snæfellsstúlkur meistarar annað árið í röð -...

8
Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og Helgafellssveit og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 650 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi og prentun: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120. Veffang: www.stykkisholmsposturinn.is Netfang: [email protected] SÉRRIT - 16. tbl. 22. árg. 30. apríl 2015 Breytingar hjá Rarik Fyrr á árinu auglýsti Rarik í Stykkishólmi eftir rafiðnfræðing til starfa á Starfsstöð Rarik í Stykkishólmi. Nú hefur loks verið ráðið í stððuna sem tveir sóttu um. Annar með búsetu í Borgarnesi og hinn umsækjandi búsettur í Stykkishólmi. Skv. upplýsingum frá starfsmannastjóra Rarik, uppfyllti einungis annar umsækjandi menntunarkröfur og flyst því starfið til Borgarness en viðvera verður skipt milli Stykkishólms og Borgarness. Í starfið var ráðinn starfsmaður Rarik í Borgarnesi Hreiðar Gunnarsson. Starfið og verkefnin munu verða endurskilgreind með tilliti til þessara breytinga og hefur Rarik í hyggju að ráða rafiðnaðarmann til starfa í Stykkishólmi í framhaldinu. Fleiri breytingar eru í vændum í starfsmannahaldinu hér í Stykkishólmi þegar Ingunn Alda Gissurardóttir flytur til höfuðborgarinnar og fer starf hennar hjá Rarik með. Fleiri breytingar eru í vændum[email protected] [email protected] Snæfellsstúlkur meistarar annað árið í röð S.l. mánudagtryggðuSnæfellstúlkur sér Íslandsmeistaratitilinn í úrvalsdeild kvenna, annað árið í röð með enn einum spennusigrinum á Keflavík 81-80. Snæfell vann þar með viðureign liðanna 3-0 en sú tala gefur svo sannarlega ekki rétta mynd af viðureigninni sem var jöfn og spennandi. Snæfellsstelpurnar voru hinsvegar ríkjandi Íslandsmeistarar og höfðu það sem til þurfti til að standast pressuna og spennuna í öllum þremur leikjunum og þegar fram í sækir þá verður það talan 3-0 sem verður munað eftir úr viðureigninni. Leikurinn var síðasti leikur Hildar Sigurðardóttur og Öldu Leif Jónsdóttur, því þær hafa ákveðið að leggja skóna á hilluna. Sannarlega hafa þær staðið vel fyrir sínu með Snæfelli í gegnum tíðina. Bikarar fóru á loft á mánudaginn og við sama tilefni veitti Stykkishólmsbær afreksstyrki til félagsins fyrir góðan árangur upphæð kr. 1.200.000. Í viðurkenningarskjali er liðinu og aðstandendum þess þökkuð vaskleg framganga sem hefur glatt unga sem aldna til að styðja við liðið sem er einstök fyrirmynd fyrir ungmenni í bænum. Ítarleg umfjöllun um leikinn og myndir eru á snaefellingar.is Tilboð opnuð í ljósleiðaratengingu Eins og sagt hefur verið frá hér í Stykkishólms-Póstinum þá stendur til að hringtengja Snæfellsnes með ljósleiðara svo t.d. ekki verði rof á tengingu eins og varð hér skömmu fyrir síðustu áramót. Tilboð í verkið voru opnuð í Ríkiskaupum föstudaginn 24. apríl Um er að ræða tengingu frá Hörðubóli að botni Álftafjarðar. Þannig kemst á hringtenging ljósleiðara á Snæfellsnesi. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 86.000.000 kr. Eftirfarandi tilboð bárust: Orkufjarskipti hf. 66.000.000 kr. Míla ehf. 73.759.056 kr. Tengir hf. 87.000.000 kr. Tilboð verða nú metin og stefnt er að samningagerð og undirritun á næstu vikum. Orkufjarskipti sem lægst bauð var stofnað árið 2011 og er í jafnri eigu Landsvirkjunar og Landsnets. [email protected] Hringtenging ljósleiðara á Snæfellsnesi

Upload: vuonghanh

Post on 17-Nov-2018

216 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Stykkishólms - Póstinum er dreift ókeypis í Stykkishólmi og Helgafellssveit og liggur frammi í Grundarfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Búðardal. Uppl. 650 eint. og kemur út á fimmtudögum. Útgefandi og prentun: Anok margmiðlun ehf, Nesvegi 13, 340 Stykkishólmi. Sími: 534 2120.

