþykkt skilmála, á einn eða annan hátt, svo þeir teljist hluti af samningi samningsaðila.

Dómstólar hafa gert ríkari kröfu til raunverulegs samþykkis þess samningsaðila sem ekki samdi

skilmála, þegar þeir eru taldir innihalda óvænt eða íþyngjandi ákvæði, svo þeir verða taldir hluti

af samningi samningsaðila. Í þessu felst annars vegar, að meiri kröfur eru gerðar til vitneskju

viðsemjanda, þegar aðstöðumunur er fyrir hendi, til þess að óvænt eða íþyngjandi ákvæði verði

talin hluti af samningi samningsaðila. Hins vegar eru ákveðnar kröfur gerðar til þess

samningsaðila, sem samdi þau einhliða, að vekja athygli viðsemjanda af efni þeirra. Ef

samningsaðili vanrækir að sinna þeirri upplýsingarskyldu gæti það m.a. haft í för með sér að

hinn samningsaðilinn, sem ekki samdi skilmálana, teljist ekki bundinn þeim. Í annan stað getur

aðhald dómstóla, sem þeir beita með túlkunaraðferðum, dregið úr þeim ókostum sem fylgja

notkun staðlaðra samningsskilmála. Er hér átt við hvernig dómstólar túlka ákvæði í stöðluðum

samningsskilmálum sem eru talin óvænt eða íþyngjandi. Að lokum hafa dómstólar heimild til

að víkja slíkum ákvæðum til hliðar með 36. gr. smnl.

Ljóst er að áhrif þess að ákvæði í stöðluðum samningsskilmálum eru talið vera óvænt eða

íþyngjandi, eru þau, að virkja þær varnir sem hafa verið settar inn í réttarkerfið með það fyrir

augum, að takmarka þá ókosti sem almennt fylgja notkun staðlaðra samningsskilmála, og veitir

þeim, sem ekki kom að samningu þeirra, þá stöðu sem einungis leiðir af þeim kostum sem fylgja

þeirri notkun.

Eftir því sem notkun þessar aðferðar við samningsgerð verður meiri eru líkur fyrir því að

þörf fyrir vernd verði meiri. Er þá við því að búast að þeim úrræðum sem tiltæk eru við þessar

aðstæður fjölgi í sama mæli. Líklega verður fyrsta skrefið í þeirri þróun, að dómstólar byrji að

beita ákvæðum 36. gr. a-d smnl. Það er þó aldrei að vita hvernig sú þróun verður í raun enda

munu ávallt koma ný álitamál samhliða nýjum notkunarsviðum.

Page 28: Smáa letrið¡aLetriðAA.pdf · 5 Af þeirri grundvallarreglu fjármunaréttar að samninga beri að halda („Pacta sunt servanda“) ásamt áðurnefndri reglu um samningsfrelsi

27

HEIMILDASKRÁ

Alþingistíðindi.

Andrew Nicol: „Background“, http://www.clickwrapped.com/about (skoðað 1. febrúar 2017).

„Apple media services terms and conditions“, www.apple.com/itunes/terms.html, 13.

september 2016 (skoðað 29. janúar 2017).

Arnljótur Björnsson: „Ný lög um samninga um vöruflutninga á landi“. Tímarit lögfræðinga, 1

hefti 1983, bls. 7-31.

Ása Ólafsdóttir og Eiríkur Jónsson: Neytendaréttur. Reykjavík 2009.

Benedikt Bogason: „Skuldbinding ábyrgðarmanns samkvæmt kröfuábyrgð“. Tímarit

lögfræðinga, 1. hefti 2000, bls. 5-44.

Eiríkur Jónsson og Viðar Már Matthíasson: Bótaréttur II. Vátryggingaréttur og bótareglur

félagsmálaréttar. Reykjavík 2015.

Elena D‘Agostino: Contracts of adhesion between law and economics. Rethinking the

unconscionability doctrine. Cham 2014.

Eyvindur G. Gunnarsson: „Samningar um vanefndaafleiðingar“. Tímarit lögfræðinga, 1. hefti

2011, bls. 59-88.