Veffang: www.stykkisholmsposturinn.isNetfang: [email protected]

SÉRRIT - 16. tbl. 22. árg. 30. apríl 2015

Breytingar hjá Rarik

Fyrr á árinu auglýsti Rarik í Stykkishólmi eftir rafiðnfræðing til starfa á Starfsstöð Rarik í Stykkishólmi. Nú hefur loks verið ráðið í stððuna sem tveir sóttu um. Annar með búsetu í Borgarnesi og hinn umsækjandi búsettur í Stykkishólmi. Skv. upplýsingum frá starfsmannastjóra Rarik, uppfyllti einungis annar umsækjandi menntunarkröfur og flyst því starfið til Borgarness en viðvera verður skipt milli Stykkishólms og Borgarness. Í starfið var ráðinn starfsmaður Rarik í Borgarnesi Hreiðar Gunnarsson. Starfið og verkefnin munu verða endurskilgreind með tilliti til þessara breytinga og hefur Rarik í hyggju að ráða rafiðnaðarmann til starfa í Stykkishólmi í framhaldinu. Fleiri breytingar eru í vændum í starfsmannahaldinu hér í Stykkishólmi þegar Ingunn Alda Gissurardóttir flytur til höfuðborgarinnar og fer starf hennar hjá Rarik með.

„Fleiri breytingar eru í vændum“

[email protected] [email protected]

Snæfellsstúlkur meistarar annað árið í röð

S.l. mánudag tryggðu Snæfellstúlkur sér Íslandsmeistaratitilinn í úrvalsdeild kvenna, annað árið í röð með enn einum spennusigrinum á Keflavík 81-80. Snæfell vann þar með viðureign liðanna 3-0 en sú tala gefur svo sannarlega ekki rétta mynd af viðureigninni sem var jöfn og spennandi. Snæfellsstelpurnar voru hinsvegar ríkjandi Íslandsmeistarar og höfðu það sem til þurfti til að standast

pressuna og spennuna í öllum þremur leikjunum og þegar fram í sækir þá verður það talan 3-0 sem verður munað eftir úr viðureigninni. Leikurinn var síðasti leikur Hildar Sigurðardóttur og Öldu Leif Jónsdóttur, því þær hafa ákveðið að leggja skóna á hilluna. Sannarlega hafa þær staðið vel fyrir sínu með Snæfelli í gegnum tíðina. Bikarar fóru á loft á mánudaginn og við sama tilefni veitti

Stykkishólmsbær afreksstyrki til félagsins fyrir góðan árangur að upphæð kr. 1.200.000. Í viðurkenningarskjali er liðinu og aðstandendum þess þökkuð vaskleg framganga sem hefur glatt unga sem aldna til að styðja við liðið sem er einstök fyrirmynd fyrir ungmenni í bænum.Ítarleg umfjöllun um leikinn og myndir eru á snaefellingar.is

Tilboð opnuð í ljósleiðaratenginguEins og sagt hefur verið frá hér í Stykkishólms-Póstinum þá stendur til að hringtengja Snæfellsnes með ljósleiðara svo t.d. ekki verði rof á tengingu eins og varð hér skömmu fyrir síðustu áramót.Tilboð í verkið voru opnuð í

Ríkiskaupum föstudaginn 24. aprílUm er að ræða tengingu frá Hörðubóli að botni Álftafjarðar. Þannig kemst á hringtenging ljósleiðara á Snæfellsnesi. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 86.000.000 kr.

Eftirfarandi tilboð bárust:Orkufjarskipti hf. 66.000.000 kr. Míla ehf. 73.759.056 kr. Tengir hf. 87.000.000 kr. Tilboð verða nú metin og stefnt er að samningagerð og undirritun á næstu vikum.Orkufjarskipti sem lægst bauð

var stofnað árið 2011 og er í jafnri eigu Landsvirkjunar og Landsnets.

[email protected]

„Hringtenging ljósleiðara á

Snæfellsnesi“

Stykkishólms-Pósturinn, 16. tbl. 22. árgangur 30. apríl 2015

www.stykkisholmsposturinn.is 2 [email protected]

Leikfélagið Grímnir hefur nú komið sér fyrir í rúmgóðu húsnæði í gamla Rækjunesi á Reitarveginum. Húsnæðið er að vísu hrátt og þegar litið var

inn í vikunni, frekar kalt þar inni. En það er hátt til lofts og vítt til veggja og gríðarlega miklir möguleikar í því. Það er Sigurjón Jónsson í Skipavík sem hefur

útvegað leikfélaginu húsnæði til afnota. Væntingar leikfélagsfólks er að þarna megi í framtíðinni byggja upp góða geymslu- og sýningaraðstöðu fyrir leikfélagið og þannig geti starfsemin blómstrað í framtíðinni. Bjarki Hjörleifsson er formaður leikfélagsins Grímnis og segir hann að nú standi leikfélagið á nokkrum tímamótum. Fjárhagur félagsins hefur komist á réttan kjöl eftir nokkur hörð ár og nú sjáist fram á betri tíð. Það sé ósk núverandi stjórnar að þegar þessum áföngum er náð, fjármálin líti vel út og húsnæðismál félagsins leyst, takist að efla starfið og virkja nýtt fólk til að leiða vagninn áfram.Í vetur réð leikfélagið Hinrik Þór Svavarsson til að setja upp verk á vegum leikfélagsins og hefur hann dvalið hér undanfarnar vikur við æfingar, uppsetningar á leikhúsinu, gerð sviðsmyndar og fleira með félögum í leikfélaginu. Leikverkið Beðið í myrkri er eftir bretann Frederick Knott en verk

eftir hann hafa ratað í kvikmyndir eins og t.a.m. Hitchcock myndina Dial M for Murder. Að sögn Hinriks hafa æfingar og önnur vinna við verkið gengið ágætlega og er stefnt á frumsýningu þriðjudaginn 5. maí n.k. Hann segir ennfremur að húsnæðið sé spennandi og bjóði upp á marga möguleika. Í þessari uppsetningu sitja áhorfendur nálægt „leiksviðinu“. Leikritið er spennuleikrit þar sem inn í blandast leikfangadúkka, blind kona, afbrotamenn og fleiri. Verkið fjallar um blinda konu sem blandast óvart inn í innflutning á eiturlyfjum. Verkið var sýnt á áttunda áratugnum hjá Leikfélagi Akureyrar og er það í eina skiptið sem það hefur verið sýnt á Íslandi. 6 hlutverk eru í sýningunni og er aldur leikenda frá 16-22ja ára. Hinrik er að leikstýra í fyrsta sinn en útskrifaðist vorið 2013 frá Listaháskóla Íslands. Hann lætur vel af sér hér í Hólminum, þrátt fyrir að vera mikið borgarbarn. Helst hefur veðrið þó reynt á þolrifin í honum.

Beðið í myrkri frumsýning í Rækjunesi

Fiskmarkaður áfram í Stykkishólmi?

[email protected]

[email protected]

Undanfarna daga hafa forsvarsmenn Fiskmarkaðs Íslands átt fundi með trillusjómönnum, útgerðarfyrirtækjum og bæjar- og hafnaryfirvöldum hér í Stykkishólmi þar sem rætt hefur verið um framtíð fiskmarkaðarins hér. Bæring Guðmundsson er sem stendur eini starfsmaður Fiskmarkaðs Íslands hér í Stykkishólmi hefur verið sagt upp vegna fyrirhugaðrar lokunar starfsstöðvarinnar í Stykkishólmi.Starfsstöðin hér í Stykkishólmi er 1 af 9 um landið og s.l. þrjú ár hefur hún verið rekin með tapi og ljóst að gera verður breytingar á rekstrinum. Á fundi með trillusjómönnum á þriðjudag kom fram að

einlægur vilji trillusjómanna og útgerðafyrirtækja er að áfram starfi hér fiskmarkaður. Til þess að það takist, þarf þó að auka tekjur markaðarins og brýndi Guðmundur Smári Guðmundsson, stjórnarformaður fiskmarkaðsins fundarmenn til að nýta sér þjónustuna í auknum mæli þannig að tekjur ykjust. T.a.m. með því að taka komandi grásleppuafla í gengum markaðinn. Fundarmenn voru þó sammála um að einnig þyrftu stærri útgerðirnar hér í bænum að koma inn með viðskipti á markaðinn til að auka tekjur hans og treysta hann í sessi. Rifjað var upp að í upphafi þegar markaðurinn var stofnaður hér, þá lönduðu nánast allir í

gegnum Fiskmarkaðinn og þá var rekstrargrundvöllur hans góður og bar starfsstöðin 2 starfsmenn. Breytingin með tilkomu markaðarins á sínum tíma hafi einnig verið sú að t.d. fyrir trillusjómenn skilaði greiðslukerfi markaðarins skilvíslega greiðslu til þeirra. Ljóst má vera af málflutningi fyrirtækisins á fundi með trillusjómönnum að óbreytt ástand þýði aðeins eitt, að markaðurinn loki hér.