Eyvindur G. Gunnarsson: „Um túlkun samninga“. Rannsóknir í félagsvísindum XIII. Lagadeild.

Ritstj. Hrefna Friðriksdóttir. Reykjavík 2012, bls. 1-10.

Friedrich Kessler: „Contracts of adhesion: some thoughts about freedom of contract“. Columbia

Law Review, 43. hefti 1943, bls. 629-642.

Henry Ussing: Aftaler på formuerettens område. 2. útgáfa. Kaupmannahöfn 1950.

Matthías G. Pálsson: „Mótun Hæstaréttar Íslands á gildissviði 36. gr. samningalaganna“.

Úlfljótur, 3. tbl. 2004, bls. 405-444.

Matthías G. Pálsson: „Samningalögin sjötug: standast þau tímans tönn?“. Tímarit lögfræðinga,

1. hefti 2007, bls. 83-94.

„Statement of rights and responsibilities“, http:/www.facebook.com/terms, 30. janúar 2015

(skoðað 1. mars 2017).

Steinunn Margrét Lárusdóttir: „Um ógildingu samningsbundinna gerðardóma“. Úlfljótur, 2. tbl.

1976, bls. 82-117.

Páll Sigurðsson: Samningaréttur. Yfirlit um meginreglur íslensks samningaréttar. Reykjavík

2004.

Páll Sigurðsson: Verksamningar. Meginreglur íslensks verktakaréttar. Reykjavík 1991.

Page 29: Smáa letrið¡aLetriðAA.pdf · 5 Af þeirri grundvallarreglu fjármunaréttar að samninga beri að halda („Pacta sunt servanda“) ásamt áðurnefndri reglu um samningsfrelsi

28

Ulf Bernitz: Standardavtalsrätt. 5. útgáfa. Stokkhólmur 1991.

Vefsíða Íslandsbanka, http://www.islandsbanki.is (skoðað 20. janúar 2017).

Viðar Lúðvíksson: „Ábyrgðartakmarkanir í skilmálum vátrygginga og ófrávíkjanlegar reglur

laga nr. 20/1954 um vátryggingarsamninga“. Tímarit lögfræðinga, 1. hefti 2004, bls. 49-167.

Viðar Már Matthíasson: „Nýjungar í norrænum samningarétti“. Úlfljótur, 2. tbl. 1984, bls. 53-

70.

Jón Magnússon: Handbók neytenda. 3. útgáfa. Reykjavík 2009.

Jón Sigurðsson: „Verðbréfaviðskipti gegnum netið“. Úlfljótur, 3. tbl. 2000, bls. 481-514.

Þorgeir Örlygsson, Benedikt Bogason og Eyvindur G. Gunnarsson: Kröfuréttur I. Efndir kröfu.

Reykjavík 2009.

Þorgeir Örlygsson, Benedikt Bogason og Eyvindur G. Gunnarsson: Kröfuréttur II.

Vanefndaúrræði. Reykjavík 2011.

Þorgeir Örlygsson: „Lögfesting almennrar ógildingarreglu í III. kafla laga nr. 7/1936“. Tímarit

lögfræðinga, 2. hefti 1986, bls. 85-113.

Page 30: Smáa letrið¡aLetriðAA.pdf · 5 Af þeirri grundvallarreglu fjármunaréttar að samninga beri að halda („Pacta sunt servanda“) ásamt áðurnefndri reglu um samningsfrelsi

29

DÓMASKRÁ

Dómar Hæstaréttar:

Hrd. 1941, bls. 182

Hrd. 1961, bls. 720

Hrd. 1969, bls. 820

Hrd. 1975, bls. 1011

Hrd. 1981, bls. 35

Hrd. 1989, bls. 329

Hrd. 2001, bls. 410 (343/2000)

Hrd. 2002, bls. 2114 (445/2001)

Hrd. 2003, bls. 4674 (297/2003)

Hrd. 2006, bls. 5332 (290/2006)

Norskir dómar:

Ufr. 2002, bls. 706

Umboðsmaður neytenda í Danmörku:

FOB 1979-1980, bls. 31-33