„Eina starfsmanni Fiskmarkaðs Íslands í

Stykkishólmi hefur verið sagt upp“

Fyrsti leikur Knattspyrnuliðs

Snæfells er laugardaginn 2. maí

klukkan 14.00 á heimavelli okkar gegn

Knattspyrnufélagi Hlíðarenda í

Borgunarbikarkeppni KSÍ

Allir að mæta á völlinn!

Stykkishólms-Pósturinn, 16. tbl. 22. árgangur 30. apríl 2015

www.stykkisholmsposturinn.is 3 [email protected]

Opið í hádeginu kl. 12-14 og frá kl. 18.Hjartanlega velkomin

www.narfeyrarstofa.is & FacebookBorðapantanir í síma 438-1119 eða á [email protected]

- fagleg og freistandi

Áætlun BaldursFrá Sun.-Fös. Stykkishólmi 15:00 Brjánslæk 18:00

Vinsamlegast athugið, sækja þarf farmiða á skrifstofu Sæferða 30 mínútum fyrir brottför.

www.saeferdir.is

Messa verður í Stykkishólmskirkju sunnudaginn 3. maí kl. 14.00.

Fermt verður í messunni.

Fermdir verða:Arnór Orri S. Hjaltalín, Neskinn 8

Hermann Kristinn Magnússon, Áskinn 3Kristófer Tjörvi Einarsson, Lágholt 3

Kyrrðarstund í Stykkishólmskirkju fimmtudaginn 7. maí kl. 18.00 – 18.30. Orgelleikur og íhugun.

Kaffi á eftir í safnaðarsalnum. Allir hjartanlega velkomnir.

Fasteigna- og skipasala SnæfellsnessPétur Kristinsson, hdl. löggiltur fasteigna- og skipasali.Sími 438-1199, netfang [email protected]íða: fasteignsnae.is

Allar eignir á www.faststykk.is

Sverrir Kristjánssonlögg. fasteignasaliÆgisgötu 11340 StykkishólmiSími: 896 [email protected]

BEÐIÐ Í MYRKRI

eftir Frederick Knott

Leikfélagið Grímnir auglýsir

Leikstjóri: Hinrik Þór Svavarsson

Sýnt í Rækjunesi (gengið inn að aftan)Miðapantanir: Dagný s. 857-8863Aðgangseyrir 2.500 kr.

FRUMSÝNINGÞriðjudaginn 5. maíKl. 21

Stykkishólms-Pósturinn, 16. tbl. 22. árgangur 30. apríl 2015

www.stykkisholmsposturinn.is 4 [email protected]

Ágætu Stykkishólmsbúar og aðrir velunnarar Stykkishólmskirkju. Okkur, sem nú skipum sóknarnefnd langar að greina frá því helsta sem áunnist hefur síðustu misserin. Við höfum keypt og sett upp hljóðkerfi í kirkjunni. Safnaðarheimilið er nú þokkalega búið tækjum, þökk sé Kvenfélaginu og fleiri velunnurum. Safnaðarheimilið er nú ágætlega búið tækjum sem eykur möguleika á útleigu fyrir smærri veislur og fundi. Verið er að undirbúa stóra viðgerð á kirkjunni, en komið hefur í ljós að múrskemdir eru miklar. Ekki verður hjá því komist að hefjast handa með viðgerðir svo ekki fari en verr en orðið er. Því var ráðist í það á sl. ári að fá verkfræðistofu til að gera úttekt á vandanum. Hefur þeirri sömu verkfræðistofu verið falið að annast útboð á framkvæmdum. Höfum við þegar fengið tilboð sem við teljum

hagstætt. Vonandi verður verkið komið af stað áður en langt líður.Þarna er um mikinn kostnað að ræða og leitum við eftir aðstoð velunnara þar um. Margt smátt gerir eitt stórt. Við höfum í gegnum árin verið lánsöm hve margir hafa lagt kirkjunni lið þegar þegar mikið hefur verið undir og fyrir það erum við afar þakklát.Þá er enn í gangi stækkun kirkjugarðsins, þegar þetta er skrifað er verið að girða hann. Vonum við að frá því verði gengið hið fyrsta svo ekki komi til vandræða í greftrunarmálum.Aðalfundur safnaðarins verður haldinn þann 30. apríl kl: 20:00 og hvet ég fólk til að mæta og kynna sér nánar þau mál sem í gangi eru.

Framkvæmdir við Stykkishólmskirkju

f.h. sóknarnefndar Magndís Alexandersdóttir

SKIPAVÍK VERSLUN // AÐALGATA 24 // STYKKISHÓLMI // S. 430-1415

Föstudaginn 8. maí nk. frá kl. 11-18 verður ráðg jafi frá Slippfélaginu til viðtals þar sem hægt verður að spyrja um allt í sambandi við málningu, pallaolíur og fleira.

20% afsláttur verður af allri málningarvöru föstudaginn 8. og laugardaginn 9. maí.

Minnum á að hin vinsælu TREK hjól færðu hjá okkur á sama verði og í Reykjavík.

Kartöfluútsæði og ýmis önnur fræ.

Verið velkomin

Fastlega er reiknað með að samningar um kaup og sölu Sæferða til Eimskips gangi eftir en til stóð að þeir yrðu frágengir núna um mánaðamótin apríl/maí.

Ef allt gengur eftir sem horfir, þá munu samningar liggja fyrir í maí um kaupin. Starfsemi Sæferða verða með óbreyttu sniði út þetta ár.

[email protected]

Samningar í gangi milli Eimskips og Sæferða

Opið: mán-fim. 8-18fös. 8-19lau. 11-14

Vel heppnuð Úrslitahelgi KKÍ í HólminumS.l. helgi var mikið um að vea í íþróttahúsinu hér í Stykkishólmi þar sem úrslitaleikir

yngri flokka KKÍ fóru fram. Umsjón með framkvæmd hafði Snæfell og fóru fram 5 leikir á laugardeginum og 4 á sunnudeginum. Lýsing á sporttv.is var frá öllum leikjum og góð stemning í húsinu.Það er mat Snæfellsfólks sem kom að undirbúningi helgarinnar

að vel hafi tekist til og lofaði KKÍ umgjörðina og framkvæmdina. Mikið sjálfboðaliðastarf gerði þetta allt mögulegt og lögðu Snæfellskrakkar, foreldrar og fleiri virka hönd á plóg. Mót sem þetta hefur mjög jákvæð og hvetjandi áhrif á iðkendur hér og er það mál manna að áhugi fyrir íþróttinni taki ávallt kipp eftir álíka mót hvarvetna sem þau eru haldin. Helgin var rós í hnappagat Snæfells.

[email protected]

„Aðalfundur safnaðarins verður haldinn 30. apríl“

Stykkishólms-Pósturinn, 16. tbl. 22. árgangur 30. apríl 2015

www.stykkisholmsposturinn.is 5 [email protected]

Fyrirhugað verkfall tekur til launafólks á almennum vinnumarkaði utan höfuðborgarsvæðisins. Starfsgreinasambandið fer með umboð fyrir 16 aðildarfélög:

HVERJIR FARA Í VERKFALL

AFL Starfsgreinafélag, Aldan stéttarfélag, Báran stéttarfélag, Drífandi stéttarfélag, Eining-Iðja, Framsýn stéttarfélag, Stéttarfélagið Samstaða, Stéttarfélag Vesturlands, Verkalýðsfélag Akraness, Verkalýðsfélag Grindavíkur, Verkalýðs-og sjómannafélag Bolungarvíkur, Verkalýðs-og sjómannafélag Sandgerðis, Verkalýðsfélag Snæfellinga, Verkalýðsfélag Suðurlands, Verkalýðsfélag Vestfirðinga, Verkalýðsfélag Þórshafnar.

Allir félagar sem starfa á félagssvæðum þessara félaga, taka laun samkvæmt kjarasamningum SGS og SA og falla ekki undir sérkjarasamninga, greiða atkvæði um verkfall og eru bundnir af niðurstöðu verkfalls. Ef þú ert í vafa hvort þú átt að taka þátt í verkfallsaðgerðum hafðu þá endilega samband við stéttarfélagið þitt eða Starfsgreinasambandið.

Dæmi um þá sem eru að fara í verkfall :Starfsfólk : fiskvinnslu, fiskmörkuðum, slæingu , fiskþurrkun, veitingahúsum, hótelum, þrifum, bílstjórar og í öllum þeim starfsgreinum sem falla undir þennan samning.

Stykkishólms-Pósturinn, 16. tbl. 22. árgangur 30. apríl 2015

www.stykkisholmsposturinn.is 6 [email protected]

Já komiði sæl og blessuð ég þakka frænda mínum honum Kristjáni Lár kærlega fyrir þessa áskorun. Að sjálfsögðu tek ég við keflinu og hendi í eina létta og góða uppskrift. Nú þegar sumarið er að detta inn (vonandi) þá er þessi uppskrift alveg kjörið á grillið, fékk hana fyrst í matarboði í Kópavogi og hefur nafnið fylgt henni síðan. Nú að lokum þá óska ég öllum gleðilegs sumars og skora á

brúðgumann og matmanninn Atla Sigurþórsson aka Fola Jóns um að koma með næstu uppskrift í Stykkishólms-Póstinn.Á grillið: Kjúklingabringur, skornar í 3-4 hluta, ekki er verra ef hann er vistvænn.Caj P. grillolía með hvítlauk.Kjúklingurinn látinn liggja í grillolíunni í ca. 2-3 tíma, síðan er hann grillaður á góðum hita þar til hann er steiktur í gegn.

Meðlæti: Cous-Cous, kryddað með Taaza Masala kryddi frá Pottagöldrum, salt & pipar, hvítlauk og klípu af smjöri, eða keypt kryddað.Sæt kartafla, niðurskorin og sett í ofn á 210°C í 15 mín á hvorri hlið með sjávarsalti, pipar og olíu.Kaldar sósur, hvítlauks og pipar. Hægt er að gera köldu sósurnar sjálfur eða kaupa tilbúnar. Ef gera á sjálfur þá er gott að blanda saman majónesi og sýrðum rjóma 50/50, eða nota bara 18% sýrðan rjóma, ekki er verra að hræra slettu af rjóma

í, skipta þessu svo í tvennt og bæta svo hvítlauk við aðra og pipar við hina. Þetta er svo borið fram með góðu salati.Verði ykkur að góðu.

Kópavogskjúklingur með sætkartöflufrönskum

Jón Þór Eyþórsson

Gleðilegt sumar kæru lesendur S t y k k i s h ó l m s p ó s t s i n s . Sumardagurinn fyrsti var um margt sniðugur dagur. Veðrið var ævintýri líkast; sólskin, logn og svo hálf kjánalegur jólasnjór. Allstaðar um landið má finna eitthvað um að vera þennan dag: skrúðgöngur, tónleika, sprell og

fjör fyrir fjölskylduna. Á mörgum stöðum er frítt í sund fyrir alla. Í Stykkishólmi stóð Foreldrafélag Grunnskólans að samverustund fyrir nemendur Grunnskólans og fjölskyldur þeirra. Krakkarnir hlupu hið hefðbundna sumardags fyrsta- víðavangshlaup og duglega fólkið í foreldrafélaginu grillaði sumardags fyrsta- pylsur. Veðrið hélst gott og allir skemmtu sér. Eftir þessa dagskrá hefur

venjan verið að hlaupararnir og fjölskyldur þeirra skelli sér í sumardags fyrsta- sund í boði Stykkishólmsbæjar. Þannig var það ekki þetta árið. Þeir aðilar Stykkishólmsbæjar sem foreldrafélagið leitaði til, ákváðu að það væri of kostnaðarsamt að splæsa á krakkana í sund. Foreldrafélagið greiddi þessar 2.310 kr með bros á vör en mér finnst það mjög lélegt að

Stykkishólmsbær stöðvi eina framlag sitt til þessa hátíðadags og það á þessum forsendum!! Ætti ekki Stykkishólmsbær frekar að styðja það fólk hér í bænum sem virkilega er til í að taka til hendinni og láta hluti gerast?

Mig sundlar „Of kostnaðarsamt að splæsa á krakkana

í sund“

Tími sumardekkja kominn!

Dekkin eru á sama verði og í Reykjavík!10% staðgreiðsluafsláttur af dekkjum!

Kveðja,Alli og Atli

Dekk og Smur ehfNesvegur 5340 StykkishólmurS: 438-1385Gsm: 895-2324

Sigga Lóa

Nú er komið að því!

Nú er komið að því!

Stykkishólms-Pósturinn, 16. tbl. 22. árgangur 30. apríl 2015

www.stykkisholmsposturinn.is 7 [email protected]

Starfsmaður í félagsstarf aldraðra

Dvalarheimili aldraðra óskar eftir að ráða starfsmann í félagsstarf aldraðra í sumar.

Um er að ræða 40% starf, 4 daga í viku, við fjölbreytta afþreyingu og léttan stuðning fyrir íbúa Dvalarheimilisins. Mögulega er um framtíðarstarf að ræða og þá í hærra starfshlutfalli. Einnig er möguleiki á viðbótar vöktum við aðhlynningu á heimilinu í sumar.

Við leitum að skapandi og áhugasömum einstakling sem hefur gaman af að vinna með öldruðum. Ráðið er í starfið frá 1. júní n.k.

Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast á heimasíðu Stykkishólmsbæjar – www. stykkisholmur.is og á skrifstofu Stykkishólmsbæjar. Umsóknir berist undirritaðri á Dvalheimili aldraðra, Skólastíg 14, 340 Stykkishólmur eða á netfangið [email protected] fyrir 11. maí.

Allar nánari upplýsingar á staðnum eða í síma: 433-8165 alla virka daga.

Hlökkum til að vinna með þér.

Hildigunnur Jóhannesdóttir Forstöðumaður Dvalarheimilis aldraðra

í Stykkishólmi

Opið hús í Leikskólanum í StykkishólmiSíðasta vetrardag var opið hús í Leikskólanum í Stykkishólmi. Fjöldi gesta bar þar að garði og buðu börn og starfsfólk upp á veitingar og sýndu afrakstur starfs síns í leikskólanum. Þau voru misræðin en spjölluðu að sjálfsögðu við „sitt“ fólk. Heilu ævintýrin héngu á veggjum, grímubúningahönnun var hægt

að skoða á myndum, auk þess sem líkan af Stykkishólmi var til sýnis sem börnin höfðu gert. Svo var hægt að skoða einstaklingsmöppur barnanna þar sem haldið er utan um skráningu á hinum ýmsu viðburðum tengdum hverju barni heima og heiman.

Ungfrú Arney Lilja Atladóttir á yngstu deild, Vík, bað um að tekin yrði af sér mynd.

Hér er sagan um Pétur og úlfinn myndskreytt út frá sjónarhóli barnanna á elstu deildinni, Ási.

Allsherjarverkfall tók gildi hjá aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins á hádegi í dag, fimmtudag, en

Verkalýðsfélag Snæfellinga(VS) er aðili að því sambandi. Við eftirgrennslan Stykkishólms-Póstsins kom í ljós að hér í Stykkishólmi verða áhrif verkfallsins líklega minniháttar, nokkrir starfsmenn á sjúkrahúsinu eru í VS, að líkindum verður truflun á vinnslu í sjávarútvegsfyrirtækjum auk þess sem Strætóferðir munu raskast. Nánar á snaefellingar.is

Verkföll í Stykkishólmi

[email protected]

[email protected]

Stykkishólms-Pósturinn, 16. tbl. 22. árgangur 30. apríl 2015

www.stykkisholmsposturinn.is 8 [email protected]

Til hamingju Snæfell

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar óskar Kvennaliði Snæfells, til hamingju með frábæran árangur leiktíðina 2014 - 2015. Bæjarbúar eru stoltir af framgöngu ykkar í þessari skemmtilegu íþrótt sem körfuboltinn er og það er mikið afrek að ná því eftirsótta takmarki að verða bæði Deildarmeistarar og Íslandsmeistarar. Til þess að ná slíkum árangri þarf einstaklinga sem búa yfir miklum hæfi-leikum, öfluga liðsheild, frábæra þjálfara og fjölmennan hóp stuðningsmanna. Þá ber að þakka stjórn Körfuknattleiksdeildar Snæfells fyrir að lyfta Grettis-taki við fjáröflun og skipulagningu starfsins innan deildarinnar. Þessi mikli árangur er öllum áhugamönnum um íþróttir hvatning. Stúlkurnar í Kvennaliðið Snæfells eru ungafólkinu í bænum mikilvægar fyrirmyndir.

Áfram Snæfell